Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Cayston (aztreonam lysine) – Samantekt á eiginleikum lyfs - J01DF01

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsCayston
ATC-kóðiJ01DF01
Efniaztreonam lysine
FramleiðandiGilead Sciences International Limited

1.HEITI LYFS

Cayston 75 mg stofn og leysir fyrir eimgjafa, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Hvert hettuglas inniheldur aztreonam lýsín sem samsvarar 75 mg aztreonam. Eftir blöndun inniheldur lausn fyrir eimgjafa 75 mg aztreonam.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stofn og leysir fyrir eimgjafa, lausn.

Hvítur eða ljósleitur stofn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Cayston er ætlað til bælandi meðferðar á langvinnum lungnasýkingum af völdum Pseudomonas aeruginosa hjá sjúklingum með slímseigjusjúkdóm (cystic fibrosis, CF), 6 ára og eldri.

Gæta skal að opinberum leiðbeiningum um viðeigandi notkun sýklalyfja.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Sjúklingar ættu að nota berkjuvíkkandi lyf fyrir töku hvers skammts af Cayston. Taka má berkjuvíkkandi lyf með stutta virkni 15 mínútum til 4 klst. og berkjuvíkkandi lyf með langa virkni 30 mínútum til 12 klst. fyrir hvern skammt af Cayston.

Fyrir sjúklinga sem nota ýmis konar meðferðir til innöndunar er mælt með eftirfarandi röð lyfjagjafar:

1.berkjuvíkkandi lyf

2.slímleysandi lyf

3.og að lokum Cayston.

Fullorðnir og börn 6 ára og eldri

Ráðlagður skammtur fyrir fullorðna er 75 mg þrisvar sinnum á sólarhring í 28 daga.

Taka skal skammtana með minnst 4 klst. millibili.

Taka má Cayston í endurteknum meðferðarlotum, 28 daga á meðferð og gera svo 28 daga hlé á meðferð með Cayston.

Skammtur fyrir börn 6 ára og eldri er sá sami og handa fullorðnum.

Aldraðir

Klínískar rannsóknir með Cayston tóku ekki til sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með Cayston og voru 65 ára og eldri til að ákvarða hvort þeir sýna aðra svörun en yngri sjúklingar. Ef Cayston er ávísað öldruðum eru skammtar þeir sömu og fyrir fullorðna.

Skert nýrnastarfsemi

Vitað er að aztreonam skilst út um nýru og því skal gæta varúðar við lyfjagjöf með Cayston hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi (kreatínín í sermi > 2 sinnum eðlileg efri mörk). Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi þar sem styrkur aztreonam í blóði í kjölfar lyfjagjafar Cayston með innöndun er mjög lítill (u.þ.b. 1% af þeim styrk sem fenginn er úr 500 mg skammti af aztreonam til inndælingar).

Skert lifrarstarfsemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun Cayston hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi (ALT eða AST gildi hærri en 5 sinnum eðlileg efri mörk). Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Cayston hjá börnum yngri en 6 ára. Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í kafla 5.1 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra.

Lyfjagjöf

Til innöndunar.

Aðeins ætti að nota Cayston með Altera eimgjafatækinu og Altera úðagjafa sem tengdur er við eBase stilli eða eFlow rapid stýrieiningu. Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun lyfsins fyrir gjöf.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ofnæmisviðbrögð

Ef ofnæmisviðbrögð við aztreonam koma fram skal hætta lyfjagjöfinni og hefja viðeigandi meðferð. Ef vart verður við útbrot getur slíkt gefið til kynna ofnæmisviðbrögð við aztreonam.

Víxlviðbrögð geta komið fram hjá sjúklingum með sögu um ofnæmi fyrir beta-laktam sýklalyfjum eins og penicillínum, cefalóspórínum, og/eða karbapenem lyfjum. Gögn varðandi bæði dýr og menn leiddu í ljós litla áhættu á víxlviðbrögðum milli aztreonam og beta-laktam sýklalyfja. Aztreonam er mónóbaktam og aðeins lítillega ónæmismyndandi. Sýna skal varúð þegar Cayston er gefið sjúklingum með sögu um beta-laktam ofnæmi.

Tilkynnt hefur verið um eftirfarandi mjög sjaldgæfar og alvarlegar aukaverkanir eftir gjöf annarra lyfja sem innihalda aztreonam í æð: drep í húðþekju af völdum eiturverkana, ofnæmislost, purpura, regnbogaroða, húðbólgu með skinnflögnun, ofsakláða, depilblæðingar, kláða og svitamyndun.

Berkjukrampi

Berkjukrampi (bráð minnkun þvingaðs útöndunarrúmmáls á einni sekúndu, FEV1, sem samsvarar

≥ 15%) er fylgikvilli sem tengist meðferð með eimgjafa. Tilkynnt hefur verið um berkjukrampa eftir lyfjagjöf með Cayston (sjá kafla 4.8). Sjúklingar ættu að nota berkjuvíkkandi lyf á undan hverjum skammti af Cayston. Ef talið er að berkjukrampi sé hluti af ofnæmisviðbrögðum skal grípa til viðeigandi aðgerða (sjá „Ofnæmisviðbrögð” í málsgrein hér á undan).

Blóðhósti

Innöndun eimgjafalausna kann að valda hóstaviðbrögðum. Notkun Cayston við slímseigjusjúkdómi hjá börnum hefur verið sett í samhengi við blóðhósta meðan á meðferðarlotum stendur og gæti valdið versnun undirliggjandi sjúkdóma. Aðeins skal hefja lyfjagjöf Cayston hjá sjúklingum með slímseigjusjúkdóm og virkan blóðhósta ef ávinningur af meðferð er talinn vega þyngra en hættan á að valda frekari blæðingu.

Aðrar varúðarreglur

Ekki hefur verið sýnt fram á verkun hjá sjúklingum með áætlað FEV1 > 75%. Sjúklingar með Burkholderia cepacia einangrað úr hráka á síðustu 2 árum voru útilokaðir úr klínísku rannsóknunum.

Aztreonam til inndælingar má ekki nota í Altera eða aðra eimgjafa. Aztreonam til inndælingar hefur ekki verið samsett til innöndunar og inniheldur arginín sem er efni sem vitað er til að valdi bólgu í lungum.

Ónæmi gegn aztreonam, öðrum sýklalyfjum og örverum sem koma fram við meðferð

Þróun sýklalyfjaónæmra P. aeruginosa og viðbótarsýkingar af völdum annarra sýkla er hugsanleg áhætta í tengslum við sýklalyfjameðferð. Þróun ónæmis meðan á innöndunarmeðferð með aztreonam stendur getur takmarkað meðferðarvalkosti við bráða versnun. Vart varð við minnkað næmi

P. aeruginosa fyrir aztreonam og öðrum beta-laktam sýklalyfjum í klínískum rannsóknum með Cayston. Í 24 vikna virkri klínískri samanburðarrannsókn á meðferð með Cayston varð vart við hækkað MIC90 hvað varðar alla P. aeruginosa stofna og hækkað prósentugildi hjá sjúklingum með

P. aeruginosa ónæmi (með MIC yfir næmivendimörkum) gegn aztreonam, gegn minnst 1 beta-laktam sýklalyfi og gegn öllum 6 beta-laktam sýklalyfjum sem prófuð voru (sjá kafla 5.1). Hins vegar hafði minnkað P. aeruginosa næmi ekki forspárgildi hvað varðar klíníska verkun Cayston meðan á rannsókninni stóð. Meðal sjúklinga með fjöllyfjaónæma P. aeruginosa varð vart við batnandi öndunarfæraeinkenni og lungnastarfsemi í kjölfar meðferðar með Cayston. Myndun ónæmis

P. aeruginosa gegn aztreonam eða öðrum beta-laktam sýklalyfjum gefnum í æð getur mögulega haft áhrif á meðferð bráðrar versnunar lungnastarfsemi með almennum sýklalyfjum.

Aukið algengi meþisillínónæms Staphylococcus aureus (methicillin-resistant, MRSA), meþisillínnæms S. aureus (methicillin-sensitive, MSSA), Aspergillus og Candida tegunda kom í ljós með tímanum hjá sjúklingum sem fengu margar meðferðarlotur af Cayston. Heimildir greina frá samhengi milli langvarandi einangrunar MRSA og verri klínískrar útkomu. Við klínískar rannsóknir með Cayston olli einangrun MRSA ekki versnun á lungnastarfsemi.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum. Hins vegar komu engin merki fram um lyfjamilliverkanir við aztreonam í klínískum rannsóknum þar sem Cayston var tekið samhliða berkjuvíkkandi lyfjum, dornase alfa, brisensímum, azitrómýcíni, tobramýcíni, sterum til inntöku (minna en 10 mg daglega/20 mg annan hvern dag) og sterum til innöndunar.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun aztreonam á meðgöngu. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á æxlun (sjá kafla 5.3).

Styrkur aztreonam í blóði í kjölfar lyfjagjafar Cayston með innöndun er lítill miðað við staðlaðan skammt af aztreonam til inndælingar (u.þ.b. 1% af þeim styrk sem fenginn er úr 500 mg skammti af aztreonam til inndælingar).

Ekki má nota Cayston á meðgöngu nema meðferð með aztreonam sé nauðsynleg vegna sjúkdómsástands konunnar.

Brjóstagjöf

Í kjölfar lyfjagjafar með aztreonam til inndælingar skilst aztreonam út í brjóstamjólk í mjög litlum styrk. Styrkur aztreonam í blóði í kjölfar lyfjagjafar Cayston með innöndun er u.þ.b. 1% af þeim styrk sem fenginn er úr stöðluðum skammti af aztreonam til inndælingar. Vegna þessa og vegna lítils frásogs við inntöku um munn, er líklegt að börn á brjósti verði fyrir afar lítilli útsetningu þegar móðirin fær Cayston.

Konur sem hafa barn á brjósti mega nota Cayston.

Frjósemi

Forklínískar upplýsingar um frjósemi fyrir aztreonam til inndælingar benda ekki til neinna aukaverkana.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Cayston hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Mat á aukaverkunum er byggt á reynslu úr fjórum 3. stigs klínískum rannsóknum á sjúklingum með slímseigjusjúkdóm og langvinna P. aeruginosa sýkingu og tilkynningum án sérstakrar beiðni í kjölfar markaðssetningar.

Í báðum 3. stigs klínísku samanburðarrannsóknunum með lyfleysu þa r sem sjúklingar fengu Cayston í 28 daga, voru algengustu aukaverkanirnar af völdum Cayston hósti (58%), stíflað nef (18%), önghljóð (15%), verkur í koki og barkakýli (13,0%), sótthiti (12%) og mæði (10%).

Bráð minnkun FEV1 sem samsvaraði ≥ 15% er fylgikvilli sem tengist meðferð með eimgjafa, þar með talið Cayston (sjá kafla 4.4).

Samantekt á aukaverkunum í töflu

Þær aukaverkanir sem talið er að gætu a.m.k. tengst meðferð, úr klínískri rannsókn og reynslu í kjölfar markaðssetningar eru taldar upp hér á eftir. Aukaverkununum er skipt niður eftir líffærakerfum og tíðni. Aukaverkununum er skipt niður eftir líffærakerfum og tíðni.

Tíðni er skilgreind á eftirfarandi hátt: mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10) og sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100).

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti:

Mjög algengar:

hósti, stíflað nef, önghljóð, verkur í koki og barkakýli, mæði

Algengar:

berkjukrampi1, óþægindi fyrir brjósti, nefrennsli, blóðhósti1

Húð og undirhúð:

 

Algengar:

útbrot1

Stoðkerfi og stoðvefur:

Algengar:

liðverkir

Sjaldgæfar:

þroti í liðum

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað:

Mjög algengar:

sótthiti

Rannsóknaniðurstöður:

Algengar:

verri útkoma lungnaprófa1

1 Sjá kafla c. Lýsing á

völdum aukaverkunum

Lýsing á völdum aukaverkunum

Berkjukrampi

Meðferðum með eimgjafa, þar með talið með Cayston, getur fylgt berkjukrampi (bráð minnkun FEV1 um ≥ 15%). Lesið kafla 4.4.

Blóðhósti

Innöndun eimgjafalausna kann að valda hóstaviðbrögðum og gæti valdið versnun undirliggjandi sjúkdóma (sjá kafla 4.4).

Ofnæmisviðbrögð

Tilkynnt hefur verið um útbrot við notkun Cayston og getur slíkt gefið til kynna ofnæmisviðbrögð við aztreonam (sjá kafla 4.4).

Verri útkoma lungnaprófa

Tilkynnt hefur verið um verri útkomu lungnaprófa við notkun Cayston en hún hefur ekki verið sett í samhengi við varanlega lækkun FEV1 (sjá kafla 5.1).

Tilkynnt hefur verið um eftirfarandi mjög sjaldgæfar og alvarlegar aukaverkanir eftir gjöf annarra lyfja sem innihalda aztreonam í æð: drep í húðþekju af völdum eiturverkana, ofnæmislost, purpura, regnbogaroða, húðbólgu með skinnflögnun, ofsakláða, depilblæðingar, kláða og svitamyndun.

Börn

Alls 137 börn á aldrinum 6 til 17 ára með langvinna P. aeruginosa sýkingu og FEV1 áætlað ≤ 75% fengu Cayston í 2. stigs og 3. stigs klínískum rannsóknum (6-12 ára, n = 35; 13-17 ára, n = 102).

Vart varð við hærra nýgengi sótthita hjá börnum á aldrinum 6 til 17 ára en hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ekki hefur orðið vart við aukaverkanir sérstaklega tengdar ofskömmtun af Cayston. Þar sem plasmastyrkur aztreonam í kjölfar lyfjagjafar með Cayston (75 mg) er u.þ.b. 0,6 µg/ml, samanborið

við sermigildi sem nema 54 µg/ml í kjölfar lyfjagjafar með aztreonam til inndælingar (500 mg), er ekki búist við neinum öryggisvandamálum tengdum ofskömmtun af aztreonam.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sýklalyf, önnur beta-laktam sýklalyf, ATC-flokkur: J01DF01

Verkunarháttur

Aztreonam sýnir virkni in vitro gegn gram-neikvæðum loftháðum sýklum, þ.m.t. P. aeruginosa. Aztreonam binst penicillínbindandi próteinum næmra baktería, sem leiðir til hömlunar á myndun frumuveggja baktería og síðan trefjunar og frumurofs.

Ónæmisverkunarhættir

Brotthvarf næmis P. aeruginosa fyrir aztreonam hjá sjúklingum með slímseigjusjúkdóm verður annaðhvort með vali á stofnum með stökkbreytingu á litningum eða sjaldnar með yfirtöku á plasmíð/integron miðluðum genum.

Þekktir ónæmisverkunarhættir gegn aztreonam fyrir tilstilli stökkbreytingar litningagena eru m.a.: oftjáning AmpC beta-laktamasa úr flokki C og aukning á fjölda útrennslis dælanna MexAB-OprM. Hinn þekkti ónæmisverkunarháttur gegn aztreonam fyrir tilstilli yfirtöku á genum felur í sér yfirtöku á víðtækum hópi beta-laktam ensíma (extended spectrum beta-lactam enzymes, ESBLs) sem vatnssundra fjórþættum hring aztreonam sem inniheldur köfnunarefni.

ESBL ensím úr beta-laktamasa flokkum A, B og D kunna að hafa virkni gegn aztreonam. Beta-laktamasar úr flokki A sem tilkynnt hefur verið um að vatnssundri aztreonam eru m.a. VEB gerðin (einkum suðaustur Asía), PER gerðin (Tyrkland) og GES og IBC gerðirnar (Frakkland, Grikkland og Suður Afríka). Mjög sjaldan hefur verið tilkynnt um lífverur með metalló­ beta-laktamasa (MBL) úr flokki B sem eru ónæmir gegn aztreonam, VIM-5 (K. pneumoniae og

P. aeruginosa - Tyrkland), VIM-6 (P. putida - Singapúr) og VIM-7 (P. aeruginosa - Bandaríkin). Hins vegar getur hugsast að þessar lífverur hafi tjáð margs konar ónæmisverkunarhætti og því hefur MBL ekki verið ábyrgur fyrir því ónæmi sem fram kom gegn aztreonam. Mjög sjaldan var tilkynnt um beta-laktamasa úr flokki D úr klínískum stofnum P. aeruginosa, OXA-11 (Tyrkland) og OXA-45 (Bandaríkin) sem vatnssundra aztreonam.

Örverufræði

Stakt hrákasýni úr sjúklingi með slímseigjusjúkdóm getur innihaldið ýmsa stofna P. aeruginosa og hver stofn kann að vera misjafnlega næmur fyrir aztreonam in vitro. Aðferðir notaðar til að prófa in vitro örverueyðandi næmi við meðferð þar sem aztreonam er gefið í æð má einnig nota til að fylgjast með næmi P. aeruginosa sem hefur verið einangrað úr sjúklingum með slímseigjusjúkdóm.

Í3. stigs samanburðarrannsóknum með lyfleysu á Cayston var staðbundinn styrkur aztreonam yfirleitt meiri en MIC-gildi aztreonam fyrir P. aeruginosa, burtséð frá stigi P. aeruginosa næmis.

Ímeðferð sem samanstóð af allt að níu 28 daga lotum af 75 mg Cayston meðferð 3 sinnum á dag kom í ljós klínískt marktækur bati á öndunarfæraeinkennum, lungnastarfsemi og þéttni CFU (colony

forming units, þyrpingar) P. aeruginosa í hráka; ekki varð vart við neina aukningu MIC50

P. aeruginosa (± 2 þynningarskref) en MIC90 jókst tímabundið í 4 sinnum upphaflegt MIC. Í 24 vikna virkri samanburðarrannsókn á Cayston meðferð varð ekki vart við aukningu MIC50 P. aeruginosa (± 2 þynningarskref) en MIC90 jókst í 4 sinnum upphaflegt MIC. Í lok rannsóknarinnar jókst prósenta sjúklinga með MIC P. aeruginosa gagnvart aztreonam yfir næmivendimörkum (> 8 µg/ml) úr 34% við grunngildi í 49%, prósenta sjúklinga með P. aeruginosa ónæmi gegn minnst 1 beta-laktam sýklalyfi

jókst úr 56% við grunngildi í 67% og prósenta sjúklinga með P. aeruginosa ónæmi gegn öllum 6 beta-laktam sýklalyfjum sem prófuð voru jókst úr 13% við grunngildi í 18%. Hætta er á því að P. aeruginosa stofnar myndi ónæmi gegn aztreonam eða öðrum beta-laktam sýklalyfjum hjá

sjúkingum sem fá meðferð með Cayston. Myndun ónæmis P. aeruginosa gegn aztreonam í æð og öðrum beta-laktam sýklalyfjum geta haft áhrif á meðferð bráðrar versnunar lungnastarfsemi með almennum sýklalyfjum. Hins vegar varð vart við svipaðar framfarir hvað varðar lungnastarfsemi eftir meðferð með Cayston meðal sjúklinga með aztreonam næma eða ónæma P. aeruginosa stofna.

Í rannsóknum á allt að níu 28 daga lotum af Cayston varð ekki klínískt mikilvæg fjölgun gram­ neikvæðra öndunarfærasýkla sem komu fram við meðferðina (Burkholderia tegundir, Stenotrophomonas maltophilia og Alcaligenes tegundir). Meðan á 6 mánaða slembiröðunarstigi stóð í rannsókn GS-US-205-0110, kom einangrun MSSA og MRSA oftar fram við meðferðina hjá sjúklingum sem fengu meðferð með aztreonam en hjá sjúklingum sem fengu meðferð með tobramycin-lausn fyrir eimgjafa (Tobramycin Nebuliser Solution, TNS). Flestar einangranir sem komu fram við meðferð voru tímabundnar. Vart varð við viðvarandi einangrun (skilgreind sem ekki til staðar við skimun/grunngildi og síðan til staðar við 3 eða fleiri næstu skoðanir í röð) MSSA sem fram kom við meðferð hjá 6% sjúklinga sem fengu meðferð með aztreonam samanborið við 3% sjúklinga sem fengu meðferð með TNS. Vart varð við tímabundna einangrun MRSA sem fram kom við meðferð hjá 7% sjúklinga sem fengu meðferð með aztreonam samanborið við 1% sjúklinga sem fengu meðferð með TNS og viðvarandi einangrun MRSA sem fram kom við meðferð hjá 3% sjúklinga sem fengu meðferð með aztreonam samanborið við engan sjúkling sem fékk meðferð með TNS. Heimildir greina frá samhengi milli viðvarandi einangrunar MRSA og alvarlegri sjúkdóma og hærri dánartíðni. Við klínískar rannsóknir með Cayston leiddi einangrun MRSA ekki til versnunar á lungnastarfsemi.

Verkun og öryggi

Cayston var borið saman við meðferð með TNS meðan á þremur 28 daga meðferðarlotum stóð í slembiraðaðri, fjölsetra rannsókn með virkum samanburði (GS-US-205-0110). Sjúklingar sem tóku þátt í þessari rannsókn í Evrópu og luku a.m.k. einni lotu af Cayston eða meðferð með TNS meðan á slembiraðaða stiginu stóð gátu síðan fengið allt að þrjár 28 daga lotur af Cayston á framlengdu stigi með opinni meðferð. Viðmiðanir hvað varðar þátttöku voru meðal annars þær að sjúklingar væru með slímseigjusjúkdóm, FEV1 áætlað ≤ 75%, stöðugan lungnasjúkdóm, nýlega jákvæða P. aeruginosa ræktun úr hráka og hefðu fengið meðferð með sýklalyfjum í úðaformi án merkja um lyfjaóþol.

Cayston var metið á 28 daga meðferðartímabili (ein lota) í tveimur slembivals, tvíblindum, fjölsetra samanburðarrannsóknum með lyfleysu (CP-AI-005 og CP-AI-007). Sjúklingar sem tóku þátt í þessum rannsóknum gátu síðan fengið margar lotur af Cayston í opinni eftirfylgnirannsókn (CP-AI-006). Þátttökuskilyrði voru meðal annars slímseigjusjúkdómur, með grunngildi FEV1 áætlað á milli 25% og 75% og langvinn P. aeruginosa lungnasýking.

Samtals fengu 539 einstaklingar (78% fullorðinna) meðferð í þessum rannsóknum. Við rannsóknirnar var Altera eimgjafakerfið notað til að gefa Cayston.

GS-US-205-0110

Í rannsókn GS-US-205-0110 var 268 sjúklingum með slímseigjusjúkdóm og langvinna P. aeruginosa lungnasýkingu slembiraðað og þeir fengu ýmist Cayston (n = 136) eða meðferð með TNS (n = 132). Fimmtíu og níu börn á aldrinum 6 til 17 ára tóku þátt í rannsókninni. Sjúklingum var slembiraðað í hlutfallinu 1:1 til þess að fá ýmist aztreonam (75 mg) gefið með innöndun 3 sinnum á dag eða meðferð með TNS (300 mg) 2 sinnum á dag. Meðferðin var gefin í þremur 28 daga meðferðarlotum með

28 daga meðferðarhléum. Samsettu endapunktarnir voru jafngildi Cayston gagnvart meðferð með TNS hvað varðar hlutfallslega breytingu áætlaðs FEV1 % frá grunngildi til dags 28 og yfirburðir Cayston samanborið við meðferð með TNS hvað varðar raunverulega breytingu FEV1 % áætlað frá grunngildi og meðan á 3 meðferðarlotum stóð (meðaltal raunverulegrar breytingar áætlaðs FEV1 % í lok hverrar meðferðarlotu).

Aðlagað meðaltal prósentubreytingar frá grunngildi til dags 28 hvað varðar áætlað FEV1 % var 8,35 og 0,55 fyrir hópinn sem fékk Cayston og fyrir hópinn sem fékk meðferð með TNS, í þessari röð (meðferðarmunur: 7,80; p = 0,0001; 95% CI: 3,86; 11,73). Aðlagað meðaltal raunverulegrar breytingar frá grunngildi hvað varðar áætlað FEV1 % í 3 meðferðarlotum var 2,05 og -0,66 fyrir hópinn sem fékk Cayston og fyrir hópinn meðferð með TNS, í þessari röð (meðferðarmunur: 2,70; p = 0,0023; 95% CI: 0,98; 4,43). Hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með aztreonam leið lengri tími þar til þörf var á sýklalyfjum í æð gegn pseudomonas-bakteríum í tengslum við aukaverkanir í öndunarfærum, samanborið við sjúklinga sem fengu meðferð með TNS (p = 0,0025). Kaplan-Meier mat hvað varðar tíðni þessarar aukaverkunar í viku 24 var 36% hjá sjúklingum sem fengu aztreonam

og 54% hjá sjúklingum sem fengu meðferð með TNS. Auk þess voru sjúklingar sem fengu aztreonam sjaldnar lagðir inn á sjúkrahús vegna aukaverkana í öndunarfærum (40 samanborið við 58, p=0,044) og fengu færri aukaverkanir í öndunarfæri sem kröfðust sýklalyfja gegn pseudomonas-bakteríum í æð eða til innöndunar (84 samanborið við 121, p = 0,004) en sjúklingar sem fengu meðferð með TNS. Sjúklingar sem fengu aztreonam sýndu einnig fram á hærra meðaltal hvað varðar framfarir með tilliti til CFQ-R stigs fyrir öndunarfæraeinkenni miðað við sjúklinga sem fengu meðferð með TNS í

3 meðferðarlotum (6,30 samanborið við 2,17; p = 0,019).

Í þeim takmarkaða undirhópi sjúklinga sem fengu tobramycin til innöndunar í innan við 84 daga á síðustu 12 mánuðum (n = 40), reyndust framfarir í lungnastarfsemi á degi 28 og meðan á þremur 28 daga meðferðarlotum stóð tölulega minni hjá sjúklingum sem fengu aztreonam en hjá sjúklingum sem fengu meðferð með TNS.

CP-AI-007

Í CP-AI-007 rannsókninni tóku þátt 164 fullorðnir (aðallega) og börn sem voru slembivalin í hlutfallinu 1:1 þar sem gerður var samanburður á 75 mg Cayston (80 sjúklingar) eða lyfleysa (84 sjúklingar) gefin 3 sinnum á dag í 28 daga (ein meðferðarlota). Sjúklingar þurftu að vera án sýklalyfja sem virka gegn Pseudomonas sýklum í minnst 28 daga fyrir meðferðina með rannsóknarlyfinu.

Marktækur bati varð á lungnastarfsemi og öndunarfæraeinkennum frá grunngildi til 28. dags hjá sjúklingum sem fengu eina lotu af Cayston.

CP-AI-005

Í CP-AI-005 rannsókninni tóku þátt 246 fullorðnir (aðallega) og börn. Allir sjúklingarnir fengu meðferð með 300 mg tobramycin-lausn fyrir eimgjafa (TNS), 2 sinnum á dag í fjórar vikur áður en þeim var gefið Cayston eða lyfleysa annaðhvort 2 eða 3 sinnum á dag í 28 daga. Sjúklingar héldu áfram að taka lyf sem þeir tóku í upphafi, þar með talin makrólíða-sýklalyf. Sjúklingar voru slembivaldir í hlutföllunum 2:2:1:1 til meðferðar með 75 mg aztreonam 2 eða 3 sinnum á dag eða samsvarandi rúmmáli af lyfleysu 2 eða 3 sinnum á dag í 28 daga strax eftir 28 daga opnu upphafslotuna með TNS.

Við meðferð með aztreonam kom fram marktækur bati á lungnastarfsemi og öndunarfæraeinkennum á degi 28 hjá þeim 66 sjúklingum sem fengu eina lotu af 75 mg Cayston 3 sinnum á dag.

CP-AI-006

CP-AI-006 rannsóknin var opin eftirfylgnirannsókn á CP-AI-005 og CP-AI-007 til að meta öryggi endurtekinnar útsetningar fyrir aztreonam og áhrif þess á sjúkdómstengda endapunkta eftir margar 28 daga lotur. Sjúklingum var gefið Cayston með sömu tíðni (2 eða 3 sinnum á dag) og þegar þeir fengu Cayston eða lyfleysu í rannsóknunum með slembivali. Sjúklingar héldu áfram að taka lyf sem

þeir tóku í upphafi og meirihluti sjúklinga fékk önnur sýklalyf við versnun sjúkdóms þegar þurfa þótti. Hverri 28 daga lotu af Cayston fylgdi 28 daga tímabil án lyfja. Á níu 28 daga meðferðarlotum, mældust lungnastarfsemi (FEV1), CFQ-R stig fyrir öndunarfæraeinkenni og þéttni P. aeruginosa í hráka með tilhneigingu til bata á meðan sjúklingar fengu meðferð samanborið við án meðferðar. Hins

vegar var ekki um að ræða samanburðarrannsókn og önnur lyf voru notuð samtímis, og er því ekki hægt að draga neinar ályktanir um hvort áhrif lyfsins haldist með áframhaldandi meðferðarlotum.

Börn

Alls 137 börn á aldrinum 6 til 17 ára með langvinna P. aeruginosa sýkingu og með FEV1 áætlað ≤ 75% fengu Cayston í 2. stigs og 3. stigs klínískum rannsóknum. Börn sýndu fram á klínískar framfarir með aztreonam samkvæmt aukningu FEV1, framfarir hvað varðar CFQ-R stig fyrir

öndunarfæraeinkenni og minnkun þéttni P. aeruginosa í hráka. Cayston er ætlað börnum á aldrinum 6 ára og eldri í endurteknum meðferðarlotum, 28 daga á meðferð og gera svo 28 daga hlé á meðferð með Cayston, byggt á ofangreindri klínískri reynslu.

Í opinni 2. stigs rannsókn (GS-US-205-0162) fengu, 105 börn á aldrinum 3 mánaða til < 18 ára

(24 sjúklingar á aldrinum 3 mánaða til < 2 ára; 25 sjúklingar á aldrinum 2 til < 6 ára; 56 sjúklingar á aldrinum 6 til < 18 ára) með slímseigjusjúkdóm og skráða fyrstu/nýja P. aeruginosa sýkingu/gerlamyndun, Cayston þrisvar á dag í einni 28 daga lotu.

Af þeim 101 sjúklingi með jákvæða ræktun á P. aeruginosa innan 30 daga eftir þátttöku í rannsókninni, þar af 56 (55,4%) án P. aeruginosa við grunngildi, sem lauk 28 daga meðferðarlotu voru 89,1% (n = 90) lausir við P. aeruginosa í lok meðferðar (dagur 28) og 75,2% (n = 76) voru lausir við P. aeruginosa 1 mánuði eftir lok meðferðar (dagur 56). Alls var hægt að meta 79 sjúklinga, sem luku 28 daga meðferðarlotu og fengu ekki frekari sýklalyf sem virka gegn Pseudomonas sýklum meðan á meðferðinni stóð, 6 mánuðum eftir að meðferð lauk; af þeim voru 58,2% (n = 46) áfram lausir við

P. aeruginosa út þetta tímabil.

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Cayston hjá einum eða fleiri undirhópum barna við slímseigjusjúkdómi hjá sjúklingum með Pseudomonas aeruginosa lungnasýkingu/gerlamyndun (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Styrkur í hráka

Styrkur aztreonams í hráka var verulega fjölbreytilegur hjá sérhverjum sjúklingi. Í samsettu 3. stigs samanburðarrannsóknunum með lyfleysu var meðaltalsstyrkur í hráka hjá 195 sjúklingum með slímseigjusjúkdóm tíu mínútum eftir stakan skammt af 75 mg aztreonam til innöndunar 726 µg/g á degi 0, 711 µg/g á degi 14 og 715 µg/g á degi 28, sem gaf ekki til kynna neina aukna uppsöfnun aztreonam í kjölfar endurtekinna skammta.

Styrkur í plasma

Styrkur aztreonams í plasma var verulega fjölbreytilegur hjá sérhverjum sjúklingi.

Einni klst. eftir stakan skammt af 75 mg aztreonam til innöndunar (u.þ.b. við hámarks styrk í plasma) var meðaltalsgildi í plasma hjá sjúklingum með slímseigjusjúkdóm 0,59 µg/ml. Hámarksmeðaltalsgildi í plasma var 0,55 µg/ml á degi 0, 0,67 µg/ml á degi 14 og 0,65 µg/ml á degi 28 í lotu þar sem 75 mg aztreonam til innöndunar var gefið 3 sinnum á dag, sem gaf ekki til kynna neina uppsöfnun á aztreonam í blóði í kjölfar skömmtunar 3 sinnum á dag. Aftur á móti er sermisstyrkur aztreonam í kjölfar lyfjagjafar aztreonam til inndælingar (500 mg) u.þ.b. 54 µg/ml.

Styrkur aztreonams í plasma hjá börnum á aldrinum 3 mánaða til < 6 er sambærilegur við það sem kom fram hjá börnum > 6 ára, unglingum og fullorðnum.

Dreifing

Próteinbinding aztreonams í plasma er u.þ.b. 77% við klínískt marktækan styrk í plasma.

Umbrot

Aztreonam verður ekki fyrir verulegu umbroti. Megin umbrotsefnið (SQ26,992) er óvirkt og myndast við opnun beta-laktam hrings af völdum vatnsrofs. Söfnunargögn gefa til kynna að u.þ.b. 10% af skammtinum skiljist út sem umbrotsefni.

Brotthvarf

Helmingunartími brotthvarfs aztreonam úr sermi er u.þ.b. 2,1 klst. hvað varðar innöndun, sem er líkt því sem tilkynnt hefur verið um aztreonam til inndælingar. U.þ.b. 10% heildarskammts af aztreonam til innöndunar skilst út með þvagi sem óbreytt lyf, samanborið við 60-65% í kjölfar lyfjagjafar aztreonam til inndælingar í æð. Aztreonam sem frásogast í blóð hverfur brott nokkurn veginn í jöfnum mæli með virkri pípluseytingu og gauklasíun.

Lyfjahvörf hjá sérstökum sjúklingahópum

Aldur og kyn

Ekki varð vart við nein klínískt marktæk áhrif af aldri eða kyni á lyfjahvörf aztreonam.

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi

Lyfjahvarfarannsóknir hafa enn ekki verið framkvæmdar á sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi.

Lyfjahvörf aztreonam til inndælingar

Hámarksgildum aztreonam er náð u.þ.b. einni klst. eftir lyfjagjöf í vöðva. Í kjölfar sömu stöku skammta í vöðva eða í æð er styrkur í sermi sambærilegur eftir 1 klst. (1,5 klst. frá upphafi innrennslis í æð) með svipaðri lækkun á sermisstyrk eftir það. Helmingunartími aztreonam í sermi var að meðaltali 1,7 klst. hjá einstaklingum með eðlilega nýrnastarfsemi, óháð skammti og íkomuleið. Hjá heilbrigðum einstaklingum skildist 60-70% staks skammts gefnum í vöðva eða æð út í þvagi innan

8 klst. og útskilnaði með þvagi var að mestu leyti lokið innan 12 klst.

Börn

2. stigs og 3. stigs skráningarrannsóknir með samanburði við lyfleysu gerðu það kleift að bera saman styrk Cayston í plasma 1 klst. eftir skömmtun samkvæmt aldri (6 til 12 ára, 13 til 17 ára og ≥ 18 ára). Upplýsingar úr þessum rannsóknum sýndu fram á lágmarksmun á meðaltali styrks aztreonams í plasma á milli aldurshópa sjúklinga sem fengu Cayston 3 sinnum á dag.

Samansafnaðar upplýsingar um styrk í hráka úr 2. stigs og 3. stigs skráningarrannsóknunum bentu til lægri meðaltalsstyrks í hráka hjá sjúklingum á aldrinum 13 til 17 ára í kjölfar eins skammts af Cayston 3 sinnum á dag. Hins vegar var sýnt fram á hlutfallslega mikil staðalfrávik hvað varðar meðalstyrksgildi í hráka.

5.3Forklínískar upplýsingar

104 vikna eiturefnafræðileg rannsókn á innöndun hjá rottum þar sem krabbameinsvaldandi áhrif stigaukinna skammta af aztreonam voru metin sýndi ekki fram á neina lyfjatengda aukningu á illkynja æxlum.

Rannsóknir á eiturverkunum á erfðaefni (próf á litningabreytingum og stökkbreytingum í eitlaæxlum músa) með aztreonam reyndust neikvæðar.

Frjósemis- og fósturskemmdarannsóknir og rannsóknir gerðar í kringum og í kjölfar fæðingar voru framkvæmdar á aztreonam til inndælingar í æð hjá rottum í daglegum skömmtum sem námu allt að 750 mg/kg án þess að vart yrði við aukaverkanir. Örlítið dró úr lifunarhlutfalli meðan á mjólkun stóð hjá afkvæmum þeirra rotta sem fengu hæsta skammtinn.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Stofn

L-lýsín

Leysir

Natríumklórið

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

Hettuglas með stofni: 4 ár.

Leysir: 3 ár.

Eftir blöndun er mælt með að nota Cayston tafarlaust. Ef blönduð lausn er ekki notuð tafarlaust skal geyma hana við 2°C - 8°C og nota innan 8 klst. Geymslutími við notkun og aðstæður fyrir notkun eru á ábyrgð notanda.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Hettuglas með stofni og lykja með leysi: Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má geyma utan kælis, en við lægri hita en 25°C í allt að 28 daga.

Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

Hettuglas með stofni: Gulbrúnt hettuglas úr gleri af gerð I með sílikonþöktum gráum gúmmítappa og afrífanlegri hettu úr áli, með eða án blás loks.

Leysir: 1 ml lágþéttleika pólýetýlen lykja.

Hver 28 daga pakkning af Cayston inniheldur 84 hettuglös af frostþurrkuðu aztreonam og 88 lykjur með leysi. Fjórar auka lykjur með leysi fylgja ef efnið skyldi hellast niður.

Eftirtaldar pakkningastærðir eru fáanlegar:

28 daga pakkning af Cayston

Pakkning sem inniheldur eina 28 daga pakkningu af Cayston ásamt einu Altera eimgjafatæki

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Blöndun

Aðeins skal blanda Cayston við meðfylgjandi leysi. Í kjölfar blöndunar er Cayston tær, litlaus eða örlítið lituð lausn.

Ráðlagt er að gefa Cayston tafarlaust eftir blöndun við leysi. Ekki má blanda Cayston fyrr en gefa á lyfjaskammtinn. Eitt hettuglas úr gleri með Cayston er opnað með því að rífa og lyfta bláa lokinu eða lyfta málmflipanum efst, málmhringurinn er fjarlægður með því að toga varlega í flipann (nota má litla töng til að fjarlægja málmhringinn ef á þarf að halda) og grái gúmmítappinn fjarlægður. Vökvinn er kreistur úr einni lykju með leysi í hettuglasið úr gleri. Hettuglasinu er síðan snúið varlega í hringi þar til innihaldið hefur leyst algjörlega upp. Blönduðu Cayston er svo hellt í Altera eimgjafatækið og skammturinn gefinn.

Cayston er gefið með innöndun í 2 til 3 mínútur í senn með sérstöku Altera eimgjafatæki fyrir Cayston og Altera úðagjafa sem tengdur er við eBase stilli eða eFlow rapid stýrieiningu. Cayston ætti ekki að nota með öðru eimgjafatæki eða úðagjafa. Ekki skal blanda Cayston við önnur lyf í Altera eimgjafatækinu. Ekki setja önnur lyf í Altera eimgjafatækið.

Ekki leysa eða blanda Cayston við aðra leysa eða lyf. Ekki leysa meira en einn skammt upp í einu. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Gilead Sciences International Ltd

Granta Park

Abington

Cambridge

CB21 6GT

Bretlandi

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/09/543/001

EU/1/09/543/002

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 21. september 2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis:

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf