Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Eklira Genuair (aclidinium bromide, micronised) – Samantekt á eiginleikum lyfs - R03BB

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsEklira Genuair
ATC-kóðiR03BB
Efniaclidinium bromide, micronised
FramleiðandiAstraZeneca AB

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Eklira Genuair 322 míkrógrömm innöndunarduft

2.INNIHALDSLÝSING

Í hverjum gefnum skammti (skammtinum sem berst út um munnstykkið) eru 375 µg af aklídiníumbrómíði (samsvarar 322 µg af aklídiníumi). Þetta samsvarar afmældum skammti af 400 µg af aklídiníumbrómíði sem samsvarar 343 µg af aklídiníumi).

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hver gefinn skammtur inniheldur um það bil 12 mg af mjólkursykri (sem einhýdrat).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Innöndunarduft.

Hvítt eða næstum hvítt duft í hvítu innöndunartæki með innbyggðum skammtavísi og grænum skömmtunarhnappi.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Eklira Genuair er ætlað til berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferðar til að draga úr einkennum hjá fullorðnum sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Ráðlagður skammtur er einn 322 míkrógramma innöndunarskammtur af aklídiníumi tvisvar á sólarhring.

Ef skammtur gleymist á að nota næsta skammt eins fljótt og hægt er. Hins vegar má sleppa skammti sem gleymdist sé næstum kominn tími á næsta skammt.

Aldraðir

Ekki þarf að aðlaga skammta hjá öldruðum sjúklingum (sjá kafla 5.2).

Skert nýrnastarfsemi

Ekki þarf að aðlaga skammta hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla 5.2).

Skert lifrarstarfsemi

Ekki þarf að aðlaga skammta hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 5.2).

Börn

Notkun Eklira Genuair á ekki við hjá börnum og unglingum (yngri en 18 ára) fyrir ábendinguna langvinna lungnateppu.

Lyfjagjöf

Til innöndunar.

Sjúklingar skulu fá leiðbeiningar um rétta gjöf lyfsins.

Notkunarleiðbeiningar:

Kynntu þér Eklira Genuair:

Skammta

vísirinnGræni hnappurinn

Hlífðarhetta

Litaður stjórngluggi

Munnstykki

Fjarlægðu Genuair innöndunartækið úr pokanum og kynntu þér einstaka hluta þess.

Hvernig nota á Eklira Genuair

Yfirlit

Til að nota Genuair innöndunartækið þarftu að fylgja tveimur skrefum eftir að hettan hefur verið fjarlægð:

Skref 1 – Þrýstu á og SLEPPTU græna hnappinum og andaðu alveg frá þér, en ekki í innöndunartækið.

Skref 2 – Settu varirnar þétt utan um munnstykkið og andaðu KRÖFTUGLEGA og DJÚPT að þér í gegnum innöndunartækið.

Mundu að setja hlífðarhettuna aftur á eftir innöndun.

Fyrstu skrefin

Áður en Genuair innöndunartækið er notað í fyrsta sinn skal rífa upp pokann eftir skorunni og taka innöndunartækið úr pokanum.

Þegar þú ert að fara að taka lyfjaskammtinn þinn skaltu fjarlægja hlífðarhettuna með því að þrýsta laust á örvarnar sem merktar eru á hvorri hlið og toga út á við (sjá mynd 1).

MYND 1

Gættu þess að ekkert sé fyrir munnstykkinu.

Haltu Genuair innöndunartækinu í láréttri stöðu með munnstykkið að þér þannig að græni hnappurinn vísi beint upp (sjá mynd 2).

Haltu þannig að græni hnappurinn vísi beint upp. EKKI HALLA.

MYND 2

SKREF 1: ÞRÝSTU græna hnappinum alla leið niður og SLEPPTU honum síðan (sjá myndir 3 og 4).

EKKI HALDA GRÆNA HNAPPINUM ÁFRAM NIÐRI.

ÞRÝSTU græna

SLEPPTU græna

hnappinum alla leið niður

hnappinum

MYND 3

MYND 4

Stoppaðu og athugaðu: Gakktu úr skugga um að skammturinn sé tilbúinn til innöndunar

Gakktu úr skugga um að litaði stjórnglugginn sé orðinn grænn (sjá mynd 5).

Græni stjórnglugginn staðfestir að lyfið sé tilbúið til innöndunar.

Tilbúið til notkunar

GRÆNN

MYND 5

EF LITAÐI STJÓRNGLUGGINN ER ENN RAUÐUR SKALTU ÞRÝSTA AFTUR Á GRÆNA HNAPPINN OG SLEPPA (SJÁ SKREF 1).

Andaðu alveg frá þér áður en þú setur innöndunartækið að munninum. Ekki anda frá þér í innöndunartækið.

SKREF 2: Settu varirnar þétt utan um munnstykkið á Genuair innöndunartækinu og andaðu KRÖFTUGLEGA og DJÚPT að þér í gegnum munnstykkið (sjá mynd 6).

Með þessum kröftuga og djúpa andardrætti dregurðu lyfið í gegnum innöndunartækið og ofan í lungun.

ATHUGIÐ: EKKI HALDA GRÆNA HNAPPINUM INNI

Á MEÐAN ÞÚ ANDAR AÐ ÞÉR.

RÉTT

RANGT

MYND 6

Þegar þú andar að þér heyrirðu „SMELL“ sem gefur til kynna rétta notkun á Genuair innöndunartækinu.

Haltu áfram að anda að þér þótt þú hafir heyrt „SMELL“ í innöndunartækinu, til að vera viss um að fá allan skammtinn.

Taktu Genuair innöndunartækið frá munninum og haltu niðri í þér andanum eins lengi og þú átt auðvelt með og andaðu svo hægt frá þér í gegnum nefið.

Ath.: Sumir sjúklingar geta fundið milt sætt eða örlítið beiskt bragð eða finna fyrir kornóttri áferð þegar þeir anda lyfinu að sér og fer það eftir sjúklingnum. Ekki taka annan skammt þó þú finnir ekki bragð eða breytingu á áferð eftir innöndun.

Stoppaðu og athugaðu: Gakktu úr skugga um að þú hafir andað rétt að þér

Gakktu úr skugga um að litaði stjórnglugginn sé orðinn rauður (sjá mynd 7). Þannig færðu staðfest að þú hafir andað að þér fullum skammti á réttan hátt.

Rétt innöndun

RAUÐUR

MYND 7

EF LITAÐI STJÓRNGLUGGINN ER ENN GRÆNN SKALTU ANDA AFTUR KRÖFTUGLEGA OG DJÚPT AÐ ÞÉR Í GEGNUM MUNNSTYKKIÐ (SJÁ SKREF 2).

Ef glugginn verður ekki enn rauður getur verið að þú hafir gleymt að sleppa græna hnappinum áður en þú andaðir að þér eða að þú hafir ekki andað rétt. Gerist það skaltu reyna aftur.

Gættu þess að þú hafir SLEPPT græna hnappinum og andað KRÖFTUGLEGA og djúpt að þér í gegnum munnstykkið.

Ath: Ef þér tekst ekki að anda rétt eftir nokkrar tilraunir skaltu hafa samband við lækninn.

Þegar glugginn er orðinn rauður skaltu setja hlífðarhettuna á sinn stað með því að þrýsta henni aftur á munnstykkið (sjá mynd 8).

MYND 8

Hvenær er þörf á nýju Genuair innöndunartæki?

Genuair innöndunartækið er búið skammtavísi sem sýnir þér um það bil hversu margir skammtar eru eftir. Skammtavísirinn færist hægt niður með 10 skammta millibili (60, 50, 40, 30, 20, 10, 0) (sjá mynd A). Í hverju Genuair innöndunartæki eru a.m.k. 30 eða 60 skammtar, eftir pakkningastærð.

Þegar rauðröndótt strik birtist á skammtavísinum (sjá mynd A) gefur það til kynna að þú sért að nálgast síðasta skammtinn og þurfir að verða þér úti um nýtt Genuair innöndunartæki.

Skammtavísir lækkar með 10 skammta millibili: 60, 50, 40, 30, 20, 10, 0.

Rauðröndótt strik

Skammtavísir

MYND A

Ath: Ef Genuair innöndunartækið virðist vera skemmt eða ef þú týnir hettunni skaltu skipta um innöndunartæki. Þú ÞARFT EKKI að hreinsa Genuair innöndunartækið. Viljir þú hins vegar hreinsa tækið gerirðu það með því að þurrka munnstykkið að utanverðu með þurrum pappírsklút eða –þurrku. ALDREI skal nota vatn til að hreinsa Genuair innöndunartækið þar sem það getur eyðilagt lyfið.

Hvernig veistu að Genuair innöndunartækið sé tómt?

Þegar talan 0 (núll) birtist á miðjum skammtavísinum skaltu halda áfram að nota þá skammta sem eftir eru í Genuair innöndunartækinu.

Þegar síðasti skammturinn hefur verið undirbúinn til innöndunar fer græni hnappurinn ekki aftur í upphaflega stöðu heldur læsist í miðstöðu (sjá mynd B). Þú getur andað að þér síðasta skammtinum þótt græni hnappurinn sé læstur. Eftir það er ekki hægt að nota Genuair innöndunartækið og þú þarft að byrja að nota nýtt innöndunartæki.

Læst

MYND B

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir aklídiníumbrómíði eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Öfug áhrif við berkjukrampa:

Eklira Genuair getur valdið öfugum áhrifum á berkjukrampa (paradoxical bronchospasm). Ef slíkt gerist skal stöðva meðferð með Eklira Genuair og íhuga aðrar meðferðir.

Versnandi sjúkdómur:

Aklídiníumbrómíð er berkjuvíkkandi lyf til viðhaldsmeðferðar og má ekki nota til að lina bráðatilfelli berkjukrampa, þ.e. sem neyðarmeðferð. Ef um er að ræða aukin einkenni langvinnrar lungnateppu, á meðan sjúklingurinn er á meðferð með aklídiníumbrómíð, að svo miklu leyti að sjúklingurinn telur að frekari neyðarmeðferðar sé þörf, er nauðsynlegt að endurmeta sjúklinginn og þá meðferð sem hann er á.

Áhrif á hjarta og æðakerfi:

Öryggi með tilliti til blóðrásar einkennist af andkólínvirkum áhrifum.

Gæta skal varúðar við notkun Eklira Genuair hjá sjúklingum sem fengu hjartadrep á síðastliðnum 6 mánuðum, hvikula hjartaöng, nýgreindar hjartsláttartruflanir á síðastliðnum 3 mánuðum eða sem

lagðir höfðu verið inn á sjúkrahús á síðastliðnum 12 mánuðum vegna hjartabilunar af flokki III og IV samkvæmt flokkun New York Heart Association. Slíkir sjúklingar voru útilokaðir frá klínískum rannsóknum vegna þess að andkólínvirkur verkunarháttur kann að hafa áhrif á þessa sjúkdóma.

Andkólínvirkni:

Munnþurrkur, sem komið hefur fram við andkólínvirka meðferð, getur til lengri tíma leitt til tannátu.

Í samræmi við andkólínvirkni aklídiníumbrómíðs skal gæta varúðar við notkun lyfsins hjá sjúklingum með blöðruhálskirtilsstækkun með einkennum eða blöðruhálsteppu eða með þrönghornsgláku (þó mjög ólíklegt sé að efnið komist í beina snertingu við augu).

Hjálparefni:

Lyfið inniheldur mjólkursykur. Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaskort eða vanfrásog glúkósa-galaktósa, sem eru mjög sjaldgæfir, arfgengir kvillar, skulu ekki nota lyfið.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Samtímis gjöf aklídiníumbrómíðs og annarra andkólínvirkra lyfja hefur ekki verið rannsökuð og því er ekki mælt með því.

Þó engar formlegar in vivo rannsóknir á milliverkunum lyfja hafi farið fram, hefur aklídiníumbrómíð til innöndunar verið notað samhliða öðrum lyfjum við langvinnri lungnateppu svo sem adrenvirkum berkjuvíkkandi lyfjum, metýlxantíni og sterum til inntöku og innöndunar án klínískra vísbendinga um milliverkanir.

In vitro rannsóknir hafa sýnt að aklídiníumbrómíð og umbrotsefni aklídiníumbrómíðs í meðferðarskömmtum eru ekki talin líkleg til að hafa milliverkanir við virk efni sem eru hvarfefni P-glýkópróteins (P-gp) eða virk efni umbrotin af cýtókróm P450 (CYP450) ensímum og esterösum (sjá kafla 5.2).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun aklídiníumbrómíðs á meðgöngu.

Dýrarannsóknir hafa eingöngu sýnt eiturverkanir á fóstur við skammta sem eru margfalt hærri en hámarksskammtar af aklídiníumbrómíði fyrir menn (sjá kafla 5.3). Aðeins skal nota aklídiníumbrómíð á meðgöngu ef væntanlegur ávinningur vegur þyngra en hugsanleg áhætta.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort aklídiníumbrómíð / umbrotsefni þess skiljast út í brjóstamjólk. Dýrarannsóknir hafa sýnt fram á að aklídiníumbrómíð / umbrotsefni þess berast í litlu magni í brjóstamjólk. Ekki er hægt að útiloka áhættu fyrir nýbura/ungbörn. Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta/hefja ekki meðferð með Eklira Genuair.

Frjósemi

Rannsóknir á rottum hafa sýnt smávægilega skerðingu á frjósemi, en eingöngu við skammta sem eru mikið stærri en hámarksskammtar af aklídiníumbrómíði fyrir menn (sjá kafla 5.3). Það er talið ólíklegt að ráðlagður skammtur af Eklira Genuair muni hafa áhrif á frjósemi hjá mönnum.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Aklídiníumbrómíð kann að hafa lítil áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Ef fram kemur höfuðverkur, svimi eða þokusýn eftir gjöf aklídiníumbrómíðs (sjá kafla 4.8) getur það haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi notkunar lyfsins

Algengustu aukaverkanirnar vegna Eklira Genuair voru höfuðverkur (6,6%) og nefkoksbólga (5,5%).

Samantekinn listi aukaverkana

Tíðniflokkun aukaverkana í eftirfarandi töflu byggist í grófum dráttum á tíðni aukaverkana (þ.e. aukaverkunum sem rekja má til Eklira Genuair) sem komu í ljós við notkun Eklira Genuair 322 µg (636 sjúklingar) í heildargreiningu á einni sex mánaða og tveimur þriggja mánaða slembuðum, klínískum samanburðarrannsóknum með lyfleysu.

Tíðni aukaverkana, sem taldar eru upp hér fyrir neðan, er skilgreind á eftirfarandi hátt: Mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Flokkun eftir líffærum

MedDRA-heiti

Tíðni

Sýkingar af völdum sýkla og

Skútabólga

Algengar

sníkjudýra

Nefkoksbólga

Algengar

Ónæmiskerfi

Ofnæmi

Mjög sjaldgæfar

 

Ofsabjúgur

Tíðni ekki þekkt

 

Bráðaofnæmisviðbrögð

Tíðni ekki þekkt

Taugakerfi

Höfuðverkur

Algengar

 

Svimi

Sjaldgæfar

Augu

Þokusýn

Sjaldgæfar

Hjarta

Hraðtaktur

Sjaldgæfar

 

Hjartsláttarónot

Sjaldgæfar

Öndunarfæri, brjósthol og

Hósti

Algengar

miðmæti

Raddtruflanir

Sjaldgæfar

Meltingarfæri

Niðurgangur

Algengar

 

Ógleði*

Algengar

 

Munnþurrkur

Sjaldgæfar

 

Munnbólga

Sjaldgæfar

Húð og undirhúð

Útbrot

Sjaldgæfar

 

Kláði

Sjaldgæfar

Nýru og þvagfæri

Þvagteppa

Sjaldgæfar

* Tíðni ógleði í klínískum rannsóknum var lægri fyrir aklídiníumbrómíði en fyrir lyfleysu (43,9 á móti 48,3 á 1.000 sjúklingaár, hvort um sig)

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Stórir skammtar af aklídiníumbrómíði geta leitt til andkólínvirkra sjúkdómseinkenna. Samt sem áður hafa heilbrigðir einstaklingar fengið allt að 6.000 µg af aklídiníumbrómíði í

innöndunarskömmtum án almennra andkólínvirkra aukaverkana. Þar að auki komu engar aukaverkanir með klíníska þýðingu fram að lokinni sjö daga skömmtun tvisvar á sólarhring með skammta allt að 800 µg af aklídiníumbrómíði hjá heilbrigðum einstaklingum.

Bráðaeitrun vegna inntöku fyrir slysni á aklídiníumbrómíði er ólíkleg þar sem frásog eftir inntöku er lítið og skömmtun Genuair innöndunartækisins er virkjuð með andardrætti.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf við teppusjúkdómum í öndunarvegi, andkólínvirk lyf, ATC flokkur: R03BB05

Verkunarháttur

Aklídiníumbrómíð er sértækur, múskarínvirkur samkeppnisblokki viðtaka (einnig þekkt sem andkólínvirkt lyf) með lengri dvalartíma við M3 viðtaka en M2 viðtaka. M3 viðtakar miðla samdrætti í sléttum vöðvum öndunarvegs. Aklídíníumbrómíð til innöndunar verkar staðbundið í lungum með því að blokka M3 viðtaka í sléttum vöðvum öndunarvegs og framkalla berkjuvíkkun. In vitro og in vivo rannsóknir sýndu skjótvirka, skammtaháða og langvarandi hömlun af völdum aklídiníums á berkjusamdrátt af völdum acetýlkólíns. Aklídiníumbrómíð brotnar hratt niður í plasma og því er lítið af almennum andkólínvirkum aukaverkunum.

Lyfhrif

Rannsóknir á klínískri verkun sýndu að Eklira Genuair veitti klínískt mikilvægan bata á lungnastarfsemi (samkvæmt niðurstöðum úr mælingum á rúmmáli kröftugrar útöndunar á 1 sekúndu [FEV1]) á 12 klst. tímabili eftir morgun- og kvöldskammt og kom skýrt fram innan 30 mínútna frá fyrsta skammti (aukning frá upphafsgildi um 124-133 ml). Hámarksberkjuvíkkun náðist innan

1-3 klst. frá skömmtun með hámarksaukningu FEV1 frá upphafsgildinu að meðaltali 227-268 ml við jafnvægi.

Raflífeðlisfræði hjartans

Ekki var greint frá neinum áhrifum á QT-bil (leiðrétt með Fridericia- eða Bazett-aðferðinni eðaeinstaklingsleiðrétt) þegar aklídiníumbrómíð (200 µg eða 800 µg) var gefið heilbrigðum einstaklingum einu sinni á sólarhring í 3 daga í nákvæmri QT-rannsókn.

Að auki kom ekki fram að Eklira Genuair hefði marktæk klínísk áhrif á hjartslátt við sólarhrings Holter-vöktun eftir 3 mánaða meðferð hjá 336 sjúklingum (þar af 164 sem fengu Eklira Genuair 322 µg tvisvar á sólarhring).

Verkun og öryggi

Eklira Genuair III. stigs þróunarferlið fól í sér að 269 sjúklingar hlutu meðferð með Eklira Genuair 322 µg tvisvar á sólarhring í einni 6 mánaða slembaðri samanburðarrannsókn með lyfleysu og

190 sjúklingar sem hlutu meðferð með Eklira Genuair 322 µg tvisvar á sólarhring í einni 3 mánaða slembaðri samanburðarrannsókn með lyfleysu. Verkun var metin með mælingum á lungnastarfsemi og einkennum svo sem mæði, heilsuástandi sértæku fyrir sjúkdóminn, notkun neyðarmeðferðar og endurtekinni versnun sjúkdóms. Í langtímarannsóknum á öryggi hafði Eklira Genuair berkjuvíkkandi verkun þegar það var gefið á meðferðartímabili sem stóð í eitt ár.

Berkjuvíkkun

Í sex mánaða rannsókninni fengu sjúklingar Eklira Genuair 322 µg tvisvar á sólarhring og upplifðu klínískt mikilvægan bata á lungnastarfsemi (samkvæmt FEV1 mælingu). Berkjuvíkkandi hámarksverkun var greinileg frá fyrsta degi og hélst yfir sex mánaða meðferðartímann. Eftir 6 mánaða meðferð var meðalaukning FEV1 að morgni fyrir skammt (lágstyrkur) samanborið við lyfleysu 128 ml (95% CI=85-170; p<0,0001).

Svipaðar niðurstöður fengust með Eklira Genuair í 3 mánaða rannsókninni.

Heilsuástand sértækt fyrir sjúkdóminn og bætt einkenni

Eklira Genuair veitti klínískt mikilvægan bata m.t.t. mæði (samkvæmt mælikvarða fyrir breytingar á andnauð („Transition Dyspnoea Index“ [TDI]) og heilsuástands sértæku fyrir sjúkdóminn (metið með öndunarspurningalista St. George („St.George‘s Respiratory Questionnaire“ [SGRQ]). Taflan að neðan sýnir verkun gegn einkennum sem fæst eftir 6 mánaða meðferð með Eklira Genuair.

 

 

 

Meðferð

 

 

Árangur í

 

 

 

 

Breyta

 

Eklira Genuair

 

Lyfleysa

 

samanburði við

 

p-gildi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

lyfleysu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

TDI

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hundraðshlutfall sjúklinga

56,9

 

45,5

 

1,68-földc aukning

 

0,004

 

 

sem hafa náð MCIDa

 

 

á líkum

 

 

 

Meðalbreyting frá grunnlínu

1,9

 

0,9

 

1,0 eining

 

<0,001

 

 

SGRQ

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hundraðshlutfall sjúklinga

57,3

 

41,0

 

1,87-földc aukning

 

<0,001

 

 

sem hafa náð MCIDb

 

 

á líkum

 

 

 

Meðalbreyting frá grunnlínu

-7,4

 

-2,8

 

- 4,6 einingar

 

<0,0001

 

aKlínískt mikilvægur lágmarksmunur (MCID) að lágmarki einnar einingar munur á TDI.

bMCID að lágmarki – fjögurra eininga breyting á SGRQ.

cLíkindahlutfall, auknar líkur á að ná MCID samanborið við lyfleysu.

Sjúklingar sem hafa hlotið meðferð með Eklira Genuair þurftu minni neyðarmeðferð en sjúklingar sem hlutu meðferð með lyfleysu (minnkun um 0,95 púst á sólarhring eftir 6 mánuði [p=0,005]). Eklira Genuair dró einnig úr daglegum einkennum LLT (mæði, hósti og uppgangur) og einkennum að nóttu til og snemma á morgnana.

Sameinuð greining á verkun í sex mánaða og þriggja mánaða samanburðarrannsóknunum með lyfleysu sýndu fram á tölfræðilega marktæka lækkun á tíðni miðlungsmikillar til verulegrar versnunar (krafðist meðferðar með sýklalyfjum eða sterum eða leiddi til sjúkrahússinnlagna) með aklídiníumbrómíð 322 µg samanborið við lyfleysu (tíðni á sjúklinga á ári: 0,31 á móti 0,44 hvort um sig; p=0,0149).

Æfingaþol

Í þriggja vikna slembiraðaðri víxlrannsókn með samanburð við lyfleysu tengdist Eklira Genuair marktækri aukningu á æfingaþoli umfram lyfleysu og nam aukningin 58 sekúndum (95% CI=9-108; p=0,021; gildi fyrir meðferð: 486 sekúndur). Eklira Genuair dró marktækt úr ofurþani lungna í hvíld (slakmál [FRC]=0,197 L [95% CI=0,321, 0,072; p=0,002]; loftleif [RV]=0,238 L [95% CI=0,396, 0,079; p=0,004]) og jók einnig aðmál (inspiratory capacity) (um 0,078 L; 95% CI=0.01, 0,145;

p=0,025) og dró úr mæði meðan á líkamsæfingum stóð (Borg kvarði) (um 0,63 Borg einingar; 95% CI=1,11, 0,14; p=0,012).

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á Eklira Genuair hjá öllum undirhópum barna við LLT (upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Aklídiníumbrómíð frásogast hratt úr lungum, hámarksþéttni í plasma er náð innan 5 mínútna frá innöndun hjá heilbrigðum einstaklingum og vanalega innan 15 mínútna hjá LLT-sjúklingum. Hlutfall af innönduðum skammti sem nær út í blóðrásina sem óbreytt aklídiníum er mjög lágt eða innan við 5%.

Hámarksþéttni í plasma við jafnvægi sem náðist eftir að LLT-sjúklingar höfðu andað að sér 400 µg af aklídiníumbrómíð þurrdufti var u.þ.b. 224 pg/ml. Jafnvægi í plasmaþéttni næst á innan við sjö dögum þegar lyfið er gefið tvisvar á sólarhring.

Dreifing

Heildarhlutfall aklídiníumbrómíðis sem fór niður í lungu eftir innöndun með Genuair innöndunartækinu, var að meðaltali u.þ.b. 30% af afmældum skammti.

Próteinbinding aklídiníumbrómíðs í plasma ákvörðuð in vitro samsvaraði líklega próteinbindingu umbrotsefna út af hröðu vatnsrofi aklídiníumbrómíðs í plasma. Próteinbinding í plasma var 87% fyrir karboxýlsýru-umbrotsefnið og 15% fyrir alkóhól-umbrotsefnið. Helsta plasmapróteinið sem binst aklídiníumbrómíði er albúmín.

Umbrot

Aklídiníumbrómíð hvarfast hratt og að miklu leyti með vatnsrofi sökum lyfjafræðilega óvirkra alkóhól- og karboxýlsýru-umbrotsefna. Vatnsrof á sér stað bæði efnafræðilega (ekki með ensímum) og með ensímum, þ.e. esterösum, bútýrýlkólínesterasi er helsti esterasinn sem stuðlar að vatnsrofi hjá mönnum. Plasmaþéttni sýru-umbrotsefnisins er u.þ.b. 100 sinnum meiri en í alkóhól-umbrotsefninu og óbreyttu virku innihaldsefni eftir innöndun.

Heildaraðgengi innandaðs aklídiníumbrómíðs (<5%) er lítið sökum þess að aklídiníumbrómíð, gengst undir verulegt vatnsrof bæði fyrir og eftir altækt frásog (systemic and pre-systemic hydrolysis) hvort sem það fer í lungun eða er gleypt.

Umbrot með CYP450-ensímum gegna minniháttar hlutverki í heildarúthreinsun með efnaskiptum á aklídiníumbrómíði.

In vitro rannsóknir hafa sýnt að aklídiníumbrómíð í meðferðarskömmtum eða umbrotsefni þess hamla hvorki né örva cýtókróm P450 (CYP450) ensímin og hamla ekki esterösum (karboxýlesterasa, acetýlkólínesterasa og bútýrýlkólínesterasa). In vitro rannsóknir hafa sýnt fram á að aklídiníumbrómíð eða umbrotsefni aklídiníumbrómíðs eru ekki hvarfefni eða hemlar fyrir P-glýkóprótein.

Brotthvarf

Lokahelmingunartími brotthvarfs aklídiníumbrómíðs er um það bil 14 klst. og helmingunartími aklídiníumbrómíðs er um það bil 10 klst., eftir innöndun 400 µg skammta tvisvar á sólarhring hjá LLT-sjúklingum.

Eftir að heilbrigðum einstaklingum voru gefin 400 µg af geislamerktu aklídiníumbrómíði í bláæð, skildist u.þ.b. 1% af skammtinum út í þvagi sem óbreytt aklídiníumbrómíð. Allt að 65% af skammtinum skildist út sem umbrotsefni í þvagi og allt að 33% sem umbrotsefni í hægðum.

Eftir innöndun á 200 µg og 400 µg af aklídiníumbrómíði í heilbrigðum einstaklingum eða LLT-sjúklingum var útskilnaður á óbreyttu aklídiníum í þvagi afarlítill eða í kringum 0,1% af gefnum skammti og þetta gefur til kynna að nýrnaútskilnaður gegni minniháttar hlutverki í heildarúthreinsun aklídiníums úr plasma.

Línulegt/ólínulegt samband

Aklídiníumbrómíð sýndi línulega hvörfun og lyfjahvörf óháð tíma á meðferðarskammtabilinu.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir

Lyfjahvarfafræðilegir eiginleikar aklídiníumbrómíðs hjá sjúklingum með miðlungs til alvarlega langvinna lungnateppu (LLT) virðist vera áþekkir hjá sjúklingum á aldrinum 40–59 ára og hjá sjúklingum ≥70 ára. Því er ekki þörf a skammtaaðlögun hjá öldruðum LLT-sjúklingum.

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi:

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Aklídiníumbrómíð er aðallega umbrotið með efnafræðilegum klofningi og ensímklofningi í plasma. Mjög ólíklegt er því að truflanir á lifrarstarfsemi muni hafa áhrif á altæka útsetningu. Ekki þarf að aðlaga skammta hjá LLT-sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi:

Enginn marktækur munur á lyfjahvörfum kom fram á milli einstaklinga með eðlilega nýrnastarfsemi og einstaklinga með skerta nýrnastarfsemi. Því þarf ekki að aðlaga skammta eða auka eftirlit fyrir LLT-sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi.

Kynþáttur

Eftir endurtekna innöndun er altæk útsetning fyrir aklídiníumbrómíði svipuð hjá japönskum sjúklingum og sjúklingum af hvítum kynstofni.

Tengsl lyfjahvarfa og lyfhrifa

Vegna þess að aklídiníumbrómíð verkar staðbundið í lungum og brotnar hratt niður í plasma þá eru engin bein tengsl á milli lyfjahvarfa og lyfhrifa.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkunum á æxlun og þroska.

Áhrif í öðrum rannsóknum en klínískum með tilliti til lykilbreyta hjarta- og æðakerfis (aukinn hjartsláttur hjá hundum), eiturverkana á æxlun (eiturverkanir á fóstur) og frjósemi (lítilsháttar minnkun tíðni getnaðar, fækkun gulbúa og aukinn missi fyrir og eftir hreiðrun) komu eiturverkanir einungis fram við skömmtun sem talin er vera það langt yfir hámarksskömmtun fyrir menn að litlu skipti fyrir klíníska notkun.

Lítil eituráhrif hafa fundist í rannsóknum á eiturverkunum sem ekki voru klínískar að hluta til út af hröðum efnahvörfum aklídiníumbrómíðs í plasma og skorti á marktækum lyfjafræðilegum áhrifum helstu umbrotsefna. Öryggismörk fyrir altæka útsetningu hjá mönnum af 400 µg tvisvar á sólarhring yfir mörkum þess að engar aukaverkanir finnist fyrir þessar rannsóknir voru á bilinu 7 til 73 föld.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Mjólkursykurseinhýdrat

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

Notið innan 90 daga frá því að pokinn er opnaður.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið innöndunartækið í pokanum þar til tímabil lyfjagjafar hefst.

6.5Gerð íláts og innihald

Innöndunartækið er margþættur búnaður gerður úr pólýkarbónati, akrýlónítríl-bútadíen-stýreni, pólýoxýmetýleni, pólýester-bútýlen-tereþalati, pólýprópýleni, pólýstýreni og ryðfríu stáli. Það er hvítt á lit með innbyggðum skammtavísi og grænum skömmtunarhnappi. Munnstykkinu er lokað með grænni hlífðarhettu sem hægt er að taka af. Innöndunartækið kemur í fóðruðum plastpoka og pakkað í pappaöskju.

Askja sem inniheldur 1 innöndunartæki með 30 skömmtum.

Askja sem inniheldur 1 innöndunartæki með 60 skömmtum.

Askja sem inniheldur 3 innöndunartæki sem hvert er með 60 skömmtum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Notkunarleiðbeiningar eru í kafla 4.2.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

AstraZeneca AB

SE-151 85 Södertälje

Svíþjóð

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/12/778/001

EU/1/12/778/002

EU/1/12/778/003

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 20. júlí 2012

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 20. apríl 2017

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf