Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Cancidas (Caspofungin MSD) (caspofungin) – Samantekt á eiginleikum lyfs - J02AX04

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsCancidas (Caspofungin MSD)
ATC-kóðiJ02AX04
Efnicaspofungin
FramleiðandiMerck Sharp

Efnisyfirlit

1.HEITI LYFS

CANCIDAS 50 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn.

CANCIDAS 70 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

CANCIDAS 50 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Hvert hettuglas inniheldur 50 mg caspófúngín (sem asetat).

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hvert 50 mg hettuglas inniheldur 35,7 mg af súkrósa.

CANCIDAS 70 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Hvert hettuglas inniheldur 70 mg caspófúngín (sem asetat).

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hvert 70 mg hettuglas inniheldur 50,0 mg af súkrósa.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn.

Fyrir blöndun er duftið hvítt til beinhvítt, þétt duft.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Meðferð við ífarandi Candida sveppasýkingu (invasive candidiasis) hjá fullorðnum sjúklingum eða hjá börnum.

Meðferð við ífarandi Aspergillus sveppasýkingu (invasive aspergillosis) hjá fullorðnum sjúklingum eða hjá börnum sem hafa ekki svarað meðferð eða þola ekki amfóterisín B, lípíðlausnir með amfóterisíni B og/eða ítrakónazól. Þegar sýkingin versnar eða stendur í stað eftir minnst 7 daga meðferð með virkum skammti af sveppalyfi, telst um meðferðarþol að ræða.

Raunvís meðferð (empirical therapy) á áætluðum sveppasýkingum (svo sem Candida eða Aspergillus) hjá fullorðnum sjúklingum eða hjá börnum með hita og daufkyrningafæð (neutropaenic).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Caspófúngín meðferð skal hafin af lækni sem hefur reynslu í meðferð á ífarandi sveppasýkingum.

Skammtar

Fullorðnir sjúklingar

Á fyrsta degi meðferðar skal gefa einn 70 mg hleðsluskammt, en eftir það skal gefa 50 mg daglega. Ráðlagt er að gefa sjúklingum sem vega meira en 80 kg, caspófúngín 70 mg daglega eftir 70 mg hleðsluskammtinn (sjá kafla 5.2). Aðlögun skammta er ekki nauðsynleg m.t.t. kyns eða kynþáttar (sjá kafla 5.2)

Börn (12 mánaða til 17 ára)

Hjá börnum (12 mánaða til 17 ára) skulu skammtar ákvarðaðir út frá líkams yfirborðsflatarmáli (sjá leiðbeiningar fyrir notkun hjá börnum, Mosteller1 Formula). Fyrir allar ábendingar skal gefa stakan 70 mg/m2 hleðsluskammt (ekki fara yfir 70 mg skammt) á fyrsta degi, eftir það skal gefa 50 mg/m2 daglega (ekki fara yfir daglegan 70 mg skammt). Ef 50 mg/m2 daglegi skammturinn þolist vel, en gefur ekki nægilega klíníska svörun, má auka skammtinn í 70 mg/m2 daglega (ekki fara yfir 70 mg skammt).

Öryggi og verkun caspófúngíns hefur ekki verið nægilega rannsökuð í klínískum rannsóknum þar sem nýburar og ungabörn yngri en 12 mánaða hafa verið þátttakendur. Gæta skal varúðar þegar þessi aldurshópur er meðhöndlaður. Takmarkaðar upplýsingar benda til að íhuga megi caspófúngín

25 mg/m2 gjöf daglega hjá nýburum og ungabörnum (yngri en 3ja mánaða) og 50 mg/m2 gjöf daglega hjá ungum börnum (3-11 mánaða) (sjá kafla 5.2).

Lengd meðferðar

Lengd raunvísrar meðferðar ætti að byggja á klínískri svörun sjúklingsins. Halda ætti áfram meðferð í allt að 72 klst. eftir að daufkyrningafæð fer að hjaðna (ANC ≥ 500). Greinist sjúklingar með sveppasýkingu ætti að meðhöndla þá í minnst 14 daga og halda skal meðferðinni áfram í minnst

7 daga eftir hjöðnun á daufkyrningafæð og klínískum einkennum.

Lengd meðferðar við ífarandi Candida sveppasýkingu er einstaklingsbundin og skal miðuð við klíníska- og örverufræðilega svörun sjúklingsins. Þegar dregur úr sjúkdómseinkennum ífarandi Candida sveppasýkingar og ræktun er orðin neikvæð, skal íhuga meðferð með sveppalyfjum til inntöku. Almennt skal halda meðferð áfram í a.m.k. 14 daga eftir síðustu jákvæðu ræktun.

Lengd meðferðar við ífarandi Aspergillus sveppasýkingu er einstaklingsbundin og skal miðuð við alvarleika undirliggjandi sjúkdóms, ónæmisbælingu og klíníska svörun sjúklingsins. Almennt á að halda meðferð áfram í minnst 7 daga eftir að einkenni hverfa.

Upplýsingar eru takmarkaðar um öryggi meðferðar sem varir lengur en 4 vikur. Upplýsingar sem liggja fyrir gefa hinsvegar til kynna að caspófúngín þolist áfram vel í lengri meðferðum (allt að 162 sólarhringar hjá fullorðnum sjúklingum og allt að 87 sólarhringar hjá börnum).

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir sjúklingar

Hjá öldruðum sjúklingum (65 ára og eldri) eykst AUC um u.þ.b. 30%. Samt sem áður er ekki þörf á aðlögun skammta. Reynsla af meðferð er takmörkuð hjá 65 ára sjúklingum og eldri (sjá kafla 5.2).

Skert nýrnastarfsemi

Aðlögun skammta er ekki nauðsynleg m.t.t. skertrar nýrnastarfsemi (sjá kafla 5.2).

Skert lifrarstarfsemi

Engin skammtaaðlögun er nauðsynleg hjá fullorðnum með vægt skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh gildi 5 til 6). Hjá fullorðnum sjúklingum með miðlungsmikið skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh gildi 7 til 9) er ráðlagður dagsskammtur caspófúngíns 35 mg byggt á upplýsingum um lyfjahvörf. Hefja á meðferð með 70 mg hleðsluskammti á fyrsta degi. Klínísk reynsla hjá fullorðnum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh gildi hærra en 9) er ekki fyrir hendi né hjá börnum með hvers konar skerðingu á lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.4).

Samhliða gjöf lyfja sem virkja metabólísk ensím

Takmarkaðar niðurstöður benda til að íhuga ætti að auka caspófúngín skammtinn í 70 mg skammt á dag, eftir gjöf 70 mg hleðsluskammts hjá fullorðnum þegar caspófúngín er gefið samhliða ákveðnum efnum sem virkja metabólísk ensím (sjá kafla 4.5). Þegar caspófúngín er gefið börnum (12 mánaða til

1 Mosteller RD: Simplified Calculation of Body Surface Area. N Engl J Med 1987 Oct 22;317(17):1098 (letter)

17 ára) samhliða samskonar lyfjum sem virkja metabólísk ensím (sjá kafla 4.5) skal íhuga daglegan 70 mg/ m2 skammt af caspófúngíni (ekki fara yfir 70 mg skammt).

Lyfjagjöf

Eftir upplausn og þynningu, skal gefa lausnina með hægu innrennsli í æð á u.þ.b. einni klukkustund. Leiðbeiningar um upplausn og meðhöndlun er að finna í kafla 6.6.

Bæði 70 mg og 50 mg hettuglös eru fáanleg.

Caspófúngín á að gefa sem innrennsli einu sinni á sólarhring.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Greint hefur verið frá bráðaofnæmi meðan á gjöf caspófúngíns stóð. Ef slíkt kemur fram á að hætta gjöf caspófúngíns og hefja viðeigandi meðferð. Greint hefur verið frá aukaverkunum, hugsanlega vegna áhrifa histamíns, þ.m.t. útbrotum, þrota í andliti, ofnæmisbjúg, kláða, hitatilfinningu og berkjukrampa, og gæti þurft að hætta gjöf caspófúngíns og/eða hefja viðeigandi meðferð.

Takmarkaðar rannsóknarniðurstöður (Limited data) benda til þess að caspófúngín vinni ekki á minna algengum gersveppum sem ekki eru Candida og myglusveppum sem ekki eru Aspergillus. Verkun caspófúngíns gegn þessum sjúkdómsvaldandi sveppasýkingum hefur enn ekki verið rannsökuð að fullu.

Notkun caspófúngíns samhliða cíklósporínum hefur verið metin hjá heilbrigðum fullorðnum sjálfboðaliðum og hjá fullorðnum sjúklingum. Heilbrigðir fullorðnir sjálfboðaliðar sem fengu tvo skammta cíklósporína af stærðinni 3 mg/kg, samhliða caspófúngíni, fengu sumir tímabundna hækkun á alanín-amínótransferasa (ALAT) og aspartat-amínótransferasa (ASAT). Hækkunin nam þreföldum eðlilegum efri mörkum eða minna og gekk til baka þegar meðferðinni var hætt. Engar alvarlegar aukaverkanir komu fram á lifur í afturvirkri rannsókn á 40 sjúklingum sem meðhöndlaðir voru í 1 til 290 daga (miðgildi 17,5 dagar) með caspófúngíni og cíklósporínum þegar lyfið var komið á markað. Þessar niðurstöður benda til að caspófúngín sé hægt að nota hjá sjúklingum sem fá cíklósporín þegar hugsanlegur ávinningur yfirstígur hugsanlega áhættu. Íhuga ætti að fylgjast nákvæmlega með lifrarensímum ef caspófúngín og cíklósporín eru notuð samhliða.

AUC hjá fullorðnum sjúklingum með væga og miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi eykst um 20% þegar um væga skerðingu er að ræða og 75% þegar um miðlungsmikla skerðingu er að ræða. Mælt er með minnkun á dagsskammtinum hjá fullorðnum í 35 mg þegar um miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi er að ræða. Engin klínísk reynsla er fyrir hendi hjá fullorðnum hvað varðar verulega skerðingu á lifrarstarfsemi eða hjá börnum með hvers konar skerðingu á lifrarstarfsemi. Búast má við meiri áhrifum lyfsins en þegar um miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi er að ræða og nota skal caspófúngín með varúð hjá þessum sjúklingum (sjá kafla 4.2 og 5.2).

Óeðlilegar niðurstöður úr rannsóknum á lifrarstarfsemi hafa sést hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum og fullorðnum og börnum sem fá meðferð með caspófúngíni. Greint hefur verið frá klínískt mikilvægum tilvikum lifrarvanstarfsemi, lifrarbólgu og lifrarbilunar hjá sumum fullorðnum sjúklingum og börnum með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma sem fá samhliðameðferð með fleiri lyfjum ásamt caspófúngíni, ekki hefur verið sýnt fram á orsakatengsl við caspófúngín. Fylgjast skal náið með vísbendingum um versnun lifrarstarfsemi hjá sjúklingum sem fá óeðlileg gildi úr prófunum á lifrarstarfsemi á meðan þeir fá caspófúngín meðferð og endurmeta skal áhættuna/ávinninginn af því að halda caspófúngín meðferð áfram.

Lyfið inniheldur súkrósa. Sjúklingar með frúktósaóþol eða súkrasa-ísómaltasa vanfrásog, sem eru sjaldgæfir arfgengir kvillar, ættu ekki að nota þetta lyf (sjá kafla 2).

Greint hefur verið frá tilfellum Stevens-Johnson heikennis og eitrunardreploss húðþekju við notkun caspófúngíns eftir markaðsetningu. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með sögu um ofnæmisviðbrögð í húð (sjá kafla 4.8).

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

In vitro rannsóknir sýna að caspófúngín hindrar engin ensím í cýtókróm P450 ferlinu. Í klínískum rannsóknum jók caspófúngín ekki CYP3A4 efnaskipti annarra efna. Caspófúngín er ekki hvarfefni fyrir P-glýkóprótein og lélegt hvarfefni fyrir cýtókróm P450 ensím. Milliverkanir hafa samt sem áður komið fram milli caspófúngíns og annarra lyfja í lyfjafræðilegum og klínískum rannsóknum (sjá neðar).

Í tveimur klínískum rannsóknum á heilbrigðum fullorðnum einstaklingum, olli cíklósporín A (einn 4 mg/kg skammtur eða tveir 3 mg/kg skammtar gefnir með 12 klukkustunda millibili) u.þ.b. 35% aukningu á AUC caspófúngíns. Þessi aukning á AUC er líklega tilkomin vegna minnkaðrar upptöku caspófúngíns í lifur. Caspófúngín jók ekki blóðþéttni cíklósporína. Tímabundin hækkun á

lifrarensímunum ALAT og ASAT átti sér stað, hækkunin nam þreföldum eðlilegum efri mörkum eða minna (ULN) þegar caspófúngín og cíklósporín voru gefin samhliða, þetta gekk til baka þegar notkun lyfjanna var hætt. Engar alvarlegar aukaverkanir komu fram á lifur í afturvirkri rannsókn á 40 sjúklingum sem meðhöndlaðir voru í 1 til 290 daga (miðgildi 17,5 dagar) með caspófúngíni og cíklósporínum þegar lyfið var komið á markað (sjá kafla 4.4). Íhuga ætti að fylgjast náið með lifrarensímum ef lyfin eru notuð saman.

Caspófúngín leiddi til 26% lækkunar í lágstyrk (trough concentration) takrólímus hjá heilbrigðum fullorðnum sjálfboðaliðum. Hjá sjúklingum sem eru í báðum meðferðunum er nauðsynlegt að fylgjast með blóðþéttni takrólímus og aðlaga takrólímus skammta.

Klínískar rannsóknir á fullorðnum heilbrigðum sjálfboðaliðum sýna að lyfjahvörf caspófúngíns breytast ekki á klínískt marktækan hátt með ítrakónazóli, amfóterisíni B, mýkófenólatmófetíli, nelfinavíri eða takrólímus. Caspófúngín hafði ekki áhrif á lyfjahvörf amfóterisíns B, ítrakónazóls, rifampisíns eða mýkófenólatmófetíls. Þrátt fyrir að takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um öryggi notkunar lyfsins virðist ekki þurfa neinar sérstakar varúðarráðstafanir þegar amfóterisín B, ítrakónazól, nelfinavír eða mýkófenólatmófetíl eru gefin samhliða caspófúngíni.

Rifampisín olli 60% aukningu í AUC og 170% aukningu á lágstyrk (through concentration) caspófúngíns á fyrsta degi samhliða gjafar þegar gjöf beggja lyfjanna var hafin samtímis hjá fullorðnum heilbrigðum sjálfboðaliðum. Lágstyrkur caspófúngíns (trough levels) stigminnkaði við endurtekna lyfjagjöf. Eftir 2 vikna gjöf hafði rifampisín takmörkuð áhrif á AUC en lágstyrkurinn (trough level) var 30% lægri en hjá fullorðnum einstaklingum sem fengu caspófúngín eitt sér. Eðli milliverkunarinnar gæti verið vegna hindrunar á flutningspróteinum til að byrja með og síðan örvunar þar á eftir. Svipaðra áhrifa má vænta fyrir önnur lyf sem virkja metabólísk ensím. Takmarkaðar upplýsingar úr lyfjahvarfafræðilegum þýðisgreiningum benda til þess að samhliða notkun caspófúngíns og eftirfarandi virkja (inducers): Efavírenz, nevírapín, rifampisín, dexametasón, fenýtóín eða carbamazepín gæti leitt til minnkunar í AUC caspófúngíns. Íhuga ætti gjöf 70 mg skammts af caspófúngíni á dag, eftir gjöf 70 mg hleðsluskammts, þegar um samhliða gjöf metabólískra ensímörva er að ræða hjá fullorðnum sjúklingum (sjá kafla 4.2).

Allar rannsóknir á milliverkunum lyfja hjá fullorðnum einstaklingum sem lýst er hér að framan voru framkvæmdar með 50 mg eða 70 mg caspófúngín dagsskömmtum. Milliverkanir á stærri skömmtum caspófúngíns við önnur lyf hafa ekki verið rannsakaðar formlega.

Niðurstöður frá rannsókn á lyfjahvörfum með aðhvarfsgreiningu, benda til þess að samhliða gjöf dexametasón ásamt caspófúngíni leiði til klínískt marktækrar lækkunar á lágmarks styrk caspófúngíns. Þessar niðurstöður geta gefið til kynna að samskonar áhrifa gætir af virkjum hjá börnum og fullorðnum. Þegar caspófúngín er gefið börnum (12 mánaða til 17 ára) samhliða virkjum, svo sem

rifampisín, efavírenz, nevírapín, fenýtóín, dexametasón, eða carbamazepín, skal íhuga daglegan 70 mg/m2 skammt af caspófúngíni (ekki fara yfir 70 mg skammt).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun caspófúngíns hjá þunguðum konum. Ekki skal nota caspófúngín á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Dýrarannsóknir hafa sýnt eituráhrif á þroskun (sjá kafla 5.3). Dýrarannsóknir hafa sýnt fram á að caspófúngín fer yfir fylgju.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort caspófúngín skilst út í brjóstamjólk kvenna. Fyrirliggjandi upplýsingar um lyfhrif/eiturverkanir hjá dýrum hafa sýnt fram á að caspófúngín skilst út í mjólk. Konur sem eru í caspófúngín meðferð eiga ekki að hafa barn á brjósti.

Frjósemi

Engin áhrif á frjósemi komu fram í rannsóknum á caspófúngíni hjá karl- og kvenkynsrottum (sjá kafla 5.3). Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um caspófúngín til að meta áhrif þess á frjósemi.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Greint hefur verið frá ofnæmisviðbrögðum (bráðaofnæmi og aukaverkunum, sem voru hugsanlega vegna áhrifa histamíns) (sjá kafla 4.4).

Einnig hefur verið greint frá lungnabjúg, andnauðarheilkenni hjá fullorðnum (adult respiratory distress syndrome, ARDS) og lungnaíferð á lungnamynd hjá sjúklingum með ífarandi Aspergillus sveppasýkingu.

Fullorðnir sjúklingar

Í klínískum rannsóknum fengu 1.865 fullorðnir einstaklingar einn eða fleiri skammta af caspófúngíni: 564 sjúklingar með hita og daufkyrningafæð (rannsókn á raunvísri meðferð), 382 sjúklingar með ífarandi Candida sveppasýkingu, 228 sjúklingar með ífarandi Aspergillus sveppasýkingu,

297 sjúklingar með staðbundna Candida sveppasýkingu og 394 einstaklingar skráðu sig í I. stigs rannsóknir. Sjúklingar í raunvísu meðferðarrannsóknunum höfðu fengið lyfjameðferð við illkynja sjúkdómi (malignancy) eða höfðu gengist undir stofnfrumuígræðslu (þ. á m. 39 ósamgenaígræðslu) til blóðmyndunar. Í rannsóknum þar sem sjúklingar voru með staðfest tilfelli Candida sýkinga, hafði meirihluti sjúklinganna, sem höfðu ífarandi Candida sveppasýkingu alvarlegt undirliggjandi sjúkdómsástand (t.d. illkynja blóðsjúkdóm, höfðu nýlega gengist undir stóra skurðaðgerð, HIV) sem krafðist meðferðar með mörgum öðrum lyfjum. Sjúklingar í aspergillosis rannsókninni, sem ekki var samanburðarrannsókn, voru oft alvarlega veikir og með flókna undirliggjandi sjúkdóma (t.d. höfðu farið í beinmergsígræðslu eða stofnfrumuígræðslu, höfðu illkynja blóðsjúkdóm, höfðu illkynja æxli (solid tumours) eða höfðu farið í líffæraígræðslu) og þörfnuðust meðferðar með mörgum öðrum lyfjum.

Bláæðabólga var oft skráð sem fylgikvilli í innrennslisæð hjá öllum sjúklingahópunum. Önnur staðbundin viðbrögð voru roði, verkur/eymsli, kláði, útferð og sviðatilfinning.

Skráðar klínískar aukaverkanir voru yfirleitt vægar og frávik frá eðlilegum niðurstöðum blóðrannsókna voru yfirleitt óveruleg, hjá öllum fullorðnum sem fengu meðferð með caspófúngíni (alls 1.780) og urðu sjaldan til þess að meðferð væri hætt.

Tafla með aukaverkunum

Greint var frá eftirfarandi

Algengar (≥1/100

Sjaldgæfar (≥1/1.000 til

Tíðni ekki

aukaverkunum við klínískar

til <1/10)

<1/100)

þekkt (ekki

rannsóknir og/eða við notkun

 

 

hægt að áætla

eftir

 

 

tíðni útfrá

markaðsetningu:Líffærakerfi

 

 

fyrirliggjandi

 

 

 

gögnum)

Blóð og eitlar

minnkaður

blóðleysi, blóðflagnafæð,

 

 

blóðrauði, lækkað

storkukvilli, hvítfrumnafæð,

 

 

blóðkornahlutfall,

fjölgun eósínófíkla, fækkun

 

 

fækkun hvítra

blóðflagna, fjölgun blóðflagna,

 

 

blóðfrumna

fækkun eitilfrumna, fjölgun

 

 

 

hvítra blóðfrumna, fækkun

 

 

 

daufkyrninga

 

Efnaskipti og næring

lækkað kalíum

vökvaofhleðsla, lækkað

 

 

 

magnesíum, lystarleysi, jónefna

 

 

 

ójafnvægi, blóðsykurshækkun,

 

 

 

lækkað kalsíum, efnaskipta

 

 

 

blóðsýring

 

Geðræn vandamál

 

kvíði, vistarfirring, svefnleysi

 

Taugakerfi

höfuðverkur

sundl, bragðtruflun, náladofi,

 

 

 

svefndrungi, skjálfti,

 

 

 

snertiskynsminnkun

 

Augu

 

gula í augum, þokusýn, bjúgur

 

 

 

á augnloki, aukin táraseyting

 

Hjarta

 

hjartsláttarónot, hraðtaktur,

 

 

 

hjartsláttartruflun, gáttatif,

 

 

 

hjartabilun

 

Æðar

bláæðabólga

bláæðasegabólga, roði í andliti,

 

 

 

hitasteypa, háþrýstingur,

 

 

 

lágþrýstingur

 

Öndunarfæri, brjósthol og

mæði

nefstífla, verkur í koki og

 

miðmæti:

 

barkakýli, hraðöndun,

 

 

 

berkjukrampi, hósti, mæði sem

 

 

 

kemur fram í svefni (paroxymal

 

 

 

nocturnal), vefildisskortur,

 

 

 

hrygl, más

 

Meltingarfæri

ógleði, niðurgangur,

kviðverkur, kviðverkur í efri

 

 

uppköst

hluta, munnþurrkur,

 

 

 

meltingatruflanir, óþægindi í

 

 

 

maga, þaninn magi,

 

 

 

vökvasöfnun í kviðarholi,

 

 

 

hægðatregða, kyngingartregða,

 

 

 

vindgangur

 

Lifur og gall

hækkun lifrargilda

gallteppa, lifrarstækkun,

 

 

(alanín

gallrauðadreyri

 

 

amínótransferasi,

(hyperbilirubinaemia) gula,

 

 

aspartat

óeðlileg lifrarstarfssemi,

 

 

amínótransferasi,

lifrareiturvirkni, lifrarröskun,

 

 

alkalískur fosfatasi í

hækkun á

 

 

blóði, samtengdur

gammaglútamýltransferasa

 

 

gallrauði,

 

 

 

blóðgallrauði).

 

 

Húð og undirhúð

útbrot, kláði,

regnbogaroði, dröfnuútbrot,

eitrunardrep í

 

roðaþot, ofsviti

dröfnuörðuútbrot, kláðaútbrot,

húðþekju og

 

 

ofsakláði, ofnæmis húðbólga,

Stevens-

 

 

almennur kláði, roðaþotsútbrot,

Johnson

 

 

almenn útbrot, útbrot sem

heilkenni (sjá

 

 

líkjast mislingaútbrotum (rash

kafla 4.4)

 

 

morbilliform), húðskemmdir

 

Stoðkerfi og stoðvefur

liðverkir

bakverkur, verkur í útlimum,

 

 

 

beinverkur, máttleysi í vöðvum,

 

 

 

vöðvaþrautir.

 

Nýru og þvagfæri

 

nýrnabilun, bráð nýrnabilun.

 

Almennar aukaverkanir og

hiti, kuldahrollur,

verkir, verkur þar sem

 

aukaverkanir á íkomustað

kláði við

holleggur liggur, þreyta,

 

 

innrennslisstað.

kuldatilfinning, hitatilfinning,

 

 

 

roðaþot við innrennslisstað,

 

 

 

herslismyndun við

 

 

 

innrennslisstað, verkur við

 

 

 

innrennslisstað, bólga við

 

 

 

innrennslisstað, bláæðarbólga á

 

 

 

stungustað, bjúgur í útlimum,

 

 

 

viðkvæmni, óþægindi í brjósti,

 

 

 

verkur í brjósti, bjúgur í andliti,

 

 

 

tilfinning að líkamshiti breytist,

 

 

 

herslismyndun,

 

 

 

utanæðablæðing við

 

 

 

innrennslisstað, erting við

 

 

 

innrennslisstað, bláæðabólga

 

 

 

við innrennslisstað, útbrot við

 

 

 

innrennslisstað, ofsakláði við

 

 

 

innrennslisstað, roðaþot við

 

 

 

stungustað, bjúgur við

 

 

 

stungustað, verkur við

 

 

 

stungustað, bólga við

 

 

 

stungustað, lasleiki, bjúgur.

 

Rannsóknaniðurstöður

lækkað kalíum í

aukið kreatínín í blóði, rauð

 

 

blóði, lækkað

blóðkorn mælast í þvagi,

 

 

albúmín í blóði

heildar fækkun próteina,

 

 

 

prótein í þvagi, lenging á

 

 

 

próþrombíntíma, styttri

 

 

 

próþrombíntími, lækkun

 

 

 

natríums í blóði, hækkun

 

 

 

natríums í blóði, lækkun

 

 

 

kalsíums í blóði, hækkun

 

 

 

kalsíums í blóði, lækkun

 

 

 

klóríðs í blóði,

 

 

 

blóðsykurshækkun, lækkun á

 

 

 

magnesíum í blóði, lækkun á

 

 

 

fosfór í blóði, hækkun á fosfór í

 

 

 

blóði, hækkun á þvagefni í

 

 

 

blóði, hlutvirkjaður

 

 

 

þrombóplastíntími lengdur,

 

 

 

bíkarbónat í blóði lækkað,

 

 

 

hækkun klóríðs í blóði, hækkun

 

 

 

á kalíum í blóði,

 

 

 

blóðþrýstingshækkun, lækkun á

 

 

 

þvagsýru í blóði, blóð í þvagi,

 

 

 

öndunarhljóð óeðlileg,

 

koldíoxíð lækkað, hækkuð gildi ónæmisbælandi lyfja, INR (international normailised ratio) hækkað, pípluafsteypur, hvít blóðkorn í þvagi og sýrustig í þvagi hækkað.

Caspófúngín hefur einnig verið metið við 150 mg daglegan skammt (í allt að 51 dag) hjá 100 fullorðnum sjúklingum (sjá kafla 5.1). Í rannsókninni var caspófúngín 50 mg daglega (á eftir 70 mg hleðsluskammti á degi 1) borið saman við 150 mg daglegan skammt við meðferð á ífarandi Candida sveppasýkingu. Í þessum sjúklingahópi, virtist öryggi caspófúngíns þegar það var gefið í þessum stærri skammti vera almennt sambærilegt og þegar sjúklingar fengu 50 mg daglegan skammt af caspófúngíni. Hlutfall sjúklinga með alvarlegar lyfjatengdar aukaverkanir eða lyfjatengdar aukaverkanir sem leiddu til þess að caspófúngín meðferð var hætt var sambærilegt í báðum meðferðar hópum.

Börn

Upplýsingar úr 5 klínískum rannsóknum sem gerðar voru hjá 171 barni benda til að heildartíðni klínískra aukaverkana (26,3%, 95% CI – 19,9; 33,6) sé ekki hærri en greint hefur verið frá hjá fullorðnum sem fengu meðferð með caspófúngíni (43,1%, 95% CI – 40,0; 46,2). Hinsvegar er líklegt að aukaverkanamynstur barna sé frábrugðið því sem gerist hjá fullorðnum. Algengustu lyfjatengdu klínísku aukaverkanirnar sem greint var frá hjá börnum sem fengu meðferð með caspófúngíni voru hiti (11,7%), útbrot (4,7%) og höfuðverkur (2,9%).

Tafla með aukaverkunum

Aukaverkanir sem greint var frá:

Líffærakerfi

Mjög

Algengar (≥1/100 to <1/10)

 

algengar

 

 

(≥1/10)

 

Blóð og eitlar

 

fjölgun eósínófíkla

Taugakerfi

 

höfuðverkur

Hjarta

 

hraðtaktur

Æðar

 

roði í andliti, lágþrýstingur

Lifur og gall

 

hækkuð gildi lifrarensíma (ASAT, ALAT)

Húð og undirhúð

 

útbrot, kláði

Almennar aukaverkanir og

hiti

kuldahrollur, verkur við æðalegg

aukaverkanir á íkomustað

 

 

Rannsóknaniðurstöður

 

Lækkað kalíum, lækkað blóðmagnesíum

 

 

(hypomagnesaemia), aukinn glúkósi, lækkaður

 

 

fosfór og hækkaður fosfór.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Tilkynnt hefur verið um ótilætlaða gjöf af allt að 400 mg af caspófúngíni á einum degi. Þessi atburður hafði ekki klínískt mikilvægar aukaverkanir í för með sér. Caspófúngín er ekki hægt að fjarlægja úr blóði með blóðskilun.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sveppalyf til almennrar (systemic) notkunar. ATC flokkur: J 02 AX 04

Verkunarháttur

Caspófúngín-asetat sem er hálfsamtengt (semi-synthetic), er lípópeptíð (echinocandin) efnasamband sem er framleitt úr gerjunarafurð Glarea lozoyensis. Caspófúngín-asetat hindrar framleiðslu beta- (1,3)-D-glúcans, sem er mikilvægur þáttur í frumuvegg margra þráðlaga sveppa og gersveppa. Beta- (1,3)-D-glúcan er ekki til staðar í spendýrafrumum.

Sýnt hefur verið fram á sveppadeyðandi virkni caspófúngíns gegn Candida gersveppum. In vitro og in vivo rannsóknir sýna að sé Aspergillus útsett fyrir caspófúngíni veldur það frumurofi og dauða sveppaþráða (hyphal apical tips) og greiningarstaða (branch points) þar sem frumuvöxtur og frumuskipting eiga sér stað.

Lyfhrif

In vitro er caspófúngín virkt gegn Aspergillus tegundum (Aspergillus fumigatus [N = 75], Aspergillus flavus [N = 111], Aspergillus niger [N = 31], Aspergillus nidulans [N = 8], Aspergillus terreus

[N = 52], og Aspergillus candidus [N = 3]). In vitro er caspófúngín einnig virkt gegn Candida tegundum (Candida albicans [N =1032], Candida dubliniensis [N = 100], Candida glabrata [N = 151], Candida guilliermondii [N = 67], Candida kefyr [N = 62], Candida krusei [N = 147], Candida lipolytica [N = 20], Candida lusitaniae [N = 80], Candida parapsilosis [N = 215], Candida rugosa [N = 1] og Candida tropicalis [N = 258]), þar með talið ákveðnir fjölónæmir stökkbreyttir stofnar (multiple resistance transport mutations) og stofnar með áunnið eða eðlislægt ónæmi gegn flúkónazóli, amfóterisíni B og 5-flúcýtósíni. Næmispróf var gert samkvæmt breyttu NCCLS-prófi (Clinical and Laboratory Standards Institute (CLSI) fyrrum þekkt sem the National Committee for Clinical Laboratory Standards method) M38-A2 (fyrir Aspergillus tegundir) og prófi M27-A3 (fyrir Candida tegundir).

Staðlaðar aðferðir fyrir næmispróf á gersveppum hafa verið staðfestar af EUCAST. Ekki hefur enn verið sýnt fram á EUCAST næmismörk fyrir caspófúngín vegna marktæks fráviks á milli rannsóknastofa á MIC bili fyrir caspófúngín. Í stað næmismarka er hægt að ganga út frá þvi að Candida stofnar sem eru næmir fyrir anidulafúngíni sem og micafúngíni séu einnig næmir fyrir caspófúngíni. Á sama hátt má líta svo á að C. parapsilosis stofnar sem eru milliefni anidulafúngíns og micafúngíns séu milliefni caspófúngíns.

Verkunarháttur ónæmis

Greint hefur verið frá Candida stofnum með minnkað næmi fyrir caspófúngíni hjá fáeinum sjúklingum meðan á meðferð stendur (lágmarksheftistyrkur (MIC) fyrir caspófúngín > 2 mg/l (4 til 30 föld aukning á lágmarksheftistyrk) með notkun staðlaðrar MIC greiningartækni sem samþykkt hefur verið af CLSI). Verkunarháttur þessa ónæmis er FKS1 og/eða FKS2 (fyrir C. glabrata) genastökkbreytingar. Í þessum tilfellum hefur klínískum árangri verið ábótavant.

Þróun á ónæmi Aspergillus tegunda fyrir caspófúngíni in vitro hefur verið staðfest. Vart hefur orðið við myndun ónæmis fyrir caspófúngíni hjá sjúklingum með ífarandi Aspergillosis sveppasýkingu en klínísk reynsla er takmörkuð. Verkunarháttur ónæmisins hefur ekki verið staðfestur. Tíðni ónæmis fyrir caspófúngíni hjá mismunandi Aspergillus tegundum er mjög sjaldgæf. Vart hefur orðið við caspófúngínónæmi hjá Candida en tíðni getur verið misjöfn milli tegunda eða svæða.

Verkun og öryggi

Ífarandi Candida sveppasýking hjá fullorðnum sjúklingum: Tvöhundruð þrjátíu og níu sjúklingar tóku þátt í upphafs rannsókn sem bar saman caspófúngín og amfóterisín B sem meðferð við ífarandi Candida sveppasýkingu. Tuttugu og fjórir sjúklingar höfðu daufkyrningafæð. Algengustu einkennin voru sveppasýkingar í blóðrás (Candida sveppasýking í blóðrás, candidaemia) (77%, n = 186) og

Candida lífhimnubólga (Candida peritonitis) (8%, n = 19); sjúklingar með Candida hjartaþelsbólgu (Candida endocarditis), bein- og mergbólgu eða heilahimnubólgu voru útilokaðir frá þessari rannsókn. Gefinn var einn 50 mg skammtur af caspófúngíni daglega eftir 70 mg hleðsluskammt, meðan 0,6 til 0,7 mg/kg/dag af amfóterisíni B var gefið sjúklingum sem ekki voru með daufkyrningafæð eða 0,7 til 1,0 mg/kg/dag hjá sjúklingum með daufkyrningafæð. Meðallengd meðferðar í innrennslisæð var 11,9 dagar, sem spannaði 1 til 28 daga. Til að svörun væri metin jákvæð þurfti bæði að koma til hjöðnun á sjúkdómseinkennum og brotthvarf örverufræðilegra einkenna Candida sýkingarinnar. Tvöhundruð tuttugu og fjórir sjúklingar tóku þátt í frumathugun á virkni og svörun (MITT greining) sem framkvæmd var við lok rannsóknarinnar (þegar lyfið var gefið í innrennslisæð); hlutfall jákvæðrar svörunar vegna meðferðar á ífarandi Candida sveppasýkingu var sambærilegt fyrir caspófúngín (73% [80/109]) og amfóterisín B (62% [71/115]) [% munur 12,7 (95,6% CI –0,7, 26,0]. Við lok rannsóknar á meðferð í innrennslisæð hjá sjúklingum með Candida sveppasýkingu í blóðrás (candidaemia) var hlutfall jákvæðrar svörunar sambærilegt hjá caspófúngíni (72% [66/92]) og hjá amfóterisíni B (63% [59/94]) í frumathugun á virkni (primary efficacy analysis, MITT analysis) [% munur 10,0 (95,0% CI –4,5, 24,5]. Niðurstöður hjá sjúklingum með “non-blood site” staðbundnar sýkingar voru meira takmarkaðar. Jákvætt svörunarhlutfall hjá sjúklingum með daufkyrningafæð var 7/14 (50%) hjá hópnum sem fékk caspófúngín og 4/10 (40%) hjá hópnum sem fékk amfóterisín B. Frekari stuðningur við þessar takmörkuðu rannsóknarniðurstöður kom í ljós með niðurstöðum rannsóknarinnar á raunvísri meðferð.

Í seinni rannsókn, fengu sjúklingar sem voru með ífarandi Candida sveppasýkingu daglegan 50 mg caspófúngín skammt (á eftir 70 mg hleðsluskammti á degi 1) eða caspófúngín 150 mg á dag (sjá kafla 4.8). Í þessari rannsókn var caspófúngín skammturinn gefinn á 2 klukkustundum (í stað venjulegrar einnar klukkustundar gjafar). Sjúklingar sem voru grunaðir um hjartaþelsbólgu, heilahimnubólgu eða bein og mergbólgu af völdum Candida voru útilokaðir úr þessari rannsókn. Þar sem þetta var rannsókn á fyrstu meðferð, þá voru sjúklingar sem höfðu svarað fyrri sveppa meðferðum illa, einnig útilokaðir. Fjöldi sjúklinga með daufkyrningafæð var einnig takmarkaður í þessa rannsókn (8,0%). Verkun var annars stigs endapunktur í þessari rannsókn. Sjúklingar sem uppfylltu öll skilyrði og fengu einn eða fleiri skammta af caspófúngín rannsóknar meðferð voru meðtaldir í greiningu á verkun. Heildar tíðni jákvæðar svörunar við lok caspófúngín meðferðar var svipuð í þessum 2 rannsóknahópum: 72% (73/102) og 78% (74/95) fyrir caspófúngín 50 mg og 150 mg meðferðarhópa hvor um sig (munur 6,3% [95% CI -5,9, 18,4]).

Ífarandi Aspergillus sveppasýking (invasive aspergillosis) hjá fullorðnum sjúklingum: Sextíu og níu fullorðnir (18 til 80 ára) sjúklingar með ífarandi Aspergillus sveppasýkingu voru skráðir í sýnilega opna rannsókn, sem ekki var samanburðarrannsókn, sem framkvæmd var til að meta öryggi og verkun caspófúngíns sem og hve vel sjúklingarnir þyldu lyfið. Hjá sjúklingunum sem tóku þátt í rannsókninni hafði önnur meðferð ekki borið árangur (sýkingin annaðhvort versnað eða staðið í stað þrátt fyrir meðferð með öðrum lyfjum í minnst 7 daga) (84% af sjúklingunum) eða sjúklingarnir ekki þolað meðferð með öðrum sveppalyfjum (16% sjúklinganna). Flestir sjúklinganna höfðu undirliggjandi sjúkdóma (illkynja blóðsjúkdóm [N = 24], höfðu farið í ósamgena (allogenic) beinmergsígræðslu eða stofnfrumuígræðslu [N = 18], höfðu farið í líffæraígræðslu [N = 8], höfðu föst æxli (solid tumor)

[N = 3] eða annað [N = 10]). Nákvæmar skilgreiningar, samkvæmt "The Mycoses Study Group Criteria", voru notaðar til að staðfesta ífarandi Aspergillus sýkingu og til að meta svörun við meðferð (jákvæð svörun krafðist klínískt marktæks árangurs útfrá röntgenmynd sem og í öllum einkennum). Meðallengd meðferðar var 33,7 dagar, frá 1 til 162 dagar. Óháður hópur sérfræðinga mat að 41% (26/63) sjúklinganna sem fengu a.m.k. einn skammt af caspófúngíni sýndu jákvæða svörun. Hjá sjúklingunum sem fengu meira en 7 daga meðferð með caspófúngíni sýndu 50% (26/52) jákvæða svörun. Tíðni jákvæðrar svörunar hjá sjúklingum þar sem önnur meðferð hafði ekki borið árangur var 36% (19/53) og tíðnin hjá sjúklingum sem höfðu ekki þolað aðra meðferð var 70% (7/10). Þrátt fyrir að skammtar fyrri sveppameðferðar hjá 5 sjúklingum, sem voru settir í rannsóknina vegna misheppnaðrar meðferðar, hafi verið lægri en þeir skammtar sem oft eru gefnir við ífarandi Aspergillus sýkingu, voru jákvæð svörunarhlutföll meðan á meðferð með caspófúngíni, svipuð hjá þessum sjúklingum og þau sem sáust hjá afganginum af sjúklingunum sem höfðu áður misheppnaða meðferð (2/5 annars vegar á móti 17/48 hins vegar). Tíðni svörunar hjá sjúklingum með lungnasýkingu var 47% (21/45) og utanlungnasýkingu 28% (5/18). Jákvæð svörun kom fram hjá 2 af

8 sjúklingum með utanlungnasýkingu sem líka höfðu örugglega, líklega eða mögulega tengingu við miðtaugakerfið (CNS involvement).

Raunvís meðferð á fullorðnum sjúklingum með hita og daufkyrningafæð: 1111 sjúklingar með þrálátan hita og daufkyrningafæð voru skráðir í klíníska rannsókn og meðhöndlaðir með annaðhvort einum 50 mg skammti af caspófúngíni daglega með undanfarandi 70 mg hleðsluskammti eða fitukorna (liposomal) amfóterisíni B 3,0 mg/kg/dag. Þeir sjúklingar sem komu til greina í rannsókninni höfðu fengið lyfjameðferð við illkynja sjúkdómi eða höfðu gengist undir stofnfrumuígræðslu til blóðmyndunar og höfðu daufkyrningafæð (<500 frumur/mm3 á 96 klst.) og hita (> 38,0°C) og voru ekki að bregðast við ≥ 96 klst. af bakteríueyðandi meðferð utan meltingarvegar (parenteral antibacterial therapy). Meðhöndla átti sjúklingana í allt að 72 klst. eftir að daufkyrningafæðin hjaðnaði, með 28 daga hámarkslengd meðferðar. Hinsvegar mátti meðhöndla þá sjúklinga sem greindust með sveppasýkingu lengur. Ef hitasótt sjúklingsins varði við og klínískt ástand fór versnandi eftir 5 daga meðferð, en lyfið þoldist vel, var skammtur rannsóknarlyfsins aukinn í 70 mg/dag af caspófúngíni (hjá 13,3% af sjúklingum sem meðhöndlaðir voru) eða í 5,0 mg/kg/dag af fitukorna amfóterisíni B (hjá 14,3% meðhöndlaðra sjúklinga). 1095 sjúklingar voru í “primary Modified Intention-To-Treat” (MITT) virknigreiningunni á jákvæðri heildarsvörun: caspófúngín (33,9%) var með virkni til jafns á við fitukorna amfóterisín B (33,7%) %) [munurinn 0,2% (95,2% CI –5,6, 6,0)]. Svo að viðbrögðin gætu talist jákvæð heildarsvörun, urðu þau að fullnægja 5 kröfum: (1) Meðferðin varð að vera vel heppnuð á hvaða grunnviðmiðunar (baseline) sveppasýkingu sem var (caspófúngín 51,9% [14/27], fitukorna amfóterisín B 25,9% [7/27]), (2) engin framskot á sveppasýkingum máttu koma upp meðan að á gjöf rannsóknarlyfsins stóð eða innan 7 daga frá því að meðferð lauk (caspófúngín 94,8% [527/556], fitukorna amfóterisín B 95,5% [515/539]), (3) sjúklingar urðu að halda lífi í 7 daga eftir að rannsóknarmeðferð lauk (caspófúngín 92,6% [515/556], fitukorna amfóterisín B 89,2% [481/539]), (4) ekkert aflát mátti vera á gjöf rannsóknarlyfsins vegna lyfjatengdra eitrunaráhrifa eða virkniskorts (caspófúngín 89,7% [499/556], fitukorna amfóterisín B 85,5% [461/539]), og (5) hiti sjúklinganna varð að hjaðna meðan að á daufkyrningarfæðartímabili stóð (caspófúngín 41,2% [229/556], fitukorna amfóterisín B 41,4% [223/539]). Hlutfall jákvæðrar svörunar caspófúngíns og fitukorna amfóterisíns B á grunnviðmiðunar sýkingar vegna Aspergillus tegunda voru 41,7% (5/12) (caspófúngín) og 8,3% (1/12) (fitukorna amfóterisín B), og Candida tegunda 66,7% (8/12) (caspófúngín) og 41,7% (5/12) (fitukorna amfóterisín B). Sjúklingar í caspófúngín hópnum urðu fyrir framskots-sýkingum (breakthrough infections) vegna eftirfarandi óalgengra gersveppa og myglusveppa: Trichosporon tegund (1), Fusarium tegund (1), Mucor tegund

(1) og Rhizopus tegund (1).

Börn

Öryggi og virkni caspófúngíns fyrir börn, 3ja mánaða til 17 ára aldurs, var metið í tveimur framsýnum (prospective) fjölsetra klínískum rannsóknum. Skipulag rannsóknanna, greiningar viðmið, og viðmið fyrir mati á virkni voru áþekk samsvarandi rannsóknum hjá fullorðnum (sjá kafla 5.1).

Í fyrri rannsókninni sem var slembiröðuð, tvíblind rannsókn voru skráðir 82 sjúklingar, frá 2ja til 17 ára aldurs. Í rannsókninni var caspófúngín (50 mg/m2 gefið í bláæð einu sinni á dag á eftir 70 mg/m2 hleðsluskammti á fyrsta degi [ekki farið yfir 70 mg skammt]) borið saman við fitukorna amfóterisín B (3 mg/kg gefið í bláæð daglega) í hlutföllum 2:1 meðferðar tegund (56 á caspófúngín, 26 á fitukorna amfóterisín B) sem reynslumeðferð hjá börnum með viðvarnandi hita og daufkyrningarfæð. Heildar árangur í MITT virknigreiningunni, aðlagað með áhættu flokkun voru sem hér segir: 46,6% (26/56) fyrir caspófúngín og 32,2% (8/25) fyrir fitukorna amfóterisín B.

Seinni rannsóknin var framsýn, opin, ekki-samanburðar rannsókn, þar sem öryggi og virkni caspófúngíns var metið hjá sjúklingum, 6 mánaða til 17 ára, með ífarandi Candida sveppasýkingu, sveppasýkingu í vélinda og ífarandi Aspergillus sveppasýkingu (sem líknandi meðferð ). Fjörtíu og níu sjúklingar voru skráðir og fengu caspófúngín 50 mg/m2 í bláæð einu sinni á dag á eftir 70 mg/m2 hleðsluskammti á fyrsta degi (ekki farið yfir 70 mg skammt), 48 þeirra voru með í MITT virknigreiningunni. Af þessum voru 37 með ífarandi Candida sveppasýkingu, 10 með ífarandi Aspergillus sveppasýkingu og 1 sjúklingur með sveppasýkingu í vélinda. Jákvætt svarhlutfall, eftir ábendingu í lok caspófúngín meðferðar var sem hér segir samkvæmt MITT virknigreiningunni: 81%

(30/37) í ífarandi Candida sveppasýkingu, 50% (5/10) í ífarandi Aspergillus sveppasýkingu og 100% (1/1) í sveppasýkingu í vélinda.

5.2Lyfjahvörf

Dreifing

Caspófúngín er að mestu leyti bundið albúmíni. Hlutfall óbundins caspófúngíns í blóði er frá 3,5% í heilbrigðum sjálfboðaliðum til 7,6% hjá sjúklingum með ífarandi Candida sveppasýkingu. Dreifing er aðal þátturinn í lyfjahvörfum caspófúngíns í blóðvökva og er hraðaákvarðandi þátturinn bæði í alfa- og beta-tengdu ferlunum. Dreifing út í vefi náði hámarki 1,5 eða 2 dögum eftir töku lyfsins þegar 92% skammtsins var kominn út í vefi. Einungis er talið að lítið magn þess caspófúngíns sem fer út í vefi endi síðar í blóðvökva sem umbrotið efni (parent compound). Útskilnaður á sér því stað án þess að jafnvægi sé til staðar hvað varðar dreifingu og ómögulegt er því að meta nákvæmlega rúmmál dreifingar caspófúngíns.

Umbrot

Caspófúngín umbrotnar sjálfkrafa í opið hringlaga efni. Áframhaldandi umbrot krefst peptíð vatnsrofs og N-asetýleringar. Tvö milliefni, sem verða til við umbrot caspófúngíns í opna hringlaga efnið, mynda samgildar aðfærur (covalent adducts) við prótein í blóðvökva og myndast því lítið magn óafturkræfrar bindingar við prótein í blóðvökvanum.

In vitro rannsóknir sýna að caspófúngín er ekki hemill fyrir cýtókróm P450 ensímin 1A2, 2A6, 2C9, 2C19, 2D6 eða 3A4. Í klínískum rannsóknum reyndist caspófúngín hvorki hvetja né letja CYP3A4 umbrot annarra lyfja. Caspófúngín er ekki hvarfefni P-glýkópróteins og er lélegt hvarfefni cýtókróm P450 ensíma.

Brotthvarf

Útskilnaður caspófúngíns úr blóðvökva er hægur með brotthvarf u.þ.b. 10 - 12 ml/mín. Þegar einn skammtur caspófúngíns er gefinn í æð á einni klukkustund, lækkar blóðþéttni þess í fleiri en einu þrepi. Stuttur alfa-fasi á sér stað strax eftir innrennsli lyfsins, en síðan beta-fasi með 9 –11 klukkustunda helmingunartíma. Því næst á gamma-fasi sér stað, með 45 klukkustunda helmingunartíma. Dreifing lyfsins, fremur en útskilnaður eða umbrot, er ráðandi um brotthvarf þess.

Af geislavirkum skammti endurheimtust á 27 dögum u.þ.b. 75%; 41% í þvagi og 34% í saur. Á fyrstu 30 klukkustundunum eftir gjöf lyfsins er umbrot caspófúngíns lítið og útskilnaður einnig lítill. Útskilnaður er hægur og helmingun geislavirkni tók 12 til 15 daga. Lítið magn caspófúngíns skilst út óbreytt með þvagi (u.þ.b. 1,4% af lyfjaskammti).

Lyfjahvörf caspófúngíns eru meðalhröð og ólínuleg og aukin uppsöfnun á sér stað þegar skammtarnir eru stækkaðir. Sá tími sem tekur að ná stöðugu ástandi (steady state) eftir gjöf margra skammta (multiple-dose) er skammtaháð.

Sérstakir sjúklingahópar

Aukin áhrif caspófúngíns komu fram hjá fullorðnum sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi og væga skerðingu á lifrarstarfsemi, hjá konum, og hjá öldruðum. Almennt var aukningin lítil og ekki nógu mikil til að þörf væri á aðlögun skammta. Skammtaaðlögun getur verið nauðsynleg (sjá fyrir neðan) hjá fullorðnum sjúklingum með miðlungsalvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi eða hjá þyngri sjúklingum.

Þyngd: Þyngd sjúklinga með candidasýkingu hafði áhrif á lyfjahvörf caspófúngíns í lyfjafræðilegum rannsóknum. Styrkur í blóðvökva minnkar með aukinni þyngd. Meðal áhrif lyfsins í fullorðnum sjúklingum sem voru 80 kg að þyngd var talið vera um 23% lægra en hjá fullorðnum sjúklingum sem voru 60 kg að þyngd (sjá kafla 4.2).

Skerðing á lifrarstarfsemi: Hjá fullorðnum sjúklingum með væga skerðingu á lifrarstarfsemi eykst AUC um u.þ.b. 20% og 75% ef um miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi er að ræða. Engin

klínísk reynsla er fyrir hendi fyrir fullorðna sjúklinga með verulega skerðingu á lifrarstarfsemi og hjá börnum með hvers konar lifrarskerðingu. Í fjölskammta rannsókn leiddi minnkun dagsskammts niður í 35 mg til AUC gildis sem var svipað og gildið hjá fullorðnum einstaklingum með eðlilega lifrarstarfsemi sem fylgdu venjulegri meðferðaráætlun (sjá kafla 4.2).

Skert nýrnastarfsemi: Í klínískum rannsóknum á einum 70 mg skammti voru lyfjahvörf caspófúngíns svipuð hjá fullorðnum sjálfboðaliðum með væga skerðingu á nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun 50 til 80 ml/mín) og viðmiðunarhópnum. Meðalskerðing (kreatínínúthreinsun 31 til 49 ml/mín), mikil skerðing (kreatínínúthreinsun 5 til 30 ml/mín) og skerðing á lokastigi (end-stage) (kreatínínúthreinsun <10 ml/mín og háð himnuskilun) jók blóðþéttni caspófúngíns meðalmikið eftir gjöf eins skammts (á bilinu: 30 til 49% fyrir AUC). Hjá fullorðnum sjúklingum með ífarandi Candida sveppasýkingu, Candida sveppasýkingu í vélinda eða ífarandi Aspergillus sýkingu sem fengu marga 50 mg skammta af caspófúngíni hafði væg til mikil skerðing á nýrnastarfsemi samt sem áður engin marktæk áhrif á styrk caspófúngíns. Aðlögun skammta er ekki þörf fyrir sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi. Caspófúngín er ekki hægt að fjarlægja úr blóði með himnuskilun og því er ekki þörf á auka skammti eftir blóðskilun.

Kyn: Blóðþéttni caspófúngíns var að meðaltali 17 - 38% hærri hjá konum en hjá körlum.

Aldraðir: Væg aukning á AUC (28%) og C24 klst. (32%) kom fram hjá eldri körlum samanborið við yngri karlmenn. Hjá raunvíslega meðhöndluðum sjúklingum eða sjúklingum með ífarandi Candida

sveppasýkingu komu fram svipuð væg einkenni hjá eldri sjúklingum sem og yngri sjúklingum.

Kynþáttur: Lyfjahvarfagögn sjúklinga benda til að enginn klínískt marktækur munur sé á lyfjahvörfum caspófúngíns hjá hvítum, svörtum, fólki af spænskum uppruna og mestisum (Mestizos).

Börn:

Hjá unglingum (12-17 ára) sem fengu caspófúngín 50 mg/m2 einu sinni á dag (hámark 70 mg daglega)

var AUC 0 – 24klst. caspófúngíns í blóði almennt sambærilegt við það sem sást hjá fullorðnum sem fengu 50 mg daglegan caspófúngín skammt. Allir unglingarnir fengu > 50 mg daglega, og reyndar 6 af

8 fengu hámarks 70 mg dagsskammt. Blóðþéttni caspófúngíns var lægri hjá þessum unglingum miðað við fullorðna sem fengu 70 mg daglega, skammtinn sem unglingarnir fengu oftast.

Börn (2ja til 11 ára) sem fengu 50 mg/m2 einu sinni á dag (hámark 70 mg daglega), var

AUC 0 – 24klst. caspófúngíns í blóði eftir marga skammta, almennt sambærilegt við það sem sást hjá fullorðnum sem fengu 50 mg daglegan caspófúngín skammt.

Hjá ungum börnum og smábörnum (12 til 23 mánaða) sem fengu 50 mg/m2 caspófúngín einu sinni á

dag (hámark 70 mg daglega) var AUC 0 – 24klst. caspófúngíns í blóði eftir marga skammta, sambærilegt við það sem sást hjá fullorðnum sem fengu 50 mg daglegan caspófúngín skammt og hjá eldri börnum

(2 til 11 ára) sem fengu 50 mg/m2 einu sinni á dag.

Almennt, þá eru takmarkaðar niðurstöður um lyfjahvörf, virkni og öryggi fyrirliggjandi fyrir börn, 3 - 10 mánaða. Upplýsingar um lyfjahvörf fyrir eitt 10 mánaða gamalt barn sem fékk 50 mg/m2 einu

sinni á dag gáfu til kynna AUC 0 – 24klst. innan sömu bila og séð hjá eldri börnum og fullorðnum sem fengu 50 mg/m2 og 50 mg skammta, hvor um sig, á meðan AUC 0 – 24klst. fyrir eitt 6 mánaða barn sem fékk 50 mg/m2 var dálítið hærra.

Nýburar og ungabörn (<3 mánaða) sem fengu 25 mg/m2 einu sinni á dag (samsvarandi meðal dagskammti af 2,1 mg/kg) var hámarks styrkur caspófúngíns (C1klst.) og lágmarks styrkur caspófúngíns (C24 klst) eftir marga skammta sambærilegur og sást hjá fullorðnum sem fengu 50 mg daglegan

caspófúngín skammt. Á degi 1 var C1klst. sambærilegur og C24 klst. lítillega hækkaður (36%) hjá nýburunum og ungabörnunum miðað við fullorðna. Samt sem áður, sást breytileiki bæði í C1klst. (Á fjórða degi var rúmfræðilegt miðgildi 11,73 µg/ml, bil 2,63 til 22,05 µg/ml) og C24 klst. (Á fjórða degi var rúmfræðilegt miðgildi 3,55 µg/ml, bil 0,13 til 7,17 µg/ml). Mælingar á AUC 0-24 klst. voru ekki gerðar í þessari rannsókn vegna rýrra blóðsýna. Vakin er athygli á því að öryggi og virkni

caspófúngíns hefur ekki verið nægilega rannsakað í framsýnum klínískum rannsóknum sem snýr að nýburum og ungabörnum yngri en 3ja mánaða.

5.3Forklínískar upplýsingar

Við endurteknar rannsóknir á eituráhrifum skammta hjá rottum og öpum við skammtastærðir allt að 7 - 8 mg/kg gefnir í æð, komu fram einkenni við íkomustað hjá rottum og öpum, einkenni losunar histamíns hjá rottum og einkenni aukaverkana á lifur hjá öpum. Við rannsóknir á eituráhrifum á þroskun hjá rottum kom í ljós að caspófúngín olli minnkun í fósturþunga og aukningu á tíðni ófullkominnar beinmyndunar hryggjarliða, bringubeins og höfuðkúpu við 5 mg/kg skammta sem voru tengdir aukaverkunum á meðgöngu s.s. einkennum histamín losunnar hjá ungafullum rottum. Auk

þess varð aukning á myndun hálsrifja. Caspófúngín mældist neikvætt í in vitro prófum fyrir hugsanleg eituráhrif á erfðaefni sem og í in vivo litningaprófi á beinmerg músa. Engar langtíma rannsóknir hafa verið framkvæmdar á dýrum til að meta hugsanleg stökkbreytandi áhrif. Engin áhrif á frjósemi komu fram í rannsóknum á caspófúngíni hjá karl- og kvenkynsrottum með skömmtum sem voru allt að

5 mg/kg/sólarhring.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Súkrósi

Mannitól

Ísedik

Natríumhýdroxíð (til jöfnunar á sýrustigi)

6.2Ósamrýmanleiki

Lyfið má ekki blanda þynningarlausnum sem innihalda glúkósa því CANCIDAS er ekki stöðugt í þynningarlausnum sem innihalda glúkósa. Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

2 ár

Uppleyst þykkni: Lyfið skal nota án tafar. Rannsóknir á stöðugleika sýna að innrennslisþykknið má geyma í allt að 24 klukkustundir þegar hettuglasið er geymt við 25°C eða lægra hitastig og lyfið hefur verið uppleyst með vatni fyrir stungulyf.

Þynnt innrennslislausn, tilbúin til notkunar: Lausnina skal nota án tafar. Rannsóknir á stöðugleika sýna að innrennslislausnina má nota innan 24 klukkustunda þegar hún er geymd við 25°C eða lægra hitastig og innan 48 klukkustunda þegar hún er geymd í kæli (2 - 8°C) og hefur verið þynnt með

9 mg/ml (0,9%), 4,5 mg/ml (0,45%) eða 2,25 mg/ml (0,225%) natríumklóríðlausn til gjafar í æð, eða Ringers laktat lausn.

CANCIDAS er án rotvarnarefna. Með tilliti til örvera ætti að nota lyfið strax. Ef lyfið er ekki notað strax eru geymslutími og geymsluskilyrði á ábyrgð notanda og venjulega er það ekki lengur en 24 klst. við 2 til 8°C nema uppleysing og þynning hafi átt sér stað við staðlaðar smitgátaraðstæður.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Óopnuð hettuglös: Geymið í kæli (2°C - 8°C).

Geymsluskilyrði eftir blöndun og þynningu lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

CANCIDAS 50 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Einnota 10 ml hettuglas úr gleri af gerð I, með gráu bútýl-loki og plasthettu með rauðri álrönd. Fylgir í pakkningum með 1 hettuglasi.

CANCIDAS 70 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Einnota 10 ml hettuglas úr gleri af gerð I, með gráu bútýl-loki og plasthettu með appelsínugulri álrönd.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Upplausn CANCIDAS

EKKI MÁ NOTA ÞYNNINGARLAUSNIR SEM INNIHALDA GLÚKÓSA þar sem CANCIDAS er ekki stöðugt í lausnum sem innihalda glúkósa. HVORKI SKAL BLANDA CANCIDAS ÖÐRUM LYFJUM NÉ GEFA ÞAÐ ÁSAMT ÖÐRUM INNRENNSLISLYFJUM, þar sem engar upplýsingar eru fyrir hendi um samrýmanleika CANCIDAS og annarra innrennslislyfja, íblöndunarefna eða lyfja. Skoða skal innrennslislausnina m.t.t. agna og litabreytinga.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

CANCIDAS 50 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

LEIÐBEININGAR FYRIR NOTKUN HJÁ FULLORÐNUM

1. stig: Upplausn í hefðbundnum hettuglösum

Þegar leysa skal upp lyfjaduftið skal láta hettuglasið ná stofuhita áður en bætt er í það með smitgát 10,5 ml af vatni fyrir stungulyf. Styrkur þykknisins í hettuglasinu er þá: 5,2 mg/ml.

Hvíta eða ljósleita, þétta, frostþurrkaða duftið leysist fullkomlega upp. Blandið varlega þar til tær lausn fæst. Lausnina skal skoða m.t.t. agna og litabreytinga. Þetta uppleysta þykkni fyrir innrennslislausn má geyma í allt að 24 klukkustundir við 25°C eða lægra hitastig.

2. stig: Blöndun CANCIDAS þykknis við innrennslislausn

Þynningarlausnir til notkunar við myndun innrennslislausnar eru: Natríumklóríðlausn til inndælingar eða Ringers laktat lausn. Innrennslislausnin er útbúin með því að bæta með smitgát viðeigandi magni af þykkninu (sjá eftirfarandi töflu) út í 250 ml poka eða flösku af innrennslislausn. Nota má minna magn af innrennslislausn, 100 ml, þegar það er nauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum, til gjafar á 50 mg eða 35 mg dagskömmtum. Ef lausnin er skýjuð eða ef um botnfall er að ræða skal ekki nota lausnina.

BLÖNDUN INNRENNSLISLAUSNA FYRIR FULLORÐNA

 

Rúmmál

Venjuleg blöndun

Blöndun minna

 

CANCIDAS

(CANCIDAS þykkni

rúmmáls

SKAMMTUR*

þykknis sem blanda

sett í 250 ml)

(CANCIDAS þykkni sett

 

skal í

endanlegur styrkur

í 100 ml)

 

innrennslislausn

 

endanlegur styrkur

50 mg

10 ml

0,20 mg/ml

-

50 mg, minna rúmmál

10 ml

-

0,47 mg/ml

35 mg, vegna miðlungs-

 

 

 

mikillar skerðingar á

 

 

 

lifrarstarfsemi

7 ml

0,14 mg/ml

-

(úr einu 50 mg

 

 

 

hettuglasi)

 

 

 

35 mg vegna miðlungs-

 

 

 

mikillar skerðingar á

 

 

 

lifrarstarfsemi

7 ml

-

0,34 mg/ml

(úr einu 50 mg

 

 

 

hettuglasi)

 

 

 

minna rúmmál

 

 

 

* 10,5 ml skal nota til upplausnar í öll hettuglös.

LEIÐBEININGAR FYRIR NOTKUN HJÁ BÖRNUM

Útreikningur á yfirborðsflatarmáli líkamans (BSA) til skammtaákvörðunar hjá börnum

Áður en blöndun hefst skal reikna yfirborðflatarmál sjúklingsins (BSA) með eftirfarandi formúlu: (Mosteller formúlu)

BSA (m2 )

 

Hæð (cm) Þyngd (kg)

 

 

Undirbúningur á 70 mg/m2 blöndu fyrir barn > 3ja mánaða (notkun 50 mg hettuglass)

1.Ákvarðið hleðsluskammt sem nota á hjá barninu með því að nota BSA barnsins (reiknað skv. formúlu hér að ofan) og eftirfarandi jöfnu:

BSA (m2) X 70 mg/m2 = Hleðsluskammtur

Hámarks hleðsluskammtur á degi 1 skal ekki fara yfir 70 mg án tillits til reiknaðs skammts sjúklingsins.

2.Látið kælda CANCIDAS hettuglasið ná stofuhita

3.Bætið með smitgát 10,5 ml af vatni fyrir stungulyf. a Geyma má blönduðu stofnlausnina allt upp í 24 klukkustundir við 25°C eða við lægri hita.b Þessi lausn hefur caspófúngín styrk 5,2 mg/ml í hettuglasinu.

4.Mælið rúmmál lyfsins sem er jafnt hleðsluskammtinum sem var reiknaður út í skrefi 1 og takið úr hettuglasinu. Flytjið, með smitgát, rúmmálið (ml)c af blandaðri stofnlausn CANCIDAS yfir í

innrennslispoka (eða flösku) sem inniheldur 250 ml af 0,9%, 0,45% eða 0,225% natríumklóríði innrennslislausn eða Ringer Lactat innrennslislausn. Annar valkostur, bæta má rúmmálinu (ml)c af stofnlausn CANCIDAS í minna magn af 0,9%, 0,45% eða 0,225% natríumklóríði innrennslislausn eða Ringer Lactat lausn til innrennslis þannig að loka styrkur lausnarinnar verði ekki meiri en 0,5 mg/ml. Nota verður lausnina innan 24 klst. ef hún er geymd við 25°C eða við lægri hita eða 48 klst. ef hún er geymd í kæli við 2 til 8°C.

Undirbúningur á 50 mg/ m2 blöndu fyrir barn > 3ja mánaða (notkun 50 mg hettuglass)

1.Ákvarðið daglegan viðhaldsskammt sem nota á hjá barninu með því að nota BSA barnsins (reiknað skv. formúlu hér að ofan) og eftirfarandi jöfnu:

BSA (m2) X 50 mg/m2 = Daglegur viðhalds skammtur

Daglegur viðhalds skammtur skal ekki fara yfir 70 mg án tillits til reiknaðs skammts sjúklingsins.

2.Látið kælda CANCIDAS hettuglasið ná stofuhita

3.Bætið með smitgát 10,5 ml af vatni fyrir stungulyf.a Geyma má blönduðu stofnlausnina allt upp í 24 klukkustundir við 25°C eða við lægri hita.b Þessi lausn hefur caspófúngín styrk 5,2 mg/ml í hettuglasinu.

4.Mælið rúmmál lyfsins sem var reiknað út í skrefi 1 og takið úr hettuglasinu, þ.e. daglega viðhaldsskammtinn. Flytjið, með smitgát, rúmmálið (ml)c af blandaðri stofnlausn CANCIDAS yfir í innrennslispoka (eða flösku) sem inniheldur 250 ml af 0,9%, 0,45% eða 0,225%

natríumklóríði innrennslislausn eða Ringer Lactat innrennslislausn. Annar valkostur, bæta má rúmmálinu (ml)c af stofnlausn CANCIDAS í minna magn af 0,9%, 0,45% eða 0,225% natríumklóríði innrennslislausn eða Ringer Lactat innrennslislausn þannig að loka styrkur lausnarinnar verði ekki meiri en 0,5 mg/ml. Nota verður lausnina innan 24 klst. ef hún er geymd við 25°C eða við lægri hita eða 48 klst. ef hún er geymd í kæli við 2 til 8°C.

Undirbúnings minnispunktar:

a. Hvíta eða drapplitaða kakan mun leysast algjörlega upp. Blandið varlega þar til tær lausn hefur myndast

b. Skoðið stofnlausnina vandlega með tilliti til agna eða óeðlilegs litar á meðan blöndun stendur og áður en til innrennslis kemur. Ekki nota lausnina ef hún er skýjuð eða útfelling hefur átt sér stað.

c. Cancidas er framleitt þannig að það gefur þann skammt sem er á merkimiða hettuglassins (50 mg) þegar 10 ml eru dregnir úr hettuglasinu

CANCIDAS 70 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

LEIÐBEININGAR FYRIR NOTKUN HJÁ FULLORÐNUM

1. stig: Upplausn í hefðbundnum hettuglösum

Þegar leysa skal upp lyfjaduftið skal láta hettuglasið ná stofuhita áður en bætt er í það með smitgát 10,5 ml af vatni fyrir stungulyf. Styrkur þykknisins í hettuglasinu er þá: 7,2 mg/ml.

Hvíta eða ljósleita, þétta, frostþurrkaða duftið leysist fullkomlega upp. Blandið varlega þar til tær lausn fæst. Lausnina skal skoða m.t.t. agna og litabreytinga. Þetta uppleysta þykkni fyrir innrennslislausn má geyma í allt að 24 klukkustundir við 25°C eða lægra hitastig.

2. stig: Blöndun CANCIDAS þykknis við innrennslislausn

Þynningarlausnir til notkunar við myndun innrennslislausnar eru: Natríumklóríðlausn til inndælingar eða Ringers laktat lausn. Innrennslislausnin er útbúin með því að bæta með smitgát viðeigandi magni af þykkninu (sjá eftirfarandi töflu) út í 250 ml poka eða flösku af innrennslislausn. Nota má minna magn af innrennslislausn, 100 ml, þegar það er nauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum, til gjafar á 50 mg eða 35 mg dagskömmtum. Ef lausnin er skýjuð eða ef um botnfall er að ræða skal ekki nota lausnina.

BLÖNDUN INNRENNSLISLAUSNA HJÁ FULLORÐNUM

 

Rúmmál

Venjuleg blöndun

Blöndun minna

 

CANCIDAS

(CANCIDAS þykkni

rúmmáls

SKAMMTUR*

þykknis sem blanda

sett í 250 ml)

(CANCIDAS þykkni sett

 

skal í

endanlegur styrkur

í 100 ml) endanlegur

 

innrennslislausn

 

styrkur

70 mg

10 ml

0,28 mg/ml

Ekki ráðlagt

70 mg

 

 

 

(úr tveimur 50 mg

14 ml

0,28 mg/ml

Ekki ráðlagt

hettuglösum)**

 

 

 

35 mg fyrir

 

 

 

miðlungsmikið skerta

5 ml

0,14 mg/ml

0,34 mg/ml

lifrarstarfsemi (úr einu

 

 

 

70 mg hettuglasi)

 

 

 

* 10,5 ml skal nota til upplausnar í öll hettuglös.

**Ef 70 mg hettuglas er ekki fyrir hendi má útbúa 70 mg skammtinn úr tveimur 50 mg hettuglösum.

LEIÐBEININGAR FYRIR NOTKUN HJÁ BÖRNUM

Útreikningur á yfirborðsflatarmáli líkamans (BSA) til skammtaákvörðunar hjá börnum

Áður en blöndun hefst skal reikna yfirborðflatarmál sjúklingsins (BSA) með eftirfarandi formúlu: (Mosteller formúlu)

BSA (m2 )

 

Hæð (cm) Þyngd (kg)

 

 

Undirbúningur á 70 mg/m2 blöndu fyrir barn > 3ja mánaða (notkun 70 mg hettuglass)

1.Ákvarðið hleðsluskammt sem nota á hjá barninu með því að nota BSA barnsins (reiknað skv.

formúlu hér að ofan) og eftirfarandi jöfnu: BSA (m2) X 70 mg/m2 = Hleðsluskammtur

Hámarks hleðsluskammtur á degi 1 skal ekki fara yfir 70 mg án tillits til reiknaðs skammts sjúklingsins.

2.Látið kælda CANCIDAS hettuglasið ná stofuhita

3.Bætið með smitgát 10,5 ml af vatni fyrir stungulyf. a Geyma má blönduðu stofnlausnina allt upp í 24 klukkustundir við 25°C eða við lægri hita.b Þessi lausn hefur caspófúngín styrk 7,2 mg/ml í hettuglasinu.

4.Mælið rúmmál lyfsins sem er jafnt hleðsluskammtinum sem var reiknaður út í skrefi 1 og takið úr hettuglasinu. Flytjið, með smitgát, rúmmálið (ml)c af blandaðri stofnlausn CANCIDAS yfir í

innrennslispoka (eða flösku) sem inniheldur 250 ml af 0,9%, 0,45% eða 0,225% natríumklóríði innrennslislausn eða Ringer Lactat innrennslislausn. Annar valkostur, bæta má rúmmálinu (ml)c af stofnlausn CANCIDAS í minna magn af 0,9%, 0,45% eða 0,225% natríumklóríði innrennslislausn eða Ringer Lactat lausn til innrennslis þannig að loka styrkur lausnarinnar verði ekki meiri en 0,5 mg/ml. Nota verður lausnina innan 24 klst. ef hún er geymd við 25°C eða við lægri hita eða 48 klst. ef hún er geymd í kæli við 2 til 8°C.

Undirbúningur á 50 mg/ m2 blöndu fyrir barn > 3ja mánaða (notkun 70 mg hettuglass)

1.Ákvarðið daglegan viðhaldsskammt sem nota á hjá barninu með því að nota BSA barnsins

(reiknað skv. formúlu hér að ofan) og eftirfarandi jöfnu: BSA (m2) X 50 mg/m2 = Daglegur viðhalds skammtur

Daglegur viðhalds skammtur skal ekki fara yfir 70 mg án tillits til reiknaðs skammts sjúklingsins.

2.Látið kælda CANCIDAS hettuglasið ná stofuhita

3.Bætið með smitgát 10,5 ml af vatni fyrir stungulyf. a. Geyma má blönduðu stofnlausnina allt upp í 24 klukkustundir við 25°C eða lægri hita.b Þessi lausn hefur caspófúngín styrk 7,2 mg/ml í hettuglasinu.

4.Mælið rúmmál lyfsins sem var reiknað út í skrefi 1 og takið úr hettuglasinu, þ.e. daglega viðhaldsskammtinn. Flytjið, með smitgát, rúmmálið (ml)c af blandaðri stofnlausn CANCIDAS yfir í innrennslispoka (eða flösku) sem inniheldur 250 ml af 0,9%, 0,45% eða 0,225%

natríumklóríði innrennslislausn eða Ringer Lactat innrennslislausn. Annar valkostur, bæta má rúmmálinu (ml)c af stofnlausn CANCIDAS í minna magn af 0,9%, 0,45% eða 0,225% natríumklóríði innrennslislausn eða Ringer Lactat innrennslislausn þannig að loka styrkur lausnarinnar verði ekki meiri en 0,5 mg/ml. Nota verður lausnina innan 24 klst. ef hún er geymd við 25°C eða við lægri hita eða 48 klst. ef hún er geymd í kæli við 2 til 8°C.

Undirbúnings minnispunktar:

a. Hvíta eða drapplitaða kakan mun leysast algjörlega upp. Blandið varlega þar til tær lausn hefur myndast

b. Skoðið stofnlausnina vandlega með tilliti til agna eða óeðlilegs litar á meðan blöndun stendur og áður en til innrennslis kemur. Ekki nota lausnina ef hún er skýjuð eða útfelling hefur átt sér stað.

c. Cancidas er framleitt þannig að það gefur þann skammt sem er á merkimiða hettuglassins (70 mg) þegar 10 ml eru dregnir úr hettuglasinu

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Merck Sharp & Dohme Ltd

Hertford Road, Hoddesdon

Hertfordshire EN11 9BU

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/01/196/001

EU/1/01/196/003

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 24. október 2001

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 07. september 2011

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf