Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Ivabradine JensonR (ivabradine hydrochloride) – Samantekt á eiginleikum lyfs - C01EB17

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsIvabradine JensonR
ATC-kóðiC01EB17
Efniivabradine hydrochloride
FramleiðandiJensonR Limited

1.HEITI LYFS

Ivabradine JensonR 5 mg filmuhúðaðar töflur

Ivabradine JensonR 7,5 mg filmuhúðaðar töflur

2. INNIHALDSLÝSING

Ivabradine JensonR 5 mg filmuhúðaðar töflur

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 5 mg ivabradin (sem hýdróklóríð).

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 36,73 mg af laktósa (vatnsfrír).

Ivabradine JensonR 7,5 mg filmuhúðaðar töflur

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 7,5 mg ivabradin (sem hýdróklóríð).

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 55,09 mg af laktósa (vatnsfrír).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Filmuhúðuð tafla.

Ivabradine JensonR 5 mg filmuhúðaðar töflur

Bleikar, sporöskjulaga, tvíkúptar filmuhúðaðar töflur með deiliskoru, um það bil 7,9 mm sinnum 4,15 mm að stærð, merktar með „Ι 5“ á annarri hliðinni og „M“ á hinni hliðinni.

Töflunni má skipta í jafna skammta.

Ivabradine JensonR 7,5 mg filmuhúðaðar töflur

Bleikar, kringlóttar, sniðskornar, tvíkúptar filmuhúðaðar töflur, um það bil 6,65 mm að þvermáli, merktar með „Ι 7“ á annarri hliðinni og „M“ á hinni hliðinni.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Meðferð við einkennum langvarandi áreynsluhjartaangar

Ivabradin er ætlað til meðferðar við einkennum langvarandi áreynsluhjartaangar vegna kransæðasjúkdóms hjá fullorðnum með eðlilegan sínustakt og hjartsláttartíðni ≥70 slög/mín. Ábendingar ivabradin meðferðar eru:

-fyrir fullorðna sem þola ekki beta blokka eða mega ekki nota beta blokka.

-eða samhliða meðferð ásamt beta blokkum hjá sjúklingum þar sem ákjósanlegur skammtur beta blokka hefur ekki fullnægjandi stjórn á sjúkdómnum.

Meðferð við langvinnri hjartabilun

Ivabradin er ætlað til meðferðar við langvinnri hjartabilun með NYHA flokkun II til IV ásamt slagbilstruflun, hjá sjúklingum með sínus takt og hjartsláttartíðni ≥75 slög/mín. í samsetningu með staðalmeðferð, þ.m.t. beta blokkar, eða þegar meðferð með beta blokkum á ekki við eða þolist ekki (sjá kafla 5.1).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Fyrir hina mismunandi skammta eru fáanlegar filmuhúðaðar töflur sem innihalda 5 mg eða 7,5 mg af ivabradini.

Meðferð á hjartaöng vegna langvinns kransæðasjúkdóms sem er í jafnvægi.

Hvorki ætti að hefja né breyta meðferð nema fyrir liggi endurteknar mælingar á hjartsláttarhraða, hjartarafrit eða sólarhrings hjartasíritun.

Upphafsskammtur af ivabradini ætti ekki að vera stærri en 5 mg tvisvar sinnum á sólarhring hjá sjúklingum yngri en 75 ára. Eftir þriggja til fjögurra vikna meðferð má auka skammtinn í næstu skammtastærð hjá sjúklingum sem fá 2,5 mg tvisvar sinnum á sólarhring eða 5 mg tvisvar sinnum á sólarhring ef sjúklingurinn hefur enn einkenni, upphafsskammtur þolist vel og hjartsláttartíðni í hvíld helst hærri en 60 slög/mín. Viðhaldsskammtur ætti ekki að vera stærri en 7,5 mg tvisvar sinnum á sólarhring.

Ef einkenni hjartaangar batna ekki innan 3 mánaða eftir að meðferð er hafin á að hætta meðferð með ivabradini.

Auk þess á að íhuga að hætta meðferð ef aðeins næst takmarkaður bati á einkennum og hjartsláttartíðni í hvíld minnkar ekki klínískt mikilvægt innan þriggja mánaða.

Ef hjartsláttartíðni í hvíld verður lægri en 50 slög á mínútu meðan á meðferð stendur eða ef sjúklingurinn finnur fyrir einkennum sem tengjast hægslætti, t.d. sundli, þreytu eða lágþrýstingi, á að minnka skammtinn, þ.m.t. í minnsta skammtinn 2,5 mg tvisvar sinnum á sólarhring (hálf 5 mg tafla tvisvar sinnum á sólarhring). Fylgjast á með hjartsláttartíðni eftir að skammturinn er minnkaður (sjá kafla 4.4). Hætta skal meðferð ef hjartsláttartíðnin helst minni en 50 slög/mín. eða ef einkenni um hægslátt hverfa ekki þrátt fyrir skammtaminnkun.

Meðferð við langvinnri hjartabilun

Eingöngu má hefja meðferð hjá sjúklingum með hjartabilun í jafnvægi. Ráðlagt er að læknirinn sem stjórnar meðferðinni hafi reynslu af meðhöndlun langvinnrar hjartabilunar. Venjulegur upphafsskammtur ivabradins er 5 mg tvisvar sinnum á sólarhring. Eftir tveggja vikna meðferð, má hækka skammtinn í 7,5 mg tvisvar sinnum á sólarhring ef hjartsláttartíðni í hvíld helst yfir 60 slögum/mín. eða minnka skammt í 2,5 mg tvisvar sinnum á sólarhring (hálf 5 mg tafla tvisvar sinnum á sólarhring) ef hjartsláttartíðni í hvíld er viðvarandi undir 50 slögum á mínútu eða ef vart verður við einkenni sem tengjast hægslætti eins og sundl, þreytu eða lágþrýsting. Ef hjartsláttartíðni er milli 50 og 60 slög á mínútu, skal viðhalda 5 mg skammti tvisvar sinnum á sólarhring.

Ef hjartsláttartíðni minnkar meðan sjúklingur er á meðferð og er viðvarandi undir 50 slögum á mínútu í hvíld eða ef sjúklingur finnur fyrir einkennum sem tengjast hægslætti, þarf að aðlaga skammtinn niður í næsta lægri skammt hjá sjúklingum sem fá 7,5 mg tvisvar sinnum á sólarhring eða 5 mg tvisvar sinnum á sólarhring. Ef hjartsláttartíðni eykst hjá sjúklingum sem fá 2,5 mg tvisvar sinnum á sólarhring eða 5 mg tvisvar sinnum á sólarhring og er viðvarandi yfir 60 slögum á mínútu í hvíld, má aðlaga skammtinn upp í næstu efri skammtamörk.

Hætta skal meðferð ef hjartsláttarhraðinn er áfram undir 50 slögum á mínútu eða ef einkenni hægsláttar eru viðvarandi. (sjá kafla 4.4).

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir

Hjá sjúklingum 75 ára og eldri, skal hafa í huga að nota minni upphafsskammt (2,5 mg tvisvar sinnum á sólarhring, þ.e. hálf 5 mg tafla tvisvar sinnum á sólarhring) áður en skammtur er aukinn, sé þess þörf.

Skert nýrnastarfsemi

Ekki þarf að breyta skammti handa sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi og úthreinsun kreatinins yfir 15 ml/mín. (sjá kafla 5.2).

Engar upplýsingar liggja fyrir hvað varðar sjúklinga með úthreinsun kreatinins undir 15 ml/mín. Gæta skal varúðar við notkun ivabradins hjá þessum sjúklingahópi.

Skert lifrarstarfsemi

Ekki þarf að breyta skammti handa sjúklingum með vægt skerta lifrarstarfsemi. Gæta skal varúðar þegar ivabradin er notað handa sjúklingum með í meðallagi skerta lifrarstarfsemi. Ekki má nota ivabradin handa sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi því notkun þess hefur ekki verið rannsökuð hjá þessum sjúklingahópi og gert er ráð fyrir mikið aukinni almennri útsetningu (sjá kafla 4.3 og 5.2).

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun ivabradins við meðferð langvinnrar hjartabilunar hjá börnum yngri en 18 ára. Þær upplýsingar sem liggja fyrir er að finna í köflum 5.1 og 5.2, en ekki er hægt að ráðleggja skammtastærðir.

Lyfjagjöf

Töflurnar á að taka inn tvisvar sinnum á sólarhring, þ.e. einu sinni á morgnana og einu sinni á kvöldin með máltíð (sjá kafla 5.2).

4.3Frábendingar

-Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

-Ef hjartsláttartíðni í hvíld er minni en 70 slög/mín. áður en meðferð hefst

-Hjartalost

-Brátt hjartadrep

-Alvarlegur lágþrýstingur (<90/50 mmHg)

-Alvarlega skert lifrarstarfsemi

-Sjúkur sínus (sick sinus syndrome)

-Gúls- og gáttarrof

-Hvikul eða bráð hjartabilun

-Sjúklingar sem eru háðir gangráði (hjartsláttartíðni ákvarðast eingöngu af gangráði)

-Hvikul hjartaöng

-AV-leiðslurof af 3. gráðu

-Samhliða notkun með öflugum sýtókróm P450 3A4 hemlum, t.d. sveppalyf af flokki azola (ketoconazol, itraconazol), sýklalyf af flokki makrólíða (claritromycin, erytromycin til inntöku, josamycin, telitromycin), HIV proteasahemlar (nelfinavir, ritonavir) og nefazodon (sjá kafla 4.5 og 5.2)

-Samhliða notkun verapamils eða diltiazems, sem eru miðlungi öflugir CYP3A4-hemlar sem geta dregið úr hjartsláttartíðni (sjá kafla 4.5)

-Meðganga, brjóstagjöf og konur á barneignaaldri sem nota ekki viðeigandi getnaðarvarnir (sjá kafla 4.6)

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Sérstök varnaðarorð

Skortur á klínískum ávinningi hjá sjúklingum með langvarandi áreynsluhjartaöng með einkennum Ivabradin er eingöngu ætlað til meðferðar við einkennum langvarandi áreynsluhjartaangar þar sem ivabradin hefur engin jákvæð áhrif á afleiðingar kransæðasjúkdóms (t.d. hjartadrep eða dauðsfall af völdum hjarta- og æðasjúkdóms) (sjá kafla 5.1).

Mæling hjartsláttartíðni

Þar sem hjartsláttartíðni getur verið mjög breytileg með tímanum á að íhuga endurteknar mælingar á hjartsláttartíðni, með hjartarafriti eða með sólarhrings hjartalínuriti, þegar hjartsláttartíðni í hvíld er ákvörðuð áður en meðferð með ivabradini er hafin og þegar íhugað er að breyta skömmtum hjá sjúklingum sem fá ivabradin. Þetta á einnig við sjúklinga með lága hjartsláttartíðni, einkum ef hjartsláttartíðni fellur undir 50 slög/mín. eða eftir að skammtar eru minnkaðir (sjá kafla 4.2).

Hjartsláttartruflanir

Ivabradin er ekki virkt til meðferðar við eða fyrirbyggjandi gegn hjartsláttartruflunum og tapar líklega verkun sinni við hraðsláttarglöp (t.d. slegla- og ofansleglahraðsláttur). Því er ekki mælt með notkun ivabradins handa sjúklingum með gáttatif eða aðrar hjartsláttartruflanir sem hafa áhrif á sínusvirkni. Hætta á að gáttatif komi fram er aukin hjá sjúklingum sem fá ivabradin (sjá kafla 4.8). Gáttatif hefur verið algengara hjá sjúklingum sem nota samtímis amiodarón eða öflug lyf gegn hjartsláttartruflunum í flokki I. Mælt er með reglulegu klínísku eftirliti með sjúklingum sem nota ivabradin, með tilliti til gáttatifs (viðvarandi eða tilfallandi) og ef við á skal einnig taka hjartalínurit (t.d. við versnandi hjartaöng, hjartsláttarónot, óreglulegan púls).

Upplýsa á sjúklinga um einkenni gáttatifs og ráðleggja þeim að hafa samband við lækninn ef þau koma fram.

Ef gáttatif kemur fram meðan á meðferð stendur á að íhuga vandlega ávinning og áhættu við áframhaldandi meðferð með ivabradini.

Fylgjast skal náið með sjúklingum með langvarandi hjartabilun sem hafa leiðnitruflanir í slegli (greinarof vinstra megin, greinarof hægra megin) eða ósamstíga samdrátt í slegli.

Notkun handa sjúklingum með AV-leiðslurof af 2. gráðu

Ekki er mælt með notkun ivabradins handa sjúklingum með AV-leiðslurof af 2. gráðu.

Notkun handa sjúklingum með lága hjartsláttartíðni

Ekki má hefja notkun ivabradins hjá sjúklingum ef hjartsláttartíðni þeirra í hvíld, fyrir meðferð, er lægri en 70 slög á mínútu (sjá kafla 4.3).

Ef hjartsláttartíðni er viðvarandi lægri en 50 slög/mín. í hvíld meðan á meðferð stendur eða ef sjúklingurinn finnur fyrir einkennum sem tengjast hægslætti, t.d. sundli, þreytu eða lágþrýstingi, á að minnka skammtinn eða hætta meðferð, ef hjartsláttartíðnin helst lægri en 50 slög/mín. eða ef einkenni hægsláttar hverfa ekki (sjá kafla 4.2).

Samhliða notkun með kalsíumganga blokkum

Ekki má nota ivabradin samhliða kalsíumgangalokum sem hægja á hjartslætti, t.d.verapamil og diltiazem (sjá kafla 4.3 og 4.5). Ekki hafa komið fram neinar efasemdir um öryggi við samhliða notkun ivabradins með nítrötum og kalsíumgangalokum af flokki tvíhýdrópýridína, t.d. amlodipin. Ekki hefur verið sýnt fram á viðbótarverkun ivabradins við samhliða notkun með kalsíumgangalokum af flokki tvíhýdrópýridína (sjá kafla 5.1).

Langvinn hjartabilun

Hjartabilun verður að vera í jafnvægi áður en meðferð með ivabradini er íhuguð. Nota skal ivabradin með varúð hjá hjartabilunarsjúklingum í NYHA flokki IV vegna takmarkaðra upplýsinga um þennan hóp.

Heilablóðfall

Ekki er mælt með notkun ivabradins strax í kjölfar heilablóðfalls vegna þess að engar upplýsingar liggja fyrir varðandi þessar aðstæður.

Sjón

Ivabradin hefur áhrif á starfsemi sjónu (sjá kafla 5.1). Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um eiturverkanir ivabradins á sjónu en áhrif langtímameðferðar með ivabradini, lengur en eitt ár, á starfsemi sjónu liggja ekki fyrir. Íhuga skal að hætta meðferð komi fram óvænt sjónskerðing. Gæta skal varúðar hvað varðar sjúklinga með sjónufreknur (retinitis pigmentosa).

Varúðarreglur við notkun

Sjúklingar með lágþrýsting

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með vægan til í meðallagi slæman lágþrýsting og því skal nota ivabradin með varúð handa þessum sjúklingum. Ekki má nota ivabradin handa sjúklingum með alvarlegan lágþrýsting (blóðþrýstingur <90/50 mmHg) (sjá kafla 4.3).

Gáttatif - hjartsláttartruflanir

Engar vísbendingar eru um hættu á (óhóflegum) hægslætti við endurheimt sínustakts þegar hafin er hjartastilling með lyfjum (pharmacological cardioversion) hjá sjúklingum í meðferð með ivabradini. Vegna þess að ekki liggja fyrir ítarlegar upplýsingar skal þó íhuga hjartastillingu með rafmagni (non- urgent DC-cardioversion) 24 klst. eftir að ivabradin var síðast tekið inn.

Notkun hjá sjúklingum með meðfætt QT heilkenni og hjá sjúklingum sem fá meðferð með lyfjum sem lengja QT bil

Forðast á notkun ivabradins hjá sjúklingum með meðfætt QT heilkenni og hjá sjúklingum sem fá meðferð með lyfjum sem lengja QT bil (sjá kafla 4.5). Ef samhliða notkun er talin nauðsynleg þarf að viðhafa náið eftirlit með hjarta.

Hægsláttur af völdum ivabradins getur aukið QT lengingu, sem getur leitt til alvarlegra hjartsláttartruflana, einkum Torsade de pointes.

Þegar blóðþrýstingslyfjameðferð er breytt hjá sjúklingum með háþrýsting.

Í SHIFT rannsókninni fengu fleiri sjúklingar hækkaðan blóðþrýsting um skeið meðan þeir voru á meðferð með ivabradini (7,1%) en sjúklingar sem höfðu fengið lyfleysu (6,1%). Þessi tímabil komu oftast fram skömmu eftir breytingar á blóðþrýstingsmeðferð, þau voru skammvinn og höfðu ekki áhrif á verkun ivabradin meðferðar. Þegar breytingar eru gerðar á meðferð hjá hjartabilunarsjúklingum sem fá meðferð með ivabradini, skal fylgjast með blóðþrýstingi með hæfilegu millibili. (sjá kafla 4.8).

Hjálparefni

Vegna þess að töflurnar innihalda mjólkursykur eiga sjúklingar með sjaldgæfu arfgengu kvillana galaktósuóþol, Lapp lactasaskort eða glúkósu-galaktósu vanfrásog ekki að nota þetta lyf.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Milliverkanir vegna lyfhrifa

Samhliða notkun sem ekki er mælt með

Lyf sem lengja QT bil

-Hjarta- og æðalyf sem lengja QT bil (t.d. kinidin, disopyramid, bepridil, sotalol, ibutilid, amiodaron).

-Lyf sem lengja QT og eru ekki hjarta- og æðalyf (t.d. pimozid, ziprasidon, sertindol, mefloquin, halofantrin, pentamidin, cisaprid, erytromycin gefið í bláæð).

Forðast skal samhliða notkun ivabradins og hjarta- og æðalyfja sem lengja QT bil sem og lyfja sem ekki eru hjarta- og æðalyf en lengja QT bil, vegna þess að lenging QT bils getur versnað vegna lægri hjartsláttartíðni. Ef samhliða notkun er talin nauðsynleg þarf að viðhafa náið eftirlit með hjarta (sjá kafla 4.4).

Samhliða notkun með varúð

Þvagræsilyf sem auka útskilnað kalíums (tíasíð þvagræsilyf og hávirkniþvagræsilyf): kalíumskortur getur aukið hættu á hjartsláttartruflunum. Þar sem ivabradin getur valdið hægslætti, getur sambland af kalíumskorti og hægslætti af völdum lyfjanna aukið hættu á að alvarlegar hjartsláttartruflanir verði sérstaklega hjá sjúklingum með langt QT bil, hvort sem það er meðfætt eða af völdum lyfja.

Lyfjahvarfamilliverkanir

Cytochrom P450 3A4 (CYP3A4)

Ivabradin umbrotnar einungis fyrir tilstilli CYP3A4 og það er mjög veikur hemill þessa cytochroms. Sýnt var fram á að ivabradin hefur ekki áhrif á umbrot og plasmaþéttni annarra hvarfefna CYP3A4 (vægir, í meðallagi öflugir og öflugir hemlar). CYP3A4 hemlar og örvar eru líklegir til að milliverka við ivabradin og hafa klínískt marktæk áhrif á umbrot og lyfjahvörf þess. Rannsóknir á milliverkunum við lyf hafa staðfest að CYP3A4 hemlar auka þéttni ivabradins í plasma en örvar lækka hana. Aukin plasmaþéttni ivabradins getur verið tengd hættu á óhóflegum hægslætti (sjá kafla 4.4).

Samhliða notkun sem er frábending

Ekki má nota öfluga CYP3A4 hemla eins og sveppalyf af flokki azola (ketoconazol, itraconazol) sýklalyf af flokki makrólíða (claritromycin, erytromycin til inntöku, josamycin, telitromycin), HIV proteasahemla (nelfinavir, ritonavir) og nefazodon samhliða ivabradini (sjá kafla 4.3). Öflugu CYP3A4 hemlarnir ketoconazol (200 mg einu sinni á sólarhring) og josamycin (1 g tvisvar sinnum á sólarhring) juku meðaltalsútsetningu plasma 7 til 8-falt.

Í meðallagi öflugir CYP3A4 hemlar: Sértækar rannsóknir á milliverkunum hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum og sjúklingum hafa sýnt fram á að samhliða notkun ivabradins og lyfjanna diltiazems eða verapamils sem hægja á hjartslætti, leiddi til aukinnar útsetningar fyrir ivabradini (2 til 3-föld stækkun á AUC) og viðbótar lækkunar á hjartsláttartíðni sem nam 5 slögum/mín. Ekki má nota ivabradin samhliða þessum lyfjum (sjá kafla 4.3).

Samhliða notkun sem ekki er mælt með

Greipaldinsafi: Útsetning fyrir ivabradini jókst 2-falt í kjölfar samhliða notkunar greipaldinsafa. Því á að forðast neyslu greipaldinsafa.

Samhliða notkun þegar gæta á varúðar

-Í meðallagi öflugir CYP3A4 hemlar: Íhuga má samhliða notkun ivabradins og annarra í meðallagi öflugra CYP3A4 hemla (t.d. fluconazol) ef gefinn er upphafsskammturinn 2,5 mg tvisvar sinnum á sólarhring og hjartsláttur í hvíld er yfir 70 slögum á mínútu, auk þess sem fylgst er með hjartslætti.

-CYP3A4 örvar: CYP3A4 örvar (t.d. rifampicin, barbituröt, fenytoin, Hypericum perforatum (jónsmessurunni, jóhannesarjurt [St. John's Wort])) geta dregið úr útsetningu fyrir ivabradini og virkni þess. Við samhliða notkun lyfja sem örva CYP3A4 getur þurft að breyta skammti ivabradins. Sýnt hefur verið fram á að samhliða notkun 10 mg af ivabradini tvisvar sinnum á sólarhring og jónsmessurunna minnkar AUC fyrir ivabradin um helming. Takmarka á notkun jónsmessurunna meðan á meðferð með ivabradini stendur.

Samhliða notkun annarra lyfja

Sértækar rannsóknir á milliverkunum við lyf hafa ekki sýnt fram á klínískt marktæk áhrif eftirtalinna lyfja á lyfjahvörf eða lyfhrif ivabradins: Prótónupumpuhemlar (omeprazol, lansoprazol), sildenafil, HMG CoA reductasahemlar (simvastatin), kalsíumgangalokar af flokki tvíhýdrópýridína (amlodipin, lacidipin), digoxin og warfarin. Að auki hafði ivabradin engin klínískt marktæk áhrif á lyfjahvörf simvastatins, amlodipins og lacidipins, lyfjahvörf og lyfhrif digoxins og warfarins og á lyfhrif acetýlsalicýlsýru.

Í klínísku III. stigs lykilrannsóknunum voru eftirtalin lyf notuð reglulega ásamt ivabradini án nokkurra vísbendinga um áhrif hvað varðar öryggi: ACE-hemlar (angiotensin converting enzyme inhibitors), angiotensin II blokkar, beta blokkar, þvagræsilyf, aldosterón-hemlar, stutt- og langverkandi nítröt, HMG CoA reductasahemlar, fíbröt, prótónupumpuhemlar, sykursýkislyf til inntöku, acetýlsalicýlsýra og önnur lyf sem hafa áhrif á blóðflögur.

Börn

Rannsóknir á milliverkunum hafa eingöngu verið gerðar hjá fullorðnum.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaaldri

Konur á barneignaaldri ættu að nota viðeigandi getnaðarvarnir (sjá kafla 4.3) meðan á meðferð stendur.

Meðganga

Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun ivabradins á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun. Þessar rannsóknir hafa sýnt fram á eituráhrif á fóstur og vanskapandi áhrif (sjá kafla 5.3). Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Því má ekki nota ivabradin á meðgöngu (sjá kafla 4.3).

Brjóstagjöf

Dýrarannsóknir benda til að ivabradin skiljist út í brjóstamjólk. Konur sem hafa barn á brjósti mega ekki nota ivabradin (sjá kafla 4.3).

Konur sem þurfa á ivabradin meðferð að halda ættu að hætta brjóstagjöf og gefa barni sínu að borða á annan hátt.

Frjósemi

Rannsóknir á rottum hafa ekki sýnt fram á áhrif á frjósemi hjá körlum og konum (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Sértæk rannsókn þar sem metin voru hugsanleg áhrif ivabradins á hæfni til aksturs var gerð hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum og sýnt var fram á að lyfið hefur ekki slík áhrif. Eftir markaðssetningu hafa þó verið tilkynnt tilfelli, þar sem sjúklingar áttu í erfiðleikum með akstur vegna sjóntruflana. Ivabradin getur hins vegar valdið tímabundnum ljósfyrirbærum sem aðallega eru ljóssýnir (phosphenes) (sjá kafla 4.8). Taka á tillit til að mögulega geta slík ljósfyrirbæri komið fram við akstur og notkun

véla við aðstæður þegar skyndilegar breytingar verða á ljósstyrk, einkum við næturakstur. Ivabradin hefur engin áhrif á hæfni til notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggisupplýsingum

Ivabradin hefur verið rannsakað í klínískum rannsóknum sem um 45.000 þátttakendur tóku þátt í. Algengustu aukaverkanir ivabradins, ljósfyrirbæri (ljóssýnir) og hægsláttur eru skammtaháðar og tengjast lyfjafræðilegum áhrifum lyfsins.

Tafla yfir aukaverkanir

Í klínískum rannsóknum hefur verið greint frá eftirtöldum aukaverkunum sem flokkaðar eru í eftirfarandi tíðniflokka: mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til<1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til <1/1.000); koma örsjaldan fyrir (<1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Flokkun eftir líffærum

Tíðni

Aukaverkanir

Blóð og eitlar

Sjaldgæfar

Rauðkyrningager

Efnaskipti og næring

Sjaldgæfar

Blóðþvagsýruhækkun

Taugakerfi

Algengar

Höfuðverkur, yfirleitt á fyrsta mánuði

 

 

meðferðar

 

 

Sundl, líklega tengt hægslætti

 

Sjaldgæfar*

Yfirlið, líklega tengt hægslætti

Augu

Mjög algengar

Ljósfyrirbæri (ljóssýnir)

 

Algengar

Þokusjón

 

Sjaldgæfar*

Tvísýni

 

 

Sjónskerðing

Flokkun eftir líffærum

Tíðni

Aukaverkanir

Eyru og völundarhús

Sjaldgæfar

Svimi

Hjarta

Algengar

Hægsláttur

 

 

 

 

 

AV-leiðslurof af 1. gráðu (lengt PQ bil á

 

 

hjartariti)

 

 

Aukaslög frá sleglum

 

 

Gáttatif

 

Sjaldgæfar

Hjartsláttarónot, ofansleglaaukaslög

 

Koma örsjaldan

AV-leiðslurof af 2. gráðu, AV-leiðslurof af

 

fyrir

3. gráðu

 

 

Sjúkur sínus

Æðar

Algengar

Ófullnægjandi blóðþrýstingsstjórn

 

Sjaldgæfar*

Lágþrýstingur, líklega tengt hægslætti

Öndunarfæri, brjósthol og

Sjaldgæfar

Mæði

miðmæti

 

 

Meltingarfæri

Sjaldgæfar

Ógleði

 

 

Hægðatregða

 

 

Niðurgangur

 

 

Kviðverkur*

Húð og undirhúð

Sjaldgæfar*

Ofsabjúgur

 

 

Útbrot

 

Mjög sjaldgæfar*

Roðaþot

 

 

Kláði

 

 

Ofsakláði

Stoðkerfi og bandvefur

Sjaldgæfar

Vöðvakrampi

Almennar aukaverkanir og

Sjaldgæfar*

Þróttleysi, líklega tengt hægslætti

aukaverkanir á íkomustað

 

Þreyta, líklega tengt hægslætti

 

Mjög sjaldgæfar*

Lasleiki, líklega tengt hægslætti

Rannsóknaniðurstöður

Sjaldgæfar

Aukið kreatínín í blóði

 

 

Lengt QT bil á hjartalínuriti (ECG)

*Tíðni reiknuð út frá tilkynningum um aukaverkanir í klínískum rannsóknum

Lýsingar á völdum aukaverkunum

Ljósfyrirbæri (ljóssýnir) voru tilkynnt af 14,5% sjúklinga sem lýstu fyrirbærinu sem tímabundnum breytingum á ljósstyrk á takmörkuðu svæði sjónsviðsins. Það eru yfirleitt skyndilegar breytingar á ljósstyrk sem valda sjóntruflununum. Einnig er hægt að lýsa ljóssýnum sem ljósbjarma, myndniðurbroti (stroboscopic eða kaleidoscopic áhrif), lituðum skærum ljósum eða margfaldri mynd (sjónu þrávirkni). Ljóssýnir koma yfirleitt fram á fyrstu tveimur mánuðum meðferðarinnar og geta síðan komið endurtekið fram. Yfirleitt voru ljóssýnir sem greint var frá vægar til í meðallagi slæmar. Allar ljóssýnir hurfu meðan á meðferð stóð eða eftir að henni lauk og meirihlutinn (77,5%) lagaðist meðan á meðferð stóð. Innan við 1% sjúklinga breyttu daglegum venjum eða hættu meðferð vegna ljóssýna.

Greint var frá hægslætti hjá 3,3% sjúklinga, sérstaklega innan fyrstu 2 til 3 mánaðanna frá því meðferð hófst. 0,5% sjúklinga fengu alvarlegan hægslátt, ≤40 slög/mín.

Í SIGNIFY rannsókninni kom gáttatif fram hjá 5,3% sjúklinga sem tóku ivabradín samanborið við 3,8% hjá þeim sem voru í lyfleysuhópnum. Í samantektargreiningu á gögnum úr öllum II. og III. stigs tvíblindum klínískum samanburðarrannsóknum, sem stóðu í a.m.k. 3 mánuði og fleiri en

40.000 sjúklingar tóku þátt í, var tíðni gáttatifs 4,86% hjá sjúklingum sem fengu ivabradin, borið saman við 4,08% hjá samanburðarhópum, sem samsvarar áhættuhlutfallinu 1,26, 95% öryggismörk [1,15-1,39].

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Einkenni

Ofskömmtun getur leitt til alvarlegs og langvarandi hægsláttar (sjá kafla 4.8).

Meðhöndlun

Veita á meðferð við alvarlegum hægslætti í samræmi við einkenni og í sérhæfðu umhverfi. Hafa má í huga að ef hægsláttur kemur fram með lágu útfalli hjartans getur meðferð við einkennum m.a. falið í sér notkun betaörvandi lyfs t.d. isoprenalins í bláæð. Ef þess gerist þörf má hefja tímabundna notkun hjartagangráðs.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Hjartasjúkdómalyf, önnur hjartasjúkdómalyf, ATC flokkur: C01EB17.

Verkunarháttur

Ivabradin er sértækt (pure) hjartsláttarlækkandi efni, sem verkar með sértækri og sérhæfðri hömlun rafstraumsins If í gangráði hjartans, sem stjórnar sjálfsvirkri þanbilsafskautun í sínushnútnum og stillir hjartsláttartíðnina. Áhrifin á hjartað eru sértæk á sínushnútinn án áhrifa á leiðnitíma innan gátta, milli gátta og slegla eða innan slegla, á samdráttargetu hjartavöðvans eða endurskautun slegla.

Ivabradin getur einnig milliverkað við sjónurafstrauminn Ih sem líkist mjög If hjartans. Sjónuraf- straumurinn tekur þátt í aðgreiningu sjónkerfisins í gagnauga (temporal resolution), með því að minnka svörun sjónunnar við bjartri ljósörvun. Hlutahömlun Ih af völdum ivabradins liggur að baki ljósfyrirbæris sem sjúklingar geta stöku sinnum orðið varir við, við aðstæður sem framkalla þessi viðbrögð (t.d. skyndileg breyting á birtu). Ljósfyrirbæri (ljóssýnir) er lýst sem tímabundið aukinni birtu á takmörkuðu svæði sjónsviðsins (sjá kafla 4.8).

Lyfhrif

Helstu lyfhrif ivabradins í mönnum eru sértæk, skammtaháð lækkun á hjartsláttartíðni. Greining á lækkun hjartsláttartíðni með skömmtum allt að 20 mg tvisvar sinnum á sólarhring bendir til þess að áhrifin nái jafnvægi og aukist ekki frekar (plateau effect) sem er í samræmi við minnkaða áhættu á alvarlegum hægslætti undir 40 slögum/mín. (sjá kafla 4.8).

Við venjulega ráðlagða skammta lækkar hjartsláttartíðnin um um það bil 10 slög/mín. í hvíld og við álag. Þetta dregur úr vinnuálagi hjartans og súrefnisnotkun hjartavöðvans.

Ivabradin hefur ekki áhrif á leiðni innan hjartans, samdráttargetu (engin neikvæð inotropic áhrif) eða endurskautun slegla:

-Í klínískri raflífeðlisfræðilegri rannsókn hafði ivabradin hvorki áhrif á leiðnitíma milli gátta og slegla eða innan slegla né leiðrétt QT bil.

-Hjá sjúklingum með skerta starfsemi vinstri slegils (útfallsbrot vinstri slegils (left ventricular ejection fraction (LVEF) á milli 30 og 45%) hafði ivabradin engin skaðleg áhrif á LVEF.

Verkun og öryggi

Verkun ivabradins gegn hjartaöng og blóðþurrð var rannsökuð í fimm tvíblindum slembuðum rannsóknum (í þremur rannsóknum var samanburður við lyfleysu og í hvorri hinna var samanburður við atenolol eða amlodipin). Þessar rannsóknir tóku til alls 4.111 sjúklinga með langvinna, áreynsluhjartaöng og þar af fengu 2.617 ivabradin.

Sýnt var fram á verkun 5 mg af ivabradini tvisvar sinnum á sólarhring hvað varðar áreynsluþol á innan við 3 til 4 vikna meðferð. Verkun var staðfest með 7,5 mg tvisvar sinnum á sólarhring. Sérstaklega var viðbótar ávinningur með skammti yfir 5 mg tvisvar sinnum á sólarhring staðfestur í samanburðarrannsókn með atenololi: heildar lengd álags við lággildi jókst um um það bil 1 mínútu eftir eins mánaðar meðferð með 5 mg tvisvar sinnum á sólarhring og jókst enn frekar um næstum 25 sekúndur eftir viðbótar 3 mánaða tímabil þar sem skammtur var hækkaður (forced titration) í 7,5 mg tvisvar sinnum á sólarhring. Í þessari rannsókn var ávinningur ivabradins gegn hjartaöng og blóðþurrð staðfestur fyrir sjúklinga 65 ára og eldri. Verkun 5 og 7,5 mg tvisvar sinnum á sólarhring hélst í öllum rannsóknunum hvað varðar mæligildi álags (heildartími álags, tími fram að takmarkandi hjartaöng (limited angina), tími þar til hjartaöng kemur fram og tími að 1 mm ST lækkun) og tengdist 70% lækkun á tíðni hjartaangarkasta. Skömmtun ivabradins tvisvar sinnum á sólarhring gaf einsleita verkun á 24 klst.

Íslembaðri samanburðarrannsókn með lyfleysu, sem í tóku þátt 889 sjúklingar, var gefið ivabradin til viðbótar við 50 mg af atenólóli einu sinni á dag og sýndi aukna verkun á alla ETT þætti þegar virkni lyfsins var í lágmarki (12 klukkustundum eftir inntöku).

Íslembaðri samanburðarrannsókn með lyfleysu, sem í tóku þátt 725 sjúklingar, hafði ivabradin enga viðbótar verkun þegar það var notað til viðbótar við 10 mg af amlodipini einu sinni á dag þegar virknin var í lágmarki (12 klst. eftir inntöku), en sýnt var fram á viðbótar verkun þegar virknin var í hámarki (3-4 klst. eftir inntöku).

Íslembaðri samanburðarrannsókn með lyfleysu, sem í tóku þátt 1277 sjúklingar, sýndi ivabradin tölfræðilega marktækt aukna verkun varðandi svörun við meðferð (skilgreind sem fækkun hjartaangarkasta um a.m.k. 3 á viku og/eða lengingu tíma að 1 mm ST lækkun um a.m.k. 60 sekúndur meðan á þrekprófi á göngu- og hlaupabretti stóð) þegar lyfið var gefið til viðbótar við 5 mg af amlodipini einu sinni á dag eða 30 mg af nifedipini GITS einu sinni á dag þegar virkni lyfsins var í lágmarki (12 klukkustundum eftir inntöku ivabradins) á 6 vikna meðferðartímabili (OR = 1,3; 95% öryggismörk [1,0–1,7]; p=0,012). Ivabradin sýndi ekki aukna verkun samkvæmt viðbótarmælibreytum varðandi ETT þætti þegar virkni lyfsins var í lágmarki, en sýndi aukna verkun þegar virkni lyfsins var í hámarki (3-4 klukkustundum eftir inntöku ivabradins).

Verkun ivabradins hélst að fullu út 3. og 4. mánuð meðferðartímabils í rannsóknum á verkun. Engar vísbendingar um lyfjafræðilegt þol (tap á verkun) komu fram meðan á meðferð stóð né hækkaði hjartsláttartíðnin meira en í upphafi (rebound phenomena) í kjölfar þess að meðferð var skyndilega hætt. Áhrif ivabradins gegn hjartaöng og blóðþurrð tengdust skammtaháðri lækkun á hjartsláttartíðni og marktækt dró úr „rate pressure product“ (hjartsláttartíðni x þanbil blóðþrýstings) í hvíld og meðan á álagi stóð. Áhrif á blóðþrýsting og viðnám í útlægum æðum voru óveruleg og skiptu ekki klínísku máli.

Sýnt var fram á viðvarandi hægari hjartslátt hjá sjúklingum sem fengu meðferð með ivabradini í að minnsta kosti eitt ár (n = 713). Hvorki sáust áhrif á umbrot glúkósu né blóðfitu.

Verkun ivabradins gegn hjartaöng og blóðþurrð hélst hjá sjúklingum með sykursýki (n = 457) þar sem mat á öryggi var svipað samanborið við heildarþýðið.

Í stórri rannsókn, BEAUTIFUL, tóku þátt 10.917 sjúklingar með kransæðasjúkdóm og truflun á starfsemi í vinstri slegli (LVEF<40%), 86,9% þeirra voru á bakgrunnsmeðferð með beta blokka. Aðal mælikvarðinn á verkun samanstóð af dauða vegna hjarta- og æðasjúkdóma, sjúkrahússinnlögn vegna

bráða hjartadreps eða sjúkrahússinnlögn vegna nýtilkominnar eða versnandi hjartabilunar. Rannsóknin sýndi engan mun á tíðni hvað varðar aðal niðurstöðu í ivabradin hópnum í samanburði við lyfleysuhópinn (hlutfallsleg áhætta ivabradin:lyfleysa 1,00, p=0,945).

Undirhópur sjúklinga var athugaður eftir rannsóknarlok og höfðu þeir hjartaöng með einkennum í upphafi rannsóknar (n=1507). Engin viðvörunarmerki komu fram hvað varðar dauðsföll vegna hjarta- og æðasjúkdóma, sjúkrahússinnlögn vegna bráða hjartadreps eða sjúkrahússinnlögn vegna hjartabilunar (ivabradin 12,0% samanborið við lyfleysu 15,5%, p=0,05).

Í stórri rannsókn, SIGNIFY, tóku þátt 19.102 sjúklingar með kransæðasjúkdóm en án klínískrar hjartabilunar (LVEF >40%), sem fengu lyfið til viðbótar bestu bakgrunnsmeðferð. Notuð var meðferðaráætlun með stærri skömmtum en samþykktir eru (upphafsskammtur 7,5 mg tvisvar sinnum á sólarhring (5 mg tvisvar sinnum á sólarhring hjá sjúklingum ≥75 ára) og skammtaaukningu í allt að 10 mg tvisvar sinnum á sólarhring). Samsettur aðalendapunktur fyrir virkni var dauðsfall af völdum hjarta- og æðasjúkdóms og tilvik hjartadreps sem ekki leiddi til dauða. Rannsóknin sýndi engan mun á

tíðni samsetts aðalendapunkts í hópnum sem fékk ivabradin í samanburði við hópinn sem fékk lyfleysu (hlutfallsleg áhætta ivabradin/lyfleysa 1,08; p=0,197). Tilkynnt var um hægslátt hjá 17,9% sjúklinga í hópnum sem fékk ivabradin (2,1% í hópnum sem fékk lyfleysu). 7,1% sjúklinganna fengu verapamíl, diltíazem eða öfluga CYP3A4-hemla meðan á rannsókninni stóð.

Lítil en tölfræðilega marktæk aukning á tíðni á samsettum aðalendapunkti sást í fyrirfram skilgreindum undirhópi sjúklinga með hjartaöng í CCS-flokki II eða hærri við upphaf rannsóknarinnar (n=12.049) (árleg tíðni 3,4% borið saman við 2,9%, hlutfallsleg áhætta ivabradin/lyfleysa 1,18; p=0,018), en ekki í undirhópi allra sjúklinga með hjartaöng í CCS-flokki ≥I (n=14.286) (hlutfallsleg áhætta ivabradin/lyfleysa 1,11; p=0,110).

Þessar niðurstöður voru ekki að fullu útskýrðar með því að notaðir voru stærri skammtar en samþykktir eru.

SHIFT rannsóknin var stór fjölsetra, alþjóðleg, slembiröðuð, tvíblind, niðurstöðurannsókn (outcome trial) með samanburði við lyfleysu sem var gerð á 6.505 fullorðnum sjúklingum með langvarandi hjartabilun í jafnvægi (hafði staðið ≥4 vikur), NYHA flokkun II til IV, með minnkað útfallsbrot vinstra slegils (LVEF ≤35%) og hjartsláttartíðni í hvíld ≥70 slög á mínútu.

Sjúklingar fengu staðalmeðferð að meðtöldum beta blokkum (89%), ACE hemlum og/eða angíótensín II blokkum (91%), þvagræsilyfjum (83%), og aldosterón hemlum (60%). Í hópnum sem fékk ivabradin, voru 67% sjúklinganna meðhöndlaðir með 7,5 mg tvisvar sinnum á sólarhring. Miðgildi eftirfylgnitíma var 22,9 mánuðir. Meðferð með ivabradini tengdist meðallækkun á hjartsláttartíðni um 15 slög á mínútu frá gildi fyrir upphaf meðferðar, sem var 80 slög á mínútu. Munur á hjartsláttartíðni milli hópsins sem fékk ivabradin og hópsins sem fékk lyfleysu var 10,8 slög á mínútu á degi 28,

9,1 slög á mínútu í mánuði 12 og 8,3 slög á mínútu í mánuði 24.

Í rannsókninni kom fram klínísk og tölfræðilega marktæk lækkun um 18% í hlutfallslegri áhættu á samsettum aðalendapunkti rannsóknarinnar sem var dauðsfall vegna hjarta- og æðasjúkdóma og sjúkrahússinnlögn vegna versnunar hjartabilunar (áhættuhlutfall 0,82, 95% öryggismörk [0,75;0,90] – p<0,0001) sem fram kom innan 3 mánaða frá upphafi meðferðar. Heildarlækkun áhættu var 4,2%. Niðurstaða aðalendapunkts rannsóknarinnar er einkum fengin fram af þeim þáttum er snerta hjartabilun, sjúkrahússinnlögn vegna versnandi hjartabilunar (heildaráhætta minnkaði um 4,7%) og vegna dauða af völdum hjartabilunar (heildaráhætta minnkaði um 1,1%).

Áhrif meðferðar á samsettan aðalendapunkt rannsóknarinnar, hina ýmsu þætti og aukaendapunkta.

 

Ivabradin

Lyfleysa

Áhættuhlutfall

p-gildi

 

(N=3241)

(N=3264)

[95% öryggisbil]

 

 

n (%)

n (%)

 

 

Samsettur aðalendapunktur rannsóknar

793 (24,47)

937 (28,71)

0,82 [0,75; 0,90]

<0,0001

Hlutar hans:

449 (13,85)

491 (15,04)

0,91 [0,80; 1,03]

0,128

- Dauðsfall af völdum hjarta- og

æðasjúkdóma

514 (15,86)

672 (20,59)

0,74 [0,66; 0,83]

<0,0001

- Sjúkrahússinnlögn vegna versnandi

hjartabilunar

 

 

 

 

Aðrir aukaendapunktar rannsóknar:

503 (15,52)

552 (16,91)

0,90 [0,80; 1,02]

0,092

- Dauðsfall af öllum orsökum

- Dauðsfall vegna hjartabilunar

113 (3,49)

151 (4,63)

0,74 [0,58;0,94]

0,014

- Sjúkrahússinnlögn af öllum orsökum

1.231 (37,98)

1.356 (41,54)

0,89 [0,82;0,96]

0,003

- Sjúkrahússinnlögn vegna hjarta- og

977 (30,15)

1.122 (34,38)

0,85 [0,78; 0,92]

0,0002

æðasjúkdóma

 

 

 

 

Lækkun í tíðni aðalendapunkts rannsóknarinnar kom ávallt fram óháð kyni, NYHA flokki, hvort hjartabilun var vegna blóðþurrðar eða annarra orsaka eða hvort undirliggjandi var saga um sykursýki eða háþrýsting.

Hjá undirhópi sjúklinga með hjartsláttartíðni ≥75 slög á mínútu (n=4.150), var meiri lækkun sýnileg á aðal samsettum endapunkti sem var 24% (áhættuhlutfall: 0,76, 95% öryggisbil [0,68;0,85] – p<0,0001) og fyrir aðra aukaendapunkta rannsóknarinnar, þar á meðal dauðsföll af öllum orsökum (áhættuhlutfall: 0,83, 95% öryggisbil [0,72;0,96] – p=0,0109) og dauðsföll af völdum hjarta- og æðasjúkdóma (áhættuhlutfall: 0,83, 95% öryggisbil [0,71;0,97] – p=0,0166). Hjá þessum undirhópi sjúklinga, voru upplýsingar um öryggi ivabradins svipaðar og hjá öllu þýðinu.

Marktæk áhrif sáust á aðal samsettum endapunkti rannsóknarinnar í heildarhópnum sem fékk meðferð með beta blokkum (áhættuhlutfall: 0,85; 95% öryggisbil [0,76;0,94]). Hjá undirhópi sjúklinga með hjartsláttartíðni ≥75 slög á mínútu, sem fékk ráðlagðan skammt af beta blokkum, sást ekki tölfræðilega marktækur ávinningur varðandi aðal samsettan endapunkt (áhættuhlutfall: 0,97;

95% öryggisbil [0,74;1,28]) og aðra aukaendapunkta, þ.m.t. sjúkrahúsinnlögn vegna versnandi hjartabilunar (áhættuhlutfall: 0,79, 95% öryggisbil [0,56;1,10]) eða dauða af völdum hjartabilunar (áhættuhlutfall: 0,69, 95% öryggisbil [0,31;1,53]).

Fram kom marktækur bati varðandi síðasta gildi NYHA flokkunar hjá 887 (28%) sjúklingum á ivabradin meðferð miðað við 776 (24%) sjúklinga sem fengu lyfleysu (p=0,001).

Börn

Slembiröðuð og tvíblind rannsókn með samanburði við lyfleysu var gerð hjá 116 börnum (17 á aldrinum 6-12 mánaða, 36 á aldrinum 1-3 ára og 63 á aldrinum 3-18 ára) með langvinna hjartabilun og hjartavíkkunarkvilla (dilated cardiomyopathy), þar sem lyfin voru gefin til viðbótar við bestu meðferð. 74 sjúklingar fengu ivabradin (hlutfall 2:1).

Upphafsskammtur var 0,02 mg/kg tvisvar á dag hjá börnum á aldrinum 6-12 mánaða, 0,05 mg/kg tvisvar á dag hjá börnum á aldrinum 1-3 ára og börnum á aldrinum 3-18 ára sem vógu <40 kg og 2,5 mg tvisvar á dag hjá börnum á aldrinum 3-18 ára sem vógu ≥40 kg. Skammtastærðir voru stilltar með tilliti til lækningalegrar svörunar og voru hámarksskammtar í ofangreindum aldursflokkum

0,2 mg/kg tvisvar á dag, 0,3 mg/kg tvisvar á dag og 15 mg tvisvar á dag, í sömu röð. Í rannsókninni var ivabradin gefið sem vökvi til inntöku eða tafla, tvisvar á dag. Í opinni, slembiraðaðri víxlunarrannsókn, sem skipt var í tvö rannsóknartímabil og 24 heilbrigðir fullorðnir sjálfboðaliðar tóku þátt í, var sýnt fram á að enginn munur var á lyfjahvörfum þessara tveggja lyfjaforma.

20% minnkun á hjartsláttartíðni, án hægsláttar, náðist hjá 69,9% sjúklinga í hópnum sem fékk ivabradin en 12,2% sjúklinga í hópnum sem fékk lyfleysu á skammtastillingartímabilinu, sem stóð í 2 til 8 vikur (líkindahlutfall = 17,24, 95% öryggisbil [5,91; 50,30]).

Meðalskammtar af ivabradini (mg/kg tvisvar á dag) sem gerðu kleift að ná 20% minnkun á hjartsláttartíðni voru 0,13 ± 0,04 mg/kg tvisvar á dag hjá börnum á aldrinum 1-3 ára,

0,10 ± 0,04 mg/kg tvisvar á dag hjá börnum á aldrinum 3-18 ára sem vógu <40 kg og 4,1 ± 2,2 mg tvisvar á dag hjá börnum á aldrinum 3-18 ára sem vógu ≥40 kg.

Meðalgildi LVEF hækkuðu úr 31,8% í 45,3% eftir 12 mánuði í hópnum sem fékk ivabradin, en úr 35,4% í 42,3% í hópnum sem fékk lyfleysu. Bæting varð á NYHA-flokkun hjá 37,7% í hópnum sem fékk ivabradin en 25,0% í hópnum sem fékk lyfleysu. Þessi bæting var ekki tölfræðilega marktæk. Öryggissnið yfir eitt ár var svipað því sem lýst hefur verið hjá fullorðnum sjúklingum með langvinna hjartabilun.

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á langtímaáhrifum ivabradins á vöxt, kynþroska og almennan þroska eða langtímavirkni meðferðar með ivabradini hjá börnum til að draga úr hjarta- og æðakvillum og dauðsföllum af völdum þeirra.

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á viðmiðunarlyfinu sem inniheldur ivabradin hjá öllum undirhópum barna til meðferðar við hjartaöng (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á ivabradini hjá börnum á aldrinum frá 0 til innan við 6 mánaða til meðferðar við langvinnri hjartabilun.

5.2Lyfjahvörf

Við lífeðlisfræðilegar aðstæður losnar ivabradin hratt úr töflum og er mjög vatnsleysanlegt

(>10 mg/ml). Ivabradin er S-handhverfa sem ekki hefur verið sýnt fram á að ummyndist in vivo. Borin hafa verið kennsl á N-metýlsvipta afleiðu ivabradins sem helsta virka umbrotsefnið hjá mönnum.

Frásog og aðgengi

Ivabradin frásogast hratt og sem næst að fullu eftir inntöku og nær hámarksþéttni í plasma eftir um 1 klst. við föstu. Heildaraðgengi fyrir filmuhúðuðu töflurnar er um 40%, vegna umbrota í fyrstu umferð um görn og lifur.

Fæða seinkaði frásogi um sem næst 1 klst. og jók útsetningu plasma um 20 til 30%. Mælt er með að taflan sé tekin inn meðan á máltíð stendur til að draga úr breytileika útsetningar hjá hverjum einstaklingi (sjá kafla 4.2).

Dreifing

Um 70% ivabradins er bundið plasmapróteinum og dreifingarrúmmálið við jafnvægi er nálægt 100 l hjá sjúklingum. Hámarksþéttni í plasma í kjölfar langvarandi notkunar ráðlagða skammtsins 5 mg tvisvar sinnum á sólarhring er 22 ng/ml (CV = 29%). Plasmaþéttni er að meðaltali 10 ng/ml (CV = 38%) við jafnvægi.

Umbrot

Ivabradin umbrotnar mikið í lifur og þörmum með oxun sem einungis á sér stað fyrir tilstilli

cyto- chrom P450 3A4 (CYP 3A4). Helsta virka umbrotsefnið er N-metýlsvipt afleiða (S 18982) og útsetning fyrir því er um 40% af útsetningu fyrir óbreytta efninu. Umbrot virka umbrotsefnisins tengjast einnig CYP3A4. Ivabradin hefur litla sækni í CYP3A4, sýnir enga klínískt marktæka hvötun eða hömlun á CYP3A4 og því er ólíklegt að það breyti umbrotum CYP3A4 hvarfefna eða

plasma- þéttni þeirra. Öflugir hemlar og hvatar geta hins vegar haft umtalsverð áhrif á plasmaþéttni ivabradins (sjá kafla 4.5).

Brotthvarf

Aðal helmingunartími brotthvarfs fyrir óbreytt ivabradin er 2 klst. (70–75% af AUC) í plasma og virkur helmingunartími er 11 klst. Heildarúthreinsun er um 400 ml/mín. og úthreinsun um nýru er um 70 ml/mín. Útskilnaður umbrotsefna er í svipuðum mæli í hægðum og þvagi. Um það bil 4% af innteknum skammti skilst út á óbreyttu formi í þvagi.

Línulegir þættir/ólínulegir þættir

Lyfjahvörf ivabradins eru línuleg á skammtabilinu 0,5-24 mg til inntöku.

Sérstakir sjúklingahópar

-Aldraðir: Engin munur hefur sést á lyfjahvörfum (AUC og Cmax) milli aldraðra (≥65 ára) eða háaldraðra (≥75 ára) og heildarþýðisins (sjá kafla 4.2).

-Skert nýrnastarfsemi: Í ljósi þess hve óveruleg nýrnaúthreinsun (um 20%) er af heildarúthreinsun bæði fyrir ivabradin og aðalumbrotsefnið S 18982 eru áhrif skertrar nýrnastarfsemi (úthreinsun creatinins frá 15 til 60 ml/mín.) á lyfjahvörf ivabradins hverfandi (sjá kafla 4.2).

-Skert lifrarstarfsemi: Hjá sjúklingum með vægt skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh gildi allt að 7) var AUC óbundins ivabradins og helsta óvirka umbrotsefnisins um það bil 20% stærra en hjá þeim sem voru með eðlilega lifrarstarfsemi. Ekki liggja fyrir nægar upplýsingar til að draga ályktanir hvað varðar sjúklinga með í meðallagi skerta lifrarstarfsemi. Engar upplýsingar liggja fyrir varðandi sjúklinga með alvarlega skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.2 og 4.3).

-Börn: Lyfjahvörf ivabradins hjá börnum á aldrinum 6 mánaða til innan við 18 ára með langvinna hjartabilun eru svipuð lyfjahvörfum sem lýst hefur verið hjá fullorðnum þegar skammtar eru stilltir með tilliti til aldurs og líkamsþyngdar.

Samband lyfjahvarfa/lyfhrifa

Greining á sambandi lyfjahvarfa/lyfhrifa hefur sýnt fram á að hjartsláttartíðni lækkar nær línulega með aukinni plasmaþéttni ivabradins og S 18982 fyrir skammta allt að 15-20 mg tvisvar sinnum á

sólar- hring. Við stærri skammta lækkar hjartsláttartíðnin ekki lengur í hlutfalli við plasmaþéttni ivabradins og virðist ná jafnvægi (plateau). Mikil útsetning fyrir ivabradini getur komið fram þegar ivabradin er notað samhliða öflugum CYP3A4 hemlum og getur leitt til óhóflegrar lækkunar á hjartsláttartíðni enda þótt dragi úr hættunni þegar um er að ræða í meðallagi öfluga CYP3A4 hemla (sjá kafla 4.3, 4.4 og 4.5). Samband lyfjahvarfa/lyfhrifa ivabradins hjá börnum á aldrinum 6 mánaða til innan við 18 ára með langvinna hjartabilun er svipað sambandi lyfjahvarfa/lyfhrifa sem lýst hefur verið hjá fullorðnum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni og krabbameinsvaldandi áhrifum. Rannsóknir á eiturverkunum á æxlun sýndu engin áhrif ivabradins á frjósemi hjá karlkyns og kvenkyns rottum. Þegar dýr með fangi fengu meðferð meðan á líffæramyndun stóð, við útsetningu sem var nærri ráðlögðum skömmtum, kom fram hærri tíðni fóstra með hjartagalla hjá rottum og nokkur fóstur með meðfædda algera vöntun fingra eða táa eða að hluta til (ectrodactylia) hjá kanínum.

Hjá hundum sem fengu ivabradin (2, 7 eða 24 mg/kg/dag) í eitt ár sáust afturkræfar breytingar á starfsemi sjónu en þær tengdust ekki neinum augnskemmdum. Þessar upplýsingar eru í samræmi við lyfjafræðileg áhrif ivabradins sem tengjast milliverkun þess við Ih rafstrauma í sjónunni sem virkjast vegna ofurskautunar, sem að miklu leyti eru sömu tegundar og If rafstraumurinn í gangráði hjartans. Í öðrum langtíma rannsóknum á endurteknum skömmtum og rannsóknum á krabbameinsvaldandi eiginleikum hafa ekki komið fram neinar breytingar sem hafa klíníska þýðingu.

Mat á áhættu fyrir lífríkið

Mat á áhættu ivabradins fyrir lífríkið hefur verið framkvæmt í samræmi við Evrópskar leiðbeiningar ERA (Environmental Risk Assessment).

Niðurstöður matsins styðja að ivabradin hefur ekki skaðleg áhrif á lífríkið og að lífríkinu stafar ekki ógn af ivabradini.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Kjarni

Vatnsfrír laktósi Magnesíumsterat Maltódextrín Örkristallaður sellulósi Hýdroxýprópýlsellulósi Vatnsfrí kísilkvoða

Filmuhúð

Hýprómellósi

Títandíoxíð

Makrógól 400

Gult járnoxíð (E172)

Rautt járnoxíð (E172)

Pólýsorbat 80

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

2 ár

Aðeins fyrir glös: Eftir opnun skal nota lyfið innan 6 mánaða.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5Gerð íláts og innihald

Kaldpressaðar þynnupakkningar (OPA/ál/PVC) í pakkningastærðum með 14, 28, 56, 98 og 112 filmuhúðuðum töflum. Kaldpressaðar rifgataðar stakskammtaþynnur (OPA/ál/PVC) í pakkningastærðum með 14 x 1 og 56 x 1 filmuhúðuðum töflum.

PVC/Aclar-álþynnur í pakkningastærðum með 14, 28, 56, 98 og 112 filmuhúðuðum töflum. PVC/Aclar-ál rifgataðar stakskammtaþynnur í pakkningastærðum með 14 x 1 og 56 x 1 filmuhúðuðum töflum.

HDPE-glas með ógegnsæju skrúfloki úr pólýprópýleni með álinnsigli og þurrkefni með 56, 98 og 100 filmuhúðuðum töflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Jenson R+ Limited

Fishleigh Court,

Fishleigh Road,

Barnstaple, Devon,

Bretland EX31 3UD

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/16/1145/001

EU/1/16/1145/002

EU/1/16/1145/003

EU/1/16/1145/004

EU/1/16/1145/005

EU/1/16/1145/006

EU/1/16/1145/007

EU/1/16/1145/008

EU/1/16/1145/009

EU/1/16/1145/010

EU/1/16/1145/011

EU/1/16/1145/012

EU/1/16/1145/013

EU/1/16/1145/014

EU/1/16/1145/015

EU/1/16/1145/016

EU/1/16/1145/017

EU/1/16/1145/018

EU/1/16/1145/019

EU/1/16/1145/020

EU/1/16/1145/021

EU/1/16/1145/022

EU/1/16/1145/023

EU/1/16/1145/024

EU/1/16/1145/025

EU/1/16/1145/026

EU/1/16/1145/027

EU/1/16/1145/028

EU/1/16/1145/029

EU/1/16/1145/030

EU/1/16/1145/031

EU/1/16/1145/032

EU/1/16/1145/033

EU/1/16/1145/034

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis:

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis:

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/. Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is/

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf