Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Envarsus (tacrolimus) – Fylgiseðill - L04AD02

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsEnvarsus
ATC-kóðiL04AD02
Efnitacrolimus
FramleiðandiChiesi Farmaceutici S.p.A.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Envarsus 0,75 mg forðatöflur.

Envarsus 1 mg forðatöflur.

Envarsus 4 mg forðatöflur.

Takrólímus.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Envarsus og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Envarsus

3.Hvernig nota á Envarsus

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Envarsus

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Envarsus og við hverju það er notað

Envarsus inniheldur virka efnið takrólímus. Það er ónæmisbælandi lyf. Eftir nýrna- eða lifrarígræðslu reynir ónæmiskerfi líkamans að hafna nýja líffærinu. Envarsus er notað til að stjórna ónæmissvörun líkamans og gera líkamanum kleift að sætta sig við ígrædda líffærið.

Einnig getur Envarsus verið gefið við yfirstandandi höfnun ígræddrar lifrar, nýra, hjarta eða annars líffæris þegar fyrri meðferð var ekki nægjanleg til að stjórna ónæmissvörun eftir ígræðslu.

Envarsus er notað handa fullorðnum.

2. Áður en byrjað er að nota Envarsus

Ekki má nota Envarsus:

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir takrólímus eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir sírólímus eða einhverju makrólíðsýklalyfi (t.d. erýtrómýcíni, claritrómýcíni, jósamýcíni).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Envarsus inniheldur virka innihaldsefnið takrólímus í formi forðalyfs. Envarsus er tekið einu sinni á sólarhring og er ekki víxlanlegt við önnur fyrirliggjandi lyf sem innihalda takrólímus (skjótvirk lyf eða forðalyf) með jafnháum skammti fyrir skammt.

Láttu lækninn vita ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig:

-ef þú ert með eða hefur verið með lifrarsjúkdóma.

-ef þú ert með niðurgang í meira en einn dag.

Læknirinn gæti þurft að aðlaga skammtinn af Envarsus.

Þú skalt hafa reglulega samband við lækninn. Annað slagið getur læknirinn þurft að taka blóðprufu eða þvagprufu, gera rannsókn á hjartastarfsemi eða mæla sjón til að ákveða réttan skammt af Envarsus.

Þú skalt takmarka veru þína í sól og útfjólubláu ljósi meðan þú ert að nota Envarsus. Ástæðan er sú að ónæmisbælandi lyf geta aukið hættu á húðkrabbameini. Þú skalt klæðast viðeigandi hlífðarfatnaði og nota sólarvörn með háum sólvarnarstuðli.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með notkun Envarsus handa börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Envarsus

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils og jurtalyf.

Ekki er mælt með notkun Envarsus samhliða ciklósporíni (annað lyf sem notað er til að fyrirbyggja höfnun ígrædds líffæris).

Önnur lyf sem þú notar geta haft áhrif á blóðþéttni Envarsus og Envarsus getur haft áhrif á blóðþéttni annarra lyfja sem notuð eru og því getur þurft að gera hlé á meðferðinni, stækka eða minnka skammta Envarsus. Einkum skaltu segja lækninum ef þú er að nota eða hefur nýlega notað lyf svo sem:

-sveppalyf og sýklalyf, einkum svokölluð makrólíð sýklalyf sem notuð eru við sýkingum (t.d. ketókónazól, flúkónazól, ítrakónazól, vorikónazól, klótrímazól, erýtrómýcín, klaritrómýcín, jósamýcín og rifampicín)

-HIV próteasa hemla (t.d. ritónavír, nelfinavír, saquinavír), notaðir til meðferðar á HIV sýkingu

-HCV próteasa hemla (t.d. telaprevír, boceprevír), notaðir til meðferðar við lifrarbólgu C sýkingu

-lyf við magasári og bakflæði (t.d. ómeprazól, lansóprazól eða címetidín)

-uppsölulyf, notuð við ógleði og uppköstum (t.d. metóclópramíð)

-cisapríð eða sýrubindandi magnesíum-ál-hýdroxíð, notuð við brjóstsviða

-getnaðarvarnartöflur og aðra hormónameðferð með etinýlestradíóli, hormónameðferð með danazóli

-lyf sem notuð eru við háum blóðþrýstingi eða hjartasjúkdómum (t.d. nífedipín, nícardipín, diltíazem og verapamíl)

-lyf við hjartsláttaróreglu (t.d. amíódarón)

-lyf sem kölluð eru statín sem notuð eru til meðferðar á hækkuðu kólesteróli og þríglýseríðum

-fenýtóín eða fenóbarbital sem notuð eru við flogaveiki

-prednisólón og metýlprednisólón sem tilheyra flokki barkstera sem notaðir eru við bólgu eða til að bæla niður ónæmiskerfið (t.d. við höfnun ígræðslu)

-nefazódón sem notað er við þunglyndi

-Jurtalyf sem innihalda jóhannesarjurt (St. John’s Worth (Hypericum perforatum))

Segðu lækninum frá því ef þú tekur eða þarft að taka íbúprófen (notað við hita, bólgu og verkjum), amfótericín B (notað við sveppasýkingum) eða veirulyf (notuð við veirusýkingum, t.d. aciclovír). Þessi lyf geta valdið því að nýrnakvillar og kvillar í taugakerfi versna ef þau eru tekin með Envarsus.

Læknirinn þarf einnig að vita ef þú ert að nota kalíumuppbót eða ákveðin þvagræsilyf sem notuð eru við hjartabilun, háþrýstingi eða nýrnasjúkdómum (t.d. amílóríð, tríamteren, eða spírónólaktón), bólgueyðandi gigtarlyf (t.d. íbúprófen) notuð við hita, bólgu og verkjum, segavarnarlyf (blóðþynningarlyf) eða sykursýkislyf til inntöku, meðan þú ert að nota Envarsus.

Ef þú þarft að fara í einhverja bólusetningu skaltu segja lækninum frá því áður.

Notkun Envarsus með mat eða drykk

Forðist neyslu greipaldins (einnig sem greipaldinsafa) meðan á meðferð með Envarsus stendur, þar sem það getur haft áhrif á þéttni þess í blóðinu.

Meðganga og brjóstagjöf

Takrólímus fer yfir fylgju. Við meðgöngu, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað.

Takrólímus berst út í brjóstamjólk. Því skaltu ekki hafa barn á brjósti meðan þú notar Envarsus.

Akstur og notkun véla

Þú mátt hvorki aka né nota tæki eða vélar ef þú finnur fyrir sundli eða syfju eða átt í erfiðleikum með að sjá skýrt eftir að hafa tekið Envarsus. Þessi einkenni eru algengari ef fólk neytir einnig áfengis.

Envarsus inniheldur laktósa

Envarsus inniheldur laktósa (mjólkursykur). Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er notað.

3.Hvernig nota á Envarsus

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Einungis læknir með reynslu af meðferð líffæraþega má ávísa þér þessu lyfi.

Fullvissaðu þig alltaf um að þú sért að fá sama takrólímuslyf í hvert skipti sem þú leysir út lyfseðilinn nema sérfræðingur í líffæraígræðslum hafi samþykkt að skipta yfir í annað takrólímuslyf.

Þetta lyf á að taka inn einu sinni á sólarhring. Ef útlit lyfsins er ekki það sama og venjulega, eða ef skammtafyrirmæli hafa breyst, skaltu hafa samband við lækninn eða lyfjafræðing svo fljótt sem auðið er til þess að ganga úr skugga um að þú sért með rétt lyf.

Upphafsskammtur til að koma í veg fyrir höfnun líffæris verður ákvarðaður af lækninum og reiknaður út frá líkamsþunga þínum. Upphaflegir sólarhringsskammtar fyrst eftir ígræðslu verða almennt á bilinu: 0,11-0,17 mg fyrir hvert kg líkamsþunga á sólarhring, en það fer eftir því hvert ígrædda líffærið er. Þegar höfnun líffæris er meðhöndluð gætu sömu skammtar verið notaðir.

Skammtur fer eftir almennu ástandi þínu og öðrum ónæmisbælandi lyfjum sem þú notar. Eftir að meðferð með þessu lyfi er hafin mun læknirinn láta taka tíðar blóðprufur til að ákvarða réttan skammt. Eftir það þarf læknirinn að láta taka reglulegar blóðprufur til að ákvarða réttan skammt og til að aðlaga skammtinn öðru hverju. Læknirinn mun venjulega minnka skammtinn af Envarsus þegar ástand þitt er orðið stöðugt.

Þú verður að nota Envarsus á hverjum degi svo lengi sem þú þarfnast ónæmisbælingar til að koma í veg fyrir höfnun ígrædda líffærisins. Þú skalt hafa reglulega samband við lækninn.

Envarsus á að taka inn einu sinni á sólarhring, yfirleitt á fastandi maga.

Taka skal töflurnar um leið og þær hafa verið teknar úr þynnunni. Gleypa skal töflurnar heilar með glasi af vatni. Ekki má gleypa þurrkefnið sem er í álfilmuumbúðunum.

Ef notaður er stærri skammtur af Envarsus en mælt er fyrir um

Hafir þú tekið of stóran skammt af Envarsus fyrir slysni skaltu hafa samband við lækninn eða næstu bráðamóttöku tafarlaust.

Ef gleymist að nota Envarsus

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka. Takið töfluna eins fljótt og auðið er sama daginn.

Ef hætt er að nota Envarsus

Ef meðferð með Envarsus er hætt aukast líkur á höfnun ígrædda líffærisins. Þú átt ekki að hætta meðferð nema læknirinn segi þér að gera það.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Takrólímus dregur úr varnarviðbrögðum líkamans (ónæmiskerfisins), sem verður ekki eins vel í stakk búinn til að verjast sýkingum. Þess vegna getur verið að þú fáir frekar sýkingar meðan þú tekur Envarsus.

Hafið tafarlaust samband við lækninn ef vart verður við alvarlegar aukaverkanir.

Alvarlegar aukaverkanir sem geta komið fram eru m.a. ofnæmis- og bráðaofnæmisviðbrögð. Tilkynnt hefur verið um góðkynja og illkynja æxli eftir meðferð með Envarsus.

Mjög algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum):

-Blóðsykurshækkun, sykursýki, blóðkalíumhækkun

-Svefnörðugleikar

-Skjálfti, höfuðverkur

-Háþrýstingur

-Óeðlileg lifrarpróf

-Niðurgangur, ógleði

-Nýrnavandamál

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

-Fækkun blóðkorna (blóðflagna, rauðra eða hvítra blóðkorna), fjölgun hvítra blóðkorna, breytingar á fjölda rauðra blóðkorna (sést í blóðrannsóknum)

-Minnkað magnesíum, fosfat, kalíum, kalsíum eða natríum í blóði, of mikill vökvi í líkamanum, aukin þvagsýra í blóði eða blóðfitur, minnkuð matarlyst, súrara blóð, aðrar breytingar á blóðsöltum (sést í blóðrannsóknum)

-Kvíðaeinkenni, rugl og vistarfirring, þunglyndi, skapbreytingar, martröð, ofskynjanir, geðtruflanir

-Flog, truflanir á meðvitund, náladofi og dofi (stundum sársaukafullur) í höndum og fótum, sundl, skriftruflanir, taugakvillar

-Þokusýn, aukið ljósnæmi, augnkvillar

-Suð fyrir eyrum

-Skert blóðflæði í æðum hjartans, hraðari hjartsláttur

-Blæðingar, blóðæð alveg stífluð eða að hluta til, lækkaður blóðþrýstingur

-Mæði, sjúkdómur í lungnavef, uppsöfnun vökva í kringum lungu, hálsbólga, hósti, inflúensulík einkenni

-Magakvillar svo sem bólga eða sár sem veldur kviðverkjum eða niðurgangi, magablæðingar, bólga eða sár í munni, uppsöfnun vökva í kviði, uppköst, kviðverkir, meltingartruflanir, hægðatregða, vindgangur, uppþemba, linar hægðir

-Gallgangasjúkdómar, gulur litur á húð vegna lifrarkvilla, skemmdir á lifrarvef og lifrarbólga

-Kláði, útbrot, hárlos, þrymlabólur, aukin svitamyndun

-Verkir í liðum, útlimum eða baki, vöðvakrampar

-Ófullnægjandi nýrnastarfsemi, minnkuð þvagmyndun, skert eða sársaukafull þvaglát

-Almennt máttleysi, hiti, vökvasöfnun í líkamanum, verkir og vanlíðan, hækkun á ensíminu alkalískum fosfatasa í blóði, þyngdaraukning, truflun á líkamshitaskynjun

-Ófullnægjandi starfsemi ígrædds líffæris

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

-Breytingar á blóðstorknun, fækkun allra tegunda blóðkorna (sést í blóðprufum)

-Ofþornun, þvagteppa

-Óeðlileg gildi niðurstaðna blóðrannsókna: minnkun próteins eða sykurs, aukið fosfat, aukning á ensíminu laktat dehýdrogenasa

-Dá, blæðingar í heila, heilaslag, lömun, heilakvilli, truflanir á máli og málfari, minnistruflanir

-Ský á augasteini, heyrnarskerðing

-Óreglulegur hjartsláttur, hjartsláttur stöðvast, minnkuð afköst hjartans, kvilli í hjartavöðva, stækkun hjartavöðva, sterkari hjartsláttur, óeðlileg hjartalínurit, hjartsláttartíðni og púls óeðlilegur

-Blóðtappi í bláæð útlims, lost

-Öndunarerfiðleikar, öndunarfærakvillar, astmi

-Stífla í þörmum, hækkun á þéttni ensímsins amýlasa í blóði, bakflæði magainnihalds upp í háls, seinkuð magatæming

-Húðbólga, sviðatilfinning í sólarljósi

-Kvillar í liðum

-Tíðaverkir og óeðlilegar tíðablæðingar

-Fjöllíffærabilun, flensulík veikindi, aukið næmi fyrir hita og kulda, þyngsli fyrir brjósti, taugaóstyrkur eða óvenjuleg líðan, þyngdartap

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

-Smáblæðingar í húð vegna blóðtappa

-Aukinn vöðvastífleiki

-Blinda, heyrnarleysi

-Uppsöfnun vökva í kringum hjartað

-Bráð andnauð

-Blöðrumyndun í brisi

-Truflanir á blóðflæði í lifur

-Alvarlegur sjúkdómur sem lýsir sér með blöðrumyndun í húð, munni, augum og á kynfærum; aukinn hárvöxtur

-Þorsti, byltur, herpingur fyrir brjósti, minnkuð hreyfigeta, sár

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum):

-Vöðvaslappleiki

-Óeðlileg niðurstaða hjartaómskoðunar

-Lifrarbilun

-Sársaukafull þvaglát ásamt blóði í þvagi

-Aukning á fituvef

Aukaverkanir með óþekkta tíðni (geta komið fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 einstaklingum):

-Tilvik um rauðkornskímfrumnafæð (afar alvarleg fækkun rauðra blóðkorna)

-Kyrningahrap (veruleg fækkun hvítra blóðkorna)

-Rauðalosblóðleysi (fækkun rauðra blóðkorna vegna óeðlilegs niðurbrots þeirra)

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Envarsus

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni, þynnunni og álfilmuumbúðum á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C

Geymið í upprunalegum álfilmuumbúðum til varnar gegn ljósi.

Notið allar forðatöflurnar innan 45 daga eftir að álfilmuumbúðirnar hafa verið opnaðar.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Envarsus inniheldur

-Virka innihaldsefnið er takrólímus.

Hver forðatafla inniheldur 0,75 mg takrólímus (sem einhýdrat). Hver forðatafla inniheldur 1 mg takrólímus (sem einhýdrat). Hver forðatafla inniheldur 4 mg takrólímus (sem einhýdrat).

-Önnur innihaldsefni eru hýprómellósi, laktósaeinhýdrat, makrógól 6000, póloxamer 188, magnesíumsterat, vínsýra (E334), bútýltengt hýdroxýtólúen (E321), dímetíkón 350.

Lýsing á útliti Envarsus og pakkningastærðir

Envarsus 0,75 mg forðatöflur eru sporöskjulaga, hvít til beinhvít, óhúðuð tafla, þrykkt með 0,75á annarri hliðinni og TCSá hinni hliðinni.

Envarsus 1 mg forðatöflur eru sporöskjulaga, hvít til beinhvít, óhúðuð tafla, þrykkt með „1“ á annarri hliðinni og „TCS“ á hinni hliðinni

Envarsus 4 mg forðatöflur eru sporöskjulaga, hvít til beinhvít, óhúðuð tafla, þrykkt með „4“ á annarri hliðinni og „TCS“ á hinni hliðinni

Envarsus er afgreitt í PVC-þynnum sem innihalda 10 töflur. Þremur þynnum er pakkað saman í hlífðarumbúðir úr álfilmu sem innihalda þurrkefni. Pakkningar með 30, 60 og 90 forðatöflum eru fáanlegar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Chiesi Farmaceutici S.p.A. Via Palermo, 26/A

43122 Parma Ítalía

Framleiðandi

Rottendorf Pharma GmbH

Ostenfelder Straβe 51 - 61 59320 Ennigerloh

North Rhine-Westphalia Þýskaland

eða

Chiesi Farmaceutici S.p.A. Via San Leonardo 96 43122 Pharma

Ítalía

eða

Chiesi Pharmaceuticals GmbH Gonzagagasse 16/16

1010 Wien

Austurríki

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Chiesi sa/nv

Chiesi Pharmaceuticals GmbH

Tél/Tel: + 32 (0)2 788 42 00

Tel: +43 1 4073919

България

Luxembourg/Luxemburg

Chiesi Bulgaria EOOD

Chiesi sa/nv

Teл.: + 359 29201205

Tél/Tel: + 32 (0)2 788 42 00

Česká republika

Magyarország

Chiesi CZ s.r.o.

Chiesi Hungary Kft.

Tel: +420 261221745

Tel.: +36-1-429 1060

Danmark

Malta

Chiesi Pharma AB

Chiesi Farmaceutici S.p.A.

Tlf: +46 8 753 35 20

Tel: + 39 0521 2791

Deutschland

Nederland

Chiesi GmbH

Chiesi Pharmaceuticals B.V.

Tel: + 31 0 88 5016400

Eesti

Norge

Chiesi Pharmaceuticals GmbH

Chiesi Pharma AB

Tel: +43 1 4073919

Tlf: +46 8 753 35 20

Ελλάδα

Österreich

Chiesi Hellas AEBE

Chiesi Pharmaceuticals GmbH

Τηλ: + 30 210 6179763

Tel: + 43 1 4073919

España

Polska

Chiesi España, S.A.U

Chiesi Poland Sp. z.o.o.

Tel: + 34 93 494 8000

Tel.: + 48 22 620 1421

France

Portugal

Chiesi S.A.S

Chiesi Farmaceutici S.p.A.

Tél: + 33 1 47688899

Tel: + 39 0521 2791

Hrvatska

România

Chiesi Pharmaceuticals GmbH

Chiesi Romania S.R.L.

Tel: + 43 1 4073919

Tel: + 40 212023642

Ireland

Slovenija

Chiesi Ltd

Chiesi Slovenija d.o.o.

Tel: + 44 0161 4885555

Tel: + 386-1-43 00 901

Ísland

Slovenská republika

Chiesi Pharma AB

Chiesi Slovakia s.r.o.

Tlf: +46 8 753 35 20

Tel: + 421 259300060

Italia

Suomi/Finland

Chiesi Farmaceutici S.p.A.

Chiesi Pharma AB

Tel: + 39 0521 2791

Tlf: +46 8 753 35 20

Κύπρος

Sverige

Chiesi Farmaceutici S.p.A.

Chiesi Pharma AB

Τηλ: + 39 0521 2791

Tlf: +46 8 753 35 20

 

Latvija

United Kingdom

Chiesi Pharmaceuticals GmbH

Chiesi Ltd

Tel: + + 43 1 4073919

Tel: + 44 0161 4885555

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður MM/ÁÁÁÁ.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf