Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Instanyl (fentanyl citrate) – Fylgiseðill - N02AB03

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsInstanyl
ATC-kóðiN02AB03
Efnifentanyl citrate
FramleiðandiTakeda Pharma A/S

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Instanyl 50 míkrógrömm/skammt nefúði, lausn

Instanyl 100 míkrógrömm/skammt nefúði, lausn

Instanyl 200 míkrógrömm/skammt nefúði, lausn

Fentanýl

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Instanyl og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Instanyl

3.Hvernig nota á Instanyl

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Instanyl

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Instanyl og við hverju það er notað

Instanyl inniheldur virka efnið fentanýl og tilheyrir hópi öflugra verkjalyfja sem kallast ópíóíð. Ópíóíð virka með því að stöðva verkjaboð til heilans.

Instanyl verkar mjög hratt og er notað við gegnumbrotsverk hjá krabbameinssjúklingum sem þegar fá ópíóíð við venjulegum verkjum sínum. Gegnumbrotsverkur er skyndilegur viðbótarverkur sem kemur fram þrátt fyrir töku venjulegra verkjastillandi ópíóíðlyfja.

2. Áður en byrjað er að nota Instanyl

Ekki má nota Instanyl:

-ef þú ert með ofnæmi fyrir fentanýli eða einhverju öðru innihaldsefni Instanyl.

-ef þú notar ekki reglulega ávísað verkjadeyfandi ópíóíðlyf (t.d. kódín, fentanýl, hýdrómorfón, morfín, oxýkódon, petidín), á reglubundinn hátt daglega í að minnsta kosti viku til þess að hafa hemil á þrálátum verkjum. Ef þú hefur ekki verið að nota lyf af þessu tagi mátt þú alls ekki nota Instanyl því það gæti aukið hættuna á að öndun verði hættulega hæg og/eða grunn, eða jafnvel stöðvist.

-ef þú ert með skammtímaverk annan en gegnumbrotsverk

-ef þú átt í verulegum öndunarerfiðleikum eða ert með alvarlegan teppusjúkdóm í lungum.

-ef þú hefur áður gengist undir geislameðferð í andliti.

-ef þú ert með endurteknar blóðnasir.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Hafðu samband við lækninn áður en byrjað er að nota Instanyl, sérstaklega

-ef þú ert með langvinnan teppusjúkdóm í lungum getur Instanyl haft áhrif á öndun þína.

-ef þú ert með sjúkdóm í hjarta, einkum með hægan hjartslátt, lágan blóðþrýsting eða lítið blóð.

-ef þú ert með kvilla í lifur eða nýrum.

-ef vandamál eru vegna heilastarfsemi, t.d. vegna heilaæxlis, höfuðáverka eða aukins innankúpuþrýstings,

-ef þú tekur geðdeyfðarlyf eða geðrofslyf skaltu lesa kaflann um notkun annarra lyfja samhliða Instanyl.

-ef þú notar önnur nefúðalyf, t.d. við kvefi eða ofnæmi.

Ef þú finnur fyrir öndunarerfiðleikum á meðan á meðferð með Instanyl stendur, er mikilvægt að þú hafir tafarlaust samband við lækninn eða sjúkrahúsið.

Ef þú færð endurteknar blóðnasir eða óþægindi í nefi á meðan á meðferð með Instanyl stendur, verður þú að hafa samband við lækninn sem mun íhuga aðra meðferð við gegnumbrotsverki þínum.

Ef þú heldur að þú sért að verða háð/ur Instanyl er mikilvægt að þú látir lækninn þinn vita.

Börn og unglingar

Instanyl má ekki gefa börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Instanyl

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð, hafa verið notuð nýlega eða kynnu að vera notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Instanyl getur haft áhrif á önnur lyf og öfugt.

Gæta skal sérstakrar varúðar ef þú færð meðferð með einhverju eftirfarandi lyfja:

-Lyf sem gætu undir eðlilegum kringumstæðum gert þig syfjaða/n (haft slævandi áhrif) svo sem svefntöflur, kvíðastillandi lyf, andhistamínlyf eða róandi lyf

-Lyf sem gætu haft áhrif á hvernig líkaminn brýtur niður Instanyl, eins og

rítonavír, nelfinavír, amprenavír og fosamprenavír (lyf notuð við HIV-smiti)

CYP3A4 hemlar eins og ketoconazól, itraconazól eða flúconazól (notuð við sveppasýkingum),

troleandomýcín, clarithromýcín eða erýthromýcín (lyf við bakteríusýkingum),

aprepítant (notað við mikilli ógleði)

diltíazem og verapamíl (lyf við háum blóðþrýstingi eða hjartasjúkdómum)

-Lyf sem kölluð eru mónóamínoxídasa (MAO) hemlar (notuð við alvarlegu þunglyndi), einnig ef þú hefur fengið meðferð með slíku lyfi síðastliðnar 2 vikur

-Hættan á aukaverkunum eykst ef þú tekur lyf á borð við tiltekin geðdeyfðarlyf eða geðrofslyf. Instanyl getur valdið milliverkunum við þessi lyf og þú kannt að finna fyrir breytingum á andlegu ástandi (t.d. óróleiki, ofskynjanir, dá), og öðrum áhrifum svo sem líkamshita yfir 38°C, aukinni hjartsláttartíðni, óstöðugum blóðþrýstingi og ýktum viðbrögðum, vöðvastífni, skorti á samhæfingu hreyfinga og/eða einkennum í meltingarvegi (t.d. ógleði, uppköst, niðurgangur). Læknirinn mun láta þig vita hvort Instanyl henti þér.

-Svokölluð blönduð virkjandi/hamlandi lyf, t.d. búprenorfín, nalbúfín og pentazósín (verkjalyf). Þú gætir fundið fyrir einkennum lyfjafráhvarfsheilkennis (ógleði, uppköstum, niðurgangi, kvíða, hrolli, skjálfta og svitamyndun).

-Önnur lyf sem tekin eru í nef, einkum oxýmetazólín, xýlómetazólín og sambærileg lyf sem notuð eru til að lina nefstíflu.

Notkun Instanyl með mat , drykk eða áfengi

Ekki má drekka áfengi á meðan á meðferð með Instanyl stendur þar sem það getur aukið hættu á hættulegum aukaverkunum.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Instanyl ætti ekki að nota á meðgöngu nema í samráði við lækni.

Instanyl ætti ekki að nota í fæðingu þar sem fentanýl getur valdið alvarlegum öndunarerfiðleikum hjá nýfæddu barni.

Fentanýl getur borist í brjóstamjólk og gæti valdið aukaverkunum hjá brjóstmylkingum. Ekki má nota Instanyl meðan barn er haft á brjósti. Ekki á að hefja brjóstagjöf fyrr en a.m.k. 5 dögum frá síðasta skammtinum af Instanyl.

Akstur og notkun véla

Akið ekki né notið tæki eða vélar á meðan á meðferð með Instanyl stendur. Instanyl getur valdið svima og svefnhöfga en það getur haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

3.Hvernig nota á Instanyl

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Instanyl skammturinn er óháður venjulegri meðferð þinni við krabbameinsverkjum.

Þegar þú byrjar að nota Instanyl, mun læknirinn aðstoða þig við að finna þann skammt sem þarf við gegnumbrotsverknum.

Upphafsskammturinn er einn 50 míkrógramma úðaskammtur í hvora nös hvert sinn sem gegnumbrotsverkur kemur fram. Á meðan verið er að finna réttan skammt getur verið að læknirinn gefi þér fyrirmæli um að skipta yfir í hærri styrkleika.

Ef ekki næst linun gegnumbrotsverks eftir 10 mínútur, máttu aðeins nota einn úðaskammt í viðbót í þessu verkjakasti.

Almennt skaltu bíða í 4 klst. áður en þú tekur lyf við öðru kasti af gegnumbrotsverki. Í undantekningar tilvikum þegar nýtt verkjakast kemur fram fyrr getur þú notað Instanyl til að meðhöndla það en þú verður að bíða í minnst 2 klst. áður en það er gert. Ef þú færð reglulega köst af gegnumbrotsverk með minna en 4 klst. millibili skaltu hafa samband við lækninn þar sem verið getur að breyta þurfi meðferð þinni við krabbameinsverkjum.

Nota má Instanyl við allt að fjórum köstum af gegnumbrotsverki á dag.

Ef þú færð fleiri en fjögur köst af gegnumbrotsverki á dag skaltu hafa samband við lækninn þar sem verið getur að breyta þurfi meðferð þinni við krabbameinsverkjum.

Til þess að fylgjast með fjölda Instanyl skammta ætti að merkja í reitina í bæklingnum sem er efst í ytri öskjunni með barnalæsingu.

Ekki breyta Instanyl skammti eða öðrum verkjalyfsskömmtum sjálf(ur). Breytingar á skömmtum þarf að gera í samráði við lækni.

Instanyl er til notkunar í nef.

Lestu notkunarleiðbeiningarnar í lok þessa fylgiseðils til að fá upplýsingar um hvernig á að nota Instanyl.

Ef notaður er stærri skammtur af Instanyl en mælt er fyrir um eða ef þú telur að einhver hafi óvart notað Instanyl

Þá skaltu hafa samband við lækninn, sjúkrahúsið eða bráðadeild til að meta hættuna og fá ráðleggingar ef notaður er stærri skammtur af Instanyl en mælt er fyrir.

Einkenni ofskömmtunar eru:

Syfja, svefnhöfgi, svimi, lækkaður líkamshiti, hægur hjartsláttur, erfiðleikar við samhæfingu handa og fóta.

Í alvarlegum tilfellum getur of stór skammtur af Instanyl valdið dái, slævingu, krömpum eða alvarlegum öndunarerfiðleikum (mjög hæg eða grunn öndun).

Ef þú finnur fyrir einhverju ofantalinna einkenna skaltu leita tafarlaust læknishjálpar.

Athugasemd til umönnunaraðila

Ef þú tekur eftir því að sá sem tekur Instanyl verður skyndilega hægur, á erfitt með öndun eða ef þú átt erfitt með að vekja hann:

-Þá skaltu tafarlaust kalla á neyðarhjálp

-Á meðan neyðarhjálpin berst verður þú að reyna að halda sjúklingnum vakandi með því að tala við hann eða hrista hann varlega af og til

-Ef sjúklingurinn á erfitt með öndun skaltu hvetja hann til að anda á 5-10 sekúndna fresti

-Ef sjúklingurinn er hættur að anda skaltu reyna að veita honum skyndihjálp þar til neyðarhjálpin berst.

Ef þú telur að einhver hafi óvart tekið Instanyl skaltu tafarlaust leita læknishjálpar. Reyndu að halda honum vakandi þar til neyðarhjálpin berst.

Hafi einhver notað Instanyl óvart, getur hann fengið sömu einkenni og lýst er hér að ofan fyrir ofskömmtun.

Ef gleymist að nota Instanyl

Ef gegnumbrotsverkurinn er enn til staðar máttu nota Instanyl eins og læknirinn hefur mælt fyrir um. Ef gegnumbrotsverkurinn er hættur skaltu ekki nota Instanyl þar til þú færð næsta kast af gegnumbrotsverki.

Ef hætt er að nota Instanyl

Þú ættir að hætta notkun Instanyl ef gegnumbrotsverkirnir eru horfnir. Þú ættir hins vegar að halda áfram að nota venjulegu verkjalyfin þín við krabbameinsverkjum. Hafðu samband við lækninn til að staðfesta rétta skammtastærð venjulega verkjalyfsins ef þú ert ekki viss.

Verið getur að fram komi einkenni sem líkjast mögulegum aukaverkunum Instanyl þegar notkun þess er hætt. Þú ættir að leita til læknis ef þú finnur fyrir fráhvarfseinkennum. Læknirinn metur hvort þú þarft að fá lyf til að draga úr eða eyða fráhvarfseinkennum.

Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Aukaverkanirnar hætta oft eða verða vægari við langvarandi notkun lyfsins.

Stöðva skal meðferðina og hafa tafarlaust samband við lækninn, sjúkrahúsið eða bráðadeild ef þú:

-

-

-

-

finnur fyrir alvarlegum öndunarerfiðleikum ert með hrygluhljóð við innöndun

ert með krampaverki finnur fyrir miklum svima

Þessar aukaverkanir geta verið mjög alvarlegar.

Aðrar aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um við notkun Instanyl:

Algengar aukaverkanir (geta komið fram hjá 1 af hverjum 10 notendum): Syfja, svimi ásamt erfiðleikum við að halda jafnvægi, höfuðverkur, erting í hálsi, ógleði, uppköst, roði í andliti, mikil hitatilfinning, mikil svitamyndun.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fram hjá 1 af hverjum 100 notendum): Lyfjafíkn, svefnleysi, svefnhöfgi, krampakenndir vöðvasamdrættir, óeðlileg tilfinning í húð jafnvel óþægileg, breytt bragðskyn, ferðaveiki, lágur blóðþrýstingur, alvarlegir öndunarerfiðleikar, blóðnasir, sár í nefi, nefrennsli, hægðatregða, bólga í munni, munnþurrkur, verkur í húð, kláði í húð, hiti.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Dettni, niðurgangur, krampar (köst), þroti í hand- eða fótleggjum, að sjá eða heyra eitthvað sem samræmist ekki raunveruleikanum (ofskynjanir), þreyta, vanlíðan, fráhvarfsheilkenni (getur komið fram sem eftirfarandi aukaverkanir: ógleði, uppköst, niðurgangur, kvíði, hrollur, skjálfti og sviti). Einnig hefur verið greint frá tilfellum um rof í miðsnesi – miðsnes er sá hluti nefsins sem aðskilur nasirnar.

Þú ættir að láta lækninn vita ef vart verður við endurteknar blóðnasir eða óþægindi í nefi.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Instanyl

Verkjalyfið Instanyl er öflugt lyf og getur verið lífshættulegt börnum. Geyma verður Instanyl þar sem börn hvorki ná til né sjá. Látið nefúðann ávallt aftur í öskjuna með barnalæsingu eftir notkun.

Notið ekki Instanyl eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á flöskunni með EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 30°C. Geymið nefúðann í uppréttri stöðu. Má ekki frjósa. Ef Instanyl nefúðinn er frosinn getur úðadælan brotnað. Ef ekki er víst hvernig dælan var geymd skal athuga úðadæluna fyrir notkun.

Instanyl sem er komið fram yfir fyrningardagsetningu eða ekki er lengur þörf fyrir getur samt sem áður innihaldið nægilega mikið lyf til að vera skaðlegt öðrum, einkum börnum. Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Öllum notuðum og ónotuðum flöskum skal farga samkvæmt kröfum á hverjum stað eða skila í apótekið í ytri öskju með barnalæsingu. Leitið ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

Hvað inniheldur Instanyl nefúði, lausn

Virka efnið er fentanýl. Innihaldið er:

50/míkrógrömm/skammt: 1 ml inniheldur fentanýlsítrat sem svarar til 500 míkrógrömm af fentanýli. 1 úðaskammtur (100 míkrólítrar) inniheldur 50 míkrógrömm af fentanýli. 100/míkrógrömm/skammt: 1 ml inniheldur fentanýlsítrat sem svarar til 1.000 míkrógrömm af fentanýli. 1 úðaskammtur (100 míkrólítrar) inniheldur 100 míkrógrömm af fentanýli. 200/míkrógrömm/skammt: 1 ml inniheldur fentanýlsítrat sem svarar til 2.000 míkrógrömm af fentanýli. 1 úðaskammtur (100 míkrólítrar) inniheldur 200 míkrógrömm af fentanýli.

Önnur innhaldsefni eru natríumdíhýdrógenfosfat díhýdrat, dínatríumfosfat díhýdrat og eimað vatn

Útlit Instanyl og pakkningastærðir

Instanyl er nefúði, lausn. Lausnin er tær og litlaus. Það er í brúnni glerflösku með skammtadælu. Nefúðinn er í ytri öskju með barnalæsingu og er fáanlegur í þremur pakkningastærðum: 1,8 ml (svarar til 10 skammta), 2,9 ml (svarar til 20 skammta) og 5,0 ml (svarar til 40 skammta).

Ekki er víst að báðar pakkningastærðirnar séu markaðssettar.

Merkingar þriggja styrkleika Instanyl eru aðgreindar með litum: merking fyrir 50 míkrógrömm/skammt er appelsínugul merking fyrir 100 míkrógrömm/skammt er rauðfjólublá merking fyrir 200 míkrógrömm/skammt er grænblá.

Markaðsleyfishafi

Takeda Pharma A/S

Dybendal Alle 10

DK-2630 Taastrup

Danmörk

Framleiðandi

Takeda GmbH Robert-Bosch-Strasse 8 D – 78224 Singen Þýskaland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien/Luxembourg/

Lietuva

Luxemburg

Takeda, UAB

Takeda Belgium

Tel.: +370 521 09 070

Tel./Tél.: +32 2 464 06 11

 

takeda-belgium@takeda.com

 

България

Magyarország

Такеда България

Takeda Pharma Kft.

Тел.: + 359 2 958 27 36

Tel.: +361 2707030

Česká republika

Malta / Κύπρος

Takeda Pharmaceuticals Czech Republic s.r.o.

Takeda Pharma A/S

Tel.: + 420 234 722 722

Tel./ Τηλ.: +45 46 77 11 11

Danmark

Nederland

Takeda Pharma A/S

Takeda Nederland bv

Tlf./Tel.: +45 46 77 11 11

Tel.: +31 23 56 68 777

Deutschland

Norge

Takeda GmbH

Takeda AS

Tel.: +49 (0) 800 825 3325

Tlf.: +47 6676 3030

medinfo@takeda.de

infonorge@takeda.com

Eesti

Österreich

Takeda Pharma AS

Takeda Pharma Ges.m.b.H.

Tel.: +372 6177 669

Tel.: +43 (0) 800 20 80 50

info@takeda.ee

 

Ελλάδα

Polska

TAKEDA ΕΛΛΑΣ Α.Ε.

Takeda Polska Sp. z o.o.

Τηλ.: +30 210 6387800

Tel.: +48 22 608 13 00

gr.info@takeda.com

 

España

Portugal

Takeda Farmacéutica España S.A.

Takeda Farmacêuticos Portugal, Lda.

Tel.: +34 917 14 99 00

Tel.: + 351 21 120 1457

spain@takeda.com

 

France

România

Takeda France S.A.S

Takeda Pharmaceuticals SRL

Tel.: +33 1 46 25 16 16

Tel.: +40 21 335 03 91

Hrvatska

Slovenija

Takeda Pharmaceuticals Croatia d.o.o

Takeda GmbH Podružnica Slovenija

Tel: +385 1 377 88 96

Tel.: +386 (0) 59 082 480

Ireland

Slovenská republika

Takeda Products Ireland Ltd.

Takeda Pharmaceuticals Slovakia s.r.o.

Tel.: +353 (0) 1 6420021

Tel.: +421 (2) 20 602 600

Ísland

Suomi/Finland

Vistor hf.

Takeda Oy

Tel.: +354 535 7000

Puh./Tel.: +358 20 746 5000

vistor@vistor.is

infoposti@takeda.com

Italia

Sverige

Grünenthal Italia S.r.l.

Takeda Pharma AB

Tel.: +39 02 4305 1

Tel.: +46 8 731 28 00

 

infosweden@takeda.com

Latvija

United Kingdom

Takeda Latvia SIA

Takeda UK Ltd

Tel.: +371 67840082

Tel.: +44 (0)1628 537 900

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður MM/ÁÁÁÁ}.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu : http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR FYRIR INSTANYL NEFÚÐA

Lestu eftirfarandi leiðbeiningar vandlega til að fá upplýsingar um hvernig á að nota Instanyl nefúða

-Áður en dælan er notuð í fyrsta sinn: Þrýstu á dæluna þar til fíngerður úði birtist (þrýstu 3 til 4 sinnum á nefúðann). Það er mikilvægt að forðast að úða í átt að þér eða öðru fólki;

Ef þú hefur ekki notað Instanyl í meira en 7 daga þarftu að undirbúa dæluna aftur með því að úða einu sinni út í loftið áður en næsti skammtur er notaður.

-Meðan á undirbúningsferlinu stendur losnar lyf úr nefúðanum. Af þeim sökum:

-Þarf undirbúningurinn að fara fram á vel loftræstu svæði.

-Mátt þú ekki beina úðanum í áttina að þér eða öðru fólki.

-Mátt þú ekki beina úðanum í átt að flötum og hlutum sem komist gætu í snertingu við annað fólk, einkum börn.

Notaðu Instanyl með eftirfarandi hætti:

-Snýttu þér ef nefið virðist stíflað eða ef þú ert kvefuð/kvefaður

-Þú átt að sitja eða standa í uppréttri stöðu

-Taktu rykhlífðarlokið af úðaranum

-Haltu úðanum uppréttum

-Hallaðu höfðinu aðeins fram

-Lokaðu annarri nösinni með því að styðja fingrinum á nasarvænginn og settu nefúðann í hina nösina (u.þ.b. 1 cm). Engu skiptir hvor nösin er notuð. Ef nota þarf annan skammt eftir 10 mínútur til að ná nægilegri verkjastillingu skal taka þann skammt í hina nösina

-Þrýstu einu sinni snöggt á dæluna á meðan þú andar inn um nefið. Ekki er víst að skammturinn sé merkjanlegur í nefinu en hann er þar samt ef dælunni hefur verið þrýst upp

-Láttu Instanyl ávallt aftur í öskjuna með barnalæsingu eftir notkun.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Instanyl 50 míkrógrömm nefúði, lausn í stakskammtaíláti.

Instanyl 100 míkrógrömm nefúði, lausn í stakskammtaíláti.

Instanyl 200 míkrógrömm nefúði, lausn í stakskammtaíláti.

Fentanýl

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Instanyl og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Instanyl

3.Hvernig nota á Instanyl

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Instanyl

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1. Upplýsingar um Instanyl og við hverju það er notað

Instanyl inniheldur virka efnið fentanýl og tilheyrir hópi öflugra verkjalyfja sem kallast ópíóíð. Ópíóíð virka með því að stöðva verkjaboð til heilans.

Instanyl verkar mjög hratt og er notað við gegnumbrotsverk hjá krabbameinssjúklingum sem þegar fá ópíóíð við venjulegum verkjum sínum. Gegnumbrotsverkur er skyndilegur viðbótarverkur sem kemur fram þrátt fyrir töku venjulegra verkjastillandi ópíóíðlyfja.

2. Áður en byrjað er að nota Instanyl

Ekki má nota Instanyl:

-ef þú ert með ofnæmi fyrir fentanýli eða einhverju öðru innihaldsefni Instanyl.

-ef þú notar ekki reglulega ávísað verkjadeyfandi ópíóíðlyf (t.d. kódín, fentanýl, hýdrómorfón, morfín, oxýkódon, petidín), á reglubundinn hátt daglega í að minnsta kosti viku til þess að hafa hemil á þrálátum verkjum. Ef þú hefur ekki verið að nota lyf af þessu tagi mátt þú alls ekki nota Instanyl því það gæti aukið hættuna á að öndun verði hættulega hæg og/eða grunn, eða jafnvel stöðvist.

-ef þú ert með skammtímaverk annan en gegnumbrotsverk

-ef þú átt í verulegum öndunarerfiðleikum eða ert með alvarlegan teppusjúkdóm í lungum.

-ef þú hefur áður gengist undir geislameðferð í andliti.

-ef þú ert með endurteknar blóðnasir.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Hafðu samband við lækninn áður en byrjað er að nota Instanyl, sérstaklega:

-ef þú ert með langvinnan teppusjúkdóm í lungum getur Instanyl haft áhrif á öndun þína.

-ef þú ert með sjúkdóm í hjarta, einkum með hægan hjartslátt, lágan blóðþrýsting eða lítið blóð.

-ef þú ert með kvilla í lifur eða nýrum.

-ef vandamál eru vegna heilastarfsemi, t.d. vegna heilaæxlis, höfuðáverka eða aukins innankúpuþrýstings.

-ef þú tekur geðdeyfðarlyf eða geðrofslyf skaltu lesa kaflann um notkun annarra lyfja samhliða Instanyl.

-ef þú notar önnur nefúðalyf, t.d. við kvefi eða ofnæmi.

Ef þú finnur fyrir öndunarerfiðleikum á meðan á meðferð með Instanyl stendur, er mikilvægt að þú hafir tafarlaust samband við lækninn eða sjúkrahúsið.

Ef þú færð endurteknar blóðnasir eða óþægindi í nefi á meðan á meðferð með Instanyl stendur, verður þú að hafa samband við lækninn sem mun íhuga aðra meðferð við gegnumbrotsverki þínum.

Ef þú heldur að þú sért að verða háð/ur Instanyl er mikilvægt að þú látir lækninn þinn vita.

Börn og unglingar

Instanyl má ekki gefa börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Instanyl

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð, hafa verið notuð nýlega eða kynnu að vera notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Instanyl getur haft áhrif á önnur lyf og öfugt.

Gæta skal sérstakrar varúðar ef þú færð meðferð með einhverju eftirfarandi lyfja:

-Lyf sem gætu undir eðlilegum kringumstæðum gert þig syfjaða/n (haft slævandi áhrif) svo sem svefntöflur, kvíðastillandi lyf, andhistamínlyf eða róandi lyf

-Lyf sem gætu haft áhrif á hvernig líkaminn brýtur niður Instanyl, eins og

rítonavír, nelfinavír, amprenavír og fosamprenavír (lyf notuð við HIV-smiti)

CYP3A4 hemlar eins og ketoconazól, itraconazól eða flúconazól (notuð við sveppasýkingum),

troleandomýcín, clarithromýcín eða erýthromýcín (lyf við bakteríusýkingum),

aprepítant (notað við mikilli ógleði)

diltíazem og verapamíl (lyf við háum blóðþrýstingi eða hjartasjúkdómum)

-Lyf sem kölluð eru mónóamínoxídasa (MAO) hemlar (notuð við alvarlegu þunglyndi), einnig ef þú hefur fengið meðferð með slíku lyfi síðastliðnar 2 vikur

-Hættan á aukaverkunum eykst ef þú tekur lyf á borð við tiltekin geðdeyfðarlyf eða geðrofslyf. Instanyl getur valdið milliverkunum við þessi lyf og þú kannt að finna fyrir breytingum á andlegu ástandi (t.d. óróleiki, ofskynjanir, dá), og öðrum áhrifum svo sem líkamshita yfir 38°C, aukinni hjartsláttartíðni, óstöðugum blóðþrýstingi og ýktum viðbrögðum, vöðvastífni, skorti á samhæfingu hreyfinga og/eða einkennum í meltingarvegi (t.d. ógleði, uppköst, niðurgangur). Læknirinn mun láta þig vita hvort Instanyl henti þér.

-Svokölluð blönduð virkjandi/hamlandi lyf, t.d. búprenorfín, nalbúfín og pentazósín (verkjalyf). Þú gætir fundið fyrir einkennum lyfjafráhvarfsheilkennis (ógleði, uppköstum, niðurgangi, kvíða, hrolli, skjálfta og svitamyndun).

-Önnur lyf sem tekin eru í nef, einkum oxýmetazólín, xýlómetazólín og sambærileg lyf sem notuð eru til að lina nefstíflu.

Notkun Instanyl með mat , drykk eða áfengi

Ekki má drekka áfengi á meðan á meðferð með Instanyl stendur þar sem það getur aukið hættu á hættulegum aukaverkunum.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Instanyl ætti ekki að nota á meðgöngu nema í samráði við lækni.

Instanyl ætti ekki að nota í fæðingu þar sem fentanýl getur valdið alvarlegum öndunarerfiðleikum hjá nýfæddu barni.

Fentanýl getur borist í brjóstamjólk og gæti valdið aukaverkunum hjá brjóstmylkingum. Ekki má nota Instanyl meðan barn er haft á brjósti. Ekki á að hefja brjóstagjöf fyrr en a.m.k. 5 dögum frá síðasta skammtinum af Instanyl.

Akstur og notkun véla

Akið ekki né notið tæki eða vélar á meðan á meðferð með Instanyl stendur. Instanyl getur valdið svima og svefnhöfga en það getur haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

3. Hvernig nota á Instanyl

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Instanyl skammturinn er óháður venjulegri meðferð þinni við krabbameinsverkjum.

Þegar þú byrjar að nota Instanyl, mun læknirinn aðstoða þig við að finna þann skammt sem þarf við gegnumbrotsverknum.

Upphafsskammturinn er einn 50 míkrógramma úðaskammtur í hvora nös hvert sinn sem gegnumbrotsverkur kemur fram. Á meðan verið er að finna réttan skammt getur verið að læknirinn gefi þér fyrirmæli um að skipta yfir í hærri styrkleika.

Ef ekki næst linun gegnumbrotsverks eftir 10 mínútur, máttu aðeins nota einn úðaskammt í viðbót í þessu verkjakasti.

Almennt skaltu bíða í 4 klst. áður en þú tekur lyf við öðru kasti af gegnumbrotsverki. Í undantekningar tilvikum þegar nýtt verkjakast kemur fram fyrr getur þú notað Instanyl til að meðhöndla það en þú verður að bíða í minnst 2 klst. áður en það er gert. Ef þú færð reglulega köst af gegnumbrotsverk með minna en 4 klst. millibili skaltu hafa samband við lækninn þar sem verið getur að breyta þurfi meðferð þinni við krabbameinsverkjum.

Nota má Instanyl við allt að fjórum köstum af gegnumbrotsverki á dag.

Ef þú færð fleiri en fjögur köst af gegnumbrotsverki á dag skaltu hafa samband við lækninn þar sem verið getur að breyta þurfi meðferð þinni við krabbameinsverkjum.

Ekki breyta Instanyl skammti eða öðrum verkjalyfsskömmtum sjálf(ur). Breytingar á skömmtum þarf að gera í samráði við lækni.

Instanyl er til notkunar í nef.

Lestu notkunarleiðbeiningarnar í lok þessa fylgiseðils til að fá upplýsingar um hvernig á að nota Instanyl.

Ef notaður er stærri skammtur af Instanyl en mælt er fyrir um eða ef þú telur að einhver hafi óvart notað Instanyl

Þá skaltu hafa samband við lækninn, sjúkrahúsið eða bráðadeild til að meta hættuna og fá ráðleggingar ef notaður er stærri skammtur af Instanyl en mælt er fyrir.

Einkenni ofskömmtunar eru:

Syfja, svefnhöfgi, svimi, lækkaður líkamshiti, hægur hjartsláttur, erfiðleikar við samhæfingu handa og fóta.

Í alvarlegum tilfellum getur of stór skammtur af Instanyl valdið dái, slævingu, krömpum eða alvarlegum öndunarerfiðleikum (mjög hæg eða grunn öndun).

Ef þú finnur fyrir einhverju ofantalinna einkenna skaltu leita tafarlaust læknishjálpar.

Athugasemd til umönnunaraðila

Ef þú tekur eftir því að sá sem tekur Instanyl verður skyndilega hægur, á erfitt með öndun eða ef þú átt erfitt með að vekja hann:

-Þá skaltu tafarlaust kalla á neyðarhjálp.

-Á meðan neyðarhjálpin berst verður þú að reyna að halda sjúklingnum vakandi með því að tala við hann eða hrista hann varlega af og til.

-Ef sjúklingurinn á erfitt með öndun skaltu hvetja hann til að anda á 5-10 sekúndna fresti.

-Ef sjúklingurinn er hættur að anda skaltu reyna að veita honum skyndihjálp þar til neyðarhjálpin berst.

Ef þú telur að einhver hafi óvart tekið Instanyl skaltu tafarlaust leita læknishjálpar. Reyndu að halda honum vakandi þar til neyðarhjálpin berst.

Hafi einhver notað Instanyl óvart, getur hann fengið sömu einkenni og lýst er hér að ofan fyrir ofskömmtun.

Ef gleymist að nota Instanyl

Ef gegnumbrotsverkurinn er enn til staðar máttu nota Instanyl eins og læknirinn hefur mælt fyrir um. Ef gegnumbrotsverkurinn er hættur skaltu ekki nota Instanyl þar til þú færð næsta kast af gegnumbrotsverki.

Ef hætt er að nota Instanyl

Þú ættir að hætta notkun Instanyl ef gegnumbrotsverkirnir eru horfnir. Þú ættir hins vegar að halda áfram að nota venjulegu verkjalyfin þín við krabbameinsverkjum. Hafðu samband við lækninn til að staðfesta rétta skammtastærð venjulega verkjalyfsins ef þú ert ekki viss.

Verið getur að fram komi einkenni sem líkjast mögulegum aukaverkunum Instanyl þegar notkun þess er hætt. Þú ættir að leita til læknis ef þú finnur fyrir fráhvarfseinkennum. Læknirinn metur hvort þú þarft að fá lyf til að draga úr eða eyða fráhvarfseinkennum.

Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4. Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Aukaverkanirnar hætta oft eða verða vægari við langvarandi notkun lyfsins.

Stöðva skal meðferðina og hafa tafarlaust samband við lækninn, sjúkrahúsið eða bráðadeild ef þú:

-

-

-

-

finnur fyrir alvarlegum öndunarerfiðleikum ert með hrygluhljóð við innöndun

ert með krampaverki finnur fyrir miklum svima

Þessar aukaverkanir geta verið mjög alvarlegar.

Aðrar aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um við notkun Instanyl:

Algengar aukaverkanir (geta komið fram hjá 1 af hverjum 10 notendum): Syfja, svimi ásamt erfiðleikum við að halda jafnvægi, höfuðverkur, erting í hálsi, ógleði, uppköst, roði í andliti, mikil hitatilfinning, mikil svitamyndun.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fram hjá 1 af hverjum 100 notendum): Lyfjafíkn, svefnleysi, svefnhöfgi, krampakenndir vöðvasamdrættir, óeðlileg tilfinning í húð jafnvel óþægileg, breytt bragðskyn, ferðaveiki, lágur blóðþrýstingur, alvarlegir öndunarerfiðleikar, blóðnasir, sár í nefi, nefrennsli, hægðatregða, bólga í munni, munnþurrkur, verkur í húð, kláði í húð, hiti.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Dettni, niðurgangur, krampar (köst), þroti í hand- eða fótleggjum, að sjá eða heyra eitthvað sem samræmist ekki raunveruleikanum (ofskynjanir), þreyta, vanlíðan, fráhvarfsheilkenni (getur komið fram sem eftirfarandi aukaverkanir: ógleði, uppköst, niðurgangur, kvíði, hrollur, skjálfti og sviti). Einnig hefur verið greint frá tilfellum um rof í miðsnesi – miðsnes er sá hluti nefsins sem aðskilur nasirnar.

Þú ættir að láta lækninn vita ef vart verður við endurteknar blóðnasir eða óþægindi í nefi.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5. Hvernig geyma á Instanyl

Verkjalyfið Instanyl er öflugt lyf og getur verið lífshættulegt börnum. Geyma verður Instanyl þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Instanyl eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og stakskammtaílátinu á eftir fyrnist/EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 30°C. Geymið þynnupakkninguna í ytri umbúðum. Geymist í uppréttri stöðu.

Instanyl getur verið skaðlegt öðrum, einkum börnum. Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Öllum ónotuðum stakskammtaílátum skal skila á kerfisbundinn og viðeigandi hátt í barnaöruggu þynnupakkningunni samkvæmt kröfum á hverjum stað og farga eða skila honum í apótekið. Leitið ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Hvað inniheldur Instanyl nefúði, lausn

Virka efnið er fentanýl. Innihaldið er:

50 míkrógrömm: 1 skammtur (100 míkrólítrar) inniheldur fentanýlsítrat sem jafngildir 50 míkrógrömmum af fentanýli.

100 míkrógrömm: 1 skammtur (100 míkrólítrar) inniheldur fentanýlsítrat sem jafngildir 100 míkrógrömmum af fentanýli.

200 míkrógrömm: 1 skammtur (100 míkrólítrar) inniheldur fentanýlsítrat sem jafngildir 200 míkrógrömmum af fentanýli.

Önnur innhaldsefni eru natríumdíhýdrógenfosfat díhýdrat, dínatríumfosfat díhýdrat og vatn fyrir stungulyf.

Útlit Instanyl og pakkningastærðir

Instanyl er nefúði, lausn í stakskammtaíláti. Lausnin er tær og litlaus.

Stakskammtaílátið inniheldur 1 skammt af Instanyl og er afgreitt í barnaöruggri þynnupakkningu. Instanyl fæst í mismunandi pakkningastærðum með 2, 6, 8 og 10 stakskammtaílátum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Merkingar þriggja styrkleika Instanyl eru aðgreindar með litum: merking fyrir 50 míkrógrömm er appelsínugul

merking fyrir 100 míkrógrömm er rauðfjólublá merking fyrir 200 míkrógrömm er grænblá.

Markaðsleyfishafi

Takeda Pharma A/S

Dybendal Alle 10

DK-2630 Taastrup

Danmörk

Framleiðandi

Takeda Pharma A/S

Dybendal Alle 10

DK-2630 Taastrup

Danmörk

Takeda GmbH Robert-Bosch-Strasse 8 D – 78224 Singen Þýskaland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien/Luxembourg/

Lietuva

Luxemburg

Takeda, UAB

Takeda Belgium

Tel.: +370 521 09 070

Tel./Tél.: +32 2 464 06 11

 

takeda-belgium@takeda.com

 

България

Magyarország

Такеда България

Takeda Pharma Kft.

Тел.: + 359 2 958 27 36

Tel.: +361 2707030

Česká republika

Malta / Κύπρος

Takeda Pharmaceuticals Czech Republic s.r.o.

Takeda Pharma A/S

Tel.: + 420 234 722 722

Tel./ Τηλ.: +45 46 77 11 11

Danmark

Nederland

Takeda Pharma A/S

Takeda Nederland bv

Tlf./Tel.: +45 46 77 11 11

Tel.: +31 23 56 68 777

Deutschland

Norge

Takeda GmbH

Takeda AS

Tel.: +49 (0) 800 825 3325

Tlf.: +47 6676 3030

medinfo@takeda.de

infonorge@takeda.com

Eesti

Österreich

Takeda Pharma AS

Takeda Pharma Ges.m.b.H.

Tel.: +372 6177 669

Tel.: +43 (0) 800 20 80 50

info@takeda.ee

 

Ελλάδα

Polska

TAKEDA ΕΛΛΑΣ Α.Ε.

Takeda Polska Sp. z o.o.

Τηλ.: +30 210 6387800

Tel.: +48 22 608 13 00

gr.info@takeda.com

 

España

Portugal

Takeda Farmacéutica España S.A.

Takeda Farmacêuticos Portugal, Lda.

Tel.: +34 917 14 99 00

Tel.: + 351 21 120 1457

spain@takeda.com

 

France

România

Takeda France S.A.S

Takeda Pharmaceuticals SRL

Tel.: + 33 1 46 25 16 16

Tel.: +40 21 335 03 91

Hrvatska

Slovenija

Takeda Pharmaceuticals Croatia d.o.o

Takeda GmbH Podružnica Slovenija

Tel: +385 1 377 88 96

Tel.: +386 (0) 59 082 480

Ireland

Slovenská republika

Takeda Products Ireland Ltd.

Takeda Pharmaceuticals Slovakia s.r.o.

Tel.: +353 (0) 1 6420021

Tel.: +421 (2) 20 602 600

Ísland

Suomi/Finland

Vistor hf.

Takeda Oy

Tel.: +354 535 7000

Puh./Tel.: +358 20 746 5000

vistor@vistor.is

infoposti@takeda.com

Italia

Sverige

Grünenthal Italia S.r.l.

Takeda Pharma AB

Tel.: +39 02 4305 1

Tel.: +46 8 731 28 00

 

infosweden@takeda.com

Latvija

United Kingdom

Takeda Latvia SIA

Takeda UK Ltd

Tel.: +371 67840082

Tel.: +44 (0)1628 537 900

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður {MM/ÁÁÁÁ}.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is/.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR FYRIR INSTANYL STAKSKAMMTA NEFÚÐA

Lestu eftirfarandi leiðbeiningar vandlega til að fá upplýsingar um hvernig á að nota Instanyl stakskammta nefúða:

Hvert stakskammtaílát er innsiglað í barnaöruggri þynnupakkningu. Ekki má opn þynnupakkninguna fyrr en sjúklingur en tilbúinn að nota úðann. Hvert stakskammtaílát inniheldur

einungis einn skammt af Instanyl. Má ekki prófa fyrir notkun.

Til að opna þynnupakkninguna skal klippa með skærum eftir línunni (fyrir ofan skæratáknið) á þynnupakkningunni. Grípa skal um brúnina á hlífðarþynnunni, fletta henni af og taka nefúðann úr pakkningunni.

Snýta ber sér ef nefið virðist stíflað eða ef kvef er fyrir hendi.

Grípið varlega um stakskammaílátið með því að styðja þumli undir bulluna og halda með vísifingri og löngutöng sitt hvorum megin við ávala úðaendann (sjá teikningu). Ekki þrýsta strax á bulluna.

Lokið annarri nösinni með því að þrýsta hinum vísifingrinum á hlið nefsins og stingið ávala úðaendanum upp í opnu nösina (u.þ.b. 1cm). Engu skiptir hvor nösin er notuð. Efnota þarf annan skammt eftir 10 mínútur til að ná nægilegri verkjastillingu skal taka þann skammt í hina nösina.

Haldið höfðinu uppréttu.

Þrýstið bullunni alla leið upp með þumlinum til að losa skammtinn og andið um leið varlega inn í gegnum nefið. Fjarlægið að því loknu nefúðaílátið úr nefinu. Ekki er víst að skammturinn sé merkjanlegur í nefinu en hann er þar samt ef bullunni hefur verið þrýst upp.

Stakskammtaílátið er nú tómt.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Instanyl 50 míkrógrömm/skammt nefúði, lausn

Instanyl 100 míkrógrömm/skammt nefúði, lausn

Instanyl 200 míkrógrömm/skammt nefúði, lausn

Fentanýl

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Instanyl og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Instanyl

3.Hvernig nota á Instanyl

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Instanyl

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1. Upplýsingar um Instanyl og við hverju það er notað

Instanyl inniheldur virka efnið fentanýl og tilheyrir hópi öflugra verkjalyfja sem kallast ópíóíð. Ópíóíð virka með því að stöðva verkjaboð til heilans.

Instanyl verkar mjög hratt og er notað við gegnumbrotsverk hjá krabbameinssjúklingum sem þegar fá ópíóíð við venjulegum verkjum sínum. Gegnumbrotsverkur er skyndilegur viðbótarverkur sem kemur fram þrátt fyrir töku venjulegra verkjastillandi ópíóíðlyfja.

2. Áður en byrjað er að nota Instanyl

Ekki má nota Instanyl:

-ef þú ert með ofnæmi fyrir fentanýli eða einhverju öðru innihaldsefni Instanyl.

-ef þú notar ekki reglulega ávísað verkjadeyfandi ópíóíðlyf (t.d. kódín, fentanýl, hýdrómorfón, morfín, oxýkódon, petidín), á reglubundinn hátt daglega í að minnsta kosti viku til þess að hafa hemil á þrálátum verkjum. Ef þú hefur ekki verið að nota lyf af þessu tagi mátt þú alls ekki nota Instanyl því það gæti aukið hættuna á að öndun verði hættulega hæg og/eða grunn, eða jafnvel stöðvist.

-ef þú ert með skammtímaverk annan en gegnumbrotsverk

-ef þú átt í verulegum öndunarerfiðleikum eða ert með alvarlegan teppusjúkdóm í lungum.

-ef þú hefur áður gengist undir geislameðferð í andliti.

-ef þú ert með endurteknar blóðnasir.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Hafðu samband við lækninn áður en byrjað er að nota Instanyl, sérstaklega

-ef þú ert með langvinnan teppusjúkdóm í lungum getur Instanyl haft áhrif á öndun þína.

-ef þú ert með sjúkdóm í hjarta, einkum með hægan hjartslátt, lágan blóðþrýsting eða lítið blóð.

-ef þú ert með kvilla í lifur eða nýrum.

-ef vandamál eru vegna heilastarfsemi, t.d. vegna heilaæxlis, höfuðáverka eða aukins innankúpuþrýstings,

-ef þú tekur geðdeyfðarlyf eða geðrofslyf skaltu lesa kaflann um notkun annarra lyfja samhliða Instanyl.

-ef þú notar önnur nefúðalyf, t.d. við kvefi eða ofnæmi.

Ef þú finnur fyrir öndunarerfiðleikum á meðan á meðferð með Instanyl stendur, er mikilvægt að þú hafir tafarlaust samband við lækninn eða sjúkrahúsið.

Ef þú færð endurteknar blóðnasir eða óþægindi í nefi á meðan á meðferð með Instanyl stendur, verður þú að hafa samband við lækninn sem mun íhuga aðra meðferð við gegnumbrotsverki þínum.

Ef þú heldur að þú sért að verða háð/ur Instanyl er mikilvægt að þú látir lækninn þinn vita.

Börn og unglingar

Instanyl má ekki gefa börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Instanyl

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð, hafa verið notuð nýlega eða kynnu að vera notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Instanyl getur haft áhrif á önnur lyf og öfugt.

Gæta skal sérstakrar varúðar ef þú færð meðferð með einhverju eftirfarandi lyfja:

-Lyf sem gætu undir eðlilegum kringumstæðum gert þig syfjaða/n (haft slævandi áhrif) svo sem svefntöflur, kvíðastillandi lyf, andhistamínlyf eða róandi lyf

-Lyf sem gætu haft áhrif á hvernig líkaminn brýtur niður Instanyl, eins og

rítonavír, nelfinavír, amprenavír og fosamprenavír (lyf notuð við HIV-smiti)

CYP3A4 hemlar eins og ketoconazól, itraconazól eða flúconazól (notuð við sveppasýkingum),

troleandomýcín, clarithromýcín eða erýthromýcín (lyf við bakteríusýkingum),

aprepítant (notað við mikilli ógleði)

diltíazem og verapamíl (lyf við háum blóðþrýstingi eða hjartasjúkdómum)

-Lyf sem kölluð eru mónóamínoxídasa (MAO) hemlar (notuð við alvarlegu þunglyndi), einnig ef þú hefur fengið meðferð með slíku lyfi síðastliðnar 2 vikur

-Hættan á aukaverkunum eykst ef þú tekur lyf á borð við tiltekin geðdeyfðarlyf eða geðrofslyf. Instanyl getur valdið milliverkunum við þessi lyf og þú kannt að finna fyrir breytingum á andlegu ástandi (t.d. óróleiki, ofskynjanir, dá), og öðrum áhrifum svo sem líkamshita yfir 38°C, aukinni hjartsláttartíðni, óstöðugum blóðþrýstingi og ýktum viðbrögðum, vöðvastífni, skorti á samhæfingu hreyfinga og/eða einkennum í meltingarvegi (t.d. ógleði, uppköst, niðurgangur). Læknirinn mun láta þig vita hvort Instanyl henti þér.

-Svokölluð blönduð virkjandi/hamlandi lyf, t.d. búprenorfín, nalbúfín og pentazósín (verkjalyf). Þú gætir fundið fyrir einkennum lyfjafráhvarfsheilkennis (ógleði, uppköstum, niðurgangi, kvíða, hrolli, skjálfta og svitamyndun).

-Önnur lyf sem tekin eru í nef, einkum oxýmetazólín, xýlómetazólín og sambærileg lyf sem notuð eru til að lina nefstíflu.

Notkun Instanyl með mat , drykk eða áfengi

Ekki má drekka áfengi á meðan á meðferð með Instanyl stendur þar sem það getur aukið hættu á hættulegum aukaverkunum.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Instanyl ætti ekki að nota á meðgöngu nema í samráði við lækni.

Instanyl ætti ekki að nota í fæðingu þar sem fentanýl getur valdið alvarlegum öndunarerfiðleikum hjá nýfæddu barni.

Fentanýl getur borist í brjóstamjólk og gæti valdið aukaverkunum hjá brjóstmylkingum. Ekki má nota Instanyl meðan barn er haft á brjósti. Ekki á að hefja brjóstagjöf fyrr en a.m.k. 5 dögum frá síðasta skammtinum af Instanyl.

Akstur og notkun véla

Akið ekki né notið tæki eða vélar á meðan á meðferð með Instanyl stendur. Instanyl getur valdið svima og svefnhöfga en það getur haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

3. Hvernig nota á Instanyl

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Instanyl skammturinn er óháður venjulegri meðferð þinni við krabbameinsverkjum.

Þegar þú byrjar að nota Instanyl, mun læknirinn aðstoða þig við að finna þann skammt sem þarf við gegnumbrotsverknum.

Upphafsskammturinn er einn 50 míkrógramma úðaskammtur í hvora nös hvert sinn sem gegnumbrotsverkur kemur fram. Á meðan verið er að finna réttan skammt getur verið að læknirinn gefi þér fyrirmæli um að skipta yfir í hærri styrkleika.

Ef ekki næst linun gegnumbrotsverks eftir 10 mínútur, máttu aðeins nota einn úðaskammt í viðbót í þessu verkjakasti.

Almennt skaltu bíða í 4 klst. áður en þú tekur lyf við öðru kasti af gegnumbrotsverki. Í undantekningar tilvikum þegar nýtt verkjakast kemur fram fyrr getur þú notað Instanyl til að meðhöndla það en þú verður að bíða í minnst 2 klst. áður en það er gert. Ef þú færð reglulega köst af gegnumbrotsverk með minna en 4 klst. millibili skaltu hafa samband við lækninn þar sem verið getur að breyta þurfi meðferð þinni við krabbameinsverkjum.

Nota má Instanyl við allt að fjórum köstum af gegnumbrotsverki á dag.

Ef þú færð fleiri en fjögur köst af gegnumbrotsverki á dag skaltu hafa samband við lækninn þar sem verið getur að breyta þurfi meðferð þinni við krabbameinsverkjum.

Ekki breyta Instanyl skammti eða öðrum verkjalyfsskömmtum sjálf(ur). Breytingar á skömmtum þarf að gera í samráði við lækni.

Instanyl er með rafrænan skammtateljara og læsingartímabil milli skammta til að lágmarka hættuna á ofskömmtun og hjálpa þér að nota lyfið á réttan hátt. Skammtateljarinn gerir þér og lækninum þínum kleift að fylgjast með og aðlaga lyfjagjöfina. Eftir gjöf tveggja skammta á 60 mínútna tímabili læsist Instanyl í tvær klukkustundir, frá því að fyrsti skammtur er gefinn, þar til hægt er að gefa næsta skammt.

Instanyl er til notkunar í nef.

Lestu notkunarleiðbeiningarnar í lok þessa fylgiseðils til að fá upplýsingar um hvernig á að nota nefúðann.

Ef notaður er stærri skammtur af Instanyl en mælt er fyrir um eða ef þú telur að einhver hafi óvart notað Instanyl

Þá skaltu hafa samband við lækninn, sjúkrahúsið eða bráðadeild til að meta hættuna og fá ráðleggingar ef notaður er stærri skammtur af Instanyl en mælt er fyrir.

Einkenni ofskömmtunar eru:

Syfja, svefnhöfgi, svimi, lækkaður líkamshiti, hægur hjartsláttur, erfiðleikar við samhæfingu handa og fóta.

Í alvarlegum tilfellum getur of stór skammtur af Instanyl valdið dái, slævingu, krömpum eða alvarlegum öndunarerfiðleikum (mjög hæg eða grunn öndun).

Ef þú finnur fyrir einhverju ofantalinna einkenna skaltu leita tafarlaust læknishjálpar.

Athugasemd til umönnunaraðila

Ef þú tekur eftir því að sá sem tekur Instanyl verður skyndilega hægur, á erfitt með öndun eða ef þú átt erfitt með að vekja hann:

-Þá skaltu tafarlaust kalla á neyðarhjálp

-Á meðan neyðarhjálpin berst verður þú að reyna að halda sjúklingnum vakandi með því að tala við hann eða hrista hann varlega af og til

-Ef sjúklingurinn á erfitt með öndun skaltu hvetja hann til að anda á 5-10 sekúndna fresti

-Ef sjúklingurinn er hættur að anda skaltu reyna að veita honum skyndihjálp þar til neyðarhjálpin berst.

Ef þú telur að einhver hafi óvart tekið Instanyl skaltu tafarlaust leita læknishjálpar. Reyndu að halda honum vakandi þar til neyðarhjálpin berst.

Hafi einhver notað Instanyl óvart, getur hann fengið sömu einkenni og lýst er hér að ofan fyrir ofskömmtun.

Ef gleymist að nota Instanyl

Ef gegnumbrotsverkurinn er enn til staðar máttu nota Instanyl eins og læknirinn hefur mælt fyrir um. Ef gegnumbrotsverkurinn er hættur skaltu ekki nota Instanyl þar til þú færð næsta kast af gegnumbrotsverki.

Ef hætt er að nota Instanyl

Þú ættir að hætta notkun Instanyl ef gegnumbrotsverkirnir eru horfnir. Þú ættir hins vegar að halda áfram að nota venjulegu verkjalyfin þín við krabbameinsverkjum. Hafðu samband við lækninn til að staðfesta rétta skammtastærð venjulega verkjalyfsins ef þú ert ekki viss.

Verið getur að fram komi einkenni sem líkjast mögulegum aukaverkunum Instanyl þegar notkun þess er hætt. Þú ættir að leita til læknis ef þú finnur fyrir fráhvarfseinkennum. Læknirinn metur hvort þú þarft að fá lyf til að draga úr eða eyða fráhvarfseinkennum.

Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4. Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Aukaverkanirnar hætta oft eða verða vægari við langvarandi notkun lyfsins.

Stöðva skal meðferðina og hafa tafarlaust samband við lækninn, sjúkrahúsið eða bráðadeild ef þú:

-

-

-

-

finnur fyrir alvarlegum öndunarerfiðleikum ert með hrygluhljóð við innöndun

ert með krampaverki finnur fyrir miklum svima

Þessar aukaverkanir geta verið mjög alvarlegar.

Aðrar aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um við notkun Instanyl:

Algengar aukaverkanir (geta komið fram hjá 1 af hverjum 10 notendum): Syfja, svimi ásamt erfiðleikum við að halda jafnvægi, höfuðverkur, erting í hálsi, ógleði, uppköst, roði í andliti, mikil hitatilfinning, mikil svitamyndun.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fram hjá 1 af hverjum 100 notendum): Lyfjafíkn, svefnleysi, svefnhöfgi, krampakenndir vöðvasamdrættir, óeðlileg tilfinning í húð jafnvel óþægileg, breytt bragðskyn, ferðaveiki, lágur blóðþrýstingur, alvarlegir öndunarerfiðleikar, blóðnasir, sár í nefi, nefrennsli, hægðatregða, bólga í munni, munnþurrkur, verkur í húð, kláði í húð, hiti.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Dettni, niðurgangur, krampar (köst), þroti í hand- eða fótleggjum, að sjá eða heyra eitthvað sem samræmist ekki raunveruleikanum (ofskynjanir), þreyta, vanlíðan, fráhvarfsheilkenni (getur komið fram sem eftirfarandi aukaverkanir: ógleði, uppköst, niðurgangur, kvíði, hrollur, skjálfti og sviti). Einnig hefur verið greint frá tilfellum um rof í miðsnesi – miðsnes er sá hluti nefsins sem aðskilur nasirnar.

Þú ættir að láta lækninn vita ef vart verður við endurteknar blóðnasir eða óþægindi í nefi.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5. Hvernig geyma á Instanyl

Verkjalyfið Instanyl er öflugt lyf og getur verið lífshættulegt börnum. Geyma verður Instanyl þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lokið nefúðanum alltaf eftir notkun með því að setja barnaöryggislokið aftur á hann.

Notið ekki Instanyl eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á flöskunni með EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 30°C. Má ekki frjósa. Ef Instanyl nefúðinn er frosinn getur úðadælan brotnað. Ef ekki er víst hvernig dælan var geymd skal athuga úðadæluna fyrir notkun.

Instanyl sem er komið fram yfir fyrningardagsetningu eða ekki er lengur þörf fyrir getur samt sem áður innihaldið nægilega mikið lyf til að vera skaðlegt öðrum, einkum börnum.

Þessi búnaður er merktur í samræmi við Evróputilskipun um raf- og rafeindabúnaðarúrgang (WEEE). Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Öllum notuðum og ónotuðum nefúðum skal skilað á kerfisbundinn hátt og fargað samkvæmt kröfum á hverjum stað eða skilað í apótekið. Leitið ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Hvað inniheldur Instanyl nefúði, lausn

Virka efnið er fentanýl. Innihaldið er:

50/míkrógrömm/skammt: 1 ml inniheldur fentanýlsítrat sem svarar til 500 míkrógrömm af fentanýli. 1 úðaskammtur (100 míkrólítrar) inniheldur 50 míkrógrömm af fentanýli. 100/míkrógrömm/skammt: 1 ml inniheldur fentanýlsítrat sem svarar til 1.000 míkrógrömm af fentanýli. 1 úðaskammtur (100 míkrólítrar) inniheldur 100 míkrógrömm af fentanýli. 200/míkrógrömm/skammt: 1 ml inniheldur fentanýlsítrat sem svarar til 2.000 míkrógrömm af fentanýli. 1 úðaskammtur (100 míkrólítrar) inniheldur 200 míkrógrömm af fentanýli.

Önnur innhaldsefni eru natríumdíhýdrógenfosfat díhýdrat, dínatríumfosfat díhýdrat og eimað vatn

Útlit Instanyl og pakkningastærðir

Instanyl DoseGuard er nefúði, lausn. Lausnin er tær og litlaus. Hún er í nefúða með skammtadælu, rafrænum skjá, skammtateljara, innbyggðum læsingarbúnaði og barnaöryggisloki.

Nefúðinn fæst í fjórum mismunandi pakkningastærðum: 2,0 ml (jafngildir 10 skömmtum), 3,2 ml (jafngildir 20 skömmtum), 4,3 ml (jafngildir 30 skömmtum) og 5,3 ml (jafngildir 40 skömmtum). Ekki er víst að allar pakkningastærðirnar séu markaðssettar.

Merkingar þriggja styrkleika Instanyl eru aðgreindar með litum: merking fyrir 50 míkrógrömm/skammt er appelsínugul merking fyrir 100 míkrógrömm/skammt er rauðfjólublá merking fyrir 200 míkrógrömm/skammt er grænblá.

Markaðsleyfishafi

Takeda Pharma A/S

Dybendal Alle 10

DK-2630 Taastrup

Danmörk

Framleiðandi

Takeda GmbH Robert-Bosch-Strasse 8 D – 78224 Singen Þýskaland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien/Luxembourg/

Lietuva

Luxemburg

Takeda, UAB

Takeda Belgium

Tel.: +370 521 09 070

Tel./Tél.: +32 2 464 06 11

 

takeda-belgium@takeda.com

 

България

Magyarország

Такеда България

Takeda Pharma Kft.

Тел.: + 359 2 958 27 36

Tel.: +361 2707030

Česká republika

Malta / Κύπρος

Takeda Pharmaceuticals Czech Republic s.r.o.

Takeda Pharma A/S

Tel.: + 420 234 722 722

Tel./ Τηλ.: +45 46 77 11 11

Danmark

Nederland

Takeda Pharma A/S

Takeda Nederland bv

Tlf./Tel.: +45 46 77 11 11

Tel.: +31 23 56 68 777

Deutschland

Norge

Takeda GmbH

Takeda AS

Tel.: +49 (0) 800 825 3325

Tlf.: +47 6676 3030

medinfo@takeda.de

infonorge@takeda.com

Eesti

Österreich

Takeda Pharma AS

Takeda Pharma Ges.m.b.H.

Tel.: +372 6177 669

Tel.: +43 (0) 800 20 80 50

info@takeda.ee

 

Ελλάδα

Polska

TAKEDA ΕΛΛΑΣ Α.Ε.

Takeda Polska Sp. z o.o.

Τηλ.: +30 210 6387800

Tel.: +48 22 608 13 00

gr.info@takeda.com

 

España

Portugal

Takeda Farmacéutica España S.A.

Takeda Farmacêuticos Portugal, Lda.

Tel.: +34 917 14 99 00

Tel.: + 351 21 120 1457

spain@takeda.com

 

France

România

Takeda France S.A.S

Takeda Pharmaceuticals SRL

Tel.: +33 1 46 25 16 16

Tel.: +40 21 335 03 91

Hrvatska

Slovenija

Takeda Pharmaceuticals Croatia d.o.o

Takeda GmbH Podružnica Slovenija

Tel: +385 1 377 88 96

Tel.: +386 (0) 59 082 480

Ireland

Slovenská republika

Takeda Products Ireland Ltd.

Takeda Pharmaceuticals Slovakia s.r.o.

Tel.: +353 (0) 1 6420021

Tel.: +421 (2) 20 602 600

Ísland

Suomi/Finland

Vistor hf.

Takeda Oy

Tel.: +354 535 7000

Puh./Tel.: +358 20 746 5000

vistor@vistor.is

infoposti@takeda.com

Italia

Sverige

Grünenthal Italia S.r.l.

Takeda Pharma AB

Tel.: +39 02 4305 1

Tel.: +46 8 731 28 00

 

infosweden@takeda.com

Latvija

United Kingdom

Takeda Latvia SIA

Takeda UK Ltd

Tel.: +371 67840082

Tel.: +44 (0)1628 537 900

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður {MM/ÁÁÁÁ}.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu : http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR FYRIR INSTANYL

Lestu eftirfarandi leiðbeiningar vandlega til að fá upplýsingar um hvernig á að nota Instanyl nefúða.

Instanyl nefúðinn er með:

-Innbyggðan læsingarbúnað sem stýrir því hversu oft er hægt er að nota nefúðann

-Barnaöryggislok sem setja þarf á nefúðann þegar hann er ekki í notkun

-Rafrænan skjá sem

°gefur fyrirmæli um fjölda undirbúningsdælinga

°sýnir fjölda skammta sem eftir eru

°sýnir hvort nefúðinn er læstur eða tilbúinn til notkunar

Hvernig barnaöryggislokið er fjarlægt og fest aftur á

Fjarlægðu barnaöryggislokið með því að þrýsta á báðar hliðar loksins, snúðu lokinu síðan rangsælis og lyftu því af.

Til að festa barnaöryggislokið aftur á skal setja lokið á nefúðann og snúa því réttsælis.

Lokið nefúðanum alltaf eftir notkun með því að setja barnaöryggislokið aftur á hann.

Undirbúningur Instanyl nefúðans

Áður en nefúðinn er notaður í fyrsta skipti þarf að dæla 5 sinnum (undirbúa) til að fá fullan skammt af Instanyl.

Meðan á undirbúningsferlinu stendur losnar lyf úr nefúðanum. Af þeim sökum:

Þarf undirbúningurinn að fara fram á vel loftræstu svæði.

Mátt þú ekki beina úðanum í áttina að þér eða öðru fólki.

Mátt þú ekki beina úðanum í átt að flötum og hlutum sem komist gætu í snertingu við annað fólk, einkum börn.

1.Ýttu á hvíta hnappinn á hlið nefúðans. Nú kviknar á skjánum og hann sýnir „P5“.

2.Haltu nefúðanum uppréttum og dældu einu sinni úr nefúðanum út í loftið. Skjárinn sýnir nú „P4“og lástáknið birtist.

3.Þegar lástáknið byrjar að blikka skaltu ýta á hvíta hnappinn á hliðinni, þá hverfur lástáknið af skjánum.

4.Haltu nefúðanum uppréttum og dældu öðru sinni úr nefúðanum út í loftið. Skjárinn sýnir nú „P3“ og lástáknið.

5.Endurtaktu þessa aðgerð fyrir „P2“ og „P1“ (ýttu á hvíta hnappinn og dældu) þar til skjárinn breytist og sýnir fjölda skammta í nefúðanum (þ.e. 10, 20, 30 eða

40 skammtar) og blikkandi lástákn.

Nefúðinn er nú tilbúinn til notkunar.

Það fer eftir nefúðanum hver upphafstalan er, en hún getur verið 10, 20, 30 eða 40.

Hvernig nota á Instanyl nefúða

Aðeins er hægt að nota nefúðann þegar lástáknið er ekki sýnilegt á skjánum.

1.Snýttu þér ef nefið virðist stíflað eða ef þú ert kvefuð/kvefaður.

2.Þú átt að sitja eða standa í uppréttri stöðu.

3.Haltu nefúðanum uppréttum.

4.Ýttu á hvíta hnappinn á hlið nefúðans (blikkandi lástáknið hverfur).

5.Beygðu höfuðið örlítið fram á við.

6.Lokaðu annarri nösinni með því að styðja fingrinum á nasarvænginn og settu nefúðann í hina nösina.

7.Ýttu dælunni alveg niður með tveimur fingrum í eitt skipti á meðan þú andar í gegnum nefið.

8.Þú munt heyra smell þegar dælunni hefur verið ýtt alveg niður og nefúðinn hefur gefið skammtinn.

9.Skjárinn telur niður um eina tölu og lástáknið birtist fljótlega.

10.Ef þú þarft annan skammt af Instanyl eftir 10 mínútur til að draga úr verkjunum skaltu endurtaka skref 1 til 7 í hina nösina.

11.Mundu að hreinsa enda nefúðans eftir notkun með hreinni bréfþurrku sem síðan er fleygt.

Mundu að ýta á hvíta hnappinn á hliðinni áður en þú dælir nefúðanum.

Mundu að setja alltaf barnaöryggislokið aftur á nefúðann og loka því eftir notkun.

Nefúðinn gerir ráð fyrir allt að tveimur skömmtum fyrir hvert gegnumbrotsverkjakast.

Eftir seinni skammtinn innan einnar klukkustundar læsist nefúðinn. Lástáknið birtist á skjánum ásamt niðurtalningarklukkutákni, sem sýnir tímann sem eftir er af læsingartímabilinu (hvert svart merki jafngildir 10 mínútum). Þegar tíminn er liðinn byrjar lástáknið að blikka.

Nefúðinn er nú tilbúinn til notkunar þegar næsta kast gegnumbrotsverkja á sér stað.

Þú skalt bíða í 4 klukkustundir áður en þú meðhöndlar næsta kast gegnumbrotsverkja.

Þú getur notað Instanyl til að meðhöndla allt að 4 köst gegnumbrotsverkja á dag. Ef þú færð fleiri en fjögur köst af gegnumbrotsverk á dag skaltu hafa samband við lækninn því það gæti þurft að breyta venjulegu krabbameinsverkjameðferðinni.

Nefúðinn er tómur þegar skjárinn sýnir „0“ og lástáknið birtist.

Ekki má skola Instanyl niður í frárennslislagnir eða fleygja því með heimilissorpi. Skila þarf notuðum eða ónotuðum nefúða á kerfisbundinn hátt og honum skal farga í samræmi við gildandi reglur eða skila í apótekið. Leitaðu ráða hjá lyfjafræðingnum.

Ef þú hefur ekki notað Instanyl í 7 daga eða lengur skaltu undirbúa nefúðann aftur með því að úða einu sinni áður en næsta skammtur er tekinn. Þetta er gefið til kynna með „P“ á skjánum.

Meðan á undirbúningsferlinu stendur losnar lyf úr nefúðanum. Af þeim sökum:

Þarf undirbúningurinn að fara fram á vel loftræstu svæði. Mátt þú ekki beina úðanum í áttina að þér eða öðru fólki.

Mátt þú ekki beina úðanum í átt að flötum og hlutum sem komist gætu í snertingu við annað fólk, einkum börn.

Þegar nefúðinn hefur verið undirbúinn sýnir skjárinn fjölda skammta sem eftir eru og nefúðinn er tilbúinn til notkunar á ný.

Ef skjárinn sýnir rafhlöðutákn þýðir það að rafhlaðan er um það bil að tæmast. Fjöldi skammta á skjánum breytist í „5“. Þetta er áætlaður fjöldi skammta sem hægt er að gefa úr nefúðanum áður en rafhlaðan tæmist og skjárinn slekkur á sér.

Ef rafhlöðutáknið birtist á skjánum er þér ráðlagt að hafa samband við lækninn til að fá nýjan nefúða.

Tákn á rafræna

Skýring

skjánum

 

 

Dæla þarf nefúðanum 5 sinnum (undirbúa) áður en hægt er að nota hann (sjá

 

kaflann „Undirbúningur Instanyl nefúðans“). Skjárinn telur niður eftir hverja

 

dælingu (P5, P4, P3, P2 og P1). Nefúðinn er tilbúinn þegar skjárinn sýnir

 

fjölda skammta (þ.e. 10, 20, 30 eða 40 skammtar).

 

Við undirbúninginn skaltu fara eftir framangreindum

 

öryggisleiðbeiningum

 

 

 

Nefúðinn hefur ekki verið notaður í 7 daga eða lengur.

 

Táknið „P“ hverfur af skjánum þegar nefúðinn er undirbúinn aftur með því að

 

úða einu sinni.

 

Við undirbúninginn skaltu fara eftir framangreindum öryggisleiðbeiningum.

 

 

 

Lástákn

 

Nefúðinn er læstur og ekki hægt að nota hann.

 

Lástáknið byrjar að blikka þegar læsingartímabilið er liðið. Táknið hverfur af

 

skjánum þegar ýtt er á hvíta hnappinn á hlið nefúðans.

 

 

Niðurtalningartákn

Sýnir hversu langur tími er eftir af læsingartímabilinu. Niðurtalningarklukkan telur niður. Hver svart merki jafngildir 10 mínútum, hámarks læsingartímabil er tvær klukkustundir.

Niðurtalningartáknið birtist ásamt lástákninu.

Fjöldi skammta sem eftir eru í nefúðanum. Eftir hvern skammt lækkar talan á skjánum. Það fer eftir nefúðanum, en upphafstalan getur verið 10, 20, 30 eða 40.

Rafhlöðutákn

Rafhlaðan er um það bil að tæmast. Skammtafjöldinn á skjánum breytist í 5. Þetta er áætlaður fjöldi skammta sem hægt er að gefa úr nefúðanum áður en rafhlaðan tæmist og skjárinn slekkur á sér. Ekki er hægt að skipta um rafhlöðu og þú þarft að fá nýjan nefúða.

Ef nefúðinn virkar ekki eins og lýst er í notkunarleiðbeiningunum skaltu hafa samband við lækninn eða lyfjafræðing.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf