Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Blincyto (blinatumomab) – Samantekt á eiginleikum lyfs - L01XC

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsBlincyto
ATC-kóðiL01XC
Efniblinatumomab
FramleiðandiAmgen Europe B.V.

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

BLINCYTO 38,5 míkrógrömm stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn og lausn fyrir innrennslislyf, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Eitt hettuglas af stofni inniheldur 38,5 míkrógrömm af blinatumomabi.

Við blöndun með vatni fyrir stungulyf fæst endanlegur styrkleiki af blinatumomabi 12,5 míkrógrömm/ml.

Blinatumomab er framleitt í eggjastokkafrumum kínverskra hamstra með raðbrigða DNA tækni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn og lausn fyrir innrennslislyf, lausn.

BLINCYTO stofn (þykknisstofn): Hvítur eða beinhvítur stofn.

Lausn (stöðugleikaaukandi): Litlaus eða örlítið gulleit, tær lausn með pH gildi sem nemur 7,0.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

BLINCYTO er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum einstaklingum með fíladelfíulitningsneikvætt, brátt B-forvera eitilfrumuhvítblæði (acute lymphoblastic leukaemia, ALL) sem er endurkomið eða svarar ekki meðferð.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð skal hafin undir leiðsögn og umsjón lækna sem hafa reynslu af meðferð blóðsjúkdóma.

Mælt er með sjúkrahússinnlögn í upphafi, minnst fyrstu 9 dagana í fyrstu lotunni og fyrstu 2 dagana í næstu lotu.

Hjá sjúklingum með sögu um eða sem eru með klínískt marktækan kvilla í miðtaugakerfi (sjá

kafla 4.4) er mælt með sjúkrahússinnlögn í a.m.k. fyrstu 14 daga fyrstu lotu. Í annarri lotu er mælt með sjúkrahússinnlögn í a.m.k. 2 daga og klínískt mat skal byggja á þoli fyrir BLINCYTO í fyrstu lotu. Sýna skal aðgát þar sem dæmi eru um að fyrstu áhrif á taugar hafa komið seint fram í annarri lotu.

Við upphaf næstu lota og þegar lotur er hafnar á ný (t.d. ef gert er meira en 4 klst. hlé á meðferð) er mælt með eftirliti heilbrigðisstarfsmanns eða sjúkrahússinnlögn.

BLINCYTO innrennslispoka skal útbúa fyrir innrennsli sem standa á yfir í 24 klst., 48 klst., 72 klst. eða 96 klst. Sjá lyfjagjöf.

Skammtar

Sjúklingar kunna að fá 2 meðferðarlotur. Stök meðferðarlota er 28 dagar (4 vikur) af stöðugu innrennsli. Á milli meðferðarlota er gert 14 daga (2 vikna) hlé á meðferð.

Sjúklingar sem hafa náð fullkomnu sjúkdómshléi (CR/CRh*) eftir 2 meðferðarlotur kunna að fá allt að 3 lotur í viðbót af BLINCYTO sem upprætingarmeðferð, byggt á mati á ávinningi/áhættu hjá hverjum einstaklingi fyrir sig.

Ráðlagður skammtur (fyrir sjúklinga sem eru a.m.k. 45 kg):

Lota 1

2 vikna

Lota 2 og næstu

 

 

meðferðarhlé

lotur

Upphafsskammtur

Næsti skammtur

(Dagar 29 – 42)

(Dagar 1 - 28)

Dagar 1 - 7

Dagar 8 – 28

 

 

 

 

 

 

9 míkróg/sólarhring

28 míkróg/sólarhring

 

28 míkróg/sólarhring

með stöðugu

með stöðugu

 

með stöðugu

innrennsli

innrennsli

 

innrennsli

Ráðleggingar varðandi forlyfjagjöf og frekari lyfjagjöf

Dexamethason 20 mg í bláæð skal gefa 1 klst. áður en hver meðferðarlota með BLINCYTO er hafin.

Mælt er með notkun hitalækkandi lyfja (t.d. parasetamól) til þess að draga úr sótthita fyrstu 48 klst. hverrar meðferðarlotu.

Mælt er með fyrirbyggjandi krabbameinslyfjameðferð í mænuvökva fyrir meðferð með BLINCYTO og meðan á henni stendur til þess að koma í veg fyrir endurkomu bráðs eitilfrumuhvítblæðis í miðtaugakerfi.

Forstigsmeðferð fyrir sjúklinga með mikið æxlisálag

Hjá sjúklingum með ≥ 50% hvítblæðiskímfrumur í beinmerg eða fjölda hvítblæðiskímfrumna sem nemur > 15.000/míkrólítra í blóðrásinni, skal veita meðferð með dexamethasoni (ekki meira en 24 mg/sólarhring).

Aðlögun skammta

Íhuga skal að hætta notkun BLINCYTO tímabundið eða varanlega, eftir því sem við á, ef um eftirfarandi alvarlegar (stig 3) eða lífshættulegar (stig 4) eiturverkanir er að ræða (sjá kafla 4.4): frumuboðalosunarheilkenni, æxlislýsuheilkenni, eiturverkanir á taugar, hækkuð lifrarensím eða aðrar klínískt marktækar eiturverkanir.

Ef ekki er gert lengra hlé á meðferð í kjölfar eiturverkunar en sem nemur 7 dögum, skal halda sömu lotu áfram í alls 28 daga af innrennsli, að meðtöldum dögunum fyrir og eftir að hlé var gert á viðkomandi lotu. Ef hlé vegna aukaverkunar er lengra en 7 dagar skal hefja nýja lotu. Ef eiturverkunin er lengur en 14 daga að hjaðna skal hætta notkun BLINCYTO varanlega, nema ef annað á við samkvæmt lýsingu í töflunni hér að neðan.

Eiturverkun

Stig*

Viðbrögð

 

 

 

Frumuboðalosunar-

Stig 3

Gerið hlé á notkun BLINCYTO þar til einkenni hverfa og hefjið

heilkenni,

 

svo notkun BLINCYTO á ný með 9 míkróg/sólarhring. Aukið í

æxlislýsuheilkenni

 

28 míkróg/sólarhring eftir 7 daga ef eiturverkunin kemur ekki

 

 

fram á ný.

 

Stig 4

Hættið notkun BLINCYTO varanlega.

 

 

 

Eiturverkanir á

Krampi

Hættið notkun BLINCYTO varanlega ef krampi kemur fyrir oftar

taugar

 

en einu sinni.

 

Stig 3

Gerið hlé á notkun BLINCYTO þar til einkenni eru ekki meiri en

 

 

sem nemur stigi 1 (væg) og í a.m.k. 3 daga og hefjið síðan

 

 

BLINCYTO á ný með 9 míkróg/sólarhring. Aukið í

 

 

28 míkróg/sólarhring eftir 7 daga ef eiturverkanir koma ekki fram

 

 

á ný. Ef meðferð er hafin á ný skal veita forlyfjagjöf með 24 mg

 

 

skammti af dexamethasoni. Dragið síðan smám saman úr

 

 

dexamethason skammtinum í 4 daga. Ef eiturverkanir komu fram

 

 

við 9 míkróg/sólarhring eða ef eiturverkanir eru lengur en 7 daga

 

 

að hjaðna, skal hætta notkun BLINCYTO varanlega.

 

Stig 4

Hættið notkun BLINCYTO varanlega.

 

 

 

Hækkuð

Stig 3

Ef það er talið klínískt viðeigandi skal gera hlé á notkun

lifrarensím

 

BLINCYTO þar til einkenni eru ekki meiri en sem nemur stigi 1

 

 

(væg) og hefjið síðan BLINCYTO á ný með 9 míkróg/sólarhring.

 

 

Aukið í 28 míkróg/sólarhring eftir 7 daga ef eiturverkanir koma

 

 

ekki fram á ný.

 

Stig 4

Íhugið að hætta notkun BLINCYTO varanlega.

 

 

 

Aðrar klínískt

Stig 3

Gerið hlé á notkun BLINCYTO þar til einkenni eru ekki meiri en

marktækar

 

sem nemur stigi 1 (væg) og hefjið síðan BLINCYTO á ný með

(samkvæmt

 

9 míkróg/sólarhring. Aukið í 28 míkróg/sólahring eftir 7 daga ef

umsjónarlækni)

 

eiturverkanir koma ekki fram á ný.

aukaverkanir

Stig 4

Íhugið að hætta notkun BLINCYTO varanlega.

 

*Byggt á aukaverkanaviðmiðum Bandarísku Krabbameinsstofnunarinnar (NCI Common Terminology Criteria for Adverse Events, CTCAE), útgáfu 4,0. Stig 3 er alvarlegt og stig 4 er lífshættulegt.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir

Engin þörf er á aðlögun skammta hjá öldruðum sjúklingum (≥ 65 ára), sjá kafla 5.1. Takmörkuð reynsla er af notkun BLINCYTO hjá sjúklingum ≥ 75 ára.

Skert nýrnastarfsemi

Byggt á lyfjahvarfagreiningum er ekki þörf á aðlögun skammta hjá sjúklingum með væga eða í meðallagi mikla vanstarfsemi nýrna (sjá kafla 5.2). Öryggi og verkun BLINCYTO hafa ekki verið rannsökuð hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Byggt á lyfjahvarfagreiningum er ekki búist við neinum áhrifum af lifrarstarfsemi við grunnviðmið á útsetningu fyrir blinatumomabi og ekki er þörf á að aðlaga upphafsskammt (sjá kafla 5.2). Öryggi og verkun BLINCYTO hafa ekki verið rannsökuð hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun BLINCYTO hjá börnum.

Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í kafla 4.8 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra.

Lyfjagjöf

Mikilvægt: Skolið ekki innrennslisslöngur inn í líkama sjúklings þar sem það veitir í ógáti hraðskammt (bolus) af BLINCYTO. BLINCYTO skal gefa með innrennsli með sérstakri slöngu.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um meðhöndlun og undirbúning lyfsins fyrir gjöf.

BLINCYTO innrennslislyf, lausn er gefið sem stöðugt innrennsli í bláæð með stöðugum flæðishraða, með innrennslisdælu í allt að 96 klst.

BLINCYTO innrennslislyf, lausn þarf að gefa með slöngu í bláæð sem felur í sér raðtengda, sæfða 0,2 míkrómetra síu án sótthitavalda og með lágt próteinbindistig.

Gefa skal sjúklingi meðferðarskammt sem nemur 9 míkróg/sólarhring eða 28 míkróg/sólarhring með innrennsli, með alls 240 ml af BLINCYTO innrennslislyfi, lausn, við eina af 4 aðferðum hvað varðar stöðugan innrennslishraða og innrennsli af viðeigandi lengd:

Innrennslishraði sem nemur 10 ml/klst. í 24 klst.

Innrennslishraði sem nemur 5 ml/klst. í 48 klst.

Innrennslishraði sem nemur 3,3 ml/klst. í 72 klst.

Innrennslishraði sem nemur 2,5 ml/klst. í 96 klst.

Læknirinn sem hefur umsjón með meðferð ætti að velja viðeigandi lengd innrennslis með hliðsjón af því hversu oft þarf að skipta um innrennslispoka. Fyrirhugaður meðferðarskammtur af BLINCYTO er óbreyttur.

Skipt um innrennslispoka

Heilbrigðisstarfsmaður þarf að skipta um innrennslispokann a.m.k. á 96 klst. fresti til að gæta smitgátar.

4.3

Frábendingar

-

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

-

Brjóstagjöf (sjá kafla 4.6).

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Aukaverkanir á taugakerfi

Aukaverkanir á taugakerfi hafa komið fyrir, þ.m.t. banvænar aukaverkanir. Aukaverkanir á taugakerfi af stigi 3 (CTCAE útgáfa 4,0) eða hærra (alvarlegar eða lífshættulegar) eftir að lyfjagjöf með blinatumomabi var hafin voru m.a. heilakvilli, flog, taltruflanir, truflanir á meðvitund, rugl og vistarfirring, og truflanir á samhæfingu og jafnvægi. Miðgildi tímans frá því að notkun blinatumomabs

hófst og þar til aukaverkun á taugakerfi kom fram var 9 dagar. Flest tilvik gengu til baka eftir að hlé var gert á meðferð.

Hjá öldruðum sjúklingum reyndist tíðni eiturverkana á taugakerfi vera hærri, svo sem vitsmunaröskun, heilakvilli, og rugl. Sjúklingar með sjúkrasögu um taugafræðileg merki og einkenni (svo sem sundl, skert snertiskyn, vanviðbrögð, skjálfti, tilfinningatruflun, náladofi, minnisskerðing) sýndu hærri tíðni aukaverkana á taugakerfi (svo sem skjálfta, sundl, ruglástand, heilakvilla og slingur). Miðgildistími þar til aukaverkanir á taugar komu fram var 12 dagar.

Takmörkuð reynsla liggur fyrir hjá sjúklingum með sögu um klínískt marktækan kvilla í miðtaugakerfi (t.d. flogaveiki, flog, lömunarsnert, málstol, slag, alvarlegan heilaskaða, vitglöp, Parkinsons-veiki, sjúkdóm í hnykli, vefræna geðröskun, geðrof) þar sem þeir tóku ekki þátt í klínískum rannsóknum. Hugsanlega er meiri hætta á aukaverkunum á taugakerfi hjá þessum hópi. Vega skal mögulegan ávinning af meðferð vandlega upp á móti hættum á aukaverkunum á taugakerfi og sýna skal aukna aðgát þegar þessum sjúklingum er gefið BLINCYTO.

Takmörkuð reynsla liggur fyrir varðandi blinatumomab hjá sjúklingum með skráð virkt, brátt eitilfrumuhvítblæði í miðtaugakerfi eða heila- og mænuvökva. Hins vegar hafa sjúklingar verið meðhöndlaðir með blinatumomabi í klínískum rannsóknum eftir að kímfrumur voru fjarlægðar úr heila- og mænuvökva með meðferð sem beint er að miðtaugakerfinu (svo sem krabbameinslyfjameðferð í mænuvökva). Því má hefja meðferð með BLINCYTO þegar búið er að hreinsa heila- og mænuvökva.

Ráðlagt er að framkvæma taugafræðilega skoðun á sjúklingum áður en meðferð er hafin með BLINCYTO og að hafa klínískt eftirlit með sjúklingum hvað varðar merki og einkenni um aukaverkanir á taugakerfi (t.d. skriftarpróf). Til þess að meðhöndla slík merki og einkenni svo þau gangi til baka getur þurft að gera tímabundið hlé á eða hætta varanlega notkun BLINCYTO (sjá kafla 4.2). Ef um flog er að ræða er mælt með aukalegri fyrirbyggjandi meðferð með krampaleysandi lyfjum (t.d. levetiracetam).

Sýkingar

Hjá sjúklingum sem fá blinatumomab hefur orðið vart við alvarlegar sýkingar, svo sem sýklasótt, lungnabólgu, blóðsýkingu, tækifærissýkingar og sýkingar kringum hollegg, stundum lífshættulegar eða banvænar. Hjá sjúklingum með færniskor samkvæmt Patients with Eastern Cooperative Oncology Group (ECOG) við grunnviðmið sem nam 2 varð vart við hærra nýgengi alvarlegra sýkinga en hjá sjúklingum með ECOG færniskor sem nam < 2. Takmörkuð reynsla liggur fyrir með BLINCYTO hjá sjúklingum með virka sýkingu sem ekki hefur tekist að meðhöndla.

Hafa skal klínískt eftirlit með sjúklingum sem fá BLINCYTO hvað varðar merki og einkenni um sýkingu og meðhöndla á viðeigandi hátt. Til þess að meðhöndla sýkingar getur þurft að gera tímabundið hlé á eða hætta varanlega notkun BLINCYTO (sjá kafla 4.2).

Frumuboðalosunarheilkenni og innrennslistengdar aukaverkanir

Tilkynnt hefur verið um frumuboðalosunarheilkenni, sem getur reynst lífshættulegt eða banvænt (stig ≥ 4), hjá sjúklingum sem fengu BLINCYTO (sjá kafla 4.8).

Alvarlegar aukaverkanir sem kunna að vera merki og einkenni um frumuboðalosunarheilkenni voru m.a. sótthiti, þróttleysi, höfuðverkur, lágþrýstingur, hækkun heildargallrauða og ógleði; þessar aukaverkanir leiddu sjaldan til þess að hætta þyrfti notkun BLINCYTO. Miðgildi tímans fram að því að frumuboðalosunarheilkenni hófst var 2 dagar. Fylgjast skal vandlega með sjúklingum hvað varðar merki og einkenni um slíkar aukaverkanir.

Dreifð blóðstorknun (disseminated intravascular coagulation, DIC) og háræðalekaheilkenni (t.d. lágþrýstingur, albúmínskortur í blóði, bjúgur og blóðstyrkt (haemoconcentration)) hafa oft verið sett í

samhengi við frumuboðalosunarheilkenni (sjá kafla 4.8). Sjúklinga með háræðalekaheilkenni skal meðhöndla tafarlaust.

Sjaldan hefur verið tilkynnt um eitil- og traffrumnager með rauðkornaáti/stórátfrumuvirkjunarheilkenni (haemophagocytic lymphohistiocytosis, HLH/macrophage activiation syndrome, MAS) þegar um frumuboðalosunarheilkenni er að ræða.

Hugsanlega er ekki hægt að greina á klínískan hátt á milli innrennslistengdra aukaverkana og einkenna frumuboðalosunarheilkennis (sjá kafla 4.8). Innrennslistengdar aukaverkanir birtust yfirleitt hratt og komu fram innan 48 klst. eftir að innrennsli var hafið. Hins vegar tilkynntu sumir sjúklingar um innrennslistengdar aukaverkanir sem hófust síðar eða í síðari lotum. Fylgjast skal náið með sjúklingum hvað varðar innrennslistengdar aukaverkanir, einkum þegar fyrsta og önnur meðferðarlotan er hafin, og meðhöndla á viðeigandi hátt. Mælt er með notkun hitalækkandi lyfja (t.d. parasetamól) til þess að draga úr sótthita fyrstu 48 klst. hverrar lotu. Til að draga úr hættu á frumuboðalosunarheilkenni er mikilvægt að hefja meðferð með BLINCYTO (meðferðarlota 1, dagar 1-7) með ráðlögðum upphafsskammti samkvæmt kafla 4.2.

Til þess að meðhöndla slík tilvik getur þurft að gera tímabundið hlé á eða hætta varanlega notkun BLINCYTO (sjá kafla 4.2).

Æxlislýsuheilkenni

Vart hefur orðið við æxlislýsuheilkenni, sem getur reynst lífshættulegt eða banvænt (stig ≥ 4) hjá sjúklingum sem fá BLINCYTO.

Nota skal viðeigandi fyrirbyggjandi aðferðir svo sem mikla vökvagjöf og meðferð gegn þvagsýrudreyra (svo sem allopúrínól eða rasburicase) til forvarnar og meðferðar við æxlislýsuheilkenni meðan á meðferð með BLINCYTO stendur, einkum hjá sjúklingum með aukna hvítfrumnafjölgun eða mikla æxlisbyrði. Fylgjast skal vandlega með sjúklingum hvað varðar merki og einkenni um æxlislýsuheilkenni, þar með talið nýrnastarfsemi og vökvajafnvægi fyrstu 48 klst. eftir fyrsta innrennslið. Í klínískum rannsóknum sýndu sjúklingar með í meðallagi skerta nýrnastarfsemi aukið nýgengi æxlislýsuheilkennis samanborið við sjúklinga með vægt skerta nýrnastarfsemi eða eðlilega nýrnastarfsemi. Til þess að meðhöndla slík tilvik getur þurft að gera tímabundið hlé á eða hætta varanlega notkun BLINCYTO (sjá kafla 4.2).

Daufkyrningafæð og daufkyrningafæð ásamt hita

Vart hefur orðið við daufkyrningafæð og daufkyrningafæð ásamt hita, þ.m.t. lífshættuleg tilfelli, hjá sjúklingum sem fá BLINCYTO. Hafa skal reglulegt eftirlit með rannsóknarbreytum (þ.m.t., en ekki takmarkað við, hvítfrumnafjöldi og heildarfjöldi daufkyrninga) meðan á innrennsli stendur með BLINCYTO, einkum fyrstu 9 daga fyrstu lotunnar, og veita viðeigandi meðferð.

Hækkuð lifrarensím

Meðferð með BLINCYTO var sett í samhengi við skammvinna hækkun lifrarensíma. Flestra tilvika varð vart fyrstu vikuna eftir að meðferð var hafin og ekki þurfti að gera tímabundið hlé á eða hætta varanlega notkun BLINCYTO (sjá kafla 4.8).

Hafa skal eftirlit með alanín amínótransferasa (ALT), aspartat amínótransferasa (AST), gamma- glutamýl transferasa (GGT) og heildargallrauða í blóði áður en meðferð hefst með BLINCYTO og meðan á henni stendur, einkum fyrstu 48 klst. í fyrstu 2 lotunum. Til þess að meðhöndla slík tilvik getur þurft að gera tímabundið hlé á eða hætta varanlega notkun BLINCYTO (sjá kafla 4.2).

Brisbólga

Tilkynnt hefur verið um brisbólgu, lífshættulega eða banvæna, hjá sjúklingum sem fengu BLINCYTO í klínískum rannsóknum og eftir markaðssetningu. Í sumum tilvikum getur háskammtameðferð með sterum hafa verið meðverkandi þáttur í brisbólgu.

Fylgjast skal náið með sjúklingum vegna einkenna brisbólgu. Mat á sjúklingi getur falið í sér læknisskoðun, rannsóknastofumælingar á amýlasa og lípasa í sermi og myndgreiningu á kviði svo sem ómskoðun og aðrar viðeigandi rannsóknir. Til þess að meðhöndla brisbólgu getur þurft að gera tímabundið hlé á eða hætta varanlega notkun BLINCYTO (sjá kafla 4.2).

Innlyksuheilabólga, þ.m.t. ágeng fjölhreiðra innlyksuheilabólga

Breytingar á segulómunarmynd af höfuðkúpu sem sýna innlyksuheilabólgu hafa komið fram hjá sjúklingum sem fá BLINCYTO, einkum hjá sjúklingum sem áður hafa fengið geislameðferð á höfuðkúpu og krabbameinslyfjameðferð við hvítblæði (þ.m.t. altækir stórir skammtar af methotrexati eða cytarabini í mænuvökva). Klínískt vægi þessara breytinga á myndatökum er ekki þekkt.

Vegna möguleika á ágengri fjölhreiðra innlyksuheilabólgu (PML) skal fylgjast með sjúklingum hvað varðar merki og einkenni. Ef grunur leikur á um að ekki sé allt með felldu skal íhuga að hafa samband við taugasérfræðing, framkvæma segulómun á heila og rannsaka heila- og mænuvökva, sjá kafla 4.8.

Ónæmisaðgerðir

Öryggi ónæmisaðgerða með bóluefnum sem innihalda lifandi veirur meðan á meðferð stendur með BLINCYTO eða eftir að henni lýkur, hefur ekki verið rannsakað. Ekki er mælt með að veita bólusetningu með bóluefnum sem innihalda lifandi veirur í a.m.k. 2 vikur áður en meðferð hefst með BLINCYTO, meðan á meðferð stendur og þar til B-eitilfrumur ná eðlilegum gildum á ný að síðustu meðferðarlotunni lokinni.

Þar sem möguleiki er á eyðingu B-fruma hjá nýburum eftir útsetningu fyrir blinatumomabi á meðgöngu skal fylgjast með nýburum með tilliti til B-frumueyðingar og fresta skal bólusetningum með lifandi veirum þar til B-frumufjöldi barnsins er orðinn eðlilegur (sjá kafla 4.6).

Getnaðarvarnir

Konur á barneignaraldri verða að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferðinni stendur og í a.m.k. 48 klst. eftir meðferð með BLINCYTO (sjá kafla 4.6).

Mistök við lyfjagjöf

Vart hefur orðið við mistök við lyfjagjöf meðan á meðferð með BLINCYTO stendur. Það er afar mikilvægt að fylgja nákvæmlega leiðbeiningum fyrir undirbúning (þ.m.t. blöndun og þynningu) og lyfjagjöf til þess að minnka líkur á mistökum við lyfjagjöf eins og unnt er (þ.m.t. vanskömmtun og ofskömmtun) (sjá kafla 4.2).

Hjálparefni með þekkta verkun

Innrennsli þessa lyfs í 24 klst. gefur minna en 1 mmól (23 mg) natríum, þ.e. lyfið er nánast natríumlaust.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar formlegar rannsóknir á milliverkunum. Niðurstöður úr in vitro prófi á lifrarfrumum úr mönnum gefa til kynna að blinatumomab hafi ekki áhrif á CYP450 ensímvirkni.

Þegar meðferð er hafin með BLINCYTO veldur það skammvinnri losun frumuboða á fyrstu dögum meðferðar sem kann að bæla CYP450 ensím. Fylgjast skal með sjúklingum sem fá lyf sem eru hvarfefni CYP450 og flutningspróteins og hafa þröngan lækningalegan stuðul, með tilliti til aukaverkana (t.d. warfarín) eða lyfjaþéttni (t.d. cyklosporin), meðan á þessu tímabili stendur. Aðlaga skal skammt lyfs sem gefið er samtímis eftir þörfum.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Rannsóknir á eiturverkunum á æxlun hafa ekki verið gerðar með blinatumomabi. Í rannsókn á eiturverkunum á þroska fósturvísis-fósturs sem framkvæmd var á músum barst staðgöngusameind úr músum yfir fylgju og leiddi ekki til eiturverkana á móður, eiturverkana á fóstur eða vansköpunar (sjá kafla 5.3). Sú B- og T-frumueyðing sem búist var við kom fram hjá ungafullum músum en áhrif á blóð voru ekki metin hjá fóstrum.

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun blinatumomabs á meðgöngu.

Blinatumomab skal ekki nota á meðgöngu nema hugsanlegur ávinningur vegi þyngra en hugsanleg áhætta fyrir fóstur.

Konur á barneignaraldri verða að nota áhrifaríka getnaðarvörn meðan á meðferð stendur með blinatumomabi og í a.m.k. 48 klst. eftir að meðferð lýkur (sjá kafla 4.4).

Við útsetningu á meðgöngu má búast við eyðingu B-fruma hjá nýburum vegna lyfjafræðilegra eiginleika lyfsins. Þar af leiðandi skal fylgjast með nýburum m.t.t. B-frumueyðingar og fresta skal bólusetningu með lifandi veirum þar til B-frumufjöldi barnsins hefur náð eðlilegu gildi (sjá kafla 4.4).

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort blinatumomab eða umbrotsefni skiljast út í brjóstamjólk. Byggt á lyfjafræðilegum eiginleikum er ekki hægt að útiloka hættu fyrir brjóstmylking. Sem varúðarráðstöfun skal því ekki gefa barni brjóst meðan á meðferð með blinatumomabi stendur og í a.m.k. 48 klst. eftir að meðferð lýkur.

Frjósemi

Engar rannsóknir hafa verið framkvæmdar til þess að meta áhrif blinatumomabs á frjósemi. Engar aukaverkanir komu fram á æxlunarfærum karlkyns og kvenkyns músa í 13 vikna rannsóknum á eiturverkunum með staðgöngusameind úr músum (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Blinatumomab hefur mikil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Rugl og vistarfirring, truflanir á samhæfingu og jafnvægi, hætta á flogum og truflanir á meðvitund kunna að koma fram (sjá kafla 4.4). Vegna möguleika á aukaverkunum á taugakerfi ættu sjúklingar sem fá blinatumomab að forðast akstur, þátttöku í hættulegum verkum eða athöfnum á borð við akstur eða notkun þungra eða hugsanlega hættulegra véla meðan á lyfjagjöf með blinatumomabi stendur. Upplýsa þarf sjúklinga um að þeir kunni að fá aukaverkanir á taugakerfi.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi notkunar lyfsins

Þær aukaverkanir sem lýst er í þessum kafla komu fram í klínískri lykilrannsókn (N = 189).

Alvarlegustu aukaverkanirnar sem kunna að koma fram við meðferð með blinatumomabi eru meðal annars: sýkingar (31,7%), aukaverkanir á taugakerfi (16,4%), daufkyrningafæð/daufkyrningafæð ásamt hita (15,3%), frumuboðalosunarheilkenni (0,5%) og æxlislýsuheilkenni (0,5%).

Algengustu aukaverkanirnar voru: innrennslistengd viðbrögð (67,2%), sýkingar (63,0%), sótthiti (59,8%), höfuðverkur (34,4%), daufkyrningafæð ásamt hita (28%), útlimabjúgur (25,9%), ógleði (24,3%), blóðkalíumlækkun (23,8%), hægðatregða (20,6%), blóðleysi (20,1%), hósti (18,5%), niðurgangur (18,0%), skjálfti (17,5%), daufkyrningafæð (17,5%), kviðverkur (16,9%), svefnleysi (15,3%), þreyta (15,3%) og kuldahrollur (15,3%).

Listi yfir aukaverkanir, settur upp í töflu

Aukaverkanir koma fram hér að neðan samkvæmt flokkun eftir líffærum og tíðni. Tíðniflokkar voru ákvarðaðir samkvæmt grófreiknaðri tíðni nýgengis sem tilkynnt var um fyrir hverja aukaverkun í klínísku lykilrannsókninni (N = 189). Innan hvers líffæraflokks eru aukaverkanir taldar upp eftir minnkandi alvarleika.

MedDRA flokkun

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

eftir líffærum

(≥ 1/10)

(≥ 1/100 til < 1/10)

(≥ 1/1.000 til < 1/100)

Sýkingar af völdum

Bakteríusýkingara, b

Sýklasótt

 

sýkla og sníkjudýra

Sveppasýkingara, b

Lungnabólga

 

 

Veirusýkingara, b

 

 

 

Sýkingar af völdum

 

 

 

annarra sjúkdómsvaldab

 

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð

Hvítfrumnafjölgun

 

 

ásamt hita

Eitilfrumnafæð

 

 

Blóðleysi

 

 

 

Daufkyrningafæð

 

 

 

Blóðflagnafæð

 

 

 

Hvítfrumnafæð

 

 

Ónæmiskerfi

Frumuboðalosunar-

Óeðlilega mikil losun

 

 

heilkenni a

frumuboða (cytokine

 

 

 

storm)

 

 

 

Ofnæmi

 

Efnaskipti og næring

Blóðkalíumlækkun

Blóðfosfatlækkun

 

 

Blóðmagnesíumlækkun

Blóðalbúmínlækkun

 

 

Blóðsykurshækkun

Æxlislýsuheilkenni

 

 

Minnkuð matarlyst

 

 

Geðræn vandamál

Svefnleysi

Ruglástanda

 

 

 

Vistarfirring

 

Taugakerfi

Höfuðverkur

Heilakvillia

 

 

Skjálftia

Málstol

 

 

Sundl

Náladofi

 

 

 

Krampi

 

 

 

Vitsmunaröskun

 

 

 

Minnisskerðing

 

Hjarta

 

Hraðtaktur

 

Æðar

Lágþrýstingur

 

Háræðalekaheilkenni

Öndunarfæri, brjósthol

Hósti

 

 

og miðmæti

 

 

 

MedDRA flokkun

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

eftir líffærum

(≥ 1/10)

(≥ 1/100 til < 1/10)

(≥ 1/1.000 til < 1/100)

Meltingarfæri

Ógleði

 

Brisbólgaa

 

Hægðatregða

 

 

 

Niðurgangur

 

 

 

Kviðverkir

 

 

 

Uppköst

 

 

Húð og undirhúð

Útbrot

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

Bakverkir

 

 

 

Verkir í útlimum

 

 

 

Liðverkir

 

 

 

Beinverkir

 

 

Almennar aukaverkanir

Sótthiti

Bjúgur

 

og aukaverkanir á

Útlimabjúgur

 

 

íkomustað

Kuldahrollur

 

 

 

Þreyta

 

 

 

Verkur fyrir brjósti

 

 

Rannsóknaniðurstöður

Hækkaður alanín

Lækkuð

 

 

amínótransferasia

immúnóglóbúlín

 

 

Hækkaður aspartat

Hækkaður gallrauði í

 

 

amínótransferasia

blóði

 

 

 

Hækkuð lifrarensím

 

 

 

(gamma-glútamýl

 

 

 

transferasi)

 

Áverkar og eitranir

Innrennslistengdar

 

 

 

aukaverkanir (og tengd

 

 

 

einkenni, svo sem

 

 

 

önghljóð, roði, þroti í

 

 

 

andliti, mæði,

 

 

 

lágþrýstingur og

 

 

 

háþrýstingur)

 

 

aFrekari upplýsingar er að finna í „Lýsing á völdum aukaverkunum“.

bMedDRA efsta flokkunarheiti (MedDRA útgáfa 16.1).

Lýsing á völdum aukaverkunum

Aukaverkanir á taugakerfi

Í klínísku lykilrannsókninni (N = 189) fengu 51,9% sjúklinga eina eða fleiri aukaverkun á taugakerfi (þ.m.t. geðraskanir), einkum í miðtaugakerfi. Vart varð við alvarlegar aukaverkanir á taugakerfi og af stigi ≥ 3 hjá 16,4% og 12,7% sjúklinga í þeirri röð, en þær algengustu voru heilakvilli, skjálfti og ruglástand. Tilkynnt hefur verið um banvænan heilakvilla en flestar aukaverkanir á taugakerfi (74,5%) voru klínískt afturkræfar og gengu til baka eftir að hlé var gert á notkun BLINCYTO. Miðgildi tímans þar til aukverkun á taugakerfi hófst var 9 dagar. Hvað varðar klíníska meðhöndlun aukaverkana á taugakerfi, sjá kafla 4.4.

Sýkingar

Tilkynnt hefur verið um lífshættulegar eða banvænar (stig ≥ 4), veiru- bakteríu- og sveppasýkingar hjá sjúklingum sem hafa verið meðhöndlaðir með BLINCYTO. Auk þess hefur orðið vart við endurvirkjun veirusýkingar (t.d. Polyoma (BK)). Nýgengi alvarlegra sýkinga var hærra hjá sjúklingum með ECOG færniskor 2 við grunnviðmið heldur en hjá sjúklingum með ECOG færniskor < 2. Hvað varðar klíníska meðhöndlun sýkinga, sjá kafla 4.4.

Frumuboðalosunarheilkenni

Í klínísku lykilrannsókninni (N = 189) var tilkynnt um alvarleg viðbrögð tengd frumuboðalosunarheilkenni hjá 0,5% sjúklinga og var miðgildi tíma þar til einkennin komu fram 2 dagar. Hvað varðar klíníska meðhöndlun frumuboðalosunarheilkennis, sjá kafla 4.4.

Hækkuð lifrarensím

Í klínísku lykilrannsókninni (N = 189) tilkynntu 27,5% sjúklinga um hækkuð lifrarensím. Alvarlegar aukaverkanir og aukaverkanir af stigi ≥ 3( svo sem hækkað ALT, hækkað AST og hækkaðan gallrauða í blóði) komu fram hjá 2,1% og 15,3% sjúklinga í þeirri röð. Miðgildi tíma þar til fyrstu einkenni komu fram var 3 dagar frá því meðferð var hafin með BLINCYTO. Aukaverkanir á lifur hafa yfirleitt varað stutt og gengið hratt til baka, oft án þess að hlé sé gert á meðferð með BLINCYTO. Hvað varðar klíníska meðhöndlun hækkaðra lifrarensíma, sjá kafla 4.4.

Brisbólga

Tilkynnt hefur verið um brisbólgu, lífshættulega eða banvæna, hjá sjúklingum sem fengu BLINCYTO í klínískum rannsóknum og eftir markaðssetningu. Miðgildi tíma þar til einkenni komu fram var

7,5 dagar. Hvað varðar klíníska meðhöndlun brisbólgu, sjá kafla 4.4.

Innlyksuheilabólga, þ.m.t. ágeng fjölhreiðra innlyksuheilabólga

Tilkynnt hefur verið um innlyksuheilabólgu. Sjúklingar með niðurstöður segulómunar/tölvusneiðmyndunar á heila sem gáfu til kynna innlyksuheilabólgu fengu samtímis alvarlegar aukaverkanir á borð við ruglástand, skjálfta, vitsmunaröskun, heilakvilla og krampa. Þó möguleiki sé fyrir hendi á ágengri fjölhreiðra innlyksuheilabólgu, var ekki tilkynnt um neitt tilvik ágengrar fjölhreiðra innlyksuheilabólgu í lykilrannsókninni.

Börn

Takmörkuð reynsla liggur fyrir hjá börnum. BLINCYTO var metið hjá börnum með brátt B-forvera eitilfrumuhvítblæði sem er endurkomið eða svarar ekki meðferð í fasa I/II. rannsókn á stigaukningu/mati skammta. Við skammt sem var stærri en ráðlagður skammtur fyrir fullorðna sjúklinga kom upp tilvik þar sem hjartabilun reyndist banvæn þegar um var að ræða lífshættulegt frumuboðalosunarheilkenni og æxlislýsuheilkenni, sjá kafla 4.4.

Aðrir sérstakir sjúklingahópar

Takmörkuð reynsla liggur fyrir varðandi BLINCYTO hjá sjúklingum sem eru ≥ 75 ára. Almennt var öryggi svipað hjá öldruðum sjúklingum (≥ 65 ára) og sjúklingum yngri en 65 ára sem fengu meðferð með BLINCYTO. Hins vegar kunna aldraðir sjúklingar að vera næmari fyrir alvarlegum aukaverkunum á taugakerfi á borð við vitsmunaröskun, heilakvilla og rugl.

Öryggi BLINCYTO hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi.

Mótefnamyndun

Í klínísku lykilrannsókninni (N = 189) reyndust innan við 1,4% sjúklinga sem fengu meðferð með blinatumomabi jákvæð samkvæmt prófi hvað varðar bindandi og hlutleysandi mótefni gegn blinatumomabi. Allir sjúklingar sem reyndust jákvæðir hvað varðar bindandi mótefni reyndust einnig jákvæðir hvað varðar hlutleysandi mótefni gegn blinatumomabi. Myndun mótefna gegn blinatumomabi kann að hafa áhrif á lyfjahvörf blinatumomabs.

Ef grunur leikur á að myndun mótefna gegn blinatumomabi með klínískt marktækri verkun eigi sér stað skal hafa samband við markaðsleyfishafa til þess að ræða mótefnaprófun. Upplýsingar um tengilið er að finna í kafla 6 í fylgiseðlinum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Vart hefur orðið við ofskömmtun, meðal annars hjá einum sjúklingi sem fékk 133-faldan ráðlagðan meðferðarskammt af BLINCYTO á stuttu tímabili. Ofskammtanir ollu aukaverkunum sem voru í samræmi við aukaverkanir sem komu fram við ráðlagða meðferðarskammta og voru meðal annars hiti, skjálfti og höfuðverkur. Ef ofskömmtun á sér stað skal gera tímabundið hlé á innrennslinu og hafa eftirlit með sjúklingum. Íhuga skal að hefja aftur notkun BLINCYTO með réttum meðferðarskammti þegar allar eiturverkanir hafa gengið til baka og a.m.k. 12 klst. eftir að hlé var gert á innrennslinu (sjá kafla 4.2).

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Æxlishemjandi lyf, önnur æxlishemjandi lyf, ATC-flokkur: L01XC19.

Verkunarháttur

Blinatumomab er tvísértæk, T-frumutengd mótefnabygging sem binst sértaklega við CD19 sem tjáð er á yfirborði frumna af B-línu uppruna og CD3 sem tjáð er á yfirborði T-frumna. Það virkjar innrænar T-frumur með því að tengja CD3 í T-frumuviðtakafléttunni við CD19 á góðkynja og illkynja B-frumum. Virkni ónæmismeðferðar með blinatumomabi gegn æxlum er ekki háð því að T-frumur beri sérstaka T-frumuviðtaka eða peptíðmótefnavökum sem koma fram á krabbameinsfrumum, en hún er fjölklóna í eðli sínu og óháð vefjaflokkasameind manna (HLA) á markfrumum. Blinatumomab miðlar myndun frumueyðandi taugamóta milli T-frumu og æxlisfrumu og losar próteinsundrandi ensím til þess að eyða markfrumum bæði í fjölgunarferli og í hvíld. Blinatumomab er sett í samhengi við tímabundna fjölgun viðloðunarsameinda frumna, framleiðslu frumueyðandi próteina, losun bólgufrumuboða og fjölgun T-frumna og veldur brotthvarfi CD19+ frumna.

Lyfhrif

Samræmd svörun kom fram hvað varðar ónæmi og lyfhrif hjá þeim sjúklingum sem rannsakaðir voru. Meðan á samfelldu innrennsli í bláæð stóð í 4 vikur lýsti svörun hvað varðar lyfhrif sér í virkjun T-frumna og endurröðun til þess að byrja með, hraðri eyðingu útlægra B-frumna og skammvinnri fjölgun frumuboða.

Endurröðun útlægra T-frumna (þ.e. viðloðun T-frumna við æðaþel og/eða gegnumferð inn í vef) átti sér stað eftir að innrennsli með blinatumomabi var hafið eða eftir að skammtar voru auknir. Fjöldi T-frumna lækkaði til að byrja með innan 1 til 2 daga og náði svo grunngildum á ný innan 7 til 14 daga hjá flestum sjúklingum. Fjölgun T-frumna yfir grunngildi (aukning T-frumna) kom fram hjá nokkrum sjúklingum.

Fjöldi útlægra B-frumna lækkaði hratt niður í ógreinanleg gildi við meðferð í skömmtunum

≥ 5 míkróg/m2/sólarhring eða ≥ 9 míkróg/sólarhring hjá flestum sjúklingum. Upphaflegur fjöldi útlægra B-frumna náðist ekki á ný meðan á 2 vikna hléi frá meðferð stóð á milli meðferðarlota. Ófullkomin eyðing B-frumna átti sér stað við skammta sem námu 0,5 míkróg/m2/sólarhring og 1,5 míkróg/m2/sólarhring og við stærri skammta hjá nokkrum einstaklingum sem ekki svöruðu meðferð.

Frumuboðar, þ.m.t. IL-2, IL-4, IL-6, IL-8, IL-10, IL-12, TNF-α og IFN-γ voru mældir og IL-6, IL-10 og IFN-γ höfðu hækkað mest. Skammvinn hækkun frumuboða kom fram fyrstu tvo dagana eftir að innrennsli með blinatumomabi var hafið. Hækkuð frumuboðagildi náðu aftur grunngildum innan

24 til 48 klst. meðan á innrennsli stóð. Meðan á næstu meðferðarlotum stóð hækkuðu frumuboðar hjá færri sjúklingum og í minna magni en fyrstu 48 klst. fyrstu meðferðarlotu.

Verkun og öryggi

Alls 225 sjúklingar á aldrinum ≥ 18 ára með brátt B-forvera eitilfrumuhvítblæði sem er endurkomið eða svarar ekki meðferð fengu BLINCYTO í klínískum rannsóknum.

BLINCYTO var metið í opinni, fjölsetra, einarma II. stigs rannsókn hjá 189 sjúklingum. Gjaldgengir sjúklingar voru ≥ 18 ára með fíladelfíulitningsneikvætt, brátt B-forvera eitilfrumuhvítblæði sem var endurkomið eða svaraði ekki meðferð (endurkomið mein þar sem fyrsta sjúkdómshlé var 12 mánuðir við fyrsta meðferðarúrræði, eða mein sem er endurkomið eða svarar ekki meðferð eftir fyrsta meðferðarúrræði, eða endurkomið mein innan12 mánaða frá ósamgena blóðmyndandi stofnfrumuígræðslu, með 10% kímfrumur í beinmerg).

Sjúklingar fengu forlyfjagjöf með tilskilinni fyrirbyggjandi gjöf í heila- og mænuvökva sem samanstóð af meðferð í mænuvökva í samræmi við staðbundnar leiðbeiningar innan 1 viku fyrir upphaf BLINCYTO meðferðar. BLINCYTO var gefið sem samfellt innrennsli í bláæð. Í fyrstu lotunni var upphafsskamtur 9 míkróg/sólarhring í viku 1 og síðan 28 míkróg/sólarhring vikurnar 3 sem eftir voru. Markskammturinn 28 míkróg/sólarhring var gefinn í lotu 2 og í næstu lotum frá degi 1 í hverri lotu. Hægt var að aðlaga skammta ef aukaverkanir komu fram. Í þýðinu sem meðhöndlað var voru189 sjúklingar sem fengu a.m.k. 1 innrennsli með BLINCYTO; meðalfjöldi lota á hvern sjúkling var 1,6. Sjúklingum sem sýndu svörun við BLINCYTO en fengu síðar endurkomu sjúkdóms bauðst að fá aftur meðferð með BLINCYTO. Hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir var miðgildi aldurs 39 ár (spönn: 18 til 79 ár, þ.m.t. 25 sjúklingar ≥ 65 ára), 64 af 189 (33,9%) höfðu fengið blóðmyndandi stofnfrumuígræðslu áður en þeir fengu BLINCYTO og 32 af 189 (16,9%) höfðu fengið fleiri en 2 fyrri meðferðarúrræði.

Aðalendapunktur var tíðni fulls sjúkdómshlés/fulls sjúkdómshlés ásamt blóðmeinafræðilegum bata að hluta til (CR/CRh*) í 2 meðferðarlotum með BLINCYTO. Áttatíu og einn sjúklingur af 189 (42,9%) náði CR/CRh* í fyrstu 2 meðferðarlotunum en svörun kom oftast fram (64 of 81) í 1. meðferðarlotu. Hjá öldruðum sjúklingum (≥ 65 ára) náðu 11 af 25 sjúklingum (44,0%) CR/CRh* í fyrstu

2 meðferðarlotunum (sjá kafla 4.8 hvað varðar öryggi hjá öldruðum). Fjórir sjúklingar náðu CR í upprætingarlotum sem leiddi af sér að uppsöfnuð CR tíðni var 35,4% (67/189; 95% CI: 28,6% - 42,7%). Þrjátíu og tveir sjúklingar af 189 (17%) fengu ósamgena blóðmyndandi stofnfrumuígræðslu CR/CRh* með innleiðslu með BLINCYTO (sjá töflu 1).

Tafla 1. Verkunarniðurstöður hjá sjúklingum ≥ 18 ára með fíladelfíulitningsneikvætt, brátt B- forvera eitilfrumuhvítblæði (ALL) sem er endurkomið eða svarar ekki meðferð

 

 

 

n (%)

95% CI

 

 

n = 189

 

Fullt sjúkdómshlé (CR)1/Fullt sjúkdómshlé ásamt

(42,9%)

[35,7% – 50,2%]

blóðmeinafræðilegum bata að hluta til (CRh*)2

 

 

 

 

CR

(33,3%)

[26,7% – 40,5%]

 

CRh*

18 (9,5%)

[5,7% – 14,6%]

Vanþroska eða frumulaus beinmergur án

17 (9%)

[5,3% – 14,0%]

kímfrumna3

 

 

 

Sjúkdómshlé að hluta til4

(2,6%)

[0,9% – 6,1%]

Lifun án bakslags5 (RFS) hvað varðar CR/CRh*

5,9 mánuðir

[4,8 til 8,3 mánuðir]

Heildarlifun

6,1 mánuðir

[4,2 til 7,5 mánuðir]

1.

CR var skilgreint sem 5% af kímfrumum í beinmerg, engin merki um sjúkdóm og útlægri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

blóðkornatalningu náð að nýju (blóðflögur > 100.000/míkrólítra og heildar daufkyrningafjöldi [ANC]

> 1.000/míkrólítra).

2.CRh* var skilgreint sem 5% af kímfrumum í beinmerg, engin merki um sjúkdóm og útlægri blóðkornatalningu náð að nýju að hluta til (blóðflögur > 50.000/míkrólítra og ANC > 500/míkrólítra).

3.Vanþroska eða frumulaus beinmergur án kímfrumna var skilgreindur sem kímfrumur í beinmerg 5%, engin merki um sjúkdóm, útlægri blóðkornatalningu ekki náð að nýju að nægilegu leyti: blóðflögur

≤ 50.000/míkrólítra og/eða ANC ≤ 500/míkrólítra.

4.Sjúkdómshlé að hluta til var skilgreint sem kímfrumur í beinmerg 6% til 25% með a.m.k. 50% lækkun frá grunngildi.

5.Bakslag var skilgreint sem blóðmeinafræðilegt bakslag (kímfrumur í beinmerg meira en 5% eftir CR) eða bakslag utan beinmergs.

Ífyrir fram skilgreindri könnunargreiningu sýndu 60 af 73 metanlegum sjúklingum með

lágmarksleifar sjúkdóms og með CR/CRh* (82,2%) einnig svörun hvað varðar lágmarksleifar sjúkdóms (skilgreint sem lágmarksleifar sjúkdóms samkvæmt kjarnsýrumögnun (PCR) < 1 x 10-4).

Sjúklingar sem höfðu áður fengið ósamgena blóðmyndandi stofnfrumuígræðslu sýndu svipaða svörunartíðni og þeir sem ekki höfðu áður fengið blóðmyndandi stofnfrumuígræðslu, eldri sjúklingar sýndu svipaða svörunartíðni og yngri sjúklingar og ekki kom fram verulegur munur á sjúkdómshléi byggt á fjölda fyrri meðferðarúrræða.

Hjá sjúklingum með sjúkdóm utan beinmergs sem ekki er í miðtaugakerfi/eistum (skilgreint sem a.m.k. 1 vefjaskemmd ≥ 1,5 cm) við skimun (N = 8/189) var klínísk svörunartíðni (25% [95% CI: 3,2 - 65,1] lægri en hjá sjúklingum með engin merki um sjúkdóm utan beinmergs (N = 181, 43,6%

[95% CI: 36,3 – 51,2]) (sjá mynd 1).

Sjúklingar með mesta æxlisbyrði samkvæmt mælingu á hundaðshluta kímfrumna í beinmerg við grunngildi (≥ 90%) sýndu samt klínískt marktæka svörun og sýndu CR/CRh* tíðni sem nam 21,6% (CI 12,9 - 32,7) (sjá mynd 1). Sjúklingar með litla æxlisbyrði (< 50%) svöruðu best meðferð með BLINCYTO og sýndu CR/CRh* tíðni sem nam 72,9% (CI 59,7 – 83,6).

Mynd 1. Forest graf fyrir CR/CRh* svörun í fyrstu tveimur meðferðarlotum rannsóknar MT103-211 (frumgreiningarhópur)

n = fjöldi sjúklinga sem náðu CR eða CRh* í fyrstu tveimur meðferðarlotunum í skilgreinda undirhópnum. N = heildarfjöldi sjúklinga í skilgreinda undirhópnum.

Öryggi og verkun BLINCYTO voru metin í opinni, fjölsetra, fasa II rannsókn með stigauknum skömmtum hjá 36 sjúklingum (≥ 18 ára með endurkomið brátt B-forvera eitilfrumuhvítblæði eftir

a.m.k. eina innleiðingarmeðferð og framhaldsmeðferð eða með sjúkdóm sem svarar ekki meðferð með > 5% kímfrumur í beinmerg, ECOG færniskor ≤ 2, lífslíkur sem nema ≥ 12 vikum, sem höfðu ekki fengið samgena blóðmyndandi stofnfrumuígræðslu síðustu 6 vikurnar áður en meðferð var hafin með BLINCYTO, ósamgena blóðmyndandi stofnfrumuígræðslu síðustu 3 mánuðina áður en meðferð var hafin með BLINCYTO eða fyrri meðferð með BLINCYTO). Fimmtán sjúklingar af 36 (41,7%) höfðu fengið ósamgena blóðmyndandi stofnfrumuígræðslu áður en þeir fengu BLINCYTO. Tíðni CR/CRh* var 69,4% (25 sjúklingar af 36: 15 [41,7%; 95% CI: 25,5% - 59,2%] CR; 10 [27,8%; 95% CI: 14,2% - 45,2%] CRh*). Hjá eldri sjúklingahópnum (≥ 65 ára) náðu 4 sjúklingar af 5 (80,0%) CR/CRh* í tveimur meðferðarlotum (sjá kafla 4.8 hvað varðar öryggi hjá öldruðum). Tuttugu og tveir sjúklingar af 25 (88%) með fullt sjúkdómshlé hvað varðar blóðmeinafræðileg gildi sýndu einnig svörun hvað varðar lágmarksleifar sjúkdóms (skilgreint sem lágmarksleifar sjúkdóms samkvæmt kjarnsýrumögnun < 1 x 10-4). Miðgildi lengdar sjúkdómshlés var 8,9 mánuðir og miðgildi lifunar án endurkomu (RFS) var 7,6 mánuðir. Miðgildi heildarlifunar (OS) var 9,8 mánuðir.

Takmörkuð gögn liggja fyrir hjá sjúklingum með síðkomna fyrstu endurkomu B-forvera eitilfrumuhvítblæðis sem er skilgreint sem endurkoma meira en 12 mánuðum eftir fyrsta sjúkdómshlé eða meira en 12 mánuðum eftir blóðmyndandi stofnfrumuígræðslu í fyrsta sjúkdómshléi. Í klínískum rannsóknum náðu 88,9% (8/9) sjúklinga með síðkomna fyrstu endurkomu skv. skilgreiningum í hverri rannsókn CR/CRh* í fyrstu 2 meðferðarlotunum og 62,5% (6/9) náðu svari fyrir lágmarksleifar sjúkdóms og 37,5% (3/9) fengu samgena blóðmyndandi stofnfrumuígræðslu eftir meðferð með BLINCYTO. Miðgildi heildarlifunar var 17,7 mánuðir (CI:3,1 – ekki hægt að meta).

Börn

Takmörkuð reynsla liggur fyrir varðandi börn, sjá kafla 4.8.

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á BLINCYTO hjá börnum 1 mánaðar til innan við 18 ára með brátt eitilfrumuhvítblæði (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

Þetta lyf hefur fengið markaðsleyfi með svökölluðu „skilyrtu samþykki“. Það þýðir að beðið er eftir frekari gögnum um lyfið. Lyfjastofnun Evrópu metur árlega allar nýjar upplýsingar sem hugsanlega koma fram og uppfærir samantekt á eiginleikum lyfsins eftir því sem þörf krefur.

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvörf blinatumomabs virðast línuleg á skammtabilinu 5 til 90 míkróg/m2/sólarhring (jafngildir u.þ.b. 9-162 míkróg/sólarhring) hjá fullorðnum sjúklingum. Eftir samfellt innrennsli í bláæð náðist jafnvægi í sermiþéttni (Css) innan eins dags og hélst áfram stöðug. Hækkun Css meðalgilda var nokkurn veginn í hlutfalli við skammta á því bili sem prófað var. Við klíníska skammta sem námu 9 míkróg/sólarhring og 28 míkróg/sólarhring við meðferð við bráðu eitilfrumuhvítblæði sem var

endurkomið eða svaraði ekki meðferð, reyndist meðalgildi (staðalfrávik) Css vera 211 (258) pg/ml og 621 (502) pg/ml, í þessari röð.

Dreifing

Áætlað meðal (staðalfrávik) dreifingarrúmmál byggt á lokastigi (Vz) var 4,52 (2,89) l með samfelldu innrennsli í bláæð af blinatumomabi.

Umbrot

Efnaskiptaferli blinatumomabs hefur ekki verð lýst. Eins og á við um önnur prótein sem notuð eru til meðferðar má búast við að blinatumomab brotni niður í lítil peptíð og amínósýrur með braut efnasundrunar.

Brotthvarf

Áætluð altæk meðal (staðalfrávik) úthreinsun við samfellt innrennsli í bláæð hjá sjúklingum sem fengu blinatumomab í klínískum rannsóknum var 2,92 (2,83) l/klst. Meðal (staðalfrávik) helmingunartími var 2,11 (1,42) klst. Óverulegt magn af blinatumomabi skildist út í þvagi við klíníska skammta sem prófaðir voru.

Líkamsþyngd, líkamsyfirborð, kyn og aldur

Þýðisgreining á lyfjahvörfum var framkvæmd til að meta áhrif lýðfræðilegra eiginleika á lyfjahvörf blinatumomabs. Niðurstöður gefa til kynna að aldur (18 til 80 ára), kyn, líkamsþyngd (44 til 134 kg) og líkamsyfirborð (1,39 til 2,57) hafi ekki áhrif á lyfjahvörf blinatumomabs. Mjög takmörkuð reynsla er af notkun blinatumomabs hjá fullorðnum sem vega minna en 45 kg.

Skert nýrnastarfsemi

Engar formlegar lyfjahvarfarannsóknir hafa verið framkvæmdar með blinatumomabi hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Lyfjahvarfagreiningar sýndu u.þ.b. 2-faldan mun á meðalgildum hvað varðar úthreinsun blinatumomabs hjá einstaklingum með í meðallagi mikla vanstarfsemi nýrna og með eðlilega nýrnastarfsemi. Hins vegar kom í ljós mikill breytileiki á milli sjúklinga (CV% allt að 95,6%), og gildi úthreinsunar hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi voru að mestu á bilinu sem fram kom hjá sjúklingum með eðlilega nýrnastarfsemi og ekki er búist við neinum klínískt marktækum áhrifum nýrnastarfsemi á klínískar niðurstöður.

Skert lifrarstarfsemi

Engar formlegar lyfjahvarfarannsóknir hafa verið framkvæmdar með blinatumomabi hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Grunngildi ALT og AST voru notuð til að meta áhrif skertrar lifrarstarfsemi á úthreinsun blinatumomabs. Þýðisgreining á lyfjahvörfum gaf til kynna að engin tengsl væru á milli ALT eða AST gilda og úthreinsunar blinatumomabs.

Börn

Takmörkuð reynsla liggur fyrir hjá börnum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Rannsóknir á eiturverkunum eftir endurtekna skammta sem framkvæmdar voru með blinatumomabi og staðgöngusameind úr músum sýndi fram á þau lyfjafræðilegu áhrif sem búist var við (þ.m.t. losun frumuboða, fækkun eitilfrumna, eyðingu B-frumna, fækkun T-frumna, fækkun frumna í eitlavef). Þessar breytingar gengu til baka eftir að meðferð var hætt.

Rannsóknir á eiturverkunum á æxlun hafa ekki verið framkvæmdar með blinatumomabi. Í rannsókn á eiturverkunum á þroska fósturvísa/fóstra sem framkvæmd var á músum barst staðgöngusameind úr músum yfir fylgju í takmörkuðu magni (þéttnihlutfall í sermi fóstur-móður < 1%) og olli ekki eiturverkunum hjá fósturvísi/fóstri eða vansköpun. Sú eyðing B- og T-frumna sem búist var við kom fram hjá ungafullum músum en blóðmeinafræðileg áhrif voru ekki metin hjá fóstrum. Engar rannsóknir hafa verið framkvæmdar til þess að meta meðferðartengd áhrif á frjósemi. Engin áhrif komu fram á æxlunarfæri karl- eða kvendýra í rannsóknum á eiturverkunum með staðgöngusameind úr músum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Stofn

Sítrónusýrueinhýdrat (E330)

Trehalósatvíhýdrat

Lýsínhýdróklóríð

Pólýsorbat 80

Natríumhýdroxíð (til pH aðlögunar)

Lausn (stöðugleikaaukandi)

Sítrónusýrueinhýdrat (E330)

Lýsínhýdróklóríð

Pólýsorbat 80

Natríumhýdroxíð (til pH aðlögunar)

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau sem nefnd eru í kafla 6.6.

6.3Geymsluþol

Órofin hettuglös

4 ár

Blönduð lausn

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika við notkun í 24 klst. við 2 C – 8°C eða 4 klst. við eða undir 27°C.

Frá örverufræðilegu sjónarhorni skal þynna blandaða lausn tafarlaust, nema aðferð við blöndun komi í veg fyrir hættu á örverumengun. Ef þynning fer ekki fram tafarlaust eru geymslutími við notkun og ástand á ábyrgð notanda.

Þynnt lausn (tilbúinn innrennslispoki)

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika við notkun í 10 daga við 2 C – 8°C eða 96 klst. við eða undir 27°C.

Frá örverufræðilegu sjónarhorni skal nota tilbúna innrennslispoka tafarlaust. Ef þeir eru ekki notaðir tafarlaust eru geymslutími við notkun og ástand fyrir notkun á ábyrgð notanda og venjulega ekki meiri en sem nemur 24 klst. við 2 C – 8°C, nema þynning hafi farið fram við stýrða og gildaða smitgát.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið og flytjið í kæli (2 C – 8 C).

Má ekki frjósa.

Geymið hettuglösin í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymsluskilyrði eftir blöndun og þynningu lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

Hver BLINCYTO pakkning inniheldur 1 hettuglas af stofni fyrir innrennslisþykkni, lausn og 1 hettuglas af lausn (stöðugleikaaukandi):

38,5 míkrógrömm blinatumomab stofn: í hettuglasi (glas af gerð I) með tappa (elastómer gúmmí), innsigli (ál) og smelluloki og

10 ml lausn í hettuglas (glas af gerð I) með tappa (elastómer gúmmí), innsigli (ál) og smelluloki.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Undirbúningur að viðhafðri smitgát

Smitgát verður að tryggja þegar innrennslið er undirbúið. Undirbúningur BLINCYTO skal fara fram sem hér segir:

-framkvæmt að viðhafðri smitgát af starfsfólki sem hefur hlotið þjálfun samkvæmt reglum um góðar starfsvenjur, einkum hvað varðar undirbúning lyfja sem gefin eru í æð að viðhafðri smitgát.

-undirbúið í sóttvarnarskáp með lagflæði (laminar flow hood) eða öryggisskáp (biological safety cabinet) samkvæmt stöðluðum varúðarráðstöfunum varðandi örugga meðhöndlun lyfja sem notuð eru í bláæð.

Mjög mikilvægt er að fylgja nákvæmlega leiðbeiningum um undirbúning og lyfjagjöf sem koma fram í þessum kafla til þess að lágmarka mistök við lyfjagjöf (þ.m.t. vanskömmtun og ofskömmtun).

Sérstakar leiðbeiningar til að tryggja réttan undirbúning

Lausn (stöðugleikaaukandi) kemur í BLINCYTO pakkningunni og er notuð til þess að húða áfyllta innrennslispokann áður en blönduðu BLINCYTO er bætt við. Ekki skal nota þessa lausn (stöðugleikaaukandi) til blöndunar BLINCYTO þykknisstofns.

Heildarrúmmál af blönduðu og þynntu BLINCYTO verður meira en rúmmálið sem gefa á sjúklingi (240 ml). Þetta er til þess að bæta upp fyrir það magn sem tapast í innrennslisleggnum og til þess að tryggja að sjúklingurinn fá fullan skammt af BLINCYTO.

Við undirbúning innrennslispokans skal fjarlægja allt loft úr innrennslispokanum. Þetta er einkum mikilvægt þegar verið er að nota innrennslisdælu utan sjúkrahúss.

Notið það tiltekna rúmmál sem lýst er í leiðbeiningum um blöndun og þynningu hér að neðan til þess að lágmarka mistök við útreikning.

Aðrar leiðbeiningar

BLINCYTO samrýmist pólýólefín, díetýlhexýlþalat-fríum PVC (DEHP fríum) eða etýlvínýlasetat (EVA) innrennslispokum/dælusnældum.

Eiginleikar dælu: Innrennslisdælan til þess að gefa BLINCYTO innrennslislyf, lausn á að vera stillanleg, læsanleg og með innbyggt viðvörunarkerfi. Ekki skal nota dælu úr teygjanlegum fjölliðum.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Undirbúningur innrennslislyfs, lausnar

Sérstakar leiðbeiningar um blöndun og þynningu fylgja fyrir hvern skammt og innrennslistíma. Staðfestið ávísaðan skammt og innrennslistíma BLINCYTO og finnið viðeigandi kafla um undirbúning skammts hér að neðan. Fylgið skrefunum til þess að blanda BLINCYTO og undirbúa innrennslispokann.

a)fyrir 9 míkróg/sólarhring gefið með innrennsli í 24 klst. með hraða sem nemur 10 ml/klst.

b)fyrir 9 míkróg/sólarhring gefið með innrennsli í 48 klst. með hraða sem nemur 5 ml/klst.

c)fyrir 9 míkróg/sólarhring gefið með innrennsli í 72 klst. með hraða sem nemur 3,3 ml/klst.

d)fyrir 9 míkróg/sólarhring gefið með innrennsli í 96 klst. með hraða sem nemur 2,5 ml/klst.

e)fyrir 28 míkróg/sólarhring gefið með innrennsli í 24 klst. með hraða sem nemur 10 ml/klst.

f)fyrir 28 míkróg/sólarhring gefið með innrennsli í 48 klst. með hraða sem nemur 5 ml/klst.

g)fyrir 28 míkróg/sólarhring gefið með innrennsli í 72 klst. með hraða sem nemur 3,3 ml/klst.

h)fyrir 28 míkróg/sólarhring gefið með innrennsli í 96 klst. með hraða sem nemur 2,5 ml/klst.

Áður en undirbúningur hefst skal ganga úr skugga um að eftirfarandi búnaður sé til taks:

Skammtur

Lengd

Innrennslishraði

Fjöldi

 

innrennslis

(ml/klst.)

BLINCYTO

 

(klst.)

 

pakkninga

9 míkróg/sólarhring

 

 

3,3

 

2,5

28 míkróg/sólarhring

 

 

3,3

 

2,5

Einnig þarf á þessum búnaði að halda en hann fylgir ekki með pakkningunni

Sæfðar einnota sprautur

21-23 víddar nál(ar) (ráðlagt)

Vatn fyrir stungulyf

Innrennslispoki með 250 ml natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn;

o Til þess að lágmarka fjölda flutninga að viðhafðri smitgát skal nota 250 ml áfylltan innrennslispoka. Skammtar af BLINCYTO eru reiknaðir út byggt á venjulegu umframrúmmáli sem nemur 265 til 275 ml af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn.

o Notið aðeins pólýólefín, díetýlhexýlþalat-fríar PVC (DEHP fríar) eða etýlvínýlasetat (EVA) innrennslispoka/dælusnældur.

Pólýólefín, DEHP fríar PVC eða EVA slöngur til notkunar í bláæð, með raðtengdri, sæfðri 0,2 míkrómetra síu án sótthitavalda og með lágt próteinbindistig.

o Gangið úr skugga um að slöngur samræmist innrennslisdælunni.

a)Undirbúningur BLINCYTO 9 míkróg/sólarhring sem gefið er með innrennsli í 24 klst. með hraða sem nemur 10 ml/klst.

1.Notið áfylltan innrennslispoka með 250 ml af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn sem inniheldur yfirleitt heildarrúmmálið 265 til 275 ml.

2.Til þess að húða innrennslispokann skal nota sprautu og flytja 5,5 ml af lausninni (stöðugleikaaukandi) að viðhafðri smitgát yfir í innrennslispokann. Blandið innihaldi pokans varlega til þess að forðast myndun froðu. Fargið hettuglasinu með lausninni (stöðugleikaaukandi) sem eftir er.

3.Notið sprautu til þess að blanda eitt hettuglas af BLINCYTO þykknisstofni með 3 ml af vatni fyrir stungulyf. Beinið vatni fyrir stungulyf að hlið hettuglassins við blöndun. Snúið innihaldinu varlega til þess að forðast umframmagn af froðu. Ekki hrista.

Ekki skal blanda BLINCYTO þykknisstofn með lausninni (stöðugleikaaukandi).

Þegar vatni fyrir stungulyf er bætt við þykknisstofn fæst heildarrúmmálið 3,08 ml sem veitir endanlegan styrk BLINCYTO sem nemur 12,5 míkróg/ml.

4.Skoðið blönduðu lausnina með tilliti til agna og mislitunar meðan á blöndun stendur og áður en innrennsli hefst. Lausnin sem verður til á að vera tær eða örlítið ópallýsandi, litlaus eða örlítið gulleit. Notið ekki ef lausnin er gruggug eða ef botnfall kemur fram.

5.Notið sprautu til þess að flytja 0,83 ml af blönduðu BLINCYTO í innrennslispokann að viðhafðri smitgát. Blandið innihaldi pokans varlega til þess að forðast myndun froðu. Fargið öllu því sem eftir er af blönduðu BLINCYTO lausninni.

6.Festið slöngu til notkunar í bláæð að viðhafðri smitgát við innrennslispokann með raðtengdu, sæfðu 0,2 míkrómetra síunni.

7.Fjarlægið loft úr innrennslispokanum og fyllið innrennslisslöngu til notkunar í bláæð aðeins með tilbúnu innrennslislyfi, lausn. Fyllið innrennslisslöngu ekki með natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn.

8.Geymið við 2°C – 8°C ef lyfið er ekki notað tafarlaust.

b)Undirbúningur BLINCYTO 9 míkróg/sólarhring sem gefið er með innrennsli í 48 klst. með hraða sem nemur 5 ml/klst.

1.Notið áfylltan innrennslispoka með 250 ml af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn sem inniheldur yfirleitt heildarrúmmálið 265 til 275 ml.

2.Til þess að húða innrennslispokann skal nota sprautu og flytja 5,5 ml af lausninni (stöðugleikaaukandi) að viðhafðri smitgát yfir í innrennslispokann. Blandið innihaldi pokans varlega til þess að forðast myndun froðu. Fargið hettuglasinu með lausninni (stöðugleikaaukandi) sem eftir er.

3.Notið sprautu til þess að blanda eitt hettuglas af BLINCYTO þykknisstofni með 3 ml af vatni fyrir stungulyf. Beinið vatni fyrir stungulyf að hlið hettuglassins við blöndun. Snúið innihaldinu varlega til þess að forðast umframmagn af froðu. Ekki hrista.

Ekki skal blanda BLINCYTO þykknisstofn með lausninni (stöðugleikaaukandi).

Þegar vatni fyrir stungulyf er bætt við þykknisstofnstofninn fæst heildarrúmmálið 3,08 ml sem veitir endanlegan styrk BLINCYTO sem nemur 12,5 míkróg/ml.

4.Skoðið blönduðu lausnina með tilliti til agna og mislitunar meðan á blöndun stendur og áður en innrennsli hefst. Lausnin sem verður til á að vera tær eða örlítið ópallýsandi, litlaus eða örlítið gulleit. Notið ekki ef lausnin er gruggug eða ef botnfall kemur fram.

5.Notið sprautu til þess að flytja 1,7 ml af blönduðu BLINCYTO í innrennslispokann að viðhafðri smitgát. Blandið innihaldi pokans varlega til þess að forðast myndun froðu. Fargið öllu því sem eftir er af blönduðu BLINCYTO lausninni.

6.Festið slöngu til notkunar í bláæð að viðhafðri smitgát við innrennslispokann með raðtengdu, sæfðu 0,2 míkrómetra síunni.

7. Fjarlægið loft úr innrennslispokanum og fyllið innrennslisslöngu til notkunar í bláæð

aðeins með tilbúnu innrennslislyfi, lausn. Fyllið innennslisslöngu ekki með natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn.

8.Geymið við 2°C – 8°C ef lyfið er ekki notað tafarlaust.

c)Undirbúningur BLINCYTO 9 míkróg/sólarhring sem gefið er með innrennsli í 72 klst. með hraða sem nemur 3,3 ml/klst.

1.Notið áfylltan innrennslispoka með 250 ml af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn sem inniheldur yfirleitt heildarrúmmálið 265 til 275 ml.

2.Til þess að húða innrennslispokann skal nota sprautu og flytja 5,5 ml af lausninni (stöðugleikaaukandi) að viðhafðri smitgát yfir í innrennslispokann. Blandið innihaldi pokans varlega til þess að forðast myndun froðu. Fargið hettuglasinu með lausninni (stöðugleikaaukandi) sem eftir er.

3.Notið sprautu til þess að blanda eitt hettuglas af BLINCYTO þykknisstofni með 3 ml af vatni fyrir stungulyf. Beinið vatni fyrir stungulyf að hlið hettuglassins við blöndun. Snúið innihaldinu varlega til þess að forðast umframmagn af froðu. Ekki hrista.

Ekki skal blanda BLINCYTO þykknisstofn með lausninni (stöðugleikaaukandi).

Þegar sæfðu vatni fyrir stungulyf er bætt við þykknisstofn fæst heildarrúmmálið 3,08 ml sem veitir endanlegan styrk BLINCYTO sem nemur 12,5 míkróg/ml.

4.Skoðið blönduðu lausnina með tilliti til agna og mislitunar meðan á blöndun stendur og áður en innrennsli hefst. Lausnin sem verður til á að vera tær eða örlítið ópallýsandi, litlaus eða örlítið gulleit. Notið ekki ef lausnin er gruggug eða ef botnfall kemur fram.

5.Notið sprautu til þess að flytja 2,5 ml af blönduðu BLINCYTO í innrennslispokann að viðhafðri smitgát. Blandið innihaldi pokans varlega til þess að forðast myndun froðu. Fargið öllu því sem eftir er af blönduðu BLINCYTO lausninni.

6.Festið slöngu til notkunar í bláæð að viðhafðri smitgát við innrennslispokann með raðtengdu, sæfðu 0,2 míkrómetra síunni.

7.Fjarlægið loft úr innrennslispokanum og fyllið innrennslisslöngu til notkunar í bláæð aðeins með tilbúnu innrennslislyfi, lausn. Fyllið innrennslisslöngu ekki með natríum klóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn.

8.Geymið við 2°C – 8°C ef lyfið er ekki notað tafarlaust.

d)Undirbúningur BLINCYTO 9 míkróg/sólarhring sem gefið er með innrennsli í 96 klst. með hraða sem nemur 2,5 ml/klst.

1.Notið áfylltan innrennslispoka með 250 ml af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn sem inniheldur yfirleitt heildarrúmmálið 265 til 275 ml.

2.Til þess að húða innrennslispokann skal nota sprautu og flytja 5,5 ml af lausninni (stöðugleikaaukandi) að viðhafðri smitgát yfir í innrennslispokann. Blandið innihaldi pokans varlega til þess að forðast myndun froðu. Fargið hettuglasinu með lausninni (stöðugleikaaukandi) sem eftir er.

3.Notið tvö hettuglös af BLINCYTO þykknisstofni. Notið sprautu til þess að blanda hvort hettuglas af BLINCYTO þykknisstofni með 3 ml af vatni fyrir stungulyf. Beinið vatni fyrir stungulyfa að hlið hettuglassins við blöndun. Snúið innihaldinu varlega til þess að forðast umframmagn af froðu. Ekki hrista.

Ekki skal blanda BLINCYTO þykknisstofn með BLINCYTO lausninni (stöðugleikaaukandi).

Þegar vatni fyrir stungulyf er bætt við þykknisstofn fæst heildarrúmmálið 3,08 ml sem veitir endanlegan styrk BLINCYTO sem nemur 12,5 míkróg/ml.

4.Skoðið blönduðu lausnina með tilliti til agna og mislitunar meðan á blöndun stendur og áður en innrennsli hefst. Lausnin sem verður til á að vera tær eða örlítið ópallýsandi, litlaus eða örlítið gulleit. Notið ekki ef lausnin er gruggug eða ef botnfall kemur fram.

5.Notið sprautu til þess að flytja 3,3 ml af blönduðu BLINCYTO í innrennslispokann að viðhafðri smitgát (2,0 ml úr einu hettuglasi og 1,3 ml sem eftir eru úr seinna hettuglasinu). Blandið innihaldi pokans varlega til þess að forðast myndun froðu. Fargið öllu því sem eftir er af blönduðu BLINCYTO lausninni.

6.Festið slöngu til notkunar í bláæð að viðhafðri smitgát við innrennslispokann með raðtengdu, sæfðu 0,2 míkrómetra síunni.

7.Fjarlægið loft úr innrennslispokanum og fyllið innrennslisslöngu til notkunar í bláæð aðeins með tilbúnu innrennslislyfi, lausn. Fyllið innrennslisslöngu ekki með natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn.

8.Geymið við 2°C – 8°C ef lyfið er ekki notað tafarlaust.

e)Undirbúningur BLINCYTO 28 míkróg/sólarhring sem gefið er með innrennsli í 24 klst. með hraða sem nemur 10 ml/klst.

1.Notið áfylltan innrennslispoka með 250 ml af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn sem inniheldur yfirleitt heildarrúmmálið 265 til 275 ml.

2.Til þess að húða innrennslispokann skal nota sprautu og flytja 5,5 ml af lausninni (stöðugleikaaukandi) að viðhafðri smitgát yfir í innrennslispokann. Blandið innihaldi pokans varlega til þess að forðast myndun froðu. Fargið hettuglasinu með lausninni (stöðugleikaaukandi) sem eftir er.

3.Notið sprautu til þess að blanda eitt hettuglas af BLINCYTO þykknisstofni með 3 ml af sæfðu vatni fyrir stungulyf. Beinið vatni fyrir stungulyf að hlið hettuglassins við blöndun. Snúið innihaldinu varlega til þess að forðast umframmagn af froðu. Ekki hrista.

Ekki skal blanda BLINCYTO þykknisstofn með lausninni (stöðugleikaaukandi).

Þegar vatni fyrir stungulyf er bætt við þykknisstofn fæst heildarrúmmálið 3,08 ml sem veitir endanlegan styrk BLINCYTO sem nemur 12,5 míkróg/ml.

4.Skoðið blönduðu lausnina með tilliti til agna og mislitunar meðan á blöndun stendur og áður en innrennsli hefst. Lausnin sem verður til á að vera tær eða örlítið ópallýsandi, litlaus eða örlítið gulleit. Notið ekki ef lausnin er gruggug eða ef botnfall kemur fram.

5.Notið sprautu til þess að flytja 2,6 ml af blönduðu BLINCYTO í innrennslispokann að viðhafðri smitgát. Blandið innihaldi pokans varlega til þess að forðast myndun froðu. Fargið öllu því sem eftir er af blönduðu BLINCYTO lausninni.

6.Festið slöngu til notkunar í bláæð að viðhafðri smitgát við innrennslispokann með raðtengdu, sæfðu 0,2 míkrómetra síunni.

7.Fjarlægið loft úr innrennslispokanum og fyllið innrennslisslöngu til notkunar í bláæð aðeins með tilbúnu innrennslislyfi, lausn. Fyllið innrennslisslöngu ekki með natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn.

8.Geymið við 2°C – 8°C ef lyfið er ekki notað tafarlaust.

f)Undirbúningur BLINCYTO 28 míkróg/sólarhring sem gefið er með innrennsli í 48 klst. með hraða sem nemur 5 ml/klst.

1.Notið áfylltan innrennslispoka með 250 ml af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn sem inniheldur yfirleitt heildarrúmmálið 265 til 275 ml.

2.Til þess að húða innrennslispokann skal nota sprautu og flytja 5,5 ml af lausninni (stöðugleikaaukandi) að viðhafðri smitgát yfir í innrennslispokann. Blandið innihaldi pokans varlega til þess að forðast myndun froðu. Fargið hettuglasinu með lausninni (stöðugleikaaukandi) sem eftir er.

3.Notið tvö hettuglös af BLINCYTO þykknisstofni. Notið sprautu til þess að blanda hvort hettuglas af BLINCYTO þykknisstofni með 3 ml af vatni fyrir stungulyf. Beinið sæfðu vatni fyrir stungulyf að hlið hettuglassins við blöndun. Snúið innihaldinu varlega til þess að forðast umframmagn af froðu. Ekki hrista.

Ekki skal blanda BLINCYTO þykknisstofn með lausninni (stöðugleikaaukandi).

Þegar vatni fyrir stungulyf a er bætt við þykknisstofn fæst heildarrúmmálið 3,08 ml sem veitir endanlegan styrk BLINCYTO sem nemur 12,5 míkróg/ml.

4.Skoðið blönduðu lausnina með tilliti til agna og mislitunar meðan á blöndun stendur og áður en innrennsli hefst. Lausnin sem verður til á að vera tær eða örlítið ópallýsandi, litlaus eða örlítið gulleit. Notið ekki ef lausnin er gruggug eða ef botnfall kemur fram.

5.Notið sprautu til þess að flytja 5,2 ml af blönduðu BLINCYTO í innrennslispokann að viðhafðri smitgát (2,7 ml úr einu hettuglasi og 2,5 ml sem eftir eru úr seinna hettuglasinu). Blandið innihaldi pokans varlega til þess að forðast myndun froðu. Fargið öllu því sem eftir er af blönduðu BLINCYTO lausninni.

6.Festið slöngu til notkunar í bláæð að viðhafðri smitgát við innrennslispokann með raðtengdu, sæfðu 0,2 míkrómetra síunni.

7.Fjarlægið loft úr innrennslispokanum og fyllið innrennslisslöngu til notkunar í bláæð aðeins með tilbúnu innrennslislyfi, lausn. Fyllið innrennslisslöngu ekki með natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn.

8.Geymið við 2°C – 8°C ef lyfið er ekki notað tafarlaust.

g)Undirbúningur BLINCYTO 28 míkróg/sólarhring sem gefið er með innrennsli í 72 klst. með hraða sem nemur 3,3 ml/klst.

1.Notið áfylltan innrennslispoka með 250 ml af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn sem inniheldur yfirleitt heildarrúmmálið 265 til 275 ml.

2.Til þess að húða innrennslispokann skal notasprautu og flytja 5,5 ml af lausninni (stöðugleikaaukandi) að viðhafðri smitgát yfir í innrennslispokann. Blandið innihaldi pokans varlega til þess að forðast myndun froðu. Fargið hettuglasinu með lausninni (stöðugleikaaukandi) sem eftir er.

3.Notið þrjú hettuglös af BLINCYTO þykknisstofni. Notið sprautu til þess að blanda hvert hettuglas af BLINCYTO þykknisstofni með 3 ml af vatni fyrir stungulyf. Beinið vatni fyrir stungulyf að hlið hettuglassins við blöndun. Snúið innihaldinu varlega til þess að forðast umframmagn af froðu. Ekki hrista.

Ekki skal blanda BLINCYTO þykknisstofn með lausninni (stöðugleikaaukandi).

Þegar vatni fyrir stungulyf er bætt við þykknisstofn fæst heildarrúmmálið 3,08 ml sem veitir endanlegan styrk BLINCYTO sem nemur 12,5 míkróg/ml.

4.Skoðið blönduðu lausnina með tilliti til agna og mislitunar meðan á blöndun stendur og áður en innrennsli hefst. Lausnin sem verður til á að vera tær eða örlítið ópallýsandi, litlaus eða örlítið gulleit. Notið ekki ef lausnin er gruggug eða ef botnfall kemur fram.

5.Notið sprautu til þess að flytja 8 ml af blönduðu BLINCYTO í innrennslispokann að viðhafðri smitgát (2,8 ml úr hvoru af fyrstu hettuglösunum tveimur og 2,4 ml sem eftir eru úr þriðja hettuglasinu). Blandið innihaldi pokans varlega til þess að forðast myndun froðu. Fargið öllu því sem eftir er af blönduðu BLINCYTO lausninni.

6.Festið slöngu til notkunar í bláæð að viðhafðri smitgát við innrennslispokann með raðtengdu, sæfðu 0,2 míkrómetra síunni.

7.Fjarlægið loft úr innrennslispokanum og fyllið innrennslisslöngu til notkunar í bláæð aðeins með tilbúnu innrennslislyfi, lausn. Fyllið innrennslisslöngu ekki með natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn.

8.Geymið við 2°C – 8°C ef lyfið er ekki notað tafarlaust.

h)Undirbúningur BLINCYTO 28 míkróg/sólarhring sem gefið er með innrennsli í 96 klst. með hraða sem nemur 2,5 ml/klst.

1.Notið áfylltan innrennslispoka með 250 ml af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn sem inniheldur yfirleitt heildarrúmmálið 265 til 275 ml.

2.Til þess að húða innrennslispokann skal nota sprautu og flytja 5,5 ml af lausninni (stöðugleikaaukandi) að viðhafðri smitgát yfir í innrennslispokann. Blandið innihaldi pokans varlega til þess að forðast myndun froðu. Fargið hettuglasinu með lausninni (stöðugleikaaukandi) sem eftir er.

3.Notið fjögur hettuglös af BLINCYTO þykknisstofni. Notið sprautu til þess að blanda hvert hettuglas af BLINCYTO þykknisstofni með 3 ml af vatni fyrir stungulyf. Beinið vatni fyrir stungulyf að hlið hettuglassins við blöndun. Snúið innihaldinu varlega til þess að forðast umframmagn af froðu. Ekki hrista.

Ekki skal blanda BLINCYTO þykknisstofn með lausninni (stöðugleikaaukandi).

Þegar vatni fyrir stungulyf er bætt við þykknisstofn fæst heildarrúmmálið 3,08 ml sem veitir endanlegan styrk BLINCYTO sem nemur 12,5 míkróg/ml.

4.Skoðið blönduðu lausnina með tilliti til agna og mislitunar meðan á blöndun stendur og áður en innrennsli hefst. Lausnin sem verður til á að vera tær eða örlítið ópallýsandi, litlaus eða örlítið gulleit. Notið ekki ef lausnin er gruggug eða ef botnfall kemur fram.

5.Notið sprautu til þess að flytja 10,7 ml af blönduðu BLINCYTO í innrennslispokann að viðhafðri smitgát (2,8 ml úr hverju af fyrstu hettuglösunum þremur og 2,3 ml sem eftir eru úr fjórða hettuglasinu). Blandið innihaldi pokans varlega til þess að forðast myndun froðu. Fargið öllu því sem eftir er af blönduðu BLINCYTO lausninni.

6.Festið slöngu til notkunar í bláæð að viðhafðri smitgát við innrennslispokann með raðtengdu, sæfðu 0,2 míkrómetra síunni.

7.Fjarlægið loft úr innrennslispokanum og fyllið innrennslisslöngu til notkunar í bláæð aðeins með tilbúnu innrennslislyfi, lausn. Fyllið innrennslisslöngu ekki með natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn.

8.Geymið við 2°C – 8°C ef lyfið er ekki notað tafarlaust.

Upplýsingar varðandi lyfjagjöf, sjá kafla 4.2.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Amgen Europe B.V.

Minervum 7061

4817 ZK Breda

Holland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/15/1047/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 23. nóvember 2015

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf