Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Gardasil 9 (human papillomavirus vaccine [types...) – Samantekt á eiginleikum lyfs - J07BM

Updated on site: 07-Oct-2017

Nafn lyfsGardasil 9
ATC-kóðiJ07BM
Efnihuman papillomavirus vaccine [types 6, 11, 16, 18, 31, 33, 45, 52, 58] (recombinant, adsorbed)
FramleiðandiSanofi Pasteur MSD

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Gardasil 9 stungulyf, dreifa.

Gardasil 9 stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu.

9-gilt bóluefni gegn mannapapillomaveiru (raðbrigði, aðsogað)

2.INNIHALDSLÝSING

1 skammtur (0,5 ml) inniheldur u.þ.b.:

 

Mannapapillomaveira1 af gerð 6 L1 prótein2,3

30 míkrógrömm

Mannapapillomaveira1 af gerð 11 L1 prótein2,3

40 míkrógrömm

Mannapapillomaveira1 af gerð 16 L1 prótein2,3

60 míkrógrömm

Mannapapillomaveira1 af gerð 18 L1 prótein2,3

40 míkrógrömm

Mannapapillomaveira1 af gerð 31 L1 prótein2,3

20 míkrógrömm

Mannapapillomaveira1

af gerð 33 L1 prótein2,3

20 míkrógrömm

Mannapapillomaveira1

af gerð 45 L1 prótein2,3

20 míkrógrömm

Mannapapillomaveira1

af gerð 52 L1 prótein2,3

20 míkrógrömm

Mannapapillomaveira1

af gerð 58 L1 prótein2,3

20 míkrógrömm

1Mannapapillomaveira = HPV.

2L1 prótein í formi veirulíkra agna framleiddum í gerfrumum (Saccharomyces cerevisiae

CANADE 3C-5 (stofn 1895)) með raðbrigða erfðatækni.

3Aðsogað á myndlausan álhýdroxýfosfat súlfat ónæmisglæði (0,5 milligrömm Al).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa.

Stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu.

Tær vökvi með hvítu botnfalli.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Gardasil 9 er ætlað til virkrar bólusetningar einstaklinga frá 9 ára aldri gegn eftirfarandi HPV- sjúkdómum:

Forstigsbreytingum krabbameins og krabbameini í leghálsi, sköpum, leggöngum og endaþarmi af völdum HPV-gerða bóluefnisins.

Kynfæravörtum (Condyloma acuminata) sem orsakast af tilteknum HPV-gerðum.

Sjá mikilvægar upplýsingar um gögn sem styðja þessa notkun í köflum 4.4 og 5.1

Nota skal Gardasil 9 samkvæmt opinberum leiðbeiningum.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Einstaklingar 9 til og með 14 ára að aldri við fyrstu bólusetningu

Gefa má Gardasil 9 samkvæmt 2 skammta áætlun (sjá kafla 5.1). Seinni skammtinn skal gefa 5 til 13 mánuðum eftir fyrri skammtinn. Ef seinni skammturinn er gefinn áður en 5 mánuðir eru liðnir frá fyrri skammti skal alltaf gefa þriðja skammt.

Gefa má Gardasil 9 samkvæmt 3 skammta (0, 2, 6 mánaða) áætlun. Annan skammtinn skal gefa a.m.k. einum mánuði eftir fyrsta skammtinn og þriðja skammtinn skal gefa a.m.k. 3 mánuðum eftir annan skammt. Gefa skal alla þrjá skammtana á 1 árs tímabili.

Einstaklingar 15 ára og eldri við fyrstu bólusetningu

Gefa skal Gardasil 9 samkvæmt 3 skammta (0, 2, 6 mánaða) áætlun.

Annan skammtinn skal gefa a.m.k. einum mánuði eftir fyrsta skammt og þriðja skammtinn skal gefa a.m.k. 3 mánuðum eftir annan skammt. Gefa skal alla þrjá skammtana á 1 árs tímabili.

Notkun Gardasil 9 skal vera í samræmi vð opinberar ráðleggingar.

Mælt er með því að einstaklingar sem fá fyrsta skammt af Gardasil 9 ljúki bólusetningaráætluninni með Gardasil 9 (sjá kafla 4.4).

Þörfin fyrir örvunarskammt hefur ekki verið metin.

Rannsóknir hafa ekki verið gerðar með Gardasil 9 þar sem notuð er blönduð meðferðaráætlun (jafngild) með HPV-bóluefnum.

Einstaklingar sem áður hafa verið bólusettir með 3-skammta bólusetningaráætlun með fjórgildum bóluefnum af HPV-gerð 6, 11, 16 og 18 (Gardasil eða Silgard), hér eftir nefnd fjórgild HPV-bóluefni, geta fengið 3 skammta af Gardasil 9 (sjá kafla 5.1).

Börn <9 ára

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Gardasil 9 hjá börnum yngri en 9 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir (sjá kafla 5.1).

Konur ≥ 27 ára

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Gardasil 9 hjá konum 27 ára og eldri (sjá kafla 5.1).

Lyfjagjöf

Bóluefnið á að gefa með inndælingu í vöðva. Ákjósanlegur stungustaður er axlarvöðvi eða hliðlægt framan á lærvöðva.

Gardasil 9 má ekki gefa í æð, undir húð eða í húð. Ekki skal blanda bóluefninu saman við önnur bóluefni eða lausnir í sömu sprautu.

Leiðbeiningar um meðhöndlun bóluefnisins fyrir gjöf má finna í kafla 6.6.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Einstaklingar sem fengu ofnæmi eftir fyrri gjöf Gardasil 9 eða Gardasil/Silgard skulu ekki fá Gardasil 9.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Við ákvörðun um að bólusetja einstakling ætti að taka tillit til áhættu vegna fyrri útsetningar fyrir HPV og mögulegs ávinnings af bólusetningunni.

Eins og við á um öll bóluefni í formi stungulyfja skyldi viðeigandi læknismeðferð ávallt vera til reiðu ef upp koma sjaldgæf bráðaofnæmisviðbrögð eftir að bóluefnið gefið.

Yfirlið (aðsvif), stundum ásamt falli, getur komið fyrir í kjölfarið á eða jafnvel á undan hvaða bólusetningu sem er, sérstaklega hjá unglingum sem sálræn viðbrögð við inndælingu með nál. Þeim geta fylgt ýmis konar taugafræðileg einkenni eins og skammvinn sjóntruflun, tilfinningaglöp og vöðvakippa- og vöðvaþanshreyfingar (tonic-clonic movements) meðan á bata stendur. Því skal fylgjast með bólusettum einstaklingum í u.þ.b. 15 mínútur eftir bólusetningu. Mikilvægt er að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir meiðsli vegna aðsvifa.

Fresta skal bólusetningu hjá einstaklingum sem þjást af bráðri og alvarlegri hitasótt. Hins vegar er minniháttar sýking eins og væg öndunarfærasýking eða vægur hiti ekki frábending hvað varðar bólusetningu.

Eins og við á um öll bóluefni er hugsanlegt að bólusetning með Gardasil 9 veiti ekki sjúkdómsvörn hjá öllum bólusettum einstaklingum.

Bóluefnið veitir aðeins vörn gegn sjúkdómum sem eru af völdum þeirra HPV-gerða sem bóluefnið vinnur gegn (sjá kafla 5.1). Því skal nota áfram allar viðeigandi varnir gegn kynsjúkdómum.

Bóluefnið er eingöngu ætlað sem fyrirbyggjandi meðferð og hefur engin áhrif á virkar HPV-sýkingar eða staðfestan klínískan sjúkdóm. Ekki hefur verið sýnt fram á lækningagildi bóluefnisins. Því er bóluefnið ekki ætlað til meðferðar á krabbameini í leghálsi, sköpum, leggöngum eða endaþarmi, vefjaskemmdum á háu stigi í leghálsi, sköpum, leggöngum og endaþarmi eða kynfæravörtum. Það er heldur ekki ætlað til að hindra framgang annarra meinsemda af völdum mannapapillomaveiru.

Gardasil 9 kemur ekki í veg fyrir vefjaskemmdir vegna HPV-gerðar bóluefnisins hjá einstaklingum sem eru sýktir af þeirri HPV-gerð við bólusetningu (sjá kafla 5.1).

Bólusetning kemur ekki í stað reglulegrar leghálsskoðunar. Þar sem ekkert bóluefni hefur 100% virkni og Gardasil 9 veitir ekki vörn gegn öllum HPV-gerðum eða gegn HPV-sýkingum sem eru til staðar við bólusetningu, er mikilvægt að fara í reglulega leghálsskoðun samkvæmt ráðleggingum í hverju landi fyrir sig.

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun Gardasil 9 hjá einstaklingum með skerta ónæmissvörun. Öryggi og ónæmingargeta fjórgilds HPV-bóluefnis hefur verið metin hjá einstaklingum á aldrinum 7 til 12 ára sem vitað er að eru smitaðir af alnæmisveiru (HIV) (sjá kafla 5.1).

Einstaklingar með skerta ónæmissvörun, annaðhvort vegna kröftugrar ónæmisbælandi meðferðar, erfðagalla, alnæmissmits (HIV) eða af öðrum orsökum, sýna hugsanlega enga svörun við bóluefninu.

Aðgát skal viðhöfð þegar bóluefnið er gefið einstaklingum með blóðflagnafæð eða storknunarraskanir af einhverjum toga, þar sem hugsanlegt er að blæðing eigi sér stað eftir lyfjagjöf í vöðva hjá þessum einstaklingum.

Langtíma eftirfylgnirannsóknir standa nú yfir til að ákvarða hversu lengi verndin varir. (Sjá kafla 5.1).

Engar upplýsingar um öryggi, ónæmingargetu eða verkun eru til staðar sem styðja það að hægt sé að skipta Gardasil 9 út fyrir önnur tvígild eða fjórgild HPV-bóluefni.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Öryggi og ónæmingargeta hjá einstaklingum sem fengu immúnóglóbúlín eða lyf unnin úr blóði síðustu 3 mánuðina fyrir bólusetningu hefur ekki verið metin í klínískum rannsóknum.

Notkun samhliða öðrum bóluefnum

Gardasil 9 má gefa samhliða samsettu örvunarbóluefni við barnaveiki (d) og stífkrampa (T), með annaðhvort bóluefni gegn kíghósta [frumulaust, hlutar] (ap) og/eða mænusótt [óvirkjað] (IPV) (dTap, dT-IPV, dTap-IPV bóluefni) án marktækra áhrifa á mótefnasvar gegn einhverjum þáttanna í hvoru bóluefni fyrir sig. Þessar niðurstöður byggja á niðurstöðu klínískra rannsókna þar sem samhliða bólusetning með samsettu dTap-IPV bóluefni var gefin samhliða fyrsta skammtinum af Gardasil 9 (sjá kafla 4.8).

Notkun samhliða hormónagetnaðarvörnum

Í klínískum rannsóknum notuðu 60,2% kvenna á aldrinum 16 til 26 ára sem fengu Gardasil 9 hormónagetnaðarvörn á bólusetningartímabilinu. Notkun hormónagetnaðarvarna virtist ekki hafa áhrif á gerð sértækrar ónæmissvörunar við Gardasil 9.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Umtalsverðar upplýsingar liggja fyrir um notkun lyfsins á meðgöngu (yfir 1.000 þunganir) og þær benda til þess að Gardasil 9 valdi hvorki vansköpun né eiturverkunum á fóstur/nýbura (sjá kafla 5.1).

Dýrarannsóknir benda ekki til eiturverkana á æxlun (sjá kafla 5.3).

Hins vegar eru þetta ekki taldar nægilegar upplýsingar til að mæla með notkun Gardasil 9 á meðgöngu. Fresta skal bólusetningu þar til eftir meðgöngu (sjá kafla 5.1).

Brjóstagjöf

Konur sem hafa barn á brjósti mega nota Gardasil 9.

Alls voru 92 konur með barn á brjósti á bólusetningartímabilinu í klínísku rannsóknunum með Gardasil 9. Í rannsóknunum var ónæmingargetan sambærileg hjá konum með barn á brjósti og konum sem ekki voru með barn á brjósti. Auk þess voru aukaverkanir sambærilegar hjá konum með börn á brjósti og konum í heildar öryggisþýðinu. Ekki var tilkynnt um neinar alvarlegar aukaverkanir tengdar bólusetningunni hjá ungbörnum sem voru á brjósti á bólusetningartímabilinu.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif Gardasil 9 á frjósemi hjá mönnum. Dýrarannsóknir benda ekki til skaðlegra áhrifa á frjósemi (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Gardasil 9 hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Hins vegar er hugsanlegt að einhver þeirra áhrifa sem fram koma í kafla 4.8 „Aukaverkanir“ hafi tímabundin áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

A. Samantekt á öryggi

Í 7 klínískum rannsóknum fengu einstaklingar Gardasil 9 á fyrsta degi rannsóknarinnar og svo u.þ.b. 2 og 6 mánuðum seinna. Öryggi var metið með því að nota tilkynningarspjöld í tengslum við bólusetningu (VRC) í 14 daga eftir hverja inndælingu Gardasil 9. Alls fengu 15.776 einstaklingar (10.495 einstaklingar 16 til 26 ára og 5.281 unglingar 9 til 15 ára við upphaf rannsóknar) Gardasil 9. Fáir einstaklingar (0,1%) hættu þátttöku vegna aukaverkana.

Algengustu aukaverkanirnar sem fram komu með Gardasil 9 voru viðbrögð á stungustað (hjá 84,8% þeirra sem voru bólusettir, innan 5 daga eftir læknisheimsókn vegna bólusetningar) og höfuðverkur (hjá 13,2% þeirra sem voru bólusettir, innan 15 daga eftir læknisheimsókn vegna bólusetningar).

Þessar aukaverkanir voru yfirleitt vægar eða í meðallagi alvarlegar.

B. Tafla með samantekt á aukaverkunum

Klínískar rannsóknir

Aukaverkanir sem taldar eru a.m.k. hugsanlega tengjast bólusetningunni hafa verið flokkaðar eftir tíðni.

Tíðni er skráð sem:

-Mjög algengar (≥1/10)

-Algengar (≥1/100 til <1/10)

Tafla 1: Aukaverkanir eftir gjöf Gardasil 9 komu fram með lágmarkstíðninni 1,0% í klínískum

rannsóknum.

Flokkun eftir líffærum

Tíðni

Aukaverkanir

 

 

 

Taugakerfi

Mjög algengar

Höfuðverkur

Algengar

Sundl

 

Meltingarfæri

Algengar

Ógleði

 

Mjög algengar

Á stungustað: verkur, bólga, roði

Almennar aukaverkanir og

 

 

aukaverkanir á íkomustað

Algengar

Hiti, þreyta

 

 

Á stungustað: kláði, mar

 

 

 

Í klínískri rannsókn með 1.053 heilbrigðum unglingum á aldrinum 11-15 ára var oftar tilkynnt um viðbrögð frá stungustað (þrota, roða) ásamt höfuðverk og hita við gjöf á fyrsta skammti Gardasil 9 samhliða samsettu bóluefni gegn barnaveiki, stífkrampa, kíghósta [frumulaust, hlutar] og örvunarskammti af mænusóttarbóluefni [óvirkjað]. Mismunurinn sem fram kom var < 10% og hjá flestum einstaklingum voru aukaverkanirnar vægar eða miðlungs alvarlegar (sjá kafla 4.5).

Reynsla eftir markaðssetningu

Tilkynnt var af sjálfsdáðum um eftirfarandi aukaverkanir eftir að notkun á fjórgildu HPV-bóluefni var samþykkt og þær gætu einnig komið fram við reynslu eftir markaðssetningu Gardasil 9. Reynsla af öryggi eftir markaðssetningu fjórgilds HPV-bóluefnis er sambærileg við Gardasil 9 þar sem bóluefnin innihalda L1 HPV-prótein af 4 sömu HPV-gerðunum.

Vegna þess að aukaverkanirnar voru tilkynntar af sjálfsdáðum af þýði af óþekktri stærð, er ekki hægt að meta tíðni þeirra með áreiðanlegum hætti eða ákvarða orsakasamhengi við notkun bóluefnisins í öllum tilvikum.

Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra: Húðbeðsbólga á stungustað.

Blóð og eitlar: Sjálfvakinn blóðflagnafæðarpurpuri, eitlakvilli.

Ónæmiskerfi: Ónæmisviðbrögð, m.a. bráðaofnæmi/bráðaofnæmislík viðbrögð, berkjukrampi og ofsakláði.

Taugakerfi: Bráð, dreifð heila- og mænubólga, Guillain-Barré heilkenni, aðsvif sem stundum fylgir þankippahreyfingar (tonic-clonic).

Meltingarfæri: Uppköst.

Stoðkerfi og stoðvefur: Liðverkir, vöðvaverkir.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað: Þróttleysi, kuldahrollur, lasleiki.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ekki hefur verið tilkynnt um tilvik ofskömmtunar.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Bóluefni, papillomaveirubóluefni, ATC flokkur: J07BM03

Verkunarháttur

Gardasil 9 er ónæmisglætt, raðbrigða 9-gilt bóluefni sem veldur ekki sýkingu. Það er framleitt úr háhreinsuðum veirulíkum ögnum (VLP) úr veiruhjúpi helsta L1-próteinsins frá sömu fjórum HPV- gerðunum (6, 11, 16, 18) í fjórgilda HPV-bóluefninu Gardasil eða Silgard og frá 5 HPV-gerðum til viðbótar (31, 33, 45, 52, 58). Það notar sama myndlausa álhýdroxýfosfat súlfat ónæmisglæðinn og fjórgilt HPV-bóluefni. VLP-agnirnar geta ekki smitað frumur, fjölgað sér eða valdið sjúkdómi. Talið er að virkni L1 VLP-bóluefna sé tilkomin vegna þróunar á vessaónæmissvörun.

Samkvæmt faraldsfræðilegum rannsóknum er gert ráð fyrir að Gardasil 9 veiti vernd gegn þeim HPV- gerðum sem valda u.þ.b.: 90% af leghálskrabbameinum, meira en 95% af staðbundnum kirtilkrabbameinum (AIS), 75-85% af leghálsfrumubreytingum á háu stigi (Cervical intraepithelial neoplasia (CIN)) (CIN 2/3), 85-90% af HPV-tengdum krabbameinum í sköpum, 90-95% af HPV- tengdum þekjufrumubreytingum á háu stigi í sköpum (VIN 2/3), 80-85% af HPV-tengdum krabbameinum í leggöngum, 75-85% af HPV-tengdum þekjufrumubreytingum á háu stigi í leggöngum (VaIN 2/3), 90-95% af HPV-tengdum krabbameinum í endaþarmi, 85-90% af HPV-tengdum þekjufrumubreytingum á háu stigi í endaþarmi (AIN2/3) og 90% af kynfæravörtum.

Ábending Gardasil 9 byggist á:

ekki síðri (non-inferior) ónæmingargetu milli Gardasil 9 og fjórgilda HPV-bóluefnisins fyrir HPV-gerðir 6, 11, 16 og 18 hjá stúlkum 9 til 15 ára, konum og körlum 16 til 26 ára, af þessum sökum má álykta að virkni Gardasil 9 gegn viðvarandi sýkingu og sjúkdómi sem tengist HPV- gerðum 6, 11, 16 eða 18 sé sambærileg við virkni fjórgilda HPV-bóluefnisins.

sannprófun á virkni gegn viðvarandi sýkingu og sjúkdómi sem tengist HPV-gerðum 31, 33, 45,

52 og 58 hjá stúlkum og konum 16 til 26 ára, og

sannprófun á ekki síðri ónæmingargetu gegn HPV-gerðum Gardasil 9 hjá drengjum og stúlkum 9 til 15 ára og körlum 16 til 26 ára, samanborið við stúlkur og konur 16 til 26 ára.

Klínískar rannsóknir með fjórgildu HPV bóluefni

Virkni hjá 16-26 ára konum og körlum

Virkni var metin í 6 tvíblindum, slembuðum II. og III. stigs klínískum samanburðarrannsóknum með lyfleysu þar sem metnir voru 28.413 einstaklingar (20.541 stúlkur og konur 16 til 26 ára, 4.055 drengir og karlar 16 til 26 ára og 3.817 konur 24 til 45 ára). Fjórgilda HPV-bóluefnið var áhrifaríkt við að lækka tíðni CIN (á öllum stigum, þ.m.t. CIN 2/3), AIS, kynfæravarta, VIN 2/3 og VaIN 2/3 sem tengjast HPV-bóluefnisgerðum 6, 11, 16 eða 18 hjá þeim stúlkum og konum sem voru PCR-neikvæðar og sermineikvæðar í upphafi (Tafla 2). Fjórgilda HPV-bóluefnið var áhrifaríkt við að lækka tíðni kynfæravarta sem tengjast HPV-bóluefnisgerðum 6 og 11 hjá drengjum og körlum sem voru PCR- neikvæðir og sermineikvæðir í upphafi. Ekki var sýnt fram á virkni gegn þekjufrumubreytingum (PIN) á 1/2/3 stigi við reður/spöng/umhverfis endaþarm eða krabbameini við reður/spöng/umhverfis endaþarm, þar sem tíðni var of lág til að verða tölfræðilega marktæk (tafla 2). Fjórgilda HPV- bóluefnið var áhrifaríkt við að lækka tíðni þekjufrumubreytinga í endaþarmi (AIN) á 2. og 3. stigi sem tengjast HPV-bóluefnisgerðum 6, 11, 16 og 18 hjá drengjum og körlum sem voru PCR-neikvæðir og sermineikvæðir í upphafi (tafla 2).

Tafla 2: Greining á virkni fjórgilds HPV-bóluefnis hjá þýðinu sem fylgdi rannsóknaráætluninni (PPE)* fyrir HPV-gerðir bóluefnis.

Endapunktar sjúkdóms

Fjórgilt HPV

Stýring lyfleysu

% Virkni (95%

 

Fjöldi

 

Fjöldi

N

N

 

CI)

 

tilvika

tilvika

 

 

 

 

 

 

16 til 26 ára stúlkur og konur

 

 

 

 

 

 

HPV 16- eða 18-tengdar CIN

98,2

(93,5, 99,8)

2/3 eða AIS**

HPV 6-, 11-, 16- eða 18-

96,0

(92,3, 98,2)

tengdar CIN (CIN 1, CIN 2/3)

eða AIS

 

 

 

 

 

 

HPV 6-, 11-, 16- eða 18-

100,0

(67,2, 100,0)

 

 

 

 

 

 

HPV 6-, 11-, 16- eða 18-

100,0

(55,4, 100,0)

 

 

 

 

 

 

HPV 6-, 11-, 16- eða 18-

99,0

(96,2, 99,9)

tengdar kynfæravörtur

 

 

 

 

 

 

16 til 26 ára drengir og karlar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ytri HPV 6-, 11-, 16- eða 18-

90,6

(70,1, 98,2)

tengdar vefjaskemmdir á

kynfærum***

 

 

 

 

 

 

HPV 6-, 11-, 16- eða 18-

89,3

(65,3, 97,9)

tengdar kynfæravörtur***

HPV 6-, 11-, 16- eða 18-

100,0 (-52,1,

tengdar PIN 1/2/3***

 

100,0)

HPV 6-, 11-, 16- eða 18-

74,9 (8,8, 95,4)

tengdar AIN 2/3****

*Einstaklingarnir í hópnum sem fylgdu rannsóknaráætluninni fengu allar 3 bólusetningarnar innan eins árs frá inntöku í rannsóknina, voru ekki með nein meiriháttar frávik frá rannsóknaráætluninni og höfðu ekki áður komist í snertingu við (PCR-neikvæðir og sermisneikvæðir) viðkomandi HPV-stofna (gerðir 6, 11, 16 og 18) fyrir fyrsta skammt og á fyrsta mánuði eftir 3 skammt (mánuður 7).

Greiningar á sameinuðu rannsóknunum voru skipulagðar fyrirfram og voru með sambærileg inntökuskilyrði. N=Fjöldi einstaklinga með minnst eina eftirfylgniheimsókn eftir mánuð 7.

CI=Öryggisbil.

**Sjúklingum var fylgt eftir allt að 4 ár (miðgildi 3,6 ár)

***Miðgildislengd við eftirfylgni 2,4 ár

****Miðgildislengd við eftirfylgni var 2,15 ár

Virkni hjá 24-45 ára konum

Virkni fjórgilds HPV-bóluefnis hjá konum 24 til 45 ára var metin í einni tvíblindri, slembraðaðri III. stigs samanburðarrannsókn með lyfleysu (Protocol 019, FUTURE III) hjá alls 3.817 konum.

Hjá þýðinu sem fylgdi rannsóknaráætluninni var virkni fjórgilds HPV-bóluefnis gegn samanlagðri tíðni HPV 6-, 11-, 16- eða 18-tengdri þrálátum sýkingum, kynfæravörtum, vefjaskemmdum á sköpum og leggöngum, CIN á öllum stigum, AIS og leghálskrabbameini 88,7% (95% CI: 78,1, 94,8). Virkni fjórgilds HPV-bóluefnis gegn samanlagðri tíðni HPV 16- eða 18-tengdum þrálátum sýkingum, kynfæravörtum, vefjaskemmdum á sköpum og leggöngum, CIN á öllum stigum, AIS og leghálskrabbameini var 84,7% (95% CI: 67,5, 93,7).

Langtíma virknirannsóknir

Undirhópi einstaklinga verður fylgt eftir í 10 til 14 ár eftir fjórgilda HPV-bólusetningu til að meta öryggi, ónæmingargetu og vörn gegn klínískum sjúkdómum sem tengjast HPV-gerðum 6/11/16/18.

Viðvarandi mótefnasvörun (eftir þriðja skammtinn) hefur verið til staðar í 10 ár hjá unglingum sem

voru 9-15 ára við bólusetninguna, í 9 ár hjá konum sem voru 16-23 ára við bólusetninguna og í 6 ár hjá körlum sem voru 16-26 ára við bólusetninguna og 8 ár hjá konum sem voru 24-45 ára við bólusetninguna.

Ílangtíma framhaldsskráningarrannsókn hjá 16-23 ára konum sem bólusettar voru með fjórgildu HPV bóluefni í grunnrannsókninni, (n=1984) komu ekki fram nein tilfelli HPV-sjúkdóma (HPV 6/11/16/18 tengdar CIN á háu stigi) í allt að u.þ.b. 10 ár. Í þessari rannsókn var tölfræðilega sýnt fram á vernd í allt að u.þ.b. 8 ár.

Ílangtíma klínískum framhaldsrannsóknum hefur vernd sést eftir þriðja skammt hjá þýðinu sem fylgdi rannsóknaráætluninni. Þýðið sem fylgdi rannsóknaráætluninni var samansett úr einstaklingum sem:

- fengu allar 3 bólusetningarnar innan 1 árs frá inntöku í rannsóknina og sem voru ekki með nein meiriháttar frávik frá rannsóknaráætluninni,

- voru sermisneikvæðir gagnvart viðkomandi HPV-gerðum bóluefnis (gerðum 6, 11, 16 og 18) fyrir gjöf fyrsta skammts og meðal sjúklinga sem voru 16 ára og eldri við inntöku í grunnrannsóknina og sem voru PCR neikvæðir gagnvart viðkomandi HPV-gerðum bóluefnis fyrir gjöf fyrsta skammts og alveg þar til einum mánuði eftir gjöf 3. skammts (7. mánuður).

Íþessum klínísku framhaldsrannsóknum komu ekki fram nein tilvik af þekjufrumubreytingum á háu stigi og engin tilvik af kynfæravörtum hjá sjúklingum sem fengu fjórgilt HPV bóluefni í grunnrannsókninni:

- í 10,7 ár hjá stúlkum (n=369) (miðgildi eftirfylgni 10,0 ár) og í 10,6 ár hjá drengjum (n=326), (miðgildi eftirfylgni 9,9 ár) 9-15 ára að aldri við bólusetningu;

- í 9,6 ár hjá karlmönnum (n=918), 16-26 ára að aldri við bólusetningu (miðgildi eftirfylgni 8,5 ár); og

- í 8,4 ár hjá konum (n=684), 24-45 ára að aldri við bólusetningu (miðgildi eftirfylgni 7,2 ár).

Virkni hjá HIV-smituðum einstaklingum

Rannsókn var gerð á öryggi og ónæmingargetu fjórgilds HPV-bóluefnis hjá 126 HIV-smituðum einstaklingum á aldrinum 7-12 ára með grunngildi CD4% ≥15 og eftir a.m.k. 3 mánaða mjög virka meðferð gegn retróveirum (HAART) fyrir einstaklinga með CD4% <25 (þar af fengu 96 fjórgilt HPV- bóluefni). Mótefnavending gegn öllum fjórum mótefnavökunum átti sér stað hjá meira en 96% einstaklinganna. Margfeldismeðaltalsmótefnastyrkurinn (GMT) var aðeins lægri en hjá einstaklingum í öðrum rannsóknum sem voru á sama aldri og voru ekki smitaðir af HIV. Klínískt gildi lægri svörunarinnar er ekki þekkt. Öryggissniðið var svipað og hjá einstaklingum í öðrum rannsóknum sem ekki voru smitaðir af HIV. Bólusetningin hafði ekki áhrif á CD4% eða HIV RNA í plasma.

Klínískar rannsóknir með Gardasil 9

Virkni og/eða ónæmingargeta Gardasil 9 var metin í áttaklínískum rannsóknum. Klínískar rannsóknir sem mátu virkni Gardasil 9 í samanburði við lyfleysu voru ekki ásættanlegar því HPV-bólusetningar eru ráðlagðar og framkvæmdar í mörgum löndum til verndar gegn HPV-sýkingu og sjúkdómum.

Af þeim sökum mat klíníska lykilrannsóknin (Protocol 001) virkni Gardasil 9 með því að nota fjórgilt HPV-bóluefni sem samanburðarlyf.

Virkni gegn HPV-gerðum 6, 11, 16 og 18 var einkum metin með tengiaðferð sem sýndi fram á sambærilega ónæmingargetu (mæld með margfeldismeðaltalstíter [GMT]) Gardasil 9 samanborið við fjórgilt HPV-bóluefni (Protocol 001, GDS01C/Protocol 009 og GDS07C/Protocol 020).

Ílykilrannsókninni Protocol 001, var virkni Gardasil 9 gegn HPV-gerðum 31, 33, 45, 52 og 58 metin með samanburði við fjórgilt HPV-bóluefni hjá konum á aldrinum 16 til 26 ára (N=14.204: 7.099 fengu Gardasil 9, 7.105 fengu fjórgilt HPV-bóluefni).

ÍProtocol 002 var ónæmingargeta Gardasil 9 metin hjá stúlkum og drengjum 9 til 15 ára og konum 16 til 26 ára (N=3.066: 1.932 stúlkur, 666 drengir og 468 konur fengu Gardasil 9).

ÍProtocol 003 var ónæmingargeta Gardasil 9 metin hjá körlum 16 til 26 ára og konum 16 til 26 ára (1.103 gagnkynhneigðum mönnum [HM], 313 körlum sem hafa kynmök við karla [MSM] og 1.099 konum sem fengu Gardasil 9).

ÍProtocol 005 og 007 var metin samhliða gjöf Gardasil 9 og bóluefna sem ráðlögð eru til reglubundinnar notkunar fyrir stúlkur og drengi 11 til 15 ára (N=2.295).

ÍProtocol 006 var notkun Gardasil 9 metin hjá stúlkum og konum 12 til 26 ára sem áður voru bólusettar með fjórgildu HPV-bóluefni (N=921, 615 fengu Gardasil 9 og 306 fengu lyfleysu).

ÍGDS01C/Protocol 009 var ónæmingargeta Gardasil 9 metin hjá stúlkum og konum 9 til 15 ára (N=600, 300 fengu Gardasil 9 og 300 fengu fjórgilt HPV-bóluefni).

ÍGDS07C/Protocol 020 var ónæmingargeta Gardasil 9 metin hjá körlum 16 til 26 ára (N=500; 249 fengu Gardasil 9 og 251 fengu fjórgilt HPV-bóluefni).

Írannsóknaráætlun 010 var ónæmingargeta tveggja skammta af Gardasil 9 metin hjá stúlkum og drengjum 9 til 14 ára að aldri og þriggja skammta af Gardasil 9 hjá 9 til 14 ára stúlkum og 16 til 26 ára konum (N=1.518; 753 stúlkur; 451 drengur og 314 konur).

Rannsóknir sem styðja virkni Gardasil 9 gegn HPV-gerðum 6, 11, 16 og 18

Samanburður á Gardasil 9 og fjórgildu HPV-bóluefni gegn HPV-gerðum 6, 11, 16 og 18 var gerð á þýði 16 til 26 ára kvenna frá Protocol 001, 9 til 15 ára stúlkum frá GDS01C/Protocol 009 og 16 til 26 ára körlum frá GDS07C/Protocol 020.

Tölfræðileg greining á því hvort Gardasil 9 væri síðra en fjórgilt HPV bóluefni var gerð í mánuði 7 þar sem gerður var samanburður á cLIA HPV 6, HPV 11, HPV 16 og HPV 18 GMT milli einstaklinga sem fengu Gardasil 9 og einstaklinga sem fengu Gardasil. Ónæmissvörun fyrir Gardasil 9 sem mæld var með GMT var ekki síðri en ónæmissvörun fyrir Gardasil (tafla 3). Í klínískum rannsóknum urðu 98,2% af 100% þeirra sem fengu Gardasil 9 sermijákvæðir fyrir mótefnum gegn öllum 9 bóluefnisgerðunum fyrir mánuð 7 í öllum hópum sem prófaðir voru.

Tafla 3: Samanburður á ónæmisviðbrögðum (samkvæmt cLIA) milli Gardasil 9 og fjórgilds HPV- bóluefnis fyrir HPV-gerðir 6, 11, 16 og 18 hjá 9 til 15ára stúlkum og 16 til 26 ára konum og körlum í þýðinu sem fylgdi rannsóknaráætluninni*

 

 

 

 

 

 

 

Gardasil 9/

 

 

Gardasil 9

Fjórgilt HPV bóluefni

Fjórgilt HPV

ÞÝÐI

 

 

 

 

 

 

bóluefni

N

GMT

N

GMT

GMT

 

 

 

 

(95% CI)

(95% CI)

(95% CI) #

 

(n)

mMU§/ml

(n)

mMU§/ml

Hlutfall

 

Mótefni gegn HPV 6

 

 

 

 

 

 

 

9 til 15 ára

1679,4

1565,9

1,07

(0,93,

stúlkur

(273)

(1518,9,

1856,9)

(261)

(1412,2,

1736,3)

1,23)

 

16 til 26 ára

893,1

875,2

1,02

(0,99,

konur

(3993)

(871,7,

915,1)

(3975)

(854,2,

896,8)

1,06)

16 til 26 ára

758,3

618,4

1,23

(1,04,

karlar

(228)

(665,9,

863,4)

(226)

(554,0,

690,3)

1,45)

Mótefni gegn HPV 11

 

 

 

 

 

 

 

9 til 15 ára

1315,6

1417,3

0,93

(0,80,

stúlkur

(273)

(1183,8,

1462,0)

(261)

(1274,2,

1576,5)

1,08)

 

16 til 26 ára

666,3

830,0

0,80

(0,77,

konur

(3995)

(649,6,

683,4)

(3982)

(809,2,

851,4)

0,83)

16 til 26 ára

681,7

769,1

0,89

(0,76,

karlar

(228)

(608,9,

763,4)

(226)

(683,5,

865,3)

1,04)

Mótefni gegn HPV 16

 

 

 

 

 

 

 

9 til 15 ára

6739,5

6887,4

0,97

(0,85,

stúlkur

(276)

(6134,5,

7404,1)

(270)

(6220,8,

7625,5)

1,11)

16 til 26 ára

3131,1

3156,6

0,99

(0,96,

konur

(4032)

(3057,1,

3206,9)

(4062)

(3082,3,

3232,7)

1,03)

16 til 26 ára

3924,1

3787,9

1.04

(0,89,

karlar

(234)

(3513,8,

4382,3)

(237)

(3378,4,

4247,0)

1,21)

Mótefni gegn HPV 18

 

 

 

 

 

 

 

9 til 15 ára

1956,6

1795,6

1,08

(0,91,

stúlkur

(276)

(1737,3,

2203,7)

(269)

(1567,2,

2057,3)

1,29)

16 til 26 ára

804,6

678,7

1,19

(1,14,

konur

(4539)

(782,7,

827,1)

(4541)

(660,2,

697,7)

1,23)

16 til 26 ára

884,3

790,9

1,12

(0,91,

karlar

(234)

(766,4, 1020,4)

(236)

(683,0,

915,7)

1,37)

*Einstaklingarnir í hópnum sem fylgdu rannsóknaráætluninni fengu allar þrjár bólusetningarnar innan fyrirfram skilgreinds tímabils, voru ekki með nein meiriháttar frávik frá rannsóknaráætluninni, uppfylltu fyrirfram ákveðin viðmið fyrir tímabilið milli heimsókna í mánuði 6 og mánuði 7, voru sermisneikvæðir gegn viðkomandi HPV- stofnum (gerðir 6, 11, 16 og 18) fyrir fyrsta skammt og meðal 16 til 26 ára kvenna, voru PCR-neikvæðar gegn viðkomandi HPV gerð(um) fyrir 1. skammt á fyrsta mánuði eftir 3 skammt (mánuður 7).

§mMU=milli-Merck einingar. p-gildi <0,001.

#Til að sýna fram á að verkun sé ekki lakari eða betri þurftu neðri mörk 95% öryggisbils GMT hlutfallsins að vera stærri en 0,67.

CI=Öryggisbil.

GMT=Margfeldismeðaltalsmótefnastyrkur. cLIA= Stofnasértæk Luminex ónæmismæling.

N = Fjöldi einstaklinga sem var slembiraðað í hvern bólusetningarhóp sem fékk að minnsta kosti eina inndælingu.

n = Fjöldi einstaklinga sem eiga hlut að greiningunni.

Rannsóknir sem styðja virkni Gardasil 9 gegn HPV-gerðum 31, 33, 45, 52 og 58

Virkni Gardasil 9 hjá konum 16 til 26 ára var metin í virkri, tvíblindri, slembraðaðri klínískri samanburðarrannsókn með lyfleysu (Protocol 001) hjá alls 14.204 konum (Gardasil 9 = 7.099, fjórgilt HPV-bóluefni = 7.105). Einstaklingum var fylgt eftir í allt að 67 mánuði eftir þriðja skammt með miðgildið43 mánuði eftir þriðja skammt.

Gardasil 9 var áhrifaríkt við að koma í veg fyrir HPV 31-, 33-, 45-, 52- og 58-tengda þráláta sýkingu og sjúkdóm (tafla 4). Gardasil 9 dró einnig úr tíðni HPV 31-, 33-, 45-, 52- og 58-tengdra frávika í Pap- prófum, inngripum í leghálsi og ytri kynfærum (þ.e. vefjasýnum) og endanlegum meðferðum á leghálsi (tafla 4).

Tafla 4: Greining á virkni Gardasil 9 gegn HPV-gerðum 31, 33, 45, 52 og 58 hjá konum 16 til 26 ára í þýðinu sem fylgdi rannsóknaráætluninni

 

Gardasil 9

Fjórgilt HPV

 

 

bóluefni

 

 

 

N=7.099

 

%Virkni**

Endapunktar sjúkdóms

N=7.105

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(95% CI)

N

Fjöldi

n

Fjöldi

 

 

 

 

tilvika*

tilvika*

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPV 31-, 33-, 45-, 52-, 58-tengdar CIN 2/3,

 

97,4

AIS, leghálskrabbamein, VIN 2/3, VaIN 2/3,

 

 

(85,0, 99,9)

krabbamein í sköpum og leggöngumα

 

 

 

 

 

 

97,1

 

(83,5, 99,9)

eða AISα

 

 

 

 

 

HPV 31-, 33-, 45-, 52-, 58-tengdar CIN2

 

96,9

 

(81,5, 99,8)

 

 

 

 

 

 

HPV 31-, 33-, 45-, 52-, 58-tengdar CIN3

 

 

(39,4, 100)

 

 

 

 

 

 

HPV 31-, 33-, 45-, 52-, 58-tengdar VIN 2/3,

 

 

 

 

 

100,0

 

(-71,5,

 

 

 

 

 

 

100,0)

 

 

 

 

 

 

HPV 31-, 33-, 45-, 52-, 58-tengd viðvarandi

 

96,0

sýking ≥6 mánuðir§

 

(94,6, 97,1)

HPV 31-, 33-, 45-, 52-, 58-tengd viðvarandi

 

96,7

sýking ≥12 mánuðir§

 

(95,1, 97,9)

HPV 31-, 33-, 45-, 52-, 58-tengt ASC-US

 

92,9

HR-HPV jákvætt eða alvarlegra Pap# frávik

 

(90,2, 95,1)

HPV 31-, 33-, 45-, 52-, 58-tengd endanleg

 

90,2

meðferð við leghálskrabbameini

 

(75,0, 96,8)

Einstaklingarnir í hópnum sem fylgdu rannsóknaráætluninni fengu allar þrjár bólusetningarnar innan eins árs inntökutímabils, voru ekki með nein meiriháttar frávik frá rannsóknaráætluninni, höfðu ekki áður komist í snertingu við (PCR-neikvæðir og sermisneikvæðir) viðkomandi HPV-stofna (gerðir 31, 33, 45, 52 og 58) fyrir fyrsta skammt og sem héldust PCR-neikvæðir gegn viðkomandi HPV gerð(um) á fyrsta mánuði eftir 3 skammt (mánuður 7).

N = Fjöldi einstaklinga sem var slembiraðað í hvern bólusetningarhóp sem fékk að minnsta kosti eina inndælingu.

n = Fjöldi einstaklinga sem eiga hlut að greiningunni.

§Viðvarandi sýking greindist í sýnum frá tveimur eða fleiri samfelldum heimsóknum með 6 mánaða millibili (±1 mánaðar heimsóknargluggi).

Viðvarandi sýking greindist í sýnum frá þremur eða fleiri samfelldum heimsóknum með 6 mánaða millibili (±1 mánaðar heimsóknargluggi).

#Papanicolaou próf. CI=Öryggisbil.

ASC-US = Afbrigðilegar flögufrumur af óljósu mikilvægi. HR=Mikil áhætta.

*Fjöldi einstaklinga með minnst eina eftirfylgniheimsókn eftir mánuð 7

**Einstaklingum var fylgt eftir í allt að 67 mánuði eftir þriðja skammt (miðgildi 43 mánuðir eftir þriðja

skammt).

α engin tilvik leghálskrabbameins, VIN2/3, krabbameins í sköpum eða leggöngum greindust hjá þýðinu sem fylgdi rannsóknaráætluninni.

keiluskurður með raflykkju (LEEP) eða keiluskurður (conisation).

Viðbótarmat á virkni Gardasil 9 gegn HPV-gerðum 6, 11, 16, 18, 31, 33, 45, 52 og 58

Þar sem ekki var hægt að meta virkni Gardasil 9 á móti lyfleysu, voru eftirfarandi könnunargreiningar gerðar.

Mat á virkni Gardasil 9 gegn illkynja sjúkdómum í leghálsi af völdum HPV-gerða 6, 11, 16, 18, 31, 33, 45, 52 og 58 hjá þýðinu sem fylgdi rannsóknaráætluninni

Virkni Gardasil 9 gegn CIN 2 og alvarlegri stigum sem tengjast HPV-gerðum 6, 11, 16, 18, 31, 33, 45, 52 og 58 samanborið við fjórgilt HPV-bóluefni var 94,4% (95% CI 78,8; 99,0) með 2/5.952 á móti 36/5.947 tilvikum. Virkni Gardasil 9 gegn CIN 3 sem tengjast HPV-gerðum 6, 11, 16, 18, 31, 33, 45, 52 og 58 samanborið við fjórgilt HPV-bóluefni var 100% (95% CI 46,3; 100,0) með 0/5.952 á móti 8/5.947 tilvikum.

Áhrif Gardasil 9 gegn vefjasýni úr leghálsi og ákveðinni meðferð sem tengist HPV-gerðum 6, 11, 16, 18, 31, 33, 45, 52 og 58 hjá þýðinu sem fylgdi rannsóknaráætluninni

Virkni Gardasil 9 gegn vefjasýnum úr leghálsi sem tengjast HPV-gerðum 6, 11, 16, 18, 31, 33, 45, 52 og 58 samanborið við fjórgilt HPV-bóluefni var 95,9% (95% CI 92,7; 97,9) með 11/6.016 á móti 262/6.018 tilvikum. Virkni Gardasil 9 gegn endanlegri meðferð á leghálsi (þ.m.t. keiluskurði með raflykkju [LEEP] eða keiluskurði) sem tengist HPV-gerðum 6, 11, 16, 18, 31, 33, 45, 52 og 58 samanborið við fjórgilt HPV-bóluefni var 90,7% (95% CI 76,3; 97,0) með 4/6.016 á móti 43/6.018 tilvikum.

Ónæmingargeta

Lágmarks mótefnatíter gegn HPV sem veitir verndandi virkni hefur ekki verið ákvarðaður.

Stofnasértæk ónæmismæling með stofnasértækum stöðlum var notuð til að ákvarða ónæmingargetu hvers HPV-stofns fyrir sig. Þessar greiningar mæla mótefni gegn hlutleysandi mótefnavökum hverrar HPV-gerðar fyrir sig. Mælikvarðarnir fyrir þessar mælingar eiga eingöngu við um hverja HPV-gerð, því er samanburður milli gerða og við aðrar mælingar ekki viðeigandi.

Ónæmissvörun við Gardasil 9 í mánuði 7

Ónæmingargeta var mæld með (1) hlutfalli einstaklinga sem voru sermisjákvæðir fyrir mótefnum gegn viðkomandi HPV-gerð bóluefnisins og (2) margfeldismeðaltalstítrum (GMT).

Gardasil 9 kallaði fram sterka mótefnasvörun gegn HPV 6, HPV 11, HPV 16, HPV 18, HPV 31, HPV 33, HPV 45, HPV 52 og HPV 58 sem mæld var í mánuði 7, í Protocol 001, 002, 005, 007 og GDS01C/Protocol 009 (tafla 5). Í klínískum rannsóknum urðu 99,6% af 100% þeirra sem fengu Gardasil 9 sermijákvæðir fyrir mótefnum gegn öllum 9 bóluefnisgerðunum fyrir mánuð 7 í öllum hópum sem prófaðir voru. Margfeldismeðaltalstítrar voru hærri hjá stúlkum og drengjum heldur en hjá 16 til 26 ára konum og hærri hjá drengjum en stúlkum og konum.

Tafla 5: Samantekt á cLIA margfeldismeðaltalstítrum mótefna gegn HPV hjá þýðinu sem fylgdi rannsóknaráætluninni* í mánuði 7

Þýði

N

n

 

GMT

(95% CI) mMU§/ml

Mótefni gegn HPV 6

 

 

 

 

9 til 15 ára stúlkur

1744,6

(1684,7, 1806,7)

9 til 15 ára drengir

2085,3

(1984,2, 2191,6)

16 til 26 ára konur

893,7 (873,5, 914,3)

Mótefni gegn HPV 11

 

 

 

 

9 til 15 ára stúlkur

1289,7

(1244,3, 1336,8)

9 til 15 ára drengir

1469,2

(1397,7, 1544,4)

16 til 26 ára konur

669,3 (653,6, 685,4)

Mótefni gegn HPV 16

 

 

 

 

9 til 15 ára stúlkur

7159,9

(6919,7, 7408,5)

9 til 15 ára drengir

8444,9

(8054,2, 8854,5)

16 til 26 ára konur

3159,0

(3088,6, 3231,1)

Mótefni gegn HPV 18

 

 

 

 

9 til 15 ára stúlkur

2085,5

(2002,2, 2172,3)

9 til 15 ára drengir

2620,4

(2474,3, 2775,2)

16 til 26 ára konur

809,9 (789,2, 831,1)

Mótefni gegn HPV 31

 

 

 

 

9 til 15 ára stúlkur

1883,3

(1811,3, 1958,1)

9 til 15 ára drengir

2173,5

(2057,0, 2296,6)

16 til 26 ára konur

664,8 (647,4, 682,6)

Mótefni gegn HPV 33

 

 

 

 

9 til 15 ára stúlkur

960,6 (927,5, 994,9)

9 til 15 ára drengir

1178,6

(1120,9, 1239,4)

16 til 26 ára konur

419,2 (409,6, 429,1)

Mótefni gegn HPV 45

 

 

 

 

9 til 15 ára stúlkur

728,7 (697,6, 761,2)

9 til 15 ára drengir

841,7 (790,0, 896,7)

16 til 26 ára konur

254,1 (247,0, 261,5)

Mótefni gegn HPV 52

 

 

 

 

9 til 15 ára stúlkur

978,2

(942,8, 1015,0)

9 til 15 ára drengir

1062,2

(1007,2, 1120,2)

16 til 26 ára konur

382,4 (373,0, 392,0)

Mótefni gegn HPV 58

 

 

 

 

9 til 15 ára stúlkur

1306,0

(1259,8, 1354,0)

9 til 15 ára drengir

1545,8

(1470,6, 1624,8)

16 til 26 ára konur

489,2 (477,5, 501,2)

*Einstaklingarnir í hópnum sem fylgdu rannsóknaráætluninni fengu allar þrjár bólusetningarnar innan fyrirfram skilgreinds tímabils, voru ekki með nein meiriháttar frávik frá rannsóknaráætluninni, uppfylltu fyrirfram ákveðin viðmið fyrir tímabilið milli heimsókna í mánuði 6 og mánuði 7, voru sermisneikvæðir gegn viðkomandi HPV- stofnum (gerðir 6, 11, 16 og 18) fyrir fyrsta skammt og meðal 16 til 26 ára kvenna, voru PCR-neikvæðar gegn viðkomandi HPV gerð(um) fyrir 1. skammt á fyrsta mánuði eftir 3 skammt (mánuður 7).

§mMU=milli-Merck einingar.

cLIA= Stofnasértæk Luminex ónæmismæling. CI=Öryggisbil. GMT=Margfeldismeðaltalsmótefnastyrkur.

N = Fjöldi einstaklinga sem var slembiraðað í hvern bólusetningarhóp sem fékk að minnsta kosti eina inndælingu.

n = Fjöldi einstaklinga sem eiga hlut að greiningunni.

Mótefnasvörun gegn HPV í mánuði 7 hjá 9 til 15 ára stúlkum/drengjum var sambærileg við mótefnasvörun gegn HPV hjá 16 til 26 ára konum í sameinuðum gagnagrunni fyrir rannsóknir á ónæmingargetu Gardasil 9.

Á grundvelli samtengingu þessarar ónæmingargetu er dregin ályktun um virkni Gardasil 9 hjá 9 til 15 ára stúlkum og drengjum.

Í Protocol 003 var margfeldismeðaltal mótefnastyrks gegn HPV í mánuði 7 hjá 16 til 26 ára drengjum og körlum sambærilegt við margfeldismeðaltal mótefnastyrks gegn HPV hjá 16 til 26 ára stúlkum og konum gegn HPV 6, 11, 16, 18, 31, 33, 45, 52 og 58. Einnig kom fram mikil mótefnamyndun hjá 16 til 26 ára körlum sem hafa mök við karla, þó lægri en hjá gagnkynhneigðum körlum, en svipuð og með fjórgildu HPV-bóluefni. Í Protocol 020/GDS07C var margfeldismeðaltal mótefnastyrks gegn HPV í mánuði 7 hjá 16 til 26 ára drengjum og körlum sambærilegt við margfeldismeðaltal mótefnastyrks gegn HPV hjá 16 til 26 ára drengjum og körlum sem gefið var qHPV-bóluefni gegn HPV 6, 11, 16 og 18. Þessar niðurstöður styðja virkni Gardasil 9 hjá körlum.

Engar rannsóknir hafa verið gerðar hjá konum eldri en 26 ára. Hjá 27 til 45 ára konum er gert ráð fyrir virkni Gardasil 9 fyrir 4 upprunalegu gerðirnar, þetta er byggt á (1) mikilli virkni fjórgilds HPV- bóluefnis hjá 16 til 45 ára konum og (2) sambærilegrar ónæmingargetu Gardasil 9 og fjórgilds HPV- bóluefnis hjá 9 til 26 ára stúlkum og konum.

Varanleiki ónæmissvars við Gardasil 9

Varanleiki mótefnasvörunar að lokinni fullri bólusetningaráætlun með Gardasil 9 er nú rannsakaður hjá undirhópi einstaklinga sem síðan verður fylgt eftir í að minnsta kosti 10 ár eftir bólusetningu til að kanna öryggi, ónæmismyndun og skilvirkni.

Sýnt hefur verið fram á stöðuga mótefnasvörun í að minnsta kosti 3 ár hjá 9 til 15 ára drengjum og stúlkum (rannsóknaráætlun 002) þar sem 93 til 99% einstaklinga, allt eftir HPV-gerðinni voru sermisjákvæðir.

Sýnt hefur verið fram á stöðuga mótefnasvörun í að minnsta kosti 3,5 ár hjá 16 til 26 ára konum (rannsóknaráætlun 001) þar sem 78 til 98% einstaklinga, allt eftir HPV-gerðinni voru sermisjákvæðir. Virkni hélst óbreytt hjá öllum einstaklingum óháð hlutfalli sermisjákvæðra fyrir allar HPV- bóluefnisgerðir, allt til loka rannsóknarinnar (allt að 67 mánuði eftir þriðja skammt; miðgildi fyrir eftirfylgnitímabil 43 mánuðir eftir þriðja skammt).

GMT fyrir HPV-6, -11, -16 og -18 voru tölulega hærri hjá einstaklingum sem fengu fjórgilt HPV bóluefni eða Gardasil 9 í a.m.k. 3,5 ár.

Notkun Gardasil 9 hjá einstaklingum sem hafa áður verið bólusettir með fjórgildu HPV-bóluefni

Í Protocol 006 var ónæmingargeta Gardasil 9 metin hjá 921 stúlku og konu (12 til 26 ára) sem áður voru bólusettar með fjórgildu HPV-bóluefni. Hjá einstaklingum sem fengu Gardasil 9 eftir að hafa fengið 3 skammta af fjórgildu HPV-bóluefni, liðu a.m.k. 12 mánuðir á milli lokabólusetningar með fjórgildu HPV-bóluefni og upphafsbólusetningar með Gardasil 9 í 3-skammta bólusetningaráætlun (lengd millibils var allt frá u.þ.b. 12 til 36 mánuðum).

Sermijákvæðni gegn HPV-gerðum 6, 11, 16, 18, 31, 33, 45, 52 og 58 hjá þýðinu sem fylgdi rannsóknaráætluninni var á bilinu 98,3 til 100% í mánuði 7 hjá einstaklingum sem fengu Gardasil 9. GMT fyrir HPV af gerðum 6, 11, 16, 18 voru hærri en hjá þýðinu sem ekki hafði áður fengið fjórgilda HPV-bóluefnið í öðrum rannsóknum þar sem GMT fyrir HPV-gerðum 31, 33, 45, 52 og 58 voru lægri. Klínískt mikilvægi þessara niðurstaðna er ekki þekkt.

Ónæmissvörun við Gardasil 9 við notkun tveggja skammta áætlunar hjá einstaklingum á aldrinum 9 til 14 ára

Í rannsóknaráætlun 010 var mæld HPV mótefnasvörun gegn HPV gerðunum níu eftir bólusetningu með Gardasil 9 í eftirfarandi rannsóknarþýðum: stúlkur og drengir 9 til 14 ára fengu tvo skammta á 6 eða 12 mánaða fresti (+/- 1 mánuður); 9 til 14 ára stúlkur fengu þrjá skammta (við 0, 2, 6 mánuði); og 16 til 26 ára konur fengu þrjá skammta (við 0,2 og 6 mánuði).

Einum mánuði eftir síðasta skammt í skammtaáætluninn voru 97,9% til 100% af einstaklingum í öllum hópum sermisjákvæðir fyrir mótefnum gegn HPVgerðunum 9 í bóluefninu. GMT voru hærri hjá stúlkum og drengjum sem fengu tvo skammta af Gardasil 9 (við ýmist 0, 6 mánuði eða 0, 12 mánuði) en hjá 16 til 26 ára stúlkum og konum sem fengu 3 skammta af Gardasil 9 (við 0, 2, 6 mánuði) fyrir allar HPV gerðirnar. Á grundvelli þessarar sambærileguónæmingargetu er búist við að virkni tveggja skammta meðferðaráætlunar með Gardasil 9 hjá 9 til 14 ára stúlkum og drengjum sé sambærileg.

Í sömu rannsókn var GMT hjá stúlkum og drengjum á aldrinum 9 til 14 ára einum máuði eftir síðasta skammt tölulega lægra fyrir sumar sermisgerðir í bóluefninu eftir tveggja skammta áætlun en eftir þriggja skammta áætlun (þ.e. HPV gerðir 18, 31, 45 og 52 eftir 0, 6 mánuði og HPV gerð 45 eftir 0, 12 mánuði). Klínískt mikilvægi þessara niðurstaðna er ekki þekkt.

Lengd verndandi áhrifa tveggja skammta bólusetningaráætlunar með Gardasil 9 hefur ekki verið staðfest.

Meðganga

Ekki voru framkvæmdar sértækar rannsóknir á Gardasil 9 hjá þunguðum konum. Fjórgilda HPV- bóluefnið var notað sem virkur samanburður í klíníska þróunarferlinu fyrir Gardasil 9.

Í klíníska þróunarferlinu fyrir Gardasil 9 tilkynntu 2.586 konur (1.347 í Gardasil 9 hópnum á móti 1.239 í fjórgilda HPV-bóluefnishópnum) um a.m.k. eina þungun. Tegundir frávika eða hlutfall þungana sem reiddi illa af hjá einstaklingum sem fengu Gardasil 9 eða fjórgilt HPV-bóluefni voru sambærilegar og í samræmi við það sem almennt gerist.

5.2Lyfjahvörf

Á ekki við.

5.3Forklínískar upplýsingar

Rannsókn á eiturverkunum eftir endurtekna skammta hjá rottum, þ.m.t. mat á eiturverkum eftir stakan skammt og á staðbundnu þoli, leiddu ekki í ljós neina sérstaka hættu fyrir menn.

Gardasil 9 sem gefið var kvenrottum hafði engin áhrif á æxlunargetu, frjósemi eða þroska fósturvísis/fósturs.

Gardasil 9 sem gefið var kvenrottum hafði engin áhrif á þroska, hegðun, æxlunargetu eða frjósemi afkvæma. Mótefni gegn öllum 9 HPV gerðum bóluefnisins bárust til afkvæmis á meðgöngu og hugsanlega við mjólkurgjöf.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Natríumklóríð

L-histidín

Pólýsorbat 80

Natríumbórat

Vatn fyrir stungulyf

Sjá ónæmisglæði í kafla 2.

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Gardasil 9 stungulyf, dreifa:

Geymið í kæli (2°C - 8°C).

Má ekki frjósa. Geymið hettuglasið í ytri öskjunni til varnar gegn ljósi.

Gardasil 9 ætti að gefa eins fljótt og unnt er eftir að það er tekið úr kæli.

Upplýsingar um stöðugleika gefa til kynna að bóluefnisþættirnir séu stöðugir í 72 klukkustundir þegar bóluefnið er geymt við hitastig frá 8°C til 25°C eða frá 0°C til 2°C. Í lok þessa tímabils skal nota eða farga Gardasil 9. Þessar upplýsingar eru eingöngu ætlaðar til að leiðbeina heilbrigðisstarfsfólki ef um tímabundið frávik á hitastigi er að ræða.

Gardasil 9 stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu:

Geymið í kæli (2°C - 8°C).

Má ekki frjósa. Geymið áfylltu sprautuna í ytri öskjunni til varnar gegn ljósi.

Gardasil 9 á að gefa eins fljótt og unnt er eftir að það er tekið úr kæli.

Upplýsingar um stöðugleika gefa til kynna að bóluefnisþættirnir séu stöðugir í 72 klukkustundir þegar bóluefnið er geymt við hitastig frá 8°C til 25°C eða frá 0°C til 2°C. Í lok þessa tímabils skal nota Gardasil 9 eða farga því. Þessar upplýsingar eru eingöngu ætlaðar til að leiðbeina heilbrigðisstarfsfólki ef um tímabundið frávik á hitastigi er að ræða.

6.5Gerð íláts og innihald

Gardasil 9 stungulyf, dreifa:

0,5 ml dreifa í hettuglasi (gler) með tappa (halóbútýl) og smelluloki úr plasti (slíf úr áli) í pakkningastærð með 1 einingu.

Gardasil 9 stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu:

0,5 ml dreifa í áfylltri sprautu (gler) með stimpiltappa (brómóbútýl elastómer með sílikoni og húðaður með FluroTec) og hettuloki (tilbúin ísópren-brómóbútýl blanda) með tveimur nálum í pakkningastærð með 1 eða 10 einingum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Gardasil 9 stungulyf, dreifa:

Áður en Gardasil 9 er hrist getur það litið út sem tær vökvi með hvítu botnfalli.

Hristið vel fyrir notkun til að útbúa dreifu. Eftir að hafa verið hrist vandlega er það hvítur, ógagnsær vökvi.

Skoðið dreifuna sjónrænt með tilliti til agna og mislitunar fyrir gjöf. Fargið bóluefninu ef agnir eru til staðar og/eða ef það virðist mislitað.

Dragið 0,5 ml skammt af bóluefninu úr stakskammta hettuglasinu með sæfðri nál og sprautu.

Sprautið lyfinu strax í vöðva (i.m.), helst í axlarvöðva upphandleggs eða hliðlægt framan á lærvöðva.

Nota skal bóluefnið eins og það kemur fyrir. Nota skal allan ráðlagðan skammt bóluefnisins. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Gardasil 9 stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu:

Áður en Gardasil 9 er hrist getur það litið út sem tær vökvi með hvítu botnfalli.

Hristið áfylltu sprautuna vel fyrir notkun til að útbúa dreifu. Eftir að hafa verið hrist vandlega er það hvítur, ógagnsær vökvi.

Skoðið dreifuna sjónrænt með tilliti til agna og mislitunar fyrir gjöf. Fargið bóluefninu ef agnir eru til staðar og/eða ef það virðist mislitað.

Tvær nálar af mismunandi lengd fylgja með pakkanum, veldu viðeigandi nál til að tryggt sé að stungulyfjagjöf í vöðva (i.m.) eigi sér stað með hliðsjón af stærð og þyngd sjúklings.

Skrúfið nálina í sprautuhólkinn réttsælis þar til nálin er tryggilega föst á sprautunni. Sprautið heildarskammtinum í samræmi við staðlaða aðferðarlýsingu.

Sprautið lyfinu strax í vöðva (i.m.), helst í axlarvöðva upphandleggs eða hliðlægt framan á lærvöðva.

Nota skal bóluefnið eins og það kemur fyrir. Nota skal allan ráðlagðan skammt bóluefnisins. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

MSD VACCINS

162 avenue Jean Jaurès

69007 Lyon Frakkland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/15/1007/001

EU/1/15/1007/002

EU/1/15/1007/003

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 10. júní 2015.

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

{MM/ÁÁÁÁ}

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf