Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Efient (prasugrel) – Samantekt á eiginleikum lyfs - B01AC22

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsEfient
ATC-kóðiB01AC22
Efniprasugrel
FramleiðandiDaiichi Sankyo Europe GmbH

1.HEITI LYFS

Efient 10 mg filmuhúðaðar töflur.

Efient 5 mg filmuhúðaðar töflur.

2.INNIHALDSLÝSING

Efient 10 mg:

Hver tafla inniheldur 10 mg af prasugrel (sem hýdróklóríð).

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver tafla inniheldur 2,1 mg af mjólkursykri (laktósa).

Efient 5 mg:

Hver tafla inniheldur 5 mg af prasugrel (sem hýdróklóríð).

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver tafla inniheldur 2,7 mg af mjólkursykri (laktósa).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Filmuhúðuð tafla (tafla).

Efient 10 mg:

Drapplitaðar og sexkanta töflur með „10 MG” þrykktu á aðra hliðina og „4759” á hina.

Efient 5 mg:

Gular og sexkanta töflur með „5 MG” þrykktu á aðra hliðina og „4760” á hina.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Efient er gefið samhliða acetýlsalicýlsýru (ASA) og er ætlað til að koma í veg fyrir segamyndun hjá fullorðnum sjúklingum með kransæðakölkun og brátt kransæðaheilkenni (þ.e. hvikula hjartaöng, hjartadrep án ST-hækkunar [UA/NSTEMI] eða hjartadrep með ST-hækkun [STEMI]) sem leiðir til kransæðavíkkunar (PCI) undireins eða síðar.

Sjá kafla 5.1 fyrir frekari upplýsingar.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Fullorðnir

Hefja skal Efient meðferð með stökum 60 mg hleðsluskammti og halda síðan áfram með 10 mg einu sinni á sólarhring. Hjá sjúklingum með UA/NSTEMI, sem gangast undir kransæðamyndatöku innan 48 klst. eftir innlögn, skal eingöngu gefa hleðsluskammt á sama tíma og kransæðavíkkun (PCI) er gerð (sjá kafla 4.4, 4.8 og 5.1). Sjúklingar sem taka Efient eiga einnig að taka acetýlsalicýlsýru daglega (75 mg til 325 mg).

Ótímabært meðferðarrof á allri blóðflöguhemjandi meðferð, þar með talið Efient, hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni og gangast undir kransæðavíkkun getur leitt til aukinnar hættu á segamyndun,

hjartadrepi eða dauða af völdum undirliggjandi sjúkdóms. Ráðlögð meðferðarlengd er allt að 12 mánuðir nema klínískar vísbendingar bendi til að hætta beri töku Efient (sjá kafla 4.4 og 5.1).

Sjúklingar ≥ 75 ára

Almennt er notkun Efient ekki ráðlögð hjá sjúklingum ≥75 ára. Ef álitið er nauðsynlegt að hefja meðferð í aldurshópnum ≥75 ára eftir vel ígrundað einstaklingsbundið mat á áhættu/ávinningi af meðferðarlækni (sjá kafla 4.4) og 60 mg hleðsluskammt skal því fylgt eftir með lægri viðhaldsskammti 5 mg. Sjúklingar ≥75 ára hafa aukna blæðingarhneigð og aukna útsetningu fyrir virka niðurbrotsefni prasugrels (sjá kafla 4.4, 4.8, 5.1 og 5.2).

Sjúklingar sem vega <60 kg

Hefja skal Efient meðferð með stökum 60 mg hleðsluskammti og halda síðan áfram með 5 mg einu sinni sólarhring. Ekki er ráðlagt að gefa 10 mg viðhaldsskammt. Ástæðan er aukin útsetning fyrir virka niðurbrotsefni prasugrel, og aukin blæðingarhneigð hjá sjúklingum sem vega <60 kg þegar 10 mg á sólarhring er gefið samanborið við sjúklinga >60kg (sjá kafla 4.4, 4.8 og 5.2).

Skert nýrnastarfssemi

Ekki er þörf á skammtaaðlögun fyrir sjúklinga með skerta nýrnastarfssemi, þar með talið sjúklinga með nýrnabilun á lokasigi (sjá kafla 5.2). Reynsla er takmörkuð af notkun lyfsins hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfssemi (sjá kafla 4.4).

Skert lifrarstarfssemi

Ekki er þörf á skammtaaðlögun fyrir sjúklinga með væga til miðlungs skerta lifrarstarfssemi (Child Pugh class A og B) (sjá kafla 5.2). Reynsla er takmörkuð af notkun lyfsins hjá sjúklingum með væga til miðlungs skerta lifrarstarfssemi (sjá kafla 4.4). Efient má ekki nota handa sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi (Child Pugh flokkur C).

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Efient hjá börnum yngri en 18 ára. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir hjá börnum með sigðkornablóðleysi (sjá kafla 5.1).

Lyfjagjöf

Til inntöku. Efient má taka með eða án matar. Gjöf 60 mg hleðsluskammts á fastandi maga getur valdið skjótari verkun lyfsins (sjá kafla 5.2). Myljið hvorki né brjótið töflurnar.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1. Virk sjúkleg blæðing.

Fyrri saga um heilablóðfall eða skammvinnt blóðþurrðarkast (TIA). Alvarleg lifrarbilun (Child Pugh class C).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Hætta á blæðingu

Í 3. stigs klínískum rannsóknum (TRITON) voru aðal útilokuarskilyrði meðal annars aukin blæðingarhneigð, blóðleysi, blóðflagnafæð, saga um sjúkdóma innan höfuðkúpu. Sjúklingar með kransæðaheilkenni sem gangast undir kransæðavíkkun (PCI) og fá meðferð með Efient og ASA sýndu aukna hættu á alvarlegum og minniháttar blæðingum út frá TIMI matskerfinu. Því skal einungis hugleiða notkun Efient hjá sjúklingum í aukinni hættu á blæðingum eftir að ávinningur meðferðarinnar sem fyrirbyggjandi þátt blóðþurrðar sé talin vega meira. Þetta á sértaklega við um eftirfarandi sjúklinga:

>75 ára aldri (sjá hér að neðan).

Með blæðingarhneigð (t.d. eftir nýlega áverka, nýlega skurðaðgerð, nýlega eða endurtekna blæðingu í meltingarvegi, virkt ætissár (magasár).

Með líkamsþyngd <60 kg (sjá kafla 4.2 og 4.8). Ekki er mælt með 10 mg viðhaldsskammti hjá þessum sjúklingum. Notið 5 mg viðhaldsskammt.

Samhliða gjöf lyfja sem hugsanlega geta aukið hættu á blæðingum, þar með talið segavarnarlyf til inntöku, klópídógrels, bólgueyðandi gigtarlyf (NSAIDS), og fíbrínsundrandi lyf.

Þörf getur verið á blóðflagnagjöf hjá sjúklingum með virka blæðingu þar sem þörf er á að lyfjafræðileg verkun Efient gangi til baka.

Sjúklingum 75 ára er almennt ekki ráðlagt að nota Efient nema læknir hafi gert einstaklingsbundið mat á áhættu/ávinningi vegna notkunar lyfins og það mat gefi til kynna að ávinningur meðferðarinnar sem fyrirbyggjandi þátt blóðþurrðar og tengdra þátta vegi meira en hætta á alvarlegum blæðingum. Í 3. stigs klínískum rannsóknum voru þessir sjúklingar í meiri hættu á að fá alvarlegar blæðingar, þar með talið lífshættulegar blæðingar, samanborið við sjúklinga <75 ára aldri. Notið 5 mg viðhaldsskammt ef lyfinu er ávísað, ekki er mælt með notkun 10 mg viðhaldsskammts (sjá kafla 4.2 og 4.8).

Reynsla er takmörkuð af notkun prasugrels hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfssemi (þar með talið ESRD) og hjá sjúklingum með miðlungs skerta lifrarstarfssemi. Þessir sjúklingar geta verið í aukinni hættu á að fá blæðingar. Því skal prasugrel notað með varúð hjá þessum sjúklinum.

Sjúklingar skulu upplýstir um að það geti tekið lengri tíma en áður fyrir hvers konar blæðingu að stöðvast þegar þeir taka prasugrel (samhliða ASA), og að þeir skuli tilkynna lækni allar óvenjulegar blæðingar (staðsetningu eða tímalengd).

Blæðingarhætta er tengist tímasetningu hleðsluskammts hjá sjúklingum með NSTEMI

Í klínískri rannsókn hjá sjúklingum með NSTEMI (ACCOAST rannsóknin), þar sem áætlað hafði verið að sjúklingar myndu gangast undir kransæðamyndatöku innan 2 til 48 klst. eftir slembiröðun, jók hleðsluskammtur prasugrels, sem að jafnaði var gefinn 4 klst fyrir kransæðamyndatöku, áhættuna á mikilli og minniháttar blæðingu í námunda við aðgerðasvæðið, borið saman við hleðsluskammt prasugrels sem gefinn var á sama tíma og kransæðavíkkun (PCI) var gerð. Hjá UA/NSTEMI sjúklingum á því að gefa hleðsluskammtinn á sama tíma og kransæðavíkkun (PCI) er gerð, þegar kransæðamyndataka er gerð innan 48 klst. eftir innlögn (sjá kafla 4.2, 4.8 og 5.1).

Skurðaðgerð

Sjúklingum skal ráðlagt að láta lækni og tannlækni vita ef þeir eru að taka prasugrel áður en skurðaðgerð er ráðgerð og áður en ný lyf eru tekin. Stöðva skal meðferð með Efient 7 dögum fyrir skurðaðaðgerð, ef sjúklingur á að gangast undir fyrirfram ákveðna skurðaðgerð þar sem ekki er æskilegt að beita segavörnum. Aukin tíðni (3-föld) og alvarlegri blæðingar geta komið fram hjá sjúklingum sem gangast undir kransæðarhjáveitugræðlings aðgerð (CAGB) innan 7 daga frá stöðvun prasugrel meðferðar (sjá kafla 4.8). Íhuga skal vandlega ávinning og áhættu af notlkun prasugrels hjá sjúklingum þar sem líffærafræði hjartans hefur ekki verið lýst og aðkallandi CABG aðgerð er hugsanleg.

Ofnæmi að meðtöldum ofsabjúg

Tilkynnt hefur verið um ofnæmisviðbrögð að meðtöldum ofsabjúg hjá sjúklingum sem fá prasugrel, þar með talið hjá sjúklingum með sögu um ofnæmisviðbrögð gegn klópídógreli. Mælt er með eftirliti með ofnæmiseinkennum hjá sjúklingum með þekkt ofnæmi fyrir tíenópýridínum (sjá kafla 4.8).

Purpuri með segamyndun og fækkun blóðflagna (TTP)

TTP hefur verið lýst með notkun prasugrel. TTP er alvarlegt ástand sem þarfnast skjótrar meðferðar.

Mjólkursykur (laktósi)

Ekki er mælt með að sjúklingar með arfgengt galaktósa óþol, Lapp laktasa skort eða glúkósa-galaktósa vanfrásog og taki Efient.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Warfarín:

Samhliða gjöf Efient með kúmarínafleiðum öðrum en warfaríni hefur ekki verið rannsökuð. Varúðar skal gætt þegar prasugrel er gefið samhliða warfaríni (eða öðrum kúmarínafleiðum) vegna aukinnar hættu á blæðingu (sjá kafla 4.4).

Bólgueyðandi gigtarlyf (NSAIDs):

Langtíma samhliða gjöf með bólugeyðandi gigtarlyfjum hefur ekki verð rannsökuð. Varúðar skal gætt þegar prasugrel er gefið að staðaldri samhliða bólgueyðandi gigtarlyfjum (þar með talið Cox-2 hemlar) vegna aukinnar hættu á blæðingu (sjá kafla 4.4).

Efient má gefa samhliða lyfjum sem umbrotna fyrir áhrif cýtókróm P450 ensíma (þar með talin statín), eða lyfja sem hafa hvetjandi eða bælandi áhrif á cýtókróm P450 ensím. Efient má einnig gefa samhliða ASA, heparíni, dígoxíni og lyfjum sem hækka sýrustig (pH) maga, þar með talið prótonpumpuhelar og H2 blokkar. Þrátt fyrir að hafa ekki verið rannsakað í sértökum rannsóknum á milliverkunum þá hefur Efient verið gefið samhliða heparíni með lága sameindaþyngd, bívalirudin og GPIIb/IIIa hemlum (engar upplýsingar liggja fyrir um hvaða tegund GPIIb/IIIa hemla voru notaðir) án vísbendinga um klínískt marktækar aukaverkanir í fasa 3 rannsóknum.

Áhrif annarra lyfja á Efient:

Acetýlsalicýlsýra:

Efient á að gefa samhliða acetýlsalicýlsýru (ASA). Sýnt hefur verið fram á verkun og öryggi prasugrels hjá sjúklingum sem fengu samhliða meðferð með ASA þrátt fyrir að milliverkanir lyfhrifa með ASA geti hugsanlega leitt til aukinnar hættu á blæðingu.

Heparín:

Stök inndæling í bláæð af ósundruðu heparíni (100 ein./kg) hindraði ekki marktækt áhrif prasugrels á samloðun blóðflagna. Að auki, breytti prasugrel ekki áhrifum heparíns á storknun. Því má gefa bæði lyfin samhliða. Aukin hætta á blæðingu er möguleg þegar Efient er gefið samhliða heparíni.

Statín:

Atorvastatín (80 mg á sólarhring) hafði ekki áhrif á lyfjahvörf prasugrels né hindrun þess á samloðun blóðflagna. Þar af leiðandi, er ekki gert ráð fyrir að statín sem hvarfast við CYP3A hafi áhrif á lyfjahvörf prasugrel eða á hömlun þess á samloðun blóðflagna.

Lyf sem hækka sýrustig (pH) maga:

Samhliða gjöf með ranitidíni daglega (H2 blokka) eða lansóprazól (prótonpumpuhemli) breytti ekki AUC og Tmax virka umbrotsefnis prasugrels, en minnkaði Cmax um 14% og 29%, í þeirri röð. Í 3.stigs klínískum rannsóknum,var Efient gefið án tillits til samhliða gjafar prótonpumpuhemils og H2 blokka. Gjöf 60 mg hleðsluskammts án samhliða notkunar prótónpumpuhemils getur valdið skjótari verkun lyfsins.

CYP3A hemlar:

Ketokónasól (400 mg á sólarhring), sem er sértækur og áhrifaríkur CYP3A4 og CYP3A5 hemill, hafði ekki áhrif á hömlun prasugrels á samloðun blóðflagna né AUC og Tmax virka niðurbrotsefnis prasugrels en minnkaði Cmax um 34% til 46%. Því er ekki gert ráð fyrir að CYP3A hemlar eins og azol sveppalyf, HIV próteasa hemlar, klaritromýcin, telitromýcin, verapamil, dilitazem, indinavir, ciprofloxacin og greipaldinsafi, hafi marktæk áhrif á lyfjahvörf virka niðurbrotsefnisins.

Cýtókróm P450 örvar:

Rifampicín (600 mg á sólarhring), er áhrifaríkur örvi fyrir CYP3A og CYP2B6, og örvi fyrir CYP2C9, CYP2C19 og CYP2C8, hafði ekki marktæk áhrif á lyfjahvörf prasugrels. Því er ekki gert ráð fyrir að þekktir CYP3A örvar eins og rifamicín, carbamasepín og aðrir örvar cýtókróm P450 hafi marktæk áhrif á lyfjahvörf virka niðurbrotsefnisins.

Áhrif Efient á önnur lyf:

Dígoxín:

Prasugrel hefur ekki marktæk áhrif á lyfjahvörf dígoxíns.

Lyf sem brotin eru niður af CYP2C9:

Prasugrel hamdi ekki CYP2C9, þar sem það hafði ekki áhrif á lyfjahvörf S-warfarins. Vegna aukinnar hættu á blæðingu, skal gæta varúðar við samhliða gjöf warfarins og Efient (sjá kafla 4.4).

Lyf sem brotin eru niður af CYP2B6:

Prasugrel er veikur hemill fyrir CYP2B6. Hjá heilbrigðum einstaklingum minnkaði prasugrel útsetningu fyrir hýdroxýbúprópríon sem er niðurbrotsefni búprópríon um 23%, og er brotið niður fyrir tilstuðlan CYP2B6. Þessi áhrif eru einungis líkleg til að skipta máli þegar prasugrel er gefið samhliða lyfjum sem umbrotna fyrir tilstuðlan CYP2B6 og þar sem meðferðarsviðið er þröngt (t.d. cýklófosfamíð, efavirenz).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Klínískar rannsóknir hafa ekki verið gerðar hjá þunguðum konum né hjá konum með börn á brjósti.

Meðganga

Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu, fósturvísis- /fósturþroska, fæðingu eða þroska eftir fæðingu (sjá kafla 5.3). Þar sem æxlunarrannsóknir á dýrum hafa ekki alltaf spádómsgildi fyrir áhrif á menn, er ekki mælt með notkun Efient á meðgöngu nema hugsanlegur ávinningur fyrir móður vegi meira en husanleg áhætta fyrir fóstur.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort prasugrel skilst út með brjóstamjólk. Dýrarannsóknir hafa sýnt fram á útskilnað prasugrel í brjóstamjólk. Ekki er mælt með notkun prasugrels meðan á brjóstagjöf stendur.

Frjósemi

Prasugrel til inntöku allt upp í 240 falda meðmælta daglega notkun fyrir menn hafði ekki áhrif á frjósemi karl og kvenkyns rotta (byggt á mg/m2).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Gert er ráð fyrir að prasugrel hafi engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Öryggi sjúklinga með brátt kransæðaheilkenni sem fóru í kransæðavíkkun (PCI) var metið í samanburðarrannsókn (TRITON) með klópídrógreli þar sem 6.741 sjúklingar voru meðhöndlaðir með prasugrel (60 mg hleðsluskammt og 10 mg einu sinni á sólarhring viðhaldsskammt) að meðaltali í 14,5 mánuði (5.802 sjúklingar fengu meðferð lengur en 6 mánuði, 4.136 sjúklingar fengu meðferð í meira en 1 ár). Tíðni meðferðarrofs vegna aukaverkana var 7,2% fyrir prasugrel og 6,3% fyrir klópídógrel. Fyrir bæði lyfin voru algengustu aukaverkanirnar blæðing sem leiddi til stöðvunar á meðferð (2,5% fyrir prasugrel og 1,4% fyrir klópídógrel).

Blæðing

Blæðing sem ekki tengist kransæðahjáveituaðgerð (CABG)

Tíðni sjúklinga í TRITON, sem upplifa blæðingu sem ekki tengist CABG er sýnd í töflu 1. Alvarlegar blæðingar sem ekki tengjast CABG þar með taldar lífshættulegar blæðingar, banvænar, sem og minniháttar blæðingar skv. TIMI, voru tölfræðilega meiri hjá einstaklingum sem fengu prasugrel meðferð samanborið við þá sem fengu klópídógrel hjá UA/NSTEMI og öllum hópum með brátt kransæðaheilkenni (ACS). Ekki sást marktækur munur hjá STEMI hópnum. Algengasta staðsetning skyndilegrar blæðingar var í meltingarvegi (1,7% hlutfall með prasugrel og 1,3% hlutfall með klópídógrel); algengasta staðsetning blæðingar af völdum áreitis var á stungustað (1,3% hlutfall með prasugrel og 1,2% með klópídógrel).

Tafla 1 : Tíðni blæðinga sem ekki tengjast kransæðahjáveituaðgerð (CABG)a (% sjúklinga)

 

Öll ACS

UA/NSTEMI

STEMI

Aukaverkun

Prasugrelb

Klópídógrelb

Prasugrelb

Klópídógrelb

Prasugrelb

Klópídógrelb

+ASA

+ASA

+ASA

+ASA

+ASA

+ASA

 

 

(N=6.741)

(N=6.716)

(N=5.001)

(N=4.980)

(N=1.740)

(N=1.736)

TIMI alvarleg

2,2

1,7

2,2

1,6

2,2

2,0

blæðingc

 

 

 

 

 

 

Lífshættulegd

1,3

0,8

1,3

0,8

1,2

1,0

Banvæn

0,3

0,1

0,3

0,1

0,4

0,1

Blæðing innan

0,3

0,3

0,3

0,3

0,2

0,2

höfuðkúpu

 

 

 

 

 

 

(ICH) með

 

 

 

 

 

 

einkennume

 

 

 

 

 

 

Sem krefst

0,3

0,1

0,3

0,1

0,3

0,2

samdráttarlyfja

 

 

 

 

 

 

Sem krefst

0,3

0,3

0,3

0,3

0,1

0,2

skurðaðgerðar

 

 

 

 

 

 

Sem krefst

0,7

0,5

0,6

0,3

0,8

0,8

Blóðgjafar

 

 

 

 

 

 

(> 4 einingar)

 

 

 

 

 

 

Minniháttar

2,4

1,9

2,3

1,6

2,7

2,6

blæðingar

 

 

 

 

 

 

TIMI

 

 

 

 

 

 

a Aukaverkanir metnar miðlægt, skilgreindar samkvæmt mælikvarða rannóknarhóps á segaeyðingu í hjartadrepi (TIMI).

b Aðrar staðlaðar meðferðir voru notaðar eins og við á.

c Allar blæðingar innan höfuðkúpu eða allar augljósar klínískar blæðingar tengdar lækkun á gildi hemóglóbíns >5 g/dl.

d Lífshættuleg blæðing er undirflokkurTIMI alvarlegra blæðinga og fela meðal annrs í sér þær tegundir blæðinga sem taldar eru upp hér að neðan. Sjúklingar geta verið taldir í fleiri en einni röð. e ICH=Blæðing innan höfuðkúpu.

f Allar augljósar klínískar blæðingar tengdar lækkun á gildi hemóglóbíns >3 g/dl en <5 g/dl.

Sjúklingar ≥ 75 ára

Tíðni alvarlegra og minniháttar blæðinga skv. TIMI skala og tengjast ekki kransæðahjáveituaðgerð (CABG):

Aldur

Prasugrel 10 mg

Klópídógrel 75 mg

≥75 ára (N=1.785)*

9,0% (1,0% banvænar)

6,9% (0,1% banvænar)

<75 ára (N=11.672)*

3,8% (0,2% banvænar)

2,9% (0,1% banvænar)

<75 ára (N=7.180)**

2,0% (0,1% banvænar) a

1,3% (0,1% banvænar)

 

Prasugrel 5 mg

Klópídógrel 75 mg

≥75 ára (N=2.060) **

2,6% (0,3% banvænar)

3,0% (0,5% banvænar)

*TRITON rannsókn á sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni (ACS) sem fóru í kransæðavíkkun **TRILOGY-ACS rannsókn á sjúklingum sem fóru ekki í kransæðavíkkun ( PCI )(sjá kafla 5.1):

a 10 mg prasugrel; 5 mg prasugrel ef<60 kg

Sjúklingar <60 kg

Tíðni alvarlegra og minniháttar blæðinga skv. TIMI skala og tengjast ekki kransæðahjáveituaðgerð (CABG):

Þyngd

Prasugrel 10 mg

Klópídógrel 75 mg

<60 kg (N=664)*

10,1% (0% banvænar)

6,5% (0,3% banvænar)

≥60 kg (N=12.672)*

4,2% (0,3% banvænar)

3,3% (0,1% banvænar)

≥60 kg (N=7.845)**

2,2% (0,2% banvænar) a

1,6% (0,2% banvænar)

 

Prasugrel 5 mg

Klópídógrel 75 mg

<60kg (N=1.391)**

1,4% (0,1% banvænar)

2,2% (0,3% banvænar)

*TRITON rannsókn á sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni (ACS) sem fóru í kransæðavíkkun **TRILOGY-ACS rannsókn á sjúklingum sem fóru ekki í kransæðavíkkun ( PCI )(sjá kafla 5.1):

a 10 mg prasugrel; 5 mg prasugrel ef ≥ 75 ára

Sjúklingar ≥60 kg og <75 ára

Hjá sjúklingum ≥60 kg og <75 ára, var tíðni alvarlegra og minniháttar blæðinga skv. TIMI skala og tengjast ekki kransæðahjáveituaðgerð (CABG) 3,6% fyrir prasugrel og 2,8% fyrir klópídógrel, tíðni banvænna blæðinga var 0,2% fyrir prasugrel og 0,1 fyrir klópídógrel.

Blæðingar sem tengjast kransæðahjáveituaðgerð (CABG)

Í 3.stigs klínískri rannsókn, gengust 437 sjúklingar undir kransæðahjáveituaðgerð (CABG) á meðan rannsókninni stóð. Hjá þeim sjúklingum var tíðni meiri og minniháttar blæðinga skv. TIMI skala sem tengjast kransæðahjáveituaðgerð (CABG) 14,1% hjá hópnum sem fékk prasugrel og 4,5% hjá hópnum sem fékk klópídógrel. Aukin hætta á blæðingu hjá sjúklingum sem fengu meðferð með prasugrel hélt áfram í allt að 7 daga frá síðasta skammti rannsóknarlyfsins. Hjá sjúklingum sem fengu tíenopýridín innan þriggja daga fyrir CABG, var tíðni alvarlegra eða minni blæðinga 26,7% (12 af 45% sjúklingum) hjá hópnum sem fékk prasugrel, samanborið við 5,0% (3 af 60 sjúklingum) hjá hópnum sem fékk klópídógrel. Hjá sjúklingum sem fengu síðasta skammt tíenópýridín innan 4 til 7 daga fyrir CABG, minnkaði tíðnin í 11,3% (9 af 80 sjúklingum) hjá hópnum sem fékk prasugrel og 3,4% (3 af 89 sjúklingum) hjá hópnum sem fékk klópídógrel. Sjö dögum eftir stöðvun meðferðar var tíðni CABG tengdra blæðinga sambærileg hjá báðum meðferðarhópum (sjá kafla 4.4).

Blæðingarhætta er tengist tímasetningu hleðsluskammts hjá sjúklingum með NSTEMI

Í klínískri rannsókn hjá sjúklingum með NSTEMI (ACCOAST rannsóknin), þar sem áætlað hafði verið að sjúklingar myndu gangast undir kransæðamyndatöku innan 2 til 48 klst. eftir slembiröðun voru sjúklingar sem fengu 30 mg hleðsluskammt af prasugrel 4 klst fyrir kransæðamyndatöku að jafnaði, sem síðan var fylgt eftir með 30 mg hleðsluskammti á sama tíma og kransæðavíkkun (PCI) var gerð, í aukinni hættu á blæðingu í námunda við aðgerðasvæðið, sem ekki tengdist kransæðahjáveituaðgerð, án viðbótarávinnings borið saman við sjúklinga sem fengu 60 mg hleðsluskammt á sama tíma og kransæðavíkkun var gerð (sjá kafla 4.2 og 4.4). Hjá sjúklingum var tíðni blæðinga á 7 daga tímabili,sem ekki tengdust kransæðahjáveituaðgerð, sem hér segir.

Aukaverkun

Prasugrel fyrir

Prasugrel á sama

kransæðamynda-

tíma og PCIa

 

 

tökua

(N=2037)

 

 

 

%

(N=1996)

 

 

 

%

TIMI alvarleg blæðing

 

1,3

0,5

Lífshættulegc

 

0,8

0,2

Banvæn

 

0,1

0,0

Blæðing innan höfuðkúpu (ICH) með

 

0,0

0,0

einkennumd

 

 

 

Sem krefst samdráttarlyfja

 

0,3

0,2

Sem krefst skurðaðgerðar

 

0,4

0,1

Sem krefst blóðgjafar (> 4 einingar)

 

0,3

0,1

Minniháttar blæðingar TIMI e

 

1,7

0,6

a Aðrar staðlaðar meðferðir voru notaðar eins og við á. Rannsóknaráætlunin gerði ráð fyrir aðallir sjúklingar fengju aspirín og daglegan viðhaldsskammt af prasugreli.

b Allar blæðingar innan höfuðkúpu eða allar augljósar klínískar blæðingar tengdar lækkun á gildi hemóglóbíns >5 g/dl. c Lífshættuleg blæðing er undirflokkur TIMI alvarlegra blæðinga, sem tekur m.a. til þeirra tegunda blæðinga sem taldar eru upp þar fyrir neðan. Sjúklingar geta verið taldir í fleiri en einni línu.

d ICH=Blæðing innan höfuðkúpu.

e Augljósar klínískar blæðingar tengdar lækkun á gildi hemóglóbíns >3 g/dl en <5 g/dl.

Samantekt á aukaverkunum (í töflu)

Í töflu 2 er samantekt á aukaverkunum sem tengjast blæðingum og almennum aukaverkunum í TRITON, eða sem tilkynntar hafa verið eftir markaðssetningu, flokkaðar eftir tíðni og líffæraflokkum. Tíðni er skilgreind samkvæmt eftirfarandi:

Mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100),

mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Tafla 2 : Aukaverkanir tengdar blæðingum og almennar aukaverkanir

Líffærakerfi

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Tíðni ekki þekkt

Blóð og eitlar

Blóðleysi

 

Blóðflagnafæð

Purpuri með

 

 

 

 

segamyndun og

 

 

 

 

fækkun

 

 

 

 

blóðflagna (TTP)

 

 

 

 

sjá kafla 4.4

Ónæmiskerfi

 

Ofnæmi að

 

 

 

 

meðtöldum

 

 

 

 

ofsabjúg

 

 

Augu

 

Blæðing í auga

 

 

Æðar

Margúll

 

 

 

Öndunarfæri,

Blóðnasir

Blóðhósti

 

 

brjósthol og

 

 

 

 

miðmæti

 

 

 

 

Meltingarfæri

Blæðing í

Aftanskinublæðin

 

 

 

meltingarvegi

g

 

 

 

 

Blæðing í

 

 

 

 

endaþarmi

 

 

 

 

Blóð í hægðum

 

 

 

 

Blæðing í

 

 

 

 

tannholdi

 

 

Húð og undirhúð

Útbrot

 

 

 

 

Flekkblæðing

 

 

 

Nýru og þvagfæri

Blóð í þvagi

 

 

 

Almennar

Margúll í æð á

 

 

 

aukaverkanir og

stungustað

 

 

 

aukaverkanir á

Blæðing á

 

 

 

íkomustað

stungustað

 

 

 

Áverkar og

Marblettir

Blæðing eftir

Margúll undir húð

 

eitranir

 

skurðaðgerð

 

 

Hjá sjúklingum með eða án sögu um TIA eða heilablóðfall var tíðni heilablóðfalls í 3. stigs klínískri rannsókn eftirfarandi (sjá kafla 4.4):

Fyrri saga um TIA eða

 

Prasugrel

Klópídógrel

heilablóðfall

 

 

 

Já (N=518)

 

6,5% (2,3% ICH*)

1,2% (0% ICH*)

Nei (N=13.090)

 

0,9% (0,2 % ICH*)

1,0% (0,3% ICH*)

ICH= blæðing innan höfuðkúpu.

 

 

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Efient ofskömmtun getur leitt til lengri blæðingartíma og annarra vandamála þeim tengdum. Engar upplýsingar ligga fyrir um afturkræfni lyfjafræðilegra áhrifa prasugrels, samt sem áður ef skjótra viðbragða er krafist vegna lengds blæðingatíma, má íhuga blóðflagnagjöf og/eða annarra blóðhluta.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf sem hindra samloðun blóðflagna, önnur en heparin, ATC flokkur: B01AC22

Verkunarháttur/Lyfhrif

Prasugrel kemur í veg fyrir virkjun og samloðun blóðflagna með óafturkræfri bindingu við virka niðurbrotsefnið P2Y12 flokk ADP viðtaka á blóðflögum. Þar sem blóðflögur taka þátt í upphafi og/eða þróun fylgikvilla segamyndunar í æðakölkunarsjúkdómum, getur hindrun á virkni blóðflagna leitt til lækkunar á tíðni atvika tengda hjarta og æðakerfi eins og dauða, hjartadrepi, eða heilablæðingu.

Hindrun á samloðun blóðflagna miðlaðri af adenósíndífosfati (ADP) kemur fram á 15 mín. með 5 µM ADP og 30 mín. með 20 µM ADP, eftir 60 mg hleðsluskammt af prasugrel. Hámarks hindrun vegna parasugrel á ADP háðri samloðun er 83% með 5 µM ADP og 79% með 20 µM, í báðum tilvikum með 89% hjá heilbrigðum einstaklingum og sjúklingum með stöðuga æðakölkun náðist að minnsta kosti 50% hindrun á samloðun blóðflagna á 1 klukkustund. Hömlun af völdum prasugrels sýndi lítinn breytileika á milli sjúklinga (9%) og hjá sama sjúklingi (12%) bæði með 5 µM og 20 µM ADP. Miðgildi jafnvægisfasa á hindrun á samloðun blóðflagna var 74% og 69% í þeirri röð fyrir 5 µM og 20 µM ADP, og var náð eftir 3 til 5 daga meðferð með 60 mg hleðsluskammti sem fylgt var eftir með 10 mg prasugrel viðshaldsskammti. Yfir 98% þátttakanda var með ≥20% hindrun á samloðun blóðflagna á viðhaldsmeðferð.

Samloðun blóðflagna náði aftur smám saman grunngildi 7 til 9 dögum eftir stakan 60 mg hleðsluskammt og 5 dögum eftir stöðvun viðhaldsskammts í jafnvægisfasa.

Upplýsingar frá sjúklingum þar sem meðferð var breytt: 40 heilbrigðum einstaklingum sem var gefið klópídógrel 75 mg einu sinni á sólarhring í 10 daga, var skipt yfir í prasugrel gjöf 10 mg á sólarhring með eða án 60 mg hleðsluskammts. Sambærileg eða meiri hindrun á samloðun blóðflagna sást með prasugrel. Með því að skipta beint í 60 mg hleðsluskammt hófst skjótlegast hindrun á samloðun blóðflagna. Eftir 900 mg hleðsluskammt af klópidogrel (með ASA), voru 56 sjúklingar með ACS meðhöndlaðir í 14 daga annað hvort með prasugrel 10 mg á sólarhring eða klópídógrel 150 mg einu sinni á sólarhring, og síðan var skipt yfir í klópídógrel 150 mg eða prasugrel 10 mg í 14 daga til viðbótar. Meiri hindrun sást á samloðun blóðflagna hjá sjúklingum sem skiptu yfir í prasugrel 10 mg samanborið við þá sem fengu meðferð með 150 mg klópídógrel. Í rannsókn á 276 sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni, sem meðhöndlað var með kransæðavíkkun þar sem upphaflegum hleðsluskammti upp á 600 mg klópídógrel eða lyfleysu, sem gefinn var við komu á sjúkrahús fyrir hjartaþræðingu, var breytt í 60 mg hleðsluskammt af prasugrel sem gefinn var á sama tíma og kransæðavíkkun, jókst hindrun á samloðun blóðflagna jafnmikið í þær 72 klst sem rannsóknin stóð.

Verkun og öryggi

Brátt kransæðaheilkenni (ACS)

Í 3. stigs rannsókninni TRITON var Efient borið saman við klópídógrel, þar sem ASA var gefið samhliða báðum lyfjum sem stöðluð meðferð. TRITON var alþjóðleg fjölsetra, slembiröðuð, tvíblind samhliða samanburðarrannsókn, með 13.608 sjúklingum. Sjúklingarnir voru með ACS með miðlungs til mikla hættu á UA, NSTEMI, eða STEMI og höfðu gengist undir kransæðavíkkun (PCI).

Sjúklingar með UA/NSTEMI innan 72 klst frá einkennum eða STEMI milli 12 klst til 14 daga frá einkennum var slembiraðað eftir könnun á kransæðum. Sjúklingum með STEMI innan 12 klst frá einkennum og með fyrirhugað PCI mátti raða niður í rannsóknarhóp án kransæðaþræðingar.

Hleðsluskammt mátti gefa hvenær sem er á milli niðurröðunar í rannsóknarhóp og 1 klst eftir að sjúklingur kom frá hjartaþræðingarstofu.

Sjúklingum sem voru í hópnum sem fengu prasugrel (60 mg hleðsluskammtur sem fylgt var eftir með 10 mg á sólarhring) eða klópídógrel (300 mg hleðsluskammtur sem fylgt var eftir af 75 mg einu sinni á

sólarhring) voru meðhöndlaðir að meðaltali í 14,5 mánuði (hámark 15 mánuðir með lágmarks eftirfylgni í 6 mánuði). Sjúklingum var einnig gefið ASA (75 mg til 325 mg einu sinni á sólarhring). Notkun hverskonar tíeonpýidíns á innan við 5 dögum fyrir skráningu í rannsóknina var útilokunarskilyrði. Önnur meðferð, eins og heparín og GPIIb/IIIa hemlar, var gefin í samráði við lækninn. Um það bil 40% sjúklinganna (í hvorum meðferðarhópi) fengu GPIIb/IIIa hemla sem stuðningsmeðferð við PCI (engar upplýsingar liggja fyrir um hvaða GPIIb/IIIa hemill var notaður). Um það bil 98% sjúklinganna (í hvorum meðferðarhópi) fengu segavarnalyf (heparín, heparín með lága sameindaþyngd, bivalirudin, eða önnur lyf) beint sem stuðning við PCI.

Aðal endapunktur rannsóknarinnar var tími fram að dauða af völdum hjarta og æðasjúkdóma, hjartadrepi (MI), eða heilablæðingu án dauðsfalls. Greining á samsettum endapunkti í öllum ACS hópunum (UA/NSTEMI og STEMI hóparnir teknir saman) var háð því að sýnt væri fram á tölfræðilega yfirburði prasugrels samanborið við klópídógrel í UA/NSTEMI hópnum (p<0,05).

Allir ACS hópar:

Efient var virkara en klopídógrel í fækkun samsettu endapunktanna sem og fyrirfram skilgreindra annars stigs atburða, þar með talið segamyndun í stoðneti (sjá töflu 3). Ávinningur af notkun parasugrel var sjáanlegur innan 3 fyrstu dagana og hélst stöðugur til loka rannsóknarinnar. Betra árangri lyfsins fylgdi aukning á alvarlegum blæðingum (sjá kafla 4.4 og 4.8). Sjúklingahópurinn var 92% af hvítum kynþætti, 26% konur, og 39% ≥ 65 ára aldri. Ávinningur af notkun prasugrels var óháður notkun annarrar bráðrar eða langvinnrar meðferðar á hjartasjúkdómum, þar með talið heparin/heparin með lága sameindaþyngd, bivalirudin, GPIIb/IIIa hemla sem gjöf í bláæð, blóðfitulækkandi lyf, beta blokka, og ACE hemla. Virkni prasugrels var óháð ASA skammti (75 mg til 325 mg einu sinni á sólarhring). Notkun segavarnarlyfja til inntöku, annarra lyfja en rannsóknarlyfja sem hindra samloðun blóðflagna og langtímanotkun bólgueyðandi gigtarlyfja var ekki leyfð í TRITON. Í öllum ACS hópnum, var prasugrel tengt færri tilvikum af dauðsföllum af völdum hjarta og æðasjúkdóma, hjartadrep án dauðsfalla, heilablóðfall án dauðsfall samanborið við klópídógrel án tillits til grunngilda eins og aldurs, kyns, líkamsþyngdar, landfræðilegrar staðsetningar, notkun GPIIb/IIIa hemla, og gerð stoðnets. Ávinningur var aðallega vegna marktækrar lækkunar á hjartadrepi án dauðsfalls (sjá töflu 3). Einstaklingar með sykursýki sýndu allir marktæka fækkun á bæði megin og öllum annars stigs endapunktum.

Ávinningur af notkun prasugrels var minni hjá sjúklingum ≥ 75 ára var minni en hjá sjúklingum <75 ára.

Sjúklingar ≥ 75 ára voru í aukinni áhættu á blæðingu, þar með talið banvænni (sjá kafla 4.2, 4.4 og 4.8). Sjúklingar ≥ 75 ára þar sem ávinningur af notkun prasugrels var greinilegri voru með sykursýki, STEMI, með meiri áhættu á segamyndun í stoðneti, eða endurtekin tilvik.

Sjúklingar með sögu um TIA eða heilablæðingu með blóðþurrð meira en 3 mánuðum fyrir prasugrel meðferð voru ekki með lækkun á helstu samsettu endapunktum.

Tafla 3: Aðal greining á útkomu atvika hjá sjúklingum í TRITON

 

 

 

Prasugrel

Klópídógrel

Áhættuhlutfall

p-gildi

Sjúkdómsmynd

 

+ ASA

+ ASA

(95% CI)

 

 

 

 

(N=6.813)

(N=6.795)

 

 

Öll ACS

 

%

%

 

 

Samsettir megin endapunktar

 

 

 

0,812 (0,732; 0,902)

<0,001

Dauðsfall af völdum hjarta-

 

 

 

æðasjúkdóma, hjartadrep án

 

9,4

11,5

 

 

dauðsfalls, heilablæðing án

 

 

 

 

 

dauðsfalls

 

 

 

 

 

Einstakir megin endapunktar

 

 

 

 

 

Dauðsfall af völdum hjarta-

 

2,0

2,2

0,886 (0,701; 1,118)

0,307

og æðasjúkdóma

 

 

 

 

 

 

 

Hjartadrep án dauðsfalls

 

7,0

9,1

0,757 (0,672;0,853)

<0,001

Heilablæðing án dauðsfalls

 

0,9

0,9

1,016 (0,712; 1451)

0,930

UA/NSTEMI

 

(N=5.044)

(N=5.030)

 

 

Samsettir megin

 

 

 

 

%

%

 

 

endapunktar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dauðsfall af völdum hjarta-

 

 

 

 

 

 

æðasjúkdóma, hjartadrep án

 

9,3

11,2

0,820 (0,726; 0,972)

0,002

dauðsfalls, heilablæðing án

 

 

 

 

 

 

 

dauðsfalls

 

 

 

 

 

 

Dauðsfall af völdum hjarta-

 

1,8

1,8

0,979 (0,732; 1,309)

0,885

æðasjúkdóma

 

 

 

 

 

 

 

hjartadrep án dauðsfalls

 

7,1

9,2

0,761 (0,663; 0,873)

<0,001

heilablæðing án dauðsfalls

 

0,8

0,8

0,979 (0,633; 1,513)

0,922

STEMI

 

(N=1.769)

(N=1.765)

 

 

Samsettir megin

 

 

 

 

%

%

 

 

endapunktar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dauðsfall af völdum hjarta-

 

 

 

 

 

 

æðasjúkdóma, hjartadrep án

 

9,8

12,2

0,793 (0,649; 0,968)

0,019

dauðsfalls, heilablæðing án

 

 

 

 

 

 

 

dauðsfalls

 

 

 

 

 

 

Dauðsfall af völdum hjarta-

 

2,4

3,3

0,738 (0,497; 1,094)

0,129

æðasjúkdóma

 

 

 

 

 

 

 

hjartadrep án dauðsfalls

 

6,7

8,8

0,746 (0,588; 0,948)

0,016

heilablæðing án dauðsfalls

 

1,2

1,1

1,097 (0,590; 2,040)

0,770

Hjá öllum ACS hópnum, sýndi greining á öllum annars stigs endapunktum marktækan ávinning (p<0,001) fyrir prasugrel samanborið við klópídógrel. Þar með talið var greinileg og hugsanleg segamyndun í stoðneti í lok rannsóknar (0.9% samanborið við 1,8%, áhættuhlutfall 0,498; CI 0,364; 0,683), dauði af völdum hjarta og æðasjúkdóma, hjartadrep án dauðfalls, eða aðkallandi enduropnun viðgerðrar æðar í 30 daga (5,9% samanborið við 7,4%; áhættustuðull 0,784; CI 0,688; 0,894); öll dauðsföll, hjartadrep án dauðsfalls, eða heilablæðingu án dauðfalls yfir allann rannsóknartímann (10,2% samanborið við 12,1%; áhættuhlutfall 0,831; CI 0,751, 0,919): dauði af völdum hjarta og æðasjúkdóms, hjartadrep án dauðsfalls, heilablóðfall án dauðsfalls og endurinnlögn á sjúkrahús vegna atvika vegna blóðþurrðar í hjarta til loka rannsóknar (11,7% samanborið við 13,8%; áhættuhlutfall 0,838; CI 0,762; 0,921). Greining á öllum orsökum dauðsfalla sýndi ekki neinn marktækan mun á milli prasugrels og klópídógrels í öllum ACS hópnum. (2,76% samnborið við 2,90%), hjá UA/NSTEMI hópnum (2,58% samanborið við 2,41%) , og hjá STEMI hópnum (3,28% samanborið við 4,31%).

Prasugrel er tengt 50% fækkun á segamyndun í stoðneti á 15 mánaða eftirfylgnitímabilinu. Þessi fækkun á segamyndun í stoðneti með notkun Efient sást bæði snemma og 30 dögum eftir ísetningu ómeðhöndlaðra og lyfjastoðneta.

Samkvæmt greiningu á sjúklingum sem lifðu af blóðþurrðar atvik, þá var prasugrel tengt fækkun síðari tilvika aðal endapunkta (7,8% fyrir prasugrel samanborið við 11,9% fyrir klópídógrel).

Greining á samsettum endapunkti allra dauðsfalla, kransæðastíflu eða heilaslags án dauða og meiriháttar blæðingu skv. TIMI óháð kransæðaskurðaðgerð var Efient í hag samanborið við klópídógrel (áhættuhlutfall, 0,87; 95% CI 0,79 til 0,95; p=0,004) þrátt fyrir að blæðing væri meiri með prasugrel. Af hverjum 1.000 sjúklingum í TRITON sem voru meðhöndlaðir með Efient, voru 22 færri sjúkingar með hjartadrep, og 5 fleiri með meiriháttar blæðingar skv. TIMI sem ekki tengjast CABG, samanborið við klópídógrel.

Niðurstöður úr rannsókn á lyfhrifum/lyfjaerfðafræði sem gerð var á 720 ACS PCI sjúklingum af asískum uppruna sýndu fram á að meiri hindrun á samloðun blóðflagna er náð með prasugrel borið saman við klópídógrel og að 60 mg hleðsluskammtur/10 mg viðhaldsskammtur eru viðeigandi í skammtaáætlun handa einstaklingum af asískum uppruna sem vega að minnsta kosti 60 kg og eru yngri en 75 ára (sjá kafla 4.2).

Í30 mánaða langri rannsókn (TRILOGY–ACS) hjá 9.326 sjúklingum með UA/NSTEMI ACS, sem voru meðhöndlaðir án enduropnunar æða, olli prasugrel ekki marktækri minnkun á tíðni samsettu mælibreytunnar dauði af völdum hjarta- eða æðasjúkdóma, hjartaáfall eða heilablóðfall, borið saman við klópídógrel. Tíðni meiri háttar blæðinga samkvæmt TIMI (þ.m.t. lífshættulegar blæðingar, banvænar blæðingar og blæðingar innan höfuðkúpu) var svipuð hjá þeim sjúklingum sem fengu prasugrel og þeim sem fengu klópídógrel. Sjúklingum ≥75 ára og sjúklingum <60 kg (N=3.022) var slembiraðað til að fá 5 mg af prasugrel. Eins og hjá sjúklingum <75 ára og sjúklingum ≥60 kg sem fengu 10 mg af prasugrel, sást enginn munur á 5 mg af prasugrel og 75 mg af klópídógrel hvað varðar hjarta- og æðakvilla. Tíðni meiri háttar blæðinga var svipuð hjá sjúklingum sem fengu 5 mg af prasugrel og þeim sem fengu 75 mg af klópídógrel. 5 mg af prasugrel höfðu meiri hamlandi áhrif á blóðflögur en 75 mg af klópídógrel. Gæta skal varúðar við notkun prasugrel hjá sjúklingum ≥75 ára og sjúklingum <60 kg (sjá kafla 4.2, 4.4 og 4.8).

Í30 daga langri rannsókn (ACCOAST) hjá 4.033 sjúklingum með NSTEMI og hækkuð gildi trópóníns í blóði, sem áætlað hafði verið að myndu gangast undir kransæðamyndatöku og síðan kransæðavíkkun (PCI) innan 2 til 48 klukkustunda eftir slembiröðun, voru sjúklingar sem fengu 30 mg hleðsluskammt af prasugrel að jafnaði 4 klst fyrir kransæðamyndatöku, sem síðan var fylgt eftir með 30 mg hleðsluskammti á sama tíma og kransæðavíkkun var gerð (n=2037), í aukinni hættu á blæðingu

ínámunda við aðgerðasvæðið, sem ekki tengdist kransæðahjáveituaðgerð en án viðbótarávinnings, borið saman við sjúklinga sem fengu 60 mg hleðsluskammt á sama tíma og kransæðavíkkun var gerð (n=1996). Nánar tiltekið var tíðni mælibreytu sem samsett var úr dauðsföllum af völdum hjarta- eða æðakvilla, hjartadrepi, heilablóðfalli, bráðum hjáveituaðgerðum og notkun glýkóprótein (GP) IIb/IIIa hemla til björgunarmeðferðar (bailout) innan 7 daga eftir slembiröðun ekki marktækt minni hjá sjúklingum sem fengu prasugrel fyrir kransæðamyndatökuna en hjá sjúklingum sem fengu fullan hleðsluskammt af prasugreli samtímis kransæðavíkkuninni, auk þess sem tíðni helstu öryggisbreytunnar, sem var allar alvarlegar blæðingar samkvæmt TIMI (bæði tengdar og ótengdar kransæðahjáveituaðgerðinni) fyrstu 7 daga eftir slembiröðun hjá öllum sjúklingum sem fengu meðferð, marktækt hærri hjá sjúklingum sem fengu prasugrel fyrir kransæðamyndatökuna en hjá sjúklingum sem fengu fullan hleðsluskammt af prasugreli samtímis kransæðavíkkuninni. Hjá UA/NSTEMI sjúklingum á því að gefa hleðsluskammtinn á sama tíma og kransæðavíkkun er gerð, þegar kransæðamyndataka er gerð innan 48 klst. eftir innlögn (sjá kafla 4.2, 4.4 og 4.8).

Börn

Í TADO III. stigs rannsókninni var notkun prasugrels (n=171) samanborið við lyfleysu (n=170) til að draga úr hættu á blóðrásarstíflum rannsökuð hjá sjúklingum á aldrinum 2 til 18 ára með sigðkornablóðleysi. Í rannsókninni tókst ekki að uppfylla neinn af aðal- né aukaendapunktum rannsóknarinnar. Í heild komu engar nýjar niðurstöður um öryggi fram fyrir prasugrel í einlyfjameðferð hjá þessum sjúklingahópi.

5.2Lyfjahvörf

Prasugrel er forlyf og brotnar hratt niður in vivo í virka niðurbrotsefnið og óvirk niðurbrotsefni. Útsetning (AUC) fyrir virka niðurbrotsefninu var miðlungs til lítið breytileg milli einstaklinga (27%) og hjá sama einstaklingi (19%). Lyjahvörf prasugrels eru sambærileg í heilbrigðum einstaklingum, sjúklingum með æðakölkun, og sjúklingum sem gangast undir kransæðavíkkun.

Frásog

Prasugrel frásogast og brotnar hratt niður, með lágmarks plasmastyrk (Cmax) virka niðurbrotsefnisins á innan á um það bil 30 mín. Útsetning (AUC) fyrir virka niðurbrotsefninu eykst í hlutfalli við skammtastærð. Í rannsókn á heilbrigðum einstaklingum var AUC virka niðurbrotsefnisins óháð fitumagni, hitaeiningaríkri fæðu, en Cmax var lækkað um 49% og tími að Cmax (Tmax) hækkaði frá 0,5 til 1,5 klst. Efient var gefið án tilllits til fæðu í TRITON. Því má gefa Efient án tillits til fæðu, samt sem áður hefur hleðsluskammtur af prasugrel skjótari verkun á fastandi maga (sjá kafla 4.2).

Dreifing

Binding virka niðurbrotsefnisins við serum albumin úr mönnum var 98% (4% jafnaðarlausn).

Umbrot

Prasugrel finnst ekki í plasma eftir inntöku. Það er vatnsrofið niður í tíolaktón í þörmum, þar sem það umbreytist í virka niðurbrotsefnið með einu skrefi fyrir áhrif cýtókróm P450, aðallega af CYP3A4 og CYP2B6 og minna vegna CYP2C9 og CYP2C19. Virka umbrotsefnið er síðan enn frekar brotið niður í tvö óvirk efnasambönd með S-metýleringu eða bindingu við cystein.

Hjá heilbrigðum einstaklingum, sjúklingum með stöðuga æðakölkun, og sjúklingum með ACS sem fá Efient, voru engin marktæk áhrif á lyfhrif prasugrels eða hindrun þess á samloðun blóðflagna vegna erfðafræðilegs breytileika á CYP3A5, CYP2B6, CYP2C9, eða CYP2C19.

Brotthvarf

Um það bil 68% af þeim prasugrel skammti sem skilst út með þvagi og 27% með hægðum, er óvirkt niðurbrotsefni. Helmingunartími brotthvarfs virka niðurbrotsefnisins er um 7,4 klst (frá 2 upp í

15 klst).

Lyfjahvörf hjá sérstökum hópum:

Aldraðir:

Í rannsókn sem gerð var á heilbrigðum einstaklingum á aldrinum 20 til 80 ára, hafði aldur engin marktæk áhrif á lyfhrif prasugrels eða áhrif þess á hindrun á samloðun blóðflagna. Í stóru 3.stigs klínísku rannsókninni var áætluð meðal útsetning (AUC) virka niðurbrotsefnisins 19% meiri hjá mjög öldruðum einstaklingum (≥75 ára aldri) samanborið við sjúklinga < 75 ára aldri. Prasugrel skal notað með varúð hjá sjúklingum ≥75 aldri vegna hugsanlegrar hættu á blæðingum hjá þessum hóp (sjá

kafla 4.2 og 4.4). Hjá sjúklingum með stöðugan æðakölkunarsjúkdóm (atherosclerosis) var sýnt fram á minnkuð, en ekki síðri, hamlandi áhrif á blóðflögur af 5 mg af prasugrel hjá mjög öldruðum sjúklingum sem höfðu fengið aspirín, borið saman við sjúklinga á aldrinum ≥45 til <65 ára, sem fengu 10 mg af prasugrel (sjúklingar sem ekki töldust aldraðir). Meðalgildi AUC fyrir virka umbrotsefnið Pras-AM (leiðrétt fyrir líkamsþyngd) var svipað hjá mjög öldruðum og sjúklingum sem ekki töldust aldraðir, bæði fyrir 5 mg og 10 mg af prasugrel. AUC eftir 5 mg skammt af prasugrel var um helmingur af AUC eftir 10 mg skammt af prasugrel.

Skert lifrarstarfssemi:

Ekki er þörf á neinni skammtaaðlögun fyrir sjúklinga með væga til miðlungs skerta lifrarstarfssemi (Child Pugh Class A og B). Lyfjahvörf prasugrels og hindrun á samloðun blóðflagna voru sambærilegar hjá einstaklingum með væga til miðlungs skerta lifrarstarssemi samanborið við heilbrigða einstaklinga. Lyfjahvörf og lyfhirf prasugrels hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfssemi hafa ekki verið rannsökuð. Prasugrel má ekki nota hjá sjúklingum með mikið skerta lifrarstarfssemi (sjá kafla 4.3).

Skert nýrnastarfssemi:

Ekki er þörf á neinni skammtaaðlögun hjá sjúklingum með væga til miðlungsskerta nýrnastarfssemi, þar með talið sjúklingar með lokastig nýrnasjúkdóms (ESRD). Lyfjahvörf prasugrels og hindrun á samloðun blóðflagna er sambærileg hjá sjúklingum með miðlungs skerta nýrnastarfssemi (GFR 30-<50 ml/mín/1,73m2) og hjá heilbrigðum einstaklingum. Prasugrel miðluð hindrun á samloðun blóðflagna var einnig sambærileg hjá sjúklingum með ESRD sem þörfnuðust himnuskilunar samanborið við heilbrigða einstaklinga, þrátt fyrir að Cmax og AUC virka niðurbrotsefnisins lækkaði um 51% og 42%, í þeirri röð hjá sjúklingum með ESRD.

Líkamsþyngd:

Meðal útsetning (AUC) fyrir virka niðurbrotsefni prasugrel er um það bil 30 til 40% hærri hjá heilbrigðum einstaklingum og sjúklingum <60 kg að þyngd samanborið við þá sem eru ≥60 kg. Prasugrel skal notað með varúð hjá sjúklingum sem vega <60 kg vegna hugsanlegrar hættu á blæðingu í þessum hóp (sjá kafla 4.4). Sýnt var fram á að hamlandi áhrif 5 mg af prasugrel á blóðflögur hjá sjúklingum <60 kg voru ekki minni en af 10 mg af prasugrel hjá sjúklingum ≥60 kg. Meðalgildi AUC hjá sjúklingum <60 kg með stöðugan kransæðasjúkdóm, sem höfðu fengið aspirín og fengu 5 mg af prasugrel, var 62% af gildi AUC hjá sjúklingum ≥60 kg sem fengu 10 mg af prasugrel.

Kynþáttur:

Í lyfjafræðilegum rannsóknum, eftir aðlögun á líkamsþyngd, var AUC virka niðurbrotsefnisins um það bil 19% hærra hjá kínverskum, japönskum, og kóreönskum einstaklingum samanborið við hvíta einstaklinga, aðallega tengt meiri útsetningu í einstaklingum af asískum uppruna <60 kg. Engin munur er á útsetningu milli kínverskra, japanskra og kóreanskra einstaklinga. Útsetning hjá einstaklingum af afríkönskum og spænskum uppruna var sambærileg og hjá hvítum. Ekki er mælt með skammtaaðlögun sem er byggir eingöngu á kynþætti.

Kyn:

Hjá heilbrigðum einstaklingum og sjúklingum eru lyfhrif prasugrel sambærileg hjá körlum og konum.

Börn:

Lyfjahvörf og lyfhrif prasugrels hafa ekki verið metin hjá börnum (sjá kafla4.2).

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkunum á æxlun. Í forklínískum rannsóknum komu eiturverkanir einungis fram við skömmtun sem talin er vera það langt yfir hámarksskömmtun fyrir menn að litlu skipti fyrir klíníska notkun.

Rannsóknir á eiturverkunum á æxlun á fósturvísi-fósturþroska hjá rottum og kanínum sýndu engin merki um vansköpun af völdum prasugrels. Í mjög háum skammti (>240 földum ráðlögðum viðhaldsskammti fyrir menn á sólarhring byggt á mg/m2) sem hafði áhrif á þyngd móður og/eða fæðuinntöku, þá varð örlítil lækkun á þyngd afkvæma (samanborið við viðmiðunardýr (gildi)). Í rannsóknum fyrir og eftir meðgöngu hjá rottum, hafði meðferð á móður engin áhrif á hegðun eða kynþroska afkvæma allt upp í útsetningu á 240 földum skammti af ráðlögðum viðhaldsskammti fyrir menn (byggt á mg/m2).

Engin æxli sáust sem tengdust lyfinu í 2 ára rannsókn með rottum útsettum fyrir prasugrel með skömmtum sem voru meiri en 75 faldur ráðlagður meðferðarskammtur í mönnum (byggt á

plasmastyrk virka og óvirka hvarfefnisins í mönnum). Það var aukin tíðni æxla (kirtilæxli í lifrarfrumum) hjá músum sem voru útsettar fyrir háum skömmtum í 2 ár (>75 föld útsetning í mönnum), en þetta var talið vera afleiðing af örvun enzíma af völdum prasugels. Æxli í lifur hjá nagdýrum vegna örvunar á ensímum af völdum lyfja er vel þekkt. Aukning á tíðni lifraræxla með notkun prasugrels í músum er ekki talið skipta máli vegna áhættu hjá mönnum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Töflukjarni: Örkristölluð sellulósa Mannitol (E421) Croscarmellosa natríum, Hýprómellósa (E464) Magnesíumsterat.

Filmuhúð:

Laktósa einhýdrat

Hypromellósa (E464)

Títantvíoxíð (E171)

Triacetin (E1518)

Rautt járnoxíð (E172) {Efient 10 mg eingöngu}

Gult járnoxíð (E172)

Talkúm

6.2Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3Geymsluþol

Efient 10 mg:

3 ár.

Efient 5 mg:

2 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Ekki þarf að geyma lyfið við sérstök hitaskilyrði. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn lofti og raka.

6.5Gerð íláts og innihald

Álþynnupakkningar í öskjum sem innihalda 14, 28, 30, 30 (x1), 56, 84, 90 (x1) og 98 töflur. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Daiichi Sankyo Europe GmbH Zielstattstrasse 48

81379 Munich Þýskaland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

Efient 5 mg:

EU/1/08/503/001 – 007, 015

Efient 10 mg:

EU/1/08/503/008 – 014, 016

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 25. febrúar 2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 13. nóvember 2013

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.emea.europa.eu/ og á vef Lyfjastofnunar, http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf