Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Increlex (mecasermin) – Samantekt á eiginleikum lyfs - H01AC03

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsIncrelex
ATC-kóðiH01AC03
Efnimecasermin
FramleiðandiIpsen Pharma

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFSINS

INCRELEX 10 mg/ml stungulyf, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

Hver ml inniheldur 10 mg af mecasermini*.

Hvert hettuglas inniheldur 40 mg af mecasermini*.

*Mecasermin er raðbrigða DNA mannainsúlín-líkur vaxtarþáttur-1 (IGF-1) framleiddur í Escherichia coli.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Einn ml inniheldur 9 mg af benzýl alkóhóli.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn.

Vatnskennd, tær og litlaus lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Til langtímameðferðar við vaxtartruflunum hjá börnum og unglingum frá 2 til 18 ára með alvarlegan skort á insúlín-líkum vaxtarþætti-1 (Primary IGFD).

Alvarlegur skortur insúlín-líkra vaxtarþátta er skilgreindur þannig:

staðalfráviksskor hæðar –3,0 og

grunngildi insúlín-líkra vaxtarþátta-1 (IGF-1) neðan við 2,5 hundraðsmörk miðað við aldur og kyn og

nægjanlegt vaxtarhormón.

Útilokun afleidds afbrigðis IGF-1 skorts, svo sem vannæring, skjaldkirtilsvanvirkni eða langvinn meðferð með lyfjafræðilegum skömmtum bólgueyðandi steralyfja.

Alvarlegur skortur á insúlín-líkum vaxtarþætti á einnig við um sjúklinga með stökkbreytingar í vaxtarhormóna-viðtaka (GHR), efnaferli eftir GHR og IGF-1 genagalla. Þeir eru ekki með skort á vaxtarhormónum og því er ekki við því að búast að þeir svari útlægri vaxtarhormónameðferð nægilega vel. Í sumum tilvikum, þegar það er talið nauðsynlegt, gæti læknirinn ákveðið að styrkja greininguna með IGF-1 myndunarprófi.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Læknar sem reynslu hafa af greiningu og meðferð sjúklinga með vaxtartruflanir ættu að stjórna meðferð með mecasermini.

Skammtar

Skammta skal ákveða fyrir hvern einstakan sjúkling. Ráðlagður upphafsskammtur af mecasermini er 0,04 mg/kg líkamsþyngdar tvisvar á dag með inndælingu undir húð. Ef ekki koma fram verulegar aukaverkanir í að lágmarki eina viku má auka skammtinn smám saman um 0,04 mg/kg þar til hámarksskammtinum 0,12 mg/kg tvisvar á dag er náð. Engar rannsóknir liggja fyrir um skammta stærri en 0,12 mg/kg tvisvar á dag hjá börnum með alvarlegan skort á insúlín-líkum vaxtarþætti.

Ef sjúklingurinn þolir ekki ráðlagðan skammt, má íhuga meðferð með lægri skammti. Árangur meðferðar skal metinn út frá vaxtarhraða. Lægsti skammtur sem gefið hefur talsverða vaxtarörvun einstaklings er 0,04 mg/kg tvisvar á dag.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun mecasermins hjá börnum yngri en 2 ára (sjá kafla 5.1). Engar upplýsingar liggja fyrir.

Því er notkun lyfsins ekki ráðlögð hjá börnum yngri en 2 ára.

Sérstakir sjúklingahópar

Skert lifrarstarfsemi

Takmörkuð gögn liggja fyrir um lyfjahvörf mecasermins hjá börnum sem eru með skerta lifrarstarfsemi, í þessum ákveðna hópi með alvarlegan skort á insúlín-líkum vaxtarþætti-1. Ráðlagt er að skammtastærð sé ákvörðuð fyrir hvern sjúkling eins og lýst er í kaflanum „Skammtar“.

Skert nýrnastarfsemi

Takmörkuð gögn liggja fyrir um lyfjahvörf mecasermins hjá börnum sem eru með skerta nýrnastarfsemi, í þessum ákveðna hópi með alvarlegan skort á insúlín-líkum vaxtarþætti-1. Ráðlagt er að skammtastærð sé ákvörðuð fyrir hvern sjúkling eins og lýst er í kaflanum „Skammtar“.

Lyfjagjöf

Gefa skal INCRELEX með inndælingu undir húð stuttu fyrir eða eftir máltíð eða snarl. Ef vart verður við blóðsykurslækkun við ráðlagðar skammtastærðir þrátt fyrir viðeigandi inntöku matar, skal minnka skammtinn. Ef sjúklingur getur af einhverri ástæðu ekki borðað, á ekki að gefa lyfið. Aldrei skal auka skammt af mecasermini til að bæta upp fyrir einn eða fleiri skammta sem hafa gleymst.

Skipta skal um stungustað við hverja inndælingu.

Ekki má gefa INCRELEX í bláæð.

Varúðarráðstafanir sem þarf að gera áður en lyfið er meðhöndlað eða gefið

Lausnin á að vera tær strax eftir að hún er tekin úr kæli. Ef lausnin er skýjuð eða inniheldur agnir má ekki nota hana til inndælingar.

INCRELEX skal gefa með smitsæfðum einnota sprautum og nálum. Sprauturnar ættu að vera hannaðar fyrir lítið magn til að hægt sé að taka í þær fyrirlagðan skammt úr hettuglasinu með nokkurri nákvæmni.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Staðfest eða grunur um æxlismyndun. Hætta skal meðferð ef vart verður við æxlismyndun.

Þar sem INCRELEX inniheldur benzýl alkóhól má ekki gefa það fyrirburum eða nýburum.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Meðhöndla skal næringarskort eða skjaldkirtilsvanvirkni áður en meðferð með mecasermini hefst.

Mecasermin kemur ekki í stað meðferðar með vaxtarhormónum.

Ekki má nota mecasermin til að örva vöxt hjá sjúklingum með lokaðar vaxtarlínur.

Gefa skal mecasermin stuttu fyrir eða eftir máltíð eða snarl vegna þess að það getur haft insúlín-lík blóðsykurslækkandi áhrif. Sérstaka aðgát skal hafa gagnvart ungum börnum, börnum sem hafa fengið blóðsykurslækkun og börnum sem nærast óreglulega. Sjúklingar skulu forðast of mikla áreynslu innan 2-3 klukkustunda eftir lyfjagjöf, einkum í upphafi meðferðar með mecasermini þar til fundinn er skammtur INCRELEX sem sjúklingurinn þolir vel. Ef einstaklingur með alvarlega blóðsykurslækkun er meðvitundarlaus eða getur ekki neytt fæðu á eðlilegan hátt, getur þurft að sprauta hann með glúkagoni. Þeir sem hafa áður fengið alvarlega blóðsykurslækkun ættu að vera með glúkagon tiltækt. Þegar lyfinu er ávísað í fyrsta sinn skal læknirinn upplýsa foreldra um merki, einkenni og meðferð við blóðsykurslækkun, þar með talið um inndælingu glúkagons.

Það getur þurft að minnka skammta insúlíns og/eða blóðsykurslækkandi lyfja hjá sjúklingum með sykursýki sem einnig er gefið þetta lyf.

Mælt er með því að gerð sé hjartaómskoðun hjá öllum sjúklingum áður en meðferð með mecasermini hefst. Sjúklingar sem eru að ljúka meðferð ættu einnig að fara í hjartaómskoðun. Fylgjast ætti reglulega með þeim sem eru með óeðlilegar niðurstöður úr hjartaómskoðun eða einkenni frá hjarta- og æðakerfi og gera hjartaómskoðanir.

Tilkynnt hefur verið um aukin vöxt eitlavefs (t.d. hálskirtlar) sem tengist aukaverkunum svo sem hrotum, kæfisvefni og langvinnri vökvasöfnun í miðeyra við notkun þessa lyfs. Sjúklingar ættu að fara reglulega í skoðun og ef vart verður við klínísk einkenni ætti að útiloka þessar mögulegu aukaverkanir eða hefja viðeigandi meðferð við þeim.

Tilkynnt hefur verið um innankúpuháþrýsting með doppubjúg, sjónbreytingum, höfuðverk, ógleði og/eða uppköstum hjá sjúklingum sem fengu mecasermin líkt og tilkynnt hefur verið um við meðferð með vaxtarhormónum. Einkenni um innankúpuháþrýsting hurfu eftir að lyfjagjöf var hætt. Mælt er með augnspeglun við upphaf meðferðar, reglulega á meðan á meðferð með mecasermini stendur og ef vart verður við klínísk einkenni.

Vart getur orðið við kastlos í lærleggshöfði (sem leitt getur til blóðþurrðardreps) og versnun hryggskekkju hjá sjúklingum sem stækka hratt. Fylgjast þarf með þessu og öðrum einkennum sem vitað er að tengjast almennt meðferð með vaxtahormónum á meðan á meðferð með mecasermini stendur. Meta skal alla sjúklinga sem verða haltir eða kvarta undan verkjum í mjöðm eða hné.

Eftir markaðssetningu hefur verið tilkynnt um tilfelli ofnæmis, ofsakláða, kláða og hörundsroða hjá sjúklingum sem hafa fengið INCRELEX. Þessi einkenni hafa bæði sést sem altæk einkenni og staðbundin á stungustað. Í fáum tilfellum hefur verið tilkynnt um einkenni sem benda til bráðaofnæmis sem hefur krafist sjúkrahúsinnlagnar. Upplýsa skal foreldra og sjúklinga um að slík viðbrögð geti komið fram og að ef altæk ofnæmisviðbrögð koma fram skuli hætta meðferð og leita læknis tafarlaust.

Endurmeta skal meðferðina ef sjúklingurinn sýnir engin viðbrögð eftir eitt ár.

Verið getur að einstaklingar sem fá ofnæmisviðbrögð við IGF-1 sprautu, ef þeir eru með óvenjulega há IFG-1-gildi eftir sprautun eða eru ekki með vaxtarsvörun. Í slíkum tilfellum skal fylgja leiðbeiningum um mótefnaprófun.

Hjálparefni

INCRELEX inniheldur 9 mg/ml af benzýl alkóhóli sem rotvarnarefni.

Benzýl alkóhól getur valdið eiturverkun og bráðaofnæmislíkum viðbrögðum hjá ungbörnum og börnum allt að 3 ára aldri.

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól af natríum (23 mg) í hverju hettuglasi, þ.e. er nánast natríumsnautt.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum.

Nauðsynlegt getur verið að minnka skammta insúlíns og/eða annarra blóðsykurslækkandi lyfja (sjá kafla 4.4).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri / Getnaðarvarnir karla og kvenna

Mælt er með því að tekið sé þungunarpróf til að staðfesta að ekki sé um þungun að ræða áður en meðferð með mecasermini hefst. Einnig er mælt með því að allar konur á barneignaraldri noti viðeigandi getnaðarvarnir meðan á meðferð stendur.

Meðganga

Litlar eða engar rannsóknaniðurstöður liggja fyrir um notkun mecasermins á meðgöngu.

Ekki liggja fyrir fullnægjandi niðurstöður úr dýrarannsóknum um eituráhrif lyfsins á æxlun (sjá kafla 5.3). Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt.

Ekki á að nota lyfið á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til.

Brjóstagjöf

Ekki er mælt með því að hafa barn á brjósti meðan á meðferð með INCRELEX stendur, þar sem ófullnægjandi upplýsingar liggja fyrir um hvort mecasermin skilst út í brjóstamjólk.

Frjósemi

Í rannsókn á vanskapandi áhrifum mecasermins hjá rottum sáust engin áhrif á fóstur við skammta allt að 16 mg/kg (20 sinnum ráðlagður hámarksskammtur fyrir menn, miðað við líkamsyfirborð) og í rannsókn á vanskapandi áhrifum hjá kanínum sáust engin áhrif á fóstur við skammta sem námu

0,5 mg/kg (2 sinnum ráðlagður hámarksskammtur fyrir menn, miðað við líkamsyfirborð). Mecasermin hefur engin áhrif á frjósemi hjá rottum við skammta í æð sem námu 0,25, 1 eða 4 mg/dag (allt að

4 sinnum klínísk útsetning við ráðlagðan hámarksskammt fyrir menn, miðað við AUC).

Áhrif mecasermins á ófædd börn hafa ekki verið rannsökuð. Því liggja ekki fyrir næg læknisfræðileg gögn til að ákvarða hvort lyfið valdi verulegri áhættu fyrir fóstur. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á notkun mecasermins hjá mæðrum sem hafa börn á brjósti. Ekki á að gefa þunguðum konum eða mæðrum með börn á brjósti INCRELEX. Allar konur á barneignaraldri sem fá INCRELEX þurfa að hafa sýnt fram á neikvætt þungunarpróf og nota fullnægjandi getnaðarvarnir.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Við blóðsykurfall getur INCRELEX haft mikil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Blóðsykurlækkun er mjög algeng aukaverkun.

4.8Aukaverkanir

Samantekt öryggisupplýsinga

Upplýsingar um aukaverkanir eru fengnar frá alls 413 sjúklingum með alvarlegan skort á insúlín- líkum vaxtarþætti, sem tóku þátt í klínískum rannsóknum. Gögnum var einnig safnað eftir markaðssetningu lyfsins.

Þær aukaverkanir sem oftast var tilkynnt um í klínískum rannsóknum voru höfuðverkur (44%) blóðsykurlækkun (28%), uppköst (26%), bólga (hypertrophy) á stungustað (17%) og miðeyrnabólga (17%).

Innankúpuháþrýstingur/aukinn þrýstingur innan höfuðkúpu kom fyrir hjá 4 sjúklingum (0,96%) í klínískum rannsóknum og kom fyrir hjá 7 – 9 ára gömlum sjúklingum sem ekki höfðu fengið meðferð áður.

Í klínískum rannsóknum á notkun lyfsins við öðrum ábendingum, sem þátt tóku í u.þ.b. 300 sjúklingar, var tilkynnt um staðbundin og/eða almenn ofnæmisviðbrögð hjá 8% sjúklinga. Einnig hefur verið tilkynnt um almenn ofnæmisviðbrögð við notkun lyfsins eftir markaðssetningu, sem í sumum tilvikum bentu til bráðaofnæmis. Staðbundin ofnæmisviðbrögð hafa einnig verið tilkynnt eftir markaðssetningu lyfsins.

Sumir sjúklingar geta myndað mótefni gegn mecasermini. Engin minnkun á vaxtarhraða sást sem afleiðing þessarar mótefnamyndunar.

Tafla yfir aukaverkanir

Tafla 1 sýnir mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10) og sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til

< 1/100) aukaverkanir sem fram komu við klínískar rannsóknir. Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanir taldar upp fyrst. Aðrar aukaverkanir hafa komið fram eftir markaðssetningu INCRELEX. Þar sem þær aukaverkanir eru tilkynntar eftir notkun hjá sjúklingahópi af óþekktri stærð er ekki unnt að áætla tíðni þeirra með öryggi (tíðni ekki þekkt).

Tafla 1: Aukaverkanir

Flokkun eftir líffærum

Aukaverkanir í klínískum

Aukaverkanir sem sést hafa

rannsóknum

eftir markaðssetningu lyfsins

 

Blóð og eitlar

Algengar: Stækkun hóstarkirtils

 

Ónæmiskerfi

 

Tíðni ekki þekkt: Almenn

 

 

ofnæmisviðbrögð

 

 

(bráðaofnæmi, almennur

 

 

ofsakláði, ofsabjúgur, mæði),

 

 

staðbundin ofnæmisviðbrögð á

 

 

stungustað (kláði, ofsakláði)

Efnaskipti og næring

Mjög algengar:

 

 

Blóðsykurslækkun

 

 

Algengar: Krampi vegna

 

 

blóðsykurslækkunar,

 

 

blóðsykurshækkun,

 

Geðræn vandamál

Sjaldgæfar: Þunglyndi,

 

 

taugaveiklun

 

Taugakerfi

Mjög algengar: Höfuðverkur

 

 

Algengar: Krampar, sundl,

 

 

skjálfti

 

 

Sjaldgæfar: Góðkynja

 

 

innankúpuháþrýstingur

 

Augu

Algengar: Doppubjúgur

 

Eyru og völundarhús

Mjög algengar: Miðeyrnabólga

 

 

Algengar: Heyrnarskerðing,

 

 

eyrnaverkur, útferð úr miðeyra

 

Hjarta

Algengar: Hjartaniður (cardiac

 

 

murmur), hraðsláttur

 

 

Sjaldgæfar: Hjartastækkun,

 

 

þykknun slegla, míturlokuleki,

 

 

þrílokuleki

 

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Algengar: Kæfisvefnsheilkenni,

 

 

kokeitlastækkun, eitlastækkun í

 

 

hálsi, hrotur

 

Meltingarfæri

Mjög algengar: Uppköst, verkur

 

 

í efra kviðholi

 

 

Algengar: kviðverkur

 

Húð og undirhúð

Algengar: Þykknun húðar,

Tíðni ekki þekkt: Hárlos

 

óeðlileg áferð hárs

 

Stoðkerfi og stoðvefur

Mjög algengar: Liðverkir, verkur

 

 

í útlimum

 

 

Algengar: Hryggskekkja,

 

 

vöðvaverkir

 

Æxli, góðkynja og illkynja (einnig

Algengar: Sortufrumublettir

 

blöðrur og separ)

(melanocytic naevus)

 

Æxlunarfæri og brjóst

Algengar: Brjóstastækkun hjá

 

 

karlmönnum

 

Almennar aukaverkanir og

Mjög algengar: Bólga á

 

aukaverkanir á íkomustað

stungustað, mar á stungustað

 

 

Algengar: Verkur á stungustað,

 

 

viðbrögð á stungustað, margúll á

 

 

stungustað, hörundsroði á

 

 

stungustað, herslismyndun á

 

 

stungustað, blæðing á

 

 

stungustað, erting á stungustað

 

 

Sjaldgæfar: Útbrot á stungustað,

 

 

þroti á stungustað, fitusöfnun

 

Rannsóknaniðurstöður

Sjaldgæfar: Þyngdaraukning

 

Skurðaðgerðir og aðrar aðgerðir

Algengar: Rör sett í eyra

 

Lýsingar valinna aukaverkana

 

 

Almennt/staðbundið ofnæmi

Klínísk rannsókn

Í klínískum rannsóknum á notkun lyfsins við öðrum ábendingum (sem þátt tóku í u.þ.b.

300 sjúklingar) var tilkynnt um staðbundin og/eða almenn ofnæmisviðbrögð hjá 8% sjúklinga. Öll tilfellin voru væg eða miðlungi alvarleg, en engin alvarleg.

Tilkynningar eftir markaðssetningu lyfsins

Meðal einkenna almenns ofnæmis voru bráðaofnæmi, almennur ofsakláði, ofsabjúgur og mæði. Einkenni þeirra tilfella sem bentu til bráðaofnæmis voru m.a. ofsakláði, ofsabjúgur og mæði. Sumir sjúklingar þurftu að leggjast inn á sjúkrahús. Einkenni komu ekki aftur fram hjá öllum sjúklingum þegar lyfið var gefið á ný. Einng var tilkynnt um staðbundin ofnæmisviðbrögð á stungustað, yfirleitt kláða og ofsakláða.

Blóðsykurlækkun

Meðal 115 þátttakenda (28%) sem fengu blóðsykurlækkun einu sinni eða oftar voru 6 sjúklingar sem fengu krampa vegna blóðsykurlækkunar einu sinni eða oftar. Yfirleitt var komið í veg fyrir einkenni blóðsykurlækkunar með máltíð eða snarli annaðhvort stuttu fyrir eða eftir gjöf INCRELEX.

Bólga á stungustað

Þessi aukaverkun kom fram hjá 71 þátttakanda (17%) í klínískum rannsóknum og var yfirleitt talin tengjast því að þess var ekki gætt nægilega að skipta um stungustað. Þegar stungustöðum var nægilega dreift hvarf aukaverkunin.

Eitlastækkun í hálsi

Þessi aukaverkun kom fram hjá 38 þátttakendum (9%), einkum á fyrstu 1-2 árum meðferðar, en eftir það dró úr eitlastækkuninni.

Hrotur

Einkum varð vart við hrotur í upphafi fyrsta meðferðarárs, og var tilkynnt um þær hjá 30 þátttakendum (7%).

Innankúpuháþrýstingur/aukinn þrýstingur innan höfuðkúpu

Þessi aukaverkun kom fram hjá 4 þátttakendum (0,96%); hjá tveimur þátttakendum var meðferð með INCRELEX hætt og ekki hafin aftur; hjá tveimur þátttakendum kom aukaverkunin ekki fram aftur þegar meðferð með INCRELEX var haldið áfram með minni skömmtum. Allir 4 sjúklingarnir náðu sér án eftirkasta.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Alvarleg ofskömmtun getur valdið blóðsykurslækkun. Ofskömmtun í langan tíma getur valdið einkennum um risavöxt.

Meðferð við alvarlegri ofskömmtun mecasermins ætti að beinast að því að minnka blóðsykurslækkandi áhrif. Neyta skal matar eða taka inn glúkósa. Ef ofskömmtunin veldur meðvitundarmissi getur þurft að gefa glúkósa í æð eða glúkagon framhjá meltingarvegi til að snúa við áhrifum blóðsykurslækkunar.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Hormónar framhluta heiladinguls og hliðstæður, sómatrópín og sómatrópínvirk lyf, ATC flokkur: H01AC03

Mecasermin er mannainsúlín-líkur vaxtarþáttur-1 (rhIGF-1) sem framleiddur er með DNA raðbrigðatækni. IGF-1 samanstendur af 70 amínósýrum í einfaldri keðju með þremur dísúlfíð-brúm í sameindum og sameindamassa sem er 7649 dalton. Amínósýruröð lyfsins er sú sama og í innlægu manna IGF-1. rhIGF-1 próteinið myndast í gerlum (E. coli) sem hefur verið breytt með því að bæta við geni fyrir manna IGF-1.

Verkunarháttur

Insúlín-líkur vaxtarþáttur-1 (IGF-1) er aðal hormónamiðlari líkamsvaxtar. Við eðlilegar aðstæður binst vaxtarhormón við viðtaka í lifur og öðrum vefjum og líkir eftir myndun/seytingu IGF-1. IGF-1 virkjar tegund 1 IGF-1 viðtaka í vefjum sem er eins og insúlínviðtakinn en það myndar boð í frumum sem örva margskonar ferli sem stuðla að líkamsvexti. Áhrif IGF-1 á efnaskipti beinast að hluta að því að örva upptöku glúkósa, fitusýra og amínósýra þannig að efnaskiptin stuðli að vexti vefja.

Lyfhrif

Sýnt hefur verið fram á eftirfarandi áhrif innræns IGF-1 í mönnum:

Vöxtur vefja

Vöxtur beinagrindar á sér stað í vaxtarlínu við enda beins í vexti. Vaxtarhormón og IGF-1 örva með beinum hætti vöxt og efnaskipti frumna í vaxtarlínu.

Líffæravöxtur: Hjá rottum með skort á IGF-1 sem fengu meðferð með rhIGF-1 óx allur líkaminn og líffæri.

Frumuvöxtur: IGF-1 viðtakar eru til staðar á flestum gerðum frumna og vefja. IGF-1 veldur frumuskiptingu sem veldur auknum fjölda frumna í líkamanum.

Efnaskipti kolvetna

IGF-1 bælir framleiðslu glúkósa í lifur, örvar notkun glúkósa og getur dregið úr glúkósa í blóði og valdið blóðsykurslækkun.

IGF-1 hefur hamlandi áhrif á seytingu insúlíns.

Efnaskipti beina/steinefna

IGF-1 í blóði gegnir mikilvægu hlutverki við myndun og viðhald beinmassa. IGF-1 eykur beinþéttni.

Verkun og öryggi

Fimm klínískar rannsóknir (4 opnar og 1 tvíblind með lyfleysu) voru gerðar með INCRELEX.

92 börnum með alvarlegan skort á insúlín-líkum vaxtarþætti var gefið mecasermin undir húð, yfirleitt 60 til 120 g/kg tvisvar á dag. Sjúklingar sem valdir voru til þátttöku voru afar lágvaxnir, með hægan vöxt, lágt IGF-1 innihald í blóði og eðlilega seytingu vaxtarhormóns. Áttatíu og þrír (83) af

92 sjúklingum höfðu ekki áður fengið INCRELEX við upphaf rannsóknarinnar og 81 sjúklingur lauk a.m.k. einu ári meðferðar með INCRELEX. Einkenni í upphafi, hjá þeim 81 sjúklingum úr öllum rannsóknunum sem metnir voru við fyrstu og aðra greiningu á virkni, voru (meðaltal ± staðalfrávik): raunaldur (ár): 6,8 3,8, aldursbil (ár): 1,7 til 17,5; hæð (cm): 84,1 15,8, staðalfráviksskor hæðar: - 6,9 1,8, vaxtarhraði (cm/ár): 2,6 1,7, staðalfráviksskor vaxtarhraða: -3,4 1,6, IGF-1 (ng/ml): 24,527,9, staðalfráviksskor IGF-1: -4,2 2,0 og beinaldur (ár): 3,8 2,8. Af þeim voru 72 (89%) með svipgerð sem minnti á Laron-heilkenni, 7 (9%) skorti gen fyrir vaxtarhormónum, 1 (1%) var með mótefni gegn vaxtarhormónum og 1 (1%) var með einangraðan arfgengan skort á vaxtarhormónum. Fjörutíu og sex (57%) þátttakenda voru karlar, 66 (81%) voru af hvítum kynstofni. Sjötíu og fjórir (91%) þátttakenda voru ekki kynþroska við upphaf rannsóknar.

Í töflu 2 eru sýndar árlegar niðurstöður vaxtarhraða, staðalfráviksskors vaxtarhraða og staðalfráviksskors hæðar fram að 8. aldursári. Til voru gögn um vaxtarhraða 75 þátttakenda fyrir meðferð. Með pöruðum prófunum t-gildis var vaxtarhraði tiltekins meðferðarárs borinn saman við vaxtarhraða áður en meðferð hófst fyrir þá þátttakendur sem luku meðferð það ár. Vaxtarhraði á árum 2 til og með 8 var tölfræðilega meiri en fyrir meðferð. Fyrir þann 21 sjúkling sem ekki hafði fengið meðferð áður og var nálægt fullorðinshæð var meðaltal (±SD) á mismun milli mældrar aukningar á hæð og hæðar sem búast mátti við með Laron u.þ.b. 13 cm (±8 cm) eftir að meðaltali 11 ára meðferð.

Tafla 2: Árlegur árangur vaxtar eftir fjölda meðferðarára með INCRELEX

 

Fyrir

1. ár

2. ár

3. ár

4. ár

5. ár

6. ár

7. ár

8. ár

 

meðferð

 

 

 

 

 

 

 

 

Vaxtarhraði (cm/ár)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

N

Meðaltal (st.fráv.)

2,6 (1,7)

8,0

5,9

5,5

5,2

4,9

4,8

4,3

4,4(1,5)

 

 

(2,3)

(1,7)

(1,8)

(1,5)

(1,5)

(1,4)

(1,5)

 

Meðaltal (st.fráv.) frá

 

+5,4

+3,20

+2,8

+2,5

+2,1

+1,9

+1,4

+1,3

því f. meðf.

 

(2,6)

(2,6)

(2,4)

(2,5)

(2,1)

(2,1)

(2,2)

(2,8)

P-gildi breytingar frá

 

<0,0001

<0,0001

<0,0001

<0,0001

<0,0001

<0,0001

0,0042

0,0486

því f. meðf. [1]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

St.fráv.skor

 

 

 

 

 

 

 

 

 

vaxtarhraða

 

 

 

 

 

 

 

 

 

N

Meðaltal (st.fráv.)

-3,4 (1,6)

1,7

-0,0

-0,1

-0,2

-0,3

-0,2

-0,5

-0,2

 

 

(2,8)

(1,7)

(1,9)

(1,9)

(1,7)

(1,6)

(1,7)

(1,6)

Meðaltal (st.fráv.) frá

 

+5,2

+3,4

+3,3

+3,2

+3,2

+3,3

+3,0

+3,3

því f. meðf.

 

(2,9)

(2,4)

(2,3)

(2,1)

(2,1)

(2,0)

(2,1)

(2,7)

P-gildi breytingar frá

 

<0,0001

<0,0001

<0,0001

<0,0001

<0,0001

<0,0001

<0,0001

0,0003

því f. meðf. [1]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

St.fráv.skor hæðar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

N

Meðaltal (st.fráv.)

-6,9 (1,8)

-6,1

-5,6

-5,3

-5,1

-5,0

-4,9

-4,9

-5,1

 

 

(1,8)

(1,7)

(1,7)

(1,7)

(1,7)

(1,6)

(1,7)

(1,7)

Meðaltal (st.fráv.) frá

 

+0,8

+1,2

+1,4

+1,6

+1,7

+1,8

+1,7

+1,7

því f. meðf.

 

(0,6)

(0,9)

(1,1)

(1,2)

(1,3)

(1,1)

(1,0)

(1,0)

P-gildi breytingar frá

 

<0,0001

<0,0001

<0,0001

<0,0001

<0,0001

<0,0001

0,0001

<0,0001

því f. meðf. [1]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

f. meðf. = fyrir meðferð; st.fráv. = staðalfrávik; st.fráv.skor = staðalfráviksskor

[1] P-gildi til samanburðar miðað við gildi fyrir meðferð voru notuð í pöruðum prófunum t-gilda.

Fyrir sjúklinga þar sem beinaldur var tiltækur í a.m.k 6 ár eftir upphaf meðferðar var meðalaukning á beinaldri sambærileg við meðalaukningu á lífaldri; hjá þessum sjúklingum virtist ekki vera um klínískt marktækan ávinning að ræða í beinaldri miðað við lífaldur.

Virkni er háð skammtastærð. Besta vaxtarsvörunin tengdist skömmtum sem námu 120 μg/kg undir húð tvisvar á dag.

Meðal allra sjúklinga þar sem mat var lagt á öryggi (n=92) tilkynntu 83% um a.m.k. eina aukaverkun meðan á rannsóknunum stóð. Engin dauðsföll urðu í rannsóknunum. Enginn þátttakandi hætti þátttöku í rannsóknunum vegna aukaverkana.

Blóðsykurlækkun var sú aukaverkun sem oftast var tilkynnt um og gæta þarf nægilega að máltíðum miðað við skömmtun.

Þetta lyf hefur fengið markaðsleyfi samkvæmt ferli um „undantekningartilvik“.

Það þýðir að vegna þess hve sjaldgæfur sjúkdómurinn er hefur ekki reynst mögulegt að afla allra tilskilinna upplýsinga um lyfið.

Lyfjastofnun Evrópu metur árlega allar nýjar upplýsingar sem hugsanlega koma fram og uppfærir samantekt um eiginleika lyfsins eftir því sem þörf krefur.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Hreint líffræðilegt aðgengi mecasermins undir húð hjá sjúklingum með alvarlegan skort á insúlín- líkum vaxtarþætti hefur ekki verið staðfest. Líffræðilegt aðgengi mecasermins eftir lyfjagjöf undir húð hjá heilbrigðum einstaklingum er staðfest um 100%.

Dreifing

IGF-1 binst sex IGF bindipróteinum (IGFBPs) í blóði þar sem ~80% bindast í sameind með IGFBP-3 og sýruviðkvæmri undireiningu. IGF bindiprótein-3 lækkar hjá sjúklingum með alvarlegan skort á insúlín-líkum vaxtarþætti en það veldur aukinni úthreinsun IGF-1 hjá þessum sjúklingum miðað við heilbrigða einstaklinga. Hjá 12 þátttakendum með alvarlegan skort á insúlín-líkum vaxtarþætti var heildardreifingarrúmmál IGF-1 (meðaltal ± staðalafrávik) eftir lyfjagjöf með INCRELEX undir húð metið 0,257 (± 0,073) l/kg við 0,045 mg/kg skammt af mecasermini og er talið aukast eftir því sem skammtur mecasermins eykst. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um styrk óbundins IGF-1 eftir lyfjagjöf með INCRELEX.

Umbrot

Sýnt hefur verið fram á að IGF-1 umbrotnar bæði í lifur og nýrum.

Brotthvarf

Hjá þremur börnum með alvarlegan skort á insúlín-líkum vaxtarþætti var lokahelmingunartími alls IGF-1 eftir eina lyfjagjöf undir húð með 0,12 mg/kg að meðaltali metinn 5,8 klukkustundir. Úthreinsun alls IGF-1 er í öfugu hlutfalli við styrk IGF bindandi próteina í blóði og heildarúthreinsun (CL/F) er talin vera 0,04 l/klst./kg við 3 mg/l af IGFBP-3 hjá 12 þátttakendum.

Sérstakir hópar

Aldraðir

Lyfjahvörf INCRELEX hjá sjúklingum eldri en 65 ára hafa ekki verið rannsökuð.

Börn

Lyfjahvörf INCRELEX hjá sjúklingum yngri en 12 ára hafa ekki verið rannsökuð.

Kyn

Hjá unglingum með skort á insúlín-líkum vaxtarþætti-1 og hjá fullorðnum var enginn sjáanlegur munur á lyfjahvörfum INCRELEX eftir kyni.

Kynþáttur

Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar.

Skert nýrnastarfsemi

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir hjá börnum með skerta nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á áhrifum skertrar lifrarstarfsemi á lyfjahvörf mecasermins.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta eða krabbameinsvaldandi áhrifum.

Aukaverkanir sem ekki komu fram í klínískum rannsóknum en sáust hjá dýrum við skömmtun sem er svipuð meðferðarskömmtun og skipta hugsanlega máli við klíníska notkun, voru sem hér segir:

Eiturhrif á æxlun

Eiturhrif á æxlun voru rannsökuð hjá rottum og kanínum eftir lyfjagjöf í æð en ekki undir húð (venjuleg klínísk lyfjagjöf). Þessar rannsóknir benda ekki til beinna eða óbeinna skaðlegra áhrifa með

tilliti til frjósemi og meðgöngu en vegna ólíkra íkomuleiða er ekki ljóst hversu marktækar niðurstöðurnar eru. Flutningur mecasermins yfir fylgju var ekki rannsakaður.

Krabbameinsmyndun

Mecasermin var gefið Sprague Dawley rottum undir húð í skömmtum af 0, 0,25, 1, 4 og 10 mg/kg/dag í allt að 2 ár. Fram kom aukin tíðni vefjaaukningar í nýrilmerg og krómfíklaæxli hjá karlrottum við 1 mg/kg/dag skammta og stærri ( 1 faldur ráðlagður klínískur hámarksskammtur fyrir menn miðað við magn) og hjá kvenrottum við allar skammtastærðir ( 0,3 faldur ráðlagður klínískur hámarksskammtur fyrir menn miðað við magn).

Aukin tíðni sjálflæknandi þekjuæxlis í húð kom fram hjá karlrottum við skammtana 4 og 10 mg/kg/dag ( 4 faldir ráðlagðir klínískir hámarksskammtar fyrir menn miðað við magn). Fram kom aukin tíðni krabbameins í mjólkurkirtlum hjá bæði karl- og kvenrottum sem fengu 10 mg/kg/dag (7 faldir ráðlagðir klínískir hámarksskammtar fyrir menn miðað við magn). Í rannsóknum á krabbameinsmyndun kom fram hærri dánartíðni eftir blóðsykurslækkun af völdum IGF-1.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Benzýl alkóhól

Natríumklóríð

Pólýsorbat 20

Hrein ísediksýra

Natríum asetat

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

3 ár

Eftir opnun:

Efna- og eðlisfræðilegur stöðugleiki á meðan á notkun stendur hefur verið staðfestur í 30 daga við 2 C til 8 C.

Með tilliti til örverufræði má geyma lyfið eftir opnun að hámarki 30 daga við 2 C til 8 C.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C – 8°C).

Má ekki frjósa.

Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til að varnar gegn ljósi.

Geymsluskilyrði eftir að pakkning lyfsins hefur verið rofin, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

5 ml hettuglas (gler af gerð I) lokað með tappa (brómóbútýl/ísópren pólýmer) og innsigli (lakkað plast).

Hvert hettuglas inniheldur 4 ml af lausn.

Pakkning með 1 hettuglasi.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

INCRELEX er afhent sem fjölskammtalausn.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Ipsen Pharma

65, quai Georges Gorse 92100 Boulogne-Billancourt Frakkland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/07/402/001

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 03 Ágúst 2007

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 03 Ágúst 2012

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf