Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Elonva (corifollitropin alfa) – Fylgiseðill - G03GA09

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsElonva
ATC-kóðiG03GA09
Efnicorifollitropin alfa
FramleiðandiMerck Sharp

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Elonva 100 míkróg stungulyf, lausn corifollitrópín alfa

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Elonva og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Elonva

3.Hvernig nota á Elonva

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Elonva

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Elonva og við hverju það er notað

Elonva inniheldur virka efnið corifollitrópín alfa og tilheyrir flokki lyfja sem kallast gónadótrópínhormón. Gónadótrópín eru mikilvæg frjósemi manna og æxlun. Eitt þessara gónadótrópínhormóna er kynfrumukveikja (FSH) sem er nauðsynlegt konum fyrir vöxt og þroska eggbúa (litlir kringlóttar pokar í eggjastokkunum sem geyma eggin).

Elonva er notað til að stuðla að þungun hjá konum í ófrjósemismeðferð svo sem glasafrjóvgun. Glasafrjóvgun felur í sér að egg eru tekin úr eggjastokk og frjóvguð á rannsóknarstofu og fósturvísarnir fluttir í legið nokkrum dögum síðar. Elonva veldur því að nokkur eggbú vaxa og þroskast samtímis með stýrðri örvun eggjastokkanna.

2. Áður en byrjað er að nota Elonva

Ekki má nota Elonva:

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir corifollitrópíni alfa eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6)

-ef þú ert með krabbamein í eggjastokkum, brjóstum, legi eða heila (heiladingli eða undirstúku)

-ef þú hefur nýlega fengið óvæntar blæðingar frá fæðingarvegi af óþekktum orsökum aðrar en tíðablæðingar

-ef eggjastokkar þínir eru óstarfhæfir vegna frumkominnar bilunar

-ef þú ert með blöðrur á eggjastokkum eða stækkaða eggjastokka

-ef þú ert með fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (PCOS)

-ef þú hefur fengið oförvunarheilkenni eggjastokka. Oförvunarheilkenni eggjastokka er alvarlegt læknisfræðilegt vandamál sem getur komið fram þegar eggjastokkar eru örvaðir um of. Sjá frekari útskýringar hér að neðan

-ef þú hefur áður fengið meðferð með stýrðri örvun eggjastokka þar sem fleiri en 30 eggbú ≥ 11 mm mynduðust

-ef þú ert með fleiri en 20 eggbú í upphafi (fjöldi eggbúa sem eru til staðar í eggjastokkum í upphafi tíðahrings)

-ef kynfæri eru vansköpuð og útiloka eðlilega meðgöngu

-ef þú ert með bandvefsæxli í legi sem útiloka eðlilega meðgöngu.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Elonva er notað.

Oförvunarheilkenni eggjastokka

Meðferð með gónadótrópínhormónum eins og Elonva getur valdið oförvunarheilkenni eggjastokka. Þetta er alvarlegt læknisfræðilegt ástand þar sem eggjastokkarnir eru örvaðir um of og þau eggbú sem vaxa verða stærri en venjulega. Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur oförvunarheilkenni eggjastokka verið lífshættulegt. Þess vegna er nákvæmt eftirlit læknisins mjög mikilvægt. Til að athuga verkun meðferðarinnar mun læknirinn athuga eggjastokkana með ómskoðun. Einnig gæti læknirinn kannað magn hormóna í blóði. (Sjá einnig kafla 4.)

Oförvunarheilkenni eggjastokka veldur skyndilegri uppsöfnun vökva í kviði og á brjóstasvæði og getur orsakað blóðtappa. Hafðu tafarlaust samband við lækninn ef:

-þú færð mjög þrútinn kvið og kviðverki,

-þú færð ógleði,

-þú færð uppköst,

-þú þyngist vegna vökvasöfnunar,

-þú færð niðurgang,

-þvagmagn minnkar,

-þú átt erfitt með andardrátt.

Aðeins má nota Elonva einu sinni í sömu meðferðarlotu því annars geta líkur á oförvunarheilkenni eggjastokka aukist.

Segðu lækninum frá því áður en notkun lyfsins hefst ef þú hefur fengið oförvunarheilkenni eggjastokka.

Snúningur á eggjastokkum

Snúningur á eggjastokkum er vindingur á eggjastokkum. Vindingur eggjastokka gæti valdið því að blóðflæði til eggjastokka stöðvast.

Segðu lækninum frá því áður en notkun lyfsins hefst ef þú:

-hefur fengið oförvunarheilkenni eggjastokka

-ert þunguð eða heldur að þú gætir verið þunguð

-hefur farið í skurðaðgerð á kviði

-hefur fengið snúning á eggjastokkum

-ert með eða hefur haft blöðrur á eggjastokk eða eggjastokkum.

Blóðtappi (Segamyndun)

Meðferð með gónadótrópínhormónum eins og Elonva (eins og þungun) getur aukið hættu á blóðtappa (segamyndun). Segamyndun er það þegar blóðtappi myndast í bláæð.

Blóðtappi getur valdið alvarlegu læknisfræðilegu ástandi, svo sem:

-teppu í lungum (lungnasegarek)

-slagi

-hjartaáfalli

-æðavandamálum (segabláæðabólgu)

-skorti á blóðflæði (segamyndun í djúplægum bláæðum) sem getur orsakað missi á handlegg eða fótlegg.

Þú skalt ræða þetta við lækninn áður en meðferð hefst, einkum ef:

-þú veist að þú ert í aukinni hættu á að fá segamyndun

-þú eða einhver í nánustu fjölskyldu þinni hefur fengið segamyndun

-þú ert allt of þung.

Fjölburafæðingar eða fæðingagallar

Meiri líkur eru á að eignast tvíbura eða jafnvel fleiri en tvö börn jafnvel þegar aðeins einn fósturvísir er settur upp í legið. Fjölburaþunganir hafa í för með sér aukna hættu bæði fyrir heilsu móður og barns. Fjölburaþunganir og ákveðin einkenni para með frjósemisvandamál (t.d. aldur konunnar, ákveðin sæðisvandamál, erfðalegur bakgrunnur beggja foreldra) geta einnig tengst aukinni hættu á meðfæddum göllum.

Meðgöngukvillar

Ef meðferð með Elonva leiðir til þungunar er aukin hætta á utanlegsfóstri. Því á læknirinn að framkvæma ómskoðun snemma til að útiloka utanlegsfóstur.

Æxli í eggjastokkum og öðrum æxlunarfærum

Tilkynnt hefur verið um æxli í eggjastokkum og öðrum æxlunarfærum hjá konum sem hafa farið í ófrjósemismeðferð. Ekki er vitað hvort meðferð með frjósemislyfjum eykur hættuna á þessum æxlum hjá ófrjóum konum.

Annað læknisfræðilegt ástand

Auk þess skaltu segja lækninum frá því, áður en notkun lyfsins hefst:

-Ef þú ert með nýrnasjúkóm.

-Ef þú ert með vanstjórn á heiladingli eða kvilla í undirstúku.

-Ef þú ert með vanstarfsemi skjaldkirtils.

-Ef nýrnahetturnar virka ekki eðlilega.

-Ef prólaktíngildi í blóði er hátt.

-Ef þú hefur aðra sjúkdóma (t.d. sykursýki, hjartasjúkdóm eða einhverja aðra langvinna sjúkdóma).

-Ef læknir hefur sagt þér að þungun væri þér hættuleg.

Notkun annarra lyfja samhliða Elonva

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að vera notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils.

Meðganga og brjóstagjöf

Þú mátt ekki nota Elonva ef þú ert þunguð, heldur að þú sért þunguð eða ef þú ert með barn á brjósti.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en þetta lyf er notað.

Akstur og notkun véla

Elonva getur valdið sundli. Ef þú finnur fyrir sundli skaltu ekki aka eða nota vélar.

Elonva inniheldur natríum

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól af natríum (23 mg) í hverjum skammti, þ.e.a.s. er nær natríumfrítt.

3.Hvernig nota á Elonva

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Elonva er ætlað konum í ófrjósemismeðferð svo sem glasafrjóvgun. Í þessari meðferð er Elonva notað ásamt lyfi (svo kölluðum GnRH-andörva) sem hindrar ótímabært egglos. Meðferð með GnRH-hemli hefst venjulega 5 til 6 dögum eftir gjöf Elonva.

Ekki er ráðlagt að nota Elonva ásamt GnRH örva (annað lyf sem notað er til að koma í veg fyrir að eggjastokkarnir losi ótímabært egg).

Skammtar

Við meðferð hjá konum á barneignaraldri er Elonva skammturinn miðaður við líkamsþyngd og aldur.

-Stakur 100 míkróg skammtur er ráðlagður handa konum sem eru 60 kg eða léttari og eru 36 ára eða yngri.

-Stakur 150 míkróg skammtur er ráðlagður handa konum:

-sem eru þyngri en 60 kg óháð aldri.

-sem eru 50 kg eða þyngri og eru eldri en 36 ára.

Konur sem eru eldri en 36 ára og eru léttari en 50 kg voru ekki rannsakaðar.

 

 

 

Líkamsþyngd

 

 

 

Léttari en 50 kg

50 – 60 kg

Þyngri en 60 kg

Aldur

36 ára eða yngri

100 míkróg

100 míkróg

150 míkróg

 

 

 

 

 

Eldri en 36 ára

Ekki rannsakað

150 míkróg

150 míkróg

Fyrstu sjö daga eftir gjöf Elonva á ekki að nota eggbúsörvandi hormón sem framleitt er með samrunaerfðatækni ((rec)FSH). Sjö dögum eftir gjöf Elonva getur læknirinn ákveðið að halda örvunarlotunni áfram með öðru gónadótrópínhormóni eins og (rec)FSH. Því má halda áfram í fimm daga þar til nægilegur fjöldi eggbúa af hæfilegri stærð eru til staðar. Þetta er hægt að rannsaka með ómskoðun. Meðferð með (rec)FSH er hætt og eggþroska lokið með gjöf hCG (coriongónadótrópín úr mönnum). Eggheimta er framkvæmd 34-36 klst. síðar.

Hvernig Elonva er gefið

Meðferð með Elonva á að vera undir eftirliti læknis með reynslu í meðferð á ófrjósemi. Elonva á að gefa undir húð í húðfellingu (sem þú klípur saman milli þumalfingurs og vísifingurs) helst undir nafla. Heilbrigðisstarfsmaður (t.d. hjúkrunarfræðingur), maki þinn eða þú sjálf getið gefið lyfið eftir nákvæmum leiðbeiningum læknisins. Notið Elonva alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að nota lyfið leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Leiðbeiningar um notkun eru sýndar skref fyrir skref í lok þessa fylgiseðils.

Ekki á að gefa Elonva í vöðva.

Elonva er afgreitt í áfylltri sprautu með sjálfvirkum öryggisbúnaði til að koma í veg fyrir stunguslys eftir notkun.

Ef notaður er stærri skammtur af Elonva eða (rec)FSH en mælt er fyrir um

Hafðu tafarlaust samband við lækninn ef þú heldur að þú hafir notað meira af Elonva eða (rec)FSH en mælt er fyrir um.

Ef gleymist að nota Elonva

Hafðu tafarlaust samband við lækninn ef þú gleymir að nota Elonva ákveðinn dag. Ekki nota Elonva nema að hafa samband við lækninn.

Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Hugsanlegur fylgikvilli meðferðar með gónadótrópínhormónum eins og Elonva er óæskileg oförvun eggjastokka. Draga má úr áhættunni með nákvæmu eftirliti með fjölda þroskaðra eggbúa. Læknirinn mun athuga eggjastokkana með ómskoðun til að fylgjast vandlega með fjölda þroskaðra eggbúa.

Læknirinn gæti einnig kannað magn hormóna í blóði. Fyrstu einkenni oförvunar eggjastokka geta

verið kviðverkur, ógleði eða niðurgangur. Oförvun eggjastokka getur þróast í ástand sem kallast oförvunarheilkenni eggjastokka, sem getur orðið alvarlegt læknisfræðilegt vandamál. Í alvarlegri tilvikum geta einkenni verið stækkun eggjastokka, vökvasöfnun í kviði og/eða brjóstholi (sem getur valdið skyndilegri þyngdaraukningu) eða blóðtappar í æðum.

Hafðu tafarlaust samband við lækninn ef þú færð kviðverki eða einhver önnur einkenni oförvunar eggjastokka, jafnvel þótt þau komi fram nokkrum dögum eftir síðustu inndælingu.

Líkur á að fá aukaverkanir eru í eftirfarandi flokkum:

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 konum)

-Oförvunarheilkenni eggjastokka

-Verkur í grindarholi

-Ógleði

-Höfuðverkur

-Óþægindi í grindarholi

-Eymsli í brjóstum

-Þreyta

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 konum)

-Snúningur á eggjastokkum

-Hækkuð lifrarensím

-Fósturlát

-Verkur eftir eggheimtur

-Verkur vegna aðgerðar

-Egg losnar of snemma (snemmbært egglos)

-Uppþemba

-Uppköst

-Niðurgangur

-Hægðatregða

-Bakverkir

-Verkur í brjóstum

-Mar eða verkur á stungustað

-Skapstyggð

-Skapsveiflur

-Sundl

-Hitakóf

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

-Ofnæmisviðbrögð (bæði staðbundin og almenn, þ.m.t. útbrot).

Einnig hefur verið greint frá utanlegsfóstri og fjölburaþungunum. Þessar aukaverkanir eru ekki taldar tengjast notkun Elonva heldur tæknifrjóvguninni eða þungunum sem verða í kjölfarið.

Í mjög sjaldgæfum tilvikum, hafa blóðtappar, sem myndast í æðum, losnað og ferðast um blóðrásina og stíflað aðrar æðar (segarek), verið tengdir meðferð með Elonva eins og öðrum gónadótrópínum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Elonva

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir „EXP“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymsla í apóteki

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa.

Geymsla hjá sjúklingi

Tveir valmöguleikar:

1.Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa.

2.Geymið við eða undir 25°C í eitt tímabil sem ekki má vera lengra en 1 mánuður. Skrifið niður hvenær byrjað er að geyma lyfið utan kælis og notið innan mánaðar frá þeirri dagsetningu.

Geymið sprautuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Ekki skal nota Elonva

-ef það hefur verið geymt utan kælis í meira en einn mánuð

-ef það hefur verið geymt utan kælis við hærra hitastig en 25°C

-ef lausnin er ekki tær

-ef sprautan eða nálin hefur orðið fyrir skemmdum.

Ekki má fleygja tómri eða ónotaðri sprautu í heimilissorp. Leitið ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Elonva inniheldur

Virka innihaldsefnið er corifollitrópín alfa. Hver áfyllt sprauta inniheldur 100 míkróg í 0,5 ml stungulyfi, lausn.

Önnur innihaldsefni eru natríumsítrat, súkrósi, pólýsorbat 20, metíónín og vatn fyrir stungulyf. Sýrustig (pH) gæti hafa verið stillt með natríumhýdroxíði og/eða saltsýru

Lýsing á útliti Elonva og pakkningastærðir

Elonva er tært og litlaust stungulyf, vatnslausn (stungulyf) í áfylltri sprautu með sjálfvirkum öryggisbúnaði til að koma í veg fyrir stunguslys eftir notkun. Sprautan er með sæfðri inndælingarnál. Hver áfyllt sprauta er í stakri pakkningu. Hver sprauta inniheldur 0,5 ml af lausn.

Elonva er í tveimur styrkleikum: 100 míkróg og 150 míkróg stungulyf, lausn.

Markaðsleyfishafi og framleiðendur

Markaðsleyfishafi

Merck Sharp & Dohme Limited, Hertford Road, Hoddesdon, Hertfordshire EN11 9BU, Bretland.

Framleiðendur

-N.V. Organon, Kloosterstraat 6, 5349 AB Oss, Holland.

-Organon (Ireland) Ltd., Drynam Road, Swords, Co. Dublin, Írland.

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

MSD Belgium BVBA/SPRL

UAB Merck Sharp & Dohme

Tel/Tél: 0800 38 693 (+32(0)27766211)

Tel: + 370 5 2780247

dpoc_belux@merck.com

msd_lietuva@merck.com

България

Мерк Шарп и Доум България ЕООД

Teл.: + 359 2 819 37 37 info-msdbg@merck.com

Česká republika

Merck Sharp & Dohme s.r.o. Tel.: +420 233 010 111 dpoc_czechslovak@merck.com

Danmark

MSD Danmark ApS Tlf: + 45 4482 4000 dkmail@merck.com

Deutschland

MSD SHARP & DOHME GMBH

Tel: 0800 673 673 673 (+49 (0) 89 4561 2612) e-mail@msd.de

Eesti

Merck Sharp & Dohme OÜ Tel: + 372 6144 200 msdeesti@merck.com

Ελλάδα

MSD Α.Φ.Β.Ε.Ε

Τηλ: + 30 210 98 97 300 dpoc_greece@merck.com

España

Merck Sharp & Dohme de España, S.A. Tel: +34 91 321 06 00 msd_info@merck.com

France

MSD France

Tél. + 33 (0) 1 80 46 40 40

Hrvatska

Merck Sharp & Dohme d.o.o. Tel: + 385 1 6611 333 croatia_info@merck.com

Ireland

Merck Sharp & Dohme Ireland (Human Health) Limited

Tel: +353 (0)1 2998700 medinfo_ireland@merck.com

Ísland

Vistor hf.

Sími: + 354 535 7000

Luxembourg/Luxemburg

MSD Belgium BVBA/SPRL Tel/Tél: +32(0)27766211 dpoc_belux@merck.com

Magyarország

MSD Pharma Hungary Kft. Tel.: + 36 1 888-5300 hungary_msd@merck.com

Malta

Merck Sharp & Dohme Cyprus Limited Tel: 8007 4433 (+356 99917558) malta_info@merck.com

Nederland

Merck Sharp & Dohme BV

Tel: 0800 99 99 000 (+ 31 23 5153153) medicalinfo.nl@merck.com

Norge

MSD (Norge) AS Tlf: + 47 32 20 73 00 msdnorge@msd.no

Österreich

Merck Sharp & Dohme Ges.m.b.H. Tel: +43 (0) 1 26 044 msd-medizin@merck.com

Polska

MSD Polska Sp.z o.o. Tel.: +48 22 549 51 00 msdpolska@merck.com

Portugal

Merck Sharp & Dohme, Lda Tel: + 351 214465700 clic@merck.com

România

Merck Sharp & Dohme Romania S.R.L. Tel: + 40 21 529 29 00 msdromania@merck.com

Slovenija

Merck Sharp & Dohme, inovativna zdravila d.o.o.

Tel: + 386 1 5204201 msd_slovenia@merck.com

Slovenská republika

Merck Sharp & Dohme, s. r. o. Tel: + 421 (2) 58282010 dpoc_czechslovak@merck.com

Italia

MSD Italia S.r.l. Tel: +39 06 361911

medicalinformation.it@merck.com

Κύπρος

Merck Sharp & Dohme Cyprus Limited Τηλ: 800 00 673

+357 22866700 cyprus_info@merck.com

Latvija

SIA Merck Sharp &Dohme Latvija Tel: + 371 67 364224 msd_lv@merck.com

Suomi/Finland

MSD Finland Oy

Puh/Tel: + 358 (0)9 804650 info@msd.fi

Sverige

Merck Sharp & Dohme (Sweden) AB Tel: + 46 (0)77 5700488 medicinskinfo@merck.com

United Kingdom

Merck Sharp & Dohme Limited Tel: +44 (0) 1992 467272 medicalinformationuk@merck.com

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í mánuður ÁÁÁÁ

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Notkunarleiðbeiningar

Elonva sprauta með nál

 

 

Sprauta

 

Lausn

 

Sprautuhetta

 

Nálarhetta

Nál

 

Stimpill

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nálarhlíf

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rifgötun miða

Undirbúningur fyrir inndælingu

1.

Þvoið hendurnar með sápu og vatni og þurrkið þær áður en Elonva er notað.

Þrífið stungustaðinn (svæðið rétt undir naflanum) með sótthreinsunarefni (t.d. spritt) til að fjarlægja bakteríur á húðinni.

Hreinsið um 5 cm í kringum staðinn þar sem nálin stingst í húðina og látið sótthreinsunarefnið þorna í a.m.k. eina mínútu áður en haldið er áfram.

2.

Á meðan beðið er eftir því að sótthreinsunarefnið þorni, brjótið rifgötun miðans og takið nálarhettuna af.

Skiljið nálarhlífina eftir á nálinni.

Setjið nálarhlífina (með nálinni) á hreinan og þurran flöt meðan sprautan er undirbúin.

3.

Haldið sprautunni þannig að gráa hettan vísi upp.

Sláið létt á sprautuna með fingrinum til að loftbólur fljóti upp.

4.

Haldið sprautunni í uppréttri stöðu.

Losið sprautuhettuna með því að snúa rangsælis.

5.

Haldið sprautunni í uppréttri stöðu.

Skrúfið nálarhlífina (með nálinni í) réttsælis á sprautuna.

6.

Haldið sprautunni í uppréttri stöðu.

Togið nálarhlífina beint upp og fleygið. GÆTIÐ ykkar á nálinni.

Inndæling

7.

Takið sprautuna milli vísifingurs og löngutangar og látið hana vísa upp.

Setjið þumalputta á stimpilinn.

Þrýstið stjakanum varlega upp þar til lítill dropi myndast á nálaroddinum.

8.

Klemmið húðsvæði á milli þumal- og vísifingurs.

Stingið allri nálinni með 90° horni í klemmda húðina.

Þrýstið varlega á stimpilinn eins langt og hann kemst og haldið

honum niðri.

TELJIÐ UPP AÐ FIMM til að vera viss um að allri lausninni hafi verið dælt.

9.

Losið þumalfingur af stimplinum.

Nálin dregst sjálfkrafa inn í sprautuna þar sem hún læsist föst.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Elonva 150 míkróg stungulyf, lausn corifollitrópín alfa

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Elonva og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Elonva

3.Hvernig nota á Elonva

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Elonva

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1. Upplýsingar um Elonva og við hverju það er notað

Elonva inniheldur virka efnið corifollitrópín alfa og tilheyrir flokki lyfja sem kallast gónadótrópínhormón. Gónadótrópín eru mikilvæg frjósemi manna og æxlun. Eitt þessara gónadótrópínhormóna er kynfrumukveikja (FSH) sem er nauðsynlegt konum fyrir vöxt og þroska eggbúa (litlir kringlóttar pokar í eggjastokkunum sem geyma eggin).

Elonva er notað til að stuðla að þungun hjá konum í ófrjósemismeðferð svo sem glasafrjóvgun. Glasafrjóvgun felur í sér að egg eru tekin úr eggjastokk og frjóvguð á rannsóknarstofu og fósturvísarnir fluttir í legið nokkrum dögum síðar. Elonva veldur því að nokkur eggbú vaxa og þroskast samtímis með stýrðri örvun eggjastokkanna.

2. Áður en byrjað er að nota Elonva

Ekki má nota Elonva:

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir corifollitrópíni alfa eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6)

-ef þú ert með krabbamein í eggjastokkum, brjóstum, legi eða heila (heiladingli eða undirstúku)

-ef þú hefur nýlega fengið óvæntar blæðingar frá fæðingarvegi af óþekktum orsökum aðrar en tíðablæðingar

-ef eggjastokkar þínir eru óstarfhæfir vegna frumkominnar bilunar

-ef þú ert með blöðrur á eggjastokkum eða stækkaða eggjastokka

-ef þú ert með fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (PCOS)

-ef þú hefur fengið oförvunarheilkenni eggjastokka. Oförvunarheilkenni eggjastokka er alvarlegt læknisfræðilegt vandamál sem getur komið fram þegar eggjastokkar eru örvaðir um of. Sjá frekari útskýringar hér að neðan

-ef þú hefur áður fengið meðferð með stýrðri örvun eggjastokka þar sem fleiri en 30 eggbú ≥ 11 mm mynduðust

-ef þú ert með fleiri en 20 eggbú í upphafi (fjöldi eggbúa sem eru til staðar í eggjastokkum í upphafi tíðahrings)

-ef kynfæri eru vansköpuð og útiloka eðlilega meðgöngu

-ef þú ert með bandvefsæxli í legi sem útiloka eðlilega meðgöngu.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Elonva er notað.

Oförvunarheilkenni eggjastokka

Meðferð með gónadótrópínhormónum eins og Elonva getur valdið oförvunarheilkenni eggjastokka. Þetta er alvarlegt læknisfræðilegt ástand þar sem eggjastokkarnir eru örvaðir um of og þau eggbú sem vaxa verða stærri en venjulega. Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur oförvunarheilkenni eggjastokka verið lífshættulegt. Þess vegna er nákvæmt eftirlit læknisins mjög mikilvægt. Til að athuga verkun meðferðarinnar mun læknirinn athuga eggjastokkana með ómskoðun. Einnig gæti læknirinn kannað magn hormóna í blóði. (Sjá einnig kafla 4.)

Oförvunarheilkenni eggjastokka veldur skyndilegri uppsöfnun vökva í kviði og á brjóstasvæði og getur orsakað blóðtappa. Hafðu tafarlaust samband við lækninn ef:

-þú færð mjög þrútinn kvið og kviðverki,

-þú færð ógleði,

-þú færð uppköst,

-þú þyngist vegna vökvasöfnunar,

-þú færð niðurgang,

-þvagmagn minnkar,

-þú átt erfitt með andardrátt.

Aðeins má nota Elonva einu sinni í sömu meðferðarlotu því annars geta líkur á oförvunarheilkenni eggjastokka aukist.

Segðu lækninum frá því áður en notkun lyfsins hefst ef þú hefur fengið oförvunarheilkenni eggjastokka.

Snúningur á eggjastokkum

Snúningur á eggjastokkum er vindingur á eggjastokkum. Vindingur eggjastokka gæti valdið því að blóðflæði til eggjastokka stöðvast.

Segðu lækninum frá því áður en notkun lyfsins hefst ef þú:

-hefur fengið oförvunarheilkenni eggjastokka

-ert þunguð eða heldur að þú gætir verið þunguð

-hefur farið í skurðaðgerð á kviði

-hefur fengið snúning á eggjastokkum

-ert með eða hefur haft blöðrur á eggjastokk eða eggjastokkum.

Blóðtappi (Segamyndun)

Meðferð með gónadótrópínhormónum eins og Elonva (eins og þungun) getur aukið hættu á blóðtappa (segamyndun). Segamyndun er það þegar blóðtappi myndast í bláæð.

Blóðtappi getur valdið alvarlegu læknisfræðilegu ástandi, svo sem:

-teppu í lungum (lungnasegarek)

-slagi

-hjartaáfalli

-æðavandamálum (segabláæðabólgu)

-skorti á blóðflæði (segamyndun í djúplægum bláæðum) sem getur orsakað missi á handlegg eða fótlegg.

Þú skalt ræða þetta við lækninn áður en meðferð hefst, einkum ef:

-þú veist að þú ert í aukinni hættu á að fá segamyndun

-þú eða einhver í nánustu fjölskyldu þinni hefur fengið segamyndun

-þú ert allt of þung.

Fjölburafæðingar eða fæðingagallar

Meiri líkur eru á að eignast tvíbura eða jafnvel fleiri en tvö börn jafnvel þegar aðeins einn fósturvísir er settur upp í legið. Fjölburaþunganir hafa í för með sér aukna hættu bæði fyrir heilsu móður og barns. Fjölburaþunganir og ákveðin einkenni para með frjósemisvandamál (t.d. aldur konunnar, ákveðin sæðisvandamál, erfðalegur bakgrunnur beggja foreldra) geta einnig tengst aukinni hættu á meðfæddum göllum.

Meðgöngukvillar

Ef meðferð með Elonva leiðir til þungunar er aukin hætta á utanlegsfóstri. Því á læknirinn að framkvæma ómskoðun snemma til að útiloka utanlegsfóstur.

Æxli í eggjastokkum og öðrum æxlunarfærum

Tilkynnt hefur verið um æxli í eggjastokkum og öðrum æxlunarfærum hjá konum sem hafa farið í ófrjósemismeðferð. Ekki er vitað hvort meðferð með frjósemislyfjum eykur hættuna á þessum æxlum hjá ófrjóum konum.

Annað læknisfræðilegt ástand

Auk þess skaltu segja lækninum frá því, áður en notkun lyfsins hefst:

-Ef þú ert með nýrnasjúkóm.

-Ef þú ert með vanstjórn á heiladingli eða kvilla í undirstúku.

-Ef þú ert með vanstarfsemi skjaldkirtils.

-Ef nýrnahetturnar virka ekki eðlilega.

-Ef prólaktíngildi í blóði er hátt.

-Ef þú hefur aðra sjúkdóma (t.d. sykursýki, hjartasjúkdóm eða einhverja aðra langvinna sjúkdóma).

-Ef læknir hefur sagt þér að þungun væri þér hættuleg.

Notkun annarra lyfja samhliða Elonva

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að vera notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils.

Meðganga og brjóstagjöf

Þú mátt ekki nota Elonva ef þú ert þunguð, heldur að þú sért þunguð eða ef þú ert með barn á brjósti.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en þetta lyf er notað.

Akstur og notkun véla

Elonva getur valdið sundli. Ef þú finnur fyrir sundli skaltu ekki aka eða nota vélar.

Elonva inniheldur natríum

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól af natríum (23 mg) í hverjum skammti, þ.e.a.s. er nær natríumfrítt.

3. Hvernig nota á Elonva

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Elonva er ætlað konum í ófrjósemismeðferð svo sem glasafrjóvgun. Í þessari meðferð er Elonva notað ásamt lyfi (svo kölluðum GnRH-andörva) sem hindrar ótímabært egglos. Meðferð með GnRH-hemli hefst venjulega 5 til 6 dögum eftir gjöf Elonva.

Ekki er ráðlagt að nota Elonva ásamt GnRH örva (annað lyf sem notað er til að koma í veg fyrir að eggjastokkarnir losi ótímabært egg).

Skammtar

Við meðferð hjá konum á barneignaraldri er Elonva skammturinn miðaður við líkamsþyngd og aldur.

-Stakur 100 míkróg skammtur er ráðlagður handa konum sem eru 60 kg eða léttari og eru 36 ára eða yngri.

-Stakur 150 míkróg skammtur er ráðlagður handa konum:

-sem eru þyngri en 60 kg óháð aldri.

-sem eru 50 kg eða þyngri og eru eldri en 36 ára.

Konur sem eru eldri en 36 ára og eru léttari en 50 kg voru ekki rannsakaðar.

 

 

 

Líkamsþyngd

 

 

 

Léttari en 50 kg

50 – 60 kg

Þyngri en 60 kg

Aldur

36 ára eða yngri

100 míkróg

100 míkróg

150 míkróg

 

 

 

 

 

Eldri en 36 ára

Ekki rannsakað

150 míkróg

150 míkróg

Fyrstu sjö daga eftir gjöf Elonva á ekki að nota eggbúsörvandi hormón sem framleitt er með samrunaerfðatækni ((rec)FSH). Sjö dögum eftir gjöf Elonva getur læknirinn ákveðið að halda örvunarlotunni áfram með öðru gónadótrópínhormóni eins og (rec)FSH. Því má halda áfram í fimm daga þar til nægilegur fjöldi eggbúa af hæfilegri stærð eru til staðar. Þetta er hægt að rannsaka með ómskoðun. Meðferð með (rec)FSH er hætt og eggþroska lokið með gjöf hCG (coriongónadótrópín úr mönnum). Eggheimta er framkvæmd 34-36 klst. síðar.

Hvernig Elonva er gefið

Meðferð með Elonva á að vera undir eftirliti læknis með reynslu í meðferð á ófrjósemi. Elonva á að gefa undir húð í húðfellingu (sem þú klípur saman milli þumalfingurs og vísifingurs) helst undir nafla. Heilbrigðisstarfsmaður (t.d. hjúkrunarfræðingur), maki þinn eða þú sjálf getið gefið lyfið eftir nákvæmum leiðbeiningum læknisins. Notið Elonva alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að nota lyfið leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Leiðbeiningar um notkun eru sýndar skref fyrir skref í lok þessa fylgiseðils.

Ekki á að gefa Elonva í vöðva.

Elonva er afgreitt í áfylltri sprautu með sjálfvirkum öryggisbúnaði til að koma í veg fyrir stunguslys eftir notkun.

Ef notaður er stærri skammtur af Elonva eða (rec)FSH en mælt er fyrir um

Hafðu tafarlaust samband við lækninn ef þú heldur að þú hafir notað meira af Elonva eða (rec)FSH en mælt er fyrir um.

Ef gleymist að nota Elonva

Hafðu tafarlaust samband við lækninn ef þú gleymir að nota Elonva ákveðinn dag. Ekki nota Elonva nema að hafa samband við lækninn.

Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4. Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Hugsanlegur fylgikvilli meðferðar með gónadótrópínhormónum eins og Elonva er óæskileg oförvun eggjastokka. Draga má úr áhættunni með nákvæmu eftirliti með fjölda þroskaðra eggbúa. Læknirinn mun athuga eggjastokkana með ómskoðun til að fylgjast vandlega með fjölda þroskaðra eggbúa.

Læknirinn gæti einnig kannað magn hormóna í blóði. Fyrstu einkenni oförvunar eggjastokka geta verið kviðverkur, ógleði eða niðurgangur. Oförvun eggjastokka getur þróast í ástand sem kallast

oförvunarheilkenni eggjastokka, sem getur orðið alvarlegt læknisfræðilegt vandamál. Í alvarlegri tilvikum geta einkenni verið stækkun eggjastokka, vökvasöfnun í kviði og/eða brjóstholi (sem getur valdið skyndilegri þyngdaraukningu) eða blóðtappar í æðum.

Hafðu tafarlaust samband við lækninn ef þú færð kviðverki eða einhver önnur einkenni oförvunar eggjastokka, jafnvel þótt þau komi fram nokkrum dögum eftir síðustu inndælingu.

Líkur á að fá aukaverkanir eru í eftirfarandi flokkum:

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 konum)

-Oförvunarheilkenni eggjastokka

-Verkur í grindarholi

-Ógleði

-Höfuðverkur

-Óþægindi í grindarholi

-Eymsli í brjóstum

-Þreyta

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 konum)

-Snúningur á eggjastokkum

-Hækkuð lifrarensím

-Fósturlát

-Verkur eftir eggheimtur

-Verkur vegna aðgerðar

-Egg losnar of snemma (snemmbært egglos)

-Uppþemba

-Uppköst

-Niðurgangur

-Hægðatregða

-Bakverkir

-Verkur í brjóstum

-Mar eða verkur á stungustað

-Skapstyggð

-Skapsveiflur

-Sundl

-Hitakóf

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

-Ofnæmisviðbrögð (bæði staðbundin og almenn, þ.m.t. útbrot).

Einnig hefur verið greint frá utanlegsfóstri og fjölburaþungunum. Þessar aukaverkanir eru ekki taldar tengjast notkun Elonva heldur tæknifrjóvguninni eða þungunum sem verða í kjölfarið.

Í mjög sjaldgæfum tilvikum, hafa blóðtappar, sem myndast í æðum, losnað og ferðast um blóðrásina og stíflað aðrar æðar (segarek), verið tengdir meðferð með Elonva eins og öðrum gónadótrópínum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5. Hvernig geyma á Elonva

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir „EXP“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymsla í apóteki

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa.

Geymsla hjá sjúklingi

Tveir valmöguleikar:

1.Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa.

2.Geymið við eða undir 25°C í eitt tímabil sem ekki má vera lengra en 1 mánuður. Skrifið niður hvenær byrjað er að geyma lyfið utan kælis og notið innan mánaðar frá þeirri dagsetningu.

Geymið sprautuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Ekki skal nota Elonva

-ef það hefur verið geymt utan kælis í meira en einn mánuð

-ef það hefur verið geymt utan kælis við hærra hitastig en 25°C

-ef lausnin er ekki tær

-ef sprautan eða nálin hefur orðið fyrir skemmdum.

Ekki má fleygja tómri eða ónotaðri sprautu í heimilissorp. Leitið ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Elonva inniheldur

Virka innihaldsefnið er corifollitrópín alfa. Hver áfyllt sprauta inniheldur 150 míkróg í 0,5 ml stungulyfi, lausn.

Önnur innihaldsefni eru natríumsítrat, súkrósi, pólýsorbat 20, metíónín og vatn fyrir stungulyf. Sýrustig (pH) gæti hafa verið stillt með natríumhýdroxíði og/eða saltsýru.

Lýsing á útliti Elonva og pakkningastærðir

Elonva er tært og litlaust stungulyf, vatnslausn (stungulyf) í áfylltri sprautu með sjálfvirkum öryggisbúnaði til að koma í veg fyrir stunguslys eftir notkun. Sprautan er með sæfðri inndælingarnál. Hver sprauta inniheldur 0,5 ml lausn.

Hver áfyllt sprauta er í stakri pakkningu.

Elonva er í tveimur styrkleikum: 100 míkróg og 150 míkróg stungulyf, lausn.

Markaðsleyfishafi og framleiðendur

Markaðsleyfishafi

Merck Sharp & Dohme Limited, Hertford Road, Hoddesdon, Hertfordshire EN11 9BU, Bretland.

Framleiðendur

-N.V. Organon, Kloosterstraat 6, 5349 AB Oss, Holland.

-Organon (Ireland) Ltd., Drynam Road, Swords, Co. Dublin, Írland.

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

MSD Belgium BVBA/SPRL

UAB Merck Sharp & Dohme

Tel/Tél: 0800 38 693 (+32(0)27766211)

Tel: + 370 5 2780247

dpoc_belux@merck.com

msd_lietuva@merck.com

България

Мерк Шарп и Доум България ЕООД

Teл.: + 359 2 819 37 37 info-msdbg@merck.com

Česká republika

Merck Sharp & Dohme s.r.o. Tel.: +420 233 010 111 dpoc_czechslovak@merck.com

Danmark

MSD Danmark ApS Tlf: + 45 4482 4000 dkmail@merck.com

Deutschland

MSD SHARP & DOHME GMBH

Tel: 0800 673 673 673 (+49 (0) 89 4561 2612) e-mail@msd.de

Eesti

Merck Sharp & Dohme OÜ Tel: + 372 6144 200 msdeesti@merck.com

Ελλάδα

MSD Α.Φ.Β.Ε.Ε

Τηλ: + 30 210 98 97 300 dpoc_greece@merck.com

España

Merck Sharp & Dohme de España, S.A. Tel: +34 91 321 06 00 msd_info@merck.com

France

MSD France

Tél. + 33 (0) 1 80 46 40 40

Hrvatska

Merck Sharp & Dohme d.o.o. Tel: + 385 1 6611 333 croatia_info@merck.com

Ireland

Merck Sharp & Dohme Ireland (Human Health) Limited

Tel: +353 (0)1 2998700 medinfo_ireland@merck.com

Ísland

Vistor hf.

Sími: + 354 535 7000

Luxembourg/Luxemburg

MSD Belgium BVBA/SPRL Tel/Tél: +32(0)27766211 dpoc_belux@merck.com

Magyarország

MSD Pharma Hungary Kft. Tel.: + 36 1 888-5300 hungary_msd@merck.com

Malta

Merck Sharp & Dohme Cyprus Limited Tel: 8007 4433 (+356 99917558) malta_info@merck.com

Nederland

Merck Sharp & Dohme BV

Tel: 0800 99 99 000 (+ 31 23 5153153) medicalinfo.nl@merck.com

Norge

MSD (Norge) AS Tlf: + 47 32 20 73 00 msdnorge@msd.no

Österreich

Merck Sharp & Dohme Ges.m.b.H. Tel: +43 (0) 1 26 044 msd-medizin@merck.com

Polska

MSD Polska Sp.z o.o. Tel.: +48 22 549 51 00 msdpolska@merck.com

Portugal

Merck Sharp & Dohme, Lda Tel: + 351 214465700 clic@merck.com

România

Merck Sharp & Dohme Romania S.R.L. Tel: + 40 21 529 29 00 msdromania@merck.com

Slovenija

Merck Sharp & Dohme, inovativna zdravila d.o.o.

Tel: + 386 1 5204201 msd_slovenia@merck.com

Slovenská republika

Merck Sharp & Dohme, s. r. o. Tel: + 421 (2) 58282010 dpoc_czechslovak@merck.com

Italia

MSD Italia S.r.l. Tel: +39 06 361911

medicalinformation.it@merck.com

Κύπρος

Merck Sharp & Dohme Cyprus Limited Τηλ: 800 00 673

+357 22866700 cyprus_info@merck.com

Latvija

SIA Merck Sharp &Dohme Latvija Tel: + 371 67 364224 msd_lv@merck.com

Suomi/Finland

MSD Finland Oy

Puh/Tel: + 358 (0)9 804650 info@msd.fi

Sverige

Merck Sharp & Dohme (Sweden) AB Tel: + 46 (0)77 5700488 medicinskinfo@merck.com

United Kingdom

Merck Sharp & Dohme Limited Tel: +44 (0) 1992 467272 medicalinformationuk@merck.com

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í mánuður ÁÁÁÁ

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Notkunarleiðbeiningar

Elonva sprauta með nál

 

 

Sprauta

 

Lausn

 

Sprautuhetta

 

Nálarhetta

Nál

 

Stimpill

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nálarhlíf

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rifgötun miða

Undirbúningur fyrir inndælingu

1.

Þvoið hendurnar með sápu og vatni og þurrkið þær áður en Elonva er notað.

Þrífið stungustaðinn (svæðið rétt undir naflanum) með sótthreinsunarefni (t.d. spritt) til að fjarlægja bakteríur á húðinni.

Hreinsið um 5 cm í kringum staðinn þar sem nálin stingst í húðina og látið sótthreinsunarefnið þorna í a.m.k. eina mínútu áður en haldið er áfram.

2.

Á meðan beðið er eftir því að sótthreinsunarefnið þorni, brjótið rifgötun miðans og takið nálarhettuna af.

Skiljið nálarhlífina eftir á nálinni.

Setjið nálarhlífina (með nálinni) á hreinan og þurran flöt meðan sprautan er undirbúin.

3.

Haldið sprautunni þannig að gráa hettan vísi upp.

Sláið létt á sprautuna með fingrinum til að loftbólur fljóti upp.

4.

Haldið sprautunni í uppréttri stöðu.

Losið sprautuhettuna með því að snúa rangsælis.

5.

Haldið sprautunni í uppréttri stöðu.

Skrúfið nálarhlífina (með nálinni í) réttsælis á sprautuna.

6.

Haldið sprautunni í uppréttri stöðu.

Togið nálarhlífina beint upp og fleygið. GÆTIÐ ykkar á nálinni.

Inndæling

7.

Takið sprautuna milli vísifingurs og löngutangar og látið hana vísa upp.

Setjið þumalputta á stimpilinn.

Þrýstið stjakanum varlega upp þar til lítill dropi myndast á nálaroddinum.

8.

Klemmið húðsvæði á milli þumal- og vísifingurs.

Stingið allri nálinni með 90° horni í klemmda húðina.

Þrýstið varlega á stimpilinn eins langt og hann kemst og haldið

honum niðri

TELJIÐ UPP AÐ FIMM til að vera viss um að allri lausninni hafi verið dælt.

9.

Losið þumalfingur af stimplinum.

Nálin dregst sjálfkrafa inn í sprautuna þar sem hún læsist föst.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf