Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Cayston (aztreonam lysine) – Fylgiseðill - J01DF01

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsCayston
ATC-kóðiJ01DF01
Efniaztreonam lysine
FramleiðandiGilead Sciences International Limited

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Cayston 75 mg stofn og leysir fyrir eimgjafa, lausn

Aztreonam

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Ífylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Cayston og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Cayston

3.Hvernig nota á Cayston

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Cayston

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Cayston og við hverju það er notað

Cayston inniheldur virka efnið aztreonam. Cayston er sýklalyf sem notað er til að halda niðri langvinnum lungnasýkingum af völdum bakteríunnar Pseudomonas aeruginosa hjá sjúklingum 6 ára og eldri með slímseigjusjúkdóm. Slímseigjusjúkdómur er lífshættulegur erfðasjúkdómur sem legst á slímmyndandi kirtla innri líffæra, einkum lungna, en einnig lifrar, briss og meltingarkerfis. Slímseigjusjúkdómur í lungum leiðir til þess að þau stíflast með þykku og límkenndu slími. Þetta veldur öndunarerfiðleikum.

2. Áður en byrjað er að nota Cayston

Ekki má nota Cayston

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir aztreonam eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Cayston er notað:

-ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverjum öðrum sýklalyfjum (eins og penicillínum, cefalóspórínum, og/eða karbapenem lyfjum)

-ef þú þolir ekki eða færð þrengsli fyrir brjóstið við töku annarra lyfja til innöndunar

-ef þú ert með nýrnavandamál

-ef þú hefur einhvern tíma hóstað upp blóði

-ef þú hefur einhvern tíma fengið verri útkomu lungnaprófa

-Ef eitthvað af þessu á við um þig láttu lækninn vita áður en þú notar Cayston.

Þar sem Cayston er lyf til innöndunar getur það valdið hósta sem getur leitt til þess að þú hóstir upp blóði. Ef þú hefur einhvern tíma hóstað upp blóði skaltu aðeins nota Cayston ef læknirinn telur að ávinningur af notkun lyfsins vegi þyngra en hættan á að hósta upp blóði.

Hugsanlegt er að útkoma lungnaprófa lækki tímabundið meðan á meðferð með Cayston stendur en það eru venjulega ekki langvarandi áhrif.

Börn

Cayston er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Cayston

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað.

Engin klínísk gögn liggja fyrir um notkun Cayston fyrir barnshafandi konur og því ættir þú ekki að taka Cayston meðan á meðgöngu stendur nema þú hafir rætt það sérstaklega við lækninn.

Ef þú ætlar þér að hafa barn á brjósti skaltu spyrja lækninn ráða áður en þú tekur Cayston. Þú getur haft barn á brjósti meðan á Cayston meðferð stendur þar sem það magn af Cayston sem hugsanlega berst í barnið við brjóstagjöf er afar lítið.

Akstur og notkun véla

Ekki er búist við að Cayston hafi áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

3.Hvernig nota á Cayston

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er:

-Taktu Cayston 3 sinnum á dag í endurteknum 28 daga meðferðarlotum og gerðu svo

28 daga hlé á meðferðinni með Cayston. Taka skal hvern skammtanna þriggja með innöndun með minnst fjögurra klukkustunda millibili og með Altera eimgjafatæki. Þú getur annaðhvort notað eBase stilli eða eFlow rapid stýrieiningu með Altera eimgjafatækinu.

-Hver skammtur er eitt hettuglas með Cayston blandað við eina lykju með leysi. Blanda verður Cayston við leysi áður en því er andað inn með Altera eimgjafa.

Helltu tilbúinni Cayston lausn í Altera eimgjafatækið (sjá hér á eftir). Það tekur 2 til 3 mínútur að anda að sér skammtinum.

Notaðu berkjuvíkkandi lyf fyrir töku hvers skammts af Cayston. Taka má berkjuvíkkandi lyf með stutta virkni 15 mínútum til 4 klst. og berkjuvíkkandi lyf með langa virkni 30 mínútum til 12 klst. fyrir hvern skammt af Cayston.

Ef þú notar annars konar meðferð til innöndunar til að meðhöndla slímseigjusjúkdóm er mælt með eftirfarandi röð:

1.berkjuvíkkandi lyf

2.slímleysandi lyf (lyf sem hjálpar til við að leysa upp þykka slímið sem myndast í lungunum) og að lokum:

3.Cayston.

Ekki blanda Cayston saman við önnur lyf í Altera eimgjafatækinu.

-Ekki setja önnur lyf í Altera eimgjafatækið.

-Ekki hella aztreonam til notkunar í æð (til inndælingar) í Altera eimgjafatækið. Aztreonam til notkunar í æð hentar ekki til innöndunar.

Hvernig á að taka Cayston með Altera eimgjafatækinu

Þú þarft eftirfarandi hluti:

Eitt gulbrúnt hettuglas með Cayston, með eða án blás loks.

Eina plastlykju með leysi (0,17% þyngd/rúmmál natríumklórið lausn). Upplýsingarnar sem fram koma á lykju með leysi eru aðeins til á ensku (sjá kafla 6).

Altera eimgjafatæki með Altera úðagjafa tengdan við eFlow stýrieiningu af gerðinni 178 (eFlow rapid) eða 678 (eBase stilli).

Þú þarft að nota sérstakt Altera eimgjafatæki fyrir Cayston með Altera úðagjafa. Ekki reyna að taka Cayston með annarri tegund eimgjafatækis (þ.m.t. eFlow rapid eimgjafatækinu).

Gakktu úr skugga um að eimgjafinn virki á réttan hátt áður en þú hefur meðferðina með Cayston. Lestu leiðbeiningar framleiðanda um notkun sem fylgja Altera eimgjafakerfinu vandlega.

Undirbúningur Cayston fyrir innöndun

-Ekki undirbúa Cayston fyrr en þú ert tilbúin/n að nota skammtinn.

-Ekki skal nota Cayston ef vart verður við að átt hefur verið við pakkninguna.

-Ekki nota Cayston ef það hefur verið geymt utan kælis lengur en í 28 daga.

-Ekki nota leysi eða uppleyst Cayston ef efnið er skýjað eða ef vart verður við agnir í lausninni.

1.Taktu eitt gulbrúnt hettuglas með Cayston og eina lykju með leysi úr öskjunni. Aðskilja þarf lykjurnar með leysi með því að toga þær varlega í sundur.

2.Sláðu varlega gulbrúna hettuglasið sem inniheldur Cayston þannig að stofninn setjist á botninum. Þetta hjálpar til við að tryggja að þú fáir réttan skammt af lyfinu.

3.Opnaðu gulbrúna hettuglasið: rífðu og lyftu upp bláa lokinu eða lyftu málmflipanum efst (Mynd 1a) og togaðu niður (Mynd 1b) til að fjarlægja varlega allan málmhringinn og hettuna í heilu lagi af hettuglasinu (Mynd 1c). Fargið hringnum á öruggan hátt. Fjarlægið gúmmítappann varlega.

4.Opnaðu lykjuna með leysi með því að snúa endanum. Kreistu allt innihaldið í hettuglasið (Mynd 1d). Næst snúið hettuglasinu varlega í hringi þar til stofninn hefur leyst algjörlega upp og vökvinn er tær.

Best er að nota Cayston tafarlaust eftir að lausnin er undirbúin. En ef þú getur ekki notað undirbúinn skammt strax skaltu setja tappann aftur í hettuglasið og geyma í kæli. Nota skal undirbúna lausnina innan 8 klst.

Mynd 1a

Mynd 1b

Mynd 1c

Mynd 1d

Undirbúningur Altera eimgjafans við töku Cayston

1.Gakktu úr skugga um að Altera eimgjafatækið sé á flötu, stöðugu undirlagi.

2.Fjarlægðu lyfjalokið með því að snúa rangsælis.

3.Helltu öllu undirbúna Cayston úr hettuglasinu og inn í lyfjageyminn á Altera eimgjafatækinu (Mynd 2a). Athugaðu að tæma hettuglasið alveg. Sláðu hettuglasinu varlega í hlið lyfjageymisins ef á þarf að að halda.

4.Lokaðu lyfjageyminum með því að setja stýritappana á lyfjalokinu í raufirnar á geyminum. Þrýstu því niður og snúðu lokinu réttsælis eins langt og hægt er (Mynd 2b).

Mynd 2a

 

Mynd 2b

Notkun Altera eimgjafans við töku Cayston

1.Hefðu meðferðina. Sittu í afslappaðri, uppréttri stöðu. Haltu eimgjafatækinu beinu, settu munnstykkið í munninn og lokaðu vörunum utan um það (Mynd 3).

Mynd 3

Haltu eimgjafatækinu beinu.

2.Þrýstu á On/Off hnappinn á stýrieiningunni í nokkrar sekúndur. Þú heyrir hljóðmerki (1 „píp“) og stöðuljósið verður grænt.

3.Eftir nokkrar sekúndur berst úði inni í úðarými Altera eimgjafatækisins. Ef úðinn berst ekki um tækið skaltu skoða Altera handbókina til að fá frekari upplýsingar.

4.Andaðu eðlilega (inn og út) um munnstykkið. Forðastu að anda um nefið. Haltu áfram að anda rólega inn og út þar til meðferðinni er lokið.

5.Þegar lyfjaskammturinn hefur allur komist til skila heyrir þú hljóðmerki sem táknar „meðferð er lokið“ (2 píp).

6.Þegar meðferðinni er lokið opnaðu lyfjalokið til að tryggja að lyfið hafi allt verið notað. Hugsanlegt er að nokkrir dropar af lyfinu séu eftir í geyminum í lok meðferðar. Ef meira er eftir en nokkrir dropar af vökvanum skaltu setja lyfjalokið aftur á og hefja meðferðina á ný.

7.Þegar meðferð er lokið taktu stýrieininguna úr sambandi og taktu Altera eimgjafatækið í sundur svo hægt sé að hreinsa það og sótthreinsa. Sjá meðfylgjandi leiðbeiningar framleiðanda um notkun hvað varðar hreinsun og sótthreinsun Altera eimgjafatækisins.

Hvað gerist ef ég þarf að stöðva meðferð áður en henni lýkur?

8.Ef þú þarft af einhverjum ástæðum að stöðva meðferð áður en henni lýkur þrýstu á On/Off hnappinn í heila sekúndu. Til að hefja meðferðina á ný þrýstu á On/Off hnappinn í heila sekúndu og hefðu svo meðferðina á ný.

Skipt um Altera eimgjafatækið

Altera eimgjafatækið er hannað til þess að endast meðan á þremur 28 daga lotum af Cayston stendur ef það er notað á réttan hátt. Að þessum tíma liðnum skal skipta um Altera eimgjafatækið, þar með talinn úðagjafann. Ef þú tekur eftir breytingu á afköstum tækisins fyrir þennan tíma (til dæmis ef það tekur lengri tíma að fá fram úða en 5 mínútur) skaltu lesa leiðbeiningar um notkun fyrir Altera eimgjafann.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef þú hefur notað stærri skammt af Cayston en mælt er fyrir um skaltu ráðfæra þig við lækni eða lyfjafræðing tafarlaust.

Ef gleymist að nota Cayston

Ef þú gleymir skammti getur þú samt tekið alla dagskammtana 3 svo lengi sem minnst 4 klst. líða á milli skammta. Ef þú nærð ekki 4 klst. hléi skaltu sleppa skammtinum sem gleymdist.

Ef hætt er að nota Cayston

Ekki hætta að nota Cayston nema ráðfæra þig við lækninn fyrst.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ef þú færð útbrot, láttu lækninn vita tafarlaust því slíkt getur þýtt að þú sért að fá ofnæmisviðbrögð við Cayston.

Mjög algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá fleiri en 1 notanda af 10)

-Hósti

-Stíflað nef

-Önghljóð

-Særindi í hálsi

-Mæði

-Sótthiti. Þetta kann að koma oftar fyrir hjá börnum en fullorðnum.

Algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 notendum af 100)

-Öndunarörðugleikar

-Óþægindi fyrir brjósti

-Nefrennsli

-Blóðhósti

-Útbrot

-Liðverkir

-Verri útkoma lungnaprófa

Sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 notendum af 1.000)

-Þroti í liðum

Eftirfarandi aukaverkanir hafa komið fyrir eftir notkun aztreonam til inndælingar, en ekki eftir notkun Cayston: bólga í andliti, vörum, tungu og/eða hálsi ásamt erfiðleikum við kyngingu eða öndun, svitamyndun, erting í húð og flögnun, kláðaútbrot, roði í andliti, litlir rauðir flekkir og örsjaldan blöðrumyndun í húð. Allt geta þetta verið merki um ofnæmisviðbrögð.

Láttu lækninn vita ef þú finnur fyrir einhverjum af þessum aukaverkunum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Cayston

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á áletrun hettuglass, lykju með leysi og öskju. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Hettuglas með stofni og lykja með leysi:

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Órofið hettuglass má einnig geyma utan kælis en við lægri hita en 25°C í allt að 28 daga.

Nota skal lyfið tafarlaust eftir undirbúning. Ef undirbúin lausn er ekki notuð tafarlaust skal geyma hana við 2°C - 8°C og nota innan 8 klst. Ekki undirbúa meira en einn skammt í einu.

Ekki skal nota lyfið ef vart verður við að átt hefur verið við pakkninguna.

Ekki nota lyfið ef það hefur verið geymt utan kælis lengur en í 28 daga.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Cayston og leysirinn innihalda

-Hettuglasið með stofninum inniheldur 75 mg aztreonam (sem lýsín).

-Lykjan með leysi inniheldur vatn fyrir stungulyf og natríumklórið. Áprentun lykjunnar er aðeins á ensku. Upplýsingarnar sem fram koma á lykjunni koma fram hér á eftir:

Leysir fyrir Cayston

Natríumklórið 0,17%

Aðeins til innöndunar

1 ml

GILEAD SCIENCES

Lýsing á útliti Cayston og pakkningastærðir

Cayston er hvítur eða ljósleitur stofn og leysir fyrir eimgjafa, lausn.

Cayston kemur fyrir í 2 ml gulbrúnu hettuglasi úr gleri með gráum gúmmítappa og afrífanlegri hettu úr áli, með eða án blás loks.

Leysirinn (1 ml) kemur fyrir í lykju úr plasti.

Hver 28 daga pakkning af Cayston inniheldur 84 hettuglös af frostþurrkuðu Cayston og 88 lykjur með leysi. Fjórar auka lykjur með leysi fylgja ef efnið skyldi hellast niður.

Eftirtaldar pakkningastærðir eru fáanlegar:

28 daga pakkning af Cayston

Pakkning sem inniheldur eina 28 daga pakkningu af Cayston ásamt einu Altera eimgjafatæki

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi:

Gilead Sciences International Ltd

Granta Park

Abington

Cambridge

CB21 6GT

Bretlandi

Framleiðandi:

Gilead Sciences Ireland UC

IDA Business & Technology Park Carrigtohill

County Cork Írlandi

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Gilead Sciences Belgium SPRL-BVBA

Gilead Sciences Sweden AB

Tél/Tel: + 32 (0) 2 401 35 50

Tel: + 46 (0) 8 5057 1849

България

Luxembourg/Luxemburg

Gilead Sciences International Ltd

Gilead Sciences Belgium SPRL-BVBA

Teл.: + 44 (0) 20 7136 8820

Tél/Tel: + 32 (0) 2 401 35 79

Česká republika

Magyarország

Gilead Sciences s.r.o

Gilead Sciences International Ltd

Tel: + 420 910 871 9862

Tel: + 44 (0) 20 7136 8820

Danmark

Malta

Gilead Sciences Sweden AB

Gilead Sciences International Ltd

Tlf: + 46 (0) 8 5057 1849

Tel: + 44 (0) 20 7136 8820

Deutschland

Nederland

Gilead Sciences GmbH

Gilead Sciences Netherlands B.V.

Tel: + 31 (0) 20 718 36 98

Eesti

Norge

Gilead Sciences Sweden AB

Gilead Sciences Sweden AB

Tel: + 46 (0) 8 5057 1849

Tlf: + 46 (0) 8 5057 1849

Ελλάδα

Österreich

Gilead Sciences Ελλάς Μ.ΕΠΕ.

Gilead Sciences GesmbH

Τηλ: +30 210 8930 100

Tel: + 43 1 260 830

España

Polska

Gilead Sciences, S.L.

Gilead Sciences Poland Sp. z o.o.

Tel: + 34 91 378 98 30

Tel: + 48 22 262 8702

France

Portugal

Gilead Sciences

Gilead Sciences, Lda.

Tél: + 33 (0) 1 46 09 41 00

Tel: + 351 21 7928790

Hrvatska

România

Gilead Sciences International Ltd

Gilead Sciences International Ltd

Tel: + 44 (0) 20 7136 8820

Tel: + 44 (0) 20 7136 8820

Ireland

Slovenija

Gilead Sciences Ltd

Gilead Sciences International Ltd

Tel: + 44 (0) 8000 113700

Tel: + 44 (0) 20 7136 8820

Ísland

Slovenská republika

Gilead Sciences Sweden AB

Gilead Sciences International Ltd

Sími: + 46 (0) 8 5057 1849

Tel: + 421 232 121 210

Italia

Suomi/Finland

Gilead Sciences S.r.l.

Gilead Sciences Sweden AB

Tel: + 39 02 439201

Puh/Tel: + 46 (0) 8 5057 1849

Κύπρος

Sverige

Gilead Sciences Ελλάς Μ.ΕΠΕ.

Gilead Sciences Sweden AB

Τηλ: + 30 210 8930 100

Tel: + 46 (0) 8 5057 1849

Latvija

United Kingdom

Gilead Sciences Sweden AB

Gilead Sciences Ltd

Tel: + 46 (0) 8 5057 1849

Tel: + 44 (0) 8000 113700

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður .

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf