Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Hemangiol (propranolol hydrochloride) – Samantekt á eiginleikum lyfs - C07AA05

Updated on site: 07-Oct-2017

Nafn lyfsHemangiol
ATC-kóðiC07AA05
Efnipropranolol hydrochloride
FramleiðandiPierre Fabre Dermatologie

1 HEITI LYFS

HEMANGIOL 3,75 mg/ml mixtúra, lausn.

2 INNIHALDSLÝSING

1 ml af lausn inniheldur 4,28 mg af própranólól hýdróklóríði sem samsvarar 3,75 mg af própranólólbasa.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3 LYFJAFORM

Mixtúra, lausn.

Tær, litlaus til fölgul mixtúra, lausn, með ávaxtailmi.

4 KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

HEMANGIOL er ætlað til meðferðar við ört vaxandi blóðæðaæxlum hjá ungbörnum sem krefjast altækrar meðferðar:

Blóðæðaæxlum sem ógna lífi eða starfshæfni.

Fleiðruðum blóðæðaæxlum með verkjum og/eða sem einföld sárameðferðarúrræði duga ekki við.

Blóðæðaæxlum sem hafa í för með sér hættu á varanlegum örum eða lýtum.

Hefja ber meðferð ungbarna á aldrinum 5 vikna til 5 mánaða (sjá kafla 4.2).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Læknar sem eru sérfræðingar í sjúkdómsgreiningu, meðferð og umsjón blóðæðaæxla hjá ungbörnum skulu hefja meðferð með HEMANGIOL við stýrðar, klínískar aðstæður þar sem fyrir hendi er nauðsynleg aðstaða til að meðhöndla aukaverkanir, þ.m.t. aukaverkanir sem krefjast bráðaaðgerða.

Skammtar

Skammtar eru gefnir upp í einingum af própranólólbasa.

Ráðlagður upphafsskammtur er 1 mg/kg/dag, sem skipt er í tvo aðskilda skammta sem nema

0,5 mg/kg. Ráðlagt er að hækka skammtinn upp í meðferðarskammt undir umsjón læknis á eftirfarandi hátt: 1 mg/kg/dag í 1 viku, síðan 2 mg/kg/dag í 1 viku og síðan 3 mg/kg/dag sem viðhaldsskammtur. Meðferðarskammturinn er 3 mg/kg/dag, sem gefa ber í 2 aðskildum skömmtum sem nema 1,5 mg/kg, annan á morgnana og hinn seint síðdegis, þannig að minnst 9 klst. líði milli þess að skammtarnir séu teknir inn. Gefa skal lyfið meðan á fæðugjöf stendur eða strax eftir hana.

Ef barnið getur ekki borðað eða er með uppköst er ráðlagt að sleppa skammtinum.

Ef barnið skyrpir skammti eða tekur ekki inn allt lyfið á ekki að gefa annan skammt fyrr en tími er kominn til að gefa næsta skammt.

Meðan verið er að hækka skammtinn verður læknir að sinna umsjón og eftirliti með sérhverri skammtahækkun við sömu aðstæður og þegar upphafsskammtur er gefinn. Eftir að skammtahækkun er lokið mun læknirinn sjá um að endurstilla skammtinn eftir því sem þyngd barnsins breytist.

Hafa verður klínískt eftirlit með ástandi barnsins og endurstilla skammtinn að minnsta kosti á 1 mánaðar fresti.

Tímalengd meðferðar:

Gefa skal HEMANGIOL í 6 mánuði.

Ekki þarf að lækka skammtinn í áföngum þegar meðferð er hætt.

Hjá þeim minnihluta sjúklinga þar sem einkenni taka sig upp á ný eftir að meðferð er hætt má hefja meðferð að nýju við sömu aðstæður og ná fullnægjandi svörun.

Sérstakir hópar:

Þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um verkun og öryggi má ekki nota HEMANGIOL handa börnum yngri en 5 vikna.

Engar upplýsingar liggja fyrir um verkun og öryggi í klínískum rannsóknum sem gerðar hafa verið með HEMANGIOL til að ráðleggja að meðferð með lyfinu sé hafin hjá börnum eldri en 5 mánaða.

Ungbörn með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi

Þar sem engar upplýsingar liggja fyrir er ekki ráðlagt að gefa ungbörnum með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi lyfið (sjá kafla 4.4).

Lyfjagjöf Til inntöku.

Gefa skal HEMANGIOL meðan á fæðugjöf stendur eða strax eftir hana til að forðast hættu á blóðsykurslækkun. Gefa á lyfið beint í munn barnsins með kvörðuðu inntökusprautunni, sem er kvörðuð í mg af própranólólbasa og fylgir með mixtúruflöskunni (sjá notkunarleiðbeiningar í kafla 3 í fylgiseðlinum).

Ekki má hrista flöskuna fyrir notkun.

Ef nauðsyn krefur má þynna lyfið í örlítilli ungbarnamjólk eða epla- og/eða appelsínusafa sem hæfir aldri barnsins. Ekki má setja lyfið í fullan pela.

Blanda má lyfinu út í eina teskeið (u.þ.b. 5 ml) af mjólk fyrir börn sem vega allt að 5 kg eða út í eina matskeið (u.þ.b. 15 ml) af mjólk eða ávaxtasafa fyrir börn sem vega yfir 5 kg og gefa það svo í barnapela. Nota á blönduna innan 2 klukkustunda.

Sami einstaklingur verður að gefa HEMANGIOL og sjá um fæðugjöfina til að forðast hættu á blóðsykurslækkun. Ef mismunandi einstaklingar eiga í hlut skiptir höfuðmáli að upplýsingamiðlun milli þeirra sé góð til að tryggja öryggi barnsins.

4.3Frábendingar

Fyrirburar sem hafa ekki náð leiðréttum 5 vikna aldri (leiðréttur aldur er reiknaður út með því að draga vikufjöldann sem barn er fætt fyrir tímann frá raunaldri).

Ungbörn á brjósti, ef móðirin er á meðferð með lyfjum sem má ekki nota ásamt própranólóli.Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Astmi eða saga um berkjukrampa.

Annarrar eða þriðju gráðu gáttasleglarof.

Sjúkdómur í sínushnútnum (þ.m.t. gúls- og gáttarrof).Hægtaktur í hjarta undir eftirfarandi mörkum:

Aldur

0-3 mánuðir

3-6 mánuðir

6-12 mánuðir

Hjartsláttartíðni

(slög/mín.)

 

 

 

 

Lágur blóðþrýstingur undir eftirfarandi mörkum:

 

Aldur

0-3 mánuðir

3-6 mánuðir

6-12 mánuðir

Blóðþrýstingur (mmHg)

65/45

70/50

80/55

 

Hjartalost.

 

 

 

 

Hjartabilun sem ekki hefur náðst stjórn á með lyfjameðferð.

 

 

Æðakrampaöng (Prinzmetals angina).

 

 

 

Alvarlegar blóðrásartruflanir í slagæðum útlima (æðakrampaheilkenni (Raynauds

 

phenomenon)).

 

 

 

Ungbörn með tilhneigingu til blóðsykurslækkunar.

 

 

Krómfíklaæxli.

 

 

 

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Upphaf meðferðar

Áður en meðferð með própranólóli hefst verður að skima með tilliti til áhættuþátta sem tengjast notkun própranólóls. Greina verður heilsufarssögu og framkvæma ítarlega klíníska skoðun, m.a. mælingu á hjartsláttartíðni og hjarta- og lungnahlustun.

Ef grunur leikur á frábrigðum í hjarta verður að leita sérfræðiráðgjafar áður en meðferð hefst til að skera úr um hvort eitthvað sé undirliggjandi sem sé frábending við notkun lyfsins.

Ef um er að ræða bráð frábrigði í berkjum og/eða lungum ber að fresta því að hefja meðferð.

Hjarta og æðar

Vegna lyfjafræðilegrar verkunar própranólóls getur það valdið hægtakti eða frávikum í blóðþrýstingi eða valdið því að slíkt ágerist. Hægtaktur telst staðfestur ef hjartsláttartíðni lækkar um meira en

30 slög á mínútu frá upphafsmælingu. Hægtaktur er skilgreindur undir eftirfarandi mörkum:

Aldur

0-3 mánuðir

3-6 mánuðir

6-12 mánuðir

Hjartsláttartíðni

(slög/mín.)

 

 

 

Eftir að lyfið er tekið inn í fyrsta sinn og eftir sérhverja skammtahækkun ber að fylgjast með klínísku ástandi, þ.m.t. blóðþrýstingi og hjartsláttartíðni, að minnsta kosti á klukkustundar fresti í að minnsta kosti 2 klukkustundir. Komi fram hægtaktur með einkennum eða hægtaktur undir 80 slögum á mínútu verður að leita tafarlausrar sérfræðiráðgjafar.

Ef fram kemur alvarlegur hægtaktur og/eða hægtaktur með einkennum eða lágþrýstingur einhvern tíma meðan á meðferð stendur verður að hætta meðferðinni og leita sérfræðiráðgjafar.

Blóðsykurslækkun

Própranólól kemur í veg fyrir svörun innrænna katekólamína til að leiðrétta blóðsykurslækkun. Það felur andrenvirk varnaðareinkenni um blóðsykurslækkun, einkum hraðtakt, skjálfta, kvíða og svengd. Það getur valdið því að blóðsykurslækkun ágerist hjá börnum, sérstaklega á fastandi maga, við uppköst eða ofskömmtun.

Þessi tilvik blóðsykursfalls, sem fylgja inntöku própranólóls, geta haft óvenjulega birtingarmynd í formi floga og/eða dauðadás.

Ef fram koma klínísk einkenni um blóðsykurslækkun er nauðsynlegt að láta barnið drekka sykurlausn og hætta meðferð tímabundið. Nauðsynlegt er að hafa viðeigandi eftirlit með barninu þar til einkenni hverfa.

Hjá börnum með sykursýki ber að auka eftirlit með glúkósa í blóði.

Öndunarfæri

Ef fram kemur sýking í neðri öndunarvegum sem fylgir mæði og blísturshljóð skal hætta meðferð tímabundið. Möguleiki er á að gefa beta-2-örva og barkstera til innöndunar. Íhuga má að hefja gjöf própranólóls aftur þegar barnið hefur náð fullum bata. Ef sýking endurtekur sig skal hætta meðferð til frambúðar.

Ef fram kemur einangraður berkjukrampi verður að hætta meðferð til frambúðar.

Hjartabilun

Örvun semjuhluta sjálfvirka taugakerfisins getur verið ómissandi þáttur til stuðnings blóðrásar hjá sjúklingum með hjartabilun og hömlun hennar með beta-blokkun getur stuðlað að enn alvarlegri bilun.

PHACE-heilkenni

Afar takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um öryggi própranólóls hjá sjúklingum með PHACE-heilkenni.

Própranólól getur aukið hættu á heilaslagi hjá sjúklingum með PHACE-heilkenni með alvarleg frábrigði í heilaæðum með því að lækka blóðþrýsting og draga úr flæði um stíflaðar, mjóar eða þröngar æðar.

Áður en própranólól-meðferð kemur til álita hjá ungbörnum með stór blóðæðaæxli í andliti ber að rannsaka gaumgæfilega hvort fyrir hendi séu hugsanlegir slagæðasjúkdómar sem fylgja

PHACE-heilkenni og beita til þess segulómskoðun af æðum í höfði og hálsi með skuggaefni og myndgreiningu á hjarta, þ.m.t. ósæðarboganum.

Leita skal sérfræðiráðgjafar.

Brjóstagjöf

Própranólól skilst út í brjóstamjólk og því ber mæðrum sem fá meðferð með própranólóli og eru með ungbarn á brjósti að láta heilbrigðisstarfsfólk sem annast þær vita.

Lifrar- eða nýrnabilun

Própranólól umbrotnar í lifur og skilst út um nýru. Þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um börn er ekki ráðlagt að nota própranólól þegar nýrna- eða lifrarstarfsemi er skert (sjá kafla 4.2).

Ofnæmi

Hjá sjúklingum sem eru líklegir til að fá bráðaofnæmisviðbrögð, óháð orsök, einkum við notkun á joð-skuggaefnum, getur meðferð með beta-blokkum leitt til aukinna viðbragða og ónæmis gegn meðferð við slíkum viðbrögðum með venjulegum skömmtum af adrenalíni.

Svæfing

Beta-blokkar draga úr viðbragðshraðslætti og auka hættu á lágþrýstingi. Nauðsynlegt er að láta svæfingalækninn vita að sjúklingurinn sé á meðferð með beta-blokkum.

Þegar fyrirhugað er að sjúklingur gangist undir skurðaðgerð á að hætta meðferð með beta-blokka í að minnsta kosti 48 klst. áður en aðgerðin hefst.

Blóðkalíumhækkun

Greint hefur verið frá tilvikum blóðkalíumhækkunar hjá sjúklingum með stór, fleiðruð blóðæðaæxli. Fylgjast ber með blóðsöltum hjá slíkum sjúklingum.

Psóríasis

Greint hefur verið frá versnun sjúkdómsins við notkun beta-blokka hjá sjúklingum með psóríasis. Því ber að vega og meta nauðsyn meðferðar gaumgæfilega.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Þar sem engar rannsóknir á milliverkunum hafa verið gerðar gagngert á börnum teljast lyfjamilliverkanir við notkun própranólóls vera þær sömu og þekktar eru hjá fullorðnum. Hafa ber lyfjamilliverkanir í huga við tvö eftirtalin tilvik (sem útiloka ekki hvort annað):

ungbörn sem gefin eru önnur lyf, og þá einkum þau sem nefnd eru hér í framhaldinu.

ungbörn sem eru á brjósti hjá mæðrum sem taka önnur lyf, og þá einkum þau sem nefnd eru hér

í framhaldinu. Í því tilviki ber að ræða þörfina á að hætta brjóstagjöf. Hafa verður náið klínískt eftirlit með tilliti til skerts þols fyrir própranólóli.

Lyf sem ráðlagt er að nota ekki samhliða

Kalsíumgangalokar sem valda hægtakti (diltíazem, verapamíl, bepridíl)

Gjöf samhliða própranólóli getur orsakað breytingar á sjálfvirkni (verulegan hægtakt, sínusstöðvun), gúls-gáttar- og gátta-sleglaleiðnitruflanir og aukið hættu á margbreytilegum sleglahraðtakti (torsade de pointe) ásamt hjartabilun.

Þessi lyf má eingöngu gefa samhliða undir nánu klínísku eftirliti og vöktun með hjartalínuriti, einkum við upphaf meðferðar.

Milliverkanir sem krefjast varúðar

Hjarta- og æðalyf

Lyf við hjartsláttartruflunum

Própafenón hefur neikvæð áhrif á samdráttarkraft hjartavöðvans og beta-blokkunaráhrif sem geta bæst við áhrif própranólóls, þrátt fyrir traustvekjandi rannsókn hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum.

Umbrot própranólóls minnka við gjöf samhliða kínidíni sem leiðir til tvö- til þrefaldrar hækkunar

áblóðþéttni og aukinnar beta-blokkunar.

Amíódarón er lyf við hjartsláttartruflunum með neikvæð áhrif á hjartsláttartíðni sem getur aukið áhrif β-blokka á borð við própranólól. Búist er við sjálfvirkni- og leiðnitruflunum vegna bælingar

ámótvægisáhrifum semjuhluta sjálfvirka taugakerfisins.

Hömlun verður á umbrotum lídókaíns sem gefið er í bláæð við gjöf samhliða própranólóli sem leiðir til 25% hækkunar á þéttni lídókaíns. Tilkynnt hefur verið um eiturverkanir af lídókaíni (aukaverkanir á taugakerfi og hjarta) eftir gjöf samhliða própranólóli.

Digitalis glýkósíðar

Bæði digitalis glýkósíðar og beta-blokkar hægja á gáttasleglaleiðni og lækka hjartsláttartíðni. Samhliða notkun getur aukið hættu á hægtakti.

Díhýdrópýridín

Gæta skal varúðar þegar sjúklingum sem fá beta-blokka er gefið díhýdrópýridín. Bæði lyfin geta valdið lágþrýstingi og/eða hjartabilun hjá sjúklingum, þar sem ekki hefur tekist að ná fullri stjórn á hjartastarfsemi, vegna samanlagðra áhrifa á samdráttarkraft hjartavöðvans. Samhliða notkun getur dregið úr viðbragðssvörun semjuhluta sjálfvirka taugakerfisins sem verður við óhóflega útlæga æðavíkkun.

Blóðþrýstingslækkandi lyf (ACE-hemlar, angíótensín-II-blokkar, þvagræsilyf, alfa-blokkar við hvaða ábendingu sem er, blóðþrýstingslækkandi lyf sem verka á miðtaugakerfið, reserpín, o.s.frv.)

Við gjöf samhliða beta-blokkum geta lyf sem lækka slagæðaþrýsting orsakað eða aukið lágþrýsting, og þá einkum réttstöðulágþrýsting. Að því er varðar blóðþrýstingslækkandi lyf sem verka á miðtaugakerfið geta beta-blokkar valdið frekari aukningu á háþrýstingi sem kemur aftur fram eftir að notkun klónidíns er hætt snögglega og því skal hætta notkun própranólóls nokkrum dögum áður en hætt er að nota klónidín.

Önnur lyf en hjarta- og æðalyf

Barksterar

Ungbörn með blóðæðaæxli geta verið í aukinni hættu ef þau hafa fengið eða fá samhliða meðferð með barksterum því nýrnahettubæling getur leitt til taps á kortisólandsvari og aukið hættu á blóðsykurslækkun. Þetta gildir einnig þegar börn eru á brjósti hjá mæðrum sem fá meðferð með barksterum ef um er að ræða háa skammta eða langvarandi meðferð.

Bólgueyðandi verkjalyf

Greint hefur verið frá því að bólgueyðandi verkjalyf (NSAID) dragi úr blóðþrýstingslækkandi áhrifum beta-blokka.

Lyf sem valda réttstöðulágþrýstingi

Lyf sem valda réttstöðulágþrýstingi (nítrataafleiður, fosfódíesterasta-hemlar af gerð 5, þríhringja þunglyndislyf, geðrofslyf, lyf sem örva dópamínviðtaka, levódópa, amifostín, baklófen...) geta aukið verkun beta-blokka.

Ensímörvar

Blóðþéttni própranólóls getur lækkað við gjöf samhliða ensímvirkjum á borð við rífampicín eða fenóbarbital.

Blóðsykurslækkandi lyf

Allir beta-blokkar geta falið ákveðin einkenni blóðsykurslækkunar: hjartsláttarónot og hraðtakt.

Gæta ber varúðar við notkun própranólóls samhliða blóðsykurslækkandi meðferð hjá sykursjúkum þar sem það getur framlengt blóðsykurslækkandi svörun við insúlíni. Í slíkum tilvikum ber að upplýsa umönnunaraðila og auka eftirlit með blóðsykursþéttni, einkum við upphaf meðferðar.

Blóðfitulækkandi lyf

Gjöf kólestýramíns eða kólestípóls samhliða própranólóli leiddi til allt að 50% lækkunar á þéttni própranólóls.

Halógeneruð svæfinga- og deyfingalyf

Slík lyf geta bælt samdráttarhæfni hjartavöðvans og mótvægisviðbrögð í æðum þegar þau eru gefin með própranólóli. Nota má beta-örvandi lyf til að vinna gegn beta-blokkun.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Á ekki við.

Brjóstagjöf

Mæður með barn á brjósti: sjá kafla 4.4 og kafla 4.5.

Frjósemi

Þótt greint hafi verið frá afturkræfum áhrifum á frjósemi hjá fullorðnum karl- og kvenkyns rottum sem fengu háa skammta af própranólóli sýndi rannsóknin sem gerð var á ungum dýrum engin áhrif á frjósemi (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Á ekki við.

4.8Aukaverkanir

Samantekt um öryggi

Í klínískum rannsóknum á meðferð við ört vaxandi blóðæðaæxlum hjá ungbörnum voru algengustu aukaverkanirnar sem tilkynnt var um hjá ungbörnum sem fengu meðferð með HEMANGIOL svefnraskanir, versnun öndunarfærasýkingar, á borð við berkjubólgu og berkjungabólgu ásamt hósta og sótthita, niðurgangur og uppköst.

Á heimsvísu tengdust aukaverkanirnar sem greint var frá við notkun lyfsins skv. sérstakri heimild áður en markaðsleyfi var veitt (compassionate use) og í birtu efni blóðsykurslækkun (og tengdum meintilvikum eins og flogum af völdum blóðsykurslækkunar) og versnun öndunarfærasýkinga ásamt andnauð.

Tafla yfir aukaverkanir

Í eftirfarandi töflu eru taldar upp aukaverkanir sem greint var frá, óháð skammti og tímalengd meðferðar, í þremurklínískum rannsóknum með þátttöku 435 sjúklinga sem fengu meðferð með 1 mg/kg/dag eða 3 mg/kg/dag af HEMANGIOL í að hámarki 6 mánuði.

Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi tíðniflokkun: mjög algengar (1/10); algengar (1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (1/1.000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (1/10.000 til < 1/1.000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Vegna stærðar gagnagrunnsins úr klínískum rannsóknum eru ekki taldar upp aukaverkanir sem eru mjög sjaldgæfar og sem koma örsjaldan fyrir.

Innan hvers líffæraflokks eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

 

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Tíðni ekki þekkt

 

algengar

 

 

 

Sýkingar af völdum

Berkjubólga

Berkjungabólg

 

 

sýkla og sníkjudýra

 

a

 

 

Efnaskipti og næring

 

Minnkuð

 

 

 

 

matarlyst

 

 

Geðræn vandamál

Svefnröskun

Æsingur

 

 

 

 

Martraðir

 

 

 

 

Pirringur

 

 

 

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Tíðni ekki þekkt

 

algengar

 

 

 

Taugakerfi

 

Svefnhöfgi

 

Flog vegna

 

 

 

 

blóðsykurslækkunar

Hjarta

 

 

Gáttasleglarof

Hægtaktur

Æðar

 

Kaldir útlimir

 

Lágþrýstingur

 

 

 

 

Æðaþrenging

 

 

 

 

Æðakrampaheilkenn

 

 

 

 

i (Raynaud’s

 

 

 

 

fyrirbæri)

Öndunarfæri,

 

Berkjukrampi

 

 

brjósthol og miðmæti

 

 

 

 

Meltingarfæri

Niðurgangu

Hægðatregða

 

 

 

r

Kviðverkir

 

 

 

Uppköst

 

 

 

Húð og undirhúð

 

Hörundsroði

Ofsakláði

 

 

 

 

Hárlos

 

Rannsóknaniðurstöðu

 

Blóðþrýstings-

Blóðsykurslækku

Kyrningahrap

r

 

lækkun

n

Kalíumhækkun í

 

 

 

Lækkun

blóði

 

 

 

hjartsláttartíðni

 

 

 

 

Daufkyrningafæð

 

Lýsing á völdum aukaverkunum

Að því er varðar sýkingar í neðri öndunarvegum, á borð við berkjubólgu og berkjungabólgu, hefur orðið vart við versnun einkenna (þ.m.t. berkjukrampa) hjá sjúklingum á meðferð með HEMANGIOL, vegna berkjuþrengjandi áhrifa própranólóls. Þessi áhrif leiddu mjög sjaldan til þess að meðferð væri hætt fyrir fullt og allt (sjá kafla 4.4).

Svefnraskanir fólust í svefnleysi, lélegum svefngæðum og svefnsækni. Aðrar aukaverkanir á taugakerfi sáust aðallega snemma á meðferðartímanum.

Oft var greint frá niðurgangi og hann tengdist ekki alltaf smitsjúkdómi í meltingarvegi. Niðurgangstilvik virtust háð skömmtum á bilinu 1 til 3 mg/kg/dag. Ekkert tilvikanna var alvarlegt og leiddi til þess að meðferð væri hætt.

Aukaverkanir á hjarta- og æðakerfi sem greint var frá í klínískum rannsóknum voru einkennalausar. Á því fjögurra klukkustunda tímabili sem fylgst var með hjarta- og æðakerfinu á þeim dögum sem skammtahækkun fór fram sást lækkuð hjartsláttartíðni (um u.þ.b. 7 slög á mínútu) og lækkaður slagbilsþrýstingur (um innan við 3 mmHg) eftir lyfjagjöf. Eitt tilvik annarrar gráðu gáttasleglarofs hjá sjúklingi með undirliggjandi truflun á leiðni leiddi til þess að meðferð var endanlega hætt. Greint hefur verið frá einstaka tilviki hægtakts og lágþrýstings með einkennum.

Blóðþrýstingslækkun sem kom fram í klínískum rannsóknum var einkennalaus. Við notkun lyfsins skv. sérstakri heimild áður en markaðsleyfi var veitt og í birtu efni hefur nokkrum sinnum verið greint frá blóðsykurslækkun ásamt flogum sem tengjast henni, einkum á föstutímabilum þegar sjúklingur var með annan sjúkdóm samtímis (sjá kafla 4.4).

Meðferð samhliða altækum barksterum getur aukið hættuna á blóðsykurslækkun (sjá kafla 4.5).

Í birtu efni hefur verið greint frá kalíumhækkun í blóði hjá fáeinum sjúklingum með stór, fleiðruð blóðæðaæxli (sjá kafla 4.4).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun

lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Eiturverkanir beta-blokka felast í auknum meðferðaráhrifum:

Hjartaeinkenni við væga til miðlungs alvarlega eitrun eru hægari hjartsláttur og lágþrýstingur. Gáttasleglarof, tafir á leiðni innan slegla og hjartabilun með bjúg getur komið fyrir við alvarlegri eitrun.

Berkjukrampi getur komið fyrir, einkum hjá sjúklingum með astma.

Blóðsykur getur lækkað og einkenni blóðsykurslækkunar (skjálfti, hraðtaktur) geta dulist vegna

annarra klínískra áhrifa eiturverkana beta-blokka.

Própranólól er afar fituleysanlegt og getur komist yfir blóðheilaþröskuldinn og valdið flogum.

Stuðningur og meðferð:

Setja ber sjúklinginn í hjartasírita og fylgjast með lífsmörkum, andlegu ástandi og blóðsykri. Gefa skal vökva í bláæð við lágþrýstingi og atrópín við hægtakti. Íhuga skal að gefa glúkagon og síðan katekólamín ef sjúklingurinn svarar ekki nægjanlega vökvagjöf í æð. Nota má ísópróteneról og amínófýllín við berkjukrampa.

5 LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Beta-blokkar, óblandaðir, ósérhæfðir, ATC-flokkur: C07AA05.

Verkunarháttur

Hugsanlegir verkunarhættir própranólóls við ört vaxandi blóðæðaæxlum hjá ungbörnum, sem lýst hefur verið í birtu efni, geta verið verið margvíslegir en allir nátengdir:

staðbundin verkun á blóðflæði (æðaþrenging sem er hefðbundin afleiðing beta-adrenvirkrar blokkunar og flæðisminnkun í blóðæðaæxlum hjá ungbörnum);

hamlandi verkun á æðamyndun (dregur úr fjölgun æðaþelsfrumna, æðanýmyndun og myndun æðapípla og seytingu matrix metallópróteinasa 9);

framköllun á stýrðum frumudauða innanþekjufrumna háræða;

fækkun bæði á boðleiðum VEGF (æðaþelsvaxtarþáttur) og bFGF (grunnvaxtarþáttur trefjakímfrumna) og minnkun á æðanýmyndun/frumufjölgun í kjölfarið.

Lyfhrif

Própranólól er beta-blokki sem einkennist af þremur lyfjafræðilegum eiginleikum:

það hefur ekki sérhæfða beta-1 beta-blokkandi verkun á hjarta;

það verkar gegn hjartsláttartruflunum;

það er laust við hlutaörvandi verkun (eða eigin adrenvirkni (intrinsic symphatomimetic activity (ISA))).

Verkun og öryggi hjá börnum

Sýnt hefur verið fram á verkun própranólóls hjá ungbörnum (á aldrinum 5 vikna til 5 mánaða við upphaf meðferðar) með ört vaxandi blóðæðaæxli sem krefjast altækrar meðferðar í slembiraðaðri, fjölsetra, fjölskammta, 2. og 3. stigs lykilrannsókn með aðlögunarsvigrúmi (adaptive) með samanburði við lyfleysu þar sem markmiðið var að bera saman fjórar mismunandi meðferðaráætlanir með própranólóli (1 eða 3 mg/kg/dag í 3 eða 6 mánuði) við lyfleysu (tvíblind).

Fjögur hundruð fimmtíu og sex (456) þátttakendur fengu meðferð (401 própranólól í skammtinum 1 eða 3 mg/kg/dag í 3 eða 6 mánuði; 55 lyfleysu), meðferðin fól í sér 3 vikna

skammtastillingartímabil. Hjá sjúklingunum (71,3% kvenkyns; 37% á aldrinum 35-90 daga og 63% á

aldrinum 91-150 daga) var markblóðæðaæxlið á höfði í 70% tilvika og meirihluti blóðæðaæxlanna hjá ungbörnunum voru staðbundin (89%).

Skilgreining á vel heppnaðri meðferð var alger eða nærri alger hjöðnun á markæxlinu, samkvæmt blindu, miðlægu og sjálfstæðu mati á ljósmyndum eftir 24 vikur, þegar meðferð hafði ekki verið hætt fyrir tímann.

Meðferðaráætlun með 3 mg/kg/dag í sex mánuði (sem varð fyrir valinu þegar 2. stigs hluta rannsóknarinnar lauk) leiddi til 60,4% árangurs samanborið við 3,6% árangur í lyfleysuarminum (p-gildi < 0,0001). Undirhópar eftir aldri (35-90 dagar/91-150 dagar), kyni og staðsetningu blóðæðaæxlis (höfuð/líkami) sýndu ekki mismunandi svörun við própranólóli. Batamerki á blóðæðaæxlinu sáust eftir 5 vikna meðferð með própranólóli hjá 88% sjúklinga. Endurtaka þurfti meðferð hjá 11,4% sjúklinga eftir að meðferð hafði verið hætt.

Af siðferðilegum ástæðum sem tengjast notkun lyfleysu var ekki unnt að sýna fram á verkun hjá sjúklingum með afar áhættusöm blóðæðaæxli. Vísbendingar um verkun própranólóls hjá sjúklingum með afar áhættusöm blóðæðaæxli liggja fyrir bæði í birtu efni og eftir notkun HEMANGIOL skv. sérstakri heimild áður en markaðsleyfi var veitt.

Aftursýn rannsókn hefur leitt í ljós að minnihluti sjúklinga (12%) hefur þurft að fá endurtekna, altæka meðferð. Í tilvikum þegar meðferð var hafin á ný fékkst fullnægjandi svörun hjá miklum meirihluta sjúklinga.

5.2Lyfjahvörf

Fullorðnir

Frásog og dreifing

Eftir að própranólól er tekið inn frásogast það nánast fullkomlega. Hins vegar undirgengst það víðtæk umbrot við fyrstu umferð í lifur og að meðaltali berast einungis um 25% af própranólóli inn í blóðrásina. Hámarksþéttni í plasma kemur fram u.þ.b. 1 til 4 klst. eftir að skammtur er tekinn inn. Gjöf próteinríkrar fæðu eykur aðgengi própranólóls um u.þ.b. 50% en breytir ekki tímanum fram að hámarksþéttni.

Própranólól er umbrotsefni fyrir P-glýkóprótein (P-gp), sem er flutningsprótein sem miðlar útflæði í þörmum. Hins vegar benda rannsóknir til þess að P-gp sé ekki skammtatakmarkandi fyrir frásog própranólóls í þörmum á því skammtabili sem er venjulega notað við meðferð.

Um það bil 90% af própranólóli í blóðrásinni er bundið plasmapróteinum (albúmíni og alfa-1-sýru glýkópróteini). Dreifingarrúmmál própranólóls er u.þ.b. 4 l/kg. Própranólól kemst yfir blóð-heilaþröskuldinn og fylgju og dreifist í brjóstamjólk.

Umbrot og brotthvarf

Própranólól umbrotnar eftir þremur aðalleiðum: með arómatískri hýdroxýltengingu (aðallega 4-hýdroxýltengingu), N-afalkýlsviptingu með frekari hliðarkeðjuoxun í kjölfarið og beinni glúkúróntengingu. Hlutfallslegur þáttur leiðanna hverrar fyrir sig í heildarumbrotum er 42%, 41% og 17%, talið í sömu röð, en með umtalsverðum breytileika milli einstaklinga. Fjögur helstu lokaumbrotsefnin eru própranólólglúkúroníð, naptýloxýmjólkursýra og glúkúronsýra og súlfattengingar 4-hýdroxý própranólóls. Rannsóknir in vitro bentu til þess að CYP2D6 (arómatísk hýdroxýltenging), CYP1A2 (keðjuoxun) og í minni mæli CYP2C19 eigi þátt í umbrotum própranólóls.

Hjá heilbrigðum einstaklingum varð ekki vart við neinn mismun milli einstaklinga með víðtæk umbrot og lítil umbrot með tilliti til úthreinsunar eða helmingunartíma brotthvarfs eftir inntöku lyfsins. Helmingunartími própranólóls í plasma er á bilinu 3 til 6 klst. Innan við 1% af skammti skilst út sem óbreytt lyf í þvagi.

Börn

Lyfjahvörf eftir endurtekna gjöf HEMANGIOL, 3 mg/kg/dag skipt í tvo skammta til inntöku, hafa verið rannsökuð hjá 19 ungbörnum á aldrinum 35 til 150 daga við upphaf meðferðar. Mat á lyfjahvörfum fór fram við jafnvægi, eftir meðferð í 1 til 3 mánuði.

Própranólól frásogaðist hratt og hámarksþéttni í plasma kom venjulega fram 2 klst. eftir gjöf og samsvarandi meðalgildi var um 79 ng/ml óháð aldri ungbarnsins.

Sýnileg úthreinsun eftir inntöku lyfsins var að meðaltali 2,71 l/klst./kg hjá ungbörnum á aldrinum 65-120 daga og 3,27 l/klst./kg hjá ungbörnum á aldrinum 181-240 daga. Eftir leiðréttingu miðað við líkamsþyngd reyndust helstu lyfjahvarfabreytur fyrir própranólól (á borð við úthreinsun úr plasma) sem mældar hafa verið hjá ungbörnum svipaðar og greint hefur verið frá hjá fullorðnum.

Mæling var gerð á magni 4-hýdroxý-própranólól umbrotsefnisins og útsetning fyrir því í plasma reyndist vera innan við 7% af útsetningu fyrir móðurlyfinu.

Meðan á þessari lyfjahvarfarannsókn stóð, þar sem þátttakendur voru m.a. ungbörn með blóðæðaæxli sem ógnar starfshæfni, blóðæðaæxli þannig staðsett á líkamanum að það skilur gjarnan eftir sig varanlegt ör eða afmyndun, stórt blóðæðaæxli í andliti, minna blóðæðaæxli á sýnilegum stöðum, alvarlegt, fleiðrað blóðæðaæxli eða leggjað blóðæðaæxli, var verkun einnig rannsökuð sem auka matsforsenda. Meðferð með própranólóli olli hröðum bata (innan 7-14 daga) hjá öllum sjúklingum og hjöðnun markæxlisins sást hjá 36,4% sjúklinga að 3 mánuðum liðnum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Hjá dýrum, eftir bráða skömmtun, er própranólól talið vera lyf með miðlungsmiklar eiturverkanir og 50% drápsskammtur (LD50) eftir inntöku er u.þ.b. 600 mg/kg. Helstu áhrif sem greint hefur verið frá eftir endurtekna gjöf própranólóls hjá bæði fullorðnum og ungum rottum voru þau að tímabundið dró úr líkamsþyng og þyngdaraukningu í tengslum við tímabundna lækkun á líffæraþyngd. Þessi áhrif gengu alveg til baka þegar meðferð var hætt.

Í rannsóknum á lyfjagjöf í fæðu þar sem mýs og rottur fengu meðferð með própranólól hýdróklóríði í allt að 18 mánuði í skömmtum sem námu allt að 150 mg/kg/dag komu ekki fram neinar vísbendingar um lyfjatengda æxlismyndun.

Þótt sumar upplýsingar hafi verið tvíræðar, þegar miðað er við fyrirliggjandi heildarupplýsingar úr rannsóknum in vitro og in vivo, er unnt að álykta að própranólól hafi ekki eiturverkanir á erfðaefni.

Hjá fullorðnum kvenrottum er própranólól sem er gefið í leg eða um leggöng öflugt lyf gegn hreiðrun þegar skammturinn er 4 mg á hvert dýr, en þau áhrif eru afturkræf. Hjá fullorðnum karlrottum leiddi endurtekin gjöf própranólóls í háum skömmtum (7,5 mg/kg) til vefjafræðilegra meinsemda í eistum, eistnalyppum og sáðblöðrum, dró úr hreyfanleika sæðisfrumna, þéttni sæðisfrumna og plasmaþéttni testósteróns og jók umtalsvert frávik á höfði og svipu (hala) sæðisfrumna. Þessi áhrif gengu yfirleitt algerlega til baka eftir að meðferð var hætt. Svipaðar niðurstöður fengust eftir gjöf própranólóls í eistu og við notkun í in vitro líkönum. Í rannsókninni sem gerð var á ungum dýrum sem fengu meðferð á öllu þroskaskeiði sínu, sem samsvarar ungbarns-, barns- og unglingsaldri, varð hins vegar ekki vart neinna áhrifa á frjósemi karl- og kvendýra (sjá kafla 4.6).

Hugsanleg áhrif própranólóls á þroska hjá ungum rottum voru metin eftir daglega inntöku lyfsins frá 4. degi eftir got til 21. dags eftir got í skömmtum sem námu 0, 10, 20 eða 40 mg/kg/dag.

Dauðsfalla með óþekktum en þó ólíklegum tengslum við meðferð varð vart við notkun 40 mg/kg/dag og út frá því eru skaðleysismörk (NOAEL) fyrir eiturverkanir á ung dýr talin vera 20 mg/kg/dag.

Að því er varðar þroska æxlunarfæra, vöxt og taugakerfisþroska varð ekki vart við nein própranólól- tengd áhrif eða marktækar niðurstöður er varða eiturverkanir við notkun 40 mg/kg/dag, sem samsvarar því að öryggismörk séu 1,2 hjá kvendýrum og 2,9 hjá karldýrum, miðað við meðalútsetningu fyrir própranólóli á 21. degi eftir got.

6 LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Hýdroxýetýlsellulósi.

Natríumsakkarín.

Jarðarberjabragðefni (inniheldur própýlenglýkól).

Vanillubragðefni (inniheldur própýlenglýkól).

Sítrónusýrueinhýdrat.

Hreinsað vatn.

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

Fyrir opnun: 3 ár.

Eftir fyrstu opnun: 2 mánuðir.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Gleymið flöskuna í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi. Má ekki frjósa.

Geymið flöskuna og sprautuna saman í pappaöskjunni milli hverrar notkunar.

6.5Gerð íláts og innihald

120 ml af lausn, í gulbrúnni glerflösku með tappa úr eðlisléttu pólýetýleni inni í stútnum og barnaöruggu skrúfloki úr pólýprópýleni, ásamt meðfylgjandi inntökusprautu úr pólýprópýleni sem er kvörðuð í mg af própranólólbasa.

Pakkningastærðir: 1.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7 MARKAÐSLEYFISHAFI

PIERRE FABRE DERMATOLOGIE

45 Place Abel Gance

F- 92100 Boulogne

Frakkland

8 MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/14/919/001

9DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 23. apríl 2014

10 DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf