Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Incresync (alogliptin / pioglitazone) – Forsendur fyrir, eða takmarkanir á, afgreiðslu og notkun - A10BD09

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsIncresync
ATC-kóðiA10BD09
Efnialogliptin / pioglitazone
FramleiðandiTakeda Pharma A/S

A.FRAMLEIÐENDUR SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT

Heiti og heimilisfang framleiðenda sem eru ábyrgir fyrir lokasamþykkt

Takeda Ireland Ltd. Bray Business Park Kilruddery

Co Wicklow Írland

B.FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á, AFGREIÐSLU OG NOTKUN

Lyfið er lyfseðilsskylt.

C. AÐRAR FORSENDUR OG SKILYRÐI MARKAÐSLEYFIS

Samantektir um öryggi lyfsins (PSUR)

Skilyrði um hvernig leggja skal fram samantektir um öryggi lyfsins koma fram í lista yfir viðmiðunardagsetningar Evrópusambandsins (EURD lista) sem gerð er krafa um í grein 107c(7) í tilskipun 2001/83 og öllum síðari uppfærslum sem birtar eru í evrópsku lyfjavefgáttinni.

D. FORSENDUR EÐA TAKMARKANIR ER VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN VIÐ NOTKUN LYFSINS

Áætlun um áhættustjórnun

Markaðsleyfishafi skal sinna lyfjagátaraðgerðum sem krafist er, sem og öðrum ráðstöfunum eins og fram kemur í áætlun um áhættustjórnun í kafla 1.8.2 í markaðsleyfinu og öllum uppfærslum á áætlun um áhættustjórnun sem ákveðnar verða.

Leggja skal fram uppfærða áætlun um áhættustjórnun:

Að beiðni Lyfjastofnunar Evrópu.

Þegar áhættustjórnunarkerfinu er breytt, sérstaklega ef það gerist í kjölfar þess að nýjar upplýsingar berast sem geta leitt til mikilvægra breytinga á hlutfalli ávinnings/áhættu eða vegna þess að mikilvægur áfangi (tengdur lyfjagát eða lágmörkun áhættu) næst.

Viðbótaraðgerðir til að lágmarka áhættu

Markaðsleyfishafi skal útvega fræðslupakka fyrir alla lækna sem búist er við að muni ávísa/nota alógliptín/píóglítasón. Áður en leiðbeiningar um ávísun lyfsins eru gefnar út í hverju aðildarríki skal markaðsleyfishafi ná samkomulagi um innihald og útlit fræðsluefnisins ásamt samskiptaáætlun við þarlend, til þess bær yfirvöld.

Fræðslupakkanum er ætlað að auka vitund um mikilvæga þekktrar áhættu á krabbameini í þvagblöðru og hjartabilun og heildarráðleggingar sem ætlaðar eru til að hámarka ávinning miðað við áhættu hjá sjúklingi.

Pakkinn fyrir lækninn á að innihalda:

Samantekt á eiginleikum lyfs

Fylgiseðil

Leiðbeiningar um ávísun lyfsins

Íleiðbeiningum um ávísun lyfsins skal leggja áherslu á eftirfarandi:

Skilmerki um val sjúklinga þ.m.t. að ekki skal nota píóglítasón sem fyrstu meðferð og leggja áherslu á þörfina fyrir reglulega endurskoðun ávinnings af meðferðinni.

Áhættu á krabbameini í þvagblöðru og viðeigandi ráð til að lágmarka áhættuna.

Áhættu á hjartabilun og viðeigandi ráð til að lágmarka áhættuna.

Nota skal varlega hjá öldruðum í ljósi aldurstengdrar áhættu (einkum krabbamein í þvagblöðru, beinbrot og hjartabilun).

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf