Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Epoetin Alfa Hexal (epoetin alfa) – Samantekt á eiginleikum lyfs - B03XA01

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsEpoetin Alfa Hexal
ATC-kóðiB03XA01
Efniepoetin alfa
FramleiðandiHexal AG

1.HEITI LYFS

Epoetin alfa HEXAL 1.000 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Epoetin alfa HEXAL 2.000 a.e./1 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Epoetin alfa HEXAL 3.000 a.e./0,3 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Epoetin alfa HEXAL 4.000 a.e./0,4 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Epoetin alfa HEXAL 5.000 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Epoetin alfa HEXAL 6.000 a.e./0,6 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Epoetin alfa HEXAL 7.000 a.e./0,7 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Epoetin alfa HEXAL 8.000 a.e./0,8 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Epoetin alfa HEXAL 9.000 a.e./0,9 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Epoetin alfa HEXAL 10.000 a.e./1 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Epoetin alfa HEXAL 20.000 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Epoetin alfa HEXAL 30.000 a.e./0,75 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Epoetin alfa HEXAL 40.000 a.e./1 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

2.INNIHALDSLÝSING

Epoetin alfa HEXAL 1.000 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver ml af lausn inniheldur 2.000 a.e. af epóetíni alfa* sem samsvarar 16,8 míkrógrömmum á ml. Áfyllt sprauta með 0,5 ml inniheldur 1.000 alþjóðlegar einingar (a.e.) eða 8,4 míkrógrömm af epóetíni alfa. *

Epoetin alfa HEXAL 2.000 a.e./1 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver ml af lausn inniheldur 2.000 a.e. af epóetíni alfa* sem samsvarar 16,8 míkrógrömmum á ml. Áfyllt sprauta með 1 ml inniheldur 2.000 alþjóðlegar einingar (a.e.) eða 16,8 míkrógrömm af epóetíni alfa.*

Epoetin alfa HEXAL 3.000 a.e./0,3 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver ml af lausn inniheldur 10.000 a.e. af epóetíni alfa* sem samsvarar 84,0 míkrógrömmum á ml. Áfyllt sprauta með 0,3 ml inniheldur 3.000 alþjóðlegar einingar (a.e.) eða 25,2 míkrógrömm af epóetíni alfa.*

Epoetin alfa HEXAL 4.000 a.e./0,4 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver ml af lausn inniheldur 10.000 a.e. af epóetíni alfa* sem samsvarar 84,0 míkrógrömmum á ml. Áfyllt sprauta með 0,4 ml inniheldur 4.000 alþjóðlegar einingar (a.e.) eða 33,6 míkrógrömm af epóetíni alfa.*

Epoetin alfa HEXAL 5.000 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver ml af lausn inniheldur 10.000 a.e. af epóetíni alfa* sem samsvarar 84,0 míkrógrömmum á ml. Áfyllt sprauta með 0,5 ml inniheldur 5.000 alþjóðlegar einingar (a.e.) eða 42,0 míkrógrömm af epóetíni alfa.*

Epoetin alfa HEXAL 6.000 a.e./0,6 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver ml af lausn inniheldur 10.000 a.e. af epóetíni alfa* sem samsvarar 84,0 míkrógrömmum á ml. Áfyllt sprauta með 0,6 ml inniheldur 6.000 alþjóðlegar einingar (a.e.) eða 50,4 míkrógrömm af epóetíni alfa.*

Epoetin alfa HEXAL 7.000 a.e./0,7 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver ml af lausn inniheldur 10.000 a.e. af epóetíni alfa* sem samsvarar 84,0 míkrógrömmum á ml. Áfyllt sprauta með 0,7 ml inniheldur 7.000 alþjóðlegar einingar (a.e.) eða 58,8 míkrógrömm af epóetíni alfa.*

Epoetin alfa HEXAL 8.000 a.e./0,8 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver ml af lausn inniheldur 10.000 a.e. af epóetíni alfa* sem samsvarar 84,0 míkrógrömmum á ml. Áfyllt sprauta með 0,8 ml inniheldur 8.000 alþjóðlegar einingar (a.e.) eða 67,2 míkrógrömm af epóetíni alfa.*

Epoetin alfa HEXAL 9.000 a.e./0,9 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver ml af lausn inniheldur 10.000 a.e. af epóetíni alfa* sem samsvarar 84,0 míkrógrömmum á ml. Áfyllt sprauta með 1 ml inniheldur 10.000 alþjóðlegar einingar (a.e.) eða 75,6 míkrógrömm af epóetíni alfa.*

Epoetin alfa HEXAL 10.000 a.e./1 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver ml af lausn inniheldur 10.000 a.e. af epóetíni alfa* sem samsvarar 84,0 míkrógrömmum á ml. Áfyllt sprauta með 1 ml inniheldur 10.000 alþjóðlegar einingar (a.e.) eða 84,0 míkrógrömm af epóetíni alfa.*

Epoetin alfa HEXAL 20.000 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver ml af lausn inniheldur 40.000 a.e. af epóetíni alfa* sem samsvarar 336,0 míkrógrömmum á ml. Áfyllt sprauta með 0,5 ml inniheldur 20.000 alþjóðlegar einingar (a.e.) eða 168,0 míkrógrömm af epóetíni alfa.*

Epoetin alfa HEXAL 30.000 a.e./0,75 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver ml af lausn inniheldur 40.000 a.e. af epóetíni alfa* sem samsvarar 336,0 míkrógrömmum á ml. Áfyllt sprauta með 0,75 ml inniheldur 30.000 alþjóðlegar einingar (a.e.) eða 252,0 míkrógrömm af epóetíni alfa.*

Epoetin alfa HEXAL 40.000 a.e./1 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver ml af lausn inniheldur 40.000 a.e. af epóetíni alfa* sem samsvarar 336,0 míkrógrömmum á ml. Áfyllt sprauta með 1 ml inniheldur 40.000 alþjóðlegar einingar (a.e.) eða 336,0 míkrógrömm af epóetíni alfa.*

* Framleitt með raðbrigða erfðatækni í frumum úr eggjastokkum kínverskra hamstra (CHO) Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. er nær natríumfrítt.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn í áfylltri sprautu (stungulyf)

Tær, litlaus lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Epoetin alfa HEXAL er ætlað til meðferðar við blóðleysi með einkennum sem tengist langvinnri nýrnabilun.

-hjá fullorðnum og börnum á aldrinum 1 til 18 ára í blóðskilun og fullorðnum sjúklingum í kviðskilun (sjá kafla 4.4).

-hjá fullorðnum með skerta nýrnastarfsemi sem ekki eru komnir í skilunarmeðferð, til meðferðar við alvarlegu nýrnatengdu blóðleysi með klínískum einkennum hjá sjúklingum (sjá kafla 4.4).

Epoetin alfa HEXAL er ætlað handa fullorðnum sem eru í krabbameinslyfjameðferð við þéttum æxlum, illkynja eitilæxlum eða mergæxlageri, og eiga á hættu að þurfa blóðgjöf vegna líkamsástands (t.d. ástands hjarta og æðakerfis eða vegna blóðleysis við upphaf krabbameinslyfjameðferðar), til meðferðar við blóðleysi og til að draga úr þörf fyrir blóðgjöf.

Epoetin alfa HEXAL er ætlað fullorðnum sem taka þátt í undirbúningi eigin blóðgjafar, til að auka framleiðslu eigin blóðs. Meðferð ætti aðeins að gefa sjúklingum með miðlungs alvarlegt blóðleysi (blóðrauðaþéttni [Hb] er á bilinu 10 til 13 g/dl [6,2 til 8,1 mmól/l], enginn járnskortur) ef blóðgeymsluferli er ekki fyrir hendi eða ekki í nægilegu magni þegar stór valbundin skurðaðgerð kallar á mikið magn blóðs (4 eða fleiri einingar fyrir konur eða 5 eða fleiri einingar fyrir karlmenn).

Epoetin alfa HEXAL er ætlað fullorðnum án járnskorts sem þurfa að gangast undir stóra, valbundna bæklunaraðgerð, með hættu á fylgikvillum í tengslum við blóðgjöf til að minnka hættu á ósamgena blóðgjöf. Notkunin á að takmarkast við sjúklinga með vægt blóðleysi (t.d. blóðrauðaþéttni á bilinu 10 til 13 g/dl eða 6,2 til 8,1 mmól/l) sem ekki eiga kost á að fá eigin blóðgjöf og með áætlað miðlungs blóðtap (900 til 1.800 ml).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð með Epoetin alfa HEXAL skal hafin í yfirumsjón lækna sem hafa reynslu af umsjón sjúklinga með ofantaldar ábendingar.

Skammtar

Meta skal og meðhöndla allar aðrar orsakir blóðleysis (járn-, fólínsýru- eða B12-vítamínskort, áleitrun, sýkingu eða bólgu, blóðmissi, blóðlýsu eða beinmergstrefjun óháð uppruna) áður en meðferð með epóetíni alfa er hafin og þegar ákveðið er að auka skammta. Til að svörun við epóetíni alfa sé sem best skal þess gætt að járnforði sé nægur og uppbótarmeðferð með járni gefin ef þörf krefur (sjá kafla 4.4).

Meðferð við blóðleysi með einkennum hjá fullorðnum sjúklingum með langvinna nýrnabilun

Einkenni og afleiðingar blóðleysis geta verið mismunandi eftir aldri, kyni og samhliða sjúkdómum. Nauðsynlegt er að læknir meti klíníska framvindu og ástand hvers sjúklings fyrir sig.

Ráðlögð blóðrauðaþéttni er á bilinu 10 g/dl til 12 g/dl (6,2 til 7,5 mmól/l). Gefa skal Epoetin alfa HEXAL til að auka blóðrauða þannig að hann verði ekki meiri en 12 g/dl (7,5 mmól/l). Forðast skal hækkun blóðrauðagilda um meira en 2 g/dl (1,25 mmól/l) á fjögurra vikna tímabili. Ef það gerist, skal gera viðeigandi breytingu á skammtastærðum eins og mælt er fyrir um.

Þar sem mikill munur er á sjúklingum innbyrðis getur stundum orðið vart við að blóðrauðagildi sjúklings verði hærri eða lægri en sem nemur æskilegu þéttnibili. Breytileika blóðrauðagilda skal stjórna með skömmtum og taka mið af blóðrauðaþéttnibilinu 10 g/dl (6,2 mmól/l) til 12 g/dl (7,5 mmól/l).

Forðast skal viðvarandi blóðrauðagildi sem eru hærri en 12 g/dl (7,5 mmól/l). Ef blóðrauðagildi hækka um meira en 2 g/dl (1,25 mmól/l) á mánuði eða ef viðvarandi blóðrauðagidli verða hærri en 12 g/dl (7,5 mmól/l) skal minnka skammtinn af Epoetin alfa HEXAL um 25%. Ef blóðrauðagildi fara yfir

13 g/dl (8,1 mmól/l) skal stöðva meðferð þar til þau fara niður fyrir 12 g/dl (7,5 mmól/l) og hefja svo meðferð á ný með Epoetin alfa HEXAL af 25% lægri skammti en áður.

Hafa skal náið eftirlit með sjúklingum til að tryggja að lægsti samþykkti árangursríki skammturinn af Epoetin alfa HEXAL sé notaður til að ná nægilegri stjórn á blóðleysi og einkennum blóðleysis um leið og blóðrauðaþéttni er haldið undir eða við 12 g/dl (7,45 mmól/l).

Sýna skal aðgát við aukningu skammta af Epoetin alfa HEXAL hjá sjúklingum með langvinna nýrnabilun. Hjá sjúklingum með lélega blóðrauðasvörun eftir Epoetin alfa HEXAL skal íhuga aðrar ástæður fyrir lélegri svörun (sjá kafla 4.4 og 5.1).

Meðferðinni með Epoetin alfa HEXAL er skipt í tvö þrep: leiðréttingarþrep og viðhaldsþrep.

Fullorðnir blóðskilunarsjúklingar

Hjá sjúklingum í blóðskilun þar sem aðgangur að bláæð er til staðar, er gjöf í bláæð æskileg.

Leiðréttingarþrep

Upphafsskammturinn er 50 a.e./kg, 3 sinnum í viku.

Ef þörf krefur skal auka eða minnka skammtinn um 25 a.e./kg (3 sinnum í viku) þar til æskilegri blóðrauðaþéttni á bilinu 10 g/dl til 12 g/dl (6,2 til 7,5 mmó/l) er náð (þetta skal gera í a.m.k. 4 vikna þrepum).

Viðhaldsþrep

Ráðlagður heildarskammtur á viku er á milli 75 og 300 a.e./kg.

Stilla skal skammta eftir þörfum til að halda blóðrauðaþéttni í æskilegum gildum á bilinu 10 g/dl til 12 g/dl (6,2 til 7,5 mmól/l).

Sjúklingar með mjög lágan blóðrauða (< 6 g/dl eða < 3,75 mmól/l) í upphafi meðferðar geta þurft hærri viðhaldsskammt en sjúklingar sem eru með hærri blóðrauðagildi (> 8 g/dl eða > 5 mmól/l).

Fullorðnir sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi, sem eru enn ekki komnir í skilun

Þar sem aðgangur að bláæð er ekki til staðar, má gefa Epoetin alfa HEXAL undir húð.

Leiðréttingarþrep

Upphafsskammtur er 50 a.e./kg 3 sinnum í viku, með skammtaaukningu upp á 25 a.e./kg (3 sinnum í viku), ef þörf krefur, þar til æskilegu gildi er náð (þetta á að gera í skrefum með a.m.k. 4 vikna millibili).

Viðhaldsþrep

Meðan á viðhaldsþrepi stendur má gefa Epoetin alfa HEXAL annaðhvort 3 sinnum í viku, eða ef um er að ræða gjöf undir húð, einu sinni í viku eða einu sinni á 2ja vikna fresti.

Stilla skal skammta og skammtabil eftir þörfum til að halda blóðrauðaþéttni í æskilegum gildum á bilinu 10 og 12 g/dl (6,2-7,5 mmól/l). Lengra bil á milli skammta getur kallað á stærri skammta.

Hámarksskammtur á ekki að fara yfir 150 a.e./kg, 3 sinnum í viku, 240 a.e./kg (að hámarki 20.000 a.e.) einu sinni í viku eða 480 a.e./kg (að hámarki 40.000 a.e.) einu sinni á 2ja vikna fresti.

Fullorðnir sjúklingar í kviðskilun

Þar sem aðgangur að bláæð er ekki til staðar, má gefa Epoetin alfa HEXAL undir húð.

Leiðréttingarþrep

Upphafsskammturinn er 50 a.e./kg 2 sinnum í viku.

Viðhaldsþrep

Ráðlagður viðhaldsskammtur er á milli 25 a.e./kg og 50 a.e./kg, 2 sinnum í viku, skipt í tvær jafnstórar inndælingar.

Stilla skal skammta eftir þörfum til að halda blóðrauðagildum í æskilegu gildi á milli 10 g/dl til 12 g/dl (6,2 til 7,5 mmól/l).

Meðferð hjá fullorðnum sjúklingum með blóðleysi af völdum krabbameinslyfjameðferðar

Einkenni og afleiðingar blóðleysis geta verið mismunandi eftir aldri, kyni og sjúkdómsálagi í heild; nauðsynlegt er að læknir meti klíníska framvindu og ástand hvers sjúklings fyrir sig.

Epoetin alfa HEXAL á að gefa sjúklingum með blóðleysi (t.d. blóðrauðastyrkur ≤ 10 g/dl (6,2 mmól/l)).

Upphafsskammturinn er 150 a.e./kg undir húð, 3 sinnum í viku.

Annars má gefa Epoetin alfa HEXAL af upphaflegum skammti sem nemur 450 a.e./kg undir húð einu sinni í viku.

Stilla skal skammta eftir þörfum til að halda blóðrauðaþéttni í æskilegum gildum á bilinu 10 g/dl til 12 g/dl (6,2 til 7,5 mmól/l).

Þar sem mikill munur er á sjúklingum innbyrðis getur stundum orðið vart við að blóðrauðaþéttni sjúklings verði hærri eða lægri en æskilegt þéttnibil. Nota skal skammtastjórnun til að meðhöndla blóðrauðabreytingar og stefna á ákjósanlega þéttni á bilinu 10 g/dl (6,2 mmól/l) til 12 g/dl

(7,5 mmól/l). Forðast skal viðvarandi blóðrauðaþéttni sem er hærri en 12 g/dl (7,5 mmól/l). Leiðbeiningar um viðeigandi skammtaaðlögun þegar blóðrauðaþéttni fer yfir 12 g/dl (7,5 mmól/l) koma fram hér á eftir.

-Ef blóðrauðaþéttni eykst um a.m.k. 1 g/dl (0,62 mmól/l) eða ef netfrumufjöldi eykst um

≥ 40.000 frumur/µl yfir upphafsgildi eftir 4 vikna meðferð, skal halda skammtinum í 150 a.e./kg 3 sinnum í viku eða 450 a.e./kg einu sinni í viku.

-Ef aukning á blóðrauðaþéttni er < 1 g/dl (< 0,62 mmól/l) og netfrumufjöldi eykst um

< 40.000 frumur/µl yfir upphafsgildi, er skammturinn aukinn í 300 a.e./kg 3 sinnum í viku. Ef blóðrauðaþéttni hefur aukist um ≥ 1 g/dl (≥ 0,62 mmól/l) eftir aðra 4 vikna meðferð með

300 a.e./kg 3 sinnum í viku eða ef netfrumufjöldinn hefur aukist um ≥ 40.000 frumur/µl yfir upphafsgildi, skal halda skammtinum í 300 a.e./kg 3 sinnum í viku.

-Ef blóðrauðaþéttni hefur hins vegar aukist um < 1 g/dl (< 0,62 mmól/l) og netfrumufjöldinn um < 40.000 frumur/µl yfir upphafsgildi, er svörunar ekki að vænta og hætta skal meðferð.

Skammtaaðlögun til að viðhalda blóðrauðastyrk á bilinu 10 g/dl til 12 g/dl (6,2 til 7,5 mmól/l)

Ef blóðrauðaþéttni hækkar um meira en 2 g/dl (1,25 mmól/l) á mánuði eða ef blóðrauðaþéttni fer yfir 12 g/dl (7,5 mmól/l) á að draga úr skammti Epoetin alfa HEXAL um u.þ.b. 25% til 50%.

Ef blóðrauðaþéttni fer yfir 13 g/dl (8,1 mmól/l) skal stöðva meðferð þar til hún fer niður fyrir 12 g/dl (7,5 mmól/l) og hefja svo Epoetin alfa HEXAL meðferð á ný með skammti sem er 25% lægri en fyrri skammtur.

Ráðlögðum skömmtum er lýst í eftirfarandi töflu:

150 a.e./kg 3x/viku eða 450 a.e./kg 1x/viku

í 4 vikur

Fjölgun netfrumna ≥ 40.000/µl

Fjölgun netfrumna < 40.000/µl

eða Hb-aukning ≥ 1 g/dl

og Hb-aukning < 1 g/dl

Markgildi Hb

300 a.e./kg

(≤ 12 g/dl)

3x/viku

 

í 4 vikur

Fjölgun netfrumna ≥ 40.000/µl eða Hb-aukning ≥ 1 g/dl

Fjölgun netfrumna < 40.000/µl og Hb-aukning < 1 g/dl

Hætta meðferðinni

Hafa skal náið eftirlit með sjúklingum til að tryggja að lægsti samþykkti skammturinn af lyfi sem örvar rauðkornamyndun (ESA lyfi) sé notaður til að ná nægilegri stjórn á einkennum blóðleysis.

Meðferð með epóetín alfa skal halda áfram í einn mánuð eftir að krabbameinslyfjameðferð lýkur.

Meðferð í tengslum við skurðaðgerð hjá fullorðnum sjúklingum sem taka þátt í eigin blóðgjöf

Sjúklinga með vægan blóðskort (blóðkornaskil 33 til 39%) sem þurfa á geymslu ≥ 4 eininga af blóði að halda ætti að meðhöndla með Epoetin alfa HEXAL 600 a.e./kg í bláæð 2 í viku í 3 vikur fyrir skurðaðgerð. Gefa skal Epoetin alfa HEXAL eftir að blóðtöku lýkur.

Meðferð hjá fullorðnum sjúklingum sem þurfa að gangast undir stóra, valbundna bæklunaraðgerð

Ráðlagður skammtur er Epoetin alfa HEXAL 600 a.e./kg gefinn undir húð vikulega í 3 vikur (dagur 21,14 og7) fyrir skurðaðgerð og sama dag og aðgerðin fer fram (dagur 0).

Í þeim tilvikum þar sem læknisfræðileg þörf er fyrir að stytta tímann fram að skurðaðgerð í minna en þrjár vikur er gefið Epoetin alfa HEXAL 300 a.e./kg undir húð daglega í 10 daga samfellt fyrir aðgerð, á aðgerðardegi og næstu 4 daga eftir aðgerðina.

Ef blóðrauði er 15 g/dl (9,38 mmól/l) eða hærri á tímabilinu fyrir aðgerð á að hætta að gefa Epoetin alfa HEXAL og ekki gefa frekari skammta.

Börn

Meðferð við blóðleysi ásamt einkennum hjá sjúklingum með langvinna nýrnabilun sem eru í blóðskilun

Einkenni og afleiðingar blóðleysis geta verið mismunandi eftir aldri, kyni og samhliða sjúkdómum; nauðsynlegt er að læknir meti klíníska framvindu og ástand hvers sjúklings fyrir sig.

Hjá börnum er ráðlögð blóðrauðaþéttni á bilinu 9,5 g/dl til 11 g/dl (5,9 til 6,8 mmól/l). Gefa skal Epoetin alfa HEXAL til að auka blóðrauða þannig að hann verði ekki meiri en 11 g/dl (6,8 mmól/l). Forðast skal hækkun blóðrauðagilda um meira en 2 g/dl (1,25 mmól/l) á fjögurra vikna tímabili. Ef það gerist skal gera viðeigandi breytingar á skammtastærðum eins og mælt er fyrir um.

Hafa skal náið eftirlit með sjúklingum til að tryggja að lægsti samþykkti skammturinn af Epoetin alfa HEXAL sé notaður til að ná nægilegri stjórn á blóðleysi og einkennum blóðleysis.

Meðferðinni með Epoetin alfa HEXAL er skipt í tvö þrep: leiðréttingarþrep og viðhaldsþrep.

Hjá börnum í blóðskilun þar sem aðgangur að bláæð er til staðar, er gjöf í bláæð æskileg.

Leiðréttingarþrep

Upphafsskammturinn er 50 a.e./kg í bláæð, 3 sinnum í viku.

Ef þörf krefur skal auka eða minnka skammtinn um 25 a.e./kg (3 sinnum í viku) þar til æskilegum blóðrauðastyrk á bilinu 9,5 g/dl til 11 g/dl (5,9 til 6,8 mmól/l) er náð (þetta skal gera í a.m.k. 4 vikna þrepum).

Viðhaldsþrep

Stilla skal skammta eftir þörfum til að halda gildum blóðrauðaþéttni innan æskilegrar þéttni á bilinu 9,5 g/dl til 11 g/dl (5,9 til 6,8 mmól/l).

Börn sem vega innan við 30 kg þurfa yfirleitt hærri viðhaldsskammt fyrir hvert kg en börn sem eru þyngri en 30 kg og fullorðnir.

Börn með mjög lág blóðrauðagildi í upphafi (< 6,8 g/dl eða < 4,25 mmól/l) kunna að þurfa á stærri viðhaldsskömmtum að halda en sjúklingar með hærri blóðrauða í upphafi (> 6,8 g/dl eða

> 4,25 mmól/l).

Blóðleysi hjá sjúklingum með langvinna nýrnabilun sem eru enn ekki komnir í blóðskilun eða eru í kviðskilun

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun epóetíns alfa hjá sjúklingum með langvinna nýrnabilun og blóðleysi sem eru enn ekki komnir í blóðskilun eða eru í kviðskilun. Fyrirliggjandi upplýsingar um

notkun epóetíns alfa undir húð hjá þessum hópum eru tilgreindar í kafla 5.1 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra.

Meðferð hjá börnum með blóðleysi af völdum krabbameinslyfjameðferðar

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun epóetín alfa hjá börnum sem fá krabbameinslyfjameðferð (sjá kafla 5.1).

Meðferð í tengslum við skurðaðgerð hjá börnum sem taka þátt í eigin blóðgjöf

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun epóetín alfa við barnalækningar. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Meðferð hjá börnum sem þurfa að gangast undir stóra, valbundna bæklunaraðgerð

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun epóetín alfa við barnalækningar. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Varúðarráðstafanir sem þarf að gera áður en lyfið er meðhöndlað eða gefið.

Fyrir notkun skal láta Epoetin alfa HEXAL sprautuna standa þar til hún nær stofuhita. Þetta tekur venjulega 15 til 30 mínútur.

Eins og á við um öll önnur lyf til inndælingar skal ganga úr skugga um að lausnin innihaldi ekki agnir og hafi ekki breyst að lit. Epoetin alfa HEXAL er sæft, einnota lyf án rotvarnarefna. Gefa skal nauðsynlegan skammt.

Meðferð við blóðleysi með einkennum hjá fullorðnum sjúklingum með langvinna nýrnabilun

Hjá sjúklingum með langvinna nýrnabilun þar sem aðgangur að bláæð er reglulega til staðar (sjúklingar í blóðskilun) er gjöf Epoetin alfa HEXAL í bláæð æskileg.

Þar sem aðgangur að bláæð er ekki til staðar (sjúklingar sem ekki eru komnir í blóðskilun og sjúklingar í kviðskilun) má gefa Epoetin alfa HEXAL með inndælingu undir húð.

Meðferð hjá fullorðnum sjúklingum með blóðleysi af völdum krabbameinslyfjameðferðar

Epoetin alfa HEXAL ætti að gefa með inndælingu undir húð.

Meðferð í tengslum við skurðaðgerð hjá fullorðnum sjúklingum sem taka þátt í eigin blóðgjöf

Epoetin alfa HEXAL ætti að gefa í bláæð.

Meðferð hjá fullorðnum sjúklingum sem þurfa að gangast undir stóra, valbundna bæklunaraðgerð

Epoetin alfa HEXAL ætti að gefa með inndælingu undir húð.

Meðferð við blóðleysi ásamt einkennum hjá sjúklingum með langvinna nýrnabilun sem eru í blóðskilun

Hjá börnum með langvinna nýrnabilun þar sem greiður aðgangur er að bláæð (sjúklingar í blóðskilun) er æskilegt að framkvæma lyfjagjöf Epoetin alfa HEXAL í bláæð.

Lyfjagjöf í bláæð

Gefið á a.m.k. einni til fimm mínútum, eftir því hver heildarskammturinn er. Hjá blóð- skilunarsjúklingum má gefa lyfið með stakri inndælingu í viðeigandi bláæðarhluta blóðlínunnar meðan á skiluninni stendur. Einnig má dæla lyfinu í fistilinn eftir skilun og þar á eftir á að gefa 10 ml af jafnþrýstinni saltvatnslausn til að hreinsa slönguna og tryggja fullnægjandi inndælingu lyfsins í blóðrásina (sjá Skammtar, Fullorðnir sjúklingar í blóðskilun).

Hjá sjúklingum sem fá inflúensulík einkenni í tengslum við meðferðina er hægari lyfjagjöf æskileg (sjá kafla 4.8).

Gefið ekki Epoetin alfa HEXAL með innrennsli í bláæð eða ásamt öðrum lausnum sem innihalda lyf (sjá frekari upplýsingar í kafla 6.6).

Lyfjagjöf undir húð

Yfirleitt á ekki að fara yfir hámarksrúmmál sem nemur 1 ml á einum stungustað. Ef rúmmálið er meira, á að nota fleiri en einn stungustað.

Gefa skal lyfið með inndælingu í útlimi eða framanverðan kvið.

Í þeim tilvikum þar sem læknirinn ákveður að sjúklingur eða umsjónarmaður geti á öruggan og réttan hátt gefið Epoetin alfa HEXAL undir húð sjálfur skal veita upplýsingar um viðeigandi skömmtun og lyfjagjöf.

Kaflann „Leiðbeiningar um hvernig á að sprauta sig sjálfur með Epoetin alfa HEXAL“ er að finna síðast í fylgiseðlinum.

4.3Frábendingar

-Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

-Hvorki skal gefa sjúklingum Epoetin alfa HEXAL né neinn annan rauðkornavaka hafi þeir fengið rauðkornskímfrumnafæð (pure red cell aplacia) eftir meðferð með hvaða rauðkornavaka sem er (sjá kafla 4.4).

-Háþrýstingur sem ekki hefur náðst stjórn á.

-Sjúklingar sem gangast undir skurðaðgerð, sem ekki er hægt að gefa venjulegar segavarnir, hver svo sem ástæðan er.

Ekki má nota Epoetin alfa HEXAL handa sjúklingum sem eiga að fara í meiriháttar valbundna bæklunaraðgerð og gefa ekki eigið blóð í aðgerðina, þegar um er að ræða sjúklinga með alvarlegan kransæðasjúkdóm, útæða-, hálsslagæðar- eða heilaæðasjúkdóm og að sama skapi á þetta við um sjúklinga sem hafa nýlega fengið hjartadrep eða heilaslag.

-Virða skal allar frábendingar í tengslum við forgjöf eigin blóðs hjá sjúklingum sem fá viðbótarmeðferð með Epoetin alfa HEXAL.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Almennt

Hjá sjúklingum sem fá epóetín alfa þarf að mæla blóðþrýsting reglulega og meðhöndla hann ef þörf krefur. Nota skal epóetín alfa með varúð hjá þeim sem eru með ómeðhöndlaðan háþrýsting, háþrýsting sem ekki hefur náðst nægilega góð stjórn á eða háþrýsting sem gengur illa að meðhöndla. Nauðsynlegt getur verið að hefja eða auka blóðþrýstingslækkandi meðferð. Náist ekki stjórn á háþrýstingnum skal hætta meðferð með epóetíni alfa.

Vart hefur orðið við háþrýstingskreppu með einkennum frá heila og krampaköstum meðan á epóetín alfa meðferð stendur hjá sjúklingum sem áður höfðu eðlilegan eða lágan blóðþrýsting, sem kallaði á tafarlausa læknisaðstoð og bráðameðferð. Sérstakrar athygli er þörf ef stingandi mígrenilíkir höfuðverkir gera skyndilega vart við sig, en það getur verið viðvörunarmerki (sjá kafla 4.8).

Gæta skal varúðar þegar epóetín alfa er gefið sjúklingum með flogaveiki, sögu um flog eða sjúkdóma sem tengjast aukinni hættu á flogavirkni, svo sem sýkingar í miðtaugakerfi og meinvörp í heila.

Gæta skal varúðar þegar epóetín alfa er gefið sjúklingum með langvinna lifrarbilun. Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi epóetín alfa hjá sjúklingum með vanstarfsemi lifrar.

Aukin tíðni segamyndunar í æðum (TVE) hefur komið fram hjá sjúklingum sem fá ESA lyf (sjá kafla 4.8). Þar á meðal eru segamyndun og segarek í bláæðum og slagæðum (stundum banvænt), svo sem segamyndun í djúpbláæðum, lungnasegarek, segamyndun í sjónhimnu og hjartadrep. Auk þess var tilkynnt um heilaslag (m.a. hjarnafleygdrep, heilablæðingu og skammvinn blóðþurrðarköst).

Vega skal reynslu af hættu á þessari segamyndun á móti ávinningi af meðferð með epóetín alfa, einkum hjá sjúklingum sem þegar eru með áhættuþætti hvað varðar segamyndun, svo sem offitu og fyrri sögu um segamyndun (t.d. segamyndun í djúpbláæðum, lungnasegarek og heilaslag).

Hafa skal vandlegt eftirlit með blóðrauðagildum hjá öllum sjúklingum þar sem hugsanlega er aukin hætta á segareki og dauðsföllum þegar sjúklingar sem fá meðferð eru með hærra bil blóðrauðaþéttni en ábending mælir fyrir um.

Í meðallagi mikil, skammtaháð fjölgun blóðflagna, innan eðlilegra marka, getur orðið meðan á meðferð með epóetín alfa stendur. Aukningin gengur til baka við áframhaldandi meðferð. Auk þess hefur verið tilkynnt um meiri blóðflagnafjölgun en telst innan eðlilegra marka. Mælt er með að fylgjast reglubundið með fjölda blóðflagna fyrstu 8 vikur meðferðarinnar.

Meta skal og meðhöndla allar aðrar orsakir blóðleysis (járn-, fólínsýru- eða B12-vítamínskort, áleitrun, sýkingu eða bólgu, blóðmissi, blóðlýsu eða beinmergstrefjun óháð uppruna) áður en meðferð með epóetíni alfa er hafin og þegar ákveðið er að auka skammta. Yfirleitt lækka sermisgildi ferritíns um leið og heildarrúmmál rauðkorna eykst. Til að svörun við epóetíni alfa sé sem best skal þess gætt að járnforði sé nægur og uppbótarmeðferð með járni gefin ef þörf krefur (sjá kafla 4.2):

-Hjá sjúklingum með langvinna nýrnabilun er mælt með járni (frumefnið járn til inntöku, 200 til 300 mg/dag fyrir fullorðna, og 100 til 200 mg/dag til inntöku fyrir börn) ef sermisgildi ferritíns eru undir 100 ng/ml.

-Hjá krabbameinssjúklingum er mælt er með járni (frumefnið járn til inntöku sem nemur 200 til 300 mg/dag) ef transferrínmettun er undir 20%.

-Hjá sjúklingum sem taka þátt í eigin blóðgjöf skal gefa járn (frumefnið járn til inntöku sem nemur 200 mg/dag) nokkrum vikum áður en eigin blóðgjöf er hafin til þess að mikill járnforði sé fyrir hendi áður en meðferð með epóetín alfa er hafin og meðan á meðferð stendur með epóetín alfa.

-Hjá sjúklingum sem þurfa að gangast undir stóra, valbundna bæklunaraðgerð skal gefa járn (frumefnið járn til inntöku sem nemur 200 mg/dag) meðan á meðferð stendur með epóetín alfa. Ef mögulegt er skal hefja meðferð með járni áður en meðferð með epóetín alfa er hafin til þess að járnforði verði nægur.

Örsjaldan hefur orðið vart við versnun porfýríu hjá sjúklingum sem fengu meðferð með epóetíni alfa. Sýna skal aðgát þegar epóetín alfa er gefið sjúklingum með porfýríu.

Til þess að hægt sé að rekja lyf sem örva rauðkornamyndun skal skrá (eða tilgreina) nafn þess lyfs sem örvar rauðkornamyndun sem gefið var í skýrslu sjúklings.

Aðeins skal skipta um lyf sem örva rauðkornamyndun hjá sjúklingum undir viðeigandi eftirliti.

Rauðkornskímfrumnafæð

Komið hafa fram tilvik um mótefnamiðlaða rauðkornskímfrumnafæð eftir notkun epóetíns undir húð mánuðum eða árum saman, einkum hjá sjúklingum með langvinna nýrnabilun. Einnig var tilkynnt um slíkt hjá sjúklingum með lifrarbólgu C sem fengu interferón og ríbavírin, þegar ESA lyf voru gefin samtímis. Epóetín alfa er ekki samþykkt til að meðhöndla blóðleysi í tengslum við lifrarbólgu C.

Hjá sjúklingum sem verða fyrir því að lyfið hættir skyndilega að verka, skilgreint sem minnkun blóðrauða (1 til 2 g/dl eða 0,62 til 1,25 mmól/l á mánuði), samhliða aukinni þörf fyrir blóðgjafir, skal telja netfrumur og rannsaka venjulegar orsakir þess að svörun hættir (t.d. járn-, fólínsýru- og

B12-vítamínskortur, áleitrun, sýking eða bólga, blóðmissir, blóðlýsa og beinmergstrefjun óháð uppruna).

Ef vart verður við mótsagnakennda lækkun blóðrauða og þróun alvarlegs blóðleysis ásamt fækkun netfrumna skal hætta meðferð með epóetín alfa og framkvæma and-rauðkorna mótefnapróf. Einnig skal íhuga beinmergsrannsókn til greiningar á rauðkornskímfrumnafæð.

Ekki skal hefja neina aðra meðferð með lyfjum sem örva rauðkornamyndun vegna hættu á víxlverkun.

Meðferð við blóðleysi ásamt einkennum hjá börnum og fullorðum sjúklingum með langvinna nýrnabilun

Sjúklingar með langvinna nýrnabilun sem fá epóetín alfa skulu láta mæla blóðrauðagildi reglulega þar til stöðugum gildum er náð og með reglulegu millibili eftir það.

Hjá sjúklingum með langvinna nýrnabilun á aukning blóðrauða að vera u.þ.b. 1 g/dl (0,62 mmól/l) á mánuði og ekki fara yfir 2 g/dl (1,25 mmól/l) á mánuði til að draga sem mest úr hættu á blóðþrýstingshækkun.

Hjá sjúklingum með langvinna nýrnabilun á viðhaldsþéttni blóðrauða ekki að fara fram úr efra bili blóðrauðaþéttni sem ráðlagt er í kafla 4.2. Í klínískum rannsóknum kom fram aukin hætta á dauða og alvarlegum meintilvikum frá hjarta- og æðakerfi þegar lyf sem örva rauðkornamyndun voru gefin til að ná fram blóðrauðaþéttni hærri en 12 g/dl (7,5 mmól/l).

Klínískar samanburðarrannsóknir hafa ekki sýnt fram á verulegan ávinning af lyfjagjöf epóetíns þegar þéttni blóðrauða hefur hækkað umfram það gildi sem nauðsynlegt er til að ná stjórn á blóðleysi og koma í veg fyrir blóðgjöf.

Sýna skal aðgát við aukningu skammta af Epoetin alfa HEXAL hjá sjúklingum með langvinna nýrnabilun þar sem stórir uppsafnaðir skammtar af epóetíni kunna að valda aukinni hættu á dauðsföllum, alvarlegum meintilvikum frá hjarta- og æðakerfi eða heilaæðum. Hjá sjúklingum með lélega blóðrauðasvörun gagnvart epóetíni skal íhuga aðrar ástæður fyrir lélegri svörun (sjá kafla 4.2 og 5.1).

Fylgjast skal reglulega með sjúklingum með langvinna nýrnabilun sem fá meðferð með epóetíni alfa undir húð með tilliti til minnkaðrar verkunar, sem skilgreind er sem engin eða minnkuð svörun við meðferð með epóetíni alfa hjá sjúklingum sem áður svöruðu slíkri meðferð. Þetta einkennist af viðvarandi lækkun blóðrauða þrátt fyrir aukningu á epóetín alfa skömmtum (sjá kafla 4.8).

Verið getur að sumir sjúklingar með lengra bil á milli skammta (lengra bil en einu sinni í viku) af epóetíni alda viðhaldi ekki viðunandi blóðrauðastyrk (sjá kafla 5.1) og gætu þurft aukna skammta af epóetíni alfa. Fylgjast skal reglulega með blóðrauðastyrk.

Vart hefur orðið við segamyndun í samveitu (shunt thromboses) hjá sjúklingum í blóðskilun, einkum þeim sem hafa tilhneigingu til að fá lágan blóðþrýsting eða hafa fylgikvilla með slagæðar-bláæðar fistli (t.d. þrengsli, slagæðagúlpar, o.s.frv.). Mælt er með að endurmeta snemma samveitu hjá þessum sjúklingum og gefa segavarnir, t.d. asetýlsalisýlsýru.

Einstöku sinnum hefur komið fram blóðkalíumhækkun þó ekki hafi verið sýnt fram á orsakasamhengi. Fylgjast skal með sermisþéttni salta hjá sjúklingum með langvinna nýrnabilun. Komi fram hækkuð eða vaxandi sermisþéttni kalíums skal, auk þess að veita viðeigandi meðferð við blóðkalíumhækkun, íhuga að hætta notkun epóetíns alfa þar til sermisþéttni kalíums hefur verið leiðrétt.

Vegna hækkunar á blóðrauða er oft þörf á auknum heparínskammti handa sjúklingum í blóðskilun meðan á meðferð með epóetíni alfa stendur. Stíflur í skilunarsíum og slöngum geta myndast ef ekki er um fullnægjandi heparíngjöf að ræða.

Leiðrétting á blóðleysi með epóetíni alfa hjá fullorðnum sjúklingum sem ekki eru enn komnir í blóðskilun, hefur ekki í för með sér hraðari skerðingu á nýrnastarfsemi, eftir því sem upplýsingar fram til þessa gefa til kynna.

Meðferð sjúklinga með blóðleysi af völdum krabbameinslyfjameðferðar

Sjúklingar með krabbamein sem fá epóetín alfa skulu láta mæla blóðrauðagildi reglulega þar til stöðugum gildum er náð og með reglulegu millibili eftir það.

Epóetín eru vaxtarþættir sem fyrst og fremst örva myndun rauðra blóðkorna. Vera má að rauðkornavakaviðtakar séu tjáðir á yfirborði ýmissa æxlisfrumna. Eins og á við um alla vaxtarþætti er talið hugsanlegt að epóetín geti örvað allan æxlisvöxt. Ekki er hægt að útiloka að lyf sem örva rauðkornamyndun hafi áhrif á framgang æxlis eða minnki lifun án versnunar. Í klínískum samanburðarrannsóknum hefur notkun epóetíns alfa og annara lyfja sem örva rauðkornamyndun verið tengd minnkaðri stjórn á staðbundnum æxlum eða minnkaðri heildarlifun:

-Minnkuð staðbundin stjórn hjá sjúklingum með langt gengið krabbamein á höfuð- og hálssvæði í geislameðferð, þegar leitast var við að ná blóðrauðaþéttni sem var hærri en 14 g/dl (8,7 mmól/l).

-Stytt heildarlifun og fjölgun dauðsfalla vegna framgangs sjúkdóms eftir 4 mánuði hjá sjúklingum með brjóstakrabbamein með meinvörpum í krabbameinslyfjameðferð, þegar leitast var við að ná blóðrauðaþéttni á bilinu 12 til 14 g/dl (7,5 til 8,7 mmól/l).

-Aukin hætta á dauðsföllum hjá sjúklingum með virkan illkynja sjúkdóm sem hvorki eru í krabbameinslyfjameðferð né geislameðferð, þegar leitast var við að hafa blóðrauðagildi

12 g/dl (7,5 mmól/l). Ekki má nota lyf sem örva rauðkornamyndun hjá þessum sjúklingahópi.

-Í frumgreiningu hefur komið fram 9% aukin hætta á framgangi sjúkdómsins eða dauða hjá þeim sem fá epóetín alfa og staðlaða umönnun og 15% aukin áhætta sem ekki er hægt að útiloka tölfræðilega hjá sjúklingum með brjóstakrabbamein með meinvörpum í krabbameinslyfjameðferð, þegar leitast var við að ná blóðrauðaþéttni á bilinu 10 til 12 g/dl (6,2 til 7,5 mmól/l).

Íljósi ofantalinna staðreynda er blóðgjöf ákjósanlegasta meðferð við blóðleysi hjá sjúklingum með krabbamein við sumar klínískar aðstæður. Ákvörðunin um að gefa meðferð með raðbrigða rauðkornavökum á að byggjast á árangurs-/áhættumati í samráði við hvern sjúkling fyrir sig sem einnig ætti að taka mið af sértæku klínísku samhengi. Þeir þættir sem taka skal til greina við þetta mat eru tegund æxlis og stig, stig blóðleysis, lífslíkur, umhverfið þar sem sjúklingur er meðhöndlaður og val sjúklings (sjá kafla 5.1).

Hjá sjúklingum sem fá krabbameinslyfjameðferð skal taka tillit til þess að 2-3 vikna bið er frá því að notkun ESA hefst og fjölgun rauðra blóðkorna vegna rauðkornavakans kemur fram, þegar metið er hvort meðferð með epóetíni alfa eigi við (sjúklingar sem eiga á hættu að þurfa blóðgjöf).

Sjúklingar sem gangast eiga undir skurðaðgerð og taka þátt í undirbúningi eigin blóðgjafar

Fara skal eftir öllum sérstökum varnarorðum og sérstökum varúðarreglum sem tengjast eigin blóðgjöf, einkum hvað varðar viðhald eðlilegs vökvamagns.

Sjúklingar sem þurfa að gangast undir stóra, valbundna bæklunaraðgerð

Ávallt skal viðhafa góða starfshætti hvað varðar meðhöndlun blóðs í tengslum við skurðaðgerðir.

Sjúklingar sem eiga að fara í stóra, valbundna bæklunaraðgerð þurfa fyrirbyggjandi segavarnir við hæfi, þar sem segamyndun og aðrir æðafylgikvillar geta komið fram hjá sjúklingum eftir aðgerð, sér í lagi ef um undirliggjandi hjarta- eða æðasjúkdóm er að ræða. Gæta skal sérstakrar varúðar með sjúklinga sem hætt er við segamyndun í djúplægum bláæðum (DVT). Ennfremur er ekki hægt að útiloka aukna hættu á segamyndun/æðakvillum eftir aðgerð við meðferð með epóetíni alfa hjá sjúklingum með blóðrauða > 13 g/dl (> 8,1 mmól/l) í upphafi meðferðar. Því skal ekki nota epóetín alfa handa sjúklingum með blóðrauðagildi > 13 g/dl (> 8,1 mmól/l) fyrir meðferð.

Hjálparefni

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23mg) af natríum í hverri áfylltri sprautu, þ.e.a.s. nær laust við natríum.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekkert liggur fyrir sem bendir til þess að meðferð með epóetín alfa breyti umbrotum annarra lyfja. Lyf sem draga úr rauðkornamyndun kunna að draga úr svörun gagnvart epóetín alfa.

Vegna þess að síklósporín (e. cyclosporin) binst rauðum blóðkornum er lyfjamilliverkun möguleg. Sé epóetín alfa gefið samhliða síklósporíni, á að fylgjast með blóðþéttni síklósporíns og stilla skammt síklósporíns þegar blóðrauðagildið hækkar.

Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar sem benda til milliverkunar epóetíns alfa við hvítkornavaxtarþátt (G-CSF) eða gleypifrumuhvítkornavaxtarþátt (GM-CSF) með tilliti til blóðfræðilegrar sérgreiningar eða frumufjölgunar í æxlissýnum in vitro.

Hjá fullorðnum konum með brjóstakrabbamein með meinvörpum hafði samhliða gjöf undir húð á 40.000 a.e./ml epóetín alfa ásamt trastuzumabi 6 mg/kg engin áhrif á lyfjahvörf trastuzumabs.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun epóetín alfa á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3). Því skal ekki nota epóetín alfa handa þunguðum konum nema væntanlegur ávinningur vegi upp hugsanlega áhættu fyrir fóstrið. Ekki er mælt með notkun epóetíns alfa fyrir þungaðar konur sem taka þátt í undirbúningi eigin blóðgjafar og gangast eiga undir skurðaðgerð.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort útrænt epóetín alfa skilst út í brjóstamjólk. Sýna skal aðgát þegar epóetín alfa er gefið konum með börn á brjósti. Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta/stöðva tímabundið meðferð með epóetín alfa.

Ekki er mælt með notkun epóetíns alfa fyrir konur með barn á brjósti sem taka þátt í undirbúningi eigin blóðgjafar og gangast eiga undir skurðaðgerð.

Frjósemi

Engar rannsóknir liggja fyrir til þess að meta hugsanleg áhrif epóetín alfa á frjósemi karla og kvenna.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Epoetin alfa HEXAL hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggisupplýsingum

Algengustu lyfjaaukaverkanirnar meðan á meðferð með epóetín alfa stendur eru skammtaháð blóðþrýstingshækkun eða versnun háþrýstings sem þegar er til staðar. Hafa skal eftirlit með blóðþrýstingi, einkum við upphaf meðferðar (sjá kafla 4.4).

Algengustu lyfjaaukaverkanirnar sem fram hafa komið í klínískum rannsóknum á epóetín alfa eru niðurgangur, ógleði, uppköst, sótthiti og höfuðverkur. Inflúensulíkur sjúkdómur kemur einkum fram í upphafi meðferðar.

Tilkynnt hefur verið um stíflu í öndunarvegi, meðal annars tilvik um stíflu í efri öndunarvegi, nefstíflu og nefkoksbólgu í rannsóknum með lengra bil á milli skammta hjá fullorðnum sjúklingum með nýrnabilun sem ekki hafa farið í blóðskilun.

Aukin tíðni segamyndunar í æðum (TVE) hefur komið fram hjá sjúklingum sem fá ESA lyf (sjá kafla 4.4).

Tafla yfir aukaverkanir

Af alls 3.262 einstaklingum í 23 slembiröðuðum, tvíblindum rannsóknum með samanburði við lyfleysu eða staðlaða umönnun var heildaröryggi epóetín alfa metið hjá 1.992 einstaklingum með blóðleysi. Meðal þeirra voru 228 sjúklingar með langvinna nýrnabilun sem þegar höfðu fengið meðferð með epóetín alfa í 4 rannsóknum á langvinnri nýrnabilun (2 rannsóknir fyrir skilun

[N = 131 einstaklingar með langvinna nýrnabilun sem fengu lyfið], og 2 meðan á skilun stóð

[N = 97 einstaklingar með langvinna nýrnabilun sem fengu lyfið]); 1.404 krabbameinssjúklingar sem fengu lyfið í 16 rannsóknum á blóðleysi af völdum krabbameinslyfjameðferðar; 147 einstaklingar sem fengu lyfið í 2 rannsóknum vegna eigin blóðgjafar; og 213 einstaklingar sem fengu lyfið í 1 rannsókn á tímabilinu í kringum skurðaðgerð. Þær aukaverkanir sem tilkynnt var um hjá ≥ 1% einstaklinga sem fengu epóetín alfa í þessum rannsóknum koma fram á töflunni hér á eftir.

Tíðnimat: Mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Flokkun eftir

Tíðni

 

 

 

 

 

líffærum

 

 

 

 

 

 

 

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

Koma örsjaldan

Tíðni ekki

 

algengar

 

 

sjald-

fyrir

þekkt

 

 

 

 

gæfar

 

 

Blóð og eitlar

 

 

 

 

Rauðkornavaka-

 

 

 

 

 

 

mótefnamiðluð

 

 

 

 

 

 

rauðkornskím-

 

 

 

 

 

 

frumnafæð1,4,

 

 

 

 

 

 

blóðflagnablæði1

 

Efnaskipti og

 

 

Hyper-

 

 

 

næring

 

 

kalaemia2

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

 

 

Bráðaofnæ

 

 

 

 

 

 

m-

 

 

 

 

 

 

isviðbrögð4

 

 

 

 

 

 

, ofnæmis-

 

 

 

 

 

 

viðbrögð4

Taugakerfi

 

Höfuðver

Krampar

 

 

 

 

 

kur

 

 

 

 

Æðar

 

Segamyn

 

 

 

Háþrýsting

 

 

dun í

 

 

 

s-kreppa4

 

 

bláæðum

 

 

 

 

 

 

og

 

 

 

 

 

 

slagæðum

 

 

 

 

 

 

3,

 

 

 

 

 

 

Háþrýstin

 

 

 

 

 

 

gur

 

 

 

 

Öndunarfæri,

 

Hósti

Slímhúðar-

 

 

 

brjósthol og

 

 

bólga í

 

 

 

miðmæti

 

 

öndunarveg

 

 

 

 

 

 

i

 

 

 

Meltingarfæri

Niðurgan

 

 

 

 

 

 

gur,

 

 

 

 

 

 

ógleði,

 

 

 

 

 

 

uppköst

 

 

Húð og

 

Útbrot

Ofsabjúgur

undirhúð

 

 

4, ofsakláði4

Stoðkerfi og

 

Liðverkir,

 

stoðvefur

 

beinverkir

 

 

 

,

 

 

 

vöðvaver

 

 

 

kir, verkir

 

 

 

í útlimum

 

Meðfætt og

 

 

Purpuravei

fjölskyldubundi

 

 

ki4

ð/arfgengt

 

 

 

ástand

 

 

 

Almennar

Sótthiti

Kuldahrol

Skortur á

aukaverkanir og

 

lur,

lyfjaáhrifu

aukaverkanir á

 

inflúensul

m4

íkomustað

 

íkur

 

 

 

sjúkdómu

 

 

 

r,

 

 

 

aukaverka

 

 

 

nir á

 

 

 

stungusta

 

 

 

ð,

 

 

 

útlimabjú

 

 

 

gur

 

1 Kom fram við reynslu eftir markaðssetningu og tíðniflokkun sem metin var samkvæmt tíðni tilkynninga

2 Algengt við skilun

3 Meðal annars aukaverkanir í slagæðum og bláæðum, ýmist banvænar eða ekki, svo sem segamyndun í djúpbláæðum, lungnasegarek, segamyndun í sjónhimnu, segamyndun í slagæðum (m.a. hjartadrep), heilaslag (m.a. hjarnafleygdrep og heilablæðing), skammvinn blóðþurrðarköst og segamyndun í samveitu (þ.m.t. skilunarbúnaði) og segamyndun innan slagæðagúlpa í samveitu

4 Fjallað er um þetta í undirkafla hér neðar og/eða í kafla 4.4.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Tilkynnt hefur verið um ofnæmisviðbrögð, m.a. útbrot (svo sem ofsakláða), bráðaofnæmisviðbrögð og ofsabjúg (sjá kafla 4.4).

Vart hefur orðið við háþrýstingskreppu með einkennum frá heila og krampaköstum meðan á epóetín alfa meðferð stendur hjá sjúklingum sem áður höfðu eðlilegan eða lágan blóðþrýsting, sem kallaði á tafarlausa læknisaðstoð og bráðameðferð. Sérstakrar athygli er þörf ef stingandi mígrenilíkir höfuðverkir gera skyndilega vart við sig, en það getur verið viðvörunarmerki (sjá kafla 4.4).

Örsjaldan hefur verið tilkynnt um mótefnamiðlaða rauðkornskímfrumnafæð (í < 1/10.000 tilfellum á hvert sjúklingaár) í kjölfar mánaða- eða áralangrar meðferðar með epóetín alfa (sjá kafla 4.4).

Börn með langvinna nýrnabilun sem eru í blóðskilun

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um útsetningu hjá börnum með langvinna nýrnabilun sem eru í blóðskilun, í klínískum rannsóknum og eftir markaðssetningu. Ekki var tilkynnt um neinar sérstakar aukaverkanir hjá börnum sem ekki koma fram á töflunni hér að ofan eða aukaverkanir sem voru ekki í samræmi við undirliggjandi sjúkdóm hjá þessum hópi sjúklinga.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun

lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ráðlagt skammtabil epóetín alfa er mjög breitt. Ofskömmtun epóetíns alfa getur aukið þau lyfjafræðilegu áhrif sem rauðkornavakar kalla fram. Taka má úr sjúklingi blóð ef blóðrauðagildi eru mjög há. Veita skal frekari stuðningsmeðferð ef þarf.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: blóðskortslyf, rauðkornavaki, ATC-flokkur: B03XA01.

Epoetin alfa HEXAL er líftæknilyfshliðstæða. Ítarlegar upplýsingar eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Verkunarháttur

Rauðkornavaki (EPO) er sykurpróteinshormón sem er að mestu leyti framleitt af nýrum sem svörun við vefildisskorti og er það efni sem stýrir að mestu leyti framleiðslu rauðra blóðkorna. EPO tekur þátt í öllum stigum þróunar rauðfrumna og megináhrif þess koma fram á stigi rauðfrumuforvera. Eftir að EPO binst yfirborðsfrumuvaka virkjar það boðferli sem trufla stýrðan frumudauða og örva framleiðslu rauðfrumna.

Raðbrigða EPO (epóetín alfa) manna, tjáð í frumum úr eggjastokkum kínverskra hamstra, er með 165 amínósýrur í sömu röð og fram kemur í EPO í þvagi manna; ekki er hægt að greina þar á milli með virkniprófum. Sameindarþyngd rauðkornavaka er 32.000 til 40.000 dalton.

Rauðkornavaki er vaxtarþáttur sem örvar fyrst og fremst framleiðslu rauðra blóðkorna. Rauðkornavakaviðtakar kunna að koma fram á yfirborði ýmissa æxlisfrumna.

Lyfhrif

Heilbrigðir sjálfboðaliðar

Eftir staka skammta (20.000 til 160.000 a.e. undir húð) af epóetín alfa varð vart við skammtaháða svörun hvað varðar vísa um lyfhrif, meðal annars eftirfarandi: grisjurauðkorn, rauð blóðkorn og blóðrauða. Greinilegt mynstur kom fram í þéttni-tímaferli hvað varðar hvenær hámarki var náð og grunngildi síðan náð á ný og breytingar á hundraðshlutfalli grisjurauðkorna. Ógreinilegra mynstur kom fram hvað varðar rauð blóðkorn og blóðrauða. Almennt jukust allir vísar um lyfhrif á línulegan hátt með skömmtum þannig að hámarkssvörun náðist við stærstu skammtana.

Í frekari rannsóknum á lyfhrifum voru 40.000 a.e. einu sinni í viku bornar saman við 150 a.e./kg

3 sinnum í viku. Þrátt fyrir mun á mynstri þéttni-tímaferlis var lyfhrifssvörun (samkvæmt mælingu á breytingum á grisjurauðkornum, blóðrauða og heildarfjölda rauðra blóðkorna) svipuð í báðum meðferðaráætlunum. Í frekari rannsóknum var gerður samanburður á meðferðaráætlun með 40.000 a.e. einu sinni í viku af epóetín alfa og skömmtum tvisvar í viku á bilinu 80.000 til 120.000 a.e. undir húð. Á heildina litið, byggt á niðurstöðum úr þessum rannsóknum á lyfhrifum hjá heilbrigðum einstaklingum, virðist skömmtun einu sinni í viku með 40.000 a.e. bera meiri árangur við framleiðslu rauðra blóðkorna en skömmtun tvisvar í viku, þrátt fyrir að framleiðsla grisjurauðkorna hafi reynst svipuð bæði við skömmtun einu sinni í viku og tvisvar í viku.

Langvinn nýrnabilun

Komið hefur í ljós að epóetín alfa örvar myndun rauðra blóðkorna hjá blóðlausum sjúklingum með langvinna nýrnabilun, þ. á m. sjúklingum í skilun og fyrir skilun. Fyrstu merki um svörun við epóetín alfa eru fjölgun grisjurauðkorna innan 10 daga og síðan fjölgun rauðra blóðkorna, blóðrauða og blóðkornaskila, yfirleitt innan 2 til 6 vikna. Blóðrauðasvörun er mismunandi milli sjúklinga og kann að verða fyrir áhrifum af járnforða og sjúkdóma sem eru fyrir hendi á sama tíma.

Blóðleysi af völdum krabbameinslyfjameðferðar

Komið hefur í ljós að epóetín alfa gefið 3 sinnum í viku eða einu sinni í viku eykur blóðrauða og dregur úr þörf á blóðgjöf eftir fyrsta mánuð meðferðar hjá krabbameinssjúklingum sem fá krabbameinslyfjameðferð.

Í rannsókn þar sem gerður var samanburður á meðferðaráætlunum með 150 a.e./kg 3 sinnum í viku og 40.000 a.e. einu sinni í viku hjá heilbrigðum einstaklingum og einstaklingum með krabbamein og blóðleysi reyndist tímaprófíll breytinga á prósentuhlutfalli grisjurauðkorna, blóðrauða og heildarfjölda rauðra blóðkorna svipaður milli meðferðaráætlananna tveggja bæði hjá heilbrigðum einstaklingum og einstaklingum með krabbamein og blóðleysi. AUC gildi fyrir lyfhrifabreytur voru svipuð í meðferðaráætlun með 150 a.e./kg 3 sinnum í viku og með 40.000 a.e. einu sinni í viku, bæði hjá heilbrigðum einstaklingum og einstaklingum með krabbamein og blóðleysi.

Skurðaðgerð hjá fullorðnum sjúklingum sem taka þátt í eigin blóðgjöf

Komið hefur í ljós að epóetín alfa örvar framleiðslu rauðra blóðkorna til að auka magn blóðs til eigin blóðgjafar og til þess að takmarka minnkun blóðrauða hjá fullorðnum sjúklingum sem þurfa að gangast undir stóra, valbundna skurðaðgerð þegar ekki er búist við að þeir nái að fullnægja þörf vegna aðgerðar með eigin blóðgjöf. Mestu áhrifin koma fram hjá sjúklingum með lágan blóðrauða

(≤ 13 g/dl).

Meðferð hjá fullorðnum sjúklingum sem þurfa að gangast undir stóra, valbundna bæklunaraðgerð

Hjá sjúklingum sem þurfa að gangast undir stóra, valbundna bæklunaraðgerð og eru með blóðrauðagildi fyrir meðferð sem nemur > 10 til ≤ 13 g/dl hefur komið í ljós að epóetín alfa dregur úr hættu samfara ósamgena blóðgjöf og flýtir fyrir því að upphaflegum rauðkornafjölda sé náð á ný (hækkun blóðrauðagilda, blóðkornaskila og fjölda grisjurauðkorna).

Verkun og öryggi

Langvinn nýrnabilun

Epóetín alfa hefur verið rannsakað í klínískum rannsóknum hjá fullorðnum sjúklingum með langvinna nýrnabilun og blóðleysi, þ.m.t. sjúklingum í blóðskilun og fyrir skilun, til meðhöndlunar á blóðleysi og til að halda blóðkornaskilum innan markþéttni á bilinu 30 til 36 %.

Íklínískum rannsóknum með upphafsskömmtum sem námu 50 til 150 a.e./kg þrisvar sinnum í viku sýndu u.þ.b. 95% allra sjúklinga svörun í formi klínískt marktækrar hækkunar blóðkornaskila. Eftir u.þ.b. tveggja mánaða meðferð voru nánast allir sjúklingar lausir við blóðgjöf. Þegar markgildi blóðkornaskila var náð var viðhaldsskammtur ákvarðaður fyrir hvern sjúkling.

Íþremur stærstu klínísku rannsóknunum sem framkvæmdar voru á fullorðnum sjúklingum í skilun var miðgildi þess viðhaldsskammts sem nauðsynlegur var til að viðhalda blóðkornaskilum á bilinu 30 til 36 % u.þ.b. 75 a.e./kg 3 sinnum í viku.

Ítvíblindri, fjölsetra rannsókn með samanburði við lyfleysu á lífsgæðum hjá sjúklingum með langvinna nýrnabilun sem voru í blóðskilun varð vart við klínískt og tölfræðilega marktækan ávinning hjá sjúklingum sem fengu epóetín alfa samanborið við hópinn sem fékk lyfleysu við mat á þreytu, líkamlegum einkennum, samböndum og þunglyndi (Kidney Disease Questionnaire) eftir sex mánaða meðferð. Sjúklingar úr hópnum sem fékk epóetín alfa tóku einnig þátt í opinni, framlengdri rannsókn þar sem sýnt var fram á ávinning fyrir lífsgæði sem varði í 12 mánuði til viðbótar.

Fullorðnir sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi, sem eru enn ekki komnir í skilun

Í klínískum rannsóknum á sjúklingum með langvinna nýrnabilun sem voru ekki í skilun en fengu meðferð með epóetín alfa var meðallengd meðferðar næstum fimm mánuðir. Þessir sjúklingar sýndu svipaða svörun við meðferð með epóetín alfa og kom fram hjá sjúklingum í skilun. Sjúklingar með langvinna nýrnabilun sem voru ekki í skilun sýndu skammtaháða og viðvarandi hækkun blóðkornaskila þegar epóetín alfa var annaðhvort gefið í bláæð eða undir húð. Vart varð við svipaða tíðni hækkunar blóðkornaskila þegar epóetín alfa var gefið með annarri af þessum íkomuleiðum. Að auki hefur komið í ljós að epóetín alfa skammtar sem nema 75 til 150 a.e./kg á viku viðhalda blóðkornaskilum á bilinu 36 til 38% í allt að sex mánuði.

Í2 rannsóknum með stigvaxandi bili milli skammta af epóetín alfa (3 sinnum á viku, einu sinni á viku, einu sinni á 2ja vikna fresti og einu sinni á 4 vikna fresti) náðu sumir sjúklingar með lengri bil milli skammta ekki að viðhalda fullnægjandi blóðrauðagildum og féllu undir viðmið um að hætta skyldi í rannsókninni við tilgreind blóðrauðagildi samkvæmt aðferðarlýsingu (0% hjá hópnum sem fékk lyfið einu sinni í viku, 3,7% hjá hópnum sem fékk lyfið á 2ja vikna fresti og 3,3% hjá hópnum sem fékk lyfið á 4 vikna fresti).

Íslembiraðaðri, framsýnni rannsókn voru metnir 1.432 sjúklingar með langvinna nýrnabilun og blóðleysi sem ekki voru í skilun. Sjúklingar fengu meðferð með epóetín alfa með það að markmiði að ná viðhaldsgildi blóðrauða sem næmi 13,5 g/dl (hærra en ráðlögð blóðrauðaþéttni) eða 11,3 g/dl. Alvarlegur kvilli í hjarta- og æðakerfi (dauði, hjartadrep, slag eða sjúkrahússinnlögn vegna hjartabilunar) kom fram hjá 125 (18%) af 715 sjúklingum í hærri blóðrauðahópnum samanborið við 97 (14%) af 717 sjúklingum í lægri blóðrauðahópnum (áhættuhlutfall [HR] 1,3; 95% CI: 1,0; 1,7;

p = 0,03).

Samantektargreiningar á klínískum rannsóknum á ESA lyfjum voru framkvæmdar eftir á hjá sjúklingum með langvinna nýrnabilun (í skilun, ekki í skilun, hjá sjúklingum með eða án sykursýki). Vart varð við tilhneigingu til aukinnar hættu á dauðsföllum af öllum orsökum og meintilvikum frá hjarta- og æðakerfi og heilaæðum sem tengdist stærri uppsöfnuðum skömmtum ESA lyfja óháð tengslum við sykursýki og skilunarmeðferð (sjá kafla 4.2 og kafla 4.4).

Meðferð sjúklinga með blóðleysi af völdum krabbameinslyfjameðferðar

Epóetín alfa hefur verið rannsakað í klínískum rannsóknum hjá fullorðnum sjúklingum með krabbamein og blóðleysi sem eru með eitlaæxli og föst æxli og sjúklingum í ýmsum meðferðaráætlunum með krabbameinslyfjum, svo sem meðferðaráætlunum með og án platínulyfja. Í þessum rannsóknum reyndist epóetín alfa sem gefið var 3 sinnum í viku og einu sinni í viku auka blóðrauða og draga úr þörf á blóðgjöf eftir fyrsta mánuð meðferðar hjá krabbameinssjúklingum með blóðleysi. Í sumum rannsóknum var opinn fasi á eftir tvíblinda fasanum þar sem allir sjúklingar fengu epóetín alfa og áhrifunum var viðhaldið.

Fyrirliggjandi gögn gefa til kynna að sjúklingar með blóðfræðilegar meinsemdir og föst æxli svari meðferð með epóetín alfa með jafngildum hætti og að sjúklingar svari meðferð með epóetín alfa með jafngildum hætti hvort sem um er að ræða íferð æxlis í beinmerg eða ekki. Sambærilegt afl krabbameinslyfjameðferðar kom fram hjá hópnum sem fékk epóetín alfa og hópnum sem fékk lyfleysu í rannsóknum á krabbameinslyfjameðferð, með svipuðu flatarmáli undir tímaferli daufkyrninga hjá sjúklingum sem fengu epóetín alfa og sjúklingum sem fengu lyfleysu og svipuðu hlutfalli sjúklinga í hópum sem fengu epóetín alfa og hópum sem fengu lyfleysu þar sem heildarfjöldi daufkyrninga fór niður fyrir 1.000 og 500 frumur/µl.

Í framsýnni, slembaðri, tvíblindri, samanburðarrannsókn með lyfleysu hjá 375 blóðleysissjúklingum með ýmis æxli sem ekki voru kyrningaæxli og voru í krabbameinslyfjameðferð sem ekki byggðist á platínu var marktæk minnkun á aukakvillum tengdum blóðleysi (t.d. þreytu, þróttleysi og minnkaðri starfsvirkni). Mælingarnar voru framkvæmdar með eftirfarandi mælitækjum og skölum: Almenna skalanum „Functional Assessment of Cancer Therapy-Anemia“ (FACT-An), þróttleysis skalanum FACT-An og „Cancer Linear Analogue Scale“ (CLAS). Í tveimur öðrum minni slembuðum, samanburðarrannsóknum með lyfleysu var ekki sýnt fram á marktæka aukningu á lífsgæðum samkvæmt EORTC-QLQ-C30 skalanum eða CLAS, tilgreint í sömu röð.

Lifun og framgangur æxlis voru metin í fimm stórum samanburðarrannsóknum á samtals

2833 sjúklingum, en fjórar af þeim voru tvíblindar samanburðarrannsóknir með lyfleysu og ein var opin rannsókn. Sjúklingarnir sem tóku þátt í rannsóknunum voru annaðhvort sjúklingar í krabbameinslyfjameðferð (tvær rannsóknir) eða sjúklingahópar sem ekki er mælt með að fái ESA lyf: blóðleysi hjá sjúklingum með krabbamein sem ekki eru í krabbameinslyfjameðferð og sjúklingar með krabbamein í höfði og hálsi í geislameðferð. Æskilegur blóðrauðastyrkur í tveimur rannsóknum var > 13 g/dl (8,1 mmól/l), en 12 til 14 g/dl (7,5 til 8,7 mmól/l) í hinum rannsóknunum þremur. Í opnu rannsókninni var enginn munur á heildarlifun hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með raðbrigða rauðkornavökum úr mönnum og samanburðarhópnum. Í samanburðarrannsóknunum fjórum með lyfleysu var áhættuhlutfallið hvað varðar heildarlifun á bilinu 1,25 og 2,47, samanburðarhópum í hag. Þessar rannsóknir hafa sýnt fram á með tölfræðilega marktækum hætti að sjúklingar sem fá meðferð

með raðbrigða rauðkornavaka úr mönnum við blóðleysi sem er tengt ýmsum algengum krabbameinum, sýna óútskýranlega aukna dánartíðni miðað við samanburðarhópa. Munurinn á nýgengi segamyndunar og tengdra fylgikvilla hjá þeim sem fengu raðbrigða rauðkornavaka úr mönnum og samanburðarhópnum nægir ekki til að útskýra niðurstöður varðandi heildarlifun í rannsóknunum.

Gagnagreining á sjúklingastigi hefur einnig verið gerð á yfir 13.900 krabbameinssjúklingum (í krabbameinslyfjameðferð, geislameðferð, geisla- og krabbameinslyfjameðferð eða engri meðferð) sem tóku þátt í 53 klínískum samanburðarrannsóknum með ýmsum epóetínum. Safngreining á gögnum um heildarlifun leiddi í ljós að áætlað áhættuhlutfall var 1,06 samanburðarhópnum í vil (95% öryggisbil: 1,00; 1,12; 53 rannsóknir og 13.933 sjúklingar) og hjá krabbameinssjúklingum sem fengu krabbameinslyfjameðferð reyndist áhættuhlutfall fyrir heildarlifun vera 1,04 (95% öryggisbil: 0,97; 1,11; 38 rannsóknir og 10.441 sjúklingar). Safngreiningar gefa einnig staðfast til kynna verulega aukningu á hlutfallslegri hættu á segareki hjá krabbameinssjúklingum sem fengu raðbrigða rauðkornavaka úr mönnum (sjá kafla 4.4).

Slembiröðuð, opin, fjölsetra rannsókn var gerð á 2.098 konum með blóðleysi og brjóstakrabbamein með meinvörpum í sinni fyrstu eða annari krabbameinslyfjameðferð. Þetta var rannsókn til að sýna að verkun sé ekki lakari (non-inferiority study), hönnuð til að útiloka 15% aukna hættu á framgangi æxlis eða dauða hjá þeim sem fengu epóetín alfa og staðlaða umönnun borið saman við eingöngu staðlaða umönnun. Miðgildi lifunar án versnunar skv. mati hvers rannsakanda á framgangi sjúkdómsins var 7,4 mánuðir í hvorum armi (HR 1,09; 95% CI: 0,99; 1,20), sem benti til þess að markmiði rannsóknarinnar hafi ekki verið náð. Þegar klínískri eftirfylgni var hætt hafði verið tilkynnt umð 1.337 dauðsföll. Miðgildi heildarlifunar hjá hópnum sem fékk etíópín alfa og staðlaða umönnun var 17,2 mánuðir en 17,4 mánuðir hjá þeim sem fengu eingöngu staðlaða umönnun (HR 1,06; 95% CI: 0,95; 1,18). Marktækt færri sjúklingar fengu rauðkornablóðgjafir í arminum sem fékk etíópín alfa og staðlaða umönnun (5,8% á móti 11,4%); hinsvegar kom fram að marktækt fleiri sjúklingar fengu segamyndun í æðum í arminum sem fékk epóetín alfa og staðlaða umönnun (2,8% á móti 1,4%).

Sjúklingar sem taka þátt í eigin blóðgjöf

Áhrif epóetín alfa við að auðvelda eigin blóðgjöf hjá sjúklingum með lág blóðkornaskil (≤ 39% og ekkert undirliggjandi blóðleysi vegna járnskorts) sem þurfa að gangast undir stóra, valbundna bæklunaraðgerð voru metin í tvíblindri rannsókn með samanburði við lyfleysu sem framkvæmd var á 204 sjúklingum og einblindri rannsókn með samanburði við lyfleysu hjá 55 sjúklingum.

Ítvíblindu rannsókninni voru sjúklingar meðhöndlaðir með epóetín alfa 600 a.e./kg eða lyfleysu í bláæð einu sinni á dag á 3 til 4 daga fresti í 3 vikur (alls 6 skammtar). Sjúklingar sem fengu meðferð með epóetín alfa gátu að meðaltali gefið marktækt fleiri einingar af blóði (4,5 einingar) en sjúklingar sem fengu lyfleysu (3,0 einingar).

Íeinblindu rannsókninni voru sjúklingar meðhöndlaðir með epóetín alfa 300 a.e./kg eða 600 a.e./kg eða lyfleysu í bláæð einu sinni á dag á 3 til 4 daga fresti í 3 vikur (alls 6 skammtar). Sjúklingar sem fengu meðferð með epóetín alfa gátu einnig gefið mun fleiri einingar af blóði (epóetín alfa

300 a.e./kg = 4,4 einingar; epóetín alfa 600 a.e./kg = 4,7 einingar) en sjúklingar sem fengu lyfleysu (2,9 einingar).

Meðferð með epóetín alfa dró úr hættu á útsetningu fyrir ósamgena blóði um 50% samanborið við sjúklinga sem fengu ekki epóetín alfa.

Stór, valbundin bæklunaraðgerð

Áhrif epóetín alfa (300 a.e./kg eða 100 a.e./kg) á útsetningu fyrir ósamgena blóði voru metin í tvíblindri, klínískri samanburðarrannsókn hjá fullorðnum sjúklingum sem voru ekki með járnskort og sem þurftu að gangast undir stóra, valbundna bæklunaraðgerð á mjöðm eða hné. Epóetín alfa var gefið undir húð í 10 daga fyrir aðgerð, daginn sem aðgerð fór fram og fjórum dögum eftir aðgerð. Sjúklingum var lagskipt eftir blóðrauða við grunngildi (≤ 10 g/dl, > 10 til ≤ 13 g/dl og > 13 g/dl).

Epóetín alfa 300 a.e./kg dró verulega úr hættu á ósamgena blóðgjöf hjá sjúklingum með blóðrauðagildi á bilinu > 10 til ≤ 13 g/dl fyrir meðferð. Sextán prósent sjúklinga sem fengu epóetín alfa 300 a.e./kg,

23% þeirra sem fengu epóetín alfa 100 a.e./kg og 45% þeirra sem fengu lyfleysu þurftu á blóðgjöf að halda.

Í opinni rannsókn með samanburðarhópi fullorðinna sjúklinga án járnskorts og með blóðrauða á bilinu ≥ 10 til ≤ 13 g/dl fyrir meðferð, sem þurftu að gangast undir stóra, valbundna bæklunaraðgerð á mjöðm eða hné, var epóetín alfa 300 a.e./kg gefið með inndælingu undir húð daglega í 10 daga fyrir aðgerð, daginn sem aðgerð fór fram og fjórum dögum eftir aðgerð borið saman við epóetín alfa

600 a.e./kg gefið með inndælingu undir húð einu sinni í viku í 3 vikur fyrir aðgerð og daginn sem aðgerð fór fram.

Á tímabilinu frá því fyrir meðferð og fram að aðgerð var miðgildi hækkunar blóðrauða hjá hópnum sem fékk 600 a.e./kg vikulega (1,44 g/dl) tvöfalt það sem fram kom hjá hópnum sem fékk 300 a.e./kg daglega (0,73 g/dl). Miðgildi blóðrauðagilda voru svipuð í meðferðarhópunum tveimur eftir aðgerð.

Rauðkornamyndandi svörun hjá báðum meðferðarhópum olli svipaðri tíðni blóðgjafa (16% hjá hópnum sem fékk 600 a.e./kg vikulega og 20% hjá hópnum sem fékk 300 a.e./kg daglega).

Börn

Langvinn nýrnabilun

Epóetín alfa var metið í opinni, 52 vikna klínískri rannsókn án slembiröðunar og með opnu skammtabili hjá börnum með langvinna nýrnabilun sem voru í blóðskilun. Miðgildi aldurs sjúklinga sem tóku þátt í rannsókninni var 11,6 ár (á bilinu 0,5 til 20,1 ár).

Epóetín alfa var gefið sem 75 a.e./kg/viku í bláæð í 2 eða 3 aðskildum skömmtum eftir skilun, títrað um 75 a.e./kg/viku með 4 vikna millibili (í að hámarki 300 a.e./kg/viku), til að auka blóðrauða um

1 g/dl/mánuði. Æskilegt bil blóðrauðaþéttni var 9,6 til 11,2 g/dl. Áttatíu og eitt present sjúklinga náði þessari blóðrauðaþéttni. Miðgildi tíma fram að þessu markmiði var 11 vikur og miðgildi skammts við það markmið var 150 a.e./kg/viku. Af þeim sjúklingum sem náðu markmiðinu náðu 90% því með skömmtun 3 svar í viku.

Eftir 52 vikur voru 57% sjúklinga enn þátttakendur í rannsókninni og fengu skammt sem nam að miðgildi 200 a.e./kg/viku.

Klínískar upplýsingar um lyfjagjöf undir húð hjá börnum eru takmarkaðar. Í 5 litlum, opnum rannsóknum án samanburðar (fjöldi sjúklinga var frá 9 til 22, N = 72 alls) var epóetín alfa gefið undir húð hjá börnum með upphafsskammti 100 a.e./kg/viku til 150 a.e./kg/viku með möguleika á aukningu upp í 300 a.e./kg/viku. Flestir þátttakenda í þessum rannsóknum voru sjúklingar sem voru ekki enn komnir í skilun (N = 44), 27 sjúklingar voru í kviðskilun og 2 voru í blóðskilun. Sjúklingarnir voru

4 mánaða til 17 ára gamlir. Á heildina litið eru þessar rannsóknir aðferðafræðilega takmarkaðar en meðferð var tengd jákvæðri leitni í átt að hærri blóðrauðagildum. Ekki var greint frá neinum óvæntum aukaverkunum (sjá kafla 4.2).

Blóðleysi af völdum krabbameinslyfjameðferðar

Epóetín alfa 600 a.e./kg (gefið í bláæð eða undir húð einu sinni í viku) hefur verið metið í slembiraðaðri, tvíblindri, 16 vikna rannsókn með samanburði við lyfleysu og í slembiraðaðri, opinni 20 vikna samanburðarrannsókn á börnum með blóðleysi sem fengu mergfrumubælandi krabbameinslyfjameðferð við ýmsum æxlum hjá börnum sem ekki voru kyrningaæxli.

Í 16 vikna rannsókninni (n = 222) komu ekki fram nein tölfræðilega marktæk áhrif hjá þeim sjúklingum sem fengu epóetín alfa í mati sjúklinga eða foreldra á spurningalista um lífsgæði barna (Paediatric Quality of Life Inventory) eða stöðluðu krabbameinsmati (Cancer Module) borið saman við lyfleysu (aðal virkniendapunkt). Enn fremur var enginn tölfræðilegur munur á hlutfalli sjúklinga sem þörfnuðust blóðgjafar með pökkuðum rauðum blóðkornum milli epóetín alfa hópsins og lyfleysuhóps.

Í 20 vikna rannsókninni (n = 225) kom ekki fram marktækur munur á aðal virkniendapunkti, þ.e. hlutfalli sjúklinga sem þörfnuðust rauðkornablóðgjafar eftir dag 28 (62% af epóetín alfa sjúklingum á móti 69% sjúklinga í staðlaðri meðferð).

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Eftir inndælingu undir húð ná gildi epóetín alfa í sermi hámarki 12 til 18 klst. eftir skammtagjöf. Engin uppsöfnun átti sér stað í kjölfar gjafar 600 a.e./kg vikulega undir húð.

Heildaraðgengi eftir að epóetín alfa hefur verið gefið með inndælingu undir húð er um 20% hjá heilbrigðum einstaklingum.

Dreifing

Miðgildi dreifingarrúmmáls var 49,3 ml/kg í kjölfar 50 og 100 a.e./kg skammta í bláæð hjá heilbrigðum einstaklingum. Í kjölfar gjafar á epóetín alfa í bláæð hjá einstaklingum með langvinna nýrnabilun var dreifingarrúmmálið á bilinu 57-107 ml/kg eftir staka skammta (12 a.e./kg) til 42–

64 ml/kg eftir marga skammta (48–192 a.e./kg), í þessari röð. Því er dreifingarrúmmálið örlítið meira en blóðvökvarýmið.

Brotthvarf

Helmingunartími epóetín alfa eftir endurtekna skammta í bláæð er um það bil 4 klst. hjá heilbrigðum einstaklingum.

Helmingunartími eftir gjöf undir húð er áætlaður u.þ.b. 24 klst. hjá heilbrigðum einstaklingum.

Miðgildi CL/F hvað varðar meðferðaráætlanir með 150 a.e./kg 3 sinnum í viku og 40.000 a.e. einu sinni í viku hjá heilbrigðum einstaklingum voru 31,2 og 12,6 ml/klst./kg, í þessari röð. Miðgildi CL/F hvað varðar meðferðaráætlanir með 150 a.e./kg 3 sinnum í viku og 40.000 a.e. einu sinni í viku hjá einstaklingum með krabbamein og blóðleysi voru 45,8 og 11,3 ml/klst./kg, í þessari röð. Hjá flestum einstaklingum með blóðleysi og krabbamein sem fá lotubundna krabbameinslyfjameðferð reyndist CL/F lægra eftir skammta undir húð sem námu 40.000 a.e. einu sinni í viku og 150 a.e./kg 3 sinnum í viku, samanborið við gildi hjá heilbrigðum einstaklingum.

Línulegt/ólínulegt samband

Hjá heilbrigðum einstaklingum kom fram aukin þéttni epóetín alfa í sermi í hlutfalli við skammta eftir gjöf í bláæð sem nam 150 og 300 a.e./kg 3 sinnum í viku. Gjöf stakra skammta sem námu 300 til 2.400 a.e./kg af epóetín alfa undir húð olli línulegu sambandi á milli miðgildis Cmax og skammts og á milli miðgildis AUC og skammts. Vart varð við öfugt hlutfall á milli úthreinsunar og skammts hjá heilbrigðum einstaklingum.

Í rannsóknum á lengingu skammtabils (40.000 a.e. einu sinni í viku og 80.000, 100.000 og 120.000 a.e. tvisvar í viku) varð vart við línulegt samband sem ekki var þó í hlutfalli við skammta á

milli miðgildis Cmax og skammts og á milli miðgildis AUC og skammts við stöðugt ástand.

Tengsl lyfjahvarfa og lyfhrifa

Epóetín alfa sýnir skammtatengd áhrif á blóðfræðilegar breytur sem eru óháð íkomuleið.

Börn

Tilkynnt hefur verið um helmingunartíma sem nemur u.þ.b. 6,2 til 8,7 klst. hjá börnum með langvinna nýrnabilun í kjölfar gjafar margra skammta epóetín alfa í bláæð. Lyfjahvörf epóetín alfa virðast vera svipuð hjá börnum og unglingum og hjá fullorðnum.

Lyfjahvarfafræðilegar upplýsingar hjá nýburum eru takmarkaðar.

Rannsókn á 7 fyrirburum með mjög lága fæðingarþyngd og 10 heilbrigðum fullorðnum einstaklingum sem fengu rauðkornavaka í bláæð gaf til kynna að dreifingarrúmmál væri u.þ.b. 1,5 til 2 sinnum hærra hjá fyrirburunum en hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingum og úthreinsun var u.þ.b. 3 sinnum hærri hjá fyrirburunum en hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingum.

Skert nýrnastarfsemi

Hjá sjúklingum með langvinna nýrnabilun er helmingunartími epóetín alfa sem gefið er í bláæð örlítið lengri en hjá heilbrigðum einstaklingum, eða u.þ.b. 5 klst.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Írannsóknum á eiturverkunum eftir endurtekna skammta hjá hundum og rottum, en ekki hjá öpum, tengdist meðferð með epóetín alfa einkennalausri bandvefsaukningu í beinmerg. Bandvefsaukning í beinmerg er þekktur fylgikvilli langvinnrar nýrnabilunar hjá mönnum og tengist hún hugsanlega afleiddu kalkvakaóhófi eða óþekktum þáttum. Nýgengi bandvefsaukningar í beinmerg jókst ekki í rannsókn hjá blóðskilunarsjúklingum sem voru meðhöndlaðir með epóetín alfa í þrjú ár, þegar þeir voru bornir saman við sams konar viðmiðunarhóp blóðskilunarsjúklinga sem ekki höfðu verið meðhöndlaðir með epóetíni alfa.

Epóetín alfa stuðlar ekki að stökkbreytingu gena í bakteríum (Ames próf), litningabreytingum í spendýrafrumum, í smákjarna í músum eða stökkbreytingu gena við HGPRT genset.

Langtíma krabbameinsrannsóknir hafa ekki verið gerðar. Upplýsingar í birtum heimildum sem stangast á, á grundvelli in vitro niðurstaðna um æxlissýni úr mönnum, gefa til kynna að rauðkornavaki gegni lykilhlutverki í að örva æxlisvöxt. Óvíst er hvaða máli þær skipta við klínískar aðstæður.

Ífrumuræktun með beinmergsfrumum manna örvar epóetín alfa rauðfrumnamyndun á sértækan hátt og hefur ekki áhrif á hvítfrumnamyndun. Ekki var unnt að greina frumudrepandi virkni epóetín alfa á beinmergsfrumur.

Ídýrarannsóknum hefur verið sýnt fram á að epóetín alfa lækkar fósturþyngd, seinkar beinmyndun og eykur fósturdauða þegar það er gefið í vikuskömmtum sem eru um 20-faldir ráðlagðir vikuskammtar handa mönnum. Þessar breytingar eru skýrðar sem afleiðing af minni þyngdaraukningu móður, en ekki er vitað hvaða þýðingu þetta hefur fyrir menn þegar meðferðarskammtur er gefinn.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Natríumtvíhýdrógenfosfattvíhýdrat

Tvínatríumfosfattvíhýdrat

Natríumklóríð

Glýcín

Pólýsorbat 80

Vatn fyrir stungulyf

Saltsýra (pH-stillir)

Natríumhýdroxíð (pH-stillir)

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

2 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið og flytjið í kæli (2°C til 8°C). Viðhalda skal þessu hitabili vandlega þar til lyfið er gefið sjúklingi.

Með tilliti til notkunar utan sjúkrahúsa má taka lyfið úr kæliskáp, án þess að skipta því út, í 3 daga að hámarki og ekki við hærri hita en 25°C. Hafi lyfið ekki verið notað í lok þessa tímabils skal farga því.

Má ekki frjósa eða hrista.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5Gerð íláts og innihald

Áfylltar sprautur (gler af gerð I), með eða án nálaröryggisbúnaðar, með stimpilpúðatappa (teflonhúðað gúmmí) innsiglaðar í þynnupakkningu.

Epoetin alfa HEXAL 1.000 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver áfyllt sprauta inniheldur 0,5 ml af lausn.

Pakkningar með 1 eða 6 sprautum.

Epoetin alfa HEXAL 2.000 a.e./1 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver áfyllt sprauta inniheldur 1 ml af lausn.

Pakkningar með 1 eða 6 sprautum.

Epoetin alfa HEXAL 3.000 a.e./0,3 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver áfyllt sprauta inniheldur 0,3 ml af lausn.

Pakkningar með 1 eða 6 sprautum.

Epoetin alfa HEXAL 4.000 a.e./0,4 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver áfyllt sprauta inniheldur 0,4 ml af lausn.

Pakkningar með 1 eða 6 sprautum.

Epoetin alfa HEXAL 5.000 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver áfyllt sprauta inniheldur 0,5 ml af lausn.

Pakkningar með 1 eða 6 sprautum.

Epoetin alfa HEXAL 6.000 a.e./0,6 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver áfyllt sprauta inniheldur 0,6 ml af lausn.

Pakkningar með 1 eða 6 sprautum.

Epoetin alfa HEXAL 7.000 a.e./0,7 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver áfyllt sprauta inniheldur 0,7 ml af lausn.

Pakkningar með 1 eða 6 sprautum.

Epoetin alfa HEXAL 8.000 a.e./0,8 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver áfyllt sprauta inniheldur 0,8 ml af lausn.

Pakkningar með 1 eða 6 sprautum.

Epoetin alfa HEXAL 9.000 a.e./0,9 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver áfyllt sprauta inniheldur 0,9 ml af lausn.

Pakkningar með 1 eða 6 sprautum.

Epoetin alfa HEXAL 10.000 a.e./1 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver áfyllt sprauta inniheldur 1 ml af lausn.

Pakkningar með 1 eða 6 sprautum.

Epoetin alfa HEXAL 20.000 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver áfyllt sprauta inniheldur 0,5 ml af lausn.

Pakkningar með 1, 4 eða 6 sprautum.

Epoetin alfa HEXAL 30.000 a.e./0,75 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver áfyllt sprauta inniheldur 0,75 ml af lausn.

Pakkningar með 1, 4 eða 6 sprautum.

Epoetin alfa HEXAL 40.000 a.e./1 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver áfyllt sprauta inniheldur 1 ml af lausn.

Pakkningar með 1, 4 eða 6 sprautum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Epoetin alfa HEXAL skal ekki nota heldur fleygja

-ef vökvinn er litaður eða ef agnir sjást fljóta í honum,

-ef innsiglið er rofið,

-ef vitað er eða hugsanlegt er að það hafi frosið fyrir slysni eða

-ef kælir hefur bilað.

Áfylltu sprauturnar eru tilbúnar til notkunar (sjá kafla 4.2). Ekki má hrista áfylltu sprautuna. Sprauturnar eru merktar hringjum sem hægt er að nota ef aðeins er óskað eftir að nota hluta sprautunnar. Hver hringur samsvarar rúmmálinu 0,1 ml. Lyfið er aðeins einnota. Aðeins skal taka einn skammt af Epoetin alfa HEXAL úr hverri sprautu og fleygja lausn sem ekki þarf að nota fyrir inndælingu.

Notkun áfylltu sprautunnar með nálaröryggisbúnaði

Nálaröryggisbúnaðurinn hylur nálina að lokinni inndælingu til að koma í veg fyrir meiðsl af völdum nálar. Þetta hefur engin áhrif á eðlilega notkun sprautunnar. Þrýstið rólega og jafnþétt á bulluna þar til allur skammturinn hefur verið gefinn og ekki er hægt að þrýsta bullunni lengra. Viðhaldið þrýstingi á bullunni meðan sprautan er fjarlægð úr sjúklingnum. Nálaröryggisbúnaðurinn mun hylja nálina þegar bullunni er sleppt.

Notkun áfylltu sprautunnar án nálaröryggisbúnaðar

Gefið skammtinn samkvæmt staðlaðri aðferðarlýsingu.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Hexal AG Industriestrasse 25 D-83607 Holzkirchen Þýskaland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

Epoetin alfa HEXAL 1.000 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

EU/1/07/411/001

EU/1/07/411/002

EU/1/07/411/027

EU/1/07/411/028

Epoetin alfa HEXAL 2.000 a.e./1 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

EU/1/07/411/003

EU/1/07/411/004

EU/1/07/411/029

EU/1/07/411/030

Epoetin alfa HEXAL 3.000 a.e./0,3 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

EU/1/07/411/005

EU/1/07/411/006

EU/1/07/411/031

EU/1/07/411/032

Epoetin alfa HEXAL 4.000 a.e./0,4 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu EU/1/07/411/007

EU/1/07/411/008

EU/1/07/411/033

EU/1/07/411/034

Epoetin alfa HEXAL 5.000 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu EU/1/07/411/009

EU/1/07/411/010

EU/1/07/411/035

EU/1/07/411/036

Epoetin alfa HEXAL 6.000 a.e./0,6 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu EU/1/07/411/011

EU/1/07/411/012

EU/1/07/411/037

EU/1/07/411/038

Epoetin alfa HEXAL 7.000 a.e./0,7 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu EU/1/07/411/017

EU/1/07/411/018

EU/1/07/411/039

EU/1/07/411/040

Epoetin alfa HEXAL 8.000 a.e./0,8 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu EU/1/07/411/013

EU/1/07/411/014

EU/1/07/411/041

EU/1/07/411/042

Epoetin alfa HEXAL 9.000 a.e./0,9 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu EU/1/07/411/019

EU/1/07/411/020

EU/1/07/411/043

EU/1/07/411/044

Epoetin alfa HEXAL 10.000 a.e./1 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu EU/1/07/411/015

EU/1/07/411/016

EU/1/07/411/045

EU/1/07/411/046

Epoetin alfa HEXAL 20.000 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu EU/1/07/411/021

EU/1/07/411/022

EU/1/07/411/047

EU/1/07/411/053

EU/1/07/411/048

Epoetin alfa HEXAL 30.000 a.e./0,75 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu EU/1/07/411/023

EU/1/07/411/024

EU/1/07/411/049

EU/1/07/411/054

EU/1/07/411/050

Epoetin alfa HEXAL 40.000 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu EU/1/07/411/025

EU/1/07/411/026

EU/1/07/411/051

EU/1/07/411/055

EU/1/07/411/052

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 28. ágúst 2007

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 18. júní 2012

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf