Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Integrilin (eptifibatide) – Fylgiseðill - B01AC16

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsIntegrilin
ATC-kóðiB01AC16
Efnieptifibatide
FramleiðandiGlaxo Group Ltd

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Integrilin 0,75 mg/ml innrennslislyf, lausn eptifibatíð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða sjúkrahúslyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Látið lækninn eða sjúkrahúslyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Integrilin og við hverju það er notað

2.Áður en þú færð Integrilin

3.Hvernig nota á Integrilin

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Integrilin

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Integrilin og við hverju það er notað

Integrilin hindrar samloðun blóðflagna. Það þýðir að það stuðlar að því að hindra myndun blóðtappa.

Það er ætlað fullorðnum með staðfesta alvarlega kransæðabilun, sem lýsir sér í óvæntum og nýtilkomnum brjóstverkjum með afbrigðilegu hjartalínuriti og líffræðilegum breytingum. Það er yfirleitt gefið ásamt aspiríni og ósundurgreindu heparíni.

2. Áður en þú færð Integrilin

Ekki má gefa þér Integrilin

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir eptifibatíði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

-ef þú hefur nýlega haft blæðingar frá maga, smáþörmum, blöðru eða öðrum líffærum, t.d. ef óeðlilegt blóð hefur verið í hægðum eða þvagi (fyrir utan tíðablóð) síðastliðna 30 daga.

-ef þú hefur fengið heilablóðfall á síðastliðnum 30 dögum eða einhvers konar slag vegna blæðinga (læknir verður einnig að hafa vitnesku um ef sjúklingur hefur einhvern tíma fengið slag).

-ef þú hefur fengið heilaæxli eða eitthvað annað sem hefur áhrif á æðarnar kringum heilann.

-ef þú hefur verið í meiriháttar uppskurði eða fengið mikla áverka á síðastliðnum 6 vikum.

-ef þú ert með eða hefur verið með blæðingavandamál.

-ef þú ert með eða hefur verið með blóðstorknunarvandamál eða lágt hlutfall blóðflagna.

-ef þú ert með eða hefur verið með háþrýsting (of háan blóðþrýsting).

-ef þú ert með eða hefur verið með alvarleg nýrna- eða lifrarvandamál.

-ef þú hefur verið meðhöndlaður með öðru lyfi af sömu gerð og Integrilin.

Láttu lækninn vita ef þú hefur fengið einhverja af þessum sjúkdómum. Leitið til læknisins eða sjúkrahúslyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Varnaðarorð og varúðarreglur

-

Integrilin

er ráðlagt eingöngu fyrir fullorðna sjúklinga, sem liggja inni á hjartadeild sjúkrahúss.

-

Integrilin

er ekki ætlað til notkunar fyrir börn eða unglinga yngri en 18 ára.

-Fyrir eða meðan á Integrilin-meðferð stendur, munu verða teknar blóðprufur öryggisins vegna til að koma í veg fyrir óæskilegar blæðingar.

-Meðan á Integrilin-meðferð stendur mun verða fylgst vel með sjúklingi m.t.t. óvenjulegra eða óvæntra blæðinga.

Notkun annarra lyfja samhliða Integrilin

Til að koma í veg fyrir hugsanlegar milliverkanir við önnur lyf, verður að láta lækninn eða sjúkrahús - lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð, eða kynnu að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils. Sérstaklega:

-blóðþynningarlyf (til inntöku) eða

-lyf sem hindra myndun blóðtappa, þ.m.t. warfarín, dípýridamól, tíklópídín, aspirín (nema þau sem þú færð sem hluta af Integrilin-meðferðinni).

Meðganga og brjóstagjöf

Notkun Integrilin er yfirleitt ekki ráðlögð á meðgöngu. Láttu lækninn vita ef þú ert barnshafandi, heldur að þú getir verið það eða ráðgerir að eignast barn. Læknirinn mun meta ávinninginn fyrir þig af notkun Integrilin á meðgöngu í samanburði við áhættuna fyrir barnið.

Ef þú ert með barn á brjósti skal hætta brjóstagjöfinni meðan á meðferð stendur.

3.Hvernig nota á Integrilin

Integrilin er gefið í æð með beinni inndælingu sem er fylgt eftir með innrennsli (sídreypi). Skammtur lyfsins fer eftir líkamsþyngd sjúklings. Ráðlagður skammtur er 180 míkróg/kg gefinn sem hleðsluskammtur (hröð inngjöf í æð), og fylgt eftir með innrennsli (sídreypi) á 2 míkróg/kg/mín. í allt að 72 klukkustundir. Ef þú ert með nýrnasjúkdóm gæti þurft að minnka innrennslisskammtinn niður í 1 míkróg/kg/mín.

Ef æðaútvíkkun (PCI) er framkvæmd á sjúklingi meðan á Integrilin meðferð stendur, má gefa lyfið í æð í allt að 96 klukkustundir.

Einnig verður að gefa sjúklingi aspirín og heparín (ef það er ekki frábending í þínu tilviki).

Leitið til læknisins eða sjúkrahúslyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Mjög algengar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum

-minniháttar eða meiriháttar blæðingar (t.d. blóð í þvagi, blóð í saur, blóðug uppköst eða blæðingar við skurðaðgerðir).

-blóðleysi (fækkun rauðra blóðkorna).

Algengar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum

-bláæðabólga.

Sjaldgæfar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum

-fækkun blóðflagna (blóðkorn sem eru nauðsynleg fyrir blóðstorknun).

-minnkað blóðflæði til heilans.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

Geta komið fyrir hjá allt að1 af hverjum 10.000 einstaklingum

-alvarleg blæðing (til dæmis blæðing í kviðarholi, í heila eða í lungum).

-banvæn blæðing.

-alvarleg fækkun blóðflagna (blóðkorn nauðsynleg fyrir blóðstorknun).

-húðútbrot (svo sem ofsakláði).

-skyndileg, alvarleg ofnæmisviðbrögð.

Ef vart verður við merki um blæðingu skal gera lækninum eða sjúkrahúslyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi strax viðvart. Örsjaldan kemur það fyrir að blæðing hafi orðið alvarleg og hafi jafnvel leitt til dauða. Öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir að slíkt gerist eru m.a. blóðrannsóknir og gaumgæfilegt eftirlit þess heilbrigðisstarfsfólks sem annast sjúklinginn.

Ef vart verður við alvarleg ofnæmisviðbrögð eða ofsakláða, skal láta lækni eða sjúkrahúslyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita samstundis.

Aðrar aukaverkanir sem geta komið fram hjá sjúklingum sem þurfa þessa meðferð tengjast sjúkdómnum sem verið er að meðhöndla, svo sem hraður eða óreglulegur hjartsláttur, lágur blóðþrýstingur, lost eða hjartastopp.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, sjúkrahúslyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Integrilin

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og hettuglasinu. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í kæli (2°C – 8°C).

Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi. Ekki er þó nauðsynlegt að verja Integrilin gegn ljósi meðan það er gefið.

Áður en lyfið er notað verður að athuga vel innihald hettuglassins.

Ekki má nota Integrilin ef agnir eru til staðar eða ef litabreytingar hafa orðið.

Farga skal öllum lyfjaleifum eftir notkun.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða hjá sjúkrahúslyfjafræðingi um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Integrilin inniheldur

-Virka efnið er eptifibatíð. Hver ml af innrennslislyfi, lausn inniheldur 0,75 mg af eptifibatíði. Eitt hettuglas með 100 ml af innrennslislyfi, lausn, inniheldur 75 mg af eptifibatíði.

Önnur innihaldsefni eru sítrónusýrueinhýdrat, natríumhýdroxíð og vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Integrilin og pakkningastærðir

Integrilin innrennslislyf, lausn: 100 ml hettuglas, pakkning með 1 hettuglasi.

Tær, litlaus lausnin er í 100 ml glerhettuglasi, sem er lokað með bútýlgúmmítappa og innsiglað með bylgjuáli.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

Glaxo Group Ltd, 980 Great West Road, Brentford, Middlesex, TW8 9GS, Bretland

Framleiðandi:

Glaxo Operations UK Ltd., (Trading as Glaxo Wellcome Operations), Harmire Road, Barnard Castle, Co. Durham, DL12 8DT, Bretland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið.

België/Belgique/Belgien

Lietuva

GlaxoSmithKline Pharmaceuticals s.a./n.v.

GlaxoSmithKline Lietuva UAB

Tél/Tel: + 32 (0) 10 85 52 00

Tel: + 370 5 264 90 00

 

info.lt@gsk.com

България

Luxembourg/Luxemburg

ГлаксоСмитКлайн ЕООД

GlaxoSmithKline Pharmaceuticals s.a./n.v.

Тел. + 359 2 953 10 34

Belgique/Belgien

 

Tél/Tel: + 32 (0) 10 85 52 00

Česká republika

Magyarország

GlaxoSmithKline s.r.o.

GlaxoSmithKline Kft.

Tel: + 420 222 001 111

Tel.: + 36 1 225 5300

cz.info @gsk.com

 

Danmark

Malta

GlaxoSmithKline Pharma A/S

GlaxoSmithKline (Malta) Limited

Tlf: + 45 36 35 91 00

Tel: + 356 21 238131

dk-info@gsk.com

 

Deutschland

Nederland

GlaxoSmithKline GmbH & Co. KG

GlaxoSmithKline BV

Tel.: + 49 (0)89 36044 8701

Tel: + 31 (0)30 6938100

produkt.info@gsk.com

nlinfo@gsk.com

Eesti

Norge

GlaxoSmithKline Eesti OÜ

GlaxoSmithKline AS

Tel: + 372 6676 900

Tlf: + 47 22 70 20 00

estonia@gsk.com

 

Ελλάδα

Österreich

GlaxoSmithKline A.E.B.E.

GlaxoSmithKline Pharma GmbH

Τηλ: + 30 210 68 82 100

Tel: + 43 (0)1 97075 0

 

at.info@gsk.com

España

Polska

GlaxoSmithKline, S.A.

GSK Services Sp. z o.o.

Tel: + 34 902 202 700

Tel.: + 48 (0)22 576 9000

es-ci@gsk.com

 

France

Portugal

Laboratoire GlaxoSmithKline

GlaxoSmithKline – Produtos Farmacêuticos, Lda

Tél: + 33 (0)1 39 17 84 44

Tel: + 351 21 412 95 00

diam@gsk.com

FI.PT@gsk.com

Hrvatska

România

GlaxoSmithKline d.o.o.

GlaxoSmithKline (GSK) S.R.L.

Tel: + 385 1 6051 999

Tel: + 4021 3028 208

Ireland

Slovenija

GlaxoSmithKline (Ireland) Limited

GlaxoSmithKline d.o.o.

Tel: + 353 (0)1 4955000

Tel: + 386 (0)1 280 25 00

 

medical.x.si@gsk.com

Ísland

Slovenská republika

Vistor hf.

GlaxoSmithKline Slovakia s. r. o.

Sími: + 354 535 7000

Tel: + 421 (0)2 48 26 11 11

 

recepcia.sk@gsk.com

Italia

Suomi/Finland

GlaxoSmithKline S.p.A.

GlaxoSmithKline Oy

Tel: + 39 (0)45 9218 111

Puh/Tel: + 358 (0)10 30 30 30

 

Finland.tuoteinfo@gsk.com

Κύπρος

Sverige

GlaxoSmithKline (Cyprus) Ltd

GlaxoSmithKline AB

Τηλ: + 357 22 39 70 00

Tel: + 46 (0)8 638 93 00

gskcyprus@gsk.com

info.produkt@gsk.com

Latvija

United Kingdom

GlaxoSmithKline Latvia SIA

GlaxoSmithKline UK Ltd

Tel: + 371 67312687

Tel: + 44 (0)800 221441

lv-epasts@gsk.com

customercontactuk@gsk.com

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Integrilin 2 mg/ml stungulyf, lausn eptifibatíð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða sjúkrahúslyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Látið lækninn eða sjúkrahúslyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Integrilin og við hverju það er notað

2.Áður en þú færð Integrilin

3.Hvernig nota á Integrilin

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Integrilin

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1. Upplýsingar um Integrilin og við hverju það er notað

Integrilin hindrar samloðun blóðflagna. Það þýðir að það stuðlar að því að hindra myndun blóðtappa.

Það er ætlað fullorðnum með staðfesta alvarlega kransæðabilun, sem lýsir sér í óvæntum og nýtilkomnum brjóstverkjum með afbrigðilegu hjartalínuriti og líffræðilegum breytingum. Það er yfirleitt gefið ásamt aspiríni og ósundurgreindu heparíni.

2. Áður en þú færð Integrilin

Ekki má gefa þér Integrilin

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir eptifibatíði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

-ef þú hefur nýlega haft blæðingar frá maga, smáþörmum, blöðru eða öðrum líffærum, t.d. ef óeðlilegt blóð hefur verið í hægðum eða þvagi (fyrir utan tíðablóð) síðastliðna 30 daga.

-ef þú hefur fengið heilablóðfall á síðastliðnum 30 dögum eða einhvers konar slag vegna blæðinga (læknir verður einnig að hafa vitnesku um ef sjúklingur hefur einhvern tíma fengið slag).

-ef þú hefur fengið heilaæxli eða eitthvað annað sem hefur áhrif á æðarnar kringum heilann.

-ef þú hefur verið í meiriháttar uppskurði eða fengið mikla áverka á síðastliðnum 6 vikum.

-ef þú ert með eða hefur verið með blæðingavandamál.

-ef þú ert með eða hefur verið með blóðstorknunarvandamál eða lágt hlutfall blóðflagna.

-ef þú ert með eða hefur verið með háþrýsting (of háan blóðþrýsting).

-ef þú ert með eða hefur verið með alvarleg nýrna- eða lifrarvandamál.

-ef þú hefur verið meðhöndlaður með öðru lyfi af sömu gerð og Integrilin.

Láttu lækninn vita ef þú hefur fengið einhverja af þessum sjúkdómum. Leitið til læknisins eða sjúkrahúslyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Varnaðarorð og varúðarreglur

-

Integrilin

er ráðlagt eingöngu fyrir fullorðna sjúklinga, sem liggja inni á hjartadeild sjúkrahúss.

-

Integrilin

er ekki ætlað til notkunar fyrir börn eða unglinga yngri en 18 ára.

-Fyrir eða meðan á Integrilin-meðferð stendur, munu verða teknar blóðprufur öryggisins vegna til að koma í veg fyrir óæskilegar blæðingar.

-Meðan á Integrilin-meðferð stendur mun verða fylgst vel með sjúklingi m.t.t. óvenjulegra eða óvæntra blæðinga.

Notkun annarra lyfja samhliða Integrilin

Til að koma í veg fyrir hugsanlegar milliverkanir við önnur lyf, verður að láta lækninn eða sjúkrahús- lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð einnig þau sem fengin eru án lyfseðils. Sérstaklega:

-blóðþynningarlyf (til inntöku) eða

-lyf sem hindra myndun blóðtappa, þ.m.t. warfarín, dípýridamól, tíklópídín, aspirín (nema þau sem þú færð sem hluta af Integrilin-meðferðinni).

Meðganga og brjóstagjöf

Notkun Integrilin er yfirleitt ekki ráðlögð á meðgöngu. Láttu lækninn vita ef þú ert barnshafandi, heldur að þú getir verið það eða ráðgerir að eignast barn. Læknirinn mun meta ávinninginn fyrir þig af notkun Integrilin á meðgöngu í samanburði við áhættuna fyrir barnið.

Ef þú ert með barn á brjósti skal hætta brjóstagjöfinni meðan á meðferð stendur.

3. Hvernig nota á Integrilin

Integrilin er gefið í æð með beinni inndælingu sem er fylgt eftir með innrennsli (sídreypi). Skammtur lyfsins fer eftir líkamsþyngd sjúklings. Ráðlagður skammtur er 180 míkróg/kg gefinn sem hleðsluskammtur (hröð inngjöf í æð), og fylgt eftir með innrennsli (sídreypi) á 2 míkróg/kg/mín. í allt að 72 klukkustundir. Ef þú ert með nýrnasjúkdóm gæti þurft að minnka innrennslisskammtinn niður í 1 míkróg/kg/mín.

Ef æðaútvíkkun (PCI) er framkvæmd á sjúklingi meðan á Integrilin meðferð stendur, má gefa lyfið í æð í allt að 96 klukkustundir.

Einnig verður að gefa sjúklingi aspirín og heparín (ef það er ekki frábending í þínu tilviki).

Leitið til læknisins eða sjúkrahúslyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4. Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Mjög algengar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum

-minniháttar eða meiriháttar blæðingar, (t.d. blóð í þvagi, blóð í saur, blóðug uppköst eða blæðingar við skurðaðgerðir).

-blóðleysi (fækkun rauðra blóðkorna).

Algengar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum

-bláæðabólga.

Sjaldgæfar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum

-fækkun blóðflagna (blóðkorn sem eru nauðsynleg fyrir blóðstorknun).

-minnkað blóðflæði til heilans.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum

-alvarleg blæðing (til dæmis blæðing í kviðarholi, í heila eða í lungum).

-banvæn blæðing.

-alvarleg fækkun blóðflagna (blóðkorn nauðsynleg fyrir blóðstorknun).

-húðútbrot (svo sem ofsakláði).

-skyndileg, alvarleg ofnæmisviðbrögð.

Ef vart verður við merki um blæðingu skal gera lækninum eða sjúkrahúslyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi strax viðvart. Örsjaldan kemur það fyrir að blæðing hafi orðið alvarleg og hafi jafnvel leitt til dauða. Öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir að slíkt gerist eru m.a. blóðrannsóknir og gaumgæfilegt eftirlit þess heilbrigðisstarfsfólks sem annast sjúklinginn.

Ef vart verður við alvarleg ofnæmisviðbrögð eða ofsakláða, skal láta lækni eða sjúkrahúslyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita samstundis.

Aðrar aukaverkanir sem geta komið fram hjá sjúklingum sem þurfa þessa meðferð tengjast sjúkdómnum sem verið er að meðhöndla, svo sem hraður eða óreglulegur hjartsláttur, lágur blóðþrýstingur, lost eða hjartastopp.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, sjúkrahúslyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5. Hvernig geyma á Integrilin

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og hettuglasinu. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í kæli (2°C – 8°C).

Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi. Ekki er þó nauðsynlegt að verja Integrilin ljósi meðan það er gefið.

Áður en lyfið er notað verður að athuga vel innihald hettuglassins.

Ekki má nota Integrilin ef agnir eru til staðar eða ef litabreytingar hafa orðið.

Farga skal öllum lyfjaleifum eftir notkun.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða hjá sjúkrahúslyfjafræðingi um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Integrilin inniheldur

Virka efnið er eptifibatíð. Hver ml af stungulyfi, lausn, inniheldur 2 mg af eptifibatíði. Eitt hettuglas með 10 ml af stungulyfi, lausn inniheldur 20 mg af eptifibatíði.

Önnur innihaldsefni eru sítrónusýrueinhýdrat, natríumhýdroxíð og vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Integrilin og pakkningastærðir

Integrilin stungulyf, lausn: 10 ml hettuglas, pakkning með 1 hettuglasi.

Tær, litlaus lausnin er í 10 ml glerhettuglasi, sem er lokað með bútýlgúmmítappa og innsiglað með bylgjuáli.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

Glaxo Group Ltd, 980 Great West Road, Brentford, Middlesex, TW8 9GS, Bretland

Framleiðandi:

Glaxo Operations UK Ltd., (Trading as Glaxo Wellcome Operations), Harmire Road, Barnard Castle, Co. Durham, DL12 8DT, Bretland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið.

België/Belgique/Belgien

Lietuva

GlaxoSmithKline Pharmaceuticals s.a./n.v.

GlaxoSmithKline Lietuva UAB

Tél/Tel: + 32 (0) 10 85 52 00

Tel: + 370 5 264 90 00

 

info.lt@gsk.com

България

Luxembourg/Luxemburg

ГлаксоСмитКлайн ЕООД

GlaxoSmithKline Pharmaceuticals s.a./n.v.

Тел. + 359 2 953 10 34

Belgique/Belgien

 

Tél/Tel: + 32 (0) 10 85 52 00

Česká republika

Magyarország

GlaxoSmithKline s.r.o.

GlaxoSmithKline Kft.

Tel: + 420 222 001 111

Tel.: + 36 1 225 5300

cz.info@gsk.com

 

Danmark

Malta

GlaxoSmithKline Pharma A/S

GlaxoSmithKline (Malta) Limited

Tlf: + 45 36 35 91 00

Tel: + 356 21 238131

dk-info@gsk.com

 

Deutschland

Nederland

GlaxoSmithKline GmbH & Co. KG

GlaxoSmithKline BV

Tel.: + 49 (0)89 36044 8701

Tel: + 31 (0)30 6938100

produkt.info@gsk.com

nlinfo@gsk.com

Eesti

Norge

GlaxoSmithKline Eesti OÜ

GlaxoSmithKline AS

Tel: + 372 6676 900

Tlf: + 47 22 70 20 00

estonia@gsk.com

 

Ελλάδα

Österreich

GlaxoSmithKline A.E.B.E.

GlaxoSmithKline Pharma GmbH

Τηλ: + 30 210 68 82 100

Tel: + 43 (0)1 97075 0

 

at.info@gsk.com

España

Polska

GlaxoSmithKline, S.A.

GSK Services Sp. z o.o.

Tel: + 34 902 202 700

Tel.: + 48 (0)22 576 9000

es-ci@gsk.com

 

France

Portugal

Laboratoire GlaxoSmithKline

GlaxoSmithKline – Produtos Farmacêuticos, Lda

Tél: + 33 (0)1 39 17 84 44

Tel: + 351 21 412 95 00

diam@gsk.com

FI.PT@gsk.com

Hrvatska

România

GlaxoSmithKline d.o.o.

GlaxoSmithKline (GSK) S.R.L.

Tel: + 385 1 6051 999

Tel: + 4021 3028 208

Ireland

Slovenija

GlaxoSmithKline (Ireland) Limited

GlaxoSmithKline d.o.o.

Tel: + 353 (0)1 4955000

Tel: + 386 (0)1 280 25 00

 

medical.x.si@gsk.com

Ísland

Slovenská republika

Vistor hf.

GlaxoSmithKline Slovakia s. r. o.

Sími: + 354 535 7000

Tel: + 421 (0)2 48 26 11 11

 

recepcia.sk@gsk.com

Italia

Suomi/Finland

GlaxoSmithKline S.p.A.

GlaxoSmithKline Oy

Tel: + 39 (0)45 9218 111

Puh/Tel: + 358 (0)10 30 30 30

 

Finland.tuoteinfo@gsk.com

Κύπρος

Sverige

GlaxoSmithKline (Cyprus) Ltd

GlaxoSmithKline AB

Τηλ: + 357 22 39 70 00

Tel: + 46 (0)8 638 93 00

gskcyprus@gsk.com

info.produkt@gsk.com

Latvija

United Kingdom

GlaxoSmithKline Latvia SIA

GlaxoSmithKline UK Ltd

Tel: + 371 67312687

Tel: + 44 (0)800 221441

lv-epasts@gsk.com

customercontactuk@gsk.com

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf