Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Elonva (corifollitropin alfa) – Samantekt á eiginleikum lyfs - G03GA09

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsElonva
ATC-kóðiG03GA09
Efnicorifollitropin alfa
FramleiðandiMerck Sharp

1.HEITI LYFS

Elonva 100 míkróg stungulyf, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

Hver áfyllt sprauta inniheldur 100 míkróg af corifollitrópín alfa* í 0,5 ml stungulyfi, lausn.

*corifollitrópín alfa er glýkóprótein sem er framleitt með samrunaerfðatækni í frumum úr eggjastokkum kínahamstra.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverri inndælingu, þ.e.a.s. nær natríumfrítt.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn (stungulyf).

Tær og litlaus vatnslausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Elonva er ætlað til stýrðrar örvunar eggjastokka ásamt GnRH (gonadotropin releasing hormone) hemli til þess að þroska mörg eggbú hjá konum sem gangast undir tæknifrjóvgun.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð með Elonva á að vera í höndum sérfræðings í meðferð við ófrjósemi.

Skammtar

Við meðferð hjá konum á barneignaraldri er Elonva skammturinn miðaður við líkamsþyngd og aldur.

-Stakur 100 míkróg skammtur er ráðlagður handa konum sem eru 60 kg eða léttari og eru 36 ára eða yngri.

-Stakur 150 míkróg skammtur er ráðlagður handa konum:

-sem eru þyngri en 60 kg óháð aldri.

-sem eru 50 kg eða þyngri og eru eldri en 36 ára.

Konur, sem eru eldri en 36 ára og léttari en 50 kg, voru ekki rannsakaðar.

 

 

 

Líkamsþyngd

 

 

 

Léttari en 50 kg

50 – 60 kg

Þyngri en 60 kg

Aldur

36 ára eða yngri

100 míkróg

100 míkróg

150 míkróg

 

 

 

 

 

Eldri en 36 ára

Ekki rannsakað

150 míkróg

150 míkróg

Ráðlagðir skammtar af Elonva hafa eingöngu verið sannreyndir í meðferðarlotu með GnRH hemli sem var gefinn frá 5. eða 6. degi örvunar og áfram (sjá einnig kafla 4.1, 4.4. og 5.1).

1. dagur örvunar:

Elonva á að gefa sem stakan skammt með inndælingu undir húð, helst í kviðvegg, snemma á eggbússkeiði tíðahrings.

5. eða 6. dagur örvunar:

Meðferð með GnRH hemli skal hefja á 5. eða 6. degi örvunar og fer það eftir svörun eggjastokka, þ.e. fjölda og stærð eggbúa í vexti. Samhliða ákvörðun á estradíóli í sermi getur einnig verið gagnleg. GnRH hemill er notaður til að koma í veg fyrir ótímabært flæði gulbússtýrihormóns (LH).

8. dagur örvunar:

Sjö dögum eftir inndælingu Elonva frá 1. degi örvunar talið má meðferð með stýrðri örvun eggjastokka halda áfram daglega með gjöf eggbúsörvandi hormóns sem framleitt er með samrunaerfðatækni [(rec)FSH], þar til skilyrði til að fá fullþroska eggfrumur hafa náðst (3 eggbú

≥ 17 mm). Magn (rec)FSH fer eftir svörun eggjastokkanna. Við eðlilega svörun skal gefa 150 a.e. af (rec)FSH daglega. Sleppa má gjöf (rec)FSH sama dag og coriongónadótrópín úr mönnum (hCG) er gefið og fer eftir svörun eggjastokka. Fullnægjandi eggbúsþroska er náð að meðaltali á níunda degi meðferðar (á 6 til 18 dögum).

Þegar þrjú ≥ 17 mm eggbú sjást eru 5.000 til 10.000 a.e. af hCG gefnar í stökum skammti sama dag eða daginn eftir til að koma af stað fullum þroska eggfrumna. Ef of mikil svörun eggjastokka verður, skal fylgja ráðleggingum í kafla 4.4 til að draga úr áhættu á oförvunarheilkenni eggjastokka.

Sérstakir sjúklingahópar

Skert nýrnastarfsemi:

Engar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar á sjúklingum með vanstarfsemi nýrna. Þar sem hraði brotthvarfs corifollitrópín alfa getur verið minni hjá sjúklingum með vanstarfsemi nýrna er ekki ráðlagt að nota Elonva hjá þeim konum (sjá kafla 4.4 og 5.2).

Skert lifrarstarfsemi:

Þótt upplýsingar um notkun hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi séu ekki fyrir hendi, er ólíklegt að skert lifrarstarfsemi hafi áhrif á brotthvarf corifollitrópín alfa (sjá kafla 5.2).

Börn

Notkun Elonva á ekki við hjá börnum við samþykktu ábendingunni.

Lyfjagjöf

Konan sjálf eða maki geta gefið Elonva undir húð ef læknir hefur gefið viðeigandi leiðbeiningar. Einungis konur sem hafa fengið fullnægjandi þjálfun og hafa aðgang að sérfræðiráðgjöf ættu sjálfar að sjá um inndælingu.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Æxli í eggjastokkum, brjóstum, legi, heiladingli eða undirstúku.

Óeðlilegar blæðingar (ekki tíðablæðingar) frá fæðingarvegi af óþekktum orsökum.

Truflanir sem má rekja til kvilla í eggjastokkum (primary ovarian failure).

Blöðrur á eggjastokkum eða stækkun eggjastokka.

Saga um oförvunarheilkenni eggjastokka (OHSS)

Fyrri meðferð með stýrðri örvun eggjastokka þar sem fleiri en 30 eggbú ≥ 11 mm mæld með ómskoðun mynduðust.

Fjöldi eggbúa í upphafi (basal antral follicle count) > 20.

Bandvefsæxli í legi sem útiloka þungun.

Vansköpuð kynfæri sem útiloka þungun.

Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (PCOS).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Meta skal frjósemi áður en meðferð er hafin.

Áður en meðferð hefst á að meta frjósemi parsins eins og við á. Sérstaklega skal meta konur með tilliti til skjaldvakabrests, barksteraskorts, aukningar á prólaktíni í blóði og æxla í heiladingli eða undirstúku og meðhöndla á viðeigandi hátt. Meta skal læknisfræðilega hvort frábending er til staðar hvað varðar þungun áður en meðferð með Elonva er hafin.

Skömmtun í örvunarlotu

Elonva er ætlað sem stök inndæling undir húð. Ekki skal gefa annan skammt af Elonva í sömu meðferðarlotu. (Sjá einnig kafla 4.2.)

Eftir gjöf Elonva skal ekki gefa í viðbót lyf sem inniheldur FSH fyrir 8. dag örvunar (sjá einnig kafla 4.2).

Vanstarfsemi nýrna

Hjá sjúklingum með væga, meðalalvarlega eða alvarlega vanstarfsemi nýrna getur hraði útskilnaðar corifollitrópíns alfa verið minni (sjá kafla 4.2 og 5.2). Notkun Elonva er því ekki ráðlögð.

Ekki er mælt með meðferðaráætlun ásamt GnRH örva

Takmarkaðar upplýsingar eru um notkun Elonva ásamt GnRH örva. Niðurstöður lítillar rannsóknar án samanburðar benda til meiri svörunar eggjastokka en í samsettri meðferð með GnRH hemli. Því er notkun Elonva samtímis GnRH örva ekki ráðlögð. (sjá einnig kafla 4.2).

Oförvunarheilkenni eggjastokka

Oförvunarheilkenni eggjastokka er læknisfræðilegt ástand frábrugðið stækkun eggjastokka án fylgikvilla. Klínísk einkenni vægs eða meðalalvarlegs oförvunarheilkennis eggjastokka eru kviðverkur, ógleði, niðurgangur, lítil eða miðlungs stækkun eggjastokka og blöðrur á eggjastokkum. Alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka getur verið lífshættulegt. Klínísk einkenni alvarlegs oförvunarheilkennis eggjastokka eru stórar blöðrur á eggjastokkum, bráður kviðverkur, skinuholsvökvi, fleiðruvökvi, vatnsbrjóst (hydrothorax), andþrengsli, þvagþurrð, óeðlileg blóðgildi og þyngdaraukning. Í einstaka tilvikum getur bláæða- eða slagæðablóðrek komið fram í tengslum við oförvunarheilkenni eggjastokka. Í tengslum við oförvunarheilkenni eggjastokka hefur einnig verið tilkynnt um tímabundin óeðlileg lifrarpróf sem benda til skertrar lifrarstarfsemi, með eða án útlitsbreytinga á vefjasýni.

Gjöf hCG og þungun (náttúrulegt hCG) getur valdið oförvunarheilkennis eggjastokka. Snemmkomið oförvunarheilkenni eggjastokka kemur venjulega fram innan 10 daga frá gjöf hCG og getur tengst óhóflega mikilli svörun eggjastokka við örvun með gónadótrópíni. Síðkomið oförvunarheilkenni eggjastokka kemur fram meira en 10 dögum eftir gjöf hCG vegna hormónabreytinga í tengslum við þungun. Vegna hættu á oförvunarheilkenni eggjastokka skal fylgjast með sjúklingum í a.m.k. tvær vikur eftir gjöf hCG.

Konur með þekkta áhættuþætti mikillar svörunar eggjastokka geta haft tilhneigingu til að fá oförvunarheilkenni í kjölfar meðferðar með Elonva. Mælt er með að fylgst sé vel með snemmbúnum vísbendingum og einkennum oförvunarheilkennis eggjastokka hjá konum sem fá fyrstu meðferðarlotu á örvun eggjastokka og áhættuþættir þeirra aðeins þekktir að hluta.

Til að minnka hættu á oförvunarheilkenni eggjastokka skal meta þroska eggbús með ómskoðun fyrir meðferð og reglulega meðan á meðferð stendur. Samhliða ákvörðun estradíóls í sermi getur einnig verið gagnleg. Í tæknifrjóvgun er aukin hætta á oförvunarheilkennum eggjastokka þegar18 eða fleiri eggbú eru 11 mm eða meira í þvermál. Ef fjöldi eggbúa eru 30 eða fleiri er ráðlagt að sleppa gjöf hCG.

Hægt er að minnka hættuna á oförvunarheilkenni eggjastokka með því að íhuga eftirfarandi ráðstafanir sem ráðast af svörun eggjastokka:

-sleppa frekari örvun með gónadótrópíni í að hámarki 3 daga (coasting);

-sleppa gjöf hCG og hætta meðferðarlotunni;

-gefa minni skammt en 10.000 a.e. af hCG til að koma af stað fullum þroska eggfrumna, t.d. 5.000 a.e. hCG eða 250 míkróg rec-hCG (sem jafngildir u.þ.b. 6.500 a.e.);

-hætta við uppsetningu fersks fósturvísis og frysta fósturvísa;

-forðast gjöf hCG sem stuðning við gulbúsfasa.

Til að minnka líkur á oförvunarheilkenni eggjastokka er mikilvægt að fylgja ráðlögðum skömmtum og meðferðarlotu Elonva og fylgjast vel með svörun eggjastokka. Ef oförvunarheilkenni eggjastokka kemur fram ætti að viðhafa og fylgja eftir viðtekinni meðferð við oförvunarheilkenni eggjastokka.

Snúningur á eggjastokkum

Greint hefur verið frá snúningi á eggjastokkum eftir meðferð með gónadótrópínum, þ.m.t. Elonva. Snúningur á eggjastokkum getur tengst öðrum aðstæðum, svo sem oförvunarheilkenni eggjastokka, þungun, fyrri holskurði, sögu um snúning á eggjastokkum, eða fyrri eða núverandi blöðrum á eggjastokkum. Skemmd á eggjastokkum vegna minnkaðs blóðflæðis má takmarka með tímanlegri sjúkdómsgreiningu og afsnúningi á eggjastokkum.

Fjölburaþungun

Greint hefur verið frá fjölburaþungunum og –fæðingum eftir allar gónadótrópínmeðferðir, þ.m.t. Elonva. Fyrir meðferð skal skýra konunni og maka hennar frá hugsanlegri hættu fyrir móður (meðganga og fylgikvillar fæðingar) og nýbura (lítil fæðingarþyngd). Hjá konum í tæknifrjóvgun er hætta á fjölburaþungun einkum tengd fjölda uppsettra fósturvísa.

Utanlegsfóstur

Ófrjóar konur sem fara í tæknifrjóvgun hafa auknar líkur á utanlegsfóstri. Þess vegna er mikilvægt að innanlegs þungun sé staðfest sem fyrst með ómskoðun til að útiloka utanlegsfóstur.

Meðfæddar fósturskemmdir

Tíðni meðfæddra fósturskemmda eftir tæknifrjóvgun er hugsanlega lítið eitt hærri en eftir eðlilegan getnað. Þetta er talið vera vegna annarra þátta hjá foreldrum (t.d. aldurs móður, samsetningu sæðis) og aukinnar tíðni fjölburaþungana.

Æxli í eggjastokkum og öðrum æxlunarfærum

Greint hefur verið frá æxlum í eggjastokkum og öðrum æxlunarfærum, bæði góðkynja og illkynja, hjá konum sem hafa fengið margs konar meðferðarlotur vegna meðferðar við ófrjósemi. Ekki hefur verið staðfest hvort meðferð með gónadótrópínum auki hættu á þessum æxlum hjá ófrjóum konum.

Æðakvillar

Tilkynnt hefur verið um segarek eftir meðferð með gónadótrópínum þ.m.t. Elonva, bæði í tengslum við oförvunarheilkenni eggjastokka og óháð því. Segarek í æðum, sem getur átt uppruna í bláæðum eða slagæðum, getur leitt til minnkaðs blóðflæðis til mikilvægra líffæra og útlima. Hjá konum með þekkta áhættuþætti segamyndunar, svo sem eigin sögu eða fjölskyldusögu, mikla yfirþyngd eða segamyndunarhneigð, getur meðferð með gónadótrópínum aukið hættuna enn frekar. Hjá þessum konum þarf að meta kosti og áhættu af gjöf gónadótrópína. Hins vegar ber að hafa í huga að þungunin sjálf hefur í för með sér aukna hættu

á segamyndun.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum Elonva og annarra lyfja. Þar sem corifollitrópín alfa er ekki hvarfefni cytokróms P450 ensíma er ólíklegt að milliverkanir við önnur lyf eigi sér stað.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Nægar klínískar upplýsingar eru ekki fyrir hendi til að hægt sé að útiloka fósturskemmdir vegna útsetningar fyrir Elonva fyrir slysni á meðgöngu. Í dýrarannsóknum hafa eiturverkanir á æxlun komið fram (sjá forklínískar upplýsingar í kafla 5.3). Notkun Elonva er ekki ráðlögð á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki á að nota Elonva meðan á brjóstagjöf stendur.

Frjósemi

Elonva er ætlað til notkunar við ófrjósemi (sjá kafla 4.1).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Elonva getur valdið sundli. Konur eiga hvorki að aka né nota vélar ef þær finna fyrir sundli.

4.8Aukaverkanir

Samantekt um öryggi

Algengustu aukaverkanir sem greint var frá í klínískum rannsóknum með Elonva (N=2.397) eru óþægindi í grindarholi (6,0%), oförvunarheilkenni eggjastokka (4,3%, sjá einnig kafla 4.4), höfuðverkur (4,0%), verkur í grindarholi (2.9%), ógleði, (2,3%) þreyta (1,5%) og eymsli í brjóstum (1,3%).

Tafla yfir aukaverkanir

Eftirfarandi tafla sýnir helstu aukaverkanir í klínískum rannsóknum hjá konum sem fengu meðferð með Elonva og við eftirlit eftir markaðssetningu flokkaðar eftir líffærum og tíðni; mjög algengar

(≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Flokkun eftir líffærum

Tíðni

Aukaverkanir

Ónæmiskerfi

Tíðni ekki þekkt

Ofnæmisviðbrögð, bæði

 

 

staðbundin og almenn, þ.m.t.

 

 

útbrot*

Geðræn vandamál

Sjaldgæfar

Skapsveiflur

 

 

 

Taugakerfi

Algengar

Höfuðverkur

 

Sjaldgæfar

Sundl

Æðar

Sjaldgæfar

Hitakóf

 

 

 

Meltingarfæri

Algengar

Ógleði

 

Sjaldgæfar

Uppþemba, uppköst,

 

 

niðurgangur, hægðatregða

Stoðkerfi og stoðvefur

Sjaldgæfar

Bakverkur

 

 

 

Meðganga, sængurlega og

Sjaldgæfar

Fósturlát

burðarmál

 

 

 

 

 

Æxlunarfæri og brjóst

Algengar

Oförvunarheilkenni

 

 

eggjastokka, verkur í

 

 

grindarholi, óþægindi í

 

 

grindarholi, eymsli í brjóstum

 

 

Snúningur eggjastokka, verkur í

 

Sjaldgæfar

legpípum og eggjakerfi,

 

 

snemmbært egglos, verkur í

 

 

brjóstum

Almennar aukaverkanir og

Algengar

Þreyta

aukaverkanir á íkomustað

Sjaldgæfar

Margúll á stungustað, verkur á

 

 

 

stungustað, skapstyggð

Rannsóknarniðurstöður

Sjaldgæfar

Hækkaður alanín-

 

 

amínótransferasi, hækkaður

 

 

aspartat-amínótransferasi

Áverkar og eitranir

Sjaldgæfar

Verkur vegna aðgerðar

*Aukaverkanir komu fram við eftirlit eftir markaðssetningu.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Einnig hefur verið tilkynnt um utanlegsfóstur og fjölburaþunganir. Þetta er talið tengjast tæknifrjóvgun eða þungunum í kjölfar þeirra.

Í mjög sjaldgæfum tilvikum, hefur segarek verið tengt meðferð með Elonva eins og öðrum gónadótrópínum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Fleiri en ein inndæling Elonva í sömu meðferðarlotu eða of stór skammtur af Elonva og/eða (rec)FSH getur aukið hættu á oförvunarheilkenni eggjastokka. Fyrir ráðstafanir til að minnka hættu á oförvunarheilkenni eggjastokka sjá kafla 4.4.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Kynhormón og lyf sem hafa mótandi áhrif á kynfæri, gónadótrópín ATC flokkur: G03GA09.

Verkunarháttur

Corifollitrópín alfa er ætlað sem viðvarandi eggbúsörvun með sömu lyfhrif og (rec)FSH en greinilega lengri FSH virkni. Þar sem það getur hafið og viðhaldið vexti fjölda eggbúa á einni viku, getur einn ráðlagður skammtur af Elonva undir húð komið í stað fyrstu sjö inndælinga (rec)FSH lyfja sem gefin eru daglega í meðferðarlotu með stýrðri örvun eggjastokka. Hinni löngu verkun FSH var náð með því að bæta carboxy-terminal peptíði á β-hluta coriongónadótrópíns úr mönnum (hCG) við β-keðju FSH úr mönnum. Corifollitrópín alfa sýnir enga eigin virkni (intrinsic activity) LH/hCG.

Verkun og öryggi

Íþremur slembiröðuðum, tvíblindum, klínískum rannsóknum var meðferð með stökum skammti af Elonva, 100 míkróg (ENSURE rannsóknin) eða 150 míkróg (ENGAGE og PURSUE rannsóknin), fyrstu sjö daga stýrðrar örvunar eggjastokka borin saman við meðferð með 150, 200 eða 300 a.e. dagskömmtum af recFSH, í þeirri röð. Bæling á heiladingli með GnRH hemli (ganirelix acetate inndæling með 0,25 mg skammti á dag) var notuð í öllum þessum þremur klínísku rannsóknum.

ÍENSURE rannsókninni fengu 396 heilbrigðar konur með eðlilegt egglos, á aldrinum 18 til 36 ára og sem voru 60 kg eða léttari meðferð í eina meðferðarlotu með 100 míkróg af Elonva og bælingu á heiladingli með GnRH hemli sem þátt í tæknifrjóvgun. Aðalendapunktur virkni var fjöldi frumna úr eggheimtu. Miðgildi heildartímalengdar örvunar var 9 dagar hjá báðum hópum, sem gefur til kynna að tvo daga af recFSH þurfi til að ljúka örvun frá 8. degi örvunar eggjastokka og áfram (recFSH var gefið á sama degi og hCG í þessari rannsókn).

ÍENGAGE rannsókninni fengu 1.506 heilbrigðar konur með eðlilegt egglos, á aldrinum 18 til 36 ára og sem voru með líkamsþyngd frá 60 kg til og með 90 kg, meðferð í eina meðferðarlotu með

150 míkróg af Elonva og bælingu á heiladingli með GnRH hemli sem þátt í tæknifrjóvgun. Samsettir aðalendapunktar virkni voru tíðni órofinnar þungunar og fjöldi frumna úr eggheimtu. Miðgildi heildartímalengdar örvunar var 9 dagar hjá báðum hópum, sem gefur til kynna að tvo daga af recFSH þurfi til að ljúka örvun frá 8. degi örvunar eggjastokka og áfram (rec FSH var gefið á sama degi og hCG í þessari rannsókn).

ÍPURSUE rannsókninni fengu 1.390 heilbrigðar konur með eðlilegt egglos, á aldrinum 35 til 42 ára sem voru 50 kg eða þyngri eina meðferðarlotu með 150 míkróg af Elonva og bælingu á heiladingli með GnRH hemli sem þátt í tæknifrjóvgun. Aðalendapunktur virkni var tíðni þungana sem heppnuðust (vital pregnancy rate). Fjöldi frumna úr eggheimtu var mikilvægur aukaendapunktur. Miðgildi heildartímalengdar örvunar var 9 dagar hjá báðum hópum, sem gefur til kynna að tvo daga af recFSH þurfi til að ljúka örvun frá 8. degi örvunar eggjastokka og áfram (rec FSH var gefið á sama degi og hCG í þessari rannsókn).

Fjöldi frumna úr eggheimtu

Í öllum þremur rannsóknunum leiddi meðferð með stakri inndælingu 100 eða 150 míkróg af Elonva til meiri eggheimtu á fyrstu sjö dögum stýrðrar örvunar eggjastokka samanborið við daglega skammta af

recFSH. Hins vegar var munurinn innan fyrirfram skilgreindra marka um jafngildi (equivalence margin) (ENGAGE og ENSURE) eða marka um að verkun sé ekki lakari (non-inferiority) (PURSUE). Sjá töflu 1 fyrir neðan.

Tafla 1: Meðalfjöldi frumna úr eggheimtu í ENSURE, ENGAGE og PURSUE rannsóknunum Meðferðarhópar (Intent-to-Treat Population)

 

ENSURE

ENGAGE

PURSUE

Breyta

(18-36 ára)

(18-36 ára)

(35-42 ára)

(líkamsþyngd 60 kg eða

(líkamsþyngd frá 60 kg til

(líkamsþyngd 50 kg eða

 

 

minni)

 

og með 90 kg)

meiri)

 

 

Elonva

 

recFSH

Elonva

recFSH

Elonva

 

recFSH

 

100 míkróg

 

150 a.e.

150 míkróg

200 a.e.

150 míkróg

 

300 a.e.

 

N=268

 

N=128

N=756

N=750

N=694

 

N=696

Meðalfjöldi

13,3

 

10,6

13,8

12,6

10,7

 

10,3

eggfrumna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mismunur

 

 

 

 

 

 

 

 

[95% CI]

2,5 [1,2; 3,9]

1,2 [0,5, 1,9]

0,5 [-0,2, 1,2]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þungun eftir meðferðarlotur með ferskum fósturvísum í ENGAGE og PURSUE

ÍENGAGE rannsókninni var sýnt fram á að verkun var ekki lakari með Elonva og recFSH hvað tíðni órofinna þungana varðar, þar sem tíðni órofinnar þungunar var skilgreind sem tilvist a.m.k. eins fósturs með virkni í hjarta metið a.m.k. 10 vikum eftir uppsetningu fósturvísis.

ÍPURSUE rannsókninni var sýnt fram á að verkun Elonva var ekki lakari en recFSH hvað tíðni þungana sem heppnast varðar, þar sem tíðni þungana sem heppnast var skilgreind sem hlutfall einstaklinga með a.m.k. eitt fóstur með virkni í hjarta metið a.m.k. 5 til 6 vikum eftir uppsetningu fósturvísis.

Niðurstöður þungana eftir meðferðarlotur með ferskum fósturvísum í ENGAGE og PURSUE eru teknar saman í töflu 2 hér á eftir.

Tafla 2: Niðurstöður þungana eftir meðferðarlotur með ferskum fósturvísum í ENGAGE og PURSUE

Meðferðarhópar (Intent-to-Treat Population)

Breyta

Meðferðarlotur með ferskum

Meðferðarlotur með með ferskum

 

fósturvísum í ENGAGE

fósturvísum í PURSUE

 

 

(18-36 ára)

 

 

(35-42 ára)

 

 

(líkamsþyngd frá 60 kg til og með

(líkamsþyngd 50 kg eða meiri))

 

 

90 kg)

 

 

 

 

 

Elonva

recFSH

Mismunur

Elonva

recFSH

Mismunur

 

150 míkróg

200 a.e.

[95% CI]

150 míkróg

300 a.e.

[95% CI]

 

N=756

N=750

 

N=694

N=696

 

Tíðni þungana

39,9%

39,1%

1,1 [-3,8, 5,9]

23,9%

26,9%

-3,0 [-7,3,

sem heppnast

 

 

 

 

 

1,4]

Tíðni

39,0%

38,1%

1,1 [-3,8, 5,9]

22,2%

24,0%

-1,9 [-6,1,

órofinnar

 

 

 

 

 

2,3]

þungunar

 

 

 

 

 

 

Tíðni lifandi

35,6%

34,4%

1,3 [-3,5, 6,1]

21,3%

23,4%

-2,3 [-6,5,

fæðinga*

 

 

 

 

 

1,9]

Aðalendapunktur virkni í ENGAGE rannsókninni var tíðni órofinnar þungunar (metið a.m.k. 10 vikum eftir uppsetningu fósturvísis)

Aðalendapunktur virkni í PURSUE rannsókninni var tíðni þungana sem heppnast, skilgreind sem hlutfall einstaklinga með a.m.k. eitt fóstur með virkni í hjarta metið a.m.k. 5 til 6 vikum eftir uppsetningu fósturvísis. *Tíðni lifandi fæðinga var aukaendapunktur virkni í ENGAGE og PURSUE rannsóknunum.

Í þessum klínísku rannsóknum var öryggi stakrar inndælingar Elonva og dagskammta recFSH sambærilegt.

Þungun eftir uppsetningu fósturvísis sem hefur verið frystur (Frozen-Thawed Embryo Transfer (FTET)) í ENGAGE og PURSUE

FTET eftirfylgnirannsókn ENGAGE tók til kvenna sem höfðu fengið a.m.k. einn fósturvísi allt að einu ári eftir að hann hafði verið frystur. Meðalfjöldi uppsettra fósturvísa sem höfðu verið frystir í ENGAGE var 1,7 hjá báðum meðferðarhópunum.

FTET eftirfylgnirannsókn PURSUE tók til kvenna sem höfðu fengið a.m.k. einn fósturvísi innan tveggja ára frá dagsetningu síðustu frystingar fyrir þessa rannsókn. Meðalfjöldi uppsettra fósturvísa sem höfðu verið frystir í PURSUE var 2,4 hjá báðum meðferðarhópunum. Úr rannsókninni fengust einnig öryggisupplýsingar um þau börn sem fæddust eftir uppsetningu fósturvísa sem höfðu verið frystir.

Hámarksfjöldi meðferðarlota með fósturvísa sem höfðu verið frystir var 5 fyrir FTET eftirfylgnirannsókn ENGAGE og 4 fyrir fósturvísa sem höfðu verið frystir í FTET eftirfylgnirannsókn PURSUE. Niðurstöður þungana eftir fyrstu tvær meðferðarloturnar með fósturvísum sem höfðu verið frystir í ENGAGE og PURSUE eru teknar saman í töflu 3 hér á eftir.

Tafla 3: Niðurstöður þungana eftir uppsetningu fósturvísa sem höfðu verið frystir (FTET Cycle) í ENGAGE og PURSUE

Meðferðarhópar (Intent-to-Treat Population)

 

FTET meðferðarlotur í ENGAGE

FTET meðferðarlotur í PURSUE

 

(18-36 ára)

(35-42 ára)

 

 

(líkamsþyngd frá 60 kg til og með

(líkamsþyngd 50 kg eða meiri)

 

 

90 kg)

 

 

 

 

Elonva

 

recFSH

Elonva

 

recFSH

 

150 míkróg

 

200 a.e.

150 míkróg

 

300 a.e.

 

n

N

%

n

N

%

n

N

%

n

N

%

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

FTET Cycle 1a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Yfirstandandi

37,2

30,6

28,3

29,0

þungun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lifandi fæðing

-

-

-

-

-

-

28,3

28,3

FTET Cycle 2a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Yfirstandandi

23,7

29,0

34,8

42,9

þungun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lifandi fæðing

-

-

-

-

-

-

34,8

42,9

n = fjöldi þungaðra kvenna; N = heildarfjöldi kvenna a fyrir hverja uppsetningu fósturvísa.

Meðfædd vansköpun sem greint hefur verið frá hjá börnum fæddum eftir uppsetningu fósturvísa sem hafa verið frystir

Eftir notkun Elonva fæddist 61 barn eftir uppsetningu fósturvísa sem höfðu verið frystir og 630 börn eftir uppsetningu ferskra fósturvísa. Tíðni meðfæddrar vansköpunar (meiri- og minniháttar sameinaðar) sem greint var frá hjá börnum fæddum eftir uppsetningu fósturvísa sem höfðu verið frystir (16,4%) var svipuð og greint hafði verið frá hjá börnum fæddum eftir uppsetningu ferskra fósturvísa (19,5%).

Ónæmingargeta

Af þeim 2.511 konum sem fengu meðferð með Elonva og voru metnar með tilliti til myndunar mótefna eftir meðferðina voru fjórar (0,16%) sem höfðu ummerki um mótefnamyndun, þ.m.t. þrjár sem höfðu áður verið útsettar fyrir Elonva í eitt skipti og ein sem hafði tvisvar áður verið útsett fyrir Elonva. Í þessum tilfellum voru mótefnin ekki hlutleysandi og höfðu ekki áhrif á svörun við örvun eða eðlilega lífeðlisfræðilega svörun undirstúku-heiladinguls-eggjastokka öxuls. Tvær af þessum fjórum konum urðu þungaðar innan sömu meðferðarlotu og mótefnin greindust, sem bendir til þess að tilvist mótefna sem ekki eru hlutleysandi eftir örvun með Elonva skipta ekki máli klínískt.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Elonva hjá einum eða fleiri undirhópum barna vegna áunninnar kirtlavanseytingar (hypogonadotrophic hypogonadism) (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvarfabreytur corifollitrópíns alfa voru skoðaðar hjá konum eftir gjöf undir húð í meðferðarlotu með stýrðri örvun eggjastokka.

Vegna langs helmingunartíma, eftir gjöf ráðlagðs skammts er sermisþéttni corifollitrópíns alfa nægjanleg til að viðhalda þroska fjölda eggbúa í heila viku. Þetta réttlætir það að notkun Elonva með stökum skammti undir húð komi í stað fyrstu sjö skammtanna af (rec)FSH til þess að stuðla að þroska margra eggbúa við stýrða örvun eggjastokka við tæknifrjóvgun (sjá kafla 4.2).

Líkamsþyngd er ákvarðandi fyrir útsetningu fyrir corifollitrópíni alfa. Útsetning fyrir corifollitrópíni alfa eftir staka inndælingu undir húð er 665 klst.*ng/ml (AUC, 426-1.037 klst.*ng/ml1) og er svipuð eftir gjöf af 100 míkróg corifollitrópíns alfa hjá konum sem eru 60 kílógrömm eða léttari og eftir gjöf af 150 míkróg corifollitrópíns alfa hjá konum með líkamsþyngd sem er meiri en 60 kílógrömm.

Frásog

Eftir stakan skammt undir húð af Elonva var hámarks sermisþéttni corifollitrópíns alfa 4,24 ng/ml (2,49-7,21 ng/ml1) og er náð 44 klst. (35-57 klst.1) eftir skammt. Heildaraðgengi (absolute bioavailability) er 58% (48-70%1).

Dreifing

Dreifing, umbrot og brotthvarf corifollitrópíns alfa er mjög svipað og hjá öðrum gónadótrópínum eins og FSH, hCG og LH. Eftir frásog í blóðrás dreifist corifollitrópín alfa einkum til eggjastokka og nýrna. Dreifingarrúmmál við stöðuga þéttni er 9,2 l (6,5-13,1 l1). Útsetning fyrir corifollitrópíni alfa eykst í réttu hlutfalli við skammta á bilinu frá 60 míkróg til 240 míkróg.

Brotthvarf

Helmingunartími corifollitrópíns alfa er 70 klst. (59-82 klst.1) og úthreinsun 0,13 l/klst.

(0,10-0,18 l/klst.1). Brotthvarf corifollitrópíns alfa er aðallega um nýru og hraði brotthvarfs getur verið minni hjá sjúklingum með vanstarfsemi nýrna (sjá kafla 4.2 og 4.4). Umbrot í lifur á að litlu leyti þátt í brotthvarfi corifollitrópíns alfa.

Sérstakir sjúklingahópar

Skert lifrarstarfsemi

Þó gögn um sjúklinga með með skerta lifrarstarfsemi liggi ekki fyrir er ólíklegt að skert lifrarstarfsemi hafi áhrif á lyfjahvörf corifollitrópíns alfa.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á eiturverkunum og lyfjafræðilegu öryggi eftir staka og endurtekna skammta.

Rannsóknir á eiturverkunum á æxlun hjá rottum og kanínum benda ekki til þess að corifollitrópín alfa hafi ekki slæm áhrif á frjósemi. Gjöf corifollitrópíns alfa hjá rottum og kanínum fyrir og strax eftir pörun og snemma á meðgöngu hafði eiturverkanir á fósturvísi. Hjá kanínum sást vansköpun við gjöf fyrir pörun. Bæði eiturverkun á fósturvísi og vansköpun er álitið vera vegna myndunar fjölda eggja samtímis og dýrið verður ófært um að sjá fyrir fósturvísunum ef fjöldinn fer yfir lífeðlisfræðileg mörk. Þýðing þessara niðurstaðna fyrir klíníska notkun Elonva er takmörkuð.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Natríum sítrat

Súkrósi

Pólýsorbat 20

Metíónín

Natríum hýdroxíð (til að stilla pH)

Saltsýra (til að stilla pH)

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

1 Forspáð gildi hjá 90% sjúklinga

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C – 8°C). Má ekki frjósa.

Til þæginda má geyma Elonva við eða undir 25°C í eitt tímabil sem ekki er lengra en 1 mánuður.

Geymið sprautuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5Gerð íláts og innihald

Elonva er í 1 ml áfylltri sprautu (luerlock) (gler (hydrolytic), tegund I) lokaðri með brómóbútýlelastómer stimpli og hettu. Sprautan er með sjálfvirkum öryggisbúnaði til að koma í veg fyrir stunguslys eftir notkun og er í pakkningu með sæfðri inndælingarnál. Hver áfyllt sprauta inniheldur 0,5 ml stungulyf, lausn

Elonva er í pakkningum með 1 áfylltri sprautu.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Ekki má nota Elonva ef lausnin er ekki tær.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Merck Sharp & Dohme Limited

Hertford Road, Hoddesdon

Hertfordshire EN11 9BU

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/09/609/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 25. janúar 2010

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 22. ágúst 2014

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

DD mánuður ÁÁÁÁ

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

1. HEITI LYFS

Elonva 150 míkróg stungulyf, lausn

2. INNIHALDSLÝSING

Hver áfyllt sprauta inniheldur 150 míkróg af corifollitrópín alfa* í 0,5 ml stungulyfi, lausn.

*corifollitrópín alfa er glýkóprótein sem er framleitt með samrunaerfðatækni í frumum úr eggjastokkum kínahamstra.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverri inndælingu, þ.e.a.s. nær natríumfrítt.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Stungulyf, lausn (stungulyf).

Tær og litlaus vatnslausn.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Elonva er ætlað til stýrðrar örvunar eggjastokka ásamt GnRH (gonadotropin releasing hormone) hemli til þess að þroska mörg eggbú hjá konum sem gangast undir tæknifrjóvgun.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð með Elonva á að vera í höndum sérfræðings í meðferð við ófrjósemi.

Skammtar

Við meðferð hjá konum á barneignaraldri er Elonva skammturinn miðaður við líkamsþyngd og aldur.

-Stakur 100 míkróg skammtur er ráðlagður handa konum sem eru 60 kg eða léttari og eru 36 ára eða yngri.

-Stakur 150 míkróg skammtur er ráðlagður handa konum:

-sem eru þyngri en 60 kg óháð aldri.

-sem eru 50 kg eða þyngri og eru eldri en 36 ára.

Konur, sem eru eldri en 36 ára og léttari en 50 kg, voru ekki rannsakaðar.

 

 

 

Líkamsþyngd

 

 

 

Léttari en 50 kg

50 – 60 kg

Þyngri en 60 kg

Aldur

36 ára eða yngri

100 míkróg

100 míkróg

150 míkróg

 

 

 

 

 

Eldri en 36 ára

Ekki rannsakað

150 míkróg

150 míkróg

Ráðlagðir skammtar af Elonva hafa eingöngu verið sannreyndir í meðferðarlotu með GnRH hemli sem var gefinn frá 5. eða 6. degi örvunar og áfram (sjá einnig kafla 4.1, 4.4. og 5.1).

1. dagur örvunar:

Elonva á að gefa sem stakan skammt með inndælingu undir húð, helst í kviðvegg, snemma á eggbússkeiði tíðahrings.

5. eða 6. dagur örvunar:

Meðferð með GnRH hemli skal hefja á 5. eða 6. degi örvunar og fer það eftir svörun eggjastokka, þ.e. fjölda og stærð eggbúa í vexti. Samhliða ákvörðun á estradíóli í sermi getur einnig verið gagnleg. GnRH hemill er notaður til að koma í veg fyrir ótímabært flæði gulbússtýrihormóns (LH).

8. dagur örvunar:

Sjö dögum eftir inndælingu Elonva frá 1. degi örvunar talið má meðferð með stýrðri örvun eggjastokka halda áfram daglega með gjöf eggbúsörvandi hormóns sem framleitt er með samrunaerfðatækni [(rec)FSH], þar til skilyrði til að fá fullþroska eggfrumur hafa náðst (3 eggbú

≥ 17 mm). Magn (rec)FSH fer eftir svörun eggjastokkanna. Við eðlilega svörun skal gefa 150 a.e. af (rec)FSH daglega. Sleppa má gjöf (rec)FSH sama dag og coriongónadótrópín úr mönnum (hCG) er gefið og fer eftir svörun eggjastokka. Fullnægjandi eggbúsþroska er náð að meðaltali á níunda degi meðferðar (á 6 til 18 dögum).

Þegar þrjú ≥ 17 mm eggbú sjást eru 5.000 til 10.000 a.e. af hCG gefnar í stökum skammti sama dag eða daginn eftir til að koma af stað fullum þroska eggfrumna. Ef of mikil svörun eggjastokka verður, skal fylgja ráðleggingum í kafla 4.4 til að draga úr áhættu á oförvunarheilkenni eggjastokka.

Sérstakir sjúklingahópar

Skert nýrnastarfsemi:

Engar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar á sjúklingum með vanstarfsemi nýrna. Þar sem hraði brotthvarfs corifollitrópín alfa getur verið minni hjá sjúklingum með vanstarfsemi nýrna er ekki ráðlagt að nota Elonva hjá þeim konum (sjá kafla 4.4 og 5.2).

Skert lifrarstarfsemi:

Þótt upplýsingar um notkun hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi séu ekki fyrir hendi, er ólíklegt að skert lifrarstarfsemi hafi áhrif á brotthvarf corifollitrópín alfa (sjá kafla 5.2).

Börn

Notkun Elonva á ekki við hjá börnum við samþykktu ábendingunni.

Lyfjagjöf

Konan sjálf eða maki geta gefið Elonva undir húð ef læknir hefur gefið viðeigandi leiðbeiningar. Einungis konur sem hafa fengið fullnægjandi þjálfun og hafa aðgang að sérfræðiráðgjöf ættu sjálfar að sjá um inndælingu.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Æxli í eggjastokkum, brjóstum, legi, heiladingli eða undirstúku.

Óeðlilegar blæðingar (ekki tíðablæðingar) frá fæðingarvegi af óþekktum orsökum.

Truflanir sem má rekja til kvilla í eggjastokkum (primary ovarian failure).

Blöðrur á eggjastokkum eða stækkun eggjastokka.

Saga um oförvunarheilkenni eggjastokka (OHSS)

Fyrri meðferð með stýrðri örvun eggjastokka þar sem fleiri en 30 eggbú ≥ 11 mm mæld með ómskoðun mynduðust.

Fjöldi eggbúa í upphafi (basal antral follicle count) > 20.

Bandvefsæxli í legi sem útiloka þungun.

Vansköpuð kynfæri sem útiloka þungun.

Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (PCOS).

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Meta skal frjósemi áður en meðferð er hafin.

Áður en meðferð hefst á að meta frjósemi parsins eins og við á. Sérstaklega skal meta konur með tilliti til skjaldvakabrests, barksteraskorts, aukningar á prólaktíni í blóði og æxla í heiladingli eða undirstúku og meðhöndla á viðeigandi hátt. Meta skal læknisfræðilega hvort frábending er til staðar hvað varðar þungun áður en meðferð með Elonva er hafin.

Skömmtun í örvunarlotu

Elonva er ætlað sem stök inndæling undir húð. Ekki skal gefa annan skammt af Elonva í sömu meðferðarlotu. (Sjá einnig kafla 4.2.)

Eftir gjöf Elonva skal ekki gefa í viðbót lyf sem inniheldur FSH fyrir 8. dag örvunar (sjá einnig kafla 4.2).

Vanstarfsemi nýrna

Hjá sjúklingum með væga, meðalalvarlega eða alvarlega vanstarfsemi nýrna getur hraði útskilnaðar corifollitrópíns alfa verið minni (sjá kafla 4.2 og 5.2). Notkun Elonva er því ekki ráðlögð.

Ekki er mælt með meðferðaráætlun ásamt GnRH örva

Takmarkaðar upplýsingar eru um notkun Elonva ásamt GnRH örva. Niðurstöður lítillar rannsóknar án samanburðar benda til meiri svörunar eggjastokka en í samsettri meðferð með GnRH hemli. Því er notkun Elonva samtímis GnRH örva ekki ráðlögð. (sjá einnig kafla 4.2).

Oförvunarheilkenni eggjastokka

Oförvunarheilkenni eggjastokka er læknisfræðilegt ástand frábrugðið stækkun eggjastokka án fylgikvilla. Klínísk einkenni vægs eða meðalalvarlegs oförvunarheilkennis eggjastokka eru kviðverkur, ógleði, niðurgangur, lítil eða miðlungs stækkun eggjastokka og blöðrur á eggjastokkum. Alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka getur verið lífshættulegt. Klínísk einkenni alvarlegs oförvunarheilkennis eggjastokka eru stórar blöðrur á eggjastokkum, bráður kviðverkur, skinuholsvökvi, fleiðruvökvi, vatnsbrjóst (hydrothorax), andþrengsli, þvagþurrð, óeðlileg blóðgildi og þyngdaraukning. Í einstaka tilvikum getur bláæða- eða slagæðablóðrek komið fram í tengslum við oförvunarheilkenni eggjastokka. Í tengslum við oförvunarheilkenni eggjastokka hefur einnig verið tilkynnt um tímabundin óeðlileg lifrarpróf sem benda til skertrar lifrarstarfsemi, með eða án útlitsbreytinga á vefjasýni.

Gjöf hCG og þungun (náttúrulegt hCG) getur valdið oförvunarheilkennis eggjastokka. Snemmkomið oförvunarheilkenni eggjastokka kemur venjulega fram innan 10 daga frá gjöf hCG og getur tengst óhóflega mikilli svörun eggjastokka við örvun með gónadótrópíni. Síðkomið oförvunarheilkenni eggjastokka kemur fram meira en 10 dögum eftir gjöf hCG vegna hormónabreytinga í tengslum við þungun. Vegna hættu á oförvunarheilkenni eggjastokka skal fylgjast með sjúklingum í a.m.k. tvær vikur eftir gjöf hCG.

Konur með þekkta áhættuþætti mikillar svörunar eggjastokka geta haft tilhneigingu til að fá oförvunarheilkenni í kjölfar meðferðar með Elonva. Mælt er með að fylgst sé vel með snemmbúnum vísbendingum og einkennum oförvunarheilkennis eggjastokka hjá konum sem fá fyrstu meðferðarlotu á örvun eggjastokka og áhættuþættir þeirra aðeins þekktir að hluta.

Til að minnka hættu á oförvunarheilkenni eggjastokka skal meta þroska eggbús með ómskoðun fyrir meðferð og reglulega meðan á meðferð stendur. Samhliða ákvörðun estradíóls í sermi getur einnig verið gagnleg. Í tæknifrjóvgun er aukin hætta á oförvunarheilkennum eggjastokka þegar18 eða fleiri eggbú eru 11 mm eða meira í þvermál. Ef fjöldi eggbúa eru 30 eða fleiri er ráðlagt að sleppa gjöf hCG.

Hægt er að minnka hættuna á oförvunarheilkenni eggjastokka með því að íhuga eftirfarandi ráðstafanir sem ráðast af svörun eggjastokka:

-sleppa frekari örvun með gónadótrópíni í að hámarki 3 daga (coasting);

-sleppa gjöf hCG og hætta meðferðarlotunni;

-gefa minni skammt en 10.000 a.e. af hCG til að koma af stað fullum þroska eggfrumna, t.d. 5.000 a.e. hCG eða 250 míkróg rec-hCG (sem jafngildir u.þ.b. 6.500 a.e.);

-hætta við uppsetningu fersks fósturvísis og frysta fósturvísa;

-forðast gjöf hCG sem stuðning við gulbúsfasa.

Til að minnka líkur á oförvunarheilkenni eggjastokka er mikilvægt að fylgja ráðlögðum skömmtum og meðferðarlotu Elonva og fylgjast vel með svörun eggjastokka. Ef oförvunarheilkenni eggjastokka kemur fram ætti að viðhafa og fylgja eftir viðtekinni meðferð við oförvunarheilkenni eggjastokka.

Snúningur á eggjastokkum

Greint hefur verið frá snúningi á eggjastokkum eftir meðferð með gónadótrópínum, þ.m.t. Elonva. Snúningur á eggjastokkum getur tengst öðrum aðstæðum, svo sem oförvunarheilkenni eggjastokka, þungun, fyrri holskurði, sögu um snúning á eggjastokkum, eða fyrri eða núverandi blöðrum á eggjastokkum. Skemmd á eggjastokkum vegna minnkaðs blóðflæðis má takmarka með tímanlegri sjúkdómsgreiningu og afsnúningi á eggjastokkum.

Fjölburaþungun

Greint hefur verið frá fjölburaþungunum og –fæðingum eftir allar gónadótrópínmeðferðir, þ.m.t. Elonva. Fyrir meðferð skal skýra konunni og maka hennar frá hugsanlegri hættu fyrir móður (meðganga og fylgikvillar fæðingar) og nýbura (lítil fæðingarþyngd). Hjá konum í tæknifrjóvgun er hætta á fjölburaþungun einkum tengd fjölda uppsettra fósturvísa.

Utanlegsfóstur

Ófrjóar konur sem fara í tæknifrjóvgun hafa auknar líkur á utanlegsfóstri. Þess vegna er mikilvægt að innanlegs þungun sé staðfest sem fyrst með ómskoðun til að útiloka utanlegsfóstur.

Meðfæddar fósturskemmdir

Tíðni meðfæddra fósturskemmda eftir tæknifrjóvgun er hugsanlega lítið eitt hærri en eftir eðlilegan getnað. Þetta er talið vera vegna annarra þátta hjá foreldrum (t.d. aldurs móður, samsetningu sæðis) og aukinnar tíðni fjölburaþungana.

Æxli í eggjastokkum og öðrum æxlunarfærum

Greint hefur verið frá æxlum í eggjastokkum og öðrum æxlunarfærum, bæði góðkynja og illkynja, hjá konum sem hafa fengið margs konar meðferðarlotur vegna meðferðar við ófrjósemi. Ekki hefur verið staðfest hvort meðferð með gónadótrópínum auki hættu á þessum æxlum hjá ófrjóum konum.

Æðakvillar

Tilkynnt hefur verið um segarek eftir meðferð með gónadótrópínum þ.m.t. Elonva, bæði í tengslum við oförvunarheilkenni eggjastokka og óháð því. Segarek í æðum, sem getur átt uppruna í bláæðum eða slagæðum, getur leitt til minnkaðs blóðflæðis til mikilvægra líffæra og útlima. Hjá konum með þekkta áhættuþætti segamyndunar, svo sem eigin sögu eða fjölskyldusögu, mikla yfirþyngd eða segamyndunarhneigð, getur meðferð með gónadótrópínum aukið hættuna enn frekar. Hjá þessum konum þarf að meta kosti og áhættu af gjöf gónadótrópína. Hins vegar ber að hafa í huga að þungunin sjálf hefur í för með sér aukna hættu

á segamyndun.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum Elonva og annarra lyfja. Þar sem corifollitrópín alfa er ekki hvarfefni cytokróms P450 ensíma er ólíklegt að milliverkanir við önnur lyf eigi sér stað.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Nægar klínískar upplýsingar eru ekki fyrir hendi til að hægt sé að útiloka fósturskemmdir vegna útsetningar fyrir Elonva fyrir slysni á meðgöngu. Í dýrarannsóknum hafa eiturverkanir á æxlun komið fram (sjá forklínískar upplýsingar í kafla 5.3). Notkun Elonva er ekki ráðlögð á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki á að nota Elonva meðan á brjóstagjöf stendur.

Frjósemi

Elonva er ætlað til notkunar við ófrjósemi (sjá kafla 4.1).

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Elonva getur valdið sundli. Konur eiga hvorki að aka né nota vélar ef þær finna fyrir sundli.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt um öryggi

Algengustu aukaverkanir sem greint var frá í klínískum rannsóknum með Elonva (N=2.397) eru óþægindi í grindarholi (6,0%), oförvunarheilkenni eggjastokka (4,3%, sjá einnig kafla 4.4), höfuðverkur (4,0%), verkur í grindarholi (2.9%), ógleði, (2,3%) þreyta (1,5%) og eymsli í brjóstum (1,3%).

Tafla yfir aukaverkanir

Eftirfarandi tafla sýnir helstu aukaverkanir í klínískum rannsóknum hjá konum sem fengu meðferð með Elonva og við eftirlit eftir markaðssetningu flokkaðar eftir líffærum og tíðni; mjög algengar

(≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Flokkun eftir líffærum

Tíðni

Aukaverkanir

Ónæmiskerfi

Tíðni ekki þekkt

Ofnæmisviðbrögð, bæði

 

 

staðbundin og almenn, þ.m.t.

 

 

útbrot*

Geðræn vandamál

Sjaldgæfar

Skapsveiflur

 

 

 

Taugakerfi

Algengar

Höfuðverkur

 

Sjaldgæfar

Sundl

Æðar

Sjaldgæfar

Hitakóf

 

 

 

Meltingarfæri

Algengar

Ógleði

 

Sjaldgæfar

Uppþemba, uppköst,

 

 

niðurgangur, hægðatregða

Stoðkerfi og stoðvefur

Sjaldgæfar

Bakverkur

 

 

 

Meðganga, sængurlega og

Sjaldgæfar

Fósturlát

burðarmál

 

 

 

 

 

Æxlunarfæri og brjóst

Algengar

Oförvunarheilkenni

 

 

eggjastokka, verkur í

 

 

grindarholi, óþægindi í

 

 

grindarholi, eymsli í brjóstum

 

 

Snúningur eggjastokka, verkur í

 

Sjaldgæfar

legpípum og eggjakerfi,

 

 

snemmbært egglos, verkur í

 

 

brjóstum

Almennar aukaverkanir og

Algengar

Þreyta

aukaverkanir á íkomustað

Sjaldgæfar

Margúll á stungustað, verkur á

 

 

 

stungustað, skapstyggð

Rannsóknarniðurstöður

Sjaldgæfar

Hækkaður alanín-

 

 

amínótransferasi, hækkaður

 

 

aspartat-amínótransferasi

Áverkar og eitranir

Sjaldgæfar

Verkur vegna aðgerðar

*Aukaverkanir komu fram við eftirlit eftir markaðssetningu.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Einnig hefur verið tilkynnt um utanlegsfóstur og fjölburaþunganir. Þetta er talið tengjast tæknifrjóvgun eða þungunum í kjölfar þeirra.

Í mjög sjaldgæfum tilvikum, hefur segarek verið tengt meðferð með Elonva eins og öðrum gónadótrópínum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Fleiri en ein inndæling Elonva í sömu meðferðarlotu eða of stór skammtur af Elonva og/eða (rec)FSH getur aukið hættu á oförvunarheilkenni eggjastokka. Fyrir ráðstafanir til að minnka hættu á oförvunarheilkenni eggjastokka sjá kafla 4.4.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Kynhormón og lyf sem hafa mótandi áhrif á kynfæri, gónadótrópín ATC flokkur: G03GA09.

Verkunarháttur

Corifollitrópín alfa er ætlað sem viðvarandi eggbúsörvun með sömu lyfhrif og (rec)FSH en greinilega lengri FSH virkni. Þar sem það getur hafið og viðhaldið vexti fjölda eggbúa á einni viku, getur einn ráðlagður skammtur af Elonva undir húð komið í stað fyrstu sjö inndælinga (rec)FSH lyfja sem gefin eru daglega í meðferðarlotu með stýrðri örvun eggjastokka. Hinni löngu verkun FSH var náð með því að bæta carboxy-terminal peptíði á β-hluta coriongónadótrópíns úr mönnum (hCG) við β-keðju FSH úr mönnum. Corifollitrópín alfa sýnir enga eigin virkni (intrinsic activity) LH/hCG.

Verkun og öryggi

Íþremur slembiröðuðum, tvíblindum, klínískum rannsóknum var meðferð með stökum skammti af Elonva, 100 míkróg (ENSURE rannsóknin) eða 150 míkróg (ENGAGE og PURSUE rannsóknin), fyrstu sjö daga stýrðrar örvunar eggjastokka borin saman við meðferð með 150, 200 eða 300 a.e. dagskömmtum af recFSH, í þeirri röð. Bæling á heiladingli með GnRH hemli (ganirelix acetate inndæling með 0,25 mg skammti á dag) var notuð í öllum þessum þremur klínísku rannsóknum.

ÍENSURE rannsókninni fengu 396 heilbrigðar konur með eðlilegt egglos, á aldrinum 18 til 36 ára og sem voru 60 kg eða léttari meðferð í eina meðferðarlotu með 100 míkróg af Elonva og bælingu á heiladingli með GnRH hemli sem þátt í tæknifrjóvgun. Aðalendapunktur virkni var fjöldi frumna úr eggheimtu. Miðgildi heildartímalengdar örvunar var 9 dagar hjá báðum hópum, sem gefur til kynna að tvo daga af recFSH þurfi til að ljúka örvun frá 8. degi örvunar eggjastokka og áfram (recFSH var gefið á sama degi og hCG í þessari rannsókn).

ÍENGAGE rannsókninni fengu 1.506 heilbrigðar konur með eðlilegt egglos, á aldrinum 18 til 36 ára og sem voru með líkamsþyngd frá 60 kg til og með 90 kg, meðferð í eina meðferðarlotu með

150 míkróg af Elonva og bælingu á heiladingli með GnRH hemli sem þátt í tæknifrjóvgun. Samsettir aðalendapunktar virkni voru tíðni órofinnar þungunar og fjöldi frumna úr eggheimtu. Miðgildi heildartímalengdar örvunar var 9 dagar hjá báðum hópum, sem gefur til kynna að tvo daga af recFSH þurfi til að ljúka örvun frá 8. degi örvunar eggjastokka og áfram (rec FSH var gefið á sama degi og hCG í þessari rannsókn).

ÍPURSUE rannsókninni fengu 1.390 heilbrigðar konur með eðlilegt egglos, á aldrinum 35 til 42 ára sem voru 50 kg eða þyngri eina meðferðarlotu með 150 míkróg af Elonva og bælingu á heiladingli með GnRH hemli sem þátt í tæknifrjóvgun. Aðalendapunktur virkni var tíðni þungana sem heppnuðust (vital pregnancy rate). Fjöldi frumna úr eggheimtu var mikilvægur aukaendapunktur. Miðgildi heildartímalengdar örvunar var 9 dagar hjá báðum hópum, sem gefur til kynna að tvo daga af recFSH þurfi til að ljúka örvun frá 8. degi örvunar eggjastokka og áfram (rec FSH var gefið á sama degi og hCG í þessari rannsókn).

Fjöldi frumna úr eggheimtu

Í öllum þremur rannsóknunum leiddi meðferð með stakri inndælingu 100 eða 150 míkróg af Elonva til meiri eggheimtu á fyrstu sjö dögum stýrðrar örvunar eggjastokka samanborið við daglega skammta af recFSH. Hins vegar var munurinn innan fyrirfram skilgreindra marka um jafngildi (equivalence margin) (ENGAGE og ENSURE) eða marka um að verkun sé ekki lakari (non-inferiority) (PURSUE). Sjá töflu 1 fyrir neðan.

Tafla 1: Meðalfjöldi frumna úr eggheimtu í ENSURE, ENGAGE og PURSUE rannsóknunum Meðferðarhópar (Intent-to-Treat Population)

 

ENSURE

ENGAGE

PURSUE

Breyta

(18-36 ára)

(18-36 ára)

(35-42 ára)

(líkamsþyngd 60 kg eða

(líkamsþyngd frá 60 kg til

(líkamsþyngd 50 kg eða

 

 

minni)

og með 90 kg)

meiri)

 

Elonva

recFSH

Elonva

recFSH

Elonva

 

recFSH

 

100 míkróg

150 a.e.

150 míkróg

200 a.e.

150 míkróg

300 a.e.

 

N=268

N=128

N=756

N=750

N=694

 

N=696

Meðalfjöldi

13,3

10,6

13,8

12,6

10,7

 

10,3

eggfrumna

 

 

 

 

 

 

 

 

Mismunur

 

 

 

 

 

 

 

[95% CI]

2,5 [1,2; 3,9]

1,2 [0,5, 1,9]

0,5

[-0,2, 1,2]

Þungun eftir meðferðarlotur með ferskum fósturvísum í ENGAGE og PURSUE

ÍENGAGE rannsókninni var sýnt fram á að verkun var ekki lakari með Elonva og recFSH hvað tíðni órofinna þungana varðar, þar sem tíðni órofinnar þungunar var skilgreind sem tilvist a.m.k. eins fósturs með virkni í hjarta metið a.m.k. 10 vikum eftir uppsetningu fósturvísis.

ÍPURSUE rannsókninni var sýnt fram á að verkun Elonva var ekki lakari en recFSH hvað tíðni þungana sem heppnast varðar, þar sem tíðni þungana sem heppnast var skilgreind sem hlutfall einstaklinga með a.m.k. eitt fóstur með virkni í hjarta metið a.m.k. 5 til 6 vikum eftir uppsetningu fósturvísis.

Niðurstöður þungana eftir meðferðarlotur með ferskum fósturvísum í ENGAGE og PURSUE eru teknar saman í töflu 2 hér á eftir.

Tafla 2: Niðurstöður þungana eftir meðferðarlotur með ferskum fósturvísum í ENGAGE og PURSUE

Meðferðarhópar (Intent-to-Treat Population)

Breyta

Meðferðarlotur með ferskum

Meðferðarlotur með ferskum

 

fósturvísum ENGAGE

fósturvísum PURSUE

 

 

(18-36 ára)

 

 

(35-42 ára)

 

 

(líkamsþyngd frá 60 kg til og með

(líkamsþyngd 50 kg eða meiri))

 

 

90 kg)

 

 

 

 

 

Elonva

recFSH

Mismunur

Elonva

recFSH

Mismunur

 

150 míkróg

200 a.e.

[95% CI]

150 míkróg

300 a.e.

[95% CI]

 

N=756

N=750

 

N=694

N=696

 

Tíðni þungana

39,9%

39,1%

1,1 [-3,8, 5,9]

23,9%

26,9%

-3,0 [-7,3,

sem heppnast

 

 

 

 

 

1,4]

Tíðni

39,0%

38,1%

1,1 [-3,8, 5,9]

22,2%

24,0%

-1,9 [-6,1,

órofinnar

 

 

 

 

 

2,3]

þungunar

 

 

 

 

 

 

Tíðni lifandi

35,6%

34,4%

1,3 [-3,5, 6,1]

21,3%

23,4%

-2,3 [-6,5,

fæðinga*

 

 

 

 

 

1,9]

Aðalendapunktur virkni í ENGAGE rannsókninni var tíðni órofinnar þungunar (metið a.m.k. 10 vikum eftir uppsetningu fósturvísis)

Aðalendapunktur virkni í PURSUE rannsókninni var tíðni þungana sem heppnast, skilgreind sem hlutfall einstaklinga með a.m.k. eitt fóstur með virkni í hjarta metið a.m.k. 5 til 6 vikum eftir uppsetningu fósturvísis. *Tíðni lifandi fæðinga var aukaendapunktur virkni í ENGAGE og PURSUE rannsóknunum.

Í þessum klínísku rannsóknum var öryggi stakrar inndælingar Elonva og dagskammta recFSH sambærilegt.

Þungun eftir uppsetningu fósturvísis sem hefur verið frystur (Frozen-Thawed Embryo Transfer (FTET)) í ENGAGE og PURSUE

FTET eftirfylgnirannsókn ENGAGE tók til kvenna sem höfðu fengið a.m.k. einn fósturvísi allt að einu ári eftir að hann hafði verið frystur. Meðalfjöldi uppsettra fósturvísa sem höfðu verið frystir í ENGAGE var 1,7 hjá báðum meðferðarhópunum.

FTET eftirfylgnirannsókn PURSUE tók til kvenna sem höfðu fengið a.m.k. einn fósturvísi innan tveggja ára frá dagsetningu síðustu frystingar fyrir þessa rannsókn. Meðalfjöldi uppsettra fósturvísa sem höfðu verið frystir í PURSUE var 2,4 hjá báðum meðferðarhópunum. Úr rannsókninni fengust einnig öryggisupplýsingar um þau börn sem fæddust eftir uppsetningu fósturvísa sem höfðu verið frystir.

Hámarksfjöldi meðferðarlota með fósturvísa sem höfðu verið frystir var 5 fyrir FTET eftirfylgnirannsókn ENGAGE og 4 fyrir fósturvísa sem höfðu verið frystir í FTET eftirfylgnirannsókn PURSUE. Niðurstöður þungana eftir fyrstu tvær meðferðarloturnar með fósturvísum sem höfðu verið frystir í ENGAGE og PURSUE eru teknar saman í töflu 3 hér á eftir.

Tafla 3: Niðurstöður þungana eftir uppsetningu fósturvísa sem höfðu verið frystir (FTET Cycle) í ENGAGE og PURSUE

Meðferðarhópar (Intent-to-Treat Population)

 

FTET meðferðarlotur í ENGAGE

FTET meðferðarlotur í PURSUE

 

 

 

 

 

(18-36 ára)

 

 

 

 

(35-42 ára)

 

 

 

 

 

(líkamsþyngd frá 60 kg til og með

 

(líkamsþyngd 50 kg eða meiri)

 

 

 

 

 

 

90 kg)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elonva

 

 

recFSH

 

 

 

Elonva

 

 

recFSH

 

 

150 míkróg

 

200 a.e.

 

 

150 míkróg

 

300 a.e.

 

 

n

N

%

n

N

%

n

 

N

%

n

 

N

%

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

FTET Cycle 1a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Yfirstandandi

 

 

37,2

 

 

30,6

 

28,3

 

 

29,0

þungun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lifandi fæðing

-

 

-

 

-

-

 

-

 

-

 

28,3

 

 

28,3

FTET Cycle 2a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Yfirstandandi

 

 

23,7

 

 

29,0

 

34,8

 

 

42,9

þungun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lifandi fæðing

-

 

-

 

-

-

 

-

 

-

 

34,8

 

 

42,9

n = fjöldi þungaðra kvenna; N = heildarfjöldi kvenna a fyrir hverja uppsetningu fósturvísa.

Meðfædd vansköpun sem greint hefur verið frá hjá börnum fæddum eftir uppsetningu fósturvísa sem hafa verið frystir

Eftir notkun Elonva fæddist 61 barn eftir uppsetningu fósturvísa sem höfðu verið frystir og 630 börn eftir uppsetningu ferskra fósturvísa. Tíðni meðfæddrar vansköpunar (meiri- og minniháttar sameinaðar) sem greint var frá hjá börnum fæddum eftir uppsetningu fósturvísa sem höfðu verið frystir (16,4%) var svipuð og greint hafði verið frá hjá börnum fæddum eftir uppsetningu ferskra fósturvísa (19,5%).

Ónæmingargeta

Af þeim 2.511 konum sem fengu meðferð með Elonva og voru metnar með tilliti til myndunar mótefna eftir meðferðina voru fjórar (0,16%) sem höfðu ummerki um mótefnamyndun, þ.m.t. þrjár sem höfðu áður verið útsettar fyrir Elonva í eitt skipti og ein sem hafði tvisvar áður verið útsett fyrir Elonva. Í þessum tilfellum voru mótefnin ekki hlutleysandi og höfðu ekki áhrif á svörun við örvun eða eðlilega lífeðlisfræðilega svörun undirstúku-heiladinguls-eggjastokka öxuls. Tvær af þessum fjórum

konum urðu þungaðar innan sömu meðferðarlotu og mótefnin greindust, sem bendir til þess að tilvist mótefna sem ekki eru hlutleysandi eftir örvun með Elonva skipta ekki máli klínískt.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Elonva hjá einum eða fleiri undirhópum barna vegna áunninnar kirtlavanseytingar (hypogonadotrophic hypogonadism) (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2 Lyfjahvörf

Lyfjahvarfabreytur corifollitrópíns alfa voru skoðaðar hjá konum eftir gjöf undir húð í meðferðarlotu með stýrðri örvun eggjastokka.

Vegna langs helmingunartíma, eftir gjöf ráðlagðs skammts er sermisþéttni corifollitrópíns alfa nægjanleg til að viðhalda þroska fjölda eggbúa í heila viku. Þetta réttlætir það að notkun Elonva með stökum skammti undir húð komi í stað fyrstu sjö skammtanna af (rec)FSH til þess að stuðla að þroska margra eggbúa við stýrða örvun eggjastokka við tæknifrjóvgun (sjá kafla 4.2).

Líkamsþyngd er ákvarðandi fyrir útsetningu fyrir corifollitrópíni alfa. Útsetning fyrir corifollitrópíni alfa eftir staka inndælingu undir húð er 665 klst.*ng/ml (AUC, 426-1.037 klst.*ng/ml1) og er svipuð eftir gjöf af 100 míkróg corifollitrópíns alfa hjá konum sem eru 60 kílógrömm eða léttari og eftir gjöf af 150 míkróg corifollitrópíns alfa hjá konum með líkamsþyngd sem er meiri en 60 kílógrömm.

Frásog

Eftir stakan skammt undir húð af Elonva var hámarks sermisþéttni corifollitrópíns alfa 4,24 ng/ml (2,49-7,21 ng/ml1) og er náð 44 klst. (35-57 klst.1) eftir skammt. Heildaraðgengi (absolute bioavailability) er 58% (48-70%1).

Dreifing

Dreifing, umbrot og brotthvarf corifollitrópíns alfa er mjög svipað og hjá öðrum gónadótrópínum eins og FSH, hCG og LH. Eftir frásog í blóðrás dreifist corifollitrópín alfa einkum til eggjastokka og nýrna. Dreifingarrúmmál við stöðuga þéttni er 9,2 l (6,5-13,1 l1). Útsetning fyrir corifollitrópíni alfa eykst í réttu hlutfalli við skammta á bilinu frá 60 míkróg til 240 míkróg.

Brotthvarf

Helmingunartími corifollitrópíns alfa er 70 klst. (59-82 klst.1) og úthreinsun 0,13 l/klst.

(0,10-0,18 l/klst.1). Brotthvarf corifollitrópíns alfa er aðallega um nýru og hraði brotthvarfs getur verið minni hjá sjúklingum með vanstarfsemi nýrna (sjá kafla 4.2 og 4.4). Umbrot í lifur á að litlu leyti þátt í brotthvarfi corifollitrópíns alfa.

Sérstakir sjúklingahópar

Skert lifrarstarfsemi

Þó gögn um sjúklinga með með skerta lifrarstarfsemi liggi ekki fyrir er ólíklegt að skert lifrarstarfsemi hafi áhrif á lyfjahvörf corifollitrópíns alfa.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á eiturverkunum og lyfjafræðilegu öryggi eftir staka og endurtekna skammta.

1 Forspáð gildi hjá 90% sjúklinga

Rannsóknir á eiturverkunum á æxlun hjá rottum og kanínum benda ekki til þess að corifollitrópín alfa hafi ekki slæm áhrif á frjósemi. Gjöf corifollitrópíns alfa hjá rottum og kanínum fyrir og strax eftir pörun og snemma á meðgöngu hafði eiturverkanir á fósturvísi. Hjá kanínum sást vansköpun við gjöf fyrir pörun. Bæði eiturverkun á fósturvísi og vansköpun er álitið vera vegna myndunar fjölda eggja samtímis og dýrið verður ófært um að sjá fyrir fósturvísunum ef fjöldinn fer yfir lífeðlisfræðileg mörk. Þýðing þessara niðurstaðna fyrir klíníska notkun Elonva er takmörkuð.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Natríum sítrat

Súkrósi

Pólýsorbat 20

Metíónín

Natríum hýdroxíð (til að stilla pH)

Saltsýra (til að stilla pH)

Vatn fyrir stungulyf

6.2 Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3 Geymsluþol

3 ár

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C – 8°C). Má ekki frjósa.

Til þæginda má geyma Elonva við eða undir 25°C í eitt tímabil sem ekki er lengra en 1 mánuður.

Geymið sprautuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5 Gerð íláts og innihald

Elonva er í 1 ml áfylltri sprautu (luerlock) (gler (hydrolytic), tegund I) lokaðri með brómóbútýlelastómer stimpli og hettu. Sprautan er með sjálfvirkum öryggisbúnaði til að koma í veg fyrir stunguslys eftir notkun og er í pakkningu með sæfðri inndælingarnál. Hver áfyllt sprauta inniheldur 0,5 ml stungulyf, lausn

Elonva er í pakkningum með 1 áfylltri sprautu.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Ekki má nota Elonva ef lausnin er ekki tær.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Merck Sharp & Dohme Limited

Hertford Road, Hoddesdon

Hertfordshire EN11 9BU

Bretland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/09/609/002

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 25. janúar 2010

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 22. ágúst 2014

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

DD mánuður ÁÁÁÁ

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf