Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Champix (varenicline) – Fylgiseðill - N07BA03

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsChampix
ATC-kóðiN07BA03
Efnivarenicline
FramleiðandiPfizer Limited

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

CHAMPIX 0,5 mg filmuhúðaðar töflur

CHAMPIX 1 mg filmuhúðaðar töflur

Vareniclin

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um CHAMPIX og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota CHAMPIX

3.Hvernig nota á CHAMPIX

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á CHAMPIX

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um CHAMPIX og við hverju það er notað

CHAMPIX inniheldur virka innihaldsefnið vareniclin. CHAMPIX er lyf sem er notað hjá fullorðnum til að hjálpa þeim að hætta að reykja.

CHAMPIX getur hjálpað til við að minnka þörfina og fráhvarfseinkennin þegar hætt er að reykja.

CHAMPIX getur einnig dregið úr ánægjunni við að reykja ef reykt er meðan á meðferð stendur.

2. Áður en byrjað er að nota CHAMPIX

Ekki má nota CHAMPIX

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir vareniclini eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en CHAMPIX er notað.

Greint hefur verið frá þunglyndi, sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígshegðun auk sjálfsvígstilrauna hjá sjúklingum sem eru að taka CHAMPIX. Ef þú tekur CHAMPIX og finnur fyrir óróleika, geðdeyfð eða breyttri hegðun eða ef fjölskyldan verður vör við slíkt eða ef þú færð sjálfsvígshugsanir eða sjálfsvígshegðun skaltu hætta að taka CHAMPIX og hafa samstundis samband við lækninn svo hann geti metið meðferðina.

Áhrif þess að hætta að reykja

Þær breytingar sem verða á líkamanum við að hætta að reykja, með eða án meðferðar með CHAMPIX, geta haft áhrif á virkni annarra lyfja. Í sumum tilvikum getur verið nauðsynlegt að breyta skömmtum. Sjá hér á eftir í kaflanum „Notkun annarra lyfja samhliða CHAMPIX“.

Hjá sumum hefur það að hætta reykingum hvort sem er með eða án meðferðar verið tengt aukinni hættu á að finna fyrir breyttri hugsun eða hegðun, líðan eins og þunglyndi og kvíða og getur tengst versnun geðraskana. Ef þú hefur sögu um geðröskun, skaltu ræða það við lækninn.

Hjartaeinkenni

Tilkynnt hefur verið um nýja eða versnandi hjarta- og æðakvilla fyrst og fremst hjá einstaklingum sem þegar voru með slíka kvilla. Segðu lækninum frá því ef einkenni þín breytast meðan þú tekur CHAMPIX. Ef þú færð einkenni hjartaáfalls eða heilablóðfalls áttu tafarlaust að leita læknishjálpar.

Krampar

Láttu lækninn vita ef þú hefur fengið krampa eða ert með flogaveiki áður en meðferð með CHAMPIX er hafin. Sumir einstaklingar hafa fengið krampa á meðan þeir taka CHAMPIX.

Ofnæmisviðbrögð

Hættu að taka CHAMPIX og hafðu tafarlaust samband við lækni ef þú finnur fyrir einhverjum eftirfarandi einkenna, því þau geta verið merki um alvarleg ofnæmisviðbrögð: þroti í andliti, vörum, tungu, gómi, hálsi eða líkama og/eða öndunarerfiðleikar, önghljóð.

Húðviðbrögð

Tilkynnt hefur verið um útbrot sem geta verið lífshættuleg (Stevens-Johnson heilkenni og regnbogaroðasótt) við notkun CHAMPIX. Ef þú færð útbrot eða ef húðin byrjar að flagna eða blöðrur myndast skaltu hætta að taka CHAMPIX og leita á bráðavakt.

Börn og unglingar

CHAMPIX er ekki ráðlagt til notkunar handa börnum eða unglingum yngri en 18 ára, þar sem öryggi og verkun hafa ekki verið staðfest.

Notkun annarra lyfja samhliða CHAMPIX

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Í sumum tilfellum þegar hætt er að reykja, með eða án meðferðar með CHAMPIX, getur verið nauðsynlegt að breyta skammti annarra lyfja. Dæmi um þetta eru þegar um theophyllin (lyf við öndunarfærasjúkdómum), warfarín (blóðþynningarlyf) og insúlín (sykursýkislyf) er að ræða. Hafðu samband við lækninn eða lyfjafræðing ef þú ert í vafa.

Ef þú þjáist af alvarlegum nýrnasjúkdómi skaltu forðast samhliða notkun címetidíns (lyf notað við meltingaróþægindum) með CHAMPIX, þar sem það getur valdið auknum styrk CHAMPIX í blóði.

Notkun CHAMPIX samhliða öðrum meðferðum við að hætta að reykja:

Leitaðu ráða hjá lækninum áður en þú tekur CHAMPIX samhliða annarri meðferð við að hætta að reykja.

Notkun CHAMPIX með mat eða drykk

Tilkynnt hefur verið um aukin áhrif alkóhóls hjá sjúklingum sem taka CHAMPIX. Hins vegar er ekki vitað hvort CHAMPIX auki í raun áhrif alkóhóls.

Meðganga og brjóstagjöf

Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti, telur að þú gætir verið barnshafandi eða ef þungun er fyrirhuguð skaltu fá ráðgjöf hjá lækni eða lyfjafræðingi áður en þú byrjar að nota þetta lyf.

Það er æskilegt að forðast notkun CHAMPIX á meðgöngu. Hafðu samband við lækni ef þú ráðgerir þungun.

Þrátt fyrir að það hafi ekki verði rannsakað getur CHAMPIX hugsanlega skilist út í brjóstamjólk. Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en CHAMPIX er notað.

Akstur og notkun véla

CHAMPIX getur valdið sundli og syfju. Þú skalt ekki aka bíl, stjórna tækjum eða vinna áhættusama vinnu fyrr en þú veist hvort lyfið hefur áhrif á getu þína til að framkvæma slíka hluti.

3.Hvernig nota á CHAMPIX

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Þú ert mun líklegri til að hætta að reykja ef þú ert hvattur til að hætta. Læknir eða lyfjafræðingur geta gefið þér ráð, stuðning og frekari upplýsingar til að tilraunin til að hætta að reykja skili árangri.

Áður en meðferð með CHAMPIX hefst skaltu, undir venjulegum kringumstæðum, ákveða dagsetningu í annarri viku meðferðar (milli 8. og 14. dags) sem þú ætlar að hætta að reykja. Ef þig skortir vilja eða getu til að ákveða dagsetningu innan tveggja vikna geturðu valið þína eigin dagsetningu sem þú áætlar að hætta að reykja innan 5 vikna eftir að meðferð hefst. Skrifaðu dagsetninguna á pakkann til að minna þig á.

CHAMPIX er fáanlegt sem hvítar töflur (0,5 mg) og ljósbláar töflur (1 mg). Þú byrjar að taka hvítu töfluna og síðan er yfirleitt breytt yfir í ljósbláu töfluna. Sjá töfluna hér á eftir með skammtaleiðbeiningum sem þér er ráðlagt að fylgja frá 1. degi.

Vika 1

Skammtur

Frá degi 1 til 3 skaltu taka eina hvíta CHAMPIX 0,5 mg filmuhúðaða töflu einu sinni á

 

sólarhring.

 

 

Frá degi 4 til 7 skaltu taka eina hvíta CHAMPIX 0,5 mg filmuhúðaða töflu tvisvar á

 

sólarhring, eina á morgnana og eina á kvöldin, alltaf á sama tíma sólarhrings.

 

 

Vika 2

 

Dagur 8-14

Frá degi 8 til 14 skaltu taka eina ljósbláa CHAMPIX 1 mg filmuhúðaða töflu tvisvar á

 

sólarhring, eina á morgnana og eina á kvöldin, alltaf á sama tíma sólarhrings.

 

 

Vika 3 - 12

 

Dagur 15 -

Frá degi 15 þar til í lok meðferðar skaltu taka eina ljósbláa CHAMPIX 1 mg filmuhúðaða

loka

töflu tvisvar á sólarhring, eina á morgnana og eina á kvöldin, alltaf á sama tíma sólarhrings.

meðferðar

 

Ef þú ert hætt/ur að reykja eftir 12 vikna meðferð getur læknirinn lagt til 12 vikna viðbótarmeðferð með CHAMPIX 1 mg filmuhúðaðri töflu tvisvar á sólarhring til að hjálpa þér að forðast að byrja aftur að reykja.

Ef þú getur ekki eða vilt ekki hætta að reykja strax ættir þú að draga úr reykingum á fyrstu 12 vikum meðferðarinnar og hætta þeim í lok þess tímabils. Síðan skaltu halda áfram að taka CHAMPIX 1 mg filmuhúðaðar töflur tvisvar á dag í aðrar 12 vikur, sem þýðir að meðferðin varir í alls 24 vikur.

Ef þú finnur fyrir aukaverkunum sem þú þolir ekki gæti læknirinn ákveðið að minnka skammtinn niður í 0,5 mg tvisvar á dag, tímabundið eða allan tímann sem lyfjagjöf stendur yfir.

Ef þú ert með nýrnasjúkdóm skaltu hafa samband við lækni áður en þú tekur CHAMPIX. Þú gætir þurft að fá minni skammt.

Champix er til inntöku.

Töflurnar á að gleypa heilar með vatni og þær má taka með eða án matar.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef þú óvart tekur stærri skammt af CHAMPIX en læknirinn sagði til um skaltu leita læknis eða fara á næstu slysadeild. Taktu pakkninguna með þér.

Ef gleymist að nota CHAMPIX

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka. Það er mikilvægt að þú takir CHAMPIX reglulega og alltaf á sama tíma sólarhrings. Ef þú gleymir að taka skammt, skaltu taka hann um leið og þú manst eftir því. Ef innan við 3-4 klst. eru að næsta skammti skaltu sleppa skammtinum sem gleymdist.

Ef hætt er að nota CHAMPIX

Í klínískum prófunum hefur verið sýnt fram á að með því að taka alla skammta lyfsins á réttum tíma og í ráðlagðan meðferðartíma, eins og lýst er hér fyrir ofan, aukast líkurnar á því að þér takist að hætta að reykja. Því er mikilvægt að halda áfram að taka CHAMPIX samkvæmt upplýsingum í töflunni að ofan, nema læknir ráðleggi þér að hætta meðferð.

Þegar hætt er að reykja með meðferð geta verið auknar líkur á því að byrja aftur að reykja rétt eftir að meðferðinni lýkur. Þú gætir tímabundið fundið fyrir auknum pirringi, löngun til að reykja, þunglyndi og/eða svefntruflunum þegar þú hættir að taka CHAMPIX. Læknirinn gæti ákveðið að minnka skammtinn af CHAMPIX í þrepum við lok meðferðarinnar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ýmis einkenni geta komið fram þegar hætt er að reykja, með eða án meðferðar. Þau geta verið skapsveiflur (t.d. þunglyndi, skapstyggð, pirringur og kvíði), svefnleysi, einbeitingartruflanir, hægari hjartsláttur og aukin matarlyst eða þyngdaraukning.

Þú skalt vera meðvituð/meðvitaður um að mögulega geta komið fram alvarleg taugageðræn einkenni svo sem óróleiki, depurð eða breytingar á hegðun þegar reynt er að hætta að reykja með eða án CHAMPIX og þú skalt ráðfæra þig við lækni eða lyfjafræðing ef þú færð slík einkenni.

Alvarlegar aukaverkanir, annaðhvort sjaldgæfar eða mjög sjaldgæfar, hafa komið fram hjá fólki sem hefur reynt að hætta að reykja með CHAMPIX: flog, heilablóðfall, hjartaáfall, sjálfsvígshugsanir, skert raunveruleikaskyn og vangeta til að hugsa skýrt eða rökrétt (geðrof), breytingar á hugsun eða hegðun (svo sem árásarhneigð og óeðlilegt atferli). Einnig hefur verið tilkynnt um alvarleg húðviðbrögð, þar á meðal regnbogaroðasótt (tegund útbrots) og Stevens-Johnson heilkenni (alvarlegur sjúkdómur með

blöðrumyndun í húð, munni, umhverfis augu eða kynfæri) og alvarleg ofnæmisviðbrögð, þar á meðal ofsabjúg (þrota í andliti, munni eða hálsi).

-Mjög algengar: geta haft áhrif á meira en 1 af hverjum 10 sjúklingum

-Bólga í nefi og hálsi, óeðlilegir draumar, erfiðleikar með svefn, höfuðverkur

-Ógleði

-Algengar: geta haft áhrif á allt að 1 af hverjum 10 sjúklingum

-Sýking í brjóstholi, skútabólga

-Þyngdaraukning, minnkuð matarlyst, aukin matarlyst

-Svefnhöfgi, sundl, breytingar á bragðskyni

-Mæði, hósti

-Brjóstsviði, uppköst, hægðatregða, niðurgangur, uppþemba, kviðverkur, tannpína, meltingartruflanir, vindgangur, munnþurrkur

-Útbrot, kláði

-Liðverkir, vöðvaverkir, bakverkir

-Brjóstverkur, þreyta

-Sjaldgæfar: geta haft áhrif á allt að 1 af hverjum 100 sjúklingum

-Sveppasýking, veirusýking

-Hræðsla, einbeitingarerfiðleikar, órói, skapsveiflur, þunglyndi, kvíði, ofskynjanir, breytingar á kynhvöt

-Flog, skjálfti, silagangur, minni næmni fyrir snertingu

-Tárubólga, augnverkur

-Suð fyrir eyrum

-Hjartaöng, hraður hjartsláttur, hjartsláttarónot, aukinn hjartsláttur

-Hækkaður blóðþrýstingur, hitasteypa

-Bólgur í nefi, ennisholum og hálsi, stífla í nefi, hálsi og brjósti, hæsi, ofnæmiskvef, erting

íhálsi, stíflaðar ennisholur, slím úr nefi sem veldur hósta, nefrennsli

-Rautt blóð í hægðum, erting í maga, breytingar á hægðarvenjum, ropi, munnangur, verkur

ítannholdi

-Roði í húð, gelgjuþrymlar, aukin svitamyndun, nætursviti

-Vöðvakrampar, verkur í brjóstvegg

-Óeðlilega tíð þvaglát, næturþvaglát

-Auknar tíðablæðingar

-Óþægindi fyrir brjósti, flenskulík einkenni, máttleysi eða vanlíðan Hár blóðsykur

Hjartaáfall

Sjálfsvígshugsanir

Breytt hugsun eða hegðun (svo sem árásarhneigð)

-Mjög sjaldgæfar: geta haft áhrif á allt að 1 af hverjum 1.000 sjúklingum

-Mikill þorsti

-Vanlíðan eða óhamingja, hæg hugsun

-Heilablóðfall

-Aukin vöðvaspenna, erfiðleikar með tal, erfiðleikar með samhæfingu, minnkað bragðskyn, breyttar svefnvenjur

-Sjóntruflun, mislit augu, útvíkkun sjáaldra, ljósnæmni, skammsýni, tárvot augu

-Óreglulegur hjartsláttur eða takttruflanir

-Verkur í hálsi, hrotur

-Blóðug uppköst, óeðlilegar hægðir, tunguskán

-Stirðleiki í liðum, verkir í rifbeinum

-Glúkósi í þvagi, aukið þvagrúmmál og aukin tíðni þvagláta

-Útferð frá leggöngum, breytingar á kynlífsgetu

-Kuldatilfinning, blöðrur

-Sykursýki

-Ganga í svefni

-Skert raunveruleikaskyn og vangeta til að hugsa skýrt eða rökrétt (geðrof)

-Óeðlilegt atferli

-Alvarleg húðviðbrögð, þar á meðal regnbogaroðasótt (tegund útbrota) og Stevens- Johnson heilkenni (alvarlegur sjúkdómur með blöðrumyndun í húð, munni, umhverfis augu eða kynfæri)

-Alvarleg ofnæmisviðbrögð, þar á meðal ofsabjúgur (þroti í andliti, munni eða hálsi)

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á CHAMPIX

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Þynnur: Geymið við lægri hita en 30°C.

Glas: Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

CHAMPIX inniheldur

-Virka innihaldsefnið er vareniclin.

-Hver 0,5 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 0,5 mg af vareniclini (sem tartrat).

-Hver 1 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 1 mg af vareniclini (sem tartrat). Önnur innihaldsefni eru:

Töflukjarni - CHAMPIX 0,5 mg og 1 mg filmuhúðaðar töflur

Örkristallaður sellulósi Vatnsfrítt kalsíum vetnisfosfat Kroskarmellósa natríum Vatnsfrí kísilkvoða Magnesíumsterat

Filmuhúðun töflunnar - CHAMPIX 0,5 mg filmuhúðaðar töflur

Hýprómellósi Títantvíoxíð (E171) Makrógol 400 Þríasetín

Filmuhúðun töflunnar - CHAMPIX 1 mg filmuhúðaðar töflur

Hýprómellósi Títantvíoxíð (E171) Makrógol 400

Indígókarmín Aluminium Lake (E132) Þríasetín

Lýsing á útliti CHAMPIX og pakkningastærðir

-CHAMPIX 0,5 mg filmuhúðaðar töflur eru hvítar, filmuhúðaðar, hylkjalaga töflur, merktar „Pfizer“ og „CHX 0.5“

-CHAMPIX 1 mg filmuhúðaðar töflur eru ljósbláar, filmuhúðaðar, hylkjalaga töflur, merktar „Pfizer“ og „CHX 1.0“

CHAMPIX er fáanlegt í eftirtöldum pakkningastærðum:

-Upphafspakkning (upphafsskammtur) inniheldur 2 þynnur í spjaldi: 1 gegnsæ þynna sem inniheldur 11 CHAMPIX 0,5 mg filmuhúðaðar töflur og 1 gegnsæ þynna sem inniheldur 14 CHAMPIX 1 mg filmuhúðaðar töflur.

-Upphafspakkning (upphafsskammtur) inniheldur 2 þynnur í spjaldi: 1 gegnsæ þynna sem inniheldur 11 CHAMPIX 0,5 mg og 14 CHAMPIX 1 mg filmuhúðaðar töflur og 1 gegnsæ þynna sem inniheldur 28 CHAMPIX 1 mg filmuhúðaðar töflur.

-Viðhaldspakkning (viðhaldsskammtur) inniheldur 2 gegnsæjar þynnur í spjaldi með

14 CHAMPIX 1 mg filmuhúðuðum töflum.

-Viðhaldspakkning (viðhaldsskammtur) inniheldur 2 gegnsæjar þynnur í spjaldi með 28 CHAMPIX 1 mg filmuhúðuðum töflum.

-Viðhaldspakkning (viðhaldsskammtur) inniheldur 2 gegnsæjar þynnur í spjaldi með 14 CHAMPIX 0,5 mg filmuhúðuðum töflum.

-Viðhaldspakkning (viðhaldsskammtur) inniheldur 2 gegnsæjar þynnur í spjaldi með 28 CHAMPIX 0,5 mg filmuhúðuðum töflum.

-Upphafspakkning (upphafsskammtur) inniheldur 2 þynnur í öskju: 1 gegnsæ þynna með 11 CHAMPIX 0,5 mg filmuhúðuðum töflum og 1 gegnsæ þynna með 14 CHAMPIX 1 mg filmuhúðuðum töflum.

-Viðhaldspakkning (viðhaldsskammtur) inniheldur 2 gegnsæjar þynnur í öskju með

14 CHAMPIX 1 mg filmuhúðuðum töflum.

-Viðhaldspakkning (viðhaldsskammtur) inniheldur 4 gegnsæjar þynnur í öskju með

14CHAMPIX 1 mg filmuhúðuðum töflum.

-Viðhaldspakkning (viðhaldsskammtur) inniheldur 8 gegnsæjar þynnur í öskju með

14CHAMPIX 1 mg filmuhúðuðum töflum.

-Viðhaldspakkning (viðhaldsskammtur) inniheldur 10 gegnsæjar þynnur í öskju með

14CHAMPIX 1 mg filmuhúðuðum töflum.

-Innsigluð blá og hvít HDPE flaska, með öryggisskrúfloki, í öskju, sem inniheldur 56 CHAMPIX

1mg filmuhúðaðar töflur.

-Innsigluð blá og hvít HDPE flaska, með öryggisskrúfloki, í öskju, sem inniheldur 56 CHAMPIX 0,5 mg filmuhúðaðar töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Pfizer Limited

Ramsgate Road

Sandwich

Kent

CT13 9NJ

Bretland

Framleiðandi

R-Pharm Germany GmbH Heinrich-Mack-Str. 35, 89257 Illertissen Þýskaland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Pfizer S.A./N.V.

Tél/Tel: + 32 (0)2 554 62 11

България

Пфайзер Люксембург САРЛ, Клон България Тел.: +359 2 970 4333

Česká republika

Pfizer PFE, spol. s r.o. Tel: + 420 283 004 111

Danmark

Pfizer ApS

Tlf: + 45 44 20 11 00

Deutschland

Pfizer Pharma GmbH

Tel: +49 (0)30 550055-51000

Eesti

Pfizer Luxembourg SARL Eesti filiaal Tel: +372 666 7500

Ελλάδα

PFIZER EΛΛAΣ A.E. Τηλ.: + 30 210 67 85 800

España

Pfizer, S.L.

Tel: + 34 91 490 99 00

France

Pfizer

Tél: + 33 (0)1 58 07 34 40

Hrvatska

Pfizer Croatia d.o.o.

Tel: + 385 1 3908 777

Ireland

Pfizer Healthcare Ireland

Tel: 1800 633 363 (toll free) +44 (0) 1304 616161

Lietuva

Pfizer Luxembourg SARL filialas Lietuvoje Tel. +3705 2514000

Luxembourg/Luxemburg

Pfizer S.A.

Tél/Tel: + 32 (0)2 554 62 11

Magyarország

Pfizer Kft.

Tel.: +36 1 488 37 00

Malta

V.J. Salomone Pharma Ltd.

Tel : +356 21220174

Nederland

Pfizer bv

Tel: +31 (0)10 406 43 01

Norge

Pfizer Norge AS

Tlf: +47 67 52 61 00

Österreich

Polska

Pfizer Polska Sp. z o.o.

Tel.: + 48 22 335 61 00

Portugal

Pfizer Biofarmacêutica, Sociedade Unipessoal Lda

Tel: +351 21 423 5500

România

Pfizer România S.R.L.

Tel: +40 (0)21 207 28 00

Slovenija

Pfizer Luxembourg SARL, Pfizer, podružnica za svetovanje s področja farmacevtske dejavnosti, Ljubljana

Tel: + 386 (0) 1 52 11 400

Ísland

Slovenská republika

Icepharma hf.

Pfizer Luxembourg SARL, organizačná zložka

Simi: +354 540 8000

Tel: +421-2-3355 5500

Italia

Suomi/Finland

Pfizer S.r.l.

Pfizer Oy

Tel: +39 06 33 18 21

Puh/Tel: + 358 (0)9 43 00 40

Κύπρος

Sverige

PFIZER ΕΛΛΑΣ Α.Ε. (CYPRUS BRANCH),

Pfizer Innovations AB

Τηλ: +357 22 817690

Tel: + 46 (0)8 550 520 00

Latvija

United Kingdom

Pfizer Luxembourg SARL filiāle Latvijā

Pfizer Limited

Tel: + 371 670 35 775

Tel: + 44 (0) 1304 616161

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í <{MM/ÁÁÁÁ}>

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/ og á vef Lyfjastofnunar http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf