Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Circadin (melatonin) – Samantekt á eiginleikum lyfs - N05CH01

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsCircadin
ATC-kóðiN05CH01
Efnimelatonin
FramleiðandiRAD Neurim Pharmaceuticals EEC Limited

1.HEITI LYFS

Circadin 2 mg forðatöflur.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver forðatafla inniheldur 2 mg melatónín.

Hjálparefni með þekkta verkun: Hver forðatafla inniheldur 80 mg laktósaeinhýdrat.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Forðatafla.

Hvítar til beinhvítar, kringlóttar, tvíkúptar töflur.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Circadin er ætlað sem einlyfja meðferð til skamms tíma við frumkomnu svefnleysi sem einkennist af litlum svefngæðum hjá sjúklingum á aldrinum 55 ára eða eldri.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Ráðlagður skammtur er 2 mg einu sinni á dag, 1-2 klst. fyrir háttatíma og eftir mat. Halda má áfram með þann skammt í allt að þrettán vikur.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun Circadin hjá börnum á aldrinum 0 til 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Skert nýrnastarfsemi

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum skertrar nýrnastarfsemi, á hvaða stigi sem er, á lyfjahvörf melatóníns. Gæta ber varúðar þegar melatónín er gefið sjúklingum sem þannig er ástatt um.

Skert lifrarstarfsemi

Engin reynsla er af notkun Circadin hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Upplýsingar hafa verið birtar um umtalsverða hækkun á eigin framleiddu melatóníni yfir daginn vegna minnkaðrar úthreinsunar hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Því er ekki mælt með notkun Circadin fyrir sjúklinga með skerta lifrarstarfsemi.

Lyfjagjöf

Til inntöku. Kyngja skal töflunum heilum til að lyfið losni út í líkamann yfir lengri tíma. Ekki skal mylja eða tyggja töflurnar til að auðveldara sé að kyngja.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Circadin getur valdið svefndrunga. Því ber að nota lyfið með varúð ef afleiðingar svefndrunga eru líklegar til að stofna öryggi í hættu.

Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um notkun Circadin fyrir fólk með sjálfsnæmissjúkdóma. Því er ekki mælt með notkun Circadin fyrir sjúklinga með sjálfsnæmissjúkdóma.

Circadin inniheldur laktósa. Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaþurrð eða glúkósa-galaktósa vanfrásog, sem eru sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki taka lyfið.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Rannsóknir á milliverkunum hafa eingöngu verið gerðar hjá fullorðnum.

Lyfjahvarfamilliverkanir

Melatónín hefur reynst örva CYP3A in vitro þegar þéttni er meiri en við meðferðaraðstæður. Ekki er vitað hvort þessi niðurstaða er mikilvæg í klínísku tilliti. Ef örvun verður getur það leitt til þess að plasmaþéttni lyfja sem gefin eru samhliða minnki.

Melatónín örvar ekki CYP1A-ensím in vitro þótt þéttni sé meiri en við meðferðaraðstæður. Því er ekki talið líklegt að nokkrar milliverkanir sem máli skipta verði milli melatóníns og annarra virkra efna af völdum áhrifa melatóníns á CYP1A-ensím.

Melatónín umbrotnar aðallega fyrir tilstilli CYP1A-ensíma. Þess vegna geta komið fram milliverkanir milli melatóníns og annarra virkra efna vegna áhrifa þeirra á CYP1A-ensím.

Gæta skal varúðar ef sjúklingar nota flúvoxamín sem hækkar mæligildi melatóníns

(þannig að AUC hækkar 17-falt og Cmax í sermi hækkar 12-falt) með því að hefta umbrot þess fyrir tilstilli cýtókróm P450 (CYP) ísóensímanna CYP1A2 og CYP2C19 í lifur. Forðast ber þá samsetningu.

Gæta skal varúðar ef sjúklingar nota 5- eða 8-metoxýpsóralen (5 og 8-MOP) sem hækka melatóníngildi með því að hefta umbrot þess.

Gæta skal varúðar hjá sjúklingum sem taka címetidín, CYP2D-hemil sem eykur plasmagildi melatóníns með því að hefta umbrot þess.

Sígarettureykingar geta lækkað melatóníngildi vegna örvunar á CYP1A2.

Gæta skal varúðar hjá sjúklingum sem taka östrógen (t.d. sem getnaðarvörn eða hormónauppbótarmeðferð) þar sem það eykur mæligildi melatóníns með því að hefta umbrot þess fyrir tilstilli CYP1A1 og CYP1A2.

CYP1A2-hemlar á borð við kínólóna geta leitt til aukinnar útsetningar fyrir melatóníni.

CYP1A2-örvar á borð við karbamazepín og rífampicín geta dregið úr þéttni melatóníns í plasma.

Birt hefur verið mikið magn upplýsinga um áhrif adrenvirkra örva/hemla, ópíumörva/- hemla, þunglyndislyfja, prostaglandínhemla, bensódíasepína, trýptófans og áfengis á innræna melatónínseytingu. Ekki hefur verið rannsakað hvort þessi virku efni trufli lyfhrif eða lyfjahvörf Circadin eða öfugt.

Lyfhrifamilliverkanir

Ekki ber að neyta áfengis með Circadin því að það dregur úr verkun Circadin á svefn.

Circadin gæti aukið slævandi eiginleika bensódíasepína og jafnframt svefnlyfja sem ekki innihalda bensódíasepín, á borð við zaleplon, zolpídem og zópíklón. Í klínískri prófun komu fram skýrar vísbendingar um skammvinna lyfhrifamilliverkun milli

Circadin og zolpídem einni klukkustund eftir samhliða skammtagjöf. Samhliða gjöf olli aukinni skerðingu á athygli, minnisgáfu og samhæfingu miðað við að gefa zolpídem eitt sér.

Í rannsóknum hefur Circadin verið gefið samhliða tíorídazíni og ímípramíni, virkum efnum sem hafa áhrif á miðtaugakerfið. Engar klínískt marktækar lyfjahvarfamilliverkanir fundust í hvorugu þessara tilvika. Hins vegna olli samhliða gjöf Circadin því að sjúklingum fannst aukin ró færast yfir sig og að þeir ættu erfiðara með að sinna verkefnum miðað við ímípramín eitt sér, og sjúklingum fannst þeir vera „vankaðri“ miðað við tíorídazín eitt sér.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engin klínísk gögn liggja fyrir um notkun melatóníns á meðgöngu. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu, fósturvísi-/fósturþroska, fæðingu eða þroska eftir fæðingu (sjá kafla 5.3). Vegna skorts á klínískum upplýsingum er ekki mælt með að lyfið sé notað á meðgöngu eða fyrir konur sem hyggja á þungun.

Brjóstagjöf

Innrænt melatónín hefur mælst í brjóstamjólk og þess vegna seytist utanaðkomandi melatónín líklega í mjólk hjá konum. Fyrirliggjandi eru upplýsingar, sem fengist hafa með notkun dýralíkana, þ.m.t. nagdýra, sauðfjár, nautgripa og prímata, sem benda til þess að melatónín berist frá móður til fósturs um fylgjuna eða í mjólk. Því er ekki mælt með að konur sem eru að taka melatónín hafi barn sitt á brjósti.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Circadin hefur væg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Circadin getur valdið svefndrunga og því ber að nota lyfið með varúð ef afleiðingar svefndrunga eru líklegar til þess að stofna öryggi í hættu.

4.8Aukaverkanir

Öryggisyfirlit

Í klínískum prófunum (þar sem alls 1.931 sjúklingur tók Circadin og 1.642 sjúklingar tóku lyfleysu), tilkynntu 48,8% sjúklinga sem fengu Circadin um aukaverkun samanborið við 37,8% þeirra sem tóku lyfleysu. Sé borið saman hlutfall sjúklinga sem fékk aukaverkanir á hverjum 100 sjúklingavikum var hlutfallið hærra hjá þeim sem tóku lyfleysu en þeim sem tóku Circadin (5,743 – lyfleysa á móti 3,013

– Circadin). Algengustu aukaverkanir voru höfuðverkur, nefkoksbólga, bakverkur og liðverkir, og töldust þær algengar samkvæmt skilgreiningu MedDRA, bæði hjá hópnum sem fékk Circadin og hópnum sem fékk lyfleysu.

Tafla yfir aukaverkanir

Tilkynnt hefur verið um eftirfarandi aukaverkanir í klínískum prófunum og utan þeirra eftir markaðssetningu.

Í klínískum prófunum tilkynntu alls 9,5% sjúklinga sem fengu Circadin um aukaverkun samanborið við 7,4% sjúklinga sem tóku lyfleysu. Að því er varðar aukaverkanir sem tilkynnt var um í klínískum prófunum eru eingöngu þær aukaverkanir sem vart varð hjá sjúklingum jafnoft eða oftar en við notkun lyfleysu taldar með hér fyrir neðan.

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til <1/1.000); koma örsjaldan fyrir (<1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að

áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Flokkun eftir

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Tíðni ekki

líffærum

algengar

 

 

 

þekkt: (Ekki

 

 

 

 

 

hægt að áætla

 

 

 

 

 

tíðni út frá

 

 

 

 

 

fyrirliggjandi

 

 

 

 

 

gögnum.)

Sýkingar af völdum

 

 

 

Ristill

 

sýkla og sníkjudýra

 

 

 

 

 

Blóð og eitlar

 

 

 

Hvítfrumnafæð,

 

 

 

 

 

blóðflagnafæð

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

 

Ofnæmisviðbrögð

Efnaskipti og næring

 

 

 

Þríglýseríðdreyri,

 

 

 

 

 

kalsíumlækkun í

 

 

 

 

 

blóði, natríumlækkun

 

 

 

 

 

í blóði

 

Geðræn vandamál

 

 

Bráðlyndi,

Breytt skaplyndi,

 

 

 

 

taugaveiklun,

árásargirni, óróleiki,

 

 

 

 

eirðarleysi,

grátur,

 

 

 

 

svefnleysi,

streitueinkenni,

 

 

 

 

óeðlilegir draumar,

vistarfirring, vöknun

 

 

 

 

martraðir, kvíði

snemma morguns,

 

 

 

 

 

aukin kynhvöt,

 

 

 

 

 

depurð, þunglyndi

 

Taugakerfi

 

 

Mígreni,

Yfirlið,

 

 

 

 

höfuðverkur,

minnisskerðing,

 

 

 

 

svefnhöfgi,

athyglisbrestur,

 

 

 

 

skynhreyfiofvirkni,

draumkennt ástand,

 

 

 

 

sundl, svefnhöfgi

fótaóeirð, lítil

 

 

 

 

 

svefngæði, náladofi

 

Augu

 

 

 

Minnkuð sjónskerpa,

 

 

 

 

 

óskýr sjón, aukin

 

 

 

 

 

táraseyting

 

Eyru og völundarhús

 

 

 

Svimi bundinn

 

 

 

 

 

líkamsstöðu, svimi

 

Hjarta

 

 

 

Hjartaöng,

 

 

 

 

 

hjartsláttarónot

 

Æðar

 

 

Háþrýstingur

Hitakóf

 

Meltingarfæri

 

 

Kviðverkur, verkur

Vélindabakflæði,

 

 

 

 

í efri hluta kviðar,

kvillar í

 

 

 

 

meltingartruflun,

meltingarfærum,

 

 

 

 

munnsár,

blöðrur á

 

 

 

 

munnþurrkur,

munnslímhúð,

 

 

 

 

ógleði

tungusár,

 

 

 

 

 

meltingartruflanir,

 

 

 

 

 

uppköst, óeðlilegt

 

 

 

 

 

garnagaul, uppþemba,

 

 

 

 

 

ofseyting munnvatns,

 

 

 

 

 

andremma, óþægindi í

 

 

 

 

 

kviði, magakvillar,

 

 

 

 

 

magabólga

 

Lifur og gall

 

 

Gallrauðadreyri

 

 

Flokkun eftir

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Tíðni ekki

líffærum

algengar

 

 

 

þekkt: (Ekki

 

 

 

 

 

hægt að áætla

 

 

 

 

 

tíðni út frá

 

 

 

 

 

fyrirliggjandi

 

 

 

 

 

gögnum.)

Húð og undirhúð

 

 

Húðbólga,

Exem, hörundsroði,

Ofsabjúgur,

 

 

 

nætursviti, kláði,

húðbólga á höndum,

munnbjúgur,

 

 

 

útbrot, almennur

psóríasis, almenn

tungubjúgur

 

 

 

kláði, húðþurrkur

útbrot, útbrot með

 

 

 

 

 

kláða, naglakvillar

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

 

Verkur í útlim

Liðbólga,

 

 

 

 

 

vöðvakrampar,

 

 

 

 

 

hálsverkur, sinadrættir

 

 

 

 

 

að nóttu

 

Nýru og þvagfæri

 

 

Sykur í þvagi,

Of mikil þvaglát, blóð

 

 

 

 

prótein í þvagi

í þvagi, þvaglát að

 

 

 

 

 

nóttu

 

Æxlunarfæri og brjóst

 

 

Tíðalokaeinkenni

Sístinning, bólga í

Mjólkurflæði

 

 

 

 

blöðruhálskirtli

(galactorrhoea)

Almennar

 

 

Þróttleysi,

Þreyta, verkir, þorsti

 

aukaverkanir og

 

 

brjóstverkur

 

 

aukaverkanir á

 

 

 

 

 

íkomustað

 

 

 

 

 

Rannsóknaniðurstöður

 

 

Óeðlileg lifrarpróf,

Aukin lifrarensím,

 

 

 

 

þyngdaraukning

óeðlileg blóðsölt,

 

 

 

 

 

óðlilegar

 

 

 

 

 

rannsóknaniðurstöður

 

 

 

 

 

 

 

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V

4.9Ofskömmtun

Tilkynnt hefur verið um fáein tilfelli ofskömmtunar eftir markaðssetningu. Svefnhöfgi var það meintilvik sem oftast var tilkynnt um. Flest tilfelli voru væg til miðlungi alvarleg. Circadin hefur verið gefið í 5 mg dagskömmtum í klínískum prófunum í 12 mánuði án þess að marktækar breytingar yrðu á eðli þeirra aukaverkana sem tilkynnt var um.

Birtar hafa verið upplýsingar um gjöf allt að 300 mg dagskammta af melatóníni án þess að af því hafi hlotist klínískt marktækar aukaverkanir.

Í tilvikum um ofskömmtun má búast við svefndrunga. Búist er við að úthreinsun virka efnisins ljúki á 12 klst. eftir inntöku. Ekki er þörf á neinni sérstakri meðferð.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Geðlyf, melatonin viðtakaörvar, ATC flokkur: N05CH01

Melatónín er hormón sem fyrirfinnst í náttúrunni og framleitt er af heilaköngli (glandula pinealis) og er skylt serótóníni í uppbyggingu. Lífeðlisfræðilega eykst seyting melatóníns stuttu eftir að dimmir, nær hámarki kl. 2-4 eftir miðnætti og minnkar síðari helming nætur. Melatónín tengist stjórnun á dægursveiflum og lengdaraðlögun þeirra að birtu-myrkurshringrásinni. Það hefur einnig svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð.

Verkunarháttur

Virkni melatóníns við MT1, MT2 og MT3 viðtaka er talin eiga þátt í svefnhvetjandi eiginleikum þess þar sem þessir viðtakar (einkum MT1 og MT2) eiga þátt í að stjórna dægursveiflum og svefni.

Rök fyrir notkun

Þar sem melatónín gegnir hlutverki í stjórn á svefni og dægursveiflu, og þar sem eigin melatónínframleiðsla minnkar með aldrinum, getur melatónín gagnast vel til að bæta svefngæði, og þá einkum hjá sjúklingum sem eru eldri en 55 ára og haldnir frumkomnu svefnleysi.

Verkun og öryggi

Íklínískum prófunum, þar sem sjúklingar sem haldnir voru frumkomnu svefnleysi fengu Circadin 2 mg á hverju kvöldi í 3 vikur, var sýnt fram á ávinning hjá meðhöndluðum sjúklingum samanborið

við þá sem fengu lyfleysu að því er varðar biðtíma eftir svefni (bæði mældan á hlutlægan og huglægan hátt) og huglæg svefngæði og starfsgetu yfir daginn (endurnærandi svefn) án þess að nokkur skerðing yrði á árvekni yfir daginn.

Ísvefnritarannsókn (PSG) með tveggja vikna undirbúningstímabili (einblindu með lyfleysumeðferð), því næst þriggja vikna meðferðartímabili (tvíblindu, með samanburði við lyfleysu og samsíða hópum) og loks þriggja vikna fráhvarfstímabili styttist biðtími eftir svefni um 9 mínútur samanborið við lyfleysu. Circadin breytti á engan hátt uppbyggingu svefnsins og hafði engin áhrif á lengd REM- svefns (svefnbliks). Engrar rénunar varð vart á starfsgetu yfir daginn við notkun Circadin 2 mg.

Írannsókn á göngudeildarsjúklingum með tveggja vikna grunntímabili með lyfleysu, því næst þriggja vikna slembiröðuðu, tvíblindu meðferðartímabili með samanburði við lyfleysu hjá samsíða hópum og loks tveggja vikna fráhvarfstímabili með lyfleysu var hlutfall sjúklinga sem sýndi klínískt marktækan bata bæði á svefngæðum og árvekni í morgunsárið 47% í Circadin-hópnum samanborið við 27% í lyfleysuhópnum. Þar að auki bötnuðu svefngæði og árvekni í morgunsárið marktækt við notkun Circadin samanborið við lyfleysu. Svefnbreytur færðust smátt og smátt aftur í grunngildi, án þess að vart yrði afturkasts, aukinna aukaverkana og aukinna fráhvarfseinkenna.

Íannarri rannsókn á göngudeildarsjúklingum með tveggja vikna grunntímabili með lyfleysu og því næst þriggja vikna slembiröðuðu, tvíblindu meðferðartímabili með samanburði við lyfleysu hjá samsíða hópum var hlutfall sjúklinga sem sýndi klínískt marktækan bata bæði á svefngæðum og árvekni í morgunsárið 26% í Circadin-hópnum samanborið við 15% í lyfleysuhópnum. Circadin stytti biðtíma eftir svefni að sögn sjúklinganna sjálfra um 24,3 mínútur samanborið við 12,9 mínútur hjá þeim sem fengu lyfleysu. Að sögn sjúklinganna sjálfra færðust svefngæði, fjöldi vöknunartilvika og árvekni í morgunsárið marktækt til betri vegar við notkun Circadin samanborið við lyfleysu. Lífsgæði bötnuðu marktækt við notkun Circadin 2 mg samanborið við lyfleysu.

Íannarri slembiraðaðri klínískri rannsókn (n=600) voru áhrif Circadin borin saman við lyfleysu í allt að sex mánuði. Sjúklingum var slembiraðað á ný eftir 3 vikur. Rannsóknin sýndi fram á breytingu til batnaðar hvað varðar þann tíma sem það tekur að sofna, svefngæði og árvekni að morgni, án fráhvarfseinkenna eða að svefnleysi taki sig upp að nýju eftir að lyfjagjöf er hætt. Rannsóknin sýndi að ávinningur sem sást eftir 3 vikur viðhélst í allt að 3 mánuði, en uppfyllti ekki grunnskilyrðin eftir 6 mánuði. Eftir 3 mánuði sýndu u.þ.b. 10 % fleiri í Circadin hópnum svörun en í lyfleysuhópnum.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Frásog eftir inntöku melatóníns er algjört hjá fullorðnum en getur minnkað um allt að 50% hjá eldra fólki. Lyfjahvörf melatóníns eru línuleg á bilinu 2-8 mg.

Aðgengi er um það bil 15%. Umtalsvert umbrot verður við fyrstu umferð í lifur og áætlað er að það sé 85%. Tíminn fram að hámarksþéttni í plasma (Tmax) eftir neyslu á mat er 3 klst. Frásogshraði og hámarksþéttni (Cmax) melatóníns eftir inntöku Circadin 2 mg breytist við neyslu á mat. Þegar fyrir hendi var matur hægðist á frásogi melatóníns og því kom hámarksþéttni í plasma seinna fram (Tmax=3,0 klst á móti Tmax=0,75 klst) og var lægri (Cmax=1020 á móti Cmax=1176 pg/ml) eftir neyslu á mat.

Dreifing

Binding melatóníns við plasmaprótein in vitro er um það bil 60%. Circadin binst aðallega við albúmín, alfa1-sýru glýkóprótein og eðlisþungt lípóprótein.

Umbrot

Upplýsingar úr tilraunum benda til þess að ísóensímin CYP1A1, CYP1A2 og hugsanlega CYP2C19, sem tilheyra cýtókróm P450 kerfinu, taki þátt í umbrotum melatóníns. Helsta umbrotsefnið er 6-súlfatoxý-melatónín (6-S-MT), sem er óvirkt. Umbrotin fara fram í lifur. Útskilnaði umbrotsefnisins lýkur á 12 klst. eftir inntöku.

Brotthvarf

Lokahelmingunartími (t½) er 3,5-4 klst. Brotthvarf verður með útskilnaði umbrotsefnanna um nýru, 89% sem súlfat- og glúkóroníðsamtengingar 6-hýdroxýmeltóníns, og 2% eru skilin út sem melatónín (óbreytt virkt innihaldsefni).

Kyn

Vart verður þre- til fjórfaldrar hækkunar á hámarksþéttni í plasma (Cmax) hjá konum samanborið við karla. Einnig hefur sést fimmfaldur munur á Cmax hjá mismunandi einstaklingum af sama kyni.

Enginn mismunur reyndist hins vegar vera á lyfhrifum hjá körlum og konum þrátt fyrir mismunandi blóðgildi.

Sérstök þýði

Eldra fólk

Vitað er að umbrot melatóníns minnka með aldrinum. Við prófun á ýmsum skömmtum hefur verið greint frá hærri AUC- og Cmax-gildum hjá eldri sjúklingum samanborið við þá sem yngri eru, sem endurspeglar minni umbrot melatóníns hjá eldra fólki. Cmax-gildi nema u.þ.b. 500 pg/ml hjá fullorðnum (18-45) samanborið við 1200 pg/ml hjá eldra fólki (55-69); AUC-gildi nema u.þ.b. 3.000 pg*klst/ml hjá fullorðnum samanborið við 5.000 pg*klst/ml hjá eldra fólki.

Skert nýrnastarfsemi

Upplýsingar innan fyrirtækisins benda til þess að engin uppsöfnun verði á melatóníni eftir endurtekna skammta. Sú niðurstaða samræmist stuttum helmingunartíma melatóníns hjá mönnum.

Blóðgildi sem mæld voru hjá sjúklingum kl. 23:00 (2 klst eftir lyfjagjöf) voru 411,4 ± 56,5 eftir 1 viku af daglegri lyfjagjöf og 432,00 ± 83,2 pg/ml eftir 3 vikur af daglegri lyfjagjöf og eru svipuð blóðgildum hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum eftir stakan skammt af Circadin 2 mg.

Skert lifrarstarfsemi

Umbrot melatóníns fara aðallega fram í lifur og því leiðir skert lifrarstarfsemi til þess að innræn melatóníngildi hækka.

Plasmagildi melatóníns hjá sjúklingum með skorpulifur voru marktækt hærri yfir daginn. Hjá sjúklingunum kom fram marktækt minni heildarútskilnaður 6-súlfatoxýmelatóníns miðað við samanburðarhóp.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkunum á æxlun og þroska.

Í forklínískum rannsóknum komu eiturverkanir einungis fram við skömmtun sem talin er vera það langt yfir hámarksskömmtun fyrir menn að litlu skipti fyrir klíníska notkun.

Rannsóknin á krabbameinsvaldandi áhrifum hjá rottum leiddi ekki í ljós nein áhrif er skipta máli hjá mönnum.

Hvað varðar eiturverkanir á æxlun olli inntaka melatóníns hjá þunguðum kvenmúsum, rottum eða kanínum engum skaðlegum áhrifum á afkvæmi, en sem mælikvarði á þau var stuðst við lífvæni fóstra, frábrigði í beinagrind og líffærum, kynjahlutfall, fæðingarþyngd og síðari líkams-, starfs- og kynþroska. Smávægilegra áhrifa á vöxt og lífvæni eftir fæðingu varð vart hjá rottum, en þó einungis þegar notaðir voru mjög stórir skammtar sem jafngilda u.þ.b. 2000 mg/dag fyrir menn.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Ammoníómetakrýlat hjáfjölliða af gerð B

Kalsíumhýdrógenfosfat tvíhýdrat

Laktósaeinhýdrat

Vatnsfrí kísilkvoða

Talkúm

Magnesíumsterat

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 25°C. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5Gerð íláts og innihald

Töflunum er pakkað í mattar PVC/PVDC-þynnupakkningar með bakhlið úr álþynnu. Pakkinn inniheldur eina þynnupakkningu með 7, 20 eða 21 töflu eða tvær þynnupakkningar með 15 töflum hvor (30 töflum). Þynnupakkningunum er pakkað í pappaöskjur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli um förgun. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

RAD Neurim Pharmaceuticals EEC Limited

One Forbury Square

The Forbury

Reading

Berkshire RG1 3EB

Bretland

Netfang: neurim@neurim.com

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/07/392/001

EU/1/07/392/002

EU/1/07/392/003

EU/1/07/392/004

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 29. júní 2007.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis:20. apríl 2012.

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

{DD. mánuður ÁÁÁÁ.}

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf