Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Cetrotide (cetrorelix) – Fylgiseðill - H01CC02

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsCetrotide
ATC-kóðiH01CC02
Efnicetrorelix
FramleiðandiMerck Serono Europe Ltd.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Cetrotide 0,25 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn

Cetrórelix asetat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Ífylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Cetrotide og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Cetrotide

3.Hvernig nota á Cetrotide

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Cetrotide

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar Blöndun og inndæling Cetrotide

1.Upplýsingar um Cetrotide og við hverju það er notað

Upplýsingar um Cetrotide

Cetrotide inniheldur lyf sem kallast cetrórelix asetat. Lyfið kemur í veg fyrir að líkami þinn losi egg úr eggjastokkum þínum (egglos) á tíðahringnum. Cetrotide tilheyrir hópi lyfja sem hindra myndun gónadótrópínleysandi hormóna.

Við hverju Cetrotide er notað

Cetrotide er eitt þeirra lyfja sem notað er við tæknifrjóvgun (assisted reproductive techniques (ART)), til að hjálpa þér að verða þunguð. Það kemur í veg fyrir ótímabært egglos. Þetta er vegna þess að ef eggin losna of snemma (ótímabært egglos) getur verið að læknirinn nái ekki að safna þeim.

Hvernig virkar Cetrotide

Cetrotide kemur í veg fyrir framleiðslu náttúrulegs hormóns í líkama þínum, sem kallast losunarhormón gulbúsmyndandi hormóns (LHRH)

LHRH stjórnar öðru hormóni sem kallast gulbúsmyndandi hormón (LH)

LH örvar egglos í tíðahringnum.

Þetta þýðir að Cetrotide stöðvar keðjuverkun sem leiðir til þess að egglos verði úr eggjastokki. Þegar eggin þín eru tilbúin til söfnunar er þér gefið annað lyf sem mun koma af stað egglosi (egglosvakning).

2. Áður en byrjað er að nota Cetrotide

Ekki má nota Cetrotide

ef um er að ræða ofnæmi fyrir cetrórelix asetati, eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef um er að ræða ofnæmi fyrir lyfjum sem líkjast Cetrotide (önnur peptíð hormón).

ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti.

ef þú ert með alvarlega nýrnabilun.

Ekki skal nota Cetrotide ef eitthvað af ofangreindu á við um þig. Ef þú ert ekki viss skaltu ræða við lækninn áður en þú notar lyfið.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Ofnæmi

Segðu lækninum áður en þú notar Cetrotide ef þú ert með eða hefur verið með ofnæmi.

Oförvunarheilkenni eggjastokka (OHSS)

Cetrotide er notað ásamt öðrum lyfjum sem örva eggjastokkana til framleiðslu fleiri eggja sem tilbúin eru til losunar. Á meðan eða eftir að þú færð þessi lyf, getur þú þróað oförvunarheilkenni eggjastokka (OHSS). Þetta gerist þegar ofvöxtur kemur í gulbúin og þau verða stórar blöðrur.

Sjá kafla 4, Hugsanlegar aukaverkanir, til að læra um hugsanleg merki um þetta og hvaða ráða skuli grípa til ef það gerist.

Notkun Cetrotide í fleiri en einum tíðahring

Lítil reynsla er komin á notkun Cetrotide í fleiri en einum tíðahring. Læknirinn mun kanna vandlega ávinning og áhættu fyrir þig ef þú þarft að nota Cetrotide í fleiri en einum tíðahring.

Lifrarsjúkdómur

Láttu lækninn vita áður en þú notar Cetrotide ef þú ert með lifrarsjúkdóm. Cetrotide hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með lifrarsjúkdóm.

Nýrnasjúkdómur

Láttu lækninn vita áður en þú notar Cetrotide ef þú ert með nýrnasjúkdóm. Cetrotide hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóm.

Börn og unglingar

Cetrotide er ekki til notkunar hjá börnum og unglingum.

Notkun annarra lyfja samhliða Cetrotide

Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Meðganga og brjóstagjöf

Ekki skal nota Cetrotide við meðgöngu, grun um þungun eða brjóstagjöf.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Akstur og notkun véla

Ekki er búist við að notkun Cetrotide hafi áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

3.Hvernig nota á Cetrotide

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum.

Notkun þessa lyfs

Þetta lyf er eingöngu ætlað til notkunar undir húð á kviðnum. Veldu mismunandi hluta kviðarins á hverjum degi til þess til að draga úr húðertingu.

Fyrstu gjöf ætti alltaf að framkvæma undir eftirliti læknisins. Læknirinn eða hjúkrunarfræðingur munu sýna þér hvernig undirbúa skal lyfið og dæla því.

Þú getur sinnt næstu inndælingum sjálf svo framarlega sem læknirinn hefur gert þér grein fyrir þeim einkennum sem bent geta til ofnæmis og hugsanlega alvarlegra eða lífshættulegra afleiðinga sem kalla á umsvifalausa meðferð (sjá kafla 4: Hugsanlegar aukaverkanir).

Vinsamlega lestu vandlega og farðu eftir leiðbeiningunum í lok þessa fylgiseðils sem nefndar eru Blöndun og inndæling Cetrotide.

Þú byrjar með því að nota annað lyf á 1. degi meðferðarhringsins þíns. Síðan hefur þú notkun Cetrotide nokkrum dögum síðar. (Sjá næsta hluta Hversu mikið skal nota).

Hversu mikið skal nota

Innihaldi eins hettuglass skal dæla inn (0,25 mg Cetrotide) einu sinni á dag. Best er að nota lyfið á sama tíma dag hvern, þannig að 24 klukkustundir líði milli skammta.

Þú getur valið inndælingu að morgni eða að kvöldi.

Ef inndæling fer fram á hverjum morgni: Meðferð með Cetrotide á að hefja á fimmta eða sjötta degi meðferðarhringsins. Læknirinn þinn mun gefa þér nákvæma tíma- og dagsetningu. Þú munt halda áfram að nota lyfið alla daga fram að söfnun eggjanna að meðtöldum morgninum fyrir

söfnun eggjanna (egglosvakning).

EÐA

Ef inndæling fer fram á hverju kvöldi: Meðferð með Cetrotide á að hefja á fimmta degi meðferðarhringsins. Læknirinn mun gefa þér nákvæma tíma- og dagsetningu. Þú munt halda áfram að nota lyfið alla daga fram að söfnun eggjanna að meðtöldu kvöldinu fyrir söfnun eggjanna (egglosvakning).

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ólíklegt er að ofskömmtun valdi óæskilegum/skaðlegum áhrifum. Það veldur lengri verkun lyfsins. Venjulega þarf ekki að grípa til sérstakra ráðstafana.

Ef gleymist að nota Cetrotide

Ef þú gleymir skammti, skaltu dæla honum inn um leið og þú getur og ræða við lækninn.

Ekki á að dæla inn tvöföldum skammti til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ofnæmisviðbrögð

Heit, rauð húð, kláði (oft í nára eða handarkrikum), rauð, upplyft kláðasvæði (ofsakláði), nefrennsli, hraður eða óreglulegur púls, bólga í tungu og koki, hnerrar, andnauð eða alvarlegir

öndunarerfiðleikar eða svimi. Hugsanlega eru þetta ofnæmisviðbrögð við lyfinu sem geta verið lífshættuleg. Þetta er sjaldgæft (kemur fyrir hjá færri en 1% kvenna).

Ef þú verður vör við eitthvað af ofangreindu skaltu hætta að nota Cetrotide og hafa tafarlaust samband við lækni.

Oförvunarheilkenni eggjastokka (OHSS)

Þetta getur komið fyrir vegna annarra lyfja sem þú notar til eggjastokkaörvunar.

Verkur neðarlega í kviðarholi ásamt ógleði eða uppköstum geta verið einkenni oförvunarheilkennis eggjastokka (OHSS). Þetta getur bent til þess að eggjastokkarnir örvist um of við meðferðina og að stórar blöðrur hafi myndast. Þetta er algengt (kann að koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 konum).

Oförvunarheilkenni eggjastokka getur orðið alvarlegt með augljóslega stækkuðum eggjastokkum, minnkaðri þvagframleiðslu, aukinni þyngd, öndunarerfiðleikum eða vökva í kvið

eða brjóstholi. Þetta er sjaldgæft (kann að koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 konum). Ef þú verður vör við einhverjar ofangreindar aukaverkanir skaltu hafa samband við lækninn umsvifalaust.

Aðrar aukaverkanir

Algengar (kunna að koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 konum):

Væg og skammvinn húðerting getur komið fyrir á stungustað eins og roði, kláði eða bólga.

Sjaldgæfar (kunna að koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 konum):

Flökurleiki (ógleði)

Höfuðverkur.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Cetrotide

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á hettuglasinu á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Sama fyrningardagsetning á við um Cetrotide stofninn í hettuglasinu og sæfða vatnið (leysinn) í áfylltu sprautunni. Hún er prentuð á miða og öskjuna.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Nota skal lyfið strax eftir blöndun.

Ekki skal nota lyfið ef hvíta kúlan í hettuglasinu hefur breytt um útlit. Ekki nota lyfið ef tilbúna lausnin í hettuglasinu er ekki tær og litlaus eða ef hún inniheldur agnir.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Cetrotide inniheldur

Virka innihaldsefnið er cetrórelix asetat. Hvert hettuglas inniheldur 0,25 mg af cetrórelixi asetati.

Annað innihaldsefni er mannitól.

Leysirinn er sæft vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Cetrotide og pakkningastærðir

Cetrotide er hvítur stungulyfsstofn, lausn í glerhettuglasi með gúmmítappa. Það fæst í pakkningum með einu eða sjö hettuglösum (ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar).

Pakkning með einu hettuglasi inniheldur eftirfarandi:

eina áfyllta sprautu með sæfðu vatni fyrir stungulyf (leysi). Vatnið er til að blanda duftið í hettuglasinu

eina nál með gulu merki sem er til að sprauta sæfða vatninu í hettuglasið og draga tilbúna lausnina úr hettuglasinu

eina nál með gráu merki til inndælingar lyfsins í kviðinn

tvo sprittklúta til hreinsunar.

Markaðsleyfishafi

Merck Serono Europe Limited, 56 Marsh Wall, London E14 9TP, Bretland.

Framleiðandi

Æterna Zentaris GmbH, Weismüllerstraße 50, D-60314 Frankfurt, Þýskaland eða

Merck KGaA, Frankfurter Straße 250, D-64293 Darmstadt, Þýskaland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

MERCK NV/SA

Merck Serono UAB

Tél/Tel: +32 2 686 07 11

Tel: +370 37320603

България

Luxembourg/Luxemburg

„Мерк България“ ЕАД

MERCK NV/SA, Belgique/Belgien

Teл.: +359 24461 111

Tél/Tel: +32 2 686 07 11

Česká republika

Magyarország

Merck spol.s.r.o

Merck Kft.

Tel: +420 272084211

Tel: +36-1-463-8100

Danmark

Malta

Merck A/S

Vivian Corporation Ltd

Tlf: +45 35253550

Tel: +356-22-588600

Deutschland

Nederland

Merck Serono GmbH

Merck BV

Tel: +31-20-6582800

Eesti

Norge

Merck Serono OÜ

Merck Serono Norge

Tel: +372 682 5882

Tlf: +47 67 90 35 90

Ελλάδα

Österreich

Merck A.E.

Merck GesmbH.

Tηλ: +30-210-61 65 100

España

Polska

Merck S.L.

Merck Sp. z o.o.

Línea de Información: 900 102 964

Tel.: +48 22 53 59 700

Tel: +34-91-745 44 00

 

France

Portugal

Merck Serono s.a.s.

Merck, s.a.

Tél.: +33-4-72 78 25 25

Tel: +351-21-361 35 00

Numéro vert : 0 800 888 024

 

Hrvatska

România

Merck d.o.o,

MERCK d.o.o., Slovenia

Tel: +385 1 4864 111

Tel: +386 1 560 3 800

Íreland

Slovenija

Merck Serono Ltd, United Kingdom

MERCK d.o.o.

Tel: +44-20 8818 7200

Tel: +386 1 560 3 800

Ísland

Slovenská republika

Icepharma hf

Merck spol. s r.o.

Tel: + 354 540 8000

Tel: + 421 2 49 267 111

Italia

Suomi/Finland

Merck Serono S.p.A.

Merck Oy

Tel: +39-06-70 38 41

Puh/Tel: +358-9-8678 700

Κύπρος

Sverige

Χρ. Γ. Παπαλοϊζου Λτδ

Merck AB

Τηλ.: +357 22490305

Tel: +46-8-562 445 00

Latvija

United Kingdom

Merck Serono SIA

Merck Serono Ltd

Tel: +371 67152500

Tel: +44-20 8818 7200

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

BLÖNDUN OG INNDÆLING CETROTIDE

Þessi hluti útskýrir hvernig skal blanda duftinu og sæfða vatninu (leysinum) saman og síðan hvernig sprauta á lyfinu inn.

Áður en notkun lyfsins hefst, vinsamlegast lestu þessar leiðbeiningar til enda.

Lyfið er aðeins fyrir þig – ekki leyfa öðrum að nota það.

Notaðu allar nálar, hettuglös og sprautur aðeins einu sinni.

Áður en þú byrjar

1.Þvoðu hendur þínar

Það er áríðandi að hendurnar og hlutirnir sem þú notar séu eins hrein og mögulegt er.

2.Leggðu allt sem þú þarft að nota á hreinan flöt:

eitt hettuglas með dufti

eina áfyllta sprautu með sæfðu vatni (leysir)

eina nál með gulri merkingu – til að dæla sæfða vatninu í hettuglasið og draga blandað lyfið upp úr hettuglasinu

eina nál með grárri merkingu – til að dæla lyfinu í kviðinn á þér

tvo sprittklúta.

Blöndun duftsins og vatnsins til að útbúa lyfið

1.Fjarlægðu plastlokið af hettuglasinu

Það er gúmmítappi undir – láttu hann vera á sínum stað.

Þurrkaðu gúmmítappann og málmhringinn með fyrri sprittklútnum.

2.Vatninu úr áfylltu sprautunni bætt í duftið í hettuglasinu

Taktu utan af sprautunni með gulu merkingunni

Taktu lokið af áfylltu sprautunni og skrúfaðu gulu nálina á hana. Fjarlægðu lokið af nálinni.

Stingdu gulu nálinni í gegnum miðjuna á gúmmítappanum á hettuglasinu.

Ýttu hægt á stimpilinn í sprautunni til að dæla vatninu í hettuglasið. Ekki nota nokkurt annað vatn.

Skildu sprautuna eftir í gúmmítappanum.

3.Blöndun dufts og vatns í hettuglasinu

Haltu sprautunni og hettuglasinu varlega og snúðu þeim gætilega í hringi til að blanda dufti og vatni saman. Þegar blöndun er lokið á lausnin að vera gagnsæ og engar agnir sjáanlegar.

Ekki hrista lausnina þar sem það veldur myndun loftbóla.

4.Endurfylling sprautunnar með lyfinu úr hettuglasinu

Snúðu hettuglasinu á hvolf.

Dragðu stimpilinn út til að draga lyfið úr hettuglasinu aftur inn í sprautuna.

Ef eitthvað af lyfinu er eftir í hettuglasinu skaltu draga gulu nálina út þar til nálaroddurinn er rétt innan við gúmmítappann. Ef þú horfir frá hlið í gegnum bilið í gúmmítappanum getur þú stjórnað hreyfingu nálarinnar og vökvans.

Gakktu úr skugga um að þú dragir allt lyfið upp úr hettuglasinu.

Settu lokið aftur á gulu nálina. Skrúfaðu gulu nálina af sprautunni og leggðu sprautuna niður.

Undirbúningur stungustaðar og inndæling lyfsins

1.Loftbólum eytt

Taktu utan af sprautunni með gráu merkingunni. Skrúfaðu gráu nálina á sprautuna og fjarlægðu lokið af gráu nálinni.

Haltu sprautunni með gráu nálinni upp á við og athugaðu hvort í henni séu loftbólur.

Til að fjarlægja loftbólur skaltu smella varlega með fingrum á sprautuna svo þær safnist efst í sprautunni - ýttu svo varlega á stimpilinn þar til allar loftbólur eru horfnar.

Ekki snerta gráu nálina og ekki láta hana snerta neitt yfirborð.

2.Hreinsaðu stungustaðinn

Veldu stungustað á kviðnum. Það er best í kringum naflann. Til að draga úr húðertingu skaltu velja mismunandi hluta kviðarins á hverjum degi.

Hreinsaðu húðina á valda stungustaðnum með seinni sprittklútnum - notaðu hringhreyfingar.

3.Stungið í húðina

Haltu sprautunni í annarri hendi – eins og þú heldur á blýanti.

Klíptu gætilega í húðina þar sem þú ætlar að stinga og haltu henni þétt með hinni hendinni.

Stingdu gráu nálinni hægt alveg inn í húðina undir u.þ.b. 45 til 90 gráðu horni – slepptu síðan húðinni.

4.Inndæling lyfsins

Dragðu stimpilinn varlega aftur á bak. Ef blóð kemur í ljós skaltu fylgja skrefi 5 hér að neðan.

Ef ekkert blóð kemur í ljós, skaltu ýta stimplinum hægt inn til að dæla lyfinu í þig.

Þegar sprautan er tóm skaltu draga gráu nálina hægt út undir sama horni.

Notaðu seinni sprittklútinn til að beita léttum þrýstingi þar sem þú varst að sprauta þig.

5.Ef blóð kemur í ljós:

dragðu gráu nálina hægt út undir sama horni

notaðu seinni sprittklútinn til að beita léttum þrýstingi þar sem þú stakkst nálinni í húðina.

sprautaðu lyfinu í vaskinn og fylgdu 6. skrefi hér að neðan

þvoðu þér um hendur og byrjaðu á ný með nýtt hettuglas og áfyllta sprautu.

6.Förgun

Notaðu allar nálar, hettuglös og sprautur aðeins einu sinni.

Settu lokin aftur á nálarnar svo að þeim megi farga með öruggum hætti.

Leitaðu ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig skal farga nálum, sprautum og hettuglösum á öruggan hátt.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf