Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Insuman (insulin human) – Samantekt á eiginleikum lyfs - A10ABCD01

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsInsuman
ATC-kóðiA10ABCD01
Efniinsulin human
FramleiðandiSanofi-aventis Deutschland GmbH

1.HEITI LYFS

Insuman Rapid 40 a.e./ml stungulyf, lausn, í hettuglasi

Insuman Rapid 100 a.e./ml stungulyf, lausn, í hettuglasi

Insuman Rapid 100 a.e./ml stungulyf, lausn, í rörlykju

Insuman Rapid SoloStar 100 a.e./ml stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

2.INNIHALDSLÝSING

Insuman Rapid 40 a.e./ml í hettuglasi

Hver ml af inniheldur 40 a.e. af mannainsúlíni (jafngildir 1,4 mg).

Hvert hettuglas inniheldur 10 ml stungulyf, lausn, jafngildir 400 a.e. af insúlíni.

Insuman Rapid 100 a.e./ml í hettuglasi

Hver ml inniheldur 100 a.e. af mannainsúlíni (jafngildir 3,5 mg).

Hvert hettuglas inniheldur 5 ml stungulyf, lausn, sem jafngildir 500 a.e. af insúlíni eða 10 ml stungulyf, lausn, sem jafngildir 1.000 a.e. af insúlíni.

Insuman Rapid 100 a.e./ml í rörlykju, Insuman Rapid SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna Hver ml inniheldur 100 a.e. af mannainsúlíni (jafngildir 3,5 mg).

Hver rörlykja inniheldur 3 ml stungulyf, lausn, jafngildir 300 a.e. af insúlíni.

Insuman Rapid er hlutlaus insúlínlausn (venjulegt insúlín).

Mannainsúlínið er framleitt með DNA-samrunatækni í Escherichia coli.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn.

Tær, litlaus lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Sykursýki þegar þörf er á meðferð með insúlíni. Insuman Rapid hentar einnig til meðhöndlunar á dái af völdum blóðsykurshækkunar og ketónblóðsýringu svo og til að ná stjórn á sykursýki fyrir skurðaðgerð, meðan á skurðaðgerð stendur og eftir að skurðaðgerð er lokið hjá sjúklingum með sykursýki.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Æskileg blóðsykursgildi, hvaða insúlín á að nota og skömmtun þess (skammtar og tímasetning lyfjagjafar) verður að ákveða fyrir hvern einstakling sérstaklega og aðlaga í samræmi við mataræði, líkamlega áreynslu og lifnaðarhætti sjúklingsins.

Sólarhringsskammtar og tímasetning lyfjagjafa

Engar fastar reglur eru til um insúlínskammta. Hins vegar er meðalinsúlínþörfin oft á bilinu 0,5 til 1,0 a.e. /kg líkamsþunga á sólarhring. Þörfin fyrir undirstöðuefnaskipti er 40% til 60% af heildar sólarhringsþörfinni. Insuman Rapid er sprautað undir húð 15 til 20 mínútum fyrir máltíð.

Insuman Rapid 40 a.e./ml í hettuglasi, Insuman Rapid 100 a.e./ml í hettuglasi, Insuman Rapid 100 a.e./ml í rörlykju

Við meðferð á verulegri blóðsykurshækkun eða sér í lagi ketónblóðsýringu er insúlíngjöf hluti af samsettri meðferð sem miðar að því að vernda sjúklinginn gegn hugsanlegum verulegum fylgikvillum vegna tiltölulega hraðrar lækkunar á blóðsykri. Þessi meðferð krefst náins eftirlits (á ástandi efnaskipta, ástandi sýru-basa og blóðsalta, lífsmarka o.s.frv.) á gjörgæsludeild eða við svipaðar aðstæður.

Insuman Rapid SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Með SoloStar er hægt að velja skammta á bilinu 1 til 80 einingar í 1 einingar þrepum. Hver penni inniheldur marga skammta.

Síðari breytingar á skömmtum

Bætt stjórn á efnaskiptum getur leitt til aukins næmis fyrir insúlíni sem leiðir til þess að insúlínþörf minnkar. Einnig getur þurft að breyta skömmtum til dæmis ef

-líkamsþyngd sjúklingsins breytist,

-lifnaðarhættir sjúklingsins breytast,

-aðrar aðstæður koma upp sem geta stuðlað að aukinni hættu á blóðsykurslækkun eða -hækkun (sjá kafla 4.4).

Sérstakir sjúklingahópar Aldraðir sjúklingar (65 ára)

Hjá öldruðum getur versnandi nýrnastarfsemi leitt til stöðugt minnkandi insúlínþarfar.

Skert nýrnastarfsemi

Insúlínþörf sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi getur verið minni vegna skerts insúlínumbrots.

Skert lifrarstarfsemi

Insúlínþörf getur minnkað hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi vegna skertrar getu til nýmyndunar glúkósa og minna insúlínumbrots.

Lyfjagjöf

Insuman Rapid má hvorki nota í ytri insúlíndælur, ígræddar insúlíndælur né í bylgjuhreyfingadælur með silikonslöngum.

Insuman Rapid er gefið undir húð.

Frásog insúlíns og þar með blóðsykurslækkandi áhrif gefins skammts geta verið breytileg frá einu stungusvæði til annars (til dæmis kviðurinn í samanburði við lærið). Breyta verður um stungustað á stungusvæði frá einni lyfjagjöf til annarrar.

Insuman Rapid 40 a.e./ml í hettuglasi

Aðeins á að nota sprautur sem eru hannaðar fyrir þennan styrkleika insúlíns (40 a.e./ml). Engin önnur lyf mega vera í sprautunum né heldur lyfjaleifar (til dæmis vottur af heparíni).

Insuman Rapid 100 a.e./ml í hettuglasi

Aðeins á að nota sprautur sem eru hannaðar fyrir þennan styrkleika insúlíns (100 a.e./ml). Engin önnur lyf mega vera í sprautunum né heldur lyfjaleifar (til dæmis vottur af heparíni).

Einnig má gefa Insuman Rapid í bláæð. Oftast verður að gefa insúlín í bláæð á gjörgæsludeild eða við sambærilegt eftirlit og aðstæður ( sjá „Sólarhringsskammtar og tímasetning lyfjagjafa“).

Insuman Rapid 100 a.e./ml í rörlykju

Einnig má gefa Insuman Rapid í bláæð. Oftast verður að gefa insúlín í bláæð á gjörgæsludeild eða við sambærilegt eftirlit og aðstæður ( sjá „Sólarhringsskammtar og tímasetning lyfjagjafa“).

Insuman Rapid SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Áður en byrjað er að nota SoloStar verður að lesa notkunarleiðbeiningarnar í fylgiseðlinum vandlega.

Sjá frekari leiðbeiningar um meðhöndlun í kafla 6.6

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Aðeins má halda meðferð áfram hjá sjúklingum, sem hafa ofnæmi fyrir Insuman Rapid ef engin önnur lyf eru til sem þeir þola betur, og þá undir nánu eftirliti læknis og – þegar þörf krefur – ásamt meðferð með ofnæmislyfjum.

Mælt er með því að gert sé húðpróf hjá sjúklingum sem hafa ofnæmi fyrir insúlínum af dýrauppruna áður en breytt er yfir í notkun Insuman Rapid þar sem þeir gætu fengið krossónæmisverkarnir.

Sé stjórn á glúkósu ófullnægjandi eða ef tilhneiging er til blóðsykurshækkunar eða –falls, verður að meta meðferðarfylgni, stungustaði og rétta aðferð við lyfjagjöf svo og alla aðra þætti sem skipt geta máli, áður en íhugað er að breyta skammti.

Breytt yfir í notkun Insuman Rapid

Þegar breytt er yfir í notkun insúlíns annarrar tegundar eða frá öðrum framleiðanda verður sjúklingurinn að vera undir ströngu eftirliti læknis. Breytingar í styrk, vörumerki (framleiðanda), tegund (venjulegt, NPH, hægvirkt eða langvirkt o.s.frv.), uppruna (dýra, manna, hliðstæðu mannainsúlíns) og/eða framleiðsluaðferð getur leitt til þess að nauðsynlegt sé að breyta skammti.

Þörfin fyrir að breyta skammti (til dæmis minnka hann) getur komið í ljós þegar í stað eftir skiptin. Einnig getur hún komið smám saman í ljós á nokkrum vikum.

Verið getur að minnka þurfi skammt þegar breytt er úr notkun insúlíns upprunnu úr dýrum í mannainsúlín einkum hjá sjúklingum sem

-höfðu þegar góða stjórn við frekar lágan blóðsykur,

-hafa tilhneigingu til að fá blóðsykursfall,

-þurftu áður stóra insúlínskammta vegna insúlínmótefna.

Mælt er með nánu eftirliti með efnaskiptum meðan á breytingunni stendur og fyrstu vikurnar þar á eftir. Hjá sjúklingum sem þurfa háa insúlínskammta vegna insúlínmótefna skal íhuga að breytingin fari fram undir eftirliti læknis á sjúkrahúsi eða við svipaðar aðstæður.

Blóðsykursfall

Blóðsykursfall getur orðið ef insúlínskammturinn er of hár miðað við insúlínþörfina.

Sérstakrar varúðar skal gæta og er ráðlagt að fylgjast nánar með blóðsykri hjá þeim sjúklingum þar sem blóðsykursfall gæti skipt sérstöku máli klínískt, eins og hjá sjúklingum með marktæka þrengingu í kransæðum eða heilaæðum (hætta á hjarta- eða heilaskemmdum vegna blóðsykursfalls) svo og hjá sjúklingum með frumufjölgunarsjónukvilla (proliferative retinopathy), einkum ef hann er ekki meðhöndlaður með ljóshleypingu (photocoagulation) (hætta á tímabundinni blindu í kjölfar blóðsykursfalls).

Sjúklingar skulu meðvitaðir um aðstæður, þar sem viðvörunareinkenni um blóðsykursfall geta minnkað. Viðvörunareinkenni blóðsykursfalls geta breyst, orðið minna áberandi eða horfið hjá ákveðnum áhættuhópum. Meðal þeirra eru sjúklingar:

-sem hafa náð mun betri stjórn á blóðsykri,

-þar sem blóðsykursfall þróast smám saman,

-sem eru aldraðir,

-sem breytt hafa yfir úr notkun insúlíns sem unnið er úr dýrum í mannainsúlín,

-með taugakvilla í ósjálfráða taugakerfinu (autonomic neuropathy),

-sem hafa lengi verið haldnir sykursýki,

-sem þjást af geðsjúkdómum,

-sem eru samtímis meðhöndlaðir með ákveðnum öðrum lyfjum (sjá kafla 4.5).

Við slíkar aðstæður getur verulegt blóðsykursfall orðið (og hugsanlega meðvitundarleysi) áður en sjúklingurinn gerir sér grein fyrir því.

Ef vart verður við eðlileg eða minnkuð gildi sykurbundins blóðrauða, verður að hugleiða möguleikann á ítrekuðu blóðsykursfalli (einkum að næturlagi), án þess að sjúklingur verði þess var.

Til að draga úr hættu á blóðsykursfalli er mikilvægt að sjúklingur fylgi fyrirmælum um skömmtun og mataræði, gefi insúlínið á réttan hátt og sé vakandi fyrir einkennum um blóðsykursfall. Fylgjast þarf sérstaklega náið með þeim þáttum sem geta aukið hættu á blóðsykursfalli og geta leitt til þess að breyta þurfi skammti. Meðal þessa eru:

-breytingar á stungustað,

-aukið insúlínnæmi (til dæmis ef álagsþættir hverfa),

-óvenjuleg, aukin eða langvarandi líkamleg áreynsla,

-tilfallandi veikindi (til dæmis uppköst, niðurgangur),

-ónóg fæðuneysla,

-máltíðum er sleppt úr,

-áfengisneysla,

-ákveðnir ómeðhöndlaðir innkirtlasjúkdómar (til dæmis vanstarfsemi skjaldkirtils og vanstarfsemi framhluta heiladinguls eða nýrnahettubarkar).

-samtímis meðferð með ákveðnum öðrum lyfjum (sjá kafla 4.5).

Tilfallandi veikindi

Fylgjast þarf náið með efnaskiptum þegar tilfallandi veikindi koma upp. Í mörgum tilvikum þarf að mæla ketónur í þvagi og oft þarf að breyta insúlínskammti. Insúlínþörf eykst oft. Sjúklingar með insúlínháða sykursýki (tegund 1) verða að halda áfram að neyta að minnsta kosti smávegis af kolvetnum reglulega, jafnvel þótt þeir borði lítið sem ekkert eða ef þeir eru með uppköst o.s.frv. og þeir mega aldrei hætta insúlínnotkun alveg.

Insuman Rapid 100 a.e./ml í rörlykju

Lyfjapennar sem nota á með Insuman Rapid rörlykjum

Insuman Rapid rörlykjur á einungis að nota með eftirtöldum lyfjapennum:

-JuniorSTAR sem gefur Insuman Rapid í 0,5 eininga skammtaþrepum

-OptiPen, ClikSTAR, Tactipen, Autopen 24, AllStar og AllStar PRO sem allir gefa Insuman Rapid í 1 eininga skammtaþrepum.

Þessar rörlykjur á ekki að nota með neinum öðrum margnota lyfjapennum þar sem nákvæmni í skömmtun hefur aðeins verið staðfest með pennunum sem taldir eru upp hér að framan.

Ekki er víst að allir þessir lyfjapennar séu markaðssettir hér á landi.

Insuman Rapid SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Meðhöndlun pennans

Áður en byrjað er að nota SoloStar verður að lesa notkunarleiðbeiningarnar í fylgiseðlinum vandlega. SoloStar á að nota eins og ráðlagt er í þessum notkunarleiðbeiningum (sjá kafla 6.6).

Mistök við lyfjagjöf

Greint hefur verið frá mistökum við lyfjagjöf þar sem önnur Insuman lyfjaform eða önnur insúlín hafa fyrir mistök verið gefin. Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín.

Insuman gefið í samsettri meðferð með pioglitazoni

Greint hefur verið frá tilvikum um hjartabilun þegar pioglitazon var notað í samsettri meðferð með insúlíni, einkum hjá sjúklingum með áhættuþætti fyrir hjartabilun. Þetta ber að hafa í huga ef samsett meðferð með pioglitazoni og Insuman er íhuguð. Ef þessi samsetning er notuð þarf að fylgjast vel með

einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningar og bjúgsöfnunar hjá sjúklingum. Hætta skal meðferð með pioglitazoni ef einkenni frá hjarta versna.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Fjöldi efna hefur áhrif á efnaskipti glúkósu og geta leitt til þess að breyta þurfi skammti mannainsúlíns.

Meðal þeirra efna sem geta aukið blóðsykurslækkandi áhrif og aukið hættu á blóðsykursfalli eru sykursýkislyf til inntöku, ACE-hemlar, dísópýramíð, fíbröt, flúoxetín, mónóamíóoxídasa-(MAO) hemlar, pentoxifýllín, própoxýfen, salisýlöt og sýklalyf af flokki súlfónamíða.

Meðal þeirra efna sem geta dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum eru barksterar, danazól, díazoxíð, þvagræsilyf, glúkagon, ísóníazíð, östrógen og prógestógen (til dæmis í getnaðarvarnartöflum), fenótíazínafleiður, sómatrópín, adrenvirk efni (til dæmis adrenalín, salbútamól, terbútalín), skjaldkirtilshormón, próteasahemlar og ódæmigerð geðrofslyf (atypical antipsychotics) (t.d. olanzapín og klózapín).

Beta-blokkar, klónidín, litíumsölt eða áfengi geta ýmist aukið eða dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum insúlíns. Pentamidín getur valdið blóðsykursfalli og getur blóðsykurshækkun stundum fylgt í kjölfarið.

Vegna verkunar andadrenvirkra lyfja svo sem beta-blokka, klónidíns, guanetidíns og reserpíns gætu einkenni um adrenvirkt andsvar (andrenergic counter-regulation) auk þess minnkað eða horfið.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um notkun mannainsúlíns á meðgöngu. Insúlín fer ekki yfir fylgju.

Gæta skal varúðar þegar lyfinu er ávísað barnshafandi konum.

Nauðsynlegt er að sjúklingar sem voru fyrir með sykursýki eða fá meðgöngusykursýki viðhaldi góðri stjórnun efnaskipta alla meðgönguna. Insúlínþörf kann að minnka á fyrsta þriðjungi meðgöngu og eykst síðan yfirleitt á öðrum og þriðja þriðjungi. Strax eftir fæðingu minnkar insúlínþörf hratt (aukin hætta á blóðsykursfalli). Brýnt er að fylgst sé náið með blóðsykri.

Brjóstagjöf

Ekki er búist við neinum áhrifum á brjóstmylking. Insuman Rapid má nota meðan á brjóstagjöf stendur. Konur með barn á brjósti geta þurft að breyta insúlínskammti og mataræði.

Frjósemi

Engar upplýsingar úr klínískum rannsóknum eða dýrarannsóknum liggja fyrir um áhrif mannainsúlíns á frjósemi karla eða kvenna.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Einbeitingarhæfni og viðbragðsflýtir sjúklings getur skerst vegna blóðsykursfalls eða blóðsykurshækkunar eða til dæmis vegna sjónskerðingar. Þetta getur valdið hættu við aðstæður þar sem þessi hæfni er sérstaklega mikilvæg (til dæmis við bifreiðaakstur eða notkun véla).

Sjúklingum skal ráðlagt að gæta varúðar til þess að forðast blóðsykursfall við akstur. Þetta er einkum mikilvægt fyrir þá sem eru með skert eða engin viðvörunareinkenni um blóðsykursfall eða fá blóðsykursfall ítrekað. Íhugað skal hvort ráðlegt er að stunda bifreiðaakstur eða nota vélar við þessar kringumstæður.

4.8Aukaverkanir

Samantekt um öryggi lyfsins

Blóðsykursfall, yfirleitt algengasta aukaverkun insúlínmeðferðar, getur komið fram ef insúlínskammtur er of stór miðað við insúlínþörf. Í klínískum rannsóknum og notkun eftir markaðssetningu er tíðni breytileg eftir sjúklingahópum og skammtastærðum og því er ekki hægt að gefa upp nákvæmar tíðnitölur.

Tafla yfir aukaverkanir

Eftirtaldar aukaverkanir sem komið hafa fram í klínískum rannsóknum eru taldar upp hér að neðan, eftir líffæraflokkum og minnkandi tíðni: Mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000); örsjaldan koma fyrir

(<1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

MedDRA tíðniflokkun

Algengar

Sjaldgæfar

Tíðni ekki þekkt

Ónæmiskerfi

 

Lost

Bráðaofnæmisviðbrögð

 

 

 

(lágþrýstingur,

 

 

 

ofsabjúgur,

 

 

 

berkjukrampi, útbreidd

 

 

 

húðútbrot);

 

 

 

And-insúlín mótefni

Efnaskipti og næring

Bjúgur

 

Blóðsykurslækkun;

 

 

 

Uppsöfnun natríums

Augu

 

 

Frumufjölgunar

 

 

 

sjónukvilli

 

 

 

(proliferative

 

 

 

retinopathy);

 

 

 

Sykursýkissjónukvilli

 

 

 

(diabetic retinopathy);

 

 

 

Sjónskerðing

Húð og undirhúð

 

 

Fitukyrkingur

Almennar

Erting á stungustað

Ofsakláði á stungustað

Bólga á stungustað;

aukaverkanir og

 

 

Verkur á stungustað;

aukaverkanir á

 

 

Kláði á stungustað;

íkomustað

 

 

Roði á stungustað;

 

 

 

Þroti á stungustað

Lýsing á völdum aukaverkunum

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

Bráðaofnæmi fyrir insúlíni eða hjálparefnunum getur verið lífshættulegt.

 

Notkun insúlíns getur valdið því að and-insúlín mótefni myndist. Ef slík and-insúlín mótefni eru til staðar getur í mjög sjaldgæfum tilvikum þurft að breyta skömmtum insúlíns til að koma í veg fyrir tilhneigingu til blóðsykurshækkunnar eða blóðsykursfalls.

Efnaskipti og næring

Verulegt blóðsykursfall, sér í lagi ef það endurtekur sig, getur valdið taugaskemmdum. Langvarandi eða verulegt blóðsykursfall getur verið lífshættulegt.

Hjá mörgum sjúklingum koma vísbendingar og einkenni um sykurskort í miðtaugakerfinu (neuroglycopenia) fyrst fram sem adrenvirkt andsvar (adrenergic counter regulation). Almennt á það við að þeim mun meiri og hraðari sem lækkunin á blóðsykri verður því kröftugra verður andsvarið og einkenni þess.

Insúlín getur valdið uppsöfnun natríums og bjúg, einkum ef fyrir hefur verið slæm stjórn á efnaskiptum, sem bætt er með aukinni insúlíngjöf.

Augu

Veruleg breyting á blóðsykursstjórnun getur valdið tímabundinni sjónskerðingu vegna tímabundinna breytinga á fyllingu (turgidity) og brotstuðli augasteins.

Langtímabæting blóðsykursstjórnunar dregur úr hættunni á að sykursýkissjónukvilli versni. Hinsvegar getur aukin insúlíngjöf með skyndilega bættri blóðsykursstjórnun tengst tímabundinni versnun á sykursýkissjónukvilla.

Húð og undirhúð

Fitukyrkingur getur orðið á stungustað og þannig tafið staðbundið frásog insúlíns. Ef stöðugt er valinn nýr stungustaður innan ákveðins stungusvæðis á líkamanum, getur það stuðlað að því að draga úr eða komið í veg fyrir þessi viðbrögð.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Flestar minniháttar aukaverkanir insúlíns á stungustað hjaðna á nokkrum dögum til vikum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Einkenni

Ofskömmtun insúlíns getur leitt til verulegs og stundum langvarandi og lífshættulegs blóðsykursfalls.

Meðferð

Vægt blóðsykursfall er oftast hægt að meðhöndla með kolvetnum til inntöku. Hugsanlega getur þurft að breyta lyfjaskammti, neysluvenjum eða líkamlegri áreynslu.

Verulegt blóðsykursfall, þar sem meðvitundarleysi, flog eða taugaskemmd verður, má meðhöndla með glúkagoni gefnu í vöðva/undir húð eða með gjöf sterkrar glúkósulausnar í bláæð. Stöðug inntaka kolvetna og eftirlit með sjúklingi kann að vera nauðsynlegt þar sem blóðsykursfall getur orðið aftur eftir að sjúklingur virðist hafa náð sér.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sykursýkilyf, Insúlín og hliðstæður til inndælingar, skjótvirk. ATC flokkur: A10AB01.

Verkunarháttur

Insúlín

-lækkar blóðsykur og eflir uppbyggjandi áhrif og dregur jafnframt úr vefjaniðurbroti,

-eykur flutning glúkósu inn í frumur og einnig myndun glýkógens í vöðvum og lifur og bætir nýtingu pýrúvata. Það hamlar glýkógenlosun og nýmyndun glúkósu,

-eykur fitumyndun í lifur og fituvef og hamlar fitusundrun,

-eflir upptöku amínósýra inn í frumur og nýmyndun próteina,

-eykur kalíumupptöku í frumur.

Lyfhrif

Insuman Rapid er insúlín með verkun sem hefst skjótt og varir stutt. Eftir gjöf undir húð hefst verkun innan 30 mínútna, mest verkun er á milli 1 og 4 klst. eftir inndælingu og verkun varir í 7 til 9 klst.

5.2Lyfjahvörf

Hjá heilbrigðum einstaklingum er helmingunartími insúlíns í sermi um það bil 4 til 6 mínútur. Hann er lengri hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi. Hins vegar skal vakin athygli á því að lyfjahvörf insúlíns endurspegla ekki verkun þess á efnaskipti.

5.3Forklínískar upplýsingar

Bráðar eiturverkanir voru rannsakaðar eftir gjöf lyfsins undir húð hjá rottum. Engar vísbendingar um eiturverkanir sáust. Ekkert markvert kom fram í rannsóknum á staðbundnu þoli eftir gjöf undir húð og gjöf í vöðva hjá kanínum. Rannsóknir á lyfhrifum eftir gjöf undir húð hjá kanínum og hundum leiddu í ljós þá blóðsykurslækkandi verkun sem búist var við.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Metakresól, natríumtvíhýdrógenfosfat tvíhýdrat, glýseról,

natríumhýdroxíð, saltsýra (til að stilla pH) vatn fyrir stungulyf.

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau sem nefnd eru í kafla 6.6.

Ekki má blanda Insuman Rapid saman við lausnir sem innihalda afoxandi efni eins og tíól og súlfít.

Blöndun insúlína

Insuman Rapid 40 a.e./ml í hettuglasi, Insuman Rapid 100 a.e./ml í hettuglasi

Insuman Rapid má ekki blanda við mannainsúlín sem ætluð eru sérstaklega í insúlíndælur. Insuman Rapid má heldur ekki blanda insúlínum sem unnin eru úr dýrum eða insúlínhliðstæðum. Ekki má blanda saman insúlínum sem eru frábrugðin að styrkleikum (til dæmis 100 a.e./ml og 40 a.e./ml).

Gæta verður þess að tryggt sé að hvorki spritt né önnur sótthreinsiefni komist í insúlínlausnina.

Insuman Rapid 100 a.e./ml stungulyf, lausn, í rörlykju

Insuman Rapid má ekki blanda við mannainsúlín sem ætluð eru sérstaklega í insúlíndælur. Insuman Rapid má heldur ekki blanda insúlínum sem unnin eru úr dýrum eða insúlínhliðstæðum.

Gæta verður þess að tryggt sé að hvorki spritt né önnur sótthreinsiefni komist í insúlínlausnina.

Insuman Rapid SoloStar 100 a.e./ml stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

Insuman Rapid má ekki blanda öðrum insúlínum né insúlínhliðstæðum.

Gæta verður þess að tryggt sé að hvorki spritt né önnur sótthreinsiefni komist í insúlínlausnina.

6.3Geymsluþol

2 ár.

Geymsluþol eftir að hettuglasið hefur fyrst verið tekið í notkun

Geyma má lyfið í mest 4 vikur, ekki við hærri hita en 25°C og fjarri hitagjöfum og ljósgjöfum. Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Mælt er með því að dagsetningin, þegar hettuglasið er fyrst tekið í notkun, sé skráð á merkimiðann.

Geymsluþol rörlykjunnar/lyfjapennans eftir að hún/hann hefur fyrst verið tekin/-n í notkun Rörlykjuna sem er í notkun (í insúlínpennanum) eða sem höfð er meðferðis til vara, lyfjapenna í notkun eða sem hafður er meðferðis til vara má geyma lengst í 4 vikur, ekki við hærri hita en 25°C og fjarri hitagjöfum og ljósgjöfum.

Lyfjapenna í notkun má ekki geyma í kæli.

Pennahettuna verður að setja aftur á lyfjapennann eftir hverja inndælingu til varnar gegn ljósi.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Órofin hettuglös, órofnar rörlykjur, ónotaðir lyfjapennar Geymið í kæli (2°C-8°C).

Má ekki frjósa.

Ekki setja Insuman Rapid næst frystihólfi eða frystikubbi.

Geymið hettuglasið, rörlykjuna eða áfyllta lyfjapennann í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Hettuglös, rörlykjur og lyfjapennar í notkun

Geymsluskilyrði eftir að pakkning lyfsins hefur verið rofin, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

Insuman Rapid 40 a.e./ml í hettuglasi

10 ml lausn í hettuglasi (litlaus hettuglös úr gleri, gerð 1), með hettu með kraga (ál), gúmmítappa (klóróbútýli (gerð 1)) og loki sem rifið er af (úr pólýprópýleni).

Pakkningar með 1 og 5 hettuglösum eru fáanlegar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Insuman Rapid 100 a.e./ml í hettuglasi

5 ml lausn í hettuglasi og 10 ml lausn í hettuglasi (litlaus hettuglös úr gleri, gerð 1), með hettu með kraga (ál), gúmmítappa (klóróbútýli (gerð 1)) og loki úr sem rifið er af (úr pólýprópýleni). Pakkningar með 1 og 5 hettuglösum eru fáanlegar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Insuman Rapid 100 a.e./ml í rörlykju, Insuman Rapid SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

3 ml lausn í rörlykju (litlausri úr gleri, gerð 1), með stimpli (brómóbútýl gúmmí (gerð 1)) og hettu með kraga (ál) og gúmmítappa (brómóbútýli eða samlímdum flögum úr pólýísópreni og brómóbútýli

(gerð 1)).

Áfylltir lyfjapennar

Rörlykjurnar eru innsiglaðar í einnota lyfjapenna. Sprautunálar fylgja ekki með í pakkanum.

Pakkningastærðir

Pakkningar með 3, 4, 5, 6, 9 eða 10 rörlykjum eru fáanlegar.

Pakkningar með 3, 4, 5, 6, 9 eða 10 pennum eru fáanlegar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Insuman Rapid 40 a.e./ml í hettuglasi, Insuman Rapid 100 a.e./ml í hettuglasi Áður en insúlínið er fyrst tekið úr hettuglasinu á að fjarlægja hlífðarlokið.

Ekki má hrista hettuglasið kröftuglega þar sem það gæti orsakað froðumyndun. Froða gæti haft truflandi áhrif þegar mæla á réttan skammt.

Insuman Rapid má aðeins nota ef lausnin er tær, litlaus, engar fastar agnir sjáanlegar og ef hún er vatnskennd.

Insuman Rapid má hvorki nota í ytri insúlíndælur, ígræddar insúlíndælur né í bylgjuhreyfingadælur með silikonslöngum.

Hafa verður í huga að venjuleg hlutlaus insúlín falla út við sýrustig (pH) sem er um það bil 4,5 til 6,5.

Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Blöndun insúlína

Insuman Rapid má blanda við öll mannainsúlín, en ekki við þau sem ætluð eru sérstaklega í insúlíndælur. Varðandi ósamrýmanleika við önnur insúlín, sjá kafla 6.2.

Ef draga á tvö mismunandi insúlín upp í eina sprautu er mælt með því að skjótvirkara insúlínið sé fyrst dregið upp í hana til að koma í veg fyrir að menga hettuglasið með insúlíninu sem er með lengri verkun. Ráðlagt er að sprauta lyfinu strax eftir blöndun.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Insuman Rapid 100 a.e./ml í rörlykju

Insúlínpenni

Insuman Rapid rörlykjurnar á einungis að nota með eftirfarandi lyfjapennum: OptiPen, ClikSTAR, Autopen 24, Tactipen, AllStar, AllStar PRO eða JuniorSTAR (sjá kafla 4.4). Ekki er víst að allir þessir lyfjapennar séu markaðssettir hér á landi.

Notið lyfjapennann eins og mælt er með í leiðbeiningunum frá framleiðanda lyfjapennans.

Fylgja á leiðbeiningum framleiðandans um notkun lyfjapennans nákvæmlega um hvernig setja á rörlykjuna í, festa nálina og sprauta insúlíninu.

Ef insúlínpenninn skemmist eða virkar ekki rétt (vegna galla í tæknibúnaði) á að fleygja honum og nota á nýjan insúlínpenna.

Ef penninn virkar ekki rétt (sjá notkunarleiðbeiningarnar með pennanum) má draga lausnina úr rörlykjunni upp í sprautu (sem hentar fyrir insúlín 100 a.e./ml) og sprauta henni.

Rörlykjur

Áður en rörlykjan er sett í pennann á að geyma Insuman Rapid við stofuhita í 1 til 2 klst.

Skoðið rörlykjuna fyrir notkun. Insuman Rapid má aðeins nota ef lausnin er tær, litlaus, engar fastar agnir sjáanlegar og ef hún er vatnskennd.

Fjarlægja verður loftbólur úr rörlykjunni fyrir inndælingu (sjá leiðbeiningar um notkun pennans). Ekki má fylla aftur á tómar rörlykjur.

Insuman Rapid má hvorki nota í ytri insúlíndælur, ígræddar insúlíndælur né í bylgjuhreyfingadælur með silikonslöngum.

Hafa verður í huga að venjuleg hlutlaus insúlín falla út við sýrustig (pH) sem er um það bil 4,5 til 6,5.

Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Blöndun insúlína

Insuman Rapid má blanda við öll mannainsúlín, en ekki við þau sem ætluð eru sérstaklega í insúlíndælur. Varðandi ósamrýmanleika við önnur insúlín, sjá kafla 6.2.

Insuman Rapid rörlykjur eru ekki hannaðar þannig að hægt sé að blanda öðru insúlíni saman við í rörlykjunni.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Insuman Rapid SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Insuman Rapid má aðeins nota ef lausnin er tær, litlaus, engar fastar agnir sjáanlegar og ef hún er vatnskennd.

Tóma penna má aldrei nota aftur og verður að farga þeim á tryggan hátt.

Til að koma í veg fyrir hugsanlegt smit sjúkdóma má aðeins nota hvern penna handa einum og sama sjúklingi.

Hafa verður í huga að venjulegt insúlín fellur út við pH gildi sem er um það bil 4,5 til 6,5.

Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Áður en byrjað er að nota SoloStar áfyllta lyfjapennann verður að lesa notkunarleiðbeiningarnar í fylgiseðlinum vandlega.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Sanofi-Aventis Deutschland GmbH, D-65926 Frankfurt am Main, Þýskaland.

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/97/030/028

EU/1/97/030/029

EU/1/97/030/030

EU/1/97/030/031

EU/1/97/030/032

EU/1/97/030/055

EU/1/97/030/056

EU/1/97/030/085

EU/1/97/030/090

EU/1/97/030/095

EU/1/97/030/140

EU/1/97/030/141

EU/1/97/030/142

EU/1/97/030/143

EU/1/97/030/144

EU/1/97/030/145

EU/1/97/030/196

EU/1/97/030/197

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 21 febrúar 1997

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 21 febrúar 2007

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

1. HEITI LYFS

Insuman Basal 40 a.e./ml stungulyf, dreifa, í hettuglasi

Insuman Basal 100 a.e./ml stungulyf, dreifa, í hettuglasi

Insuman Basal 100 a.e./ml stungulyf, dreifa, í rörlykju

Insuman Basal SoloStar 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna

2. INNIHALDSLÝSING

Insuman Basal 40 a.e./ml í hettuglasi

Hver ml inniheldur 40 a.e. af mannainsúlíni (jafngildir 1,4 mg).

Hvert hettuglas inniheldur 10 ml stungulyf, dreifu, jafngildir 400 a.e. af insúlíni.

Insuman Basal 100 a.e./ml í hettuglasi

Hver ml inniheldur 100 a.e. af mannainsúlíni (jafngildir 3,5 mg).

Hvert hettuglas inniheldur 5 ml stungulyf, dreifu, jafngildir 500 a.e. af insúlíni eða 10 ml stungulyf, dreifu, sem jafngildir 1.000 a.e. af insúlíni.

Insuman Basal 100 a.e./ml í rörlykju, Insuman Basal SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna Hver ml inniheldur 100 a.e. af mannainsúlíni (jafngildir 3,5 mg).

Hver rörlykja eða penni inniheldur 3 ml stungulyf, dreifu, jafngildir 300 a.e. af insúlíni.

Ein a.e. (alþjóðleg eining) samsvarar 0,035 mg af vatnsfríu mannainsúlíni*.

Insuman Basal er ísófan insúlíndreifa.

*Mannainsúlínið er framleitt með DNA-samrunatækni í Escherichia coli.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa.

Mjólkurlituð dreifa þegar búið er að blanda dreifunni.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Sykursýki þegar þörf er á meðferð með insúlíni.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Æskileg blóðsykursgildi, hvaða insúlín á að nota og skömmtun þess (skammtar og tímasetning lyfjagjafar) verður að ákveða fyrir hvern einstakling sérstaklega og aðlaga í samræmi við mataræði, líkamlega áreynslu og lifnaðarhætti sjúklingsins.

Sólarhringsskammtar og tímasetning lyfjagjafa

Engar fastar reglur eru til um insúlínskammta. Hins vegar er meðalinsúlínþörfin oft á bilinu 0,5 til 1,0 a.e. /kg líkamsþunga á sólarhring. Þörfin fyrir undirstöðuefnaskipti er 40% til 60% af heildar sólarhringsþörfinni. Insuman Basal er sprautað undir húð 45 til 60 mínútum fyrir máltíð.

Insuman Basal SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Með SoloStar er hægt að velja skammta á bilinu 1 til 80 einingar í 1 einingar þrepum. Hver penni inniheldur marga skammta.

Síðari breytingar á skömmtum

Bætt stjórn á efnaskiptum getur leitt til aukins næmis fyrir insúlíni sem leiðir til þess að insúlínþörf minnkar. Einnig getur þurft að breyta skömmtum til dæmis ef

-líkamsþyngd sjúklingsins breytist,

-lifnaðarhættir sjúklingsins breytast,

-aðrar aðstæður koma upp sem geta stuðlað að aukinni hættu á blóðsykurslækkun eða -hækkun (sjá kafla 4.4).

Sérstakir sjúklingahópar Aldraðir sjúklingar (65 ára)

Hjá öldruðum getur versnandi nýrnastarfsemi leitt til stöðugt minnkandi insúlínþarfar.

Skert nýrnastarfsemi

Insúlínþörf sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi getur verið minni vegna skerts insúlínumbrots.

Skert lifrarstarfsemi

Insúlínþörf getur minnkað hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi vegna skertrar getu til nýmyndunar glúkósa og minna insúlínumbrots.

Lyfjagjöf

Insuman Basal má ekki gefa í bláæð og það má hvorki nota í innrennslisdælur, ytri insúlíndælur né í ígræddar insúlíndælur.

Insuman Basal er gefið undir húð. Insuman Basal má aldrei sprauta í bláæð.

Frásog insúlíns og þar með blóðsykurslækkandi áhrif gefins skammts geta verið breytileg frá einu stungusvæði til annars (til dæmis kviðurinn í samanburði við lærið). Breyta verður um stungustað á stungusvæði frá einni lyfjagjöf til annarrar.

Insuman Basal 40 a.e./ml í hettuglasi

Aðeins á að nota sprautur sem eru hannaðar fyrir þennan styrkleika insúlíns (40 a.e./ml). Engin önnur lyf mega vera í sprautunum né heldur lyfjaleifar (til dæmis vottur af heparíni).

Insuman Basal 100 a.e./ml í hettuglasi

Aðeins á að nota sprautur sem eru hannaðar fyrir þennan styrkleika insúlíns (100 a.e./ml). Engin önnur lyf mega vera í sprautunum né heldur lyfjaleifar (til dæmis vottur af heparíni).

Insuman Basal SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Áður en byrjað er að nota SoloStar verður að lesa notkunarleiðbeiningarnar í fylgiseðlinum vandlega.

Sjá frekari leiðbeiningar um meðhöndlun í kafla 6.6.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Aðeins má halda meðferð áfram hjá sjúklingum, sem hafa ofnæmi fyrir Insuman Basal ef engin önnur lyf eru til sem þeir þola betur, og þá undir nánu eftirliti læknis og – þegar þörf krefur – ásamt meðferð með ofnæmislyfjum.

Mælt er með því að gert sé húðpróf hjá sjúklingum sem hafa ofnæmi fyrir insúlínum af dýrauppruna áður en breytt er yfir í notkun Insuman Basal þar sem þeir gætu fengið krossónæmisverkarnir.

Sé stjórn á glúkósu ófullnægjandi eða ef tilhneiging er til blóðsykurshækkunar eða –falls, verður að meta meðferðarfylgni, stungustaði og rétta aðferð við lyfjagjöf svo og alla aðra þætti sem skipt geta máli, áður en íhugað er að breyta skammti.

Breytt yfir í notkun Insuman Basal

Þegar breytt er yfir í notkun insúlíns annarrar tegundar eða frá öðrum framleiðanda verður sjúklingurinn að vera undir ströngu eftirliti læknis. Breytingar í styrk, vörumerki (framleiðanda), tegund (venjulegt, NPH, hægvirkt eða langvirkt o.s.frv.), uppruna (dýra, manna, hliðstæðu mannainsúlíns) og/eða framleiðsluaðferð getur leitt til þess að nauðsynlegt sé að breyta skammti.

Þörfin fyrir að breyta skammti (til dæmis minnka hann) getur komið í ljós þegar í stað eftir skiptin. Einnig getur hún komið smám saman í ljós á nokkrum vikum.

Verið getur að minnka þurfi skammt þegar breytt er úr notkun insúlíns upprunnu úr dýrum í mannainsúlín einkum hjá sjúklingum sem

-höfðu þegar góða stjórn við frekar lágan blóðsykur,

-hafa tilhneigingu til að fá blóðsykursfall,

-þurftu áður stóra insúlínskammta vegna insúlínmótefna.

Mælt er með nánu eftirliti með efnaskiptum meðan á breytingunni stendur og fyrstu vikurnar þar á eftir. Hjá sjúklingum sem þurfa háa insúlínskammta vegna insúlínmótefna skal íhuga að breytingin fari fram undir eftirliti læknis á sjúkrahúsi eða við svipaðar aðstæður.

Blóðsykursfall

Blóðsykursfall getur orðið ef insúlínskammturinn er of hár miðað við insúlínþörfina.

Sérstakrar varúðar skal gæta og er ráðlagt að fylgjast nánar með blóðsykri hjá þeim sjúklingum þar sem blóðsykursfall gæti skipt sérstöku máli klínískt, eins og hjá sjúklingum með marktæka þrengingu í kransæðum eða heilaæðum (hætta á hjarta- eða heilaskemmdum vegna blóðsykursfalls) svo og hjá sjúklingum með frumufjölgunarsjónukvilla (proliferative retinopathy), einkum ef hann er ekki meðhöndlaður með ljóshleypingu (photocoagulation) (hætta á tímabundinni blindu í kjölfar blóðsykursfalls).

Sjúklingar skulu meðvitaðir um aðstæður, þar sem viðvörunareinkenni um blóðsykursfall geta minnkað. Viðvörunareinkenni blóðsykursfalls geta breyst, orðið minna áberandi eða horfið hjá ákveðnum áhættuhópum. Meðal þeirra eru sjúklingar:

-sem hafa náð mun betri stjórn á blóðsykri,

-þar sem blóðsykursfall þróast smám saman,

-sem eru aldraðir,

-sem breytt hafa yfir úr notkun insúlíns sem unnið er úr dýrum í mannainsúlín,

-með taugakvilla í ósjálfráða taugakerfinu (autonomic neuropathy),

-sem hafa lengi verið haldnir sykursýki,

-sem þjást af geðsjúkdómum,

-sem eru samtímis meðhöndlaðir með ákveðnum öðrum lyfjum (sjá kafla 4.5).

Við slíkar aðstæður getur verulegt blóðsykursfall orðið (og hugsanlega meðvitundarleysi) áður en sjúklingurinn gerir sér grein fyrir því.

Ef vart verður við eðlileg eða minnkuð gildi sykurbundins blóðrauða, verður að hugleiða möguleikann á ítrekuðu blóðsykursfalli (einkum að næturlagi), án þess að sjúklingur verði þess var.

Til að draga úr hættu á blóðsykursfalli er mikilvægt að sjúklingur fylgi fyrirmælum um skömmtun og mataræði, gefi insúlínið á réttan hátt og sé vakandi fyrir einkennum um blóðsykursfall. Fylgjast þarf sérstaklega náið með þeim þáttum sem geta aukið hættu á blóðsykursfalli og geta leitt til þess að breyta þurfi skammti. Meðal þessa eru:

-breytingar á stungustað,

-aukið insúlínnæmi (til dæmis ef álagsþættir hverfa),

-óvenjuleg, aukin eða langvarandi líkamleg áreynsla,

-tilfallandi veikindi (til dæmis uppköst, niðurgangur),

-ónóg fæðuneysla,

-máltíðum er sleppt úr,

-áfengisneysla,

-ákveðnir ómeðhöndlaðir innkirtlasjúkdómar (til dæmis vanstarfsemi skjaldkirtils og vanstarfsemi framhluta heiladinguls eða nýrnahettubarkar).

-samtímis meðferð með ákveðnum öðrum lyfjum (sjá kafla 4.5).

Tilfallandi veikindi

Fylgjast þarf náið með efnaskiptum þegar tilfallandi veikindi koma upp. Í mörgum tilvikum þarf að mæla ketónur í þvagi og oft þarf að breyta insúlínskammti. Insúlínþörf eykst oft. Sjúklingar með insúlínháða sykursýki (tegund 1) verða að halda áfram að neyta að minnsta kosti smávegis af kolvetnum reglulega, jafnvel þótt þeir borði lítið sem ekkert eða ef þeir eru með uppköst o.s.frv. og þeir mega aldrei hætta insúlínnotkun alveg.

Insuman Basal 100 a.e./ml í rörlykju,

Lyfjapennar sem nota á með Insuman Basal rörlykjum

Insuman Basal rörlykjur á einungis að nota með eftirtöldum lyfjapennum:

-JuniorSTAR sem gefur Insuman Basal í 0,5 eininga skammtaþrepum

-OptiPen, ClikSTAR, Tactipen, Autopen 24 og AllStar og AllStar PRO sem allir gefa Insuman Basal í 1 eininga skammtaþrepum.

Þessar rörlykjur á ekki að nota með neinum öðrum margnota lyfjapennum þar sem nákvæmni í skömmtun hefur aðeins verið staðfest með pennunum sem taldir eru upp hér að framan.

Ekki er víst að allir þessir lyfjapennar séu markaðssettir hér á landi.

Insuman Basal SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Meðhöndlun pennans

Áður en byrjað er að nota SoloStar verður að lesa notkunarleiðbeiningarnar í fylgiseðlinum vandlega. SoloStar á að nota eins og ráðlagt er í þessum notkunarleiðbeiningum (sjá kafla 6.6).

Mistök við lyfjagjöf

Greint hefur verið frá mistökum við lyfjagjöf þar sem önnur Insuman lyfjaform eða önnur insúlín hafa fyrir mistök verið gefin. Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín.

Insuman gefið í samsettri meðferð með pioglitazoni

Greint hefur verið frá tilvikum um hjartabilun þegar pioglitazon var notað í samsettri meðferð með insúlíni, einkum hjá sjúklingum með áhættuþætti fyrir hjartabilun. Þetta ber að hafa í huga ef samsett meðferð með pioglitazoni og Insuman er íhuguð. Ef þessi samsetning er notuð þarf að fylgjast vel með einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningar og bjúgsöfnunar hjá sjúklingum. Hætta skal meðferð með pioglitazoni ef einkenni frá hjarta versna.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Fjöldi efna hefur áhrif á efnaskipti glúkósu og geta leitt til þess að breyta þurfi skammti mannainsúlíns.

Meðal þeirra efna sem geta aukið blóðsykurslækkandi áhrif og aukið hættu á blóðsykursfalli eru sykursýkislyf til inntöku ACE-hemlar, dísópýramíð, fíbröt, flúoxetín, mónóamíóoxídasa-(MAO) hemlar, pentoxifýllín, própoxýfen, salisýlöt og sýklalyf af flokki súlfónamíða.

Meðal þeirra efna sem geta dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum eru barksterar, danazól, díazoxíð, þvagræsilyf, glúkagon, ísóníazíð, östrógen og prógestógen (til dæmis í getnaðarvarnartöflum), fenótíazínafleiður, sómatrópín, adrenvirk efni (til dæmis adrenalín, salbútamól, terbútalín),

skjaldkirtilshormón, próteasahemlar og ódæmigerð geðrofslyf (atypical antipsychotics) (t.d olanzapín og klózapín).

Beta-blokkar, klónidín, litíumsölt eða áfengi geta ýmist aukið eða dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum insúlíns. Pentamidín getur valdið blóðsykursfalli og getur blóðsykurshækkun stundum fylgt í kjölfarið.

Vegna verkunar andadrenvirkra lyfja svo sem beta-blokka, klónidíns, guanetidíns og reserpíns gætu einkenni um adrenvirkt andsvar (andrenergic counter-regulation) auk þess minnkað eða horfið.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um notkun mannainsúlíns á meðgöngu. Insúlín fer ekki yfir fylgju. Gæta skal varúðar þegar lyfinu er ávísað barnshafandi konum.

Nauðsynlegt er að sjúklingar sem voru fyrir með sykursýki eða fá meðgöngusykursýki viðhaldi góðri stjórnun efnaskipta alla meðgönguna. Insúlínþörf kann að minnka á fyrsta þriðjungi meðgöngu og eykst síðan yfirleitt á öðrum og þriðja þriðjungi. Strax eftir fæðingu minnkar insúlínþörf hratt (aukin hætta á blóðsykursfalli). Brýnt er að fylgst sé náið með blóðsykri.

Brjóstagjöf

Ekki er búist við neinum áhrifum á brjóstmylking. Insulin Basal má nota meðan á brjóstagjöf stendur. Konur með barn á brjósti geta þurft að breyta insúlínskammti og mataræði.

Frjósemi

Engar upplýsingar úr klínískum rannsóknum eða dýrarannsóknum liggja fyrir um áhrif mannainsúlíns á frjósemi karla eða kvenna.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Einbeitingarhæfni og viðbragðsflýtir sjúklings getur skerst vegna blóðsykursfalls eða blóðsykurshækkunar eða til dæmis vegna sjónskerðingar. Þetta getur valdið hættu við aðstæður þar sem þessi hæfni er sérstaklega mikilvæg (til dæmis við bifreiðaakstur eða notkun véla).

Sjúklingum skal ráðlagt að gæta varúðar til þess að forðast blóðsykursfall við akstur. Þetta er einkum mikilvægt fyrir þá sem eru með skert eða engin viðvörunareinkenni um blóðsykursfall eða fá blóðsykursfall ítrekað. Íhugað skal hvort ráðlegt er að stunda bifreiðaakstur eða nota vélar við þessar kringumstæður.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt um öryggi lyfsins

Blóðsykursfall, yfirleitt algengasta aukaverkun insúlínmeðferðar, getur komið fram ef insúlínskammtur er of stór miðað við insúlínþörf. Í klínískum rannsóknum og notkun eftir markaðssetningu er tíðni breytileg eftir sjúklingahópum og skammtastærðum og því er ekki hægt að gefa upp nákvæmar tíðnitölur.

Tafla yfir aukaverkanir

Eftirtaldar aukaverkanir sem komið hafa fram í klínískum rannsóknum eru taldar upp hér að neðan, eftir líffæraflokkum og minnkandi tíðni: Mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000); örsjaldan koma fyrir

(<1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

MedDRA tíðniflokkun

Algengar

Sjaldgæfar

Tíðni ekki þekkt

Ónæmiskerfi

 

Lost

Bráðaofnæmisviðbrögð

 

 

 

(lágþrýstingur,

 

 

 

ofsabjúgur,

 

 

 

berkjukrampi, útbreidd

 

 

 

húðútbrot);

 

 

 

And-insúlín mótefni

Efnaskipti og næring

Bjúgur

 

Blóðsykurslækkun;

 

 

 

Uppsöfnun natríums

Augu

 

 

Frumufjölgunar

 

 

 

sjónukvilli

 

 

 

(proliferative

 

 

 

retinopathy);

 

 

 

Sykursýkissjónukvilli

 

 

 

(diabetic retinopathy);

 

 

 

Sjónskerðing

Húð og undirhúð

 

 

Fitukyrkingur

Almennar

Erting á stungustað

Ofsakláði á stungustað

Bólga á stungustað;

aukaverkanir og

 

 

Verkur á stungustað;

aukaverkanir á

 

 

Kláði á stungustað;

íkomustað

 

 

Roði á stungustað;

 

 

 

Þroti á stungustað

Lýsing á völdum aukaverkunum

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

Bráðaofnæmi fyrir insúlíni eða hjálparefnunum getur verið lífshættulegt.

 

Notkun insúlíns getur valdið því að and-insúlín mótefni myndist. Ef slík and-insúlín mótefni eru til staðar getur í mjög sjaldgæfum tilvikum þurft að breyta skömmtum insúlíns til að koma í veg fyrir tilhneigingu til blóðsykurshækkunnar eða blóðsykursfalls.

Efnaskipti og næring

Verulegt blóðsykursfall, sér í lagi ef það endurtekur sig, getur valdið taugaskemmdum. Langvarandi eða verulegt blóðsykursfall getur verið lífshættulegt.

Hjá mörgum sjúklingum koma vísbendingar og einkenni um sykurskort í miðtaugakerfinu (neuroglycopenia) fyrst fram sem adrenvirkt andsvar (adrenergic counter regulation). Almennt á það við að þeim mun meiri og hraðari sem lækkunin á blóðsykri verður því kröftugra verður andsvarið og einkenni þess.

Insúlín getur valdið uppsöfnun natríums og bjúg, einkum ef fyrir hefur verið slæm stjórn á efnaskiptum, sem bætt er með aukinni insúlíngjöf.

Augu

Veruleg breyting á blóðsykursstjórnun getur valdið tímabundinni sjónskerðingu vegna tímabundinna breytinga á fyllingu (turgidity) og brotstuðli augasteins.

Langtímabæting blóðsykursstjórnunar dregur úr hættunni á að sykursýkissjónukvilli versni. Hinsvegar getur aukin insúlíngjöf með skyndilega bættri blóðsykursstjórnun tengst tímabundinni versnun á sykursýkissjónukvilla.

Húð og undirhúð

Fitukyrkingur getur orðið á stungustað og þannig tafið staðbundið frásog insúlíns. Ef stöðugt er valinn nýr stungustaður innan ákveðins stungusvæðis á líkamanum, getur það stuðlað að því að draga úr eða komið í veg fyrir þessi viðbrögð.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Flestar minniháttar aukaverkanir insúlíns á stungustað hjaðna á nokkrum dögum til vikum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Einkenni

Ofskömmtun insúlíns getur leitt til verulegs og á stundum langvarandi og lífshættulegs blóðsykursfalls.

Meðferð

Vægt blóðsykursfall er oftast hægt að meðhöndla með kolvetnum til inntöku. Hugsanlega getur þurft að breyta lyfjaskammti, neysluvenjum eða líkamlegri áreynslu.

Verulegt blóðsykursfall, þar sem meðvitundarleysi, flog eða taugaskemmd verður, má meðhöndla með glúkagoni gefnu í vöðva/undir húð eða með gjöf sterkrar glúkósulausnar í bláæð. Stöðug inntaka kolvetna og eftirlit með sjúklingi kann að vera nauðsynlegt þar sem blóðsykursfall getur orðið aftur eftir að sjúklingur virðist hafa náð sér.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sykursýkilyf, Insúlín og hliðstæður til inndælingar, meðallangvirk. ATC flokkur: A10AC01.

Verkunarháttur

Insúlín

-lækkar blóðsykur og eflir uppbyggjandi áhrif og dregur jafnframt úr vefjaniðurbroti,

-eykur flutning glúkósu inn í frumur og einnig myndun glýkógens í vöðvum og lifur og bætir nýtingu pýrúvata. Það hamlar glýkógenlosun og nýmyndun glúkósu,

-eykur fitumyndun í lifur og fituvef og hamlar fitusundrun,

-eflir upptöku amínósýra inn í frumur og nýmyndun próteina,

-eykur kalíumupptöku í frumur.

Lyfhrif

Insuman Basal (ísófan insúlíndreifa) er insúlín með verkun sem hefst smám saman og varir lengi. Eftir gjöf undir húð hefst verkun innan 60 mínútna, mest verkun er á milli 3 og 4 klst. eftir inndælingu og verkun varir í 11 til 20 klst.

5.2 Lyfjahvörf

Hjá heilbrigðum einstaklingum er helmingunartími insúlíns í sermi um það bil 4 til 6 mínútur. Hann er lengri hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi. Hins vegar skal vakin athygli á því að lyfjahvörf insúlíns endurspegla ekki verkun þess á efnaskipti.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Bráðar eiturverkanir voru rannsakaðar eftir gjöf lyfsins undir húð hjá rottum. Engar vísbendingar um eiturverkanir sáust. Rannsóknir á lyfhrifum eftir gjöf undir húð hjá kanínum og hundum leiddu í ljós þá blóðsykurslækkandi verkun sem búist var við.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Prótamínsúlfat,

metakresól,

fenól,

zínkklóríð, natríumtvíhýdrógenfosfat tvíhýdrat, glýseról,

natríumhýdroxíð, saltsýra (til að stilla pH), vatn fyrir stungulyf.

6.2 Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau, sem nefnd eru í kafla 6.6.

Ekki má blanda Insuman Basal saman við lausnir sem innihalda afoxandi efni eins og tíól og súlfít.

Blöndun insúlína

Insuman Basal 40 a.e./ml í hettuglasi, Insuman Basal 100 a.e./ml í hettuglasi

Insuman Basal má ekki blanda við mannainsúlín sem ætluð eru sérstaklega í insúlíndælur. Insuman Basal má heldur ekki blanda insúlínum sem unnin eru úr dýrum eða insúlínhliðstæðum. Ekki má blanda saman insúlínum sem eru frábrugðin að styrkleikum (til dæmis 100 a.e./ml og 40 a.e./ml).

Gæta verður þess að tryggt sé að hvorki spritt né önnur sótthreinsiefni komist í insúlíndreifuna.

Insuman Basal 100 a.e./ml í rörlykju

Insuman Basal má ekki blanda við mannainsúlín sem ætluð eru sérstaklega í insúlíndælur. Insuman Basal má heldur ekki blanda insúlínum sem unnin eru úr dýrum eða insúlínhliðstæðum.

Gæta verður þess að tryggt sé að hvorki spritt né önnur sótthreinsiefni komist í insúlíndreifuna.

Insuman Basal SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Insuman Basal má ekki blanda öðrum insúlínum né insúlínhliðstæðum.

Gæta verður þess að tryggt sé að hvorki spritt né önnur sótthreinsiefni komist í insúlíndreifuna.

6.3 Geymsluþol

2 ár.

Geymsluþol eftir að hettuglasið hefur fyrst verið tekið í notkun

Geyma má lyfið í mest 4 vikur, ekki við hærri hita en 25°C og fjarri hitagjöfum og ljósgjöfum. Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Mælt er með því að dagsetningin, þegar hettuglasið er fyrst tekið í notkun, sé skráð á merkimiðann.

Geymsluþol rörlykjunnar/lyfjapennans eftir að hún/hann hefur fyrst verið tekin/-n í notkun Rörlykjuna sem er í notkun (í insúlínpennanum) eða sem höfð er meðferðis til vara, lyfjapenna í notkun eða sem hafður er meðferðis til vara má geyma lengst í 4 vikur, ekki við hærri hita en 25°C og fjarri hitagjöfum og ljósgjöfum.

Lyfjapenna í notkun má ekki geyma í kæli.

Pennahettuna verður að setja aftur á lyfjapennann eftir hverja inndælingu til varnar gegn ljósi.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Órofin hettuglös, órofnar rörlykjur, ónotaðir lyfjapennar Geymið í kæli (2°C-8°C).

Má ekki frjósa.

Ekki setja Insuman Basal næst frystihólfi eða frystikubbi.

Geymið hettuglasið, rörllykjuna eða áfyllta lyfjapennann í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Hettuglös í notkun, rörlykjur í notkun, lyfjapennar í notkun

Geymsluskilyrði eftir að pakkning lyfsins hefur verið rofin, sjá kafla 6.3.

6.5 Gerð íláts og innihald

Insuman Basal 40 a.e./ml í hettuglasi

10 ml dreifa í hettuglasi (litlausu úr gleri, gerð 1), með hettu með kraga (ál), tappa (úr klóróbútýl gúmmíi (gerð 1)) og loki sem rifið er af (úr pólýprópýleni).

Pakkningar með 1 og 5 hettuglösum eru fáanlegar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Insuman Basal 100 a.e./ml í hettuglasi

5 ml dreifa í hettuglasi og 10 ml dreifa í hettuglasi (litlausu úr gleri, gerð 1), með hettu með kraga (ál), tappa (úr klóróbútýlgúmmíi (gerð 1)) og loki sem rifið er af (úr pólýprópýleni).

Pakkningar með 1 og 5 hettuglösum eru fáanlegar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Insuman Basal 100 a.e./ml í rörlykju, Insuman Basal SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

3 ml dreifa í rörlykju (litlausri úr gleri, gerð 1), með stimpli (úr brómóbútýlgúmmíi (gerð 1)) og hettu með kraga (ál) og tappa (úr brómóbútýli eða samlímdum flögum úr pólýísópreni og brómóbútýlgúmmíi (gerð 1)).

Í hverri rörlykju eru 3 kúlur (úr ryðfríu stáli).

Áfylltir lyfjapennar

Rörlykjurnar eru innsiglaðar í einnota lyfjapenna. Sprautunálar fylgja ekki með í pakkanum.

Pakkningastærðir

Pakkningar með 3, 4, 5, 6, 9 eða 10 rörlykjum eru fáanlegar.

Pakkningar með 3, 4, 5, 6, 9 eða 10 pennum eru fáanlegar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Insuman Basal 40 a.e./ml í hettuglasi, Insuman Basal 100 a.e./ml í hettuglasiÁður en fyrst er tekið úr hettuglasinu á að fjarlægja hlífðarlokið.

Rétt áður er dregið er upp úr hettuglasinu í sprautu verður að blanda insúlínið. Þetta er best að gera með því að velta hettuglasinu milli lófanna og halla því til hliðar. Ekki má hrista hettuglasið kröftuglega þar sem það gæti valdið breytingum á dreifunni (hettuglasið gæti litið út eins og hélað; sjá hér að neðan) og orsakað froðumyndun. Froða gæti haft truflandi áhrif þegar mæla á réttan skammt.

Eftir blöndun á allur vökvinn að vera mjólkurlitaður og líta eins út. Ekki má nota Insuman Basal ef þetta útlit næst ekki, til dæmis ef dreifan er áfram tær eða ef kekkir, agnir eða kvoðukennt efni sést í insúlíninu eða festist á hliðar eða á botninn í hettuglasinu. Stundum lítur hettuglasið út fyrir að vera hélað við þessar breytingar. Komi það fyrir verður að taka nýtt hettuglas í notkun til að fá jafna dreifu. Einnig er nauðsynlegt að taka nýtt hettuglas í notkun ef insúlínþörfin breytist verulega.

Insuman Basal má ekki gefa í bláæð og það má hvorki nota í innrennslisdælur, ytri insúlíndælur né í ígræddar insúlíndælur.

Hafa verður í huga að prótamíninsúlínkristallar leysast upp við súrt sýrustigi (pH).

Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Blöndun insúlína

Blanda má Insuman Basal við öll mannainsúlín, en ekki þau sem eru sérstaklega hönnuð til notkunar í insúlíndælur. Varðandi ósamrýmanleika við önnur insúlín, sjá kafla 6.2.

Ef draga á tvö mismunandi insúlín upp í eina sprautu er mælt með því að skjótvirkara insúlínið sé fyrst dregið upp í hana til að koma í veg fyrir að menga hettuglasið með insúlíninu sem er með lengri verkun. Ráðlagt er að sprauta lyfinu strax eftir blöndun.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Insuman Basal 100 a.e./ml í rörlykju

Insúlínpenni

Insuman Basal rörlykjurnar á einungis að nota með eftirfarandi lyfjapennum: OptiPen, ClikSTAR, Autopen 24, Tactipen, AllStar, AllStar PRO eða JuniorSTAR (sjá kafla 4.4). Ekki er víst að allir þessir lyfjapennar séu markaðssettir hér á landi.

Notið lyfjapennann eins og mælt er með í leiðbeiningunum frá framleiðanda lyfjapennans.

Fylgja á leiðbeiningum framleiðandans um notkun pennans nákvæmlega um hvernig setja á rörlykjuna í, festa sprautunálina og sprauta insúlíninu.

Ef insúlínpenninn skemmist eða virkar ekki rétt (vegna galla í tæknibúnaði) á að fleygja honum og nota á nýjan insúlínpenna.

Ef penninn virkar ekki rétt (sjá notkunarleiðbeiningarnar með pennanum) má draga dreifuna úr rörlykjunni upp í sprautu (sem hentar fyrir insúlín 100 a.e./ml) og sprauta henni.

Rörlykjur

Áður en rörlykjan er sett í pennann á að geyma Insuman Basal við stofuhita í 1-2 klst., síðan á að blanda lyfið og skoða innihaldið. Best er að gera þetta með því að velta rörlykjunni fram og til baka (að minnsta kosti tíu sinnum). Í hverri rörlykju eru þrjár litlar málmkúlur til að auðvelda skjóta og góða blöndun innihaldsins.

Síðar eftir að rörlykjan hefur verið sett í pennann verður að blanda insúlínið aftur fyrir hverja inndælingu. Best er að gera þetta með því að velta pennanum fram og til baka (að minnsta kosti tíu sinnum).

Eftir blöndun á allur vökvinn að vera mjólkurlitaður og líta eins út. Ekki má nota Insuman Basal ef þetta útlit næst ekki, til dæmis ef dreifan er áfram tær eða ef kekkir, agnir eða kvoðukennt efni sést í insúlíninu eða festist á hliðar eða á botninn í rörlykjunni. Stundum lítur rörlykjan út fyrir að vera héluð við þessar breytingar. Komi það fyrir verður að taka nýja rörlykju í notkun til að fá jafna dreifu. Einnig er nauðsynlegt að taka nýja rörlykju í notkun ef insúlínþörfin breytist verulega.

Fjarlægja verður loftbólur úr rörlykjunni fyrir inndælingu (sjá leiðbeiningar um notkun pennans). Ekki má fylla aftur á tómar rörlykjur.

Insuman Basal má ekki gefa í bláæð og það má hvorki nota í innrennslisdælur, ytri insúlíndælur né í ígræddar insúlíndælur.

Hafa verður í huga að prótamíninsúlínkristallar leysast upp við súrt sýrustigi (pH).

Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Blöndun insúlína

Blanda má Insuman Basal við öll mannainsúlín, en ekki þau sem eru sérstaklega hönnuð til notkunar í insúlíndælur. Varðandi ósamrýmanleika við önnur insúlín, sjá kafla 6.2.

Insuman Basal rörlykjur eru ekki hannaðar þannig að hægt sé að blanda öðru insúlíni saman við í rörlykjunni.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Insuman Basal SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Áður er lyfið er fyrst notað á að geyma Insuman Basal við stofuhita í 1-2 klst., síðan á að blanda lyfið og skoða innihaldið. Best er að gera þetta með því að velta pennanum varlega fram og til baka (að minnsta kosti tíu sinnum). Í hverri rörlykju eru þrjár litlar málmkúlur til að auðvelda skjóta og góða blöndun innihaldsins. Síðar verður að blanda insúlínið aftur fyrir hverja inndælingu.

Eftir blöndun á allur vökvinn að vera mjólkurlitaður og líta eins út. Ekki má nota Insuman Basal ef þetta útlit næst ekki, til dæmis ef dreifan er áfram tær eða ef kekkir, agnir eða kvoðukennt efni sést í insúlíninu eða festist á hliðar eða á botninn í rörlykjunni. Stundum lítur rörlykjan út fyrir að vera héluð við þessar breytingar. Komi það fyrir verður að taka nýjan penna í notkun til að fá jafna dreifu. Einnig er nauðsynlegt að taka nýjan penna í notkun ef insúlínþörfin breytist verulega.

Tóma penna má aldrei nota aftur og verður að farga þeim á tryggan hátt.

Til að koma í veg fyrir hugsanlegt smit sjúkdóma má aðeins nota hvern penna handa einum og sama sjúklingi.

Hafa verður í huga að prótamíninsúlínkristallar leysast upp við súrt sýrustig (pH).

Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Áður en byrjað er að nota SoloStar áfyllta lyfjapennann verður að lesa notkunarleiðbeiningarnar í fylgiseðlinum vandlega.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Sanofi-Aventis Deutschland GmbH, D-65926 Frankfurt am Main, Þýskaland.

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/97/030/033

EU/1/97/030/034

EU/1/97/030/035

EU/1/97/030/036

EU/1/97/030/037

EU/1/97/030/057

EU/1/97/030/058

EU/1/97/030/086

EU/1/97/030/091

EU/1/97/030/096

EU/1/97/030/146

EU/1/97/030/147

EU/1/97/030/148

EU/1/97/030/149

EU/1/97/030/150

EU/1/97/030/151

EU/1/97/030/198

EU/1/97/030/199

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 21 febrúar 1997

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 21 febrúar 2007

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

1. HEITI LYFS

Insuman Comb 15 100 a.e./ml stungulyf, dreifa, í hettuglasi Insuman Comb 15 100 a.e./ml stungulyf, dreifa, í rörlykju

Insuman Comb 15 SoloStar 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna

2. INNIHALDSLÝSING

Insuman Comb 15 100 a.e./ml í hettuglasi

Hver ml inniheldur 100 a.e. af mannainsúlíni (jafngildir 3,5 mg).

Hvert hettuglas inniheldur 5 ml stungulyf, dreifu, jafngildir 500 a.e. af insúlíni.

Insuman Comb 15 100 a.e./ml í rörlykju, Insuman Comb 15 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna Hver ml inniheldur 100 a.e. af mannainsúlíni (jafngildir 3,5 mg).

Hver rörlykja inniheldur 3 ml stungulyf, dreifu, jafngildir 300 a.e. af insúlíni.

Ein a.e. (alþjóðleg eining) samsvarar 0,035 mg af vatnsfríu mannainsúlíni*.

Insuman Comb 15 er tveggja fasa ísófan insúlíndreifa sem samanstendur af 15% uppleystu insúlíni og 85% kristölluðu prótamín insúlíni.

*Mannainsúlínið er framleitt með DNA-samrunatækni í Escherichia coli.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa.

Mjólkurlituð dreifa þegar búið er að blanda dreifunni.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Sykursýki þegar þörf er á meðferð með insúlíni.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Æskileg blóðsykursgildi, hvaða insúlín á að nota og skömmtun þess (skammtar og tímasetning lyfjagjafar) verður að ákveða fyrir hvern einstakling sérstaklega og aðlaga í samræmi við mataræði, líkamlega áreynslu og lifnaðarhætti sjúklingsins.

Sólarhringsskammtar og tímasetning lyfjagjafa

Engar fastar reglur eru til um insúlínskammta. Hins vegar er meðalinsúlínþörfin oft á bilinu 0,5 til 1,0 a.e. /kg líkamsþunga á sólarhring. Þörfin fyrir undirstöðuefnaskipti er 40% til 60% af heildar sólarhringsþörfinni. Insuman Comb 15 er sprautað undir húð 30 til 45 mínútum fyrir máltíð.

Insuman Comb 15 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Með SoloStar er hægt að velja skammta á bilinu 1 til 80 einingar í 1 einingar þrepum. Hver penni inniheldur marga skammta.

Síðari breytingar á skömmtum

Bætt stjórn á efnaskiptum getur leitt til aukins næmis fyrir insúlíni sem leiðir til þess að insúlínþörf minnkar. Einnig getur þurft að breyta skömmtum til dæmis ef

-líkamsþyngd sjúklingsins breytist,

-lifnaðarhættir sjúklingsins breytast,

-aðrar aðstæður koma upp sem geta stuðlað að aukinni hættu á blóðsykurslækkun eða -hækkun (sjá kafla 4.4).

Sérstakir sjúklingahópar Aldraðir sjúklingar (65 ára)

Hjá öldruðum getur versnandi nýrnastarfsemi leitt til stöðugt minnkandi insúlínþarfar.

Skert nýrnastarfsemi

Insúlínþörf sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi getur verið minni vegna skerts insúlínumbrots.

Skert lifrarstarfsemi

Insúlínþörf getur minnkað hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi vegna skertrar getu til nýmyndunar glúkósa og minna insúlínumbrots.

Lyfjagjöf

Insuman Comb 15 má ekki gefa í bláæð og það má hvorki nota í innrennslisdælur, ytri insúlíndælur né í ígræddar insúlíndælur.

Insuman Comb 15 er gefið undir húð. Insuman Comb 15 má aldrei sprauta í bláæð.

Frásog insúlíns og þar með blóðsykurslækkandi áhrif gefins skammts geta verið breytileg frá einu stungusvæði til annars (til dæmis kviðurinn í samanburði við lærið). Breyta verður um stungustað á stungusvæði frá einni lyfjagjöf til annarrar.

Insuman Comb 15 100 a.e./ml í hettuglasi

Aðeins á að nota sprautur sem eru hannaðar fyrir þennan styrkleika insúlíns (100 a.e./ml). Engin önnur lyf mega vera í sprautunum né heldur lyfjaleifar (til dæmis vottur af heparíni).

Insuman Comb 15 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Áður en byrjað er að nota SoloStar verður að lesa notkunarleiðbeiningarnar í fylgiseðlinum vandlega.

Sjá frekari leiðbeiningar um meðhöndlun í kafla 6.6.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Aðeins má halda meðferð áfram hjá sjúklingum, sem hafa ofnæmi fyrir Insuman Comb 15 ef engin önnur lyf eru til sem þeir þola betur, og þá undir nánu eftirliti læknis og – þegar þörf krefur – ásamt meðferð með ofnæmislyfjum.

Mælt er með því að gert sé húðpróf hjá sjúklingum sem hafa ofnæmi fyrir insúlínum af dýrauppruna áður en breytt er yfir í notkun Insuman Comb 15 þar sem þeir gætu fengið krossónæmisverkarnir.

Sé stjórn á glúkósu ófullnægjandi eða ef tilhneiging er til blóðsykurshækkunar eða –falls, verður að meta meðferðarfylgni, stungustaði og rétta aðferð við lyfjagjöf svo og alla aðra þætti sem skipt geta máli, áður en íhugað er að breyta skammti.

Breytt yfir í notkun Insuman Comb 15

Þegar breytt er yfir í notkun insúlíns annarrar tegundar eða frá öðrum framleiðanda verður sjúklingurinn að vera undir ströngu eftirliti læknis. Breytingar í styrk, vörumerki (framleiðanda), tegund (venjulegt, NPH, hægvirkt eða langvirkt o.s.frv.), uppruna (dýra, manna, hliðstæðu mannainsúlíns) og/eða framleiðsluaðferð getur leitt til þess að nauðsynlegt sé að breyta skammti.

Þörfin fyrir að breyta skammti (til dæmis minnka hann) getur komið í ljós þegar í stað eftir skiptin. Einnig getur hún komið smám saman í ljós á nokkrum vikum.

Verið getur að minnka þurfi skammt þegar breytt er úr notkun insúlíns upprunnu úr dýrum í mannainsúlín einkum hjá sjúklingum sem

-höfðu þegar góða stjórn við frekar lágan blóðsykur,

-hafa tilhneigingu til að fá blóðsykursfall,

-þurftu áður stóra insúlínskammta vegna insúlínmótefna.

Mælt er með nánu eftirliti með efnaskiptum meðan á breytingunni stendur og fyrstu vikurnar þar á eftir. Hjá sjúklingum sem þurfa háa insúlínskammta vegna insúlínmótefna skal íhuga að breytingin fari fram undir eftirliti læknis á sjúkrahúsi eða við svipaðar aðstæður.

Blóðsykursfall

Blóðsykursfall getur orðið ef insúlínskammturinn er of hár miðað við insúlínþörfina.

Sérstakrar varúðar skal gæta og er ráðlagt að fylgjast nánar með blóðsykri hjá þeim sjúklingum þar sem blóðsykursfall gæti skipt sérstöku máli klínískt, eins og hjá sjúklingum með marktæka þrengingu í kransæðum eða heilaæðum (hætta á hjarta- eða heilaskemmdum vegna blóðsykursfalls) svo og hjá sjúklingum með frumufjölgunarsjónukvilla (proliferative retinopathy), einkum ef hann er ekki meðhöndlaður með ljóshleypingu (photocoagulation) (hætta á tímabundinni blindu í kjölfar blóðsykursfalls).

Sjúklingar skulu meðvitaðir um aðstæður, þar sem viðvörunareinkenni um blóðsykursfall geta minnkað. Viðvörunareinkenni blóðsykursfalls geta breyst, orðið minna áberandi eða horfið hjá ákveðnum áhættuhópum. Meðal þeirra eru sjúklingar:

-sem hafa náð mun betri stjórn á blóðsykri,

-þar sem blóðsykursfall þróast smám saman,

-sem eru aldraðir,

-sem breytt hafa yfir úr notkun insúlíns sem unnið er úr dýrum í mannainsúlín,

-með taugakvilla í ósjálfráða taugakerfinu (autonomic neuropathy),

-sem hafa lengi verið haldnir sykursýki,

-sem þjást af geðsjúkdómum,

-sem eru samtímis meðhöndlaðir með ákveðnum öðrum lyfjum (sjá kafla 4.5).

Við slíkar aðstæður getur verulegt blóðsykursfall orðið (og hugsanlega meðvitundarleysi) áður en sjúklingurinn gerir sér grein fyrir því.

Ef vart verður við eðlileg eða minnkuð gildi sykurbundins blóðrauða, verður að hugleiða möguleikann á ítrekuðu blóðsykursfalli (einkum að næturlagi), án þess að sjúklingur verði þess var.

Til að draga úr hættu á blóðsykursfalli er mikilvægt að sjúklingur fylgi fyrirmælum um skömmtun og mataræði, gefi insúlínið á réttan hátt og sé vakandi fyrir einkennum um blóðsykursfall. Fylgjast þarf sérstaklega náið með þeim þáttum sem geta aukið hættu á blóðsykursfalli og geta leitt til þess að breyta þurfi skammti. Meðal þessa eru:

-breytingar á stungustað,

-aukið insúlínnæmi (til dæmis ef álagsþættir hverfa),

-óvenjuleg, aukin eða langvarandi líkamleg áreynsla,

-tilfallandi veikindi (til dæmis uppköst, niðurgangur),

-ónóg fæðuneysla,

-máltíðum er sleppt úr,

-áfengisneysla,

-ákveðnir ómeðhöndlaðir innkirtlasjúkdómar (til dæmis vanstarfsemi skjaldkirtils og vanstarfsemi framhluta heiladinguls eða nýrnahettubarkar).

-samtímis meðferð með ákveðnum öðrum lyfjum (sjá kafla 4.5).

Tilfallandi veikindi

Fylgjast þarf náið með efnaskiptum þegar tilfallandi veikindi koma upp. Í mörgum tilvikum þarf að mæla ketónur í þvagi og oft þarf að breyta insúlínskammti. Insúlínþörf eykst oft. Sjúklingar með insúlínháða sykursýki (tegund 1) verða að halda áfram að neyta að minnsta kosti smávegis af kolvetnum reglulega, jafnvel þótt þeir borði lítið sem ekkert eða ef þeir eru með uppköst o.s.frv. og þeir mega aldrei hætta insúlínnotkun alveg.

Insuman Comb 15 100 a.e./ml í rörlykju

Lyfjapennar sem nota á með Insuman Comb 15 rörlykjum

Insuman Comb 15 rörlykjur á einungis að nota með eftirtöldum lyfjapennum:

-JuniorSTAR sem gefur Insuman Comb 15 í 0,5 eininga skammtaþrepum

-OptiPen, ClikSTAR, Tactipen, Autopen 24, AllStar og AllStar PRO sem allir gefa Insuman Comb 15 í 1 eininga skammtaþrepum.

Þessar rörlykjur á ekki að nota með neinum öðrum margnota lyfjapennum þar sem nákvæmni í skömmtun hefur aðeins verið staðfest með pennunum sem taldir eru upp hér að framan.

Ekki er víst að allir þessir lyfjapennar séu markaðssettir hér á landi.

Insuman Comb 15 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Meðhöndlun pennans

Áður en byrjað er að nota SoloStar verður að lesa notkunarleiðbeiningarnar í fylgiseðlinum vandlega. SoloStar á að nota eins og ráðlagt er í þessum notkunarleiðbeiningum (sjá kafla 6.6).

Mistök við lyfjagjöf

Greint hefur verið frá mistökum við lyfjagjöf þar sem önnur Insuman lyfjaform eða önnur insúlín hafa fyrir mistök verið gefin. Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín.

Insuman gefið í samsettri meðferð með pioglitazoni

Greint hefur verið frá tilvikum um hjartabilun þegar pioglitazon var notað í samsettri meðferð með insúlíni, einkum hjá sjúklingum með áhættuþætti fyrir hjartabilun. Þetta ber að hafa í huga ef samsett meðferð með pioglitazoni og Insuman er íhuguð. Ef þessi samsetning er notuð þarf að fylgjast vel með einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningar og bjúgsöfnunar hjá sjúklingum. Hætta skal meðferð með pioglitazoni ef einkenni frá hjarta versna.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Fjöldi efna hefur áhrif á efnaskipti glúkósu og geta leitt til þess að breyta þurfi skammti mannainsúlíns.

Meðal þeirra efna sem geta aukið blóðsykurslækkandi áhrif og aukið hættu á blóðsykursfalli eru sykursýkislyf til inntöku, ACE-hemlar, dísópýramíð, fíbröt, flúoxetín, mónóamíóoxídasa-(MAO) hemlar, pentoxifýllín, própoxýfen, salisýlöt og sýklalyf af flokki súlfónamíða.

Meðal þeirra efna sem geta dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum eru barksterar, danazól, díazoxíð, þvagræsilyf, glúkagon, ísóníazíð, östrógen og prógestógen (til dæmis í getnaðarvarnartöflum), fenótíazínafleiður, sómatrópín, adrenvirk efni (til dæmis adrenalín, salbútamól, terbútalín), skjaldkirtilshormón, próteasahemlar og ódæmigerð geðrofslyf (atypical antipsychotics) (t.d olanzapín og klózapín).

Beta-blokkar, klónidín, litíumsölt eða áfengi geta ýmist aukið eða dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum insúlíns. Pentamidín getur valdið blóðsykursfalli og getur blóðsykurshækkun stundum fylgt í kjölfarið.

Vegna verkunar andadrenvirkra lyfja svo sem beta-blokka, klónidíns, guanetidíns og reserpíns gætu einkenni um adrenvirkt andsvar (andrenergic counter-regulation) auk þess minnkað eða horfið.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um notkun mannainsúlíns á meðgöngu. Insúlín fer ekki yfir fylgju. Gæta skal varúðar þegar lyfinu er ávísað barnshafandi konum.

Nauðsynlegt er að sjúklingar sem voru fyrir með sykursýki eða fá meðgöngusykursýki viðhaldi góðri stjórnun efnaskipta alla meðgönguna. Insúlínþörf kann að minnka á fyrsta þriðjungi meðgöngu og eykst síðan yfirleitt á öðrum og þriðja þriðjungi. Strax eftir fæðingu minnkar insúlínþörf hratt (aukin hætta á blóðsykursfalli). Brýnt er að fylgst sé náið með blóðsykri.

Brjóstagjöf

Ekki er búist við neinum áhrifum á brjóstmylking. Insuman Comb 15 má nota meðan á brjóstagjöf stendur. Konur með barn á brjósti geta þurft að breyta insúlínskammti og mataræði.

Frjósemi

Engar upplýsingar úr klínískum rannsóknum eða dýrarannsóknum liggja fyrir um áhrif mannainsúlíns á frjósemi karla eða kvenna.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Einbeitingarhæfni og viðbragðsflýtir sjúklings getur skerst vegna blóðsykursfalls eða blóðsykurshækkunar eða til dæmis vegna sjónskerðingar. Þetta getur valdið hættu við aðstæður þar sem þessi hæfni er sérstaklega mikilvæg (til dæmis við bifreiðaakstur eða notkun véla).

Sjúklingum skal ráðlagt að gæta varúðar til þess að forðast blóðsykursfall við akstur. Þetta er einkum mikilvægt fyrir þá sem eru með skert eða engin viðvörunareinkenni um blóðsykursfall eða fá blóðsykursfall ítrekað. Íhugað skal hvort ráðlegt er að stunda bifreiðaakstur eða nota vélar við þessar kringumstæður.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt um öryggi lyfsins

Blóðsykursfall, yfirleitt algengasta aukaverkun insúlínmeðferðar, getur komið fram ef insúlínskammtur er of stór miðað við insúlínþörf. Í klínískum rannsóknum og notkun eftir markaðssetningu er tíðni breytileg eftir sjúklingahópum og skammtastærðum og því er ekki hægt að gefa upp nákvæmar tíðnitölur.

Tafla yfir aukaverkanir

Eftirtaldar aukaverkanir sem komið hafa fram í klínískum rannsóknum eru taldar upp hér að neðan, eftir líffæraflokkum og minnkandi tíðni: Mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000); örsjaldan koma fyrir

(<1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

MedDRA tíðniflokkun

Algengar

 

Sjaldgæfar

Tíðni ekki þekkt

Ónæmiskerfi

 

 

Lost

Bráðaofnæmisviðbrögð

 

 

 

 

(lágþrýstingur,

 

 

 

 

ofsabjúgur,

 

 

 

 

berkjukrampi, útbreidd

 

 

 

 

húðútbrot);

 

 

 

 

And-insúlín mótefni

Efnaskipti og næring

Bjúgur

 

 

Blóðsykurslækkun;

 

 

 

MedDRA tíðniflokkun

Algengar

Sjaldgæfar

Tíðni ekki þekkt

 

 

 

Uppsöfnun natríums

Augu

 

 

Frumufjölgunar

 

 

 

sjónukvilli

 

 

 

(proliferative

 

 

 

retinopathy);

 

 

 

Sykursýkissjónukvilli

 

 

 

(diabetic retinopathy);

 

 

 

Sjónskerðing

Húð og undirhúð

 

 

Fitukyrkingur

Almennar

Erting á stungustað

Ofsakláði á stungustað

Bólga á stungustað;

aukaverkanir og

 

 

Verkur á stungustað;

aukaverkanir á

 

 

Kláði á stungustað;

íkomustað

 

 

Roði á stungustað;

 

 

 

Þroti á stungustað

Lýsing á völdum aukaverkunum

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

Bráðaofnæmi fyrir insúlíni eða hjálparefnunum getur verið lífshættulegt.

 

Notkun insúlíns getur valdið því að and-insúlín mótefni myndist. Ef slík and-insúlín mótefni eru til staðar getur í mjög sjaldgæfum tilvikum þurft að breyta skömmtum insúlíns til að koma í veg fyrir tilhneigingu til blóðsykurshækkunnar eða blóðsykursfalls.

Efnaskipti og næring

Verulegt blóðsykursfall, sér í lagi ef það endurtekur sig, getur valdið taugaskemmdum. Langvarandi eða verulegt blóðsykursfall getur verið lífshættulegt.

Hjá mörgum sjúklingum koma vísbendingar og einkenni um sykurskort í miðtaugakerfinu (neuroglycopenia) fyrst fram sem adrenvirkt andsvar (adrenergic counter regulation). Almennt á það við að þeim mun meiri og hraðari sem lækkunin á blóðsykri verður því kröftugra verður andsvarið og einkenni þess.

Insúlín getur valdið uppsöfnun natríums og bjúg, einkum ef fyrir hefur verið slæm stjórn á efnaskiptum, sem bætt er með aukinni insúlíngjöf.

Augu

Veruleg breyting á blóðsykursstjórnun getur valdið tímabundinni sjónskerðingu vegna tímabundinna breytinga á fyllingu (turgidity) og brotstuðli augasteins.

Langtímabæting blóðsykursstjórnunar dregur úr hættunni á að sykursýkissjónukvilli versni. Hinsvegar getur aukin insúlíngjöf með skyndilega bættri blóðsykursstjórnun tengst tímabundinni versnun á sykursýkissjónukvilla.

Húð og undirhúð

Fitukyrkingur getur orðið á stungustað og þannig tafið staðbundið frásog insúlíns. Ef stöðugt er valinn nýr stungustaður innan ákveðins stungusvæðis á líkamanum, getur það stuðlað að því að draga úr eða komið í veg fyrir þessi viðbrögð.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Flestar minniháttar aukaverkanir insúlíns á stungustað hjaðna á nokkrum dögum til vikum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Einkenni

Ofskömmtun insúlíns getur leitt til verulegs og á stundum langvarandi og lífshættulegs blóðsykursfalls.

Meðferð

Vægt blóðsykursfall er oftast hægt að meðhöndla með kolvetnum til inntöku. Hugsanlega getur þurft að breyta lyfjaskammti, neysluvenjum eða líkamlegri áreynslu.

Verulegt blóðsykursfall, þar sem meðvitundarleysi, flog eða taugaskemmd verður, má meðhöndla með glúkagoni gefnu í vöðva/undir húð eða með gjöf sterkrar glúkósulausnar í bláæð. Stöðug inntaka kolvetna og eftirlit með sjúklingi kann að vera nauðsynlegt þar sem blóðsykursfall getur orðið aftur eftir að sjúklingur virðist hafa náð sér.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sykursýkilyf, Insúlín og hliðstæður til inndælingar, meðallangvirk en skjótvirk í upphafi.

ATC flokkur: A10AD01.

Verkunarháttur

Insúlín

-lækkar blóðsykur og eflir uppbyggjandi áhrif og dregur jafnframt úr vefjaniðurbroti,

-eykur flutning glúkósu inn í frumur og einnig myndun glýkógens í vöðvum og lifur og bætir nýtingu pýrúvata. Það hamlar glýkógenlosun og nýmyndun glúkósu,

-eykur fitumyndun í lifur og fituvef og hamlar fitusundrun,

-eflir upptöku amínósýra inn í frumur og nýmyndun próteina,

-eykur kalíumupptöku í frumur.

Lyfhrif

Insuman Comb 15 (tveggja fasa ísófan insúlíndreifa með 15% uppleystu insúlíni) er insúlín með verkun sem hefst smám saman og varir lengi. Eftir gjöf undir húð hefst verkun innan 30 til

60 mínútna, mest verkun er á milli 2 og 4 klst. eftir inndælingu og verkun varir í 11 til 20 klst.

5.2 Lyfjahvörf

Hjá heilbrigðum einstaklingum er helmingunartími insúlíns í sermi um það bil 4 til 6 mínútur. Hann er lengri hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi. Hins vegar skal vakin athygli á því að lyfjahvörf insúlíns endurspegla ekki verkun þess á efnaskipti.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Bráðar eiturverkanir voru rannsakaðar eftir gjöf lyfsins undir húð hjá rottum. Engar vísbendingar um eiturverkanir sáust. Rannsóknir á lyfhrifum eftir gjöf undir húð hjá kanínum og hundum leiddu í ljós þá blóðsykurslækkandi verkun sem búist var við.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Prótamínsúlfat,

metakresól,

fenól,

zínkklóríð, natríumtvíhýdrógenfosfat tvíhýdrat, glýseról,

natríumhýdroxíð, saltsýra (til að stilla pH), vatn fyrir stungulyf.

6.2 Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau, sem nefnd eru í kafla 6.6.

Ekki má blanda Insuman Comb 15 saman við lausnir sem innihalda afoxandi efni eins og tíól og súlfít.

Blöndun insúlína

Insuman Comb 15 100 a.e./ml í hettuglasi

Insuman Comb 15 má ekki blanda við mannainsúlín sem ætluð eru sérstaklega í insúlíndælur. Insuman Comb 15 má heldur ekki blanda insúlínum sem unnin eru úr dýrum eða insúlínhliðstæðum. Ekki má blanda saman insúlínum sem eru frábrugðin að styrkleikum (til dæmis 100 a.e./ml og

40 a.e./ml).

Gæta verður þess að tryggt sé að hvorki spritt né önnur sótthreinsiefni komist í insúlíndreifuna.

Insuman Comb 15 100 a.e./ml í rörlykju

Insuman Comb 15 má ekki blanda við mannainsúlín sem ætluð eru sérstaklega í insúlíndælur. Insuman Comb 15 má heldur ekki blanda insúlínum sem unnin eru úr dýrum eða insúlínhliðstæðum.

Gæta verður þess að tryggt sé að hvorki spritt né önnur sótthreinsiefni komist í insúlíndreifuna.

Insuman Comb 15 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Insuman Comb 15 má ekki blanda öðrum insúlínum né insúlínhliðstæðum.

Gæta verður þess að tryggt sé að hvorki spritt né önnur sótthreinsiefni komist í insúlíndreifuna.

6.3 Geymsluþol

2 ár.

Geymsluþol eftir að hettuglasið hefur fyrst verið tekið í notkun

Geyma má lyfið í mest 4 vikur, ekki við hærri hita en 25°C og fjarri hitagjöfum og ljósgjöfum. Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Mælt er með því að dagsetningin, þegar hettuglasið er fyrst tekið í notkun, sé skráð á merkimiðann.

Geymsluþol rörlykjunnar/lyfjapennans eftir að hún/hann hefur fyrst verið tekin/-n í notkun Rörlykjuna sem er í notkun (í insúlínpennanum) eða sem höfð er meðferðis til vara, lyfjapenna í notkun eða sem hafður er meðferðis til vara má geyma lengst í 4 vikur, ekki við hærri hita en 25°C og fjarri hitagjöfum og ljósgjöfum.

Lyfjapenna í notkun má ekki geyma í kæli.

Pennahettuna verður að setja aftur á lyfjapennann eftir hverja inndælingu til varnar gegn ljósi.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Órofin hettuglös, órofnar rörlykjur, ónotaðir lyfjapennar Geymið í kæli (2°C-8°C).

Má ekki frjósa.

Ekki setja Insuman Comb 15 næst frystihólfi eða frystikubbi.

Geymið hettuglasið, rörlykjuna eða áfyllta lyfjapennann í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Hettuglös í notkun, rörlykjur í notkun, lyfjapennar í notkun

Geymsluskilyrði eftir að pakkning lyfsins hefur verið rofin, sjá kafla 6.3.

6.5 Gerð íláts og innihald

Insuman Comb 15 100 a.e./ml í hettuglasi

5 ml dreifa í hettuglasi (litlausu úr gleri, gerð 1), með hettu með kraga (ál), tappa (úr klóróbútýlgúmmíi (gerð 1)) og loki sem rifið er af (úr pólýprópýleni).

Pakkningar með 1 og 5 hettuglösum eru fáanlegar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Insuman Comb 15 100 a.e./ml í rörlykju, Insuman Comb 15 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna 3 ml dreifa í rörlykju (litlausri úr gleri, gerð 1), með stimpli (brómóbútýl gúmmí (gerð 1)) og hettu með kraga (ál) og tappa (úr brómóbútýli eða samlímdum flögum úr pólýísópreni og brómóbútýl gúmmíi (gerð 1)).

Í hverri rörlykju eru 3 kúlur (úr ryðfríu stáli).

Áfylltur lyfjapenni

Rörlykjurnar eru innsiglaðar í einnota lyfjapenna. Sprautunálar fylgja ekki með í pakkanum.

Pakkningastærðir

Pakkningar með 3, 4, 5, 6, 9 eða 10 rörlykjum eru fáanlegar.

Pakkningar með 3, 4, 5, 6, 9 eða 10 pennum eru fáanlegar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Insuman Comb 15 100 a.e./ml í hettuglasi

Áður en fyrst er tekið úr hettuglasinu á að fjarlægja hlífðarlokið.

Rétt áður er dregið er upp úr hettuglasinu í sprautu verður að blanda insúlínið. Þetta er best að gera með því að velta hettuglasinu milli lófanna og halla því til hliðar. Ekki má hrista hettuglasið kröftuglega þar sem það gæti valdið breytingum á dreifunni (hettuglasið gæti litið út eins og hélað; sjá hér að neðan) og orsakað froðumyndun. Froða gæti haft truflandi áhrif þegar mæla á réttan skammt.

Eftir blöndun á allur vökvinn að vera mjólkurlitaður og líta eins út. Ekki má nota Insuman Comb 15 ef þetta útlit næst ekki, til dæmis ef dreifan er áfram tær eða ef kekkir, agnir eða kvoðukennt efni sést í insúlíninu eða festist á hliðar eða á botninn í hettuglasinu. Stundum lítur hettuglasið út fyrir að vera hélað við þessar breytingar. Komi það fyrir verður að taka nýtt hettuglas í notkun til að fá jafna dreifu. Einnig er nauðsynlegt að taka nýtt hettuglas í notkun ef insúlínþörfin breytist verulega.

Insuman Comb 15 má ekki gefa í bláæð og það má hvorki nota í innrennslisdælur, ytri insúlíndælur né í ígræddar insúlíndælur.

Hafa verður að hafa í huga að

prótamíninsúlínkristallar leysast upp við súrt sýrustigi (pH)

leysanlegi hluti insúlínsins fellur út við sýrustig (pH) sem er um það bil 4,5 til 6,5.

Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Blöndun insúlína

Blanda má Insuman Comb 15 við öll mannainsúlín, en ekki þau sem eru sérstaklega hönnuð til notkunar í insúlíndælur. Varðandi ósamrýmanleika við önnur insúlín, sjá kafla 6.2.

Ef draga á tvö mismunandi insúlín upp í eina sprautu er mælt með því að skjótvirkara insúlínið sé fyrst dregið upp í hana til að koma í veg fyrir að menga hettuglasið með insúlíninu sem er með lengri verkun. Ráðlagt er að sprauta lyfinu strax eftir blöndun.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Insuman Comb 15 100 a.e./ml í rörlykju

Insúlínpenni

Insuman Comb 15 rörlykjurnar á einungis að nota með eftirfarandi lyfjapennum: OptiPen, ClikSTAR, Autopen 24, Tactipen, AllStar, AllStar PRO eða JuniorSTAR (sjá kafla 4.4). Ekki er víst að allir þessir lyfjapennar séu markaðssettir hér á landi.

Notið lyfjapennann eins og mælt er með í leiðbeiningunum frá framleiðanda lyfjapennans.

Fylgja á leiðbeiningum framleiðandans um notkun pennans nákvæmlega um hvernig setja á rörlykjuna í, festa sprautunálina og sprauta insúlíninu.

Ef insúlínpenninn skemmist eða virkar ekki rétt (vegna galla í tæknibúnaði) á að fleygja honum og nota á nýjan insúlínpenna.

Ef penninn virkar ekki rétt (sjá notkunarleiðbeiningarnar með pennanum) má draga dreifuna úr rörlykjunni upp í sprautu (sem hentar fyrir insúlín 100 a.e./ml) og sprauta henni.

Rörlykjur

Áður en rörlykjan er sett í pennann á að geyma Insuman Comb 15 við stofuhita í 1-2 klst., síðan á að blanda lyfið og skoða innihaldið. Best er að gera þetta með því að velta rörlykjunni varlega fram og til baka (að minnsta kosti tíu sinnum). Í hverri rörlykju eru þrjár litlar málmkúlur til að auðvelda skjóta og góða blöndun innihaldsins.

Síðar, eftir að rörlykjan hefur verið sett í pennann, verður að blanda insúlínið aftur fyrir hverja inndælingu. Best er að gera þetta með því að velta pennanum varlega fram og til baka (að minnsta kosti tíu sinnum).

Eftir blöndun á allur vökvinn að vera mjólkurlitaður og líta eins út. Ekki má nota Insuman Comb 15 ef þetta útlit næst ekki, til dæmis ef dreifan er áfram tær eða ef kekkir, agnir eða kvoðukennt efni sést í insúlíninu eða festist á hliðar eða á botninn í rörlykjunni. Stundum lítur rörlykjan út fyrir að vera héluð við þessar breytingar. Komi það fyrir verður að taka nýja rörlykju í notkun til að fá jafna dreifu. Einnig er nauðsynlegt að taka nýja rörlykju í notkun ef insúlínþörfin breytist verulega.

Fjarlægja verður loftbólur úr rörlykjunni fyrir inndælingu (sjá leiðbeiningar um notkun pennans). Ekki má fylla aftur á tómar rörlykjur.

Insuman Comb 15 má ekki gefa í bláæð og það má hvorki nota í innrennslisdælur, ytri insúlíndælur né í ígræddar insúlíndælur.

Hafa verður í huga að

prótamíninsúlínkristallar leysast upp við súrt sýrustigi (pH)

leysanlegi hluti insúlínsins fellur út við sýrustig (pH) sem er um það bil 4,5 til 6,5.

Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Blöndun insúlína

Blanda má Insuman Comb 15 við öll mannainsúlín, en ekki þau sem eru sérstaklega hönnuð til notkunar í insúlíndælur. Varðandi ósamrýmanleika við önnur insúlín, sjá kafla 6.2.

Insuman Comb 15 rörlykjur eru ekki hannaðar þannig að hægt sé að blanda öðru insúlíni saman við í rörlykjunni.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Insuman Comb 15 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Áður er lyfið er fyrst notað á að geyma Insuman Comb 15 við stofuhita í 1-2 klst., síðan á að blanda lyfið og skoða innihaldið. Best er að gera þetta með því að velta pennanum varlega fram og til baka (að minnsta kosti tíu sinnum). Í hverri rörlykju eru þrjár litlar málmkúlur til að auðvelda skjóta og góða blöndun innihaldsins. Síðar verður að blanda insúlínið aftur fyrir hverja inndælingu.

Eftir blöndun á allur vökvinn að vera mjólkurlitaður og líta eins út. Ekki má nota Insuman Comb 15 ef þetta útlit næst ekki, til dæmis ef dreifan er áfram tær eða ef kekkir, agnir eða kvoðukennt efni sést í insúlíninu eða festist á hliðar eða á botninn í rörlykjunni. Stundum lítur rörlykjan út fyrir að vera héluð við þessar breytingar. Komi það fyrir verður að taka nýjan penna í notkun sem gefur jafna dreifu. Einnig er nauðsynlegt að taka nýjan penna í notkun ef insúlínþörfin breytist verulega.

Tóma penna má aldrei nota aftur og verður að farga þeim á tryggan hátt.

Til að koma í veg fyrir hugsanlegt smit sjúkdóma má aðeins nota hvern penna handa einum og sama sjúklingi.

Hafa verður í huga að

-prótamíninsúlínkristallar leysast upp við súrt sýrustig (pH).

-leysanlegi hluti insúlínsins fellur út við sýrustig (pH) sem er um það bil 4,5 til 6,5.

Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Áður en byrjað er að nota SoloStar áfyllta lyfjapennann verður að lesa notkunarleiðbeiningarnar í fylgiseðlinum vandlega.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Sanofi-Aventis Deutschland GmbH, D-65926 Frankfurt am Main, Þýskaland.

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/97/030/038

EU/1/97/030/039

EU/1/97/030/040

EU/1/97/030/059

EU/1/97/030/060

EU/1/97/030/087

EU/1/97/030/092

EU/1/97/030/097

EU/1/97/030/152

EU/1/97/030/153

EU/1/97/030/154

EU/1/97/030/155

EU/1/97/030/156

EU/1/97/030/157

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 21 febrúar 1997

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 21 febrúar 2007

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

1. HEITI LYFS

Insuman Comb 25 40 a.e./ml stungulyf, dreifa, í hettuglasi Insuman Comb 25 100 a.e./ml stungulyf, dreifa, í hettuglasi Insuman Comb 25 100 a.e./ml stungulyf, dreifa, í rörlykju

Insuman Comb 25 SoloStar 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna

2. INNIHALDSLÝSING

Insuman Comb 25 40 a.e./ml í hettuglasi

Hver ml inniheldur 40 a.e. af mannainsúlíni (jafngildir 1,4 mg).

Hvert hettuglas inniheldur 10 ml stungulyf, dreifu, jafngildir 400 a.e. af insúlíni.

Insuman Comb 25 100 a.e./ml í hettuglasi

Hver ml inniheldur 100 a.e. af mannainsúlíni (jafngildir 3,5 mg).

Hvert hettuglas inniheldur 5 ml stungulyf, dreifu, jafngildir 500 a.e. af insúlíni.

Insuman Comb 25 100 a.e./ml í rörlykju, Insuman Comb 25 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna Hver ml inniheldur 100 a.e af mannainsúlíni (jafngildir 3,5 mg).

Hver rörlykja eða penni inniheldur 3 ml stungulyf, dreifu, jafngildir 300 a.e. af insúlíni.

Ein a.e. (alþjóðleg eining) samsvarar 0,035 mg af vatnsfríu mannainsúlíni*.

Insuman Comb 25 er tveggja fasa ísófan insúlíndreifa sem samanstendur af 25% uppleystu insúlíni og 75% kristölluðu prótamín insúlíni.

*Mannainsúlínið er framleitt með DNA-samrunatækni í Escherichia coli.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa.

Mjólkurlituð dreifa þegar búið er að blanda dreifunni.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Sykursýki þegar þörf er á meðferð með insúlíni.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Æskileg blóðsykursgildi, hvaða insúlín á að nota og skömmtun þess (skammtar og tímasetning lyfjagjafar) verður að ákveða fyrir hvern einstakling sérstaklega og aðlaga í samræmi við mataræði, líkamlega áreynslu og lifnaðarhætti sjúklingsins.

Sólarhringsskammtar og tímasetning lyfjagjafa

Engar fastar reglur eru til um insúlínskammta. Hins vegar er meðalinsúlínþörfin oft á bilinu 0,5 til 1,0 a.e. /kg líkamsþunga á sólarhring. Þörfin fyrir undirstöðuefnaskipti er 40% til 60% af heildar sólarhringsþörfinni. Insuman Comb 25 er sprautað undir húð 30 til 45 mínútum fyrir máltíð.

Insuman Comb 25 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Með SoloStar er hægt að velja skammta á bilinu 1 til 80 einingar í 1 einingar þrepum. Hver penni inniheldur marga skammta.

Síðari breytingar á skömmtum

Bætt stjórn á efnaskiptum getur leitt til aukins næmis fyrir insúlíni sem leiðir til þess að insúlínþörf minnkar. Einnig getur þurft að breyta skömmtum til dæmis ef

-líkamsþyngd sjúklingsins breytist,

-lifnaðarhættir sjúklingsins breytast,

-aðrar aðstæður koma upp sem geta stuðlað að aukinni hættu á blóðsykurslækkun eða -hækkun (sjá kafla 4.4).

Sérstakir sjúklingahópar Aldraðir sjúklingar (65 ára)

Hjá öldruðum getur versnandi nýrnastarfsemi leitt til stöðugt minnkandi insúlínþarfar.

Skert nýrnastarfsemi

Insúlínþörf sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi getur verið minni vegna skerts insúlínumbrots.

Skert lifrarstarfsemi

Insúlínþörf getur minnkað hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi vegna skertrar getu til nýmyndunar glúkósa og minna insúlínumbrots.

Lyfjagjöf

Insuman Comb 25 má ekki gefa í bláæð og það má hvorki nota í innrennslisdælur, ytri insúlíndælur né í ígræddar insúlíndælur.

Insuman Comb 25 er gefið undir húð. Insuman Comb 25 má aldrei sprauta í bláæð.

Frásog insúlíns og þar með blóðsykurslækkandi áhrif gefins skammts geta verið breytileg frá einu stungusvæði til annars (til dæmis kviðurinn í samanburði við lærið). Breyta verður um stungustað á stungusvæði frá einni lyfjagjöf til annarrar.

Insuman Comb 25 40 a.e./ml í hettuglasi

Aðeins á að nota sprautur sem eru hannaðar fyrir þennan styrkleika insúlíns (40 a.e./ml). Engin önnur lyf mega vera í sprautunum né heldur lyfjaleifar (til dæmis vottur af heparíni).

Insuman Comb 25 100 a.e./ml í hettuglasi

Aðeins á að nota sprautur sem eru hannaðar fyrir þennan styrkleika insúlíns (100 a.e./ml). Engin önnur lyf mega vera í sprautunum né heldur lyfjaleifar (til dæmis vottur af heparíni).

Insuman Comb 25 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Áður en byrjað er að nota SoloStar verður að lesa notkunarleiðbeiningarnar í fylgiseðlinum vandlega

Sjá frekari leiðbeiningar um meðhöndlun í kafla 6.6.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Aðeins má halda meðferð áfram hjá sjúklingum, sem hafa ofnæmi fyrir Insuman Comb 25 ef engin önnur lyf eru til sem þeir þola betur, og þá undir nánu eftirliti læknis og – þegar þörf krefur – ásamt meðferð með ofnæmislyfjum.

Mælt er með því að gert sé húðpróf hjá sjúklingum sem hafa ofnæmi fyrir insúlínum af dýrauppruna áður en breytt er yfir í notkun Insuman Comb 25 þar sem þeir gætu fengið krossónæmisverkarnir.

Sé stjórn á glúkósu ófullnægjandi eða ef tilhneiging er til blóðsykurshækkunar eða –falls, verður að meta meðferðarfylgni, stungustaði og rétta aðferð við lyfjagjöf svo og alla aðra þætti sem skipt geta máli, áður en íhugað er að breyta skammti.

Breytt yfir í notkun Insuman Comb 25

Þegar breytt er yfir í notkun insúlíns annarrar tegundar eða frá öðrum framleiðanda verður sjúklingurinn að vera undir ströngu eftirliti læknis. Breytingar í styrk, vörumerki (framleiðanda), tegund (venjulegt, NPH, hægvirkt eða langvirkt o.s.frv.), uppruna (dýra, manna, hliðstæðu mannainsúlíns) og/eða framleiðsluaðferð getur leitt til þess að nauðsynlegt sé að breyta skammti.

Þörfin fyrir að breyta skammti (til dæmis minnka hann) getur komið í ljós þegar í stað eftir skiptin. Einnig getur hún komið smám saman í ljós á nokkrum vikum.

Verið getur að minnka þurfi skammt þegar breytt er úr notkun insúlíns upprunnu úr dýrum í mannainsúlín einkum hjá sjúklingum sem

-höfðu þegar góða stjórn við frekar lágan blóðsykur,

-hafa tilhneigingu til að fá blóðsykursfall,

-þurftu áður stóra insúlínskammta vegna insúlínmótefna.

Mælt er með nánu eftirliti með efnaskiptum meðan á breytingunni stendur og fyrstu vikurnar þar á eftir. Hjá sjúklingum sem þurfa háa insúlínskammta vegna insúlínmótefna skal íhuga að breytingin fari fram undir eftirliti læknis á sjúkrahúsi eða við svipaðar aðstæður.

Blóðsykursfall

Blóðsykursfall getur orðið ef insúlínskammturinn er of hár miðað við insúlínþörfina.

Sérstakrar varúðar skal gæta og er ráðlagt að fylgjast nánar með blóðsykri hjá þeim sjúklingum þar sem blóðsykursfall gæti skipt sérstöku máli klínískt, eins og hjá sjúklingum með marktæka þrengingu í kransæðum eða heilaæðum (hætta á hjarta- eða heilaskemmdum vegna blóðsykursfalls) svo og hjá sjúklingum með frumufjölgunarsjónukvilla (proliferative retinopathy), einkum ef hann er ekki meðhöndlaður með ljóshleypingu (photocoagulation) (hætta á tímabundinni blindu í kjölfar blóðsykursfalls).

Sjúklingar skulu meðvitaðir um aðstæður, þar sem viðvörunareinkenni um blóðsykursfall geta minnkað. Viðvörunareinkenni blóðsykursfalls geta breyst, orðið minna áberandi eða horfið hjá ákveðnum áhættuhópum. Meðal þeirra eru sjúklingar:

-sem hafa náð mun betri stjórn á blóðsykri,

-þar sem blóðsykursfall þróast smám saman,

-sem eru aldraðir,

-sem breytt hafa yfir úr notkun insúlíns sem unnið er úr dýrum í mannainsúlín,

-með taugakvilla í ósjálfráða taugakerfinu (autonomic neuropathy),

-sem hafa lengi verið haldnir sykursýki,

-sem þjást af geðsjúkdómum,

-sem eru samtímis meðhöndlaðir með ákveðnum öðrum lyfjum (sjá kafla 4.5).

Við slíkar aðstæður getur verulegt blóðsykursfall orðið (og hugsanlega meðvitundarleysi) áður en sjúklingurinn gerir sér grein fyrir því.

Ef vart verður við eðlileg eða minnkuð gildi sykurbundins blóðrauða, verður að hugleiða möguleikann á ítrekuðu blóðsykursfalli (einkum að næturlagi), án þess að sjúklingur verði þess var.

Til að draga úr hættu á blóðsykursfalli er mikilvægt að sjúklingur fylgi fyrirmælum um skömmtun og mataræði, gefi insúlínið á réttan hátt og sé vakandi fyrir einkennum um blóðsykursfall. Fylgjast þarf sérstaklega náið með þeim þáttum sem geta aukið hættu á blóðsykursfalli og geta leitt til þess að breyta þurfi skammti. Meðal þessa eru:

-breytingar á stungustað,

-aukið insúlínnæmi (til dæmis ef álagsþættir hverfa),

-óvenjuleg, aukin eða langvarandi líkamleg áreynsla,

-tilfallandi veikindi (til dæmis uppköst, niðurgangur),

-ónóg fæðuneysla,

-máltíðum er sleppt úr,

-áfengisneysla,

-ákveðnir ómeðhöndlaðir innkirtlasjúkdómar (til dæmis vanstarfsemi skjaldkirtils og vanstarfsemi framhluta heiladinguls eða nýrnahettubarkar).

-samtímis meðferð með ákveðnum öðrum lyfjum (sjá kafla 4.5).

Tilfallandi veikindi

Fylgjast þarf náið með efnaskiptum þegar tilfallandi veikindi koma upp. Í mörgum tilvikum þarf að mæla ketónur í þvagi og oft þarf að breyta insúlínskammti. Insúlínþörf eykst oft. Sjúklingar með insúlínháða sykursýki (tegund 1) verða að halda áfram að neyta að minnsta kosti smávegis af kolvetnum reglulega, jafnvel þótt þeir borði lítið sem ekkert eða ef þeir eru með uppköst o.s.frv. og þeir mega aldrei hætta insúlínnotkun alveg.

Insuman Comb 25 100 a.e./ml í rörlykju

Lyfjapennar sem nota á með Insuman Comb 25 rörlykjum

Insuman Comb 25 rörlykjur á einungis að nota með eftirtöldum lyfjapennum:

-JuniorSTAR sem gefur Insuman Comb 25 í 0,5 eininga skammtaþrepum

-OptiPen, ClikSTAR, Tactipen, Autopen 24, AllStar og AllStar PRO sem allir gefa Insuman Comb 25 í 1 eininga skammtaþrepum.

Þessar rörlykjur á ekki að nota með neinum öðrum margnota lyfjapennum þar sem nákvæmni í skömmtun hefur aðeins verið staðfest með pennunum sem taldir eru upp hér að framan.

Ekki er víst að allir þessir lyfjapennar séu markaðssettir hér á landi.

Insuman Comb 25 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Meðhöndlun pennans

Áður en byrjað er að nota SoloStar verður að lesa notkunarleiðbeiningarnar í fylgiseðlinum vandlega. SoloStar á að nota eins og ráðlagt er í þessum notkunarleiðbeiningum (sjá kafla 6.6).

Mistök við lyfjagjöf

Greint hefur verið frá mistökum við lyfjagjöf þar sem önnur Insuman lyfjaform eða önnur insúlín hafa fyrir mistök verið gefin. Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín.

Insuman gefið í samsettri meðferð með pioglitazoni

Greint hefur verið frá tilvikum um hjartabilun þegar pioglitazon var notað í samsettri meðferð með insúlíni, einkum hjá sjúklingum með áhættuþætti fyrir hjartabilun. Þetta ber að hafa í huga ef samsett meðferð með pioglitazoni og Insuman er íhuguð. Ef þessi samsetning er notuð þarf að fylgjast vel með einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningar og bjúgsöfnunar hjá sjúklingum. Hætta skal meðferð með pioglitazoni ef einkenni frá hjarta versna.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Fjöldi efna hefur áhrif á efnaskipti glúkósu og geta leitt til þess að breyta þurfi skammti mannainsúlíns.

Meðal þeirra efna sem geta aukið blóðsykurslækkandi áhrif og aukið hættu á blóðsykursfalli eru sykursýkislyf til inntöku, ACE-hemlar, dísópýramíð, fíbröt, flúoxetín, mónóamíóoxídasa-(MAO) hemlar, pentoxifýllín, própoxýfen, salisýlöt og sýklalyf af flokki súlfónamíða.

Meðal þeirra efna sem geta dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum eru barksterar, danazól, díazoxíð, þvagræsilyf, glúkagon, ísóníazíð, östrógen og prógestógen (til dæmis í getnaðarvarnartöflum), fenótíazínafleiður, sómatrópín, adrenvirk efni (til dæmis adrenalín, salbútamól, terbútalín),

skjaldkirtilshormón, próteasahemlar og ódæmigerð geðrofslyf (atypical antipsychotics) (t.d olanzapín og klózapín).

Beta-blokkar, klónidín, litíumsölt eða áfengi geta ýmist aukið eða dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum insúlíns. Pentamidín getur valdið blóðsykursfalli og getur blóðsykurshækkun stundum fylgt í kjölfarið.

Vegna verkunar andadrenvirkra lyfja svo sem beta-blokka, klónidíns, guanetidíns og reserpíns gætu einkenni um adrenvirkt andsvar (andrenergic counter-regulation) auk þess minnkað eða horfið.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um notkun mannainsúlíns á meðgöngu. Insúlín fer ekki yfir fylgju. Gæta skal varúðar þegar lyfinu er ávísað barnshafandi konum.

Nauðsynlegt er að sjúklingar sem voru fyrir með sykursýki eða fá meðgöngusykursýki viðhaldi góðri stjórnun efnaskipta alla meðgönguna. Insúlínþörf kann að minnka á fyrsta þriðjungi meðgöngu og eykst síðan yfirleitt á öðrum og þriðja þriðjungi. Strax eftir fæðingu minnkar insúlínþörf hratt (aukin hætta á blóðsykursfalli). Brýnt er að fylgst sé náið með blóðsykri.

Brjóstagjöf

Ekki er búist við neinum áhrifum á brjóstmylking. Insuman Comb 25 má nota meðan á brjóstagjöf stendur. Konur með barn á brjósti geta þurft að breyta insúlínskammti og mataræði.

Frjósemi

Engar upplýsingar úr klínískum rannsóknum eða dýrarannsóknum liggja fyrir um áhrif mannainsúlíns á frjósemi karla eða kvenna.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Einbeitingarhæfni og viðbragðsflýtir sjúklings getur skerst vegna blóðsykursfalls eða blóðsykurshækkunar eða til dæmis vegna sjónskerðingar. Þetta getur valdið hættu við aðstæður þar sem þessi hæfni er sérstaklega mikilvæg (til dæmis við bifreiðaakstur eða notkun véla).

Sjúklingum skal ráðlagt að gæta varúðar til þess að forðast blóðsykursfall við akstur. Þetta er einkum mikilvægt fyrir þá sem eru með skert eða engin viðvörunareinkenni um blóðsykursfall eða fá blóðsykursfall ítrekað. Íhugað skal hvort ráðlegt er að stunda bifreiðaakstur eða nota vélar við þessar kringumstæður.

4.8 Aukaverkanir

Blóðsykursfall, yfirleitt algengasta aukaverkun insúlínmeðferðar, getur komið fram ef insúlínskammtur er of stór miðað við insúlínþörf. Í klínískum rannsóknum og notkun eftir markaðssetningu er tíðni breytileg eftir sjúklingahópum og skammtastærðum og því er ekki hægt að gefa upp nákvæmar tíðnitölur.

Tafla yfir aukaverkanir

Eftirtaldar aukaverkanir sem komið hafa fram í klínískum rannsóknum eru taldar upp hér að neðan, eftir líffæraflokkum og minnkandi tíðni: Mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000); örsjaldan koma fyrir

(<1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

MedDRA tíðniflokkun

Algengar

Sjaldgæfar

Tíðni ekki þekkt

Ónæmiskerfi

 

Lost

Bráðaofnæmisviðbrögð

 

 

 

(lágþrýstingur,

 

 

 

ofsabjúgur,

 

 

 

berkjukrampi, útbreidd

 

 

 

húðútbrot);

 

 

 

And-insúlín mótefni

Efnaskipti og næring

Bjúgur

 

Blóðsykurslækkun;

 

 

 

Uppsöfnun natríums

Augu

 

 

Frumufjölgunar

 

 

 

sjónukvilli

 

 

 

(proliferative

 

 

 

retinopathy);

 

 

 

Sykursýkissjónukvilli

 

 

 

(diabetic retinopathy);

 

 

 

Sjónskerðing

Húð og undirhúð

 

 

Fitukyrkingur

Almennar

Erting á stungustað

Ofsakláði á stungustað

Bólga á stungustað;

aukaverkanir og

 

 

Verkur á stungustað;

aukaverkanir á

 

 

Kláði á stungustað;

íkomustað

 

 

Roði á stungustað;

 

 

 

Þroti á stungustað

Lýsing á völdum aukaverkunum

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

Bráðaofnæmi fyrir insúlíni eða hjálparefnunum getur verið lífshættulegt.

 

Notkun insúlíns getur valdið því að and-insúlín mótefni myndist. Ef slík and-insúlín mótefni eru til staðar getur í mjög sjaldgæfum tilvikum þurft að breyta skömmtum insúlíns til að koma í veg fyrir tilhneigingu til blóðsykurshækkunnar eða blóðsykursfalls.

Efnaskipti og næring

Verulegt blóðsykursfall, sér í lagi ef það endurtekur sig, getur valdið taugaskemmdum. Langvarandi eða verulegt blóðsykursfall getur verið lífshættulegt.

Hjá mörgum sjúklingum koma vísbendingar og einkenni um sykurskort í miðtaugakerfinu (neuroglycopenia) fyrst fram sem adrenvirkt andsvar (adrenergic counter regulation). Almennt á það við að þeim mun meiri og hraðari sem lækkunin á blóðsykri verður því kröftugra verður andsvarið og einkenni þess.

Insúlín getur valdið uppsöfnun natríums og bjúg, einkum ef fyrir hefur verið slæm stjórn á efnaskiptum, sem bætt er með aukinni insúlíngjöf.

Augu

Veruleg breyting á blóðsykursstjórnun getur valdið tímabundinni sjónskerðingu vegna tímabundinna breytinga á fyllingu (turgidity) og brotstuðli augasteins.

Langtímabæting blóðsykursstjórnunar dregur úr hættunni á að sykursýkissjónukvilli versni. Hinsvegar getur aukin insúlíngjöf með skyndilega bættri blóðsykursstjórnun tengst tímabundinni versnun á sykursýkissjónukvilla.

Húð og undirhúð

Fitukyrkingur getur orðið á stungustað og þannig tafið staðbundið frásog insúlíns. Ef stöðugt er valinn nýr stungustaður innan ákveðins stungusvæðis á líkamanum, getur það stuðlað að því að draga úr eða komið í veg fyrir þessi viðbrögð.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Flestar minniháttar aukaverkanir insúlíns á stungustað hjaðna á nokkrum dögum til vikum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Einkenni

Ofskömmtun insúlíns getur leitt til verulegs og á stundum langvarandi og lífshættulegs blóðsykursfalls.

Meðferð

Vægt blóðsykursfall er oftast hægt að meðhöndla með kolvetnum til inntöku. Hugsanlega getur þurft að breyta lyfjaskammti, neysluvenjum eða líkamlegri áreynslu.

Verulegt blóðsykursfall, þar sem meðvitundarleysi, flog eða taugaskemmd verður, má meðhöndla með glúkagoni gefnu í vöðva/undir húð eða með gjöf sterkrar glúkósulausnar í bláæð. Stöðug inntaka kolvetna og eftirlit með sjúklingi kann að vera nauðsynlegt þar sem blóðsykursfall getur orðið aftur eftir að sjúklingur virðist hafa náð sér.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sykursýkilyf, Insúlín og hliðstæður til inndælingar, meðallangvirk en skjótvirk í upphafi.

ATC flokkur: A10AD01.

Verkunarháttur

Insúlín

-lækkar blóðsykur og eflir uppbyggjandi áhrif og dregur jafnframt úr vefjaniðurbroti,

-eykur flutning glúkósu inn í frumur og einnig myndun glýkógens í vöðvum og lifur og bætir nýtingu pýrúvata. Það hamlar glýkógenlosun og nýmyndun glúkósu,

-eykur fitumyndun í lifur og fituvef og hamlar fitusundrun,

-eflir upptöku amínósýra inn í frumur og nýmyndun próteina,

-eykur kalíumupptöku í frumur.

Lyfhrif

Insuman Comb 25 (tveggja fasa ísófan insúlíndreifa með 25% uppleystu insúlíni) er insúlín með verkun sem hefst smám saman og varir lengi. Eftir gjöf undir húð hefst verkun innan 30 til

60 mínútna, mest verkun er á milli 2 og 4 klst. eftir inndælingu og verkun varir í 12 til 19 klst.

5.2 Lyfjahvörf

Hjá heilbrigðum einstaklingum er helmingunartími insúlíns í sermi um það bil 4 til 6 mínútur. Hann er lengri hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi. Hins vegar skal vakin athygli á því að lyfjahvörf insúlíns endurspegla ekki verkun þess á efnaskipti.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Bráðar eiturverkanir voru rannsakaðar eftir gjöf lyfsins undir húð hjá rottum. Engar vísbendingar um eiturverkanir sáust. Rannsóknir á lyfhrifum eftir gjöf undir húð hjá kanínum og hundum leiddu í ljós þá blóðsykurslækkandi verkun sem búist var við.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Prótamínsúlfat,

metakresól,

fenól,

zínkklóríð, natríumtvíhýdrógenfosfat tvíhýdrat, glýseról,

natríumhýdroxíð, saltsýra (til að stilla pH), vatn fyrir stungulyf.

6.2 Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau, sem nefnd eru í kafla 6.6.

Ekki má blanda Insuman Comb 25 saman við lausnir sem innihalda afoxandi efni eins og tíól og súlfít.

Blöndun insúlína

Insuman Comb 25 40 a.e./ml í hettuglasi, Insuman Comb 25 100 a.e./ml í hettuglasi

Insuman Comb 25 má ekki blanda við mannainsúlín sem ætluð eru sérstaklega í insúlíndælur. Insuman Comb 25 má heldur ekki blanda insúlínum sem unnin eru úr dýrum eða insúlínhliðstæðum. Ekki má blanda saman insúlínum sem eru frábrugðin að styrkleikum (til dæmis 100 a.e./ml og

40 a.e./ml).

Gæta verður þess að tryggt sé að hvorki spritt né önnur sótthreinsiefni komist í insúlíndreifuna.

Insuman Comb 25 100 a.e./ml í rörlykju

Insuman Comb 25 má ekki blanda við mannainsúlín sem ætluð eru sérstaklega í insúlíndælur. Insuman Comb 25 má heldur ekki blanda insúlínum sem unnin eru úr dýrum eða insúlínhliðstæðum.

Gæta verður þess að tryggt sé að hvorki spritt né önnur sótthreinsiefni komist í insúlíndreifuna.

Insuman Comb 25 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Insuman Comb 25 má ekki blanda öðrum insúlínum né insúlínhliðstæðum.

Gæta verður þess að tryggt sé að hvorki spritt né önnur sótthreinsiefni komist í insúlíndreifuna.

6.3 Geymsluþol

2 ár.

Geymsluþol eftir að hettuglasið hefur fyrst verið tekið í notkun

Geyma má lyfið í mest 4 vikur, ekki við hærri hita en 25°C og fjarri hitagjöfum og ljósgjöfum. Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Mælt er með því að dagsetningin, þegar hettuglasið er fyrst tekið í notkun, sé skráð á merkimiðann.

Geymsluþol rörlykjunnar/lyfjapennans eftir að hún/hann hefur fyrst verið tekin/-n í notkun Rörlykjuna sem er í notkun (í insúlínpennanum) eða sem höfð er meðferðis til vara, lyfjapenna í notkun eða sem hafður er meðferðis til vara má geyma lengst í 4 vikur, ekki við hærri hita en 25°C og fjarri hitagjöfum og ljósgjöfum.

Lyfjapenna í notkun má ekki geyma í kæli.

Pennahettuna verður að setja aftur á lyfjapennann eftir hverja inndælingu til varnar gegn ljósi.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Órofin hettuglös, órofnar rörlykjur, ónotaðir lyfjapennar Geymið í kæli (2°C-8°C).

Má ekki frjósa.

Ekki setja Insuman Comb 25 næst frystihólfi eða frystikubbi.

Geymið hettuglasið, rörlykjuna eða áfyllta lyfjapennann í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Hettuglös í notkun, rörlykjur í notkun, lyfjapennar í notkun

Geymsluskilyrði eftir að pakkning lyfsins hefur verið rofin, sjá kafla 6.3.

6.5 Gerð íláts og innihald

Insuman Comb 25 40 a.e./ml í hettuglasi

10 ml dreifa í hettuglasi (litlausu úr gleri, (gerð 1), með hettu með kraga (ál), tappa (úr klóróbútýl gúmmíi (gerð 1)) og loki sem rifið er af (úr pólýprópýleni).

Pakkningar með 1 og 5 hettuglösum eru fáanlegar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Insuman Comb 25 100 a.e./ml í hettuglasi

5 ml dreifa í hettuglasi (litlausu úr gleri, (gerð 1), með hettu með kraga (ál), tappa (úr klóróbútýl gúmmíi (gerð 1)) og loki sem rifið er af (úr pólýprópýleni).

Pakkningar með 1 og 5 hettuglösum eru fáanlegar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Insuman Comb 25 100 a.e./ml í rörlykju, Insuman Comb 25 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna 3 ml dreifa í rörlykju (litlausri úr gleri, gerð 1), með stimpli (brómóbútýl gúmmí (gerð 1)) og hettu með kraga (ál) og tappa (úr brómóbútýli eða samlímdum flögum úr pólýísópreni og brómóbútýl gúmmíi (gerð 1)).

Í hverri rörlykju eru 3 kúlur (úr ryðfríu stáli).

Áfylltur lyfjapenni

Rörlykjurnar eru innsiglaðar í einnota lyfjapenna. Sprautunálar fylgja ekki með í pakkanum.

Pakkningastærðir

Pakkningar með 3, 4, 5, 6, 9 eða 10 rörlykjum eru fáanlegar.

Pakkningar með 3, 4, 5, 6, 9 eða 10 pennum eru fáanlegar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Insuman Comb 25 40 a.e./ml í hettuglasi, Insuman Comb 25 100 a.e./ml í hettuglasi Áður en fyrst er tekið úr hettuglasinu á að fjarlægja hlífðarlokið.

Rétt áður er dregið er upp úr hettuglasinu í sprautu verður að blanda insúlínið. Þetta er best að gera með því að velta hettuglasinu milli lófanna og halla því til hliðar. Ekki má hrista hettuglasið kröftuglega þar sem það gæti valdið breytingum á dreifunni (hettuglasið gæti litið út eins og hélað; sjá hér að neðan) og orsakað froðumyndun. Froða gæti haft truflandi áhrif þegar mæla á réttan skammt.

Eftir blöndun á allur vökvinn að vera mjólkurlitaður og líta eins út. Ekki má nota Insuman Comb 25 ef þetta útlit næst ekki, til dæmis ef dreifan er áfram tær eða ef kekkir, agnir eða kvoðukennt efni sést í insúlíninu eða festist á hliðar eða á botninn í hettuglasinu. Stundum lítur hettuglasið út fyrir að vera hélað við þessar breytingar. Komi það fyrir verður að taka nýtt hettuglas í notkun til að fá jafna dreifu. Einnig er nauðsynlegt að taka nýtt hettuglas í notkun ef insúlínþörfin breytist verulega.

Insuman Comb 25 má ekki gefa í bláæð og það má hvorki nota í innrennslisdælur, ytri insúlíndælur né í ígræddar insúlíndælur.

Hafa verður í huga að

prótamíninsúlínkristallar leysast upp við súrt sýrustigi (pH)

leysanlegi hluti insúlínsins fellur út við sýrustig (pH) sem er um það bil 4,5 til 6,5.

Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Blöndun insúlína

Blanda má Insuman Comb 25 við öll mannainsúlín, en ekki þau sem eru sérstaklega hönnuð til notkunar í insúlíndælur. Varðandi ósamrýmanleika við önnur insúlín, sjá kafla 6.2.

Ef draga á tvö mismunandi insúlín upp í eina sprautu er mælt með því að skjótvirkara insúlínið sé fyrst dregið upp í hana til að koma í veg fyrir að menga hettuglasið með insúlíninu sem er með lengri verkun. Ráðlagt er að sprauta lyfinu strax eftir blöndun.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Insuman Comb 25 100 a.e./ml í rörlykju

Insúlínpenni

Insuman Comb 25 rörlykjurnar á einungis að nota með eftirfarandi lyfjapennum: OptiPen, ClikSTAR, Autopen 24, Tactipen, AllStar, AllStar PRO eða JuniorSTAR (sjá kafla 4.4). Ekki er víst að allir þessir lyfjapennar séu markaðssettir hér á landi.

Notið lyfjapennann eins og mælt er með í leiðbeiningunum frá framleiðanda lyfjapennans.

Fylgja á leiðbeiningum framleiðandans um notkun pennans nákvæmlega um hvernig setja á rörlykjuna í, festa sprautunálina og sprauta insúlíninu.

Ef insúlínpenninn skemmist eða virkar ekki rétt (vegna galla í tæknibúnaði) á að fleygja honum og nota á nýjan insúlínpenna.

Ef penninn virkar ekki rétt (sjá notkunarleiðbeiningarnar með pennanum) má draga dreifuna úr rörlykjunni upp í sprautu (sem hentar fyrir insúlín 100 a.e./ml) og sprauta henni.

Rörlykjur

Áður en rörlykjan er sett í pennann á að geyma Insuman Comb 25 við stofuhita í 1-2 klst., síðan á að blanda lyfið og skoða innihaldið. Best er að gera þetta með því að velta rörlykjunni varlega fram og til baka (að minnsta kosti tíu sinnum). Í hverri rörlykju eru þrjár litlar málmkúlur til að auðvelda skjóta og góða blöndun innihaldsins.

Síðar, eftir að rörlykjan hefur verið sett í pennann, verður að blanda insúlínið aftur fyrir hverja inndælingu. Best er að gera þetta með því að velta pennanum varlega fram og til baka (að minnsta kosti tíu sinnum).

Eftir blöndun á allur vökvinn að vera mjólkurlitaður og líta eins út. Ekki má nota Insuman Comb 15 ef þetta útlit næst ekki, til dæmis ef dreifan er áfram tær eða ef kekkir, agnir eða kvoðukennt efni sést í insúlíninu eða festist á hliðar eða á botninn í rörlykjunni. Stundum lítur rörlykjan út fyrir að vera héluð

við þessar breytingar. Komi það fyrir verður að taka nýja rörlykju í notkun til að fá jafna dreifu. Einnig er nauðsynlegt að taka nýja rörlykju í notkun ef insúlínþörfin breytist verulega.

Fjarlægja verður loftbólur úr rörlykjunni fyrir inndælingu (sjá leiðbeiningar um notkun pennans). Ekki má fylla aftur á tómar rörlykjur.

Insuman Comb 25 má ekki gefa í bláæð og það má hvorki nota í innrennslisdælur, ytri insúlíndælur né í ígræddar insúlíndælur.

Hafa verður í huga að

prótamíninsúlínkristallar leysast upp við súrt sýrustigi (pH)

leysanlegi hluti insúlínsins fellur út við sýrustig (pH) sem er um það bil 4,5 til 6,5.

Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Blöndun insúlína

Blanda má Insuman Comb 25 við öll mannainsúlín, en ekki þau sem eru sérstaklega hönnuð til notkunar í insúlíndælur. Varðandi ósamrýmanleika við önnur insúlín, sjá kafla 6.2.

Insuman Comb 25 rörlykjur eru ekki hannaðar þannig að hægt sé að blanda öðru insúlíni saman við í rörlykjunni.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Insuman Comb 25 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Áður er lyfið er fyrst notað á að geyma Insuman Comb 25 við stofuhita í 1-2 klst., síðan á að blanda lyfið og skoða innihaldið. Best er að gera þetta með því að velta pennanum varlega fram og til baka (að minnsta kosti tíu sinnum). Í hverri rörlykju eru þrjár litlar málmkúlur til að auðvelda skjóta og góða blöndun innihaldsins. Síðar verður að blanda insúlínið aftur fyrir hverja inndælingu.

Eftir blöndun á allur vökvinn að vera mjólkurlitaður og líta eins út. Ekki má nota Insuman Comb 25 ef þetta útlit næst ekki, til dæmis ef dreifan er áfram tær eða ef kekkir, agnir eða kvoðukennt efni sést í insúlíninu eða festist á hliðar eða á botninn í rörlykjunni. Stundum lítur rörlykjan út fyrir að vera héluð við þessar breytingar. Komi það fyrir verður að taka nýjan penna í notkun sem gefur jafna dreifu. Einnig er nauðsynlegt að taka nýjan penna í notkun ef insúlínþörfin breytist verulega.

Tóma penna má aldrei nota aftur og verður að farga þeim á tryggan hátt.

Til að koma í veg fyrir hugsanlegt smit sjúkdóma má aðeins nota hvern penna handa einum og sama sjúklingi.

Hafa verður í huga að

-prótamíninsúlínkristallar leysast upp við súrt sýrustig (pH).

-leysanlegi hluti insúlínsins fellur út við sýrustig (pH) sem er um það bil 4,5 til 6,5.

Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Áður en byrjað er að nota SoloStar áfyllta lyfjapennann verður að lesa notkunarleiðbeiningarnar í fylgiseðlinum vandlega.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Sanofi-Aventis Deutschland GmbH, D-65926 Frankfurt am Main, Þýskaland.

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/97/030/043

EU/1/97/030/044

EU/1/97/030/045

EU/1/97/030/046

EU/1/97/030/047

EU/1/97/030/061

EU/1/97/030/062

EU/1/97/030/088

EU/1/97/030/093

EU/1/97/030/098

EU/1/97/030/158

EU/1/97/030/159

EU/1/97/030/160

EU/1/97/030/161

EU/1/97/030/162

EU/1/97/030/163

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 21 febrúar 1997

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 21 febrúar 2007

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

1. HEITI LYFS

Insuman Comb 30 100 a.e./ml stungulyf, dreifa, í hettuglasi Insuman Comb 30 100 a.e./ml stungulyf, dreifa, í rörlykju

Insuman Comb 30 SoloStar 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna

2. INNIHALDSLÝSING

Insuman Comb 30 100 a.e./ml í hettuglasi

Hver ml inniheldur 100 a.e. af mannainsúlíni (jafngildir 3,5 mg).

Hvert hettuglas inniheldur 5 ml stungulyf, dreifu, jafngildir 500 a.e. af insúlíni eða 10 ml stungulyf, dreifu, sem jafngildir 1.000 a.e. af insúlíni.

Insuman Comb 30 100 a.e./ml í rörlykju, Insuman Comb 30 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna Hver ml inniheldur 100 a.e. af mannainsúlíni (jafngildir 3,5 mg).

Hver rörlykja inniheldur 3 ml stungulyf, dreifu, jafngildir 300 a.e. af insúlíni.

Ein a.e. (alþjóðleg eining) samsvarar 0,035 mg af vatnsfríu mannainsúlíni*.

Insuman Comb 30 er tveggja fasa ísófan insúlíndreifa sem samanstendur af 30% uppleystu insúlíni og 70% kristölluðu prótamín insúlíni.

*Mannainsúlínið er framleitt með DNA-samrunatækni í Escherichia coli.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa.

Mjólkurlituð dreifa þegar búið er að blanda dreifunni.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Sykursýki þegar þörf er á meðferð með insúlíni.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Æskileg blóðsykursgildi, hvaða insúlín á að nota og skömmtun þess (skammtar og tímasetning lyfjagjafar) verður að ákveða fyrir hvern einstakling sérstaklega og aðlaga í samræmi við mataræði, líkamlega áreynslu og lifnaðarhætti sjúklingsins.

Sólarhringsskammtar og tímasetning lyfjagjafa

Engar fastar reglur eru til um insúlínskammta. Hins vegar er meðalinsúlínþörfin oft á bilinu 0,5 til 1,0 a.e. /kg líkamsþunga á sólarhring. Þörfin fyrir undirstöðuefnaskipti er 40% til 60% af heildar sólarhringsþörfinni. Insuman Comb 30 er sprautað undir húð 30 til 45 mínútum fyrir máltíð.

Insuman Comb 30 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Með SoloStar er hægt að velja skammta á bilinu 1 til 80 einingar í 1 einingar þrepum. Hver penni inniheldur marga skammta.

Síðari breytingar á skömmtum

Bætt stjórn á efnaskiptum getur leitt til aukins næmis fyrir insúlíni sem leiðir til þess að insúlínþörf minnkar. Einnig getur þurft að breyta skömmtum til dæmis ef

-líkamsþyngd sjúklingsins breytist,

-lifnaðarhættir sjúklingsins breytast,

-aðrar aðstæður koma upp sem geta stuðlað að aukinni hættu á blóðsykurslækkun eða -hækkun (sjá kafla 4.4).

Sérstakir sjúklingahópar Aldraðir sjúklingar (65 ára)

Hjá öldruðum getur versnandi nýrnastarfsemi leitt til stöðugt minnkandi insúlínþarfar.

Skert nýrnastarfsemi

Insúlínþörf sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi getur verið minni vegna skerts insúlínumbrots.

Skert lifrarstarfsemi

Insúlínþörf getur minnkað hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi vegna skertrar getu til nýmyndunar glúkósa og minna insúlínumbrots.

Lyfjagjöf

Insuman Comb 30 má ekki gefa í bláæð og það má hvorki nota í innrennslisdælur, ytri insúlíndælur né í ígræddar insúlíndælur.

Insuman Comb 30 er gefið undir húð. Insuman Comb 30 má aldrei sprauta í bláæð.

Frásog insúlíns og þar með blóðsykurslækkandi áhrif gefins skammts geta verið breytileg frá einu stungusvæði til annars (til dæmis kviðurinn í samanburði við lærið). Breyta verður um stungustað á stungusvæði frá einni lyfjagjöf til annarrar.

Insuman Comb 30 100 a.e./ml í hettuglasi

Aðeins á að nota sprautur sem eru hannaðar fyrir þennan styrkleika insúlíns (100 a.e./ml). Engin önnur lyf mega vera í sprautunum né heldur lyfjaleifar (til dæmis vottur af heparíni).

Insuman Comb 30 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Áður en byrjað er að nota SoloStar verður að lesa notkunarleiðbeiningarnar í fylgiseðlinum vandlega.

Sjá frekari leiðbeiningar um meðhöndlun í kafla 6.6.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Aðeins má halda meðferð áfram hjá sjúklingum, sem hafa ofnæmi fyrir Insuman Comb 30 ef engin önnur lyf eru til sem þeir þola betur, og þá undir nánu eftirliti læknis og – þegar þörf krefur – ásamt meðferð með ofnæmislyfjum.

Mælt er með því að gert sé húðpróf hjá sjúklingum sem hafa ofnæmi fyrir insúlínum af dýrauppruna áður en breytt er yfir í notkun Insuman Comb 30 þar sem þeir gætu fengið krossónæmisverkarnir.

Sé stjórn á glúkósu ófullnægjandi eða ef tilhneiging er til blóðsykurshækkunar eða –falls, verður að meta meðferðarfylgni, stungustaði og rétta aðferð við lyfjagjöf svo og alla aðra þætti sem skipt geta máli, áður en íhugað er að breyta skammti.

Breytt yfir í notkun Insuman Comb 30

Þegar breytt er yfir í notkun insúlíns annarrar tegundar eða frá öðrum framleiðanda verður sjúklingurinn að vera undir ströngu eftirliti læknis. Breytingar í styrk, vörumerki (framleiðanda), tegund (venjulegt, NPH, hægvirkt eða langvirkt o.s.frv.), uppruna (dýra, manna, hliðstæðu mannainsúlíns) og/eða framleiðsluaðferð getur leitt til þess að nauðsynlegt sé að breyta skammti.

Þörfin fyrir að breyta skammti (til dæmis minnka hann) getur komið í ljós þegar í stað eftir skiptin. Einnig getur hún komið smám saman í ljós á nokkrum vikum.

Verið getur að minnka þurfi skammt þegar breytt er úr notkun insúlíns upprunnu úr dýrum í mannainsúlín einkum hjá sjúklingum sem

-höfðu þegar góða stjórn við frekar lágan blóðsykur,

-hafa tilhneigingu til að fá blóðsykursfall,

-þurftu áður stóra insúlínskammta vegna insúlínmótefna.

Mælt er með nánu eftirliti með efnaskiptum meðan á breytingunni stendur og fyrstu vikurnar þar á eftir. Hjá sjúklingum sem þurfa háa insúlínskammta vegna insúlínmótefna skal íhuga að breytingin fari fram undir eftirliti læknis á sjúkrahúsi eða við svipaðar aðstæður.

Blóðsykursfall

Blóðsykursfall getur orðið ef insúlínskammturinn er of hár miðað við insúlínþörfina.

Sérstakrar varúðar skal gæta og er ráðlagt að fylgjast nánar með blóðsykri hjá þeim sjúklingum þar sem blóðsykursfall gæti skipt sérstöku máli klínískt, eins og hjá sjúklingum með marktæka þrengingu í kransæðum eða heilaæðum (hætta á hjarta- eða heilaskemmdum vegna blóðsykursfalls) svo og hjá sjúklingum með frumufjölgunarsjónukvilla (proliferative retinopathy), einkum ef hann er ekki meðhöndlaður með ljóshleypingu (photocoagulation) (hætta á tímabundinni blindu í kjölfar blóðsykursfalls).

Sjúklingar skulu meðvitaðir um aðstæður, þar sem viðvörunareinkenni um blóðsykursfall geta minnkað. Viðvörunareinkenni blóðsykursfalls geta breyst, orðið minna áberandi eða horfið hjá ákveðnum áhættuhópum. Meðal þeirra eru sjúklingar:

-sem hafa náð mun betri stjórn á blóðsykri,

-þar sem blóðsykursfall þróast smám saman,

-sem eru aldraðir,

-sem breytt hafa yfir úr notkun insúlíns sem unnið er úr dýrum í mannainsúlín,

-með taugakvilla í ósjálfráða taugakerfinu (autonomic neuropathy),

-sem hafa lengi verið haldnir sykursýki,

-sem þjást af geðsjúkdómum,

-sem eru samtímis meðhöndlaðir með ákveðnum öðrum lyfjum (sjá kafla 4.5).

Við slíkar aðstæður getur verulegt blóðsykursfall orðið (og hugsanlega meðvitundarleysi) áður en sjúklingurinn gerir sér grein fyrir því.

Ef vart verður við eðlileg eða minnkuð gildi sykurbundins blóðrauða, verður að hugleiða möguleikann á ítrekuðu blóðsykursfalli (einkum að næturlagi), án þess að sjúklingur verði þess var.

Til að draga úr hættu á blóðsykursfalli er mikilvægt að sjúklingur fylgi fyrirmælum um skömmtun og mataræði, gefi insúlínið á réttan hátt og sé vakandi fyrir einkennum um blóðsykursfall. Fylgjast þarf sérstaklega náið með þeim þáttum sem geta aukið hættu á blóðsykursfalli og geta leitt til þess að breyta þurfi skammti. Meðal þessa eru:

-breytingar á stungustað,

-aukið insúlínnæmi (til dæmis ef álagsþættir hverfa),

-óvenjuleg, aukin eða langvarandi líkamleg áreynsla,

-tilfallandi veikindi (til dæmis uppköst, niðurgangur),

-ónóg fæðuneysla,

-máltíðum er sleppt úr,

-áfengisneysla,

-ákveðnir ómeðhöndlaðir innkirtlasjúkdómar (til dæmis vanstarfsemi skjaldkirtils og vanstarfsemi framhluta heiladinguls eða nýrnahettubarkar).

-samtímis meðferð með ákveðnum öðrum lyfjum (sjá kafla 4.5).

Tilfallandi veikindi

Fylgjast þarf náið með efnaskiptum þegar tilfallandi veikindi koma upp. Í mörgum tilvikum þarf að mæla ketónur í þvagi og oft þarf að breyta insúlínskammti. Insúlínþörf eykst oft. Sjúklingar með insúlínháða sykursýki (tegund 1) verða að halda áfram að neyta að minnsta kosti smávegis af kolvetnum reglulega, jafnvel þótt þeir borði lítið sem ekkert eða ef þeir eru með uppköst o.s.frv. og þeir mega aldrei hætta insúlínnotkun alveg.

Insuman Comb 30 100 a.e./ml í rörlykju

Lyfjapennar sem nota á með Insuman Comb 30 rörlykjum

Insuman Comb 30 rörlykjur á einungis að nota með eftirtöldum lyfjapennum:

-JuniorSTAR sem gefur Insuman Comb 30 í 0,5 eininga skammtaþrepum

-OptiPen, ClikSTAR, Tactipen, Autopen 24, AllStar og AllStar PRO sem allir gefa Insuman Comb 30 í 1 eininga skammtaþrepum.

Þessar rörlykjur á ekki að nota með neinum öðrum margnota lyfjapennum þar sem nákvæmni í skömmtun hefur aðeins verið staðfest með pennunum sem taldir eru upp hér að framan.

Ekki er víst að allir þessir lyfjapennar séu markaðssettir hér á landi.

Insuman Comb 30 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Meðhöndlun pennans

Áður en byrjað er að nota SoloStar verður að lesa notkunarleiðbeiningarnar í fylgiseðlinum vandlega. SoloStar á að nota eins og ráðlagt er í þessum notkunarleiðbeiningum (sjá kafla 6.6).

Mistök við lyfjagjöf

Greint hefur verið frá mistökum við lyfjagjöf þar sem önnur Insuman lyfjaform eða önnur insúlín hafa fyrir mistök verið gefin. Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín.

Insuman gefið í samsettri meðferð með pioglitazoni

Greint hefur verið frá tilvikum um hjartabilun þegar pioglitazon var notað í samsettri meðferð með insúlíni, einkum hjá sjúklingum með áhættuþætti fyrir hjartabilun. Þetta ber að hafa í huga ef samsett meðferð með pioglitazoni og Insuman er íhuguð. Ef þessi samsetning er notuð þarf að fylgjast vel með einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningar og bjúgsöfnunar hjá sjúklingum. Hætta skal meðferð með pioglitazoni ef einkenni frá hjarta versna.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Fjöldi efna hefur áhrif á efnaskipti glúkósu og geta leitt til þess að breyta þurfi skammti mannainsúlíns.

Meðal þeirra efna sem geta aukið blóðsykurslækkandi áhrif og aukið hættu á blóðsykursfalli eru sykursýkislyf til inntöku, ACE-hemlar, dísópýramíð, fíbröt, flúoxetín, mónóamíóoxídasa-(MAO) hemlar, pentoxifýllín, própoxýfen, salisýlöt og sýklalyf af flokki súlfónamíða.

Meðal þeirra efna sem geta dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum eru barksterar, danazól, díazoxíð, þvagræsilyf, glúkagon, ísóníazíð, östrógen og prógestógen (til dæmis í getnaðarvarnartöflum), fenótíazínafleiður, sómatrópín, adrenvirk efni (til dæmis adrenalín, salbútamól, terbútalín), skjaldkirtilshormón, próteasahemlar og ódæmigerð geðrofslyf (atypical antipsychotics) (t.d olanzapín og klózapín).

Beta-blokkar, klónidín, litíumsölt eða áfengi geta ýmist aukið eða dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum insúlíns. Pentamidín getur valdið blóðsykursfalli og getur blóðsykurshækkun stundum fylgt í kjölfarið.

Vegna verkunar andadrenvirkra lyfja svo sem beta-blokka, klónidíns, guanetidíns og reserpíns gætu einkenni um adrenvirkt andsvar (andrenergic counter-regulation) auk þess minnkað eða horfið.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um notkun mannainsúlíns á meðgöngu. Insúlín fer ekki yfir fylgju. Gæta skal varúðar þegar lyfinu er ávísað barnshafandi konum.

Nauðsynlegt er að sjúklingar sem voru fyrir með sykursýki eða fá meðgöngusykursýki viðhaldi góðri stjórnun efnaskipta alla meðgönguna. Insúlínþörf kann að minnka á fyrsta þriðjungi meðgöngu og eykst síðan yfirleitt á öðrum og þriðja þriðjungi. Strax eftir fæðingu minnkar insúlínþörf hratt (aukin hætta á blóðsykursfalli). Brýnt er að fylgst sé náið með blóðsykri.

Brjóstagjöf

Ekki er búist við neinum áhrifum á brjóstmylking. Insuman Comb 30 má nota meðan á brjóstagjöf stendur. Konur með barn á brjósti geta þurft að breyta insúlínskammti og mataræði.

Frjósemi

Engar upplýsingar úr klínískum rannsóknum eða dýrarannsóknum liggja fyrir um áhrif mannainsúlíns á frjósemi karla eða kvenna.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Einbeitingarhæfni og viðbragðsflýtir sjúklings getur skerst vegna blóðsykursfalls eða blóðsykurshækkunar eða til dæmis vegna sjónskerðingar. Þetta getur valdið hættu við aðstæður þar sem þessi hæfni er sérstaklega mikilvæg (til dæmis við bifreiðaakstur eða notkun véla).

Sjúklingum skal ráðlagt að gæta varúðar til þess að forðast blóðsykursfall við akstur. Þetta er einkum mikilvægt fyrir þá sem eru með skert eða engin viðvörunareinkenni um blóðsykursfall eða fá blóðsykursfall ítrekað. Íhugað skal hvort ráðlegt er að stunda bifreiðaakstur eða nota vélar við þessar kringumstæður.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt um öryggi lyfsins

Blóðsykursfall, yfirleitt algengasta aukaverkun insúlínmeðferðar, getur komið fram ef insúlínskammtur er of stór miðað við insúlínþörf. Í klínískum rannsóknum og notkun eftir markaðssetningu er tíðni breytileg eftir sjúklingahópum og skammtastærðum og því er ekki hægt að gefa upp nákvæmar tíðnitölur.

Tafla yfir aukaverkanir

Eftirtaldar aukaverkanir sem komið hafa fram í klínískum rannsóknum eru taldar upp hér að neðan, eftir líffæraflokkum og minnkandi tíðni: Mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000); örsjaldan koma fyrir

(<1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

MedDRA tíðniflokkun

Algengar

 

Sjaldgæfar

Tíðni ekki þekkt

Ónæmiskerfi

 

 

Lost

Bráðaofnæmisviðbrögð

 

 

 

 

(lágþrýstingur,

 

 

 

 

ofsabjúgur,

 

 

 

 

berkjukrampi, útbreidd

 

 

 

 

húðútbrot);

 

 

 

 

And-insúlín mótefni

Efnaskipti og næring

Bjúgur

 

 

Blóðsykurslækkun;

 

 

 

MedDRA tíðniflokkun

Algengar

Sjaldgæfar

Tíðni ekki þekkt

 

 

 

Uppsöfnun natríums

Augu

 

 

Frumufjölgunar

 

 

 

sjónukvilli

 

 

 

(proliferative

 

 

 

retinopathy);

 

 

 

Sykursýkissjónukvilli

 

 

 

(diabetic retinopathy);

 

 

 

Sjónskerðing

Húð og undirhúð

 

 

Fitukyrkingur

Almennar

Erting á stungustað

Ofsakláði á stungustað

Bólga á stungustað;

aukaverkanir og

 

 

Verkur á stungustað;

aukaverkanir á

 

 

Kláði á stungustað;

íkomustað

 

 

Roði á stungustað;

 

 

 

Þroti á stungustað

Lýsing á völdum aukaverkunum

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

Bráðaofnæmi fyrir insúlíni eða hjálparefnunum getur verið lífshættulegt.

 

Notkun insúlíns getur valdið því að and-insúlín mótefni myndist. Ef slík and-insúlín mótefni eru til staðar getur í mjög sjaldgæfum tilvikum þurft að breyta skömmtum insúlíns til að koma í veg fyrir tilhneigingu til blóðsykurshækkunnar eða blóðsykursfalls.

Efnaskipti og næring

Verulegt blóðsykursfall, sér í lagi ef það endurtekur sig, getur valdið taugaskemmdum. Langvarandi eða verulegt blóðsykursfall getur verið lífshættulegt.

Hjá mörgum sjúklingum koma vísbendingar og einkenni um sykurskort í miðtaugakerfinu (neuroglycopenia) fyrst fram sem adrenvirkt andsvar (adrenergic counter regulation). Almennt á það við að þeim mun meiri og hraðari sem lækkunin á blóðsykri verður því kröftugra verður andsvarið og einkenni þess.

Insúlín getur valdið uppsöfnun natríums og bjúg, einkum ef fyrir hefur verið slæm stjórn á efnaskiptum, sem bætt er með aukinni insúlíngjöf.

Augu

Veruleg breyting á blóðsykursstjórnun getur valdið tímabundinni sjónskerðingu vegna tímabundinna breytinga á fyllingu (turgidity) og brotstuðli augasteins.

Langtímabæting blóðsykursstjórnunar dregur úr hættunni á að sykursýkissjónukvilli versni. Hinsvegar getur aukin insúlíngjöf með skyndilega bættri blóðsykursstjórnun tengst tímabundinni versnun á sykursýkissjónukvilla.

Húð og undirhúð

Fitukyrkingur getur orðið á stungustað og þannig tafið staðbundið frásog insúlíns. Ef stöðugt er valinn nýr stungustaður innan ákveðins stungusvæðis á líkamanum, getur það stuðlað að því að draga úr eða komið í veg fyrir þessi viðbrögð.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Flestar minniháttar aukaverkanir insúlíns á stungustað hjaðna á nokkrum dögum til vikum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Einkenni

Ofskömmtun insúlíns getur leitt til verulegs og á stundum langvarandi og lífshættulegs blóðsykursfalls.

Meðferð

Vægt blóðsykursfall er oftast hægt að meðhöndla með kolvetnum til inntöku. Hugsanlega getur þurft að breyta lyfjaskammti, neysluvenjum eða líkamlegri áreynslu.

Verulegt blóðsykursfall, þar sem meðvitundarleysi, flog eða taugaskemmd verður, má meðhöndla með glúkagoni gefnu í vöðva/undir húð eða með gjöf sterkrar glúkósulausnar í bláæð. Stöðug inntaka kolvetna og eftirlit með sjúklingi kann að vera nauðsynlegt þar sem blóðsykursfall getur orðið aftur eftir að sjúklingur virðist hafa náð sér.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sykursýkilyf, Insúlín og hliðstæður til inndælingar, meðallangvirk en skjótvirk í upphafi.

ATC flokkur: A10AD01.

Verkunarháttur

Insúlín

-lækkar blóðsykur og eflir uppbyggjandi áhrif og dregur jafnframt úr vefjaniðurbroti,

-eykur flutning glúkósu inn í frumur og einnig myndun glýkógens í vöðvum og lifur og bætir nýtingu pýrúvata. Það hamlar glýkógenlosun og nýmyndun glúkósu,

-eykur fitumyndun í lifur og fituvef og hamlar fitusundrun,

-eflir upptöku amínósýra inn í frumur og nýmyndun próteina,

-eykur kalíumupptöku í frumur.

Lyfhrif

Insuman Comb 30 (tveggja fasa ísófan insúlíndreifa með 30% uppleystu insúlíni) er insúlín með verkun sem hefst smám saman og varir lengi. Eftir gjöf undir húð hefst verkun innan 30 til

60 mínútna, mest verkun er á milli 2 og 4 klst. eftir inndælingu og verkun varir í 12 til 19 klst.

5.2 Lyfjahvörf

Hjá heilbrigðum einstaklingum er helmingunartími insúlíns í sermi um það bil 4 til 6 mínútur. Hann er lengri hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi. Hins vegar skal vakin athygli á því að lyfjahvörf insúlíns endurspegla ekki verkun þess á efnaskipti.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Bráðar eiturverkanir voru rannsakaðar eftir gjöf lyfsins undir húð hjá rottum. Engar vísbendingar um eiturverkanir sáust. Rannsóknir á lyfhrifum eftir gjöf undir húð hjá kanínum og hundum leiddu í ljós þá blóðsykurslækkandi verkun sem búist var við.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Prótamínsúlfat,

metakresól,

fenól,

zínkklóríð, natríumtvíhýdrógenfosfat tvíhýdrat, glýseról,

natríumhýdroxíð, saltsýra (til að stilla pH), vatn fyrir stungulyf.

6.2 Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau, sem nefnd eru í kafla 6.6.

Ekki má blanda Insuman Comb 30 saman við lausnir sem innihalda afoxandi efni eins og tíól og súlfít.

Blöndun insúlína

Insuman Comb 30 100 a.e./ml í hettuglasi

Insuman Comb 30 má ekki blanda við mannainsúlín sem ætluð eru sérstaklega í insúlíndælur. Insuman Comb 30 má heldur ekki blanda insúlínum sem unnin eru úr dýrum eða insúlínhliðstæðum. Ekki má blanda saman insúlínum sem eru frábrugðin að styrkleikum (til dæmis 100 a.e./ml og

40 a.e./ml).

Gæta verður þess að tryggt sé að hvorki spritt né önnur sótthreinsiefni komist í insúlíndreifuna.

Insuman Comb 30 100 a.e./ml í rörlykju

Insuman Comb 30 má ekki blanda við mannainsúlín sem ætluð eru sérstaklega í insúlíndælur. Insuman Comb 30 má heldur ekki blanda insúlínum sem unnin eru úr dýrum eða insúlínhliðstæðum.

Gæta verður þess að tryggt sé að hvorki spritt né önnur sótthreinsiefni komist í insúlíndreifuna.

Insuman Comb 30 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Insuman Comb 30 má ekki blanda öðrum insúlínum né insúlínhliðstæðum.

Gæta verður þess að tryggt sé að hvorki spritt né önnur sótthreinsiefni komist í insúlíndreifuna.

6.3 Geymsluþol

2 ár.

Geymsluþol eftir að hettuglasið hefur fyrst verið tekið í notkun

Geyma má lyfið í mest 4 vikur, ekki við hærri hita en 25°C og fjarri hitagjöfum og ljósgjöfum. Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Mælt er með því að dagsetningin, þegar hettuglasið er fyrst tekið í notkun, sé skráð á merkimiðann.

Geymsluþol rörlykjunnar/lyfjapennans eftir að hún/hann hefur fyrst verið tekin/-n í notkun Rörlykjuna sem er í notkun (í insúlínpennanum) eða sem höfð er meðferðis til vara, lyfjapenna í notkun eða sem hafður er meðferðis til vara má geyma lengst í 4 vikur, ekki við hærri hita en 25°C og fjarri hitagjöfum og ljósgjöfum.

Lyfjapenna í notkun má ekki geyma í kæli.

Pennahettuna verður að setja aftur á lyfjapennann eftir hverja inndælingu til varnar gegn ljósi.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Órofin hettuglös, órofnar rörlykjur, ónotaðir lyfjapennar Geymið í kæli (2°C-8°C).

Má ekki frjósa.

Ekki setja Insuman Comb 30 næst frystihólfi eða frystikubbi.

Geymið hettuglasið, rörlykjuna eða áfyllta lyfjapennann í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Hettuglös í notkun, rörlykjur í notkun, lyfjapennar í notkun

Geymsluskilyrði eftir að pakkning lyfsins hefur verið rofin, sjá kafla 6.3.

6.5 Gerð íláts og innihald

Insuman Comb 30 100 a.e./ml í hettuglasi

5 ml dreifa í hettuglasi og 10 ml dreifa í hettuglasi (litlausu úr gleri, (gerð 1), með hettu með kraga (ál), tappa (úr klóróbútýl gúmmíi (gerð 1)) og loki sem rifið er af (úr pólýprópýleni).

Pakkningar með 1 og 5 hettuglösum eru fáanlegar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Insuman Comb 30 100 a.e./ml í rörlykju, Insuman Comb 30 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna 3 ml dreifa í rörlykju (litlausri úr gleri, gerð 1), með stimpli (brómóbútýl gúmmí (gerð 1)) og hettu með kraga (ál) og tappa (úr brómóbútýli eða samlímdum flögum úr pólýísópreni og brómóbútýl gúmmíi (gerð 1)).

Í hverri rörlykju eru 3 kúlur (úr ryðfríu stáli).

Áfylltur lyfjapenni

Rörlykjurnar eru innsiglaðar í einnota lyfjapenna. Sprautunálar fylgja ekki með í pakkanum.

Pakkningastærðir

Pakkningar með 3, 4, 5, 6, 9 eða 10 rörlykjum eru fáanlegar.

Pakkningar með 3, 4, 5, 6, 9 eða 10 pennum eru fáanlegar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Insuman Comb 30 100 a.e./ml í hettuglasi

Áður en fyrst er tekið úr hettuglasinu á að fjarlægja hlífðarlokið.

Rétt áður er dregið er upp úr hettuglasinu í sprautu verður að blanda insúlínið. Þetta er best að gera með því að velta hettuglasinu milli lófanna og halla því til hliðar. Ekki má hrista hettuglasið kröftuglega þar sem það gæti valdið breytingum á dreifunni (hettuglasið gæti litið út eins og hélað; sjá hér að neðan) og orsakað froðumyndun. Froða gæti haft truflandi áhrif þegar mæla á réttan skammt.

Eftir blöndun á allur vökvinn að vera mjólkurlitaður og líta eins út. Ekki má nota Insuman Comb 30 ef þetta útlit næst ekki, til dæmis ef dreifan er áfram tær eða ef kekkir, agnir eða kvoðukennt efni sést í insúlíninu eða festist á hliðar eða á botninn í hettuglasinu. Stundum lítur hettuglasið út fyrir að vera hélað við þessar breytingar. Komi það fyrir verður að taka nýtt hettuglas í notkun til að fá jafna dreifu. Einnig er nauðsynlegt að taka nýtt hettuglas í notkun ef insúlínþörfin breytist verulega.

Insuman Comb 30 má ekki gefa í bláæð og það má hvorki nota í innrennslisdælur, ytri insúlíndælur né í ígræddar insúlíndælur.

Hafa verður í huga að

prótamíninsúlínkristallar leysast upp við súrt sýrustigi (pH)

leysanlegi hluti insúlínsins fellur út við sýrustig (pH) sem er um það bil 4,5 til 6,5.

Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Blöndun insúlína

Blanda má Insuman Comb 30 við öll mannainsúlín, en ekki þau sem eru sérstaklega hönnuð til notkunar í insúlíndælur. Varðandi ósamrýmanleika við önnur insúlín, sjá kafla 6.2.

Ef draga á tvö mismunandi insúlín upp í eina sprautu er mælt með því að skjótvirkara insúlínið sé fyrst dregið upp í hana til að koma í veg fyrir að menga hettuglasið með insúlíninu sem er með lengri verkun. Ráðlagt er að sprauta lyfinu strax eftir blöndun.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Insuman Comb 30 100 a.e./ml í rörlykju

Insúlínpenni

Insuman Comb 30 rörlykjurnar á einungis að nota með eftirfarandi lyfjapennum: OptiPen, ClikSTAR, Autopen 24, Tactipen, AllStar, AllStar PRO eða JuniorSTAR (sjá kafla 4.4). Ekki er víst að allir þessir lyfjapennar séu markaðssettir hér á landi.

Notið lyfjapennann eins og mælt er með í leiðbeiningunum frá framleiðanda lyfjapennans.

Fylgja á leiðbeiningum framleiðandans um notkun pennans nákvæmlega um hvernig setja á rörlykjuna í, festa sprautunálina og sprauta insúlíninu.

Ef insúlínpenninn skemmist eða virkar ekki rétt (vegna galla í tæknibúnaði) á að fleygja honum og nota á nýjan insúlínpenna.

Ef penninn virkar ekki rétt (sjá notkunarleiðbeiningarnar með pennanum) má draga dreifuna úr rörlykjunni upp í sprautu (sem hentar fyrir insúlín 100 a.e./ml) og sprauta henni.

Rörlykjur

Áður en rörlykjan er sett í pennann á að geyma Insuman Comb 30 við stofuhita í 1-2 klst., síðan á að blanda lyfið og skoða innihaldið. Best er að gera þetta með því að velta rörlykjunni varlega fram og til baka (að minnsta kosti tíu sinnum). Í hverri rörlykju eru þrjár litlar málmkúlur til að auðvelda skjóta og góða blöndun innihaldsins.

Síðar, eftir að rörlykjan hefur verið sett í pennann, verður að blanda insúlínið aftur fyrir hverja inndælingu. Best er að gera þetta með því að velta pennanum varlega fram og til baka (að minnsta kosti tíu sinnum).

Eftir blöndun á allur vökvinn að vera mjólkurlitaður og líta eins út. Ekki má nota Insuman Comb 30 ef þetta útlit næst ekki, til dæmis ef dreifan er áfram tær eða ef kekkir, agnir eða kvoðukennt efni sést í insúlíninu eða festist á hliðar eða á botninn í rörlykjunni. Stundum lítur rörlykjan út fyrir að vera héluð við þessar breytingar. Komi það fyrir verður að taka nýja rörlykju í notkun til að fá jafna dreifu. Einnig er nauðsynlegt að taka nýja rörlykju í notkun ef insúlínþörfin breytist verulega.

Fjarlægja verður loftbólur úr rörlykjunni fyrir inndælingu (sjá leiðbeiningar um notkun pennans). Ekki má fylla aftur á tómar rörlykjur.

Insuman Comb 30 má ekki gefa í bláæð og það má hvorki nota í innrennslisdælur, ytri insúlíndælur né í ígræddar insúlíndælur.

Hafa verður í huga að

prótamíninsúlínkristallar leysast upp við súrt sýrustigi (pH)

leysanlegi hluti insúlínsins fellur út við sýrustig (pH) sem er um það bil 4,5 til 6,5.

Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Blöndun insúlína

Blanda má Insuman Comb 30 við öll mannainsúlín, en ekki þau sem eru sérstaklega hönnuð til notkunar í insúlíndælur. Varðandi ósamrýmanleika við önnur insúlín, sjá kafla 6.2.

Insuman Comb 30 rörlykjur eru ekki hannaðar þannig að hægt sé að blanda öðru insúlíni saman við í rörlykjunni.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Insuman Comb 30 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Áður er lyfið er fyrst notað á að geyma Insuman Comb 30 við stofuhita í 1-2 klst., síðan á að blanda lyfið og skoða innihaldið. Best er að gera þetta með því að velta pennanum varlega fram og til baka (að minnsta kosti tíu sinnum). Í hverri rörlykju eru þrjár litlar málmkúlur til að auðvelda skjóta og góða blöndun innihaldsins. Síðar verður að blanda insúlínið aftur fyrir hverja inndælingu.

Eftir blöndun á allur vökvinn að vera mjólkurlitaður og líta eins út. Ekki má nota Insuman Comb 30 ef þetta útlit næst ekki, til dæmis ef dreifan er áfram tær eða ef kekkir, agnir eða kvoðukennt efni sést í insúlíninu eða festist á hliðar eða á botninn í rörlykjunni. Stundum lítur rörlykjan út fyrir að vera héluð við þessar breytingar. Komi það fyrir verður að taka nýjan penna í notkun sem gefur jafna dreifu. Einnig er nauðsynlegt að taka nýjan penna í notkun ef insúlínþörfin breytist verulega.

Tóma penna má aldrei nota aftur og verður að farga þeim á tryggan hátt.

Til að koma í veg fyrir hugsanlegt smit sjúkdóma má aðeins nota hvern penna handa einum og sama sjúklingi.

Hafa verður í huga að

-prótamíninsúlínkristallar leysast upp við súrt sýrustig (pH).

-leysanlegi hluti insúlínsins fellur út við sýrustig (pH) sem er um það bil 4,5 til 6,5.

Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Áður en byrjað er að nota SoloStar áfyllta lyfjapennann verður að lesa notkunarleiðbeiningarnar í fylgiseðlinum vandlega.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Sanofi-Aventis Deutschland GmbH, D-65926 Frankfurt am Main, Þýskaland.

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/97/030/170

EU/1/97/030/171

EU/1/97/030/172

EU/1/97/030/173

EU/1/97/030/174

EU/1/97/030/175

EU/1/97/030/176

EU/1/97/030/177

EU/1/97/030/190

EU/1/97/030/191

EU/1/97/030/192

EU/1/97/030/193

EU/1/97/030/194

EU/1/97/030/195

EU/1/97/030/200

EU/1/97/030/201

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 21 febrúar 1997

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 21 febrúar 2007

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

1. HEITI LYFS

Insuman Comb 50 40 a.e./ml stungulyf, dreifa, í hettuglasi Insuman Comb 50 100 a.e./ml stungulyf, dreifa, í hettuglasi Insuman Comb 50 100 a.e./ml stungulyf, dreifa, í rörlykju

Insuman Comb 50 SoloStar 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna

2. INNIHALDSLÝSING

Insuman Comb 50 40 a.e./ml í hettuglasi

Hver ml inniheldur 40 a.e. af mannainsúlíni (jafngildir 1,4 mg).

Hvert hettuglas inniheldur 10 ml stungulyf, dreifu, jafngildir 400 a.e. af insúlíni.

Insuman Comb 50 100 a.e./ml í hettuglasi

Hver ml inniheldur 100 a.e. af mannainsúlíni (jafngildir 3,5 mg).

Hvert hettuglas inniheldur 5 ml, jafngildir 500 a.e. af insúlíni.

Insuman Comb 50 100 a.e./ml í rörlykju, Insuman Comb 50 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna Hver ml inniheldur 100 a.e af mannainsúlíni (jafngildir 3,5 mg).

Hver rörlykja eða penni inniheldur 3 ml stungulyf, dreifu, jafngildir 300 a.e. af insúlíni.

Ein a.e. (alþjóðleg eining) samsvarar 0,035 mg af vatnsfríu mannainsúlíni*.

Insuman Comb 50 er tveggja fasa ísófan insúlíndreifa sem samanstendur af 50% uppleystu insúlíni og 50% kristölluðu prótamín insúlíni.

*Mannainsúlínið er framleitt með DNA-samrunatækni í Escherichia coli.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa.

Mjólkurlituð dreifa þegar búið er að blanda dreifunni.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Sykursýki þegar þörf er á meðferð með insúlíni.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Æskileg blóðsykursgildi, hvaða insúlín á að nota og skömmtun þess (skammtar og tímasetning lyfjagjafar) verður að ákveða fyrir hvern einstakling sérstaklega og aðlaga í samræmi við mataræði, líkamlega áreynslu og lifnaðarhætti sjúklingsins.

Sólarhringsskammtar og tímasetning lyfjagjafa

Engar fastar reglur eru til um insúlínskammta. Hins vegar er meðalinsúlínþörfin oft á bilinu 0,5 til 1,0 a.e. /kg líkamsþunga á sólarhring. Þörfin fyrir undirstöðuefnaskipti er 40% til 60% af heildar sólarhringsþörfinni. Insuman Comb 50 er sprautað undir húð 20 til 30 mínútum fyrir máltíð.

Insuman Comb 50 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Með SoloStar er hægt að velja skammta á bilinu 1 til 80 einingar í 1 einingar þrepum. Hver penni inniheldur marga skammta.

Síðari breytingar á skömmtum

Bætt stjórn á efnaskiptum getur leitt til aukins næmis fyrir insúlíni sem leiðir til þess að insúlínþörf minnkar. Einnig getur þurft að breyta skömmtum til dæmis ef

-líkamsþyngd sjúklingsins breytist,

-lifnaðarhættir sjúklingsins breytast,

-aðrar aðstæður koma upp sem geta stuðlað að aukinni hættu á blóðsykurslækkun eða -hækkun (sjá kafla 4.4).

Sérstakir sjúklingahópar Aldraðir sjúklingar (65 ára)

Hjá öldruðum getur versnandi nýrnastarfsemi leitt til stöðugt minnkandi insúlínþarfar.

Skert nýrnastarfsemi

Insúlínþörf sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi getur verið minni vegna skerts insúlínumbrots.

Skert lifrarstarfsemi

Insúlínþörf getur minnkað hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi vegna skertrar getu til nýmyndunar glúkósa og minna insúlínumbrots.

Lyfjagjöf

Insuman Comb 50 má ekki gefa í bláæð og það má hvorki nota í innrennslisdælur, ytri insúlíndælur né í ígræddar insúlíndælur.

Insuman Comb 50 er gefið undir húð. Insuman Comb 50 má aldrei sprauta í bláæð.

Frásog insúlíns og þar með blóðsykurslækkandi áhrif gefins skammts geta verið breytileg frá einu stungusvæði til annars (til dæmis kviðurinn í samanburði við lærið). Breyta verður um stungustað á stungusvæði frá einni lyfjagjöf til annarrar.

Insuman Comb 50 40 a.e./ml í hettuglasi

Aðeins á að nota sprautur sem eru hannaðar fyrir þennan styrkleika insúlíns (40 a.e./ml). Engin önnur lyf mega vera í sprautunum né heldur lyfjaleifar (til dæmis vottur af heparíni).

Insuman Comb 50 100 a.e./ml í hettuglasi

Aðeins á að nota sprautur sem eru hannaðar fyrir þennan styrkleika insúlíns (100 a.e./ml). Engin önnur lyf mega vera í sprautunum né heldur lyfjaleifar (til dæmis vottur af heparíni).

Insuman Comb 50 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Áður en byrjað er að nota SoloStar verður að lesa notkunarleiðbeiningarnar í fylgiseðlinum vandlega

Sjá frekari leiðbeiningar um meðhöndlun í kafla 6.6.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Aðeins má halda meðferð áfram hjá sjúklingum, sem hafa ofnæmi fyrir Insuman Comb 50 ef engin önnur lyf eru til sem þeir þola betur, og þá undir nánu eftirliti læknis og – þegar þörf krefur – ásamt meðferð með ofnæmislyfjum.

Mælt er með því að gert sé húðpróf hjá sjúklingum sem hafa ofnæmi fyrir insúlínum af dýrauppruna áður en breytt er yfir í notkun Insuman Comb 50 þar sem þeir gætu fengið krossónæmisverkarnir.

Sé stjórn á glúkósu ófullnægjandi eða ef tilhneiging er til blóðsykurshækkunar eða –falls, verður að meta meðferðarfylgni, stungustaði og rétta aðferð við lyfjagjöf svo og alla aðra þætti sem skipt geta máli, áður en íhugað er að breyta skammti.

Breytt yfir í notkun Insuman Comb 50

Þegar breytt er yfir í notkun insúlíns annarrar tegundar eða frá öðrum framleiðanda verður sjúklingurinn að vera undir ströngu eftirliti læknis. Breytingar í styrk, vörumerki (framleiðanda), tegund (venjulegt, NPH, hægvirkt eða langvirkt o.s.frv.), uppruna (dýra, manna, hliðstæðu mannainsúlíns) og/eða framleiðsluaðferð getur leitt til þess að nauðsynlegt sé að breyta skammti.

Þörfin fyrir að breyta skammti (til dæmis minnka hann) getur komið í ljós þegar í stað eftir skiptin. Einnig getur hún komið smám saman í ljós á nokkrum vikum.

Verið getur að minnka þurfi skammt þegar breytt er úr notkun insúlíns upprunnu úr dýrum í mannainsúlín einkum hjá sjúklingum sem

-höfðu þegar góða stjórn við frekar lágan blóðsykur,

-hafa tilhneigingu til að fá blóðsykursfall,

-þurftu áður stóra insúlínskammta vegna insúlínmótefna.

Mælt er með nánu eftirliti með efnaskiptum meðan á breytingunni stendur og fyrstu vikurnar þar á eftir. Hjá sjúklingum sem þurfa háa insúlínskammta vegna insúlínmótefna skal íhuga að breytingin fari fram undir eftirliti læknis á sjúkrahúsi eða við svipaðar aðstæður.

Blóðsykursfall

Blóðsykursfall getur orðið ef insúlínskammturinn er of hár miðað við insúlínþörfina.

Sérstakrar varúðar skal gæta og er ráðlagt að fylgjast nánar með blóðsykri hjá þeim sjúklingum þar sem blóðsykursfall gæti skipt sérstöku máli klínískt, eins og hjá sjúklingum með marktæka þrengingu í kransæðum eða heilaæðum (hætta á hjarta- eða heilaskemmdum vegna blóðsykursfalls) svo og hjá sjúklingum með frumufjölgunarsjónukvilla (proliferative retinopathy), einkum ef hann er ekki meðhöndlaður með ljóshleypingu (photocoagulation) (hætta á tímabundinni blindu í kjölfar blóðsykursfalls).

Sjúklingar skulu meðvitaðir um aðstæður, þar sem viðvörunareinkenni um blóðsykursfall geta minnkað. Viðvörunareinkenni blóðsykursfalls geta breyst, orðið minna áberandi eða horfið hjá ákveðnum áhættuhópum. Meðal þeirra eru sjúklingar:

-sem hafa náð mun betri stjórn á blóðsykri,

-þar sem blóðsykursfall þróast smám saman,

-sem eru aldraðir,

-sem breytt hafa yfir úr notkun insúlíns sem unnið er úr dýrum í mannainsúlín,

-með taugakvilla í ósjálfráða taugakerfinu (autonomic neuropathy),

-sem hafa lengi verið haldnir sykursýki,

-sem þjást af geðsjúkdómum,

-sem eru samtímis meðhöndlaðir með ákveðnum öðrum lyfjum (sjá kafla 4.5).

Við slíkar aðstæður getur verulegt blóðsykursfall orðið (og hugsanlega meðvitundarleysi) áður en sjúklingurinn gerir sér grein fyrir því.

Ef vart verður við eðlileg eða minnkuð gildi sykurbundins blóðrauða, verður að hugleiða möguleikann á ítrekuðu blóðsykursfalli (einkum að næturlagi), án þess að sjúklingur verði þess var.

Til að draga úr hættu á blóðsykursfalli er mikilvægt að sjúklingur fylgi fyrirmælum um skömmtun og mataræði, gefi insúlínið á réttan hátt og sé vakandi fyrir einkennum um blóðsykursfall. Fylgjast þarf sérstaklega náið með þeim þáttum sem geta aukið hættu á blóðsykursfalli og geta leitt til þess að breyta þurfi skammti. Meðal þessa eru:

-breytingar á stungustað,

-aukið insúlínnæmi (til dæmis ef álagsþættir hverfa),

-óvenjuleg, aukin eða langvarandi líkamleg áreynsla,

-tilfallandi veikindi (til dæmis uppköst, niðurgangur),

-ónóg fæðuneysla,

-máltíðum er sleppt úr,

-áfengisneysla,

-ákveðnir ómeðhöndlaðir innkirtlasjúkdómar (til dæmis vanstarfsemi skjaldkirtils og vanstarfsemi framhluta heiladinguls eða nýrnahettubarkar).

-samtímis meðferð með ákveðnum öðrum lyfjum (sjá kafla 4.5).

Tilfallandi veikindi

Fylgjast þarf náið með efnaskiptum þegar tilfallandi veikindi koma upp. Í mörgum tilvikum þarf að mæla ketónur í þvagi og oft þarf að breyta insúlínskammti. Insúlínþörf eykst oft. Sjúklingar með insúlínháða sykursýki (tegund 1) verða að halda áfram að neyta að minnsta kosti smávegis af kolvetnum reglulega, jafnvel þótt þeir borði lítið sem ekkert eða ef þeir eru með uppköst o.s.frv. og þeir mega aldrei hætta insúlínnotkun alveg.

Insuman Comb 50 100 a.e./ml í rörlykju

Lyfjapennar sem nota á með Insuman Comb 50 rörlykjum

Insuman Comb 50 rörlykjur á einungis að nota með eftirtöldum lyfjapennum:

-JuniorSTAR sem gefur Insuman Comb 50 í 0,5 eininga skammtaþrepum

-OptiPen, ClikSTAR, Tactipen, Autopen 24, AllStar og AllStar PRO sem allir gefa Insuman Comb 50 í 1 eininga skammtaþrepum.

Þessar rörlykjur á ekki að nota með neinum öðrum margnota lyfjapennum þar sem nákvæmni í skömmtun hefur aðeins verið staðfest með pennunum sem taldir eru upp hér að framan.

Ekki er víst að allir þessir lyfjapennar séu markaðssettir hér á landi.

Insuman Comb 50 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Meðhöndlun pennans

Áður en byrjað er að nota SoloStar verður að lesa notkunarleiðbeiningarnar í fylgiseðlinum vandlega. SoloStar á að nota eins og ráðlagt er í þessum notkunarleiðbeiningum (sjá kafla 6.6).

Mistök við lyfjagjöf

Greint hefur verið frá mistökum við lyfjagjöf þar sem önnur Insuman lyfjaform eða önnur insúlín hafa fyrir mistök verið gefin. Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín.

Insuman gefið í samsettri meðferð með pioglitazoni

Greint hefur verið frá tilvikum um hjartabilun þegar pioglitazon var notað í samsettri meðferð með insúlíni, einkum hjá sjúklingum með áhættuþætti fyrir hjartabilun. Þetta ber að hafa í huga ef samsett meðferð með pioglitazoni og Insuman er íhuguð. Ef þessi samsetning er notuð þarf að fylgjast vel með einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningar og bjúgsöfnunar hjá sjúklingum. Hætta skal meðferð með pioglitazoni ef einkenni frá hjarta versna.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Fjöldi efna hefur áhrif á efnaskipti glúkósu og geta leitt til þess að breyta þurfi skammti mannainsúlíns.

Meðal þeirra efna sem geta aukið blóðsykurslækkandi áhrif og aukið hættu á blóðsykursfalli eru sykursýkislyf til inntöku, ACE-hemlar, dísópýramíð, fíbröt, flúoxetín, mónóamíóoxídasa-(MAO) hemlar, pentoxifýllín, própoxýfen, salisýlöt og sýklalyf af flokki súlfónamíða.

Meðal þeirra efna sem geta dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum eru barksterar, danazól, díazoxíð, þvagræsilyf, glúkagon, ísóníazíð, östrógen og prógestógen (til dæmis í getnaðarvarnartöflum), fenótíazínafleiður, sómatrópín, adrenvirk efni (til dæmis adrenalín, salbútamól, terbútalín),

skjaldkirtilshormón, próteasahemlar og ódæmigerð geðrofslyf (atypical antipsychotics) (t.d olanzapín og klózapín).

Beta-blokkar, klónidín, litíumsölt eða áfengi geta ýmist aukið eða dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum insúlíns. Pentamidín getur valdið blóðsykursfalli og getur blóðsykurshækkun stundum fylgt í kjölfarið.

Vegna verkunar andadrenvirkra lyfja svo sem beta-blokka, klónidíns, guanetidíns og reserpíns gætu einkenni um adrenvirkt andsvar (andrenergic counter-regulation) auk þess minnkað eða horfið.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um notkun mannainsúlíns á meðgöngu. Insúlín fer ekki yfir fylgju. Gæta skal varúðar þegar lyfinu er ávísað barnshafandi konum.

Nauðsynlegt er að sjúklingar sem voru fyrir með sykursýki eða fá meðgöngusykursýki viðhaldi góðri stjórnun efnaskipta alla meðgönguna. Insúlínþörf kann að minnka á fyrsta þriðjungi meðgöngu og eykst síðan yfirleitt á öðrum og þriðja þriðjungi. Strax eftir fæðingu minnkar insúlínþörf hratt (aukin hætta á blóðsykursfalli). Brýnt er að fylgst sé náið með blóðsykri.

Brjóstagjöf

Ekki er búist við neinum áhrifum á brjóstmylking. Insuman Comb 50 má nota meðan á brjóstagjöf stendur. Konur með barn á brjósti geta þurft að breyta insúlínskammti og mataræði.

Frjósemi

Engar upplýsingar úr klínískum rannsóknum eða dýrarannsóknum liggja fyrir um áhrif mannainsúlíns á frjósemi karla eða kvenna.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Einbeitingarhæfni og viðbragðsflýtir sjúklings getur skerst vegna blóðsykursfalls eða blóðsykurshækkunar eða til dæmis vegna sjónskerðingar. Þetta getur valdið hættu við aðstæður þar sem þessi hæfni er sérstaklega mikilvæg (til dæmis við bifreiðaakstur eða notkun véla).

Sjúklingum skal ráðlagt að gæta varúðar til þess að forðast blóðsykursfall við akstur. Þetta er einkum mikilvægt fyrir þá sem eru með skert eða engin viðvörunareinkenni um blóðsykursfall eða fá blóðsykursfall ítrekað. Íhugað skal hvort ráðlegt er að stunda bifreiðaakstur eða nota vélar við þessar kringumstæður.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt um öryggi lyfsins

Blóðsykursfall, yfirleitt algengasta aukaverkun insúlínmeðferðar, getur komið fram ef insúlínskammtur er of stór miðað við insúlínþörf. Í klínískum rannsóknum og notkun eftir markaðssetningu er tíðni breytileg eftir sjúklingahópum og skammtastærðum og því er ekki hægt að gefa upp nákvæmar tíðnitölur.

Tafla yfir aukaverkanir

Eftirtaldar aukaverkanir sem komið hafa fram í klínískum rannsóknum eru taldar upp hér að neðan, eftir líffæraflokkum og minnkandi tíðni: Mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000); örsjaldan koma fyrir

(<1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

MedDRA tíðniflokkun

Algengar

Sjaldgæfar

 

Tíðni ekki þekkt

Ónæmiskerfi

 

Lost

 

Bráðaofnæmisviðbrögð

 

 

 

 

(lágþrýstingur,

 

 

 

 

ofsabjúgur,

 

 

 

 

berkjukrampi, útbreidd

 

 

 

 

húðútbrot);

 

 

 

 

And-insúlín mótefni

Efnaskipti og næring

Bjúgur

 

 

Blóðsykurslækkun;

 

 

 

 

Uppsöfnun natríums

Augu

 

 

 

Frumufjölgunar

 

 

 

 

sjónukvilli

 

 

 

 

(proliferative

 

 

 

 

retinopathy);

 

 

 

 

Sykursýkissjónukvilli

 

 

 

 

(diabetic retinopathy);

 

 

 

 

Sjónskerðing

Húð og undirhúð

 

 

 

Fitukyrkingur

Almennar

Erting á stungustað

Ofsakláði á stungustað

 

Bólga á stungustað;

aukaverkanir og

 

 

 

Verkur á stungustað;

aukaverkanir á

 

 

 

Kláði á stungustað;

íkomustað

 

 

 

Roði á stungustað;

 

 

 

 

Þroti á stungustað

Lýsing á völdum aukaverkunum

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

 

Bráðaofnæmi fyrir insúlíni eða hjálparefnunum getur verið lífshættulegt.

 

Notkun insúlíns getur valdið því að and-insúlín mótefni myndist. Ef slík and-insúlín mótefni eru til staðar getur í mjög sjaldgæfum tilvikum þurft að breyta skömmtum insúlíns til að koma í veg fyrir tilhneigingu til blóðsykurshækkunnar eða blóðsykursfalls.

Efnaskipti og næring

Verulegt blóðsykursfall, sér í lagi ef það endurtekur sig, getur valdið taugaskemmdum. Langvarandi eða verulegt blóðsykursfall getur verið lífshættulegt.

Hjá mörgum sjúklingum koma vísbendingar og einkenni um sykurskort í miðtaugakerfinu (neuroglycopenia) fyrst fram sem adrenvirkt andsvar (adrenergic counter regulation). Almennt á það við að þeim mun meiri og hraðari sem lækkunin á blóðsykri verður því kröftugra verður andsvarið og einkenni þess.

Insúlín getur valdið uppsöfnun natríums og bjúg, einkum ef fyrir hefur verið slæm stjórn á efnaskiptum, sem bætt er með aukinni insúlíngjöf.

Augu

Veruleg breyting á blóðsykursstjórnun getur valdið tímabundinni sjónskerðingu vegna tímabundinna breytinga á fyllingu (turgidity) og brotstuðli augasteins.

Langtímabæting blóðsykursstjórnunar dregur úr hættunni á að sykursýkissjónukvilli versni. Hinsvegar getur aukin insúlíngjöf með skyndilega bættri blóðsykursstjórnun tengst tímabundinni versnun á sykursýkissjónukvilla.

Húð og undirhúð

Fitukyrkingur getur orðið á stungustað og þannig tafið staðbundið frásog insúlíns. Ef stöðugt er valinn nýr stungustaður innan ákveðins stungusvæðis á líkamanum, getur það stuðlað að því að draga úr eða komið í veg fyrir þessi viðbrögð.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Flestar minniháttar aukaverkanir insúlíns á stungustað hjaðna á nokkrum dögum til vikum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Einkenni

Ofskömmtun insúlíns getur leitt til verulegs og á stundum langvarandi og lífshættulegs blóðsykursfalls.

Meðferð

Vægt blóðsykursfall er oftast hægt að meðhöndla með kolvetnum til inntöku. Hugsanlega getur þurft að breyta lyfjaskammti, neysluvenjum eða líkamlegri áreynslu.

Verulegt blóðsykursfall, þar sem meðvitundarleysi, flog eða taugaskemmd verður, má meðhöndla með glúkagoni gefnu í vöðva/undir húð eða með gjöf sterkrar glúkósulausnar í bláæð. Stöðug inntaka kolvetna og eftirlit með sjúklingi kann að vera nauðsynlegt þar sem blóðsykursfall getur orðið aftur eftir að sjúklingur virðist hafa náð sér.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sykursýkilyf, Insúlín og hliðstæður til inndælingar, meðallangvirk en skjótvirk í upphafi.

ATC flokkur: A10AD01.

Verkunarháttur

Insúlín

-lækkar blóðsykur og eflir uppbyggjandi áhrif og dregur jafnframt úr vefjaniðurbroti,

-eykur flutning glúkósu inn í frumur og einnig myndun glýkógens í vöðvum og lifur og bætir nýtingu pýrúvata. Það hamlar glýkógenlosun og nýmyndun glúkósu,

-eykur fitumyndun í lifur og fituvef og hamlar fitusundrun,

-eflir upptöku amínósýra inn í frumur og nýmyndun próteina,

-eykur kalíumupptöku í frumur.

Lyfhrif

Insuman Comb 50 (tveggja fasa ísófan insúlíndreifa með 50% uppleystu insúlíni) er insúlín með verkun sem hefst smám saman og varir lengi. Eftir gjöf undir húð hefst verkun innan 30 mínútna, mest verkun er á bilinu milli 1,5 og 4 klst. eftir inndælingu og verkun varir í 12 til 16 klst.

5.2 Lyfjahvörf

Hjá heilbrigðum einstaklingum er helmingunartími insúlíns í sermi um það bil 4 til 6 mínútur. Hann er lengri hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi. Hins vegar skal vakin athygli á því að lyfjahvörf insúlíns endurspegla ekki verkun þess á efnaskipti.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Bráðar eiturverkanir voru rannsakaðar eftir gjöf lyfsins undir húð hjá rottum. Engar vísbendingar um eiturverkanir sáust. Rannsóknir á lyfhrifum eftir gjöf undir húð hjá kanínum og hundum leiddu í ljós þá blóðsykurslækkandi verkun sem búist var við.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Prótamínsúlfat,

metakresól,

fenól,

zínkklóríð, natríumtvíhýdrógenfosfat tvíhýdrat, glýseról,

natríumhýdroxíð, saltsýra (til að stilla pH), vatn fyrir stungulyf.

6.2 Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau, sem nefnd eru í kafla 6.6.

Ekki má blanda Insuman Comb 50 saman við lausnir sem innihalda afoxandi efni eins og tíól og súlfít.

Blöndun insúlína

Insuman Comb 50 40 a.e./ml í hettuglasi, Insuman Comb 50 100 a.e./ml í hettuglasi

Insuman Comb 50 má ekki blanda við mannainsúlín sem ætluð eru sérstaklega í insúlíndælur. Insuman Comb 50 má heldur ekki blanda insúlínum sem unnin eru úr dýrum eða insúlínhliðstæðum. Ekki má blanda saman insúlínum sem eru frábrugðin að styrkleikum (til dæmis 100 a.e./ml og

40 a.e./ml).

Gæta verður þess að tryggt sé að hvorki spritt né önnur sótthreinsiefni komist í insúlíndreifuna.

Insuman Comb 50 100 a.e./ml í rörlykju

Insuman Comb 50 má ekki blanda við mannainsúlín sem ætluð eru sérstaklega í insúlíndælur. Insuman Comb 50 má heldur ekki blanda insúlínum sem unnin eru úr dýrum eða insúlínhliðstæðum.

Gæta verður þess að tryggt sé að hvorki spritt né önnur sótthreinsiefni komist í insúlíndreifuna.

Insuman Comb 50 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Insuman Comb 50 má ekki blanda öðrum insúlínum né insúlínhliðstæðum.

Gæta verður þess að tryggt sé að hvorki spritt né önnur sótthreinsiefni komist í insúlíndreifuna.

6.3 Geymsluþol

2 ár.

Geymsluþol eftir að hettuglasið hefur fyrst verið tekið í notkun

Geyma má lyfið í mest 4 vikur, ekki við hærri hita en 25°C og fjarri hitagjöfum og ljósgjöfum. Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Mælt er með því að dagsetningin, þegar hettuglasið er fyrst tekið í notkun, sé skráð á merkimiðann.

Geymsluþol rörlykjunnar/lyfjapennans eftir að hún/hann hefur fyrst verið tekin/-n í notkun Rörlykjuna sem er í notkun (í insúlínpennanum) eða sem höfð er meðferðis til vara, lyfjapenna í notkun eða sem hafður er meðferðis til vara má geyma lengst í 4 vikur, ekki við hærri hita en 25°C og fjarri hitagjöfum og ljósgjöfum.

Lyfjapenna í notkun má ekki geyma í kæli.

Pennahettuna verður að setja aftur á lyfjapennann eftir hverja inndælingu til varnar gegn ljósi.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Órofin hettuglös, órofnar rörlykjur, ónotaðir lyfjapennar Geymið í kæli (2°C-8°C).

Má ekki frjósa.

Ekki setja Insuman Comb 50 næst frystihólfi eða frystikubbi.

Geymið hettuglasið, rörlykjuna eða áfyllta lyfjapennann í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Hettuglös í notkun, rörlykjur í notkun, lyfjapennar í notkun

Geymsluskilyrði eftir að pakkning lyfsins hefur verið rofin, sjá kafla 6.3.

6.5 Gerð íláts og innihald

Insuman Comb 50 40 a.e./ml í hettuglasi

10 ml dreifa í hettuglasi (litlausu úr gleri, (gerð 1), með hettu með kraga (ál), tappa (úr klóróbútýl gúmmíi (gerð 1)) og loki sem rifið er af (úr pólýprópýleni).

Pakkningar með 1 og 5 hettuglösum eru fáanlegar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Insuman Comb 50 100 a.e./ml í hettuglasi

5 ml dreifa í hettuglasi (litlausu úr gleri, (gerð 1), með hettu með kraga (ál), tappa (úr klóróbútýlgúmmíi (gerð 1)) og loki sem rifið er af (úr pólýprópýleni).

Pakkningar með 1 og 5 hettuglösum eru fáanlegar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Insuman Comb 50 100 a.e./ml í rörlykju, Insuman Comb 50 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna 3 ml dreifa í rörlykju (litlausri úr gleri, gerð 1), með stimpli (brómóbútýl gúmmí (gerð 1)) og hettu með kraga (ál) og tappa (úr brómóbútýli eða samlímdum flögum úr pólýísópreni og brómóbútýl gúmmíi (gerð 1)).

Í hverri rörlykju eru 3 kúlur (úr ryðfríu stáli).

Áfylltur lyfjapenni

Rörlykjurnar eru innsiglaðar í einnota lyfjapenna. Sprautunálar fylgja ekki með í pakkanum.

Pakkningastærðir

Pakkningar með 3, 4, 5, 6, 9 eða 10 rörlykjum eru fáanlegar.

Pakkningar með 3, 4, 5, 6, 9 eða 10 pennum eru fáanlegar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Insuman Comb 50 40 a.e./ml í hettuglasi, Insuman Comb 50 100 a.e./ml í hettuglasi Áður en fyrst er tekið úr hettuglasinu á að fjarlægja hlífðarlokið.

Rétt áður er dregið er upp úr hettuglasinu í sprautu verður að blanda insúlínið. Þetta er best að gera með því að velta hettuglasinu milli lófanna og halla því til hliðar. Ekki má hrista hettuglasið

kröftuglega þar sem það gæti valdið breytingum á dreifunni (hettuglasið gæti litið út eins og hélað; sjá hér að neðan) og orsakað froðumyndun. Froða gæti haft truflandi áhrif þegar mæla á réttan skammt.

Eftir blöndun á allur vökvinn að vera mjólkurlitaður og líta eins út. Ekki má nota Insuman Comb 50 ef þetta útlit næst ekki, til dæmis ef dreifan er áfram tær eða ef kekkir, agnir eða kvoðukennt efni sést í insúlíninu eða festist á hliðar eða á botninn í hettuglasinu. Stundum lítur hettuglasið út fyrir að vera hélað við þessar breytingar. Komi það fyrir verður að taka nýtt hettuglas í notkun til að fá jafna dreifu. Einnig er nauðsynlegt að taka nýtt hettuglas í notkun ef insúlínþörfin breytist verulega.

Insuman Comb 50 má ekki gefa í bláæð og það má hvorki nota í innrennslisdælur, ytri insúlíndælur né í ígræddar insúlíndælur.

Hafa verður í huga að

prótamíninsúlínkristallar leysast upp við súrt sýrustigi (pH)

leysanlegi hluti insúlínsins fellur út við sýrustig (pH) sem er um það bil 4,5 til 6,5.

Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Blöndun insúlína

Blanda má Insuman Comb 50 við öll mannainsúlín, en ekki þau sem eru sérstaklega hönnuð til notkunar í insúlíndælur. Varðandi ósamrýmanleika við önnur insúlín, sjá kafla 6.2.

Ef draga á tvö mismunandi insúlín upp í eina sprautu er mælt með því að skjótvirkara insúlínið sé fyrst dregið upp í hana til að koma í veg fyrir að menga hettuglasið með insúlíninu sem er með lengri verkun. Ráðlagt er að sprauta lyfinu strax eftir blöndun.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Insuman Comb 50 100 a.e./ml í rörlykju

Insúlínpenni

Insuman Comb 50 rörlykjurnar á einungis að nota með eftirfarandi lyfjapennum: OptiPen, ClikSTAR, Autopen 24, Tactipen, AllStar, AllStar PRO eða JuniorSTAR (sjá kafla 4.4). Ekki er víst að allir þessir lyfjapennar séu markaðssettir hér á landi.

Notið lyfjapennann eins og mælt er með í leiðbeiningunum frá framleiðanda lyfjapennans.

Fylgja á leiðbeiningum framleiðandans um notkun pennans nákvæmlega um hvernig setja á rörlykjuna í, festa sprautunálina og sprauta insúlíninu.

Ef insúlínpenninn skemmist eða virkar ekki rétt (vegna galla í tæknibúnaði) á að fleygja honum og nota á nýjan insúlínpenna.

Ef penninn virkar ekki rétt (sjá notkunarleiðbeiningarnar með pennanum) má draga dreifuna úr rörlykjunni upp í sprautu (sem hentar fyrir insúlín 100 a.e./ml) og sprauta henni.

Rörlykjur

Áður en rörlykjan er sett í pennann á að geyma Insuman Comb 50 við stofuhita í 1-2 klst., síðan á að blanda lyfið og skoða innihaldið. Best er að gera þetta með því að velta rörlykjunni varlega fram og til baka (að minnsta kosti tíu sinnum). Í hverri rörlykju eru þrjár litlar málmkúlur til að auðvelda skjóta og góða blöndun innihaldsins.

Síðar, eftir að rörlykjan hefur verið sett í pennann, verður að blanda insúlínið aftur fyrir hverja inndælingu. Best er að gera þetta með því að velta pennanum varlega fram og til baka (að minnsta kosti tíu sinnum).

Eftir blöndun á allur vökvinn að vera mjólkurlitaður og líta eins út. Ekki má nota Insuman Comb 15 ef þetta útlit næst ekki, til dæmis ef dreifan er áfram tær eða ef kekkir, agnir eða kvoðukennt efni sést í insúlíninu eða festist á hliðar eða á botninn í rörlykjunni. Stundum lítur rörlykjan út fyrir að vera héluð við þessar breytingar. Komi það fyrir verður að taka nýja rörlykju í notkun til að fá jafna dreifu. Einnig er nauðsynlegt að taka nýja rörlykju í notkun ef insúlínþörfin breytist verulega.

Fjarlægja verður loftbólur úr rörlykjunni fyrir inndælingu (sjá leiðbeiningar um notkun pennans). Ekki má fylla aftur á tómar rörlykjur.

Insuman Comb 50 má ekki gefa í bláæð og það má hvorki nota í innrennslisdælur, ytri insúlíndælur né í ígræddar insúlíndælur.

Hafa verður í huga að

prótamíninsúlínkristallar leysast upp við súrt sýrustigi (pH)

leysanlegi hluti insúlínsins fellur út við sýrustig (pH) sem er um það bil 4,5 til 6,5.

Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Blöndun insúlína

Blanda má Insuman Comb 50 við öll mannainsúlín, en ekki þau sem eru sérstaklega hönnuð til notkunar í insúlíndælur. Varðandi ósamrýmanleika við önnur insúlín, sjá kafla 6.2.

Insuman Comb 50 rörlykjur eru ekki hannaðar þannig að hægt sé að blanda öðru insúlíni saman við í rörlykjunni.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Insuman Comb 50 SoloStar 100 a.e./ml í áfylltum lyfjapenna

Áður er lyfið er fyrst notað á að geyma Insuman Comb 50 við stofuhita í 1-2 klst., síðan á að blanda lyfið og skoða innihaldið. Best er að gera þetta með því að velta pennanum varlega fram og til baka (að minnsta kosti tíu sinnum). Í hverri rörlykju eru þrjár litlar málmkúlur til að auðvelda skjóta og góða blöndun innihaldsins. Síðar verður að blanda insúlínið aftur fyrir hverja inndælingu.

Eftir blöndun á allur vökvinn að vera mjólkurlitaður og líta eins út. Ekki má nota Insuman Comb 50 ef þetta útlit næst ekki, til dæmis ef dreifan er áfram tær eða ef kekkir, agnir eða kvoðukennt efni sést í insúlíninu eða festist á hliðar eða á botninn í rörlykjunni. Stundum lítur rörlykjan út fyrir að vera héluð við þessar breytingar. Komi það fyrir verður að taka nýjan penna í notkun sem gefur jafna dreifu. Einnig er nauðsynlegt að taka nýjan penna í notkun ef insúlínþörfin breytist verulega.

Tóma penna má aldrei nota aftur og verður að farga þeim á tryggan hátt.

Til að koma í veg fyrir hugsanlegt smit sjúkdóma má aðeins nota hvern penna handa einum og sama sjúklingi.

Hafa verður í huga að

-prótamíninsúlínkristallar leysast upp við súrt sýrustig (pH).

-leysanlegi hluti insúlínsins fellur út við sýrustig (pH) sem er um það bil 4,5 til 6,5.

Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Áður en byrjað er að nota SoloStar áfyllta lyfjapennann verður að lesa notkunarleiðbeiningarnar í fylgiseðlinum vandlega.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Sanofi-Aventis Deutschland GmbH, D-65926 Frankfurt am Main, Þýskaland.

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/97/030/048

EU/1/97/030/049

EU/1/97/030/050

EU/1/97/030/051

EU/1/97/030/052

EU/1/97/030/063

EU/1/97/030/064

EU/1/97/030/089

EU/1/97/030/094

EU/1/97/030/099

EU/1/97/030/164

EU/1/97/030/165

EU/1/97/030/166

EU/1/97/030/167

EU/1/97/030/168

EU/1/97/030/169

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 21 febrúar 1997

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 21 febrúar 2007

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

1. HEITI LYFS

Insuman Infusat 100 a.e./ml stungulyf, lausn, í hettuglasi

Insuman Infusat 100 a.e./ml stungulyf, lausn í rörlykju

2. INNIHALDSLÝSING

Insuman Infusat 100 a.e./ml í hettuglasi

Hver ml inniheldur 100 a.e af mannainsúlíni (jafngildir 3,5 mg).

Hvert hettuglas inniheldur 10 ml, jafngildir 1.000 a.e. af insúlíni.

Insuman Infusat 100 a.e./ml í rörlykju

Hver ml inniheldur 100 a.e. af mannainsúlíni (jafngildir 3,5 mg).

Hver rörlykja inniheldur 3,15 ml stungulyf, lausn, jafngildir 315 a.e. af insúlíni.

Ein a.e. (alþjóðleg eining) samsvarar 0,035 mg af vatnsfríu mannainsúlíni*.

Insuman Infusat er hlutlaus insúlínlausn (venjulegt insúlín).

*Mannainsúlínið er framleitt með DNA-samrunatækni í Escherichia coli.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Stungulyf, lausn.

Tær, litlaus lausn.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Sykursýki þegar þörf er á meðferð með insúlíni.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Insuman Infusat hefur verið hannað sérstaklega til notkunar í insúlíndælur utan líkamans, sem hægt er að flytja með sér. Stöðugleiki þess hefur verið styrktur sérstaklega til að lágmarka tap á virkni sem gæti orðið vegna álags og hita frá slíkum dælum. Insuman Infusat er því einnig hentugt til stöðugs insúlíninnrennslis með öðrum, hefðbundnum sprautudælum.

Æskileg blóðsykursgildi og insúlínskammt verður að ákveða fyrir hvern einstakling sérstaklega og aðlaga í samræmi við mataræði, líkamlega áreynslu og lifnaðarhætti sjúklingsins.

Sólarhringsskammtar og tímasetning lyfjagjafa

Þegar lyfið er notað í insúlíndælur utan líkamans, sem hægt er að flytja með sér, er hluti af sólarhringsskammti insúlínsins gefinn með stöðugu innrennsli (grunnlyfjagjöf) og það sem á vantar með inndælingu í einum skammti fyrir máltíðir. Vísað er til notkunarleiðbeininga um ítarlegar upplýsingar um notkun innrennslisdælunnar, hvernig hún virkar og nauðsynlegar varúðarráðstafanir.

Engar fastar reglur eru til um insúlínskammta. Hins vegar er meðalinsúlínþörfin oft á bilinu 0,5 til 1,0 a.e. /kg líkamsþunga á sólarhring. Þörfin fyrir undirstöðuefnaskipti er 40% til 60% af heildar

sólarhringsþörfinni. Þar af leiðandi eru 40% til 60% af sólarhringsskammtinum gefinn sem grunnlyfjagjöf og það sem á vantar með inndælingu í einum skammti fyrir máltíðir.

Síðari breytingar á skömmtum

Bætt stjórn á efnaskiptum getur leitt til aukins næmis fyrir insúlíni sem leiðir til þess að insúlínþörf minnkar. Einnig getur þurft að breyta skömmtum til dæmis ef

-líkamsþyngd sjúklingsins breytist,

-lifnaðarhættir sjúklingsins breytast,

-aðrar aðstæður koma upp sem geta stuðlað að aukinni hættu á blóðsykurslækkun eða -hækkun (sjá kafla 4.4).

Sérstakir sjúklingahópar Aldraðir sjúklingar (65 ára)

Hjá öldruðum getur versnandi nýrnastarfsemi leitt til stöðugt minnkandi insúlínþarfar.

Skert nýrnastarfsemi

Insúlínþörf sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi getur verið minni vegna skerts insúlínumbrots.

Skert lifrarstarfsemi

Insúlínþörf getur minnkað hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi vegna skertrar getu til nýmyndunar glúkósa og minna insúlínumbrots.

Lyfjagjöf

Insuman Infusat má ekki nota í bylgjuhreyfingadælur með silikonslöngum. Vísað er til tæknilegrar handbókar um hvernig á að nota insúlíndælur.

Insuman Infusat má gefa með innrennsli undir húð. Það er hannað til notkunar í „Hoechst Infusor“ og „H-Tron“ insúlíndælur.

Insuman Infusat í hettuglasi má einnig nota í aðrar insúlíndælur, þegar sýnt hefur verið fram á að þær henti til notkunar með þessu insúlíni (sjá handbók um dæluna).

Insuman Infusat í rörlykju má einnig nota í aðrar insúlíndælur, þegar sýnt hefur verið fram á að þær henti til notkunar með þessu insúlíni og þessari gerð af rörlykjum (sjá handbók um dæluna). Einungis má nota holleggi (catheters) úr tetraflúoróetýleni eða pólýetýleni.

Ávallt verður að viðhafa smitgát þegar Insuman Infusat er gefið með innrennsli. Þetta er auðveldara með því að nota sérstakan tækjabúnað sem er til fyrir insúlíndælur (til dæmis holleggir og holnálar (cannulas)).

Frásog insúlíns og þar með blóðsykurslækkandi áhrif gefins skammts geta verið breytileg frá einu stungusvæði til annars (til dæmis kviðurinn í samanburði við lærið). Breyta verður reglulega um stungustað á stungusvæði (oftast á 1 til 3 daga fresti).

Sjá frekari leiðbeiningar um meðhöndlun í kafla 6.6.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Aðeins má halda meðferð áfram hjá sjúklingum, sem hafa ofnæmi fyrir Insuman Infusat ef engin önnur lyf eru til sem þeir þola betur, og þá undir nánu eftirliti læknis og – þegar þörf krefur – ásamt meðferð með ofnæmislyfjum.

Mælt er með því að gert sé húðpróf hjá sjúklingum sem hafa ofnæmi fyrir insúlínum af dýrauppruna áður en breytt er yfir í notkun Insuman Infusat þar sem þeir gætu fengið krossónæmisverkarnir.

Verði blóðsykurfall á að slökkva á insúlíndælunni tímabundið, að minnsta kosti þar til sjúklingurinn hefur að fullu komist til meðvitundar.

Sé stjórn á glúkósu ófullnægjandi eða ef tilhneiging er til blóðsykurshækkunar eða –falls, verður að meta meðferðarfylgni, stungustaði og rétta aðferð við lyfjagjöf svo og alla aðra þætti sem skipt geta máli, áður en íhugað er að breyta skammti.

Breytt yfir í notkun Insuman Infusat

Þegar breytt er yfir í notkun insúlíns annarrar tegundar eða frá öðrum framleiðanda verður sjúklingurinn að vera undir ströngu eftirliti læknis. Breytingar í styrk, vörumerki (framleiðanda), tegund (venjulegt, NPH, hægvirkt eða langvirkt o.s.frv.), uppruna (dýra, manna, hliðstæðu mannainsúlíns) og/eða framleiðsluaðferð getur leitt til þess að nauðsynlegt sé að breyta skammti.

Þörfin fyrir að breyta skammti (til dæmis minnka hann) getur komið í ljós þegar í stað eftir skiptin. Einnig getur hún komið smám saman í ljós á nokkrum vikum.

Verið getur að minnka þurfi skammt þegar breytt er úr notkun insúlíns upprunnu úr dýrum í mannainsúlín einkum hjá sjúklingum sem

-höfðu þegar góða stjórn við frekar lágan blóðsykur,

-hafa tilhneigingu til að fá blóðsykursfall,

-þurftu áður stóra insúlínskammta vegna insúlínmótefna.

Mælt er með nánu eftirliti með efnaskiptum meðan á breytingunni stendur og fyrstu vikurnar þar á eftir. Hjá sjúklingum sem þurfa háa insúlínskammta vegna insúlínmótefna skal íhuga að breytingin fari fram undir eftirliti læknis á sjúkrahúsi eða við svipaðar aðstæður.

Blóðsykursfall

Blóðsykursfall getur orðið ef insúlínskammturinn er of hár miðað við insúlínþörfina.

Sérstakrar varúðar skal gæta og er ráðlagt að fylgjast nánar með blóðsykri hjá þeim sjúklingum þar sem blóðsykursfall gæti skipt sérstöku máli klínískt, eins og hjá sjúklingum með marktæka þrengingu í kransæðum eða heilaæðum (hætta á hjarta- eða heilaskemmdum vegna blóðsykursfalls) svo og hjá sjúklingum með frumufjölgunarsjónukvilla (proliferative retinopathy), einkum ef hann er ekki meðhöndlaður með ljóshleypingu (photocoagulation) (hætta á tímabundinni blindu í kjölfar blóðsykursfalls).

Sjúklingar skulu meðvitaðir um aðstæður, þar sem viðvörunareinkenni um blóðsykursfall geta minnkað. Viðvörunareinkenni blóðsykursfalls geta breyst, orðið minna áberandi eða horfið hjá ákveðnum áhættuhópum. Meðal þeirra eru sjúklingar:

-sem hafa náð mun betri stjórn á blóðsykri,

-þar sem blóðsykursfall þróast smám saman,

-sem eru aldraðir,

-sem breytt hafa yfir úr notkun insúlíns sem unnið er úr dýrum í mannainsúlín,

-með taugakvilla í ósjálfráða taugakerfinu (autonomic neuropathy),

-sem hafa lengi verið haldnir sykursýki,

-sem þjást af geðsjúkdómum,

-sem eru samtímis meðhöndlaðir með ákveðnum öðrum lyfjum (sjá kafla 4.5).

Við slíkar aðstæður getur verulegt blóðsykursfall orðið (og hugsanlega meðvitundarleysi) áður en sjúklingurinn gerir sér grein fyrir því.

Ef vart verður við eðlileg eða minnkuð gildi sykurbundins blóðrauða, verður að hugleiða möguleikann á ítrekuðu blóðsykursfalli (einkum að næturlagi), án þess að sjúklingur verði þess var.

Til að draga úr hættu á blóðsykursfalli er mikilvægt að sjúklingur fylgi fyrirmælum um skömmtun og mataræði, gefi insúlínið á réttan hátt og sé vakandi fyrir einkennum um blóðsykursfall. Fylgjast þarf sérstaklega náið með þeim þáttum sem geta aukið hættu á blóðsykursfalli og geta leitt til þess að breyta þurfi skammti. Meðal þessa eru:

-breytingar á stungustað,

-aukið insúlínnæmi (til dæmis ef álagsþættir hverfa),

-óvenjuleg, aukin eða langvarandi líkamleg áreynsla,

-tilfallandi veikindi (til dæmis uppköst, niðurgangur),

-ónóg fæðuneysla,

-máltíðum er sleppt úr,

-áfengisneysla,

-ákveðnir ómeðhöndlaðir innkirtlasjúkdómar (til dæmis vanstarfsemi skjaldkirtils og vanstarfsemi framhluta heiladinguls eða nýrnahettubarkar).

-samtímis meðferð með ákveðnum öðrum lyfjum (sjá kafla 4.5).

Insúlíndælan bilar

Of hár blóðsykur, ketónblóðsýring og dá getur þróast innan nokkurra klukkustunda ef holleggur dælunnar lokast alveg. Alltaf þegar sjúklingurinn verður var við hraða hækkun á blóðsykri sem lækkar ekki þegar hleðsluskammtur (bolus dose) er gefinn verður að athuga hvort holleggurinn hefur hugsanlega lokast.

Ef dælan bilar á sjúklingurinn alltaf að eiga búnað til inndælingar (sprautur eða lyfjapenna) og insúlín til að sprauta undir húð. Ítarlegri upplýsingar um öryggisráðstafanir við notkun insúlíndælanna er að finna í notkunarleiðbeiningum með þeim.

Tilfallandi veikindi

Fylgjast þarf náið með efnaskiptum þegar tilfallandi veikindi koma upp. Í mörgum tilvikum þarf að mæla ketónur í þvagi og oft þarf að breyta insúlínskammti. Insúlínþörf eykst oft. Sjúklingar með insúlínháða sykursýki (tegund 1) verða að halda áfram að neyta að minnsta kosti smávegis af kolvetnum reglulega, jafnvel þótt þeir borði lítið sem ekkert eða ef þeir eru með uppköst o.s.frv. og þeir mega aldrei hætta insúlínnotkun alveg.

Mistök við lyfjagjöf

Greint hefur verið frá mistökum við lyfjagjöf þar sem önnur Insuman lyfjaform eða önnur insúlín hafa fyrir mistök verið gefin. Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín.

Insuman gefið í samsettri meðferð með pioglitazoni

Greint hefur verið frá tilvikum um hjartabilun þegar pioglitazon var notað í samsettri meðferð með insúlíni, einkum hjá sjúklingum með áhættuþætti fyrir hjartabilun. Þetta ber að hafa í huga ef samsett meðferð með pioglitazoni og Insuman er íhuguð. Ef þessi samsetning er notuð þarf að fylgjast vel með einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningar og bjúgsöfnunar hjá sjúklingum. Hætta skal meðferð með pioglitazoni ef einkenni frá hjarta versna.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Fjöldi efna hefur áhrif á efnaskipti glúkósu og geta leitt til þess að breyta þurfi skammti mannainsúlíns.

Meðal þeirra efna sem geta aukið blóðsykurslækkandi áhrif og aukið hættu á blóðsykursfalli eru sykursýkislyf til inntöku, ACE)-hemlar, dísópýramíð, fíbröt, flúoxetín, mónóamíóoxídasa-(MAO) hemlar, pentoxifýllín, própoxýfen, salisýlöt og sýklalyf af flokki súlfónamíða.

Meðal þeirra efna sem geta dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum eru barksterar, danazól, díazoxíð, þvagræsilyf, glúkagon, ísóníazíð, östrógen og prógestógen (til dæmis í getnaðarvarnartöflum), fenótíazínafleiður, sómatrópín, adrenvirk efni (til dæmis adrenalín, salbútamól, terbútalín), skjaldkirtilshormón, próteasahemlar og ódæmigerð geðrofslyf (atypical antipsychotics) (t.d olanzapín og klózapín).

Beta-blokkar, klónidín, litíumsölt eða áfengi geta ýmist aukið eða dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum insúlíns. Pentamidín getur valdið blóðsykursfalli og getur blóðsykurshækkun stundum fylgt í kjölfarið.

Vegna verkunar andadrenvirkra lyfja svo sem beta-blokka, klónidíns, guanetidíns og reserpíns gætu einkenni um adrenvirkt andsvar (andrenergic counter-regulation) auk þess minnkað eða horfið.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um notkun mannainsúlíns á meðgöngu. Insúlín fer ekki yfir fylgju. Gæta skal varúðar þegar lyfinu er ávísað barnshafandi konum.

Nauðsynlegt er að sjúklingar sem voru fyrir með sykursýki eða fá meðgöngusykursýki viðhaldi góðri stjórnun efnaskipta alla meðgönguna. Insúlínþörf kann að minnka á fyrsta þriðjungi meðgöngu og eykst síðan yfirleitt á öðrum og þriðja þriðjungi. Strax eftir fæðingu minnkar insúlínþörf hratt (aukin hætta á blóðsykursfalli). Brýnt er að fylgst sé náið með blóðsykri.

Brjóstagjöf

Ekki er búist við neinum áhrifum á brjóstmylking. Insuman Infusat má nota meðan á brjóstagjöf stendur. Konur með barn á brjósti geta þurft að breyta insúlínskammti og mataræði.

Frjósemi

Engar upplýsingar úr klínískum rannsóknum eða dýrarannsóknum liggja fyrir um áhrif mannainsúlíns á frjósemi karla eða kvenna.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Einbeitingarhæfni og viðbragðsflýtir sjúklings getur skerst vegna blóðsykursfalls eða blóðsykurshækkunar eða til dæmis vegna sjónskerðingar. Þetta getur valdið hættu við aðstæður þar sem þessi hæfni er sérstaklega mikilvæg (til dæmis við bifreiðaakstur eða notkun véla).

Sjúklingum skal ráðlagt að gæta varúðar til þess að forðast blóðsykursfall við akstur. Þetta er einkum mikilvægt fyrir þá sem eru með skert eða engin viðvörunareinkenni um blóðsykursfall eða fá blóðsykursfall ítrekað. Íhugað skal hvort ráðlegt er að stunda bifreiðaakstur eða nota vélar við þessar kringumstæður.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt um öryggi lyfsins

Blóðsykursfall, yfirleitt algengasta aukaverkun insúlínmeðferðar, getur komið fram ef insúlínskammtur er of stór miðað við insúlínþörf. Í klínískum rannsóknum og notkun eftir markaðssetningu er tíðni breytileg eftir sjúklingahópum og skammtastærðum og því er ekki hægt að gefa upp nákvæmar tíðnitölur.

Tafla yfir aukaverkanir

Eftirtaldar aukaverkanir sem komið hafa fram í klínískum rannsóknum eru taldar upp hér að neðan, eftir líffæraflokkum og minnkandi tíðni: Mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000); örsjaldan koma fyrir

(<1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

MedDRA tíðniflokkun

Algengar

Sjaldgæfar

Tíðni ekki þekkt

Ónæmiskerfi

 

Lost

Bráðaofnæmisviðbrögð

 

 

 

(lágþrýstingur,

 

 

 

ofsabjúgur,

 

 

 

berkjukrampi, útbreidd

 

 

 

húðútbrot);

 

 

 

And-insúlín mótefni

Efnaskipti og næring

Bjúgur

 

Blóðsykurslækkun;

 

 

 

Uppsöfnun natríums

Augu

 

 

Frumufjölgunar

 

 

 

sjónukvilli

 

 

 

(proliferative

 

 

 

retinopathy);

 

 

 

Sykursýkissjónukvilli

 

 

 

(diabetic retinopathy);

 

 

 

Sjónskerðing

Húð og undirhúð

 

 

Fitukyrkingur

Almennar

Erting á stungustað

Ofsakláði á stungustað

Bólga á stungustað;

aukaverkanir og

 

 

Verkur á stungustað;

aukaverkanir á

 

 

Kláði á stungustað;

íkomustað

 

 

Roði á stungustað;

 

 

 

Þroti á stungustað

Lýsing á völdum aukaverkunum

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

Bráðaofnæmi fyrir insúlíni eða hjálparefnunum getur verið lífshættulegt.

 

Notkun insúlíns getur valdið því að and-insúlín mótefni myndist. Ef slík and-insúlín mótefni eru til staðar getur í mjög sjaldgæfum tilvikum þurft að breyta skömmtum insúlíns til að koma í veg fyrir tilhneigingu til blóðsykurshækkunnar eða blóðsykursfalls.

Efnaskipti og næring

Verulegt blóðsykursfall, sér í lagi ef það endurtekur sig, getur valdið taugaskemmdum. Langvarandi eða verulegt blóðsykursfall getur verið lífshættulegt.

Hjá mörgum sjúklingum koma vísbendingar og einkenni um sykurskort í miðtaugakerfinu (neuroglycopenia) fyrst fram sem adrenvirkt andsvar (adrenergic counter regulation). Almennt á það við að þeim mun meiri og hraðari sem lækkunin á blóðsykri verður því kröftugra verður andsvarið og einkenni þess.

Insúlín getur valdið uppsöfnun natríums og bjúg, einkum ef fyrir hefur verið slæm stjórn á efnaskiptum, sem bætt er með aukinni insúlíngjöf.

Augu

Veruleg breyting á blóðsykursstjórnun getur valdið tímabundinni sjónskerðingu vegna tímabundinna breytinga á fyllingu (turgidity) og brotstuðli augasteins.

Langtímabæting blóðsykursstjórnunar dregur úr hættunni á að sykursýkissjónukvilli versni. Hinsvegar getur aukin insúlíngjöf með skyndilega bættri blóðsykursstjórnun tengst tímabundinni versnun á sykursýkissjónukvilla.

Húð og undirhúð

Fitukyrkingur getur orðið á stungustað og þannig tafið staðbundið frásog insúlíns. Ef stöðugt er valinn nýr stungustaður innan ákveðins stungusvæðis á líkamanum, getur það stuðlað að því að draga úr eða komið í veg fyrir þessi viðbrögð.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Flestar minniháttar aukaverkanir insúlíns á stungustað hjaðna á nokkrum dögum til vikum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Einkenni

Ofskömmtun insúlíns getur leitt til verulegs og á stundum langvarandi og lífshættulegs blóðsykursfalls.

Meðferð

Vægt blóðsykursfall er oftast hægt að meðhöndla með kolvetnum til inntöku. Hugsanlega getur þurft að breyta lyfjaskammti, neysluvenjum eða líkamlegri áreynslu.

Verulegt blóðsykursfall, þar sem meðvitundarleysi, flog eða taugaskemmd verður, má meðhöndla með glúkagoni gefnu í vöðva/undir húð eða með gjöf sterkrar glúkósulausnar í bláæð. Stöðug inntaka kolvetna og eftirlit með sjúklingi kann að vera nauðsynlegt þar sem blóðsykursfall getur orðið aftur eftir að sjúklingur virðist hafa náð sér.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sykursýkilyf, Insúlín og hliðstæður til inndælingar, skjótvirk. ATC flokkur: A10AB01.

Verkunarháttur

Insúlín

-lækkar blóðsykur og eflir uppbyggjandi áhrif og dregur jafnframt úr vefjaniðurbroti,

-eykur flutning glúkósu inn í frumur og einnig myndun glýkógens í vöðvum og lifur og bætir nýtingu pýrúvata. Það hamlar glýkógenlosun og nýmyndun glúkósu,

-eykur fitumyndun í lifur og fituvef og hamlar fitusundrun,

-eflir upptöku amínósýra inn í frumur og nýmyndun próteina,

-eykur kalíumupptöku í frumur.

Lyfhrif

Insuman Infusat er insúlín með verkun sem hefst skjótt og varir stutt.

5.2 Lyfjahvörf

Hjá heilbrigðum einstaklingum er helmingunartími insúlíns í sermi um það bil 4 til 6 mínútur. Hann er lengri hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi. Hins vegar skal vakin athygli á því að lyfjahvörf insúlíns endurspegla ekki verkun þess á efnaskipti.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Bráðar eiturverkanir voru rannsakaðar eftir gjöf lyfsins undir húð hjá rottum. Engar vísbendingar um eiturverkanir sáust. Ekkert markvert kom fram í rannsóknum á staðbundnu þoli eftir gjöf undir húð og gjöf í vöðva hjá kanínum. Rannsóknir á lyfhrifum eftir gjöf undir húð hjá kanínum og hundum leiddu í ljós þá blóðsykurslækkandi verkun sem búist var við.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Fenól,

zínkklóríð,

trómetamól, póloxamer 171, glýseról,

saltsýra (til að stilla pH), vatn fyrir stungulyf.

6.2 Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau, sem nefnd eru í kafla 6.6.

Ekki má blanda Insuman Infusat saman við lausnir sem innihalda afoxandi efni eins og tíól og súlfít.

Blöndun insúlína

Insuman Infusat má ekki blanda saman við nein önnur insúlín eða insúlínhliðstæður.

Gæta verður þess að tryggt sé að hvorki spritt né önnur sótthreinsiefni komist í insúlínlausnina.

6.3 Geymsluþol

Insuman Infusat 100 a.e./ml í hettuglasi 2 ár.

Insúlín sem fyllt hefur verið á dæluna má nota í tvær vikur þar á eftir.

Geymsluþol hettuglassins eftir að það hefur fyrst verið tekið í notkun

Lyfið má nota það geyma í allt að fjórar mest 4 vikur, ekki við hærri hita en 25°C og fjarri hitagjöfum og ljósgjöfum.

Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Mælt er með því að dagsetningin, þegar hettuglasið er fyrst tekið í notkun, sé skráð á merkimiðann.

Insuman Infusat 100 a.e./ml í rörlykju 2 ár.

Geymsluþol rörlykjunnar eftir að hún hefur fyrst verið tekin í notkun

Lyfið (rörlykjur sem eru í notkun í dælunni) má geyma lengst í 2 vikur.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Órofin hettuglös, órofnar rörlykjur Geymið í kæli (2°C-8°C).

Má ekki frjósa.

Ekki setja Insuman Infusat næst frystihólfi eða frystikubbi.

Geymið hettuglasið eða rörlykjuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Hettuglös í notkun, rörlykjur í notkun

Geymsluskilyrði eftir að pakkning lyfsins hefur verið rofin, sjá kafla 6.3.

6.5 Gerð íláts og innihald

Insuman Infusat 100 a.e./ml í hettuglasi

10 ml lausn í hettuglasi (litlausu úr gleri, gerð 1), með hettu með kraga (ál), tappa (úr klóróbúrýlgúmmíi (gerð 1)) og loki sem rifið er af (úr pólýprópýleni).

Pakkning með 3 hettuglösum eru fáanlegar.

Insuman Infusat 100 a.e./ml í rörlykju

3,15 ml lausn í rörlykju (litlausri úr gleri, gerð 1), með stimpli (úr flúorópólýmergúmmíi (gerð 1, blanda af klóróbútýli og náttúrulegu gúmmíi)), hettu með kraga (ál) og tappa með gati á (úr brómóbútýlgúmmíi (gerð 1)), Luer-sprautunálastút (litlausum úr pólýetýleni) og Luer-hettu (litlausri úr pólýetýleni).

Pakkningar með 5 rörlykjum eru fáanlegar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Insuman Infusat 100 a.e./ml í hettuglasi

Insuman Infusat má aðeins nota ef lausnin er tær, litlaus, engar fastar agnir sjáanlegar og ef hún er vatnskennd.

Til notkunar í innrennslisdælu, Insuman Infusat er fyllt á sæfða rörlykju í dælunni. Aðeins má nota rörlykjuna í eitt skipti.

Fyrir notkun verður að geyma rörlykjuna við stofuhita í 1 til 2 klst. Fjarlægja verður loftbólur áður en innrennsli hefst (sjá handbók með notkunarleiðbeiningum fyrir dæluna).

Ef innrennslisdælan bilar má draga lausnina úr rörlykjunni upp í sprautu (sem hentar fyrir insúlín 100 a.e./ml) og sprauta henni.

Insuman Infusat má ekki nota í bylgjuhreyfingadælur með silikonslöngum. Vísað er til tæknilegrar handbókar um hvernig á að nota insúlíndælur.

Hafa verður í huga að venjuleg hlutlaus insúlín falla út við sýrustig (pH) sem er um það bil 4,5 til 6,5.

Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Insuman Infusat 100 a.e./ml í rörlykju

Insuman Infusat má aðeins nota ef lausnin er tær, litlaus, engar fastar agnir sjáanlegar og ef hún er vatnskennd.

Fyrir notkun á að geyma Insuman Infusat við stofuhita í 1 til 2 klst. Fjarlægja verður loftbólur áður en innrennsli hefst (sjá handbók með notkunarleiðbeiningum fyrir dæluna).

Ef innrennslisdælan bilar má draga lausnina úr rörlykjunni upp í sprautu (sem hentar fyrir insúlín 100 a.e./ml) og sprauta henni.

Insuman Infusat má ekki nota í bylgjuhreyfingadælur með silikonslöngum. Vísað er til tæknilegrar handbókar um hvernig á að nota insúlíndælur.

Hafa verður í huga að venjuleg hlutlaus insúlín falla út við sýrustig (pH) sem er um það bil 4,5 til 6,5.

Lesið ávallt merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla mannainsúlíni við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Sanofi-Aventis Deutschland GmbH, D-65926 Frankfurt am Main, Þýskaland.

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/97/030/053

EU/1/97/030/054

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 21 febrúar 1997

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 21 febrúar 2007

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

1. HEITI LYFS

Insuman Implantable 400 a.e./ml innrennslislyf, lausn

2. INNIHALDSLÝSING

Hver ml af inniheldur 400 a.e. af mannainsúlíni* (jafngildir 14 mg).

Hvert 10 ml hettuglas inniheldur 4.000 a.e. af insúlíni. Ein a.e. (alþjóðleg eining) samsvarar 0,035 mg af vatnsfríu mannainsúlíni.

Insuman Implantable er hlutlaus insúlínlausn (venjulegt insúlín). *Mannainsúlínið er framleitt með DNA-samrunatækni í Escherichia coli.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Innrennslislyf, lausn (innrennslislyf).

Tær, litlaus lausn.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Insuman Implantable er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum með sykursýki af tegund 1 sem ekki næst stjórn á með insúlíngjöf undir húð (þ.m.t. með dælu) og sem lýsir sér með tíðri, annars óútskýrðri verulegri blóðsykurshækkun og/eða - lækkun.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Ávísun lyfsins takmarkast við stöðvar sem hafa vottun Medtronic um að viðeigandi þjálfun í notkun Medtronic MiniMed Implantable dælu hafi farið fram.

Notkun Insuman Implantable á að vera undir eftirliti læknis með reynslu í meðferð á sykursýki og með færni í notkun insúlíns í kviðarhol.

Skammtar

Æskileg blóðsykursgildi og insúlínskammt verður að ákveða fyrir hvern einstakling sérstaklega og aðlaga í samræmi við mataræði, líkamlega áreynslu og lifnaðarhætti. Oft er þörf á reglulegri aðlögun insúlínskammta undir nánu eftirliti læknis í nokkrar vikur eftir ígræðslu dælu.

Dælan er ekki tengd við blóðsykursmæli þannig að ráðleggja þarf sjúklingum að hafa ábyrga stjórn á sykursýkinni og athuga blóðsykursgildi a.m.k. fjórum sinnum á sólarhring til þess að komast að hugsanlegri bilun í dælunni, fylgjast með blóðsykri og ákvarða nauðsynlega insúlínskammta.

Sólarhringsskammtar og tímasetning lyfjagjafa

Engar fastar reglur eru til um insúlínskammta. Hluti af sólarhringsskammti insúlínsins er gefinn með stöðugu innrennsli (grunnlyfjagjöf) og það sem á vantar með inndælingu í einum skammti fyrir máltíðir, með sömu dælunni. Grunnskammturinn er yfirleitt 40% til 60% af heildardagsþörf insúlíns. Breytingar á grunnlyfjagjöf og aukaskömmtum er stjórnað af litlu tæki sem haldið er á (Personal Pump Communicator (PPC)) sem er í sambandi við dæluna gegnum hátíðnibylgjur. Ítarlegum notkunarreglum dælunnar, virkni hennar og nauðsynlegum varúðarráðstöfunum er lýst í handbók fyrir lækna sem fylgir dælunni.

Áfylling insúlíndælunnar

Dæluna á að fylla á 40 til 45 daga fresti. Ekki má líða lengri en tími en 45 dagar til þess að tryggja stöðugleika insúlínsins. Áfylling dælunnar getur þurft að vera tíðari en það fer eftir insúlínþörf hvers sjúklings.

Skipt yfir í Insuman Implantable

Nauðsynlegt getur verið að aðlaga skammta þegar skipt er úr einni insúlínmeðferð yfir í aðra. Þetta á t.d. við þegar skipt er úr:

dýrainsúlíni (einkum nautgripainsúlíni) í mannainsúlín,

einni insúlíntegund yfir í aðra,

meðferð með eingöngu venjulegu insúlíni yfir í meðferð með langverkandi insúlíni.

Þörfin fyrir að breyta skammti (til dæmis minnka hann) getur komið í ljós þegar í stað eftir skiptin. Einnig getur hún komið smám saman í ljós á nokkrum vikum.

Eftir að skipt hefur verið úr dýrainsúlíni yfir í mannainsúlín getur þurft að minnka skammta, einkum hjá sjúklingum sem:

höfðu þegar góða stjórn við frekar lágan blóðsykur,

hafa tilhneigingu til að fá blóðsykursfall,

þurftu áður stóra insúlínskammta vegna insúlín mótefna.

Mælt er með nánu eftirliti með efnaskiptum meðan á breytingunni stendur og fyrstu vikurnar þar á eftir. Hjá sjúklingum sem þurfa háa insúlínskammta vegna insúlínmótefna skal íhuga að breytingin fari fram undir eftirliti læknis á sjúkrahúsi eða við svipaðar aðstæður.

Síðari breytingar á skömmtum

Bætt stjórn á efnaskiptum getur leitt til aukins næmis fyrir insúlíni sem leiðir til þess að insúlínþörf minnkar. Einnig getur þurft að breyta skömmtum, til dæmis ef

líkamsþyngd sjúklingsins breytist,

lifnaðarhættir sjúklingsins breytast,

aðrar aðstæður koma upp sem geta stuðlað að aukinni hættu á blóðsykurslækkun eða –hækkun (sjá kafla 4.4).

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir sjúklingar (≥65 ára)

Hjá öldruðum getur versnandi nýrnastarfsemi leitt til stöðugt minnkandi insúlínþarfar.

Skert nýrnastarfsemi

Insúlínþörf sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi getur verið minni vegna skerts insúlínumbrots.

Skert lifrarstarfsemi

Insúlínþörf getur minnkað hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi vegna skertrar getu til nýmyndunar glúkósa og minna insúlínumbrots.

Börn

Engar upplýsingar liggja fyrir. Því hefur öryggi og verkun Insuman Implantable (til notkunar í kviðarhol) ekki verið staðfest hjá börnum. Sjúklingar sem hafa ekki tekið út fullan vöxt eiga ekki að nota Insuman Implantable (sjá kafla 4.3 og 4.4).

Lyfjagjöf

Insuman Implantable á eingöngu að nota í Medtronic MiniMed Implantable dælu. Insuman Implantable is er eingöngu til notkunar í kviðarhol. Ekki má gefa það með öðrum íkomuleiðum (t.d. inndælingu).

Insuman Implantable er eingöngu ætlað til notkunar í kviðarhol með Medtronic MiniMed Implantable dælu frá Medtronic MiniMed sem skilar insúlíninu beint í kviðarhol.

Insuman Implantable má ekki nota með öðrum dælum (útvortis eða ígræddum) en Medtronic MiniMed Implantable dælu né öðrum búnaði þ.m.t. sprautu (sjá kafla 6.6).

Áfylling dælu

Áfylling dælunnar á að fara fram með smitgát á stöðum með Medtronic vottun. Áfylling forðahylkisins á að vera í höndum þjálfaðs og hæfs starfsfólks í samræmi við leiðbeiningar frá framleiðanda dælunnar. Fara verður eftir stöðluðum verklagsreglum viðkomandi heilbrigðisstofnunar varðandi smitgát fyrir undirbúning húðar fyrir aðgerð til þess að koma í veg fyrir örverumengun og sýkingu. Allar lausnir sem fara í dæluna þarf að afgasa á tilhlýðilegan hátt til að koma í veg fyrir insúlínuppsöfnun og vanskömmtun. Insúlínhettuglösin á að taka úr kæli og hafa í stofuhita í öskjunni til varnar gegn ljósi í a.m.k.4 klst. og ekki lengur en í 24 klst. Insúlínlausnina á að afgasa í samræmi við verklagsreglur um afgösun í handbók fyrir lækna.

Fyrir áfyllingu þarf að fjarlægja það insúlín sem eftir er í dælunni áður en hún er fyllt með nýju insúlíni. Forðahylkið er alveg fyllt (u.þ.b. 15 ml eða 6.000 einingar Insuman Implantable) óháð þörfum sjúklings. Nauðsynlegt er að vega afgangs insúlín og nýja insúlínið til þess að skrá í áfyllingaskýrslu og reikna áreiðanleikaviðmið áfyllingarinnar. Fyrir frekari upplýsingar um meðhöndlun sjá kafla 6.6 og leiðbeiningar í handbók fyrir lækna.

Hreinsun dælunnar

Afgasa þarf allar lausnir sem fara í dæluna á tilhlýðilegan hátt áður en dælan er fyllt til þess að koma í veg fyrir uppsöfnun insúlíns og vanskömmtun.

Hreinsun er gerð með 0,1 M natríumhýdroxíðlausn til þess að leysa upp insúlín sem hefur fallið út í forðahylki dælunnar, dælubúnaðnum og holleggnum. Ráðlagt er að hreinsa dæluna á 6 mánaða fresti. Hægt er að hreinsa dæluna oftar t.d. ef vanskömmtun insúlíns kemur í ljós við áfyllingu eða ef grunur um vanskömmtun vaknar vegna ófullnægjandi blóðsykursstjórnar. Greina þarf hvort vandamálið er af völdum dælunnar eða holleggsins.

Þegar vanskömmtun er vegna stíflu í holleggnum er hægt að skola hollegginn við hliðaropið með 5-10 ml af sæfðri buffer hreinsilausn.

Þegar vanskömmtun er vegna vandamála í dælu á að hreinsa dæluna.

Fyrir frekari upplýsingar um meðferð sjá kafla 6.6 og leiðbeiningar í handbók fyrir lækna.

Insuman Implantable er insúlín í mikilli þéttni

Insuman Implantable inniheldur 400 a.e. af insúlíni í hverjum ml.

Merkimiða insúlínsins á að athuga vel fyrir hverja inndælingu til þess að ganga úr skugga um að um rétt insúlín sé að ræða og eigi við um fyrirhugaða íkomuleið.

Upplýsa þarf sjúklingana um háan styrkleika insúlínsins í Insuman Implantable (400 a.e./ml) samanborið við annað insúlín í hettuglösum eða rörlykjum (venjulega100 a.e./ml).

Blöndun insúlíns

Insuman Implantable má ekki blanda saman við önnur insúlín eða insúlínhliðstæður.

4.3 Frábendingar

Insuman Implantable

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1. Aðrar íkomuleiðir (t.d. inndæling).

Medtronic MiniMed Implantable dæla

Ofnæmi fyrir títanblöndum, polysulfoni eða sílikon efni sem eru notuð í ígrædda hluta dælunnar. Notkun annarra insúlínlyfja með Medtronic MiniMed Implantable dælu.

Notkun hjá börnum sem hafa ekki tekið út fullan vöxt, vegna stærðar dælunnar (sjá kafla 4.2 og 4.4). Ígræðsla dælunnar hjá þeim sem búa að staðaldri í hæð sem er yfir 2.439 metra (8.000 fet) (sjá

kafla 4.4).

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Medtronic MiniMed Implantable dælu á ekki að græða í sjúklinga sem eru með líkamlegan eða andlegan sjúkdóm sem gerir þá ófæra um að breyta skömmtun dælunnar í samræmi við aflestur blóðsykurs eða gera viðeigandi ráðstafanir ef vandamál koma fram í dælunni.

Sjúklingar með Medtronic MiniMed Implantable dælu verða að fá ítarlegar leiðbeiningar um notkun dælunnar og hvernig bregðast eigi við veikindum, blóðsykursfalli, háum blóðsykri eða bilun í dælunni. Sjúklingurinn á að lesa og fylgja leiðbeiningunum í Handbók fyrir sjúkling sem fylgir innrennslisdælunni. Fyrir frekari upplýsingar um meðhöndlun dælunnar sjá kafla 6.6.

Læknisfræðileg myndgreining

Ekki á að græða Medtronic MiniMed Implantable dælu í sjúklinga þar sem gert er ráð fyrir tíðri eða reglubundinni segulómskoðun eða ómskoðun.

Ofnæmi

Aðeins má halda meðferð áfram hjá sjúklingum sem hafa ofnæmi fyrir Insuman Implantable ef engin önnur lyf eru til sem þeir þola betur, og þá undir nánu eftirliti læknis og - þegar þörf krefur - ásamt meðferð með ofnæmislyfjum.

Mælt er með því að gert sé húðpróf hjá sjúklingum sem hafa ofnæmi fyrir insúlínum af dýrauppruna áður en breytt er yfir í notkun Insuman Implantable þar sem þeir gætu fengið krossónæmisverkarnir. Sé stjórn á glúkósu ófullnægjandi eða ef tilhneiging er til blóðsykurshækkunar eða –falls, verður að meta meðferðarfylgni sjúklingsins með ávísaðri meðferð og alla aðra viðeigandi þætti sem skipt geta máli, áður en íhugað er að breyta skammti.

Blóðsykursfall

Blóðsykursfall getur orðið ef insúlínskammtur er of hár miðað við insúlínþörfina.

Á 4 ára matstímabili Medtronic MiniMed Implantable dælu kom klínískt marktæk ofskömmtun insúlíns ekki fram, þó er ekki hægt að útiloka að slíkt geti gerst.

Við verulega blóðsykurslækkun á sjúklingurinn tafarlaust að hafa samband við lækninn sem hefur fengið þjálfun í að kanna ástand dælunnar sem athugar hana með tilliti til hugsanlegrar stíflu í holleggnum sem veldur uppsöfnun insúlíns og síðar losun þess (sjá kafla 6.6).

Meðan á áfyllingunni stendur getur mjög lítið magn af insúlíni safnast fyrir undir húð en það getur valdið blóðsykursfalli. Brýna þarf fyrir sjúklingum að fylgjast náið með blóðsykri áfyllingardagana (sjá kafla 6.6).

Sérstakrar varúðar skal gæta og er ráðlagt að fylgjast nánar með blóðsykri hjá þeim sjúklingum þar sem blóðsykursfall gæti skipt sérstöku máli klínískt t.d. hjá sjúklingum með marktæka þrengingu í kransæðum eða heilaæðum (hætta á hjarta- eða heilaskemmdum vegna blóðsykursfalls) svo og hjá sjúklingum með frumufjölgunarsjónukvilla (proliferative retinopathy), einkum ef hann er ekki meðhöndlaður með ljóshleypingu (photocoagulation) (hætta á tímabundinni blindu í kjölfar blóðsykursfalls).

Sjúklingar skulu meðvitaðir um aðstæður þar sem viðvörunareinkenni um blóðsykursfall geta minnkað. Viðvörunareinkenni blóðsykursfalls geta breyst, orðið minna áberandi eða horfið hjá ákveðnum áhættuhópum. Meðal þeirra eru sjúklingar:

sem hafa náð mun betri stjórn á blóðsykri

þar sem blóðsykursfall þróast smám saman

sem eru aldraðir

sem breytt hafa úr notkun insúlíns sem unnið er úr dýrum í mannainsúlín

með taugakvilla í ósjálfráða taugakerfinu

sem hafa lengi verið haldnir sykursýki

sem eru með geðsjúkdóma

sem eru samtímis meðhöndlaðir með ákveðnum öðrum lyfjum (sjá kafla 4.5).

Við slíkar aðstæður getur verulegt blóðsykursfall orðið (og hugsanlega meðvitundarleysi) áður en sjúklingurinn gerir sér grein fyrir því.

Ef vart verður við eðlileg eða minnkuð gildi sykurbundins blóðrauða, verður að hugleiða möguleikann á ítrekuðu blóðsykursfalli (einkum að næturlagi), án þess að sjúklingur verði þess var.

Til að draga úr hættu á blóðsykursfalli er mikilvægt að sjúklingur fylgi fyrirmælum um skömmtun og mataræði, gefi insúlínið á réttan hátt og sé vakandi fyrir einkennum um blóðsykursfall. Fylgjast þarf sérstaklega náið með þeim þáttum sem geta aukið hættu á blóðsykursfalli og geta leitt til þess að breyta þurfi skammti. Meðal þessa eru:

aukið insúlínnæmi (til dæmis ef álagsþættir hverfa)

óvenjuleg, aukin eða langvarandi líkamleg áreynsla

tilfallandi veikindi (til dæmis uppköst, niðurgangur)

ónóg inntaka fæðu

máltíðum er sleppt úr

áfengisneysla

ákveðnir ómeðhöndlaðir innkirtlasjúkdómar (til dæmis vanstarfsemi skjaldkirtils og vanstarfsemi framhluta heiladinguls eða nýrnahettubarkar)

samtímis meðferð með ákveðnum öðrum lyfjum (sjá kafla 4.5).

Blóðsykurshækkun

Þekkt er að insúlín geti myndað kekki, þræði og orðið hlaupkennt við efnafræðilegt og/eða eðlisfræðilegt álag t.d. hitahækkun og hristing. Þetta getur valdið fyrirstöðu í ígræddu dælunni og vanskömmtun insúlíns. Blóðsykurshækkun, ketónblóðsýring eða dá getur komið fram innan örfárra klukkustunda ef dælan bilar. Um leið og sjúklingar verða varir við skyndilega blóðsykurshækkun sem svarar ekki aukaskammti insúlíns á læknir sem hefur fengið þjálfun í athugun á dælunni að athuga hvort um fyrirstöðu sé að ræða.

Sjúklingurinn á að leiðrétta viðvarandi blóðsykurshækkun með venjulegum skammti af insúlíni undir húð.

Hreinsun dælunnar til að koma í veg fyrir vanskömmtun

Til þess að koma í veg fyrir vanskömmtun sem getur orðið þegar insúlínforði safnast fyrir í dælubúnaðnum er mælt með hreinsun á 6 mánaða fresti. Hreinsa má oftar t.d. þegar grunur leikur á vanskömmtun byggt á því að útreiknuð nákvæmni við áfyllingu er minni en 85%. Vanskömmtun insúlíns með Medtronic MiniMed Implantable dælu getur valdið aukinni daglegri insúlínnotkun, erfiðleikum með að viðhalda eðlilegu blóðsykursgildi, illviðráðanlegri blóðsykurshækkun og stöðugt dvínandi nákvæmni við áfyllingu. Sjá kafla 6.6 og Handbók fyrir lækna þar sem lýst er hvernig greina megi hugsanleg vandamál í dælubúnaði sem geta valdið vanskömmtun insúlíns og hvernig eigi að leiðrétta og koma í veg fyrir vanskömmtun.

Hægt er að koma í veg flestar aukaverkanir sem tengjast Medtronic MiniMed Implantable dælu með hreinsunarferli sem er í höndum lækna. Sjúklingar þurfa sjálfir að hafa gott eftirlit með sykursýkinni og athuga blóðsykur a.m.k. 4 sinnum á sólarhring til þessa að greina og koma í veg fyrir blóðsykurshækkun og hugsanlega ketónblóðsýringu vegna vanskömmtunar dælu.

Sjúklingurinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna í að greina og leiðrétta blóðsykurshækkun sem tengist bilun í dælu. Við breytt afköst dælu á sjúklingurinn að geta greint breytingu á blóðsykursgildum.

Ef dælan bilar eiga sjúklingarnir alltaf að hafa sprautu eða lyfjapenna til taks og insúlín til notkunar undir húð.

Ferðalög

Medtronic MiniMed Implantable dæla er ekki ætluð til notkunar í hæð yfir 2.439 metrum (8.000 fet) eða lægra en 7,6 metrum (25 fet) undir sjávarmáli. Notkun dælunnar við þessar aðstæður getur leitt til of- eða vanskömmtunar.

Sjúklingar sem búa að staðaldri í hæð yfir 2.439 metrum (8.000 fet) eiga ekki að fá ígræðslu (sjá kafla 4.3).

Upplýsa á sjúklinga sem áforma að búa eða ferðast (venjulegar þrýstijafnaðar farþegaflugvélar undanskildar) í hæð yfir 2.439 metrum (8.000 fet) eða kafa dýpra en 7,6 metra (25 fet) hvernig eigi að bregðast við. Tæma verður insúlín úr forðahylki dælunnar og holleggnum við hliðaropið og sjúklingurinn verður sjálfur að gefa insúlín undir húð meðan á ferðinni stendur og þar til dælan hefur verið fyllt á ný.

Læknirinn á leiðbeina sjúklingnum um hvað beri að gera á ferðalögum t.d. ef dælan bilar, aðgengi að insúlíni, möguleika á að skipta um insúlín og við hvern eigi að hafa samband í neyðartilvikum. Einnig á að sjá sjúklingnum fyrir öðrum valkostum varðandi insúlín t.d. sjá honum fyrir 100 a.e./ml insúlíni auk búnaðar fyrir inndælingu undir húð.

Sýking í dæluvasa

Allar aðgerðir eiga að fara fram við smitgát. Til þess að koma í veg fyrir örverumengun og sýkingu verður undirbúningur húðar að vera í samræmi við staðlaðar verklagsreglur viðkomandi heilbrigðisstofnunar varðandi smitgát. Auk þess eru sýklalyf í forvarnarskyni nauðsynleg fyrir og eftir ígræðslu dælunnar til þess að draga úr hættu á sýkingu í dæluvasa. Ef það er ekki gert getur sýking í dæluvasa komið fram og dælan getur losnað (sjá kafla 4.8).

Húðrof

Ígrædda dælan getur valdið sári á húð og valdið þar með sýkingu á ígræðslustað þannig að dælan getur losnað. Hægt er að draga úr hættu á húðrofi með því að velja hentugan ígræðslustað, viðhafa smitgát við ígræðsluna, nota sýklalyf í forvarnarskyni og með því að vera með stuðningsumbúðir á kvið þar til vasi hefur myndast (u.þ.b.1 mánuður) (sjá kafla 4.8).

Óeðlilegur gróandi

Eftir ígræðslu dælunnar getur gróandi á skurðstað verið óeðlilegur. Hægt er að draga úr líkum á því með því að hafa stöðugt stuðningsumbúðir á kvið þar til vasi hefur myndast (u.þ.b. 1 mánuður) og með því að takmarka hreyfingu sjúklings strax eftir ígræðslu.

Staðbundin fituhrörnun í lifur

Staðbundin fituhrörnun í lifur hefur komið fram eftir insúlíngjöf í kviðarhol þegar holleggurinn var staðsettur mjög nálægt lifur eða komst í snertingu við hana. Eftir að insúlín innrennsli var hætt eða holleggurinn var fjarlægður eða fluttur til virðist staðbundin fituhrörnun í lifur ganga til baka og án klínískra afleiðinga (sjá kafla 4.8).

Insúlínmótefni

Greint hefur verið frá mótefnum eftir meðferð með Medtronic MiniMed Implantable dælu. Líkur eru á að gjöf insúlíns í kviðarhol leiði til myndunar insúlínmótefna. Þegar þessi insúlín mótefni eru til staðar getur verið nauðsynlegt að aðlaga insúlínskammtinn til þess að koma í veg fyrir blóðsykurshækkun eða -lækkun (sjá kafla 4.8).

Tilfallandi veikindi

Fylgjast þarf náið með efnaskiptum þegar tilfallandi veikindi koma upp. Í mörgum tilvikum þarf að mæla ketónur í þvagi og oft þarf að breyta insúlínskammti. Insúlínþörf eykst oft. Sjúklingar með sykursýki af tegund 1 verða að halda áfram að neyta að minnsta kosti smávegis af kolvetnum (matur eða drykkir) reglulega, jafnvel þótt þeir borði lítið sem ekkert eða ef þeir eru með uppköst o.s.frv. og þeir mega aldrei hætta insúlínnotkun alveg.

Mistök við lyfjagjöf

Greint hefur verið frá mistökum við lyfjagjöf þar sem önnur Insuman lyfjaform eða önnur insúlín hafa fyrir mistök verið gefin. Athuga skal vel merkimiða insúlínsins fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla Insuman Implantable við önnur insúlín. (sjá kafla 6.6).

Börn

Vegna stærðar dælunnar eiga börn sem hafa ekki tekið út fullan vöxt ekki að nota Insuman Implantable (sjá kafla 4.2 og 4.3).

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Fjöldi efna hefur áhrif á efnaskipti glúkósa og geta leitt til þess að breyta þurfi skammti mannainsúlíns.

Meðal þeirra efna sem geta aukið blóðsykurslækkandi áhrif og aukið hættu á blóðsykursfalli eru sykursýkislyf til inntöku, ACE-hemlar, dísópýramíð, fíbröt, flúoxetín, mónóamíóoxídasa-(MAO) hemlar, pentoxifýllín, própoxýfen, salisýlöt og sýklalyf af flokki súlfónamíða.

Meðal þeirra efna sem geta dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum eru barksterar, danazól, díazoxíð, þvagræsilyf, glúkagon, ísóníazíð, östrógen og prógestógen (til dæmis í getnaðarvarnartöflum), fenótíazínafleiður, sómatrópín, adrenvirk efni (til dæmis adrenalín, salbútamól, terbútalín), skjaldkirtilshormón, próteasahemlar og ódæmigerð geðrofslyf (atypical antipsychotics) (t.d olanzapín og klózapín).

Beta-blokkar, klónidín, litíumsölt eða áfengi geta ýmist aukið eða dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum insúlíns.

Pentamidín getur valdið blóðsykursfalli og getur blóðsykurshækkun stundum fylgt í kjölfarið.

Vegna verkunar andadrenvirkra lyfja svo sem beta-blokka, klónidíns, guanetidíns og reserpíns gætu einkenni um adrenvirkt andsvar (andrenergic counter-regulation) auk þess minnkað eða horfið.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um notkun mannainsúlíns undir húð á meðgöngu. Insúlín fer ekki yfir fylgju.

Öryggi Insuman Implantable með gjöf í kviðarhol með dælu hefur ekki verið metið á meðgöngu. Konur á barneignaraldri sem eru með ígræðslu eða eru hugsanlegir ígræðsluþegar eiga að upplýsa lækninn ef þungun er fyrirhuguð.

Gæta skal varúðar þegar lyfinu er ávísað á meðgöngu. Insuman Implantable á ekki að nota á meðgöngu nema meðferð Insuman Implantable sé nauðsynlegt vegna klínísks ástands konunnar.

Nauðsynlegt er að sjúklingar sem voru fyrir með sykursýki eða fá meðgöngusykursýki viðhaldi góðri stjórnun efnaskipta alla meðgönguna. Insúlínþörf kann að minnka á fyrsta þriðjungi meðgöngu og eykst síðan yfirleitt á öðrum og þriðja þriðjungi. Strax eftir fæðingu minnkar insúlínþörf hratt (aukin hætta á blóðsykursfalli). Brýnt er að fylgst sé náið með blóðsykri.

Brjóstagjöf

Ekki er búist við neinum áhrifum á brjóstmylking. Insuman Implantable má nota meðan á brjóstagjöf stendur. Konur með barn á brjósti geta þurft að breyta insúlínskammti og mataræði.

Frjósemi

Engar upplýsingar úr klínískum rannsóknum eða dýrarannsóknum liggja fyrir um áhrif mannainsúlíns á frjósemi karla og kvenna.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Einbeitingarhæfni og viðbragðsflýtir sjúklings getur skerst vegna blóðsykursfalls eða blóðsykurshækkunar eða til dæmis vegna sjónskerðingar. Þetta getur valdið hættu við aðstæður þar sem þessi hæfni er sérstaklega mikilvæg (til dæmis við bifreiðaakstur eða notkun véla).

Sjúklingum skal ráðlagt að gæta varúðar til þess að forðast blóðsykursfall við akstur. Þetta er einkum mikilvægt fyrir þá sem eru með skert eða engin viðvörunareinkenni um blóðsykursfall eða fá

blóðsykursfall ítrekað. Íhugað skal hvort ráðlegt er að stunda bifreiðaakstur eða nota vélar við þessar kringumstæður.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt um öryggi lyfsins

Blóðsykursfall, yfirleitt algengasta aukaverkun insúlínmeðferðar, getur komið fram ef insúlínskammtur er of stór miðað við insúlínþörf. Tíðni þessarar aukaverkunar er breytileg eftir sjúklingahópum og skammtastærðum.

Tafla yfir aukaverkanir

Reynsla úr 6 mánaða samanburðarfasa í III. stigs rannsókn (HUBIN_L_05335) með Insuman Implantable sem gefið var 84 sjúklingum á aldrinum 26 til 80 ára með Medtronic MiniMed Implantable dælu (sjá kafla 5.1) og klínísk reynsla með mannainsúlín 100 a.e./ml og 40 a.e./ml gaf eftirfarandi aukaverkanir til kynna.

Eftirtaldar aukaverkanir sem komið hafa fram í klínískum rannsóknum eru taldar upp hér að neðan, eftir líffæraflokkum og minnkandi tíðni: Mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir

(<1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 1: Aukaverkanir sem komu fram í HUBIN_L_05335 rannsókn með mannainsúlíni 400 a.e./ml og klínísk reynsla af mannainsúlíni 100 a.e./ml og 40 a.e./ml.

MedDRA tíðniflokkun

Algengar

Sjaldgæfar

Tíðni ekki þekkt

Ónæmiskerfi

 

Lost

Bráðaofnæmisviðbrögð

 

 

 

(lágþrýstingur,

 

 

 

ofsabjúgur,

 

 

 

berkjukrampi, útbreidd

 

 

 

húðútbrot);

 

 

 

And-insúlín mótefni

Efnaskipti og næring

Blóðsykurshækkun

 

Uppsöfnun natríums

 

Blóðsykurslækkun

 

 

 

Flog vegna

 

 

 

blóðsykurslækkunar

 

 

 

Meðvitunarleysi vegna

 

 

 

blóðsykurslækkunar

 

 

 

Ketónblóðsýring

 

 

 

Bjúgur

 

 

Taugakerfi

Dá vegna

 

 

 

blóðsykurslækkunar

 

 

Augu

 

 

Frumufjölgunar

 

 

 

sjónukvilli

 

 

 

(proliferative

 

 

 

retinopathy)

 

 

 

Sykursýkisjónukvilli

 

 

 

Sjónskerðing

Lifur og gall

 

 

Staðbundin fituhrörnun

 

 

 

í lifur (1)

(1) Aukaverkun sem kom fram við notkun hálfsamtengs mannainsúlíns (400 a.e./ml)

Greint hefur verið frá eftirfarandi aukaverkunum við notkun Medtronic MiniMed Implantable dælu í tveimur III. stigs rannsóknum (sjá kafla 5.1).

Tafla 2: Aukaverkanir og kvartanir tæknilegs eðlis vegna dælunnar (þ.m.t. aukaverkanir sem tengjast skurðaðgerð vegna ígræðslu og/eða vegna viðhalds búnaðarins).

MedDRA líffæri

Algengar

Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra

Sýking á ígræðslustað (sjá kafla 4.4)

Meltingarfæri

Kviðverkur

 

Naflahaull

Húð og undirhúð

Húðrof á ígræðslustað (sjá kafla 4.4)

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á

Stífla í búnaði

íkomustað

Verkur þar sem holleggurinn er

Skurðaðgerðir og aðrar aðgerðir

Breyting á búnaði vegna bilunar

 

Fyrirstaða í búnaði

Lýsing á völdum aukaverkunum

Ónæmiskerfi

Bráðaofnæmi fyrir insúlíni eða hjálparefnunum sem getur verið lífshættulegt.

Insúlínmótefni: Takmarkaðar upplýsingar úr klínískum rannsóknum með gjöf Insuman Implantable í kviðarhol benda ekki til þess að algengt sé að hækkað gildi insúlín mótefna tengist insúlín mótefna heilkenni eða alvarlegum aukaverkunum (sjá kafla 4.4).

Efnaskipti og næring

Verulegt blóðsykursfall, sér í lagi ef það endurtekur sig, getur valdið taugaskemmdum. Langvarandi eða verulegt blóðsykursfall getur verið lífshættulegt.

Hjá mörgum sjúklingum koma vísbendingar og einkenni um sykurskort í miðtaugakerfinu fyrst fram sem adrenvirkt andsvar (adrenergic counter regulation). Almennt á það við að þeim mun meiri og hraðari sem lækkunin á blóðsykri verður því kröftugra verður andsvarið og einkenni þess.

Insúlín getur valdið uppsöfnun natríums og bjúg, einkum ef fyrir hefur verið slæm stjórn á efnaskiptum, sem bætt er með aukinni insúlíngjöf.

Augu

Veruleg breyting á blóðsykursstjórn getur valdið tímabundinni sjónskerðingu vegna tímabundinna breytinga á fyllingu (turgidity) og brotstuðli augasteins.

Langtímabæting á blóðsykursstjórn dregur úr hættu á að sykursýkissjónukvilli versni. Hinsvegar getur aukin insúlíngjöf með skyndilega bættri blóðsykursstjórn tengst tímabundinni versnun á sykursýkissjónukvilla.

Lifur og gall

Greint hefur verið frá staðbundinni fituhrörnun í lifur hjá nokkrum sjúklingum sem fengu hálfsamtengt mannainsúlín þegar holleggurinn var mjög nálægt lifur.

Þegar endi holleggsins var fastur í hjúpnum umhverfis lifur tengdist gjöf insúlíns í kviðarhol aukinni hættu á staðbundinni fituhrörnun í lifur (sjá kafla 4.4).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Einkenni

Ofskömmtun insúlíns getur leitt til verulegs og stundum langvarandi og lífshættulegs blóðsykursfalls.

Meðferð

Vægt blóðsykursfall er oftast hægt að meðhöndla með kolvetnum til inntöku. Hugsanlega getur þurft að breyta lyfjaskammti, matarvenjum eða líkamlegri áreynslu.

Verulegt blóðsykursfall, þar sem meðvitundarleysi, flog eða taugaskemmd verður, má meðhöndla með glúkagoni sem gefið er í vöðva/undir húð eða með sterkri glúkósulausn í bláæð. Stöðug inntaka kolvetna og eftirlit með sjúklingi kann að vera nauðsynlegt þar sem blóðsykursfall getur orðið aftur eftir að sjúklingur virðist hafa náð sér.

Læknirinn verður að forrita ákveðnar takmarkanir fyrir grunnlyfjagjöf og aukaskammta insúlíns. Þessar takmarkanir eru nauðsynlegar til þess að hafa yfirsýn yfir færni sjúklinga til þess að hafa stjórn á insúlínmeðferðinni og koma í veg fyrir hugsanlega ofskömmtun. Að auki, ef sjúklingar reyna að gefa meira en 2,5 faldan forritaðan hámarks aukaskammt á innan við klukkustund, sýnir PPC skilaboðin: „HOURLY MAX EXCEEDED“ til að vara sjúklinginn við. Ítarlegar leiðbeininar um forritun þessara takamarkana eru í Handbók fyrir lækna.

Ef veruleg blóðsykurslækkun kemur fram á læknirinn sem sér um meðferðina að athuga dæluna með tilliti til hugsanlegrar stíflu í holleggnum sem veldur uppsöfnun insúlíns og losun þess í kjölfarið (sjá kafla 4.4 og 6.6).

Meðan á áfyllingu stendur getur mjög lítið magn af insúlíni safnast undir húð og hugsanlega valdið blóðsykursfalli. Brýna þarf fyrir sjúklingum að fylgjast náið með blóðsykri áfyllingardagana (sjá kafla 6.6).

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sykursýkislyf, Insúlín og hliðstæður til inndælingar, skjótvirk. ATC flokkur: A10AB01.

Verkunarháttur

Insúlín

-lækkar blóðsykur og eflir uppbyggjandi áhrif og dregur jafnframt úr vefjaniðurbroti,

-eykur flutning glúkósu inn í frumur og einnig myndun glýkógens í vöðvum og lifur og bætir nýtingu pýrúvata. Það hamlar glýkógenlosun og nýmyndun glúkósu,

-eykur fitumyndun í lifur og fituvef og hamlar fitusundrun,

-eflir upptöku amínósýra inn í frumur og nýmyndun próteina,

-eykur kalíumupptöku í frumur.

Lyfhrif

Insuman Implantable er insúlín með verkun sem hefst skjótt og varir stutt.

Verkun og öryggi

Einblind, slembuð, 6 mánaða klínísk samanburðarrannsókn (HUBIN_L_05335) var gerð til þess að meta klíníska verkun og öryggi Insuman Implantable samanborið við hálfsamtengt mannainsúlín

(400 a.e./ml) gefið með Medtronic MiniMed Implantable dælu. Rannsóknin náði til 168 sjúklinga með sykursýki af tegund 1 sem höfðu áður fengið meðferð með hálfsamtengdu mannainsúlíni. Fyrir ígræðslu dælunnar höfðu 72,4% þessara sjúklinga fengið meðferð með samfelldu insúlín innrennsli undir húð (CSII) og 17,8% mörgum inndælingum undir húð. Ástæður þess að samfellt insúlín innrennsli í kviðarhol var hafið (CIPII) var vegna mikilla sveiflna í blóðsykri hjá 62,7%, blóðsykurslækkun hjá 29,2%, útlægt insúlínviðnám hjá 5,0% og blóðsykurslækkun og miklar sveiflur í blóðsykri hjá 3,1%. Við upphaf rannsóknarinnar var helmingur sjúklinganna settur á Insuman Implantable en hinn helmingurinn hélt áfram á hálfsamtengdu mannainsúlíni. Samsetti endapunkturinn var breyting á HbA1c frá upphafsgildi og nákvæmni í áfyllingu dælunnar eftir 4 áfyllingar (162 ±

21 dagar). Byggt á breytingu á HbA1c gildum frá upphafsgildi var blóðsykursstjórn hjá sjúklingum sem fengu Insuman Implantable svipuð og hjá sjúklingum sem fengu hálfsamtengt mannainsúlín (þeir

sem luku rannsókninni: -0,25 á móti -0,12; [95% CI: -0,36; 0,11]). Auk þess leiddi notkun Insuman Implantable með samfelldu innrennsli í kviðarhol til stöðugrar blóðsykursstjórnar hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 1 (þeir sem luku rannsókninni: meðal lækkun: -0,25 ± 0,67; [95% CI: -0,36; 0,11]) án aukinnar hættu á alvarlegri blóðsykurslækkun samanborið við hálfsamtengt mannainsúlín (14,3% á móti 13,1%). Insuman Implantable gefið með samfelldu innrennsli í kviðarhol var einnig svipað hálfsamtengdu mannainsúlíni eins og kom fram við áreiðanleikaviðmið fyrir 4 áfyllingar (þeir sem luku rannsókninni: meðalmunur: -3,15 ± 1,34; [95% CI: -5,81; -0,50]).

Viðbótar-, opin, slembuð samanburðarrannsókn sem stóð í 12 mánuði (MIP 310) var gerð til þess að meta áhrif insúlíns þegar það er gefið í kviðarhol og áhrif insúlíns sem er gefið undir húð á blóðsykursstjórn og tíðni blóðsykursfalls. Enginn sjúklinganna hafði fengið insúlín í kviðarhol áður og bati varðandi HbA1c innan 3 mánaða hafði brugðist með öflugri meðferð með annaðhvort nokkrum inndælingum á dag eða samfelldu insúlín innrennsli undir húð. Meðalgildi HbA1c í upphafi var 8,1%. Sjúklingar sem fengu samfellt insúlín innrennsli í kviðarhol fengu hálfsamtengt mannainsúlín

400 a.e./ml í 180 daga og Insuman Implantable 400 a.e./ml í kjölfarið í 180 daga til viðbótar. Gjöf insúlíns í kviðarhol var svipuð gjöf undir húð eins og kom fram í breytingu á HbA1c gildi frá upphafsgildi (fyrir samfellt innrennsli í kviðarhol: HbA1c gildi á degi 360 var 7,78 ± 1,04 á móti

8,06 ± 0,77 í upphafi. Fyrir gjöf undir húð: HbA1c gildi á degi 360 var 8,19 ± 0,87 á móti 8,12 ± 0,76 í upphafi).

5.2 Lyfjahvörf

Í fagritum er lyfjahvörfum insúlíns yfirleitt lýst sem samanburðarnákvæmum ( reproducible) hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 1 sem fá skammtíma og langtíma samfellt insúlín innrennsli í kviðarhol. Hámarksþéttni óbundins insúlíns er meiri, næst fyrr og varir skemur eftir samfellt insúlín innrennsli í kviðarhol miðað við eftir samfellt innrennsli undir húð hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 1 og tegund 2.

Samfellt innrennsli í kviðarhol og í bláæð (sameinaðar niðurstöður) leiddi til hærri hámarksþéttni (Cmax)óbundins insúlíns í plasma heldur en nokkrar inndælingar daglega undir húð og samfellt innrennsli undir húð gegnum útvortis dælu (sameinaðar niðurstöður) hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 1

Allar niðurstöðurnar benda til að samfellt insúlín innrennsli í kviðarhol hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 1 samanborið við samfellt insúlín innrennsli undir húð og nokkrar inndælingar daglega sé líkara lyfjahvörfum insúlíns sem líkaminn framleiðir.

Ekki er gert ráð fyrir að fæða hafi áhrif á Cmax, Tmax og AUC gildi eftir CIPII gjöf.

Í III. stig rannsókn (HUBIN_L_05335) hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 1 voru lyfjahvörf Insuman Implantable metin eftir gjöf staks insúlínskammts í kviðarhol hjá 10 sjúklingum.

Frásog

Eftir gjöf Insuman Implantable 0,15 a.e./kg í kviðarhol var miðgildi Tmax 0,54 klst. og Cmax í sermi var 210 ± 129 míkró-a.e./ml.

Meðalgildi lyfjahvarfa eru sýnd á mynd 1.

 

 

 

 

 

-a.e./ml

 

 

 

 

 

 

 

 

 

– míkró

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Insúlínþéttni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími – klst.

 

 

Mynd 1: Meðalgildi lyfjahvarfa insúlíns í sermi hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 1eftir Insuman Implantable 0,15 a.e./kg.

Brotthvarf

Eftir gjöf Insuman Implantable0,15 a.e./kg í kviðarhol var helmingunartími brotthvarfs fyrir insúlín í sermi 2,7 klst.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Bráðar eiturverkanir voru rannsakaðar eftir gjöf lyfsins undir húð hjá rottum. Engar vísbendingar um eiturverkanir sáust.

Engar forklínískar rannsóknir voru gerðar til þess að meta hugsanlegar eiturverkanir Insuman Implantable 400 a.e./ml sem gefið var í kviðarhol. Hinsvegar voru þrjár rannsóknir gerðar á rottum til þess að meta hugsanlegar eiturverkanir eftir gjöf mannainsúlíns í kviðarhol. Í stakskammtarannsókn á rottum var hálfsamtengt mannainsúlín 400 a.e./ml með sömu hjálparefni og Insuman Implantable 400 a.e./ml gefið í kviðarhol. Engin klínísk einkenni, breytingar eða erting í kviðarholi greinanlegt með berum augum kom fram. Í annarri rannsókn fengu rottur einnig sama hálfsamtengda mannainsúlínið með innrennsli í kviðarhol með ígræddri osmósu smádælu í allt að 6 vikur.

Fituhrörnun í lifur kom ekki í ljós. Í þriðju rannsókninni sem gerð var á rottum með sykursýki, þar sem annað mannaninsúlín með svipaða samsetningu og Insuman var gefið gegnum hollegg sem fastur var í hjúpnum umhverfis lifur, kom fram að gjöf insúlíns í miklum styrk staðbundið í kviðarhol getur framkallað tímabundna, staðbundna fituhrörnun í lifur.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Fenól

zínkklóríð

trómetamól póloxamer 171 glýseról

saltsýra (til að stilla pH)

natríum hýdroxíð (til að stilla pH), vatn fyrir stungulyf

6.2 Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf.

Blöndun insúlína

Insuman Implantable má EKKI blanda saman við önnur insúlín eða insúlín hliðstæður.

Tryggja þarf að hvorki spritt né önnur sótthreinsiefni komist í insúlínlausnina.

6.3 Geymsluþol

2 ár.

Geymsluþol í dælunni

Allt að 45 dagar við 37°C.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Órofin hettuglös

Geymið í kæli (2°C-8°C). Má ekki frjósa.

Ekki setja Insuman Implantable næst frystihólfi eða frystikubbi. Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymsluþol dælunnar

Sjá kafla 6.3 fyrir stöðugleika við notkun.

6.5 Gerð íláts og innihald

Litlaust glerhettuglas (tegund I) lokað með hettu með álkraga og loki sem rifið er af og lok úr klórbútýlgúmmí.

Í hverju hettuglasi eru 10 ml.

Pakkningar með 1 og 5 hettuglösum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Lausnina má aðeins nota ef hún er tær, litlaus eða næstum litlaus og án sýnilegra agna.

Lesa þarf á miðann á insúlíninu fyrir hverja gjöf til þess að forðast að víxla Insuman Implantable við önnur insúlín (sjá kafla 4.4).

Insuman Implantable má ekki nota með öðrum dælum (útvortis og ígræddum) en Medtronic MiniMed Implantable dælu eða með neinum öðrum búnaði þ.m. t sprautum (sjá kafla 4.2).

Allar aðgerðir eiga að fara fram með smitgát. Til þess að koma í veg fyrir örverumengun og sýkingu verður undirbúningur húðar að vera í samræmi við staðlaðar verklagsreglur viðkomandi heilbrigðisstofnunar varðandi smitgát. Ef það er ekki gert getur sýking í dæluvasa komið fram og dælan getur losnað (sjá kafla 4.4).

Afgasa þarf allar lausnir sem fara í dæluna á tilhlýðilegan hátt áður en dælan er fyllt til þess að koma í veg fyrir uppsöfnun insúlíns og vanskömmtun. Insúlínhettuglösin á að taka úr kæli og hafa í stofuhita í öskjunni til varnar gegn ljósi í a.m.k. 4 klst. og ekki lengur en í 24 klst. fyrir notkun til að tryggja frekari afgösun með því að fylgja verklagsreglum í Handbók fyrir lækna. Afgasa skal alla vökva, ef einhver vökvi er ekki afgasaður getur loft komist í dæluna og valdið insúlínuppsöfnun og vanskömmtun.

Áfylling dælunnar

Dæluna á að fylla á 40 til 45 daga fresti. Ekki má líða lengri en tími en 45 dagar til þess að tryggja stöðugleika insúlínsins. Áfylling dælunnar getur verið tíðari en það fer eftir insúlínþörf hvers sjúklings.

Þetta ferli á alltaf að tímasetja áður en kemur að eftirfarandi PPC skilaboðum til sjúklings: „low reservoir“ eða „empty reservoir“.

Eingöngu má nota Insuman Implantable til þess að fylla sæfða forðahylkið í dælunni en það hefur sérstaklega verið framleitt til notkunar í Medtronic MiniMed Implantable dælu. Tvö hettuglös af Insuman Implantable (2 x 10 ml) þarf til þess að fylla forðahylkið alveg og útiloka þarf að loft komist í forðahylki dælunnar meðan á ferlinu stendur. Ónotuðu insúlíni á að farga í samræmi við gildandi reglur á hverjum stað og ekki má nota það aftur.

Eingöngu má nota áfyllingarbúnaðinn (sprautu og loka), áfyllingarnálar, sniðmát til að staðsetja opið, kemur með Medtronic MiniMed og sæfða bufferhreinsilausn framleidda af Sanofi-Aventis Deutschland GmbH, með Insuman Implantable við áfyllingu forðahylkis dælunnar.

Meðan á áfyllingunni stendur á aldrei að þrýsta á stimpil áfyllingarsprautunnar til þess að fylla dæluna. Þegar áfyllingarnálinni hefur verið komið fyrir í áfyllingaropinu dregur lofttæmið í forðahylki dælunnar insúlínið úr sprautinni og inn í forðahylkið. Ef insúlínið fer ekki inn í dæluna bendir það til að forðahylki dælunnar sé enn fullt. Það getur einnig bent til þess að áfyllingarnálinni hafi ekki verið komið almennilega fyrir í innrennslisloka dælunnar. Ef insúlíninu er þrýst við þessar aðstæður getur það leitt til þess að insúlínið fari undir húðina umhverfis áfyllingarop dælunnar.

Meðan á áfyllingunni stendur getur mjög lítð magn af insúlíni safnast fyrir undir húð en það gæti valdið blóðsykursfalli. Brýna þarf fyrir sjúklingum að fylgjast náið með blóðsykri áfyllingardagana.

Meðan á áfyllingunni stendur er mikilvægt að skrá í áfyllingaskýrslu og reikna nákvæmni við áfyllinguna til þessa að meta virkni kerfisins. Reiknað áreiðanleikaviðmið sem er undir 85% bendir til vanskömmtunar insúlíns.

Ítarlegar leiðbeiningar um áfyllingarferlið er í Handbók fyrir lækna.

Vanskömmtun insúlíns

Grunur leikur á vanskömmtun insúlíns þegar:

Aukin insúlínnotkun kemur fram hjá sjúklingnum til að viðhalda eðlilegum blóðsykri. Hægt er að ganga úr skugga um þetta með því að athuga sögu um daglega notkun insúlíns á PPC við hverja heimsókn.

Illviðráðanleg blóðsykurshækkun kemur fram.

Reiknuð nákvæmni við áfyllingu er undir 85% meðan á áfyllingarferlinu stendur

Ef vanskömmtun insúlín kemur í ljós í áfyllingarferlinu eða ef grunur leikur á vanskömmtun vegna ófullnægjandi blóðsykursstjórnar verður að greina hvort vandamálið sé af völdum dælunnar (þ.e. stífla í dælubúnaðnum/bakflæði) eða holleggsins (þ.e. stífla í holleggnum). Mæling slagrúmmáls er gerð til þess að athuga virkni dælunnar en skolun holleggsins er til þess að athuga hvort fyrirstaða sé í holleggnum. Slagrúmmál á bilinu 0,42 μl til 0,58 μl án bakflæðis bendir til stíflu í holleggnum. Slagrúmmál utan þessa bils eða ef bakflæði er til staðar bendir til vandamála í dælu.

Vanskömmtun insúlíns vegna stíflu í hollegg

Vanskömmtun vegna stíflu í hollegg við hliðarop getur myndast skyndilega eða smám saman. Insúlínnotkun og klínísk einkenni geta verið þau sömu og við vanskömmtun dælu. Auk þess getur myndun örveruþekju í hollegg við hliðarop valdið dulinni blóðsykurslækkun þar sem insúlínið getur lokast inni í örveruþekjunni og losnar síðan þegar nægilegt magn insúlíns hefur safnast. Hollegginn á að skola til að losa stífluna.

Holleggurinn er skolaður með 5-10 ml af sæfðri buffer lausn.

Eingöngu má nota áfyllingarbúnaðinn (sprautu og loka), áfyllingarnálar, sniðmát til að staðsetja opið, kemur með Medtronic MiniMed og sæfða bufferhreinsilausn framleidda af Sanofi-Aventis Deutschland GmbH, með Insuman Implantable til að skola hollegginn.

Hollegginn á eingöngu að skola eftir að mæling slagrúmmáls hefur verið staðfest. Ef það er ekki gert getur það valdið varanlegum skaða á dælunni.

Meðan á skolunarferlinu stendur er 13 einingum af insúlíni handstýrt í gegnum hollegginn og til sjúklingsins. Fylgjast þarf náið með sjúklingnum með tilliti til blóðsykurslækkunar og gefa glúkósa í bláæð eða glýkógen eftir þörfum.

Þegar dælan hefur verið skoluð og fyllt af insúlíni eru u.þ.b. 13 einingar af sæfðri bufferhreinsilausn eftir í fjærhluta holleggs við hliðarop. Stilla verður tækið þannig að viðeigandi stakur skammtur sem fer eftir blóðsykursgildi fjarlægir síðan sæfðu bufferhreinsilausnina úr holleggnum. Fylgjast þarf með blóðsykursgildum sjúklings a.m.k. á 15 mínútna fresti eftir skolun. Sjúklingurinn á að vera undir eftirliti þar til blóðsykursgildi er stöðugt og innan öruggra marka.

Ef skolunarferlið ber ekki árangur er yfirleitt skipt um hollegg með skurðaðgerð. Ítarlegar leiðbeiningar um skolunarferli holleggs við hliðarop eru í Handbók fyrir lækna.

Vanskömmtun vegna vandamála í dælu

Dælan er hreinsuð til þess að leiðrétta ástandið.

Tilgangurinn er að leysa insúlínforðann í forðahylki dælunnar, dælubúnaðinum og hollegg við hliðarop upp með því að nota sæfða 0,1 M natríum hýdroxíð lausn sem Medtronic MiniMed útvegar. Mælt er með að hreinsunarferlið fari fram á 6 mánaða fresti eða eins og nauðsyn krefur byggt á áreiðanleikaviðmiði við áfyllinguna.

Eingöngu má nota áfyllingarbúnaðinn, áfyllingarnálar, sniðmát til að staðsetja opið, 0,1 M natríum hýdroxíð sæfð lausn sem kemur með Medtronic MiniMed og sæfða bufferhreinsilausn framleidda af Sanofi-Aventis Deutschland GmbH, með Insuman Implantable til þess að hreinsa dæluna.

Ef slagrúmmál og nákvæmni í skömmtum lagast ekki við hreinsunarferlið þarf að framkvæma aukið hreinsunarferli.

Þegar slagrúmmálið er aftur komið í rétt horf þá fyrst má skola hollegginn með sæfðri bufferhreinsilausn og fylla dæluna með insúlíni.

Ítarlegar upplýsingar um hreinsunarferlið eru í Handbók fyrir lækna.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Sanofi-Aventis Deutschland GmbH, D-65926 Frankfurt am Main, Þýskaland.

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/97/030/202

EU/1/97/030/203

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: {DD mánuður ÁÁÁÁ}.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: {DD mánuður ÁÁÁÁ}.

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf