Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Akynzeo (netupitant / palonosetron hydrochloride) – Samantekt á eiginleikum lyfs - A04AA

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsAkynzeo
ATC-kóðiA04AA
Efninetupitant / palonosetron hydrochloride
FramleiðandiHelsinn Birex Pharmaceuticals Ltd

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Akynzeo 300 mg / 0,5 mg hörð hylki

2.INNIHALDSLÝSING

Hvert hylki inniheldur 300 mg af netúpítanti og palónósetrónhýdróklóríði sem jafngildir 0,5 mg af palónósetróni.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hvert hylki inniheldur 7 mg af sorbítóli og 20 mg af súkrósa.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Hart hylki.

Ógegnsætt gelatínhylki af stærð „0” (lengd 21,7 mm) með hvítum botni og karamellubrúnu loki með „HE1” prentuðu á botninn. Harða hylkið inniheldur þrjár töflur og eitt mjúkt hylki.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Akynzeo er ætlað fullorðnum til:

-að koma í veg fyrir bráða og síðkomna ógleði og uppköst í tengslum við krabbameins- lyfjameðferð sem inniheldur cisplatín sem veldur miklum uppköstum.

-að koma í veg fyrir bráða og síðkomna ógleði og uppköst í tengslum við krabbameins- lyfjameðferð sem veldur meðalmiklum uppköstum.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Fullorðnir

Gefa skal eitt 300 mg / 0,5 mg hylki um það bil einni klukkustund fyrir upphaf hverrar lotu krabbameinslyfjameðferðar.

Minnka skal ráðlagðan skammt af dexametasóni um u.þ.b. 50% þegar Akynzeo er gefið samhliða (sjá kafla 4.5 og skammtaáætlun í klínískum rannsóknum í kafla 5.1).

Aldraðir

Skammtaaðlögun er ekki nauðsynleg hjá öldruðum sjúklingum. Gæta skal varúðar þegar lyfið er notað hjá sjúklingum eldri en 75 ára vegna hins langa helmingunartíma virku efnanna og takmarkaðrar reynslu hjá þessum hópi.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Akynzeo hjá börnum. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Skert nýrnastarfsemi

Aðlögun skammta er ekki talin nauðsynleg hjá sjúklingum með allt frá vægri til verulegrar skerðingar á nýrnastarfsemi. Útskilnaður netúpítants um nýru er hverfandi. Væg og miðlungsmikil skerðing á nýrnastarfsemi hefur ekki marktæk áhrif á lyfjahvarfabreytur palónósetróns. Altæk heildarútsetning fyrir palónósetróni til notkunar í bláæð jókst um u.þ.b. 28% við verulega skerta nýrnastarfsemi samanborið við heilbrigða einstaklinga. Lyfjahvörf palónósetróns og netúpítants hafa ekki verið rannsökuð hjá einstaklingum með nýrnasjúkdóm á lokastigi sem þarfnast blóðskilunar og engar upplýsingar um öryggi og verkun Akynzeo hjá þessum sjúklingum liggja fyrir. Því skal ekki nota lyfið hjá þessum sjúklingum.

Skert lifrarstarfsemi

Skammtaaðlögun er ekki nauðsynleg hjá sjúklingum með væga eða miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi (Child Pugh gildi 5-8). Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með verulega skerta lifrarstarfsemi (Child Pugh gildi ≥9). Vegna þess að notkun hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi getur tengst aukinni útsetningu fyrir netúpítanti skal nota Akynzeo með varúð hjá þessum sjúklingum (sjá kafla 4.4 og 5.2).

Lyfjagjöf

Til inntöku.

Harða hylkið á að gleypa í heilu lagi.

Hylkið má taka með eða án matar.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Meðganga (sjá kafla 4.6).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Hægðatregða

Þar sem palónósetrón getur lengt þann tíma sem tekur hægðirnar að fara um ristilinn, þarf að hafa eftirlit með sjúklingum sem hafa sögu um hægðatregðu eða meðalbráða garnastíflu eftir gjöf lyfsins. Tilkynnt hefur verið um tilvik hægðatregðu og hægðastíflu sem hefur þarfnast sjúkrahússinnlagnar í tengslum við 0,75 mg af palónósetróni.

Serótónínheilkenni

Tilkynnt hefur verið um serótónínheilkenni við notkun 5-HT3-viðtakablokka, ýmist einna sér eða í samsettri meðferð með öðrum serótónvirkum lyfjum (þ.m.t. sértækum sérótónín-endurupptökuhemlum og serótónín-noradrenalín-endurupptökuhemlum). Mælt er með viðeigandi eftirliti með sjúklingum með tilliti til einkenna sem líkjast serótónínheilkenni.

Lenging QT-bils

Hjartalínuritsrannsókn var gerð hjá fullorðnum heilbrigðum sjálfboðaliðum, konum og körlum, sem fengu netúpítant til inntöku, annaðhvort 200 mg ásamt 0,5 mg af palónósetróni til inntöku eða 600 mg ásamt 1,5 mg af palónósetróni til inntöku. Rannsóknin sýndi engin klínískt mikilvæg áhrif á breytur á hjartalínuriti: hæsta áætlaða gildi (e. point estimate) fyrir QTc-bil fyrir lyfleysu og leiðrétt miðað við upphafsgildi var 7,0 ms (einhliða efri 95% öryggismörk 8,8 ms), sem sást 16 klst. eftir gjöf skammta sem voru stærri en meðferðarskammtar (600 mg af netúpítanti og 1,5 mg af palónósetróni). Efri 95% öryggismörk fyrir áætluð gildi fyrir lyfleysu og QtcI fyrir lyfleysu leiðrétt miðað við upphafsgildi var stöðugt innan 10 ms á öllum tímapunktum í 2 sólarhringa eftir gjöf lyfsins.

Hins vegar, þar sem Akynzeo inniheldur 5-HT3-viðtakablokka skal gæta varúðar við samhliða notkun lyfja sem lengja QT-bilið og hjá sjúklingum sem eru með eða eru líklegir til að fá lengingu á QT-bili. Þetta á við um sjúklinga sem hafa sögu eða fjölskyldusögu um QT-lengingu, truflanir á jafnvægi blóðsalta, hjartabilun, hægan og óreglulegan hjartslátt eða leiðnitruflanir í hjarta og sjúklinga sem taka lyf við hjartsláttaróreglu eða önnur lyf sem valda QT-lengingu eða truflun á jafnvægi blóðsalta. Leiðrétta verður of lág gildi kalíums og magnesíums í blóði áður en lyfið er gefið.

Lyfið á ekki að nota til að koma í veg fyrir ógleði og uppköst dagana eftir krabbameinslyfjameðferð ef það er ekki í tengslum við gjöf annarrar krabbameinslyfjameðferðar.

Lyfið á ekki að nota til meðferðar við ógleði og uppköstum eftir krabbameinslyfjameðferð.

Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi þar sem takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um þessa sjúklinga.

Lyfið skal nota með varúð hjá sjúklingum sem samhliða fá virk lyf til inntöku sem umbrotna aðallega fyrir tilstilli CYP3A4 og hafa þröngt meðferðarbil, svo sem cíklósporín, takrólímus, sírólímus, everólímus, alfentaníl, díergotamín, ergotamín, fentanýl og kínidín (sjá kafla 4.5).

Krabbameinslyf sem eru hvarfefni CYP3A4

Netúpítant er miðlungsöflugur hemill á CYP3A4 og getur aukið útsetningu fyrir krabbameinslyfjum sem eru hvarfefni CYP3A4, t.d. dosetaxeli (sjá kafla 4.5). Því skal hafa eftirlit með sjúklingum m.t.t. aukinna eiturverkana af völdum krabbameinslyfja sem eru hvarfefni CYP3A4, þ.m.t. írínótekans.

Ennfremur gæti netúpítant einnig haft áhrif á verkun krabbameinslyfja sem þurfa virkjun með umbrotum fyrir tilstilli CYP3A4.

Hjálparefni

Akynzeo inniheldur sorbítól og súkrósa. Sjúklingar með frúktósaóþol, glúkósa-galaktósa vanfrásog eða súkrósa- ísómaltasaþurrð, sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki taka lyfið. Lyfið getur einnig innihaldið örlítið af lesitíni úr soja. Því skal hafa náið eftirlit með sjúklingum sem hafa þekkt ofnæmi fyrir jarðhnetum eða soja, m.t.t. einkenna um ofnæmisviðbrögð.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Þegar Akynzeo er notað samhliða öðrum CYP3A4 hemli, gæti plasmaþéttni netúpítants hækkað. Þegar Akynzeo er notað samhliða lyfjum sem eru hvatar á CYP3A4 virkni, gæti plasmaþéttni netúpítants lækkað og það getur leitt til minni verkunar. Lyfið getur hækkað plasmaþéttni lyfja sem eru gefin samhliða og umbrotna fyrir tilstilli CYP3A4. Hjá mönnum verður brotthvarf netúpítants aðallega með CYP3A4-miðluðum umbrotum í lifur og að örlitlu leyti með útskilnaði í nýrum. Þegar mönnum er gefinn 300 mg skammtur er netúpítant hvarfefni og miðlungsöflugur hemill á CYP3A4. Brotthvarf palónósetróns úr líkamanum verður bæði með útskilnaði í nýrum og með efnaskiptaferlum sem miðlað er af mörgum CYP-ensímum. Palónósetrón umbrotnar aðallega fyrir tilstilli CYP2D6 og að litlu leyti fyrir tilstilli CYP3A4 og CYP1A2 ísóensímanna. Samkvæmt in vitro rannsóknum hefur palónósetrón hvorki hamlandi né hvetjandi áhrif á sýtókróm P450 ísóensím við klínískt mikilvæga þéttni.

Milliverkun milli netúpítants til inntöku og palónósetróns til inntöku:

Engar klínískt mikilvægar lyfjahvarfafræðilegar milliverkanir hafa komið fram milli netúpítants til inntöku og palónósetróns til inntöku.

Milliverkanir við CYP3A4 hvarfefni:

Dexametasón

Gjöf staks 300 mg skammts af netúpítanti samhliða dexametasóni samkvæmt skammtaáætlun (20 mg á 1. degi sem fylgt er eftir með 8 mg tvisvar á sólarhring á 2. til 4. degi) jók útsetningu fyrir

dexametasóni marktækt á tíma- og skammtaháðan hátt. AUC0-24 gildi (1. dagur), AUC24-36 gildi

(2. dagur) og AUC84-108 gildi og AUC84-∞ gildi (4. dagur) fyrir dexametasón jókst 2,4-falt, við samhliða gjöf 300 mg af netúpítanti. Lyfjahvörf netúpítants voru óbreytt þegar það var gefið í samsettri meðferð með dexametasóni.

Því skal minnka skammt dexametasóns til inntöku um u.þ.b. 50% þegar það er gefið samhliða Akynzeo (sjá kafla 4.2).

Krabbameinslyf (dosetaxel, etópósíð, cýklófosfamíð)

Útsetning fyrir dosetaxeli jókst um 37% og fyrir etópósíði um 21%, þegar lyfin voru gefin samhliða Akynzeo. Engin samsvarandi áhrif sáust af cýklófosfamíði eftir gjöf samhliða netúpítanti.

Getnaðarvarnarlyf til inntöku

Þegar Akynzeo var gefið með stökum 60 μg skammti af etinýlestradíóli til inntöku og 300 μg af levónorgestreli hafði það engin marktæk áhrif á AUC-gildi etinýlestradíóls en jók AUC-gildi levónorgestrels 1,4-falt; klínísk áhrif á verkun hormónagetnaðarvarnarinnar eru ólíkleg. Engar mikilvægar breytingar á lyfjahvörfum komu fram.

Erýtrómýsín og mídazólam

Útsetning fyrir erýtrómýsíni og mídazólami jókst um það bil 1,3-falt og 2,4-falt, talið upp í sömu röð, þegar hvort um sig var gefið með netúpítanti. Þessi áhrif voru ekki talin klínískt mikilvæg. Lyfjahvörf netúpítants urðu hvorki fyrir áhrifum samhliða gjafar mídazólams né erýtrómýsíns. Hafa skal möguleg áhrif hækkaðrar plasmaþéttni mídazólams og annarra bensódíasepína sem umbrotna fyrir tilstilli CYP3A4 (alprasólams og tríasólams) í huga þegar þessi virku lyf eru gefin samhliða Akynzeo.

Serótónínvirk lyf (t.d. sértækir serótónín-endurupptökuhemlar og serótónín-noradrenalín-endurupptökuhemlar)

Tilkynnt hefur verið um serótónínheilkenni eftir samhliða notkun 5-HT3-blokka og annarra serótónvirkra lyfja (þ.m.t. sértækra serótónín-endurupptökuhemla og sérótónín-noradrenalín-endurupptökuhemla (sjá kafla 4.4).

Áhrif annarra lyfja á lyfjahvörf Akynzeo

Netúpítant umbrotnar aðallega fyrir tilstilli CYP3A4 og því getur gjöf þess samhliða lyfjum sem hamla eða hvetja virkni CYP3A4 haft áhrif á plasmaþéttni netúpítants. Þar af leiðandi skal gæta varúðar við gjöf samhliða lyfjum sem eru öflugir hemlar á CYP3A4 (t.d. ketókónasól) og forðast skal gjöf samhliða öflugum hvötum á CYP3A4 (t.d. rífampisíni).

Áhrif ketókónasóls og rífampisíns

Gjöf CYP3A4-hemilsins ketókónasóls samhliða Akynzeo jók AUC-gildi netúpítants 1,8-falt og Cmax 1,3-falt samanborið við gjöf Akynzeo eins sér. Gjöf samhliða ketókónasóli hafði ekki áhrif á lyfjahvörf palónósetróns.

Gjöf CYP3A4-hvatans rífampisíns ásamt Akynzeo einu sér lækkaði AUC-gildi netúpítants 5,2-falt og Cmax 2,6-falt. Samhliða gjöf rífampisíns hafði ekki áhrif á lyfjahvörf palónósetróns. Þar af leiðandi skal gæta varúðar við gjöf samhliða lyfjum sem eru öflugir hemlar á CYP3A4 (t.d. ketókónasól) og forðast skal gjöf samhliða öflugum hvötum (t.d. rífampisíni) á CYP3A4.

Aðrar milliverkanir

Ólíklegt er að Akynzeo hafi milliverkanir við lyf sem eru P-gp hvarfefni. Netúpítant er ekki hvarfefni fyrir P-gp. Þegar netúpítant var gefið á 8. degi 12 daga meðferðar með dígoxíni sáust engar breytingar á lyfjahvörfum dígoxíns.

Ólíklegt er að netúpítant og umbrotsefni þess hamli útflæðisflutningspróteininu BCRP og glúkúróntengingarísóensíminu UGT2B7 og ef svo er, hefur það litla klíníska þýðingu.

In vitro rannsóknir sýna að netúpítant hamlar UGT2B7, en ekki er ljóst hve mikil slík áhrif eru við klínískar aðstæður. Varúð er ráðlögð þegar netúpítant er gefið í samsettri meðferð með lyfi til inntöku sem er hvarfefni þessa ensíms (t.d. zídóvúdíni, valpróinsýru eða morfíni).

In vitro rannsóknir benda til þess að netúpítant hamli útflæði BCRP flutningspróteinsins. Klínískt mikilvægi þessara áhrifa er ekki ljóst.

In vitro rannsóknir sýna að netúpítant er hemill á P-gp. Í rannsókn sem gerð var hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum hafði netúpítant ekki áhrif á útsetningu fyrir dígoxíni, sem er P-gp hvarfefni, en jók hins vegar Cmax þess 1,09-falt [90% CI 0,9-1,31]. Ekki er útilokað að þessi áhrif geti verið meira áberandi og þá verið klínískt mikilvæg hjá krabbameinssjúklingum, einkum þeim sem eru með óeðlilega nýrnastarfsemi. Því er varúð ráðlögð þegar netúpítant er gefið í samsettri meðferð með dígoxíni eða með öðrum P-gp hvarfefnum svo sem dabigatrani eða kolkisíni.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri/getnaðarvarnir hjá konum

Konur á barneignaraldri mega ekki vera þungaðar eða verða þungaðar meðan þær eru á meðferð með Akynzeo. Áður en meðferð hefst skal gera þungunarpróf á öllum konum sem ekki hafa haft tíðahvörf. Konur á barneignaraldri verða að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur og í allt að einn mánuð eftir að meðferð með lyfinu lýkur.

Meðganga

Netúpítant

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun netúpítants á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun, þ.m.t. vansköpunarvaldandi áhrif hjá kanínum án öryggismarka (sjá kafla 5.3).

Palónósetrón

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun palónósetróns á meðgöngu. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa palónósetróns með tilliti til eiturverkana á æxlun (sjá kafla 5.3).

Akynzeo ekki ætlað til notkunar á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort palónósetrón eða netúpítant skiljast út í brjóstamjólk. Ekki er hægt að útiloka hættu fyrir börn sem eru á brjósti. Akynzeo má ekki nota meðan á brjóstagjöf stendur. Hætta verður brjóstagjöf meðan á meðferð með Akynzeo stendur og í 1 mánuð eftir síðasta skammt af lyfinu.

Frjósemi

Netúpítant

Engin áhrif á frjósemi hafa komið fram í dýrarannsóknum.

Palónósetrón

Hrörnun þekjuvefs sáðpípla hefur greinst í rannsóknum á rottum (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Akynzeo hefur væg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Þar sem lyfið getur valdið sundli, svefnhöfga og þreytu skal vara sjúklinga við að aka bíl eða nota vélar ef þeir fá slík einkenni.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á upplýsingum um öryggi

Algengar aukaverkanir sem greint var frá í tengslum við Akynzeo voru höfuðverkur (3,6%), hægðatregða (3,0%) og þreyta (1,2%). Engar þessara aukaverkana voru alvarlegar.

Tafla yfir aukaverkanir

Öryggi notkunar Akynzeo var metið hjá 1.169 krabbameinssjúklingum sem fengu að minnsta kosti eina lotu af krabbameinslyfjameðferð sem veldur miklum eða meðalmiklum uppköstum, í þremur tvíblindum samanburðarrannsóknum með virku lyfi. Aukaverkanir sem tilkynntar voru af hærri tíðni af Akynzeo en af 0,5 mg af palónósetróni einu sér eru taldar upp hér á eftir samkvæmt MedDRA flokkun eftir líffærakerfum og tíðni.

Tíðni er skilgreind á eftirfarandi hátt:

Mjög algengar (≥1/10)

Algengar (≥1/100 til <1/10)

Sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100)

Mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000)

Koma örsjaldan fyrir (<1/10.000)

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Aukaverkanir samkvæmt flokkun eftir líffærum

Flokkun eftir

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

líffærum

auka-

aukaverkanir

 

 

verkanir

 

 

Sýkingar af völdum

 

 

Blöðrubólga

sýkla og sníkjudýra

 

 

 

Blóð og eitlar

 

Daufkyrningafæð

Hvítfrumnafæð

 

 

Hvítfrumnafjölgun

Eitilfrumnafjölgun

Efnaskipti og næring

 

Minnkuð matarlyst

Blóðkalíumlækkun

Geðræn vandamál

 

Svefnleysi

Bráð geðrof

 

 

 

Skapbreytingar

 

 

 

Svefntruflanir

Taugakerfi

Höfuð-

Sundl

Skert snertiskyn

 

verkur

 

 

Augu

 

 

Tárubólga

 

 

 

Þokusýn

Eyru og völundarhús

 

Svimi

 

Hjarta

 

Fyrstu gráðu

Hjartsláttaróregla

 

 

gáttasleglarof

 

 

 

Hjartavöðvakvilli

Annarar gráðu gáttasleglarof

 

 

Leiðnitruflanir

Greinrof

 

 

 

Míturlokuleki

 

 

 

Blóðþurrð í hjartavöðva

 

 

 

Aukaslög frá sleglum

Æðar

 

Hár blóðþrýstingur

Lágur blóðþrýstingur

Öndunarfæri, brjósthol

 

Hiksti

 

og miðmæti

 

 

 

Meltingarfæri

Hægða-

Kviðverkir

Kyngingarerfiðleikar

 

tregða

 

 

 

 

Niðurgangur

Skán á tungu

 

 

Meltingartruflanir

 

 

 

Vindgangur

 

 

 

Ógleði

 

Húð og undirhúð

 

Hármissir

 

 

 

Ofsakláði

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

 

Bakverkur

Almennar aukaverkanir

Þreyta

Þróttleysi

Hitatilfinning

og aukaverkanir á

 

 

 

íkomustað

 

 

Brjóstverkur sem er ekki frá hjarta

 

 

 

Bragðskynstruflanir

Rannsóknaniðurstöður

 

Hækkun

Hækkun bilirúbíns í blóði

 

 

lifrartransamínasa

 

 

 

Hækkun alkalísks

Hækkun kreatínfosfókínasa MB í

 

 

fosfatasa í blóði

blóði

 

 

Hækkun kreatíníns í

ST-lækkun á hjartalínuriti

 

 

blóði

 

 

 

QT-lenging á

Óeðlilegt ST-T bil

 

 

hjartalínuriti

 

 

 

 

Hækkun trópóníns

Lýsing á völdum aukaverkunum

 

 

Ekki er hægt að rekja neinar algengar aukaverkanir til netúpítants, nýja lyfsins í samsetta lyfinu, þar sem tíðni þeirra var svipuð og þegar palónósetrón til inntöku var notað eitt sér. Auk þess hefur verið

greint frá þrota í augum, öndunarerfiðleikum og vöðvaverkjum sem aukaverkunum af palónósetróni til inntöku, en þær hafa ekki komið fram meðan á þróun Akynzeo stóð. Allar þessar aukaverkanir voru sjaldgæfar.

Örsjaldan hafa komið fyrir tilvik bráðaofnæmis, bráðaofnæmisviðbragða/bráðaofnæmislíkra viðbragða og losts við notkun palónósetróns í bláæð eftir að það kom á markað.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Engar sértækar upplýsingar liggja fyrir um meðferð ofskömmtunar Akynzeo. Allt að 600 mg skammtar af netúpítanti og allt að 6 mg skammtar af palónósetróni hafa verið notaðir í klínískum rannsóknum án þess að hafa áhrif á öryggi. Ef um ofskömmtun er að ræða skal hætta gjöf lyfsins og veita almenna stuðningsmeðferð og eftirlit. Vegna virkni netúpítants og palónósetróns gegn uppköstum, er ekki víst að hægt sé að valda uppköstum með lyfjum. Rannsóknir á skilun hafa ekki verið gerðar. Hins vegar er ólíklegt að skilun sé árangursrík meðferð við ofskömmtun, vegna mikils dreifingarrúmmáls palónósetróns og netúpítants.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf við uppköstum og lyf við ógleði, serótónín-5-HT3-blokkar, ATC-flokkur: A04AA55.

Verkunarháttur

Netúpítant er sértækur blokki á „substance P/neurókínín 1“ (NK1) viðtaka hjá mönnum. Palónósetrón er 5-HT3 viðtakablokki með mikla bindisækni í þennan viðtaka og litla eða enga sækni í aðra viðtaka. Krabbameinslyf valda ógleði og uppköstum með því að örva losun serótóníns frá „enterochromaffin“ frumum í smáþörmum. Serótónín virkjar síðan 5-HT3 viðtaka sem staðsettir eru á aðlægri skreyjutaug (e. vagal afferent) til þess að framkalla ógleði og uppköst.

Síðkomin uppköst hafa verið tengd virkjun neurokíníns 1 (NK1) viðtaka af takýkínín ætt (sem eru víðs vegar í mið- og úttaugakerfinu) fyrir tilstilli „substance P“. Eins og sýnt hefur verið fram á bæði í in vitro og in vivo rannsóknum, blokkar netúpítant „substance P“-miðlaða svörun.

Sýnt var fram á að netúpítant fer yfir blóð-heilaþröskuld og er binding við NK1 viðtaka 92,5%, 86,5%, 85,0%, 78,0% og 76,0% í rákakjarna eftir 6, 24, 48, 72 og 96 klst., talið upp í sömu röð, eftir gjöf

300 mg af netúpítanti.

Verkun og öryggi

Sýnt hefur verið fram á að gjöf Akynzeo til inntöku í samsettri meðferð með dexametasóni kemur í veg fyrir bráða og síðkomna ógleði og uppköst í tengslum við krabbameinslyfjameðferð sem veldur miklum og meðalmiklum uppköstum, í tveimur aðskildum lykilrannsóknum.

Rannsókn á krabbameinslyfjameðferð sem veldur miklum uppköstum (e. Highly Emetogenic Chemotherapy (HEC))

Í fjölsetra, slembiraðaðri, samhliða, tvíblindri, klínískri samanburðarrannsókn sem tók til

694 sjúklinga voru verkun og öryggi stakra skammta af netúpítanti til inntöku í samsettri meðferð með palónósetróni til inntöku, borin saman við stakan skammt af palónósetróni til inntöku hjá krabbameinssjúklingum sem voru á meðferð með krabbameinslyfi sem innihélt cisplatín (miðgildi skammtastærðar = 75 mg/m2). Verkun Akynzeo var metin hjá 135 sjúklingum sem fengu stakan skammt til inntöku (300 mg af netúpítanti og 0,5 mg af palónósetróni) og 136 sjúklingum sem fengu 0,5 mg af palónósetróni einu sér til inntöku.

Meðferðaráætlun fyrir Akynzeo arm og palónósetrón 0,5 mg arm rannsóknarinnar er sett fram í töflunni hér á eftir.

Meðferð gegn ógleði og uppköstum, til inntöku –– HEC rannsókn

Meðferðaráætlun

Dagur 1

Dagar 2 til 4

Akynzeo

Akynzeo (Netúpítant 300 mg +

Dexametasón 8 mg einu

 

Palónósetrón 0,5 mg)

sinni á sólarhring

 

Dexametasón 12 mg

 

Palónósetrón

Palónósetrón 0,5 mg

Dexametasón 8 mg tvisvar á

 

Dexametasón 20 mg

sólarhring

Aðalendapunktur verkunar var tíðni fullkominnar svörunar (skilgreind sem engin uppköst, engin hjálparlyf) innan 120 klst. (heildarfasi) eftir upphaf krabbameinslyfjameðferðar sem veldur miklum uppköstum.

Samantekt á lykilniðurstöðum úr þessari rannsókn er sett fram í töflunni hér á eftir.

Hlutfall sjúklinga á krabbameinslyfjameðferð með cisplatíni sem sýndu svörun, sett fram eftir meðferðarhópi og fasa

 

 

Palónósetrón

 

 

Akynzeo

0,5 mg

 

 

N=135

N=136

 

 

%

%

p-gildi

Aðalendapunktur

 

 

 

Fullkomin vernd

 

 

 

Heildarfasi§

 

 

 

89,6

76,5

0,004

Aðrir meginendapunktar

 

 

 

Fullkomin svörun

 

 

 

Bráðafasi

 

 

 

98,5

89,7

0,007

Síðari fasi

90,4

80,1

0,018

Engin uppköst

 

 

 

Bráðafasi

 

 

 

98,5

89,7

0,007

Síðari fasi

91,9

80,1

0,006

Heildarfasi

91,1

76,5

0,001

 

 

Palónósetrón

 

 

Akynzeo

0,5 mg

 

 

N=135

N=136

 

 

%

%

p-gildi

Engin veruleg ógleði

 

 

 

Bráðafasi

 

 

 

98,5

93,4

0,050

Síðari fasi

90,4

80,9

0,004

Heildarfasi

89,6

79,4

0,021

Bráðafasi: 0 til 24 klst. eftir cisplatínmeðferð.

Síðari fasi: 25 til 120 klst. eftir cisplatínmeðferð. § Í heild: 0 til 120 klst. eftir cisplatínmeðferð.

Rannsókn á krabbameinslyfjameðferð sem veldur meðalmiklum uppköstum (e. Moderately Emetogenic Chemotherapy (MEC))

Í fjölsetra, slembiraðaðri, samhliða, tvíblindri, samanburðarrannsókn með virku lyfi sem gerð var til að meta yfirburði, voru verkun og öryggi eftir einn skammt af Akynzeo til inntöku borin saman við einn 0,5 mg skammt af palónósetróni til inntöku hjá krabbameinssjúklingum sem áttu að fá fyrstu lotu meðferðar með antrasýklíni og cýklófosfamíði til meðferðar við illkynja æxli. Þegar rannsóknin fór fram var meðferð sem innihélt antrasýklín og cýklófosfamíð talin valda meðalmiklum uppköstum. Nýlegar leiðbeiningar hafa uppfært það í mikil uppköst. Allir sjúklingarnir fengu stakan skammt af dexametasóni til inntöku.

Meðferð gegn ógleði og uppköstum, til inntöku –– MEC rannsókn

Meðferðaráætlun

Dagur 1

Dagar 2 til 3

Akynzeo

Akynzeo Netúpítant 300 mg

Engin meðferð gegn ógleði og

 

Palónósetrón 0,5 mg

uppköstum

 

Dexametasón 12 mg

 

Palónósetrón

Palónósetrón 0,5 mg

Engin meðferð gegn ógleði og

 

Dexametasón 20 mg

uppköstum

Eftir að 1. meðferðarlotu var lokið gátu sjúklingar valið að taka þátt í framlengingu meðferðar í nokkrar lotur og fá sömu meðferð og í 1. lotu. Engin fyrirfram ákveðin takmörkun var á fjölda endurtekinna lota fyrir hvern sjúkling. Alls fengu 1450 sjúklingar rannsóknarlyf (Akynzeo n=725; Palónósetrón n=725). Af þeim luku 1438 sjúklingar (98,8%) 1. lotu og 1286 sjúklingar (88,4%) héldu áfram í framlengdri meðferð í nokkrar lotur. Alls fengu 907 sjúklingar (62,3%) framlengingu í nokkrar lotur í allt að hámarki átta meðferðarlotur.

Alls fengu 724 sjúklingar (99,9%) meðferð með cýklófosfamíði. Allir sjúklingarnir fengu auk þess meðferð með annaðhvort doxorúbisíni (68,0%) eða epirúbisíni (32,0%).

Aðalendapunktur verkunar var tíðni fullkominnar svörunar í síðari fasanum, 25-120 klst. eftir upphaf krabbameinslyfjameðferðarinnar.

Samantekt á lykilatriðum úr þessari rannsókn er sett fram í töflunni hér á eftir.

Hlutfall sjúklinga á krabbameinslyfjameðferð með antrasýklíni og cýklófosfamíði sem sýndu svörun, sett fram eftir meðferðarhópi og fasa – 1. lota

 

 

Akynzeo

 

Palónósetrón

 

 

 

 

0,5 mg

 

 

 

N=724

 

N=725

 

 

 

 

 

 

p-gildi*

 

%

%

Aðalendapunktur

 

 

 

 

 

Fullkomin svörun

 

 

 

 

 

Síðari fasi

 

 

 

 

 

 

 

 

76,9

69,5

0,001

Aðrir meginendapunktar

 

 

 

 

 

Fullkomin svörun

 

 

 

 

 

Bráðafasi

 

 

 

 

 

 

88,4

85,0

0,047

Heildarfasi§

74,3

66,6

0,001

Engin uppköst

 

 

 

 

 

Bráðafasi

 

 

 

90,9

87,3

0,025

Síðari fasi

 

 

 

81,8

75,6

0,004

Heildarfasi

79,8

72,1

<0,001

Engin veruleg ógleði

 

 

 

 

 

Bráðafasi

 

 

N.S.

87,3

87,9

Síðari fasi

 

 

 

76,9

71,3

0,014

Heildarfasi

74,6

69,1

0,020

* p-gildi samkvæmt Cochran-Mantel-Haenszel prófi, lagskipt eftir aldurshópi og svæði.

Bráðafasi: 0 til 24 klst. eftir meðferð með antrasýklíni og cýklófosfamíði.

Síðari fasi: 25 til 120 klst. eftir meðferð með antrasýklíni og cýklófosfamíði. §Í heild: 0 til 120 klst. eftir meðferð með antrasýklíni og cýklófosfamíði.

Sjúklingar fengu áframhaldandi meðferð í endurteknum lotum, í allt að 7 lotur af krabbameins- lyfjameðferð til viðbótar. Virkni Akynzeo gegn ógleði og uppköstum hélst gegnum allar endurteknu loturnar hjá sjúklingunum sem héldu áfram, í hverri einustu lotu.

Áhrif ógleði og uppkasta á daglegt líf sjúklinga var metið samkvæmt FLIE-staðli (e. Functional Living Index–Emesis). Hlutfall sjúklinga þar sem heildaráhrif á daglegt líf voru engin var 6,3% hærra (p-gildi = 0,005) í Akynzeo hópnum (78,5%) en í palónósetrón hópnum (72,1%).

Rannsókn á öryggi notkunar í endurteknum lotum hjá sjúklingum sem fengu annaðhvort krabbameinslyfjameðferð sem veldur miklum uppköstum eða krabbameinslyfjameðferð sem veldur meðalmiklum uppköstum

Í aðskilinni rannsókn var alls 413 sjúklingum, sem voru að fá upphafsmeðferð með endurteknum lotum af krabbameinslyfjameðferð (þ.m.t. karbóplatíni, cisplatíni, oxaliplatíni og doxorubisíni), slembiraðað til að fá annaðhvort Akynzeo (n=309) eða aprepitant og palónósetrón (n=104). Öryggi og verkun hélst meðan á öllum lotum stóð.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á Akynzeo hjá öllum undirhópum barna til fyrirbyggjandi meðferðar við bráðri og síðkominni ógleði og uppköstum í tengslum við krabbameinslyfjameðferð sem inniheldur cisplatín og veldur miklum uppköstum og krabbameinslyfjameðferð sem veldur meðalmiklum uppköstum (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Netúpítant

Upplýsingar um heildaraðgengi netúpítants hjá mönnum liggja ekki fyrir, en samkvæmt niðurstöðum tveggja rannsókna á netúpítanti til gjafar í bláæð er aðgengi hjá mönnum áætlað yfir 60%.

Í rannsóknum á stökum skömmtum til inntöku var netúpítant mælanlegt í plasma 15 mínútum til 3 klst. eftir inntöku. Plamaþéttni fylgdi fyrsta stigs frásogsferli og náði Cmax á um það bil 5 klst.

Hækkun á Cmax og AUC-gildi var umfram hlutfallslega hækkun af skömmtum sem voru frá 10 mg til 300 mg.

Hjá 82 heilbrigðum einstaklingum sem fengu stakan 300 mg skammt af netúpítanti til inntöku var hámarksþéttni netúpítants í plasma (Cmax) 486 ± 268 ng/ml (meðaltal ± SD) og miðgildi tímans fram að hámarksþéttni (Tmax) var 5,25 klst., AUC var 15.032 ± 6.858 klst. ng/ml. Í samanlagðri greiningu var útsetning fyrir netúpítanti meiri hjá konum en körlum. Hækkun Cmax var 1,31-föld, hækkun á AUC-gildi var 1,02 föld og lenging helmingunartíma var 1,36-föld.

Netúpítant AUC0-∞ hækkaði 1,1-falt og Cmax hækkaði 1,2-falt eftir fituríka máltíð.

Palónósetrón

Eftir inntöku frásogast palónósetrón vel og nær heildaraðgengi 97%. Eftir staka skammta til inntöku með notkun jafnaðrar lausnar var hámarksþéttni (Cmax) palónósetróns að meðaltali, sem og svæðið undir þéttniferlinum (AUC0-∞), í réttu hlutfalli við skammta á bilinu 3,0 til 80 µg/kg hjá heilbrigðum einstaklingum.

Hjá 36 heilbrigðum körlum og konum sem fengu stakan 0,5 mg skammt af palónósetróni til inntöku var hámarksplasmaþéttni (Cmax) 0,81 ± 1,66 ng/ml (meðaltal ± SD) og tíminn fram að hámarksþéttni

(Tmax) var 5,1 ± 1,7 klst. Hjá konum (n=18) var AUC að meðaltali 35% hærra og Cmax að meðaltali 26% hærra en hjá körlum (n=18). Hjá 12 krabbameinssjúklingum sem fengu stakan 0,5 mg skammt af

palónósetróni til inntöku einni klst. fyrir krabbameinslyfjameðferð, var Cmax 0,93 ± 0,34 ng/ml og Tmax var 5,1 ± 5,9 klst. AUC var 30% hærra hjá krabbameinssjúklingum en hjá heilbrigðum einstaklingum. Fiturík máltíð hafði ekki áhrif á Cmax og AUC palónósetróns til inntöku.

Dreifing

Netúpítant

Eftir að krabbameinssjúklingum var gefinn stakur 300 mg skammtur af netúpítanti einkenndist dreifing netúpítants af tveggja hólfa líkani með áætlað miðgildi altækrar úthreinsunar 20,5 l/klst. og mikið dreifingarrúmmál í miðhólfi (486 l). Binding netúpítants og tveggja umbrotsefna þess, M1 og M3, við plasmaprótein hjá mönnum er >99% við þéttni á bilinu 10 til 1500 ng/ml. Þriðja meginumbrotsefnið, M2, er >97% bundið plasmapróteinum.

Palónósetrón

Dreifingarrúmmál palónósetróns er um það bil 8,3 ± 2,5 l/kg. Um það bil 62% af palónósetróni er bundið plasmapróteinum.

Umbrot

Netúpítant

Þrjú umbrotsefni hafa greinst í plasma hjá mönnum eftir skammta sem eru 30 mg og stærri af netúpítanti til inntöku (desmetýlafleiðan, M1; N-oxíðafleiðan, M2; og OH-metýlafleiðan, M3).

Rannsóknir á in vitro umbrotum hafa bent til þess að CYP3A4, og í minna mæli CYP2D6 og CYP2C9, eigi þátt í umbrotum netúpítants. Eftir gjöf staks 300 mg skammts af netúpítanti til inntöku var hlutfallið milli meðalþéttni netúpítants í plasma og geislavirkni í plasma á bilinu 0,13 til 0,49 á

96 klukkustunda tímabili eftir skammtinn. Hlutfallið var háð tíma og lækkuðu gildin smám saman eftir að 24 klst. voru liðnar frá inntöku, sem sýnir að netúpítant umbrotnar hratt. Cmax var um það bil 11%, 47% og 16% af móðurlyfinu fyrir M1, M2 og M3, talið upp í sömu röð. M2 hafði lægsta AUC-gildið miðað við móðurlyfið (14%) en AUC-gildi fyrir M1 var um það bil 29% og fyrir M3 u.þ.b. 33% af móðurlyfinu. Sýnt var fram á að M1, M2 og M3 umbrotsefnin voru öll lyfjafræðilega virk í lyfjahvarfalíkani fyrir dýr og var M3 virkast og M2 minnst virkt.

Palónósetrón

Brotthvarf palónósetróns verður eftir mörgum leiðum og um það bil 50% umbrotna yfir í tvö aðalumbrotsefni: N-oxíðpalónósetrón og 6-S-hýdroxýpalónósetrón. Þessi umbrotsefni hafa minna en 1% af 5-HT3 viðtakablokkavirkni palónósetróns. Rannsóknir á umbrotum in vitro benda til þess að CYP2D6, og í minna mæli CYP3A4 og CYP1A2, eigi þátt í umbrotum palónósetróns. Hins vegar er ekki marktækur munur á klínískum lyfjahvarfabreytum milli lyfja sem valda litlum umbrotum á hvarfefnum CYP2D6 og lyfja sem valda miklum umbrotum á þeim.

Brotthvarf

Netúpítant

Eftir gjöf staks skammts af Akynzeo verður brotthvarf netúpítants úr líkamanum á veldisháðan hátt (e. multi-exponential), með helmingunartíma brotthvarfs að meðaltali 88 klst. hjá krabbameins- sjúklingum. Úthreinsun í nýrum er ekki marktæk brotthvarfsleið fyrir netúpítant-tengdar einingar. Að meðaltali er sá hluti netúpítantskammts til inntöku sem útskilst óbreyttur í þvagi innan við 1%, en alls komu 3,95% af geislavirka skammtinum fram í þvagi og 70,7% í hægðum.

Um það bil helmingur geislavirkninnar sem gefin er til inntöku sem [14C]-netúpítant kom fram í þvagi og hægðum innan 120 klst. frá skammtagjöf. Áætlað var að brotthvarfi eftir báðum leiðum væri lokið á 29.-30. degi eftir inntöku skammtsins.

Palónósetrón

Eftir að sex heilbrigðum sjálfboðaliðum var gefinn stakur 0,75 mg skammtur af [14C]-palónósetróni til inntöku útskildust 85% til 93% af heildargeislavirkninni í þvagi og brotthvarf 5% til 8% varð með hægðum. Magn óbreytts palónósetróns sem útskildist í þvagi var um það bil 40% af gefnum skammti. Hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum sem fengu 0,5 mg hylki af palónósetróni var lokahelmingunartími (t½) palónósetróns 37 ± 12 klst. (meðaltal ± SD) og hjá krabbameinssjúklingum var t½ 48 ± 19 klst. Eftir stakan skammt af u.þ.b. 0,75 mg af palónósetróni til gjafar í bláæð, var heildarúthreinsun palónósetróns úr líkamanum hjá heilbrigðum einstaklingum 160 ± 35 ml/klst./kg (meðaltal ± SD) og úthreinsun um nýru var 66,5 ± 18,2 ml/klst./kg.

Sérstakir hópar

Skert lifrarstarfsemi

Netúpítant

Hámarksþéttni og heildarútsetning fyrir netúpítanti var aukin hjá einstaklingum með væga (n=8), miðlungsmikla (n=8) og verulega (n=2) skerta lifrarstarfsemi samanborið við paraða heilbrigða einstaklinga þó að um væri að ræða áberandi einstaklingsbundinn breytileika bæði hjá einstaklingum með skerta lifrarstarfsemi og heilbrigðum einstaklingum. Útsetning fyrir netúpítanti (Cmax, AUC0-t og AUC0-∞) samanborið við paraða heilbrigða einstaklinga var 11%, 28% og 19% meiri hjá einstaklingum með vægt skerta lifrarstarfsemi og 70%, 88% og 143% meiri hjá einstaklingum með miðlungsmikið skerta lifrarstarfsemi, talið upp í sömu röð. Þannig að aðlögun skammta er ekki nauðsynleg hjá sjúklingum með væga eða miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með verulega skerta lifrarstarfsemi (Child Pugh gildi ≥9).

Palónósetrón

Skert lifrarstarfsemi hefur ekki marktæk áhrif á heildarúthreinsun palónósetróns úr líkamanum samanborið við heilbrigða einstaklinga. Þó að lokahelmingunartími brotthvarfs sé lengdur og altæk útsetning fyrir palónósetróni sé að meðaltali meiri hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi gefur það ekki tilefni til skammtaminnkunar.

Skert nýrnastarfsemi

Netúpítant

Engar sértækar rannsóknir voru gerðar til að meta netúpítant hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Í ADME-rannsókninni útskildust innan við 5% af öllu netúpítant-tengdu efni í þvagi og innan við 1% af netúpítantskammtinum útskildist óbreytt í þvagi og því væri uppsöfnun netúpítants eða umbrotsefna eftir stakan skammt hverfandi. Ennfremur sýndi lyfjahvarfarannsókn á hópum enga fylgni milli lyfjahvarfabreyta netúpítants og merkja um truflun á nýrnastarfsemi.

Palónósetrón

Væg eða miðlungsmikil skerðing á nýrnastarfsemi hefur ekki marktæk áhrif á lyfjahvarfabreytur palónósetróns. Altæk útsetning fyrir palónósetróni til gjafar í bláæð jókst um u.þ.b. 28% hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi miðað við heilbrigða einstaklinga. Í rannsókn á lyfjahvörfum hjá hópum höfðu sjúklingar með minnkaða kreatínínúthreinsun (CLCR) einnig minnkaða úthreinsun palónósetróns, en sú minnkun myndi ekki leiða til marktækrar breytingar á útsetningu fyrir palónósetróni.

Því er hægt að gefa sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi Akynzeo án aðlögunar skammta.

Hvorki netúpítant né palónósetrón hafa verið metin hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóm á lokastigi.

5.3Forklínískar upplýsingar

Palónósetrón

Í forklínískum rannsóknum komu eiturverkanir einungis fram við skömmtun sem talin er vera það langt yfir hámarksskömmtun fyrir menn að litlu skipti fyrir klíníska notkun. Forklínískar rannsóknir sýna að palónósetrón, þó eingöngu við háa þéttni, getur lokað jónagöngum sem taka þátt í afskautun og endurskautun í sleglum og þannig lengt hrifspennu. Hrörnun þekjuvefs sáðpípla kom fyrir í tengslum við palónósetrón eftir rannsókn á eiturverkunum hjá rottum eftir endurtekna skammta til inntöku í einn mánuð. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu, þroska fósturvísis/fósturs, fæðingu né þroska eftir fæðingu. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir úr dýrarannsóknum um flutning yfir fylgju (sjá kafla 4.6). Palónósetrón veldur ekki stökkbreytingum. Stórir skammtar af palónósetróni (hver skammtur olli að minnsta kosti 15-faldri útsetningu hjá mönnum) sem gefnir voru daglega í tvö ár ollu aukinni tíðni æxla í lifur, æxlisvaxtar í innkirtlum (skjaldkirtli, heiladingli, brisi og nýrnahettumerg) og æxla í húð hjá rottum en ekki hjá músum. Undirliggjandi verkunarháttur er ekki að fullu ljós, en vegna þess hve stórir skammtar voru notaðir og þar sem lyfið er ætlað til stakrar notkunar hjá mönnum hafa þessar niðurstöður ekki áhrif á klíníska notkun.

Netúpítant og samsett meðferð með palónósetróni

Í forklínískum rannsóknum sem beindust að lyfjafræðilegu öryggi og eiturverkunum eftir staka og endurtekna skammta komu eiturverkanir einungis fram við skömmtun sem talin er vera það langt yfir hámarksskömmtun fyrir menn að litlu skipti fyrir klíníska notkun. Uppsöfnun fosfólípíða (froðukenndar átfrumur) hefur sést eftir endurtekna gjöf netúpítants hjá rottum og hundum. Áhrifin voru afturkræf eða afturkræf að hluta eftir afturbatatímabilið. Mikilvægi þessara niðurstaðna fyrir menn er ekki þekkt.

Forklínískar rannsóknir benda til þess að netúpítant og umbrotsefni þess sem og samsett meðferð með palónósetróni geti, þó eingöngu við mjög háa þéttni, lokað jónagöngum sem eiga þátt í afskautun og endurskautun í sleglum og lengt hrifspennu. Dýrarannsóknir á áhrifum netúpítants á æxlun benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrif á frjósemi, fæðingu eða þroska eftir fæðingu. Aukin tíðni

óeðlilegrar stöðu útlima og loppa, samvaxtar bringubeinsliðar og vöntun á myndun aukalungnablaðs sást hjá kanínum eftir gjöf 10 mg/kg/sólarhring eða meira af netúpítanti einu sinni á sólarhring meðan á líffæramyndun stóð. Í forkönnun sem gerð var hjá kanínum til að finna skammtabil komu klofinn gómur, lítil augu (e. microphtalmia) og vöntun á augasteini (e. aphakia) fram hjá fjórum fóstrum í sama goti hjá hópnum sem fékk 30 mg/kg/sólarhring. Mikilvægi þessara niðurstaðna fyrir menn er ekki þekkt. Engar upplýsingar liggja fyrir úr dýrarannsóknum um netúpítant með tilliti til flutnings yfir fylgju eða brjóstagjafar. Netúpítant veldur ekki stökkbreytingum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Hart hylki, innihald:

Netúpítant töflur

Örkristallaður sellulósi (E460) Súkrósa-lárínsýru-esterar Póvídón K-30 Natríumkroskarmellósi Hýdreruð kísilkvoða Natríumsterýlfúmarat Magnesíumsterat

Palónósetrón mjúkt hylki

Innihald hylkis

Glýseról einkaprýlkapróat (tegund I)

Glýseról

Pólýglýserýlóleat

Hreinsað vatn

Bútýlhýdroxýanísól (E320)

Hylkisskel

Gelatín

Glýseról

Sorbítól 1,4 sorbítan

Títantvíoxíð (E171)

Hart hylki, skel:

Gelatín

Títantvíoxíð (E171)

Gult járnoxíð (E172)

Rautt járnoxíð (E172)

Prentblek

Gljái gljálakks (esteraður að hluta)

Svart járnoxíð (E172)

Própýlenglýkól (E1520)

6.2Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3Geymsluþol

4 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5Gerð íláts og innihald

Ál/ál þynnupakkning sem inniheldur eitt hart hylki. Pakkningastærð með einu hylki.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Helsinn Birex Pharmaceuticals Ltd Damastown

Mulhuddart

Dublin 15 Írland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/15/1001/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 27. maí 2015

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf