Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

EllaOne (ulipristal) – Samantekt á eiginleikum lyfs - G03AD02

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsellaOne
ATC-kóðiG03AD02
Efniulipristal
FramleiðandiLaboratoire HRA Pharma

1.HEITI LYFS

ellaOne 30 mg tafla.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver tafla inniheldur 30 mg úlipristal asetat.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hver tafla inniheldur 237 mg af laktósa (sem einhýdrat).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Tafla.

Hvít til kremlituð marmaraáferð, kringlótt, kúpt tafla, merkt með kóðanum „ella“ á báðum hliðum.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Neyðargetnaðarvörn innan 120 klst. (5 daga) eftir óvarðar samfarir eða eftir að getnaðarvörn hefur brugðist.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Meðferðin felst í einni töflu sem taka skal inn eins fljótt og auðið er, en eigi síðar en 120 klst. (5 dögum) eftir óvarðar samfarir eða eftir að getnaðarvörn hefur brugðist.

Taka má ellaOne hvenær sem er á tíðahringnum

Ef kastað er upp innan 3 klst. eftir að ellaOne er tekið inn skal taka aðra töflu.

Ef tíðir eru seinar eða ef fram koma einkenni um þungun, skal útiloka þungun áður en ellaOne er gefið.

Sérstakir sjúklingahópar

Skert nýrnastarfsemi

Engrar skammtaaðlögunar er þörf.

Skert lifrarstarfsemi

Þar sem engar sérstakar rannsóknir liggja fyrir er ekki unnt að gefa neinar aðrar skammtaráðleggingar fyrir ellaOne.

Alvarlega skert lifrarstarfsemi

Þar sem engar sérstakar rannsóknir liggja fyrir er ekki mælt með að nota ellaOne.

Börn

Notkun ellaOne á ekki við hjá börnum fyrir kynþroskaaldur við ábendinguna neyðargetnaðarvörn. Unglingar: ellaOne hentar öllum konum á barneignaraldri, þar með talið unglingum. Enginn munur hefur komið fram á öryggi og verkun samanborið við fullorðnar konur 18 ára og eldri (sjá kafla 5.1).

Lyfjagjöf

Til inntöku.

Taka má töfluna með eða án matar.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Aðeins skal nota ellaOne í einstaka tilvikum. Aldrei skal nota hana í stað reglubundinnar getnaðarvarnar. Ávallt skal ráðleggja konum að reiða sig á reglubundna getnaðarvörn.

ellaOne er ekki ætlað til notkunar á meðgöngu og konur sem grunur leikur á að kunni að vera þungaðar eða vitað er að eru þungaðar mega ekki nota lyfið. Hins vegar stöðvar ellaOne ekki staðfesta þungun (sjá kafla 4.6).

ellaOne kemur ekki í veg fyrir þungun í sérhverju tilviki.

Ef næstu tíðum seinkar um meira en 7 daga, ef tíðir eru óeðlilegar eða ef vart verður við einkenni þungunar eða ef einhver grunur er um þungun, skal framkvæma þungunarpróf. Eins og við á um allar þunganir, skal hafa í huga mögulega utanlegsþungun. Mikilvægt er að vita að blæðing úr legi útilokar ekki utanlegsþungun. Konur sem verða þungaðar eftir töku ellaOne skulu hafa sambandi við lækni (sjá kafla 4.6).

ellaOne hamlar eða seinkar egglosi (sjá kafla 5.1). Hafi egglos þegar orðið, hefur ellaOne enga verkun. Ekki er hægt að sjá fyrir tímasetningu eggloss og því skal taka ellaOne eins fljótt og unnt er eftir óvarðar samfarir.

Engar upplýsingar liggja fyrir um verkun ellaOne þegar það er tekið meira en 120 klst. (5 dögum) eftir óvarðar samfarir.

Takmarkaðar og ófullnægjandi upplýsingar benda til þess að verkun ellaOne kunni að vera minni við aukna líkamsþyngd eða hærri líkamsþyngdarstuðul (BMI) (sjá kafla 5.1). Allar konur skulu nota neyðargetnaðarvörn eftir óvarðar samfarir eins fljótt og hægt er, óháð líkamsþyngd eða líkamsþyngdarstuðli

Eftir að ellaOne er tekið inn geta tíðir stundum komið fram nokkrum dögum fyrr eða síðar en búist var við. Hjá u.þ.b. 7% kvenna komu tíðir fram meira en 7 dögum fyrr en búist var við. Hjá 18,5% kvenna seinkaði þeim um meira en 7 daga, og hjá 4% var seinkunin lengri en 20 dagar.

Ekki er mælt með samtímis notkun úlipristal asetats og neyðargetnaðarvarnar sem inniheldur levónorgestrel (sjá kafla 4.5).

Getnaðarvörn eftir inntöku ellaOne

ellaOne er neyðargetnaðarvörn sem dregur úr hættu á þungun eftir óvarin kynmök en það veitir ekki getnaðarvörn við síðari samfarir. Eftir að neyðargetnaðarvörn er beitt er því mælt með að nota örugga sæðishindrandi getnaðarvörn fram að næstu tíðablæðingum.

Þó að notkun ellaOne mæli ekki gegn áframhaldandi notkun reglubundinnar hormónagetnaðarvarnar getur ellaOne dregið úr getnaðarvarnaráhrifum hennar (sjá kafla 4.5). Vilji kona hefja notkun á

hormónagetnaðarvörnum getur hún gert það eftir notkun ellaOne, samt sem áður ætti að ráðleggja henni að nota örugga sæðishindrandi getnaðarvörn fram að næstu tíðablæðingum.

Sérstakir sjúklingahópar

Ekki er mælt með samtímis notkun ellaOne og CYP3A4-örva vegna milliverkana (t.d. barbítúröt (þ.á.m prímidón og fenóbarbítal), fenýtóín, fosfenýtóín, karbamazepín, oxkarbazepín, náttúrulyf sem innihalda Hypericum perforatum (jóhannesarjurt), rifampisín, rífabútín, gríseófúlvín, efavírenz, nevírapín og langtímanotkun rítónavírs).

Ekki er mælt með að nota lyfið hjá konum með alvarlegan astma sem ekki er stjórnað nægilega vel með sykursterum.

Þetta lyf inniheldur laktósa. Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaþurrð eða glúkósa-galaktósa vanfrásog, sem eru sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki taka lyfið.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Hugsanleg áhrif annarra lyfja á úlipristal asetat

Úlipristal asetat umbrotnar fyrir tilstilli CYP3A4 in vitro.

-CYP3A4-örvar

In vivo niðurstöður sýna að gjöf á úlipristal asetati með sterkum CYP3A4 örva, svo sem

rífampisíni, minnkar marktækt Cmax og AUC fyrir úlipristal asetat um 90% eða meira og lækkar helmingunartíma þess 2,2-falt sem samsvarar u.þ.b. 10-faldri minnkun á útsetningu fyrir úlipristal asetati. Samhliða notkun á ellaOne og CYP3A4 örvum (t.d.barbítúröt (þ.á.m. prímidón og fenóbarbítal), fenýtóín, fosfenýtóín, karbamazepín, oxkarbazepín, náttúrulyf sem innihalda Hypericum perforatum (jóhannesarjurt), rifampisín, rífabútín, gríseófúlvín, efavírenz og nevírapín) dregur því úr plasmaþéttni úlipristal asetats og getur leitt til minni verkunar ellaOne. Konum sem hafa notað ensímörvandi lyf á síðastliðnum 4 vikum er ekki ráðlagt að nota ellaOne (sjá kafla 4.4.) og íhuga skal notkun neyðargetnaðarvarnar án hormóna (þ.e. koparlykkju).

-CYP3A4-hemlar

In vivo niðurstöður sýna að gjöf á úlipristal asetati með öflugum og meðalöflugum CYP3A4

hemli jók Cmax og AUC fyrir úlipristal asetat að hámarki 2- og 5,9-falt, í þessari röð. Ekki er líklegt að áhrif CYP3A4 hemla hafi einhverjar klínískar afleiðingar.

CYP3A4-hemillinn rítónavír getur einnig haft örvandi áhrif á CYP3A4 þegar rítónavír er notað í lengri tíma. Í slíkum tilvikum getur dregið úr plasmaþéttni úlipristal asetats. Því er ekki mælt með samhliða notkun (sjá kafla 4.4.).

Ensímörvun fjarar hægt út og áhrif á plasmaþéttni úlipristal asetats geta komið fram jafnvel þótt kona hafi hætt að taka ensímörva á síðustu 4 vikum.

Lyf sem hafa áhrif á sýrustig í maga

Gjöf úlipristal asetats (10 mg töflur) ásamt prótónpumpuhemlinum esómeprazóli (20 mg á sólarhring í 6 daga) leiddi til u.þ.b. 65% lægra meðalgilda Cmax, seinkuðum Tmax (frá 0,75 klst. til 1,0 klst. að miðgildi) og 13% hærra meðalgildi AUC. Klínískt mikilvægi þessara milliverkana fyrir stakan skammt af úlipristal asetati sem neyðargetnaðarvörn er ekki þekkt.

Hugsanleg áhrif úlipristal asetats á önnur lyf

Hormónagetnaðarvarnir

Þar sem úlipristal asetat binst með mikilli sækni við prógesterónviðtakann getur það haft milliverkun við lyf sem innihalda prógestógen:

-Dregið getur úr getnaðarvarnaráhrifum samsettra hormónagetnaðarvarna og getnaðarvarna sem innihalda einvörðungu prógestógen.

-Ekki er mælt með að nota úlipristal asetat samtímis neyðargetnaðarvörn sem inniheldur levónorgestrel (sjá kafla 4.4).

In vitro gögn benda til þess að úlipristal asetat og virkt umbrotsefni þess tálmi ekki CYP1A2, 2A6, 2C9, 2C19, 2D6, 2E1 og 3A4 á umtalsverðan hátt við klínískt marktæka þéttni. Eftir eina gjöf eru ekki miklar líkur á örvun CYP1A2 og CYP3A4 vegna úlipristal asetats eða virka umbrotsefni þess. Af þeim sökum er ólíklegt að inngjöf á úlipristal asetati breyti útskilnaði lyfja sem umbrotna fyrir tilstilli þessara ensíma.

P-gp (P-glýkóprótein) hvarfefni

In vitro upplýsingar benda til þess að úlipristal asetat geti verið hemill fyrir P-gp við klínískt marktæka þéttni. In vivo niðurstöður með P-gp hvarfefninu fexófenadíni voru ófullnægjandi. Ólíklegt er að áhrif P-gp hvarfefnanna hafi einhverjar klínískar afleiðingar.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

ellaOne er ekki ætlað til notkunar á meðgöngu og konur sem grunur leikur á að kunni vera þungaðar eða vitað er að eru þungaðar (sjá kafla 4.2) mega ekki nota lyfið.

ellaOne stöðvar ekki staðfesta þungun.

Þungun getur í einstaka tilvikum orðið eftir inntöku ellaOne. Þótt ekki hafi orðið vart neinna vansköpunaráhrifa liggja ekki fyrir nægilegar upplýsingar úr dýrarannsóknum til að skera úr um eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3). Takmarkaðar upplýsingar varðandi útsetningu fyrir ellaOne á meðgöngu hjá konum benda ekki til þess að öryggi sé í húfi. Hins vegar er mikilvægt ef þunguð kona hefur tekið ellaOne, að það sé tilkynnt til www.hra-pregnancy-registry.com. Tilgangur þessarar skráningar á netinu er að safna öryggisupplýsingum frá konum sem tekið hafa ellaOne á meðgöngu eða hafa orðið þungaðar eftir inntöku ellaOne. Allar upplýsingar um sjúklinga sem safnað er eru trúnaðarmál.

Brjóstagjöf

Úlipristal asetat skilst út í brjóstamjólk (sjá kafla 5.2). Áhrif á nýbura/ungbörn hafa ekki verið rannsökuð. Ekki er hægt að útiloka áhrif á brjóstmylking. Ekki er mælt með brjóstagjöf einni viku eftir inntöku ellaOne. Á þeim tíma er mælt með því að dæla mjólkinni og fleygja henni til að örva myndun brjóstamjólkur.

Frjósemi

Skjót endurkoma frjósemi er líkleg eftir meðferð með ellaOne sem neyðargetnaðarvörn. Ráðleggja skal konum að nota örugga sæðishindrandi getnaðarvörn við allar samfarir fram að næstu tíðablæðingum.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

ellaOne getur haft smávægileg eða miðlungsmikil áhrif á hæfni til að aka eða nota vélar: Vægt til miðlungsalvarlegt sundl er algengt eftir að ellaOne er tekið inn, svefnhöfgi og óskýr sjón eru sjaldgæf; í mjög sjaldgæfum tilvikum hefur verið tilkynnt um athyglisbrest. Upplýsa skal sjúklinginn um að hvorki aka né nota vélar ef þessi einkenni koma fram (sjá kafla 4.8).

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi lyfsins

Algengustu aukaverkanirnar sem greint var frá voru höfuðverkur, ógleði, kviðverkir og tíðaverkir.

Öryggi úlipristal asetats hefur verið metið hjá 4.718 konum í klínískum rannsóknum (clinical development program).

Tafla með samantekt á aukaverkunum

Aukaverkanir sem tilkynnt var um í III. stigs rannsókn á 2.637 konum eru taldar upp í töflunni hér á eftir.

Aukaverkanir sem taldar eru upp hér á eftir eru flokkaðar eftir tíðni og líffærum. Innan tíðniflokka eru algengustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Í töflunni eru aukaverkanir eru flokkaðar eftir tíðni og líffæraflokki: mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100) eða mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000).

MedDRA

 

Aukaverkanir (tíðni)

 

 

 

 

Flokkun eftir líffærum

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

 

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla

 

 

Inflúensa

 

og sníkjudýra

 

 

 

Efnaskipti og næring

 

 

Truflanir á matarlyst

 

Geðræn vandamál

 

Skaptruflanir

Tilfinningatruflun

Áttavilla

 

 

 

Kvíði

 

 

 

 

Svefnleysi

 

 

 

 

Ofvirkni

 

 

 

 

Breytingar á kynhvöt

 

Taugakerfi

 

Höfuðverkur

Svefnhöfgi

Skjálfti

 

 

Sundl

Mígreni

Athyglisbrestur

 

 

 

 

Bragðskynstruflun

 

 

 

 

Yfirlið

Augu

 

 

Sjóntruflanir

Óeðlileg tilfinning í auga

 

 

 

 

Blóðsókn í auga

 

 

 

 

Ljósfælni

Eyru og völundarhús

 

 

 

Svimi

Öndunarfæri, brjósthol og

 

 

 

Þurrkur í kverkum

miðmæti

 

 

 

 

Meltingarfæri

 

Ógleði*

Niðurgangur

 

 

 

Kviðverkur*Óþæg

Munnþurrkur

 

 

 

indi í kvið

Meltingartruflun

 

 

 

Uppköst*

Vindgangur

 

 

 

 

 

 

Húð og undirhúð

 

 

Þrymlabólur

Ofsakláði

 

 

 

Sár í húð

 

 

 

 

Kláði

 

 

 

 

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Vöðvaverkur

 

 

 

 

Bakverkur

 

 

Æxlunarfæri og brjóst

 

Tíðaþrautir

Asatíðir

Kláði í kynfærum

 

 

Verkur í

Útferð úr leggöngum

Sársauki við samfarir

 

 

grindarholi

Tíðatruflanir

Rifin blaðra á eggjastokk

 

 

Aum brjóst

Millitíðabæðingar

Verkur í sköpum og

 

 

 

Leggangabólga

leggöngum

 

 

 

Hitaköst

Litlar blæðingar*

 

 

 

Fyrirtíðaheilkenni

 

Almennar aukaverkanir

 

Þreyta

Hrollur

Þorsti

og aukaverkanir á

 

 

Lasleiki

 

íkomustað

 

 

Sótthiti

 

*Einkenni sem einnig kunna að tengjast ógreindri þungun (eða tengdum fylgikvillum)

Unglingar: öryggi sem fram kom hjá konum yngri en 18 ára í rannsóknum og eftir markaðssetningu var svipað öryggi hjá fullorðnum í III. stigs rannsókninni (kafli 4.2).

Reynsla eftir markaðssetningu: aukaverkanir sem tilkynnt var um eftir markaðssetningu voru svipaðar í eðli sínu og tíðni og lýst er í samantekt um öryggi lyfsins í III. stigs rannsókninni.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Meirihluti kvenna (74,6%) í III. stigs rannsókninni fékk næstu tíðablæðingu á þeim tíma sem búist var við eða innan ± 7 daga, en 6,8% þeirra fékk tíðir meira en 7 dögum fyrr en búist var við og hjá 18,5%

var seinkun lengri en 7 dagar fram yfir væntanlegan upphafsdag næstu tíða. Þessi seinkun var lengri en 20 dagar hjá 4% kvennanna.

Minnihluti (8,7%) kvennanna tilkynnti um millitíðablæðingu sem varði að meðaltali 2,4 daga. Í langflestum tilvikum (88,2%) var þessari blæðingu lýst sem punktblæðingu. Meðal þeirra kvenna sem fengu ellaOne í III. stigs rannsóknunum tilkynntu einungis 0,4% um mikla millitíðablæðingu.

Í III. stigs rannsóknunum voru 82 konur skráðar til þátttöku oftar en einu sinni og fengu því fleiri en einn skammt af ellaOne (73 konur tóku þátt tvisvar og 9 þrisvar). Öryggi var í engu frábrugðið hjá þessum einstaklingum að því er varðar tíðni og alvarleika aukaverkana, breytingar á tímalengd eða magni tíðablæðinga eða tíðni millitíðablæðinga.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Takmörkuð reynsla liggur fyrir um ofskömmtun úlipristal asetats. Stakur skammtar allt að 200 mg hefur verið notaður hjá konum án þess að öryggi væri í húfi. Svo stórir skammtar þoldust vel, hins vegar voru þessar konur með styttri tíðahring (blæðingar úr legi 2-3 dögum fyrr en búist var við) og hjá sumum konum voru blæðingar lengri þótt þær væru ekki mjög miklar. Engin mótlyf eru til og frekari meðferð ætti að byggja á einkennum.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Kynhormón og lyf sem hafa mótandi áhrif á kynfæri, neyðargetnaðarvörn. ATC- flokkur: G03AD02.

Úlipristal asetat er samtengt lyf til inntöku sem hefur mótandi áhrif á valda prógesterónviðtaka. Það verkar með því að bindast prógesterónviðtaka hjá mönnum með mikilli sækni. Þegar lyfið er notað sem neyðargetnaðarvörn er verkunarhátturinn hömlun eða frestun eggloss með því að hamla seytingu gulbúshormóns. Lyfhrifafræðilegar upplýsingar sýna að jafnvel þótt úlipristal asetat sé tekið rétt áður en egglos á að eiga sér stað (þegar gulbúshormón hafa aukist), getur það tafið rof eggbús í minnst 5 daga í 78,6% tilvika (p<0,005 samanborið við levónorgestrel og samanborið við lyfleysu) (sjá töflu).

Komið í veg fyrir egglos1,§

 

Lyfleysa

Levónorgestrel

Úlipristal asetat

 

n=50

n=48

n=34

Meðferð fyrir seytingu

n=16

n=12

n=8

gulbúshormóns

0,0%

25,0%

100%

 

 

 

p<0,005*

Meðferð eftir seytingu

n=10

n=14

n=14

gulbúshormóns en fyrir

10,0%

14,3%

78,6%

hámark gulbúshormóns

 

NS†

p<0,005*

Meðferð eftir hámark

n=24

n=22

n=12

gulbúshormóns

4,2%

9,1%

8,3%

 

 

NS†

NS*

1: Brache et al, Contraception 2013

§: skilgreint sem órofið eggbú (unruptured dominant follicle) fimm dögum eftir síðbúna meðferð á eggbústigi *: samanborið við levónorgestrel

NS: ekki tölfræðilega marktækt †: samanborið við lyfleysu

Úlipristal asetat hefur einnig mikla sækni í sykursteraviðtaka og in vivo, hjá dýrum, hefur andsykursteraáhrifa orðið vart. Hjá mönnum hefur hins vegar engra slíkra áhrifa orðið vart, ekki einu sinni eftir endurtekna gjöf 10 mg dagskammts. Lyfið hefur smávægilega sækni í andrógenviðtakann og enga sækni í östrógen- eða saltsteraviðtaka hjá mönnum.

Niðurstöður úr tveimur sjálfstæðum slembivöldum samanburðarrannsóknum (sjá töflu) sýndu að virkni úlipristal asetats var ekki síðri en virkni levónorgestrels hjá konum, sem leituðu eftir neyðargetnaðarvörn frá 0 til 72 klst. eftir óvarðar samfarir eða eftir að getnaðarvörn hafði brugðist. Þegar tekið var tillit til gagna úr báðum rannsóknunum með safngreiningu, var hætta á þungun með úlipristal asetati umtalsvert minni miðað við levónorgestrel (p=0,046).

 

 

Þungunartíðni (%)

Tíðni [95% CI] hættu á þungun,

Slembivalin

innan 72 klst. frá óvörðum samförum eða eftir að

úlipristal asetat á móti

samanburðarran

 

getnaðarvörn bregst2

levónorgestreli2

nsókn

Úlipristal asetat

Levónorgestrel

 

HRA2914-507

0,91

 

1,68

0,50 [0,18-1,24]

 

(7/773)

 

(13/773)

 

HRA2914-513

1,78

 

2,59

0,68 [0,35-1,31]

 

(15/844)

 

(22/852)

 

Safngreining

1,36

 

2,15

0,58 [0,33-0,99]

 

(22/1617)

 

( 35/1625)

 

2: Glasier et al, Lancet 2010

Upplýsingar um virkni fengust úr tveimur rannsóknum þar sem ellaOne var notað allt að 120 klst. eftir óvarðar samfarir. Í klínískri opinni rannsókn, þar sem þátt tóku konur sem leituðu eftir neyðargetnaðarvörn og fengu meðferð með úlipristal asetati frá 48 til 120 klst. eftir óvarðar samfarir, reyndist þungunartíðni vera 2,1% (26/1241). Seinni samanburðarrannsóknin sem lýst er hér að ofan, inniheldur einnig upplýsingar um 100 konur sem fengu meðferð með úlipristal asetati 72 til 120 klst. eftir óvarðar samfarir, þar sem ekki átti sér stað nein þungun.

Takmarkaðar og ófullnægjandi upplýsingar úr klínískum rannsóknum benda til mögulegrar leitni til minnkaðrar getnaðarvarnarverkunar úlipristal asetats með aukinni líkamsþyngd eða hærri líkamsþyngdarstuðli (BMI) (sjá kafla 4.4). Safngreining á þeim fjóru klínísku rannsóknum sem fram fóru með úlipristal asetati hér að neðan útilokaði konur sem höfðu haft fleiri óvarðar samfarir.

 

BMI (kg/m2)

 

Vannæring

 

Kjörþyngd

 

Ofþyngd

 

Offita

 

 

0 – 18,5

 

18,5-25

 

25-30

 

30-

 

 

 

 

 

 

 

N samtals

 

N þunganir

 

Þungunartíðni

0,00%

1,23%

1,29%

2,57%

 

Öryggismörk

 

0,00 – 2,84

 

0,78 – 1,84

 

0,59 – 2,43

 

1,34 – 4,45

Áhorfsrannsókn eftir markaðssetningu þar sem öryggi og verkun ellaOne voru metin hjá unglingum 17 ára og yngri sýndi ekki fram á neinn mun á öryggi og verkun samanborið við fullorðnar konur 18 ára og eldri.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Eftir að tekinn er inn stakur 30 mg skammtur frásogast úlipristal asetat hratt þannig að hámarksþéttni í plasma, sem er 176 ± 89 ng/ml, kemur fram u.þ.b. 1 klst. (0,5-2,0 klst.) eftir að lyfið er tekið inn og AUC0-∞ er 556 ± 260 ng.klst./ml.

Þegar úlipristal asetat var gefið samhliða fituríkum morgunverði lækkaði meðalgildi Cmax um u.þ.b. 45%, Tmax seinkaði (frá miðgildinu 0,75 klst. í 3 klst.) og meðalgildi AUC0-∞ hækkaði um 25% samanborið við gjöf á fastandi maga. Svipaðar niðurstöður fengust að því er varðar virka einafmetýleraða umbrotsefnið.

Dreifing

Úlipristal asetat binst í afar miklum mæli (>98%) við plasmaprótein, þ.m.t. albúmín, alfa-1-sýru- glýkóprótein og eðlisþungt lípróprótein.

Úlipristal asetat er fitusækið efnasamband sem skilst út í brjóstamjólk, með 13,35 µg [0-24 klst.], 2,16 µg [24-48 klst.], 1,06 µg [48-72 klst.], 0,58 µg [72-96 klst.] og 0,31 µg [96-120 klst.] meðalútskilnað á dag.

In vitro gögn benda til þess að úlipristal asetat geti verið hemill fyrir flutningsprótein BCRP (viðnámsprótein brjóstakrabbameins) í meltingarvegi. Ólíklegt er að áhrif úlipristal asetats á BCRP hafi einhverjar klínískar afleiðingar.

Úlipristal asetat er hvorki hvarfefni fyrir OATP1B1 né OATP1B3.

Umbrot/brotthvarf

Úlipristal asetat umbrotnar í afar miklum mæli í einafmetýleruð, tvíafmetýleruð og hýdroxýleruð umbrotsefni. Einafmetýleraða umbrotsefnið er lyfjafræðilega virkt. Upplýsingar sem fengist hafa in vitro gefa til kynna að þessi umbrot verði fyrst og fremst fyrir tilstilli CYP3A4, og í litlum mæli CYP1A2 og CYP2A6. Lokahelmingunartími úlipristal asetats í plasma eftir stakan 30 mg skammt er áætlaður 32,4 ± 6,3 klst., og úthreinsun þegar lyfið er tekið inn (CL/F) er að meðaltali

76,8 ± 64,0 l/klst.

Sérstakir hópar

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á lyfjahvörfum úlipristal asetats hjá konum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta og eiturverkunum á erfðaefni. Flestar niðurstöður í almennum rannsóknum á eiturverkunum tengdust þeim verkunarhætti lyfsins að hafa mótandi áhrif á prógesterón- og sykursteraviðtaka og verkun gegn prógesteróni sást við útsetningu sem svipar til meðferðarþéttni.

Upplýsingar úr rannsóknum á eiturverkunum á æxlun eru takmarkaðar vegna þess að mælingar á útsetningu skortir í þessum rannsóknum. Úlipristal asetat hefur deyðandi áhrif á fósturvísi hjá rottum, kanínum (þegar notaðir eru endurteknir skammtar stærri en 1 mg/kg) og öpum. Við þessa endurteknu skammta er öryggi fyrir fósturvísi hjá mönnum ekki þekkt. Þegar notaðir voru nægilega litlir skammtar til þess að varðveita þungun hjá dýrategundunum varð ekki vart við nein vansköpunaráhrif.

Rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum (á rottum og músum) sýndu að úlipristal asetat hefur ekki krabbameinsvaldandi áhrif.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Laktósaeinhýdrat.

Póvídón K30.

Kroskarmellósanatríum.

Magnesíumsterat.

6.2Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið við lægri hita en 25°C. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka. Geymið þynnupakkninguna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5Gerð íláts og innihald

PVC-PE-PVDC-álþynna með 1 töflu.

PVC-PVDC-álþynna með 1 töflu.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Askjan inniheldur eina þynnu með einni töflu.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Laboratoire HRA Pharma

15, rue Béranger

F-75003 Paris

Frakkland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/09/522/001

EU/1/09/522/002

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 15 maí 2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 20 maí 2014

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Dagsetning endurskoðunar:

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf