Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Granupas (Para-aminosalicylic acid Lucane) (para-aminosalicylic acid) – Samantekt á eiginleikum lyfs - J04AA01

Updated on site: 07-Oct-2017

Nafn lyfsGranupas (Para-aminosalicylic acid Lucane)
ATC-kóðiJ04AA01
Efnipara-aminosalicylic acid
FramleiðandiLucane Pharma

1.HEITI LYFS

GRANUPAS 4 g magasýruþolið kyrni

2.INNIHALDSLÝSING

Hver skammtapoki inniheldur 4 g af para-amínósalicýlsýru.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Magasýruþolið kyrni

Kornin eru smá drapplituð/ljósbrún á litinn, u.þ.b. 1,5 mm í þvermál.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

GRANUPAS er ætlað til notkunar sem hluti af viðeigandi samsettri meðferð á fjölónæmum berklum hjá fullorðnum og börnum frá 28 daga aldri þegar ekki er hægt að beita skilvirkri meðferð vegna ónæmis eða þolanleika (sjá kafla 4.4).

Tillit skal tekið til opinberra leiðbeininga um viðeigandi notkun sýklalyfja.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Fullorðnir

4 g (einn skammtapoki) þrisvar sinnum á dag.

Ráðlagður dagsskammtur eru 4 g á 8 klukkustunda fresti. GRANUPAS má taka með mat. Hámarks dagsskammtur er 12 g. Venjuleg lengd meðferðar eru 24 mánuðir.

Börn

Stærð kjörskammta fyrir börn er óviss. Takmarkaðar lyfjahvarfaupplýsingar benda ekki til neins umtalsverðs mismunar hjá fullorðnum og börrnum.

Fyrir ungbörn, börn og unglinga ræðst ákvörðun skammtastærðar af þyngd sjúklingsins, 150 mg/kg á dag, skipt niður í 2 skammta. Mæliskeið fylgir með til að mæla litla skammta undir 4 g fyrir ung börn.

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og virkni GRANUPAS hjá ungbörnum. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Afnæming

Afnæmingu má framkvæma með því að byrja á 10 mg af para-amínósalicýlsýru í einum skammti. Þessi skammtur er tvöfaldaður á tveggja daga fresti þangað til 1 g hefur verið náð og svo aftur farið í ráðlagðan skammt. Ef smávægilegur hiti gerir vart við sig eða húðútbrot koma fram, skal farið aftur um eitt skref í skammtastærð eða aukningu sleppt í eitt skipti. Ofnæmisviðbrögð eru sjaldgæf eftir að skammtur hefur náð 1,5 g.

Lyfjagjöf Til inntöku.

Innihaldi skammtapokans skal blanda við glas af appelsínu- eða tómatsafa. Kyrnið leysist ekki upp en ef hrært er í glasinu er komið í veg fyrir að kyrnið setjist á botninn. Drekka skal drykkinn allan í einu

og passa skal upp á að ekkert kyrni sé eftir í glasinu. Ef eitthvert kyrni verður eftir á botninum skal það gleypt þegar í stað með því að blanda smá vökva saman við. Litlir skammtar fyrir börn skulu mældir með mæliskeiðinni og dreift yfir eplamauk eða jógúrt.

Lyfinu skal kyngja um leið og það hefur verið blandað við appelsínusafann, tómatsafann, eplamaukið eða jógúrtina, á meðan kyrnið er heilt.

Kyrnið má hvorki mylja né tyggja.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1

Alvarlegir nýrnasjúkdómar. Sjúklingar með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi ættu ekki að taka inn GRANUPAS. Hjá sjúklingum með alvarlega nýrnabilun safnast upp hið óvirka asetýl-umbrotsefni para-amínósalicýlsýrunnar.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Væg og meðal skerðing á nýrnastarfsemi

Þar sem umbrotsefni para-amínósalicýlsýrunnar skiljast að mestu leyti út með nýrahnoðrasíun, skulu sjúklingar með væga og meðal nýrnaskerðingu gæta varúðar (sjá einnig kafla 4.3)

Magasár

GRANUPAS skal notað með varúð hjá sjúklingum með magasár

Skerðing á lifrarstarfsemi

GRANUPAS skal notað með varúð hjá sjúklingum með skerðingu á lifrarstarfsemi.

Eiturverkanir á lifur

Para-amínósalicýlsýra getur orsakað lifrarbólgu. Fyrstu einkennin gera venjulega vart við sig innan þriggja mánaða frá upphafi lyfjameðferðarinnar og eru útbrot algengustu einkennin. Næstalgengusta einkennið er hiti og önnur minna algeng eru truflanir í starfsemi maga-og þarma, svo sem lystarleysi, ógleði eða niðurgangur. Stöðva skal lyfjameðferð ef þessi einkenni koma fram.

Ofurnæmi

Sjúklingurinn skal vera undir nánu eftirliti fyrstu þrjá mánuði lyfjameðferðarinnar og skal meðferð stöðvuð þegar í stað ef í ljós koma útbrot, hiti eða viðvörunareinkenni óþols.

Sjá kafla 4.2 um skammtastærð fyrir afnæmingu.

Vanvirkni skjaldkirtils hjá sjúklingum með samtímis HIV sýkingu

Para-amínósalisýlsýra getur verið tengd aukinni hættu á vanvirkum skjaldkirtli hjá sjúklingum sem eru með samtímis HIV sýkingu. Fylgjast skal með virkni skjaldkirtils hjá sjúklingum með samtímis HIV sýkingu áður en meðferðin hefst og reglulega á meðan á meðferðinni stendur, einkum þegar para-amínósalisýlsýra er gefin með etíónamíði/próthíonamíði.

Benda ber sjúklingum á að húðin utan um kyrnið gæti sést í hægðum.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum með GRANUPAS.

Niðurstöður úr vísindagögnum benda til eftirfarandi:

B12-vítamín

Frásog B12-vítamíns getur minnkað vegna para-amínósalicýlsýru með óeðlilegum frávikum rauðra blóðkorna vegna B12 skorts; sjúklingar sem hafa verið í meðferð lengur en einn mánuð skulu metnir m.t.t. B12-vítamín uppbótarmeðferðar.

Vanfrásogsheilkenni

Vanfrásogsheilkenni getur komið fram hjá sjúklingum sem taka inn para-amínósalicýlsýru, en venjulega kemur það ekki fram að fullu. Full einkenni heilkennisins eru fituskita, óeðlilegt mynstur á smágirni við röntgen myndatöku, visnar þarmatotur, lágt kólesteról, skert frásog D-xýlósa og járns. Frásog þríglýseríða er alltaf eðlileg.

Dígoxín

Para-amínósalicýlsýra getur skert frásog dígoxíns í þörmum, með því að hamla frásogsstarfsemi þarmafrumnanna. Fylgjast skal með sermisgildum dígoxíns hjá sjúklingum í samhliða meðferð.

Ethíónamíð

Samhliða lyfjagjöf para-amínósalicýlsýru og ethíónamíðs getur aukið aukaverkanir para- amínósalicýlsýrunnar, sérstaklega á meltingarfæri, t.d. gulu, lifrarbólgu, ógleði, uppköst, niðurgang, kviðverki eða lystarleysi. Hætta skal inntöku ethíónamíðs ef þessar aukaverkanir eru umtalsverðar.

Dífenhýdramín

Þetta lyf skerðir frásog para-amínósalicýlsýru frá meltingarvegi og á ekki að taka inn samhliða.

Andretróveirulyf

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum hjá HIV sýktum sjúklingum í meðferð með veiruhemjandi lyfjum og para-amínósalicýlsýru. Ef tekið er mið af efnaskiptaferli GRANUPAS þarf ekki að gera ráð fyrir milliverkun lyfja.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun para-amínósalicýlsýru á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir hjá fóstrum (sjá kafla 5.3)

Útgefið efni um notkun para-amínósalicýlsýru á meðgöngu hefur ávallt tekið til samhliða meðferðar með öðrum lyfjum lyfjum.. Þar sem ekki eru fyrir hendi fullnægjandi rannsóknir á para- amínósalicýlsýru hjá mönnum, skal ekki gefa GRANUPAS á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til.

Brjóstagjöf

Para-amínósalicýlsýra skilst út í brjóstamjólk, og þar af leiðandi skulu mæður ekki gefa brjóst meðan á meðferðinni stendur.

Frjósemi

Það eru ekki til neinar upplýsingar um áhrif para-amínósalicýlsýru á frjósemi.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Para-amínósalicýlsýra hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggisatriðum

Algengustu aukaverkanir voru tengdar meltingarfærum. Ofnæmisviðbrögð í húð voru líka algeng sem og aukaverkanir tengdar taugakerfi..

Skrá yfir aukaverkanir

Allar aukaverknir eru skráðar hér að neðan eftir líffærakerfum og tíðni. Tíðnin er skilgreind sem mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum),. Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Líffærakerfi

Tíðni

Aukaverkanir

Blóð- og eitlar

Koma örsjaldan

Blóðflagnafæð, purpuri, hvítfrumnafæð,

fyrir

blóðleysi, methemóglóbíndreyri, kyrningahrap

 

Efnaskipti og næring

Mjög sjaldgæf

Vanvirkni skjaldkirtils*

Koma örsjaldan

Blóðsykurskortur

 

fyrir

 

 

 

Koma örsjaldan

Verkir í sinum, höfuðverkur, sjóntruflanir,

Taugakerfi

fyrir

úttaugakvilli, sundl

 

Algengar

Svimi, jafnvægistruflanir

 

Algengar

Kviðverkir, uppköst, ógleði, uppþemba,

 

niðurgangur, linar hægðir

Meltingarfæri

 

Sjaldgæfar

Lystarstol

 

Mjög sjaldgæf

Vanfrásog, magasár, blæðing í meltingarvegi,

 

gula, málmbragð í munni

 

 

Húð og undirhúð

Algengar

Ofnæmisviðbrögð í húð, húðútbrot

Mjög sjaldgæf

Ofsakláði

 

Nýru og þvagfæri

Koma örsjaldan

Kristallar í þvagi

fyrir

 

 

 

Koma örsjaldan

Lækkað prótrombín, lifrarfrumulýsa. Aukning

Rannsóknarniðurstöður

á alkalískum fosfatasa, transamínösum.

fyrir

 

Þyngdartap

 

 

*Lýsing á völdum aukaverkununum

Vanvirkni í skjaldkirtli hjá sjúklingum með samtímis HIV sýkingu er mjög algeng og kemur fyrir hjá ≥1/10 einstaklingum, einkum þegar para-amínósalisýlsýra er gefin með etíónamíði/próthíonamíði.

Börn

Reikna má með að tíðni, tegund og alvarleiki aukaverkana hjá börnum verði sá sami og hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Engar tilkynningar hafa borist um ofskömmtun hjá fullorðnum eða börnum. Meðferð er stuðnings- og einkennameðferð.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf við mýkóbakteríum, berklalyf, ATC-flokkur: J04AA01.

Virkni

Amínósalicýlsýra er bakteríuhemjandi gegn Mycobacterium tuberculosis. Hún hamlar þróun ónæmis gegn streptómýcíni og ísóníasíði.

Verkunarháttur para-amínósalicýlsýru líkist verkunarhætti súlfónamíða, hún keppir við paramínóbenzóic sýru (PABA) um tvíhýdrópteróat lígasa (DHP), lykilensím í lífmyndun fólata. Eftir sem áður reynist para-amínósalicýlsýran veikari hemill DHP í tilraunaglasi, sem eykur líkur á að hún beinist gegn öðrum skotmörkum. Para-amínósalisýlsýra er asetýleruð í lifur og breytt í óvirkt umbrotsefni, N-asetýl-para-amínósalisýlsýru, sem hefur enga bakteríuheftandi virkni. Helmingunartími í blóðvökva þessa efnis er um það bil 1 klukkustund, þéttnin breytist óverulega við truflun á starfsemi lifrar. Þéttni umbrotsefnisins getur aukist í tilvikum nýrnabilunar.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

GRANUPAS er magasýruþolið lyf og þar af leiðandi veitir sýruþolið yfirborð kyrnisins vörn gegn niðurbroti í maganum og kemur þar með í veg fyrir myndun meta-amínófenóls (þekkt lifrareitur). Litla kyrnið er hannað til að komast framhjá þeim höftum serm eru á magatæmingu stærri agna. Við hlutlaust sýrustig eins og fyrirfinnst í smáþörmum eða í sýruhlutlausu fæði, leysist sýruþolna húðin upp á innan við einni mínútu.

Fara verður varlega í inntöku kyrnisins til að verja magasýruþolna yfirborðið, best er að blanda því í súra fæðu við inntöku.

Þar sem kyrnið er varið með sýruþolnum hjúp, fer upptaka ekki fram fyrr en eftir að það fer úr maganum. Húðin utan um kyrnið verður eftir og gæti sést í hægðum.

Í lyfjahvarfarannsókn á heilbrigðum fullorðnum sjálfboðaliðum (N=11) sem fengu stakan skammt (4 g) var tími að 2 µg/ml sermisþéttni aminósalicýlsýru 2 klukkustundir (á bilinu 45 mínútur til 24 klst.); meðaltími að hámarksþéttni var 6 klst (á bilinu 1,5 - 24 klst.); meðalhámarksþéttni var 20 µg/ml (á bilinu 9 til 35μg/ml): þéttnin 2μg/ml hélst að meðaltali í um 8 klukkustundir (bil 5-9,5 klst.) 1 µg/ml þéttni hélst að meðaltali í um 8,8 klst (bil 6-11,5 klst.).

Dreifing

Para-amínósalicýlsýra dreifist á ýmsa vefi og vökva, þar á meðal lungu, nýru, lifur og lífhimnuvökva. Þéttni í brjósthols- og liðvökva er nokkurn veginn sú sama og í blóðvökva. Lyfið fer ekki yfir blóð- heila þröskuldinn hjá sjúklingum nema bólgur séu í himnum, þegar styrkur para-amínósalicýlsýru í heila-og mænuvökva er um það bil 10 til 50% af þéttni í blóðvökva. Ekki er vitað hvort hún fer yfir fylgju. Lítið magn af þessu lyfi dreifist í mjólk og gall.

Próteinbinding í blóðvökva er um það bil 50 til 60%, hreyfiorkudreifing hefur helmingunartíma 0,94 klukkustundir og dreifingarrúmmál 1,001 l/kg.

Umbrot

Helstu umbrotsefni para-amínósalicýlsýru eru framleidd með samtengingu með glýsíni í para- amínósalicýlurea sýru (PASU) (allt að 25% af skammtinum) og með N-asetýl í N-asetýl para- amínósalicýlsýra (Ac-PAS) (allt að 70% af skammtinum). Saman mynda þau meira en 90% af heildar umbrotsefnum PAS sem finnast í þvagi.

Brotthvarf

Í rannsókn á stökum skammti var helmingunartími para-amínósalicýlsýru, í blóðvökva gefið sem GRANUPAS, 1,62 ± 0,85 klst.

Para-amínósalicýlsýra og umbrotsefni hennar skiljast út með nýrahnoðrasíun og píplaseytingu. Uppsafnaður útskilnaður para-amínósalicýlsýru eftir 24 klukkustundir er 84% af 4 g skammti til inntöku, 21% sem para-amínósalicýlsýra og 63% sem asetýlerað form. Asetýlunarferlið er ekki erfðafræðilega ákvarðað eins og raunin er hjá ísóníazíði.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi og eiturverkunum eftir endurtekna skammta.

Takmarkaðar upplýsingar úr rannsókn á rottufóstri, þar sem dýrin fengu natríum amínsalt (3,85- 385 mg/kg) liggja fyrir. Beinagallar komu einungis fram við 77 mg/kg og aukinn fósturþungi var skráður í öðrum skömmtum. Aðrar vanskapanir sáust, en nákvæmt eðli þessara niðurstaðna er ekki þekkt. Sú staðreynd að þessi áhrif voru ekki skammtaháð bendir til að þau hafi ekki klíníska þýðingu en það er tekið fram að niðurstöður komu fram við lægri skammta en ráðlagða meðferðarskammta. Natríum amínsalt hafði engin áhrif á fóstur hjá kanínum, en taka skal fram að skammtar voru undir ráðlögðum meðferðarskömmtum.

Natríum amínósalicýlsýra olli ekki stökkbreytingum í Ames prófi TA 100. Í mannaeitilfrumu- ræktunum sáust ekki in vitro litningaskemmandi litlaus rof, litningarof, samlitna rof eða litnings- þráðartilfærsla við 153 eða 600 μg/ml en við 1500 og 3000 μg/ml sást skammtatengd aukning í litningaskemmdum. In vivo rannsókn á eiturverkun á erfðaefni (smákjarnapróf) hefur farið fram með para-amínósalisýlsýru. Niðurstöður benda til að para-amínósalisýlsýra teljist ekki valda litningabrenglun hjá músum sem fengu skammtastærðir sem ekki höfðu eiturverkun (skoðað 24 tímum eftir 2 skammta daglega með 312,5 til 1.250 mg/kg).

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Kísildíoxíðkvoða

Díbútýlsebasat

Metakrýlsýra - etýlakrýlat samfjölliða (1:1) Dreifing 30% Hýprómellósutalat

Örkristallaður sellúlósi Talk

6.2Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3Geymsluþol

2 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærra hitastig en 25°C.

Skammtapokana má geyma við lægri hita en 25°C í allt að 24 klst. eftir opnun.

6.5Gerð íláts og innihald

Skammtapokarnir eru úr pappír/lágþéttni pólýetýleni/álþynnu/vísi/lágþéttni pólýetýleni

Pakkningastærð er 30 skammtapokar. Kvörðuð mæliskeið fylgir með.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Kyrnið má hvorki mylja né tyggja.

NOTIÐ EKKI LYFIÐ ef skammtapoki er útblásinn eða ef kyrnið hefur tapað ljósbrúna lit sínum og er orðið dökkbrúnt eða fjólublátt.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Lucane Pharma

172 rue de Charonne

75011 París

Frakkland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/13/896/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 07. apríl 2014.

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf