Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Cinryze (C1 inhibitor (human)) – Samantekt á eiginleikum lyfs - B06AC01

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsCinryze
ATC-kóðiB06AC01
EfniC1 inhibitor (human)
FramleiðandiShire Services BVBA

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Cinryze 500 einingar stungulyfsstofn og leysir, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Hvert einnota hettuglas með stungulyfsstofni inniheldur 500 einingar af C1-hemli (manna) framleiddum úr plasma úr mönnum (blóðgjöfum).

Eftir blöndun inniheldur eitt hettuglas 500 einingar af C1-hemli (manna) í hverjum 5 ml en það svarar til 100 eininga/ml. Ein eining jafngildir því magni af C1-hemli sem að meðaltali er í 1 ml af eðlilegu plasma hjá mönnum.

Heildarpróteininnihald í blandaðri lausn er 15±5 mg/ml.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hvert hettuglas af Cinryze inniheldur um það bil 11,5 mg af natríum.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Hvítt duft.

Leysirinn er tær, litlaus lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Meðferð sem og fyrirbyggjandi meðferð fyrir aðgerðir við ofsabjúgsköstum hjá fullorðnum, unglingum og börnum (2 ára og eldri) sem eru með arfgengan ofsabjúg (hereditary angioedema (HAE)).

Regluleg fyrirbyggjandi meðferð við ofsabjúgsköstum hjá fullorðnum, unglingum og börnum (6 ára og eldri) sem fá alvarleg og endurtekin köst arfgengs ofsabjúgs (hereditary angioedema (HAE)) sem ekki þola meðferð til inntöku eða meðferð til inntöku veitir ófullnægjandi vörn og hjá sjúklingum sem fá ófullnægjandi meðferð með endurtekinni bráðameðferð.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð með Cinryze skal hefja undir eftirliti læknis sem hefur reynslu af meðhöndlun sjúklinga með arfgengan ofsabjúg.

Skammtar

Fullorðnir

Meðferð ofsabjúgskasta

1.000 einingar af Cinryze við fyrstu vísbendingu um ofsabjúgskast.

Gefa má annan 1.000 eininga skammt ef sjúklingurinn hefur ekki sýnt viðunandi svörun eftir 60 mínútur.

Hjá sjúklingum sem fá ofsabjúgskast í barkakýli eða meðferð hefst seint, má gefa seinni skammtinn áður en 60 mínútur eru liðnar.

Regluleg fyrirbyggjandi meðferð við ofsabjúgsköstum

1.000 einingar af Cinryze á 3 eða 4 daga fresti er ráðlagður upphafsskammtur fyrir reglulega fyrirbyggjandi meðferð við ofsabjúgsköstum, en aðlaga gæti þurft tímann milli skammta með tilliti til einstaklingsbundinnar svörunar. Áframhaldandi þörf fyrir reglulega fyrirbyggjandi meðferð með Cinryze ætti að meta með reglulegu millibili.

Fyrirbyggjandi meðferð við ofsabjúgsköstum fyrir aðgerðir

1.000 einingar af Cinryze innan 24 klukkustunda fyrir læknisaðgerð, tannaðgerð eða skurðaðgerð.

Börn

Unglingar

Til meðferðar, reglulegrar fyrirbyggjandi meðferðar og fyrirbyggjandi meðferðar fyrir aðgerð er skammturinn fyrir unglinga 12 til 17 ára sá sami og fyrir fullorðna.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Cinryze hjá börnum yngri en 2 ára. Gögn sem styðja ráðleggingar um skammta hjá börnum yngri en 6 ára eru mjög takmörkuð. Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í köflum 4.8, 5.1 og 5.2.

Meðferð við ofsabjúgsköstum

Fyrirbyggjandi meðferð

Regluleg fyrirbyggjandi

 

við ofsabjúgsköstum fyrir

meðferð við ofsabjúgsköstum

 

aðgerðir

 

2 til 11 ára, >25 kg:

2 til 11 ára, >25 kg:

6 til 11 ára:

1000 einingar af Cinryze við fyrstu

1000 einingar af Cinryze

500 einingar af Cinryze á 3

merki um að alvarlegt kast sé að

innan 24 klukkustunda

eða 4 daga fresti er ráðlagður

hefjast.

fyrir læknisaðgerð,

upphafsskammtur fyrir

 

tannaðgerð eða

reglulega fyrirbyggjandi

Gefa má annan skammt með

skurðaðgerð.

meðferð við

1000 einingum ef sjúklingurinn hefur

 

ofsabjúgsköstum. Aðlaga

ekki svarað nægilega vel eftir

 

gæti þurft tímann milli

60 mínútur.

2 til 11 ára, 10-25 kg:

skammta og skammtinn með

2 til 11 ára, 10-25 kg:

tilliti til

500 einingar af Cinryze

einstaklingsbundinnar

500 einingar af Cinryze við fyrstu

innan 24 klukkustunda

svörunar. Áframhaldandi

merki um að alvarlegt kast sé að

fyrir læknisaðgerð,

þörf fyrir reglulega

hefjast.

tannaðgerð eða

fyrirbyggjandi meðferð með

 

skurðagerð.

Cinryze ætti að meta með

Gefa má annan skammt með

 

reglulegu millibili.

500 einingum ef sjúklingurinn hefur

 

 

ekki svarað nægilega vel eftir

 

 

60 mínútur.

 

 

 

 

 

Aldraðir

Engar sértækar rannsóknir hafa verið gerðar. Til meðferðar, reglulegrar fyrirbyggjandi meðferðar og fyrirbyggjandi meðferðar fyrir aðgerð hjá öldruðum, 65 ára og eldri, er skammturinn sá sami og fyrir fullorðna.

Sjúklingar með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi

Engar sértækar rannsóknir hafa verið gerðar. Til meðferðar, reglulegrar fyrirbyggjandi meðferðar og fyrirbyggjandi meðferðar fyrir aðgerð hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi er skammturinn sá sami og fyrir fullorðna.

Lyfjagjöf

Til notkunar í bláæð.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun lyfsins fyrir gjöf.

Gefa skal lyfið eftir blöndun með inndælingu í bláæð með hraðanum 1 ml á mínútu.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Segamyndun

Greint hefur verið frá segamyndun hjá nýburum og ungbörnum sem fengu stóra skammta, sem ekki eru samkvæmt ráðlögðum skömmtum (off-label), af öðrum C1-hemli (allt að 500 einingar/kg), meðan þau gengust undir hjáveituaðgerð á hjarta, til þess að fyrirbyggja háræðalekaheilkenni. Samkvæmt niðurstöðum dýrarannsóknar er mögulegur segamyndunarþröskuldur við skammta sem eru stærri en 200 einingar/kg. Hafa skal náið eftirlit með sjúklingum sem hafa þekkta áhættuþætti segamyndunar (þ.m.t. inniliggjandi æðaleggi).

Smit

Staðlaðar aðferðir til þess að koma í veg fyrir smit þegar notuð eru lyf sem unnin eru úr blóði eða plasma manna eru m.a. val á þeim sem gefa blóð, skimun einstakra blóðgjafa og alls plasma fyrir sértækum vísbendingum um sýkingar og notkun virkra aðferða við framleiðsluna sem gera veirur óvirkar eða hreinsa þær burt. Þrátt fyrir þetta er ekki fullkomlega hægt að útiloka að smit geti borist með lyfjum sem unnin eru úr blóði eða plasma manna. Þetta á einnig við um óþekktar eða nýgreindar veirur og aðra sýkingavalda.

Þær aðferðir sem eru notaðar eru taldar virkar gegn hjúpveirum svo sem HIV, HBV og HCV, sem og veirunum HAV og parvóveiru B19 sem ekki hafa hjúp.

Íhuga skal viðeigandi bólusetningar (lifrarbólgu A og B) fyrir sjúklinga sem fá reglulegar/endurteknar lyfjagjafir með C1-hemli unnum úr plasma manna.

Eindregið er mælt með því að nafn og lotunúmer lyfs sé skráð í hvert sinn sem sjúklingi er gefið Cinryze til þess að hægt sé að rekja tengsl milli sjúklingsins og lotu lyfsins.

Ofnæmi

Eins og við á um öll líffræðileg lyf geta ofnæmisviðbrögð átt sér stað. Einkenni ofnæmisviðbragða geta verið svipuð og einkenni ofsabjúgskasta. Upplýsa skal sjúklinga um upphafseinkenni ofnæmisviðbragða, þ.á m. ofsakláða, dreifð útbrot, andþyngsli, blísturshljóð við öndun, lágan blóðþrýsting og bráðaofnæmi, en einnig um að ef þessi einkenni koma fram eftir gjöf lyfsins skuli þeir láta lækninn vita án tafar. Ef bráðaofnæmisviðbrögð eða ofnæmislost á sér stað skal veita bráðameðferð.

Meðferð veitt í heimahúsi og/eða af sjúklingnum sjálfum

Takmarkaðar upplýsingar eru fyrirliggjandi um notkun lyfsins í heimahúsi eða af sjúklingnum sjálfum. Möguleg áhætta við meðferð í heimahúsi tengist sjálfri lyfjagjöfinni og meðferð aukaverkana, sérstaklega ofnæmisviðbragða. Viðkomandi læknir skal taka ákvörðun um það hvort sjúklingur eigi að fá meðferð í heimahúsi og ber honum að tryggja að viðeigandi þjálfun sé veitt og að slík notkun lyfsins sé endurskoðuð með reglulegu millibili.

Börn

Greint hefur verið frá segamyndun hjá nýburum og ungbörnum sem fengu stóra skammta, sem ekki eru samkvæmt ráðlögðum skömmtum (off-label), af öðrum C1-hemli (allt að 500 einingar/kg), meðan þau gengust undir hjáveituaðgerð á hjarta, til þess að fyrirbyggja háræðalekaheilkenni.

Natríum

Hvert hettuglas af Cinryze inniheldur um það bil 11,5 mg af natríum. Sjúklingar á natríumskertu mataræði þurfa að hafa þetta í huga.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun lyfsins á meðgöngu og þær benda ekki til neinna aukaverkana C1-hemils á meðgöngu eða heilbrigði fósturs/nýbura. Enn sem komið er liggja engar aðrar mikilvægar faraldsfræðilegar upplýsingar fyrir. Í rannsóknum á æxlun hjá rottum komu engin áhrif á móður eða fósturvísi/fóstur fram við skammta sem voru allt að 28-faldur ráðlagður hámarksskammtur fyrir menn (1.000 einingar) miðað við 70 kg meðalþyngd fullorðins einstaklings. Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt.

Því skal einungis gefa þunguðum konum Cinryze ef nauðsyn krefur.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort C1-hemill skilst út í brjóstamjólk. Ekki er hægt að útiloka hættu fyrir börn sem eru á brjósti. Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta/stöðva tímabundið meðferð með Cinryze.

Frjósemi

Engar sértækar rannsóknir á frjósemi, þroska snemma á fósturstigi eða eftir fæðingu, eða rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum hafa verið gerðar (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Samkvæmt fyrirliggjandi klínískum upplýsingum hefur Cinryze lítil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt um öryggi notkunar lyfsins

Útbrot var eina algenga aukaverkunin sem kom fram eftir gjöf Cinryze með inndælingu í klínískum rannsóknum. Lýsing á útbrotunum var ósértæk, en yfirleitt var þeim lýst sem útbrotum á handleggjum, brjóstkassa, kvið eða stungustað. Útbrotin voru ekki alvarleg í neinu tilviki og leiddu aldrei til þess að meðferð með lyfinu væri hætt. Ofnæmisviðbrögð geta komið fyrir (sjá kafla 4.4).

Tafla yfir aukaverkanir

Tíðni aukaverkana var fyrst og fremst metin eftir samantekt á aukaverkunum sem komu fram í tengslum við Cinryze og voru skráðar í 8 klínískum rannsóknum sem var lokið og gerðar höfðu verið hjá einstaklingum með arfgengan ofsabjúg. Þar með talið eru upplýsingar fengnar úr tveimur samanburðarrannsóknum með lyfleysu, þremur opnum rannsóknum, frá þremur einstaklingum sem fengu meðferð af mannúðarástæðum og úr tilkynningum eftir markaðssetningu. Í heild voru

385 einstaklingar útsettir fyrir lyfinu með yfir 14.500 innrennslisgjöfum af Cinryze í þessum rannsóknum.

Aukaverkanir af meðferð með Cinryze eru skilgreindar eftir MedDRA flokkun eftir líffærum og heildartíðni í töflu 1. Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst. Tíðni aukaverkana er skilgreind á eftirfarandi hátt: Mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Tafla 1. Aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um í klínískum rannsóknum og eftir markaðsetningu

Flokkun eftir líffærum

Tíðni:

Aukaverkun

Ónæmiskerfi

Ekki þekkt:

Ofnæmi

Efnaskipti og næring

Sjaldgæfar:

Of hár blóðsykur

Taugakerfi

Sjaldgæfar:

Sundl, höfuðverkur

Æðar

Sjaldgæfar:

Blóðsegi í bláæð, æðabólga, sviði út frá

 

 

bláæð, hitakóf

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Sjaldgæfar:

Hósti

Meltingarfæri

Sjaldgæfar:

Ógleði, uppköst, niðurgangur,

 

 

kviðverkir

Húð og undirhúð

Algengar:

Útbrot

 

Sjaldgæfar:

Snertihúðbólga, roði, kláði

Stoðkerfi og stoðvefur

Sjaldgæfar:

Þroti í liðum, liðverkir, vöðvaverkir

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir

Sjaldgæfar:

Útbrot/roði á stungustað, verkur á

á íkomustað

 

innrennslisstað, óþægindi fyrir

 

 

brjósti,hiti

Lýsing á völdum aukaverkunum

Í þeim tilvikum þar sem um bláæðasega var að ræða var algengasti undirliggjandi áhættuþátturinn inniliggjandi æðaleggur.

Staðbundin viðbrögð á stungustað voru sjaldgæf. Í klínískum rannsóknum komu staðbundin viðbrögð fyrir (greint var frá þeim sem verk, mari eða útbrotum við stungustað/staðsetningu æðaleggs, sviða út frá bláæð eða æðabólgu) í tengslum við um það bil 0,2% innrennslisgjafa.

Börn

Í klínískum rannsóknum voru 61 barn tekin inn í rannsóknirnar og útsett fyrir rúmlega 2.500 Cinryze innrennslisgjöfum (2-5 ára, n=3; 6-11 ára, n=32; 12-17 ára, n=26). Hjá þessum börnum voru einu aukaverkanirnar af Cinryze höfuðverkur, ógleði, hiti og roði á stungustað. Engar þessara aukaverkana voru alvarlegar og engin þeirra leiddi til þess að meðferð með lyfinu væri hætt. Á heildina litið er öryggi notkunar lyfsins og það hve vel sjúklingar þola lyfið sambærilegt hjá börnum, unglingum og fullorðnum.

Sjá upplýsingar í kafla 4.4 um öryggi varðandi smitsýkingar.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Engin tilvik ofskömmtunar hafa verið skráð.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf notuð við arfgengum ofnæmisbjúg, C1-hemill, unninn úr plasma, ATC-flokkur: B06AC01.

Verkunarháttur

C1-hemill tilheyrir serín próteasahemla, eða serpín, yfirætt próteina. Aðalhlutverk serpína er að stýra virkni serín próteasa. C1-hemill er einnar keðju glýkóprótein sem finnst í plasma sem fullbúið samanstendur af 478 amínósýrum með mólþungann 105 kD.

C1-hemill hamlar komplementkerfinu með því að bindast C1r og C1s, tveimur af virku undireiningunum í fyrsta þætti komplementkerfisins (C1) í klassíska ferlinu, sem og mannósa-bindandi lesitín-tengdum serín próteösum í lesitínferlinu. Aðalhvarfefni virkjaða C1-ensímsins er C4 þannig að C1, án hömlunar, leiðir til minnkaðrar þéttni C4. C1 er mikilvægasti hemillinn á virkjun snertiþátta og stýrir snertiþáttakerfinu og eðlislæga storkuferlinu með því að gera kallikrein og storkuþátt XIIa óvirk með því að bindast þeim. Þar sem þessi ferli eru hluti af keðjuverkun sem magnar upp ensím, getur sjálfkrafa virkjun þessara ferla átt sér stað, án C1-hemils, og leitt til virkjunar án mótstöðu og bjúgs.

Lyfhrif

Í klínískum rannsóknum leiddi gjöf Cinryze í bláæð til umtalsverðrar aukningar á blóðþéttni mótefnavaka og virks C1-hemils innan 1 klukkustundar eftir lyfjagjöf. Gjöf C1-hemils eykur C1-hömlun í sermi og endurheimtir tímabundið eðlilega stýringu snerti-, komplement- og fíbrínleysandi kerfa og hefur þannig stjórn á bjúgmyndun eða tilhneigingu til bjúgmyndunar.

Oft er fylgni milli lágra C4 gilda í sermi og ofsabjúgskasta. Meðferð með Cinryze leiddi til hækkunar á C4 gildum eftir 12 klukkustundir. Tölfræðilega marktækur munur (p=0,0017) var á breytingu á meðalgildi frá upphafi milli meðferðarhópanna eftir 12 klukkustundir, en það sýnir tengsl meðferðar með Cinryze við aukna C4 virkni (Cinryze + 2,9 mg/dl samanborið við lyfleysu + 0,1 mg/dl).

Verkun og öryggi

Gögn úr tveimur slembuðum, tvíblindum samanburðarrannsóknum með lyfleysu (LEVP 2005-1/A og LEVP 2005-1/B), niðurstöður úr tveimur opnum rannsóknum (LEVP 2006-1 og LEVP 2006-4) og

2 klínískar rannsóknir hjá börnum (0624-203 og 0624-301) sýndu verkun Cinryze til meðferðar og fyrirbyggjandi meðferðar við ofsabjúgsköstum hjá einstaklingum með arfgengan ofsabjúg.

Cinryze til meðferðar við ofsabjúgsköstum

Rannsókn LEVP 2005-1/A var slembuð, tvíblind samanburðarrannsókn með lyfleysu sem gerð var á tveimur samhliða hópum, þar sem 71 einstaklingi með bráð ofsabjúgsköst var slembiraðað (36 fengu Cinryze, 35 fengu lyfleysu). Rannsóknin sýndi að meðferð með Cinryze innan 4 klukkustunda eftir upphaf ofsabjúgskasts leiddi til meira en 2-faldrar styttingar á tímanum fram að því að það fór án nokkurs vafa að draga úr auðkennandi einkennum ofsabjúgskasts, samanborið við lyfleysu (miðgildi 2 klukkustundir samanborið við >4 klukkustundir fyrir lyfleysu, p=0,048). Meðferð með Cinryze leiddi einnig til meira en 2-faldrar styttingar á tímanum fram að því að ofsabjúgskastið var alveg horfið, samanborið við lyfleysu (miðgildi 12,3 klukkustundir samanborið við 31,6 klukkustundir, p=0,001). Hundraðshlutfall þeirra sjúklinga þar sem dró úr aðaleinkenni ofsabjúgskasts, innan

4 klukkustunda eftir lyfjagjöf, var 60% fyrir Cinryze og 42% fyrir lyfleysu (p=0,062). Meðal þeirra 15 einstaklinga sem fengu meðferð með Cinryze í opinni rannsókn vegna ofsabjúgskasts í barkakýli var enginn sem þurfti barkaþræðingu.

Í opinni rannsókn LEVP 2006-1, fékk 101 sjúklingur meðferð við alls 609 bráðum ofsabjúgsköstum (miðgildi var 3 köst á einstakling; bilið var: 1-57). Innan 4 klukkustunda eftir gjöf Cinryze dró úr aðaleinkenni án nokkurs vafa í 87% kastanna. Í 95% kasta sást klínískur bati og/eða einstaklingarnir voru útskrifaðir til síns heima innan 4 klukkustunda. Hjá einstaklingum sem fengu >1 kast var hlutfall þeirra kasta sem svöruðu meðferð innan 4 klukkustunda eftir gjöf Cinryze sem og tíminn fram að

svörun sambærilegur óháð því hve mörgum köstum þeir fengu meðferð við. Í 84 tilvikum aðskilinna ofsabjúgskasta í barkakýli þurfti ekki barkaþræðingu í neinu tilvikanna eftir meðferð með Cinryze.

Cinryze til reglulegrar fyrirbyggjandi meðferðar gegn ofsabjúgsköstum

Rannsókn LEVP 2005-1/B var slembuð, tvíblind, víxluð samanburðarrannsókn með lyfleysu þar sem hægt var að meta verkun hjá 22 einstaklingum (sem var slembiraðað og fengu meðferð á báðum tímabilunum, fyrir og eftir víxlun). Rannsóknin sýndi að fyrirbyggjandi meðferð með Cinryze leiddi til meira en 2-faldrar fækkunar ofsabjúgskasta samanborið við lyfleysu (að meðaltali 6,3 köst hjá þeim sem fengu Cinryze samanborið við 12,8 köst hjá þeim sem fengu lyfleysu, p<0,0001). Auk þess voru ofsabjúgsköst ekki eins alvarleg meðan á fyrirbyggjandi meðferð með Cinryze stóð samanborið við lyfleysu (alvarleikastig að meðaltali 1,3 samanborið við 1,9 eða 32% minnkun á alvarleika, p=0,0008) og stóðu skemur (meðaltal 2,1 sólarhringur samanborið við 3,4 sólarhringa eða 38% skemur, p=0,0004). Heildarfjöldi sólarhringa sem bjúgurinn stóð meðan á meðferð með Cinryze stóð minnkaði samanborið við lyfleysu (meðaltal 10,1 sólarhringur samanborið við 29,6 sólarhringa eða 66% fækkun sólarhringa, p<0,0001). Að auki var þörf á færri opnum (open-label) Cinryze innrennslisgjöfum til meðferðar við ofsabjúgsköstum meðan á meðferð með Cinryze stóð samanborið við lyfleysu (að meðaltali 4,7 innrennslisgjafir samanborið við 15,4 innrennslisgjafir eða 70% fækkun, p<0,0001).

Í opnu rannsókninni LEVP 2006-4, fengu 146 einstaklingar Cinryze til fyrirbyggjandi meðferðar við ofsabjúg á tímabilum sem voru allt frá því að vera 8 sólarhringar upp í að vera um það bil 32 mánuðir (miðgildi 8 mánuðir). Áður en einstaklingarnir voru teknir inn í rannsóknina greindu þeir frá fjölda ofsabjúgskasta á mánuði og var miðgildið 3,0 (á bilinu 0,08-28,0), en meðan á fyrirbyggjandi meðferð með Cinryze stóð var þessi tíðni 0,21 (á bilinu 0-4,56) og 86% einstaklinga fengu að meðaltali ≤1 kast á mánuði. Hjá einstaklingum sem fengu fyrirbyggjandi meðferð með Cinryze í að minnsta kosti 1 ár hélst tíðni kasta á mánuði hjá hverjum einstaklingi stöðugt lág (0,34 köst á mánuði) samanborið við tíðnina fyrir rannsóknina.

Cinryze til fyrirbyggjandi meðferðar við ofsabjúg fyrir aðgerð

Í opinni rannsókn var Cinryze gefið innan 24 klukkustunda fyrir alls 91 læknisaðgerð, tannaðgerð eða skurðaðgerð í klínískum rannsóknum (40 aðgerðir hjá börnum og 51 aðgerð hjá fullorðnum). Í 98% aðgerða áttu engin ofsabjúgsköst sér stað innan 72 klukkustunda eftir gjöf Cinryze skammtsins.

Börn

Aldursflokkur 6-11 ára:

Meðferð:

Rannsókn LEVP 2006-1: Tuttugu og tvö börn fengu meðferð við 121 alvarlegu ofsabjúgskasti. Hlutfall ofsabjúgskasta þar sem dró úr aðaleinkenni ofsabjúgskasts, án nokkurs vafa, innan

4 klukkustunda eftir meðferð með Cinryze var sambærilegt milli þeirra 22 barna sem tekin voru inn í rannsóknina (aldursbil: 2-17) og fullorðinna, en einkenni hurfu í 89% kasta hjá börnum og 86% kasta hjá fullorðnum.

Rannsókn 0624-203: Níu einstaklingar (aldursbil: 6 – 11) voru tekin inn í rannsóknina og fengu stakan Cinryze skammt: 3 einstaklingar (10 - 25 kg) fengu 500 einingar; 3 einstaklingar (>25 kg)

1000 einingar og 3 einstaklingar (>25 kg) 1500 einingar. Hjá öllum 9 (100%) einstaklingum fór án nokkurs vafa að draga úr aðaleinkenni innan 4 klukkustunda eftir að meðferð með Cinryze hófst. Miðgildi tíma var 0,5 klukkustundir (á bilinu: 0,25-2,5 klst.): 1,25; 0,25 og 0,5 klukkustundir í

500 eininga, 1000 eininga og 1500 eininga Cinryze hópunum, í þessari röð. Miðgildi tíma fram að því að ofsabjúgskastið var alveg horfið hjá einstaklingunum 9 var 13,6 klukkustundir (á bilinu: 1,6- 102,3 klst.).

Fyrirbyggjandi meðferð:

Rannsókn LEVP 2006-4: Áður en 23 börn (aldursbil: 3 til 17 ára) voru tekin inn í rannsóknina var greint frá fjölda ofsabjúgskasta hjá þeim á mánuði og var miðgildið 3,0 (á bilinu 0,5-28,0). Meðan á rannsókninni stóð og börnin fengu fyrirbyggjandi meðferð með Cinryze (1000 einingar á 3 til 7 daga fresti; fyrir utan eitt 3 ára barn, sem fékk 500 einingar á 3 til 7 daga fresti), fengu börn í mismunandi undirhópum, skilgreindum eftir aldri, ofsabjúgsköst og var miðgildi tíðninnar 0,4 (á bilinu: 0-3,4) og

87% barna fengu ≤1 kast á mánuði að meðaltali. Þessar niðurstöður voru sambærilegar við það sem fram kom hjá fullorðnum.

Rannsókn 0624-301: Sex börn (á aldrinum 6 til 11 ára ) voru tekin inn í rannsóknina og var slembiraðað til að fá skammt tvisvar í viku í 12 vikur í 2 meðferðarlotum (500/1000 einingar eða 1000/500 einingar) af Cinryze. Báðir skammtarnir gáfu svipaða lækkun á tíðni kasta og sýndu klínískan ávinning að því er varðar alvarleika, tímalengd og þörf fyrir bráðameðferð við köstunum.

Aldursflokkur < 6 ára:

Hjá þeim 3 einstaklingum sem voru yngri en 6 ára var gjöf Cinryze (500 einingar eða 1000 einingar) tengd hækkuðum C1 INH styrk og klínískri verkum við bráðameðferð og fyrirbyggjandi meðferð við köstum. Á heildina þoldist gjöf Cinryze vel.

Í öllum rannsóknunum leiddi gjöf Cinryze til aukningar á þéttni mótefnavekjandi og virks C1-hemils eftir innrennslisgjöf samanborið við gildi fyrir innrennslisgjöf bæði hjá börnum og fullorðnum.

5.2Lyfjahvörf

Slembuð, opin rannsókn á lyfjahvörfum Cinryze var gerð á samhliða hópum einstaklinga sem höfðu einkennalausan arfgengan ofsabjúg. Einstaklingarnir fengu annaðhvort stakan 1.000 eininga skammt með inndælingu í bláæð eða 1.000 eininga skammt ásamt öðrum 1.000 eininga skammti 60 mínútum síðar. Meðalgildi lyfjahvarfabreyta fyrir virkan C1-hemil fengin með upplýsingum um þéttni leiðréttum m.t.t. upphafsgilda eru sett fram í töflu 2.

Tafla 2. Meðalgildi lyfjahvarfabreyta fyrir virkan C1-hemil eftir gjöf Cinryze

Breytur

Stakur skammtur

Tvöfaldur skammtur

 

(1.000 einingar*)

(1.000 eininga skammtur ásamt

 

 

öðrum 1.000 eininga skammti

 

 

60 mínútum síðar)

Cupphafsgildi (einingar/ml)

0,31 ± 0,20 (n = 12)

0,33 ± 0,20 (n = 12)

Cmax (einingar/ml)

0,68 ± 0,08 (n = 12)

0,85 ± 0,12 (n = 13)

Cmax leiðrétt m.t.t.

0,37 ± 0,15 (n = 12)

0,51 ± 0,19 (n = 12)

upphafsgildis (einingar/ml)

 

 

tmax (klst.) [miðgildi (bil)]

[1,2 (0,3 – 26,0)] (n = 12)

[2,2 (1,0 – 7,5)] (n = 13)

AUC(0-t) (einingar*klst./ml)

74,5 ± 30,3 (n = 12)

95,9 ± 19,6 (n = 13)

AUC(0-t) leiðrétt m.t.t.

24,5 ± 19,1 (n = 12)

39,1 ± 20,0 (n = 12)

upphafsgildis

 

 

(einingar*klst./ml)

 

 

Úthreinsun (ml/mín.)

0,85 ± 1,07 (n = 7)

1,17 ± 0,78 (n = 9)

Helmingunartími brotthvarfs

56 ± 35 (n = 7)

62 ± 38 (n = 9)

(klst.)

 

 

n= fjöldi einstaklinga sem metnir voru

*Ein eining jafngildir meðalmagni C1-hemils sem er til staðar í 1 ml af eðlilegu plasma hjá mönnum.

Eftir að einstaklingar með arfgengan ofsabjúg fengu stakan skammt af Cinryze tvöfaldaðist þéttni virks C1-hemils í sermi innan 1 til 2 klukkustunda. Hámarksþéttni í sermi (Cmax) og AUC gildi virtust aukin eftir tvöfaldan skammt frá því sem þau voru eftir einfaldan skammt, en aukningin var ekki í réttu hlutfalli við skammta. Helmingunartími brotthvarfs virks C1-hemils eftir gjöf Cinryze var að meðaltali 56 klukkustundir eftir stakan skammt og 62 klukkustundir eftir tvöfaldan skammt.

Vegna þess að C1-hemill er eðlislægt plasmaprótein hjá mönnum umbrotnar það ekki fyrir tilstilli cýtókróm P450 ísóensíma, útskilst ekki og hefur ekki þær lyfjahvarfafræðilegu milliverkanir við önnur lyf sem margar aðrar sameindir með lítinn mólþunga hafa. Búast má við að umbrot glýkópróteins verði með niðurbroti í lítil peptíð og einstakar amínósýrur. Því er ekki við því að búast að skert nýrna- eða lifrarstarfsemi hafi áhrif á lyfjahvörf og útskilnað Cinryze.

Börn

Virk C1-hömlun var mæld hjá börnum í opnu rannsóknunum tveimur (sjá kafla 5.1). Meðalaukning frá upphafsgildum á virkri C1-hömlun mældri 1 klst. eftir lyfjagjöf hjá börnum 2 til <18 ára að aldri var á bilinu 20% til 88% í rannsókn LEVP 2006-1 (meðferð) og frá 22% til 46% í rannsókn LEVP 2006-4 (fyrirbyggjandi meðferð) samanborið við 21% til 66% og 25% til 32% hjá fullorðnum, í hvoru tilviki fyrir sig. Í tveimur rannsóknum til viðbótar var plasmaþéttni metin hjá börnum (6 – 11 ára).

Írannsókn 0624-203, voru plasmaþéttni C1 INH mótefnavaki og virkni hjá 9 sjúklingum fengin eftir stakan skammt í bláæð með 500 einingum, 1000 einingum eða 1500 einingum af Cinryze byggt á líkamsþyngd (sjá kafla 5.1). Sýnt var fram á hækkun C1 INH mótefnavaka og virkni yfir upphafleg gildi 1 klst. og 24 klst. eftir skammtagjöf.

Írannsókn 0624-301, voru C1 INH mótefnavaki og virkni mæld hjá 6 sjúklingum fyrir skammtagjöf og 1 klst. eftir gjöf í bláæð með tveimur skammtastærðum af Cinryze (500 einingar og 1000 einingar) á 3 eða 4 daga fresti í 12 vikur. Báðir Cinryze skammtarnir gáfu marktæka plasmaþéttni C1 INH mótefnavaka og virkni.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á almennum eiturverkunum og eiturverkunum á æxlun. Engar rannsóknir voru gerðar á eiturverkunum á erfðaefni þar sem ólíklegt er að virka efnið hafi beina verkun á DNA eða aðra hluta litninga. Engar rannsóknir voru gerðar á frjósemi, þroska snemma á fósturskeiði eða eftir fæðingu, né heldur á krabbameinsvaldandi áhrifum vegna þess að búast má við að langvinn notkun hjá dýrum myndi valda myndun hlutleysandi mótefna gegn mannapróteininu.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Stungulyfsstofn:

Natríumklóríð

Súkrósi

Natríumsítrat

L-valín

L-alanín

L-treonín

Leysir:

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau sem nefnd eru í kafla 6.6.

Eingöngu má nota silíkonfría sprautu (sem fylgir í pakkningunni) til gjafar lyfsins.

6.3Geymsluþol

2 ár.

Lyfið á að nota strax eftir blöndun. Engu að síður hefur verið sýnt fram á efnafræðilegan og eðlisfræðilegan stöðugleika, meðan á notkun stendur, í 3 klukkustundir við stofuhita (15°C - 25°C).

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið við lægri hita en 25°C. Má ekki frjósa. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi. Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

500 einingar af C1-hemli í glæru glerhettuglasi (gerð I), innsigluðu með gúmmítappa (gerð I) og álinnsigli með plastloki sem smellt er af.

5 ml af vatni fyrir stungulyf i glæru glerhettuglasi (gerð I), lokuðu með gúmmítappa (gerð I) og álinnsigli með plastloki sem smellt er af.

Hver pakkning inniheldur:

Tvö hettuglös með stungulyfsstofni.

Tvö hettuglös með leysi.

2 millistykki með síu, 2 einnota 10 ml sprautur, 2 stungusett og 2 hlífðarmottur.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Hvert sett inniheldur efni í annaðhvort einn 1000 eininga skammt eða tvo 500 eininga skammta.

Blöndun og gjöf Cinryze

Blöndun, lyfjagjöf og meðhöndlun innrennslisbúnaðar og nála skal fara fram með varúð.

Nota skal annaðhvort millistykki með síu sem fylgir með Cinryze eða nál með oddi á báðum endum sem fáanleg er á markaðnum.

Undirbúningur og meðhöndlun

Cinryze er ætlað til gjafar í bláæð eftir blöndun með vatni fyrir stungulyf.

Cinryze hettuglas er einnota.

Blöndun

Eitt hettuglas með stungulyfsstofni, 1 hettuglas með leysi, 1 millistykki með síu, 1 einnota 10 ml sprautu, 1 stungusett og 1 hlífðarmottu þarf til að undirbúa einn skammt með 500 einingum. Tvö hettuglös með stungulyfsstofni, 2 hettuglös með leysi, 2 millistykki með síu, 1 einnota 10 ml sprautu, 1 stungusett og 1 hlífðarmottu þarf til að undirbúa einn skammt með 1000 einingum.

Blanda skal innihald hvers hettuglass af lyfinu með 5 ml af vatni fyrir stungulyf. Eitt hettuglas af blönduðu Cinryze samsvarar skammti með 500 einingum.

Tvö hettuglös af blönduðu Cinryze samsvara skammti með 1000 einingum. Því eru notuð tvö hettuglös saman fyrir einn skammt með 1.000 einingum.

1.Vinnið á hlífðarmottunni sem fylgdi með og þvoið hendur áður en framkvæmd eftirfarandi skrefa hefst.

2.Við blöndun skal nota aðferð sem felur í sér smitgát.

3.Gangið úr skugga um að hettuglösin með stungulyfsstofninum og leysinum séu við stofuhita (15ºC - 25ºC).

4.Opnið merkimiða hettuglassins með stungulyfsstofninum með því að rífa niður götuðu línuna sem auðkennd er með öfugum þríhyrningi.

5.Fjarlægið plastlokin af hettuglösunum sem innihalda stungulyfsstofninn og leysinn.

6.Hreinsið tappa með sótthreinsunarþurrku og látið þá þorna fyrir notkun.

7.Fjarlægið hlífðarþynnuna af umbúðum millistykkisins. Takið millistykkið ekki úr umbúðunum.

8.Athugið: Millistykkið verður að vera tengt hettuglasinu með leysinum áður en það er tengt við hettuglasið með stungulyfsstofninum, þannig að hettuglasið með stungulyfsstofninum haldist lofttæmt. Setjið hettuglasið með leysinum á sléttan flöt og stingið bláa enda millistykkisins í hettuglasið með leysinum og þrýstið niður þar til oddurinn stingst gegnum miðju tappans í hettuglasinu með leysinum og millistykkið smellur á réttan stað. Millistykkið verður að vera lóðrétt þegar því er stungið í gegnum tappann.

9.Fjarlægið plastumbúðirnar af millistykkinu og fleygið þeim. Gætið þess að snerta ekki óvarinn endann á millistykkinu.

10.Setjið hettuglasið með stungulyfsstofninum á sléttan flöt. Hvolfið millistykkinu og hettuglasinu með leysinum, sem er vatn fyrir stungulyf, og stingið glæra endanum á millistykkinu í hettuglasið með stungulyfsstofninum og þrýstið niður þar til oddurinn stingst gegnum gúmmítappann og millistykkið smellur á réttan stað. Millistykkið verður að vera lóðrétt þegar því er stungið í gegnum tappann á hettuglasinu með stungulyfsstofninum. Lofttæmingin í hettuglasinu með stungulyfsstofninum mun draga leysinn inn í hettuglasið. Ef hettuglasið er ekki lofttæmt á ekki að nota lyfið.

11.Hvirflið hettuglasinu með stungulyfsstofninum varlega þar til allt duftið er uppleyst. Hristið ekki hettuglasið með stungulyfsstofninum. Gangið úr skugga um að allt duftið sé uppleyst.

12.Aftengið hettuglasið með leysinum með því að snúa rangsælis. Fjarlægið ekki glæra endann á millistykkinu úr hettuglasinu með stungulyfsstofninum.

Eitt hettuglas með blönduðu Cinryze inniheldur 500 einingar af C1-hemli í 5 ml, en það gefur styrkleikann 100 einingar/ml. Hefjið lyfjagjöfina ef sjúklingur á að fá 500 eininga skammt.

Blanda þarf tvö hettuglös af Cinryze stungulyfsstofni fyrir einn skammt (1.000 einingar/10 ml). Því skal endurtaka leiðbeiningar 1 til 12 hér að framan með því að nota aðra pakkningu sem inniheldur millistykki til þess að blanda innihald síðara hettuglassins. Ekki má nota sama millistykkið aftur. Þegar búið er að blanda bæði hettuglösin skal hefja lyfjagjöfina fyrir 1000 eininga skammt.

Aðferð við lyfjagjöf fyrir 500 eininga skammt

1.Viðhafa skal smitgát við gjöf lyfsins.

2.Eftir blöndun eru Cinryze lausnir litlausar eða örlítið bláleitar og tærar. Ekki má nota lyfið ef lausnirnar eru skýjaðar eða mislitar.

3.Notið dauðhreinsaða, einnota, 10 ml sprautu, dragið stimpilinn aftur og hleypið um það bil 5 ml af lofti inn í sprautuna.

4.Festið sprautuna ofan á glæra endann á millistykkinu með því að snúa henni réttsælis.

5.Hvolfið hettuglasinu varlega og dælið lofti í lausnina og dragið síðan blönduðu Cinryze lausnina rólega upp í sprautuna.

6.Losið sprautuna frá hettuglasinu með því að snúa henni rangsælis og losa hana frá glæra enda millistykkisins.

7.Skoðið blönduðu Cinryze lausnina með tilliti til agna áður en lyfið er gefið; ekki má nota lausnina ef agnir eru í henni.

8.Festið stungusettið við sprautuna sem inniheldur Cinryze lausn og dælið í bláæð sjúklings. Gefið 500 einingar (blandað í 5 ml af vatni fyrir stungulyf) af Cinryze með inndælingu í bláæð á hraðanum 1 ml á mínútu á 5 mínútum.

Aðferð við lyfjagjöf fyrir 1000 eininga skammt

1.Viðhafa skal smitgát við gjöf lyfsins.

2.Eftir blöndun eru Cinryze lausnir litlausar eða örlítið bláleitar og tærar. Ekki má nota lyfið ef lausnirnar eru skýjaðar eða mislitar.

3.Notið dauðhreinsaða, einnota, 10 ml sprautu, dragið stimpilinn aftur og hleypið um það bil 5 ml af lofti inn í sprautuna.

4.Festið sprautuna ofan á glæra endann á millistykkinu með því að snúa henni réttsælis.

5.Hvolfið hettuglasinu varlega og dælið lofti í lausnina og dragið síðan blönduðu Cinryze lausnina rólega upp í sprautuna.

6.Losið sprautuna frá hettuglasinu með því að snúa henni rangsælis og losa hana frá glæra enda millistykkisins.

7.Notið sömu sprautuna og endurtakið skref 3 til 6 með annað hettuglas af blandaðri Cinryze lausn til þess að útbúa einn heilan 10 ml skammt.

8.Skoðið blönduðu Cinryze lausnina með tilliti til agna áður en lyfið er gefið; ekki má nota lausnina ef agnir eru í henni.

9.Festið stungusettið við sprautuna sem inniheldur Cinryze lausn og dælið í bláæð sjúklings. Gefið 1.000 einingar (blandað í 10 ml af vatni fyrir stungulyf) af Cinryze með inndælingu í bláæð á hraðanum 1 ml á mínútu á 10 mínútum.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Shire Services BVBA

Rue Montoyer 47

B - 1000 Brussel

Belgía

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/11/688/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 15. júní 2011

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 26 maí 2016

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu og á vef Lyfjastofnunar http://www.lyfjastofnun.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf