Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Infanrix Hexa (diphtheria toxoid / tetanus toxoid /...) – Samantekt á eiginleikum lyfs - J07CA09

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsInfanrix Hexa
ATC-kóðiJ07CA09
Efnidiphtheria toxoid / tetanus toxoid / Bordetella pertussis antigens (pertussis toxoid, filamentous haemagglutinin, pertactin) / hepatitis B surface antigen / poliovirus (inactivated) (type-1 (Mahoney strain), type-2 (MEF-1 strain), type-3 (Saukett strain))
FramleiðandiGlaxoSmithKline Biologicals S.A.

1.HEITI LYFS

Infanrix hexa, stungulyfsstofn og dreifa, dreifa.

Barnaveiki (D), stífkrampa (T), kíghósta (frumulaust, hlutar) (Pa), lifrarbólgu B (rDNA) (HBV), mænusóttar (deytt) (IPV) og samtengt Haemophilus influenzae gerð b (Hib) bóluefni (aðsogað).

2.INNIHALDSLÝSING

Eftir blöndun, 1 skammtur (0,5 ml) inniheldur:

 

Barnaveikitoxóíð1

ekki minna en 30 alþjóðlegar einingar (a.e.)

Stífkrampatoxóíð1

ekki minna en 40 alþjóðlegar einingar (a.e.)

Kíghóstamótefnavakar

 

 

Kíghóstatoxóíð (PT)1

25 míkrógrömm

 

Þráðlaga hemagglútín (FHA)1

25 míkrógrömm

 

Pertaktín (PRN)1

8 míkrógrömm

Yfirborðsmótefnavaka lifrarbólgu B (HBs) 2,3

10 míkrógrömm

Mænusóttarveirur (deyddar) (IPV)

 

 

gerð 1 (Mahoney stofn)4

40 D-mótefnavakaeiningar

 

gerð 2 (MEF-1 stofn)4

8 D-mótefnavakaeiningar

 

gerð 3 (Saukett stofn)4

32 D-mótefnavakaeiningar

Haemophilus influenzae gerð b fjölsykrungur

10 míkrógrömm

(polyríbósýlribítól fosfat, PRP)3

 

samtengt stífkrampatoxóíði, sem burðarpróteini

u.þ.b. 25 míkrógrömm

aðsogað á álhýdroxíðhýdrat (Al(OH)3)

0,5 milligrömm Al3+

framleitt í gersveppafrumum (Saccharomyces cerevisiae) með samruna erfðatækni

aðsogað á álfosfat (AlPO4)

0,32 milligrömm Al3+

ræktaðar í VERO frumum

 

Bóluefnið getur innihaldið snefilmagn af formaldehýði, neomýcíni og pólýmyxíni, sem eru notuð við framleiðsluna (sjá kafla 4.3).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyfsstofn og dreifa, dreifa.

Barnaveiki, stífkrampa, frumulaust kíghósta, lifrarbólgu B, óvirkt mænusóttar (DTPa-HBV-IPV) efnisþættirnir eru ógagnsæ hvít dreifa.

Frostþurrkaði Haemophilus influenzae b efnisþátturinn er hvítt duft.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Infanrix hexa er ætlað til frum- og örvunarónæmisaðgerðar hjá ungbörnum og smábörnum gegn barnaveiki, stífkrampa, kíghósta, lifrarbólgu B, mænusótt og sjúkdómum af völdum Haemophilus influenzae b.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Áætlun fyrir frumónæmisaðgerð felst í tveimur eða þremur skömmtum (0,5 ml) sem gefa skal samkvæmt opinberum ráðleggingum (sjá töflu hér að neðan og kafla 5.1 varðandi áætlanir sem metnar voru í klínískum rannsóknum).

Örvunarskammta skal gefa í samræmi við opinberar ráðleggingar, en að lágmarki skal gefa skammt af Hib samsettu bóluefni. Hægt er að nota Infanrix hexa sem örvunarskammt, ef samsetning mótefnavaka er í samræmi við opinberar ráðleggingar.

Frumónæmisaðgerð

Örvunarskammtur

Almenn athugunarefni

Fullburða ungbörn

 

 

3-skammtar

Gefa þarf

Líða þarf að minnsta kosti 1 mánuður á milli

 

örvunarskammt.

skammta frumónæmisaðgerðar.

 

 

Örvunarskammt á að gefa að minnsta kosti

 

 

6 mánuðum eftir síðasta skammt

 

 

frumónæmisaðgerðar og helst fyrir 18 mánaða

 

 

aldur.

2-skammtar

Gefa þarf

Líða þurfa að minnsta kosti 2 mánuðir á milli

 

örvunarskammt.

skammta frumónæmisaðgerðar.

 

 

Örvunarskammt á að gefa að minnsta kosti

 

 

6 mánuðum eftir síðasta skammt

 

 

frumónæmisaðgerðar og helst milli 11 og

 

 

13 mánaða aldurs.

Fyrirburar sem fæddir eru eftir að minnsta kosti 24 vikna meðgöngu

3-skammtar

Gefa þarf

Líða þarf að minnsta kosti 1 mánuður á milli

 

örvunarskammt.

skammta frumónæmisaðgerðar.

 

 

Örvunarskammt á að gefa að minnsta kosti

 

 

6 mánuðum eftir síðasta skammt

 

 

frumónæmisaðgerðar og helst fyrir 18 mánaða

 

 

aldur.

Framlengda áætlun fyrir ónæmisaðgerð (við 6, 10, 14 vikna aldur) má einungis nota ef skammtur af lifrarbólgu B bóluefni var gefinn við fæðingu.

Þegar skammtur af lifrarbólgu B bóluefni er gefinn við fæðingu má nota Infanrix hexa í staðinn fyrir viðbótarskammta af lifrarbólgu B bóluefni frá 6 vikna aldri. Ef fyrir þennan aldur þarf annan skammt af lifrarbólgu B bóluefni skal nota bóluefni sem eingöngu inniheldur lifrarbólgu B bóluefni.

Fara skal eftir fyrirbyggjandi fyrirmælum um ónæmisaðgerðir gegn lifrarbólgu B sem settar eru fram á hverjum stað.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Infanrix hexa hjá börnum eldri en 36 mánaða. Engin gögn eru fyrirliggjandi.

Lyfjagjöf

Infanrix hexa er ætlað til inndælingar djúpt í vöðva, æskilegt er að nota mismunandi staði fyrir endurtekna skammta.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun lyfsins fyrir gjöf.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1 eða formaldehýði, neómýcíni og pólýmyxíni.

Ofnæmi eftir fyrri gjöf bóluefna gegn barnaveiki, stífkrampa, kíghósta, lifrarbólgu B, mænusótt eða

Haemophilus gerð b.

Ef ung- eða smábarnið hefur fengið heilakvilla af óþekktum orsökum innan 7 daga frá fyrri ónæmisaðgerð með kíghóstabóluefni skal ekki gefa Infanrix hexa. Við þessar aðstæður skal hætta kíghóstabólusetningu og halda áfram með barnaveiki-stífkrampa-, lifrarbólgu B-, mænusóttar- og Hib- bóluefnum.

Eins og á við um önnur bóluefni, skal fresta ónæmisaðgerð með Infanrix hexa hjá sjúklingum sem hafa alvarlega bráða hitasótt. Minni háttar sýking er hins vegar ekki frábending.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Skoða skal sjúkrasögu einstaklings fyrir ónæmisaðgerð (sérstaklega m.t.t. fyrri ónæmisaðgerða og hugsanlegra aukaverkana) sem og framkvæma klíníska skoðun.

Eins og á við um öll bóluefni er ekki víst að verndandi ónæmissvörun náist hjá öllum sem bólusettir eru (sjá kafla 5.1).

Infanrix hexa kemur ekki í veg fyrir sjúkdóm af völdum sýkingarvalda annarra en Corinebacterium diphteriae, Clostridium tetani, Bordetella pertussis, lifrarbólgu B veiru, mænusóttarveiru eða

Haemophilus influenzae gerð b. Hins vegar má búast við því að komið sé í veg fyrir lifrarbólgu D með ónæmisaðgerð, þar sem lifrarbólga D (af völdum delta veiru) kemur ekki fram án lifrarbólgu B sýkingar.

Ef vitað er að einhver eftirfarandi aukaverkana hefur komið fram tímabundið við kíghóstabólusetningu, skal ekki gefa kíghóstabóluefni nema eftir vandlega íhugun:

Hiti ≥ 40°C innan 48 klst. frá ónæmisaðgerð, sem ekki er af annarri þekktri ástæðu;

Yfirlið eða ástand sem líkist losti (vöðvaslappleiki-minnkuð svörun við áreiti) innan 48 klst. frá ónæmisaðgerð;

Viðvarandi, óhuggandi grátur sem varir ≥ 3 klst, innan 48 klst. frá ónæmisaðgerð;

Krampaköst með eða án hita innan 3 daga frá ónæmisaðgerð.

Þær aðstæður geta verið fyrir hendi, svo sem há tíðni kíghósta, að væntanlegir kostir vegi þyngra en möguleg áhætta.

Eins og á við um öll bóluefni til inndælingar, skal viðeigandi læknishjálp og eftirlit vera til staðar ef sjaldgæf bráðaofnæmisviðbrögð eiga sér stað í kjölfar þess að bóluefnið er gefið.

Eins og á við um allar bólusetningar, skal meta vandlega áhættu/ávinning við ónæmisaðgerð með Infanrix hexa eða frestun bólusetningar, hjá ungbarni eða barni sem þjáist af alvarlegum taugasjúkdómi, sem er nýtilkominn eða í framrás.

Infanrix hexa skal gefa með varúð einstaklingum sem hafa blóðflagnafæð eða blæðingarsjúkdóm þar sem inndæling í vöðva getur haft blæðingu í för með sér hjá þessum einstaklingum.

Ekki skal undir neinum kringumstæðum gefa bóluefnið í æð eða í húð.

Saga um hitakrampa, fjölskyldusaga um krampa eða skyndidauða ungbarna (vöggudauða) eru ekki frábendingar gegn notkun Infanrix hexa. Fylgjast skal vel með þeim bólusettu einstaklingum sem hafa sögu um hitakrampa, þar sem slík meintilvik geta komið fram innan 2 til 3 daga eftir bólusetningu.

Læknirinn þarf að hafa í huga að tíðni hækkunar líkamshita er hærri þegar Infanrix hexa er gefið samhliða samtengdu pneumókokkabóluefni (PCV7, PCV10, PCV13), eða samhliða bóluefni gegn

mislingum-hettusótt-rauðum hundum-hlaupabólu (MMRV), samanborið við þegar Infanrix hexa er gefið eitt og sér. Þessi viðbrögð voru yfirleitt í meðallagi (líkamshiti 39°C eða lægri) og tímabundin (sjá kafla 4.5 og 4.8).

Aukin tíðni tilkynninga um krampa (með eða án hita) og vöðvaslappleika-vansvörunarástand kom fram við samhliða gjöf Infanrix hexa og Prevenar 13 (sjá kafla 4.8).

Varnandi meðferð með hitalækkandi lyfjum, fyrir eða rétt eftir gjöf bóluefnis, getur dregið úr tíðni og styrkleika hitaviðbragða eftir bólusetningu. Klínískar niðurstöður sem fengust við notkun parasetamóls og íbúprófens benda til þess að varnandi meðferð með parasetamóli geti dregið úr tíðni hita, en varnandi meðferð með íbúprófeni reyndist hafa takmörkuð áhrif á tíðni hita. Varnandi meðferð með hitalækkandi lyfjum er ráðlögð hjá börnum með flogaveiki eða með sögu um hitakrampa.

Veita skal hitalækkandi meðferð samkvæmt leiðbeiningum á hverjum stað.

Sérstakir sjúklingahópar

HIV-sýking er ekki talin frábending. Fullkomin ónæmissvörun næst e.t.v. ekki hjá ónæmisbældum sjúklingum.

Klínísk gögn benda til þess að gefa megi fyrirburum Infanrix hexa, hins vegar, eins og búast má við hjá þessum sjúklingahópi, hefur lægri ónæmissvörun komið fram fyrir suma mótefnavaka (sjá kafla 4.8 og kafla 5.1).

Þegar verið er að frumbólusetja mikla fyrirbura (sem fæddir eru ≤ 28 vikna meðgöngu) og sérstaklega þá sem hafa sögu um vanþroskuð öndunarfæri skal hafa í huga hugsanlega hættu á öndunarstöðvun og þörfina fyrir eftirlit með starfsemi öndunarfæra í 48-72 klst.

Þar sem ávinningur af bólusetningu er mikill hjá þessum ungbörnum, skal ekki hætt við bólusetningu eða henni frestað.

Truflun á rannsóknarstofuprófum

Þar sem Hib fjölsykrunga mótefnisvakinn er skilinn út í þvagi, getur þvagpróf reynst jákvætt innan 1-2 vikna eftir bólusetningu. Gera ætti önnur próf til þess að staðfesta Hib-sýkingu á þessu tímabili.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Infanrix hexa má gefa samhliða samtengdu pneumókokkabóluefni (PCV7, PCV10 og PCV13), samtengdu meningókokkabóluefni sermishópi C (samtengingar CRM197 og TT), samtengdu meningókokkabóluefni sermishópum A, C, W-135 og Y (TT samtengingum), rótaveirubóluefni til inntöku og bóluefni gegn mislingum-hettusótt-rauðum hundum-hlaupabólu (MMRV).

Upplýsingar sýna engin klínískt marktæk áhrif á mótefnasvörun við einstökum mótefnavökum, þó að ósamkvæm mótefnasvörun hafi sést við mænusóttarveiru gerð-2 við samhliða gjöf með Synflorix (sermisvörn á bilinu 78% til 100%) og tíðni ónæmissvörunar gegn PRP (Hib) mótefnavaka Infanrix hexa eftir 2 skammta sem gefnir voru við 2 og 4 mánaða aldur var hærri þegar það var gefið samhliða stífkrampatoxóíð samtengdu pneumókokka- eða meningókokkabóluefni (sjá kafla 5.1). Klínískt mikilvægi þessara upplýsinga er ekki enn þekkt.

Upplýsingar úr klínískum rannsóknum benda til þess að þegar Infanrix hexa er gefið samhliða samtengdu pneumókokkabóluefni er tíðni hækkunar líkamshita hærri samanborið við þegar Infanrix hexa er gefið eitt og sér. Upplýsingar úr einni klínískri rannsókn benda til þess að þegar Infanrix hexa er gefið með bóluefni gegn mislingum-hettusótt-rauðum hundum-hlaupabólu (MMRV) er tíðni hækkunar líkamshita hærri samanborið við þegar Infanrix hexa er gefið eitt og sér og svipuð og þegar MMRV-bóluefni er gefið eitt og sér (sjá kafla 4.4 og 4.8). Engin áhrif voru á ónæmissvörun.

Eins og á við um önnur bóluefni getur verið að sjúklingar sem eru á ónæmisbælandi meðferð sýni ekki fullkomna ónæmissvörun.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Þar sem Infanrix hexa er ekki ætlað til notkunar hjá fullorðnum, eru fullnægjandi upplýsingar um notkun á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur og fullnægjandi rannsóknir á æxlun hjá dýrum ekki fyrir hendi.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Á ekki við.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggisupplýsingum

Eins og fram hefur komið fyrir DTPa og samsetningar sem innhalda DTPa, var greint frá auknum staðbundnum aukaverkunum (reactogenicity) og hita eftir örvunarbólusetningu með Infanrix hexa, samanborið við frumbólusetningu.

Tafla með yfirliti yfir aukaverkanir

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tíðni fyrir hvern skammt er flokkuð sem:

Mjög algengar:

(≥1/10)

Algengar:

(≥1/100 til <1/10)

Sjaldgæfar:

(≥1/1.000 til <1/100)

Mjög sjaldgæfar:

(≥1/10.000 til <1/1.000)

Koma örsjaldan fyrir:

(<1/10.000)

Greint var frá eftirtöldum lyfjatengdum aukaverkunum í klínískum rannsóknum (gögn frá fleiri en 16.000 einstaklingum) og eftir að bóluefnið kom á markað.

Líffæraflokkur

Tíðni

Aukaverkanir

Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra

Sjaldgæfar

Sýking í efri hluta öndunarfæra

Blóð og eitlar

Mjög

Eitlastækkun2, blóðflagnafæð2

 

sjaldgæfar

 

Ónæmiskerfi

Mjög

Bráðaofnæmisviðbrögð2,

 

sjaldgæfar

bráðaofnæmislík viðbrögð (þ.m.t.

 

 

ofsakláði)2

 

 

Ofnæmisviðbrögð (þ.m.t. kláði)2

Efnaskipti og næring

Mjög algengar

Lystarleysi

Geðræn vandamál

Mjög algengar

Óeðlilegur grátur, pirringur, eirðarleysi

 

Algengar

Taugaóstyrkur

Taugakerfi

Sjaldgæfar

Svefndrungi

 

Mjög

Yfirlið eða ástand sem líkist losti

 

sjaldgæfar

(vöðvaslappleiki-minnkuð svörun við

 

 

áreiti)2

 

Koma

Krampar (með eða án hita)

 

örsjaldan fyrir

 

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Sjaldgæfar

Hósti

 

Mjög

Berkjubólga, öndunarstöðvun2 [sjá kafla

 

sjaldgæfar

4.4 varðandi öndunarstöðvun hjá

 

 

fyrirburum sem fæðst hafa mikið fyrir

 

 

tímann (≤ 28 vikna meðganga)]

Meltingarfæri

Algengar

Niðurgangur, uppköst

Húð og undirhúð

Mjög

Útbrot, ofsabjúgur2

 

sjaldgæfar

 

 

Koma

Húðbólga

 

örsjaldan fyrir

 

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir

Mjög algengar

Hiti ≥ 38°C, staðbundin bólga á

á íkomustað

 

stungustað (≤ 50 mm), þreyta, verkur,

 

 

roði

 

Algengar

Hiti > 39,5°C, viðbrögð á stungustað

 

 

þ.m.t. herslismyndun, staðbundin bólga á

 

 

stungustað (> 50 mm)1

 

Sjaldgæfar

Dreifð bólga í útlimnum sem sprautað

 

 

var í, sem stundum nær til aðlægra

 

 

liðamóta1

 

Mjög

Útbreidd bólga í öllum útlimnum sem

 

sjaldgæfar

sprautað var í1, 2, veruleg bólguviðbrögð2,

 

 

þykkildi á stungustað2, blöðrur á

 

 

stungustað2

1Líklegra er að börn sem hafa fengið frumónæmisaðgerð með frumulausu kíghóstabóluefni fái bólguviðbrögð eftir örvunarónæmisaðgerð, heldur en börn sem fengið hafa frumónæmisaðgerð með heilfrumubóluefni. Þessi viðbrögð hverfa að jafnaði innan 4 daga.

2Aukarverkanir sem greint hefur verið frá eftir markaðssetningu

Reynsla af samhliða gjöf:

Greining á tíðni tilkynninga eftir að bóluefnið kom á markað bendir til hugsanlega aukinnar hættu á krömpum (með eða án hita) og vöðvaslappleika-vansvörunarástandi, þegar bornir eru saman hópar sem notuðu Infanrix hexa ásamt Prevenar 13 og hópar sem notuðu Infanrix hexa eitt sér.

Í klínískum rannsóknum þar sem sumir þeirra sem bólusettir voru fengu Infanrix hexa samhliða Prevenar (PCV7) sem örvunar- (4.) skammt af báðum bóluefnum, var greint frá hita ≥ 38°C hjá 43,4% af ungbörnum sem fengu Prevenar og Infanrix hexa á sama tíma, samanborið við 30,5% af ungbörnum sem fengu sexgilda bóluefnið eitt sér. Hiti ≥ 39,5°C kom fram hjá 2,6% af ungbörnum sem fengu

Infanrix hexa með Prevenar og hjá 1,5% af ungbörnum sem fengu eingöngu Infanrix hexa (sjá kafla 4.4 og 4.5). Tíðni hita og alvarleiki eftir samhliða gjöf bóluefnanna tveggja í frumónæmisaðgerðunum var lægri en tíðnin sem kom fram eftir örvunarskammtinn.

Gögn úr klínískum rannsóknum sýna svipaða tíðni hækkunar líkamshita þegar Infanrix hexa er gefið samhliða öðrum sakkaríðtengdum pneumókokkabóluefnum.

Í klínískri rannsókn þar sem sumir þeirra sem bólusettir voru fengu örvunarskammt af Infanrix hexa samhliða bóluefni gegn mislingum-hettusótt-rauðum hundum-hlaupabólu (MMRV), var greint frá hita ≥ 38,0°C hjá 76,6% barna sem fengu MMRV bóluefni og Infanrix hexa á sama tíma borið saman við 48% barna sem fengu Infanrix hexa eitt og sér og 74,7% barna sem fengu MMRV bóluefni eitt og sér. Greint var frá hita hærri en 39,5°C hjá 18% barna sem fengu Infanrix hexa samhliða MMRV bóluefni borið saman við 3,3% barna sem fengu Infanrix hexa eitt og sér og 19,3% barna sem fengu MMRV eitt og sér (sjá kafla 4.4 og 4.5).

Öryggi hjá fyrirburum:

Infanrix hexa hefur verið gefið fleiri en 1.000 fyrirburum (fæddir eftir 24 til 36 vikna meðgöngu) í rannsóknum á frumónæmisaðgerðum og fleiri en 200 fyrirburum sem örvunarskammtur á öðru aldursári þeirra. Í klínískum samanburðarrannsóknum sást svipuð tíðni einkenna hjá fyrirburum og fullburða ungbörnum (sjá kafla 4.4 varðandi upplýsingar um öndunarstöðvun).

Reynsla af bóluefnum gegn lifrarbólgu B:

Í örfáum tilfellum hefur verið greint frá ofnæmisviðbrögðum sem líkjast sermissótt, lömun, taugakvilla, taugabólgu, lágþrýstingi, æðabólgu, flatskæningi, regnbogaroða, liðbólgu, máttleysi í vöðvum, Guillain- Barré heilkenni, heilakvilla, heilabólgu og heilahimnubólgu. Orsakatengsl við bóluefnið hafa ekki verið staðfest.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Engar upplýsingar liggja fyrir um ofskömmtun.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Samsett bakteríu- og veirubóluefni; ATC flokkur: J07CA09

Ónæmingargeta

Ónæmingargeta Infanrix hexa hefur verið metin í klínískum rannsóknum frá 6 vikna aldri. Bóluefnið var metið í 2-skammta og 3-skammta áætlun frumónæmisaðgerða þ.m.t. fyrir framlengda áætlun fyrir ónæmisaðgerð og sem örvunaskammtur. Niðurstöðurnar úr þessum klínísku rannsóknum eru teknar saman í eftirfarandi töflum.

Eftir 3-skammta áætlun frumónæmisaðgerða hafði a.m.k 95,7% ungbarna þróað sermisvörn eða sermisjákvæð mótefnagildi gegn hverjum mótefnavaka bóluefnisins. Eftir örvunarónæmisaðgerð (eftir-skammtur 4) hafði a.m.k 98,4% ungbarna þróað sermisvörn eða sermisjákvæð mótefnagildi gegn hverjum mótefnavaka bóluefnisins.

Hundraðshlutfall einstaklinga með mótefnatítra sem benda til sermisvarnar/sermisjákvæðni einum mánuði eftir 3-skammta frumónæmisaðgerð og örvunarbólusetningu með Infanrix hexa

Mótefni

 

 

Eftir-skammt 3

 

Eftir-skammt 4

(Viðmiðunargildi)

 

 

 

 

 

(örvunar-

 

 

 

 

 

 

bólusetningu á

 

 

 

 

 

 

öðru aldursári

 

 

 

 

 

 

eftir 3-skammta

 

 

 

 

 

 

frumónæmis-

 

 

 

 

 

 

aðgerð)

 

 

6-10-14

 

 

 

mánaða

mánaða

mánaða

vikna

N=2009

 

 

N= 196

N= 1693

N= 1055

N= 265

 

 

(12 rannsóknir)

 

 

(2

(6

(6

(1 rannsókn)

 

 

rannsóknir)

rannsóknir)

rannsóknir)

 

 

 

 

%

%

%

%

%

Gegn barnaveiki

 

100,0

99,8

99,7

99,2

99,9

(0,1 a.e./ml) †

 

 

 

 

 

 

Gegn stífkrampa

 

100,0

100,0

100,0

99,6

99,9

(0,1 a.e./ml) †

 

 

 

 

 

 

Gegn

 

100,0

100,0

99,8

99,6

99,9

kíghóstatoxóíði

 

 

 

 

 

 

(5 EL.e./ml)

 

 

 

 

 

 

Gegn þráðlaga

 

100,0

100,0

100,0

100,0

99,9

hemagglútíni

 

 

 

 

 

 

(5 EL.e./ml)

 

 

 

 

 

 

Gegn pertaktíni

 

100,0

100,0

99,7

98,9

99,5

(5 EL.e./ml)

 

 

 

 

 

 

Gegn lifrarbólgu

 

99,5

98,9

98,0

98,5*

98,4

B

 

 

 

 

 

 

(10 ma.e./ml) †

 

 

 

 

 

 

Gegn mænusótt

 

100,0

99,9

99,7

99,6

99,9

gerð 1

 

 

 

 

 

 

(1/8 þynning) †

 

 

 

 

 

 

Gegn mænusótt

 

97,8

99,3

98,9

95,7

99,9

gerð 2

 

 

 

 

 

 

(1/8 þynning) †

 

 

 

 

 

 

Gegn mænusótt

 

100,0

99,7

99,7

99,6

99,9

gerð 3

 

 

 

 

 

 

(1/8 þynning) †

 

 

 

 

 

 

Gegn haemo-

 

96,4

96,6

96,8

97,4

99,7**

philus gerð b

 

 

 

 

 

 

(anti-PRP)

 

 

 

 

 

 

(0,15 míkróg/ml) †

 

 

 

 

 

 

N = fjöldi einstaklinga

 

 

 

 

 

 

*Í undirhópi ungbarna sem ekki fengu bóluefni gegn lifrarbólgu B við fæðingu höfðu 77,7% einstaklinga mótefnatítra fyrir lifrarbólgu B ≥ 10 ma.e./ml

**Eftir örvunarskammt, hafði 98,4% af eintaklingum mótefnaþéttni gegn haemophilus gerð b ≥ 1 míkróg/ml sem bendir til langtímavarnar

† samþykkt viðmiðunargildi til marks um vörn

Eftir 2-skammta frumónæmisaðgerð hafði a.m.k. 84,3% ungbarna þróað sermisvörn eða sermisjákvæð mótefnagildi gegn hverjum mótefnavaka bóluefnisins. Eftir fulla ónæmisaðgerð samkvæmt áætlun um 2-skammta frumónæmisaðgerð og örvunarónæmisaðgerð með Infanrix hexa hafði a.m.k 97,9% einstaklinga þróað sermisvörn eða sermisjákvæð mótefnagildi gegn hverjum mótefnavaka bóluefnisins.

Samkvæmt mismunandi rannsóknum mun ónæmissvörun gegn PRP mótefnavaka í Infanrix hexa eftir 2 skammta gefnir við 2 og 4 mánaða aldur vera mismunandi ef það er gefið samhliða samtengdu stífkrampatoxóíð bóluefni. Infanrix hexa mun gefa and-PRP ónæmissvörun (samþykkt viðmiðunargildi ≥ 0,15 míkróg/ml) hjá a.m.k. 84% ungbarnanna. Þetta hækkar í 88% þegar pneumókokkabóluefni er notað samhliða sem inniheldur stífkrampatoxóíð sem burðarefni og í 98% þegar Infanrix hexa er gefið samhliða TT samtengdu meningókokkabóluefni (sjá kafla 4.5).

Hundraðshlutfall einstaklinga með mótefnatítra sem benda til sermisvarnar/sermisjákvæðni einum mánuði eftir 2-skammta frumónæmisaðgerð og örvunarbólusetningu með Infanrix hexa

 

Eftir-skammt 2

Eftir-skammt 3

 

 

 

 

 

Mótefni

2-4-12 mánaða

3-5-11 mánaða

2-4-12 mánaða

3-5-11 mánaða

aldur

aldur

aldur

aldur

(Viðmiðunargildi)

N=223

N=530

N=196

N=532

 

 

(1 rannsókn)

(4 rannsóknir)

(1 rannsókn)

(3 rannsóknir)

 

%

%

%

%

Gegn barnaveiki

99,6

98,0

100,0

100,0

(0,1 a.e./ml) †

 

 

 

 

Gegn stífkrampa

100,0

100,0

100,0

(0,1 a.e./ml) †

 

 

 

 

Gegn

99,5

99,5

100,0

kíghóstatoxóíði

 

 

 

 

(5 EL.e./ml)

 

 

 

 

Gegn þráðlaga

99,7

100,0

100,0

hemagglútíni

 

 

 

 

(5 EL.e./ml)

 

 

 

 

Gegn pertaktíni

99,6

99,0

100,0

99,2

(5 EL.e./ml)

 

 

 

 

Gegn lifrarbólgu

99,5

96,8

99,8

98,9

B

 

 

 

 

(10 ma.e./ml) †

 

 

 

 

Gegn mænusótt

89,6

99,4

98,4

99,8

gerð 1

 

 

 

 

(1/8 þynning) †

 

 

 

 

Gegn mænusótt

85,6

96,3

98,4

99,4

gerð 2

 

 

 

 

(1/8 þynning) †

 

 

 

 

Gegn mænusótt

92,8

98,8

97,9

99,2

gerð 3

 

 

 

 

(1/8 þynning) †

 

 

 

 

Gegn haemo-

84,3

91,7

100,0*

99,6*

philus gerð b

 

 

 

 

(anti-PRP)

 

 

 

 

(0,15 míkróg/ml) †

 

 

 

 

N = fjöldi einstaklinga

† samþykkt viðmiðunargildi til marks um vörn

* Eftir örvunarskammt höfðu 94,4% þátttakenda í 2-4-12 mánaða áætlun og 97,0% þátttakenda í 3-5-11 mánaða áætlun mótefnaþéttni gegn haemophilus gerð b ≥ 1 míkróg/ml sem bendir til langtímavarnar.

Sýnt hefur verið fram á samsvarandi vörn í sermi fyrir barnaveiki, stífkrampa, mænusótt, lifrarbólgu B og Haemophilus influenzae gerð b. Fyrir kíghósta er ekki samsvarandi vörn í sermi. Hins vegar þar sem ónæmissvörun gegn kíghóstamótefnavökum eftir gjöf Infanrix hexa er sú sama og fyrir Infanrix, er gert ráð fyrir að varnandi verkun bóluefnanna tveggja sé sú sama.

Vernd gegn kíghósta

Sýnt var fram á klíníska vörn kíghóstaefnisþáttarins í Infanrix gegn dæmigerðum kíghósta eins og hann

er skilgreindur af WHO (hóstaköst í 21 dag) eftir þriggja skammta ónæmisaðgerð í rannsóknunum sem sýndar eru í eftirfarandi töflu:

Rannsókn

Land

Áætlun

Virkni

Athugunarefni

bóluefnis

 

 

 

 

Smit innan

Þýskaland

mánuðir

88,7%

Samkvæmt upplýsingum um ný tilfelli

heimilis (framsýn

 

3, 4, 5

 

innan heimilis einstaklings með

blind)

 

 

 

dæmigerðan kíghósta

Rannsókn á vernd

Ítalía

mánuðir

84%

Þegar sama hópi var fylgt eftir var verkun

(kostuð af NIH)

 

2, 4, 6

 

staðfest í allt að 60 mánuði eftir að

 

 

 

 

frumónæmisaðgerð lauk án þess að

 

 

 

 

örvunarskammtur af kíghósta væri gefinn

Ending ónæmissvörunar

 

 

 

Ending ónæmissvörunar við 3-skammta frumónæmisaðgerð (við 2-3-4, 3-4-5 eða 2-4-6 mánaða aldur) og örvunarónæmisaðgerð (á öðru aldursári) með Infanrix hexa var metin hjá börnum á aldrinum 4-8 ára. Ónæmisvörn gegn mænusóttarveirunum þremur og Haemophilus influenzae gerð b sást hjá a.m.k. 91,0% barnanna og gegn barnaveiki og stífkrampa hjá a.m.k. 64,7% barnanna. Að minnsta kosti 25,4% (gegn kíghóstatoxóíði), 97,5% (gegn þráðlaga hemagglútíni) og 87,0% (gegn pertaktíni) barnanna voru sermisjákvæð gegn kíghóstaþáttunum

Hundraðshlutfall einstaklinga með mótefnatítra sem benda til sermisvarnar/sermisjákvæðni eftir frumónæmisaðgerð og örvunarónæmisaðgerð með Infanrix hexa

Mótefni

 

Börn 4-5 ára að aldri

Börn 7-8 ára að aldri

(Viðmiðunargildi)

 

N

%

N

%

Gegn barnaveiki

 

68,7*

66,7

(0,1 a.e./ml)

 

 

 

 

 

 

Gegn stífkrampa

 

74,7

64,7

(0,1 a.e./ml)

 

 

 

 

 

 

Gegn

 

25,4

32,3

kíghóstatoxóíði

 

(5 EL.e./ml)

 

 

 

 

 

Gegn þráðlaga

 

97,5

98,1

hemagglútíni

 

(5 EL.e./ml)

 

 

 

 

 

Gegn pertaktíni

 

90,9

87,0

(5 EL.e./ml)

 

 

 

 

 

 

Gegn lifrarbólgu B

 

250§

85,3

207§

72,1

(10 ma.e./ml)

 

171§

86,4

149§

77,2

Gegn mænusótt

 

95,7

91,0

gerð 1

 

(1/8 þynning)

 

 

 

 

 

Gegn mænusótt

 

95,7

91,2

gerð 2

 

(1/8 þynning)

 

 

 

 

 

Gegn mænusótt

 

97,7

97,2

gerð 3

 

(1/8 þynning)

 

 

 

 

 

Gegn haemophilus

 

98,0

99,5

gerð b (anti-PRP)

 

(0,15 míkróg/ml)

 

 

 

 

 

N = fjöldi einstaklinga

 

 

 

 

 

* Sýni prófuð með ELISA og sýndu mótefnaþéttni gegn barnaveiki < 0,1 a.e./ml og voru endurprófuð með Vero-frumna hlutleysingarmælingu (sermisvörn viðmiðunarmörk ≥ 0,016 a.e./ml): 96,5% af þátttakendum var með sermisvörn.

§ Fjöldi þátttakenda úr 2 klínískum rannsóknum

Með tilliti til lifrarbólgu B hefur ónæmisvörn (≥10 ma.e./ml), eftir áætlun um 3-skammta frumónæmisaðgerð og örvunarónæmisaðgerð með Infanrix Hexa, reynst endast hjá ≥ 85% einstaklinga 4-5 ára og hjá ≥ 72% af einstaklingum 7-8 ára. Að auki entist ónæmisvörn eftir 2-skammta frumónæmisaðgerð og örvunarónæmisaðgerð gegn lifrarbólgu B hjá ≥ 48% einstaklinga 11-12 ára.

Ónæmisminni fyrir lifrarbólgu B var staðfest hjá börnum 4 til 12 ára. Þessi börn höfðu fengið Infanrix hexa sem frumónæmisaðgerð og örvunarónæmisaðgerð þegar þau voru ungbörn og þegar þeim var gefinn viðbótarskammtur af eingildu HBV bóluefni var ónæmisvörn kölluð fram hjá a.m.k. 96,8% einstaklinga.

Ónæmingargeta hjá fyrirburum

Ónæmingargeta Infanrix hexa var metin í þremur rannsóknum sem tóku til u.þ.b. 300 fyrirbura (fæddir eftir 24 til 36 vikna meðgöngu) eftir 3-skammta frumónæmisaðgerðarlotu við 2, 4 og 6 mánaða aldur. Ónæmingargeta örvunarskammts við 18 til 24 mánaða aldur var metin hjá u.þ.b. 200 fyrirburum.

Einum mánuði eftir frumónæmisaðgerð voru a.m.k. 98,7% einstaklinga með sermisvörn gegn barnaveiki, stífkrampa og mænusóttarveirum af gerð 1 og 2; a.m.k. 90,9% voru með sermisvarnar mótefnagildi gegn lifrarbólgu B, PRP og mænusóttarveiru af gerð 3 mótefnavökum og allir einstaklingar

voru sermisjákvæðir fyrir mótefnum gegn þráðlaga hemagglútíni og pertaktíni meðan 94,9% voru sermisjákvæðir fyrir mótefnum gegn kíghóstatoxóíði.

Einum mánuði eftir örvunarskammt voru a.m.k. 98,4% einstaklinga með sermisvörn eða með sermisjákvæð mótefnagildi gegn hverjum mótefnavaka nema gegn kíghóstatoxóíði (a.m.k. 96,8%) og lifrarbólgu B (a.m.k. 88,7%). Svörun við örvunarskammti sem hlutfallsleg aukning á mótefnaþéttni (15- til 235-föld) bendir til þess að fyrirburar hafi verið fullnægjandi næmir fyrir öllum mótefnavökum í Infanrix hexa.

Í eftirfylgnirannsókn, sem gerð var hjá 74 börnum, u.þ.b. 2,5 til 3 árum eftir örvunarskammtinn voru 85,3% barnanna ennþá með sermisvörn gegn lifrarbólgu B og a.m.k. 95,7% voru með sermisvörn gegn þremur gerðum af mænusóttarveirum og PRP.

Eftir markaðssetningu

Niðurstöður langtímaeftirfylgni í Svíþjóð sýna að frumulaus kíghóstabóluefni eru virk hjá ungbörnum þegar þau eru gefin skv. 3 og 5 mánaða frumónæmisaðgerðaráætluninni og örvunarskammtur er gefinn við u.þ.b. 12 mánaða aldur. Þó benda gögn til þess að vörn gegn kíghósta geti verið farin að minnka við 7-8 ára aldur eftir þessa 3-5-12 mánaða áætlun. Þetta gefur til kynna að þörf sé á öðrum örvunarskammti af kíghóstabóluefni hjá börnum á aldrinum 5-7 ára sem áður hafa verið bólusett samkvæmt þessari áætlun.

Árangur Hib-efnisþáttarins í Infanrix hexa var rannsakaður með víðtækri framhaldssrannsókn í Þýskalandi eftir markaðssetningu. Á sjö ára eftirfylgnitímabili var árangur Hib-efnisþáttanna í tveimur sexgildum bóluefnum, en annað þeirra var Infanrix hexa, 89,6% eftir fulla frumónæmisaðgerð og 100% eftir fulla frumónæmisaðgerð og örvunarskammt (óháð hvaða Hib-bóluefni var notað við frumónæmisaðgerð).

Niðurstöður reglubundinnar eftirlitsrannsóknar sem er í gangi á Ítalíu sýndu fram á virkni Infanrix hexa við að ná stjórn á Hib-sjúkdómi hjá ungbörnum þegar bóluefnið er gefið samkvæmt 3 og 5 mánaða frumbólusetningaráætluninni, með örvunarskammti sem gefinn er við u.þ.b. 11 mánaða aldur. Á sex ára tímabili sem hófst árið 2006, þar sem Infanrix hexa var aðalbóluefnið í notkun sem innihélt Hib og hlutfall bólusettra var yfir 95%, var áfram góð stjórn á ífarandi Hib-sjúkdómum, en í fjórum tilvikum var greint frá staðfestum Hib tilvikum hjá ítölskum börnum yngri en 5 ára við óbeint eftirlit.

5.2Lyfjahvörf

Útlistunar á lyfjahvörfum er ekki krafist fyrir bóluefni.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, sértækum eiturverkunum, eiturverkunum eftir endurtekna skammta og samrýmanleika innihaldsefna.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Hib-stofn:

Vatnsfrír laktósi

DTPa-HBV-IPV-dreifa:

Natríumklóríð (NaCl)

Medium 199 sem aðallega inniheldur amínósýrur, steinefnasölt, vítamín

Vatn fyrir stungulyf

Varðandi ónæmisglæða, sjá kafla 2.

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

3 ár.

Eftir blöndun: Ráðlagt er að nota bóluefnið tafarlaust. Þó hefur verið sýnt fram á stöðugleika í 8 klst. við 21°C eftir blöndun.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C – 8°C).

Má ekki frjósa.

Geymið í upprunalegum umbúðum, til varnar gegn ljósi.

Upplýsingar um stöðugleika benda til að þættir bóluefnisins séu stöðugir við hitastig allt að 25°C í 72 klst. Í lok þess tímabils skal nota Infanrix hexa eða farga því. Þessar upplýsingar eru aðeins til að leiðbeina heilbrigðisstarfsfólki ef um tímabundin hitastigsfrávik er að ræða.

Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

Duft (stofn/stungulyfsstofn) í hettuglasi (gler af gerð I) með tappa (bútýl).

Pakkning með hettuglasi og áfylltri sprautu

0,5 ml af dreifu í áfylltri sprautu (gler af gerð I) með stimpiltappa (bútýl).

Pakkningar: 1, 10, 20 og 50 með eða án nála og fjölpakkning með 5 pakkningum, sem hver inniheldur 10 hettuglös og 10 áfylltar sprautur, án nála.

Pakkning með hettuglösum

0,5 ml af dreifu í hettuglasi (gler af gerð I) með tappa (bútýl). Pakkningastærðir 1 og 50.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Pakkning með hettuglasi og áfylltri sprautu

Við geymslu getur komið í ljós tær vökvi og hvítt botnfall í áfylltu sprautunni sem inniheldur DTPa- HBV-IPV-dreifuna. Þetta er eðlilegt.

Hrista skal áfylltu sprautuna vel til að ná fram einsleitri hvítgruggugri dreifu.

Bóluefnið er blandað með því að bæta öllu innihaldi áfylltu sprautunnar í hettuglasið sem inniheldur duftið. Blönduna skal hrista vandlega þar til duftið er fullkomlega uppleyst, fyrir lyfjagjöf.

Blandað bóluefnið virðist vera örlítið meira skýjuð dreifa en fljótandi efnisþátturinn einn sér. Þetta er eðlilegt.

Bóluefnið skal skoða fyrir og eftir blöndun m.t.t. aðskotahluta og/eða óeðlilegs útlits. Ef annað hvort kemur í ljós skal farga bóluefninu.

Áfyllta sprautan er fáanleg annaðhvort þannig að Luer oddurinn hefur verið keramikhúðaður (ceramic coated treatment, CCT) eða á oddinum er stífur plasttappi (plastic rigid tip cap, PRCT) sem er Luer- Lock millistykki.

Leiðbeiningar fyrir áfyllta sprautu með Luer-Lock millistykki (PRTC)

Nál

Nálarhlíf

 

Sprauta

Sprautustimpill Sprautuhólkur

Sprautulok

1.Haltu á sprautuhólknum í annarri hendi (forðist að halda í sprautustimpilinn), losaðu sprautulokið með því að snúa því rangsælis.

2.Til að festa nálina við sprautuna; snúðu nálinni réttsælis inn í sprautuna þar til þú finnur að hún læsist (sjá mynd).

3.Fjarlægðu nálarhlífina, sem getur stundum verið svolítið stíf.

4.Blandaðu bóluefnið samkvæmt lýsingu hér á undan.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Pakkning með hettuglösum

Við geymslu getur komið í ljós tær vökvi og hvítt botnfall í hettuglasinu sem inniheldur DTPa-HBV- IPV-dreifuna. Þetta er eðlilegt.

Hrista skal DTPa-HBV-IPV-dreifuna vel til að ná fram einsleitri hvítgruggugri dreifu.

Bóluefnið er blandað með því að bæta öllu innihaldi hettuglassins sem inniheldur DTPa-HBV-IPV- dreifuna með sprautu yfir í hettuglasið sem inniheldur duftið. Blönduna skal hrista vandlega þar til duftið er fullkomlega uppleyst, fyrir lyfjagjöf.

Blandað bóluefnið virðist vera örlítið meira skýjuð dreifa en fljótandi efnisþátturinn einn sér. Þetta er eðlilegt.

Bóluefnið skal skoða fyrir og eftir blöndun m.t.t. aðskotahluta og/eða óeðlilegs útlits. Ef annað hvort kemur í ljós skal farga bóluefninu.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

GlaxoSmithKline Biologicals s.a. Rue de l’Institut 89

1330 Rixensart, Belgíu

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

Áfyllt sprauta EU/1/00/152/001 EU/1/00/152/002 EU/1/00/152/003 EU/1/00/152/004 EU/1/00/152/005 EU/1/00/152/006 EU/1/00/152/007 EU/1/00/152/008 EU/1/00/152/021

Hettuglas

EU/1/00/152/019

EU/1/00/152/020

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 23. október 2000

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 31. ágúst 2010

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf