Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Ceprotin (human protein C) – Samantekt á eiginleikum lyfs - B01AD12

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsCeprotin
ATC-kóðiB01AD12
Efnihuman protein C
FramleiðandiBaxter AG

1.HEITI LYFS

CEPROTIN 500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Prótein C úr plasma úr mönnum, hreinsað með einstofna mótefnum úr músum. Hvert hettuglas af CEPROTIN 500 a.e.* inniheldur 500 a.e. af próteini C úr mönnum, sem þurrefni. Eftir upplausn með 5 ml af sæfðu vatni fyrir stungulyf, inniheldur lyfið u.þ.b. 100 a.e./ml af próteini C úr mönnum.

Virknin (a.e.) er ákvörðuð með ensímhvarfefna litaprófi með samanburði við WHO staðalefni.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Natríum klóríð: 44 mg/hettuglas

Natríum sítrat 2H2O: 22 mg/hettuglas

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

*Ein alþjóðleg eining (a.e.) af próteini C samsvarar virkni próteins C í 1 ml af eðlilegu plasma, mælt með amíðleysandi aðferð.

3.LYFJAFORM

Stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Hvítt eða rjómagult duft eða auðmulið, fast efni. Eftir blöndun hefur lausnin sýrustig á bilinu 6,7 til 7,3 og osmósuþéttni er ekki undir 240 mosmól/kg.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

CEPROTIN er ætlað til meðhöndlunar á bráða purpura og húðdrepi af völdum kúmarína hjá sjúklingum með alvarlegan meðfæddan prótein C skort. Ennfremur er CEPROTIN ætlað til skammtímameðferðar í fyrirbyggjandi tilgangi hjá sjúklingum með alvarlegan meðfæddan prótein C skort í einu eða fleiri af eftirfarandi tilfellum:

ef skurðaðgerð eða ífarandi (invasive) meðferð er fyrirhuguð

við upphaf meðferðar með kúmarínum

þegar kúmarínmeðferð ein og sér er ekki nægjanleg

þegar kúmarínmeðferð er ekki möguleg.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Hefja skal meðferð með CEPROTIN undir eftirliti læknis með reynslu í uppbótarmeðferð með storkuþáttum/hemlum, þar sem mögulegt er að fylgjast með virkni próteins C.

Aðlögun skammta skal byggja á mati á rannsóknarniðurstöðum fyrir hvern einstakling fyrir sig.

Í byrjun ætti að ná 100 % prótein C virkni og skal halda virkni yfir 25 % meðan á meðferð stendur.

Ráðlagt er að gefa 60 til 80 a.e./kg upphafsskammt til að ákvarða heimtur og helmingunartíma. Ráðlagt er að mæla virkni próteins C með notkun litaprófs með ensímhvarfefnum til þess að ákvarða þéttni próteins C í plasma sjúklingsins fyrir og á meðan CEPROTIN meðferð stendur.

Ákvarða skal skammtastærð á grundvelli niðurstaðna úr mælingum á prótein C virkni. Ef um er að ræða bráða segamyndun ætti að fylgjast með virkninni á 6 klst. fresti þar til sjúklingurinn er orðinn stöðugur og eftir það tvisvar sinnum á dag og alltaf rétt fyrir innspýtingu. Hafa skal í huga að helmingunartími próteins C getur styst verulega við ákveðnar aðstæður svo sem við bráða segamyndun með bráða purpura og húðdrepi.

Sjúklingar sem eru í meðferð meðan á bráðastigi sjúkdóms stendur, geta sýnt mun minni hækkun

á virkni próteins C. Þessi mikli breytileiki í svörun einstaklinga hefur í för með sér að fylgjast verður reglulega með áhrifum CEPROTIN á storkuþætti.

Fylgjast skal sérstaklega vel með sjúklingum með skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.4).

Á grundvelli takmarkaðrar klínískrar reynslu hjá börnum úr skýrslum og rannsóknum sem náðu til 83 sjúklinga, eru skammtaleiðbeiningar fyrir fullorðna einstaklinga taldar gilda fyrir nýbura og börn (sjá kafla 5.1).

Í mjög sjaldgæfum og undantekningartilvikum gat innrennsli 250-350 a.e./kg undir húð gefið lækningalega þéttni próteins C í plasma hjá sjúklingum sem ekki var hægt að gefa í æð.

Ef meðferð sjúklinga er breytt yfir í langtíma, fyrirbyggjandi meðferð með segavarnarlyfjum

til inntöku, skal ekki hætta uppbótarmeðferð með próteini C fyrr en náðst hefur stöðug segavörn (sjá kafla 4.5). Að auki er ráðlagt að byrja á litlum skömmtum við upphaf meðferðar með

segavarnarlyfjum til inntöku og auka skammtana smám saman, í stað þess að nota staðlaða skammta.

Hjá sjúklingum sem fá fyrirbyggjandi meðferð með próteini C, má leyfa/nota hærri lággildi í tilfellum þar sem um er að ræða aukna hættu á segamyndun (s.s. sýkingar, meiðsl eða skurðaðgerð).

Takmarkaðar upplýsingar eru til um verkun og öryggi CEPROTIN hjá sjúklingum sem eru bæði með alvarlegan meðfæddan prótein C skort og APC ónæmi.

CEPROTIN er gefið í bláæð eftir að stungulyfsstofninn hefur verið leystur upp í sæfðu vatni fyrir stungulyf.

Við gjöf CEPROTIN má innrennslishraði ekki vera meiri en 2 ml/mín. nema ef um er að ræða börn undir 10 kg, en í þeim tilfellum skal innrennslishraði ekki fara yfir 0,2 ml/kg/mín.

Eins og við á um öll prótein til innspýtingar í æð, geta komið fram ofnæmisviðbrögð. Við gjöf lyfsins skal viðeigandi bráðaþjónusta vera til staðar ef upp koma bráð- og lífshættuleg ofnæmisviðbrögð.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun lyfsins fyrir gjöf.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1 eða músapróteini eða heparíni, nema í þeim tilfellum þegar um meðhöndlun á lífshættulegum afleiðingum segamyndunar er að ræða.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Þar sem ekki er hægt að útiloka hættu á ofnæmisviðbrögðum, skal upplýsa sjúklinga um fyrstu einkenni ofnæmis, þar með talið ofsakláða, almennan kláða, þyngsli fyrir brjósti, öndunarerfiðleika, lágþrýsting og ofnæmislost. Upplýsa skal lækni strax ef vart verður við þessi einkenni. Mælt er með að hætta meðferð strax.

Við ofnæmislosti skal veita hefðbundna meðferð.

Engin reynsla er fyrirliggjandi af meðferð hjá sjúklingum með skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi og því er ráðlagt að fylgjast sérstaklega vel með slíkum sjúklingum.

Staðlaðar aðgerðir á framleiðslustigum lyfja sem unnin eru úr blóði eða blóðvökva úr mönnum til að hindra smit, fela í sér nákvæmt val á blóðgjöfum, rannsóknum á hverri blóðgjöf og sameinuðum blóðgjöfum m.t.t. sérstakra merkja um sýkingar ásamt virkum aðgerðum til að fjarlægja eða gera veirur óvirkar. Þrátt fyrir þetta, er ekki hægt að útiloka sýkingarsmit þegar lyf eru gefin sem unnin eru úr blóði eða blóðvökva úr mönnum. Þetta á einnig við um nýjar veirur sem enn eru óþekktar og aðra sýkingavalda.

Þær aðgerðir sem nú eru notaðar eru taldar vera virkar gegn hjúpuðum veirum eins og HIV, HBV og HCV, ásamt óhjúpuðu lifrarbólgu A veirunni. Aðgerðirnar geta haft takmarkað gildi gegn óhjúpuðum veirum svo sem parvoveiru B19. Parvoveiru B19 sýkingar geta verið alvarlegar fyrir þungaðar konur (sýkingar í fóstri) og fyrir sjúklinga með skert ónæmisviðbrögð eða aukna framleiðslu á rauðum blóðkornum (t.d. blóðlýsublóðleysi).

Fyrir sjúklinga sem fá reglubundna/endurtekna meðferð með prótein C lyfjum sem unnin eru úr blóðvökva úr mönnum er mælt með viðeigandi bólusetningu (gegn lifrarbólgu A og B).

Mælt er með að í hvert sinn sem CEPROTIN er gefið sjúklingi sé nafn lyfsins og lotunúmer skrifað niður til að viðhalda tengingu milli sjúklings og lotunúmers lyfsins.

CEPROTIN getur innihaldið örlítið magn af heparíni. Vart getur orðið við ofnæmisviðbrögð af völdum heparíns, sem getur verið tengt hraðri minnkun á fjölda blóðflagna (blóðflagnafæð af völdum heparíns [HIT]). Hjá sjúklingum með HIT, geta komið fram einkenni eins og segamyndun í bláæðum og slagæðum, blóðstorkusótt (DIC), purpuri, dílablæðingar og meltingarfærablæðingar (sortusaur). Ef grunur leikur á HIT, skal ákvarða strax fjölda blóðflagna og ef nauðsyn krefur skal hætta meðferð með CEPROTIN. Erfitt er að greina HIT, þar sem þessi einkenni geta þegar verið til staðar hjá sjúklingum í bráðafasa, með alvarlegan meðfæddan prótein C skort. Sjúklingar með HIT skulu forðast frekari notkun lyfja sem innihalda heparín.

Í tengslum við klínískar rannsóknir hafa komið í ljós nokkur blæðingartilfelli. Samtímis meðhöndlun með segavarnarlyfjum (s.s. heparíni) gætu hafa valdið þessum blæðingum. Hins vegar er ekki hægt að útiloka að gjöf CEPROTIN hafi átt þátt í þessum blæðingartilfellum.

Magn natríums í hámarks dagsskammti getur farið yfir 200 mg. Þetta skal hafa í huga hjá sjúklingum þar sem fylgst er með natríum í fæði.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki eru þekktar neinar milliverkanir við önnur lyf.

Hjá sjúklingum sem eru að byrja á meðferð með segavarnarlyfjum til inntöku í flokki K vítamínhemla (t.d. warfarín) getur komið fram tímabundin „ofstorknun“ áður en hin æskilegu segavarnaráhrif koma fram. Útskýra má þessi tímabundnu áhrif með því að prótein C, sem er K-vítamínháð plasmaprótein, er með styttri helmingunartíma en flest K-vítamínháðu plasmapróteinin (þ.e. II, IX og X). Af því leiðir að við upphaf meðferðar bælist virkni próteins C meira en virkni „forstorkuþáttanna“. Þetta leiðir til þess að ef sjúklingur er settur á segavarnarlyf til inntöku, verður að halda áfram prótein C uppbótarmeðferð þar til stöðug segavörn fæst. Þó svo að warfarín tengt húðdrep geti átt sér stað hjá hvaða sjúklingi sem er við upphaf meðferðar með segavarnarlyfjum til inntöku, eru einstaklingar með meðfæddan prótein C skort í sérstakri hættu. (Sjá kafla 4.2).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Þó svo að CEPROTIN hafi reynst öruggt við meðferð á barnshafandi konum með prótein C skort, hefur ekki verið sýnt fram á öryggi þess í klínískum samanburðarrannsóknum. Að auki eru engar upplýsingar, um útskilnað próteins C í móðurmjólk fyrirliggjandi. Þess vegna verður að leggja mat

á ávinning við notkun CEPROTIN á meðgöngu og þegar barn er haft á brjósti, í samanburði við áhættuna fyrir móður og barn. Lyfið á aðeins að nota ef nauðsyn krefur.

Sjá upplýsingar í kafla 4.4 um parvoveiru B19 sýkingu.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

CEPROTIN hefur engin áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf sem eru gefin í bláæð eru ofnæmisviðbrögð möguleg. Upplýsa skal sjúklinga um fyrstu einkenni ofnæmisviðbragða sem geta verið ofsabjúgur, bruni og sviði á stungustað, hrollur, roði, útbrot, almennur kláði, höfuðverkur, ofsakláði, lágþrýstingur, svefnhöfgi, ógleði, eirðarleysi, hraður hjartsláttur, þyngsli fyrir brjósti, dofi, uppköst og sog- eða blísturshljóð við öndun. Ráðleggja skal sjúklingum um að hafa tafarlaust samband við lækninn ef þessi einkenni koma fram

(sjá kafla 4.4).

Meðan á klínískum rannsóknum með CEPROTIN stóð var tilkynnt um alls 6 aukaverkanir sem ekki voru alvarlegar hjá 3 af þeim 225 sjúklingum sem voru skráðir. Alls voru gefnar 21.988 gjafir af CEPROTIN. Dreifing þessara aukaverkana er sem hér segir:

Taugakerfi sundl

Húð og undirhúð ofsakláði, kláði, útbrot

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað sótthiti

Rannsóknaniðurstöður aukning á C-virku próteini

Hver þessara aukaverkana kom fyrir einu sinni. Tilkynningar um sótthita og aukningu á C-virku próteini áttu við um sama einstaklinginn.

Miðað við útreiknað hlutfall aukaverkana (á fjölda gjafa) 0,005% má flokka þessar aukaverkanatilkynningar í tíðniflokkinn koma örsjaldan fyrir.

Tilkynnt hefur verið um eftirtaldar aukaverkanir eftir markaðssetningu:

Geðræn vandamál eirðarleysi

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti fleiðruholsblæðing

Húð og undirhúð ofsvitnun

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Aukaverkanir á stungustað

Rannsóknaniðurstöður

hækkun á líkamshita, aukin þörf fyrir katekólamín til að halda uppi blóðþrýstingi (orðrétt: aukin þörf fyrir katekólamín) meðan á meðferðinni stendur.

Tíðni þessara aukaverkana er ekki þekkt.

Ef lyfið er notað hjá sjúklingum með alvarlegan meðfæddan prótein C skort geta myndast mótefni sem hamla próteini C.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Engar upplýsingar liggja fyrir um ofskömmtun með CEPROTIN.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Segavarnarlyf, ATC–flokkur: B01AD12

Prótein C er K-vítamínháð, segavarnandi glýkóprótein, sem framleitt er í lifur. Það breytist af völdum trombín/trombomodulín-komplex á yfirborði innþekjufrumna í virkt prótein C (APC). APC er serín próteasi með öflug segavarnaráhrif, sérstaklega í návist kófaktor síns, próteins S. APC hefur áhrif með því að gera óvirk hin virku form af faktor V og VIII, sem leiðir til minni trombín myndunar. Einnig hefur verið sýnt fram á profibrínólýtisk áhrif APC.

Þegar CEPROTIN er gefið í bláæð veldur það skjótri en tímabundinni aukningu á styrk próteins C

í plasma. Uppbótarmeðferð með próteini C hjá sjúklingum með prótein C skort, ætti að gera kleift að ná stjórn á, eða ef gefið fyrirbyggjandi, koma í veg fyrir segavandamál.

Niðurstöður frá 12 einstaklingum sem fengu skammtíma, fyrirbyggjandi meðferð fyrir skurðaðgerð eða erfiða meðferð og 7 einstaklingum sem fengu langtíma, fyrirbyggjandi meðferð, voru teknar með við mat á verkun lyfsins.

Engar formlegar klínískar rannsóknir, hvorki hjá nýburum með alvarlegan meðfæddan prótein C skort eða börnum með sama kvilla, hafa verið gerðar. Hins vegar hafa nokkrar litlar aftursýnar og framsýnar rannsóknir sem rannsaka önnur notkunarsvið verið birtar fyrir þessa hópa. Ábendingin var sem fyrirbyggjandi og til meðferðar á purpura fulminans og segasjúkdómum og þátt tóku

alls 14 einstaklingar frá 2 daga aldri og út í gegnum unglingsárin.

Önnur reynsla af CEPROTIN nær til skýrslna um sjúkratilfelli og einnar klínískrar rannsóknar hjá alls 69 börnum með áunninn prótein C skort. Rannsóknin er slembuð, tvíblind, samanburðarrannsókn við lyfleysu, til þess að finna skammta við ábendingunni áunninn prótein C skortur vegna meningococcal blóðsýkingar (IMAG 112). Skýrslur benda til þess að CEPROTIN þolist vel hjá börnum og ungabörnum.

Skammtar í ofangreindum rannsóknum, sem náðu til 83 sjúklinga benda til þess að skammtaleiðbeiningar fyrir fullorðna einstaklinga gildi einnig fyrir nýbura og börn.

Í mjög sjaldgæfum og undantekningartilvikum gat innrennsli 250-350 a.e./kg undir húð gefið lækningalega þéttni próteins C í plasma hjá sjúklingum sem ekki var hægt að gefa í æð.

5.2Lyfjahvörf

Niðurstöður frá 21 einkennalausum einstaklingum með arfhreinan eða tví arfblendinn prótein C skort voru notaðar til að leggja mat á lyfjahvörf. Virkni próteins C í plasma var mæld með litaprófi. Helmingunartíminn var á bilinu 4,4 til 15,8 klst. þegar notað var hólfalíkan og 4,9 til 14,7 klst. þegar ekki var notað hólfalíkan. Einstaklingsbundin stigvaxandi endurheimt var

á bilinu 0,50 til 1,76 [(a.e./dl)/(a.e./kg)]. Sjúklingarnir voru mjög mismunandi hvað varðar aldur, líkamsþunga og plasmarúmmál.

Hjá sjúklingum með bráða segasjúkdóma getur bæði stigvaxandi aukning á plasmastyrk próteins C og helmingunartími verið töluvert minni.

5.3Forklínískar upplýsingar

Prótein C í CEPROTIN er eðlilegur hluti af plasma úr mönnum og verkar eins og innlægt prótein C. Því er ekki talið nauðsynlegt að framkvæma rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum eða eiturverkunum á erfðaefni, sérstaklega ekki hjá ósamstæðum tegundum.

Rannsóknir á eiturverkunum eftir einstaka skammta sýndu, að jafnvel skammtar sem eru margfalt stærri en þeir skammtar/kg líkamsþunga sem mælt er með fyrir menn (10 falt) valda ekki eituráhrifum á nagdýr.

CEPROTIN reyndist ekki valda eituráhrifum á erfðaefni í Ames-prófi.

Rannsóknir á eiturverkunum eftir endurtekna skammta voru ekki framkvæmdar þar sem fyrri rannsóknir með storkulyf hafa reynst hafa takmarkað gildi. Mismunurinn á þeirri tegund sem fær lyfið og próteins C úr mönnum mun óhjákvæmilega valda ofnæmissvari og myndun mótefnis.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Stungulyfsstofn

Manna albúmín

Natríum klóríð

Natríum sítrat 2H2O

Leysir

Sæft vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

3 ár

Lyfið skal notað strax eftir blöndun.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C – 8°C). Má ekki frjósa. Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

500 a.e. og 1000 a.e.: CEPROTIN stungulyfsstofn er í hettuglösum úr hlutlausu gleri, annaðhvort hýdrerað af gerð I (500 a.e.) eða hýdrerað af gerð II (1000 a.e.). Leysirinn er í hettuglösum úr hlutlausu gleri hýdrerað af gerð I. Stungulyfsstofns hettuglösin og hettuglösin með leysinum eru með bútýl gúmmítappa.

Með hverri pakkningu fylgir einnig:

millifærslunál

nál með síu

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Leysið frostþurrkaða CEPROTIN stungulyfsstofninn upp með meðfylgjandi leysi (sæft vatn fyrir stungulyf) með því að nota sæfðu millifærslunálina. Snúið hettuglasinu varlega þar til allt duft er uppleyst. Eftir blöndun er lausnin litlaus eða aðeins gulleit og tær eða með örlitlum ópalbjarma og í eðli sínu laus við sýnilegar agnir.

Lausnin er dregin upp með sæfðri nál með síu, í sæfða einnota sprautu. Nota verður nýja, ónotaða nál með síu, fyrir hvert hettuglas af uppleystu CEPROTIN. Farga skal lausninni ef einhverjar agnir eru sjáanlegar.

Tilbúna lausn á að gefa strax, sem innspýtingu í bláæð.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

BAXTER AG

Industriestrasse 67

A-1221 Vienna

Austurríki

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/01/190/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 16. júlí 2001

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 16. júlí 2006

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

<{DD. mánuður ÁÁÁÁ}>

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu. Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

1. HEITI LYFS

CEPROTIN 1000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

2. INNIHALDSLÝSING

Prótein C úr plasma úr mönnum, hreinsað með einstofna mótefnum úr músum. Hvert hettuglas af CEPROTIN 1000 a.e.* inniheldur 1000 a.e. af próteini C úr mönnum, sem þurrefni. Eftir upplausn með 10 ml af sæfðu vatni fyrir stungulyf, inniheldur lyfið u.þ.b. 100 a.e./ml af próteini C úr mönnum.

Virknin (a.e.) er ákvörðuð með ensímhvarfefna litaprófi með samanburði við WHO staðalefni.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Natríum klóríð: 88 mg/hettuglas

Natríum sítrat 2H2O: 44 mg/hettuglas

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

*Ein alþjóðleg eining (a.e.) af próteini C samsvarar virkni próteins C í 1 ml af eðlilegu plasma, mælt með amíðleysandi aðferð.

3. LYFJAFORM

Stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Hvítt eða rjómagult duft eða auðmulið, fast efni. Eftir blöndun er sýrustig á bilinu 6,7 til 7,3 og osmósuþéttni er ekki undir 240 mosmól/kg.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

CEPROTIN er ætlað til meðhöndlunar á bráða purpura og húðdrepi af völdum kúmarína hjá sjúklingum með alvarlegan meðfæddan prótein C skort. Ennfremur er CEPROTIN ætlað til skammtímameðferðar í fyrirbyggjandi tilgangi hjá sjúklingum með alvarlegan meðfæddan prótein C skort í einu eða fleiri af eftirfarandi tilfellum:

ef skurðaðgerð eða ífarandi (invasive) meðferð er fyrirhuguð

við upphaf meðferðar með kúmarínum

þegar kúmarínmeðferð ein og sér er ekki nægjanleg

þegar kúmarínmeðferð er ekki möguleg.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Hefja skal meðferð með CEPROTIN undir eftirliti læknis með reynslu í uppbótarmeðferð með storkuþáttum/hemlum, þar sem mögulegt er að fylgjast með virkni próteins C.

Aðlögun skammta skal byggja á mati á rannsóknarniðurstöðum fyrir hvern einstakling fyrir sig.

Í byrjun ætti að ná 100 % prótein C virkni og skal halda virkni yfir 25 % meðan á meðferð stendur.

Ráðlagt er að gefa 60 til 80 a.e./kg upphafsskammt til að ákvarða heimtur og helmingunartíma. Ráðlagt er að mæla virkni próteins C með notkun litaprófs með ensímhvarfefnum til þess að ákvarða þéttni próteins C í plasma sjúklingsins fyrir og meðan á CEPROTIN meðferð stendur.

Ákvarða skal skammtastærð á grundvelli niðurstaðna úr mælingum á prótein C virkni. Ef um er að ræða bráða segamyndun ætti að fylgjast með virkninni á 6 klst. fresti þar til sjúklingurinn er orðinn stöðugur og eftir það tvisvar sinnum á dag og alltaf rétt fyrir innspýtingu. Hafa skal í huga að helmingunartími próteins C getur styst verulega við ákveðnar aðstæður svo sem við bráða segamyndun með bráða purpura og húðdrepi.

Sjúklingar sem eru í meðferð meðan á bráðastigi sjúkdóms stendur, geta sýnt mun minni hækkun

á virkni próteins C. Þessi mikli breytileiki í svörun einstaklinga hefur í för með sér að fylgjast verður reglulega með áhrifum CEPROTIN á storkuþætti.

Fylgjast skal sérstaklega vel með sjúklingum með skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.4).

Á grundvelli takmarkaðrar klínískrar reynslu hjá börnum úr skýrslum og rannsóknum sem náðu til 83 sjúklinga, eru skammtaleiðbeiningar fyrir fullorðna einstaklinga taldar gilda fyrir nýbura og börn (sjá kafla 5.1).

Í mjög sjaldgæfum og undantekningartilvikum gat innrennsli 250-350 a.e./kg undir húð gefið lækningalega þéttni próteins C í plasma hjá sjúklingum sem ekki var hægt að gefa í æð.

Ef meðferð sjúklinga er breytt yfir í langtíma, fyrirbyggjandi meðferð með segavarnarlyfjum

til inntöku, skal ekki hætta uppbótarmeðferð með próteini C fyrr en náðst hefur stöðug segavörn (sjá kafla 4.5). Að auki er ráðlagt að byrja á litlum skömmtum við upphaf meðferðar með

segavarnarlyfjum til inntöku og auka skammtana smám saman, í stað þess að nota staðlaða skammta.

Hjá sjúklingum sem fá fyrirbyggjandi meðferð með próteini C, má leyfa/nota hærri lággildi í tilfellum þar sem um er að ræða aukna hættu á segamyndun (s.s. sýkingar, meiðsl eða skurðaðgerð).

Takmarkaðar upplýsingar eru til um verkun og öryggi CEPROTIN hjá sjúklingum sem eru bæði með alvarlegan meðfæddan prótein C skort og APC ónæmi.

CEPROTIN er gefið í bláæð eftir að stungulyfsstofninn hefur verið leystur upp í sæfðu vatni fyrir stungulyf.

Við gjöf CEPROTIN má innrennslishraði ekki vera meiri en 2 ml/mín. nema ef um er að ræða börn undir 10 kg, en í þeim tilfellum skal innrennslishraði ekki fara yfir 0,2 ml/kg/mín.

Eins og við á um öll prótein til innspýtingar í bláæð, geta komið fram ofnæmisviðbrögð. Við gjöf lyfsins skal viðeigandi bráðaþjónusta vera til staðar ef upp koma bráð- og lífshættuleg ofnæmisviðbrögð.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun lyfsins fyrir gjöf.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1 eða músapróteini eða heparíni, nema í þeim tilfellum þegar um meðhöndlun á lífshættulegum afleiðingum segamyndunar er að ræða.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Þar sem ekki er hægt að útiloka ofnæmisviðbrögð, skal upplýsa sjúklinga um fyrstu einkenni ofnæmis, þar með talið ofsakláða, almennan kláða, þyngsli fyrir brjósti, öndunarerfiðleika, lágþrýsting og ofnæmislost. Upplýsa skal lækni strax ef vart verður við þessi einkenni. Mælt er með að hætta meðferð strax. Við ofnæmislosti skal veita hefðbundna meðferð.

Engin reynsla er fyrirliggjandi af meðferð hjá sjúklingum með skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi og því er ráðlagt að fylgjast sérstaklega vel með slíkum sjúklingum.

Staðlaðar aðgerðir á framleiðslustigum lyfja sem unnin eru úr blóði eða blóðvökva úr mönnum til að hindra smit, fela í sér nákvæmt val á blóðgjöfum, rannsóknum á hverri blóðgjöf og sameinuðum blóðgjöfum m.t.t. sérstakra merkja um sýkingar ásamt virkum aðgerðum til að fjarlægja eða gera veirur óvirkar. Þrátt fyrir þetta, er ekki hægt að útiloka sýkingarsmit þegar lyf eru gefin sem unnin eru úr blóði eða blóðvökva úr mönnum. Þetta á einnig við um nýjar veirur sem enn eru óþekktar og aðra sýkingavalda.

Þær aðgerðir sem nú eru notaðar eru taldar vera virkar gegn hjúpuðum veirum eins og HIV, HBV og HCV, ásamt óhjúpuðu lifrarbólgu A veirunni. Aðgerðirnar geta haft takmarkað gildi gegn óhjúpuðum veirum svo sem parvoveiru B19. Parvoveiru B19 sýkingar geta verið alvarlegar fyrir þungaðar konur (sýkingar í fóstri) og fyrir sjúklinga með skert ónæmisviðbrögð eða aukna framleiðslu á rauðum blóðkornum (t.d. blóðlýsublóðleysi).

Fyrir sjúklinga sem fá reglubundna/endurtekna meðferð með prótein C lyfjum sem unnin eru úr blóðvökva úr mönnum er mælt með viðeigandi bólusetningu (gegn lifrarbólgu A og B).

Mælt er með að í hvert sinn sem CEPROTIN er gefið sjúklingi sé nafn lyfsins og lotunúmer skrifað niður til að viðhalda tengingu milli sjúklings og lotunúmers lyfsins.

CEPROTIN getur innihaldið örlítið magn af heparíni. Vart getur orðið við ofnæmisviðbrögð af völdum heparíns, sem getur verið tengt hraðri minnkun á fjölda blóðflagna (blóðflagnafæð af völdum heparíns [HIT]). Hjá sjúklingum með HIT, geta komið fram einkenni eins og segamyndun í bláæðum og slagæðum, blóðstorkusótt (DIC), purpuri, dílablæðingar, blæðingar frá meltingarfærum (sortusaur). Ef grunur leikur á HIT, skal ákvarða strax fjölda blóðflagna og ef nauðsyn krefur skal hætta meðferð með CEPROTIN. Erfitt er að greina HIT, þar sem þessi einkenni geta þegar verið til staðar hjá sjúklingum í bráðafasa, með alvarlegan meðfæddan prótein C skort. Sjúklingar með HIT skulu forðast frekari notkun lyfja sem innihalda heparín.

Í tengslum við klínískar rannsóknir hafa komið í ljós nokkur blæðingartilfelli. Samtímis meðhöndlun með segavarnarlyfjum (s.s. heparíni) gætu hafa valdið þessum blæðingum. Hins vegar er ekki hægt að útiloka að gjöf CEPROTIN hafi átt þátt í þessum blæðingartilfellum.

Magn natríums í hámarks dagsskammti getur farið yfir 200 mg. Þetta skal hafa í huga hjá sjúklingum þar sem fylgst er með natríum í fæði.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki eru þekktar neinar milliverkanir við önnur lyf.

Hjá sjúklingum sem eru að byrja á meðferð með segavarnarlyfjum til inntöku í flokki K vítamínhemla (t.d. warfarín) getur komið fram tímabundin „ofstorknun“ áður en hin æskilegu segavarnaráhrif koma fram. Útskýra má þessi tímabundnu áhrif með því að prótein C, sem er K-vítamínháð plasmaprótein, er með styttri helmingunartíma en flest K-vítamínháðu plasmapróteinin (þ.e. II, IX og X). Af því leiðir að við upphaf meðferðar bælist virkni próteins C meira en virkni „forstorkuþáttanna“. Þetta leiðir til þess að ef sjúklingur er settur á segavarnarlyf til inntöku, verður að halda áfram prótein C uppbótarmeðferð þar til stöðug segavörn fæst. Þó svo að warfarín tengt húðdrep geti átt sér stað hjá hvaða sjúklingi sem er við upphaf meðferðar með segavarnarlyfjum til inntöku, eru einstaklingar með meðfæddan prótein C skort í sérstakri hættu. (Sjá kafla 4.2).

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Þó svo að CEPROTIN hafi reynst öruggt við meðferð á barnshafandi konum með prótein C skort, hefur ekki verið sýnt fram á öryggi þess í klínískum samanburðarrannsóknum. Að auki eru engar upplýsingar, um útskilnað próteins C í móðurmjólk fyrirliggjandi. Þess vegna verður að leggja mat á ávinning við notkun CEPROTIN á meðgöngu og þegar barn er haft á brjósti, í samanburði

við áhættuna fyrir móður og barn. Lyfið á aðeins að nota ef nauðsyn krefur.

Sjá upplýsingar í kafla 4.4 um parvoveiru B19 sýkingu.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

CEPROTIN hefur engin áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8 Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf sem eru gefin í bláæð eru ofnæmisviðbrögð möguleg. Upplýsa skal sjúklinga um fyrstu einkenni ofnæmisviðbragða sem geta verið ofsabjúgur, bruni og sviði á stungustað, hrollur, roði, útbrot, almennur kláði, höfuðverkur, ofsakláði, lágþrýstingur, svefnhöfgi, ógleði, eirðarleysi, hraður hjartsláttur, þyngsli fyrir brjósti, dofi, uppköst og sog- eða blísturshljóð við öndun. Ráðleggja skal sjúklingum um að hafa tafarlaust samband við lækninn ef þessi einkenni koma fram

(sjá kafla 4.4).

Meðan á klínískum rannsóknum með CEPROTIN stóð var tilkynnt um alls 6 aukaverkanir sem ekki voru alvarlegar hjá 3 af þeim 225 sjúklingum sem voru skráðir. Alls voru gefnar 21.988 gjafir af CEPROTIN. Dreifing þessara aukaverkana er sem hér segir:

Taugakerfi sundl

Húð og undirhúð ofsakláði, kláði, útbrot

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað sótthiti

Rannsóknaniðurstöður aukning á C-virku próteini

Hver þessara aukaverkana kom fyrir einu sinni. Tilkynningar um sótthita og aukningu á C-virku próteini áttu við um sama einstaklinginn.

Miðað við útreiknað hlutfall aukaverkana (á fjölda gjafa) 0,005% má flokka þessar aukaverkanatilkynningar í tíðniflokkinn koma örsjaldan fyrir.

Tilkynnt hefur verið um eftirtaldar aukaverkanir eftir markaðssetningu:

Geðræn vandamál eirðarleysi

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti fleiðruholsblæðing

Húð og undirhúð ofsvitnun

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Aukaverkanir á stungustað

Rannsóknaniðurstöður

hækkun á líkamshita, aukin þörf fyrir katekólamín til að halda uppi blóðþrýstingi (orðrétt: aukin þörf fyrir katekólamín) meðan á meðferðinni stendur.

Tíðni þessara aukaverkana er ekki þekkt.

Ef lyfið er notað hjá sjúklingum með alvarlegan meðfæddan prótein C skort geta myndast mótefni sem hamla próteini C.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Engar upplýsingar liggja fyrir um ofskömmtun með CEPROTIN.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Segavarnarlyf, ATC–flokkur: B01AD12

Prótein C er K-vítamínháð, segavarnandi glýkóprótein, sem framleitt er í lifur. Það breytist af völdum trombín/trombomodulín-komplex á yfirborði innþekjufrumna í virkt prótein C (APC). APC er serín próteasi með öflug segavarnaráhrif, sérstaklega í návist kófaktor síns, próteins S. APC hefur áhrif með því að gera óvirk hin virku form af faktor V og VIII, sem leiðir til minni trombín myndunar. Einnig hefur verið sýnt fram á profibrínólýtisk áhrif APC.

Þegar CEPROTIN er gefið í bláæð veldur það skjótri en tímabundinni aukningu á styrk próteins C

í plasma. Uppbótarmeðferð með próteini C hjá sjúklingum með prótein C skort, ætti að gera kleift að ná stjórn á, eða ef gefið fyrirbyggjandi, koma í veg fyrir segavandamál.

Niðurstöður frá 12 einstaklingum sem fengu skammtíma, fyrirbyggjandi meðferð fyrir skurðaðgerð eða erfiða meðferð og 7 einstaklingum sem fengu langtíma, fyrirbyggjandi meðferð, voru teknar með við mat á verkun lyfsins.

Engar formlegar klínískar rannsóknir, hvorki hjá nýburum með alvarlegan meðfæddan prótein C skort eða börnum með sama kvilla, hafa verið gerðar. Hins vegar hafa nokkrar litlar aftursýnar og framsýnar rannsóknir sem rannsaka önnur notkunarsvið verið birtar fyrir þessa hópa. Ábendingin var sem fyrirbyggjandi og til meðferðar á purpura fulminans og segasjúkdómum og þátt tóku

alls 14 einstaklingar frá 2 daga aldri og út í gegnum unglingsárin.

Önnur reynsla af CEPROTIN nær til skýrslna um sjúkratilfelli og einnar klínískrar rannsóknar hjá alls 69 börnum með áunninn prótein C skort. Rannsóknin er slembuð, tvíblind, samanburðarrannsókn við lyfleysu, til þess að finna skammta við ábendingunni áunninn prótein C skortur vegna meningococcal blóðsýkingar (IMAG 112). Skýrslur benda til þess að CEPROTIN þolist vel hjá börnum og ungabörnum.

Skammtar í ofangreindum rannsóknum, sem náðu til 83 sjúklinga benda til þess að skammtaleiðbeiningar fyrir fullorðna einstaklinga gildi einnig fyrir nýbura og börn.

Í mjög sjaldgæfum og undantekningartilvikum gat innrennsli 250-350 a.e./kg undir húð gefið lækningalega þéttni próteins C í plasma hjá sjúklingum sem ekki var hægt að gefa í æð.

5.2 Lyfjahvörf

Niðurstöður frá 21 einkennalausum einstaklingum með arfhreinan eða tví arfblendinn prótein C skort voru notaðar til að leggja mat á lyfjahvörf. Virkni próteins C í plasma var mæld með litaprófi. Helmingunartíminn var á bilinu 4,4 til 15,8 klst. þegar notað var hólfalíkan og 4,9 til 14,7 klst. þegar

ekki var notað hólfalíkan. Einstaklingsbundin stigvaxandi endurheimt var

á bilinu 0,50 til 1,76 [(IU/dL)/(IU/kg)]. Sjúklingarnir voru mjög mismunandi hvað varðar aldur, líkamsþunga og plasmarúmmál.

Hjá sjúklingum með bráða segasjúkdóma getur bæði stigvaxandi aukning á plasmastyrk próteins C og helmingunartími verið töluvert minni.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Prótein C í CEPROTIN er eðlilegur hluti af plasma úr mönnum og verkar eins og innlægt prótein C. Því er ekki talið nauðsynlegt að framkvæma rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum eða eiturverkunum á erfðaefni, sérstaklega ekki hjá ósamstæðum tegundum.

Rannsóknir á eiturverkunum eftir einstaka skammta sýndu, að jafnvel skammtar sem eru margfalt stærri en þeir skammtar/kg líkamsþunga sem mælt er með fyrir menn (10 falt) valda ekki eituráhrifum á nagdýr.

CEPROTIN reyndist ekki valda eituráhrifum á erfðaefni í Ames-prófi.

Rannsóknir á eiturverkunum eftir endurtekna skammta voru ekki framkvæmdar þar sem fyrri rannsóknir með storkulyf hafa reynst hafa takmarkað gildi. Mismunurinn á þeirri tegund sem fær lyfið og próteins C úr mönnum mun óhjákvæmilega valda ofnæmissvari og myndun mótefnis.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Stungulyfsstofn

Manna albúmín

Natríum klóríð

Natríum sítrat 2H2O

Leysir

Sæft vatn fyrir stungulyf

6.2 Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3 Geymsluþol

3 ár

Lyfið skal notað strax eftir blöndun.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C – 8°C). Má ekki frjósa. Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5 Gerð íláts og innihald

500 a.e. og 1000 a.e.: CEPROTIN stungulyfsstofn er í hettuglösum úr hlutlausu gleri, annaðhvort hýdrerað af gerð I (500 a.e.) eða hýdrerað af gerð II (1000 a.e.). Leysirinn er í hettuglösum úr

hlutlausu gleri hýdrerað af gerð I. Stungulyfsstofns hettuglösin og hettuglösin með leysinum eru með bútýl gúmmítappa.

Með hverri pakkningu fylgir einnig:

millifærslunál

nál með síu

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Leysið frostþurrkaða CEPROTIN stungulyfsstofninn upp með meðfylgjandi leysi (sæft vatn fyrir stungulyf) með því að nota sæfðu millifærslunálina. Snúið hettuglasinu varlega þar til allt duft er uppleyst. Eftir blöndun er lausnin litlaus eða aðeins gulleit og tær eða með örlitlum ópalbjarma og í eðli sínu laus við sýnilegar agnir.

Lausnin er dregin upp með sæfðri nál með síu, í sæfða einnota sprautu. Nota verður nýja, ónotaða nál með síu, fyrir hvert hettuglas af uppleystu CEPROTIN. Farga skal lausninni ef einhverjar agnir eru sjáanlegar.

Tilbúna lausn á að gefa strax, sem innspýtingu í æð.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

BAXTER AG

Industriestrasse 67

A-1221 Vienna

Austurríki

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/01/190/002

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 16. júlí 2001

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 16. júlí 2006

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

<{DD. mánuður ÁÁÁÁ}>

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu. Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf