Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Evra (norelgestromin / ethinyl estradiol) – Samantekt á eiginleikum lyfs - G03AA13

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsEvra
ATC-kóðiG03AA13
Efninorelgestromin / ethinyl estradiol
FramleiðandiJanssen-Cilag International NV

1.HEITI LYFS

EVRA 203 míkrógrömm/24 klst. + 33,9 míkrógrömm/24 klst. forðaplástur.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver 20 cm2 forðaplástur inniheldur 6 mg af norelgestromíni (NGMN) og 600 míkrógrömm af etinýlestradíóli (EE).

Hver forðaplástur gefur frá sér að meðaltali 203 míkrógrömm af NGMN og 33,9 míkrógrömm af EE á 24 klst. Útsetningu fyrir lyfinu er betur lýst með lyfjahvörfum þess (sjá kafla 5.2).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Forðaplástur.

Þunnur, netlíkur forðaplástur, samsettur úr þremur lögum.

Ytri hlið stuðningslagsins er ljósbrún og á hana er hitastimplað „EVRA“.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Getnaðarvörn fyrir konur.

EVRA er ætlað konum á barneignaraldri. Öryggi og verkun hefur verið staðfest hjá konum á aldrinum 18 til 45 ára.

Ákvörðunin um að ávísa EVRA skal taka tillit til núverandi áhættuþátta hverrar konu, einkum hvað varðar bláæðasegarek (VTE, venous thromboembolism), og hvernig hættan á bláæðasegareki með EVRA er samanborið við aðrar samsettar hormónagetnaðarvarnir (sjá kafla 4.3 og 4.4).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Til að ná hámarksverkun getnaðarvarnarinnar skal ráðleggja konum að nota EVRA nákvæmlega eins og leiðbeiningarnar segja til um. Sjá leiðbeiningar hér að neðan: „Hvernig á að byrja að nota EVRA“.

Einungis má nota einn forðaplástur í einu.

Fjarlægja á notaðan forðaplástur og setja nýjan forðaplástur samstundis á í staðinn, á sama vikudegi (skiptidegi), á 8. degi og 15. degi meðferðarhringsins. Skipta má um forðaplástur hvenær dagsins sem er á skiptideginum. Fjórða vikan er forðaplásturslaus frá og með 22. degi.

Nýr getnaðarvarnarhringur byrjar á fyrsta degi eftir forðaplásturslausu vikuna og næsti EVRA forðaplástur skal settur á, jafnvel þótt engar blæðingar hafi orðið eða blæðingar séu ekki hættar.

Undir engum kringumstæðum skulu líða fleiri en 7 dagar án forðaplásturs milli skömmtunarhringa. Ef fleiri en 7 forðaplásturslausir dagar líða er konan hugsanlega ekki varin gegn þungun. Þá skal nota getnaðarvörn, sem inniheldur ekki hormóna, samhliða meðferðinni næstu 7 daga þar á eftir. Hættan á

egglosi eykst með hverjum degi sem líður umfram áðurnefnt tímabil án getnaðarvarna. Ef samfarir hafa átt sér stað á slíku lengdu forðaplásturslausu tímabili skal íhuga möguleika á þungun.

Sérstakir sjúklingahópar

Líkamsþyngd 90 kg eða meira

Verkun getnaðarvarnar getur verið minni hjá konum sem vega 90 kg eða meira.

Skert nýrnastarfsemi

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á EVRA hjá konum með skerta nýrnastarfsemi. Ekki er þörf á skammtaaðlögun en í birtum greinum hefur komið fram að óbundinn hluti etinýlestradíóls sé stærri og hafa skal eftirlit með notkun EVRA hjá þessu þýði.

Skert lifrarstarfsemi

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á EVRA hjá konum með skerta lifrarstarfsemi. Konur með skerta lifrarstarfsemi mega ekki nota EVRA (sjá kafla 4.3)

Konur eftir tíðahvörf

EVRA er ekki ætlað konum eftir tíðahvörf og er ekki ætlað til notkunar sem hormónauppbótarmeðferð.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun hjá unglingum undir 18 ára aldri. Notkun EVRA á ekki við hjá börnum og unglingsstúlkum sem ekki eru byrjaðar að hafa blæðingar.

Lyfjagjöf

Setja á EVRA á hreina, þurra, hárlausa, óskaddaða, heilbrigða húð á rasskinn, kviði, á utanverðan upphandlegg eða efri hluta búks á stað þar sem þröngur klæðnaður nuddar forðaplásturinn ekki. Ekki má setja EVRA á brjóst eða á húð sem er rauð, ert eða rofin. Hvern nýjan EVRA forðaplástur skal setja á nýjan stað á húðinni til að komast hjá hugsanlegri ertingu, þótt í lagi sé að setja forðaplásturinn á sama líkamssvæði.

Þrýsta skal forðaplástrinum þétt niður þar til brúnirnar hafa náð góðu gripi.

Til að koma í veg fyrir að viðloðun forðaplástursins minnki skal ekki nota farða, krem, áburð, púður eða aðrar húðvörur á svæðið sem forðaplásturinn er festur á eða þar sem hann verður settur á innan stundar.

Mælt er með því að notendur skoði forðaplásturinn daglega til að tryggja fullnægjandi viðloðun.

EVRA forðaplásturinn má ekki klippa, skemma eða breyta á nokkurn hátt þar sem það getur komið í veg fyrir fullnægjandi getnaðarvörn.

Farga skal notuðum forðaplástrum með tryggilegum hætti samkvæmt leiðbeiningum í kafla 6.6.

Hvernig á að byrja að nota EVRA

Þegar engin hormónagetnaðarvörn hefur verið notuð í næsta tíðahring á undan

Getnaðarvörn með EVRA byrjar á fyrsta degi tíða. Einn forðaplástur er settur á líkamann og hafður þar í heila viku (7 daga). Dagurinn, sem fyrsti forðaplásturinn er settur á líkamann

(1. dagur/upphafsdagur), ákvarðar skiptidagana. Skiptidagurinn verður á þessum sama degi í hverri viku (á 8., 15. og 22. degi hringsins og 1. degi í næsta hring). Fjórða vikan er forðaplástursfrí frá 22. degi.

Ef 1. meðferðarhringur byrjar eftir 1. dag tíðahringsins skal nota aðra getnaðarvörn, sem inniheldur ekki hormóna, samhliða forðaplástrinum fyrstu 7 dagana í fyrsta meðferðarhringnum.

Þegar skipt er frá samsettum getnaðarvarnartöflum

Meðferð með EVRA skal hefja á fyrsta degi blæðinga. Ef blæðingar verða ekki innan 5 daga frá því að síðasta virka (hormóna) taflan var tekin verður að ganga úr skugga um að þungun hafi ekki átt sér stað áður en meðferð með EVRA hefst. Ef meðferðin byrjar eftir fyrsta dag blæðinga verður að nota getnaðarvörn án hormóna samhliða í 7 daga.

Ef fleiri en 7 dagar líða frá því að síðasta virka getnaðarvarnartaflan er tekin er möguleiki á að egglos hafi átt sér stað hjá konunni og því skal ráðleggja henni að ráðfæra sig við lækni áður en meðferð með EVRA er hafin. Ef samfarir hafa átt sér stað á slíku framlengdu töflulausu tímabili ætti að hafa í huga möguleika á þungun.

Þegar skipt er frá getnaðarvörn sem inniheldur eingöngu prógestógen

Konan má skipta úr getnaðarvarnartöflum, sem innihalda eingöngu prógestógen, á hvaða degi sem er (daginn sem vefjalyf er fjarlægt, á næsta væntanlegum inndælingardegi ef um inndælingu er að ræða) en nota verður sæðishindrandi getnaðarvörn (barrier method) til vara fyrstu 7 dagana.

Eftir fóstureyðingu eða fósturlát

Hefja má notkun EVRA strax eftir fóstureyðingu eða fósturlát sem á sér stað fyrir 20 vikna meðgöngu. Ekki er þörf á viðbótargetnaðarvörn ef byrjað er að nota EVRA strax. Hafið í huga að egglos getur átt sér stað innan 10 daga frá fóstureyðingu eða fósturláti.

Eftir fóstureyðingu eða fósturlát, sem á sér stað í eða eftir 20. viku meðgöngu, má byrja að nota EVRA annaðhvort á 21. degi eftir fóstureyðingu eða á fyrsta degi venjulegra blæðinga, hvort sem kemur fyrr. Egglostíðni á 21. degi eftir fóstureyðingu (við 20 vikna meðgöngu) er ekki þekkt.

Eftir fæðingu

Konur, sem kjósa að gefa barninu ekki brjóst, ættu ekki að byrja getnaðarvarnarmeðferð með EVRA fyrr en 4 vikum eftir fæðingu. Ef byrjað er seinna en það, skal ráðleggja konunni að nota sæðishindrandi getnaðarvörn til viðbótar fyrstu 7 dagana. Ef hins vegar samfarir hafa átt sér stað fyrir þann tíma skal ganga úr skugga um að þungun hafi ekki átt sér stað áður en byrjað er að nota EVRA eða bíða þar til konan hefur fengið sínar fyrstu tíðablæðingar.

Sjá kafla 4.6 hvað varðar konur sem hafa barn á brjósti.

Hvað skal gera ef forðaplásturinn losnar af eða losnar að hluta til

Ófullnægjandi lyfjaskammtur losnar ef EVRA forðaplásturinn losnar af að hluta til eða alveg og er ekki festur aftur.

Ef EVRA helst laus jafnvel að hluta til:

-skemur en einn dag (24 klst. eða skemur): Þá skal festa forðaplásturinn aftur á sama stað eða setja strax nýjan EVRA forðaplástur í hans stað. Ekki er þörf á viðbótargetnaðarvörn. Næsti EVRA forðaplástur skal settur á, á næsta venjulega „skiptidegi“.

-lengur en einn dag (24 klst. eða lengur) eða ef konan varð ekki vör við hvenær forðaplásturinn verptist eða losnaði: Konan er hugsanlega ekki varin gegn þungun: Konan skal hætta á núverandi getnaðarvarnarmeðferðarhring og hefja nýjan meðferðarhring strax með því að setja nýjan EVRA forðaplástur á. Nú er kominn nýr „1. dagur“ og nýr „skiptidagur“. Nota verður aðra getnaðarvörn, sem inniheldur ekki hormóna, samhliða forðaplástrinum en einungis fyrstu

7 dagana í nýja meðferðarhringnum.

Ekki skal nota forðaplástur áfram ef hann hefur enga viðloðun heldur skal strax setja nýjan í hans stað. Ekki skal nota sáraumbúðir eða viðbótarlímefni til að halda EVRA forðaplástrinum á sínum stað.

Ef næstu skiptidögum EVRA forðaplástursins er seinkað

Í byrjun forðaplásturshrings (fyrsta vika/1. dagur):

Konan er hugsanlega ekki varin gegn þungun. Konan skal setja fyrsta forðaplásturinn í nýjum hring á sig um leið og hún man. Nú er kominn nýr „skiptidagur“ forðaplásturs og nýr „1. dagur“. Nota verður getnaðarvörn, sem inniheldur ekki hormóna, samhliða meðferðinni fyrstu 7 daga nýs meðferðarhrings.

Ef samfarir hafa átt sér stað á slíku lengdu forðaplásturslausu tímabili skal íhuga möguleikann á þungun.

Í miðjum meðferðarhring (önnur vika/8. dagur eða þriðja vika/15. dagur)

-um einn eða tvo daga (48 klst. eða skemur): Konan skal strax setja nýjan EVRA forðaplástur á sig. Næsti EVRA forðaplástur er svo settur á, á hinum venjulega „skiptidegi“. Ef forðaplásturinn var notaður rétt síðustu 7 daga fyrir fyrsta dag, sem sleppt var úr, er ekki þörf á viðbótargetnaðarvörn.

-um fleiri en tvo daga (48 klst. eða lengur): Konan er hugsanlega ekki varin gegn þungun. Konan skal stöðva núverandi getnaðarvarnarmeðferðarhring og byrja strax á nýjum fjögurra vikna meðferðarhring með því að setja á nýjan EVRA forðaplástur. Nú er kominn nýr „1. dagur“ og nýr „skiptidagur“. Nota verður aðra getnaðarvörn, sem inniheldur ekki hormóna, samhliða meðferðinni fyrstu 7 dagana í nýja meðferðarhringnum.

Við lok meðferðarhrings (fjórða vika/22. dagur)

-Ef EVRA forðaplásturinn er ekki fjarlægður í byrjun 4. viku (22. dagur) skal fjarlægja hann eins fljótt og auðið er. Næsti meðferðarhringur skal hafinn á hinum venjulega „skiptidegi“ sem er dagurinn eftir 28. dag. Ekki er þörf á frekari getnaðarvörnum.

Breyting á skiptidegi

Til að fresta tíðablæðingum í eitt skipti verður konan að setja nýjan forðaplástur á sig í byrjun 4. viku (22. dagur) og sleppa því forðaplásturslausa tímabilinu í það skiptið. Milliblæðingar eða bletta- blæðingar geta þá komið fyrir. Eftir 6 samfelldar forðaplástursvikur ætti síðan að koma 7 daga forðaplásturslaust tímabil. Eftir það má nota EVRA á venjulegan hátt.

Ef konan vill færa skiptidaginn skal ljúka yfirstandandi meðferðarhring og fjarlægja þriðja EVRA forðaplásturinn á réttum degi. Meðan á forðaplásturslausa tímabilinu stendur er hægt að velja nýjan skiptidag með því að setja á sig fyrsta EVRA forðaplásturinn í næsta meðferðarhring á þeim vikudegi sem konan óskar. Aldrei skulu þó líða fleiri en 7 samfelldir forðaplásturslausir dagar. Því styttra sem forðaplásturslausa tímabilið er, því meiri líkur eru á að konan fái ekki blæðingar og gæti fengið milliblæðingar og blettablæðingar í næsta meðferðarhring.

Ef minni háttar húðerting kemur fram

Ef notkun forðaplástursins veldur óþægindum og ertingu má setja nýjan forðaplástur á annan stað fram að næsta skiptidegi. Einungis skal nota einn forðaplástur í einu.

4.3Frábendingar

Samsettar hormónagetnaðarvarnir skal ekki nota við eftirfarandi aðstæður. Ef eitt þessara atriða kemur upp meðan á notkun EVRA stendur verður að hætta notkun EVRA samstundis.

Bláæðasegarek (VTE, venous thromboembolism) eða hætta á því

Bláæðasegarek – yfirstandandi bláæðasegarek (á segavarnarlyfjum) eða saga um slíkt (t.d. segamyndun í djúpum bláæðum [DVT] eða lungnasegarek [PE]).

Þekkt ættgeng eða áunnin tilhneiging til bláæðasegareks, svo sem þol gegn virkjuðu C prótíni (APC-resistance), (þar með talið þáttur V Leiden), andtrombín-III-skortur, skortur á C prótíni, skortur á S prótíni

Viðamikil skurðaðgerð með langvarandi hreyfingarleysi (sjá kafla 4.4)

Mikil hætta á bláæðasegareki vegna fleiri en eins áhættuþáttar (sjá kafla 4.4)

Slagæðasegarek (ATE, arterial thromboembolism) eða hætta á því

Slagæðasegarek –slagæðasegarek, saga um slíkt (t.d. hjartadrep) eða fyrirboði um slíkt (t.d. hjartaöng)

Æðasjúkdómur í heila – yfirstandandi slag, saga um slag eða fyrirboði um slíkt (t.d. skammvinnt blóðþurrðarkast, TIA)

Þekkt ættgeng eða áunnin tilhneiging til slagæðasegareks, svo sem aukning hómósysteins í blóði og andfosfólípíðmótefni (andkardíólípínmótefni, lúpus andstorkuþáttur).

Saga um mígreni með staðbundnum taugaeinkennum.

Mikil hætta á slagæðasegareki vegna fleiri en eins áhættuþáttar (sjá kafla 4.4) eða ef til staðar er einn alvarlegur áhættuþáttur svo sem:

-sykursýki ásamt æðaeinkennum

-alvarlegur háþrýstingur

-alvarleg röskun á fitupróteinum í blóði

Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Staðfest brjóstakrabbamein eða grunur um brjóstakrabbamein.

Krabbamein í legslímu eða önnur staðfest eða hugsanleg estrógenháð æxlismyndun.

Óeðlileg lifrarstarfsemi tengd bráðum eða langvarandi lifrarfrumusjúkdómi.

Kirtilæxli eða krabbamein í lifur.

Ósjúkdómsgreind óeðlileg kynfærablæðing.

Samhliða notkun með lyfjum sem innihalda ombitasvir/paritaprevir/ritonavir og dasabuvir (sjá kafla 4.4 og 4.5).

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Varnaðarorð

Ef einhver af þeim áhættuþáttum eða sjúkdómum sem fram koma hér á eftir eru til staðar skal ræða það við konuna hvort notkun EVRA hentar henni.

Ef einhverjir af þessum sjúkdómum eða áhættuþáttum versna eða koma fram í fyrsta skipti skal ráðleggja konunni að hafa samband við lækninn til þess að ákvarða hvort hætta skuli notkun EVRA.

Engar klínískar upplýsingar benda til að forðaplástur sé að neinu leyti öruggari en samsettar getnaðar- varnartöflur.

EVRA er ekki ætlað til notkunar á meðgöngu (sjá kafla 4.6).

Hætta á bláæðasegareki (VTE)

Notkun allra samsettra hormónagetnaðarvarna eykur hættuna á bláæðasegareki (VTE) miðað við þegar þær eru ekki notaðar. Lyf sem innihalda levónorgestrel, norgestimat eða noretisterón eru sett í samhengi við minnstu hættu á bláæðasegareki. Önnur lyf á borð við EVRA kunna að hafa í för með sér meira en tvisvar sinnum þetta áhættustig. Ákvörðunin um að nota önnur lyf en þau sem valda minnstu hættu á bláæðasegareki skal aðeins tekin eftir að rætt hefur verið við konuna og gengið úr skugga um a hún skilji hættuna á bláæðasegareki með EVRA, hvernig núverandi áhættuþættir hafa áhrif á hættuna og að hættan á bláæðasegareki sé mest fyrsta árið sem lyfið er notað. Einnig eru vísbendingar um það að hættan aukist ef notkun samsettrar hormónagetnaðarvarnar er hafin á ný eftir að hlé hefur verið gert á notkun í 4 vikur eða lengur.

Af þeim konum sem nota ekki samsettar hormónagetnaðarvarnir og eru ekki þungaðar fá u.þ.b. 2 af hverjum 10.000 bláæðasegarek á eins árs tímabili. Hins vegar getur hættan verið mun meiri hjá sumum konum, eftir því hvaða undirliggjandi áhættuþættir eru fyrir hendi (sjá hér að neðan).

Talið er að af 10.000 konum sem nota lágskammta samsettar hormónagetnaðarvarnir sem innihalda levónorgestrel fái u.þ.b. 61 bláæðasegarek á einu ári. Rannsóknir hafa gefið til kynna að nýgengi bláæðasegareks hjá konum sem notuðu EVRA sé allt að 2-falt meira en hjá þeim sem notuðu samsettar hormónagetnaðarvarnir sem innihalda levónorgestrel. Þetta samsvarar u.þ.b. 6 til 12 tilfellum bláæðasegareks á ári hjá hverjum 10.000 konum sem nota EVRA.

Í báðum tilvikum er fjöldi tilfella bláæðasegareks á ári minni en sá fjöldi sem búist er við hjá konum á meðgöngu eða rétt eftir barnsburð.

1 Miðpunktur bilsins 5-7 á 10.000 kvenár, byggt á hlutfallslegri áhættu fyrir samsettar hormónagetnaðarvarnir sem innihalda levónorgestrel samanborið við það þegar þær eru ekki notaðar sem nemur u.þ.b. 2,3 til 3,6

Bláæðasegarek getur reynst banvænt í 1-2% tilfella.

Fjöldi tilfella bláæðasegareks á 10.000 konur á einu ári

Fjöldi tilfella bláæðasegareks

Ekki á samsettri

Samsett hormónagetnaðarvörn sem

Samsett hormónagetnaðarvörn sem

hormónagetnaðarvörn

inniheldur levónorgestrel

inniheldur

(2 tilfelli)

(5-7 tilfelli)

norelgestrómín (6-12 tilfelli)

Örsjaldan hefur verið greint frá segamyndun í öðrum æðum hjá konum sem nota samsettar getnaðar- varnir, t.d. í bláæðum og slagæðum í lifur, garnahengi, nýrum eða sjónu.

Áhættuþættir bláæðasegareks

Hættan á fylgikvillum tengdum bláæðasegareki hjá þeim sem nota samsettar hormónagetnaðarvarnir kann að aukast verulega hjá konum með fleiri áhættuþætti, einkum ef margir áhættuþættir eru fyrir hendi (sjá töflu).

Ekki má nota EVRA ef konan hefur fleiri en einn áhættuþátt sem valda henni mikilli hættu á segamyndun í bláæðum (sjá kafla 4.3). Ef konan hefur fleiri en einn áhættuþátt er mögulegt að þessi aukna hætta sé meiri en sem nemur samanlagðri áhættu einstakra þátta og ef svo er skal meta heildarhættu á bláæðasegareki. Ef mat á ávinningi og áhættu reynist neikvætt skal ekki ávísa samsettum hormónagetnaðarvörnum (sjá kafla 4.3).

Tafla: Áhættuþættir varðandi bláæðasegarek

Áhættuþáttur

Athugasemd

Offita (líkamsþyngdarstuðull yfir

Áhættan eykst verulega eftir því sem

30 kg/m²)

líkamsþyngdarstuðull hækkar.

 

Einkum mikilvægt að hafa í huga ef aðrir áhættuþættir

 

eru einnig fyrir hendi.

Langvarandi hreyfingarleysi, viðamikil

Við slíkar aðstæður er ráðlegt að hætta notkun

skurðaðgerð, hvaða skurðaðgerð sem er

plástursins (ef um er að ræða valbundna skurðaðgerð,

á fótleggjum eða mjaðmagrind,

minnst fjórum vikum fyrr) og að hefja hana ekki á ný

taugaskurðaðgerð eða alvarlegir áverkar

fyrr en tveimur vikum eftir að fullri hreyfingu er náð á

 

ný. Nota skal aðra tegund af getnaðarvörn til þess að

Athugið: tímabundin kyrrseta, þar með

forðast óæskilega þungun.

taldar flugferðir >4 klst., geta einnig

Íhuga skal segavarnarmeðferð ef notkun EVRA hefur

verið áhættuþáttur bláæðasegareks,

ekki verið hætt fyrir fram.

einkum hjá konum með aðra

 

áhættuþætti

 

Jákvæð fjölskyldusaga (bláæðasegarek

Ef grunur leikur á um ættgenga áhættuþætti skal vísa

hjá systkini eða foreldri, einkum nokkuð

konunni til sérfræðings til að fá ráðleggingar áður en

snemma á ævinni).

ákvörðun er tekin um notkun samsettra

 

hormónagetnaðarvarna.

Aðrir sjúkdómar sem tengjast

Krabbamein, rauðir úlfar, blóðlýsuþvageitrunarheilkenni,

bláæðasegareki

langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum (Crohns

 

sjúkdómur eða sáraristilbólga) og sigðkornablóðleysi.

Hækkandi aldur

Einkum yfir 35 ára.

Ekki er samstaða um það hvort æðahnútar og grunn segabláæðabólga hafi hlutverki að gegna við upphaf eða þróun segamyndunar í bláæðum.

Íhuga þarf aukna hættu á segareki á meðgöngu, og einkum á fyrstu 6 vikum eftir fæðingu (Upplýsingarnar „Meðganga og brjóstagjöf“ sjá kafla 4.6).

Einkenni um bláæðasegarek (segamyndun í djúpum bláæðum og lungnasegarek)

Ef einkenni koma fram skal ráðleggja konum að leita læknishjálpar tafarlaust og láta heilbrigðisstarfsmann vita um notkun samsettra hormónagetnaðarvarna.

Einkenni um segamyndun í djúpum bláæðum (DVT) geta m.a. falið í sér:

-þrota í öðrum fótlegg og/eða fæti eða í bláæð fótleggjar;

-verk eða eymsli í fótlegg sem hugsanlega koma aðeins fram þegar staðið er eða við göngu;

-aukinn varma í viðkomandi fótlegg; roða eða litabreytingu í húð á fótlegg.

Einkenni um lungnasegarek (PE) geta m.a. falið í sér:

-skyndilega óútskýrð mæði eða hraðan andardrátt;

-skyndilegan hósta sem kann að hafa í för með sér blóðhósta;

-nístandi verk fyrir brjósti;

-svima eða sundl;

-hraðan eða óreglulegan hjartslátt.

Sum þessara einkenna (t.d. „mæði“, „hósti“) eru ósértæk og kunna að verða túlkuð sem algengari eða síður alvarlegir kvillar (t.d. sýkingar í öndunarvegi).

Önnur merki um stíflu í æðum eru meðal annars: skyndilegur verkur, þroti og örlítill blámi á útlim.

Ef stíflan kemur fram í auga geta einkennin verið allt frá þokusýn án verkja og þróast yfir í sjóntap. Stundum kemur sjóntap nánast tafarlaust fram.

Hætta á slagæðasegareki (ATE)

Í faraldsfræðilegum rannsóknum hefur notkun samsettra hormónagetnaðarvarna verið sett í samhengi við aukna hættu á slagæðasegareki (hjartadrepi) eða heilablóðfalli (t.d. skammvinnu blóðþurrðarkasti, slagi). Tilfelli slagæðasegareks kunna að reynast banvæn.

Áhættuþættir varðandi slagæðasegarek

Hættan á fylgikvillum tengdum slagæðasegareki eða heilablóðfalli hjá þeim sem nota samsettar hormónagetnaðarvarnir eykst hjá konum með áhættuþætti (sjá töflu). Ekki má nota EVRA ef konan hefur einn alvarlegan eða fleiri en einn áhættuþátt sem valda henni mikilli hættu á segamyndun í slagæðum (sjá kafla 4.3). Ef konan hefur fleiri en einn áhættuþátt er mögulegt að þessi aukna hætta sé meiri en sem nemur samanlögðum áhættuþáttum og ef svo er skal meta heildaráhættu hennar. Ef mat á ávinningi og áhættu reynist neikvætt skal ekki ávísa samsettum hormónagetnaðarvörnum (sjá

kafla 4.3).

Tafla: Áhættuþættir varðandi slagæðasegarek

Áhættuþáttur

Athugasemd

Hækkandi aldur

Einkum yfir 35 ára

Reykingar

Ráðleggja skal konum að reykja ekki ef þær vilja nota

 

samsetta hormónagetnaðarvörn. Konum sem eru eldri en

 

35 ára og halda áfram að reykja er eindregið ráðlagt að

 

nota aðra tegund af getnaðarvörn.

Háþrýstingur

 

Offita (líkamsþyngdarstuðull yfir

Áhættan eykst verulega eftir því sem

30 kg/m2)

líkamsþyngdarstuðull hækkar.

 

Einkum mikilvægt að hafa í huga hjá konum þar sem

 

aðrir áhættuþættir eru einnig fyrir hendi.

Jákvæð fjölskyldusaga (slagæðasegarek

Ef grunur leikur á um ættgenga áhættuþætti skal vísa

hjá systkini eða foreldri, einkum nokkuð

konunni til sérfræðings til að fá ráðleggingar áður en

snemma á ævinni t.d. fyrir 50 ára aldur)

ákvörðun er tekin um notkun samsettra

 

hormónagetnaðarvarna

Mígreni

Aukning á tíðni eða alvarleika mígrenis meðan á notkun

 

samsettra hormónagetnaðarvarna stendur (sem getur

 

verið fyrirboði heilablóðfalls) getur verið ástæða til þess

 

að hætta notkun tafarlaust

Aðrir læknisfræðilegir kvillar sem

Sykursýki, aukning hómósysteins í blóðinu,

tengjast alvarlegum æðakvillum

lokusjúkdómur í hjarta og gáttatif, röskun á

 

fitupróteinum í blóði og rauðir úlfar.

Einkenni um slagæðasegarek

Ef einkenni koma fram skal ráðleggja konum að leita læknishjálpar tafarlaust og láta heilbrigðisstarfsmann vita um notkun samsettra hormónagetnaðarvarna.

Einkenni um heilablóðfall geta m.a. falið í sér:

-skyndilegan dofa eða slappleika í andliti, handlegg eða fótlegg, einkum öðrum megin í líkamanum;

-skyndilega erfiðleika við gang, sundl, skort á jafnvægi eða samhæfingu;

-skyndilega ringlun, erfiðleikar tengdir málnotkun eða skilningi;

-skyndilega erfiðleika tengda sjón á öðru eða báðum augum;

-skyndilegan, svæsinn eða langvarandi höfuðverk án þekktrar ástæðu;

-meðvitundarleysi eða yfirlið með eða án flogs.

Tímabundin einkenni gefa til kynna að um skammvinnt blóðþurrðarkast (TIA) sé að ræða.

Einkenni um hjartadrep geta m.a. falið í sér:

-verki, óþægindi, þrýsting, þyngsli, herpings- eða þrengslatilfinningu fyrir brjósti, í handleggjum eða undir bringubeini;

-óþægindi sem leiða út í bak, kjálka, háls, handlegg, maga;

-seddutilfinningu, meltingartruflanir eða köfnunartilfinningu;

-svitamyndun, ógleði, uppköst eða sundl;

-mikið máttleysi, kvíða eða mæði;

-hraðan eða óreglulegan hjartslátt.

Eindregið skal ráða konum, sem nota samsettar getnaðarvarnir, að hafa samband við lækni ef vera skyldi að um segamyndunareinkenni væri að ræða. Ef um staðfesta eða grunaða segamyndun er að ræða skal hætta notkun hormónagetnaðarvarnarinnar. Nota skal fullnægjandi getnaðarvörn vegna vanskapandi áhrifa segavarnarlyfja (kúmarínefna).

Æxli

Í nokkrum faraldsfræðilegum rannsóknum hefur verið greint frá aukinni hættu á leghálskrabbameini við langtímanotkun samsettra getnaðarvarnartaflna, en enn er ágreiningur um að hve miklu leyti þessi niðurstaða er rekjanleg til truflandi áhrifa kynhegðunar og annarra þátta, svo sem vörtuveiru hjá mönnum (HPV).

Safngreining á 54 faraldsfræðilegum rannsóknum sýndi lítið eitt aukna hættu (RR = 1,24) á að brjóstakrabbamein greinist í konum sem nota samsettar getnaðarvarnartöflur. Þessi aukna hætta minnkar stig af stigi á 10 árum eftir að notkun samsettra getnaðarvarnartaflna er hætt. Vegna þess að brjóstakrabbamein er mjög sjaldgæft hjá konum yngri en 40 ára er aukningin á fjölda greindra tilfella brjóstakrabbameins hjá þeim sem nota samsettar getnaðarvarnartöflur, eða hafa notað þær nýlega, lítil samanborðið við hættuna á að fá brjóstakrabbamein einhvern tíma á ævinni. Brjóstakrabbamein, sem greinist hjá konum sem hafa notað samsettar getnaðarvarnartöflur, er yfirleitt skemmra á veg komið heldur en hjá þeim sem aldrei notuðu þær. Þetta aukna áhættumynstur getur verið vegna þess að brjóstakrabbamein hafi greinst fyrr hjá þeim sem nota samsettar getnaðarvarnartöflur, vegna líffræðilegra áhrifa samsettra getnaðarvarnartaflna eða vegna beggja þessara þátta.

Í mjög sjaldgæfum tilfellum hefur verið greint frá góðkynja lifraræxlum hjá konum sem nota samsettar getnaðarvarnartöflur og enn sjaldnar hefur verið greint frá illkynja lifraræxlum. Í einstökum tilfellum hafa þessi æxli leitt til lífshættulegra blæðinga í kviðarholi. Hafa ber lifraræxli í huga við mismuna- greiningu þegar fram koma miklir verkir í efri hluta kviðarhols, við lifrarstækkun eða merki um blæðingu í kviðarholi hjá konum sem nota EVRA.

Hækkun á ALT

Meðan á klínískum rannsóknum stóð hjá sjúklingum á meðferð við lifrarbólgu C veirusýkingu með lyfjum sem innihalda ombitasvir/paritaprevir/ritonavir og dasabuvir, með eða án ribavirins, kom hækkun um meira en 5 sinnum efri eðlileg mörk á transamínasa (ALT) marktækt oftar fyrir hjá konum sem notuðu lyf sem innihalda etinýlestradíól eins og samsetta hormónagetnaðarvörn (sjá kafla 4.3

og 4.5).

Annað ástand

-Getnaðarvörn getur verið minni hjá konum sem vega 90 kg eða meira (sjá kafla 4.2 og 5.1).

-Konur með hækkun á þríglýseríðum í blóði, eða fjölskyldusögu um slíkt, geta verið í aukinni hættu á að fá brisbólgu þegar þær nota samsettar hormónagetnaðarvarnir.

-Þótt greint hafi verið frá lítilsháttar blóðþrýstingshækkun hjá mörgum konum, sem nota hormónagetnaðarvarnir, er blóðþrýstingshækkun, sem hefur klíníska þýðingu, mjög sjaldgæf. Ekki hefur verið sýnt fram á ákveðið samhengi milli notkunar hormónagetnaðarvarna og háþrýstings sem hefur klíníska þýðingu. Ef háþrýstingur er til staðar þegar notaðar eru samsettar hormónagetnaðarvarnir og stöðugur háþrýstingur eða marktæk hækkun á blóðþrýstingi svarar ekki blóðþrýstingslækkandi meðferð nægjanlega verður að hætta notkun samsettra hormóna- getnaðarvarna. Notkun samsettra hormónagetnaðarvarna má síðan hefja aftur ef blóðþrýstingur næst eðlilegur með blóðþrýstingslækkandi meðferð.

-Greint hefur verið frá því að eftirfarandi heilsufarsástand geti komið fram eða versnað bæði á meðgöngu og við notkun samsettra getnaðarvarnartaflna, en sönnun á tengslum við notkun samsettra getnaðarvarnartaflna er ófullnægjandi. Gula og/eða kláði í tengslum við gallteppu; sjúkdómar í gallblöðru m.a. gallblöðrubólga og gallsteinar; porfýría; rauðir úlfar (systemic lupus erythematosus); blóðlýsu-nýrnabilunarheilkenni (hemolytic uremic syndrome); rykkjadans (Sydenhams chorea); meðgöngublöðrubóla; heyrnartap vegna kölkunar í miðeyra.

-Bráðar eða langvinnar truflanir á lifrarstarfsemi geta gert það að verkum að nauðsynlegt sé að hætta notkun samsettra hormónagetnaðarvarna þar til lifrargildi eru komin í eðlilegt horf. Við endurtekinn kláða, sem tengist gallteppu og sem kom fyrst fram á meðgöngu eða við fyrri notkun kynhormóna, verður að hætta notkun samsettra hormónagetnaðarvarna.

-Þótt samsettar hormónagetnaðarvarnir geti haft áhrif á insúlínnæmi í útæðum og sykurþol, er ekkert sem bendir til þess að nauðsynlegt sé að breyta skömmtum hjá sykursýkisjúklingum sem nota samsettar hormónagetnaðarvarnir. Þó á að fylgjast vel með konum sem hafa sykursýki, einkum þegar þær byrja að nota EVRA.

-Greint hefur verið frá versnun innræns þunglyndis, flogaveiki, Crohns-sjúkdóms og sáraristil- bólgu við notkun samsettra getnaðarvarnartaflna.

-Þungunarfreknur geta stundum komið fram við notkun hormónagetnaðarvarna, einkum hjá konum með sögu um slíkt á meðgöngu. Konur, sem hafa tilhneigingu til þungunarfrekna, ættu að forðast sólarljós eða útfjólubláa geislun á meðan þær nota EVRA. Oft ganga þungunarfreknur ekki fullkomlega til baka.

Læknisskoðun/-viðtal

Áður en notkun EVRA er hafin í fyrsta skipti eða að nýju skal skrá fulla sjúkrasögu (þar með talið fjölskyldusögu) og útiloka þarf þungun. Mæla skal blóðþrýsting og framkvæma læknisskoðun með frábendingar (sjá kafla 4.3) og varnaðarorð (sjá kafla 4.4) til hliðsjónar. Mikilvægt er að draga athygli kvenna að upplýsingum um segamyndun í bláæðum og slagæðum, þar með talið áhættu af notkun EVRA samanborið við aðrar samsettar hormónagetnaðarvarnir, einkennum um bláæðasegarek og slagæðasegarek, þekktum áhættuþáttum og hvað beri að gera ef grunur leikur á um segamyndun.

Einnig skal leiðbeina konunni um að lesa vandlega fylgiseðilinn og fylgja gefnum ráðleggingum. Tíðni og eðli skoðana skal byggja á viðteknum starfsvenjum og aðlaga hverri konu fyrir sig.

Fræða skal konur um það að hormónagetnaðarvarnir veita ekki vörn gegn HIV sýkingum (alnæmi) eða öðrum kynsjúkdómum.

Óreglulegar blæðingar

Við notkun allra samsettra hormónagetnaðarvarna geta blæðingar orðið óreglulegar (blettablæðingar eða milliblæðingar), einkum fyrstu mánuðina. Því er ekki hægt að gefa læknisfræðilegt álit á slíkum blæðingum fyrr en eftir u.þ.b. þriggja tíðahringja aðlögunartíma. Ef óregla á blæðingum heldur áfram eða kemur fram eftir reglulega tíðahringi þegar EVRA hefur verið notað samkvæmt leiðbeiningum, skal íhuga hvort eitthvað annað en EVRA geti verið ástæðan. Íhuga þarf orsakir sem eru ekki hormónatengdar og ef nauðsyn krefur þarf að gera viðeigandi ráðstafanir varðandi greiningu til að útiloka að um vefrænan sjúkdóm sé að ræða eða þungun. Þetta getur falið í sér útskröpun. Sumar konur fá ekki blæðingar á forðaplásturslausa tímabilinu. Ef EVRA hefur verið notað samkvæmt leið- beiningunum í kafla 4.2 er ólíklegt að konan sé barnshafandi. Hafi hún aftur á móti ekki notað EVRA samkvæmt þessum leiðbeiningum áður en hún missti úr blæðingar eða ef næstu blæðingar láta einnig á sér standa, skal útiloka að um þungun sé að ræða áður en konan heldur áfram að nota EVRA.

Sumar konur geta fengið tíðateppu eða fátíðir eftir að notkun hormónagetnaðarvarna er hætt, sér í lagi ef slíkar raskanir hafa áður komið fyrir.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Athugið: Hafa skal upplýsingar varðandi ávísun lyfja, sem gefin eru samtímis, til hliðsjónar m.t.t. þess hvort um mögulegar milliverkanir geti verið að ræða.

Lyfhrifamilliverkanir

Samhliða notkun með lyfjum sem innihalda ombitasvir/paritaprevir/ritonavir og dasabuvir, með eða án ribavirins, getur aukið hættuna á hækkun ALT (sjá kafla 4.3 og 4.4). Því verða notendur EVRA að skipta í aðra tegund getnaðarvarna (t.d. getnaðarvörn sem inniheldur eingöngu progestagen eða aðferð án hormóna) áður en meðferð með þessari samsetningu lyfja er hafin. Hefja má aftur meðferð með EVRA 2 vikum eftir að meðferð með þessari samsetningu lyfja er lokið.

Áhrif annarra lyfja á EVRA

Milliverkanir geta átt sér stað við lyf sem örva ensím frymisagna (microsome) sem getur leitt til aukinnar úthreinsunar kynhormóna og getur leitt til milliblæðinga og/eða óöruggrar getnaðarvarnar. Eftirfarandi milliverkanir hafa verið skráðar.

Efni sem auka úthreinsun samsettra hormónagetnaðarvarna (minnkuð verkun samsettra hormónagetnaðarvarna vegna ensímörvunar) t.d.:

Barbitúröt, bosentan, carbamazepin, phenytoin, primidon, rifampicin, modafinil og HIV-lyfin ritonavir, nevirapin og efavirenz og hugsanlega einnig felbamat, griseofulvin, oxcarbaxepin, topiramat og náttúrulyf sem innihalda jóhannesarjurt (Hypericum perforatum).

Meðhöndlun

Ensímörvun getur komið fram eftir nokkurra sólarhringa meðferð. Hámarks ensímörvun sést yfirleitt eftir u.þ.b. 10 sólarhringa en getur síðan staðið yfir í a.m.k. 4 vikur eftir að meðferð með lyfinu er stöðvuð.

Skammtímameðferð

Konur á skammtímameðferð með lyfjum sem örva lifrarensím sem taka þátt í umbroti lyfja eða einstaka virkum efnum sem örva þessi ensím ættu tímabundið að nota sæðishindrandi getnaðarvörn (barrier method) auk EVRA, þ.e.a.s. meðan á samhliðameðferð með þessum lyfjum stendur og í 28 sólarhringa eftir að henni er hætt.

Ef samhliðameðferð lyfs stendur fram yfir vikurnar þrjár sem forðaplásturinn er hafður á, skal setja næsta forðaplástur á án þess að gera venjubundið hlé á notkun forðaplásturs.

Langtímameðferð

Fyrir konur, sem eru á langtímameðferð með virkum efnum sem örva ensím, er mælt með notkun annarrar öruggrar getnaðarvarnar sem ekki byggist á hormónum.

Efni með mismunandi áhrif á úthreinsun samsettra hormónagetnaðarvarna

Plasmaþéttni estrógens eða prógestíns getur aukist eða minnkað við samhliðanotkun samsettra hormónagetnaðarvarna með mörgum samsetningum HIV próteasahemla og bakritahemla sem ekki eru núkleósíð, þ.m.t. samhliðanotkun með hemlum á lifrarbólgu C veiru. Nettóáhrif þessara breytinga geta í sumum tilvikum haft klínískt vægi.

Því þarf að skoða vel ávísunarleiðbeiningar HIV lyfja sem notuð eru samhliða til að greina mögulegar milliverkanir og ráðleggingar tengdar því. Ef um einhvern vafa er að ræða eiga konur, sem eru á meðferð með próteasahemlum eða baktritahemlum sem ekki eru núklósíð, að nota að auki sæðishindrandi getnaðarvörn.

Hömlun á umbroti etinýlestradíóls

Sýnt hefur verið fram á að etoricoxib hækkar plasmaþéttni etinýlestradíóls (50 til 60%) þegar það er tekið samhliða þrífasa hormónagetnaðarvörn til inntöku. Talið er að etoricoxib hækki þéttni etinýlestradíóls vegna þess að það hamli virkni súlfótransferasa og hamli á þann hátt umbroti etinýlestradíóls.

Áhrif EVRA á önnur lyf

Hormónagetnaðarvarnir geta haft áhrif á umbrot ákveðinna annarra virkra efna. Því getur þéttni í plasma og vefjum aukist (t.d. cíklósporín). Nauðsynlegt getur verið að breyta skammti lyfsins sem er notað samhliða.

Lamótrigín: Sýnt hefur verið fram á að samsettar hormónagetnaðarvarnir draga marktækt úr plasmaþéttni lamótrigíns við samhliða gjöf, líklega vegna glúkurontengingar lamótrigíns. Þetta getur dregið úr stjórnun á flogum og því getur verið nauðsynlegt að aðlaga skammta lamótrigíns.

Rannsóknaniðurstöður

Notkun getnaðarvarnarstera getur haft áhrif á niðurstöður ákveðinna rannsókna, þ.m.t. lífefnafræðilegra mælinga á starfsemi lifrar, skjaldkirtils, nýrnahettna og nýrna, plasmaþéttni (flutnings) próteina, t.d. bindiglóbúlíns fyrir barkstera og fitu/fitupróteinhluta, gildi sem sýna umbrot kolvetna og gildi sem sýna storkuvirkni og segaleysandi virkni í blóði. Breytingarnar eru almennt innan eðlilegra marka.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

EVRA er ekki ætlað til notkunar á meðgöngu.

Faraldsfræðilegar rannsóknir benda ekki til aukinnar hættu á fæðingargöllum hjá börnum mæðra sem notuðu samsettar hormónagetnaðarvarnir til inntöku fyrir þungun. Meirihluti nýlegra rannsókna bendir ekki heldur til fósturskemmandi áhrifa þegar samsettar hormónagetnaðarvarnir til inntöku voru óvart notaðar í byrjun meðgöngu.

Takmarkaðar upplýsingar um framvindu meðgöngu hjá konum sem nota EVRA veita ekki grundvöll til að draga ályktanir um öryggi þess á meðgöngu.

Dýrarannsóknir hafa sýnt óæskileg áhrif á meðgöngu og við brjóstagjöf (sjá kafla 5.3). Byggt á þessum gögnum um notkun hjá dýrum, er ekki hægt að útiloka óæskileg áhrif vegna hormónaverkunar virka efnisins. Almenn reynsla af notkun samsettrar hormónameðferðar til inntöku á meðgöngu færði þó ekki sönnur á áhrif sem væru í reynd óæskileg fyrir menn.

Ef þungun á sér stað meðan á notkun EVRA stendur skal hætta notkun EVRA samstundis.

Hafa skal í huga aukna hættu á bláæðasegareki eftir barnsburð þegar notkun EVRA hefst á ný (sjá kafla 4.2 og 4.4).

Brjóstagjöf

Brjóstagjöf getur orðið fyrir áhrifum af samsettum hormónagetnaðarvörnum, þar sem þær geta dregið úr magni og breytt samsetningu brjóstamjólkur. Því er ekki mælt með notkun EVRA fyrr en móðir hefur vanið barnið alveg af brjósti.

Frjósemi

Seinkun getur orðið á getnaði eftir að konur hætta notkun EVRA.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

EVRA hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á upplýsingum um öryggi

Algengustu aukaverkanirnar, sem greint hefur verið frá í klínískum rannsóknum, eru höfuðverkur sem kom fyrir hjá um það bil 21,0% sjúklinga, ógleði sem kom fyrir hjá u.þ.b. 16,6% sjúklinga og eymsli í brjóstum sem kom fyrir hjá um það bil 15,9% sjúklinga. Aukaverkanir sem geta komið fram í byrjun meðferðar hverfa venjulega eftir fyrstu þrjá meðferðarhringina, þ.m.t. blettablæðingar, viðkvæmni í brjóstum og ógleði.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Komið hefur í ljós aukin hætta á segamyndun og segareki í slagæðum og bláæðum, þar með talið hjartadrepi, slagi, skammvinnum blóðþurrðarköstum, segamyndun í bláæðum og lungnasegareki, hjá konum sem nota samsettar hormónagetnaðarvarnir, sem er nánar lýst í kafla 4.4.

Tafla með lista yfir aukaverkanir

Öryggi var metið hjá 3.322 konum sem voru kynferðislega virkar sem tóku þátt í þremur 3. stigs klínískum rannsóknum sem sniðnar voru til að meta verkun getnaðarvarnar. Þessir einstaklingar fengu getnaðarvarnarmeðferð í sex eða 13 hringi (EVRA eða getnaðarvarnarlyf til inntöku til samanburðar), notuðu að minnsta kosti einn skammt af rannsóknarlyfinu og skiluðu öryggisupplýsingum. Tafla 1 hér fyrir neðan endurspeglar aukaverkanir sem greint var frá í klínískum rannsóknum og við reynslu af notkun lyfsins eftir markaðssetningu. Tíðnin er skilgreind samkvæmt MedDRA: mjög algengar

(≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000); koma örsjaldan fyrir (<1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Tafla 1:

Tíðni aukaverkana

 

Líffæraflokkur

Aukaverkun

Tíðni

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra

Algengar

 

Sveppasýking í (sköpum) leggöngum

 

 

Hvítsveppasýking (candidiasis) í leggöngum

Mjög sjaldgæfar

Útbrot með graftarbólum*

 

 

Graftarbólur á plástursstað

Æxli góðkynja og illkynja (einnig blöðrur og separ)

Mjög sjaldgæfar

Lifraræxli*†

 

 

Brjóstakrabbamein*†

 

 

Legghálskrabbamein*†

 

 

Kirtilæxli í lifur*†

 

 

Sléttvöðvaæxli í legi

 

 

Netjukirtilæxli í brjósti

Ónæmiskerfi

 

Sjaldgæfar

 

Ofnæmi

Efnaskipti og næring

 

Sjaldgæfar

 

Kólesterólhækkun

 

 

Vökvasöfnun

 

 

Aukin matarlyst

Mjög sjaldgæfar

Blóðsykurshækkun*

 

 

Insúlínviðnám*

Geðræn vandamál

 

Algengar

 

Skap-, tilfinninga- og kvíðaröskun

Sjaldgæfar

 

Svefnleysi

 

 

Minnkuð kynhvöt

Mjög sjaldgæfar

Reiði*

 

 

Pirringur*

 

 

Aukin kynhvöt

Taugakerfi

 

 

Mjög algengar

Höfuðverkur

Algengar

 

Mígreni

 

 

Sundl

Mjög sjaldgæfar

Heilaslag**†

 

 

Heilablæðing*†

 

 

Óeðlilegt bragðskyn*

Augu

 

 

Mjög sjaldgæfar

Óþol fyrir augnlinsum*

Hjarta

 

 

Mjög sjaldgæfar

Slagæðasegarek

 

 

(Brátt) hjartadrep*†

Æðar

 

 

Sjaldgæfar

 

Háþrýstingur

 

 

 

Mjög sjaldgæfar

 

Alvarlegur háþrýstingur (hypertensive crisis)*

 

 

Segamyndun í slagæð**†

 

 

Segamyndun í bláæð**†

 

 

Segamyndun*†

 

 

Bláæðasegarek

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

 

Mjög sjaldgæfar

 

Segamyndun í lungum (slagæð)*†

 

 

Segarek í lungum†

Meltingarfæri

 

Mjög algengar

 

Ógleði

Algengar

 

Kviðverkir

 

 

Uppköst

 

 

Niðurgangur

 

 

Þaninn kviður

Mjög sjaldgæfar

 

Ristilbólga*

Lifur og gall

 

Mjög sjaldgæfar

 

Gallblöðrubólga

 

 

Gallsteinar†

 

 

Lifrarskemmd*

 

 

Gula vegna gallteppu*†

 

 

Gallteppa*†

Húð og undirhúð

 

Algengar

 

Þrymlabólur

 

 

Útbrot

 

 

Kláði

 

 

Húðviðbrögð

 

 

Húðerting

Sjaldgæfar

 

Hárlos

 

 

Ofnæmishúðbólga

 

 

Exem

 

 

Ljósnæmisviðbrögð

 

 

Snertihúðbólga

 

 

Ofsakláði

 

 

Roðaþot

Mjög sjaldgæfar

 

Ofnæmisbjúgur*

 

 

Roðaþot (regnboga og þrymla)*

 

 

Þungunarfreknur†

 

 

Útbrot með flögnun húðar*

 

 

Útbreiddur kláði

 

 

Útbrot (roðaþot, með kláða)

 

 

Flösuhúðbólga*

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Algengar

 

Vöðvakrampar

Æxlunarfæri og brjóst

 

Mjög algengar

 

Eymsli í brjóstum

Algengar

 

Tíðaþrautir

 

 

Blæðing frá leggöngum og truflanir á tíðablæðingum**†

 

 

Legkrampi

 

 

Kvillar í brjóstum

 

 

Útferð frá leggöngum

 

 

 

Sjaldgæfar

Mjólkurflæði

 

Fyrirtíðaheilkenni

 

Þurrkur í leggöngum og sköpum

Mjög sjaldgæfar

Frumubreytingar í leghálsi*

 

Bæling á mjólkurmyndun*

 

Útferð frá kynfærum

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Algengar

Slappleiki

 

Þreyta

 

Viðbrögð á plástursstað (roði, erting, kláði, útbrot)

Sjaldgæfar

Útbreiddur bjúgur

 

Bjúgur á útlimum

 

Viðbrögð á plástursstað**

Mjög sjaldgæfar

Bjúgur í andliti*

 

Potbjúgur (pitting oedema)*

 

Þroti

 

Viðbrögð á plástursstað* (t.d. graftarkýli, fleiður)

 

Staðbundinn bjúgur*

Rannsóknaniðurstöður

 

Algengar

Þyngdaraukning

Sjaldgæfar

Hækkaður blóðþrýstingur

 

Blóðfituröskun**

Mjög sjaldgæfar

Blóðsykurslækkun*†

 

Óeðlilegur blóðsykur*†

*Greint frá eftir markaðssetningu.

**Aukaverkanir sem greint hefur verið frá í klínískum rannsóknum og eftir markaðssetningu.

Sjá kafla 4.4.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ekki hefur verið greint frá alvarlegum áhrifum eftir töku stórra skammta af getnaðarvarnartöflum fyrir slysni. Ofskömmtun getur valdið ógleði eða uppköstum. Leggangablæðingar geta komið fram hjá konum. Ef grunur leikur á ofskömmtun skal fjarlægja alla getnaðarvarnarforðaplástra og veita meðferð í samræmi við einkenni.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Kynhormónar og lyf sem hafa mótandi áhrif á kynfæri, blöndur af prógestógeni og estrógeni, ATC flokkur: G03AA13.

Verkunarháttur

EVRA verkar með því að bæla gonadotropin með estrógen- og gulbúsfasaverkunum etinýlestradíóls og norelgestromíns. Aðalverkunarhátturinn er hindrun á egglosi en breytingar á leghálsslími og leg- slímu stuðla hugsanlega einnig að verkun lyfsins.

Verkun og öryggi

„Pearl index“ listi (sjá töflu):

Rannsóknar-

CONT-002

CONT-003

CONT-003

CONT-004

CONT-004

Allir þeir sem

hópur

EVRA

EVRA

COC*

EVRA

COC**

fengu EVRA

Fjöldi

10.743

5.831

4.592

5.095

4.005

21.669

meðferðar-

 

 

 

 

 

 

hringja

 

 

 

 

 

 

Heildar

0,73

0,89

0,57

1,28

2,27

0,90

„Pearl Index“

(0,15; 1,31)

(0,02; 1,76)

(0,0; 1,35)

(0,16; 2,39)

(0,59; 3,96)

(0,44; 1,35)

(95% CI)

 

 

 

 

 

 

„Pearl index“

0,61

0,67

0,28

1,02

1,30

0,72

- aðferð brást

(0,0; 1,14)

(0,0; 1,42)

(0,0; 0,84)

(0,02; 2,02)

(0,03; 2,57)

(0,31; 1,13)

(95% CI)

 

 

 

 

 

 

*DSG 150 míkróg + 20 míkróg EE

**50 míkróg LNG +30 míkróg EE á 1.-6. degi, 75 míkróg LNG + 40 míkróg EE á 7.-11. degi, 125 míkróg LNG + 30 míkróg EE á 12.-21. degi

Könnunargreining var framkvæmd til þess að ákvarða hvort þýðiseinkenni í III. stigs rannsóknunum (n = 3.319), þ.e. aldur, kynþáttur og þyngd, væru tengdir þungun. Greiningin benti ekki til neinnar tengingar þungunar við aldur og kynþátt. Með tilliti til líkamsþyngdar voru 5 af 15 þungunum, sem tilkynnt var um með EVRA, hjá konum með grunnlíkamsþyngd 90 kg eða meira, sem var < 3% af rannsóknarhópnum. Undir 90 kg var engin tenging á milli líkamsþyngdar og þungunar. Þótt einungis sé hægt að útskýra 10-20% af breytileika lyfjahvarfaupplýsinga með þyngd (sjá kafla 5.2), er hærra hlutfall þungunar meðal kvenna í kringum eða yfir 90 kg tölfræðilega marktækt og bendir til þess að EVRA sé hugsanlega ekki eins árangursríkt hjá þessum konum.

Notkun samsettra getnaðarvarnartaflna í stærri skammti (50 míkrógrömm etinýlestradíól) dregur úr hættu á krabbameini í legslímu og eggjastokkum. Hvort það sama á við um lægri skammta af sam- settum hormónagetnaðarvörnum hefur ekki enn verið staðfest.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Eftir að EVRA forðaplásturinn hefur verið settur á nær sermisþéttni norelgestromíns og etinýl- estradíóls jafnvægi eftir um 48 klst. Þéttni norelgestromíns og EE við jafnvægi er um 0,8 ng/ml og um 50 pg/ml, tilgreint í sömu röð, yfir eina viku með forðaplástri. Í fjölskammtarannsóknum kom í ljós að sermisþéttni og AUC fyrir norelgestromín og EE jókst aðeins lítillega með tímanum samanborið við 1. viku í 1. hring.

Frásog norelgestromíns og etinýlestradíóls, eftir að EVRA forðaplásturinn var settur á, var rannsakað við sömu skilyrði og í heilsuræktarstöð (gufubað, nuddpottur, hlaupabretti og önnur þolþjálfun) og í köldu vatnsbaði. Niðurstöðurnar bentu til þess að engin marktæk áhrif væru á Css eða AUC fyrir norelgestromín miðað við venjulega notkun. Örlítil aukning greindist á EE við notkun á hlaupabretti og í annarri þolþjálfun, en hins vegar voru Css gildin eftir þessar meðferðir innan viðmiðunarmarka. Kalt vatn hafði engin marktæk áhrif á þessi gildi.

Niðurstöður úr rannsóknum á EVRA hvað varðar framlengda notkun eins getnaðarvarnarforðaplásturs í 7 daga og í 10 daga bentu til að markgildi Css fyrir norelgestromín og etinýlestradíól héldist í 3 daga til viðbótar ef EVRA forðaplásturinn var notaður áfram (10 dagar). Þessar niðurstöður benda til þess að klínísk verkun haldist jafnvel þótt að gleymist að skipta um forðaplástur í allt að 2 heila daga.

Dreifing

Norelgestromín og norgestrel (umbrotsefni norelgestromíns í sermi) eru mikið bundin (> 97%) próteinum í sermi. Norelgestromín er bundið albúmíni og ekki kynhormónabindandi glóbúlíni (SHBG), á meðan norgestrel er aðallega bundið kynhormónabindandi glóbúlíni, sem takmarkar líffræðilega virkni þess. Etinýlestradíól er mikið bundið albúmíni í sermi.

Umbrot

Norelgestromín umbrotnar í lifur og á meðal umbrotsefna eru norgestrel, sem er mikið bundið kynhormónabindandi glóbúlíni, og ýmis hýdroxýltengd og samtengd umbrotsefni. Etinýlestradíól er einnig umbrotið í ýmis hýdroxýltengd efni og glúkóróníð- og súlfatsamtengingar þeirra.

Brotthvarf

Eftir að forðaplástur var tekinn af var meðalhelmingunartími brotthvarfs fyrir norelgestromín og etinýlestradíól um það bil 28 klst. og 17 klst., tilgreint í sömu röð. Brotthvarf umbrotsefna norelgestromíns og etinýlestradíóls verður um nýru og í hægðum.

Getnaðarvarnarlyf gefin um húð í samanburði við þau sem gefin eru með inntöku

Lyfjahvörf hormónagetnaðarvarnarlyfja, sem gefin eru um húð, eru frábrugðin lyfjahvörfum getnaðar- varnarlyfja sem eru gefin með inntöku og gæta skal varúðar við beinan samanburð þessara lyfjahvarfa- gilda.

Í rannsókn þar sem EVRA var borið saman við getnaðarvarnarlyf til inntöku, sem innihélt norgestimat (forefni norelgestromíns) 250 míkróg/etinýlestradíól 35 míkróg, voru gildi Cmax 2-falt hærri fyrir NGMN og EE hjá þeim fengu getnaðarvarnarlyf til inntöku en hjá hjá þeim sem fengu EVRA, en heildarútsetning (AUC og Css) var sambærileg og hjá þeim sem fengu EVRA. Breytileiki (%CV) frá einum einstaklingi til annars, hvað varðar lyfjahvarfagildi eftir notkun EVRA, var meiri en breytileiki í tengslum við getnaðarvarnarlyf til inntöku.

Áhrif aldurs, líkamsþyngdar og líkamsyfirborðs

Áhrif aldurs, líkamsþyngdar og líkamsyfirborðs á lyfjahvörf norelgestromíns og etinýlestradíóls voru metin hjá 230 heilbrigðum konum úr níu lyfjahvarfarannsóknum þar sem notaður var einn EVRA forðaplástur í 7 daga. Fyrir bæði norelgestromín og EE tengdist aukinn aldur, líkamsþyngd og líkams- yfirborð örlítilli lækkun á Css og AUC gildum. Samt var aðeins hægt að tengja lítið brot (10-20%) af heildarbreytileika á lyfjahvörfum norelgestromíns og EE, sem fram komu við notkun EVRA, einhverjum eða öllum ofangreindum lýðfræðiþáttum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Aðrar upplýsingar en klínískar benda ekki til neinnar sérstakrar áhættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni og krabbameinsvaldandi áhrifum. Hvað varðar eiturverkanir á æxlun þá komu fram eiturverkanir norelgestromíns á fóstur hjá kanínum en öryggismörkin fyrir þessi áhrif voru nægilega há. Upplýsingar um eiturverkanir á æxlun hvað varðar samsetningu norelgestromíns og etinýlestradíóls eru ekki fyrir hendi. Upplýsingar um samsetningu norgestimats (forefni norelgestromíns) og etinýlestradíóls benda til minni frjósemi og hreiðrunar kvendýra (rottur) og aukinnar fósturvisnunar (rottur, kanínur) og, við notkun stórra skammta, minnkun á lífvænleika og frjósemi kvenkyns afkvæma (rottur). Þýðing þessara upplýsinga fyrir menn er ekki þekkt því litið hefur verið svo á að þau tengist vel þekktum lyfhrifum eða tegundasértækum verkunum.

Rannsóknir, sem voru gerðar til að meta áhrif EVRA á húð, benda til þess að lyfið sé ekki líklegt til að valda næmni og valdi einungis vægri ertingu þegar það er notað á kanínuhúð.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Stuðningslag

Ytra lag úr lituðu lágþéttni pólýetýleni innra lag úr pólýester.

Miðlag

Pólýísóbútýlen/pólýbútanlím crospovidon

óofið pólýesterefni laurýllaktat.

Þriðja lagið

Pólýetýlentereþalat (PET) þynna pólýmetýlsíloxan húð.

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

2 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi og raka.

Má ekki geyma í kæli. Má ekki frjósa.

6.5Gerð íláts og innihald

Innri umbúðir

Poki úr fjórum lögum: Lágþéttni pólýetýleni (innsta lagið), álþynnu, lágþéttni pólýetýlen-þynnu og ytra lagi úr bleiktum pappír.

Ytri umbúðir

Pokarnir eru í pappaöskju.

Hver askja inniheldur 3, 9 eða 18 EVRA forðaplástra og er hver fyrir sig í þynnupoka. Hverjum þremur pokum eru pakkað í gegnsæja, rifgataða plastfilmu og síðan í pappaöskju. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Setjið forðaplásturinn á um leið og hann er tekinn úr hlífðarpokanum.

Til að koma í veg fyrir að viðloðunareiginleikar EVRA dvíni skal ekki nota, krem, áburð eða púður á húðsvæðið þar sem setja á EVRA forðaplásturinn.

Eftir notkun inniheldur forðaplásturinn enn talsvert magn af virkum efnum. Það sem eftir er af virku hormónainnihaldi í forðaplástrinum getur haft skaðleg áhrif ef hann kemst í náttúrulegt vatnsumhverfi. Því skal farga notuðum forðaplástri tryggilega. Opnið förgunarmiðann á ytri hlið pokans. Setjið notaðan forðaplástur á förgunarmiðann þannig að límyfirborðið hylji skyggða svæðið á pokanum. Lokið líminnsiglinu með notaða forðaplástrinum í. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur. Hvorki má sturta notuðum forðaplástrum niður í salerni né setja þá í vatnslosunarkerfi.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

JANSSEN-CILAG INTERNATIONAL NV

Turnhoutseweg, 30

B-2340 Beerse

Belgía

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/02/223/001

EU/1/02/223/002

EU/1/02/223/003

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 22. ágúst 2002.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 22. ágúst 2012.

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf