Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Cerezyme (imiglucerase) – Samantekt á eiginleikum lyfs - A16AB02

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsCerezyme
ATC-kóðiA16AB02
Efniimiglucerase
FramleiðandiGenzyme Europe B.V.

1.HEITI LYFS

Cerezyme 200 U stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn.

Cerezyme 400 U stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Cerezyme 200 U stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn.

Hvert hettuglas inniheldur 200 einingar* af imiglúkerasa**.

Eftir upplausn inniheldur lausnin 40 einingar (u.þ.b. 1,0 mg) af imiglúkerasa í hverjum ml (200 ein./5 ml).

Cerezyme 400 U stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn.

Hvert hettuglas inniheldur 400 einingar* af imiglúkerasa**.

Eftir upplausn inniheldur lausnin 40 einingar (u.þ.b. 1,0 mg) af imiglúkerasa í hverjum ml (400 ein./10 ml).

* Ensímeining (U) er skilgreind sem það magn af ensími sem kemur af stað vatnsrofi á einu míkrómóli af tilbúna ensímhvarfefninu para-nítrófenýl -D-glúkópýranósíð (pNP-Glc) á mínútu við 37°C.

**Imiglúkerasi er breytt gerð sýru -glúkósídasa úr mönnum og er framleiddur með raðbrigða erfðatækni í spendýrafrumum úr eggjastokkum kínverskra hamstra, með breytingu á mannósa til þess að valda sækni í átfrumur.

Hjálparefni:

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1

Cerezyme 200 U stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn.

Þetta lyf inniheldur natríum og er gefið inn með 0,9% natríumklóríð lausn í bláæð (sjá kafla 6.6). Eftir blöndun inniheldur lausnin 0,62 mmól natríum (200 ein./5 ml). Sjúklingar á natríumsnauðu fæði ættu að hafa það í huga.

Cerezyme 400 U stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn.

Þetta lyf inniheldur natríum og er gefið inn með 0,9% natríumklóríð lausn í bláæð (sjá kafla 6.6). Eftir blöndun inniheldur lausnin 1,24 mmól natríum (400 ein./10 ml). Sjúklingar á natríumsnauðu fæði ættu að hafa það í huga.

3.LYFJAFORM

Stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn.

Cerezyme er hvítt til hvítleitt duft.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Cerezyme (ímiglúkerasi) er notað við langtíma ensímuppbótarmeðferð hjá sjúklingum með staðfesta sjúkdómsgreiningu á ekki taugafrumutengdum (non-neuronopathic) (gerð 1) eða þrálátum taugafrumutengdum (chronic neuronopathic) (gerð 3) Gauchersjúkdómi sem sýna klínískt marktæk einkenni sjúkdómsins, sem ekki eru taugatengd.

Meðal ekki taugatengdra einkenna Gauchersjúkdóms eru:

blóðleysi eftir að aðrar orsakir, eins og járnskortur, hafa verið útilokaðar

blóðflagnafæð

beinsjúkdómur eftir að aðrar orsakir, eins og D-vítamínskortur, hafa verið útilokaðar

lifrarstækkun eða miltisstækkun

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Sjúkdómsmeðferðin ætti að vera undir umsjón lækna með sérþekkingu á meðferð á Gauchersjúkdómi.

Skammtar

Vegna misleitni og fjölkerfa virkni (multi-systemic) Gauchersjúkdómsins ættu skammtar að vera lagaðir að hverjum og einum sjúklingi og byggjast á heildarmati á öllum klínískum einkennum sjúkdómsins. Þegar svörun sjúklings gagnvart öllum klínískum einkennum sem skipta máli hefur verið vel staðfest, má aðlaga skammta og skammtatíðni í því skyni að annaðhvort viðhalda ákjósanlegum gildum sem þegar hefur verið náð fyrir öll klínísk einkenni eða bæta enn frekar klínísk gildi sem eru enn ekki komin í jafnvægi.

Mismunandi skömmtun hefur reynst árangursrík gegn sumum eða öllum ekki taugatengdum einkennum sjúkdómsins. Byrjunarskammtur sem er 60 einingar/kg líkamsþunga á tveggja vikna fresti hefur haft jákvæð áhrif á blóðsjúkdómafræðilega þætti og iðraþætti (visceral) eftir innan við 6 mánaða meðferð og áframhaldandi notkun hefur annaðhvort stöðvað framgang sjúkdómsins eða haft jákvæð áhrif á beinsjúkdóm. Skammtagjöf allt niður að 15 einingar/kg líkamsþunga einu sinni á tveggja vikna fresti hefur sýnt fram á jákvæð áhrif á blóðsjúkdómafræðilega þætti og líffærastækkun en ekki á beingildi. Venjuleg innrennslistíðni er einu sinni á tveggja vikna fresti, sem er innrennslistíðnin sem mestar upplýsingar liggja að baki.

Börn

Ekki er þörf á skammtaaðlögun fyrir börn.

Virkni Cerezyme á taugaeinkenni hjá sjúklingum með langvinnan taugafrumutengdan Gauchersjúkdóm hefur ekki verið staðfest og ekki er hægt að mæla með sérstakri skammtaáætlun fyrir þessi einkenni (sjá kafla 5.1).

Lyfjagjöf

Eftir upplausn og þynningu er lyfjablandan gefin með innrennsli í bláæð. Við fyrsta innrennsli skal innrennslishraði Cerezyme ekki vera hærri en 0,5 einingar á hvert kg líkamsþyngdar á mínútu. Í næstu skipti sem lyfið er gefið má auka innrennslishraðann en hann má ekki vera hraðari en 1 eining á hvert kg líkamsþyngdar á mínútu. Aukning á innrennslishraða skal fara fram undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks.

Íhuga má innrennsli með Cerezyme heima fyrir hjá sjúklingum sem hafa þolað innrennslið vel í nokkra mánuði. Ákvörðunin um að leyfa sjúklingi að fá innrennsli heima fyrir skal tekin eftir að meðferðarlæknir hefur lagt á það mat og mælt með því. Heilbrigðisstarfsmaður skal þjálfa sjúkling eða umönnunaraðila á sjúkrastofnun ef gefa á Cerezyme innrennsli heima fyrir. Sjúklingi eða umönnunaraðila skal kennt hvernig á að gefa innrennsli og hvernig á að halda dagbók yfir meðhöndlunina. Sjúklingar sem finna fyrir aukaverkunum á meðan innrennsli stendur skulu tafarlaust stöðva innrennslið og leita til heilbrigðisstarfsmanns. Vera kann að innrennslisgjöf þurfi eftirleiðis að fara fram á sjúkrastofnun. Skammtar og innrennslishraði skulu haldast eins á meðan gjöf fer fram heima fyrir og skal ekki breytt nema undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanns.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun og þynningu lyfsins fyrir gjöf

Heilbrigðisstarfsfólk er hvatt til að skrá Gauchersjúklinga, einnig þá með þráláta taugafrumutengda gerð sjúkdómsins, í "ICGG Gaucher Registry" (sjá 5.1).

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ofurnæmi

Núverandi upplýsingar, fengnar með kembileit með ELISA og síðan greiningu á geislaónæmisfellingu (radioimmunoprecipitation assay) til staðfestingar, benda til að á fyrsta meðferðarárinu myndist IgG mótefni gegn imiglúkerasa í um 15% sjúklinga í meðferð. Það virðist sem þeir sjúklingar sem mynda IgG mótefni geri það að öllum líkindum innan 6 mánaða frá byrjun meðferðar og myndi sjaldnast mótefni við Cerezyme eftir 12 mánaða meðferð. Ef grunur er um minnkaða svörun við meðferðinni ætti að fylgjast reglulega með hvort sjúklingur hafi myndað IgG mótefni við imiglúkerasa.

Sjúklingar með mótefni gegn imiglúkerasa eiga frekar á hættu að fá ofurnæmisviðbrögð (sjá

kafla 4.8). Ef sjúklingur upplifir viðbrögð sem benda til ofurnæmis er lagt til að hann gangist undir rannsókn á hvort mótefni gegn imiglúkerasa eru til staðar. Eins og á við um öll próteinlyf sem gefin eru í æð er möguleiki á alvarlegum ofnæmisviðbrögðum, en þau eru sjaldgæf. Ef slík viðbrögð koma fram er mælt með að hætta Cerezyme innrennsli tafarlaust og hefja viðeigandi læknismeðferð. Fylgja skal núgildandi læknisfræðilegum stöðlum um neyðarmeðferð.

Gæta skal varúðar við að gefa sjúklingum inn Cerezyme (imiglúkerasi) ef þeir hafa myndað mótefni eða fengið ofurnæmiseinkenni við Ceredasa (alglúkerasi).

Natríum

Þetta lyf inniheldur natríum og er gefið í 0,9% natríumklóríð lausn fyrir stungulyf (sjá kafla 6.6). Taka skal tillit til þess hjá sjúklingum sem eru á natríumsnauðu fæði.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar formlegar kannanir á milliverkunum.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Takmörkuð reynsla er fyrir hendi vegna afdrifa 150 þungana (aðallega byggð á tilkynningum utan klínískra rannsókna og samantekt á niðurstöðum rannsókna) sem bendir til þess að notkun Cerezyme sé gagnleg til að hafa stjórn á undirliggjandi Gauchersjúkdómi á meðgöngu. Ennfremur benda þessi gögn ekki til neinna vanskapandi eituráhrifa á fóstur af völdum Cerezyme þótt tölfræðileg gögn séu takmörkuð. Tilkynnt hefur verið um fósturdauða í mjög sjaldgæfum tilfellum en ekki er ljóst hvort þetta tengist notkun Cerezyme eða undirliggjandi Gauchersjúkdómi.

Engar dýrarannsóknir hafa farið fram til að meta áhrif Cerezyme á meðgöngu, þroska fósturvísa/fóstra, fæðingu eða þroska eftir fæðingu. Ekki er vitað hvort Cerezyme berst um fylgju í fóstur.

Varðandi þungaða Gauchersjúklinga og þá sem hyggja á þungun er þess krafist að fram fari mat á áhættu og ávinningi meðferðar fyrir hverja meðgöngu. Konur með Gauchersjúkdóminn sem verða þungaðar kunna að finna fyrir aukinni virkni hans á tímabili meðan þungun stendur og eftir barnsburð. Þar á meðal er aukin hætta á einkennum í beinakerfi, aukin frumufæð, blæðingar og aukin þörf á blóðgjöf. Þess eru dæmi að bæði meðganga og brjóstagjöf valdi álagi á kalsíumjafnvægi hjá mæðrum og hraði endurnýjun beina. Þetta kann að ýta undir beinasjúkdóma hjá þeim sem eru með Gauchersjúkdóm.

Konum sem ekki hafa fengið Cerezyme meðferð áður skal ráðlagt að íhuga að hefja meðferð fyrir getnað til að ná sem bestri heilsu. Fyrir konur í Cerezyme meðferð ætti að íhuga að halda áfram meðferðinni út meðgöngutímann. Nauðsynlegt er að fylgjast náið með meðgöngunni og klínískum einkennum Gauchersjúkdómsins til að ákvarða skammtagjöf hvers sjúklings í samræmi við þarfir hans og meðferðarárangur.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort virka efnið skilst út í brjóstamjólk en líklegt er að ensímið meltist í meltingarvegi barnsins.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Cerezyme hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Listi yfir aukaverkanir

Aukaverkanir eru flokkaðar eftir líffærum og tíðni (algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100) og mjög sjaldgæfar ( 1/10.000 to <1/1.000)) í töflunni hér að neðan. Innan hvers

tíðniflokks eru aukaverkanir settar fram í röð minnkandi alvarleika.

MedDRA líffæraflokkar

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Taugakerfi

 

Svimi, höfuðverkur,

 

 

 

náladofi*

 

Hjarta

 

Hraðtaktur*, blámi*

 

Æðar

 

Andlitsroði*,

 

 

 

lágþrýstingur*

 

Öndunarfæri, brjósthol

Mæði*, hósti*

 

 

og miðmæti

 

 

 

Meltingarfæri

 

Uppköst, ógleði,

 

 

 

krampar í kvið,

 

 

 

niðurgangur

 

Ónæmiskerfi

Ofurnæmisviðbrögð

 

Bráðaofnæmislík

 

 

 

viðbrögð

Húð og undirhúð

Ofsakláði/ofsabjúgur*,

 

 

 

kláði*, útbrot*

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Liðverkir,

 

 

 

bakverkur*

 

Almennar aukaverkanir

 

Óþægindi við

 

og aukaverkanir á

 

innrennslisstað,

 

íkomustað

 

sviði við

 

 

 

innrennslisstað,

 

 

 

bólga við

 

 

 

innrennslisstað,

 

 

 

graftarlaust kýli við

 

 

 

innrennslisstað,

 

 

 

óþægindi fyrir

 

 

 

brjósti*, hiti,

 

 

 

kuldahrollur, þreyta

 

Einkenni sem benda til ofurnæmis (stjörnumerkt í töflunni að ofan) hafa komið fram í alls um 3% sjúklinga. Slík einkenni hafa komið fram skömmu eftir inndælingu. Þessi einkenni svara yfirleitt meðferð með andhistamínlyfjum og/eða barksterum. Ráðleggja ætti sjúklingum að hætta inndælingu lyfsins og hafa samband við lækni ef þessi einkenni koma fram.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Engar upplýsingar liggja fyrir um ofskömmtum. Sjúklingar hafa fengið skammta sem eru allt að 240 U/kg líkamsþyngdar einu sinni á tveggja vikna fresti.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Hvatar (ensím) imiglúkerasi (raðbrigða átfrumumiðaður -glúkócerebrósíðasi), ATC flokkur: A16AB02.

Verkunarháttur

Gauchersjúkdómur er sjaldgæfur, víkjandi ættgengur efnaskiptasjúkdómur sem orsakast af skorti á leysiensíminu (lysosomal enzyme) sýru -glúkósídasa. Þetta ensím brýtur niður glúkósýlceramíð, sem er lykilþáttur í lípíðbyggingu frumuhimna, í glúkósa og ceramíð. Hjá einstaklingum með Gauchersjúkdóm er niðurbrot á glúkósýlceramíði ófullnægjandi sem leiðir til mikillar uppsöfnunar á

þessu hvarfefni innan leysiagna átfrumna (sem kallast „Gaucherfrumur“), sem leiðir til útbreiddra síðkominna sjúkdóma.

Gaucherfrumur er yfirleitt að finna í lifur, milta og beinmerg og einstaka sinnum einnig í lungum, nýrum og þörmum. Klínískt séð hefur Gauchersjúkdómur misleita svipgerð. Algengustu merkin um sjúkdóminn eru lifrar- og miltisstækkun, blóðflagnafæð, blóðleysi og beinsjúkdómar. Fylgikvillar frá beinagrind eru oft mest veikjandi og hamlandi þættir Gauchersjúkdómsins. Þessir fylgikvillar frá beinagrind eru m.a. beinmergsíferð, beindrep, beinverkir og beinkreppa (bone crises), beinrýrnun og beinþynning, sjúkleg beinbrot og vaxtarhömlun. Gauchersjúkdómur tengist aukinni glúkósa- framleiðslu og aukinni orkueyðslu í hvíld, sem getur leitt til þreytu og vannæringar. Sjúklingar með Gauchersjúkdóm geta einnig haft vægt bólguástand. Þar að auki hefur Gauchersjúkdómur verið tengdur við aukna hættu á afbrigðileika tengdum immunoglóbúlíni, eins og gammaglóbúlínaukningu í blóði, fjölstofna gammagalla, einstofna gammagalla með óskilgreint mikilvægi (MGUS) og mergæxlager. Þróun Gauchersjúkdómsins án meðferðar er þannig að yfirleitt versnar sjúkdómurinn og hætta er á óafturkræfum kvillum í ýmsum líffærum með tímanum. Klínísk einkenni Gaucher- sjúkdómsins geta haft slæm áhrif á lífsgæði. Gauchersjúkdómur er tengdur aukinni sjúkdómstíðni og ótímabærum dauðsföllum. Sjúkdómseinkenni sem koma fram í barnæsku benda yfirleitt til alvarlegri Gauchersjúkdóms. Hjá börnum getur Gauchersjúkdómur leitt til vaxtarskerðingar og seinkað kynþroska.

Lungnaháþrýstingur er þekktur fylgikvilli Gauchersjúkdómsins. Sjúklingar sem hafa gengist undir miltisnám eru í aukinni hættu á að fá lungnaháþrýsting. Í flestum tilvikum dregur Cerezyme meðferð úr nauðsyn þess að gangast undir miltisnám og snemmbúin meðferð með Cerezyme hefur verið tengd minnkaðri hættu á lungnaháþrýstingi. Mælt er með reglubundinni skoðun til að greina lungnaháþrýsting bæði eftir greiningu á Gauchersjúkdómi og til lengri tíma. Sérstaklega skal meðhöndla sjúklinga sem greinast með lungnaháþrýsting með viðeigandi skömmtum af Cerezyme til að tryggja meðhöndlun á undirliggjandi Gauchersjúkdómi og á sama tíma meta þörf á öðrum sértækum meðferðum við lungnaháþrýstingi.

Lyfhrif

Imiglúkerasi (raðbrigða átfrumumiðaður -glúkósidasi) bætir upp skort á ensímvirkni, vatnsrýfur glukósýlceramíð og leiðréttir því upphaflegu lífeðlismeingerðina og kemur í veg fyrir síðbúna meingerð. Cerezyme minnkar milta og lifur, bætir blóðflagnafæð og blóðleysi eða kemur þeim í jafnvægi, bætir eða kemur beinþéttni og þyngd beinmergs í jafnvægi og dregur úr eða kemur í veg fyrir beinverki og beinkreppu. Cerezyme dregur úr orkueyðslu í hvíld. Sýnt hefur verið fram á að Cerezyme bætir bæði andlega og líkamlega þætti Gauchersjúkdóms hvað lífsgæði varðar. Cerezyme dregur úr chitotriosidasa, sem er lífmerki (biomarker) um uppsöfnun glúkósýlceramíðs í átfrumum og svar við meðferð. Hjá börnum hefur verið sýnt fram á að Cerezyme stuðlar að eðlilegum kynþroska og auknum vaxtarhraða (catch-up growth), sem leiðir til þess að sjúklingar ná bæði eðlilegri hæð og beinþéttni á fullorðinsaldri.

Verkun og öryggi

Hraði og umfang svörunar við Cerezyme meðferð eru háð skömmtum. Almennt má greina svörun í líffærakerfum með meiri umsetningahraða (turnover rate), eins og blóði, mun fyrr ein í líffærakerfum með hægari umsetningarhraða, eins og beinum.

Í rannsókn byggðri á „ICGG Gaucher Registry“ á stórum hópi sjúklinga (n=528) með

Gauchersjúkdóm af gerð 1, var fylgst með tíma- og skammtaháðum áhrifum Cerezyme með tilliti til blóð- og iðragilda (blóðflagnafjölda, blóðrauðaþéttni, umfangs milta og lifrar) með skammtastærðunum 15, 30 og 60 U/kg líkamsþyngdar, einu sinni á 2 vikna fresti. Sjúklingar meðhöndlaðir með 60 U/kg líkamsþyngdar á 2 vikna fresti sýndu hraðari svörun og meiri hámarksmeðferðaráhrif í samanburði við sjúklinga sem fengu minni skammta.

Á sama hátt í annarri rannsókn byggðri á „ICGG Gaucher Registry“ var mæld beinþéttni með DXA

(dual-energy X-ray absorptiometry) hjá 342 sjúklingum og var eðlilegri beinaþéttni náð eftir 8 ára meðferð með skömmtum af Cerezyme sem námu 60 U/kg líkamsþyngdar, gefið einu sinni á 2 vikna fresti, en ekki með minni skömmtum sem voru 15 og 30 U/kg líkamsþyngdar einu sinni á 2 vikna fresti (Wenstrup et al, 2007).

Í rannsókn á 2 hópum sjúklinga, sem meðhöndlaðir voru með miðgildisskammti sem var 80 U/kg líkamsþyngdar á 4 vikna fresti og miðgildisskammti sem var 30 U/kg líkamsþyngdar á 4 vikna fresti, voru fleiri sjúklingar í hópnum sem fékk stærri skammta (33%; n=22), af þeim sem voru með beinmergsálagsskor 6, sem náðu 2 punkta lækkun á skorinu eftir 24 mánaða Cerezyme meðferð í samanburði við sjúklinga í hópnum sem fékk minni skammta (10%; n=13) (de Fost et al, 2006).

Við Cerezyme meðferð með skömmtum sem voru 60 U/kg líkamsþyngdar einu sinni á 2 vikna fresti, var sýnt fram á minnkun beinverkja svo fljótt sem eftir 3 mánuði, minnkun á beinkreppu innan

12 mánaða og aukna beinþéttni eftir 24 mánaða meðferð(Sims et al, 2008).

Venjuleg tíðni innrennslis er einu sinni á 2 vikna fresti (sjá kafla 4.2). Viðhaldsmeðferð gefin á

4 vikna fresti (Q4), með sama heildarskammti og þegar lyfið er gefið á 2 vikna fresti (Q2), hefur verið rannsökuð hjá fullorðnum sjúklingum með stöðugan Gauchersjúkdóm af gerð 1. Fyrirfram skilgreindur endapunktur var samsettur úr breytingum frá upphafsgildum á hemóglóbíni, blóðflögum, rúmmáli lifrar og milta, beinkreppu (bone crisis) og beinasjúkdómi. Annar endapunktur var þegar markmiðum meðferðar á Gauchersjúkdómi var náð eða þeim viðhaldið m.t.t. blóðgilda og iðragilda. Sextíu og þrjú prósent af Q4- og 81% af Q2-meðhöndluðum sjúklingum náðu samsetta endapunktin- um í 24. mánuði; munurinn var ekki tölfræðilega marktækur miðað við 95% CI (-0,357; 0,058). Áttatíu og níu prósent af Q4- og 100% af Q2-meðhöndluðum sjúklingum náðu endapunktinum sem byggður var á meðferðarmarkmiðum; munurinn var ekki tölfræðilega marktækur miðað við 95% CI (-0,231; 0,060). Gjöf innrennslis á 4 vikna fresti (Q4) getur verið meðferðarmöguleiki hjá sumum fullorðnum sjúklingum með stöðugan vægan Gauchersjúkdóm af gerð 1, en klínísk gögn eru takmörkuð.

Ekki hafa verið gerðar neinar klínískar samanburðarrannsóknir á virkni Cerezyme gegn taugatengdum gerðum sjúkdómsins og þess vegna er ekki hægt að draga neinar ályktanir um áhrif ensímuppbótarmeðferðar á þessar gerðir.

Heilbrigðisstarfsfólk er hvatt til að skrá Gaucher-sjúklinga, einnig þá með þráláta taugafrumutengda gerð sjúkdómsins, í „ICGG Gaucher Registry“. Upplýsingar í þessari skrá verða ónafngreindar en markmið hennar er að stuðla að auknum skilningi á Gauchersjúkdómi og meta áhrif ensímuppbótarmeðferðar í því skyni að gera notkun Cerezyme öruggari og skilvirkari.

5.2Lyfjahvörf

Við 1 klukkustundar inndælingu á 4 skömmtum (7,5, 15, 30, 60 einingar/kg) af imiglúkerasa náðist stöðug ensímstarfsemi eftir 30 mínútur. Eftir inndælingu dró hratt úr ensímstarfsemi í sermi og var helmingunartími frá 3,6 upp í 10,4 mínútur. Sermisúthreinsun var frá 9,8 til 20,3 ml/mín/kg, (meðaltal (mean) ± S.D, 14,5 ± 4,0 ml/mín/kg). Dreifingarrúmmál með massaleiðréttingu var frá 0,09 til

0,15 l/kg (meðaltal ±S.D. 0,12 ± 0,02 l/kg). Skammtastærð eða inndælingarlengd virðist ekki hafa áhrif á þessar breytur, hins vegar voru einungis 1 eða 2 sjúklingar rannsakaðir í hverjum flokki hvað varðar skammtastærð og innrennslishraða.

5.3Forklínískar upplýsingar

Upplýsingar aðrar en klínískar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, byggt á hefðbundnum rannsóknum á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir staka og endurtekna skammta og krabbameinsvaldandi áhrifum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Mannitól,

natríumsítrat (til pH-jöfnunar), sítrónusýru einhýdrat (til pH-jöfnunar), pólýsorbat 80.

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

Óopnuð hettuglös: 2 ár.

Þynnt lausn:

Frá örverufræðilegu öryggissjónarmiði séð er best að nota lyfið strax. Ef lyfið er ekki notað samstundis er geymslutími og aðstæður fyrir notkun á ábyrgð notanda og ættu ekki að vera lengri en 24 klukkustundir við 2 til 8ºC, varið fyrir ljósi.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2 C – 8 C).

Geymsluskilyrði eftir þynningu lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

Cerezyme kemur í glærum 20 ml hettuglösum úr bórósílikat gleri af gerð I. Hverju glasi er lokað með sílikonhúðuðum bútýl tappa með öryggisloki.

Cerezyme 200 U stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn.

Hvert hettuglas hefur 0,3 ml yfirmagn til að gefa nægilegt rými svo skömmtun sé nákvæm.

Pakkningastærðir: 1 eða 25 hettuglös í hverjum kassa.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Cerezyme 400 U stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn.

Hvert hettuglas hefur 0,6 ml yfirmagn til að gefa nægilegt rými svo skömmtun sé nákvæm.

Pakkningastærðir: 1, 5 eða 25 hettuglös í hverjum kassa.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Hvert hettuglas af Cerezyme er einnota.

Stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn þarf að blanda saman við vatn fyrir stungulyf, þynna með 0,9% natríumklóríð stungulyfi, lausn og gefa síðan sem innrennslislyf.

Ákvarðið nauðsynlegan fjölda hettuglasa sem blanda á miðað við skammtagjöf viðkomandi sjúklings og fjarlægið hettuglösin úr kælinum.

Stundum er hægt að gera smávægilegar breytingar á skammtastærð til að komast hjá því að farga hettuglösum sem aðeins eru notuð að hluta. Hægt er að nálga skammta að næsta fulla hettuglasi, svo lengi sem mánaðarskammturinn helst meira og minna óbreyttur.

Notið smitgátar vinnubrögð

Blöndun

Cerezyme 200 U stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Blandið 5,1 ml af vatni fyrir stungulyf út í hvert hettuglas, forðist að dæla vatninu of hratt yfir duftið og forðist að blandan freyði með því að blanda varlega. Fullbúin er blandan 5,3 ml. Sýrustig fullbúinnar lausnar er um 6,1.

Cerezyme 400 U stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Blandið 10,2 ml af vatni fyrir stungulyf út í hvert hettuglas, forðist að dæla vatninu of hratt yfir duftið og forðist að blandan freyði með því að blanda varlega. Fullbúin er blandan 10,6 ml. Sýrustig fullbúinnar lausnar er um 6,1.

Eftir blöndun er lyfið tær, litlaus vökvi, laus við utanaðkomandi efni. Þynna þarf blönduðu lausnina frekar. Áður en frekari þynning á sér stað skal skoða blönduna í glasinu með tilliti til aðskotaagna og litbrigða. Notið ekki hettuglös þar sem aðskotahlutir sjást í lausn eða vökvinn sýnist óhreinn eða litaður. Eftir blöndun, þynnið innihald hettuglasanna tafarlaust og geymið ekki til að nota síðar.

Þynning

Cerezyme 200 U stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Fullbúin lausnin inniheldur 40 einingar af imiglúkerasa á ml. Rúmmál eftir blöndun er miðað við að hægt sé að draga upp nákvæmlega 5,0 ml (jafngildir 200 einingum) úr hverju hettuglasi.

Dragið 5,0 ml af fullbúinni lausn úr hverju hettuglasi og blandið saman því sem dregið er upp úr hverju glasi. Þynnið síðan samanlagt rúmmál glasanna með 0,9% natríumklóríð stungulyfi, lausn til að ná heildarrúmmálinu 100 til 200 ml. Blandið inndælingarlausnina varlega.

Cerezyme 400 U stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Fullbúin lausnin inniheldur 40 einingar af imiglúkerasa á ml. Rúmmál eftir blöndun er miðað við að hægt sé að draga upp nákvæmlega 10,0 ml (jafngildir 400 einingum) úr hverju hettuglasi.

Dragið 10,0 ml af fullbúinni lausn úr hverju hettuglasi og blandið saman því sem dregið er upp úr hverju glasi. Þynnið síðan samanlagt rúmmál glasanna með 0,9% natríumklóríð stungulyfi, lausn til að ná heildarrúmmálinu 100 til 200 ml. Blandið inndælingarlausnina varlega.

Lyfjagjöf

Mælt er með að gefa þynntu lausnina í gegnum innrennslissett með 0,2 µm síu (in-line filter) sem bindur lítil prótein til að fjarlægja allar próteinagnir. Þetta leiðir ekki til neinnar minnkunar á virkni imiglúkerasa. Mælt er með að gefa þynntu lausnina innan 3 klukkustunda. Lyfið fullbúið, þynnt í 0,9% natríumklóríð stungulyfi, lausn viðheldur efnafræðilegum stöðugleika sínum ef það er geymt í allt að 24 klukkustundir við 2°C og 8°C ef það er varið gegn ljósi en örverufræðilegt öryggi fer eftir því hvort blöndun og þynning fór fram við smitgátar aðstæður.

Cerezyme inniheldur engin rotvarnarefni. Farga skal allri ónotaðri vöru eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur í hverju landi.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Genzyme Europe B.V., Gooimeer 10, 1411 DD Naarden, Holland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/97/053/001 Cerezyme 200 U 1 hettuglas af stofni fyrir innrennslisþykkni, lausn. EU/1/97/053/002 Cerezyme 200 U 25 hettuglös af stofni fyrir innrennslisþykkni, lausn. EU/1/97/053/003 Cerezyme 400 U 1 hettuglas af stofni fyrir innrennslisþykkni, lausn. EU/1/97/053/004 Cerezyme 400 U 5 hettuglös af stofni fyrir innrennslisþykkni, lausn. EU/1/97/053/005 Cerezyme 400 U 25 hettuglös af stofni fyrir innrennslisþykkni, lausn.

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFISINS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 17. nóvember 1997

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 17. september 2007

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu, http://www.ema.europa.eu/

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf