Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Granupas (Para-aminosalicylic acid Lucane) (para-aminosalicylic acid) – Fylgiseðill - J04AA01

Updated on site: 07-Oct-2017

Nafn lyfsGranupas (Para-aminosalicylic acid Lucane)
ATC-kóðiJ04AA01
Efnipara-aminosalicylic acid
FramleiðandiLucane Pharma

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

GRANUPAS 4 g magasýruþolið kyrni

Para-amínósalicýlsýra

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Ífylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um GRANUPAS og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota GRANUPAS

3.Hvernig nota á GRANUPAS

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á GRANUPAS

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um GRANUPAS og við hverju það er notað

GRANUPAS inniheldur para-amínósalicýlsýru sem er notað hjá fullorðnum og börnum frá 28 daga aldri, við ónæmum berklum, samhliða öðrum lyfjum ef um ræðir ónæmi eða óþol fylgir meðferðinni.

2. Áður en byrjað er að nota GRANUPAS

Ekki má nota GRANUPAS:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir para-amínósalicýlsýru eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6)

ef þú ert með alvarlegan nýrnasjúkdóm

Ef þú ert ekki viss, talaðu þá við lækni eða lyfjafræðing áður en þú tekur inn GRANUPAS.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en GRANUPAS er notað:

ef þú átt við lifrar eða nýrnavandamál

ef þú er með magasár

ef þú ert sýkt/-ur af HIV

Börn

Ekki er mælt með notkun GRANUPAS hjá nýfæddum börnum (undir 28 daga aldri).

Notkun annarra lyfja samhliða GRANUPAS

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Það er sérstaklega mikilvægt að láta lækni vita ef þú tekur inn eitthvað af neðangreindu:

Berklalyf eða ethíonamíð (önnur lyf við berklum)

B12-vítamín

Digoxín (við hjartasjúkdómi)

Dífenhýdramín (við ofnæmisviðbrögðum)

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

GRANUPAS skal aðeins nota á meðgöngu ef það er ráðlagt af lækni.

Ekki gefa brjóst meðan á GRANUPAS meðferð stendur. Lyfið getur farið í litlum mæli út í brjóstamjólkina.

Akstur og notkun véla

GRANUPAS mun að öllum líkindum ekki hafa áhrif á hæfni til aksturs og stjórnunar véla.

3.Hvernig nota á GRANUPAS

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Fullorðnir

Ráðlagður skammtur fyrir fullorðna er 1 skammtapoki þrisvar sinnum á dag, það er 1 skammtapoka á 8 klst. fresti. Læknirinn gæti þurft að byrja á lægri skammti til að koma í veg fyrir hugsanlegar aukaverkanir.

Ekki taka meira en 3 skammtapoka á dag. Venjulega stendur meðferð yfir í tvö ár (24 mánuði).

Blandið innihaldi skammtapokans í tómat- eða appelsínusafa.

Drekkið strax

Ef eitthvert kyrni verður eftir á botninum, blandið smá safa saman við og skal það drukkið þegar í stað.

Ungbörn, börn og unglingar

Fyrir ungbörn, börn og unglinga mun ákvörðun skammtastærðar ráðast af líkamsþyngd sjúklingsins. Mælt er með 150 mg/kg á dag, skipt niður í 2 inntökur.

Notið meðfylgjandi mæliskeið til að mæla skammtana.

Til að mæla skammtana:

oMælistrik á skeiðinni segja til um magn (mg af para-amínósalicýlsýru). Takið það magn sem læknirinn ávísað.

o Setjið kyrnið beint í skeiðina.

oBankið skeiðinni létt á borðið svo að yfirborð kyrnisins sé lárétt. Bætið við kyrni ef þörf er á.

Dreifið kyrninu yfir eplamauk eða jógúrt.

Látið barnið borða skammtinn þegar í stað.

Um inntöku lyfsins

Kyrnið má hvorki mylja né tyggja.

Notið ekki ef skammtapoki er útblásinn eða ef kyrnið hefur tapað ljósbrúnum lit sínum.

Kyrnið getur sést í hægðum, en það er eðlilegt.

Ef tekinn er stærri skammtur af GRANUPAS en mælt er fyrir um

Talaðu við lækni eða lyfjafræðing.

Ef gleymist að taka GRANUPAS

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Bíðið þar til kemur að næstu inntöku, og takið þá venjulegan skammt.

Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Fyrstu þrjá mánuði GRANUPAS lyfjameðferðarinnar er þörf á að vera vakandi fyrir ofnæmisviðbrögðum eða lifrarbólgu, eins og húðútbrotum og/eða hita. Ef einhver þessarra einkenna koma fram ber að tala við lækni undir eins.

Algengar aukaverkanir (geta koma fyrir hjá meira en 1 af hverjum 100 einstaklingum): svimi, kviðverkir, uppköst, ógleði, uppþemba, niðurgangur, lausar hægðir, húðroði eða útbrot, truflun á göngulagi og jafnvægi.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 1.000 einstaklingum): lystarleysi (lystarstol)

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10.000 sjúklingum): skjaldkirtilsvandamál*, skert frásog næringarefna úr fæðu, magasár, blæðingar í meltingarvegi, gulnun á húð eða augum (gula), málmbragð í munni, útbrot með kláða.

(*) hjá einstaklingum sem eru einnig með HIV sýkingu er skjaldkirtilsvandamál og sérstaklega vanvirkur skjalkirtill eða lág gildi skjaldkirtilshormóns mjög algengar aukaverkanir sem geta haft áhrif á fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum.

Koma örsjaldan fyrir aukaverkanir (geta komið fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 sjúklingum): lækkun á fjölda rauðra eða hvítra blóðkorna, fækkun blóðflagna, rauðir blettir á húð, lágur blóðsykur, verkir í sinum, höfuðverkur, sjóntruflanir, taugaskemmdir í höndum og fótum, sundl, lengdur blæðingartími, hækkuð lifrarensím, þyngdartap, kristallar í þvagi.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á GRANUPAS

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og skammtapokunum á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið ekki við hærra hitastig en 25°C. Skammtapokana má geyma við lægri hita en 25°C í allt að 24 klst. eftir opnun.

Notið ekki ef skammtapoki er útblásinn eða ef kyrnið hefur tapað ljósbrúna lit sínum og er orðið dökkbrúnt eða fjólublátt.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

GRANUPAS inniheldur

Virka innihaldsefnið er paraamínósalicýlsýra.

Hver skammtapoki af magasýruþolnu kyrni inniheldur 4 g af para-amínósalicýlsýru.

Önnur innihaldsefni eru kísildíoxíðkvoða, díbútýlsebasat, metakrýlsýra - etýlakrýlat samfjölliða (1:1) dreifing 30%, hýprómellósa, örkristallaður sellilósi, talkúm.

Lýsing á útliti GRANUPAS og pakkningastærðir

Þetta lyf er í formi ljósbrúns magasýruþolins kyrnis í skammtapokum. Hver askja inniheldur 30 skammtapoka. Kvörðuð mæliskeið fylgir með.

Markaðsleyfishafi

Lucane Pharma

172 rue de Charonne

75011 París - Frakkland

Framleiðandi

Lucane Pharma

172 rue de Charonne

75011 París

Frakkland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lucane Pharma

Tél/Tel: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

България

Lucane Pharma

Teл.: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

Česká republika

Lucane Pharma

Tel: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

Danmark

Medical Need Europe AB Tlf: + 46 8 533 39 500 info@medicalneed.com

Deutschland

Lucane Pharma

Tel: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

Eesti

Medical Need Europe AB Tel: + 46 8 533 39 500 info@medicalneed.com

Ελλάδα

Lucane Pharma

Τηλ: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

Lietuva

Medical Need Europe AB Tel: + 46 8 533 39 500 info@medicalneed.com

Luxembourg/Luxemburg

Lucane Pharma

Tél/Tel: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

Magyarország

Lucane Pharma

Tel.: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

Malta

Lucane Pharma

Tel: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

Nederland

Lucane Pharma

Tel: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

Norge

Medical Need Europe AB Tlf: + 46 8 533 39 500 info@medicalneed.com

Österreich

Lucane Pharma

Tel: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

España

Lucane Pharma

Tel: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

France

Lucane Pharma

Tél: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

Hrvatska

Lucane Pharma

Tel: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

Ireland

Lucane Pharma

Tel: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

Ísland

Medical Need Europe AB Sími: + 46 8 533 39 500 info@medicalneed.com

Italia

Lucane Pharma

Tel: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

Κύπρος

Lucane Pharma

Τηλ: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

Latvija

Medical Need Europe AB Tel: + 46 8 533 39 500 info@medicalneed.com

Polska

Lucane Pharma

Tel.: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

Portugal

Lucane Pharma

Tel: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

România

Lucane Pharma

Tel: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

Slovenija

Lucane Pharma

Tel: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

Slovenská republika

Lucane Pharma

Tel: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

Suomi/Finland

Medical Need Europe AB Puh/Tel: + 46 8 533 39 500 info@medicalneed.com

Sverige

Medical Need Europe AB Tel: + 46 8 533 39 500 info@medicalneed.com

United Kingdom

Lucane Pharma

Tel: + 33 153 868 750 info@lucanepharma.com

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu. Þar eru líka tenglar á aðra vefi um sjaldgæfa sjúkdóma og lyf við þeim.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf