Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Bosulif (bosutinib (as monohydrate)) – Fylgiseðill - L01XE14

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsBosulif
ATC-kóðiL01XE14
Efnibosutinib (as monohydrate)
FramleiðandiPfizer Ltd

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Bosulif 100 mg filmuhúðaðar töflur Bosulif 500 mg filmuhúðaðar töflur bosutinib

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Bosulif og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Bosulif

3.Hvernig nota á Bosulif

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Bosulif

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Bosulif og við hverju það er notað

Bosulif inniheldur virka efnið bosutinib. Lyfið er notað til meðferðar fullorðinna sjúklinga með tiltekna tegund hvítblæðis, sem nefnist langvinnt kyrningahvítblæði sem er jákvætt fyrir Fíladelfíu- litningi (Philadelphia chromosome positive (Ph-positive) Chronic Myeloid Leukaemia (CML)), þar sem önnur lyf hafa annaðhvort ekki skilað tilætluðum árangri eða henta ekki. Ph-jákvætt langvinnt kyrningahvítblæði er krabbamein í blóði sem veldur því að líkaminn framleiðir of mikið af tiltekinni tegund hvítra blóðkorna, sem nefnist kyrningar (granulocytes).

Ef þú vilt vita meira um hvernig Bosulif verkar eða hvers vegna þú færð þetta lyf skaltu leita til læknis þíns.

2. Áður en byrjað er að nota Bosulif

Ekki má nota Bosulif

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir bosutinibi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

-ef læknirinn hefur sagt þér að lifrin þín hafi skaddast og virki ekki sem skyldi.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingnum eða hjúkrunarfræðingnum áður en Bosulif er notað:

-ef þú ert með eða hefur haft lifrarkvilla. Láttu lækninn vita ef þú hefur sögu um lifrarkvilla, þ.m.t. lifrarbólgu (sýkingu eða bólgu í lifur) af einhverju tagi eða sögu um einhver eftirtalinna

einkenna lifrarkvilla: kláða, gul augu eða húð, dökkt þvag og verk eða óþægindi í efri hluta kviðarhols. Læknirinn ætti að gera blóðpróf til að kanna lifrarstarfsemi þína áður en meðferð með Bosulif er hafin og fyrstu þrjá mánuðina sem þú færð Bosulif og eftir því sem klínískt tilefni er til.

-ef þú ert með niðurgang og uppköst. Láttu lækninn vita ef þú færð einhver eftirtalinna einkenna: ef þú þarft að losa hægðir oftar á dag en venjulegt er, ef þú kastar oftar upp, ef blóð er í uppköstum, hægðum eða þvagi, eða ef hægðir eru svartar (tjörukenndar og svartar hægðir). Spyrðu lækninn hvort meðferðin við uppköstum geti leitt af sér aukna hættu á hjartsláttartruflunum hjá þér. Sérstaklega skaltu leita ráða hjá lækninum ef þú hyggur á að nota lyf sem inniheldur domperidon sem meðferð við ógleði og/eða uppköstum. Meðferð við ógleði og uppköstum með slíkum lyfjum samhliða Bosulif getur leitt af sér aukna hættu á hættulegum hjartsláttartruflunum.

-ef þú ert með blæðingakvilla. Láttu lækninn vita ef þú færð einhver eftirtalinna einkenna, svo sem óeðlilegar blæðingar eða mar án áverka.

-ef þú ert með sýkingu. Láttu lækninn vita ef þú færð einhver eftirtalinna einkenna svo sem hita, vandamál tengd þvagi, svo sem sviða við þvaglát, nýtilkominn hósta eða nýtilkomna hálsbólgu.

-ef vökvi safnast á líkama þinn. Láttu lækninn vita ef þú færð einhver eftirtalinna einkenna vökvasöfnunar meðan á meðferð með Bosulif stendur, svo sem þrota á ökklum, fótum eða fótleggjum, öndunarerfiðleika, brjóstverk eða hósta (þetta geta verið merki vökvasöfnunar í lungum eða brjóstholi).

-ef þú ert með hjartakvilla. Láttu lækninn vita ef þú ert með hjartakvilla, svo sem hjartsláttartruflanir eða óeðlileg rafboð sem kallast „lenging QT-bils“. Þetta er alltaf mikilvægt, en sérstaklega ef þú ert með tíðan eða langvarandi niðurgang eins og lýst er hér að ofan. Ef líður yfir þig (þú missir meðvitund) eða þú færð óreglulegan hjartslátt meðan þú tekur Bosulif, skaltu láta lækninn vita tafarlaust, þar sem það getur verið merki um alvarlegan hjartakvilla.

-ef þér hefur verið sagt að þú sért með nýrnakvilla. Láttu lækninn vita ef þú losar þvag oft og myndar mikið af ljósleitu þvagi, eða ef þú losar þvag sjaldan og myndar lítið af dökkleitu þvagi. Láttu lækninn einnig vita ef þú léttist eða hefur fundið fyrir þrota á fótum, ökklum, höndum eða andliti.

-ef þú hefur nokkurn tíma fengið eða gætir núna verið með lifrarbólgu B sýkingu. Þetta er vegna þess að Bosulif gæti endurvirkjað lifrarbólgu B sýkingu, sem getur í sumum tilvikum orðið banvæn. Áður en meðferð er hafin mun læknirinn skoða sjúklinga vandlega með tilliti til einkenna sýkingarinnar.

-ef þú ert með eða hefur sjúkdóm í brisi. Láttu lækninn vita ef þú færð verk eða óþægindi í kvið.

-ef þú ert með einhver þessara einkenna: alvarleg húðútbrot. Láttu lækninn vita ef þú færð einhver af eftirfarandi einkennum um sársaukafull rauð eða purpurarauðleit útbrot sem dreifast og mynda blöðrur og/eða sár koma fram í slímhúð (t.d. í munni eða á vörum).

-ef þú verður var við einhver þessara einkenna: verkur í síðu, blóð í þvagi eða minna magn þvags. Þegar sjúkdómurinn er mjög alvarlegur getur verið að líkaminn nái ekki að losa öll úrgangsefnin vegna deyjandi krabbameinsfrumna. Þetta kallast æxlislýsuheilkenni og getur valdið nýrnabilun og vandamálum tengdum hjarta innan 48 tíma frá því að fyrsti Bosulif skammturinn er gefinn. Lækninum er kunnugt um þetta og hann tryggir að þú fáir nægilegan vökva og gefur þér önnur lyf til að hjálpa til við að koma í veg fyrir það.

Börn og unglingar

Bosulif er ekki ráðlagt til notkunar hjá einstaklingum undir 18 ára aldri. Notkun lyfsins hjá börnum og unglingum hefur ekki verið rannsökuð.

Notkun annarra lyfja samhliða Bosulif

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, þ.m.t. lyf sem fengin eru án lyfseðils, vítamín og náttúrulyf. Sum lyf geta haft áhrif á magn Bosulif í líkamanum. Þú skalt láta lækninn vita ef þú tekur lyf sem innihalda virk efni eins og þau sem talin eru upp hér að neðan:

Eftirtalin virk efni geta aukið hættu á aukaverkunum af Bosulif:

-ketókónazól, itrakónazól, vorikónazól, posakónazól og flúkónazól, notuð við sveppasýkingum.

-klaritrómycín, telitrómycín, erytrómycín og ciprofloxacín, notuð við bakteríusýkingum.

-nefazodón, notað við þunglyndi.

-mibefradíl, diltíazem og verapamíl, notuð til lækkunar blóðþrýstings hjá einstaklingum með háþrýsting.

-ritonavír, lopinavír/ritonavír, indinavír, nelfinavír, sakvínavír, atazanavír, amprenavír, fosamprenavír og darunavír, notuð við sýkingum af völdum alnæmisveiru (HIV)/AIDS.

-boceprevír og telaprevír, notuð við lifrarbólgu C.

-aprepitant, notað til að koma í veg fyrir og tempra ógleði og uppköst.

-imatiníb, notað við tiltekinni tegund hvítblæðis.

-crizotinib, notað við tegund lungnakrabbameins sem kallast ekki-smáfrumukrabbamein (non- small cell lung cancer).

Eftirtalin virk efni geta dregið úr verkun Bosulif:

-rifampicín, notað við berklum.

-fenýtóín og karbamazepín, notuð við flogaveiki.

-bosentan, notað til lækkunar blóðþrýstings hjá einstaklingum með háþrýsting.

-nafcillín, sýklalyf sem notað er við bakteríusýkingum.

-jóhannesarjurt (St. John’s Wort, náttúrulyf sem fæst án lyfseðils), notað við þunglyndi.

-efavírenz og etravirín, notuð við HIV sýkingum/AIDS.

-modafiníl, notað við tilteknum svefnröskunum.

Forðast á að nota þessi lyf meðan á meðferð með Bosulif stendur. Láttu lækni þinn vita ef þú tekur einhver þeirra. Læknirinn gæti breytt skammti þeirra, breytt skammti af Bosulif eða látið þig fá önnur lyf.

Eftirtalin virk efni geta haft áhrif á hjartslátt:

-amíodarón, dísópýramíð, prókaínamíð, kínidín og sotalól, notuð við hjartakvillum.

-klórókín, halófantrín, notuð við malaríu.

-klaritrómycín og moxifloxacín, sýklalyf sem notuð eru við bakteríusýkingum.

-halóperidól, notað við geðrofskvillum, svo sem geðklofa.

-domperidon, notað við ógleði og uppköstum og til að örva myndun brjóstamjólkur.

-metadon, notað við verkjum.

Gæta skal varúðar ef þessi lyf eru tekin meðan á meðferð með Bosulif stendur. Láttu lækni þinn vita ef þú tekur einhver þeirra.

Hugsanlegt er að fleiri lyf en þau sem talin eru upp hér geti haft áhrif á Bosulif.

Notkun Bosulif með mat eða drykk

Ekki má taka Bosulif með greipaldini eða greipaldinsafa, þar sem það getur aukið hættu á aukaverkunum.

Meðganga og brjóstagjöf

Konur sem hugsanlegt er að geti orðið þungaðar þurfa að ræða um getnaðarvarnir við lækninn. Uppköst eða niðurgangur geta dregið úr virkni getnaðarvarnalyfja til inntöku.

Bosulif getur skaðað fóstur, svo ekki á að nota lyfið á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur sem eru þungaðar eða gætu orðið þungaðar þurfa að leita ráða hjá lækninum áður en þær taka Bosulif.

Láttu lækninn vita ef þú ert með barn á brjósti. Ekki má hafa barn á brjósti meðan á meðferð með Bosulif stendur, þar sem það getur valdið barninu skaða.

Akstur og notkun véla

Ef þú finnur fyrir sundli, þokusýn eða óvenjulegri þreytu skaltu ekki aka eða stjórna vélum fyrr en þessar aukaverkanir hafa gengið til baka.

3.Hvernig nota á Bosulif

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Eingöngu læknar með reynslu af meðhöndlun hvítblæðis með lyfjum munu ávísa Bosulif handa þér.

Skammtar og lyfjagjöf

Ráðlagður skammtur er 500 mg einu sinni á sólarhring. Ef þú ert með miðlungi alvarlegan eða alvarlegan nýrnakvilla, minnkar læknirinn skammtinn í 400 mg einu sinni á dag fyrir miðlungi alvarlegan nýrnakvilla og í 300 mg einu sinni á dag fyrir alvarlegan nýrnakvilla. Læknirinn gæti breytt skammtinum og notað 100 mg töflur, eftir ástandi þínu, hvernig þú bregst við meðferðinni og/eða hvaða aukaverkanir þú gætir fundið fyrir. Taka á töfluna/töflurnar að morgni með fæðu. Gleypa á töfluna/töflurnar heilar með vatni.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of margar Bosulif töflur eða stærri skammtur en þú þarft á að halda er tekinn fyrir slysni á að leita læknis tafarlaust. Sýna á lækninum lyfjapakkninguna eða þennan fylgiseðil ef kostur er. Þú gætir þurft á læknisaðstoð að halda.

Ef gleymist að taka Bosulif

Taktu næsta skammt á venjulegum tíma næsta dag.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Bosulif

Ekki á að hætta að taka Bosulif nema læknirinn segi þér að gera það. Ef þú getur ekki tekið lyfið eins og læknirinn hefur mælt fyrir um eða finnst þú ekki þurfa á því að halda lengur, skaltu hafa samband við lækninn tafarlaust.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Þú verður að hafa samband við lækni þinn tafarlaust ef þú finnur fyrir einhverjum þessara alvarlegu aukaverkana (sjá einnig kafla 2 „Áður en byrjað er að nota Bosulif“):

Blóðkvillar.

Láttu lækninn vita tafarlaust ef þú ert með einhver þessara einkenna: blæðingar, hita eða tilhneigingu til að fá mar auðveldlega (þú gætir verið með kvilla í blóði eða eitlum).

Lifrarkvillar.

Láttu lækninn vita tafarlaust ef þú ert með einhver þessara einkenna: kláða, gul augu eða húð, dökkt þvag eða verk eða óþægindi hægra megin í efri hluta kviðarhols eða hita.

Maga-/þarmakvillar. Láttu lækninn vita ef þú færð magaverk, brjóstsviða, niðurgang, hægðatregðu, ógleði eða uppköst.

Hjartakvillar.

Láttu lækninn vita ef þú ert með hjartakvilla, svo sem óeðlileg rafboð sem nefnast „lenging QT-bils“, eða ef líður yfir þig (missir meðvitund) eða færð óreglulegan hjartslátt meðan þú tekur Bosulif.

Endurkoma (endurvirkjun) lifrarbólgu B sýkingar ef þú hefur áður verið með lifrarbólgu B (sýking í lifur).

Alvarleg viðbrögð í húð. Láttu lækninn vita tafarlaust ef þú ert með einhver þessara einkenna: sársaukafull rauð eða purpurarauðlit útbrot sem dreifast og blöðrur og/eða önnur sár sem koma fram í slímhúð (t.d. í munni eða á vörum).

Meðal aukaverkana af Bosulif geta verið:

Mjög algengar aukaverkanir (geta komið fram hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum):

-Fækkun blóðflagna, rauðra blóðkorna og/eða daufkyrninga (tegund hvítra blóðkorna).

-Fækkun hvítra blóðkorna (hvítkornafæð).

-Niðurgangur, uppköst, magaverkur, ógleði.

-Hiti, þroti á höndum, fótum eða andliti, þreyta, þróttleysi.

-Sýking í öndunarfærum.

-Breytingar á blóðprófum sem sýna hvort Bosulif hefur áhrif á lifrina.

-Minnkuð matarlyst.

-Liðverkir.

-Höfuðverkur.

-Útbrot á húð, ýmist með kláða eða almenn útbrot.

-Hósti.

Algengar aukaverkanir (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

-Hiti sem tengist fækkun hvítra blóðkorna (daufkyrningafæð með hita).

-Fækkun hvítra blóðkorna (hvítfrumnafæð).

-Erting í maga (magabólga).

-Brjóstverkur, verkur.

-Lifrarskemmd af völdum eitrunar, óeðlileg lifrarstarfsemi, þ.m.t. lifrarkvilli.

-Ofnæmisviðbrögð.

-Sýking í lungum (lungnabólga), inflúensa, berkjubólga, nefkoksbólga.

-Breytingar á blóðprófum sem sýna hvort Bosulif hefur áhrif á nýru og/eða brisið.

-Hjartsláttarbreytingar sem auka líkur á yfirliði, sundli og hjartsláttarónotum.

-Hækkaður blóðþrýstingur.

-Mikið magn kalíums í blóði, lítið magn fosfats í blóði, mikið vökvatap (ofþornun).

-Bakverkur, vöðvaverkir.

-Óstöðugleikatilfinning (sundl), breytingar á bragðskyni.

-Nýrnabilun.

-Vökvi umhverfis lungun (fleiðruvökvi).

-Mæði.

-Kláði, ofsakláði, þrymlabólur.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

-Bráð brisbólga.

-Lifrarskemmd.

-Lífshættuleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmislost).

-Bráð nýrnabilun, skert nýrnastarfsemi.

-Óeðlileg vökvasöfnun í lungum (bráður lungnabjúgur).

-Öndunarbilun.

-Óeðlilega hár blóðþrýstingur í slagæðum til lungna (lungnaháþrýstingur).

-Alvarlegur húðkvilli (regnbogaroðasótt) vegna ofnæmisviðbragða, flagnandi (hreistrug) útbrot, mikil útbrot (skin eruption).

-Veruleg fækkun kyrninga (granulocytes, tegund hvítra blóðkorna).

-Eyrnasuð.

-Blæðing frá maga eða þörmum.

-Bólga í himnu sem umlykur hjartað (gollurshúsbólga).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Bosulif

-Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

-Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á þynnunni og öskjunni á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

-Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

-Ekki skal nota lyfið ef pakkningin er skemmd eða ber þess merki að átt hafi verið við hana.

-Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Bosulif inniheldur

-Virka innihaldsefnið er bosutinib. Bosulif filmuhúðaðar töflur eru fáanlegar í mismunandi styrkleikum.

Bosulif 100 mg: Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 100 mg af bosutinibi (sem einhýdrat). Bosulif 500 mg: Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af bosutinibi (sem einhýdrat).

-Önnur innihaldsefni eru: örkristallaður sellulósi (E460), natríum kroskarmellósi (E468), poloxamer 188, povidon (E1201) og magnesíum stearat (E470b). Töfluhúðin inniheldur pólývinýl alkóhól, títantvíoxíð (E171), makrógol 3350, talkúm (E553b) og gult járnoxíð (E172, í Bosulif 100 mg) eða rautt járnoxíð (E172, í Bosulif 500 mg).

Lýsing á útliti Bosulif og pakkningastærðir

Bosulif 100 mg eru gular, sporöskjulaga, tvíkúptar, filmuhúðaðar töflur, með ígreyptu „Pfizer“ öðru megin og „100“ hinum megin.

Bosulif 100 mg fæst í þynnupakkningum sem innihalda 14 eða 15 töflur. Hver askja inniheldur 28 eða 30 töflur (2 þynnur) eða 112 töflur (8 þynnur).

Bosulif 500 mg eru rauðar, sporöskjulaga, tvíkúptar, filmuhúðaðar töflur, með ígreyptu „Pfizer“ öðru megin og „500“ hinum megin.

Bosulif 500 mg fæst í þynnupakkningum sem innihalda 14 eða 15 töflur. Hver askja inniheldur 28 eða 30 töflur (2 þynnur).

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Pfizer Limited

Ramsgate Road

Sandwich, Kent CT13 9NJ

Bretland

Framleiðandi

Pfizer Manufacturing Deutschland GmbH Betriebsstatte Freiburg

Mooswaldallee 1 Freiburg Þýskaland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

Belgique / België /Belgien

Pfizer S.A. / N.V.

Tél/Tel: +32 (0)2 554 62 11

България

Пфайзер Люксембург САРЛ, Клон България Тел.: +359 2 970 4333

Česká republika

Pfizer PFE, spol. s r.o. Tel.: +420 283 004 111

Danmark

Pfizer ApS

Tlf: +45 44 20 11 00

Deutschland

Pfizer Pharma GmbH

Tel: +49 (0)30 550055 51000

Eesti

Pfizer Luxembourg SARL Eesti filiaal Tel.: +372 666 7500

Ελλάδα

Pfizer Ελλάς A.E. Τ λ: +30 210 6785 800

España

Pfizer, S.L.

Tél: +34 91 490 99 00

Lietuva

Pfizer Luxembourg SARL filialas Lietuvoje Tel. + 370 52 51 4000

Luxembourg/Luxemburg

Pfizer S.A.

Tél/Tel: +32 (0)2 554 62 11

Magyarország

Pfizer Kft.

Tel.: +36-1-488-37-00

Malta

V.J. Salomone Pharma Ltd.

Tel. +356 21220174

Nederland

Pfizer BV

Tel: +31 (0)10 406 43 01

Norge

Pfizer Norge AS

Tlf: +47 67 52 61 00

Österreich

Polska

Pfizer Polska Sp.z.o.o

Tel.:+48 22 335 61 00

France

Portugal

Pfizer

Pfizer Biofarmacêutica, Sociedade Unipessoal Lda

Tél: +33 (0)1 58 07 34 40

Tel: +351 21 423 5500

Hrvatska

România

Pfizer Croatia d.o.o.

Pfizer Romania S.R.L.

Tel: + 385 1 3908 777

Tel: +40 (0) 21 207 28 00

Ireland

Slovenija

Pfizer Healthcare Ireland

Pfizer Luxembourg SARL

Tel: 1800 633 363 (toll free)

Pfizer, podružnica za svetovanje s področja

+44 (0)1304 616161

farmacevtske dejavnosti, Ljubljana

 

Tel.: + 386 (0)1 52 11 400

Ísland

Slovenská republika

Icepharma hf.

Pfizer Luxembourg SARL, organizačná zložka

Sími: +354 540 8000

Tel.: + 421 2 3355 5500

Italia

Suomi/Finland

Pfizer S.r.l.

Pfizer Oy

Tel: +39 06 33 18 21

Puh./Tel: +358 (0)9 43 00 40

Kύπρος

Sverige

Pfizer Ελλάς Α.Ε. (Cyprus Branch)

Pfizer Innovations AB

Tηλ+357 22 817690

Tel: +46 (0)8 550 520 00

Latvija

United Kingdom

Pfizer Luxembourg SARL filiāle Latvijā

Pfizer Limited

Tel.: + 371 670 35 775

Tel: +44 (0) 1304 616161

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

 

Þetta lyf hefur fengið markaðsleyfi með svokölluðu „skilyrtu samþykki“. Það þýðir að beðið er frekari gagna um lyfið.

Lyfjastofnun Evrópu metur nýjar upplýsingar um lyfið að minnsta kosti árlega og fylgiseðillinn verður uppfærður eftir því sem þörf krefur.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu og á vef Lyfjastofnunar http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf