Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Firazyr (icatibant) – Samantekt á eiginleikum lyfs - C01EB19

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsFirazyr
ATC-kóðiC01EB19
Efniicatibant
FramleiðandiShire Orphan Therapies GmbH

1.HEITI LYFS

Firazyr 30 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver áfyllt sprauta með 3 ml inniheldur icatibantasetat sem jafngildir 30 mg af icatibanti. Hver ml af lausn inniheldur 10 mg af icatibanti.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn.

Lausnin er tær og litlaus vökvi.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Firazyr er ætlað til einkennameðferðar við bráðum köstum arfgengs ofsabjúgs hjá fullorðnum (sem skortir C1-esterasahemil).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Firazyr er ætlað til notkunar undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks.

Skammtar

Ráðlagður skammtur er ein inndæling undir húð af Firazyr 30 mg.

Íflestum tilvikum nægir ein inndæling af Firazyr til meðferðar við kasti. Ef svörun er ekki nægileg eða einkenni koma fram aftur má gefa aðra inndælingu af Firazyr eftir 6 klst. Ef önnur inndæling gefur ekki nægilega svörun eða einkenni koma fram aftur má gefa þriðju inndælingu af Firazyr eftir 6 klst. í viðbót. Ekki má gefa meira en 3 inndælingar af Firazyr á 24 klst. tímabili.

Íklínískum rannsóknum hafa ekki verið gefnar fleiri en 8 inndælingar af Firazyr á mánuði.

Sérstakir sjúklingahópar

Eldra fólk

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga eldri en 65 ára.

Almenn útsetning fyrir icatibanti hefur reynst aukin hjá eldra fólki. Ekki er vitað hvaða þýðingu það hefur varðandi öryggi við gjöf Firazyr (sjá kafla 5.2).

Skert lifrarstarfsemi

Engin skammtaaðlögun er nauðsynleg hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

Skert nýrnastarfsemi

Engin skammtaaðlögun er nauðsynleg hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Firazyr hjá börnum á aldrinum 0 til 18 ára.

Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Firazyr er ætlað til gjafar undir húð, helst á kviðsvæði.

Einungis má heimila sjúklingi sjálfum eða umönnunaraðila að gefa Firazyr eftir að hann hefur hlotið þjálfun í inndælingartækni undir húð hjá heilbrigðisstarfsfólki.

Ákvörðun um að heimila sjúklingi að byrja að gefa sér Firazyr sjálfur skal einungis tekin af lækni sem hefur reynslu af sjúkdómsgreiningu og meðferð arfgengs ofsabjúgs (sjá kafla 4.4).

Hver sprauta með Firazyr er einnota.

Firazyr stungulyf, lausn, þarfnast hægrar inndælingar vegna magnsins sem gefa þarf (3 ml).

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Einkenni frá barka

Hafa skal umsjón með sjúklingum sem fá einkenni frá barka á viðeigandi sjúkrastofnun frá inndælingu og þar til læknirinn telur öruggt að útskrifa þá.

Blóðþurrðarsjúkdómur í hjarta

Ef um er að ræða blóðþurrð, gæti skerðing á virkni hjartans og skert blóðflæði í kransæðum fræðilega komið fram vegna hemlunar bradýkínínviðtaka af tegund 2. Því skal gæta varúðar við gjöf Firazyr hjá sjúklingum með bráðan blóðþurrðarsjúkdóm í hjarta eða hvikula hjartaöng (sjá kafla 5.3).

Heilablóðfall

Þó sýnt hafi verið fram á ávinning af B2 viðtaka blokkun strax í kjölfar heilablóðfalls er fræðilega mögulegt að icatibant dragi úr síðbúnum jákvæðum taugaverndandi áhrifum bradýkíníns. Því skal gæta varúðar við gjöf icatibants hjá sjúklingum fyrstu vikurnar eftir heilablóðfall.

Þegar sjúklingur gefur sér lyfið sjálfur

Sjúklingum sem aldrei hafa fengið Firazyr áður skal veita fyrstu meðferðina á sjúkrastofnun eða undir handleiðslu læknis.

Ef einkenni hjaðna ekki nægilega eða endurtaka sig eftir að sjúklingur gefur sér lyfið sjálfur er mælt með að hann leiti ráða hjá lækni og að síðari skammtar séu gefnir á sjúkrastofnun (sjá kafla 4.2).

Sjúklingar sem fá einkenni frá barka skulu ávallt leita ráða hjá lækni og fylgjast skal með öllum slíkum sjúklingum á sjúkrastofnun, einnig þeim sem hafa framkvæmt inndælinguna heima.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki er gert ráð fyrir lyfjahvarfamilliverkunum er tengjast CYP450 (sjá kafla 5.2).

Samhliða notkun Firazyr og angíótensín breytiensímhemla (angiotensin converting enzyme – ACE) hefur ekki verið rannsökuð. Sjúklingar með arfgengan ofsabjúg mega ekki nota ACE hemla vegna hugsanlegrar aukningar á bradýkínín þéttni.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engin klínísk gögn liggja fyrir um notkun icatibants á meðgöngu. Í dýrarannsóknum komu fram áhrif á hreiðrun í legi og fæðingu (sjá kafla 5.3) en hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt.

Firazyr skal aðeins nota á meðgöngu ef hugsanlegur ávinningur réttlætir hugsanlega áhættu fyrir fóstrið (t.d. við meðferð einkenna frá barka er hugsanlega geta verið lífshættuleg).

Brjóstagjöf

Icatibant er skilið út í mjólk hjá rottum í þéttni sem er svipuð og í blóði móðurinnar. Engin áhrif komu fram á þroska rottuunga eftir fæðingu.

Ekki er vitað hvort icatibant skilst út í brjóstamjólk hjá konum, en konum með börn á brjósti sem vilja taka Firazyr er ráðlagt að gefa ekki brjóst í 12 klst. eftir meðferð.

Frjósemi

Hjá bæði rottum og hundum leiddi endurtekin notkun icatibants til áhrifa á æxlunarfæri. Icatibant hafði engin áhrif á frjósemi hjá karlkyns músum og rottum (sjá kafla 5.3). Í rannsókn á 39 heilbrigðum fullorðnum körlum og konum sem fengu meðferð með 30 mg á 6 klst. fresti voru gefnir 3 skammtar á þriggja daga fresti þar til skammtarnir voru orðnir 9 samtals. Engra klínískt marktækra breytinga varð vart frá upphafsmælingu á þéttni æxlunarhormóna, hvorki grunnþéttni né þéttni örvaðri af gónadótrópín-leysihormóni (GnRH: Gonadotropin Releasing Hormone), hvort sem er hjá körlum eða konum. Icatibant reyndist ekki hafa nein marktæk áhrif á prógesterónþéttni á gulbúsfasa og gulbússtarfsemi eða á lengd tíðahrings hjá konum og icatibant reyndist heldur ekki hafa nein marktæk áhrif á fjölda, hreyfanleika og sköpulag sæðisfrumna hjá körlum. Ólíklegt er að þeirri skammtaáætlun sem var notuð í þessari rannsókn verði fylgt á viðvarandi hátt við klínískar aðstæður.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Firazyr hefur lítil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Greint hefur verið frá mikilli þreytu, svefnhöfga, þreytu, syfju og sundli eftir notkun Firazyr. Einkennin geta komið fram vegna kasta arfgengs ofsabjúgs. Ráðleggja skal sjúklingum að aka ekki eða nota vélar ef þeir eru þreyttir eða þá sundlar.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Í þeim klínísku rannsóknum sem voru notaðar til skráningar lyfsins hafa alls 999 köst arfgengs ofsabjúgs verið meðhöndluð með 30 mg af Firazyr sem gefin voru undir húð af heilbrigðisstarfsfólki. Heilbrigðisstarfsfólk hefur gefið 129 heilbrigðum einstaklingum og 236 sjúklingum með arfgengan ofsabjúg Firazyr 30 mg undir húð.

Næstum allir einstaklingarnir sem fengu meðferð með icatibanti undir húð í klínískum rannsóknum fengu viðbrögð á stungustað (sem einkenndust af ertingu, bólgu, verk, kláða, roðaþoti eða sviða í húð). Þessi viðbrögð voru almennt væg til miðlungsalvarleg, skammvinn og gengu til baka án frekari íhlutunar.

Samantekt á aukaverkunum, settar upp í töflu

Tíðni aukaverkana sem taldar eru upp í töflu 1 er skilgreind samkvæmt eftirfarandi flokkun:

Mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar

(≥1/10.000 til <1/1.000); koma örsjaldan fyrir (<1/10.000).

Tafla 1: Aukaverkanir icatibants sem greint hefur verið frá.

Flokkun eftir líffærum

Valið heiti

(tíðniflokkun)

 

 

 

Taugakerfi

 

(Algengar, ≥1/100 til <1/10)

Sundl

 

Höfuðverkur

 

 

Meltingarfæri

 

(Algengar, ≥1/100 til <1/10)

Ógleði

 

 

Húð og undirhúð

 

(Algengar, ≥1/100 til <1/10)

Útbrot

 

Hörundsroði

 

Kláði

 

 

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á

 

íkomustað

 

(Mjög algengar, ≥1/10)

Viðbrögð á stungustað*

(Algengar, ≥1/100 til <1/10)

Sótthiti

 

 

Rannsóknaniðurstöður

 

(Algengar, ≥1/100 til <1/10%)

Hækkaður transamínasi

 

* Mar á stungustað, margúll á stungustað, sviði á stungustað, hörundsroði á stungustað, snertiskynsminnkun á

stungustað, erting á stungustað, dofi á stungustað, bjúgur á stungustað, verkur á stungustað, þrýstingstilfinning

á stungustað, kláði á stungustað, þroti á stungustað, ofsakláði á stungustað og hitatilfinnig á stungustað.

 

 

Lýsing á völdum aukaverkunum

 

Ónæmingargeta

Við endurtekna meðferð í III. stigs samanburðarrannsóknum mældust sjúkingar í mjög sjaldgæfum tilvikum tímabundið jákvæðir fyrir mótefnum gegn icatibanti. Hjá öllum sjúklingunum hélt lyfið áfram að verka. Einn sjúklingur sem fékk Firazyr mældist jákvæður fyrir mótefnum gegn icatibanti bæði fyrir og eftir meðferð með Firazyr. Þessum sjúklingi var fylgt eftir í 5 mánuði og frekari sýni voru neikvæð fyrir mótefnum gegn icatibanti. Ekki var tilkynnt um nein ofnæmis- eða bráðaofnæmisviðbrögð við notkun Firazyr.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um ofskömmtun.

3,2 mg skammtur gefinn í bláæð (u.þ.b. áttfaldur ráðlagður skammtur) olli skammvinnu roðaþoti, kláða eða lágþrýstingi hjá heilbrigðum einstaklingum. Engin meðferð var nauðsynleg.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Önnur blóðlyf, lyf notuð við arfgengum ofnæmisbjúg, ATC-flokkur: B06AC02.

Verkunarháttur

Arfgengur ofsabjúgur (sjúkdómur er erfist A-litnings ríkjandi) kemur fram vegna skorts á eða vanstarfsemi C1 esterasahemils. Köstum arfgengs ofsabjúgs fylgir aukin losun bradýkíníns, sem hefur aðaláhrifin á þróun þeirra klínísku einkenna er koma fram.

Arfgengur ofsabjúgur kemur fram sem endurtekin köst sem fylgir bjúgur í húð og/eða undir slímhúð í efri hluta öndunarvegar, húð og meltingarfærum. Kastið stendur yfirleitt í 2 til 5 daga.

Icatibant er sértækur samkeppnishemill bradýkínínviðtaka af tegund 2 (B2). Það er samsett dekapeptíð með byggingu svipaða og bradýkínín, en inniheldur 5 amínósýrur er ekki mynda prótein. Í arfgengum ofsabjúgi er aukin þéttni bradýkínins aðaláhrifavaldurinn á þróun þeirra klínísku einkenna er koma fram.

Lyfhrif

Í heilbrigðum ungum einstaklingum, kom icatibant gefið í skömmtum sem voru 0,8 mg/kg á 4 klst.; 1,5 mg/kg/dag eða 0,15 mg/kg/dag í 3 daga, í veg fyrir lágþrýsting af völdum bradýkíníns, æðavíkkun og viðbragðshraðtakt. Icatibant reyndist vera samkeppnishemill þegar ögrunarskammtur (challenge dose) bradýkíníns var fjórfaldaður.

Verkun og öryggi

Gögn varðandi verkun fengust úr upphaflegu opnu II. stigs rannsókninni og úr þremur III. stigs samanburðarrannsóknum.

Þriðja stigs klínískar rannsóknir (FAST-1 og FAST-2) voru slembiraðaðar, tvíblindar samanburðarrannsóknir og voru eins hannaðar að undanskildu samanburðarlyfinu (önnur var með samanburði við tranexamsýru til inntöku og hin með samanburði við lyfleysu). Alls 130 sjúklingum var slembiraðað til að fá annað hvort 30 mg skammt af icatibanti (63 sjúklingar) eða samanburðarlyf (annað hvort tranexamsýru, 38 eða lyfleysu, 29 sjúklingar). Síðari köst arfgengs ofsabjúgs voru meðhöndluð í opinni framlengingu. Sjúklingar með einkenni ofsabjúgs í barka fengu meðferð með icatibanti í opnum hluta. Í stigs rannsóknunum var meginendapunktur verkunar, tími þar til einkenni byrjuðu að ganga til baka með notkun sjónræns kvarða (visual analogue scale (VAS)). Í töflu 2 eru sýndar niðurstöður varðandi verkun í þessum rannsóknum.

FAST-3 var slembiröðuð samanburðarrannsókn við lyfleysu í samsíða hópum. Þátttakendur voru 98 fullorðnir sjúklingar og miðgildi aldurs þeirra var 36 ár. Sjúklingunum var slembiraðað til að fá

annað hvort icatibant 30 mg eða lyfleysu sem stungulyf undir húð. Undirhópur sjúklinganna í þessari rannsókn fékk bráð köst arfgengs ofsabjúgs meðan hann fékk andrógen, andfíbrínleysandi lyf eða C1-hemla. Meginendapunktur var tími þar til einkenni byrjuðu að ganga til baka metinn með þríþættum, samsettum, sjónrænum kvarða (VAS-3) sem fólst í mati á þrota í húð, verk í húð og kviðverk. Í töflu 3 eru sýnar niðurstöður varðandi verkun í FAST-3.

Íþessum rannsóknum var miðgildi tíma þar til einkenni tóku að ganga til baka styttri hjá sjúklingum er fengu icatibant (2,0 klst., 2,5 klst. og 2,0 klst.) samanborið við tranexamsýru (12,0 klst.) og lyfleysu (4,6 klst. og 19,8 klst.). Áhrif meðferðar með icatibanti voru staðfest með síðari endapunktum verkunar.

Ísamþættri greiningu á þessum III. stigs samanburðarrannsóknum var tími þar til einkenni byrjuðu að ganga til baka og tími þar til fyrsta einkenni byrjaði að ganga til baka svipaður, óháð aldurshópi, kyni, kynstofni eða þyngd sjúklings eða hvort hann notaði andrógen eða andfíbrínleysandi lyf eður ei.

Einnig var samræmi í svörun milli endurtekinna kasta í III. stigs samanburðarrannsóknunum. Í heild fengu 237 sjúklingar meðferð með 1.386 skömmtum af icatibanti, sem námu 30 mg hver, við

1.278 köstum af bráðum arfgengum ofsabjúg. Í fyrstu 15 köstunum sem meðhöndluð voru með Firazyr (1.114 skammtar við 1.030 köstum) var miðgildi tímans þar til einkenni byrjuðu að ganga til baka svipaður milli kasta (2,0 til 2,5 klst.). Af þessum köstum af arfgengum ofsabjúg voru 92,4% meðhöndluð með stökum skammti af Firazyr.

Tafla 2. Niðurstöður varðandi verkun í FAST-1 og FAST-2

Klínísk samanburðarrannsókn með Firazyr og tranexamsýru eða lyfleysu: Verkun

 

FAST-2

 

 

FAST-1

 

 

Icatibant

Tranexamsýra

 

Icatibant

Lyfleysa

Fjöldi einstaklinga

Fjöldi einstaklinga

í ITT þýði

í ITT þýði

 

 

 

 

Grunngildi VAS

63,7

61,5

Grunngildi VAS

69,3

67,7

(mm)

(mm)

 

 

 

 

Breyting frá

 

 

Breyting frá

 

 

grunngildi að

-41,6

-14,6

grunngildi að

-44,8

-23,5

4 klst.

 

 

4 klst.

 

 

Mismunur milli

 

 

Mismunur milli

 

 

meðferða

-27,8 (-39,4; -16,2) p < 0,001

meðferða

-23,3 (-37,1; -9,4) p = 0,002

(95% CI, p-gildi)

 

 

(95% CI, p-gildi)

 

 

Breyting frá

 

 

Breyting frá

 

 

grunngildi að

-54,0

-30,3

grunngildi að

-54,2

-42,4

12 klst.

 

 

12 klst.

 

 

Mismunur milli

 

 

Mismunur milli

 

 

meðferða

-24,1 (-33,6; -14,6) p < 0,001

meðferða

-15,2 (-28,6; -1,7) p = 0,028

(95% CI, p-gildi)

 

 

(95% CI, p-gildi)

 

 

Miðgildi tíma þar

 

 

Miðgildi tíma þar

 

 

til einkenni fara að

 

 

til einkenni fara að

 

 

ganga til baka

 

 

ganga til baka

 

 

(klst.)

 

 

(klst.)

 

 

Öll köst

2,0

12,0

Öll köst

2,5

4,6

(N = 74)

(N = 56)

 

 

 

 

Svörunartíðni

 

 

Svörunartíðni

 

 

(%, CI) 4 klst. frá

 

 

(%, CI) 4 klst. frá

 

 

upphafi meðferðar

 

 

upphafi meðferðar

 

 

Öll köst

80,0

30,6

Öll köst

66,7

46,4

(N = 74)

(63,1; 91,6)

(16,3; 48,1)

(N = 56)

(46,0; 83,5)

(27,5; 66,1)

Miðgildi tíma þar

 

 

Miðgildi tíma þar

 

 

til einkenni fara að

 

 

til einkenni fara að

 

 

ganga til baka: öll

 

 

ganga til baka: öll

 

 

einkenni (klst.):

 

 

einkenni (klst.):

 

 

Kviðverkir

1,6

3,5

Kviðverkir

2,0

3,3

Bólga í húð

2,6

18,1

Bólga í húð

3,1

10,2

Verkur í húð

1,5

12,0

Verkur í húð

1,6

9,0

Miðgildi tíma þar

 

 

Miðgildi tíma þar

 

 

til einkenni eru

 

 

til einkenni eru

 

 

næstum alveg

 

 

næstum alveg

 

 

horfin (klst.)

 

 

horfin (klst.)

 

 

Öll köst

10,0

51,0

Öll köst

8,5

19,4

(N = 74)

(N = 56)

 

 

 

 

Klínísk samanburðarrannsókn með Firazyr og tranexamsýru eða lyfleysu: Verkun

 

FAST-2

 

 

FAST-1

 

 

Icatibant

Tranexamsýra

 

Icatibant

Lyfleysa

Miðgildi tíma að

 

 

Miðgildi tíma að

 

 

hvarfi einkenna,

 

 

hvarfi einkenna,

 

 

skv. sjúklingi

 

 

skv. sjúklingi

 

 

(klst.)

 

 

(klst.)

 

 

Öll köst

0,8

7,9

Öll köst

0,8

16,9

(N = 74)

(N = 56)

 

 

 

 

Miðgildi tíma að

 

 

Miðgildi tíma að

 

 

almennum bata

 

 

almennum bata

 

 

sjúklings, skv.

 

 

sjúklings, skv.

 

 

lækni (klst.)

 

 

lækni (klst.)

 

 

Öll köst

1,5

6,9

Öll köst

1,0

5,7

(N = 74)

(N = 56)

 

 

 

 

Tafla 3. Niðurstöður varðandi verkun í FAST-3.

Verkun: FAST-3; Samanburðarfasi -- allt þýðið (ITT)

Endapunktur

Tölfræðistærð

Firazyr

Lyfleysa

p-gildi

 

 

 

 

 

 

 

(n = 43)

(n = 45)

 

 

 

 

 

 

Meginendapunktur

 

 

 

 

Tími þar til einkenni fara að

Miðgildi

2,0

19,8

< 0,001

ganga til baka – samsettur

 

 

 

 

sjónrænn kvarði (klst.)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðrir endapunktar

 

 

 

 

Tími þar til fyrsta einkenni

Miðgildi

1,5

18,5

< 0,001

fer að ganga til baka (klst.)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Breyting á einkunn skv.

Meðaltal

-19,74

-7,49

< 0,001

samsettum sjónrænum

 

 

 

 

kvarða 2 klst. eftir meðferð

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Breyting á einkunn sem

Meðaltal

-0,53

-0,22

< 0,001

sjúklingur gaf einkennum

 

 

 

 

sínum skv. samsettum

 

 

 

 

kvarða eftir 2 klst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Breyting á einkunn sem

Meðaltal

-0,44

-0,19

< 0,001

rannsóknarlæknir gaf

 

 

 

 

einkennum sjúklings skv.

 

 

 

 

samsettum kvarða eftir

 

 

 

 

2 klst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími þar til einkenni voru

Miðgildi

8,0

36,0

0,012

næstum alveg horfin (klst.)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími þar til bati fékkst á

Miðgildi

0,8

3,5

< 0,001

fyrsta einkenni að mati

 

 

 

 

sjúklings (klst.)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími þar til sýnilegur bati

Miðgildi

0,8

3,4

< 0,001

fékkst á fyrsta einkenni að

 

 

 

 

mati rannsóknarlæknis (klst.)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Alls fengu 66 sjúklingar með köst arfgengs ofsabjúgs sem höfðu áhrif á barka meðferð í þessum III. stigs klínísku samanburðarrannsóknum. Niðurstöðurnar voru svipaðar og hjá sjúklingum sem fengu köst arfgengs ofsabjúgs sem ekki höfðu áhrif á barka að því er varðar tíma þar til einkenni byrjuðu að minnka.

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvörf icatibants hafa verið skoðuð nákvæmlega með rannsóknum bæði með gjöf í bláæð og undir húð hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum og sjúklingum. Lyfjahvörf icatibants eru svipuð hjá sjúklingum með arfgengan ofsabjúg og heilbrigðum sjálfboðaliðum.

Frásog

Eftir gjöf undir húð er heildaraðgengi icatibants 97%. Tími að hámarksþéttni er u.þ.b. 30 mínútur.

Dreifing

Dreifingarrúmmál icatibants (Vss) er um 20-25 l. Próteinbinding í plasma er 44%.

Brotthvarf

Brotthvarf icatibants er einkum með umbrotum, en innan við 10% af skammtinum eru skilin út óbreytt í þvagi. Úthreinsun er um 15-20 l/klst. og óháð skammti. Lokahelmingunartími í plasma er um

1-2 klst.

Umbrot

Icatibant er að verulegu leyti umbrotið fyrir tilstilli próteinsundrandi ensíma í óvirk umbrotsefni sem eru skilin út aðallega í þvagi.

In vitro rannsóknir hafa staðfest að icatibant er ekki sundrað af umbrotsferlum sem fela í sér oxun og það er ekki hemill gegn helstu cýtókróm P450 (CYP) ísóensímunum (CYP 1A2, 2A6, 2B6, 2C8, 2C9, 2C19, 2D6, 2E1 og 3A4) og það virkjar ekki CYP 1A2 og 3A4.

Sérstakir sjúklingahópar

Gögn benda til að aldurstengd skerðing á úthreinsun valdi um 50-60% aukningu á útsetningu hjá eldra fólki (75-80 ára) samanborið við sjúklinga sem eru 40 ára. Gögn benda til að kyn og þyngd hafi ekki veruleg áhrif á lyfjahvörf icatibants.

Takmörkuð gögn benda til að útsetning fyrir icatibanti verði ekki fyrir áhrifum af skertri lifrar- eða nýrnastarfsemi. Áhrif kynþáttar á lyfjahvörf icatibants hafa ekki verið metin. Engin gögn liggja fyrir varðandi lyfjahvörf hjá börnum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Gerðar hafa verið rannsóknir með notkun endurtekinna skammta í allt að 6 mánuði hjá rottum og 9 mánuði hjá hundum. Hjá bæði rottum og hundum varð skammtaháð lækkun á mæligildum kynhormóna í blóðrásinni og endurtekin notkun icatibants olli afturkræfri frestun á kynþroska.

Hámarksskömmtun á dag skilgreind sem flatarmál undir blóðþéttniferli (AUC) við NOAEL mörk (No Observed Adverse Effect Levels) í 9 mánaða rannsókninni á hundum var 2,3 sinnum hærri en AUC hjá mönnum eftir gjöf 30 mg skammts undir húð. Ekki tókst að mæla NOAEL mörk í rannsókninni hjá rottum, þó sýndu allar niðurstöður í þeirri rannsókn að skaðleg verkun gekk að hluta til eða algerlega til baka hjá rottum sem fengu meðferð. Ofstækkun nýrnahetta kom fram við alla skammta sem prófaðir voru hjá rottum. Ofstækkun nýrnahetta reyndist ganga til baka eftir að meðferð með icatibanti var hætt. Ekki er vitað hvort þessi áhrif á nýrnahettur séu mikilvæg í klínísku tilliti.

Icatibant hafði engin áhrif á frjósemi hjá karlkyns músum (hæsti skammtur 80,8 mg/kg/dag) og rottum (hæsti skammtur 10 mg/kg/dag).

Ítveggja ára rannsókn, sem gerð var til að meta hugsanleg krabbameinsvaldandi áhrif icatibants á rottur, höfðu dagskammtar sem samsvöruðu allt að tvöföldum meðferðarskammti í mönnum engin áhrif á tíðni eða útlit æxla. Niðurstöður benda ekki til að icatibant geti haft krabbameinsvaldandi áhrif.

Íhefðbundnum in vitro og in vivo rannsóknum reyndist icatibant ekki hafa eituráhrif á erfðaefni.

Icatibant hafði ekki vanskapandi áhrif við gjöf undir húð snemma á þroskaferli fósturvísis og fósturs hjá rottum (hæsti skammtur 25 mg/kg/dag) og kanínum (hæsti skammtur 10 mg/kg/dag). Icatibant er öflugur bradýkínín hemill og því getur meðferð í háum skömmtum haft áhrif á hreiðrun í legi og síðan stöðugleika legsins snemma á meðgöngu. Þessi áhrif á leg koma einnig fram á seinni stigum meðgöngu þegar icatibant hefur áhrif er hindra samdrátt legs (tocolytic effect) sem seinkar fæðingu hjá rottunni, sem eykur fósturstreitu og tíðni burðarmálsdauða við háa skammta (10 mg/kg/dag).

Í rannsókn á eiturverkunum á ung dýr, þar sem ókynþroska rottur fengu daglega meðferð með 3 mg/kg skammti í 7 vikur, varð vart við rýrnun á eistum og eistnalyppum. Icatibant reyndist hafa svipuð áhrif á æxlunarvef hjá kynþroska rottum og hundum. Þessar vefjaniðurstöður samræmdust tilkynntum áhrifum á gónadótrópín og virðast geta gengið til baka á meðferðarlausu tímabili í kjölfarið.

Icatibant olli ekki neinum breytingum á leiðni í hjarta in vitro (hERG rás) eða in vivo hjá heilbrigðum hundum eða í mismunandi hundalíkönum (sleglahraðtaktur, veruleg líkamleg áreynsla og kransæðalokun) þar sem engar tengdar blóðaflfræðilegar breytingar komu fram. Icatibant hefur reynst auka örvaða blóðþurrð í hjarta í ýmsum ekki klínískum líkönum, þó skaðleg áhrif hafi ekki alltaf komið fram við bráða blóðþurrð.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Natríumklóríð

Ísediksýra (til að stilla pH) Natríumhýdroxíð (til að stilla pH) Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3Geymsluþol

18 mánuðir.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Má ekki frjósa.

6.5Gerð íláts og innihald

3 ml af lausn í 3 ml áfylltri sprautu (gler af tegund I) með stimpiltappa (brómóbútýl húðað með flúorkolefnisfjölliðu). Húðbeðsnál (25 G; 16 mm) fylgir með í pakkningunni.

Pakkningastærð með einni áfylltri sprautu ásamt einni nál eða fjölpakkning með þremur áfylltum sprautum ásamt þremur nálum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Lausnin á að vera tær og litlaus og laus við sýnilegar agnir. Aðeins einnota.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Shire Orphan Therapies GmbH Friedrichstrasse 149

D-10117 Berlín Þýskaland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/08/461/001

EU/1/08/461/002

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 11. júlí 2008

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 13. mars 2013

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf