Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Effentora (fentanyl) – Samantekt á eiginleikum lyfs - N02AB03

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsEffentora
ATC-kóðiN02AB03
Efnifentanyl
FramleiðandiTeva B.V.

1.HEITI LYFS

Effentora 100 míkrógramma kinntöflur

Effentora 200 míkrógramma kinntöflur

Effentora 400 míkrógramma kinntöflur

Effentora 600 míkrógramma kinntöflur

Effentora 800 míkrógramma kinntöflur

2.INNIHALDSLÝSING

Effentora 100 míkrógramma kinntöflur

Hver kinntafla inniheldur 100 míkrógrömm fentanýl (sem sítrat).

Hjálparefni með þekkta verkun: Hver tafla inniheldur 10 mg af natríum.

Effentora 200 míkrógramma kinntöflur

Hver kinntafla inniheldur 200 míkrógrömm fentanýl (sem sítrat).

Hjálparefni með þekkta verkun: Hver tafla inniheldur 20 mg af natríum.

Effentora 400 míkrógramma kinntöflur

Hver kinntafla inniheldur 400 míkrógrömm fentanýl (sem sítrat).

Hjálparefni með þekkta verkun: Hver tafla inniheldur 20 mg af natríum.

Effentora 600 míkrógramma kinntöflur

Hver kinntafla inniheldur 600 míkrógrömm fentanýl (sem sítrat).

Hjálparefni með þekkta verkun: Hver tafla inniheldur 20 mg af natríum.

Effentora 800 míkrógramma kinntöflur

Hver kinntafla inniheldur 800 míkrógrömm fentanýl (sem sítrat).

Hjálparefni með þekkta verkun: Hver tafla inniheldur 20 mg af natríum.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Kinntafla.

Effentora 100 míkrógramma kinntöflur

Flöt, hvít, kringlótt tafla með sneiddum brúnum, merkt á annarri hliðinni með „C“ og á hinni hliðinni með „1“.

Effentora 200 míkrógramma kinntöflur

Flöt, hvít, kringlótt tafla með sneiddum brúnum, merkt á annarri hliðinni með „C“ og á hinni hliðinni með „2“.

Effentora 400 míkrógramma kinntöflur

Flöt, hvít, kringlótt tafla með sneiddum brúnum, merkt á annarri hliðinni með „C“ og á hinni hliðinni með „4“.

Effentora 600 míkrógramma kinntöflur

Flöt, hvít, kringlótt tafla með sneiddum brúnum, merkt á annarri hliðinni með „C“ og á hinni hliðinni með „6“.

Effentora 800 míkrógramma kinntöflur

Flöt, hvít, kringlótt tafla með sneiddum brúnum, merkt á annarri hliðinni með „C“ og á hinni hliðinni með „8“.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Effentora er ætlað til meðferðar við gegnumbrotsverkjum (breakthrough pain – BTP) hjá fullorðnum krabbameinssjúklingum sem þegar nota ópíóíða sem viðhaldsmeðferð við langvinnum krabbameinsverkjum.

Gegnumbrotsverkur er skammvinn versnun á verkjum hjá sjúklingum sem haldnir eru þrálátum verkjum sem að öðru leyti er haldið niðri.

Sjúklingar sem teljast á viðhaldsmeðferð með ópíóíðlyfi eru þeir sem taka inn 60 mg eða meira af morfíni daglega, taka inn 8 mg eða meira af hýdrómorphóni daglega, taka inn 30 mg eða meira af oxýkódóni daglega, nota 25 míkrógrömm eða meira af fentanýli í gegnum húð á hverri klukkustund eða skammta af öðrum ópíóíðum sem hafa samsvarandi verkjadeyfandi áhrif í viku eða lengur.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Læknir sem hefur reynslu af því að stýra ópíóíðmeðferð krabbameinssjúklinga skal hefja meðferð og hafa með henni áframhaldandi umsjón. Læknar eiga að hafa í huga möguleikann á misnotkun fentanýls. Gefa skal sjúklingum fyrirmæli um að nota ekki tvö mismunandi lyfjaform af fentanýli samtímis til meðferðar við gegnumbrotsverkjum og að farga öllum fentanýllyfjum sem hefur verið ávísað við gegnumbrotsverkjum þegar skipt er yfir á Effentora. Lágmarka á fjölda töflustyrkleika sem sjúklingurinn hefur aðgang að hverju sinni til að koma í veg fyrir rugling og hugsanlega ofskömmtun.

Skammtar

Títrun skammta

Títra ber skammtinn af Effentora fyrir sérhvern sjúkling þar til fundinn er sá skammtur sem hefur bestu verkjastillandi áhrifin án verulegra aukaverkana. Í klínískum rannsóknum var ekki unnt að spá fyrir um áhrifaríkasta skammt Effentora við gegnumbrotsverkjum út frá daglegum viðhaldsskammti af ópíóíðum.

Fylgjast ber gaumgæfilega með sjúklingum þar til áhrifaríkasti skammturinn er fundinn og jafnvægi hefur náðst.

Skammtatítrun hjá sjúklingum sem ekki eru að skipta frá því að nota önnur lyf sem innihalda fentanýl Upphafsskammturinn af Effentora ætti að vera 100 míkrógrömm og ber að hækka hann eftir þörfum innan þess bils sem fáanlegar töflur gefa kost á (100, 200, 400, 600, 800 míkrógrömm).

Skammtatítrun hjá sjúklingum sem eru að skipta frá því að nota önnur lyf sem innihalda fentanýl Vegna þess að frásogsmynstur eru mismunandi ber ekki að skipta úr einu lyfi yfir í annað í hlutfallinu 1:1. Ef verið er að skipta úr öðru fentanýl sítrat lyfi til inntöku er þörf á að títra skammtinn af Effentora sjálfstætt þar sem umtalsverður munur er á aðgengi mismunandi lyfja. Hjá slíkum sjúklingum má hins vegar taka til athugunar að nota stærri upphafsskammt en 100 míkrógrömm.

Aðferð við skammtatítrun

Meðan verið er að títra skammtinn má nota aðra töflu af Effentora af sama styrk ef ekki hefur fengist nægileg verkjadeyfing innan 30 mínútna frá því að stök tafla er gefin.

Ef meðferð við gegnumbrotsverkjakasti krefst þess að notaðar séu fleiri en ein tafla ber að taka til athugunar að hækka skammtinn í næsta fáanlegan styrk fyrir ofan við meðhöndlun á næsta gegnumbrotsverkjakasti.

Meðan verið er að títra skammtinn má nota margar töflur í senn: nota má allt að fjórar 100 míkrógramma töflur eða allt að fjórar 200 míkrógramma töflur til að meðhöndla

gegnumbrotsverki hverju sinni á meðan verið er að títra skammtinn samkvæmt eftirfarandi verklagi:

Ef upphafleg 100 míkrógramma tafla gefur ekki nægilega verkun má gefa sjúklingnum fyrirmæli um að meðhöndla næsta gegnumbrotsverkjakast með tveimur 100 míkrógramma töflum. Mælt er með að sjúklingurinn komi einni töflu fyrir hvoru megin í munninum. Ef sá skammtur er talinn verka vel má meðhöndla áframhaldandi gegnumbrotsverkjaköst með stakri 200 míkrógramma töflu af Effentora.

Ef ekki er talin fást nægileg verkun með stakri 200 míkrógramma töflu af Effentora (eða tveimur 100 míkrógramma töflum) má gefa sjúklingnum fyrirmæli um að meðhöndla næsta gegnumbrotsverkjakast með tveimur 200 míkrógramma töflum (eða fjórum 100 míkrógramma töflum). Mælt er með að sjúklingurinn komi tveimur töflum fyrir hvoru megin í munninum. Ef sá skammtur er talinn verka vel má meðhöndla áframhaldandi gegnumbrotsverkjaköst með stakri 400 míkrógramma töflu af Effentora.

Til að títra skammtinn upp í 600 míkrógrömm og 800 míkrógrömm ber að nota 200 míkrógramma töflurnar.

Ekki var lagt mat á stærri skammta en 800 míkrógrömm í klínískum rannsóknum.

Ekki skal nota fleiri en tvær töflur til þess að meðhöndla hvert gegnumbrotsverkjakast fyrir sig, nema meðan verið er að títra skammtinn, en þá má nota allt að fjórar töflur í senn eins og lýst var hér að framan.

Sjúklingum ber að bíða í að minnsta kosti 4 klst. áður en þeir meðhöndla annað gegnumbrotsverkjakast með Effentora meðan á títrun stendur.

Viðhaldsmeðferð

Um leið og títrun hefur leitt í ljós hvaða skammtur verkar best ber sjúklingum að halda áfram að taka þann skammt í stakri töflu af þeim styrkleika. Gegnumbrotsverkjaköst geta verið mismunandi öflug og þörf getur verið á stærri skömmtum af Effentora með tímanum vegna framvindu undirliggjandi krabbameinssjúkdóms. Í þessum tilvikum má nota aðra töflu af sama styrkleika. Ef taka þurfti aðra töflu af Effentora í nokkur skipti í röð, þarf af endurstilla venjulegan viðhaldsskammt (sjá hér á eftir). Sjúklingum ber að bíða í að minnsta kosti 4 klst. áður en þeir meðhöndla annað gegnumbrotsverkjakast með Effentora meðan á viðhaldsmeðferð stendur.

Enduraðlögun á skammti

Hækka skal viðhaldsskammtinn af Effentora þegar sjúklingur þarf fleiri en eina töflu í hverju kasti fyrir sig í nokkur gegnumbrotsverkjaköst í röð. Sama aðferð gildir fyrir endurstillingu skammta og lýst er í skammtatítrun (sjá hér að framan).

Nauðsynlegt kann að vera að enduraðlaga skammtinn af ópíóíðunum sem notaðir eru við hinum þrálátu grunnverkjum ef sjúklingar fá að staðaldri fleiri en fjögur gegnumbrotsverkjaköst á sólarhring.

Meðferð hætt

Hætta skal meðferð með Effentora fyrirvaralaust ef sjúklingurinn fær ekki lengur gegnumbrotsverkjaköst. Halda skal meðferð við hinum þrálátu grunnverkjum áfram samkvæmt ávísun.

Ef hætta þarf allri meðferð með ópíóíðum, verður læknirinn að fylgjast vel með sjúklingnum vegna hættu á skyndilegum fráhvarfseinkennum.

Skert lifrar- og nýrnastarfsemi

Gæta ber varúðar þegar Effentora er gefið sjúklingum með miðlungsalvarlega eða alvarlega skerðingu á lifrar- eða nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.4).

Sjúklingar með munnþurrk

Sjúklingum sem finna fyrir munnþurrki er ráðlagt að drekka vatn til þess að væta munnholið áður en Effentora er gefið. Ef sú ráðlegging leiðir ekki til þess að taflan freyði nægilega vel kann að vera ráðlegt að breyta um meðferð.

Notkun fyrir aldraða (eldri en 65 ára)

Í klínískum rannsóknum reyndist skammturinn sem talinn var verka best eftir títrun yfirleitt minni hjá sjúklingum eldri en 65 ára en hjá yngri sjúklingum. Mælt er með að gæta enn meiri varúðar þegar verið er að títra skammtinn af Effentora fyrir sjúklinga á efri árum.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Effentora hjá börnum á aldrinum 0 til 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Þegar Effentora-taflan kemst í tæri við raka freyðir hún og kemur þannig virka efninu á áfangastað. Því ber að gefa sjúklingum fyrirmæli um að opna ekki þynnupakkninguna fyrr en þeir eru tilbúnir að koma töflunni fyrir í munnholinu.

Opnun þynnupakkningarinnar

Gefa ber sjúklingnum fyrirmæli um að reyna ALLS EKKI að þrýsta töflunni gegnum þynnuna því það gæti skemmt kinntöfluna. Rétt leið til að losa töfluna úr þynnupakkningunni er sem hér segir:

Rífa ber eina einingu af þynnupakkningunni eftir gatalínunum. Því næst skal beygja þynnupakkningareininguna eftir áprentuðu línunni á bakfilmunni eins og tilgreint er. Loks skal fletta bakfilmunni af þannig að taflan komi í ljós.

Gefa ber sjúklingum fyrirmæli um að reyna hvorki að mylja töfluna né skipta henni í smærri einingar.

Ekki skal geyma töfluna eftir að hún hefur verið fjarlægð úr þynnupakkningunni því ekki er unnt að tryggja að taflan haldist óskemmd og hætta er á að aðrir taki töfluna fyrir slysni.

Gjöf töflunnar

Sjúklingum ber að taka Effentora töflu úr einni einingu af þynnupakkningunni og koma henni strax fyrir í heilu lagi í munnholinu (nærri jaxli, milli kinnarinnar og tannholdsins).

Effentora töfluna á ekki að sjúga, bryðja eða gleypa því þá verður þéttnin í plasma minni en þegar hún er tekin samkvæmt fyrirmælum.

Stinga ber Effentora töflunni í munnholið milli tannholds og kinnar og halda henni þar kyrri nægilega lengi til þess að hún leysist sundur, en það tekur venjulega u.þ.b. 14-25 mínútur.

Að öðrum kosti er hægt að koma töflunni fyrir undir tungu (sjá kafla 5.2).

Ef enn eru leifar af Effentora töflunni eftir 30 mínútur má kyngja þeim með glasi af vatni.

Hversu lengi það tekur töfluna að leysast algerlega sundur þegar hún er gefin í munnhol virðist ekki hafa áhrif á útsetningu fyrir fentanýli í líkamanum á fyrstu stigum.

Sjúklingum ber að láta vera að neyta matar og drykkjar meðan taflan er í munnholinu.

Ef vart verður við ertingu í munnslímhúðinni þar sem taflan er gefin ber að ráðleggja að breyta um staðsetningu á töflunni innan kinnar utan tanngarðsins.

4.3

Frábendingar

 

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

 

Sjúklingar sem ekki eru á viðhaldsmeðferð með ópíóíðlyfi þar sem aukin hætta er á

 

öndunarbælingu.

Alvarleg öndunarbæling eða alvarlegir teppusjúkdómar í lungum.

 

Meðferð við bráðum verkjum öðrum en gegnumbrotsverkjum.

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Notkun fyrir slysni hjá börnum

Gera ber sjúklingum og umönnunaraðilum þeirra ljóst að Effentora inniheldur virkt efni í magni sem getur verið banvænt, einkum fyrir barn. Því verða þeir að geyma sérhverja töflu þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Eftirlit

Til þess að halda í lágmarki hættunni á ópíóíðtengdum aukaverkunum og til þess að finna þann skammt sem verkar best skiptir sköpum að heilbrigðisfagfólk fylgist gaumgæfilega með sjúklingum meðan verið er að títra skammtinn.

Viðhaldsmeðferð með ópíóíðum

Mikilvægt er að viðhaldsmeðferð með ópíóíðum sem notuð er til að meðhöndla þráláta verki sjúklingsins sé komin í stöðugt horf áður en meðferð með Effentora hefst og að sjúklingurinn fái áfram viðhaldsmeðferð með ópíóíðum meðan á töku Effentora stendur.

Öndunarbæling

Eins og á við um alla ópíóíða er hætta á klínískt marktækri öndunarbælingu í tengslum við notkun á fentanýli. Rangt val sjúklinga (t.d. notkun hjá sjúklingum sem ekki fá viðhaldsmeðferð með ópíóíðum) og/eða röng skömmtun hafa leitt til dauðsfalla af völdum Effentora eins og annarra fentanýl-lyfja.

Effentora á eingöngu að nota við aðstæður eins og lýst er í kafla 4.1.

Langvinn lungnateppa

Fara ber einstaklega varlega þegar verið er að títra skammtinn af Effentora fyrir sjúklinga með langvinna lungnateppu, sem enn er ekki á alvarlegu stigi, eða aðra sjúkdóma sem auka tilhneigingu til öndurbælingar, þar sem venjulegir meðferðarskammtar af Effentora kunna þá að nægja til að minnka öndunarhvötina enn frekar og gætu í versta falli valdið öndunarbilun.

Áfengi

Samhliða notkun áfengis með fentanýli getur valdið auknum bælandi áhrifum sem kunna að leiða til dauðsfalla (sjá kafla 4.5).

Hækkaður innankúpuþrýstingur, skert meðvitund

Gæta ber ítrustu varúðar þegar Effentora er gefið sjúklingum sem kunna að vera einstaklega næmir fyrir áhrifum CO2 uppsöfnunar á heila, svo sem þeim sem hafa einkenni frá hækkuðum þrýstingi í

heila eða skerta meðvitund. Ópíóíðar geta gert klíníska framvindu hjá sjúklingum með höfuðáverka óljósa og einungis ber að nota þá ef klínísk ástæða er til.

Hjartasjúkdómar

Hægur hjartsláttur getur hlotist af fentanýli. Nota skal fentanýl með varúð hjá sjúklingum sem áður hafa verið með eða þegar eru haldnir hægsláttartruflunum.

Skert lifrar- eða nýrnastarfsemi

Þar að auki ber að gæta varúðar þegar Effentora er gefið sjúklingum með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi. Áhrif skertrar lifrar- og nýrnastarfsemi á lyfjahvörf lyfsins hafa ekki verið metin en hins vegar hafa komið fram breytingar á úthreinsun fentanýls þegar sjúklingar með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi fá lyfið í bláæð vegna breytinga á úthreinsun umbrotsefna og á plasmapróteinum. Eftir gjöf Effentora gæti skert lifrar- og nýrnastarfsemi bæði aukið aðgengi inntökuskammta af fentanýli og minnkað úthreinsun þeirra úr blóði, en það gæti leitt til aukinna og lengri ópíóíðáhrifa. Því ber að gæta sérstakrar varúðar meðan verið er að títra skammtinn hjá sjúklingum með miðlungsalvarlega eða alvarlega skerðingu á lifrar- eða nýrnastarfsemi.

Sérstök aðgát skal viðhöfð hjá sjúklingum með blóðþurrð og lágþrýsting.

Serótónínheilkenni

Ráðlagt er að sýna aðgát þegar Effentora er gefið samtímis lyfjum sem hafa áhrif á serótónín taugaboðefnakerfi.

Serótónínheilkenni sem hugsanlega reynist lífshættulegt kann að koma fram við samhliða notkun serótónín lyfja svo sem sértækra serótónín endurupptökuhemla (SSRI) og serótónín noradrenalín endurupptökuhemla (SNRI), og með lyfjum sem skerða umbrot serótóníns (svo sem mónóamínoxídasahemlum [MAO hemlum]). Þetta getur átt sér stað innan marka ráðlagðra skammta.

Serótónínheilkenni kann að fela í sér breytingar á andlegu ástandi (t.d. óróleiki, ofskynjanir, dá), ójafnvægi á ósjálfráðri starfsemi (t.d. hraðtaktur, óstöðugur blóðþrýstingur, ofhiti), frávik í taugakerfi og vöðvum (t.d. ofviðbrögð, skortur á samhæfingu hreyfinga, stífleiki), og/eða einkenni í meltingarvegi (t.d. ógleði, uppköst, niðurgangur).

Ef grunur liggur á um serótónínheilkenni skal hætta meðferð með Effentora.

Þol, fíkn

Við endurtekna gjöf ópíóíða á borð við fentanýl geta sjúklingar myndað þol eða orðið líkamlega og/eða andlega háðir þeim. Hins vegar er fíkn af völdum læknismeðferðar með ópíóíðum mjög sjaldgæf.

Natríumskert mataræði

Effentora 100 míkrógramma kinntöflur innihalda 10 mg natríum í hverri töflu.

Effentora 200, 400, 600 og 800 míkrógramma kinntöflur innihalda 20 mg natríum í hverri töflu. Sjúklingar á natríumskertu mataræði þurfa að hafa þetta í huga.

Bráðaofnæmi og ofnæmi

Tilkynnt hefur verið um bráðaofnæmi og ofnæmi í tengslum við notkun fentanýllyfja sem gefin eru gegnum slímhúð í munni.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Efni sem hafa áhrif á CYP3A4-virkni

Fentanýl umbrotnar aðallega fyrir tilstilli P450 3A4 ísóensímkerfisins (CYP3A4) hjá mönnum og þess vegna geta hugsanlega komið fram milliverkanir þegar Effentora er gefið samtímis efnum sem hafa áhrif á CYP3A4-virkni.

CYP3A4 örvar

Samhliða gjöf með efnum sem örva 3A4-virkni getur dregið úr verkun Effentora.

CYP3A4 hemlar

Samtímis notkun Effentora með öflugum CYP3A4-hemlum (á borð við rítónavír, ketókónazól, ítrakónazól, tróleandómýcín, klaritrómýcín og nelfínavír) eða miðlungsöflugum CYP3A4-hemlum (á borð við amprenavír, aprepírant, diltíazem, erýtrómýcín, flúkónazól, fosamprenavír, greipaldinsafa og verapamíl) getur leitt til aukinnar plasmaþéttni fentanýls, sem hugsanlega gæti valdið alvarlegum aukaverkunum, þ.m.t. banvænni öndunarbælingu. Fylgjast ber gaumgæfilega með sjúklingum sem fá Effentora samtímis miðlungsöflugum eða öflugum CYP3A4-hemlum lengi í senn. Gæta ber varúðar við skammtahækkun.

Efni sem geta aukið bælandi áhrif á miðtaugakerfið

Samhliða lyfjagjöf fentanýls með öðrum efnum sem hafa bælandi áhrif á miðtaugakerfið, þ.m.t. öðrum ópíóíðum, sefandi lyfjum eða svefnlyfjum, almennum svæfinga- og deyfingalyfjum, fenótíazíni, róandi lyfjum, vöðvaslakandi lyfjum, sljóvgandi andhistamínum og áfengi geta valdið auknum bælandi áhrifum sem kunna að leiða til dauðsfalla (sjá kafla 4.4).

Hlutaörvar/-hemlar ópíóíðviðtaka

Ekki er mælt með samtímis notkun lyfja sem eru hlutaörvar/-hemlar ópíóíðviðtaka (t.d. búprenorfín, nalbúfín, pentazócín). Þau hafa mikla sækni í ópíóíðviðtaka en hafa tiltölulega litla verkun þar sjálf og hefta því að hluta til verkjadeyfandi áhrif fentanýls og gætu framkallað fráhvarfseinkenni hjá sjúklingum sem eru háðir ópíóíðum.

Serótónín lyf

Samhliða lyfjagjöf fentanýls með serótónín lyfi, svo sem sértækum serótónín endurupptökuhemli (SSRI) eða serótónín noradrenalín endurupptökuhemli (SNRI), eða mónóamínoxídasahemli (MAO hemli), getur aukið hættuna á serótónínheilkenni sem getur reynst lífshættulegt ástand.

Ekki er mælt með notkun Effentora fyrir sjúklinga sem fengið hafa MAO hemla innan við 2 vikum áður þar sem greint hefur verið frá því að verkun ópíóíðverkjalyfja hafi aukist á alvarlegan og ófyrirséðan hátt af völdum MAO hemla.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi rannsóknaniðurstöður um notkun fentanýls á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3). Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Effentora ætti ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til.

Við langvarandi notkun fentanýls á meðgöngu er hætta á fráhvarfsheilkenni vegna ópíóíða hjá nýburum sem getur reynst lífshættulegt ef það er ekki greint og meðhöndlað og það krefst meðhöndlunar með aðferðum sem þróaðar eru af sérfræðingum á sviði nýburalækninga. Ef þörf er á notkun ópíóíða til lengri tíma á meðgöngu skal upplýsa sjúklinginn um hættu á fráhvarfsheilkenni vegna ópíóíða hjá nýburum og tryggja að viðeigandi meðferð sé til reiðu (sjá kafla 4.8).

Ráðið er frá því að nota fentanýl meðan á léttasótt og fæðingu stendur (þ.m.t. við keisaraskurð) því fentanýl kemst yfir fylgjuna og gæti valdið öndunarbælingu hjá fóstrinu. Ef Effentora er gefið ber að hafa mótlyf fyrir barnið tiltækt á staðnum.

Brjóstagjöf

Fentanýl berst í brjóstamjólk og gæti valdið sljóvgun og öndunarbælingu hjá brjóstmylkingum. Konur með barn á brjósti ættu ekki að nota fentanýl og ekki skal hefja brjóstagjöf aftur fyrr en a.m.k.

5 dögum eftir síðustu gjöf fentanýls.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um frjósemi hjá mönnum. Í dýrarannsóknum skertist frjósemi karldýra (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Hins vegar skerða ópíóíðverkjalyf andlega og/eða líkamlega getu til verka sem kunna að vera hættuleg (á borð við að aka bíl eða stjórna vélum). Ráðleggja ber sjúklingum að aka hvorki né stjórna vélum ef þeir verða varir við svefnhöfgi, sundl eða sjóntruflanir meðan þeir taka Effentora og að aka hvorki né stjórna vélum fyrr en þeir vita hvernig þeir bregðist við lyfinu.

4.8Aukaverkanir

Samantekt öryggisupplýsinga

Við notkun Effentora má búast við dæmigerðum aukaverkunum ópíóíða. Við áframhaldandi notkun lyfsins hverfa þessar aukaverkanir oft eða minnka eftir því sem betur tekst að títra skammtinn rétt fyrir sjúklinginn. Alvarlegustu aukaverkanirnar eru hins vegar öndunarbæling (sem gæti í versta falli leitt til öndunarstöðvunar), blóðrásarbæling, lágþrýstingur og lost og leita ber einkenna um slíkt hjá öllum sjúklingum.

Klínískum rannsóknum á Effentora var ætlað að meta öryggi og verkun lyfsins við meðhöndlun gegnumbrotsverkja og allir sjúklingarnir voru samtímis að taka aðra ópíóíða, á borð við morfínforðalyf eða fentanýl í gegnum húð, við þrálátum verkjum sínum. Þess vegna er ekki unnt að skilja áhrif Effentora eins sér á óyggjandi hátt þar frá.

Tafla yfir aukaverkanir

Tilkynnt hefur verið um eftirfarandi aukaverkanir við notkun Effentora og/eða annarra efnasambanda sem innihalda fentanýl í klínískum rannsóknum og við reynslu eftir markaðssetningu. Aukaverkanir sem taldar eru upp hér að neðan eru flokkaðar samkvæmt MedDRA flokkun eftir líffærum og tíðniflokkun (tíðnin er skilgreind sem hér segir: mjög algengar ≥1/10, algengar ≥1/100 til <1/10, sjaldgæfar ≥1/1.000 til <1/100, mjög sjaldgæfar ≥1/10.000 til <1/1.000, tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum); Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst:

 

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

Tíðni ekki

 

algengar

 

 

sjaldgæfar

þekkt

Sýkingar af

 

Hvítsveppa-

Kokbólga

Graftarkýli í

 

völdum sýkla

 

sýking í munni

 

munni

 

og sníkjudýra

 

 

 

 

 

Blóð og eitlar

 

Blóðleysi

Blóðflagnafæð

 

 

 

 

Daufkyrninga-

 

 

 

 

 

fæð

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

Ofnæmi*

 

Innkirtlar

 

 

 

Kynkirtlavan-

Vanstarfsemi í

 

 

 

 

seyting

nýrnahettum,

 

 

 

 

 

andrógenskortur

Efnaskipti og

 

Lystarleysi

 

 

 

næring

 

 

 

 

 

 

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

Tíðni ekki

 

algengar

 

 

sjaldgæfar

þekkt

Geðræn

 

Þunglyndi

Sæluvíma

 

 

vandamál

 

Kvíði

Taugaveiklun

 

 

 

 

Ruglástand

Ofskynjanir

 

 

 

 

Svefnleysi

Ofsjónir

 

 

 

 

 

Breytingar á

 

 

 

 

 

andlegu ástandi

 

 

 

 

 

Lyfjaávana-

 

 

 

 

 

binding (fíkn)*

 

 

 

 

 

Vistarfirring

 

 

Taugakerfi

Sundl

Brenglað

Bæld meðvitund

Skilvitleg

Meðvitund-

 

Höfuðverk

bragðskyn

Athyglistruflun

truflun

arleysi*

 

ur

Svefnhöfgi

Jafnvægis-

Trufluð

Krampi

 

 

Sinnuleysi

truflun

hreyfigeta

 

 

 

Skjálfti

Tormæli

 

 

 

 

Slæving

 

 

 

 

 

Skert húðskyn

 

 

 

 

 

Mígreni

 

 

 

Augu

 

 

Sjóntruflanir

Óeðlileg

 

 

 

 

Blóðsókn í

tilfinning í

 

 

 

 

augum

augum

 

 

 

 

Þokusýn

Blossasýn

 

 

 

 

Minnkuð

 

 

 

 

 

sjónskerpa

 

 

Eyru og

 

 

Svimi

 

 

völundarhús

 

 

Eyrnasuð

 

 

 

 

 

Óþægindi í

 

 

 

 

 

eyrum

 

 

Hjarta

 

Hraðsláttur

Hægsláttur

 

 

Æðar

 

Lágþrýstingur

Andlitsroði

 

 

 

 

Háþrýstingur

Hitakóf

 

 

Öndunarfæri,

 

Andnauð

Öndunarbæling

 

Öndunar-

brjósthol og

 

Verkur í koki

Heilkenni

 

stöðvun*

miðmæti

 

og barkakýli

öndunarstöðvun

 

 

 

 

 

ar í svefni

 

 

 

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

Tíðni ekki

 

algengar

 

 

sjaldgæfar

þekkt

Meltingarfæri

Velgja

Hægðatregða

Garnastífla

Blöðrumyndun

 

 

Uppköst

Munnbólga

Sáramyndun í

í munnslímhúð

 

 

 

Munnþurrkur

munni

Varaþurrkur

 

 

 

Niðurgangur

Skert tilfinning í

 

 

 

 

Kviðverkur

munni

 

 

 

 

Bakflæðis-

Óþægindi í

 

 

 

 

sjúkdómur

munni

 

 

 

 

Óþægindi í

Litarbreyting á

 

 

 

 

maga

munnslímhúð

 

 

 

 

Meltingar-

Mjúkvefja-

 

 

 

 

truflun

kvillar í munni

 

 

 

 

Tannpína

Tunguhvot

 

 

 

 

 

Blöðrumyndun á

 

 

 

 

 

tungu

 

 

 

 

 

Tannholds-

 

 

 

 

 

verkur

 

 

 

 

 

Sáramyndun á

 

 

 

 

 

tungu

 

 

 

 

 

Tungukvillar

 

 

 

 

 

Vélindisbólga

 

 

 

 

 

Sprungnar varir

 

 

 

 

 

Tannkvillar

 

 

Lifur og gall

 

 

Gallganga-

 

 

 

 

 

víkkun

 

 

Húð og

 

Kláði

Kaldsviti

Stökkar neglur

 

undirhúð

 

Óhófleg

Andlitsþroti

 

 

 

 

svitamyndun

Útbreiddur kláði

 

 

 

 

Útbrot

Hárlos

 

 

Stoðkerfi og

 

Vöðvaþrautir

Vöðvarykkir

 

 

stoðvefur

 

Bakverkir

Máttleysi í

 

 

 

 

 

vöðvum

 

 

Nýru og

 

 

Þvagteppa

 

 

þvagfæri

 

 

 

 

 

Almennar

Viðbrögð á

Útlimabjúgur

Lasleiki

 

Hiti

aukaverkanir

íkomustað

Þreyta

Seinlæti

 

Fráhvarfs-

og

á borð við

Þróttleysi

Óþægindi í

 

heilkenni hjá

aukaverkanir

blæðingu,

Lyfjafrá-

brjóstkassa

 

nýburum (sjá

á íkomustað

verki, sár,

hvarfsheil-

Óeðlileg líðan

 

kafla 4.6)

 

ertingu,

kenni*

Taugaóstyrkur

 

 

 

náladofa,

Kuldahrollur

Þorsti

 

 

 

tilfinningar

 

Kuldatilfinning

 

 

 

leysi,

 

Hitatilfinning

 

 

 

roðaþot,

 

 

 

 

 

bjúg, þrota

 

 

 

 

 

og blöðrur

 

 

 

 

 

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

Tíðni ekki

 

algengar

 

 

sjaldgæfar

þekkt

Rannsókna-

 

Þyngdartap

Minnkaður

 

 

niðurstöður

 

 

blóðflagnafjöldi

 

 

 

 

 

Aukin

 

 

 

 

 

hjartsláttartíðni

 

 

 

 

 

Minnkuð

 

 

 

 

 

blóðkornaskil

 

 

 

 

 

Minnkaður

 

 

 

 

 

blóðrauði

 

 

Áverkar og

 

Dettni

 

 

 

eitranir

 

 

 

 

 

* Sjá kaflann

Lýsing á völdum

aukaverkunum

 

 

 

Lýsing á völdum aukaverkunum

Lyfjaþol sem og líkamleg og/eða andleg vanabinding, getur myndast við endurtekna gjöf ópíóíða svo sem fentanýls (sjá kafla 4.4).

Vart hefur orðið við fráhvarfseinkenni ópíóíða svo sem ógleði, uppköst, niðurgang, kvíða, kuldahroll, skjálfta og svitamyndun við notkun fentanýllyfja sem gefin eru gegnum slímhúð í munni.

Vart hefur orðið við meðvitundarleysi og öndunarstöðvun þegar um ofskömmtun er að ræða (sjá kafla 4.9).

Tilkynnt hefur verið um ofnæmisviðbrögð eftir markaðssetningu, svo sem útbrot, roða, þrota í vörum og andliti, og ofsakláða (sjá kafla 4.4).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Einkenni

Búist er við að einkenni ofskömmtunar fentanýls séu svipaðs eðlis og af fentanýli í æð og öðrum ópíóíðum. Þau felast í enn öflugri lyfhrifum, en af þeim eru alvarlegust breytingar á andlegu ástandi, meðvitundarleysi, lágþrýstingur, öndunarbæling, andnauð og öndunarbilun sem hefur leitt til dauða.

Meðhöndlun

Skyndimeðferð við ofskömmtun ópíóíða felst m.a. í því að fjarlægja Effentora-kinntöfluna, ef hún er enn í munninum, ganga úr skugga um að öndunarvegir séu opnir, örva sjúklinginn með líkamlegu áreiti og hvatningarorðum, meta meðvitundar-, öndunar og blóðrásarstig hans og veita öndunarhjálp, ef þörf krefur.

Ofskömmtun (inntaka fyrir slysni) hjá sjúklingi sem er óvanur ópíóíðum

Við meðferð ofskömmtunar (inntöku fyrir slysni) hjá sjúklingi sem er óvanur ópíóíðum ber að koma upp æðalegg í bláæð og gefa naloxón eða aðra ópíóíðhemla eftir því sem klínískt tilefni er til. Öndunarbæling eftir ofskömmtun getur varað lengur en áhrifin af ópíóíðhemlinum (t.d. er helmingunartími naloxóns á bilinu 30 til 81 mínúta) og því kann að vera nauðsynlegt að endurtaka

skammtagjöf. Leitið fanga í Samantekt á eiginleikum viðkomandi ópíóíðhemils til að fá frekari upplýsingar um notkun í þessu augnmiði.

Ofskömmtun hjá sjúklingum sem eru í viðhaldsmeðferð með ópíóíðum

Við meðferð ofskömmtunar hjá sjúklingum sem eru í viðhaldsmeðferð með ópíóíðum ber að koma upp æðalegg í bláæð. Í sumum tilvikum kann að vera tilefni til varfærinnar notkunar á naloxóni eða öðrum ópíóíðhemlum, en því fylgir hætta á að hrinda af stað bráðu fráhvarfsheilkenni.

Þótt ekki hafi orðið vart við öndunartruflandi vöðvastífni eftir notkun Effentora er sá möguleiki fyrir hendi við notkun fentanýls og annarra ópíóíða. Fari svo ber að beita öndunarhjálp, gefa ópíóíðhemil og síðasta úrræðið er síðan að grípa til taugavöðvablokka.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: verkjalyf; ópíóíðar; ATC-flokkur N02AB03.

Verkunarháttur og lyfhrif

Fentanýl er ópíóíðverkjalyf sem binst fyrst og fremst við ópíóíð-µ-viðtaka. Helstu meðferðaráhrif eru verkjadeyfing og sljóvgun. Lyfjafræðilegar fylgiverkanir eru öndunarbæling, hægsláttur í hjarta, lágur líkamshiti, hægðatregða, þrenging á sjáöldrum, líkamleg fíkn í lyfið og sæluvíma.

Verkjadeyfandi áhrif fentanýls eru í hlutfalli við mæligildi þess í plasma. Almennt má segja að sú þéttni sem verkar best og sú þéttni sem framkallar eiturverkanir hækki með vaxandi ópíóíðþoli. Afar mismunandi er milli einstaklinga hversu hratt þol myndast. Þess vegna ber að títra skammtinn af Effentora fyrir hvern og einn til þess að ná fram þeirri verkun sem sóst er eftir (sjá kafla 4.2).

Allir ópíóíð-µ-viðtakaörvar, þ.m.t. fentanýl, valda skammtaháðri öndunarbælingu. Hættan á öndunarbælingu er minni hjá sjúklingum sem fá langvarandi ópíóíðmeðferð þar sem slíkir sjúklingar mynda þol gegn öndunarbælandi áhrifum.

Ópíóíðar kunna að hafa áhrif á undirstúku-, heiladinguls-, nýrnahettu- eða kynkirtlaöxul. Sumar af þeim breytingum sem kunna að koma fram eru hækkun prólaktíns í sermi og lækkun kortisóls og testósteróns í blóðvökva. Klínísk einkenni kunna að stafa af þessum hormónabreytingum (sjá einnig kafla 4.8).

Verkun og öryggi

Lagt hefur verið mat á öryggi og verkun Effentora hjá sjúklingum sem taka lyfið við upphaf gegnumbrotsverkjakastsins. Notkun á Effentora í forvarnaskyni gegn fyrirsjáanlegum verkjaköstum var ekki rannsökuð í klínískum rannsóknum. Tvær tvíblindar, slembiraðaðar, víxlaðar samanburðarrannsóknir við lyfleysu hafa verið gerðar með þátttöku alls 248 sjúklinga með gegnumbrotsverki og krabbamein sem fengu að meðaltali 1 til 4 gegnumbrotsverkjaköst á dag meðan þeir voru á viðhaldsmeðferð með ópíóíðum. Í fyrsta fasa rannsóknarinnar, sem var opinn, voru skammtar Effentora títraðir í þá stærð sem þótti verka vel hjá hverjum sjúklingi fyrir sig. Þeir sjúklingar sem fundu skammt sem verkaði vel fengu inngöngu í tvíblindan fasa rannsóknarinnar. Mat sjúklings á verkjastyrk var helsta breytan sem notuð var til að meta verkun lyfsins. Sjúklingar mátu styrk verkja á 11 stiga skala. Í hverju gegnumbrotsverkjakasti var verkjastyrkur metinn áður en meðferð var gefin og á nokkrum tímasetningum eftir meðferð.

Hjá 67% sjúklinga tókst að finna skammt sem verkaði vel.

Í klínísku meginrannsókninni (rannsókn 1) var meginendapunkturinn meðaltal samanlagðra breytinga á verkjastyrkseinkunnum frá skammtagjöf og þar til 60 mínútur voru liðnar, tæmandi talið (SPID60,

Summed Pain Intensity Difference at 60 minutes, inclusive), og niðurstaðan reyndist tölfræðilega marktæk miðað við lyfleysu (p<0,0001).

Meðalmismunur (SEM) á verkjastyrk

Rannsókn 1: Meðalmismunur (+/- SEM) á verkjastyrk á hverjum tímapunkti (allt greiningarmengið=Full Analysis Set)

SPID60-meðaltal (+/- staðalfrávik)

EFFENTORA=9,7(5,58) p<0,0001

Lyfleysa=4,9(4,38)

Tími frá því að rannsóknarlyfið var gefið (mínútur)

Meðferðarhópur EFFENTORA

Lyfleysa

+ p<0,0001 EFFENTORA á móti lyfleysu, EFFENTORA í hag, með greiningu á dreifni PID, Pain Intensity Difference=mismunur á verkjastyrk

SEM, Standard Error of the Mean=staðalskekkja meðaltals

Meðalmismunur (SEM) á verkjastyrk

Rannsókn 2: Meðalmismunur (+/- SEM) á verkjastyrk á hverjum tímapunkti (allt greiningarmengið=Full Analysis Set)

SPID30-meðaltal (+/- staðalfrávik)

EFFENTORA=3,2(2,60) p<0,0001

Lyfleysa=2,0(2,21)

Tími frá því að rannsóknarlyfið var gefið (mínútur)

Meðferðarhópur  EFFENTORA

 Lyfleysa

* p<0,01 EFFENTORA á móti lyfleysu, EFFENTORA í hag, með eins úrtaks Wilcoxon-raðprófi + p<0,0001 EFFENTORA á móti lyfleysu, EFFENTORA í hag, með eins úrtaks Wilcoxon-raðprófi PID, Pain Intensity Difference=mismunur á verkjastyrk

SEM, Standard Error of the Mean=staðalskekkja meðaltals

Í annarri meginrannsókninni (rannsókn 2) var meginendapunkturinn meðaltal samanlagðra breytinga á verkjastyrkseinkunnum frá skammtagjöf og þar til 30 mínútur voru liðnar (SPID30) og í því tilviki reyndist niðurstaðan einnig tölfræðilega marktæk miðað við lyfleysu (p<0,0001).

Tölfræðilega marktækt meiri verkjastyrksmismunur sást við samanburð Effentora við lyfleysu strax á 10. mínútu í rannsókn 1 og strax á 15. mínútu (fyrsta tímasetning mælingar) í rannsókn 2. Þessi mismunur var áfram marktækur á öllum síðari tímasetningum í hvorri rannsókn fyrir sig.

5.2Lyfjahvörf

Almennar upplýsingar

Fentanýl er afar fitusækið og getur frásogast mjög hratt gegnum munnslímhúð og hægar eftir hinni hefðbundnu meltingarfæraleið. Lyfið umbrotnar við fyrstu umferð um lifur og þarma og umbrotsefnin eiga ekki þátt í meðferðaráhrifum fentanýls.

Afhending virka efnisins á áfangastað byggist á því að Effentora freyðir í munninum og við það eykst frásog fentanýls gegnum munnslímhúðina, bæði að hraða og magni til. Tímabundnar breytingar á sýrustigi (pH) sem verða við froðumyndunina gætu stuðlað að því að lyfið leysist sem allra best upp (við lægra pH) og komist sem allra best gegnum himnur (við hærra pH).

Dvalartími (sem skilgreindur er sem tíminn sem það tekur töfluna að leysast fullkomlega sundur eftir gjöf í munnhol) hefur ekki áhrif á almenna útsetningu fyrir fentanýli á fyrstu stigum. Samanburðarrannsókn á einni 400 míkróg Effentora töflu sem annaðhvort var gefin í munnhol (þ.e. milli kinnar og tannholds) eða undir tungu sýndi að aðferðirnar eru jafngildar.

Áhrif skerðingar á nýrna- eða lifrarstarfsemi á lyfjahvörf Effentora hafa ekki verið rannsökuð.

Frásog:

Eftir að Effentora er lagt við munnslímhúðina frásogast fentanýl hratt og vel með 65% nýtingu. Frásogsmynstur Effentora byggist að mestu leyti á hröðu frásogi þess í upphafi gegnum munnslímhúðina og sú hámarksþéttni sem náðst hefur í plasma eftir tilraunagjöf í bláæð næst venjulega innan einnar klukkustundar eftir gjöf í munnhol. Um það bil 50% af heildarskammtinum sem gefinn er frásogast gegnum slímhúðina og verður aðgengilegur í líkamanum almennt. Seinni helmingnum af heildarskammtinum er kyngt og hann frásogast í kjölfarið hægt og rólega í meltingarveginum. Um það bil 30% af því magni sem kyngt er (50% af heildarskammtinum) sleppa undan brotthvarfi við fyrstu umferð um lifur og þarma og verða aðgengileg í líkamanum almennt.

Helstu lyfjahvarfabreytur eru sýndar í eftirfarandi töflu.

Lyfjahvarfabreytur* hjá fullorðnum sjúklingum sem fá Effentora

Lyfjahvarfabreyta (meðaltal)

Effentora 400 míkrógrömm

 

 

Nýting

65% (±20%)

 

 

Hlutfall sem frásogast um

48% (±31,8%)

slímhúð

 

 

Tmax (á mínútu) **

46,8

(20-240)

 

 

 

Cmax (ng/ml)

1,02

(± 0,42)

 

 

 

AUC0-tmax (ng.klst/ml)

0,40

(± 0,18)

 

 

 

AUC0-inf (ng.klst/ml)

6,48

(± 2,98)

* Byggt á sýnum úr bláæðablóði (plasma). Þéttni fentanýls mældist hærri í sermi en í plasma: AUC í sermi var u.þ.b. 20% hærra en í plasma og Cmax í sermi u.þ.b. 30% hærra en í plasma. Ástæðan fyrir þessum mismun er ekki þekkt.

** Upplýsingar um Tmax eru birtar sem miðgildi (mælisviðs).

Í lyfjahvarfarannsóknum, þar sem borin var saman nýting (absolute bioavailability) og hlutfallslegt aðgengi (relative bioavailability) Effentora og fentanýl sítrats sem gefið var gegnum slímhúð í munni (OTFC – Oral Transmucosal Fentanyl Citrate), reyndist hraði og magn frásogs þegar fentanýl var gefið í Effentora valda milli 30% til 50% meiri útsetningu en OTFC. Ef verið er að skipta úr öðru fentanýl sítrat lyfi til inntöku er þörf á að títra skammtinn af Effentora sjálfstætt þar sem umtalsverður munur er á aðgengi mismunandi lyfja. Hjá slíkum sjúklingum má hins vegar taka til athugunar að nota stærri upphafsskammt en 100 míkrógrömm.

Þéttni fentanýls í plasma (ng/ml)

Meðalþéttni í plasma á móti tíma

Mynstur eftir að heilbrigðum einstaklingum voru gefnir stakir skammtar af EFFENTORA og OTFC

 

 

 

 

 

400 mcg EFFENTORA

 

1.0

 

 

 

 

OTFC (staðlað í 400 mcg)

 

1.0

 

 

 

 

 

 

0.8

0.8

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

0.6

 

 

 

 

 

 

0.6

0.4

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

0.4

0.2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

0.0

 

 

 

 

 

 

 

0.2

 

 

 

 

 

 

 

0.0

Tími frá skammtagjöf (klst.)

Upplýsingar um OTFC voru notaðar aðlagaðar (800 mcg í 400 mcg)

Fram kom munur á útsetningu fyrir Effentora í klínískri rannsókn þar sem þátt tóku sjúklingar með 1. stigs slímhúðarbólgu: Cmax var 1% hærra og AUC0-8 var 25% hærra hjá sjúklingum með

slímhúðarbólgu samanborið við sjúklinga sem ekki voru með slímhúðarbólgu. Mismunurinn sem fram kom var ekki klínískt marktækur.

Dreifing

Fentanýl er afar fitusækið og dreifist vel út fyrir æðakerfið, þannig að sýnilegt dreifingarrúmmál er stórt. Eftir að Effentora er gefið í munnhol verður í upphafi hröð dreifing á fentanýli þannig að lyfið verður samsvarandi í plasma og vefjum með miklu gegnflæði (heili, hjarta og lungu). Í kjölfarið endurdreifist fentanýl milli djúpvefjahólfsins (vöðva og fitu) og plasma.

Próteinbinding fentanýls í plasma er 80% til 85%. Meginbindipróteinið er alfa-1-sýru-glýkóprótein, en bæði albúmín og lípóprótein koma að einhverju leyti við sögu. Hlutfallið af óbundnu fentanýli eykst við blóðsýringu.

Umbrot

Umbrotsferlum eftir gjöf Effentora í munnhol hefur ekki verið lýst í klínískum rannsóknum. Fentanýl umbrotnar í lifur og þarmaslímhúð í norfentanýl fyrir tilstilli CYP3A4-ísóensíms. Norfentanýl hefur ekki reynst lyfjafræðilega virkt í dýrarannsóknum. Meira en 90% af skammtinum sem gefinn er af fentanýli hverfur brott með umbrotum í N-afaklýleruð og hýdroxýleruð umbrotsefni sem eru óvirk.

Brotthvarf

Eftir að fentanýl er gefið í bláæð skiljast innan við 7% af gefnum skammti óbreytt út í þvagi og einungis u.þ.b. 1% skilst óbreytt út í saur. Umbrotsefnin skiljast mestmegnis út í þvagi og útskilnaður í saur er ekki eins mikilvægur.

Eftir gjöf Effentora stafar lokabrotthvarfsfasi fentanýls af endurdreifingu milli plasma og djúpvefjahólfsins. Þessi brotthvarfsfasi gengur hægt fyrir sig og því er miðgildi lokahelmingunartíma brotthvarfs t1/2 um 22 klst. eftir að lyfið er gefið sem freyðandi lyfjablanda í munnhol og um 18 klst. eftir gjöf í bláæð. Heildarúthreinsun fentanýls úr plasma eftir gjöf í bláæð er u.þ.b. 42 l/klst.

Línulegt/ólínulegt samband

Sýnt hefur verið fram á hlutfallslegt samband milli skammta á bilinu 100 míkrógrömm til 1.000 míkrógrömm.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni og krabbameinsvaldandi áhrifum.

Rannsóknir á eituráhrifum á fósturvísa- og fósturþroska sem gerðar voru hjá rottum og kanínum leiddu ekki í ljós neinar vanskapanir eða þroskafrávik af völdum efnasambandsins þegar það var gefið meðan á líffæramyndun stóð.

Írannsóknum á frjósemi og þroska fósturs á fyrstu stigum meðgöngu hjá rottum, komu fram áhrif á karldýr við háa skammta lyfsins (300 míkróg/kg/dag, undir húð) og er það talið stafa af sefandi áhrifum fentanýls í dýratilraunum.

Írannsóknum á þroska fyrir og eftir fæðingu hjá rottum minnkaði hlutfall lifunar hjá afkvæmum marktækt við skammta sem valda alvarlegum eiturverkunum á móður. Frekari niðurstöður hjá rottuungum (F1) við skammta sem valda eiturverkunum hjá móður voru seinkun á líkamlegum þroska, skynvirkni, viðbrögðum og hegðun. Þessi áhrif gátu annaðhvort verið óbein áhrif vegna breytingar á umönnun móður og/eða minnkandi brjóstagjafartíðni eða bein áhrif fentanýls á ungana.

Írannsóknum á krabbameinsvaldandi áhrifum með fentanýl (26 vikna húð- eða kvikmæling (bioassay) hjá Tg.AC erfðabreyttum músum; tveggja ára rannsókn við gjöf undir húð á krabbameinsvaldandi áhrifum hjá rottum) kom ekkert fram sem benti til hugsanlegra æxlisvaldandi áhrifa. Mat á myndum af heila úr rannsókn á krabbameinsvaldandi áhrifum hjá rottum leiddi í ljós meinsemdir í heila hjá dýrum sem fengu stóra skammta af fentanýl sítrati. Þýðing þessara niðurstaðna fyrir menn er ekki þekkt.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Mannitól

Natríumsterkjuglýkólat (A-gerð)

Natríumhýdrógenkarbónat

Vatnsfrítt natríumkarbónat

Vatnsfrí sítrussýra

Magnesíumsterat

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

6.5Gerð íláts og innihald

Lagskipt álþynnupakkning úr PVC/álþynnu/pólýamíði/PVC með pappírs-/pólýesterlokun.

Þynnupakkningarnar eru afgreiddar í öskjum með 4 eða 28 töflum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Nauðsynlegt er að ráðleggja sjúklingum og umönnunaraðilum að farga öllum töflum sem enn eru eftir í óopnuðum þynnupakkningum sem læknirinn hefur ávísað um leið og þeirra er ekki lengur þörf.

Farga skal öllum ónotuðum lyfjum eða lyfjaleifum sem ekki þarf að nota og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

TEVA B.V.

Swensweg 5

2031 GA Haarlem

Holland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

Effentora 100 míkrógramma kinntöflur

EU/1/08/441/001-002

Effentora 200 míkrógramma kinntöflur

EU/1/08/441/003-004

Effentora 400 míkrógramma kinntöflur

EU/1/08/441/005-006

Effentora 600 míkrógramma kinntöflur

EU/1/08/441/007-008

Effentora 800 míkrógramma kinntöflur

EU/1/08/441/009-010

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 4. apríl 2008

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 20. febrúar 2013

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf