Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Inductos (dibotermin alfa) – Samantekt á eiginleikum lyfs - M05BC01

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsInductos
ATC-kóðiM05BC01
Efnidibotermin alfa
FramleiðandiMedtronic BioPharma B.V.

1.HEITI LYFS

InductOs 1,5 mg/ml duft, leysir og netja fyrir vefjanetju

2.INNIHALDSLÝSING

Hvert hettuglas inniheldur 4 mg (4 mg pakkningar) eða 12 mg (12 mg pakkningar) af díbótermín alfa. Eftir blöndun, inniheldur InductOs 1,5 mg/ml díbótermín alfa.

Díbótermín alfa (raðbrigða mannaprótein Bone Morphogenetic Protein-2; rhBMP-2) er mannaprótein búið til úr raðbrigða frumum frá eggjastokkum kínverskra hamstra (CHO).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Duft, leysir og netja fyrir vefjanetju.

Duftið er hvítt. Leysirinn er tær litlaus vökvi. Netjan er hvít.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

InductOs er notað í samrunaaðgerðum á mjóhrygg (e. lumbar interbody spine fusion) á einu bili

(e. single level) í staðinn fyrir ígræðslu eigin beins hjá fullorðnum með hrörnunar brjóskdisks sjúkdóm (disc disease) sem hafa verið meðhöndlaðir án skurðaðgerðar vegna þessa í a.m.k. 6 mánuði.

InductOs er notað sem viðbótarmeðhöndlun við venjulega meðhöndlun á sköflungsbrotum hjá fullorðnum þar sem um er að ræða skurðaðgerð og ísetningu mergnagla sem ekki er borað fyrir.

Sjá kafla 5.1.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

InduductOs skal notað af skurðlæknum sem fengið hafa viðeigandi þjálfun við notkun lyfsins.

Skammtar

InductOs skal undirbúa nákvæmlega samkvæmt leiðbeiningum um undirbúning (sjá kafla 6.6).

Hæfilegt magn er ákvarðað samkvæmt því rúmmáli af bleyttri netju sem þörf er á fyrir fyrirhugaða skurðaðgerð.

Ef aðeins þarf að nota hluta af lyfinu í aðgerðinni skal klippa bleytta netjuna í hæfilega stærð og farga afganginum.

Skammtatafla fyrir InductOs 4 mg pakkningar

InductOs bleyttar

Flatarmál bleyttrar

Rúmmál

Styrkur

Skammtur af

netjur

netju

bleyttrar

bleyttrar netju

díbótermíni

(4 mg pakkningar)

 

netju

 

alfa

1 netja

2,5 cm x 5 cm

1,3 cm3

1,5 mg/cm3

2 mg

2 netjur

2 x (2,5 cm x 5 cm)

2,7 cm3

1,5 mg/cm3

4 mg

Skammtatafla fyrir InductOs 12 mg pakkningar

Hluti af InductOs

Flatarmál

Rúmmál

Styrkur

Skammtur af

bleyttri netju

bleyttrar netju

bleyttrar

bleyttrar netju

díbótermíni

(12 mg pakkningar)

 

netju

 

alfa

1/6 af netjunni

2,5 cm x 5 cm

1,3 cm3

1,5 mg/cm3

2 mg

1/3 af netjunni

2,5 cm x 10 cm

2,7 cm3

1,5 mg/cm3

4 mg

2/3 af netjunni

5 cm x 10 cm

5,3 cm3

1,5 mg/cm3

8 mg

Öll netjan

7,5 cm x 10 cm

8 cm3

1,5 mg/cm3

12 mg

Samrunaaðgerð á mjóhrygg

Það rúmmál af InductOs sem nota skal fer eftir holrými við hryggþófa (e. intervertebral disc space) og stærð, lögun og innra rúmmáli innleggsins sem notað er til samrunaaðgerðar á mjóhrygg (e. lumbar interbody fusion device). Gæta verður þess að þjappa netjunni ekki saman eða yfirfylla rúmmálið sem ætlað er fyrir nýmyndun beins (sjá kafla 4.4).

Að jafnaði eru 4 mg (2,7 cm3, af bleyttri netju) af InductOs notuð í holrými við hryggþófa. Hámarksskammtur er takmarkaður við 8 mg (5,3 cm3 af bleyttri netju) af InductOs í holrými við hryggþófa. InductOs verður að koma fyrir inni í innlegginu fyrir samrunaaðgerð á mjóhrygg eða í fremri hluta holrýmis við hryggþófa.

Skurðaðgerðir vegna bráðra sköflungsbrota

Það rúmmál af InductOs sem græða skal í ræðst af líffærafræðilegri gerð brotsins og hvernig hægt er að loka sárinu án þess að þjappa eða þrýsta á InductOs. Venjulega er innihald úr einni 12 mg pakkningu notað við meðferð á hverju broti. Hámarks skammtur takmarkast við 24 mg (2 heilar netjur úr 12 mg pakkningum).

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun InductOs hjá börnum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Lyfið er gefið með ísetningu í vef.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun lyfsins fyrir gjöf.

Ef ekki er farið eftir leiðbeiningunum um lyfjagjöf InductOs getur það dregið úr öryggi og verkun.

Töng skal notuð við meðhöndlun InductOs. Við meðhöndlun og ísetningu í vef skal lágmarka vökvatap frá netjunni. Kreistið ekki.

Samrunaaðgerð á mjóhrygg

Ekki má nota InductOs eitt sér fyrir þessa ábendingu, það skal nota með viðurkenndu (CE-merktu) innleggi fyrir samrunaaðgerð á mjóhrygg. Sýnt hefur verið fram á samrýmanleika með títani, pólýetereterketóni (PEEK) og ósamgena beini.

Aðgát skal viðhöfð og varast skal að yfirfylla samrunaaðgerðarinnleggið fyrir mjóhrygg og/eða fremri hluta holrýmisins við hryggþófann (sjá kafla 4.4).

Fyrir ísetningu í vef

4 mg pakkningar:

Netjunni hefur þegar verið skipt í 2 hluta sem hvor er 2,5 x 5 cm.

12 mg pakkningar:

Netjan er í 1 hluta sem er 7,5 x 10 cm. Klippa skal bleytta netjuna í 6 jafnstóra búta (um það bil 2,5 x 5 cm) til að auðvelda skammtaval. Klippa má bútana sem valdir hafa verið frekar niður eftir þörfum.

Fylla skal holrúm samrunaaðgerðarinnleggsins fyrir mjóhrygg varlega og lauslega með því rúmmáli af InductOs sem svarar til innra rúmmáls innleggsins.

Ísetning í vef

Samkvæmt viðteknum starfsvenjum skal fjarlægja hryggþófaefni og brjóskhluta endaplata hryggjarliða á þann hátt að skelbeinshluti endaplatanna sé varðveittur og stöðva skal blæðingu (sjá kafla 4.5).

Til leiðbeiningar við ísetningu á samrunaaðgerðarinnlegginu fyrir mjóhrygg (e. lumbar interbody fusion device), vinsamlegast kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar framleiðanda.

InductOs má ekki setja inn aftan við samrunaaðgerðarinnlegg fyrir mjóhrygg þar sem beinn aðgangur að mænugöngum og/eða taugarót(um) er hugsanlegur. Ef leki í mænugöng og taugarót er hugsanlegur, verður að endurskapa hindrun milli netjunnar og alls taugavefjar með því að nota, sem dæmi, staðbundið bein eða ósamgena græðling (sjá kafla 4.5).

Eftir ígræðslu

Eftir að InductOs og samrunaaðgerðarinnleggi fyrir mjóhrygg hefur verið komið fyrir, má ekki skola holrýmið við hryggþófann að innanverðu. Skola skal skurðsvæðið við holrýmið við hryggþófann að utanverðu eins og þörf krefur og skola skal út allt vökvatap frá bleyttu netjunni.

Ef skurðdren er nauðsynlegt, skal koma því fyrir fjarri ísetningarstaðnum eða enn frekar, einu lagi ofan við ísetningarstaðinn.

Bráðaaðgerð vegna sköflungsbrots

Fyrir ísetningu

Gera þarf að beinbrotinu og stöðva blæðingu áður en InductOs er komið fyrir.

InductOs skal brjóta saman eða klippa til í það magn sem þarf fyrir ísetningu.

Ísetning í vef

InductsOS er sett í vefinn þegar búið er að ganga frá broti og sári á hefðbundinn hátt (þ.e.a.s. þegar mjúkvefnum er lokað).

Að svo miklu leyti sem hægt er, á að þekja aðgengilegt yfirborð brotsins (brotlínur og skemmd) með InductsOs. InductOs skal komið fyrir þannig að það brúi brotsvæðið og hafi góða tengingu við aðal brothlutana nær- og fjærliggjandi.

InductOs má setja í holrúm (lauslega þjappað), brotið saman, upprúllað eða pakkað utan um, allt eftir því hvað rúmfræði brotsins krefst. InductOs veitir ekki aflfræðilegan (mechanical) stöðugleika og er ekki ætlað sem uppfylling þegar samþjöppunarkraftar eru til staðar.

Eftir ísetningu í vef

Ekki skola sárið eftir ísetningu InductOs.

Ef skurðdren er nauðsynlegt, skal koma því fyrir fjarri ísetningarstaðnum eða enn frekar, einu lagi ofan við ísetningarstaðinn.

Til að ná hámarks árangri, er mikilvægt að hylja InductOs alveg með mjúkvef eftir ísetningu.

4.3Frábendingar

Eftirgreind atriði eru frábendingar við notkun InductOs:

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverjum öðrum hjálparefnum lyfsins sem talin eru upp i kafla 6.1

Óþroskuð beinabygging

Illkynja sjúkdómar eða ef sjúklingur er í meðhöndlun vegna illkynja sjúkdóma.

Sýking á brotsvæði

Langvarandi þrýstings heilkenni (compartment syndrome) eða eftirstöðvar af þrýstings heilkenni í tauga-æðakerfi (neurovascular residue of compartment syndrome).

Beinbrot af völdum sjúkdóma eins og aflagandi beinbólgu (Pagets disease) eða meinvörp í beinum.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ef ekki er farið eftir leiðbeiningum um undirbúning í kafla 6.6 og leiðbeiningum um gjöf lyfsins í kafla 4.2, getur það dregið úr öryggi og verkun InductOs.

Skurðaðgerð á hálshrygg

Ekki hefur verið hægt að staðfesta öryggi og verkun InductOs við skurðaðgerð á hálshrygg og ekki ætti að nota InductOs við slíkar aðstæður. Tilkynnt hefur verið um staðbundinn bjúg, sem tengdur hefur verið notkun InductOs, hjá sjúklingum sem hafa undirgengist skurðaðgerð á hálshrygg.

Bjúgurinn kom seint fram og yfirleitt varð vart við hann í fyrstu vikunni eftir aðgerð. Bjúgur var í sumum tilfellum það alvarlegur að hann hafði áhrif á öndunarveg.

Illkynja mein

Ekki skal nota InductOs handa sjúklingum ef um er að ræða sögu eða klínískan grun um illkynja mein á notkunarstað (sjá kafla 4.3).

Beinmyndunarvilla

Notkun á InductOs getur leitt til beinmyndunarvillu (e. heterotopic ossification) á staðnum þar sem ísetningin fór fram og/eða í umlykjandi vefjum, sem getur leitt til vandamála.

Aukið uppsog úr beini

InductOs getur leitt til uppsogs úr nærliggjandi bjálkabeini (trabecular bone), metið út frá geislahleypni. Þar sem enn eru ekki til klínískar upplýsingar ætti þess vegna ekki að nota lyfið beint á bjálkabein, þar sem skammvinnt uppsog beins (transient bone resorption) getur aukið líkur á beinbroti (sjá kafla 4.8).

Vökvasöfnun

Tilkynnt hefur verið um vökvasöfnun (sýndarblöðrur, staðbundinn bjúg og vökva á ísetningarstað), stundum hjúpaða, sem leiddi í sumum tilfellum til taugaþrýstings og verkja í tengslum við notkun InductOs. Aðgerð (útsog og/eða brottnám með skurðaðgerð) getur verið nauðsynlegt ef einkenni eru viðvarandi (sjá kafla 4.8).

Ónæmissvörun

Bæði díbótermín alfa og nautgripakollagen af gerð I hafa valdið ónæmissvörun hjá sjúklingum.

Mótefni gegn díbótermín alfa: Í rannsóknum á samrunaaðgerðum á hrygg kom fram að 1,3% af sjúklingum sem fengu InductOs mynduðu mótefni gegn díbótermíni alfa, en 0,8% af sjúklingum sem fengu ígræðslu eigin beins. Í rannsóknum á brotum í löngum beinum kom fram að 6,3% sjúklinga sem fengu díbótermín alfa netju með nautgripakollageni af gerð I mynduðu mótefni gegn díbótermíni alfa, en 1,3% sjúklinga í samanburðarhópnum. Allir sjúklingar sem prófaðir voru fyrir hlutleysandi mótefnum gegn beinformvakapróteini-2 voru neikvæðir.

Mótefni gegn nautgripakollageni gerð I: Í rannsóknum á samrunaaðgerðum á hrygg kom fram að 13,5% sjúklinga sem fengu InductOs mynduðu mótefni gegn nautgripakollageni gerð I, en 14,3% sjúklinga sem fengu ígræðslu eigin beins. Í rannsóknum á brotum í löngum beinum kom fram að 13,0% sjúklinga sem fengu díbótermín alfa netju með nautgripakollageni af gerð I mynduðu mótefni gegn nautgripakollageni gerð I, en 5,3% samanburðarsjúklinga. Enginn sjúklinganna sem voru jákvæðir fyrir nautgripakollageni af gerð I hafði mótefni sem ollu víxlsvörun við mannakollageni af gerð I.

Þó engin tengsl við klínískar niðurstöður eða aukaverkanir hafi fengist í klínískum rannsóknum, er ekki hægt að útiloka hugsanlega myndun hlutleysandi mótefna eða ofnæmisviðbrögð. Möguleika á ónæmissvörun gegn lyfinu skal meta í tilvikum þar sem grunur leikur á ónæmistengdum aukaverkunum. Meta skal sérstaklega áhættu og ávinning hjá sjúklingum sem hafa áður fengið kollagen sprautu (sjá kafla 4.3). Ef engin reynsla er til staðar er ekki mælt með endurtekinni notkun InductOs.

Sérstakir sjúklingahópar

Öryggi og virkni af notkun InductOs hjá sjúklingum með þekkta sjálfsónæmissjúkdóma hefur ekki verið staðfest. Þessir sjálfsofnæmissjúkdómar eru iktsýki, rauðir úlfar (SLE), herslishúð (scleroderma), Sjögrens heilkenni og húðþroti/fjölvöðvaþroti (dermatomyositis/polymyositis).

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og virkni á InductOs hjá sjúklingum með beinefnaskipta sjúkdóma.

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á sjúklingum með skerta lifrar-, nýrna- eða hjartastarfsemi.

Hvað varðar þessa sérstöku sjúklingahópa, er lækninum ráðlagt að meta vandlega ávinning og áhættu hjá hverjum sjúklingi fyrir sig áður en InductOs er notað. Mælt er með nánu eftirliti með sjúklingi hvað varðar aukaverkanir og árangur af meðferð.

Hjálparefni

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum hámarksskammti (tveimur 12 mg pakkningum) þ.e.a.s. er nær laust við natríum.

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur fyrir notkun í samrunaaðgerðum á mjóhrygg

Öryggi og verkun InductOs hefur ekki verið staðfest í eftirfarandi tilfellum:

til notkunar með innleggi til samrunaaðgerða á hrygg úr öðrum efnum en títani, PEEK eða beini

til ísetningar annars staðar en í mjóhrygg

til nota með annarri skurðtækni en samrunaaðgerðum á mjóhrygg

Til að forðast ýkt lyfjafræðileg áhrif InductOs skal gæta varúðar og forðast að yfirfylla innleggið til samrunaaðgerðar á mjóhrygg og/eða fremri hluta holrýmisins við hryggþófann.

Beinmyndunarvilla

Beinmyndun utan holrýmisins við hryggþófann er ekki æskileg þar sem það getur haft skaðleg áhrif á nálægar taugar og æðar.

Í klínískum rannsóknum þegar hrörnunar brjóskdisks sjúkdómur var meðhöndlaður með samrunaaðgerð á aftanverðum mjóhrygg með díbótermíni alfa, kom beinmyndun á aftanverðum hrygg fram á sneiðmyndum. Í sumum tilfellum getur það leitt til þrýstings á taugar, sem hugsanlega krefst skurðaðgerðar (sjá kafla 4.8). Sem varúðarráðstöfun verður að endurskapa hindrun milli netjunnar og alls taugavefjar (sjá kafla 4.2).

Tilfærsla innleggs

Tilfærsla innleggs getur komið fram eftir notkun InductOs í samrunaaðgerðum á hrygg sem getur þurft að lagfæra með skurðaðgerð (sjá kafla 4.8).

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur sérstaklega fyrir notkun í bráðum sköflungsbrotum

InductOs er ætlað fyrir sjúklinga sem eftirfarandi á við:

viðunandi beinbrotssetning og stöðugleiki sem tryggir aflfræðilegan stöðugleika

viðunandi ástand tauga (t.d. án þrýstings heilkennis, lítil hætta á aflimun)

viðunandi blæðingarstöðvun (þ.e. tiltölulega þurr ísetningarstaður)

að ekki sé til staðar umfangsmikil viðgerð á löngu beini (large segmental defect repair of long bones) þar sem veruleg samþjöppun á mjúkvef getur orðið

Aðeins má setja vefjanetjuna á brotastað þar sem vel sést til og með ýtrustu gætni (sjá kafla 4.2).

Upplýsingar um verkun lyfsins í sköflungsbrotum liggja aðeins fyrir úr klínískum samanburðarrannsóknum þar sem opin sköflungsbeinbrot voru meðhöndluð með neglingu í beinmerg (intramedullary nail fixation) (sjá kafla 5.1). Í klínískri rannsókn þar sem merggöng voru boruð að barkbeini (reamed to cortical chatter), sást aukin tíðni sýkinga í þeim hópi sem fékk meðferð með InductOs í samanburði við þann hóp sem fékk hefðbundna meðferð (sjá kafla 4.8). Ekki er mælt með notkun InductOs þar sem opin sköflungsbrot eru meðhöndluð með ísetningu mergnagla sem borað hefur verið fyrir.

InductOs veitir ekki aflfræðilegan stöðugleika og ætti ekki að nota til að fylla upp í holrými þar sem samþjappandi þrýstings gætir. Meðhöndlun á brotum langra beina og mjúkvef á að vera á hefðbundinn hátt, þar með talið eftirlit með sýkingum.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Engar rannsóknir á milliverkunum hafa verið framkvæmdar.

Þar sem díbótermín alfa er prótein, sem ekki hefur fundist í blóðrás, er mjög ólíklegt að lyfhrifa milliverkanir komi fram við önnur lyf.

Í klínískum rannsóknum á meðferð bráðra sköflungsbrota fengu fleiri sjúklingar sem fengu InductOs og samtímis bólgueyðandi verkjalyf (NSAID) í 14 daga í röð vægar eða miðlungi miklar aukaverkanir í tengslum við að sárið gréri (t.d. vökvatæmingu úr sári), miðað við sjúklinga sem fengu eingöngu InductOs. Þó þetta hafi ekki dregið úr árangri er ekki hægt að útiloka milliverkun milli bólgueyðandi verkjalyfja og InductOs.

Samkvæmt upplýsingum úr klínískum samanburðarrannsóknum á meðferð bráðra sköflungsbrota varð ekki vart neinna augljósra aukaverkana við notkun á InductOs hjá sjúklingum á sterameðferð. Í forklínískum rannsóknum, dró samtímis notkun úr beingræðslu (bone repair) ( mælt í % á breytingum frá viðmiðun), en það breytti ekki virkni InductOs.

Í in vitro rannsókn var sýnt fram á að díbótermín alfa binst fíbrínbyggðum blóðstöðvandi efnum eða þéttiefnum. Ekki er mælt með notkun á þessum efnum í nálægð við InductOs, því það getur leitt til beinmyndunar á ísetningarstað fíbrínbyggðu blóðstöðvandi efnanna eða þéttiefnanna (sjá kafla 4.2).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun díbótermín alfa á meðgöngu.

Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3).

Þar sem áhætta fyrir fóstur í tengslum við hugsanlega myndun hlutleysandi mótefna gegn díbótermín alfa er óþekkt, skal ekki nota InductOs á meðgöngu eða hjá konum á barneignaraldri sem ekki nota getnaðarvörn (sjá kafla 4.4).

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort díbótermín alfa/umbrotsefni skiljast út í brjóstamjólk. Með hliðsjón af gerð lyfsins er ekki gert ráð fyrir altækri (systemic) útsetningu hjá brjóstmylkingum, þó er ekki hægt að útiloka hættu fyrir nýbura/ungbörn sem eru á brjósti.

Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða beita ekki meðferð með InductOs.

Frjósemi

Ekki varð vart við nein áhrif á frjósemi hjá dýrum í forklínískum rannsóknum. Ekki liggja fyrir neinar klínískar upplýsingar, hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

InductOs hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggisatriðum

Algengustu aukaverkanir InductOs við samrunaaðgerð á hrygg voru rótarkvillar og við brátt sköflungsbrot staðbundin sýking. Alvarlegasta aukaverkunin er staðbundinn bjúgur við skurðaðgerð á hálshrygg. Nýgengi aukaverkana með InductOs var óháð kyni, aldri eða kynþætti.

Tafla yfir aukaverkanir

Yfir 1.700 sjúklingar hafa fengið InductOs í klínískum rannsóknum. Í rannsóknum á brotum langra beina (long-bone fracture) fengu fleiri en 500 sjúklingar InductOs. Í rannsóknum á samrunaaðgerðum á mjóhrygg fengu yfir 600 sjúklingar InductOs. Sjúklingarnir sem eftir stóðu tóku þátt í rannsóknum á InductOs við ábendingum sem enn hafa ekki verið samþykktar innan ESB. Þessum gögnum fylgja upplýsingar um notkun InductOs hjá almenningi.

Tíðni aukaverkana hjá sjúklingum sem fengu meðferð með InductOs kemur fram á töflunni hér á eftir.

Tíðni er skilgreind sem mjög algengar (≥1/10) eða algengar (≥1/100 til <1/10). Engar aukaverkanir komu fram af tíðninni sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000) eða koma örsjaldan fyrir (<1/10.000).

Tíðni aukaverkana sem fram komu við notkun InductOs eftir markaðssetningu er ekki þekkt þar sem tilkynnt var um þær aukaverkanir hjá þýði af óljósri stærð.

Líffærakerfi

Tíðni

 

 

 

 

Mjög algengar

 

Algengar

Tíðni ekki þekkt

Almennar aukaverkanir

 

 

Tilfærsla innleggs¹*

 

 

 

 

og aukaverkanir á

 

Vökvauppsöfnun2*

 

íkomustað

 

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Beinmyndunarvilla1,3*

Beineyðing*

 

 

 

Aukið uppsog úr beini*

Taugakerfi

 

Rótarkvillar1,4

 

Sýkingar af völdum

Staðbundin sýking5*

 

 

sýkla og sníkjudýra

 

 

 

¹Kom fram við notkun við samrunaaðgerðir á mjóhrygg.

2Vökvauppsöfnun tekur til staðbundins bjúgs, sýndarblaðra og vökva á ísetningarstað. 3Beinmyndunarvilla tekur til útvaxtar úr beini (e. exostosis), beinmyndunar utan beinagrindar, beinmyndunarvillu í kjölfar aðgerðar, aukinnar beinmyndunar og kölkunar á ísetningarstað. 4Rótarkvillar taka til rótarbólgu, taugarótarbólgu í mjóhrygg, rótarverkja, rótarbólgu í spjaldhrygg, taugarótarbólgu og settaugarbólgu.

5 Kom fram við notkun í bráðum sköflungsbrotum *Frekari upplýsingar koma fram hér á eftir

Lýsing á völdum aukaverkunum

Nýmyndun beins og endurmyndun beins

Endurmyndun beins er einn lyfjafræðilegur verkunarháttur díbótermíns alfa (sjá kafla 5.1). Við þetta ferli koma bæði fram uppsog úr beini og myndun beins. Við sumar kringumstæður getur ýking þessara ferla leitt til fylgikvilla á við taugaþrýsting (vegna beinmyndunarvillu) eða tilfærslu innleggs (ásamt enduruppsogi beins eða beineyðingu).

Við tveggja ára eftirfylgni í klínískum rannsóknum á samrunaaðgerðum á mjóhrygg með baklægri aðferð, kom beinmyndunarvilla oftar fram á röntgenmyndum hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með InductOs samanborið við samgena græðling (sjá kafla 4.4). Þessar röntgenniðurstöður kunna að vera einkennalausar eða með einkennum.

Vökvasöfnun

Vegna æðamyndandi virkni InductOs getur orðið vart við vökvasöfnun (sýndarblöðrur, staðbundinn bjúgur, vökvi á ígræðslustað), stundum í lokuðu rými og getur stundum valdið taugaþrýstingi og/eða sársauka.

Staðbundinn bjúgur var algengur þegar InductOs var notað við samrunaaðgerðir á hálshrygg. Bjúgur kom seint fram og var í sumum tilfellum nægilega alvarlegur til að valda þrengingu í öndunarvegi (sjá kafla 4.4).

Staðbundin sýking

Staðbundin sýking í tengslum við brotinn útlim var mjög algeng (≥1/10) hjá sjúklingum í klínískri rannsókn þar sem merggöng voru boruð að barkbeini. Aukin tíðni sýkinga kom fram hjá hópnum sem var meðhöndlaður með InductOs samanborið við samanburðarhóp sem fékk staðlaða umönnun (19% samanborið við 9%, í þessari röð; sjá kafla 4.4). Við notkun þar sem ekki var borað fyrir nöglunum var áætluð tíðni sýkinga svipuð hjá meðferðarhópum rannsóknarinnar (21% samanborið við 23%, í þessari röð).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Í tilfelli ofskömmtunar (þ.e. sjúklingur fær meiri styrk eða magn af díbótermíni alfa en mælt er með), skal stuðningsmeðferð beitt.

Notkun á InductOS, hjá sjúklingum sem gangast undir skurðaðgerð á hálshrygg, í minna eða svipuðu magni og mælt er fyrir um í kafla 4.2 fyrir samrunaaðgerðir á mjóhrygg, hefur verið tengd tilkynningum um staðbundinn bjúg sem er nægilega alvarlegur til að valda þrengingu í öndunarvegi (sjá kafla 4.4).

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf við sjúkdómum í beinum, prótein til beinmyndunar, ATC flokkur: M05BC01

Díbótermín alfa er beinvaxtarörvandi prótein sem örvar vöxt nýs beinvefjar á ísetningarstað. Díbótermín alfa binst viðtökum á yfirborði bandvefsfrumna og veldur því að frumurnar sérhæfast í brjósk og beinmyndunarfrumur. Sérhæfðu frumurnar mynda bjálkabein eftir því sem netjan (e. matrix) eyðist og um leið verður innvöxtur æða. Beinmyndunarferlið þróast utan frá ígræðslunni inn að miðju þar til bjálkabein hefur myndast og komið í stað InductOs ígræðslunnar.

Ísetning InductOs í bjálkabein leiðir til skammvinns uppsogs beinsins umhverfis vefjanetjuna, sem leiðir til að nýtt og þéttara bein kemur í staðinn. Endurmyndun beinsins umhverfis er í samræmi við þá lífaflfræðilegu krafta sem beinið er beitt. Geta InductOs til að styðja við endurmyndun beinsins kann að valda líffræðilegri og lífaflfræðilegri heildun (biomechanical integration) milli nýja beinsins sem InductOs örvaði vöxtinn á og beinsins umhverfis það. Mat á framkallaða beinvextinum út frá geislagreiningu, lífaflfræði og vefjafræði bendir til þess að það starfi líffræðilega og lífaflfræðilega eins og upprunalegt bein. Enn fremur hafa forklínískar rannsóknir bent til að brot í beini sem hefur verið örvað af InductOs grói af sjálfu sér á sama hátt og upprunalegt bein.

Forklínískar rannsóknir benda til þess að beinmyndunin sem InductOs kemur af stað sé ferli sem takmarkar sig sjálft og myndar bein með vel skilgreindu rúmtaki. Þessi takmörkun stafar líkast til af því að díbótermín alfa hverfur frá ígræðslustaðnum svo og vegna þess að BMP-blokkar eru til staðar í vefnum umhverfis. Auk þess benda nokkrar forklínískar rannsóknir til þess að til staðar sé neikvæð afturverkun (negative feedback mechanism) á sameindastigi sem takmarkar beinvaxtarörvun BMP.

Klínískar lyfjafræðirannsóknir sýna að grunnefnið (matrix) eitt og sér örvar ekki beinvöxt og er ekki til staðar í vefjasýnum sem tekin eru jafnvel svo snemma sem 16 vikum eftir ígræðslu.

Vefjafræðilegar niðurstöður úr dýrarannsóknum á samrunaaðgerðum á mjóhrygg þar sem aðgerðin var gerð framan frá eða aftan frá sýndu að díbótermín alfa sem notað var með títani, PEEK eða ósamgena beinígræðslu var líffræðilega samrýmanlegt og að tíðni samruna var stöðugt há, óháð því hvor skurðaðferðin var notuð og því hvers konar innlegg var notað og var bandvefsmyndun minni samanborið við ígræðslu eigin beins.

Klínískar lyfjafræðilegar rannsóknir sýna að netjan ein og sér hvetur ekki til beinmyndunar og er ekki lengur til staðar í vefjasýnum sem tekin eru svo fljótt sem 16 vikum eftir ísetningu.

Upplýsingar um lyfhrif sem eiga eingöngu við um rannsóknir á samrunaaðgerðum á mjóhrygg.

Sýnt var fram á öryggi og verkun InductOs í slembiraðari, fjölsetra, samanburðarrannsókn sem kanna átti jafngildi tveggja meðferða (non-inferiority study) þar sem 279 sjúklingar á aldrinum 19-78 ára undirgengust opna samrunaaðgerð á framanverðum mjóhrygg (open anterior lumbar interbody fusion procedure). Fyrir samrunaaðgerð á framanverðum mjóhrygg með InductOs höfðu sjúklingarnir verið meðhöndlaðir án aðgerðar í a.m.k. sex mánuði. Slembiröðun réði því hjá hvaða sjúklingum „titanium interbody fusion“ búnaðurinn var fylltur með InductOs og hjá hvaða sjúklingum hann var fylltur með beingræðlingi úr eigin vef teknum úr mjaðmarbeinskambi.

Tuttugu og fjórum mánuðum eftir aðgerðina, var sýnt fram á að InductOs var tölfræðilega ekki síðra en ígrætt eigið bein, þar sem tíðni vel heppnaðra samrunaaðgerða (success rate) sem ákvörðuð var með röntgenmyndatöku var 94,4% fyrir Induct Os á móti 88,9% fyrir ígrætt eigið bein (95% öryggisbil í báðar áttir fyrir mismuninn: -1,53; 12,46). Ef miðað var við sársauka og fötlun (Oswestry score), var tíðni vel heppnaðra aðgerða í hópnum sem fékk InductOs 72,9% á móti 72,5 í hópnum sem fékk ígrætt eigið bein (95% öryggisbil í báðar áttir fyrir mismuninn: -11,2; 12,0).

Eftirá (post-hoc) safngreining á 6 klínískum samanburðarrannsóknum með niðurstöðum frá sjúklingum sem fengu meðferð með InductOs eða ígrætt eigið bein, þar sem notaður var CE-merktur „interbody fusion“ búnaður eða ósamgena beinskífur (bone spacers) og ýmsar skurðaðferðir, sýndi fram á að 24 mánuðum eftir aðgerð tengdist InductOs hærra hlutfalli árangursríks samruna (95%, 241 af 255 sjúklingum), samanborið við ígræðslu eigin beins (85%, 177 af 209 sjúklingum), með líkindahlutfallið 3,26 (95% CI: 1,172, 9,075, P = 0,024). Áætlaður tölulegur mismunur í hlutfalli árangursríks samruna milli InductOs og ígræðslu eigin beins var 11,7% (95% CI: 0,8%, 22,5%, P = 0,035).

Í samantektargreiningu á öryggisupplýsingum úr 8 klínískum rannsóknum 24 mánuðum eftir aðgerð, var tíðni sjúklinga með aukalið (e. pseudarthrosis) u.þ.b. 2-falt lægri eftir meðferð með InductOs (4,8 %, 22 af 456 sjúklingum) samanborið við ígrætt eigið bein (12,7 %, 31 af 244 sjúklingum).

Upplýsingar um lyfhrif sem eiga eingöngu við um rannsóknir á bráðum sköflungsbrotum.

Sýnt var fram á virkni InducOs í fjölþjóðlegri, einblindri samanburðarrannsókn með slembiúrtaki á 450 sjúklingum (á aldrinum 18-87 ára; 81% karlar) með opin sköflungsbrot sem þurftu skurðaðgerð. Sjúklingar fengu (í hlutföllunum 1:1:1) staðlaða meðferð (viðmiðunar hópur) þar sem gengið er frá broti með mergnagla (IM/intramedullary nail fixation) og venjulega meðhöndlun mjúkvefs staðlaða meðferð ásamt InductOs 0,75 mg/ml eða staðlaða meðferð ásamt InductOs 1,5 mg/ml. Fylgst var með sjúklingum í eitt ár frá því að mjúkvef var lokað.

Í aðalrannsókninni sem tók til bráðra sköflungsbrota jók InductOs líkurnar á því að brotið gréri. InductOs 1,5 mg/ml minnkaði líkurnar á inngripi (secondary invention) um 44% borið saman við sjúklinga sem fengu venjulega meðferð (RR=0,56; 95% CI = 0,40-0,78). Þessar niðurstöður voru staðfestar af geislalæknum sem vissu ekki um hvaða meðferð hver sjúklingur fékk. Fjöldi endurtekinna inngripa var marktækt lægri hjá sjúklingum sem fengu InductOs meðferð, sérstaklega hvað varðar stærri aðgerðir svo sem beinígræðslu og skipti á nöglum (P=0,0326).

Hlutfall sjúklinga sem fengu bata var marktækt hærra hjá þeim sem meðhöndlaðir voru með InductOs 1,5 mg/ml, í öllum skoðunum 10 vikum - 12 mánuðum eftir aðgerð, sem bendir til hraðari lækningar beinbrota.

Óháð reykingasögu sjúklinga var útkoma sjúklinga sem fengu InductOs 1,5 mg/ml marktækt betri en þeim sem fengu venjulega meðferð.

Alvarleiki brota: Meðhöndlun með InductOs 1,5 mg/ml hafði marktæk áhrif í öllum gerðum beinbrota, þar með talið alvarleg Gustilo IIIB-brot (52% minnkun var á endurteknum inngripum miðað við venjuleg meðferð).

Hlutfall sjúklinga með gróin mjúkvefssár eftir meðhöndlun með InductOs 1,5 mg/ml var marktækt hærra en í samanburðarhópnum (83% á móti 65%; P= 0,0010) við eftirlit eftir 6 vikur. Hlutfall sjúklinga þar sem búnaður bilaði (læsiskrúfur bognuðu eða brotnuðu) var marktækt lægra hjá InductOs 1,5 mg/ml hópnum en samanburðarhópnum (11% á móti 22%; P=0,0174).

5.2Lyfjahvörf

InductOs er virkt á ígræðslustaðnum. Í tveimur könnunarrannsóknum, fyrir og eftir aðgerð, voru tekin sermisýni úr nokkrum sjúklingum með beinbrot langra beina. Díbótermín alfa var ekki mælanlegt í sermi.

Í dýrarannsóknum (rottum) með geislamerktu InductOs var meðal dvalartími á ígræðslustað 4-8 dagar. Hámark díbótermíns alfa í blóði (0,1% af ígræddum skammti) reyndist vera innan 6 klukkutíma eftir ígræðslu. Þegar díbótermín alfa var gefið í æð var helmingunartími þess 16 mínútur í rottum og 6,7 mínútur í cynomolgus öpum. Þess vegna er ályktað að á ígræðslustað losni díbótermín alfa hægt úr grunnefninu og eyðist fljótt eftir að það er komið út í blóðrásina.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir bráðaskammta og endurtekna skammta og eiturverkunum á erfðaefni.

Í rannsóknum á æxlunareitrunaráhrifum hjá rottum, þar sem díbótermn alfa var gefið í æð svo hægt væri að útsetja líkamann fyrir sem stærstum skammti, sást aukinn fósturþungi og aukin beinmyndun í fóstri og ekki var hægt að útiloka tengsl við meðferðina. Klínískt gildi þessara áhrifa er óþekkt.

Áhrif mótefna gegn díbótermín hafa verið rannsökuð í þunguðum kanínum í kjölfar ofurónæmingar (hyper-immunisation) með díbótermín alfa til að reyna að auka and-díbótermín alfa mótefni. Hjá sumum fóstrum með lága líkamsþyngd var minnkun í beinmyndun á enni og hvirfli ( 4 af 151 fóstri) sem almennt er talið vera afturkræft og ekki var hægt að útiloka mótefnatengd áhrif. Engar aðrar breytingar voru á útliti, innyflum eða beinabyggingu fóstranna.

Díbótermín alfa hefur sýnt mismunandi áhrif á manna-æxlisfrumur in vitro. Fyrirliggjandi in vivo upplýsingar um æxlisfrumulínur manna gefa ekki til kynna möguleika á eflingu æxlisvaxtar eða meinvörpum. Þar sem InductOs er einnota hefur það ekki verið prófað með tilliti til in vivo krabbameinsvaldandi áhrifa. (Sjá einnig kafla 4.3).

Ígræðsla InductOs í hrygg hefur verið rannsökuð í hundalíkani. InductOs var grætt beint ofan á sýnilegt mænubast eftir brottnám liðbogaþynnu hryggjarliðar. Þó að fram hafi komið þrengingar á taugaraufum (neuroforamen), kom ekki fram nein útfelling steinefna í mænubasti, engin þrengsli í mænu og engir taugaskaðar eftir notkun InductOs.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Duft

Súkrósi

Glýsín

Glútamínsýra

Natríumklóríð

Pólýsorbat 80

Natríumhýdroxíð

Leysir

Vatn fyrir stungulyf.

Netja

Nautgripakollagen af tegund I.

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau sem nefnd eru í kafla 6.6

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærra hitastig en 30°C. Má ekki frjósa.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5Gerð íláts og innihald

InductOs 4 mg pakkning inniheldur:

Duft í hettuglasi (10 ml; gler af tegund I) með tappa (brómóbútýlgúmmí).

Leysi í hettuglasi (10 ml; gler af tegund I) með tappa (brómóbútýlgúmmí).

Tvær netjur (2,5 cm x 5 cm) í þynnupakkningu (pólývínýlklóríð - PVC).

Tvær sprautur (5 ml; pólýprópýlen).

Tvær nálar (ryðfrítt stál).

InductOs 12 mg pakkning inniheldur:

Duft í hettuglasi (20 ml; gler af tegund I) með tappa (brómóbútýlgúmmí).

Leysi í hettuglasi (10 ml; gler af tegund I) með tappa (brómóbútýlgúmmí).

Eina netju (7,5 cm x 10 cm) í þynnupakkningu (pólývínýlklóríð - PVC).

Tvær sprautur (10 ml; pólýprópýlen).

Tvær nálar (ryðfrítt stál).

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

InductOS er blandað rétt fyrir notkun. Díbótermín alfa má eingöngu nota eftir blöndun með leysi og með netju sem fylgir með í InductOs pakkningunni.

Eftir blöndun inniheldur InductOS díbótermín alfa í styrkleikanum 1,5 mg/ml. Ekki má nota InductOs í hærri styrk en 1,5 mg/ml (sjá kafla 4.9).

Lyfið undirbúið

Til að koma í veg fyrir að netjan yfirfyllist er mikilvægt að leysa upp díbótermín alfa og bleyta alla netjuna eins og lýst er hér á eftir.

4 mg pakkningar:

Á ósæfðu aðgerðarsvæði

1.Vinnið með smitgát, setjið eina sprautu, eina nál og netjuna í innri umbúðum á sæft aðgerðarsvæðið.

2.Sótthreinsið tappana á hettuglösunum sem innihalda díbótermín alfa og leysi.

3.Notið sprautuna og nálina sem eftir eru í pakkningunni og blandið 3,2 ml af leysi í hettuglasið með díbótermín alfa. Sprautið leysinum rólega í hettuglasið sem inniheldur frostþurrkað díbótermín alfa. Hvirflið hettuglasinu varlega þar til þurrefnið er uppleyst. Ekki hrista. Fargið nál og sprautu eftir notkun.

3,2 ml af leysi

4.Sótthreinsið tappann á hettuglasinu sem inniheldur uppleyst díbótermín alfa.

Á sæfðu aðgerðarsvæði

5.Opnið innri umbúðir netjanna og látið netjurnar vera í bökkunum.

6.Notið sprautuna og nálina frá skrefi 1 og dragið 2,8 ml, með smitgát, af díbótermín alfa lausninni úr hettuglasinu á ósæfða aðgerðarsvæðinu, haldið hettuglasinu á hvolfi svo auðveldara sé að draga lausnina úr hettuglasinu.

7.Látið netjurnar liggja í bakkanum og dreifið díbótermín alfa lausninni JAFNT yfir báðar 2,5 x 5 cm netjurnar, fylgið mynstrinu á myndinni hér fyrir neðan.

8.Bíðið í AÐ MINNSTA KOSTI 15 mínútur áður en tilbúið InductOs er notað. Lyfið verður að nota innan 2 klst. eftir að það er tilbúið til notkunar.

12 mg pakkningar:

Á ósæfðu aðgerðarsvæði

1.Vinnið með smitgát, setjið eina sprautu, eina nál og netjuna í innri umbúðum á sæft aðgerðarsvæðið.

2.Sótthreinsið tappana á hettuglösunum sem innihalda díbótermín alfa og leysi.

3.Notið sprautuna og nálina sem eftir eru í pakkningunni og blandið 8,4 ml af leysi í hettuglasið með díbótermín alfa. Sprautið leysinum rólega í hettuglasið sem inniheldur frostþurrkað

díbótermín alfa. Hvirflið hettuglasinu varlega þar til þurrefnið er uppleyst. Ekki hrista. Fargið nál og sprautu eftir notkun.

8,4 ml af leysi

4.Sótthreinsið tappann á hettuglasinu sem inniheldur uppleyst dibótermín alfa.

Ásæfðu aðgerðarsvæði

5.Opnið innri umbúðir netjanna og látið netjurnar vera í bakkanum.

6.Notið sprautuna og nálina frá skrefi 1 og dragið 8,0 ml með smitgát af díbótermín alfa lausninni úr hettuglasinu á ósæfða aðgerðarsvæðinu, haldið hettuglasinu á hvolfi svo auðveldara sé að draga lausnina úr hettuglasinu.

7.Látið netjuna liggja í bakkanum og dreifið díbótermín alfa lausninni JAFNT yfir netjuna, fylgið mynstrinu á myndinni hér fyrir neðan.

8.Bíðið í AÐ MINNST A KOSTI 15 mínútur áður en tilbúið InductOs er notað. Lyfið verður að nota innan 2 klst. eftir að það er tilbúið til notkunar.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Medtronic BioPharma B.V. Earl Bakkenstraat 10

6422 PJ Heerlen Holland

sími +31 (0) 45 566 8000

fax +31 (0) 45 566 8012

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/02/226/001

EU/1/02/226/002

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 9. september 2002

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 20. júlí 2012

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Frekara fræðsluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk má nálgast á eftirfarandi vefslóð: [vefslóð kemur hér] <og á vefsvæði <aðildarríkis>>.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf