Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Ceplene (histamine dihydrochloride) – Samantekt á eiginleikum lyfs - L03AX14

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsCeplene
ATC-kóðiL03AX14
Efnihistamine dihydrochloride
FramleiðandiMeda AB

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Ceplene 0,5 mg/0,5 ml stungulyf, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

Hvert hettuglas með 0,5 ml af lausn inniheldur 0,5 mg af histamín tvíhýdróklóríði.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn.

Tær, litlaus vatnslausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Ceplene viðhaldsmeðferð er ætluð fullorðnum sjúklingum með brátt kyrningahvítblæði (AML) í fyrsta sjúkdómshléi samhliða interleukin-2 (IL-2). Ekki hefur að fullu verið sýnt fram á verkun Ceplene hjá sjúklingum eldri en 60 ára.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Ceplene viðhaldsmeðferð skal gefa eftir lok framhaldsmeðferðar (consolidation therapy) sjúklingum sem fá samhliða meðferð með IL-2 undir eftirliti læknis með reynslu af meðferð bráðs kyrningahvítblæðis.

Skammtar

Leiðbeiningar um skammta fyrir Ceplene samhliða IL-2 er að finna í kaflanum um skömmtun hér fyrir neðan.

Interleukin-2 (IL-2)

IL-2 er gefið inn tvisvar á dag með inndælingu undir húð 1 til 3 mínútum áður en Ceplene er gefið inn; hver skammtur af IL-2 er 16.400 a.e./kg (1 µg/kg).

Interleukin-2 (IL-2) er fáanlegt sem raðbrigða IL-2, þá kallað aldesleukin. Eftirfarandi leiðbeiningar um afhendingu og geymsluskilyrði eiga við um aldesleukin.

Leiðbeiningar fyrir afhendingu IL-2 (aldesleukin)

IL-2 (aldesleukin) á að blanda, þynna og afhenda að viðhafðri smitgát í pólýprópýlen túberkúlín sprautur sem lokaðar eru með tappa í apóteki. Miða skal skammt við þyngd sjúklingsins og er ráðlagður skammtur 16.400 a.e./kg (1 µg/kg) (sjá skammtatöflu fyrir aldesleukin hér fyrir aftan). Afhenda má sjúklingi allt að tveggja vikna birgðir af áfylltum lokuðum túberkúlín sprautum til notkunar í heimahúsi, með leiðbeiningum um að fyrir notkun eigi að geyma sprauturnar í kæli við 2°C-8°C.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að þynnt aldesleukin (afhent í pólýprópýlen túberkúlín sprautum sem lokaðar eru með tappa) helst efnafræðilega stöðugt og sæft í allt að þrjár vikur þegar það er undirbúið með smitgát við stýrðar aðstæður og geymt í kæli við 2°C-8°C.

ATH: Afhending aldesleukin á að fara fram með smitgát við stýrðar aðstæður.

Afhending þynnts IL-2 (aldesleukins) fyrir hvern sjúkling

Fyrir sérhvern sjúkling er, að viðhafðri smitgát, þynnt IL-2 (aldesleukin) dregið upp í sæfða pólýprópýlen túberkúlín sprautu, sem er lokuð með tappa og er skammtur sjúklings miðaður við 1 µg/kg. Lágmarksrúmmál venjulegs skammts er 0,25 ml (50 µg) og hámarksrúmmmál er 0,5 ml (100 µg). Skammastærð miðað við þyngd sjúklings er sýnd í töflu 1 hér fyrir neðan. Taflan sýnir einnig það rúmmál sem gefa á ef ávísað hefur verið 20% minni skömmtum.

Tafla 1: Skammtatafla fyrir IL-2 (aldesleukin)

 

 

Inndælingar

20%

Þyngd sjúklings

Venjulegur

rúmmál *

skammtaminnkun

(kg)

skammtur (µg)

(ml)

inndælingar

 

rúmmál (ml)**

 

 

 

 

≤50

0,25

0,20

 

 

 

 

>50 til ≤60

0,30

0,25

>60 til ≤70

0,35

0,30

>70 til ≤80

0,40

0,30

 

 

 

 

>80 til ≤90

0,45

0,35

 

 

 

 

>90 to ≤100

0,50

0,40

 

 

 

 

>100

0,50

0,40

*Rúmmál inndælingar er námundað upp að næstu 0,05 ml

**Rúmmál inndælingar sem er byggt á 20% skammtaminnkun eru námunduð þannig að raunveruleg skammtaminnkun getur verið breytileg frá 15%-25%.

Ceplene

0,5 ml af lausn nægja fyrir stakan skammt (sjá kafla 6.6).

Ceplene er gefið inn 1 til 3 mínútum eftir hverja inndælingu af IL-2. Hver 0,5 ml skammtur af Ceplene er gefinn inn hægt á 5-15 mínútum.

Meðferðarlotur

Ceplene og IL-2 eru gefin inn í 10 meðferðarlotum: hver lota felur í sér meðferð í 21 dag (3 vikur) og þar á eftir fer þriggja vikna eða sex vikna tímabil án meðferðar.

Lotur 1-3 fela í sér 3 meðferðarvikur og svo 3 vikna meðferðarhlé. Lotur 4-10 fela í sér 3 meðferðarvikur og svo 6 vikna meðferðarhlé.

Ráðlagðir skammtar eru sýndir í Töflu 2 og 3.
Tafla 2: Meðferðarlotur 1-3 með Ceplene og IL-2

Vika númer (v)*

 

Meðferð*

Lota 1

Lota 2

Lota 3

 

v.1 til v.3

v.7 til v.9

v.13 til v.15

IL-2 16.400 a.e./kg fylgt eftir með 0,5 ml af

(dagar 1-21)

(dagar 1-21)

(dagar 1-21)

Ceplene. Tvisvar á dag.

v.4 til v.6

v.10 til v.12

v.16 til v.18

Meðferðarhlé (3 vikur).

*sjá skammtabreytingar varðandi skilyrði fyrir skammtabreytingum og skammtaáætlun.

Tafla 3: Meðferðarlotur 4-10 með Ceplene og IL-2, sama og fyrir Töflu 2 að ofan, fyrir utan fjölda lotna og lengd hvíldartímabila

Vika númer (v)*

 

 

 

 

Meðferð*

otur

 

 

 

 

 

 

 

 

v.19

v.28

v.37

v.46

v.55

v.64

v.73

IL-2 16.400 a.e./kg fylgt eftir með 0,5 ml

til

til

til

til

til

til

til

af Ceplene. Tvisvar á dag.

v.21

v.30

v.39

v.48

v.57

v.66

v.75

 

v.22

v.31

v.40

v.49

v.58

v.67

v.76

Meðferðarhlé (6 vikur).

til

til

til

til

til

til

til

 

v.27

v.36

v.45

v.54

v.63

v.81

 

*sjá skammtabreytingar varðandi skilyrði fyrir skammtabreytingum og skammtaáætlun.

Skammtabreytingar

Fylgjast skal með sjúklingum m.t.t. einkenna þeirra aukaverkana og breytinga á rannsóknarniðurstöðum sem búist er við tengslum við þessa meðferð. Breyta skal skömmtum af Ceplene og IL-2 eins og nauðsyn krefur hjá hverjum einstökum sjúklingi eftir því hvernig hann þolir meðferðina. Mælt er með að skammtabreytingar fari fram snemma á meðferðartímanum. Lækkun skammta getur verið tímabundin eða varanleg.

Ef eituráhrif vegna Ceplene koma fram (eins og lágþrýstingur, höfuðverkur) er hægt að auka inndælingarhraðann úr 5 mínútum í að hámarki 15 mínútur.

Sjúklingar með 1. stigs eiturverkanir

Ekki mælt með skammtabreytingum nema ef um er að ræða 1. stigs taugaeitrun og 1. stigs almenna eitrunarhúðbólgu. Við þess háttar 1. stigs eitranir skal fylgja viðeigandi ráðleggingum hér að neðan:

Sjúklingar með 1.-4. stigs taugaeitrun

-Við 1. til 3. stigs eituráhrif skal hætta meðferð þar til eituráhrif eru komin niður í stig 0. Síðan skal hefja meðferð aftur með 20% lægri skammti af bæði Ceplene og IL-2.

-Við 4. stigs eituráhrif skal íhuga að hætta meðferð.

Sjúklingar með 1.-4. stigs almenna eitrunarhúðbólgu

-Við 1. stigs eituráhrif skal fresta meðferð um 48 klukkustundir eða þar til öll einkenni eru horfin. Síðan skal hefja meðferð aftur með fullum skammti af Ceplene, en lækka IL-2 skammtinn um 20%.

-Við 2. stigs eituráhrif skal lækka IL-2 skammtinn um 50% og einungis auka hann í fullan skammt ef einkenni koma ekki aftur fram. Ceplene og IL-2 skammta skal svo gefa með 60 mínútna biðtíma á milli inngjafa og halda því í gegnum allar loturnar.

-Við 3. og 4. stigs eituráhrif skal hætta meðferð og ekki hefja hana aftur fyrr en aukaverkanir eru horfnar. Meðferð skal einungis hefja aftur eftir mat á áhættu/ávinningi fyrir sjúklinginn.

Sjúklingar með 2. stigs eituráhrif (þar á meðal á hjartastarfsemi, nýru eða lifur)

-Meðferð skal hætt þar til eituráhrifin eru komin niður í 1. stig.

-Inndælingartími Ceplene skammtsins skal lengdur í að hámarki 15 mínútur.

-Eituráhrifum á hjarta, lifur eða nýru skal mæta með lækkun skammta af bæði Ceplene og IL-2 um 20%.

Sjúklingar með 3. og 4. stigs eituráhrif (þar á meðal lágþrýsting og hjartsláttartruflanir)

-Meðferð skal hætt þar til eituráhrifin hafa gengið tilbaka. Hámarkshlé er ein meðferðarlota til að 3. og 4. stigs eituráhrifin gangi tilbaka.

Meðferð við þrálátum lágþrýstingi, höfuðverk, hjartsláttartruflunum og eituráhrifum á hjarta, lifur og nýru

-Inndælingartími Ceplene skammtsins skal lengdur í að hámarki 15 mínútur. -Skammtinn af bæði Ceplene og IL-2 skal minnka um 20%.

Hiti

-Hætta má inngjöf á IL-2 í 24 klukkustundir og byrja svo inngjöf á ný með 20% lægri skammti.

Óeðlilegur fjöldi hvítra blóðkorna

-Hægt er að lækka IL-2 skammtinn um 20% það sem eftir lifir meðferðarlotu og ef fjöldi hvítra blóðkorna verður aftur óeðlilegur í næstu meðferðarlotu er mælt með að lækka IL-2 skammtinn varanlega.

Staðbundin eitrunarhúðbólga

-Meðferð skal hætt þar til einkenni eru horfin. Hægt er að hefja aftur meðferð með því að gefa fullan skammt af Ceplene og 50% af skammti af IL-2.

Sérstakir hópar

Skert nýrnastarfsemi

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi geta verið viðkvæmari fyrir blóðþrýstingslækkandi áhrifum Ceplene. Þótt ekki séu greinanleg áhrif á lyfjahvörf Ceplene, af því hversu alvarleg skerðing á nýrnastarfsemi sjúklings er, skal gæta varúðar við notkun Ceplene þegar um er að ræða sjúklinga með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi. Hins vegar er venjulega engin þörf á að minnka Ceplene skammta við meðferð sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Gæta skal varúðar við notkun Ceplene hjá sjúklingum með miðlungs til alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi (sjá kafla 5.2). Þéttni Ceplene í plasma er hærri hjá sjúklingum með miðlungs til alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi og þessir sjúklingar hafa tilhneigingu til að fá oftar hraðtakt og lækkun á blóðþrýstingi eftir inngjöf með Ceplene en sjúklingar með eðlilega eða lítið skerta lifrarstarfsemi. Hins vegar var ekki samband á milli þéttni lyfsins í plasma og aukaverkanana og þær fylgdu ekki náið útsetningu fyrir lyfinu. Venjulega er ekki þörf á skammtalækkunum þegar Ceplene er notað við meðferð sjúklinga með skerta lifrarstarfsemi, en gæta skal varúðar hjá þessum sjúklingum.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun Ceplene hjá börnum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Ceplene er eingöngu til notkunar undir húð.

Einni til 3 mínútum eftir að inngjöf IL-2 undir húð er lokið skal gefa Ceplene með hægri inndælingu undir húð á hraða sem ekki fer yfir 0,1 ml (0,1 mg histamín tvíhýdróklóríð) á mínútu. Venjulegur tími fyrir inngjöf á 0,5 ml Ceplene skammti er 5 mínútur. Til að draga úr hugsanlegum aukaverkunum má lengja inngjafartímann upp í að hámarki 15 mínútur eins og segir hér að neðan. Hægt er að gefa Ceplene inn utan sjúkrahúss (ambulatory infusion) með sprautudælu eða stýrðri handvirkri inndælingu undir húð með sprautu með tímastilli.

Fyrsta Ceplene og IL-2 skammt á degi 1 við upphaf fyrstu meðferðarlotu skal gefa á lækningastofnun undir beinu eftirliti læknis. Eftirlit með sjúklingi á degi 1 skal fela í sér eftirlit með lífsmörkum þ.á m. púlsi, blóðþrýstingi og öndunarhraða. Ef líksmörk breytast verulega hjá sjúklingnum skal læknirinn meta ástand hans og fylgjast áfram með lífsmörkum; fylgjast skal með þessum sjúklingum í meðferðum sem á eftir fara.

Seinni inndælingar af Ceplene getur sjúklingurinn sjálfur séð um heimafyrir ef viðkomandi sýnir fram á góðan skilning á nauðsynlegum varúðarráðstöfunum og getu til inndælingar.

Best er að inndælingar fari fram undir eftirliti fullorðins fjölskyldumeðlims, vinar eða annars umönnunaraðila sem getur brugðist rétt við ef merki eða einkenni um lágþrýsting koma fram.

Bestu svæði til inndælingar eru læri eða kviður. Ekki skal dæla Ceplene inn í sama líkamshluta og IL-2.

Skammtana, sem gefnir eru af IL-2 og Ceplene tvisvar daglega, skal gefa með minnst 6 klukkutíma millibili. Sjúklingar skulu vera í hvíld í 20 mínútur eftir inndælingu Ceplene.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun og þynningu Interleukin-2 (aldesleukin) fyrir gjöf.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Sjúklingar með verulega skerta á hjartastarfsemi, t.d. NYHA flokk III/IV.

Sjúklingar sem fá sterameðferð, taka klónidín og H2 blokka.

Sjúklingar sem hafa gengist undir ósamgena stofnfrumuígræðslu.

Þungun.

Brjóstagjöf.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Gefa skal Ceplene inn 1 til 3 mínútum eftir IL-2 inngjöf, en ekki samhliða.

Hröð inndæling undir húð eða inndæling í æð getur valdið alvarlegum lágþrýstingi, hraðtakti eða yfirliði.

Meðferð með Ceplene samfara IL-2 skal fara fram með varúð hjá sjúklingum með vanmeðhöndlaða hjartabilun. Meta skal sjúkling með hjartasjúkdóm m.t.t. útfallsbrots vinstri slegils og samdráttar slegilveggja með hjartaómskoðun og áreynsluprófi með geislamerktu lyfi (nuclear medicine stress test).

Fylgjast skal með hugsanlegum klínískum fylgikvillum vegna lágþrýstings eða blóðþurrðar hjá sjúklingum í meðferð. Á degi 1 við upphaf fyrstu meðferðarlotu skal gefa Ceplene inn á lækningastofnun undir eftirliti læknisins. Eftirlit með sjúklingi á degi 1 skal fela í sér eftirlit með lífsmörkum eins og púlsi, blóðþrýstingi og öndunarhraða.

Eftirlit með sjúklingum á næstu meðferðardögum eða lotum á eftir skal viðhafa svo lengi sem sjúklingurinn sýnir verulegar breytingar á lífsmörkum við inngjöf á Ceplene. Ef verulegur lágþrýstingur eða skyld einkenni koma fram í næstu meðferðarlotum skal hefja skammtalækkun og ef þörf krefur skal inngjöf fara fram á sjúkrahúsi þar til svörun við meðferð leyfir inngjöf heimafyrir.

Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með eitthvað af eftirfarandi: Útslagæðakvilla með einkennum, hafa, eða hafa haft ætissár í maga eða vélinda með sögu um blæðingu, klínískt mikilvægan nýrnasjúkdóm og heilablóðfall á síðustu 12 mánuðum. Þar sem við á skal íhuga samhliða meðferð með prótónupumpuhemli.

Gæta skal varúðar við meðferð sjúklinga með klínískt mikilvæga sýkingu sem krefst notkunar sýklalyfja, sveppalyfja eða veiruhamlandi lyfja, eða sem hafa lokið meðferð við sýkingu innan 14 daga frá því hefja á meðferðina, nema notkun sýklalyfja og veiruhamlandi lyfja hafi verið varnandi meðferð.

Gæta skal varúðar við meðferð sjúklinga með sögu um sjálfsnæmissjúkdóma (þar á meðal rauða úlfa, bólgusjúkdóm í þörmum, sóra og iktsýki).

Mælt er með að fylgst sé með rannsóknaniðurstöðum, þar á meðal hefðbundinna blóðprófa og blóðefnafræðiprófa.

Gæta skal varúðar við meðferð sjúklinga sem nota eftirfarandi lyf (sjá kafla 4.5): -Beta-blokka eða önnur lyf gegn háþrýstingi.

-H1 blokka og sefandi lyf (geðrofslyf) með H1 viðtakablokkandi eiginleika. -Þríhringlaga þunglyndislyf sem gætu haft H1 og H2 viðtakablokkandi eiginleika. -Mónóamínoxidasahemlar og lyf við malaríu og höfgasótt.

-Tauga- og vöðvablokkandi lyf, deyfandi verkjalyf og ýmis skuggaefni.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Þrátt fyrir að skammtar séu ólíkir er læknum bent á samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) fyrir IL-2, þegar það er notað samhliða Ceplene, varðandi milliverkanir lyfsins.

Ekki skal nota H2 viðtakablokka með ímidasól-byggingu sem svipar til histamíns, t.d. címetidín, stera með almenna verkun og klónidín meðan á Ceplene meðferð stendur (sjá kafla 4.3).

Nota skal beta-blokka og önnur lyf gegn háþrýstingi með varúð við Ceplene meðferð. Samhliða notkun lyfja með eituráhrif á hjarta eða blóðþrýstingslækkandi lyfja getur aukið eituráhrif Ceplene.

Forðast skal H1 viðtakablokkandi andhistamín eða sefandi lyf (geðrofslyf) með H1 viðtakablokkandi eiginleikum sem gætu dregið úr verkun Ceplene.

Þríhringlaga þunglyndislyf geta haft H1 og H2 viðtakablokkandi áhrif og því skal forðast að nota þau.

Mónóamínoxidasahemlar, lyf við malaríu og höfgasótt geta breytt umbrotum Ceplene og því skal forðast þau (sjá kafla 4.4).

Komið hefur fram að tauga- og vöðvablokkandi lyf, deyfandi verkjalyf og ýmis skuggaefni geta örvað losun innrænna histamína; því skal íhuga samlegðaráhrif Ceplene meðferðar áður en sjúkdómsgreining eða skurðaðgerð er gerð á sjúklingum (sjá kafla 4.4).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Getnaðarvarnir karla og kvenna

Konur á barneignaraldri og karlar sem stunda kynlíf verða að nota öruggar getnaðarvarnir meðan á meðferð með Ceplene og IL-2 stendur.

Meðganga

Engin klínísk gögn liggja fyrir um notkun Ceplene á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt fram á eiturverkanir á æxlun en einungis við skammta sem hafa eituráhrif hjá móðurinni, og bentu ekki til

beinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu, fósturvísi-/fósturþroska, fæðingu eða þroska eftir fæðingu (sjá kafla 5.3). Ekki má nota Ceplene samhliða IL-2 á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort histamín berst út í brjóstamjólk hjá konum. Ekki hefur verið rannsakað hvort histamín berist út í mjólk dýra, en hjá rottum komu fram örlítil eituráhrif í upphafi hjá ungunum á spena, við skammta sem höfðu eituráhrif hjá móður (sjá kafla 5.3). Ekki má nota Ceplene samhliða IL- 2 við brjóstagjöf.

Upplýsingar um notkun IL-2 á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur er að finna í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir IL-2.

Frjósemi

Engin klínísk gögn liggja fyrir um áhrif Ceplene á frjósemi. Dýrarannsóknir leiddu ekki í ljós nein skaðleg áhrif á frjósemi fyrir utan örlitla lækkun í tíðni hreiðrunar og lífvænlegra fóstra (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Ceplene hefur væg eða miðlungi mikil áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Inngjöf Ceplene getur valdið lágþrýstingi og þar með sundli, svima og óskýrri sjón. Sjúklingar skulu ekki aka eða nota vélar í minnst 1 klukkustund eftir inngjöf Ceplene.

4.8Aukaverkanir

Brátt kyrningahvítblæði

Við rannsóknir á bráðu kyrningahvítblæði (AML) kom fram að aukaverkanir tengdust í það minnsta hugsanlega IL-2 og Ceplene meðferð hjá næstum öllum sjúklingum.

Algengustu aukaverkanirnar sem koma fyrir hjá a.m.k. 30% sjúklinga sem fengu IL-2 og Ceplene (taldar upp í röð eftir lækkandi tíðni) voru: Roði, höfuðverkur, þreyta, holdgunarhnúðar á stungustað, sótthiti og roðaþot á stungustað.

Aukaverkanir sem talið var að gætu að minnsta kosti hugsanlega tengst meðferð með lágum skammti af IL-2 ásamt Ceplene í rannsóknum á bráðu kyrningahvítblæði (n=280 fyrir IL-2 og Ceplene meðferð) eru flokkaðar hér að neðan eftir líffæraflokkum og tíðni. Innan tíðniflokka eru alvarlegustu

aukaverkanirnar taldar upp fyrst. Aukaverkanir eru skilgreindar sem mjög algengar (1/10), algengar (1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000) og koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000). Þær aukaverkanir sem komu eingöngu fram eftir markaðssetningu eru taldar upp í flokknum „tíðni ekki þekkt“ en ekki var hægt að áætla tíðni þeirra.

Flokkun eftir líffærum

mjög algengar

algengar

Blóð og eitlar

eósínfíklafjöld, blóðflagnafæð

hvítfrumnafæð,

 

 

daufkyrningafæð

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

sýkingar í efri öndunarvegi

lungnabólga

sníkjudýra

 

 

 

 

 

Efnaskipti og næring

 

lystarleysi

 

 

 

Geðræn vandamál

 

svefnleysi

 

 

 

Taugakerfi

höfuðverkur, sundl, bragðtruflun

 

 

 

 

Hjarta

hraðtaktur

hjartsláttarónot

 

 

 

 

 

 

 

Æðar

 

 

roði, lágþrýstingur

 

 

 

 

 

 

Öndunarfæri,

brjósthol

og

hósti, mæði

nefstífla

miðmæti

 

 

 

 

 

 

 

 

Meltingarfæri

 

ógleði, meltingartruflanir,

uppköst, verkur í efri hluta

 

 

 

niðurgangur

kviðar, munnþurrkur,

 

 

 

 

magabólga, þaninn kviður

 

 

 

 

Húð og undirhúð

 

útbrot

roðaþot, ofsvitnun, nætursviti,

 

 

 

 

kláði

 

 

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

liðverkir, vöðvaverkir

verkur í útlim, bakverkur

 

 

 

 

 

Almennar

aukaverkanir

og

holdgunarhnúður á stungustað,

ofsakláði á stungustað, mar á

aukaverkanir á íkomustað

 

þreyta, sótthiti, roðaþot á

stungustað, útbrot á stungustað,

 

 

 

stungustað,

þroti á stungustað, þróttleysi,

 

 

 

hitatilfinning, viðbrögð á

brjóstverkur

 

 

 

stungustað, kláði á stungustað,

 

 

 

 

flensulík veikindi, kuldahrollur,

 

 

 

 

bólga á stungustað, eymsli á

 

 

 

 

stungustað

 

 

 

 

 

 

Aðrar krabbameinsrannsóknir (langt gengið æxli)

Rannsóknir fóru fram á Ceplene og lágum skammti af IL-2 í öðrum klínískum rannsóknum með öðrum skömmtum (1,0 mg af histamín tvíhýdróklóríði tvisvar á dag) og með öðrum skammtaáætlunum með lágum skömmtum af IL-2 og interferóni alfa. Eftirfarandi aukaverkanir, sem ekki eru taldar upp að ofan, eru í það minnsta hugsanlega tengdar rannsóknarlyfinu:

Flokkun eftir líffærum

mjög algengar (1/10)

algengar (1/100 til < 1/10)

Blóð og eitlar

 

blóðleysi

 

 

 

Innkirtlar

 

skjaldvakabrestur

 

 

 

Efnaskipti og næring

minnkuð matarlyst

vessaþurrð

 

 

 

Geðræn vandamál

kvíði

þunglyndi

 

 

 

Taugakerfi

 

náladofi

 

 

 

Eyru og völundarhús

 

svimi

 

 

 

Æðar

 

hitakóf

 

 

 

Öndunarfæri, brjósthol og

 

blísturshljóð við öndun

miðmæti

 

 

 

 

 

Meltingarfæri

 

hægðatregða, þaninn kviður,

 

 

munnbólga

 

 

 

Húð og undirhúð

húðþurrkur

 

 

 

 

Almennar aukaveranir og

lasleiki, bjúgur í útlimum

bandvefsaukning á stungustað,

 

 

aukaverkanir á íkomustað

verkur

Rannsóknarniðurstöður þyngdartap

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Gjöf Ceplene, eða IL-2, með hröðu innrennsli eða í æð, í hærri skömmtum en samþykktir eru, getur ýkt aukaverkanir tengdar Ceplene.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Ónæmisörvar, aðrir ónæmisörvar; ATC-flokkur: L03AX14.

Verkunarháttur

Ceplene/IL-2 er ónæmismeðferð sem miðar að því að koma af stað eyðingu eftirlifandi kyrningahvítblæðisfrumna fyrir tilstilli ónæmiskerfisins og koma þannig í veg fyrir að hvítblæði taki sig upp að nýju. Hlutverk Ceplene er að vernda eitilfrumur, sér í lagi NK-frumur og T-frumur, sem sjá um að ónæmiskerfið eyði eftirlifandi hvítblæðisfrumum. Hlutverk IL-2 er að örva starfsemi NK- frumna og T-frumna með því að virkja eiginleika þessara frumna gegn hvítblæði og með því örva frumuskiptingarferla og fjölga þeim þannig.

Lyfhrif

Ekki er fullkomlega vitað hvernig Ceplene bætir verkun eitilfrumna gegn hvítblæði í bráðu kyrningahvítblæði; talið er að það sé með því að hindra hvarfgjörn súrefnissambönd (ROS eða radikalar sem ekki innihalda súrefni (oxygen-free-radicals)), sem mynduð eru af einkjörnungum/stórátfrumum og kyrningum. Hvarfgjörn súrefnissambönd eru þekkt fyrir að takmarka verkun eitilfrumuvirkjandi efna eins og IL-2 gegn hvítblæði með því að koma af stað starfstruflun og stýrðum frumudauða í NK-frumum og T-frumum. Ceplene hindrar NAPDH-oxidasa sem kemur af stað myndun og losun hvarfgjarnra súrefnissambanda úr átfrumum. Með því að hefta starfsemi oxidasa og minnka framleiðslu hvarfgjarnra súrefnissambanda, verndar Ceplene IL-2 virkjaðar NK-frumur og T-frumur fyrir hindrun sem hvött er af radikölum sem ekki innihalda súrefni og stýrðum frumudauða. Samhliða inngjöf Ceplene og IL-2 miðar þess vegna að því að hámarka áhrif NK-frumna og T-frumna gegn hvítblæði.

Verkun og öryggi

2 klínískar rannsóknir hafa farið fram til að meta notkun Ceplene til að viðhalda sjúkdómshléi í fullorðnum sjúklingum með brátt kyrningahvítblæði. AML-1 var forrannsókn (exploratory), sem 39 sjúklingar með brátt kyrningahvítblæði í sjúkdómshléi tóku þátt í, til að ákvarða skammta og notagildi Ceplene samhliða IL-2. Niðurstöður þessarar forrannsóknar voru notaðar til að hanna og hrinda í framkvæmd fjölþjóðlegri 3. stigs rannsókn. 3. stigs slembivalsrannsóknin (0201) bar Ceplene+IL-2 meðferð saman við enga meðferð hjá 261 sjúklingum í fyrsta sjúkdómshléi (CR1) og hjá öðrum 59 sjúklingum í seinni sjúkdómshléum (CR > 1) eftir að sjúkdómurinn tók sig upp að nýju. Miðgildi líftíma CR1 sjúklinga án hvítblæðis hækkaði úr 291 degi (9,7 mánuðum) í 450 daga (15 mánuði) eftir

Ceplene/IL-2 meðferð miðað við enga viðhaldsmeðferð (ITT, p=0,01. n=261). Fjöldi CR1 sjúklinga sem voru lausir við hvítblæði í 3 ár var 40% eftir meðferð með Ceplene+IL-2 samanborið við 26% sjúklinga sem ekki fengu þessa meðferð (p=0,01).

Þetta lyf hefur fengið markaðsleyfi skv. ferli um „undantekningartilvik“. Þetta þýðir að vegna þess hve sjaldgæfur sjúkdómurinn er hefur ekki reynst mögulegt að afla allra tilskilinna upplýsinga um lyfið. Lyfjastofnun Evrópu endurskoðar árlega allar nýjar upplýsingar sem hugsanlega koma fram og uppfærir samantekt á eiginleikum lyfsins eftir því sem þörf krefur.

Börn

Ceplene er ætlað til notkunar hjá fullorðnum. Engar upplýsingar liggja fyrir um lyfhrif hjá börnum yngri en 18 ára.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Histamín frásogast hratt eftir inndælingu undir húð. Hámarksþéttni í plasma er náð um það bil 10 mínútum eftir að innrennsli undir húð lýkur. Histamínþéttni og lyfjahvörf voru mjög breytileg milli rannsókna, sem og innan venjulegra sjálfboðaliða- og sjúklingahópa.

Dreifing

Meiri mismunur var á milli sjúklinga hvað varðaði altæka útsetningu en hjá heilbrigðum einstaklingum. Heildar altæk útsetning fyrir Ceplene var meiri hjá sjúklingum en hjá heilbrigðum einstaklingum. Þó var þessi munur ekki tölfræðilega marktækur.

Ekki er vitað hvort histamín berst yfir fylgju.

Umbrot/Brotthvarf

Brotthvarf histamíns fer fram með umbrotum í nýrum, lifur og öðrum vefjum. Helstu ensím sem taka þátt í umbrotum histamíns eru HNMT (histamín-N-metýltransferasi) og DAO (tvíamínoxidasi). Umbrotsefnin eru aðallega skilin út með þvagi. Meðalhelmingunartími hjá sjúklingum var

0,75 til 1,5 klukkustund.

Aldur eða líkamsþyngd hafa engin marktæk áhrif á lyfjahvörf histamíns. Úthreinsun Ceplene er næstum því tvisvar sinnum meiri hjá konum sem leiðir af sér talsvert minni almenna útsetningu en hjá körlum.

Skert nýrnastarfsemi

Lyfjahvörf histamíns eru svipuð hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum með venjulega nýrnastarfsemi og hjá sjálfboðaliðum með væga, miðlungs eða alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi. Hjá einstaklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi kom fram lækkun á slagbils- og þanbilsþrýstingi við histamínþéttni í plasma sem hafði enga umtalsverða blóðþrýstingslækkun í för með sér hjá öðrum einstaklingum. Því geta einstaklingar með alvarlega skerta nýrnastarfsemi verið næmari fyrir blóðþrýstingslækkandi áhrifum utanaðkomandi histamíns en einstaklingar með eðlilega nýrnastarfsemi eða einstaklingar með væga eða miðlungi mikla skerðingu á nýrnastarfsemi. Þótt lítill munur sé á lyfjahvörfum Ceplene, eftir því hversu alvarleg skerðing á nýrnastarfsemi sjúklings er, skal gæta varúðar við notkun histamíns þegar um er að ræða sjúklinga með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Rannsókn var gerð á lyfjahvörfum histamíns í heilbrigðum sjálfboðaliðum miðað við sjúklinga með væga, miðlungs og alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi. Enginn klínískt marktækur munur kom fram á öryggisbreytum eða lyfhrifum. Þéttni histamíns í plasma var mjög breytileg og töluvert hærri í þeim

hópum sjúklinga sem voru með miðlungs eða alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi (miðgildi annars vegar 10 og hins vegar 5 sinnum hærra, en hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum). Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi á öllum stigum geta fengið hraðtakt eða lágþrýsting í 30-60 mínútur eftir gjöf á Ceplene+IL-2.

5.3Forklínískar upplýsingar

Aðrar upplýsingar en klínískar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, byggt á hefðbundnum rannsóknum á eiturverkunum eftir endurtekna skammta, staðbundnu þoli og eiturverkunum á erfðaefni. Áhrif í rannsóknum öðrum en klínískum sáust aðeins við útsetningu sem talin er vera það miklu meiri en hámarksútsetning hjá mönnum, að litlu skipti fyrir klíníska notkun. Engar rannsóknir hafa farið fram á krabbameinsvaldandi áhrifum Ceplene.

Histamín tvíhýdróklóríð hafði ekki vanskapandi áhrif á rottur eða kanínur við skammta sem ollu nokkur hundruð sinnum meiri útsetningu en meðferðarskammtar. Kvenkyns rottur sem fengu skammta fyrir mökun að 7. degi meðgöngu, sýndu örlitla lækkun í tíðni hreiðrunar og lífvænlegra fóstra, en án nokkurrar skammtasvörunar og innan viðmiðunarmarka samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum (historical). Í rannsóknum á þroska fyrir og eftir fæðingu komu fram eituráhrif hjá móður við háa skammta af histamín tvíhýdróklóríði, og hjá afkvæmunum við spenagjöf (færri lifandi afkvæmi á degi 21 miðað við spenagjöf á degi 4) en ekki eftir að spenagjöf var hætt.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Natríumklóríð

Natríumhýdroxíð (til pH-stillingar)

Saltsýra (til pH-stillingar)

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

Óopnuð hettuglös

3 ár

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Ceplene

Má ekki frjósa.

Interleukin-2 (IL-2; aldesleukin)

Þynnt IL-2 (aldesleukin) sem afhent er í pólýprópýlen túberkúlín sprautum sem lokaðar eru með tappa á að geyma í kæli (2°C-8°C).

6.5Gerð íláts og innihald

2 ml hettuglös úr gleri af gerð I, með brómóbútýl gúmmítappa, með afrífanlegu innsiglisloki úr áli, sem innihalda 0,5 ml af lausn (0,70 ml með umframmagni).

Hver askja inniheldur 14 hettuglös.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Ceplene

Hettuglösin innihalda 0,70 ml af lausn (með umframmagni) til að auðvelda upptöku á stökum 0,5 ml skammti.

Sjúklingar ættu að fá pólýprópýlen sprautur með loki og fyrirmæli um að draga 0,5 ml af lausn upp í sprautuna.

Skyggna skal lausnina gagnvart aðskotaögnum og litabreytingum fyrir inngjöf. Lausnin verður að vera tær og litlaus.

Farga skal öllum lyfjaleifum eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Interleukin-2 (IL-2; aldesleukin)

Þynnt IL-2 (aldesleukin), sem afhent er í pólýprópýlen túberkúlín sprautum sem lokaðar eru með tappa, á að undirbúa með smitgát við stýrðar aðstæður í apóteki og geyma í kæli við 2°C-8°C.

Fyrsta blöndun

Hvert hettuglas af aldesleukini (1,3 mg/hettuglas) er blandað að viðhafðri smitgát með 1,2 ml af vatni fyrir stungulyf (sjá í samantekt á eiginleikum aldesleukin (SmPC)). Beindu leysinum beint á innanvert hettuglasið til þess að koma í veg fyrir mikla froðumyndun. Hvirflaðu hettuglasinu varlega þar til allt duftið er uppleyst. Meðan á blöndun stendur má ALDREI hrista hettuglasið. Lokalausnin inniheldur 22 x 10 6 a.e. (1.300 µg) af aldesleukini í 1,2 ml.

Frekari þynning í 200 µg/ml

Öll blandaða lausnin í hettuglasinu (1,2 ml) er því næst þynnt enn frekar með 5,3 ml af 5% glúkósa stungulyfi, lausn að viðhafðri smitgát. Heildarrúmmál stungulyfsins verður 6,5 ml og lokastyrkur IL-2 (aldesleukins) verður 200 µg/ml (3,3 x 106 a.e./ml).

Eftir blöndun og þynningu hefur verið sýnt fram á stöðugleika IL-2 (aldesleukin) í pólýprópýlen túberkúlín sprautum sem lokaðar eru með tappa í 21 dag þegar það er geymt í kæli við (2°C - 8°C).

Vinsamlegast lesið kafla 4.2 varðandi leiðbeiningar um afhendingu IL-2.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Meda AB

Box 906

SE 170 09 Solna

Svíþjóð

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/08/477/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis:

07/10/2008

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 26/08/2013

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf