Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Edarbi (azilsartan medoxomil) – Samantekt á eiginleikum lyfs - C09CA09

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsEdarbi
ATC-kóðiC09CA09
Efniazilsartan medoxomil
FramleiðandiTakeda Pharma A/S

1.HEITI LYFS

Edarbi 20 mg töflur

Edarbi 40°mg töflur

Edarbi 80°mg töflur

2.INNIHALDSLÝSING

Edarbi 20°mg töflur

Hver tafla inniheldur 20 mg azilsartanmedoxomil (sem kalíum).

Edarbi 40 mg töflur

Hver tafla inniheldur 40 mg azilsartanmedoxomil (sem kalíum).

Edarbi 80 mg töflur

Hver tafla inniheldur 80 mg azilsartanmedoxomil (sem kalíum).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Tafla.

Edarbi 20°mg töflur

Hvítar til nærri því hvítar kringlóttar töflur, 6,0 mm í þvermál, með áletruninni „ASL“ á annarri hliðinni og „20“ á hinni hliðinni.

Edarbi 40°mg töflur

Hvítar eða nærri því hvítar kringlóttar töflur, 7,6 mm í þvermál, með áletruninni „ASL“ á annarri hliðinni og „40“ á hinni hliðinni.

Edarbi 80°mg töflur

Hvítar eða nærri því hvítar kringlóttar töflur, 9,6 mm í þvermál, með áletruninni „ASL“ á annarri hliðinni og „80“ á hinni hliðinni.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Edarbi er ætlað til meðferðar við háþrýstingi hjá fullorðnum.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Ráðlagður upphafsskammtur er 40 mg einu sinni á sólarhring. Hjá sjúklingum sem ekki næst fullnægjandi stjórn á blóðþrýstingi með lægri skammti, má auka skammtinn í að hámarki 80 mg einu sinni á sólarhring.

Blóðþrýstingslækkandi verkun næst að mestu innan 2 vikna frá því meðferð hefst og hámarksverkun innan 4 vikna.

Ef ekki næst nægilega góð stjórn á blóðþrýstingi með Edarbi einu sér er hægt að ná frekari lækkun á blóðþrýstingi með því að gefa önnur blóðþrýstingslækkandi lyf í meðferðinni, þ.m.t. þvagræsilyf (eins og klórtalidón og hýdróklórtíazíð) og kalsíumgangaloka (sjá kafla 4.3, 4.4, 4.5 og 5.1).

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir (65 ára og eldri)

Ekki þarf að aðlaga upphafsskammt handa öldruðum sjúklingum (sjá kafla 5.2), þó íhuga megi 20 mg upphafsskammt hjá háöldruðum sjúklingum (≥ 75 ára), sem geta átt blóðþrýstingsfall á hættu.

Skert nýrnastarfsemi

Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með háþrýsting og alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi og nýrnasjúkdóm á lokastigi þar sem engin reynsla er af notkun Edarbi hjá þessum sjúklingum (sjá kafla 4.4 og 5.2).

Blóðskilun fjarlægir ekki azilsartan úr blóðrásinni.

Ekki þarf að aðlaga skammta handa sjúklingum með væga eða miðlungi alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Edarbi hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi og því er notkun þess ekki ráðlögð hjá þessum hópi sjúklinga (sjá kafla 4.4 og 5.2).

Þar sem reynsla af notkun Edarbi hjá sjúklingum með væga til miðlungi alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi er takmörkuð er nákvæmt eftirlit ráðlagt og íhuga skal að gefa 20 mg sem upphafsskammt (sjá kafla 5.2).

Skert blóðrúmmál

Hjá sjúklingum sem hugsanlega eru með skert blóðrúmmál eða saltaskort (t.d. sjúklingar með uppköst, niðurgang eða sem taka stóra skammta af þvagræsilyfjum) skal hefja meðferð með Edarbi undir nákvæmu eftirliti og íhuga má notkun 20 mg upphafsskammts (sjá kafla 4.4).

Sjúklingar af svörtum kynstofni

Ekki þarf að aðlaga skammta hjá sjúklingum af svörtum kynstofni þó komið hafi í ljós að blóðþrýstingur lækkar minna hjá sjúklingum af svörtum kynstofni samanborið við sjúklinga sem ekki eru af svörtum kynstofni (sjá kafla 5.1). Þetta á almennt við um aðra angíótensín II (AT1) viðtakablokka og ACE-hemla. Þar af leiðandi gæti oftar verið þörf á hækkun skammta af Edarbi og samhliða meðferð til að ná stjórn á blóðþrýstingi hjá sjúklingum af svörtum kynstofni.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Edarbi hjá börnum og unglingum á aldrinum 0 til < 18 ára.

Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Edarbi er til inntöku og má taka með eða án matar (sjá kafla 5.2).

4.3Frábendingar

-Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla°6.1.

-Annar og síðasti þriðjungur meðgöngu (sjá kafla 4.4 og 4.6).

-Ekki má nota Edarbi samhliða lyfjum sem innihalda aliskiren hjá sjúklingum með sykursýki eða skerta nýrnastarfsemi (GFR < 60 ml/mín./1,73 m2) (sjá kafla 4.5 og 5.1).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Virkjað renín-angíótensín-aldósterónkerfi (RAAS)

Hjá sjúklingum þar sem æðaspenna (vascular tone) og nýrnastarfsemi er aðallega háð virkni RAAS (t.d. sjúklingum með hjartabilun, alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi eða nýrnaslagæðarþrengsli), hefur meðferð með öðrum lyfjum, sem hafa áhrif á þetta kerfi, þ.m.t. ACE-hemlum og angíótensín II viðtakablokkum, verið tengd bráðri blóðþrýstingslækkun, blóðnituraukningu, þvagþurrð eða mjög sjaldan bráðri nýrnabilun. Ekki er hægt að útiloka að Edarbi geti hugsanlega valdið svipuðum áhrifum.

Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með háþrýsting og alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi, hjartabilun eða nýrnaslagaæðarþrengsli, þar sem engin reynsla er af notkun Edarbi hjá þessum sjúklingum. (sjá kafla 4.2 og 5.2).

Veruleg lækkun blóðþrýstings hjá sjúklingum með hjartakvilla af völdum blóðþurrðar (ischaemic cariopathy) eða æðasjúkdóms í heila vegna blóðþurrðar (ischaemic cerebrovascular disease) getur valdið hjartadrepi eða heilablóðfalli.

Tvöföld hömlun á RAAS

Vísbendingar eru um að samhliðanotkun ACE hemla, angíótensín II viðtakablokka eða aliskirens auki hættu á blóðþrýstingslækkun, blóðkalíumhækkun og skerðingu á nýrnastarfsemi (þ.m.t. bráðri nýrnabilun). Tvöföld hömlun á renín-angíótensín-aldósterónkerfinu með samsettri meðferð með ACE hemlum, angíótensín II viðtakablokkum eða aliskireni er þess vegna ekki ráðlögð (sjá kafla 4.5

og 5.1).

Ef meðferð sem tvöfaldar hömlun er talin bráðnauðsynleg skal hún einungis fara fram undir eftirliti sérfræðings og með tíðu eftirliti með nýrnastarfsemi, blóðsöltum og blóðþrýstingi.

Ekki skal nota ACE-hemla og angíótensín II viðtakablokka samhliða hjá sjúklingum með nýrnakvilla vegna sykursýki.

Nýrnaígræðsla

Engin reynsla er af notkun Edarbi handa sjúklingum sem nýlega hafa gengist undir nýrnaígræðslu.

Skert lifrarstarfsemi

Edarbi hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi og því er notkun lyfsins hjá þessum hópi sjúklinga ekki ráðlögð (sjá kafla 4.2 og 5.2)

Lágþrýstingur hjá sjúklingum með vökva- og/eða saltaskort

Hjá sjúklingum með greinilegan vökva- og/eða saltaskort (t.d. sjúklingum með uppköst, niðurgang eða sem taka inn stóra skammta af þvagræsilyfjum) getur lágþrýstingur með einkennum komið fram eftir að meðferð með Edarbi er hafin. Leiðrétta skal vökvaþurrð áður en Edarbi er gefið eða hefja meðferð undir nánu eftirliti læknis og íhuga má 20 mg upphafsskammt.

Frumkomið aldósterónheilkenni

Yfirleitt svara sjúklingar með frumkomið aldósterónheilkenni ekki blóðþrýstingslækkandi meðferð með lyfjum sem hindra RAAS. Því er notkun Edarbi hjá þessum sjúklingum ekki ráðlögð.

Blóðkalíumhækkun

Samkvæmt reynslu af notkun annarra lyfja sem hafa áhrif á RAAS getur samhliða notkun Edarbi og kalíumsparandi þvagræsilyfja, kalíumuppbótar, saltlíkis sem inniheldur kalíum eða annarra lyfja sem geta aukið kalíumþéttni (t.d. heparín), valdið hækkun á kalíum í sermi hjá sjúklingum með háþrýsting (sjá kafla 4.5). Hjá öldruðum, sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi, sjúklingum með sykursýki og/eða sjúklingum með aðra samhliða sjúkdóma er aukin hætta á blóðkalíumhækkun, sem getur verið lífshættuleg. Mæla skal kalíum eftir því sem við á.

Ósæðar- og míturlokuþrengsli, hjartavöðvakvilli með útstreymishindrun (obstructive hypertrophic cardiomyopathy)

Gæta þarf sérstakrar varúðar hjá sjúklingum með ósæðar- eða míturlokuþrengsli eða hjartavöðvakvilla með útstreymishindrun.

Meðganga

Ekki skal hefja meðferð með angíótensín II viðtakablokkum á meðgöngu. Sjúklingar sem ráðgera að verða barnshafandi skulu skipta yfir í aðra blóðþrýstingslækkandi meðferð þar sem sýnt hefur verið fram á öryggi á meðgöngu, nema nauðsynlegt sé talið að halda áfram meðferð með angíótensín II viðtakablokkum. Þegar þungun hefur verið staðfest skal tafarlaust hætta meðferð með angíótensín II viðtakablokkum og hefja meðferð með öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum ef það á við (sjá kafla 4.3 og 4.6).

Litíum

Eins og við á um aðra angíótensín II viðtakablokka er ekki mælt með samhliða notkun litíums og Edarbi (sjá kafla 4.5)

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Samhliða notkun ekki ráðlögð

Litíum

Greint hefur verið frá afturkræfum hækkunum á litíumþéttni í sermi og eiturverkunum við samhliða notkun litíums og ACE-hemla. Svipuð áhrif geta komið fram vegna angíótensín II viðtakablokka. Vegna skorts á reynslu af samhliða notkun á azilsartanmedoxomils og litíums er samhliða notkun þessara efna ekki ráðlögð. Ef nauðsynlegt er talið að nota þau samhliða er náið eftirliti með litíumþéttni í sermi ráðlagt.

Samhliða notkun sem krefst varúðar

Bólgueyðandi gigtarlyf (NSAIDs), þ.m.t. sértækir COX-2 hemlar, asetýlsalicýlsýra > 3 g/dag) og ósértæk bólgueyðandi gigtarlyf

Við samhliða notkun angíótensín II viðtakablokka og bólgueyðandi gigtarlyfja (t.d. sértækra COX-2 hemla, asetýlsalicýlsýru (> 3 g/dag) og ósértækra bólgueyðandi gigtarlyfja, geta blóðþrýstingslækkandi áhrif dvínað. Þar að auki getur samhliða notkun á angíótensín II viðtakablokkum og bólgueyðandi gigtarlyfjum valdið aukinni hættu á versnandi nýrnastarfsemi og hækkun á kalíum í sermi. Því eru viðeigandi vökvagjöf og eftirlit með nýrnastarfsemi við upphaf meðferðar ráðlögð.

Kalíumsparandi þvagræsilyf, kalíumuppbót, saltlíki sem inniheldur kalíum og önnur lyf sem geta hækkað kalíumþéttni í sermi

Samhliða notkun kalíumsparandi þvagræsilyfja, kalíumuppbótar, saltlíkis sem inniheldur kalíum, eða annarra lyfja (t.d. heparíns) getur hækkað kalíumþéttni. Mæla skal kalíum í sermi eftir því sem við á (sjá kafla 4.4).

Viðbótarupplýsingar

Upplýsingar úr klínískri rannsókn hafa sýnt að tvöföld hömlun á RAAS með samsettri meðferð með ACE hemlum, angíótensín II viðtakablokkum eða aliskireni tengist hærri tíðni aukaverkana eins og blóðþrýstingslækkun, blóðkalíumhækkun og skerðingu á nýrnastarfsemi (þ.m.t. bráðri nýrnabilun) samanborið við notkun á einu lyfi sem hamlar renín-angíótensín-aldósterónkerfinu (sjá

kafla 4.3, 4.4 og 5.1).

Engar klínískt mikilvægar milliverkanir hafa komið fram í rannsóknum á azilsartanmedoxomili eða azilsartani samhliða amlódipíni, sýrubindandi lyfjum, klórtalidóni, digoxíni, flúkónazóli, glýbúríði, ketókónazóli, metformíni og warfaríni.

Azilsartanmedoxomil er vatnsrofið hratt í virka hlutann azilsartan af esterösum í meltingarvegi og/eða meðan á frásogi stendur (kafli 5.2). In vitro rannsóknir benda til að milliverkanir vegna hindrunar esterasa séu ólíklegar.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Notkun á angíótensín II viðtakablokka er ekki ráðlögð á fyrsta þriðjungi meðgöngu (sjá kafla 4.4).

Ekki má nota angíótensín II viðtakablokka á öðrum og síðasta þriðjungi meðgöngu (sjá kafla 4.3 og 4.4).

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun azilsartanmedoxomils á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3).

Faraldsfræðileg gögn um hættuna á vansköpun af völdum ACE-hemla á fyrsta þriðjungi meðgöngu eru ekki fullnægjandi, hins vegar er ekki hægt að útiloka lítillega aukna áhættu. Engin faraldsfræðileg gögn eru til um áhættu við notkun angíótensín II viðtakablokka, en búast má við að hún sé svipuð fyrir þennan lyfjaflokk. Sjúklingar sem ráðgera að verða barnshafandi skulu skipta yfir í aðra blóðþrýstingslækkandi meðferð þar sem sýnt hefur verið fram á öryggi á meðgöngu, nema nauðsynlegt sé talið að halda áfram meðferð með angíótensín II viðtakablokkum. Þegar þungun hefur verið staðfest skal tafarlaust hætta meðferð með angíótensín II viðtakablokkum og hefja meðferð með öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum ef það á við.

Vitað er að notkun angíótensín II viðtakablokka á öðrum og þriðja þriðjungi meðgöngu hefur skaðleg áhrif á fóstur (skert starfsemi nýrna, legvatnsbrestur, skert beinmyndun höfuðkúpu) og skaðleg áhrif á nýbura (nýrnabilun, lágþrýstingur, blóðkalíumhækkun) (sjá kafla 5.3 Forklínískar upplýsingar).

Mælt er með ómskoðun nýrna og höfuðkúpu ef angíótensín II viðtakablokkar hafa verið notaðir frá öðrum þriðjungi meðgöngu.

Fylgjast skal vel með hvort lágþrýstingur komi fram hjá ungbörnum mæðra sem notað hafa angíótensín II viðtakablokka (sjá kafla 4.3 og 4.4).

Brjóstagjöf

Þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um notkun azilsartanmedoxomils meðan á brjóstagjöf stendur er ekki mælt með notkun Edarbi hjá konum sem hafa barn á brjósti. Ákjósanlegra er að veita lyfjameðferð þar sem nánari upplýsingar liggja fyrir varðandi öryggi notkunar meðan á brjóstagjöf stendur, sérstaklega þegar um nýbura eða fyrirbura er að ræða.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif azilsartanmedoxomils á frjósemi manna. Samkvæmt forklínískum rannsóknum virðist azilsartan ekki hafa áhrif á frjósemi hjá karl- eða kvenrottum (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Azilsartanmedoxomil hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Hins vegar skal hafa í huga að stöku sinnum geta sundl og þreyta komið fram.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á upplýsingum um aukaverkanir

Edarbi í 20, 40 eða 80 mg skömmtun hefur verið rannsakað með tilliti til öryggis í klínískum rannsóknum hjá sjúklingum við meðferð í allt að 56 vikur. Í þessum klínísku rannsóknum kom fram

að aukaverkanir í tengslum við meðferð með Edarbi voru að mestu vægar eða miðlungi alvarlegar, og heildartíðni var svipuð og við meðferð með lyfleysu. Algengasta aukaverkunin var sundl. Kyn, aldur eða kynstofn höfðu ekki áhrif á tíðni aukaverkana meðferðarinnar. Greint var frá svipaðri tíðni aukaverkana vegna 20 mg skammts af Edarbi og vegna 40 mg og 80 mg skammta í einni rannsókn með samanburði við lyfleysu.

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanir byggðar á safni upplýsingar (40 og 80 mg skammtar) eru skráðar hér á eftir samkvæmt líffæraflokkum og völdum skilgreiningum (preferred terms). Þeim er raðað samkvæmt tíðni á eftirfarandi hátt: mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til

< 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000), þ.m.t. einstök tilvik. Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Líffæraflokkur

Tíðni

Aukaverkun

Taugakerfi

Algengar

Sundl

Æðar

Sjaldgæfar

Lágþrýstingur

Meltingarfæri

Algengar

Niðurgangur

 

Sjaldgæfar

Ógleði

Húð og undirhúð

Sjaldgæfar

Útbrot, kláði

 

Mjög sjaldgæfar

Ofsabjúgur

Stoðkerfi og stoðvefur

Sjaldgæfar

Vöðvakrampar

Almennar aukaverkanir og

Sjaldgæfar

Þreyta

aukaverkanir á íkomustað

 

Bjúgur í útlimum

Rannsóknaniðurstöður

Algengar

Hækkun kreatínkínasa í blóði

 

 

Hækkun kreatíníns í blóði

 

Sjaldgæfar

Hækkun þvagsýru í blóði

 

 

/þvagsýrudreyri

Lýsing á völdum aukaverkunum

Þegar Edarbi var gefið samhliða klórtalidóni jókst tíðni hækkunar á kreatíníni í blóði og lágþrýstings úr sjaldgæfum í algengar.

Þegar Edarbi var gefið samhliða amlódipíni hækkaði tíðni bjúgs í útlimum úr sjaldgæfum í algengar, en var lægri en hjá amlódipíni einu sér.

Rannsóknaniðurstöður

Kreatínín í sermi

Tíðni hækkunar á kreatíníni í sermi í kjölfar meðferðar með Edarbi var svipuð og með lyfleysu í slembuðum rannsóknum á einlyfjameðferð með samanburði við lyfleysu. Þegar Edarbi var gefið samhliða þvagræsilyfjum, t.d. klórtalidóni, jókst tíðni hækkunar á kreatíníni, sem einnig á við um aðra angíótensín II viðtakablokka og ACE-hemla. Hækkanir á kreatíníni í sermi við gjöf Edarbi samhliða þvagræsilyfjum var tengd meiri lækkunum á blóðþrýstingi en við gjöf eins lyfs. Margar af þessum hækkunum voru skammvinnar eða jukust ekki hjá einstaklingunum við áframhaldandi meðferð. Í flestum tilvikum voru þær hækkanir sem ekki höfðu gengið til baka meðan á meðferð stóð afturkræfar og kreatíníngildi hjá flestum einstaklingum náðu aftur upphafsgildum, alveg eða því sem næst.

Þvagsýra

Litlar meðalhækkanir á þvagsýru í sermi komu fram með Edarbi (10,8 míkrómól/l) samanborið við lyfleysu (4,3 míkrómól/l).

Blóðrauði og blóðkornahlutfall

Væg lækkun á blóðrauða og blóðkornahlutfalli (meðallækkun um annars vegar u.þ.b. 3 g/l og hins vegar 1 rúmmálsprósentu) kom fram í rannsóknum á einlyfjameðferð með samanburði við lyfleysu. Þessi áhrif koma einnig fram með öðrum hemlum RAAS.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Einkenni

Með hliðsjón af lyfjafræðilegum áhrifum lyfsins má gera ráð fyrir að helstu einkenni ofskömmtunar séu lágþrýstingur með einkennum og sundl. Í klínískum samanburðarrannsóknum á heilbrigðum einstaklingum var azilsartanmedoxomil gefið einu sinni á dag í allt að 320 mg skömmtum í 7 daga og þoldist vel.

Meðferð

Ef lágþrýstingur með einkennum kemur fram skal hefja stuðningsmeðferð og fylgjast með lífsmörkum.

Ekki er hægt að fjarlægja azilsartan með himnuskiljun.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf með verkun á renínangíótensín-kerfið, angíótensín II blokkar, einir sér, ATC flokkur: C09CA09

Verkunarháttur

Azilsartanmedoxomil er virkt forlyf til inntöku sem umbreytist hratt í virka efnið, azilsartan, sem hemur virkni angíótensíns II á sértækan hátt með því að hindra bindingu þess við AT1 viðtaka í mörgum vefjum (sjá kafla 5.2). Angíótensín II er helsta þrýstingsvaldandi efnið í RAAS og eru helstu áhrif þess æðasamdráttur, örvun nýmyndunar og losunar aldósteróns, hjartaörvun og endurupptaka natríums í nýrum.

Hindrun á AT1 viðtaka kemur í veg fyrir neikvæða afturvirkni angíótensíns II á seytingu reníns, en afleidd aukning á renínvirkni í plasma og þéttni angíótensíns II koma ekki í veg fyrir blóðþrýstingslækkandi verkun azilsartans.

Háþrýstingur

Í sjö tvíblindum samanburðarrannsóknum var alls 5.941 sjúklingur rannsakaður (3.672 fengu Edarbi, 801 fékk lyfleysu og 1.468 fengu virkt samanburðarlyf). 51% sjúklinganna voru karlmenn og 26% voru 65 ára eða eldri (5% ≥ 75 ára); 67% voru af hvítum kynstofni og 19% voru af svörtum kynstofni.

Edarbi var borið saman við lyfleysu og virk samanburðarlyf í tveimur 6 vikna slembuðum, tvíblindum rannsóknum. Lækkanir á blóðþrýstingi samanborið við lyfleysu miðað við 24 klst. meðalblóðþrýsting samkvæmt mælingum á ferliþrýstingi (ambulatory blood pressure) og lægstu mælingum hjá lækni eru sýndar í töflunni hér fyrir neðan fyrir báðar rannsóknirnar. Þar að auki kom fram mun meiri lækkun á slagbilsþrýstingi við notkun 80 mg skammta af Edarbi en við notkun hæstu samþykktu skammta af olmesartanmedoxomili og valsartani.

 

Lyfleysa

Edarbi

Edarbi

Edarbi

OLM-M

Valsartan

 

 

20 mg

40 mg#

80 mg#

40 mg#

320 mg#

Fyrsti endapunktur:

24-klukkustunda meðalslagbilsþrýstingur: Meðalbreyting frá upphafsgildi (LS Mean Change) að viku 6 (mmHg)

Rannsókn 1

Breyting frá

-1,4

-12,2 *

-13,5 *

-14,6 *†

-12,6

-

upphafsgildi

 

 

 

 

 

 

Rannsókn 2

 

 

 

 

 

 

Breyting frá

-0,3

-

-13,4 *

-14,5 *†

-12,0

-10,2

upphafsgildi

 

 

 

 

 

 

Helsti annar endapunktur:

Mæling á slagbilsþrýstingi hjá lækni: Meðalbreyting frá upphafsgildi (LS Mean Change) að viku 6 (mmHg) (LOCF)

Rannsókn 1

Breyting frá

-2,1

-14,3 *

-14,5 *

-17,6 *

-14,9

-

upphafsgildi

 

 

 

 

 

 

Rannsókn 2

 

 

 

 

 

 

Breyting frá

-1,8

-

-16,4 *†

-16,7 *†

-13,2

-11,3

upphafsgildi

 

 

 

 

 

 

OLM-M = olmesartanmedoxomil, LS = aðferð minnstu fertalna (least squares), LOCF = síðustu athugun haldið áfram

* Marktækur munur miðað við lyfleysu við mörk 0,05 innan ramma þrepagreiningarinnar

† Marktækur munur miðað við samanburðarlyf við mörk 0,05 innan ramma þrepagreiningarinnar

#Hámarksskammtur í rannsókn 2. Skammtar voru hækkaðir (force titrated) í viku 2, Edarbi úr

20 í 40 mg og 40 í 80 mg, olmesartanmedoxomil úr 20 í 40 mg og valsartan úr 160 í 320 mg

Íþessum tveimur rannsóknum voru sundl, höfuðverkur og blóðfituröskun (dyslipidemis) meðal klínískt mikilvægra og algengustu aukaverkana og var tíðni sundls 3,0% fyrir Edarbi, 3,3% fyrir olmesartanmedoxomil og 1,8% fyrir valsartan, höfuðverks 4,8% fyrir Edarbi, 5,5% fyrir olmesartanmedoxomil og 7,6 % fyrir valsartan og blóðfituröskunar 3,5% fyrir Edarbi, 2,4% fyrir olmesartanmedoxomil og 1,1% fyrir valsartan.

Írannsóknum með virku samanburðarlyfi, annaðhvort valsartani eða ramipríli, héldust blóðþrýstingslækkandi áhrif Edarbi við langtímameðferð. Tíðni hósta var lægri með Edarbi (1,2%) samanborið við ramipríl (8,2%).

Blóðþrýstingslækkandi áhrif azilsartanmedoxomils komu fram á fyrstu 2 vikum skömmtunar og fullri virkni var náð eftir 4 vikur. Blóðþrýstingslækkandi áhrif azilsartanmedoxomils héldust einnig þær 24 klst. sem liðu á milli skammta. Hlutföll lágmarksáhrifa/hámarksáhrifa (trough-to-peak) fyrir slagbilsþrýsting og þanbilsþrýsting, leiðrétt miðað við lyfleysu, voru u.þ.b. 80% eða hærri.

Skyndileg hækkun blóðþrýstings (rebound hypertension) kom ekki fram eftir að meðferð með Edarbi var hætt skyndilega eftir 6 mánaða meðferð.

Enginn heildarmunur á öryggi og verkun kom fram á milli aldraðra sjúklinga og yngri sjúklinga, en ekki er hægt að útiloka meira næmi fyrir blóðþrýstingslækkandi áhrifum hjá sumum öldruðum einstaklingum (sjá kafla 4.2). Eins og á við um aðra angíótensín II viðtakablokka og ACE-hemla voru blóðþrýstingslækkandi áhrif minni hjá sjúklingum af svörtum kynstofni (þýði sem yfirleitt er með lág reníngildi).

Gjöf Edarbi 40 mg og 80 mg samhliða kalsíumgangaloka (amlódipíni) eða tíazíð þvagræsilyfi (klórtalidóni) leiddi til frekari lækkunar á blóðþrýstingi samanborið við önnur blóðþrýstingslækkandi lyf ein sér. Skammtaháðar aukaverkanir eins og sundl, lágþrýstingur og hækkun á kreatíníni í sermi voru tíðari við samhliða notkun þvagræsilyfja samanborið við Edarbi eitt sér, á meðan blóðkalíumlækkun var sjaldgæfari samanborið við þvagræsilyf eitt sér.

Gagnleg áhrif Edarbi hvað varðar dánartíðni, hjarta- og æðasjúkdóma og líffæraskemmdir eru enn ekki þekkt.

Áhrif á endurskautun í hjarta

Ítarleg QT/QTc rannsókn var gerð til að meta hvort azilsartanmedoxomil geti lengt QT/QTc bilið hjá heilbrigðum einstaklingum. Engin merki voru um lengingu á QT/QTc við 320 mg skammt af azilsartanmedoxomili.

Viðbótarupplýsingar

Í tveimur stórum slembiröðuðum samanburðarrannsóknum, ONTARGET (ONgoing Telmisartan Alone and in combination with Ramipril Global Endpoint Trial) og VA NEPHRON D (The Veterans Affairs Nephropathy in Diabetes) var samsett meðferð með ACE-hemli og angíótensín II viðtakablokka rannsökuð.

ONTARGET rannsóknin var gerð hjá sjúklingum með sögu um hjarta- og æðasjúkdóm eða sjúkdóm í heilaæðum, eða sykursýki af tegund 2 ásamt vísbendingum um skemmdir í marklíffæri.

VA NEPHRON D rannsóknin var gerð hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 og nýrnakvilla vegna sykursýki.

Þessar rannsóknir sýndu engan marktækan ávinning af meðferð hvað varðar nýru og/eða hjarta- og æðakerfi eða dánartíðni en á hinn bóginn kom fram aukin hætta á blóðkalíumhækkun, bráðum nýrnaskaða og/eða lágþrýstingi samanborið við einlyfjameðferð. Vegna líkra lyfhrifa þessara lyfja eiga þessar niðurstöður einnig við aðra ACE hemla og angíótensín II viðtakablokka.

Þess vegna skal ekki nota ACE hemla og angíótensín II viðtakablokka samhliða hjá sjúklingum með nýrnakvilla vegna sykursýki.

ALTITUDE (Aliskiren Trial in Type 2 Diabetes Using Cardiovascular and Renal Disease Endpoints) rannsóknin var hönnuð til að kanna ávinnning af því að bæta aliskireni við hefðbundna meðferð með ACE hemli eða angíótensín II viðtakablokka hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 og langvinnan nýrnasjúkdóm, hjarta- og æðasjúkdóm eða hvort tveggja. Rannsóknin var stöðvuð snemma vegna aukinnar hættu á aukaverkunum. Dauðsfall vegna hjarta- og æðasjúkdóms og heilablóðfall voru algengari hjá hópnum sem fékk aliskiren en hjá hópnum sem fékk lyfleysu og oftar var tilkynnt um aukaverkanir og þær alvarlegu aukaverkanir sem sérstaklega var fylgst með (blóðkalíumhækkun, lágþrýstingur og vanstarfsemi nýrna) hjá hópnum sem fékk aliskiren en hjá hópnum sem fékk lyfleysu.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Edarbi hjá einum eða fleiri undirhópum barna með háþrýsting (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun hjá börnum).

5.2Lyfjahvörf

Eftir inntöku er azilsartanmedoxomil vatnsrofið hratt í virka efnið azilsartan í meltingarveginum og/eða við frásog. Samkvæmt in vitro rannsóknum tekur karboxýmetýlenbútenólídasi þátt í vatnsrofinu í þörmum og lifur. Esterasar í plasma taka einnig þátt í vatnsrofi azilsartanmedoxomils í azilsartan

Frásog

Áætlað heildaraðgengi azilsartanmedoxomils eftir inntöku, miðað við plasmaþéttni azilsartans er u.þ.b. 60%. Eftir inntöku azilsartanmedoxomils næst hámarksplasmaþéttni (Cmax) azilsartans innan 1,5 til 3 klukkustunda. Matur hefur ekki áhrif á aðgengi azilsartans (sjá kafla 4.2).

Dreifing

Dreifingarrúmmál azilsartans er u.þ.b. 16 lítrar. Azilsartan er í miklum mæli bundið plasmapróteinum (> 99%), einkum albúmíni í sermi. Próteinbinding er stöðug við plasmaþéttni azilsartans vel umfram það þéttnibil sem fæst með ráðlögðum skömmtum.

Umbrot

Azilsartan umbrotnar í tvö meginumbrotsefni. Aðalumbrotsefnið í plasma er myndað með O-alkýlsviptingu, sem vísað er til sem umbrotsefni M-II, og hitt umbrotsefnið er myndað með karboxýlsviptingu og vísað til sem umbrotsefni M-I. Altæk útsetning fyrir aðalumbrotsefninu og hinu umbrotsefninu hjá mönnum var annars vegar 50% og hins vegar 1% af útsetningunni fyrir azilsartani. M-I og M-II stuðla ekki að líffræðilegri verkun azilsartanmedoxomils. Umbrot azilsartan verða aðallega fyrir tilstilli CYP2C9.

Brotthvarf

Eftir inntöku skammts af 14C-merktu azilsartanmedoxomili endurheimtist u.þ.b. 55% af geislavirkninni í hægðum og u.þ.b. 42% í þvagi, en 15% af skammtinum voru skilin út í þvagi sem azilsartan. Helmingunartími brotthvarfs fyrir azilsartan er u.þ.b. 11 klukkustundir og nýrnaúthreinsun er u.þ.b. 2,3 ml/mín. Stöðugri þéttni azilsartans er náð innan 5 daga og engin uppsöfnun í plasma á sér stað við endurtekna skammta einu sinni á dag.

Línulegt/ólínulegt samband

Útsetning í réttu hlutfalli við skammta var staðfest fyrir azilsartan þegar skammtar azilsartanmedoxomils, stakir eða endurteknir, voru á bilinu 20 mg til 320 mg.

Lyfjahvörf hjá sérstökum sjúklingahópum

Börn

Lyfjahvörf azilsartans hafa ekki verið rannsökuð hjá börnum yngri en 18 ára.

Aldraðir

Ekki er verulegur munur á lyfjahvörfum azilsartans hjá ungum sjúklingum (á aldursbilinu 18-45 ára) og hjá öldruðum sjúklingum (á aldursbilinu 65-85 ára).

Skert nýrnastarfsemi

Hjá sjúklingum með væga skerðingu á nýrnastarfsemi jókst heildarútsetning (AUC) fyrir azilsartani um +30%, um +25% hjá sjúklingum með miðlungi alvarlega skerðingu og +95% hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu. Engin aukning (+5%) kom fram hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóm á lokastigi sem voru í himnuskiljun. Engin klínísk reynsla er þó fyrir hendi hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi eða nýrnasjúkdóm á lokastigi (sjá kafla 4.2). Ekki er hægt að fjarlægja azilsartan úr blóðrásinni með blóðskilun.

Skert lifrarstarfsemi

Þegar Edarbi var gefið sjúklingum með væga (Child-Pugh A) eða miðlungi alvarlega (Child-Pugh B) skerðingu á lifrarstarfsemi í allt að 5 daga leiddi til svolítillar hækkunar á útsetningu fyrir azilsartani (AUC hækkaði 1,3 til 1,6 sinnum (sjá kafla 4.2)). Edarbi hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi.

Kyn

Ekki er verulegur munur á lyfjahvörfum azilsartans hjá körlum og konum. Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skammta eftir kyni.

Kynþáttur

Ekki er verulegur munur á lyfjahvörfum azilsartans hjá þýði hvítra og svartra. Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skammta eftir kynþætti.

5.3Forklínískar upplýsingar

Íforklínískum rannsóknum voru azilsartanmedoxomil og M-II, aðalumbrotsefnið í mönnum, rannsökuð með tilliti til eiturverkana eftir endurtekna skammta, eituráhrifa á æxlun, stökkbreytinga og krabbameinsvaldandi áhrifa.

Írannsóknum á eituráhrifum eftir endurtekna skammta orsökuðu skammtar sem leiddu til sambærilegrar útsetningar og ráðlagðir skammtar, lækkun á mælibreytum fyrir rauð blóðkorn, breytingar á nýrum og blóðaflfræði nýrna, sem og hækkun á kreatíníni í sermi hjá dýrum með eðlilegan blóðþrýsting. Þessi áhrif, sem komið var í veg fyrir með gjöf salts til inntöku, hafa ekki klíníska þýðingu við meðferð á háþrýstingi.

Hjá rottum og hundum kom fram aukin renín-virkni í plasma og ofstækkun/ofvöxtur á nálægum frumum við gaukulfrumur (juxtaglomerular cells). Þessar breytingar sem ACE-hemlar og aðrir angíótensín II hemlar valda einnig, virðast ekki hafa klíníska þýðingu.

Azilsartan og M-II fóru yfir fylgju og fundust í fóstrum hjá rottum með fangi og voru skilin út í mjólk mjólkandi rotta. Í rannsóknum á eituráhrifum á æxlun komu ekki fram nein áhrif á frjósemi hjá karl- eða kvendýrum. Ekki eru nein merki um vansköpunarvaldandi áhrif, en rannsóknir á dýrum gáfu til kynna hættu á mögulegum áhrifum á afkvæmi eftir fæðingu, t.d. minni líkamsþyngd, vægri seinkun á líkamsþroska (seinkun á framtönnum, aðskilnaði úteyra, opnun augna) og aukinni dánartíðni.

Engin merki um stökkbreytingar og litningasundrandi verkun sem skipti máli komu fram í in vitro rannsóknum á azilsartani og M-II og engin merki um krabbameinsvaldandi áhrif hjá rottum og músum.

6.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Mannitól (E 421)

Fúmarsýra (E 297)

Natríumhýdroxíð Hýdroxýprópýlsellulósi (E 463) Natríumkroskarmellósi Örkristallaður sellulósi (E 460) Magnesíumsterat (E 572)

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi og raka.

Ekki þarf að geyma lyfið við sérstök hitaskilyrði.

6.5Gerð íláts og innihald

Álþynnur með innbyggðu þurrkefni.

Pakkningastærðir:

14, 28, 30, 56, 90 eða 98 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Takeda Pharma A/S

Dybendal Alle 10

2630 Taastrup

Danmörku

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/11/734/001 14 töflur

EU/1/11/734/002 28 töflur

EU/1/11/734/012 30 töflur

EU/1/11/734/003 56 töflur

EU/1/11/734/013 90 töflur

EU/1/11/734/004 98 töflur

EU/1/11/734/005 14 töflur

EU/1/11/734/006 28 töflur

EU/1/11/734/014 30 töflur

EU/1/11/734/007 56 töflur

EU/1/11/734/015 90 töflur

EU/1/11/734/008 98 töflur

EU/1/11/734/016 14 töflur

EU/1/11/734/009 28 töflur

EU/1/11/734/017 30 töflur

EU/1/11/734/010 56 töflur

EU/1/11/734/018 90 töflur

EU/1/11/734/011 98 töflur

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 7. desember 2011

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis:

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf