Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Eperzan (albiglutide) – Samantekt á eiginleikum lyfs - A10BJ04

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsEperzan
ATC-kóðiA10BJ04
Efnialbiglutide
FramleiðandiGlaxoSmithKline Trading Services Limited

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Eperzan 30 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Eperzan 50 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Eperzan 30 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Hver lyfjapenni gefur 30 mg af albiglútíði í hverjum 0,5 ml skammti eftir blöndun.

Eperzan 50 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Hver lyfjapenni gefur 50 mg af albiglútíði í hverjum 0,5 ml skammti eftir blöndun.

Albiglútíð er raðbrigðasamrunaprótein sem samanstendur af tveimur eintökum af 30 amínósýraröð úr breyttu glúkagonlíku mannapeptíði 1 sem með samrunaerfðatækni er bætt í mannalbúmín.

Albiglútíð er framleitt í Saccharomyces cerevisiae frumum með raðbrigðaerfðatækni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Duft: frostþurrkað hvítt til gult duft.

Leysir: Tær, litlaus lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Eperzan er ætlað til meðferðar við sykursýki af tegund 2 hjá fullorðnum til að bæta blóðsykursstjórnun, sem:

Einlyfjameðferð

Þegar ekki hefur náðst fullnægjandi stjórn á blóðsykri hjá sjúklingum með mataræði og líkamsrækt eingöngu, þegar notkun metformíns er ekki talin viðeigandi vegna frábendinga eða óþols.

Viðbótarmeðferð

Ásamt öðrum lyfjum sem lækka blóðsykur þ.m.t. grunninsúlíni (basal insulin), þegar þessi lyf ásamt mataræði og líkamsrækt ná ekki fullnægjandi stjórn á blóðsykri (sjá fyrirliggjandi upplýsingar um mismunandi samsetningar í kafla 4.4 og 5.1)

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Ráðlagður skammtur af Eperzan er 30 mg einu sinni í viku, gefinn undir húð.

Skammtinn má auka í 50 mg einu sinni í viku samkvæmt einstaklingsbundinni blóðsykurssvörun.

Þegar Eperzan er bætt við metformín meðferð má halda áfram að nota sama skammt af metformíni. Nauðsynlegt getur verið að minnka skammt af lyfjum sem örva insúlínseytingu og gefin eru samhliða (svo sem súlfónýlúrealyfjum) eða insúlíni til að minnka hættu of mikilli blóðsykurslækkun þegar notkun Eperzan er hafin (sjá kafla 4.4 og 4.8).

Notkun Eperzan krefst ekki sértæks eftirlits sjúklings með blóðsykri. Við notkun ásamt súlfónýlúrealyfjum eða grunninsúlíni getur sértækt eftirlit sjúklings með blóðsykri hins vegar orðið nauðsynlegt til að aðlaga skammtinn af súlfónýlúrealyfinu eða grunninsúlíninu.

Eperzan má gefa á hvaða tíma dags sem er óháð máltíðum.

Eperzan skal gefa einu sinni í viku, á sama degi í hverri viku. Breyta má vikudeginum sem lyfið er gefið á ef þörf krefur, svo lengi sem a.m.k. 4 dagar eða meira eru síðan síðasti skammtur var gefinn.

Ef gleymist að gefa skammt skal gefa hann eins fljótt og hægt er, innan 3 daga frá því skammturinn gleymdist. Eftir það geta sjúklingar haldið skömmtun áfram á venjulegum vikudegi. Ef meira en

3 dagar eru liðnir frá því skammtur gleymdist skulu sjúklingar bíða og gefa næsta skammt á venjulegum vikudegi samkvæmt áætlun.

Aldraðir sjúklingar (>65 ára)

Ekki er þörf á skammtaaðlögun vegna aldurs. Klínísk reynsla hjá sjúklingum ≥75 ára er mjög takmörkuð (sjá kafla 5.2).

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Skammtaaðlögun er ekki nauðsynleg hjá sjúklingum með væga (áætlaður gaukulsíunarhraði

(eGFR) 60 til 89 ml/mín/1,73m2) og miðlungi alvarlega (eGFR 30 til 59 ml/mín/1,73m2) skerðingu á nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.4, 4.8, 5.1, 5.2). Reynsla hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi (eGFR <30 ml/mín/1,73m2) eða í blóðskilun er mjög takmörkuð og notkun Eperzan því ekki ráðlögð hjá þessum hópi (sjá kafla 4.4, 4.8, 5.1, 5.2).

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Skammtaaðlögun hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi er ekki ráðlögð. Engar rannsóknir hafa verið gerðar hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 5.2).

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Eperzan hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára (sjá kafla 5.2). Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Sjúklingar eiga sjálfir að gefa sér Eperzan með inndælingu undir húð á kvið, læri eða upphandlegg.

Lyfið má ekki gefa í bláæð eða í vöðva.

Lyfjapenninn er eingöngu ætlaður einum einstaklingi og hann er einnota.

Frostþurrkað duftið sem penninn inniheldur þarf að blanda áður en lyfið er gefið.

Sjá nákvæmar leiðbeiningar um blöndun og gjöf Eperzan í kafla 6.6 og leiðbeiningar um notkun í fylgiseðli.

Þegar Eperzan er notað með insúlíni verður að gefa lyfin með aðskildum inndælingum. Það má aldrei blanda lyfjunum tveimur saman. Eperzan og insúlíni má dæla inn á sama líkamssvæði, en stungustaðirnir skulu ekki liggja saman.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Engin reynsla er af notkun Eperzan við meðferð hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 1 og það skal ekki nota hjá þessum sjúklingum. Ekki skal nota Eperzan við meðferð gegn sykursýkisketónblóðsýringu.

Bráð brisbólga

Notkun GLP-1 viðtakaörva hefur verið tengd hættu á bráðri brisbólgu. Greint hefur verið frá bráðri brisbólgu í klínískum rannsóknum í tengslum við notkun Eperzan (sjá kafla 4.8).

Sjúklinga skal upplýsa um dæmigerð einkenni bráðrar brisbólgu. Ef grunur er um brisbólgu skal strax hætta notkun Eperzan; ef brisbólga er staðfest skal ekki hefja notkun Eperzan að nýju.

Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með sögu um brisbólgu.

Of mikil blóðsykurslækkun

Hætta á of mikilli blóðsykurslækkun eykst þegar Eperzan er notað ásamt lyfjum sem örva insúlínseytingu (svo sem súlfónýlúrealyfjum) eða insúlíni. Sjúklingar geta því þarfnast minni skammts af súlfónýlúrealyfjum eða insúlíni til að minnka hættu á of lágum blóðsykri (sjá kafla 4.2, 4.8).

Alvarlegir meltingarfærasjúkdómar

Notkun GLP-1 viðtakaörva getur tengst aukaverkunum frá meltingarfærum. Eperzan hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með alvarlega meltingarfærasjúkdóma, þ.m.t. alvarlega magalömun og því er ekki mælt með notkun þess hjá þessum sjúklingum.

Skert nýrnastarfsemi

Hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi koma niðurgangur, ógleði og uppköst oftar fram en hjá sjúklingum með væga eða miðlungi alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi. Þessar aukaverkanir frá meltingarvegi geta valdið ofþornun og skert nýrnastarfsemi frekar.

Meðferð hætt

Áhrif Eperzan geta verið til staðar áfram þar sem plasmaþéttni albiglútíðs lækkar hægt á u.þ.b. 3 til 4 vikum. Þetta skal hafa í huga við val á öðrum lyfjum og skömmtum, þar sem aukaverkanir geta haldið áfram og verkun verið a.m.k. að hluta viðvarandi þar til þéttni albiglútíðs minnkar.

Hópar sem ekki hafa verið rannsakaðir

Engin reynsla er af notkun hjá sjúklingum með hjartabilun í flokkum NYHA III-IV. Eperzan hefur ekki verið rannsakað ásamt insúlínnotkun tengdri máltíðum (prandial), dípeptidýlpeptíðasa-4 (DPP-4) hemlum eða natríum/glúkósaferju 2 (SGLT2) hemlum.

Takmörkuð reynsla er af notkun albiglútíðs ásamt tíazólidíndíónum einum sér, súlfónýlúrealyfjum + tíazólidíndíónum og metformíni + súlfónýlúrealyfjum + tíazólidíndíónum.

Natríuminnihald

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. er nær natríumfrítt.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Albiglútíð seinkar magatæmingu og getur því haft áhrif á frásog lyfja sem gefin eru samtímis. Albiglútíð hægði á magatæmingu í samanburði við lyfleysu bæði fyrir föst efni og vökva þegar

100 mg voru gefin í stökum skammti hjá heilbrigðum einstaklingum (sjá kafla 5.1). Gæta skal varúðar hjá sjúklingum sem fá lyf með þröngt meðferðarbil eða lyf sem þarfnast nákvæms klínísks eftirlits.

Akarbósi

Ekki má nota akarbósa hjá sjúklingum með þarmastíflu. Ráðlagt er að gæta varúðar við notkun samhliða albiglútíði (sjá kafla 4.8).

Simvastatín

Stakur skammtur af simvastatíni (80 mg) var gefinn ásamt albiglútíði við stöðuga þéttni (50 mg vikulega). AUC fyrir simvastatín minnkaði um 40% og Cmax fyrir simvastatín hækkaði um 18%. AUC fyrir simvastatínsýru jókst um 36% og Cmax hækkaði um u.þ.b. 100%. Helmingunartími simvastatíns og simvastatínsýru styttist úr ̴7 klst. í 3,5 klst. Engin áhrif af völdum albiglútíðs á öryggi simvastatíns komu fram í klínískum rannsóknum.

Digoxín

Albiglútíð hafði engin markverð áhrif á lyfjahvörf staks skammts af digoxíni (0,5 mg) þegar það var gefið samhliða albiglútíði við stöðuga þéttni (50 mg vikulega).

Warfarín

Engin áhrif af klínískri þýðingu komu fram á lyfjahvörf R- og S-handhverfa warfaríns þegar stakur skammtur af óljósvirku (racemic) warfaríni (25 mg) var gefinn ásamt albiglútíði við stöðuga þéttni (50 mg vikulega). Auk þess hafði albiglútíð engin marktæk áhrif á lyfhrif warfaríns samkvæmt mælingum á INR.

Getnaðarvarnarlyf til inntöku

Albiglútíð (50 mg vikulega við stöðuga þéttni) hafði engin áhrif af klínískri þýðingu á lyfjahvörf samsettra getnaðarvarnarlyfja til inntöku sem innihalda noretindrón 0,5 mg og etinýlestradíól 0,035 mg við stöðuga þéttni. Auk þess komu engin áhrif af klínískri þýðingu fram á gulbúsörvandi

hormón, eggbússtýrihormón eða prógesterón þegar albiglútíð og samsett getnaðarvarnarlyf til inntöku voru gefin samhliða.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun Eperzan hjá barnshafandi konum. Rannsóknir hjá dýrum hafa sýnt eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3). Hugsanleg áhætta hjá mönnum er ekki þekkt. Eperzan skal ekki nota á meðgöngu og er notkun þess ekki ráðlögð hjá konum á barneignaraldri sem ekki nota öruggar getnaðarvarnir.

Notkun Eperzan skal hætt a.m.k 1 mánuði fyrir ráðgerða þungun vegna langs útskilnaðartíma albiglútíðs.

Brjóstagjöf

Engar fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir er styðja notkun Eperzan samhliða brjóstagjöf.

Ekki er vitað hvort albiglútíð skilst út í brjóstamjólk. Þar sem albiglútíð er albúmínbyggt próteinlyf er líklegt að það sé til staðar í brjóstamjólk. Taka skal ákvörðun um hvort hætta skuli brjóstagjöf eða hætta meðferð, að teknu tilliti til ávinnings af brjóstagjöf fyrir barnið og ávinnings af meðferð fyrir móðurina. Lækkun á líkamsþyngd afkvæma kom fram hjá músum sem fengu meðferð með albiglútíði á meðgöngu og samhliða spenagjöf (sjá kafla 5.3).

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif á frjósemi hjá mönnum. Í rannsóknum hjá músum styttist tíðahringurinn við skammta sem höfðu eiturverkanir á móður, en ekkert benti til skaðlegra áhrifa á frjósemi (sjá kafla 5.3). Hugsanleg áhætta hjá mönnum er ekki þekkt.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Eperzan hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Þegar Eperzan er notað ásamt lyfjum sem örva insúlínseytingu (svo sem súlfónýlúrealyfjum) eða insúlíni, skal ráðleggja sjúklingum að grípa til varnaðaraðgerða til að forðast of mikla blóðsykurslækkun, við akstur og notkun véla (sjá kafla 4.4).

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggisupplýsingum

Yfir 2.300 sjúklingar hafa fengið Eperzan í 8 III. stigs rannsóknum, með samanburði við lyfleysu eða virkum samanburði.

Bakgrunnsmeðferðir í þessum rannsóknum voru m.a. mataræði og líkamsrækt, metformín, súlfónýlúrealyf, tíazólidíndíón, glargíninsúlín eða samsetning sykursýkislyfja.

Lengd meðferðar var á bilinu frá 32 vikum og upp í 3 ár. Tíðniflokkar hér á eftir endurspegla sameinaðar upplýsingar fyrir skammtastærðirnar tvær af Eperzan, 30 mg eða 50 mg vikulega undir húð.

Alvarlegasta aukaverkunin í klínískum rannsóknum var bráð brisbólga (sjá kafla 4.4).

Algengustu aukaverkanirnar í klínísku rannsóknunum, sem komu fram hjá ≥5% sjúklinga sem fengu

Eperzan voru niðurgangur, ógleði og viðbrögð á stungustað m.a. útbrot, roðaþot og kláði.

Tafla yfir aukaverkanir

Í töflunni eru aukaverkanirnar sem komu oftar fram hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Eperzan en sjúklingum sem fengu meðferð með öllum samanburðarlyfjum. Aukaverkanir sem greint er frá úr safni greininga á sjö III. stigs rannsóknum með samanburði við lyfleysu eða virkum samanburði allt meðferðartímabilið eru taldar upp í töflu 1.

Tíðni hjá sjúklingum er skilgreind sem: Mjög algengar ≥1/10; algengar ≥1/100 til <1/10; sjaldgæfar ≥1/1.000 til <1/100; mjög sjaldgæfar ≥1/10.000 til <1/1.000; koma örsjaldan fyrir ≤1/10.000 og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 1. Aukaverkanir í III. stigs rannsóknum öll meðferðartímabilin

Líffæraflokk

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

Tíðni

ur

 

 

 

sjaldgæfar

ekki

 

 

 

 

 

þekkt

Sýkingar af

 

Lungnabólga

 

 

 

völdum sýkla

 

 

 

 

 

og sníkjudýra

 

 

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

Ofnæmis-

 

 

 

 

 

viðbrögð

 

Efnaskipti og

Blóðsykurslækkun

Blóðsykurslækkun

 

 

Minnkuð

næring

(þegar Eperzan er

(þegar Eperzan er

 

 

matarlyst

 

notað ásamt

notað sem

 

 

 

 

insúlíni eða

einlyfjameðferð eða

 

 

 

 

súlfónýlúrealyfjum)

ásamt metformíni

 

 

 

 

 

eða píóglítazóni)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjarta

 

Gáttatif/flökt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meltingarfæri

Niðurgangur,

Uppköst,

Brisbólga,

 

 

 

ógleði

hægðatregða,

þarmastífla

 

 

 

 

meltingartruflanir,

 

 

 

 

 

vélindabakflæðis-

 

 

 

 

 

sjúkdómur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Almennar

Viðbrögð á

 

 

 

 

aukaverkanir

stungustað

 

 

 

 

og

 

 

 

 

 

aukaverkanir á

 

 

 

 

 

íkomustað

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lýsing á völdum aukaverkunum:

Ofnæmisviðbrögð

Í klínískum rannsóknum með albiglútíði hefur verið greint frá hugsanlegum ofnæmisviðbrögðum (þ.e. kláða, roðaþoti), þar á meðal tilfelli með útbreiddum kláða og útbrotum ásamt mæði.

Brisbólga

Tíðni brisbólgu (úrskurðuð sem líklega meðferðartengd) í klínísku rannsóknunum var 0,3% fyrir Eperzan samanborið við 0% fyrir lyfleysu 1% fyrir samanburðarlyfin (þ.e. líraglútíð, píóglítazón, glímepíríð, sitagliptín og glargíninsúlín) með eða án annarrar bakgrunnsmeðferðar með sykursýkislyfjum (t.d. metformíni).

Aukaverkanir frá meltingarfærum

Aukaverkanir í meltingarfærum komu fram í hærri tíðni fyrir Eperzan en öll samanburðarlyfin (38% samanborið við 32%). Niðurgangur (13% samanborið við 9%), ógleði (12% samanborið við 11%), uppköst (5% samanborið við 4%) og hægðatregða (5% samanborið við 4%) voru þær aukaverkanir sem oftast var greint frá og meirihlutinn kom fram á fyrstu sex mánuðunum.

Aukaverkanir frá meltingarfærum komu oftar fram við notkun Eperzan hjá sjúklingum með miðlungi alvarlega til alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi (eGFR 15 til 59 ml/mín/1,73 m2) en þeim sem voru með væga skerðingu á nýrnastarfsemi eða eðlilega nýrnastarfsemi.

Viðbrögð á stungustað

Viðbrögð á stungustað (yfirleitt m.a. útbrot, roðaþot eða kláði á stungustað) komu fram hjá 15% sjúklinga sem fengu Eperzan samanborið við 7% fyrir öll samanburðarlyfin og urðu til þess að meðferð var hætt hjá 2% allra sjúklinga sem fengu meðferð með Eperzan. Viðbrögð á stungustað voru almennt væg og þörfnuðust ekki meðferðar.

Ónæmingargeta

Hlutfall sjúklinga sem mynduðu mótefni fyrir albiglútíði við meðferð var 4% (128/2.934). Ekkert þessara mótefna reyndist draga úr virkni albiglútíðs í in vitro prófun og mótefnamyndunin var almennt skammvinn og tengdist ekki skertri verkun (HbA1c og FPG). Þó flestir sjúklingar með viðbrögð á stungustað væru mótefnaneikvæðir (̴85%), var oftar greint frá viðbrögðum á stungustað hjá mótefnajákvæðum (41%, N = 116) en mótefnaneikvæðum sjúklingum (14%, N = 1.927). Þessar aukaverkanir voru oftast vægar og leiddu ekki til þess að meðferð væri hætt. Annars var aukaverkanamynstrið almennt svipað hjá mótefnajákvæðum og mótefnaneikvæðum sjúklingum.

Blóðsykurslækkun

Mikil blóðsykurslækkun sem krafðist aðstoðar frá öðrum við meðferð kom sjaldan fram: 0,3% sjúklinga sem fengu Eperzan og 0,4% sjúklinga sem fengu samanburðarlyf. Flestir sjúklingar sem fengu mikla blóðsykurslækkun í klínískum rannsóknum fengu samhliða súlfónýlúrealyf eða insúlín og enginn þurfti á sjúkrahúsvist að halda eða hætti meðferð.

Þegar Eperzan var notað sem einlyfjameðferð var tíðni blóðsykurslækkunar með einkennum (<3,9 mmól/l) svipuð fyrir Eperzan 30 mg (2%), Eperzan 50 mg (1%) og lyfleysu (3%).

Tíðni blóðsykurslækkunar með einkennum var hærri þegar Eperzan var notað ásamt súlfónýlúrealyfjum (15% til 22%) eða insúlíni (18%) samanborið við samsetningar án súlfónýlúrealyfja eða insúlíns (1% til 4%). Meðal sjúklinga sem slembiraðað var á önnur samanburðarlyf var tíðni blóðsykurslækkunar með einkennum 7% til 33% við notkun ásamt súlfónýlúrealyfjum eða insúlíni og 2% til 4% við notkun samsetninga án þessara lyfja.

Lungnabólga

Lungnabólga kom fram hjá 2% sjúklinga sem fengu Eperzan samanborið við 0,8% sjúklinga í öllum samanburðarlyfjahópunum. Fyrir Eperzan voru þetta stök lungnabólgutilvik hjá sjúklingum sem tóku þátt í rannsóknum með eftirliti frá 32 vikum upp í 3 ár.

Gáttatif/flökt

Gáttatif/flökt kom fram hjá 1% sjúklinga sem fengu Eperzan og 0,5% sjúklinga í öllum samanburðarlyfjahópunum. Bæði í Eperzan- og samanburðarlyfjahópunum var í þessum tilvikum yfirleitt um að ræða sjúklinga sem voru karlar, aldraðir eða með skerta nýrnastarfsemi.

Hjartsláttartíðni

Í III. stigs rannsóknunum hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2, kom fram svolítil aukning á hjartsláttartíðni (1 til 2 slög/mín.) með albiglútíði. Í nákvæmri rannsókn á QT hjá heilbrigðum einstaklingum hækkaði hjartsláttartíðni (6 til 8 slög/mín.) eftir endurtekna skömmtun með albiglútíði 50 mg samanborið við grunngildi.

Meðferð hætt

Í klínískum rannsóknum sem stóðu í a.m.k. 2 ár hættu 8% einstaklinga í Eperzan hópnum virkri meðferð vegna aukaverkana samanborið við 6% í öllum samanburðarhópunum. Algengustu aukaverkanir sem leiddu til þess að meðferð með Eperzan var hætt voru viðbrögð á stungustað og aukaverkanir frá meltingarfærum, <2% í báðum tilvikum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist

lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Í klínískum rannsóknum hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 var stærsti skammturinn sem gefinn var af Eperzan 100 mg undir húð á fjögurra vikna fresti í 12 vikur. Þessi skammtur tengdist aukinni tíðni ógleði, uppkasta og höfuðverks.

Ekkert sértækt mótlyf er þekkt við ofskömmtun Eperzan. Ef grunur leikur á ofskömmtun skal hefja viðeigandi klíníska stuðningsmeðferð, samkvæmt klínísku ástandi sjúklingsins. Einkenni sem búist er við vegna ofskömmtunar geta verið alvarleg ógleði, uppköst eða höfuðverkur. Langvarandi eftirlit og meðferð við þessum aukaverkunum geta verið nauðsynleg, þegar tekið er tillit til langs helmingunartíma albiglútíðs (5 dagar).

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf notuð við sykursýki. Önnur blóðsykurslækkandi lyf nema insúlín. Hliðstæður við glúkagónlíkt peptíð-1 (GLP-1). ATC-flokkur: A10BJ04

Verkunarháttur

Albiglútíð er GLP-1 viðtakaörvi og eykur glúkósaháða insúlínseytingu. Albiglútíð hægir einnig á magatæmingu.

Lyfhrif

Glúkósastjórnun

Eperzan lækkar fastandi glúkósa og minnkar glúkósasveiflur tengdar máltíðum. Meirihluti lækkunar fastandi glúkósa í plasma kemur fram eftir stakan skammt sem er í samræmi við lyfjahvörf albiglútíðs.

Hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 sem fengu 2 skammta af albiglútíði 32 mg (dagur 1 og 8) kom fram tölfræðilega marktæk lækkun (24%) á AUC(0,5-4,5 klst.) fyrir glúkósa í plasma eftir máltíð samanborið við lyfleysu eftir staðlaðan morgunverð á degi 9.

Stakur 50 mg skammtur af albiglútíði skerti ekki hormónaandsvar glúkagons, adrenalíns, noradrenalíns, kortisóls eða vaxtarhormóns við blóðsykurslækkun.

Hreyfanleiki maga

Albiglútíð hægir á magatæmingu samanborið við lyfleysu bæði fyrir föst efni og vökva þegar 100 mg voru gefin sem stakur skammtur hjá heilbrigðum einstaklingum. Fyrir föst efni lengdist t1/2 fyrir magatæmingu úr 1,14 klst. í 2,23 klst. (p=0,0112). Fyrir vökva lengdist t1/2 fyrir magatæmingu úr 0,28 klst. í 0,69 klst. (p=0,0018).

Verkun og öryggi

Alls fengu 2.365 sjúklingar með sykursýki af tegund 2 meðferð með Eperzan og 2.530 meðferð með öðrum rannsóknarlyfjum í 8 klínískum III. stigs rannsóknum með virkum samanburði og samanburði við lyfleysu. Í rannsóknunum var notkun Eperzan 30 mg og 50 mg einu sinni í viku metin, þar sem valkvæð aðlögun skammta Eperzan úr 30 mg í 50 mg einu sinni í viku var heimil í 5 af rannsóknunum 8. Í öllum meðferðarhópum í klínísku rannsóknunum 8 voru alls 19% sjúklinganna (N = 937) 65 ára og eldri og 2% (N = 112) voru 75 ára og eldri, 52% voru karlar með líkamsþyngdarstuðul að meðaltali 33 kg/m2. Sextíu og sjö prósent sjúklinga voru af hvíta

kynstofninum, 15% af afrískum uppruna og 11% asískir; 26% sjúklinga voru frá Rómönsku Ameríku.

Enginn munur kom fram á blóðsykurslækkandi virkni eða líkamsþyngd á milli lýðfræðilegra undirhópa (aldur, kyn, kynþáttur, tímalengd sykursýki).

Einlyfjameðferð

Verkun Eperzan var metin í 3 ára slembaðri, tvíblindri fjölsetra rannsókn með samanburði við lyfleysu (n = 296) hjá sjúklingum sem náðu ekki fullnægjandi stjórn með mataræði og líkamsrækt. Sjúklingum var slembiraðað (1:1:1) á Eperzan 30 mg einu sinni í viku, Eperzan 30 mg einu sinni í viku sem aukið er í 50 mg einu sinni í viku í viku 12, eða lyfleysu. Aðalendapunkturinn var breyting á HbA1c frá grunngildi eftir 52 vikur. Miðað við lyfleysu leiddi meðferð með Eperzan 30 mg og 50 mg undir húð til tölfræðilega marktækrar lækkunar á HbA1c frá grunngildi að viku 52. Breytingin á HbA1c við

6 mánaða mörkin var einnig tölfræðilega marktæk fyrir vikulegu 30 mg (0,9%) og 50 mg (1,1%) skammtana af Eperzan (sjá töflu 2).

Tafla 2. Niðurstöður í viku 52 í rannsókn með samanburði við lyfleysu með tveimur skammtastærðum af Eperzan (30 eða 50 mg undir húð vikulega) sem einlyfjameðferð

 

Eperzan

Eperzan

 

 

30 mg vikulega

50 mg vikulega

Lyfleysa

ITTa (N)

N = 100

N = 97

N = 99

HbA1c (% )

 

 

 

Grunngildi (meðaltal)

8,05

8,21

8,02

Breyting í viku 52b

-0,70

-0,9

+0,2

Munur miðað við lyfleysub (95% CI)

-0,8 (-1,1, -0,6) c

-1,0 (-1,3, -0,8) c

 

Sjúklingar (%) semná HbA1c <7%

Líkamsþyngd(kg)

 

 

 

Grunngildi (meðaltal)

Breyting í viku 52b

-0,4

-0,9

-0,7

Munur miðað við lyfleysub (95% CI)

0,3 (-0,9, 1,5)

-0,2 (-1,4, 1,0)

 

aITT (þýði semætlunin er að meðhöndla (Intent to treat population)) – síðasta mæling framreiknuð (last observation carried forward)

bAðlagað meðaltal

cP<0,05 fyrir meðferðarmun

Samsett meðferð

Viðbótarmeðferð með metformíni

Verkun Eperzan var metin í 3 ára, slembaðri, tvíblindri, fjölsetra rannsókn með samanburði við lyfleysu (n = 999). Með bakgrunnsmeðferð með metformíni ≥1.500 mg á dag, var Eperzan 30 mg undir húð vikulega (með möguleika á aukningu upp í 50 mg vikulega eftir að lágmarki 4 vikur) borið saman við sítagliptín 100 mg á dag, glímepíríð 2 mg á dag (með möguleika á aukningu upp í 4 mg á dag) eða lyfleysu. Aðalendapunkturinn var breyting á HbA1c frá grunngildi eftir 2 ár samanborið við lyfleysu. Niðurstöður eftir 104 vikur eru sýndar í töflu 3.

Eperzan reyndist hafa blóðsykurslækkandi áhrif og hafði tölfræðilega yfirburði við lækkun á HbA1c frá grunngildi miðað við lyfleysu, sítagliptín eða glímepíríð (sjá töflu 3).

Tafla 3. Niðurstöður í viku 104 í rannsókn með samanburði við lyfleysu sem bar saman Eperzan

30 mg undir húð vikulega (með möguleika á aukningu í 50 mg vikulega) og sítagliptín 100 mg á dag og glímepíríð 2 til 4 mg á dag sem viðbótarmeðferð hjá sjúklingum sem ekki ná fullnægjandi stjórn með metformíni >1.500 mg á dag

 

 

 

 

Sítagliptín

Glímepíríð

 

 

Eperzan

Lyfleysa

100 mg á

2 to 4 mg á

 

 

30 mg/50 mg

+

dag +

dag +

 

 

vikulega +

metformín

metformín

Metformin

 

 

metformín

1.500 mg á

1.500 mg á

1.500 mg á

 

 

1.500 mg á dag

dag

dag

dag

ITT a (N)

HbA1c (% )

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Grunngildi (meðaltal)

8,1

8,1

8,1

8,1

Breyting í viku 104b

-0,6

+0,3

-0,3

-0,4

Munur miðað við lyfleysu + metformínb,

-0,9 (-1,2, -0,7)c

 

 

 

(95% CI)

 

 

 

 

Munur miðað við sítagliptín +

-0,4 (-0,5, -0,2)c

 

 

 

metformínb, (95% CI)

 

 

 

 

Munur miðað við glímepíríð +

-0,3 (-0,5, -0,1)c

 

 

 

metformínb, (95% CI)

 

 

 

 

Hlutfall semnær HbA1c <7%

Líkamsþyngd(kg)

 

 

 

 

Grunngildi (meðaltal)

Breyting í viku 104b

-1,2

-1,0

-0,9

+1,2

Munur miðað við lyfleysu + metformínb,

-0,2 (-1,1, 0,7)

 

 

 

(95% CI)

 

 

 

 

Munur miðað við sítagliptín +

-0,4 (-1,0, 0,3)

 

 

 

metformínb, (95% CI)

 

 

 

 

Munur miðað við glímepíríð +

-2,4 (-3,0, -1,7)c

 

 

 

metformínb, (95% CI)

 

 

 

 

a

ITT (þýði semætlunin er að meðhöndla (Intent to treat population)) – síðasta mæling framreiknuð (last

 

observation carried forward)

bAðlagað meðaltal

cP<0,05 fyrir meðferðarmun

Viðbótarmeðferð með píóglítazóni

Verkun Eperzan var metin í 3 ára, slembaðri, tvíblindri, fjölsetra rannsókn (n = 299). Eperzan 30 mg undir húð vikulega var borið saman við lyfleysu hjá sjúklingum sem ekki náðu fullnægjandi stjórn með píóglítazóni ≥30 mg á dag (með eða án metformíns ≥1.500 mg á dag).

Í samanburði við lyfleysu lækkaði meðferð með Eperzan á tölfræðilega marktækan hátt HbA1c miðað við grunngildi (-0,8% fyrir Eperzan samanborið við -0,1% fyrir lyfleysu, p<0,05) og fastandi glúkósa (-1,3 mmól/l fyrir Eperzan samanborið við +0,4 mmól/l fyrir lyfleysu, p<0,05) í viku 52. Munur á breytingum í þyngd frá upphafsgildi var ekki marktækur á milli meðferðarhópa (sjá töflu 4).

Tafla 4. Niðurstöður í viku 52 í rannsókn með samanburði við lyfleysu sem bar saman Eperzan 30 mg undir húð vikulega sem viðbótarmeðferð hjá sjúklingum sem ekki ná fullnægjandi stjórn með

píóglítazóni >30 mg á dag metformín >1.500 mg á dag

 

 

Eperzan 30 mg

 

 

 

 

vikulega +

Lyfleysa +

 

 

 

píóglítazón

píóglítazón

 

 

 

30 mg á dag

30 mg á dag

 

 

 

(+/- metformín

(+/- metformín

 

 

 

1.500 mg á dag)

1.500 mg á dag)

 

ITTa (N)

N = 150

N = 149

 

HbA1c (% )

 

 

 

Grunngildi (meðaltal)

8,1

8,1

 

Breyting í viku 52b

-0,8

 

 

Munur miðað við lyfleysu + píóglítazónb

-0,8 (-1,0, -0,6) c

-0,05

 

(95% CI)

 

 

 

Hlutfall semnær HbA1c <7%

 

Líkamsþyngd(kg)

 

 

 

Grunngildi (meðaltal)

 

Breyting í viku 52b

0,3

+0,5

 

Munur miðað við lyfleysu + píóglítazónb

-0,2 (-1,2, 0,8)

 

 

(95% CI)

 

 

 

a

ITT (þýði semætlunin er að meðhöndla (Intent to treat population)) – síðasta mæling framreiknuð (last

 

observation carried forward)

bAðlagað meðaltal

cP<0,05 fyrir meðferðarmun

Viðbótarmeðferð með metformíni og súlfónýlúrealyfjum

Verkun Eperzan var metin í 3 ára, slembaðri, tvíblindri, fjölsetra rannsókn (n = 657). Við bakgrunnsmeðferð með metformíni ≥1.500 mg á dag og glímepíríði 4 mg á dag var Eperzan 30 mg vikulega undir húð (með möguleika á aukningu í 50 mg vikulega) borið saman við lyfleysu eða píóglítazón 30 mg á dag (með möguleika á aukningu í 45 mg/dag). Aðalendapunkturinn var breyting á HbA1c frá grunngildi í viku 52 samanborið við lyfleysu. Í viku 52 hafði meðferð með Eperzan lækkað HbA1c á tölfræðilega marktækan hátt miðað við grunngildi samanborið við lyfleysu. Meðferð með Eperzan náði ekki fyrirfram skilgreindu viðmiði (0,3%) fyrir ekki síðri verkun (non inferiority) miðað við píóglítazón fyrir HbA1c. Munur á breytingum í þyngd frá grunngildi fyrir Eperzan var ekki marktækt meiri en fyrir lyfleysu, en var marktækt minni en fyrir píóglítazón (sjá töflu 5).

Tafla 5. Niðurstöður í viku 52 í rannsókn með samanburði við lyfleysu sem bar saman Eperzan 30 mg undir húð vikulega (með möguleika á aukningu í 50 mg vikulega) og píóglítazón 30 mg á dag (með möguleika á aukningu í 45 mg/dag) sem viðbótarmeðferð hjá sjúklingum sem ekki ná fullnægjandi stjórnun með metformíni + súlfónýlúrealyfjum (glímepíríði 4 mg á dag)

 

 

 

Píóglítazón +

 

Eperzan

Lyfleysa +

metformín

 

30 mg/50 mg vikulega

metformín

1.500 mg á

 

+ metformín

1.500 mg á dag +

dag +

 

1.500 mg á dag +

glímepíríð 4 mg á

glímepíríð 4 mg

 

glímepíríð 4 mg á dag

dag

á dag

ITTa (N)

HbA1c (%)

 

 

 

Grunngildi (meðaltal)

8,2

8,3

8,3

Breyting í viku 52b

-0,6

+0,33

-0,80

Munur miðað við lyfleysu + met

-0,9 (-1,1, -0,7)c

 

 

+ glímb (95% CI)

 

 

 

Munur miðað við píóglítazón +

0,3 (0,1, 0,4)

 

 

met + glímb (95% CI)

 

 

 

Hlutfall sem nær HbA1c <7%

Líkamsþyngd (kg)

 

 

 

Grunngildi (meðaltal)

Breyting í viku 52b

-0,4

-0,4

+4,4

Munur miðað við lyfleysu + met

-0,03 (-0,9, 0,8)

 

 

+ glímb (95% CI)

 

 

 

Munur miðað við píóglítazón +

-4,9 (-5,5, -4,2)c

 

 

met + glímb (95% CI)

 

 

 

aITT (þýði semætlunin er að meðhöndla (Intent to treat population)) – síðasta mæling framreiknuð (last observation carried forward)

b

c

Aðlagað meðaltal

P<0,05 fyrir meðferðarmun

Viðbótarmeðferð með glargíninsúlíni

Verkun Eperzan var metin í 52 vikna, slembaðri, opinni, fjölsetra rannsókn á ekki síðri verkun (n = 563). Við bakgrunnsmeðferð með glargíninsúlíni (byrjað með 10 einingum og síðan aukið í ≥20 einingar á dag), var Eperzan 30 mg undir húð vikulega (með aukningu í 50 mg vikulega ef stjórnun var ekki fullnægjandi eftir viku 8) borið saman við insúlín lispró í tengslum við máltíðir

(prandial) (gefið daglega á matartíma, byrjað samkvæmt hefðbundinni notkun og aðlagað að áhrifum). Aðalendapunkturinn var breyting á HbA1c frá grunngildi í viku 26. Í viku 26 var meðaldagsskammtur af glargíninsúlíni 52 a.e. fyrir Eperzan og 51 a.e. fyrir lispró. Meðaldagsskammtur af insúlín lispró í viku 26 var 31 a.e. og í viku 52 fengu 69% sjúklinga sem fengu meðferð með Eperzan, 50 mg á viku. Í viku 26 var munur á HbA1c á milli meðferða 0,2% á milli Eperzan og insúlín lispró og náði fyrirfram skilgreindu viðmiði (0,4%) fyrir ekki síðri verkun. Meðferð með Eperzan olli meðalþyngdartapi

(-0,7 kg) samanborið við meðalþyngdaraukningu (+0,8 kg) fyrir insúlín lispró og munurinn á milli meðferðarhópanna var tölfræðilega marktækur (sjá töflu 6).

Tafla 6. Niðurstöður í viku 26 í rannsókn sem bar saman Eperzan 30 mg undir húð vikulega (með möguleika á aukningu í 50 mg vikulega) og insúlín lispró með máltíðum sem viðbótarmeðferð hjá sjúklingum sem ekki ná fullnægjandi stjórnun með glargíninsúlíni einu sér

 

Eperzan

Insúlín lispró

 

+

+

 

Glargíninsúlín

Glargíninsúlín

 

( 20 einingar á dag)

( 20 einingar á dag)

ITT a (N)

N = 282

N = 281

HbA1c (% )

 

 

Grunngildi (meðaltal)

8,47

8,43

Breyting í viku 26b

-0,8

-0,6

Munur miðað við lispró insúlínb

-0,2 (-0,3, 0,0)

 

(95% CI)

 

 

P gildi (ekki síðra)

<0,0001

 

Hlutfall semnær HbA1c <7%

30%

25%

Líkamsþyngd(kg)

 

 

Grunngildi (meðaltal)

Breyting í viku 26b

-0,7

+0,8

Munur miðað við lispró insúlínb

-1,5 (-2,1, -1,0) c

 

(95% CI)

 

 

aITT (þýði semætlunin er að meðhöndla (Intent to treat population)) – síðasta mæling framreiknuð (last observation carried forward)

b

c

Aðlagað meðaltal

P<0,05 fyrir meðferðarmun

Hjá sjúklingum sem luku rannsókninni (52 vikur) var aðlöguð meðalbreyting á HbA1c frá grunngildi -1,0% fyrir Eperzan (N = 121) og -0,9% fyrir insúlín lispró (N = 141). Aðlöguð meðalbreyting á líkamsþyngd frá grunngildi var í viku 52 -1,0 kg fyrir Eperzan (N = 122) og +1,7 kg fyrir insúlín lispró (N =141). Þessar upplýsingar útiloka notkun sykursýkislyfja sem heimil var eftir verkunarmatið ef farið var yfir blóðsykursþröskulda.

Rannsókn með virkum samanburði miðað við glargíninsúlín sem viðbótarmeðferð með metformíni

súlfónýlúrealyfi

Verkun Eperzan var metin í 3 ára, slembaðri (2:1), opinni, rannsókn á ekki síðri verkun, sem er í gangi með samanburði við glargíninsúlín (n = 735). Við bakgrunnsmeðferð með metformíni 1.500 mg á dag (með eða án súlfónýlúrealyfs) var Eperzan 30 mg undir húð vikulega (með möguleika á aukningu í 50 mg vikulega) borið saman við glargíninsúlín (byrjað með 10 einingum og aðlagað vikulega samkvæmt fyrirmælum læknis). Aðalendapunkturinn var breyting í HbA1c miðað við grunngildi í

viku 52. Upphaflegur heildardagsskammtur af glargíninsúlíni var á bilinu 2 til 40 einingar (miðgildi dagsskammts var 10 einingar) og var á bilinu 3 til 230 einingar (miðgildi dagsskammts var

30 einingar) í viku 52. Miðgildi dagsskammts af glargíninsúlíni sem notað var fyrir neyðarmeðferð vegna of hás blóðsykurs var 10 einingar (á bilinu 2 til 40 einingar) í upphafi rannsóknar og 30 einingar (á bilinu 3 til 230 einingar) í viku 52. Í viku 156 var skammtur hækkaður upp í 50 mg undir húð vikulega, hjá 77% sjúklinga sem fengu meðferð með Eperzan. Meðferðarmunur í HbA1c var 0,1% (-0,04, 0,27) frá grunngildi í viku 52 fyrir Eperzan og glargíninsúlín og náði fyrirfram skilgreinda viðmiðinu (0,3%) fyrir ekki síðri verkun. Tölfræðilega marktæk lækkun á líkamsþyngd kom fram fyrir Eperzan samanborið við hækkun líkamsþyngdar fyrir glargíninsúlín og þyngdarbreytingarnar voru tölfræðilega marktækar (sjá töflu 7).

Tafla 7. Niðurstöður í viku 52 í rannsókn með virkum samanburði sem bar saman Eperzan 30 mg undir húð vikulega (með möguleika á aukningu í 50 mg vikulega) og glargíninsúlín (aðlagað vikulega samkvæmt fyrirmælum læknis) sem viðbótarmeðferð hjá sjúklingum sem ná ekki fullnægjandi stjórnun með metformíni súlfónýlúrealyfi

 

Eperzan

 

 

30 mg/50 mg vikulega

Glargíninsúlín

 

metformín (með eða án

metformín (með eða án

 

súlfónýlúrealyfs)

súlfónýlúrealyfs)

ITTa (N)

HbA1c (% )

 

 

Grunngildi (meðaltal)

8,28

8,36

Breyting í viku 52b

-0,7

-0,8

Munur miðað við glargíninsúlínb (95% CI)

0,1 (-0,04, 0,3)

 

P gildi (ekki síðra)

<0,0086

 

Hlutfall semnær HbA1c <7%

Líkamsþyngd(kg)

 

 

Grunngildi (meðaltal)

Breyting í viku 52b

-1,1

1,6

Munur miðað við glargíninsúlínb (95% CI)

-2,6 (-3,2, -2,0) c

 

aITT (þýði semætlunin er að meðhöndla (Intent to treat population)) – síðasta mæling framreiknuð (last observation carried forward)

b

c

Aðlagað meðaltal

P<0,05 fyrir meðferðarmun

Hjá sjúklingum sem fengu meðferð í a.m.k. 104 vikur var aðlöguð meðalbreyting á HbA1c frá grunngildi -0,97% fyrir Eperzan (N = 182) og -1,04% fyrir glargíninsúlín (N = 102). Aðlöguð meðalbreyting á líkamsþyngd frá grunngildi í viku 104 var -2,6 kg fyrir Eperzan (N = 184) og +1,4 kg fyrir glargíninsúlín (N = 104). Þessar upplýsingar útiloka notkun sykursýkislyfja sem heimil var eftir verkunarmatið ef farið var yfir blóðsykursþröskulda.

Rannsókn með virkum samanburði miðað við líraglútíð ásamt metformíni, tíazólidíndíóni eða súlfónýlúrealyfi (sem einlyfjameðferð eða tveggja lyfja meðferð)

Verkun Eperzan var metin í 32 vikna, slembaðri, opinni, rannsókn á ekki síðri verkun með samanburði við líraglútíð (N = 805). Eperzan 30 mg undir húð vikulega (með möguleika á aukningu í 50 mg vikulega í viku 6) var borið saman við líraglútíð 1,8 mg á dag (aukið úr 0,6 mg í viku 1 og 1,2 mg í viku 1 til viku 2) hjá sjúklingum sem ekki ná fullnægjandi stjórnun með einlyfjameðferð eða samsettri meðferð með sykursýkislyfjum til inntöku (metformíni, tíazólidíndíóni eða súlfónýlúrealyfjum). Aðalendapunkturinn var breyting á HbA1c frá grunngildi í viku 32.

Meðferð með Eperzan náði ekki fyrirfram skilgreinda viðmiðinu (0,3%) fyrir ekki síðri verkun miðað við líraglútíð fyrir HbA1c (sjá töflu 8).

Tafla 8. Niðurstöður í rannsókn með virkum samanburði á Eperzan 30 mg undir húð vikulega (með möguleika á aukningu í 50 mg vikulega) og líraglútíði 1,8 mg á dag í viku 32a

 

 

Eperzan

Líraglútíð

 

 

30 mg/50 mg vikulega

1,8 mg á dag

ITT a (N)

HbA1c (% )

 

 

Grunngildi (meðaltal)

8,2

8,2

Breyting í viku 32b

-0,8

-1,0

Munur miðað við líraglútíðb (95% CI)

0,2 (0,1, 0,3)

 

 

P gildi (ekki síðra)

p = 0,0846

 

 

 

 

Hlutfall semnær HbA1c <7%

42%

52%

 

 

 

Líkamsþyngd(kg)

 

 

Grunngildi (meðaltal)

Breyting í viku 32b

-0,6

-2,2

Munur miðað við líraglútíðb (95% CI)

1,55 (1,05, 2,06) c

 

a

ITT (þýði semætlunin er að meðhöndla (Intent to treat population)) – síðasta mæling framreiknuð (last

 

b

c

observation carried forward) Aðlagað meðaltal

P<0,05 fyrir meðferðarmun

Rannsókn með virkum samanburði miðað við sítagliptín hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 og mismikla skerðingu á nýrnastarfsemi

Verkun Eperzan var metin í slembaðri, tvíblindri, 52 vikna rannsókn með virkum samanburði hjá 486 sjúklingum með væga, miðlungi alvarlega og alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi með ófullnægjandi stjórnun á núverandi meðferðaráætlun með mataræði og líkamsrækt eða annarri

meðferð með sykursýkislyfjum. Eperzan 30 mg undir húð vikulega (með aukningu í 50 mg vikulega ef þörf krafði) var borið saman við sítagliptín. Sítagliptín var gefið í skömmtum miðað við kreatínínúthreinsun, metnum samkvæmt Cockcroft-Gault formúlu (100 mg við væga, 50 mg við miðlungi alvarlega og 25 mg við alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi). Aðalendapunkturinn var breyting á HbA1c miðað við grunngildi í viku 26. Meðferð með Eperzan olli tölfræðilega marktækri lækkun á HbA1c miðað við grunngildi í viku 26 samanborið við sítagliptín. Meðallækkun á HbA1c, aðlöguð samkvæmt líkani, var fyrir Eperzan -0,80 (n = 125) hjá sjúklingum með væga (eGFR 60 til 89 ml/mín/1,73m2), -0,83 (n = 98) hjá sjúklingum með miðlungi alvarlega (eGFR 30 til

59 ml/mín/1,73m2) og -1,08 (n = 19) hjá sjúklingum með alvarlega (eGFR <30 ml/mín/1,73m2) skerðingu á nýrnastarfsemi (sjá töflu 9).

Tafla 9. Niðurstöður í viku 26 í rannsókn með Eperzan 30 mg undir húð vikulega (með aukningu upp í 50 mg vikulega ef þörf krafði) í samanburði við sitagliptín (í skömmtum samkvæmt nýrnastarfsemi) hjá sjúklingum með misalvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi

 

Eperzan

Sítagliptín

 

30 mg/50 mg vikulega

 

ITT a (N)

 

(125 væg, 98 miðlungi

(122 væg, 99 miðlungi

 

alvarleg, 19 alvarleg)a

alvarleg, 15 alvarleg)a

HbA1c (% )

 

 

Grunngildi (meðaltal)

8,1

8,2

Breyting í viku 26b

-0,8

-0,5

Munur miðað við sítagliptínb

-0,3 (-0,5, -0,2)c

 

(95% CI)

 

 

Hlutfall semnær HbA1c <7%

43%

31%

Líkamsþyngd(kg)

 

 

Grunngildi (meðaltal)

Breyting í viku 26b

-0,8

-0,19

Munur miðað við sítagliptínb

-0,6 (-1,1, -0,1)c

 

(95% CI)

 

 

aITT (þýði semætlunin er að meðhöndla (Intent to treat population)) – síðasta mæling framreiknuð (last observation carried forward)

bAðlagað meðaltal

cP<0,05 fyrir meðferðarmun

Varanleiki blóðsykursstjórnunar

Varanleiki blóðsykursstjórnunar með Eperzan samanborið við aðra flokka lyfja við sykursýki af tegund 2 og lyfleysu miðað við tíma er sýnd í mynd 1, við notkun samhliða metformíni.

Mynd 1: Kaplan-Meier ferill sem sýnir varanleika blóðsykursstjórnunar (mældan sem tíma að neyðarlyfjanotkun) fyrir Eperzan, miðað við tvö virk samanburðarlyf (sítagliptín og glímepíríð) og lyfleysu

Page 1 of 1

Probability of Event

1.0

Placebo

 

Sitagliptin

0.9

Glimepir ide

Albiglutide

 

0.8

 

0.7

0.6

0.5

0.4

0.3

0.2

0.1

0.0

Weeks ( Rescue Fr ee )

x ás; Vikur (án neyðarlyfja), y ás; Líkur á tilviki

Fastandi glúkósi í plasma

Meðferð með Eperzan einu sér eða ásamt einu eða tveimur sykursýkislyfjum til inntöku lækkaði fastandi glúkósa í plasma frá grunngildi miðað við lyfleysu um 1,3 til 2,4 mmól/l. Megnið af þessari lækkun kom fram á fyrstu tveimur vikum meðferðarinnar.

Mat á hjarta- og æðastarfsemi: Safngreining á niðurstöðum úr 9 klínískum rannsóknum

(8 aðalrannsóknir á virkni og 1 II. stigs rannsókn á skammtastærðum) sem stóðu í allt að 3 ár var gerð til að meta öryggi notkunar Eperzan m.t.t. hjarta- og æðakerfis (N=2.524) samanborið við öll samanburðarlyf (N=2.583) sem notuð voru í þessum rannsóknum. Endapunktur sem kallaður var MACE+ (Major adverse cardiac events plus) náði til innlagna á sjúkrahús vegna hvikullar hjartaangar auk MACE endapunktanna (bráðs hjartadreps, heilablóðfalls og dauðsfalls af völdum hjarta- eða æðasjúkdóms). Áhættuhlutfallið fyrir Eperzan miðað við samanburðarlyfin tengt MACE+ var 1,0 (95% CI 0,68, 1,49). Tíðni fyrir fyrstu MACE+ tilvikin var 1,2 tilvik fyrir hver 100 einstaklingsár fyrir Eperzan miðað við 1,1 tilvik fyrir öll samanburðarlyfin.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Eperzan hjá einum eða fleiri undirhópum barna við meðferð við sykursýki af tegund 2 (sjá upplýsingar í

kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Eftir gjöf staks 30 mg skammts undir húð hjá einstaklingum með sykursýki af tegund 2, náðist hámarksþéttni 3 til 5 dögum eftir skömmtun með meðalhámarksþéttni albiglútíðs (Cmax)

1,74 míkróg/ml og flatarmál undir tíma-þéttniferli (AUC) að meðaltali 465 míkróg.klst./ml. Vikuleg jafnvægisþéttni eftir gjöf 30 mg af albiglútíði undir húð var að meðaltali 2,6 míkróg/ml og

4,4 míkróg/ml eftir gjöf 50 mg, metin samkvæmt þýðisgreiningu á lyfjahvörfum hjá sjúklingum í III. stigs rannsóknum. Stöðug útsetning næst eftir notkun í 3-5 vikur með gjöf undir húð einu sinni í viku. Útsetning við 30 mg og 50 mg skammta jókst á skammtaháðan hátt. Hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum var jafnvægisþéttni eftir gjöf 50 mg hins vegar 7,39 míkróg/ml á degi 36 og þannig

hærri en þýðisgreining á lyfjahvörfum hjá sjúklingum í III. stigs rannsóknum benti til. Svipuð útsetning fæst með gjöf albiglútíðs undir húð á kvið, læri eða upphandlegg.

Dreifing

Mat á áætluðu dreifingarrúmmáli albiglútíðs eftir gjöf undir húð er að meðaltali 11 lítrar. Þar sem albiglútíð er albúmínsamrunaprótein, hefur próteinbinding í plasma ekki verið metin.

Umbrot

Albiglútíð er prótein og búist er við að umbrotaferillinn sé sundrun í lítil peptíð og einstakar amínósýrur fyrir tilstilli próteinsundrandi ensíma sem til staðar eru.

Brotthvarf

Áætluð úthreinsun albiglútíðs er að meðaltali 67 ml/mín. með brotthvarfshelmingunartíma u.þ.b. 5 daga samkvæmt mati á þýðisgreiningu á lyfjahvörfum hjá sjúklingum í III. stigs rannsóknum og mældum gildum.

Sérstakir sjúklingahópar

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Í þýðisgreiningum á lyfjahvörfum m.a. í III. stigs rannsókn hjá sjúklingum með væga, miðlungi alvarlega og alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi, jókst útsetning um u.þ.b. 30 til 40% hjá þeim sem voru með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi samanborið við útsetningu sem kom fram hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 og eðlilega nýrnastarfsemi. Auk þess hefur klínísk lyfjafræðirannsókn sýnt svipaða aukningu í útsetningu hjá sjúklingum með miðlungi alvarlega eða alvarlega skerðingu á nýrnastarfssemi eða þeim sem eru í blóðskilun miðað við sjúklinga án skerðingar á nýrnastarfsemi. Þessi munur var ekki talinn hafa klíníska þýðingu (sjá kafla 4.2).

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Engar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar til að rannsaka áhrif skerðingar á lifrarstarfsemi á lyfjahvörf Eperzan. Prótein sem notuð eru til lækninga, svo sem albiglútíð sundrast með efnaskiptum fyrir tilstilli dreifðra próteinsundrandi ensíma, sem finnast ekki aðeins í lifrarvef; því er ekki líklegt að breytingar á lifrarstarfsemi hafi nein áhrif á brotthvarf Eperzan (sjá kafla 4.2)

Kyn

Samkvæmt niðurstöðum úr þýðisgreiningu á lyfjahvörfum hefur kyn ekki áhrif á úthreinsun sem hafa klíníska þýðingu.

Kynþáttur og þjóðflokkur

Samkvæmt niðurstöðum úr þýðisgreiningu á lyfjahvörfum sem náðu til m.a. sjúklinga af hvíta kynstofninum, sjúklinga af afrískum eða afrísk-amerískum uppruna, sjúklinga frá Asíu og Rómönsku Ameríku höfðu kynþáttur og þjóðflokkur engin áhrif á lyfjahvörf Eperzan úthreinsunar sem höfðu klíníska þýðingu.

Hjá japönskum sjúklingum kom fram u.þ.b. 30-40% meiri útsetning en hjá þeim sem voru af hvíta kynstofninum, líklega vegna lægri líkamsþyngdar. Þessi áhrif voru ekki talin hafa klíníska þýðingu.

Aldraðir sjúklingar (≥65 ára)

Aldur hafið engin áhrif á lyfjahvörf albiglútíðs sem höfðu klíníska þýðingu samkvæmt þýðisgreiningu á lyfjahvörfum hjá einstaklingum á aldrinum 24-83 ára (sjá kafla 4.2).

Líkamsþyngd

Líkamsþyngd hafði engin áhrif sem höfðu klíníska þýðingu á AUC fyrir albiglútíð á bilinu 44 til 158 kg. 20% aukning í líkamsþyngd jók úthreinsun um u.þ.b. 18,5%.

Börn

Engar upplýsingar liggja fyrir um lyfjahvörf hjá börnum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi eða eiturverkunum eftir endurtekna skammta. Þar sem albiglútíð er raðbrigðaprótein hafa engar rannsóknir á eiturverkunum á erfðaefni verið gerðar.

Í 52 vikna rannsókn hjá öpum jókst þyngd brisvefs svolítið við 50 mg/kg/viku (75 sinnum klíníska útsetningu hjá mönnum samkvæmt AUC) vegna ofvaxtar þrúgufrumna (acinar cells). Svolítil fjölgun eyjafrumna (islet cells) kom einnig fram. Breytingarnar í brisi tengdust ekki vefjafræðilegum frávikum eða vísbendingum um aukna fjölgun.

Engar rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum hafa verið gerðar með albiglútíði vegna mótefnamyndunar hjá nagdýrum. C-frumuæxli í skjaldkirtli komu fram í 2 ára rannsóknum á krabbameinsvaldandi áhrifum hjá nagdýrum með öðrum GLP-1 viðtakaörvum. Aukin þéttni kalsítóníns í sermi hefur verið tengd ofvexti C-frumna í skjaldkirtli og æxli komu fram í rannsóknum hjá nagdýrum með þessum lyfjum. Albiglútíð olli einnig skammtaháðri hækkun á þéttni kalsítóníns í sermi í 21-dags rannsókn hjá músum, sem bendir til að æxli í skjaldkirtli hjá nagdýrum séu einnig fræðilega möguleg fyrir albiglútíð. Engar niðurstöður tengdar albiglútíði komu fram í skjaldkirtlum hjá öpum sem fengu allt að 50 mg/kg/viku (75 sinnum klínísk útsetning miðað við AUC) í allt að

52 vikur. Klínísk þýðing C-frumuæxla sem komu fram hjá nagdýrum er ekki þekkt.

Í rannsóknum á eiturverkunum á æxlun með albiglútíði hjá músum komu engin áhrif fram á mökun eða frjósemi við skammta allt að 50 mg/kg/dag (við lágt margfeldi klínískrar útsetningar). Stytting tíðahringja kom fram við 50 mg/kg/dag, skammt sem tengdist eiturverkunum á móður (líkamsþyngdartap og skert neysla fæðu). Áhrif á þroska fósturvísis-fósturs (dauði fósturvísis-fósturs og beinagrindarbreytingar) komu fram við 50 mg/kg/dag (við lágt margfeldi klínískrar útsetningar). Afkvæmi músa sem fengu 50 mg/kg/dag á líffæramyndunarskeiði voru með minni líkamsþyngd áður en þau voru vanin af spena (en náðu sér eftir að spenagjöf var hætt), vökvaskort og þeim var kalt og forhúðaraðskilnaði (balanopreputial separation) seinkaði. Engin áhrif komu fram við 5 mg/kg/dag (útsetningu sem er svipuð klínískri útsetningu).

Í rannsóknum á þroska fyrir og eftir fæðingu hjá músum sem fengu albiglútíð á meðgöngu eða samhliða spenagjöf, kom minni líkamsþyngd fyrir lok spenagjafar fram hjá F1 afkvæmum við

1 mg/kg/dag (við útsetningu sem er undir klínískri útsetningu). Skert F1 líkamsþyngd sem gekk til baka eftir að spenagjöf var hætt, að undanskildum F1 kvendýrum undan mæðrum sem fengu meðferð eftir fæðingu (lok meðgöngu til 10 dögum eftir fæðingu) með 5 mg/kg/dag án annarra áhrifa á þroska. Snefilmagn af albiglútíði greindist í plasma hjá afkvæmunum. Ekki er vitað hvort skerðing á líkamsþyngd afkvæmanna er vegna beinna áhrifa albiglútíðs eða afleiddra vegna áhrifa á móðurina.

Aukin dánartíðni og sýkingahlutfall kom fram við alla skammta ( 1 mg/kg/dag) hjá mjólkandi kvendýrum í rannsóknum á þroska fyrir og eftir fæðingu hjá músum. Dauðsföll hafa ekki komið fram í fyrri rannsóknum á eiturverkunum hjá músum sem ekki eru mjólkandi, með eða án fangs. Þessar niðurstöður eru í samræmi við heilkenni garnastíflu tengdri mjólkurgjöf (lactational ileus syndrome) sem áður hefur verið greint frá hjá músum. Þar sem hlutfallslegt álag tengt mjólkurgjöf er mun minna hjá mönnum en músum og menn hafa mikinn orkuforða, eru dauðsföll sem koma fram hjá mjólkandi músum ekki talin hafa þýðingu fyrir menn.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Stungulyfsstofn, lausn:

Natríumtvíhýdrógenfosfateinhýdrat

Vatnsfrítt tvínatríumfosfat

Trehalósatvíhýdrat

Mannitól (E421)

Pólýsorbat 80

Leysir:

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

3 ár.

Pennann skal nota innan 8 klst. eftir blöndun. Notið pennann strax eftir að nálin er fest, annars getur lausnin þornað innan í nálinni og stíflað pennann.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli við 2°C til 8°C. Má ekki frjósa.

Sjúklingar mega geyma pennana við stofuhita, ekki hærri en 30°C, í að hámarki samtals 4 vikur fyrir notkun. Í lok þessa tímabils skal nota pennann eða farga honum.

Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

Tveggja hólfa rörlykja gerð úr hólki úr gleri af tegund I með brómóbútýlgúmmítöppum og lokunardiski úr brómóbútýlgúmmíi í pólýprópýlen smelluloki. Hver rörlykja er sett í farganlegan einnota plast lyfjapenna (penna).

Hver penni gefur stakan 30 mg eða 50 mg skammt af Eperzan í rúmmáli sem er 0,5 ml.

Pakkningastærðir:

Askja með 4 stakskammta pennum og 4 nálum í pennana.

Fjölpakkning sem inniheldur 12 stakskammta penna og 12 nálar í pennana (3 pakkningar með 4 pennum og 4 nálum).

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Leiðbeiningar um notkun

Ekki má nota Eperzan sem hefur frosið.

Skoðið pennann til að ganga úr skugga um að tölustafurinn „1“ sjáist í talnaglugganum. Ekki nota pennann ef tölustafurinn „1“ sést ekki.

Sjúklingurinn blandar og gefur lyfið

Nákvæmar leiðbeiningar fyrir sjúklinginn um blöndun og lyfjagjöf eru í kaflanum Leiðbeiningar um notkun í fylgiseðlinum.

Gefið sjúklingnum fyrirmæli um að lesa allar notkunarleiðbeiningarnar þ.m.t. Spurningar og svör áður en meðferðin er hafin og skoða aftur notkunarleiðbeiningarnar í hvert skipti fyrir inndælingu skammtsins.

Aðrar aðferðir við blöndun (aðeins fyrir heilbrigðisstarfsfólk):

Leiðbeiningar um notkun í fylgiseðlinum ráðleggja sjúklingnum að bíða í 15 mínútur fyrir 30 mg pennann og 30 mínútur fyrir 50 mg pennann til að tryggja að frostþurrkaða duftið og leysirinn hafi blandast til að tryggja upplausn. Heilbrigðisstarfsfólk getur notað eftirtalinn valkost við blöndun til að hraða upplausn. Vegna þess að þessi aðferð byggist á viðeigandi veltingi og skyggningu lausnarinnar er hún aðeins ætluð fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

Skoðið pennann, athugið fyrningu og að „1“ standi í talnaglugganum. Fylgið leiðbeiningum til að snúa rörlykjunni þar til „2“ sést í talnaglugganum og „smellur“ heyrist. Þetta blandar leysinn í aftara hólfi rörlykjunnar við frostþurrkaða duftið í fremra hólfinu. Snúið glæru rörlykjunni upp og veltið pennanum varlega í eina mínútu. Forðist að hrista hana því þá getur myndast froða. Skoðið og haldið áfram að velta pennanum þar til allt duftið hefur leysts upp. Blöndun 30 mg pennans er yfirleitt lokið innan 2 mínútna, en getur tekið allt að 5 mínútum, sem staðfest er með því að skyggna lausnina og athuga hvort hún sé tær og laus við agnir. Blöndun 50 mg pennans er yfirleitt lokið innan 7 mínútna, en getur tekið allt að 10 mínútur. Eðlilegt er að lítið magn af froðu sé ofan á lausninni í lok blöndunar. Eftir blöndun skal halda áfram að fylgja skrefunum í leiðbeiningum um notkun við að festa nálina, undirbúa pennann og gefa inndælinguna.

Aðeins skal nota Eperzan ef það er tær gul lausn og inniheldur engar agnir.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

GlaxoSmithKline Trading Services Limited, Currabinny,

Carrigaline, County Cork, Írland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/13/908/001

EU/1/13/908/002

EU/1/13/908/003

EU/1/13/908/004

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 21. mars 2014

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf