Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Akynzeo (netupitant / palonosetron hydrochloride) – Fylgiseðill - A04AA

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsAkynzeo
ATC-kóðiA04AA
Efninetupitant / palonosetron hydrochloride
FramleiðandiHelsinn Birex Pharmaceuticals Ltd

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Akynzeo 300 mg / 0,5 mg hörð hylki

Netúpítant / Palónósetrón

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Akynzeo og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Akynzeo

3.Hvernig nota á Akynzeo

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Akynzeo

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Akynzeo og við hverju það er notað

Upplýsingar um Akynzeo

Akynzeo inniheldur tvö lyf („virk efni“) sem nefnast:

netúpítant

palónósetrón.

Notkun Akynzeo

Akynzeo er notað til þess að koma í veg fyrir ógleði og uppköst hjá fullorðnum krabbameins- sjúklingum á meðan þeir fá krabbameinslyfjameðferð.

Verkun Akynzeo

Krabbameinslyf geta valdið því að efni sem nefnast serótónín og „substance P“ myndast í líkamanum. Það örvar miðstöð í heilanum sem veldur uppköstum þannig að þér verður óglatt eða þú kastar upp. Lyfin í Akynzeo bindast viðtökum í taugakerfinu sem verkun serótóníns og „substance P“ fer eftir. Netúpítant (sem er NK1 viðtakablokki) blokkar viðtakana fyrir „substance P“ og palónósetrón (sem er 5-HT3 viðtakablokki) blokkar ákveðna viðtaka fyrir serótónín. Með því að blokka virkni „substance P“ og serótóníns á þennan hátt, hjálpa lyfin til við að koma í veg fyrir örvun miðstöðvarinnar í heilanum sem veldur uppköstum og því að þú kastir upp.

2. Áður en byrjað er að nota Akynzeo

Ekki má nota Akynzeo:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir netúpítanti eða palónósetróni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6). Ef ekki er ljóst hvort um ofnæmi er að ræða skal leita ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en lyfið er notað.

ef um þungun er að ræða.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Akynzeo er notað ef:

þú ert með lifrar- eða nýrnavandamál

þú ert með fyrirstöðu í meltingarvegi eða þú hefur einhvern tíma haft hægðatregðu

þú eða einhver af nánum ættingjum þínum hefur einhvern tíma haft hjartavandamál sem nefnist „lenging á QT-bili“

þú hefur haft einhver önnur hjartavandamál

þér hefur verið sagt að það sé ójafnvægi á söltum í blóðinu, svo sem kalíum og magnesíum, sem ekki hefur verið leiðrétt.

Ef eitthvað af ofangreindu á við um þig (eða þú ert ekki viss), ráðfærðu þig þá við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn áður en þú tekur Akynzeo.

Börn og unglingar

Ekki má nota Akynzeo handa börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Akynzeo

Látið lækninn, lyfjafræðing, eða hjúkrunarfræðinginn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Láttu lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn sérstaklega vita ef þú tekur eitthvað af eftirfarandi lyfjum:

lyf við þunglyndi eða kvíða sem nefnast sértækir serótónín-endurupptökuhemlar – svo sem flúoxetín, paroxetín, sertralín, flúvoxamín, cítalópram eða escítalópram

lyf við þunglyndi eða kvíða sem nefnast sértækir serótónín-noradrenalín-endurupptökuhemlar – svo sem venlafaxín eða duloxetín.

Ef eitthvað af ofangreindu á við um þig (eða þú ert ekki viss), ráðfærðu þig þá við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn áður en þú tekur Akynzeo.

Láttu lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn einnig vita ef þú tekur eitthvað af eftirfarandi lyfjum þar sem læknirinn gæti þurft að breyta skömmtum þeirra:

lyf sem geta valdið óeðlilegum hjartslætti svo sem amíódarón, níkardipín, kínidín, moxifloxasín, halóperidól, klórprómasín, ketíapín, tíórídasín og domperidón

sum krabbameinslyf – svo sem dosetaxel og etópósíð

erýtrómýsín – til meðferðar við bakteríusýkingum

mídazólam – róandi lyf sem notað er við kvíða

dexametasón – sem hægt er að nota til meðferðar við ógleði og uppköstum

ketókónasól – til meðferðar við Cushings heilkenni

rífampisín – til meðferðar við berklum og öðrum sýkingum.

Ef eitthvað af ofangreindu á við um þig (eða þú ert ekki viss), ráðfærðu þig þá við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn áður en þú tekur Akynzeo.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað.

Ekki taka Akynzeo ef þú ert þunguð eða ef þú ert kona á barneignaraldri sem ekki notar getnaðarvarnir.

Ekki hafa barn á brjósti ef þú tekur Akynzeo. Það er vegna þess að ekki er vitað hvort lyfið fer yfir í brjóstamjólk.

Akstur og notkun véla

Þú gætir fundið fyrir sundli eða þreytu eftir að þú tekur Akynzeo. Ef það gerist skaltu ekki aka bíl eða nota verkfæri eða vélar.

Akynzeo inniheldur súkrósa, sorbítól og getur innihaldið örlítið af soja. Lyfið inniheldur súkrósa og sorbítól (tegundir af sykri). Hafðu samband við lækninn áður en þú tekur lyfið ef þér hefur verið sagt að þú sért með óþol fyrir sumum tegundum sykurs.

Lyfið getur innihaldið örlítið af lesitíni – sem kemur úr soja. Ef þú ert með ofnæmi fyrir jarðhnetum eða soja skaltu leita til læknis án tafar ef þú færð einhver einkenni ofnæmisviðbragða. Einkennin geta verið ofsakláði, húðútbrot, kláði, erfiðleikar við öndun eða kyngingu, þroti í munni, andliti, vörum, tungu eða koki og stundum blóðþrýstingsfall.

3.Hvernig nota á Akynzeo

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum.

Hve mikið á að taka

Ráðlagður skammtur er eitt hylki (hvert hylki inniheldur 300 mg af netúpítanti og 0,5 mg af palónósetróni).

Taka á hylkið um það bil 1 klst. áður en meðferðarlotan með krabbameinslyfinu hefst.

Akynzeo má taka með eða án matar.

Akynzeo er tekið fyrir krabbameinslyfjameðferðina til þess að koma í veg fyrir ógleði og uppköst. Akynzeo á ekki að taka dagana eftir krabbameinslyfjameðferðina – nema að önnur lota krabbameinslyfjameðferðar sé um það bil að hefjast.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Venjulegur skammtur er 1 hylki. Ef þú heldur að þú hafir tekið meira en þú átt að taka, skaltu hafa samband við lækninn án tafar.

Ef gleymist að taka Akynzeo

Ef þú heldur að þú hafir gleymt að taka skammtinn þinn, skaltu hafa samband við lækninn án tafar.

Ef hætt er að nota Akynzeo

Akynzeo er notað til þess að hjálpa til við að koma í veg fyrir ógleði og uppköst meðan á krabbameinslyfjameðferð stendur. Ef þú vilt ekki taka Akynzeo, ræddu það þá við lækninn. Ef þú ákveður að taka ekki Akynzeo (eða annað svipað lyf), er líklegt að krabbameinslyfjameðferðin valdi ógleði og uppköstum.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Hættu að taka Akynzeo og láttu lækninn vita án tafar ef þú tekur eftir eftirfarandi alvarlegri aukaverkun – þú gætir þurft bráða læknishjálp:

Koma örsjaldan fyrir: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum

veruleg ofnæmisviðbrögð – einkenni eru m.a. ofsakláði, húðútbrot, kláði, erfiðleikar við öndun eða kyngingu, þroti í munni, andliti, vörum, tungu eða koki og stundum blóðþrýstingsfall.

Aðrar aukaverkanir

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita ef vart verður við eftirfarandi aukaverkanir:

Algengar: geta komið fyrir hjá allt að 10 einstaklingum

höfuðverkur

hægðatregða

þreyta.

Sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum

hárlos

máttleysi

minnkuð matarlyst

hár blóðþrýstingur

upphleypt útbrot á húð með kláða (ofsakláði)

einkenni frá hjartavöðvanum (hjartavöðvakvilli)

tilfinning um að allt hringsnúist (svimi), sundl eða erfiðleikar með svefn (svefnleysi)

meltingartruflanir, þ.m.t. magaóþægindi, ógleði, verkir, meltingaróþægindi, hiksti, vindgangur eða niðurgangur

há gildi ákveðinna ensíma, þ.m.t. ensíma í blóði og lifrarensíma (kemur fram við blóðrannsóknir)

há gildi kreatíníns – sem eru mæligildi fyrir nýrnastarfsemi (koma fram í blóðrannsóknum)

breytingar á hjartalínuriti (sem nefnast „lenging á QT-bili og PR-bili“ og „leiðnitruflanir“)

fækkun „daufkyrninga“ – tegundar af hvítum blóðfrumum sem vinna gegn sýkingum (kemur fram við blóðrannsókn)

fjölgun hvítra blóðfrumna (kemur fram við blóðrannsóknir).

Mjög sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum

bakverkur

hitatilfinning

svefnvandamál

lágur blóðþrýstingur

brjóstverkur (sem ekki kemur frá hjarta)

dofi, þokusýn

skyndilegt taugaáfall, skapbreytingar

sýking og bólga í þvagblöðru (blöðrubólga)

tárubólga (tegund af bólgu í augum)

blóðkalíumlækkun (kemur fram við blóðrannsókn)

breytingar (eða truflanir) á hjartsláttartakti

hjartalokusjúkdómur (míturlokuleki)

skán á tungu, erfiðleikar við kyngingu, óeðlilegt bragð eftir inntöku lyfsins

minnkað blóðflæði til hjartavöðvans (blóðþurrð í hjarta)

há blóðþéttni fosfókínasa MB – sem sýnir skyndilega minnkun á blóðflæði til hjartans (kemur fram við blóðrannsóknir)

há blóðþéttni trópóníns – sem sýnir truflun á starfsemi hjartavöðvans (kemur fram við blóðrannsóknir)

há blóðþéttni litarefnisins bilirúbíns – sem sýnir truflun á lifrarstarfsemi (kemur fram við blóðrannsóknir)

fjölgun „eitilfrumna“ – tegundar af hvítum blóðfrumum sem vinna gegn sýkingum (kemur fram við blóðrannsóknir)

fækkun hvítra blóðfrumna (kemur fram við blóðrannsóknir).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins

5.Hvernig geyma á Akynzeo

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og þynnupakkningunni á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

Akynzeo inniheldur

Virku innihaldsefnin eru palónósetrón og netúpítant. Hvert hylki inniheldur þrjár töflur (300 mg af netúpítanti) og eitt mjúkt hylki (palónósetrón hýdróklóríð sem jafngildir 0,5 milligrömmum af palónósetróni).

Önnur innihaldsefni eru örkristallaður sellulósi (E460), súkrósa-lárínsýru-esterar, póvídón K-30, natríumkroskarmellósi, hýdreruð kísilkvoða, natríumsterýlfúmarat, magnesíumsterat, glýseról einkaprýlkapróat (tegund I), glýseról, pólýglýserýlóleat, hreinsað vatn, bútýlhýdroxýanísól (E320), gelatín, sorbítól, 1,4 sorbítan, títantvíoxíð (E171), gljái gljálakks (esteraður að hluta), gult, rautt og svart járnoxíð (E172) og própýlenglýkól (E1520).

Lyfið inniheldur súkrósa, sorbítól og mögulega soja – sjá nánari upplýsingar í kafla 2.

Lýsing á útliti Akynzeo og pakkningastærðir

Hörðu hylkin eru ógegnsæ með hvítum botni og karamellulituðu loki með „HE1“ prentuðu á botninn. Pakkningastærðir innihalda 1 hylki í álþynnupakkningu.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi:

Helsinn Birex Pharmaceuticals Ltd. Damastown

Mulhuddart

Dublin 15 Írland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf