Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Entyvio (vedolizumab) – Samantekt á eiginleikum lyfs - L04AA

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsEntyvio
ATC-kóðiL04AA
Efnivedolizumab
FramleiðandiTakeda Pharma A/S

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Entyvio 300 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

Hvert hettuglas inniheldur 300 mg af vedólízúmabi.

Eftir blöndun inniheldur hver ml 60 mg af vedólízúmabi.

Vedólízúmab er mannaðlagað IgG1 einstofna mótefni sem binst við α4β7 integrin úr mönnum og er framleitt í eggjastokkafrumum kínverskra hamstra (CHO)/30.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn.

Hvít til beinhvít frostþurrkuð kaka eða duft.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Sáraristilbólga

Entyvio er ætlað til meðferðar á fullorðnum sjúklingum með miðlungs virka til mjög virka sáraristilbólgu sem ýmist hafa sýnt ófullnægjandi svörun við hefðbundinni meðferð eða TNF-alfa-hemli (tumour necrosis factor-alpha), hætt að sýna svörun eða ekki þolað meðferðina.

Crohns-sjúkdómur

Entyvio er ætlað til meðferðar á fullorðnum sjúklingum með miðlungs virkan til mjög virkan Crohns-sjúkdóm sem ýmist hafa sýnt ófullnægjandi svörun við hefðbundinni meðferð eða TNF-alfa-hemli, hætt að sýna svörun eða ekki þolað meðferðina.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Heilbrigðisstarfsfólk með sérfræðiþekkingu og reynslu í greiningu og meðferð sáraristilbólgu eða Crohns-sjúkdóms eiga að hefja meðferð með Entyvio og hafa umsjón með henni (sjá kafla 4.4). Afhenda skal sjúklingum fylgiseðil og öryggiskort sjúklings.

Skammtar

Sáraristilbólga

Ráðlagður skammtur af Entyvio er 300 mg gefið með innrennsli í bláæð í viku núll, tvö og sex og á átta vikna fresti eftir það.

Ef engin merki um ávinning hafa komið fram hjá sjúklingum með sáraristilbólgu í viku 10 skal íhuga vandlega hvort halda eigi meðferðinni áfram (sjá kafla 5.1).

Sjúklingar sem finna fyrir minnkandi svörun gætu haft ávinning af aukinni tíðni skömmtunar Entyvio í 300 mg á fjögurra vikna fresti.

Hjá sjúklingum sem hafa sýnt svörun við meðferð með Entyvio er mögulegt að minnka og/eða hætta gjöf barkstera í samræmi við hefðbundna meðferð.

Endurtekin meðferð

Ef gert er hlé á meðferð og nauðsynlegt reynist að hefja aftur meðferð með Entyvio má íhuga skömmtun á fjögurra vikna fresti (sjá kafla 5.1). Tími meðferðarhlés í klínískum rannsóknum var allt að eitt ár. Verkun náðist á ný án greinilegrar aukningar á aukaverkunum eða innrennslistengdum viðbrögðum meðan á endurtekinni meðferð með vedólízúmabi stóð (sjá kafla 4.8).

Crohns-sjúkdómur

Ráðlagður skammtur af Entyvio er 300 mg gefið með innrennsli í bláæð í viku núll, tvö og sex og á átta vikna fresti eftir það.

Sjúklingar með Crohns-sjúkdóm sem ekki hafa sýnt svörun gætu haft ávinning af Entyvio-skammti í viku 10 (sjá kafla 4.4). Hjá sjúklingum sem sýna svörun skal halda meðferð áfram á átta vikna fresti frá viku 14. Ef engin merki um ávinning hafa komið fram hjá sjúklingum með Crohns-sjúkdóm í viku 14 skal ekki halda meðferð áfram (sjá kafla 5.1).

Sjúklingar sem finna fyrir minnkandi svörun gætu haft ávinning af aukinni tíðni skömmtunar Entyvio í 300 mg á fjögurra vikna fresti.

Hjá sjúklingum sem hafa sýnt svörun við meðferð með Entyvio er mögulegt að minnka og/eða hætta gjöf barkstera í samræmi við hefðbundna meðferð.

Endurtekin meðferð

Ef gert er hlé á meðferð og nauðsynlegt reynist að hefja aftur meðferð með Entyvio má íhuga skömmtun á fjögurra vikna fresti (sjá kafla 5.1). Tími meðferðarhlés í klínískum rannsóknum var allt að eitt ár. Verkun náðist á ný án greinilegrar aukningar á aukaverkunum eða innrennslistengdum viðbrögðum meðan á endurtekinni meðferð með vedólízúmabi stóð (sjá kafla 4.8).

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun vedólízúmabs hjá börnum á aldrinum 0 til 17 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Aldraðir sjúklingar

Ekki þarf að breyta skömmtum hjá öldruðum sjúklingum. Þýðisgreiningar á lyfjahvörfum sýndu ekki fram á nein aldurstengd áhrif (sjá kafla 5.2).

Sjúklingar með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi

Entyvio hefur ekki verið rannsakað hjá þessum sjúklingahópum. Ekki er hægt að gefa ráðleggingar um skammta.

Lyfjagjöf

Entyvio er einungis til notkunar í bláæð. Lyfið skal blanda og þynna frekar áður en það er gefið í bláæð, sjá leiðbeiningar í kafla 6.6.

Entyvio er gefið sem innrennsli í bláæð á 30 mínútum. Fylgjast skal með sjúklingum meðan á innrennsli stendur og á eftir (sjá kafla 4.4).

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Virkar alvarlegar sýkingar svo sem berklar, sýklasótt, stórfrumuveira (cytomegalovirus), listeríusýking og tækifærissýkingar eins og ágeng fjölhreiðra innlyksuheilabólga (sjá kafla 4.4).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Vedólízúmab á að gefa á heilbrigðisstofnun þar sem útbúnaður er til staðar til að meðhöndla bráð ofnæmisviðbrögð, þar með talið bráðaofnæmi, ef þau eiga sér stað. Viðeigandi eftirlit og stuðningsúrræði skulu vera tiltæk strax þegar vedólízúmab er gefið. Fylgjast skal stöðugt með sjúklingum meðan á innrennsli stendur. Í fyrstu tveimur innrennslisgjöfunum skal ennfremur fylgjast með þeim í um það bil tvær klukkustundir eftir að innrennsli lýkur með tilliti til einkenna bráðra ofnæmisviðbragða. Í öllum síðari innrennslum skal fylgjast með sjúklingum í um það bil eina klukkustund eftir að innrennsli lýkur.

Innrennslistengd viðbrögð

Í klínískum rannsóknum hefur verið greint frá innrennslistengdum viðbrögðum og ofnæmisviðbrögðum sem yfirleitt voru væg til miðlungi alvarleg (sjá kafla 4.8).

Ef fram koma alvarleg innrennslistengd viðbrögð, bráðaofnæmi eða önnur alvarleg viðbrögð skal tafarlaust hætta gjöf á Entyvio og hefja viðeigandi meðferð (t.d. með adrenalíni og andhistamínum) (sjá kafla 4.3).

Komi fram væg til miðlungi alvarleg innrennslistengd viðbrögð er hægt að hægja á eða gera hlé á innrennslinu og hefja viðeigandi meðferð. Þegar dregið hefur úr vægu til miðlungi alvarlegu innrennslistengdu viðbrögðunum skal halda innrennslinu áfram. Læknar skulu íhuga lyfjaforgjöf (t.d. með andhistamíni, hýdrókortísóni og/eða parasetamóli) fyrir næsta innrennsli hjá sjúklingum með sögu um væg til miðlungi alvarleg innrennslistengd viðbrögð við vedólízúmabi til að lágmarka hættu á þeim (sjá kafla 4.8).

Sýkingar

Vedólízúmab er sérhæfður integrin-hemill í þörmum (gut-selective integrin antagonist) með enga þekkta, altæka ónæmisbælandi virkni (sjá kafla 5.1).

Læknar skulu vera meðvitaðir um hugsanlega aukna hættu á tækifærissýkingum eða sýkingum þar sem þarmar gegna hlutverki varnartálma (sjá kafla 4.8). Ekki má hefja meðferð með Entyvio hjá sjúklingum með virkar, alvarlegar sýkingar fyrr en búið er að ná tökum á þeim. Læknar skulu einnig íhuga að gera hlé á meðferð hjá sjúklingum sem fá alvarlega sýkingu meðan þeir eru í langvinnri meðferð með Entyvio. Gæta skal varúðar þegar hugleiða á notkun vedólízúmabs hjá sjúklingum með langvinna alvarlega sýkingu sem búið er að ná stjórn á eða sögu um endurteknar alvarlegar sýkingar. Fylgjast skal náið með sjúklingum með tilliti til sýkinga fyrir meðferð, meðan á henni stendur og eftir að henni lýkur. Ekki má nota Entyvio handa sjúklingum með virka berkla (sjá kafla 4.3). Skima skal sjúklinga fyrir berklum samkvæmt staðbundnum starfsvenjum áður en meðferð með vedólízúmabi er hafin. Ef dulin berklasýking er greind þarf að hefja viðeigandi berklameðferð í samræmi við ráðleggingar á hverjum stað áður en meðferð með vedólízúmabi er hafin. Ef sjúklingar greinast með

berkla meðan þeir eru í meðferð með vedólízúmabi skal hætta meðferðinni þar til þeir eru lausir við berklasýkinguna.

Nokkrir integrin-hemlar og nokkur altæk ónæmisbælandi lyf hafa verið tengd við ágenga fjölhreiðra innlyksuheilabólgu sem er sjaldgæf og oft banvæn tækifærissýking af völdum JC-veirunnar (John Cunningham). Með því að bindast α4β7-integrin sem tjáð er á þarmaratvísum (gut-homing) eitilfrumum hefur vedólízúmab ónæmisbælandi áhrif á þarmana. Þótt engin altæk ónæmisbælandi áhrif hafi sést hjá heilbrigðum þátttakendum eru áhrifin á altæka virkni ónæmiskerfisins hjá sjúklingum með bólgusjúkdóm í þörmum ekki þekkt.

Engin tilvik um ágenga fjölhreiðra innlyksuheilabólgu voru tilkynnt í klínískum rannsóknum á vedólízúmabi. Heilbrigðisstarfsmenn skulu þó fylgjast með sjúklingum sem fá vedólízúmab, með tilliti til hvers kyns nýrra einkenna frá taugakerfi eða versnunar slíkra einkenna, í samræmi við það sem kemur fram í fræðsluefni lækna og jafnframt hugleiða að vísa sjúklingum til sérfræðinga í taugasjúkdómum ef slík einkenni koma fram. Afhenda skal sjúklingnum öryggiskort (sjá kafla 4.2). Ef grunur leikur á ágengri fjölhreiðra innlyksuheilabólgu skal hætta meðferð með vedólízúmabi tímabundið og varanlega ef hún er staðfest.

Illkynjun

Hættan á illkynjun eykst hjá sjúklingum með sáraristilbólgu og Crohns-sjúkdóm. Ónæmistemprandi lyf geta aukið hættuna á illkynjun (sjá kafla 4.8).

Fyrri og samhliða notkun líffræðilegra lyfja

Engar upplýsingar um vedólízúmab úr klínískum rannsóknum liggja fyrir um sjúklinga sem fengu áður meðferð með natalízúmabi eða rítúxímabi. Gæta skal varúðar þegar notkun Entyvio hjá þessum sjúklingum er íhuguð.

Sjúklingar sem fengu áður natalízúmab ættu alla jafna að bíða í að lágmarki 12 vikur áður en þeir byrja í meðferð með Entyvio, nema klínískt ástand þeirra bendi til annars.

Engar upplýsingar liggja fyrir úr klínískum rannsóknum um samhliða notkun vedólízúmabs og líffræðilegra ónæmisbælandi lyfja. Þar af leiðandi er notkun Entyvio hjá slíkum sjúklingum ekki ráðlögð.

Lifandi bóluefni og bóluefni til inntöku

Í samanburðarrannsókn með lyfleysu hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum kom í ljós að stakur 750 mg skammtur af vedólízúmabi dró ekki úr tíðni verndandi ónæmis gegn lifrarbólgu B hjá þátttakendum sem voru bólusettir í vöðva með þremur skömmtum af raðbrigða yfirborðsmótefnavaka lifrarbólgu B. Þátttakendur sem fengu vedólízúmab sýndu lægra hlutfall mótefnavendingar eftir að hafa fengið dautt kólerubóluefni til inntöku. Áhrif á önnur bóluefni til inntöku eða í nef eru óþekkt. Mælt er með því að allir sjúklingar hafi fengið allar bólusetningar í samræmi við gildandi leiðbeiningar um bólusetningar áður en meðferð með Entyvio hefst. Sjúklingar í meðferð með vedólízúmabi mega halda áfram að fá bóluefni sem ekki eru lifandi. Engar upplýsingar eru til um smit af völdum lifandi bóluefna hjá sjúklingum sem fá vedólízúmab. Inflúensubóluefni á að gefa með inndælingu í samræmi við hefðbundnar klínískar starfsvenjur. Eingöngu má gefa önnur lifandi bóluefni samhliða vedólízúmabi ef ávinningur vegur þyngra en áhætta.

Innleiðing sjúkdómshlés í Crohns-sjúkdómi

Innleiðing sjúkdómshlés í Crohns-sjúkdómi getur tekið allt að 14 vikur hjá sumum sjúklingum. Ástæður fyrir því eru ekki fyllilega þekktar og tengjast hugsanlega verkunarhætti. Taka ber þetta til athugunar, einkum hjá sjúklingum sem eru með mjög virkan sjúkdóm við upphaf meðferðar og hafa ekki áður fengið meðferð með TNF-alfa-hemlum. (Sjá einnig kafla 5.1.)

Könnunargreiningar á undirhópum úr klínískum rannsóknum á Crohns-sjúkdómi bentu til þess að vedólízúmab sem gefið var sjúklingum án samhliða barksterameðferðar gæti gagnast verr til að innleiða sjúkdómshlé í Crohns-sjúkdómi en hjá þeim sjúklingum sem þegar fengu samhliða meðferð með barksterum (óháð samhliða notkun ónæmistemprandi lyfja; sjá kafla 5.1).

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum.

Vedólízúmab hefur verið rannsakað hjá fullorðnum sjúklingum með sáraristilbólgu og Crohns-sjúkdóm sem fá samhliða barkstera, ónæmistemprandi lyf (azatíóprín, 6-merkaptópúrín og metótrexat) og amínósalisýlöt. Þýðisgreiningar á lyfjahvörfum benda til þess að samhliða gjöf slíkra lyfja hafi ekki klínískt mikilvæg áhrif á lyfjahvörf vedólízúmabs. Áhrif vedólízúmabs á lyfjahvörf lyfja sem algengt er að gefa samhliða hafa ekki verið rannsökuð.

Bólusetningar

Nota skal lifandi bóluefni með varúð, einkum lifandi bóluefni til inntöku, samhliða Entyvio (sjá kafla 4.4).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri

Eindregið er mælt með því að konur á barneignaraldri noti öruggar getnaðarvarnir til að koma í veg fyrir þungun og haldi áfram að nota þær í að minnsta kosti 18 vikur eftir að síðustu meðferð með Entyvio lýkur.

Meðganga

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun vedólízúmabs á meðgöngu.

Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á æxlun (sjá kafla 5.3).

Entyvio má eingöngu nota á meðgöngu ef ávinningur vegur greinilega þyngra en hugsanleg áhætta fyrir móður og fóstur.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort vedólízúmab skilst út í brjóstamjólk eða frásogast altækt eftir inntöku.

Fyrirliggjandi upplýsingar um lyfhrif og eiturefnafræði hjá dýrum sýna að vedólízúmab skilst út í móðurmjólk (sjá kafla 5.3).

Þar sem mótefni frá móður (IgG) skiljast út í brjóstamjólk er mælt með því að taka ákvörðun um hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta/stöðva tímabundið meðferðina með Entyvio. Við ákvarðanatökuna skal taka tillit til ávinnings barnsins af brjóstagjöf og ávinnings móður af meðferðinni.

Frjósemi

Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi um áhrif vedólízúmabs á frjósemi hjá mönnum. Ekkert formlegt mat hefur verið framkvæmt á áhrifum á frjósemi karla og kvenna í dýrarannsóknum (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Entyvio kann að hafa smávægileg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla þar sem fáeinir sjúklingar hafa tilkynnt um sundl við notkun þess.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Vedólízúmab hefur verið rannsakað í þremur klínískum samanburðarrannsóknum með lyfleysu hjá sjúklingum með sáraristilbólgu (GEMINI I) eða Crohns-sjúkdóm (GEMINI II og III). Í tveimur samanburðarrannsóknum (GEMINI I og II) fengu annars vegar 1.434 sjúklingar 300 mg af vedólízúmabi í viku 0, viku 2 og svo á átta eða fjögurra vikna fresti frá viku 6 í allt að 52 vikur og hins vegar 297 sjúklingar lyfleysu í allt að 52 vikur. Hjá sjúklingunum sem fengu vedólízúmab tilkynntu 84% sjúklinga um aukaverkanir samanborið við 78% þeirra sjúklinga sem fengu lyfleysu. Á 52 vikum fundu 19% sjúklinga í meðferð með vedólízúmabi fyrir alvarlegum aukaverkunum samanborið við 13% þeirra sem fengu lyfleysu. Svipað hlutfall aukaverkana kom fram í hópunum sem fengu skammta á átta og fjögurra vikna fresti í 3. stigs klínísku rannsóknunum. Hlutfall sjúklinga sem hætti í meðferð vegna aukaverkana var 9% í hópnum sem fékk vedólízúmab og 10% í lyfleysuhópnum. Í sameinuðu GEMINI I og II rannsóknunum komu þessar aukaverkanir fram hjá ≥5% þátttakenda: ógleði, nefkoksbólga, sýking í efri öndunarvegi, liðverkir, sótthiti, þreyta, höfuðverkur, hósti. Greint var frá innrennslistengdum viðbrögðum hjá 4% sjúklinga sem fengu vedólízúmab.

Í GEMINI III rannsókninni, sem var styttri (10 vikna) aðleiðslurannsókn með samanburði við lyfleysu, var tilkynnt um svipaðar aukaverkanir en þær komu sjaldnar fyrir en í lengri rannsóknunum sem náðu til 52 vikna.

Til viðbótar fengu 279 sjúklingar meðferð með vedólízúmabi í viku 0 og viku 2 og síðan með lyfleysu í allt að 52 vikur. Af þessum sjúklingum fundu 84% fyrir aukaverkunum og 15% fyrir alvarlegum aukaverkunum.

Sjúklingar (n=1.822) sem tóku áður þátt í 2. eða 3. stigs rannsóknum með vedólízúmabi gátu tekið þátt í yfirstandandi opinni rannsókn þar sem þeir fengu 300 mg af vedólízúmabi á fjögurra vikna fresti.

Tafla yfir aukaverkanir

Eftirfarandi aukaverkanir eru byggðar á klínískum rannsóknum og þær eru flokkaðar eftir líffærum. Innan líffæraflokka eru aukaverkanir flokkaðar samkvæmt eftirfarandi tíðni: mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10) og sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100). Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 1. Aukaverkanir

Flokkun eftir líffærum

Tíðni

Aukaverkanir

Sýkingar af völdum sýkla og

Mjög algengar

Nefkoksbólga

sníkjudýra

Algengar

Berkjubólga, maga- og

 

 

garnabólga, sýking í efri

 

 

öndunarvegi, inflúensa,

 

 

skútabólga, kokbólga.

 

Sjaldgæfar

Sýking í öndunarvegi,

 

 

hvítsveppasýki í sköpum og

 

 

leggöngum, þruska

Taugakerfi

Mjög algengar

Höfuðverkur

 

Algengar

Náladofi

Æðar

Algengar

Háþrýstingur

Öndunarfæri, brjósthol og

Algengar

Verkur í munni og koki,

miðmæti

 

nefstífla, hósti

Meltingarfæri

Algengar

Endaþarmskýli,

 

 

endaþarmssprunga, ógleði,

 

 

meltingartruflanir, hægðatregða,

 

 

þaninn kviður, vindgangur,

 

 

gyllinæð

Húð og undirhúð

Algengar

Útbrot, kláði, exem,

 

 

hörundsroði, nætursviti,

 

 

þrymlabólur

 

Sjaldgæfar

Hársekksbólga

Stoðkerfi og stoðvefur

Mjög algengar

Liðverkir

 

Algengar

Vöðvakrampar, bakverkur,

 

 

vöðvaslappleiki, þreyta, verkir í

 

 

útlimum

Almennar aukaverkanir og

Algengar

Sótthiti

aukaverkanir á íkomustað

Sjaldgæfar

Viðbrögð á innrennslisstað

 

 

(þ.m.t.: verkur og erting á

 

 

innrennslisstað),

 

 

innrennslistengd viðbrögð,

 

 

hrollur, kuldatilfinning

Lýsing á völdum aukaverkunum

 

 

Innrennslistengd viðbrögð

Í GEMINI I og II samanburðarrannsóknunum fundu 4% sjúklinga í meðferð með vedólízúmabi og 3% sjúklinga sem fengu lyfleysu fyrir aukaverkun sem rannsakandi hafði skilgreint sem innrennslistengd viðbrögð (sjá kafla 4.4). Ekkert stakt einkenni var tilkynnt sem innrennslistengd viðbrögð með hærri tíðni en 1%. Meirihluti innrennslistengdra viðbragða voru væg eða í meðallagi mikil og <1% þeirra leiddi til þess að þátttakendur hættu í rannsókninni. Yfirleitt gengu innrennslistengdu viðbrögðin til baka án nokkurrar íhlutunar eða með lágmarksinngripi í kjölfar innrennslisins. Flest viðbrögðin komu fram innan fyrstu 2 klst. eftir innrennsli. Af þeim sjúklingum sem fengu innrennslistengd viðbrögð komu fleiri viðbrögð fram innan tveggja fyrstu klukkustundanna frá hjá þeim sem fengu vedólízúmab samanborið við þá sem fengu lyfleysu og innrennslistengd viðbrögð. Yfirleitt voru innrennslistengdu viðbrögðin ekki alvarleg og komu fram meðan á innrennslinu stóð eða innan fyrstu klukkustundarinnar eftir að því lauk.

Tilkynnt var um eina alvarlega innrennslistengda aukaverkun hjá sjúklingi með Crohns-sjúkdóm meðan á öðru innrennsli stóð (einkennin sem greint var frá voru mæði, berkjukrampi, ofsakláði, roði, útbrot og hækkaður blóðþrýstingur og aukinn hjartsláttur). Stjórn náðist á viðbrögðunum með því að stöðva innrennslið og gefa andhistamín, og hýdrókortísón í bláæð. Ekki varð vart við aukna tíðni

innrennslistengdra viðbragða hjá sjúklingum sem fengu vedólízúmab í viku 0 og viku 2 og lyfleysu þar á eftir, eftir meðferð með vedólízúmabi að nýju þegar svörun hafði minnkað.

Sýkingar

ÍGEMINI I og II samanburðarrannsóknunum var hlutfall sýkinga 0,85 á hvert sjúklingaár hjá sjúklingum sem fengu vedólízúmab og 0,70 á hvert sjúklingaár hjá þeim sem fengu lyfleysu. Sýkingarnar voru aðallega nefkoksbólga, sýking í efri öndunarvegi, skútabólga og þvagfærasýkingar. Flestir sjúklinganna héldu áfram að nota vedólízúmab eftir að sýkingin var að baki.

Ísamanburðarrannsóknunum GEMINI I og II var hlutfall alvarlegra sýkinga 0,07 á hvert sjúklingaár hjá sjúklingum sem fengu vedólízúmab og 0,06 á hvert sjúklingaár hjá þeim sem fengu lyfleysu. Engin marktæk aukning varð á alvarlegum sýkingum þegar frá leið.

Tilkynnt hefur verið um alvarlegar sýkingar í opnum samanburðarrannsóknum á vedólízúmabi hjá fullorðnum þ.m.t. berkla, sýklasótt (sumar banvænar), salmonellusýklasótt, mengisbólgu af völdum listeríu og ristilbólgu af völdum stórfrumuveiru.

Ónæmingargeta

Í GEMINI I og II samanburðarrannsóknunum var tíðni ónæmingargetu vedólízúmabs 4% (56 af 1.434 sjúklingum sem fengu samfellda meðferð með vedólízúmabi reyndust vera jákvæðir fyrir and-vedólízúmab mótefni hvenær sem var á meðferðartímanum). Níu af 56 sjúklingum mældust endurtekið jákvæðir (jákvæðir fyrir and-vedólízúmab mótefni í tveimur eða fleiri rannsóknarheimsóknum) og 33 sjúklingar þróuðu hlutleysandi and-vedólízúmab mótefni.

Tíðni þess að and-vedólízúmab mótefni greindist hjá sjúklingum 16 vikum eftir að þeir fengu síðasta skammtinn af vedólízúmabi (um það bil fimm helmingunartímar eftir síðasta skammt) var u.þ.b. 10% í GEMINI I og II.

ÍGEMINI I og II samanburðarrannsóknunum reyndust 5% sjúklinganna (3 af 61), sem fundu fyrir aukaverkun sem rannsakandi mat vera innrennslistengd viðbrögð, vera viðvarandi jákvæðir fyrir and-vedólízúmab mótefni.

Íheildina var ekkert greinilegt samhengi á milli mótefnamyndunar á and-vedólízúmabi og klínískrar svörunar eða aukaverkana. Á hinn bóginn var sá fjöldi sjúklinga sem myndaði and-vedólízúmab mótefni of takmarkaður til að hægt væri að leggja á það öruggt mat.

Illkynjun

Á heildina litið benda niðurstöður úr klínísku rannsóknaráætluninni, sem fengist hafa fram til þessa, ekki til aukinnar hættu á illkynjun í meðferð með vedólízúmabi. Þó ber að hafa í huga að tilvik illkynjunar voru fá og útsetning til lengri tíma takmörkuð. Langtímarannsóknir á öryggi eru enn í gangi.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Í klínískum rannsóknum hafa verið gefnir skammtar sem eru allt að 10 mg/kg (u.þ.b. 2,5 faldur ráðlagður skammtur ). Engin skammtatakmarkandi eiturverkun kom fram í klínískum rannsóknum.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

Flokkun eftir verkun: lyf til ónæmisbælingar, sérhæfð lyf til ónæmisbælingar, ATC-flokkur: L04AA33.

5.1Lyfhrif

Vedólízúmab er ónæmisbælandi líffræðilegt lyf, sérhæft fyrir þarma. Lyfið er mannaðlagað einstofna mótefni sem binst sértækt við α4β7 integrin, sem er helst tjáð í á þarmaratvísum T-hjálpareitilfrumum. Með því að bindast α4β7 á ákveðnum eitilfrumum hamlar vedólízúmab viðloðun þessara fruma við viðloðunarsameind-1 á æðaþelsfrumum (MAdCAM-1) í slímhúð en ekki við viðloðunarsameind-1 á æðafrumum (VCAM-1). MAdCAM-1 er aðallega tjáð á þelfrumum þarma og gegnir veigamiklu hlutverki í ratvísi T-eitilfruma þegar þær sækja í vefi innan meltingarvegarins. Vedólízúmab binst hvorki við α4β1 og αEβ7 integrin, né hamlar virkni þeirra.

Integrin α4β7 er tjáð á afmörkuðum undirhóp minnis-T-hjálpareitilfruma sem sækja helst inn í meltingarveginn og valda bólgu sem er einkennandi fyrir sáraristilbólgu og Crohns-sjúkdóm, en báðir sjúkdómarnir eru langvinnt bólguástand í meltingarvegi sem skapast af ónæmi. Vedólízúmab dregur úr bólgu í meltingarvegi hjá sjúklingum með sáraristilbólgu. Hömlun milliverkunar milli α4β7 og MAdCAM-1 með vedólízúmabi kemur í veg fyrir gegnumfar þarmaratvísra minnis-T-hjálpareitilfruma um æðaþelið og inn í starfsvef hjá prímötum, öðrum en mönnum og veldur 3-faldri, afturkræfri aukningu á þessum frumum í útæðablóði. Forefni (músa) vedólízúmabs dró úr bólgu í meltingarvegi hjá silkiöpum með ristilbólgu, líkan fyrir sáraristilbólgu.

Hjá heilbrigðum þátttakendum, sjúklingum með sáraristilbólgu eða Crohns-sjúkdóm eykur vedólízúmab ekki fjölda daufkyrninga, basafruma, rauðkyrninga, B-hjálpar- og frumudrepandi T-eitilfruma, heildarfjölda T-minnis- og hjálpareitilfruma, einkjörnunga eða náttúrulegra drápsfruma í útæðablóði og engin hvítfrumnafjölgun kemur fram.

Vedólízúmab hafði ekki áhrif á vöktun ónæmis og bólgu í miðtaugakerfi í sjálfsnæmis heila- og mænubólgu ( Experimental Autoimmune Encephalomyelitis), líkan fyrir heila- og mænusigg, hjá prímötum öðrum en mönnum. Vedólízúmab hafði ekki áhrif á ónæmissvörun við áreiti mótefnavaka í leðurhúð og vöðva (sjá kafla 4.4). Hins vegar hamlaði vedólízúmab ónæmissvörun við áreiti mótefnavaka í meltingarvegi hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum, mönnum (sjá kafla 4.4).

Lyfhrif

Í klínískum rannsóknum með vedólízúmabi við skammta á bilinu 2 til 10 mg/kg hjá sjúklingum kom fram >95% mettun á α4β7 viðtökum á undirhópum eitilfruma í blóðrás sem taka þátt í vöktun ónæmis í þörmum.

Vedólízúmab hafði ekki áhrif á flutning CD4+ og CD8+ inn í miðtaugakerfið sem ráða mátti af vöntun

á breytingu hlutfalla CD4+/CD8+ í heila- og mænuvökva fyrir og eftir gjöf vedólízúmabs hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum. Þessar upplýsingar samræmast rannsóknum á prímötum öðrum en mönnum, þar sem ekki fundust áhrif á ónæmisvöktun miðtaugakerfisins.

Klínísk verkun

Sáraristilbólga

Sýnt var fram á verkun og öryggi vedólízúmabs við meðferð á fullorðnum sjúklingum með miðlungs virka til mjög virka sáraristilbólgu (6 til 12 Mayo-stig með ≥2 undirstig í holspeglun) í slembiraðaðri, tvíblindri samanburðarrannsókn með lyfleysu þar sem lagt var mat á endapunkta verkunar í viku 6 og viku 52 (GEMINI I). Hjá þátttakendum í rannsókninni hafði a.m.k. ein hefðbundin meðferð brugðist, þ.m.t meðferðir með barksterum, ónæmistemprandi lyfjum og/eða TNFα-hemlinum infliximabi (þ.m.t. hjá þeim sem ekki svöruðu meðferð í fyrstu). Leyfðir voru samhliða stöðugir skammtar af amíónsalisýlötum, barksterum og/eða ónæmistemprandi lyfjum til inntöku.

Fyrir matið á endapunktum í viku 6 var 374 sjúklingum slembiraðað með tvíblindum hætti (3:2) svo þeir fengju annaðhvort 300 mg af vedólízúmabi eða lyfleysu í viku 0 og viku 2. Aðalendapunktur var hlutfall sjúklinga sem sýndu klíníska svörun (skilgreind sem lækkun á heildarstigum Mayo sem nam 3 stigum og 30% frá upphafsgildi ásamt lækkun á undirstigum fyrir blæðingar úr endaþarmi sem nam 1 stigi eða heildarundirstigum fyrir blæðingar úr endaþarmi sem nam ≤1 stigi) í viku 6. Í töflu 2 má sjá niðurstöður úr mati á aðal- og aukaendapunktum.

Tafla 2. Niðurstöður verkunar í viku 6 úr GEMINI I

 

Lyfleysa

Vedólízúmab

Endapunktur

N=149

N=225

Klínísk svörun

26%

47%*

Klínískt sjúkdómshlé§

5%

17%

Slímhúðargræðsla

25%

41%

*p<0,0001

 

 

p≤0,001

 

 

p<0,05

 

 

§Klínískt sjúkdómshlé: Heildarstig Mayo ≤2 stig og ekkert stakt undirstig >1 stig

Slímhúðargræðsla: Mayo-undirstig í holspeglun ≤1 stig

Hagstæð áhrif vedólízúmabs á klíníska svörun, sjúkdómshlé og slímhúðargræðslu kom fram bæði hjá sjúklingum sem höfðu ekki fengið TNF-hemla áður og þegar fyrri meðferð með TNF-hemli hafði brugðist.

Í GEMINI I fengu tveir hópar sjúklinga vedólízúmab í viku 0 og viku 2: Sjúklingum í hópi 1 var slembiraðað svo þeir fengju annaðhvort 300 mg af vedólízúmabi eða lyfleysu með tvíblindum hætti og sjúklingar í hópi 2 fengu 300 mg af vedólízúmabi með opnum hætti. Til að meta verkun í viku 52 var 373 sjúklingum úr hópi 1 og 2, sem voru í meðferð með vedólízúmabi og höfðu sýnt klíníska svörun í viku 6, slembiraðað með tvíblindum hætti (1:1:1) á eina af eftirfarandi skammtaáætlunum sem hófst í viku 6: 300 mg af vedólízúmabi á átta vikna fresti, 300 mg af vedólízúmabi á fjögurra vikna fresti eða lyfleysu á fjögurra vikna fresti. Frá viku 6 var gerð krafa um að sjúklingar sem höfðu náð klínískri svörun og fengu barkstera byrjuðu á skammtaáætlun sem miðaði að því að minnka barksteraskammta. Aðalendapunkturinn var hlutfall sjúklinga sem fékk klínískt sjúkdómshlé í viku 52. Í töflu 3 má sjá niðurstöður úr mati á aðal- og aukaendapunktum.

Tafla 3. Niðurstöður verkunar í viku 52 úr GEMINI I

 

 

Vedólízúmab

Vedólízúmab

 

Lyfleysa

Á 8 vikna fresti

Á 4 vikna fresti

Endapunktur

N = 126*

N = 122

N = 125

Klínískt sjúkdómshlé

16%

42%

45%

Varanleg klínísk svörun

24%

57%

52%

Slímhúðargræðsla

20%

52%

56%

Varanlegt klínískt sjúkdómshlé#

9%

20%§

24%

Klínískt sjúkdómshlé án barkstera

14%

31%§

45%

*Lyfleysuhópurinn tekur til þeirra þátttakenda sem fengu vedólízúmab í viku 0 og viku 2 og var slembiraðað svo þeir fengju lyfleysu frá viku 6 til viku 52, að báðum vikum meðtöldum.

p<0,0001

p<0,001 §p<0,05

Varanleg klínísk svörun: Klínísk svörun í viku 6 og 52

#Varanlegt klínískt sjúkdómshlé: Klínískt sjúkdómshlé í viku 6 og 52

Klínískt sjúkdómshlé án barkstera: Sjúklingar sem notuðu barkstera til inntöku við upphafsgildi höfðu hætt notkun barkstera frá viku 6 og voru í klínísku sjúkdómshléi í viku 52. Fjöldi sjúklinga var n=72 fyrir lyfleysu, n=70 fyrir vedólízúmab á átta vikna fresti og n=73 fyrir vedólízúmab á fjögurra vikna fresti

Könnunargreiningar sýna frekari upplýsingar um lykilundirhópana sem rannsakaðir voru. Um það bil þriðjungur sjúklinganna hafði áður verið í meðferð með TNF -hemli sem brást. Á meðal þessara sjúklinga voru 37% sem fengu vedólízúmab á átta vikna fresti, 35% sem fengu vedólízúmab á fjögurra vikna fresti og 5% sem fengu lyfleysu, sem náðu klínísku sjúkdómshléi í viku 52. Framfarir í varanlegri klínískri svörun (47%, 43%, 16%), slímhúðargræðslu (42%, 48%, 8%), varanlegu klínísku sjúkdómshléi (21%, 13%, 3%) og klínísku sjúkdómshléi án barkstera (23%, 32%, 4%) komu fram hjá þeim sem höfðu áður fengið meðferð með TNFα-hemli sem brást og var í meðferð með vedólízúmabi á átta vikna fresti, fjögurra vikna fresti eða með lyfleysu, í þessari röð.

Sjúklingar sem ekki sýndu svörun í viku 6 héldu áfram í rannsókninni og fengu vedólízúmab á fjögurra vikna fresti. Klínísk svörun, þar sem notast var við Mayo-stig að hluta til, náðist í viku 10 og viku 14 hjá hærra hlutfalli sjúklinganna sem fékk vedólízúmab (annars vegar 32% og 39% hins vegar) samanborið við sjúklingana sem fengu lyfleysu (annars vegar 15% og 21% hins vegar).

Sjúklingar sem hættu að sýna svörun við vedólízúmabi í meðferð á átta vikna fresti fengu að taka þátt í opinni framhaldsrannsókn þar sem þeir fengu vedólízúmab á fjögurra vikna fresti. Hjá 25% þessara sjúklinga náðist klínískt sjúkdómshlé í viku 28 og viku 52.

Sjúklingar sem náðu klínískri svörun eftir að hafa fengið vedólízúmab í viku 0 og viku 2 og var svo slembiraðað á lyfleysu (í 6 til 52 vikur) og hættu að sýna svörun, fengu að taka þátt í opnu framhaldsrannsókninni og fá vedólízúmab á fjögurra vikna fresti. Hjá 45% þessara sjúklinga náðist klínískt sjúkdómshlé eftir 28 vikur og 36% sjúklinga eftir 52 vikur.

Í þessari opnu framhaldsrannsókn var sýnt fram á ávinninginn af meðferð með vedólízúmabi, eins og hann er metinn eftir Mayo-stigi að hluta til, klínísku sjúkdómshléi og klínískri svörun í allt að

124 vikur.

Heilsutengd lífsgæði voru metin eftir spurningalistanum um bólgusjúkdóma í þörmum (Inflammatory Bowel Disease Questionnaire, IBDQ), sem er sértækt mælitæki fyrir sjúkdóminn og SF-36 og EQ-5D, sem eru almennar mælingar. Könnunargreiningar sýna að klínískt mikilvægar framfarir komu fram hjá hópunum sem fengu vedólízúmab og að þær voru marktækt meiri en hjá lyfleysuhópnum í viku 6 og viku 52 samkvæmt EQ-5D og EQ-5D VAS-stigum, öllum undirkvörðum IBDQ (einkenni frá þörmum, altæk virkni, tilfinningaleg og félagsleg virkni) og öllum undirkvörðum SF-36, þ.m.t samanlögðum niðurstöðum fyrir líkamlega og andlega þætti.

Crohns-sjúkdómur

Verkun og öryggi vedólízúmabs til meðferðar á fullorðnum sjúklingum með miðlungs virkan til mjög virkan Crohns-sjúkdóm (220 til 450 stig á virknistuðli Crohns-sjúkdóms [CDAI]) voru metin í tveimur rannsóknum (GEMINI II og III). Hjá þátttakendum í rannsókninni hefur a.m.k. ein hefðbundin meðferð brugðist, þ.m.t meðferðir með barksterum, ónæmistemprandi lyfjum og/eða TNFα-hemlum (þ.m.t. hjá þeim sem ekki svöruðu meðferð í fyrstu). Samhliða stöðugir skammtar af barksterum, ónæmistemprandi lyfjum og sýklalyfjum til inntöku voru leyfðir.

Rannsóknin GEMINI II var slembiröðuð, tvíblind samanburðarrannsókn með lyfleysu þar sem lagt var mat á endapunkta verkunar í viku 6 og viku 52. Sjúklingum (n=368) var raðað með tvíblindum hætti (3:2) svo þeir fengju annaðhvort tvo skammta af vedólízúmabi 300 mg eða lyfleysu í viku 0 og viku 2. Aðalendapunktarnir tveir voru hlutfall sjúklinga í klínísku sjúkdómshléi (skilgreint sem CDAI-stig ≤150 stig) í viku 6 og hlutfall sjúklinga með aukna klíníska svörun (skilgreind sem ≥100 stiga lækkun á CDAI-stigum frá upphafsgildi) í viku 6 (sjá töflu 4).

GEMINI II innihélt tvo sjúklingahópa sem fengu vedólízúmab í viku 0 og 2: Sjúklingum í hópi 1 var slembiraðað svo þeir fengju annaðhvort 300 mg af vedólízúmabi eða lyfleysu með tvíblindum hætti og sjúklingar í hópi 2 fengu 300 mg af vedólízúmabi með opnum hætti. Í því skyni að meta verkun í

viku 52 var 461 sjúklingum úr hópum 1 og 2, sem voru í meðferð með vedólízúmabi og höfðu sýnt klíníska svörun (skilgreind sem ≥70 stiga lækkun á CDAI-stigum frá upphafsgildi) í viku 6, slembiraðað með tvíblindum hætti (1:1:1) á eina af eftirfarandi skammtaáætlunum sem hófst í viku 6: 300 mg af vedólízúmabi á átta vikna fresti, 300 mg af vedólízúmabi á fjögurra vikna fresti eða lyfleysu á fjögurra vikna fresti. Þess var krafist að sjúklingar sem sýndu klíníska svörun í viku 6 byrjuðu á því að minnka barksteraskammta. Aðalendapunkturinn var hlutfall sjúklinga sem fékk klínískt sjúkdómshlé í viku 52 (sjá töflu 5).

Rannsóknin GEMINI III var önnur slembiröðuð, tvíblind samanburðarrannsókn með lyfleysu þar sem lagt var mat á verkun í viku 6 og viku 10 í undirhópi þeirra sjúklinga sem höfðu verið í a.m.k. einni hefðbundinni meðferð sem brást og svöruðu ekki meðferð með TNF-hemli (þ.m.t. þeir sem svöruðu ekki meðferð í fyrstu) ásamt mati á heildarþýðinu, sem tók einnig til sjúklinga sem höfðu verið í að minnsta kosti einni hefðbundinni meðferð sem brást og höfðu ekki fengið meðferð með TNF-hemli áður. Sjúklingum (n=416), þar með talið u.þ.b. 75% sjúklinga í meðferð með TNF-hemli sem brást, var slembiraðað með tvíblindum hætti (1:1) svo þeir fengju annaðhvort 300 mg af vedólízúmabi eða lyfleysu í viku 0, 2 og 6. Aðalendapunkturinn var hlutfall sjúklinga sem fékk klínískt sjúkdómshlé í viku 6 í undirhópnum sem fékk meðferð með TNF-hemli sem brást. Eins og fram kemur í töflu 4 sýna könnunargreiningar að þýðingarmiklar klínískar niðurstöður komu fram, þrátt fyrir að aðalendapunkti hafi ekki verið náð.

Tafla 4. Niðurstöður verkunar í viku 6 og viku 10 fyrir GEMINI II og III rannsóknirnar

Rannsókn

 

 

 

Endapunktur

Lyfleysa

Vedólízúmab

Rannsókn GEMINI II

 

 

 

Klínískt sjúkdómshlé, vika 6

 

 

 

Samtals

7% (n = 148)

15%* (n = 220)

Meðferð með TNFα-hemli/hemlum sem brást

4%

(n = 70)

11% (n = 105)

Ekki áður meðferð með TNFα-hemli/hemlum

9%

(n = 76)

17% (n = 109)

Aukin klínísk svörun, vika 6

 

 

 

Samtals

26%

(n = 148)

31%† (n = 220)

Meðferð með TNFα-hemli/hemlum sem brást

23% (n = 70)

24% (n = 105)

Ekki áður meðferð með TNFα-hemli/hemlum

30% (n = 76)

42% (n = 109)

Breyting á CRP í sermi frá upphafsgildi til viku 6,

 

 

 

miðgildi (µg/ml)

 

 

 

Samtals

-0,5 (n = 147)

-0,9 (n = 220)

Rannsókn GEMINI III

 

 

 

Klínískt sjúkdómshlé, vika 6

 

 

 

Samtals

12%

(n = 207)

19% (n = 209)

Meðferð með TNFα-hemli/hemlum sem brást

12%

(n = 157)

15%§ (n = 158)

Ekki áður meðferð með TNFα-hemli/hemlum

12% (n = 50)

31% (n = 51)

Klínískt sjúkdómshlé, vika 10

 

 

 

Samtals

13%

(n = 207)

29% (n = 209)

Meðferð með TNFα-hemli/hemlum sem brást¶,‡

12%

(n = 157)

27% (n = 158)

Ekki áður meðferð með TNFα-hemli/hemlum

16% (n = 50)

35% (n = 51)

Viðvarandi klínískt sjúkdómshlé#,¶

 

 

 

Samtals

8% (n = 207)

15% (n = 209)

Meðferð með TNFα-hemli/hemlum sem brást¶,‡

8% (n = 157)

12% (n = 158)

Ekki áður meðferð með TNFα-hemli/hemlum

8%

(n = 50)

26% (n = 51)

Aukin klínísk svörun, vika 6

 

 

 

 

 

 

 

Samtals^

23%

(n = 207)

39% (n = 209)

Meðferð með TNFα-hemli/hemlum sem brást

22%

(n = 157)

39% (n = 158)

Ekki áður meðferð með TNFα-hemli/hemlum^

24% (n = 50)

39% (n = 51)

*p<0,05

ekki tölfræðilega marktækt

líta skal á aukaendapunktinn sem könnun samkvæmt fyrirfram skilgreindri tölfræðiprófunaraðferð §ekki tölfræðilega marktækt, þar af leiðandi voru aðrir endapunktar ekki tölfræðilega prófaðir n=157 fyrir lyfleysu og n=158 fyrir vedólízúmab

#Viðvarandi klínískt sjúkdómshlé: klínískt sjúkdómshlé í viku 6 og 10 ^Könnunarendapunktur

Tafla 5. Niðurstöður verkunar í viku 52 fyrir GEMINI II

 

 

Vedólízúmab

Vedólízúmab

 

Lyfleysa

Á 8 vikna fresti

Á 4 vikna fresti

 

N=153*

N=154

N=154

Klínískt sjúkdómshlé

22%

39%

36%

Aukin klínísk svörun

30%

44%‡

45%‡

Klínískt sjúkdómshlé án barkstera§

16%

32%‡

29%‡

Varanlegt klínískt sjúkdómshlé¶

14%

21%

16%

*Lyfleysuhópurinn tekur til þeirra þátttakenda sem fengu vedólízúmab í viku 0 og viku 2 og var slembiraðað svo þeir fengju lyfleysu frá viku 6 til viku 52, að báðum meðtöldum.

p<0,001

p<0,05

§Klínískt sjúkdómshlé án barkstera: Sjúklingar sem notuðu barkstera til inntöku við upphafsgildi, höfðu hætt notkun barkstera frá viku 6 og voru í klínísku sjúkdómshléi í viku 52. Fjöldi sjúklinga var n=82 fyrir lyfleysu, n=82 fyrir vedólízúmab á átta vikna fresti og n=80 fyrir vedólízúmab á fjögurra vikna fresti

Varanlegt klínískt sjúkdómshlé: Klínískt sjúkdómshlé í ≥80% rannsóknarheimsókna þ.m.t. í lokaheimsókn (vika 52)

Í könnunargreiningum voru skoðuð áhrif samhliða notkunar barkstera og ónæmistemprandi lyfja á innleiðingu sjúkdómshlés með vedólízúmabi. Samsett meðferð, og þá helst með samhliða barksterum, virtist gagnast betur til að innleiða sjúkdómshlé í Crohns-sjúkdómi en vedólízúmab eitt sér eða samhliða ónæmistemprandi lyfjum, sem sýndu minni mismun frá lyfleysu í tíðni sjúkdómshlés. Tíðni klínísks sjúkdómshlés í GEMINI II í viku 6 var 10% (mismunur frá lyfleysu 2%, 95% öryggisbil: -6, 10) þegar lyfið var gefið án barkstera samanborið við 20% (mismunur frá lyfleysu 14%,

95% öryggisbil: -1, 29) þegar lyfið var gefið samhliða barsterum. Í GEMINI III var tíðni klínísks sjúkdómshlés 18% í viku 6 (mismunur frá lyfleysu 3%, 95% öryggisbil: -7, 13) og 22% í viku 10 (mismunur frá lyfleysu 8%, 95% öryggisbil -3, 19) þegar lyfið var gefið án barkstera samanborið við 20% í viku 6 (mismunur frá lyfleysu 11%, 95% öryggisbil: 2, 20) og 35% í viku 10 (mismunur frá lyfleysu 23%, 95% öryggisbil: 12, 33) þegar lyfið var gefið samhliða barksterum. Þessara áhrifa varð vart óháð því hvort ónæmistemprandi lyf voru einnig gefin samhliða.

Könnunargreiningar leggja til frekari upplýsingar um lykilundirhópana sem rannsakaðir voru. Í rannsókninni GEMINI II hafði um það bil helmingur sjúklinganna verið áður í meðferð með TNFα-hemli sem brást. Á meðal þessara sjúklinga voru 28% sem fengu vedólízúmab á átta vikna fresti, 27% sem fengu vedólízúmab á fjögurra vikna fresti og 13% sem fengu lyfleysu, sem náðu klínísku sjúkdómshléi í viku 52. Aukin klínísk svörun náðist í þessum hópum hjá 29% (vedólízúmab á átta vikna fresti), 38% (vedólízúmab á fjögurra vikna fresti), 21% (lyfleysa) og klínískt sjúkdómshlé án barkstera náðist hjá 24% (vedólízúmab á átta vikna fresti), 16% (vedólízúmab á fjögurra vikna fresti) og 0% (lyfleysa).

Sjúklingum sem ekki tókst að sýna svörun í viku 6 í GEMINI II var haldið áfram í rannsókninni og fengu vedólízúmab á fjögurra vikna fresti. Aukin klínísk svörun kom fram í viku 10 og viku 14 hjá hærra hlutfalli sjúklinganna sem fékk vedólízúmab, annars vegar 16% og 22% hins vegar, samanborið við sjúklingana sem fengu lyfleysu, annars vegar 7% og 12% hins vegar. Á þessum tímapunktum kom enginn klínískt mikilvægur munur milli meðferðarhópanna fram að því er varðar klínískt sjúkdómshlé. Greiningar á klínísku sjúkdómshléi í viku 52 hjá sjúklingum sem höfðu ekki svarað meðferð í viku 6 en sýndu svörun í viku 10 eða 14 benda til þess að sjúklingar með Crohns-sjúkdóm sem ekki sýna svörun kunni að hafa ávinning af vedólízúmabskammti í viku 10.

Sjúklingar sem hættu að sýna svörun við vedólízúmabi í meðferð á átta vikna fresti í GEMINI II fengu að taka þátt í opinni framhaldsrannsókn þar sem þeir fengu vedólízúmab á fjögurra vikna fresti. Hjá 23% þessara sjúklinga náðist klínískt sjúkdómshlé í viku 28 og 32% sjúklinga í viku 52.

Sjúklingar sem náðu klínískri svörun eftir að hafa fengið vedólízúmab í viku 0 og 2 og var svo slembiraðað á lyfleysu (í 6 til 52 vikur) og hættu að sýna svörun, fengu að taka þátt í opnu

framhaldsrannsókninni og fá vedólízúmab á fjögurra vikna fresti. Hjá 46% þessara sjúklinga náðist klínískt sjúkdómshlé eftir 28 vikur og 41% sjúklinga eftir 52 vikur.

Í þessari opnu framhaldsrannsókn kom fram klínísk sjúkdómshlé og klínísk svörun hjá sjúklingum í allt að 124 vikur.

Könnunargreiningar sýndu að klínískt mikilvægar framfarir komu fram hjá hópunum sem fengu vedólízúmab á fjögurra vikna og átta vikna fresti í GEMINI II og að þær voru marktækt meiri en hjá lyfleysuhópnum frá upphafsgildi til viku 52 samkvæmt EQ-5D og EQ-5D VAS-stigum, heildarstigum IBDQ og undirkvörðum IBDQ fyrir einkenni frá þörmum og altæka virkni.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á vedólízúmabi hjá einum eða fleiri undirhópum barna við sáraristilbólgu og Crohns-sjúkdómi (sjá kafla 4.2).

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvörf vedólízúmabs í stökum og endurteknum skömmtum hafa verið rannsökuð hjá heilbrigðum þátttakendum og sjúklingum með miðlungs virka til mjög virka sáraristilbólgu eða Crohns-sjúkdóm.

Hjá sjúklingum sem fengu 300 mg af vedólízúmabi sem 30 mínútna innrennsli í bláæð í viku 0 og 2, var meðaltal lágstyrks í sermi 27,9 míkróg/ml (SD ± 15,51) fyrir sáraristilbólgu og 26,8 míkróg/ml (SD ± 17,45) fyrir Crohns-sjúkdóm, í viku 6. Frá og með viku 6 fengu sjúklingar 300 mg af vedólízúmabi á átta eða fjögurra vikna fresti. Hjá sjúklingum með sáraristilbólgu var meðaltal lágstyrks við jafnvægi annars vegar 11,2 míkróg/ml (SD ± 7,24) og hins vegar 38,3 míkróg/ml

(SD ± 24,43). Hjá sjúklingum með Crohns-sjúkdóm var meðaltal lágstyrks við jafnvægi annars vegar 13,0 míkróg/ml (SD ± 9,08) og hins vegar 34,8 míkróg/ml (SD ± 22,55).

Dreifing

Þýðisgreiningar á lyfjahvörfum benda til þess að dreifingarrúmmál vedólízúmabs sé u.þ.b. 5 lítrar. Prótínbinding vedólízúmabs í plasma hefur ekki verið metin. Vedólízúmab er einstofna mótefni og ekki er búist við að það bindist við plasmaprótín.

Vedólízúmab fer ekki yfir blóð-heila þröskuldinn eftir inngjöf í bláæð. Vedólízúmab 450 mg sem gefið var í bláæð greindist ekki í heila- og mænuvökva heilbrigðra þátttakenda.

Brotthvarf

Þýðisgreiningar á lyfjahvörfum benda til þess að heildarúthreinsun vedólízúmabs í líkamanum sé u.þ.b. 0,157 l/dag og helmingunartími þess í sermi 25 dagar. Nákvæm brotthvarfsleið vedólízúmabs er ekki þekkt. Þýðisgreiningar á lyfjahvörfum benda til þess að þó svo að lág gildi albúmíns, hærri líkamsþyngd, fyrri meðferð með and-TNF lyfjum og að and-vedólízúmab mótefni séu til staðar, geti aukið úthreinsun vedólízúmabs, teljist umfang þessara áhrifa ekki hafa klíníska þýðingu.

Línulegt samband

Vedólízúmab sýndi línuleg lyfjahvörf við styrkleika í sermi sem var meiri en 1 míkróg/ml.

Sérstakir hópar

Aldur hefur ekki áhrif á úthreinsun vedólízúmabs hjá sjúklingum með sáraristilbólgu og Crohns-sjúkdóm á grundvelli þýðisgreininga á lyfjahvörfum. Engar formlegar rannsóknir hafa verið gerðar til að athuga áhrif skertrar nýrna- eða lifrarstarfsemi á lyfjahvörf vedólízúmabs.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta og eiturefnafræðirannsókna á æxlun og þroska.

Langtímadýrarannsóknir með vedólízúmabi til að meta krabbameinsvaldandi áhrif þess hafa ekki farið fram því líkön sem sýna lyfjafræðilega svörun við einstofna mótefnum eru ekki til. Í tegundum sem sýna lyfjafræðilega svörun (cynomolgus-apar) komu engar vísbendingar fram um frumuofvöxt eða altæka ónæmistemprun sem hugsanlega gæti tengst æxlismyndun í 13 og 26 vikna eiturefnafræðirannsóknum. Ennfremur sáust engin áhrif af vedólízúmabi á tíðni frumufjölgunar eða frumueiturhrif á æxlisfrumulínu manna sem tjáir α4β7-integrin in vitro.

Engar sérstakar frjósemisrannsóknir hjá dýrum hafa verið gerðar með vedólízúmabi. Ekki er hægt að draga afgerandi ályktanir um áhrif á æxlunarfæri karldýra úr rannsókn á eiturverkunum eftir endurtekna skammta hjá cynomolgus-öpum en með hliðsjón af skorti á bindingu vedólízúmabs við karlkyns æxlunarvefi hjá öpum og mönnum og þeirri óskertu frjósemi karldýra sem kom fram hjá integrin genskertum (knockout) β7 músum, er ekki búist við að vedólízúmab hafi áhrif á frjósemi karldýra.

Gjöf vedólízúmabs hjá þunguðum cynomolgus-öpum yfir drjúgan hluta meðgöngunnar benti ekki til vanskapandi áhrifa eða áhrif á þroska fyrir eða eftir fæðingu hjá ungviði upp að 6 mánaða aldri. Lág gildi (<300míkróg/l) vedólízúmabs greindust á degi 28 eftir fæðingu í mjólk hjá 3 af

11 cynomolgus-öpum sem fengu 100 mg/kg af vedólízúmabi á 2 vikna fresti en ekki hjá dýrum sem fengu 10 mg/kg. Ekki er þekkt hvort vedólízúmab skilst út í brjóstamjólk.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

L-histidín

L-histidín einhýdróklóríð L-arginín hýdróklóríð súkrósi

pólýsorbat 80.

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

3 ár

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika lausnarinnar eftir blöndun og þynningu í 12 klst. við 20°C-25°C og í 24 klst. við 2°C-8°C. Frá örverufræðilegu sjónarhorni skal nota lyfið tafarlaust. Blönduð eða þynnt lausn má ekki frjósa. Ef lyfið er ekki notað strax er geymsluþol og ástand þess fyrir notkun á ábyrgð notandans og skal ekki geyma það lengur en í samtals

24 klukkustundir. Þessi 24 klst. frestur getur falið í sér allt að 12 klst. við 20°C-25°C, sérhver viðbótarfrestur skal vera við 2°C-8°C.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C-8°C). Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins og þynningu lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

Entyvio 300 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn í hettuglasi úr gleri af gerð 1 (20 ml) með gúmmítappa og álinnsigli sem varið er með plasthettu.

Hver pakkning inniheldur 1 hettuglas.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Leiðbeiningar um blöndun og innrennsli

Entyvio á að vera við stofuhita (20°C -25°C) við blöndun.

1.Vinnið með smitgát þegar Entyvio-lausnin er útbúin til innrennslis í bláæð. Fjarlægið smellulokið af hettuglasinu og þurrkið stútinn með sprittþurrku. Blandið vedólízúmab með 4,8 ml af sæfðu vatni fyrir stungulyf, notið sprautu með nál af stærð 21-25.

2.Stingið sprautunálinni í hettuglasið gegnum miðju tappans og beinið vökvanum meðfram hliðum þess til að forðast froðumyndun.

3.Snúið hettuglasinu varlega í minnst 15 sekúndur. Hvorki má hrista hettuglasið né hvolfa því.

4.Látið hettuglasið standa í allt að 20 mínútur til að efnið blandist og öll froða hverfi. Á þeim tíma má snúa hettuglasinu og skoða hvernig leysnin er. Hafi fullri upplausn ekki verið náð eftir 20 mínútur skal láta lyfið leysast í 10 mínútur í viðbót.

5.Skoða skal blandaða lausnina vel með tilliti til agna og litabreytinga áður en lyfið er gefið. Lausnin á að vera tær eða ópallýsandi, litlaus til ljósgul og laus við sýnilegar agnir. Ekki skal gefa blandaða lausn ef hún er með röngum lit eða inniheldur agnir.

6.Snúið hettuglasinu varlega á hvolf þrisvar sinnum og dragið síðan mátulegt magn af blandaðri lausninni upp úr því.

7.Dragið út 5 ml (300 mg) af blönduðu Entyvio með sprautu með nál af stærð 21-25.

8.Bætið 5 ml (300 mg) af blandaðri Entyvio-lausn við 250 ml af sæfðri 0,9% natríumklóríðlausn og blandið varlega saman við lausnina í innrennslispokanum (það þarf ekki að vera búið að draga út þessa 5 ml af 0,9% natríumklóríðlausn úr innrennslispokanum áður en Entyvio er bætt við). Ekki má bæta öðrum lyfjum við tilbúna innrennslislausn eða við innrennslissett fyrir gjöf í bláæð. Gefið innrennslislausnina á 30 mínútum (sjá kafla 4.2).

Entyvio er án rotvarnarefna. Eftir blöndun á að gefa innrennslislausnina svo fljótt sem auðið er. Ef þörf krefur má þó geyma innrennslislausnina í allt að 24 klukkustundir, þar af allt að 12 klukkustundir við 20-25°C, sérhver viðbótarfrestur skal vera við 2°C-8°C. Má ekki frjósa. Geymið ekki leifar af innrennslislausninni til að nota síðar.

Hvert hettuglas er einnota.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Takeda Pharma A/S

Dybendal Alle 10

2630 Taastrup

Danmörk

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/14/923/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 22. maí 2014.

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf