Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Eklira Genuair (aclidinium bromide, micronised) – Fylgiseðill - R03BB

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsEklira Genuair
ATC-kóðiR03BB
Efniaclidinium bromide, micronised
FramleiðandiAstraZeneca AB

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Eklira Genuair 322 míkrógrömm innöndunarduft

Aklídiníum (aklídiníumbrómíð)

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Eklira Genuair og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Eklira Genuair

3.Hvernig nota á Eklira Genuair

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Eklira Genuair

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

7.Genuair innöndunartækið: Notkunarleiðbeiningar

1.Upplýsingar um Eklilra Genuair og við hverju það er notað

Hvað er Eklira Genuair?

Virka efnið í Eklira Genuair er aklídiníum sem tilheyrir flokki lyfja sem nefnast berkjuvíkkandi lyf. Berkjuvíkkandi lyf slaka á öndunarvegi og halda berkjugreinum opnum. Eklira Genuair er þurrduftsinnöndunartæki sem nýtir andardrátt þinn til að koma lyfinu ofan í lungun. Þetta auðveldar öndun hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu.

Við hverju er Eklira Genuair notað?

Elikra Genuair er notað til að opna öndunarveg og draga úr einkennum langvinnrar lungnateppu, sem er alvarlegur, langvinnur lungnasjúkdómur sem einkennist af öndunarerfiðleikum. Regluleg notkun Eklira Genuair getur auðveldað öndun og dregið úr áhrifum sjúkdómsins á daglegt líf þegar sjúkdómnum fylgir viðvarandi mæði.

2. Áður en byrjað er að nota Eklira Genuair

Ekki má nota Eklira Genuair

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir aklídiníum eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Eklira Genuair er notað:

-ef þú hefur þjáðst af hjartakvillum nýlega.

-ef þú sérð ljósbauga í kringum ljós eða litmyndir (gláka).

-ef þú ert með stækkaðan blöðruhálskirtil, átt í erfiðleikum með að losa þvag eða ert með fyrirstöðu í þvagblöðru.

Eklira Genuair er ætlað til viðhaldsmeðferðar og skal ekki nota við skyndilegri mæði eða hvæsandi öndun. Ef einkenni langvinnrar lungnateppu (mæði, hvæsandi öndun, hósti) batna ekki eða versna þá skaltu leita ráða hjá lækninum eins fljótt og unnt er.

Munnþurrkur, sem komið hefur fram þegarlyf eins og Eklira Genuair eru notuð í lengri tíma, getur tengst tannskemmdum. Þess vegna er mikilvægt að muna að huga að góðri munnhirðu.

Hætta skal notkun Eklira Genuair og leita læknisaðstoðar tafarlaust:

-ef þú færð þyngsli fyrir brjósti, hósta, hvæsandi öndun eða mæðist strax eftir notkun lyfsins. Þetta geta verið einkenni um berkjukrampa.

Börn og unglingar

Eklira Genuair er ekki ætlað börnum eða unglingum undir 18 ára aldri.

Notkun annarra lyfja samhliða Eklira Genuair

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að vera notuð.

Upplýstu lækninn um það ef þú hefur notað eða notar svipuð lyf við öndunarerfiðleikum, t.d. lyf sem innihalda tíótrópíum, ípratrópíum. Spyrðu lækni eða lyfjafræðing ef þú ert í vafa. Ekki er mælt með notkun Eklira Genuair samhliða þessum lyfjum.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Ekki má nota Eklira Genuair á meðgöngu eða meðan á brjóstagjöf stendur nema að höfðu samráði við lækni.

Akstur og notkun véla

Eklira Genuair kann að hafa lítil áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Þetta lyf getur valdið svima, höfuðverk eða þokusýn. Notið hvorki tæki né vélar ef einhver þessara áhrifa koma fram þar til höfuðverkurinn er horfinn, sviminn er liðinn hjá eða þar til sjónin er aftur orðin eðlileg.

Eklira Genuair innihieldur mjólkursykur

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er notað.

3.Hvernig nota á Eklira Genuair

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

-Ráðlagður skammtur er ein innöndun tvisvar á sólarhring, kvölds og morgna.

-Verkun Eklira Genuair varir í 12 klukkustundir. Því skaltu reyna að nota Eklira Genuair innöndunartækið alltaf á sama tíma á hverjum morgni og hverju kvöldi. Þetta tryggir að ávallt sé nægt lyf í líkamanum til að auðvelda þér öndun allan daginn og alla nóttina. Þetta auðveldar þér einnig að muna eftir að nota lyfið.

Aldraðir sjúklingar og sjúklingar með nýrna- eða lifrarsjúkdóma mega nota ráðlagðan skammt. Ekki er þörf á aðlögun skammta.

Langvinn lungnateppa er langvinnur sjúkdómur; þess vegna er mælt með því að Eklira Genuair sé notað alla daga, tvisvar á dag, en ekki aðeins þegar öndunarerfiðleikar eða önnur einkenni sjúkdómsins koma fram.

Íkomuleið

Lyfið er til innöndunar.

Leiðbeiningar um notkun Genuair innöndunartækisins eru í kafla 7 aftast í fylgiseðlinum. Leitaðu ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi ef þú ert í vafa um hvernig þú átt að nota Eklira Genuair.

Nota má Eklira Genuair hvenær sem er fyrir eða eftir neyslu matar eða drykkjar.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef þú telur þig hafa notað meira af Eklira Genuair en þú ættir að gera skaltu hafa samband við lækni eða lyfjafræðing.

Ef gleymist að nota Eklira Genuair

Ef þú gleymir skammti af Eklira Genuair skaltu taka hann þegar þú manst eftir því. Ef stutt er í næsta skammt skaltu hins vegar sleppa skammtinum sem þú gleymdir.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Eklira Genuair

Þetta lyf ætlað til langtímanota. Ef þú vilt hætta meðferðinni skaltu fyrst hafa samband við lækni þar sem einkenni geta versnað.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ofnæmisviðbrögð geta komið fyrir, en þó er það mjög sjaldgæft (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum). Hættu að nota lyfið og hafðu umsvifalaust samband við lækni ef þú bólgnar í andliti, hálsi, vörum eða tungu (með eða án erfiðleika við að anda eða kyngja), finnur fyrir svima eða aðsvifi, hraðari hjartslætti eða færð upphleyptar bólur með miklum kláða (ofsakláði), þar sem þessi einkenni kunna að vera merki um ofnæmisviðbrögð.

Eftirfarandi aukaverkanir geta komið fyrir við notkun á Eklira Genuair:

Algengar: geta komið fyrir hjá 1 af hverjum 10 einstaklingum

-Höfuðverkur

-Bólgur í ennisholum (skútabólga)

-Kvef (nefkoksbólga)

-Hósti

-Niðurgangur

-Ógleði

Sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá 1 af hverjum 100 einstaklingum

-Svimi

-Munnþurrkur

-Bólga í munni (munnbólga)

-Hæsi (raddtruflun)

-Hraður hjartsláttur (hraðtaktur)

-Hjartsláttartilfinning (hjartsláttarónot)

-Erfiðleikar við þvaglát (þvagteppa)

-Þokusýn

-Útbrot

-Kláði í húð

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Eklira Genuair

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiða á innöndunartækinu og öskjunni á eftir „EXP“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið innöndunartækið í pokanum þar til tímabil lyfjagjafar hefst.

Notið innan 90 daga frá því að pokinn er opnaður.

Ekki skal nota Eklira Genuair ef umbúðir eru skemmdar eða ef átt hefur verið við þær.

Þegar síðasti skammturinn hefur verið tekinn skal farga innöndunartækinu. Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Eklira Genuair inniheldur

-Virka innihaldsefnið er aklídiníumbrómíð. Í hverjum gefnum skammti eru 375 míkrógrömm aklídiníumbrómíðs sem samsvarar 322 míkrógrömmum af aklídiníum.

-Önnur innihaldsefni eru mjólkursykurseinhýdrat (sjá kafla 2 „Eklira Genuair inniheldur mjólkursykur“).

Lýsing á útliti Eklira Genuair og pakkningastærðir

Eklira Genuair er hvítt eða nánast hvítt duft.

Genuair innöndunartækið er hvítt með innbyggðum skammtavísi og grænum skömmtunarhnappi. Munnstykkinu er lokað með grænni hlífðarhettu sem hægt er að taka af. Innöndunartækið kemur í plastpoka.

Pakkningastærðir:

Askja sem inniheldur 1 innöndunartæki með 30 skömmtum.

Askja sem inniheldur 1 innöndunartæki með 60 skömmtum.

Askja sem inniheldur 3 innöndunartæki sem hvert er með 60 skömmtum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

AstraZeneca AB

SE-151 85 Södertälje

Svíþjóð

Framleiðandi

Industrias Farmacéuticas Almirall, S.A. Ctra. Nacional II, Km. 593

08740 Sant Andreu de la Barca, Barcelona Spánn

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

AstraZeneca S.A./N.V.

UAB AstraZeneca Lietuva

Tel: +32 2 370 48 11

Tel: +370 5 2660550

България

Luxembourg/Luxemburg

АстраЗенека България ЕООД

AstraZeneca S.A./N.V.

Тел.: +359 (2) 44 55 000

Tél/Tel: +32 2 370 48 11

Česká republika

Magyarország

AstraZeneca Czech Republic s.r.o.

AstraZeneca Kft.

Tel: +420 222 807 111

Tel.: +36 1 883 6500

Danmark

Malta

AstraZeneca A/S

Associated Drug Co. Ltd

Tlf: +45 43 66 64 62

Tel: +356 2277 8000

Deutschland

Nederland

AstraZeneca GmbH

AstraZeneca BV

Tel: +49 41 03 7080

Tel: +31 79 363 2222

Eesti

Norge

AstraZeneca

AstraZeneca AS

Tel: +372 6549 600

Tlf: +47 21 00 64 00

Ελλάδα

Österreich

AstraZeneca A.E.

AstraZeneca Österreich GmbH

Τηλ: +30 2 106871500

Tel: +43 1 711 31 0

España

Polska

AstraZeneca Farmacéutica Spain, S.A.

AstraZeneca Pharma Poland Sp. z o.o.

Tel: +34 91 301 91 00

Tel.: +48 22 245 73 00

France

Portugal

AstraZeneca

AstraZeneca Produtos Farmacêuticos, Lda.

Tél: +33 1 41 29 40 00

Tel: +351 21 434 61 00

Hrvatska

România

AstraZeneca d.o.o.

AstraZeneca Pharma SRL

Tel: +385 1 4628 000

Tel: +40 21 317 60 41

Ireland

Slovenija

A. Menarini Pharmaceuticals Ireland Ltd

AstraZeneca UK Limited

Tel: +353 1 284 6744

Tel: +386 1 51 35 600

Ísland

Slovenská republika

Vistor hf.

AstraZeneca AB, o.z.

Sími: +354 535 70 00

Tel: +421 2 5737 7777

Italia

Suomi/Finland

AstraZeneca S.p.A.

AstraZeneca Oy

Tel: +39 02 9801 1

Puh/Tel: +358 10 23 010

Κύπρος

Sverige

Αλέκτωρ Φαρµακευτική Λτδ

AstraZeneca AB

Τηλ: +357 22490305

Tel: +46 8 553 26 000

Latvija

United Kingdom

SIA AstraZeneca Latvija

AstraZeneca UK Ltd

Tel: +371 67377100

Tel: +44 1582 836 836

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í {mánuður ÁÁÁÁ}.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu.

7.Genuair innöndunartækið: Notkunarleiðbeiningar

Þessi kafli inniheldur upplýsingar um notkun Genuair innöndunartækisins. Leitaðu til læknis, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun innöndunartækisins.

Lestu allar leiðbeiningar áður en þú byrjar að nota Genuair innöndunartækið.

Kynntu þér Eklira Genuair: Fjarlægðu Genuair innöndunartækið úr pokanum og kynntu þér einstaka hluta þess.

Skammtavísir

Græni hnappurinn

 

Hlífðarhetta

Litaður stjórngluggi

Munnstykki

Hvernig nota á Eklira Genuair

Yfirlit

Til að nota Genuair innöndunartækið þarftu að fylgja tveimur skrefum eftir að hettan hefur verið fjarlægð.

Skref 1: Þrýstu á og SLEPPTU græna hnappinum og andaðu alveg frá þér, en ekki í innöndunartækið.

Skref 2: Settu varirnar þétt utan um munnstykkið og andaðu KRÖFTUGLEGA og DJÚPT að þér í gegnum innöndunartækið.

Mundu að setja hlífðarhettuna aftur á eftir innöndun.

Fyrstu skrefin

Áður en Genuair innöndunartækið er notað í fyrsta sinn skal rífa upp pokann eftir skorunni og taka innöndunartækið úr pokanum.

Þegar þú ert í þann mund að taka skammtinn þinn skaltu fjarlægja hlífðarhettuna með því að þrýsta laust á örvarnar sem merktar eru á hvorri hlið og toga út á við (sjá mynd 1).

MYND 1

Gættu þess að ekkert sé fyrir munnstykkinu.

Haltu Genuair innöndunartækinu í láréttri stöðu með munnstykkið að þér þannig að græni hnappurinn vísi beint upp (sjá mynd 2).

Haltu þannig að græni hnappurinn vísi beint upp. EKKI HALLA.

MYND 2

SKREF 1: ÞRÝSTU græna hnappinum alla leið niður og SLEPPTU honum síðan (sjá myndir 3 og 4).

EKKI HALDA GRÆNA HNAPPINUM ÁFRAM NIÐRI.

ÞRÝSTU græna

SLEPPTU græna

hnappinum alla leið niður

hnappinum

MYND 3

MYND 4

 

 

Stoppaðu og athugaðu: Gakktu úr skugga um að skammturinn sé tilbúinn til innöndunar

Gakktu úr skugga um að litaði stjórnglugginn sé orðinn grænn (sjá mynd 5).

Græni stjórnglugginn staðfestir að lyfið sé tilbúið til innöndunar.

Tilbúið til notkunar

GRÆNN

MYND 5

EF LITAÐI STJÓRNGLUGGINN ER ENN RAUÐUR SKALTU ÞRÝSTA AFTUR Á GRÆNA HNAPPINN OG SLEPPA (SJÁ SKREF 1).

Andaðu alveg frá þér áður en þú setur innöndunartækið að munninum. Ekki anda frá þér í innöndunartækið.

SKREF 2: Settu varirnar þétt utan um munnstykkið á Genuair innöndunartækinu og andaðu KRÖFTUGLEGA og DJÚPT að þér í gegnum munnstykkið (sjá mynd 6).

- Með þessum kröftuga og djúpa andardrætti dregurðu lyfið í gegnum innöndunartækið og ofan í lungun.

ATHUGIÐ: EKKI HALDA GRÆNA HNAPPINUM

INNI Á MEÐAN ÞÚ ANDAR AÐ ÞÉR.

RÉTT

RANGT

MYND 6

Þegar þú andar að þér heyrirðu „SMELL“ sem gefur til kynna rétta notkun á Genuair innöndunartækinu.

Haltu áfram að anda að þér þótt þú hafir heyrt „ SMELL“ í innöndunartækinu til að vera viss um að fá allan skammtinn.

Taktu Genuair innöndunartækið frá munninum og haltu niðri í þér andanum eins lengi og þú átt auðvelt með og andaðu svo hægt frá þér í gegnum nefið.

Ath: Sumir sjúklingar geta fundið milt sætt eða örlítið beiskt bragð eða finna fyrir kornóttri áferð þegar þeir anda lyfinu að sér og fer það eftir sjúklingnum. Ekki taka annan skammt þó þú finnir ekki bragð eða breytingu á áferð eftir innöndun.

Stoppaðu og athugaðu: Gakktu úr skugga um að þú hafir andað rétt að þér

Gakktu úr skugga um að litaði stjórnglugginn sé orðinn rauður (sjá mynd 7). Þannig færðu staðfest að þú hafir andað að þér fullum skammti á réttan hátt.

Rétt innöndun

RAUÐUR

MYND 7

EF LITAÐI STJÓRNGLUGGINN ER ENN GRÆNN SKALTU ANDA AFTUR KRÖFTUGLEGA OG DJÚPT AÐ ÞÉR Í GEGNUM MUNNSTYKKIÐ (SJÁ SKREF 2).

Ef glugginn verður ekki enn rauður getur verið að þú hafir gleymt að sleppa græna hnappinum áður en þú andaðir að þér eða að þú hafir ekki andað rétt að þér. Gerist það skaltu reyna aftur.

Gættu þess að þú hafir SLEPPT græna hnappinum og andað KRÖFTUGLEGA og djúpt að þér í gegnum munnstykkið.

Ath.: Ef þér tekst ekki að anda rétt að þér eftir nokkrar tilraunir skaltu ráðfæra þig við lækninn.

Þegar glugginn er orðinn rauður skaltu setja hlífðarhettuna á sinn stað með því að þrýsta henni aftur á munnstykkið (sjá mynd 8).

MYND 8

Hvenær er þörf á nýju Genuair innöndunartæki?

Genuair innöndunartækið er búið skammtavísi sem sýnir þér um það bil hversu margir skammtar eru eftir. Skammtavísirinn færist hægt niður með 10 skammta millibili (60, 50, 40, 30, 20, 10, 0) (sjá mynd A). Í hverju Genuair innöndunartæki eru a.m.k. 30 eða 60 skammtar, eftir pakkningastærð.

Þegar rauðröndótt strik birtist á skammtavísinum (sjá mynd A) gefur það til kynna að þú sért að nálgast síðasta skammtinn og þurfir að verða þér úti um nýtt Genuair innöndunartæki.

Skammtavísir lækkar með 10 skammta millibili: 60, 50, 40, 30, 20, 10, 0.

Rauðröndótt strik

Skammtavísir

MYND A

Ath: Ef Genuair innöndunartækið virðist vera skemmt eða ef þú týnir hettunni skaltu skipta um innöndunartæki. Þú ÞARFT EKKI að hreinsa Genuair innöndunartækið. Viljir þú samt sem áður hreinsa tækið gerirðu það með því að þurrka munnstykkið að utanverðu með þurrum pappírsklút eða – þurrku.

ALDREI skal nota vatn til að hreinsa Genuair innöndunartækið þar sem það getur eyðilagt lyfið.

Hvernig veistu að Genuair innöndunartækið sé tómt?

Þegar talan 0 (núll) birtist á miðjum skammtavísinum skaltu halda áfram að nota þá skammta sem eftir eru í Genuair innöndunartækinu.

Þegar síðasti skammturinn hefur verið undirbúinn til innöndunar fer græni hnappurinn ekki aftur í upphaflega stöðu heldur læsist í miðstöðu (sjá mynd B). Þú getur andað að þér síðasta skammtinum þótt græni hnappurinn sé læstur. Eftir það er ekki hægt að nota Genuair innöndunartækið og þú þarft að byrja að nota nýtt innöndunartæki.

Læst

MYND B

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf