Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Imatinib Accord (imatinib) – Fylgiseðill - L01XE01

Updated on site: 07-Oct-2017

Nafn lyfsImatinib Accord
ATC-kóðiL01XE01
Efniimatinib
FramleiðandiAccord Healthcare Ltd

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Imatinib Accord 100 mg filmuhúðaðar töflur

Imatinib Accord 400 mg filmuhúðaðar töflur

Imatinib

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Ífylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Imatinib Accord og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Imatinib Accord

3.Hvernig nota á Imatinib Accord

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Imatinib Accord

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Imatinib Accord og við hverju það er notað

Imatinib Accord er lyf sem inniheldur virkt efni sem kallast imatinib. Við neðangreinda sjúkdóma hemur þetta lyf vöxt óeðlilegra frumna. Þar á meðal eru nokkrar gerðir af krabbameini.

Imatinib Accord er til meðferðar hjá fullorðnum og börnum við:

-Langvinnu kyrningahvítblæði (CML). Hvítblæði er krabbamein hvítra blóðkorna. Þessar hvítfrumur hjálpa yfirleitt líkamanum að berjast gegn sýkingu. Langvinnt kyrningahvítblæði er tegund hvítblæðis þar sem ákveðnar óeðlilegar hvítfrumur (sem nefnast kyrningar) byrja að fjölga sér stjórnlaust.

-Fíladelfíulitnings-jákvæðu bráðu eitilfrumuhvítblæði (Ph-jákvætt ALL). Hvítblæði er krabbamein hvítra blóðkorna. Þessar hvítfrumur hjálpa yfirleitt líkamanum að berjast gegn sýkingu. Brátt eitilfrumuhvítblæði er sérstök gerð hvítblæðis þar sem ákveðnar óeðlilegar hvítfrumur (sem nefnast eitilkímfrumur) fjölga sér stjórnlaust. Imatinib Accord hamlar fjölgun þessara frumna.

Imatinib Accord er til meðferðar hjá fullorðnum við:

-Mergrangvaxtarsjúkdómum/mergfrumnafjölgunarsjúkdómum (myelodysplastic/myelo- proliferative diseases [MDS/MPD]). Þetta er hópur blóðsjúkdóma þar sem sumar blóðfrumur byrja að fjölga sér stjórnlaust. Imatinib Accord hamlar fjölgun þessara frumna hjá ákveðnum undirhópum sjúkdómanna.

-Rauðkyrningagersheilkenni (HES) og/eða langvarandi rauðkyrningahvítblæði (CEL).

Þetta eru blóðsjúkdómar þar sem ákveðnar blóðfrumur (sem kallast rauðkyrningar) byrja að fjölga sér stjórnlaust. Imatinib Accord hamlar fjölgun þessara frumna hjá ákveðnum undirhópum sjúkdómanna.

-Gnúpahúðbandvefssarkmeini (dermatofibrosarcoma protuberans [DFSP]). DFSP er krabbamein í vef undir húðinni, þar sem sumar frumur byrja að fjölga sér stjórnlaust. Imatinib Accord hamlar vexti þessara frumna.

Hér eftir verða skammstafanirnar notaðar þegar fjallað er um þessa sjúkdóma í fylgiseðlinum.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig Imatinib Accord verkar eða hvers vegna þessu lyfi hefur verið ávísað skal leita til læknisins.

2.Áður en byrjað er að nota Imatinib Accord

Einungis læknir með reynslu af lyfjum til meðferðar við blóðkrabbameinum eða æxlum mun ávísa Imatinib Accord.

Fara skal nákvæmlega eftir öllum fyrirmælum læknisins, jafnvel þótt þau séu frábrugðin almennu upplýsingunum í þessum fylgiseðli.

Ekki má nota Imatinib Accord:

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir imatinibi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Ef þetta á við um þig skaltu láta lækninn vita án þess að nota Imatinib Accord.

Ef þú telur að þú kunnir að vera með ofnæmi en ert ekki viss, skaltu leita ráða hjá lækninum.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Imatinib Accord er notað:

-ef þú ert með eða hefur einhvern tímann verið með lifrar-, nýrna- eða hjartasjúkdóm.

-ef þú ert að nota lyfið levotyroxin vegna þess að skjaldkirtillinn hefur verið fjarlægður.

-ef þú hefur nokkurn tíma fengið eða gætir núna verið með lifrarbólgu B sýkingu. Þetta er vegna þess að Imatinib Accord gæti endurvirkjað lifrarbólgu B sýkingu, sem getur í sumum tilvikum orðið banvæn. Áður en meðferð er hafin mun læknirinn skoða sjúklinga vandlega með tilliti til einkenna sýkingarinnar.

Ef eitthvað af þessu á við skal láta lækninn vita áður en byrjað er að nota Imatinib Accord.

Meðan á meðferð með Imatinib Accord stendur skaltu láta lækninn tafarlaust vita ef þú þyngist hratt. Imatinib Accord getur valdið því að vatn safnast fyrir í líkamanum (veruleg vökvasöfnun).

Á meðan þú notar Imatinib Accord mun læknirinn fylgjast reglulega með því hvort lyfið virkar. Einnig verður fylgst reglulega með blóðhag og þyngd þann tíma sem Imatinib Accord er notað.

Börn og unglingar

Imatinib Accord er einnig ætlað til meðferðar hjá börnum með CML. Engin reynsla er af notkun Imatinib Accord handa börnum yngri en 2 ára sem eru með CML. Takmörkuð reynsla er af meðferð hjá börnum með Ph-jákvætt ALL og mjög takmörkuð reynsla er af meðferð hjá börnum með MDS/MPD, DFSP og HES/CEL.

Verið getur að sum börn og unglingar sem taka Imatinib Accord stækki hægar en eðlilegt er. Læknirinn mun fylgjast með vextinum í reglulegum heimsóknum til hans.

Notkun annarra lyfja samhliða Imatinib Accord

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, þar með talið lyf sem fengin eru án lyfseðils (svo sem paracetamol) og einnig náttúrulyf (svo sem jóhannesarjurt [jónsmessurunni, St. John’s wort]). Við samhliða notkun geta sum lyf haft áhrif á verkun Imatinib Accord. Þau geta aukið eða dregið úr verkun Imatinib Accord, valdið meiri aukaverkunum eða dregið úr árangri meðferðar með Imatinib Accord. Imatinib Accord getur haft sömu áhrif á sum önnur lyf.

Láttu lækninn vita ef þú notar lyf sem koma í veg fyrir myndun blóðtappa.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

-Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað.

-Ekki er ráðlagt að nota Imatinib Accord á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til því það getur skaðað fóstrið. Læknirinn mun ræða við þig um hugsanlega áhættu við notkun Imatinib Accord á meðgöngu.

-Konum sem gætu orðið þungaðar er ráðlagt að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur.

-Ekki hafa barn á brjósti meðan á meðferð með Imatinib Accord stendur.

-Sjúklingum sem hafa áhyggjur af frjósemi sinni meðan þeir eru á meðferð með Imatinib Accord er ráðlagt að ráðfæra sig við lækninn.

Akstur og notkun véla

Þú getur fundið fyrir sundli eða syfju eða fengið þokusýn við notkun þessa lyfs. Ef þetta kemur fyrir máttu hvorki aka né nota nokkur tæki eða vélar fyrr en þetta er liðið hjá.

3.Hvernig nota á Imatinib Accord

Læknirinn hefur ávísað Imatinib Accord vegna þess að þú ert með alvarlegan sjúkdóm. Imatinib Accord getur hjálpað til í baráttunni við sjúkdóminn.

Notið lyfið hinsvegar alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Það er mikilvægt að nota lyfið í þann tíma sem læknirinn eða lyfjafræðingurinn segir til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ekki hætta að nota Imatinib Accord nema samkvæmt ráðleggingum læknisins. Ef þú getur ekki notað lyfið eins og læknirinn gaf fyrirmæli um eða þér finnst þú ekki þurfa það lengur, skaltu tafarlaust hafa samband við lækninn.

Hve mikið á að nota af Imatinib Accord

Notkun handa fullorðnum

Læknirinn ákveður nákvæmlega hve margar töflur af Imatinib Accord á að nota.

-Ef þú ert í meðferð við CML:

Venjulegur upphafsskammtur er annaðhvort 400 mg eða 600 mg, en það fer eftir ástandi þínu:

-400 mg, en þá eru teknar 4 töflur með 100 mg eða 1 tafla með 400 mg einu sinni á sólarhring

-600 mg, en þá eru teknar 6 töflur með 100 mg eða 1 tafla með 400 mg og 2 töflur með 100 mg einu sinni á sólarhring.

Ísamræmi við meðferðarsvörun er hugsanlegt að læknirinn ávísi stærri eða minni skammti við CML. Ef sólarhringsskammturinn er 800 mg (8 töflur með 100 mg eða 2 töflur með 400 mg)skal taka 4 töflur með 100 mg eða 1 töflu með 400 mg að morgni og 4 töflur með 100 mg eða 1 töflu með 400 mg að kvöldi.

-Ef þú ert í meðferð við Ph-jákvæðu ALL:

Upphafsskammturinn er 600 mg, en þá eru teknar 6 töflur með 100 mg eða 1 tafla með 400 mg og 2 töflur með 100 mg einu sinni á sólarhring.

-Ef þú ert í meðferð við MDS/MPD:

Upphafsskammturinn er 400 mg, en þá eru teknar 4 töflur með 100 mg eða 1 tafla með 400 mg einu sinni á sólarhring.

-Ef þú ert í meðferð við HES/CEL:

Upphafsskammturinn er 100 mg, en þá er tekin ein tafla með 100 mg einu sinni á sólarhring.

Vera má að læknirinn auki skammtinn í 400 mg, en þá eru teknar 4 töflur með 100 mg eða 1 tafla með 400 mg einu sinni á sólarhring, eftir því hver svörun við meðferðinni er.

-Ef þú ert í meðferð við DFSP:

Skammturinn er 800 mg á sólarhring (en þá eru teknar 4 töflur með 100 mg eða 1 tafla með 400 mg að morgni og 4 töflur með 100 mg eða 1 tafla með 400 mg að kvöldi).

Notkun handa börnum og unglingum

Læknirinn ákveður hve margar töflur af Imatinib Accord á að gefa barninu. Magn Imatinib Accord fer eftir ástandi barnsins, líkamsþyngd og hæð. Heildarskammtur á sólarhring handa börnum má ekki fara yfir 800 mg við meðferð við CML og 600 mg við meðferð við Ph-jákvæðu ALL. Meðferðina má annað hvort gefa sem einn skammt einu sinni á sólarhring eða að skipta skammtinum í tvennt (helming skammtsins að morgni og hinn helming skammtsins að kvöldi).

Hvenær og hvernig á að nota Imatinib Accord

-Taka á Imatinib Accord inn með mat. Það hjálpar til við að vernda þig gegn magavandamálum þegar þú notar Imatinib Accord.

-Gleypið töflurnar í heilu lagi með stóru glasi af vatni.

Ef þú getur ekki gleypt töflurnar, getur þú leyst þær upp í glasi af vatni eða eplasafa:

Notið u.þ.b. 50 ml fyrir hverja 100 mg töflu eða 200 ml fyrir hverja 400 mg töflu.

Hrærið með skeið þar til töflurnar hafa leyst alveg upp.

Þegar töflurnar hafa leyst alveg upp skal drekka allt innihald glassins tafarlaust. Hugsanlegt er að agnir af uppleystum töflum séu eftir í glasinu.

Hversu lengi á að taka Imatinib Accord

Haltu áfram að nota Imatinib Accord á hverjum degi eins lengi og læknirinn segir til um.

Ef tekinn er stærri skammtur af Imatinib Accord en mælt er fyrir um

Hafa skal tafarlaust samband við lækninn ef óvart hafa verið tekin inn of margar töflur. Verið getur að veita þurfi læknishjálp. Hafðu umbúðirnar utan af lyfinu með þér.

Ef gleymist að taka Imatinib Accord

-Ef þú gleymir einum skammti skaltu taka hann um leið og þú manst eftir því. Ef hinsvegar er næstum kominn tími á næsta skammt, skaltu sleppa skammtinum sem gleymdist.

-Haltu síðan áfram að nota lyfið eins og venjulega.

-Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Þær eru yfirleitt vægar eða í meðallagi miklar.

Sumar aukaverkanir geta verið alvarlegar. Hafðu tafarlaust samband við lækninn ef þú finnur fyrir einhverju af eftirtöldu:

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum) eða algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Hröð þyngdaraukning. Imatinib Accord getur valdið því að vatn safnist fyrir í líkamanum (alvarleg vökvasöfnun).

Einkenni um sýkingu, til dæmis hiti, mikill kuldahrollur, særindi í hálsi eða sár í munni. Imatinib Accord getur fækkað hvítum blóðkornum svo þú verður útsettari fyrir sýkingum.

Óvæntar blæðingar eða marblettir (án þess að þú hafir meitt þig).

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum) eða mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

Brjóstverkur, óreglulegur hjartsláttur (einkenni hjartasjúkdóms).

Hósti, öndunarerfiðleikar eða sársaukafull öndun (einkenni lungnasjúkdóms).

Svimi, sundl eða yfirlið (einkenni lágs blóðþrýstings).

Ógleði ásamt lystarleysi, dökkleitt þvag, gul húð eða augu (einkenni lifrarsjúkdóms).

Útbrot, húðroði ásamt blöðrum á vörum, augum, húð eða í munni, húðflögnun, hiti, rauður eða fjólublár blettahúðþroti, kláði, sviði, útbrot með graftrarbólum (einkenni húðkvilla).

Miklir kviðverkir, blóðug uppköst, blóðugar hægðir eða blóð í þvagi, svartar hægðir (einkenni meltingarfærasjúkdóms).

Mikil minnkun þvagmyndunar, þorsti (einkenni nýrnasjúkdóms).

Ógleði ásamt niðurgangi og uppköstum, kviðverkir eða hiti (einkenni garnasjúkdóms).

Mikill höfuðverkur, máttleysi eða lömun í útlimum eða andliti, talerfiðleikar, skyndilegt meðvitundarleysi (einkenni um sjúkdóm í taugakerfinu svo sem blæðingar eða þroti innan höfuðkúpu/heila).

Húðfölvi, þreyta og mæði ásamt dökkleitu þvagi (einkenni of fárra rauðra blóðkorna).

Verkur í augum eða versnun sjónar, blæðing í augum.

Verkir í mjöðm eða erfiðleikar við gang.

Dofi eða kuldi í tám og fingrum (einkenni æðakrampaheilkennis).

Skyndileg bólga og roði í húð (einkenni húðsýkingar sem kallast húðbeðsbólga).

Heyrnarskerðing.

Vöðvamáttleysi og vöðvakrampar ásamt óeðlilegum hjartslætti (merki um breytingar á kalíummagni í blóði).

Mar.

Kviðverkir ásamt ógleði.

Vöðvakrampar ásamt hita, rauðbrúnt þvag, verkur eða máttleysi í vöðvum (einkenni vöðvakvilla).

Grindarholsverkir stundum ásamt ógleði og uppköstum, ásamt óvæntum blæðingum frá leggöngum, sundl eða yfirlið vegna lækkaðs blóðþrýstings (einkenni sjúkdóms í eggjastokkum eða legi).

Ógleði, mæði, óreglulegur hjartsláttur, skýjað þvag, þreyta og/eða óþægindi í liðum í tengslum við óeðlilegar niðurstöður úr rannsóknum (t.d. mikið magn kalíums, þvagsýru og kalsíums og lítið magn fosfórs í blóði).

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Sambland af útbreiddum alvarlegum útbrotum, ógleði, hita, miklu magni af ákveðnum hvítum blóðkornum eða gulnun húðar eða augna (einkenni gulu) ásamt mæði, verk/óþægindum fyrir brjósti, verulega minnkuðu þvagmagni og þorsta o.s.frv. (einkenni meðferðartengdra ofnæmisviðbragða).

Langvinn nýrnabilun

Endurkoma (endurvirkjun) lifrarbólgu B sýkingar ef þú hefur áður verið með lifrarbólgu B (sýking í lifur).

Ef eitthvað af ofangreindu á við um þig skaltu tafarlaust hafa samband við lækninn.

Aðrar aukaverkanir geta verið:

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Höfuðverkur eða þreyta.

Ógleði, uppköst, niðurgangur eða meltingartruflun.

Útbrot.

Vöðvakrampar eða lið-, vöðva- eða beinverkir meðan á meðferð með Imatinib Accord stendur eða eftir að meðferð með Imatinib Accord hefur verið hætt.

Þroti svo sem á ökklum og þrútin augu.

Þyngdaraukning.

Ef einhverjar af þessum aukaverkunum hafa alvarleg áhrif skal láta lækninn vita.

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Lystarleysi, þyngdartap eða breytingar á bragðskyni.

Sundl eða slappleiki.

Svefntruflanir (svefnleysi).

Útferð úr auga ásamt kláða, roða og þrota (tárubólga), aukin táramyndun eða þokusýn.

Blóðnasir.

Kviðverkir eða þaninn kviður, vindgangur, brjóstsviði eða hægðatregða.

Kláði.

Óeðlilegt hárlos eða hárþynning.

Dofi í höndum eða fótum.

Munnangur.

Liðverkir ásamt þrota.

Munnþurrkur, húðþurrkur eða augnþurrkur.

Minnkað eða aukið húðskyn.

Hitakóf, kuldahrollur eða nætursviti.

Ef einhverjar af þessum aukaverkunum hafa alvarleg áhrif skal láta lækninn vita.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Roði og/eða þroti í lófum og iljum sem getur fylgt náladofi og sviðatilfinning.

Hægari vöxtur hjá börnum og unglingum.

Ef einhver þessara aukaverkana er veruleg, skaltu láta lækninn vita.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Imatinib Accord

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni.

Fyrir PVC/PVdC/álþynnupakkningar Geymið við lægri hita en 30°C.

Fyrir ál/álþynnupakkningar

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins

Ekki skal nota pakkningu sem er skemmd eða ber merki þess að átt hafi verið við hana.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Imatinib Accord inniheldur

-Virka innihaldsefnið er imatinibmesilat. Hver 100 mg Imatinib Accord filmuhúðuð tafla inniheldur 100 mg af imatinibi (sem mesilat).

Hver 100 mg Imatinib Accord filmuhúðuð tafla inniheldur 100 mg af imatinibi (sem mesilat).

-Önnur innihaldsefni eru örkristölluð cellulósa, crospovidon, hýprómellósi 6 cps (E464), magnesíumsterat og vatnsfrí kísilkvoða.Töfluhúðin er gerð úr hýprómellósa 6 cps (E464), talkúmi (E553b), pólýetýlen glýkóli, gulu járnoxíði (E172) og rauðu járnoxíði (E172).

Lýsing á útliti Imatinib Accord og pakkningastærðir

Imatinib Accord 100 mg filmuhúðaðar töflur eru brún-appelsínugular, kringlóttar, tvíkúptar, filmuhúðaðar töflur, ígreyptar á annarri hliðinni með ‘IM’ og ‘T1’ beggja megin við deilistrikið og sléttar hinu megin.

Imatinib Accord 400 mg filmuhúðaðar töflur eru brún-appelsínugular, sporöskjulaga, tvíkúptar, filmuhúðaðar töflur, ígreyptar á annarri hliðinni með ‘IM’ og ‘T2’ beggja megin við deilistrikið og sléttar hinu megin.

Imatinib Accord 100 mg filmuhúðaðar töflur fást í pakkningum með 20, 60, 120 eða 180 filmuhúðuðum töflum, en ekki er víst að þær fáist í viðkomandi landi.

Auk þess fást Imatinib Accord 100 mg töflur í rifgötuðum stakskammta þynnupakkningum (PVC/PVdC/ál) með 30x1, 60x1, 90x1, 120x1 eða 180x1 filmuhúðuðum töflum.

Imatinib Accord 400 mg filmuhúðaðar töflur fást í pakkningum með 10, 30 eða 90 filmuhúðuðum töflum, en ekki er víst að þær fáist í viðkomandi landi.

Auk þess fást Imatinib Accord 400 mg töflur í rifgötuðum stakskammta þynnupakkningum (PVC/PVdC/ál) með 30x1, 60x1 eða 90x1 filmuhúðuðum töflum.

Markaðsleyfishafi

Accord Healthcare Limited

Sage House, 319 Pinner Road

North Harrow,

Middlesex, HA1 4HF

Bretland

Framleiðandi

Accord Healthcare Limited

Sage House, 319 Pinner Road

North Harrow,

Middlesex, HA1 4HF

Bretland

eða

Pharmacare Premium Ltd

HHF 003, Hal Far Industrial Estet, Birzebbugia, BBG 3000, Malta

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf