Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Jentadueto (linagliptin / metformin) – Samantekt á eiginleikum lyfs - A10BD11

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsJentadueto
ATC-kóðiA10BD11
Efnilinagliptin / metformin
FramleiðandiBoehringer Ingelheim International GmbH

1.HEITI LYFS

Jentadueto 2,5 mg/850 mg filmuhúðaðar töflur

Jentadueto 2,5 mg/1.000 mg filmuhúðaðar töflur

2.INNIHALDSLÝSING

Jentadueto 2,5 mg/850 mg filmuhúðaðar töflur

Hver tafla inniheldur 2,5 mg linagliptin og 850 mg metforminhýdróklóríð.

Jentadueto 2,5 mg/1.000 mg filmuhúðaðar töflur

Hver tafla inniheldur 2,5 mg linagliptin og 1.000 mg metforminhýdróklóríð.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Filmuhúðuð tafla (tafla).

Jentadueto 2,5 mg/850 mg filmuhúðaðar töflur

Sporöskjulaga, tvíkúpt, ljósappelsínugul, filmuhúðuð tafla 19,2 mm x 9,4 mm með „D2/850“ ígreyptu á annarri hliðinni og vörumerki fyrirtækisins á hinni hliðinni.

Jentadueto 2,5 mg/1.000 mg filmuhúðaðar töflur

Sporöskjulaga, tvíkúpt, ljósbleik, filmuhúðuð tafla 21,1 mm x 9,7 mm með „D2/1000“ ígreyptu á annarri hliðinni og vörumerki fyrirtækisins á hinni hliðinni.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Jentadueto er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum með sykursýki af tegund 2, sem viðbót við mataræði og líkamsþjálfun til að bæta stjórn á blóðsykri:

hjá sjúklingum þegar ekki næst viðunandi stjórn á blóðsykri með hámarksskammti sem þolist af metformini einu og sér

ásamt öðrum lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla sykursýki, þ.m.t. insúlín, hjá sjúklingum þegar ekki næst viðunandi stjórn á blóðsykri með metformini og þessum lyfjum

hjá sjúklingum sem eru nú þegar á samsettri meðferð linagliptins og metformins í aðskildum

töflum

(sjá kafla 4.4, 4.5 og 5.1 um fyrirliggjandi gögn um mismunandi samsetningar).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Fullorðnir með eðlilega nýrnastarfsemi (gaukulsíunarhraði ≥ 90 ml/mín.)

Skammtur í meðferð gegn blóðsykurshækkun með Jentadueto á að vera einstaklingsbundinn og byggja á þeirri meðferðaráætlun sem gildir hjá sjúklingi, virkni og þolanleika en má ekki vera stærri en hámarks ráðlagður sólarhringsskammtur linagliptins sem er 5 mg ásamt metforminhýdróklóríði sem er 2.000 mg.

Sjúklingar með óviðunandi stjórn með hámarksskammti sem þolist af einlyfjameðferð með metformini

Hjá sjúklingum þar sem ekki næst viðunandi stjórn með metformini einu sér skal gefa upphafsskammt af Jentadueto sem samsvarar 2,5 mg af linagliptini gefið tvisvar sinnum á sólarhring (samtals 5 mg sólarhringsskammtur) auk skammtsins af metformini sem þegar er verið að taka.

Sjúklingar sem eru að skipta úr samhliða gjöf linagliptins og metformins

Hjá sjúklingum sem eru að skipta úr samhliða gjöf linagliptins og metformins skal hefja gjöf Jentadueto í skammti sem jafngildir þeim skammti linagliptins og metformins sem þegar er verið að taka.

Sjúklingar með óviðunandi stjórn með hámarksskammti sem þolist af tvílyfjameðferð með metformini og súlfónýlúrealyfi

Skammturinn af Jentadueto á að vera 2,5 mg af linagliptini tvisvar á sólarhring (samtals 5 mg á sólarhring) og skammtur metformins sambærilegur þeim skammti sem hefur verið tekinn áður. Þegar linagliptin ásamt metforminhýdróklóríði er notað samhliða súlfónýlúrealyfi, getur þurft minni skammt af súlfónýlúrealyfi til að draga úr hættunni á blóðsykursfalli (sjá kafla 4.4).

Sjúklingar með óviðunandi stjórn með tvílyfjameðferð með insúlíni og hámarksskammti sem þolist af metformini

Skammturinn af Jentadueto á að vera 2,5 mg af linagliptini tvisvar á sólarhring (samtals 5 mg á sólarhring) og skammtur metformins sambærilegur þeim skammti sem hefur verið tekinn áður. Þegar linagliptin ásamt metforminhýdróklóríði er notað samhliða insúlíni, getur þurft minni skammt af insúlíni til að draga úr hættunni á blóðsykursfalli (sjá kafla 4.4).

Til að ná fram mismunandi skömmtum af metformini er Jentadueto fáanlegt í styrkleikanum 2,5 mg af linagliptini ásamt 850 mg af metforminhýdróklóríði og 2,5 mg af linagliptini ásamt 1.000 mg af metforminhýdróklóríði.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir

Þar sem metformin er skilið út um nýru skal gæta varúðar við notkun Jentadueto með hækkandi aldri. Nauðsynlegt er að fylgjast með nýrnastarfsemi til að koma í veg fyrir metformin-tengda mjólkursýrublóðsýringu, sérstaklega hjá öldruðum (sjá kafla 4.3 og 4.4). Klínísk reynsla hjá sjúklingum > 80 ára er takmörkuð og gæta skal varúðar við meðferð þessa hóps.

Skert nýrnastarfsemi

Mæla skal gaukulsíunarhraða (GFR) áður en meðferð með lyfjum sem innihalda metformín er hafin og að minnsta kosti árlega eftir það. Hjá sjúklingum í aukinni hættu á frekari versnun á nýrnastarfsemi og hjá öldruðum skal meta nýrnastarfsemi oftar, t.d. á 3-6 mánaða fresti.

Endurmeta skal þá áhættuþætti sem geta aukið hættuna á mjólkursýrublóðsýringu (sjá kafla 4.4) áður en íhugað er að byrja meðferð með metformíni hjá sjúklingum með gaukulsíunarhraða < 60 ml/mín. Ef enginn hentugur styrkleiki Jentadueto er í boði skal nota stök lyf með einu virku efni í stað samsetts lyfs í ákveðnum skömmtum.

Tafla 1: Skammtar handa sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi

Gaukulsíunarhraði

Metformín

Linagliptin

ml/mín.

 

 

 

 

 

60-89

Hámarksskammtur á dag er 3000 mg

Engin skammtaaðlögun

 

Hugsanlega þarf að minnka skammta í

 

 

tengslum við versnandi nýrnastarfsemi.

 

 

 

 

45-59

Hámarksskammtur á dag er 2000 mg

Engin skammtaaðlögun

 

Upphafsskammturinn er í það mesta

 

 

helmingur af hámarksskammtinum.

 

 

 

 

30-44

Hámarksskammtur á dag er 1000 mg

Engin skammtaaðlögun

 

Upphafsskammturinn er í það mesta

 

 

helmingur af hámarksskammtinum.

 

 

 

 

<30

Ekki má nota metformín

Engin skammtaaðlögun

 

 

 

Skert lifrarstarfsemi

Notkun Jentadueto er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi vegna virka efnisins metformin (sjá kafla 4.3 og 5.2). Klínísk reynsla af notkun Jentadueto hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi er ekki fyrir hendi.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Jentadueto hjá börnum og unglingum á aldrinum 0 til 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Jentadueto á að taka tvisvar á sólarhring með mat til að draga úr aukaverkunum metformins í meltingarfærum.

Allir sjúklingar eiga að halda áfram á viðeigandi mataræði með nægilegri dreifingu kolvetnaneyslu yfir daginn. Of þungir sjúklingar eiga að halda áfram á orkuskertu mataræði.

Ef skammtur gleymist á að taka hann um leið og sjúklingurinn man eftir því. Þó má ekki taka tvo skammta á sama tíma. Í slíkum tilvikum á að sleppa gleymda skammtinum.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Allar gerðir af bráðri efnaskiptablóðsýringu (svo sem mjólkursýrublóðsýring, ketónblóðsýring af völdum sykursýki)

Fordá (pre-coma) af völdum sykursýki.

Alvarleg nýrnabilun (gaukulsíunarhraði < 30 ml/mín.).

Bráðaástand þar sem möguleiki er á að nýrnastarfsemi breytist, svo sem: vökvaþurrð, alvarleg sýking, lost.

Sjúkdómar sem geta valdið súrefnisskorti í vefjum (sérstaklega bráðir sjúkdómar eða versnun langvinns sjúkdóms), svo sem: ómeðhöndluð hjartabilun, öndunarfærabilun, nýlegt hjartadrep, lost.

Lifrarbilun, bráð áfengiseitrun, áfengissýki (sjá kafla 4.5).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Almennt

Jentadueto á ekki að nota handa sjúklingum með sykursýki af tegund 1.

Blóðsykursfall

Þegar linagliptin var bætt við súfónýlúrealyf með metformin sem grunnmeðferð var tíðni blóðsykursfalls hærri en hjá þeim sem fengu lyfleysu.

Þekkt er að súlfónýlúrealyf og insúlín valda blóðsykursfalli. Þess vegna skal gæta varúðar þegar Jentadueto er notað samhliða súlfónýlúrealyfi og/eða insúlíni. Hafa skal í huga að minnka skammt súlfónýlúrealyfs eða insúlíns (sjá kafla 4.2).

Blóðsykursfall er ekki tilgreint sem aukaverkun fyrir linagliptin, metformin eða linagliptin ásamt metformini. Í klínískum rannsóknum var tíðni blóðsykursfalls sambærilega lág hjá sjúklingum sem tóku linagliptin í samsettri meðferð með metformini eða metformin eitt og sér.

Mjólkursýrublóðsýring

Mjólkursýrublóðsýring, sem kemur örsjaldan fyrir en er alvarlegur efnaskiptakvilli, kemur oftast fram við bráða versnandi nýrnastarfsemi eða hjarta- og öndunarfærasjúkdóma eða blóðsýkingu. Þegar bráð versnun nýrnastarfsemi á sér stað safnast metformín upp og eykur hættuna á mjólkursýrublóðsýringu.

Ef um vökvaskort er að ræða (alvarlegan niðurgang eða uppköst, hita eða skerta inntöku vökva) skal hætta tímabundið meðferð með metformíni og ráðlagt er að hafa samband við heilbrigðisstarfsmann.

Gæta skal varúðar hjá sjúklingum sem fá metformín þegar hefja á meðferð með lyfjum sem geta valdið bráðri skerðingu á nýrnastarfsemi (t.d. blóðþrýstingslækkandi lyf, þvagræsilyf og bólgueyðandi verkjalyf). Aðrir áhættuþættir mjólkursýrublóðsýringar eru óhófleg áfengisneysla, skert lifrarstarfsemi, óviðunandi stjórn á sykursýki, ketóneitrun, langvarandi fasta og hvers kyns ástand sem tengist súrefnisskorti í vefjum, sem og samhliðanotkun lyfja sem geta valdið mjólkursýrublóðsýringu (sjá kafla 4.3 og 4.5).

Upplýsa skal sjúklinga og/eða umönnunaraðila um hættuna á mjólkursýrublóðsýringu. Mjólkursýrublóðsýring einkennist af mæði (e. acidotic dyspnoea), kviðverkjum, sinadrætti, þróttleysi og hitalækkun sem síðan fylgir dá. Ef grunur leikur á þessum einkennum ætti sjúklingurinn að hætta að taka metformín og leita tafarlaust til læknis. Niðurstöður greininga á rannsóknarstofu sýna fram á lækkað sýrustig blóðs (< 7,35), hækkuð mjólkursýrugildi í plasma (> 5 mmól/l) og aukið anjóna-bil og hlutfall laktats/pýruvats.

Lyfjagjöf joðskuggaefna

Lyfjagjöf joðskuggaefna í æð getur leitt til nýrakvilla af völdum skuggaefnis sem leiðir til metformínuppsöfnunar og aukinnar hættu á mjólkursýrublóðsýringu. Fyrir eða þegar myndgreiningin fer fram skal gera hlé á notkun metformíns og ekki hefja notkun á ný fyrr en eftir að minnsta kosti 48 klst., að því tilskildu að nýrnastarfsemi hafi verið endurmetin og staðfest að hún sé stöðug, sjá kafla 4.2 og 4.5.

Nýrnastarfsemi

Mæla skal gaukulsíunarhraða áður en meðferð er hafin og reglulega eftir það, sjá kafla 4.2. Metformín er ekki ætlað sjúklingum með gaukulsíunarhraða < 30 ml/mín. og hætta skal meðferð tímabundið þegar um er að ræða ástand sem hefur áhrif á nýrnastarfsemi, sjá kafla 4.3).

Hjartastarfsemi

Sjúklingar með hjartabilun eru í meiri hættu á súrefnisskorti og skertri nýrnastarfsemi. Hjá sjúklingum með langvinna hjartabilun í jafnvægi má nota Jentadueto ásamt reglulegu eftirliti með starfsemi hjarta og nýrna. Sjúklingar með bráða og óstöðuga hjartabilum mega ekki nota Jentadueto (sjá kafla 4.3).

Skurðaðgerð

Við skurðaðgerð með svæfingu, mænu- eða utanbastsdeyfingu verður að gera hlé á metformínmeðferð. Meðferðina skal ekki hefja að nýju fyrr en 48 klukkustundum eftir aðgerð eða

þegar sjúklingur getur nærst á ný og að því tilskildu að nýrnastarfsemi hafi verið endurmetin og að hún sé stöðug.

Aldraðir

Gæta skal varúðar við meðferð sjúklinga sem eru 80 ára og eldri (sjá kafla 4.2).

Breytingar á sjúkdómsástandi sjúklinga þar sem hafði náðst stjórn á sykursýki af tegund 2 Jentadueto inniheldur metformin og því skal strax meta hvort vísbendingar séu um ketónblóðsýringu eða mjólkursýrublóðsýringu ef sjúklingur með sykursýki af tegund 2 og undir góðri sykursýkistjórn

með Jentadueto þróar með sér frávik frá rannsóknarstofugildum eða klínísk veikindi (einkum óljós og illa skilgreind veikindi). Mat þetta á að taka til blóðsalta og ketóna í sermi, blóðsykurs og ef þurfa þykir sýrustigs blóðs og magns laktats, pýrúvats og metformins í blóði. Komi fram annað hvort form blóðsýringar verður að stöðva gjöf Jentadueto tafarlaust og gera aðrar viðeigandi ráðstafanir til leiðréttingar.

Bráð brisbólga

Notkun Jentadueto hefur verið tengd við áhættu á að fá bráða brisbólgu. Fræða skal sjúklinga um dæmigerð einkenni bráðrar brisbólgu. Ef grunur er um brisbólgu skal hætta meðferð með Jentadueto; ef bráð brisbólga er staðfest skal ekki hefja meðferð með Jentadueto að nýju. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með sögu um brisbólgu.

Blöðrusóttarlíki

Eftir markaðssetningu lyfsins hefur verið tilkynnt um blöðrusóttarlíki hjá sjúklingum sem taka linagliptin. Ef grunur er um blöðrusóttarlíki skal hætta meðferð með Jentadueto.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum. Þó hafa slíkar rannsóknir verið gerðar á hvoru virku efni um sig, þ.e. linagliptini og metformini. Samhliða lyfjagjöf endurtekinna skammta af linagliptini og metformini olli ekki teljandi breytingum á lyfjahvörfum linagliptins eða metformins hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum og sjúklingum.

Linagliptin

Mat á milliverkunum in vitro

Linagliptin er veikur samkeppnishemill og veikur til í meðallagi öflugur verkunarhemill CYP ísóensímsins CYP3A4, en hindrar ekki önnur CYP ísóensím. Það er ekki virkir CYP ísóensíma.

Linagliptin er hvarfefni P-glýkópróteins og er veikur hemill á flutning digoxíns fyrir tilstuðlan P-glýkópróteins. Samkvæmt þessum niðurstöðum og milliverkanarannsóknum in vivo er talið ólíklegt að linagliptin valdi milliverkunum við önnur P-gp hvarfefni.

Mat á milliverkunum in vivo Áhrif annarra lyfja á linagliptin

Klínísk gögn sem greint er frá hér á eftir benda til þess að hættan á klínískt mikilvægum milliverkunum vegna lyfja sem gefin eru samhliða sé lítil.

Metformin:

Samhliða gjöf margra skammta metforminhýdróklóríðs 850 mg gefið þrisvar á sólarhring ásamt 10 mg af linagliptini einu sinni á sólarhring breytti ekki lyfjahvörfum linagliptins hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum á klínískt mikilvægan hátt.

Súlfónýlúrealyf:

Lyfjahvörf við jafnvægi fyrir 5 mg linagliptin breyttust ekki við samhliða gjöf staks 1,75 mg skammts af glibenclamidi (glyburid).

Ritonavír:

Samhliða gjöf staks 5 mg skammts til inntöku af linagliptini og margra 200 mg skammta til inntöku af ritonavíri, sem er öflugur hemill P-glýkópróteins og CYP3A4, jók AUC u.þ.b. tvöfalt og Cmax þrefalt fyrir linagliptin. Þéttni óbundins lyfs, sem er yfirleitt minni en 1% af lækningalegum skammti linagliptins, jókst 4-5 falt eftir samhliða gjöf með ritonavíri. Eftirlíking af styrk linagliptins í plasma við jafnvægi með og án ritonavírs benti til þess að aukning í útsetningu muni ekki tengjast aukinni uppsöfnun. Þessar breytingar á lyfjahvörfum linagliptins voru ekki taldar vera klínískt mikilvægar. Þess vegna er ekki búist við klínískt mikilvægum milliverkunum við aðra P-glýkóprótein/CYP3A4 hemla.

Rifampicin:

Samhliða gjöf margra skammta af 5 mg linagliptini ásamt rifampicini, sem er öflugur virkir P-glýkópróteins og CYP3A4, olli minnkun á AUC um 39,6% og á Cmax um 43,8% fyrir linagliptin við jafnvægi og minnkaði DPP-4 hömlun við lágstyrk um 30%. Því er ekki víst að full verkun linagliptins náist við samhliða notkun öflugra P-gp virkja, sérstaklega ef um langtímanotkun er að ræða. Samhliðanotkun með öðrum öflugum virkjum P-glýkópróteins og CYP3A4, eins og karbamazepíni, fenóbarbítali og fenýtóíni, hefur ekki verið rannsökuð.

Áhrif linagliptins á önnur lyf

Í klínískum rannsóknum, eins og greint er frá hér á eftir, hafði linagliptin ekki klínískt mikilvæg áhrif á lyfjahvörf metformins, glyburids, simvastatíns, warfaríns, digoxíns eða getnaðarvarnarlyfja til inntöku og sýndi merki in vivo um litla tilhneigingu til milliverkana við hvarfefni CYP3A4, CYP2C9, CYP2C8, P-glýkóprótein og flutningsprótein fyrir lífrænar katjónir (OCT (organic cationic transporter)).

Metformin:

Samhliða gjöf margra daglegra skammta af 10 mg linagliptini ásamt 850 mg metforminhýdróklóríði, sem er OCT hvarfefni, hafði ekki veruleg áhrif á lyfjahvörf metformins hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum. Því er linagliptin ekki hemill flutnings fyrir tilstilli OCT.

Súlfónýlúrealyf:

Samhliða gjöf margra skammta af 5 mg linagliptini til inntöku og staks 1,75 mg skammts til inntöku af glíbenklamíði (glyburid) leiddi til 14% minnkunar, sem ekki var klínískt mikilvæg, fyrir bæði AUC og Cmax fyrir glíbenclamíð. Vegna þess að glíbenklamíð umbrotnar fyrst og fremst fyrir tilstilli CYP2C9 styðja þessi gögn einnig þá niðurstöðu að linagliptin sé ekki hemill CYP2C9. Ekki er búist við klínískt mikilvægum milliverkunum við önnur súlfónýlúrealyf (t.d. glípízíð, tolbútamíð og glímepíríð) sem, eins og glíbenklamíð, hverfa fyrst og fremst brott fyrir tilstilli CYP2C9.

Digoxín:

Samhliða gjöf margra skammta af 5 mg linagliptini ásamt mörgum skömmtum af 0,25 mg digoxíni hafði ekki áhrif á lyfjahvörf digoxíns hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum. Því er linagliptin ekki hemill flutnings fyrir tilstilli P-glýkópróteins in vivo.

Warfarín:

Margir daglegir skammtar af 5 mg linagliptini breyttu ekki lyfjahvörfunum fyrir S(-) eða R(+) warfarín, sem er hvarfefni CYP2C9, gefið í stökum skammti.

Simvastatín:

Margir daglegir skammtar linagliptins höfðu lágmarks áhrif á lyfjahvörf simvastatíns, sem er næmt hvarfefni CYP3A4, við jafnvægi hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum. Eftir gjöf umfram meðferðarskammta af 10 mg linagliptini ásamt 40 mg af simvastatíni daglega í 6 daga jókst AUC í plasma fyrir simvastatín um 34% og Cmax í plasma um 10%.

Getnaðarvarnarlyf til inntöku:

Samhliða gjöf með 5 mg linagliptini breytti ekki lyfjahvörfum levonorgestrels eða ethinylestradiols við jafnvægi.

Metformin

Samsetningar sem krefjast varúðarráðstafana fyrir notkun

Sykursterar (til inntöku og staðbundinnar notkunar), beta-2-örvar og þvagræsilyf hafa blóðsykurshækkandi eiginleika. Upplýsa skal sjúklinginn og framkvæma tíðar mælingar á blóðsykri, einkum í upphafi meðferðar með slíkum lyfjum. Ef þörf er á skal aðlaga skammt blóðsykurslækkandi lyfs meðan á meðferð með lyfinu stendur og við lok hennar.

Sum lyf geta haft neikvæð áhrif á nýrnastarfsemi, sem getur aukið hættuna á mjólkursýrublóðsýringu, t.d. bólgueyðandi verkjalyf, þar með taldir sértækir cýkló-oxýgenasa (COX) II-hemlar, ACE-hemlar, angíótensín II-viðtakablokkar og þvagræsilyf, einkum hávirkni þvagræsilyf. Nauðsynlegt er að fylgjast náið með nýrnastarfsemi þegar notkun slíkra lyfja samhliða metformíni er hafin eða við samhliða notkun þeirra og metformíns.

Flutningsprótein fyrir lífrænar katjónir (OCT)

Metformín er hvarfefni beggja flutningspróteinanna OCT1 og OCT2. Samhliða gjöf metformíns með

OCT1 hemlum (svo sem verapamíli) getur dregið úr verkun metformíns.

OCT1 virkjum (svo sem rifampicíni) getur aukið frásog metformíns úr meltingarvegi og verkun þess.

OCT2 hemlum (svo sem címetidíni, dólútegravíri, ranólazíni, trímetóprími, vandetanibi, ísavúkónasóli) getur dregið úr brotthvarfi metformíns um nýru og þar með leitt til aukinnar þéttni metformíns í plasma.

Hemlum sem virka bæði á OCT1 og OCT2 (svo sem crizótinibi, olaparíbi) getur breytt verkun og brotthvarfi metformíns um nýru.

Því er mælt með að gæta varúðar, einkum hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi, þegar þessi lyf eru gefin samhliða metformíni þar sem þéttni metformíns í plasma getur aukist. Ef á þarf að halda má íhuga að aðlaga skammta af metformíni þar sem OCT hemlar/virkjar geta breytt verkun metformíns.

Ekki er mælt með samhliða notkun Áfengi

Áfengiseitrun tengist aukinni hættu á mjólkursýrublóðsýringu, einkum í þeim tilvikum sem um föstu, vannæringu eða skerta lifrarstarfsemi er að ræða.

Joðskuggaefni

Fyrir eða þegar myndgreiningin fer fram skal gera hlé á notkun metformíns og ekki hefja notkun á ný fyrr en eftir að minnsta kosti 48 klst., að því tilskildu að nýrnastarfsemi hafi verið endurmetin og staðfest að hún sé stöðug, sjá kafla 4.2 og 4.4.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Notkun linagliptins hefur ekki verið rannsökuð hjá þunguðum konum. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á æxlun (sjá kafla 5.3).

Takmarkað magn upplýsinga benda til þess að ekki séu tengsl á milli notkunar á metformini á meðgöngu og hættu á meðfæddri vansköpun. Dýrarannsóknir með metformin benda ekki til skaðlegra áhrifa á æxlun (sjá kafla 5.3).

Forklínískar rannsóknir á æxlun bentu ekki til aukinna vansköpunarvaldandi áhrifa vegna samhliða notkunar linagliptins og metformins.

Ekki skal nota Jentadueto á meðgöngu. Ef sjúklingurinn vill verða barnshafandi eða ef þungun á sér stað, á að stöðva meðferð með Jentadueto og skipta yfir í insúlínmeðferð eins fljótt og auðið er til að lágmarka hættuna á vansköpun fósturs sem tengist óeðlilegu gildi blóðsykurs.

Brjóstagjöf

Dýrarannsóknir hafa sýnt að bæði metformin og linagliptin skiljast út í mjólk hjá mjólkandi rottum. Metformin skilst út í brjóstamjólk í litlu magni. Ekki er þekkt hvort linagliptin skilst út í brjóstamjólk. Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta/stöðva tímabundið meðferð með Jentadueto.

Frjósemi

Áhrif Jentadueto á frjósemi hjá mönnum hafa ekki verið rannsökuð. Linagliptin hafði ekki skaðleg áhrif á frjósemi hjá karl- eða kvenkyns rottum (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Jentadueto hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Samt sem áður ætti að vara sjúklinga við hættunni á blóðsykursfalli þegar Jentadueto er notað ásamt öðrum sykursýkislyfjum sem vitað er að geta valdið blóðsykursfalli (t.d. súlfónýlúrealyf).

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Öryggi linagliptins 2,5 mg tvisvar á sólarhring (eða sem jafngildir skammtinum 5 mg einu sinni á sólarhring) ásamt metformini hefur verið metið hjá meira en 6.800 sjúklingum með sykursýki af tegund 2. Í samanburðarrannsóknum með lyfleysu voru meira en 1.800 sjúklingar meðhöndlaðir með meðferðarskammti af annaðhvort 2,5 mg af linagliptini tvisvar á sólarhring (eða sem jafngildir skammtinum 5 mg af linagliptini einu sinni á sólarhring) ásamt metformini í ≥ 12/24 vikur.

Í safngreiningu þeirra sjö samanburðarrannsókna með lyfleysu var heildartíðni aukaverkana hjá sjúklingum sem fengu lyfleysu og metformin svipuð og fyrir linagliptin 2,5 mg og metformin (54,3 og 49,0%). Tíðni meðferðarloka vegna aukaverkana var svipuð hjá sjúklingum sem fengu lyfleysu og metformin og hjá sjúklingum sem fengu linagliptin og metformin (3,8% og 2,9%).

Algengasta aukaverkunin fyrir linagliptin ásamt metformini var niðurgangur (1,6%), hlutfallið var svipað fyrir metformin ásamt lyfleysu (2,4%).

Blóðsykursfall getur átt sér stað við notkun Jentadueto ásamt súlfónýlúrealyfi (≥ 1 tilfelli af 10 sjúklingum).

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanir sem greint hefur verið frá í klínískum rannsóknum fyrir linagliptin+metformin eitt og sér eða sem viðbót við aðra grunnmeðferð við sykursýki eru sýndar hér fyrir neðan eftir líffæraflokkum.

Aukaverkanir eru flokkaðar eftir líffærum og rauntíðni. Tíðni er skilgreind sem mjög algengar

(≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000) eða koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Tafla 2 Aukaverkanir sem greint hefur verið frá hjá sjúklingum sem fengu linagliptin+metformin eitt og sér eða sem viðbót við aðra meðferð við sykursýki

(tíðni áætluð út frá safngreiningu samanburðarannsókna með lyfleysu) í klínískum rannsóknum og eftir markaðssetningu

 

Aukaverkanir

Aukaverkanir

Aukaverkanir

Aukaverkanir

 

eftir

eftir

eftir

eftir

 

meðferðar-

meðferðar-

meðferðar-

meðferðar-

Líffæraflokkur

áætlun

áætlun

áætlun

áætlun

linagliptin

linagliptin

linagliptin

linagliptin

Aukaverkun

ásamt

ásamt

ásamt

ásamt

 

 

metformini

metformini

metformini

metformini

 

 

ásamt

ásamt

ásamt

 

 

súlfónýlúrealyfi

insúlíni***

empagliflozini

Sýkingar af völdum sýkla

 

 

 

 

og sníkjudýra

 

 

 

 

Nefkoksbólga

sjaldgæfar

tíðni ekki þekkt

sjaldgæfar

tíðni ekki þekkt

 

 

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

 

Ofnæmi

 

sjaldgæfar

sjaldgæfar

tíðni ekki þekkt

(t.d. auðreitni í berkjum)

sjaldgæfar

 

 

 

Öndunarfæri, brjósthol og

 

 

 

 

miðmæti

 

 

 

 

Hósti

sjaldgæfar

tíðni ekki þekkt

sjaldgæfar

tíðni ekki þekkt

 

 

 

 

 

Meltingarfæri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Minnkuð matarlyst

sjaldgæfar

tíðni ekki þekkt

tíðni ekki þekkt

tíðni ekki þekkt

 

 

 

 

 

Niðurgangur

algengar

sjaldgæfar

sjaldgæfar

tíðni ekki þekkt

 

 

 

 

 

Ógleði

sjaldgæfar

sjaldgæfar

algengar

tíðni ekki þekkt

 

 

 

 

 

Brisbólga

tíðni ekki þekkt

tíðni ekki þekkt

sjaldgæfar

tíðni ekki þekkt

 

 

 

 

 

Uppköst

sjaldgæfar

sjaldgæfar

tíðni ekki þekkt

sjaldgæfar

 

 

 

 

 

Hægðatregða

 

 

sjaldgæfar

 

 

 

 

 

 

Lifur og gall

 

 

 

 

Brengluð lifrarstarfsemi

 

 

sjaldgæfar

 

 

 

 

 

 

Efnaskipti og næring

 

 

 

 

Blóðsykursfall

 

mjög algengar

 

 

 

 

 

 

 

Húð og undirhúð

 

 

 

 

Ofnæmisbjúgur*

 

mjög sjaldgæfar

 

 

 

 

 

Ofsakláði*

 

mjög sjaldgæfar

 

 

 

 

 

Útbrot*

 

sjaldgæfar

 

 

 

 

 

 

Kláði

sjaldgæfar

sjaldgæfar

sjaldgæfar

tíðni ekki þekkt

 

 

 

 

 

Blöðrusóttarlíki*

 

tíðni ekki þekkt

 

 

 

 

 

 

Rannsóknaniðurstöður

 

 

 

 

Hækkun amýlasa í blóði

sjaldgæfar

sjaldgæfar

tíðni ekki þekkt

sjaldgæfar

 

 

 

 

 

Hækkaður lípasi**

 

algengar

 

 

 

 

 

 

*Byggt á reynslu eftir markaðssetningu, þ. á m. rannsóknum á linagliptíni+metformíni með samanburði við lyfleysu og með grunnmeðferðunum: súlfónýlúrealyf, insúlín +/- sykursýkislyf til inntöku og empagliflozin

**Byggt á hækkun lípasa >3x eðlileg efri mörk sem kom fram í klínískum rannsóknum

***Tíðni er reiknuð út frá sameinuðum niðurstöðum frá 549 sjúklingum

Viðbótarupplýsingar um hvort virka efni fyrir sig

Aukaverkanir sem greint hefur verið frá fyrir eitt af virku efnunum geta hugsanlega átt við sem óæskileg áhrif af völdum Jentadueto þrátt fyrir að þær hafi ekki komið fram í klínískum rannsóknum á lyfinu.

Metformin:

Þekktar aukaverkanir fyrir metformin, sem ekki var greint frá hjá sjúklingum sem fengu Jentadueto, eru taldar upp í töflu 3.

Tafla 3 Aukaverkanir sem greint var frá hjá sjúklingum sem fengu einlyfjameðferð með metformini* og komu ekki fram hjá sjúklingum sem fengu Jentadueto

Líffæraflokkur

Aukaverkanir eftir meðferðaráætlun metformin

Aukaverkun

einlyfjameðferð

Efnaskipti og næring

 

Mjólkursýrublóðsýring

koma örsjaldan fyrir

 

 

Skortur á B12-vítamíni

koma örsjaldan fyrir

 

 

Taugakerfi

 

Truflun á bragðskyni

algengar

 

 

Meltingarfæri

 

Kviðverkir

mjög algengar

 

 

Lifur og gall

 

 

 

Lifrarbólga

koma örsjaldan fyrir

 

 

Húð og undirhúð

 

Húðviðbrögð eins og húðroði, ofsakláði

koma örsjaldan fyrir

 

 

* Fyrir frekari upplýsingar er vísað til samantektar á eiginleikum lyfs fyrir metformin

Lýsing á völdum aukaverkunum

Blóðsykursfall

Í einni rannsókn var linagliptin gefið sem viðbót við metformin ásamt súlfónýlúrealyfi. Þegar linagliptin og metformin voru gefin samhliða súlfónýlúrealyfi var blóðsykursfall algengasta aukaverkunin sem greint var frá (linagliptin ásamt metformini ásamt súlfónýlúrealyfi 23,9% og 16,0% með lyfleysu ásamt metformini ásamt súlfónýlúrealyfi).

Þegar linagliptin og metformin voru gefin samhliða insúlíni var blóðsykursfall algengasta aukaverkunin sem greint var frá, en tíðnin var svipuð og þegar lyfleysa og metformin voru gefin samhliða insúlíni (linagliptin ásamt metformini ásamt insúlíni 29,5% og 30,9% hjá hópnum sem fékk lyfleysu ásamt metformini ásamt insúlíni) með lága tíðni alvarlegra tilfella (1,5% og 0,9%).

Aðrar aukaverkanir

Einkenni frá meltingarfærum eins og ógleði, uppköst, niðurgangur og minnkuð matarlyst (tafla 2) og kviðverkir (tafla 3) koma oftast fram við upphaf meðferðar með Jentadueto eða metforminhýdróklóríði og ganga yfirleitt sjálfkrafa til baka. Til að koma í veg fyrir einkennin er mælt með að Jentadueto sé tekið tvisvar á sólarhring með eða eftir máltíð. Lyfið þolist betur í maga og þörmum ef skammturinn er aukinn hægt.

Langvarandi meðferð með metformini hefur verið tengd minnkuðu frásogi B12-vítamíns (tafla 3) sem getur örsjaldan valdið klínískt marktækum skorti á B12-vítamíni (t.d. risakímfrumnablóðleysi (megaloblastic anaemia)).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Linagliptin

Í klínískum samanburðarrannsóknum hjá heilbrigðum einstaklingum voru allt að 600 mg af linagliptini (jafngildir 120 falds ráðlagðs skammts) í einum skammti ekki tengd við skammtaháða aukningu í aukaverkunum. Engin reynsla er af skömmtum stærri en 600 mg hjá mönnum.

Metformin

Blóðsykursfall hefur ekki komið fram við notkun metforminhýdróklóríðs í skömmtum sem eru allt að 85 g, þó hefur mjólkursýrublóðsýring komið fram við slíkar aðstæður. Mikil ofskömmtun metforminhýdróklóríðs eða samhliða áhætta getur leitt til mjólkursýrublóðsýringar. Mjólkursýrublóðsýring er lífshættulegt ástand og verður að meðhöndla á spítala. Árangursríkasta aðferðin til að fjarlægja laktat og metformin úr blóði er með blóðskilun.

Meðferð

Komi til ofskömmtunar er skynsamlegt að beita venjulegri stuðningsmeðferð t.d. fjarlægja lyf sem ekki hefur frásogast úr meltingarvegi, viðhafa klínískt eftirlit og grípa til klínískra aðgerða ef þörf krefur.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sykursýkislyf, blóðsykurslækkandi lyf til inntöku í blöndum, ATC-flokkur: A10BD11.

Jentadueto er blanda tveggja blóðsykurslækkandi lyfja sem bæta upp verkunarhátt hvors annars og bæta þannig blóðsykursstjórn hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2: linagliptin, dípeptidýl peptíðasa 4 (DPP-4) hemill og metforminhýdróklóríð, sem tilheyrir flokki bígvaníð.

Linagliptin

Verkunarháttur

Linagliptin er hemill ensímsins DPP-4 (dípeptidýl peptíðasi 4) sem er ensím sem á þátt í að gera incretin hormónin GLP-1 (glucagon-like peptide-1) og GIP (glucose-dependent insulinotropic polypeptide) óvirk. Þessi hormón eru brotin hratt niður af ensíminu DPP-4. Bæði incretin hormónin taka þátt í lífeðlisfræðilegri stjórnun glúkósajafnvægis. Incretin hormónum er seytt við lág grunngildi allan daginn og gildin hækka strax eftir neyslu fæðu. GLP-1 og GIP auka myndun insúlíns og seytingu frá betafrumum í brisi þegar til staðar eru eðlileg og hækkuð gildi glúkósa í blóði. Jafnframt minnkar GLP-1 einnig seytingu glúkagons frá alfafrumum í brisi, sem veldur minnkun á losun glúkósa úr lifur. Linagliptin hefur mikla en afturkræfa bindisækni í DPP-4 sem leiðir þannig til viðvarandi hækkunar og lengingar á virkum gildum incretin hormónanna. Linagliptin eykur, háð glúkósa, seytingu insúlíns og minnkar seytingu glúkagons sem veldur heildarbreytingu til batnaðar á glúkósajafnvægi. Linagliptin binst valbundið við DPP-4 og sýnir > 10.000 falda valvísi samanborið við DPP-8 eða DPP-9 virkni in vitro.

Metformin

Verkunarháttur

Metforminhýdróklóríð er bígvaníð með blóðsykurslækkandi áhrif, sem lækkar bæði grunnþéttni glúkósa í plasma og þéttni glúkósa í plasma eftir máltíðir. Það örvar ekki seyti insúlíns og veldur því ekki blóðsykursfalli.

Verkun metforminhýdróklóríðs getur verið á þrennan hátt:

(1)dregur úr framleiðslu glúkósa í lifur með því að hamla nýmyndun glúkósa og glýkógensundrun,

(2)í vöðvum, með því að auka insúlínnæmi, auka útlæga upptöku og nýtingu glúkósa,

(3)og seinkar frásogi glúkósa í þörmum.

Metforminhýdróklóríð örvar myndun glýkógens innan frumu með því að verka á glýkógensýntasa. Metforminhýdróklóríð eykur flutningsgetu allra tegunda himnuflutningspróteina glúkósa, sem þekkt eru í dag.

Metforminhýdróklóríð hefur jákvæð áhrif á umbrot fitu hjá mönnum, óháð verkun á blóðsykur. Þetta hefur komið fram við meðferðarskammta í meðallöngum til langtíma klínískum samanburðarrannsóknum: metforminhýdróklóríð lækkar gildi heildarkólesteróls, LDL-kólesteróls og þríglýseríða.

Klínísk verkun og öryggi

Linagliptin sem viðbót við meðferð með metformini

Verkun og öryggi linagliptins í samsettri meðferð með metformini, hjá sjúklingum með ófullnægjandi blóðsykursstjórn á einlyfjameðferð með metformini, var metin í tvíblindri samanburðarrannsókn með lyfleysu, sem stóð yfir í 24 vikur. Linagliptin til viðbótar við metformin leiddi til martækrar breytingar til batnaðar á HbA1c (-0,64% breyting samanborið við lyfleysu) frá meðalgrunnlínugildi HbA1c sem var 8%. Linagliptin leiddi einnig til marktækrar breytingar til batnaðar á fastandi plasmaglúkósa um -21,1 mg/dl og um -67,1 mg/dl á glúkósa, 2 klst. eftir máltíð (post-prandial glucose (PPG)), samanborið við lyfleysu, og jafnframt náði stærra hlutfall sjúklinga markmiði HbA1c sem var < 7% (28,3% á linagliptini miðað við 11,4% á lyfleysu). Tíðni blóðsykursfalls hjá sjúklingum á meðferð með linagliptini var svipuð og með lyfleysu. Ekki var marktækur munur á líkamsþyngd milli hópanna.

Í 24-vikna þáttarannsókn (factorial study) með samanburði við lyfleysu á upphafsmeðferð, gáfu linagliptin 2,5 mg tvisvar sinnum á sólarhring ásamt metformini (500 mg eða 1.000 mg tvisvar sinnum á sólarhring) marktækt betri niðurstöður varðandi viðmiðunarþætti blóðsykurs samanborið við hvora einlyfjameðferðina eins og samantektin í töflu 4 (meðalgildi HbA1c 8,65%) sýnir.

Tafla 4: Viðmiðunarþætttir varðandi blóðsykur í lokaheimsókn (24-Week Study) fyrir linagliptin og metformin, eingöngu eða í samsettri meðferð hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 sem ekki hafði náðst fullnægjandi stjórn á með sérstöku mataræði og líkamsþjálfun

 

Lyfleysa

Linagliptin

Metformin

Linagliptin

Metformin

Linagliptin

 

 

5 mg einu

HCl 500 mg

2,5 mg

HCl

2,5 mg

 

 

sinni á

tvisvar á

tvisvar á

1.000 mg

tvisvar á

 

 

sólarhring1

sólarhring

sólarhring1

tvisvar á

sólarhring1

 

 

 

 

+

sólarhring

+ metformin

 

 

 

 

metformin

 

HCl

 

 

 

 

HCl

 

1.000 mg

 

 

 

 

500 mg

 

tvisvar á

 

 

 

 

tvisvar á

 

sólarhring

 

 

 

 

sólarhring

 

 

HbA1c (%)

 

 

 

 

 

 

Fjöldi sjúklinga

n = 65

n = 135

n = 141

n = 137

n = 138

n = 140

Grunnlína

8,7

8,7

8,7

8,7

8,5

8,7

(meðaltal)

 

 

 

 

 

 

Breyting frá

 

 

 

 

 

 

grunnlínu

0,1

-0,5

-0,6

-1,2

-1,1

-1,6

(aðlagað

 

 

 

 

 

 

meðaltal)

 

 

 

 

 

 

Mismunur frá

--

-0,6

-0,8

-1,3

-1,2

-1,7

lyfleysu

 

(-0,9, -0,3)

(-1,0, -0,5)

(-1,6, -1,1)

(-1,5, -0,9)

(-2,0, -1,4)

(aðlagað

 

 

 

 

 

 

meðaltal) (95%

 

 

 

 

 

 

CI)

 

 

 

 

 

 

Sjúklingar (n,

 

 

 

 

 

 

%) sem náðu

7 (10,8)

14 (10,4)

27 (19,1)

42 (30,7)

43 (31,2)

76 (54,3)

HbA1c <7%

 

 

 

 

 

 

Sjúklingar (%)

 

 

 

 

 

 

sem fengu

29,2

11,1

13,5

7,3

8,0

4,3

neyðarmeðferð

 

 

 

 

 

 

Fastandi

 

 

 

 

 

 

plasmaglúkósi

 

 

 

 

 

 

(mg/dl)

 

 

 

 

 

 

Fjöldi sjúklinga

n = 61

n = 134

n = 136

n = 135

n = 132

n = 136

Grunnlína

(meðaltal)

 

 

 

 

 

 

Breyting frá

 

 

 

 

 

 

grunnlínu

-9

-16

-33

-32

-49

(aðlagað

 

 

 

 

 

 

meðaltal)

 

 

 

 

 

 

Mismunur frá

--

-19

-26

-43

-42

-60

lyfleysu

 

(-31, -6)

(-38, -14)

(-56, -31)

(-55, -30)

(-72, -47)

(aðlagað

 

 

 

 

 

 

meðaltal) (95%

 

 

 

 

 

 

CI)

 

 

 

 

 

 

1 Heildardagskammtur af linagliptini er 5 mg

Meðalækkun HbA1c frá grunnlínu var almennt meiri hjá sjúklingum með hærri grunnlínugildi HbA1c. Áhrif á fitu í plasma voru almennt engin. Þyngdartap við samsetta meðferð með linagliptini og metformini var svipað og sást við notkun metformins eingöngu eða lyfleysu; engin þyngdarbreyting varð frá grunnlínu hjá sjúklingum sem voru eingöngu á linagliptini. Tíðni blóðsykursfalls var svipuð í meðferðarhópunum (lyfleysa 1,4%, linagliptin 5 mg 0%, metformin 2,1%, og linagliptin 2,5 mg ásamt metformini tvisvar á sólarhring 1,4%).

Verkun og öryggi linagliptins 2,5 mg tvisvar á sólarhring á móti 5 mg á sólarhring einu sinni á sólarhring ásamt metformini, hjá sjúklingum með ófullnægjandi blóðsykursstjórn á einlyfjameðferð með metformini, var metin í tvíblindri samanburðarrannsókn sem stóð yfir í 12 vikur. Linagliptin 5 mg einu sinni á sólarhring og 2,5 mg tvisvar sinnum á sólarhring leiddi til sambærilegrar (CI: -0,07; 0,19) marktækrar lækkunar HbA1c sem var -0,80% (frá grunnlínu 7,98%) og -0,74% (frá grunnlínu 7,96%) samanborið við lyfleysu. Tíðni blóðsykursfalls hjá sjúklingum á meðferð með linagliptini var svipuð og með lyfleysu. Ekki var marktækur munur á líkamsþyngd milli hópanna.

Linagliptin sem viðbót við samsetta meðferð með metformini og súlfónýlúrealyfi

Samanburðarrannsókn með lyfleysu sem stóð yfir í 24 vikur var gerð til að meta verkun og öryggi linagliptins 5 mg borið saman við lyfleysu hjá sjúklingum sem ekki eru á fullnægjandi meðferð með metformini og súlfónýlúrealyfi. Linagliptin leiddi til marktækrar breytingar til batnaðar á HbA1c (-0,62% breyting borið saman við lyfleysu) frá meðalgrunngildi HbA1c sem var 8,14%. Linagliptin leiddi einnig til marktækrar breytingar til batnaðar hjá sjúklingum sem náðu HbA1c < 7,0% (31,2% sem voru á linagliptini miðað við 9,2% á lyfleysu) og einnig á fastandi plasmaglúkósa með

-12,7 mg/dl lækkun samanborið við lyfleysu. Ekki var marktækur munur á líkamsþyngd milli hópanna.

Linagliptin sem viðbót við samsetta meðferð með metformini og empagliflozini

Hjá sjúklingum með ófullnægjandi stjórn á blóðsykri með metformini og empagliflozini (10 mg

(n = 247) eða 25 mg (n = 217)) gaf 24 vikna meðferð með linagliptini 5 mg sem viðbót við meðferð aðlagaða meðallækkun á HbA1c frá grunngildi um -0,53% (marktækur munur miðað við lyfleysu sem viðbót við meðferð -0,32% (95% CI -0,52, -0,13) og -0,58% (marktækur munur miðað við lyfleysu sem viðbót við meðferð -0,47% (95% CI -0,66; -0,28), talið í sömu röð. Tölfræðilega marktækt stærra hlutfall sjúklinga sem voru með grunngildi HbA1c ≥ 7,0% og fengu linagliptin 5 mg náðu markmiðinu HbA1c upp á < 7% samanborið við þá sem fengu lyfleysu.

Linagliptin í samsettri meðferð með metformini og insúlíni

Gerð var 24 vikna samanburðarrannsókn með lyfleysu til þess að meta verkun og öryggi linagliptins (5 mg einu sinni á sólarhring) til viðbótar við insúlín með eða án metformins. Í rannsókninni fengu 83% sjúklinga metformin í samsettri meðferð með insúlíni. Linagliptin í samsettri meðferð með metformini ásamt insúlíni leiddi til marktækrar breytingar til batnaðar á HbA1c hjá þessum undirhópi með -0,68% (CI: -0,78; -0,57) aðlagaða meðalbreytingu frá grunnlínu (meðal grunnlínugildi HbA1c 8,28%) samanborið við lyfleysu í samsettri meðferð með metformini ásamt insúlíni. Hjá hvorugum hópnum var mikilvæg breyting á líkamsþyngd frá grunnlínu.

Linagliptin, 24 mánaða niðurstöður, sem viðbót við metformin samanborið við glímepíríð

Í rannsókn, sem bar saman verkun og öryggi viðbótarmeðferðar með linagliptini 5 mg eða glímepíríði (meðalskammtur 3 mg) hjá sjúklingum með ófullnægjandi stjórnun á blóðsykri á einlyfjameðferð með metformini, var meðallækkun HbA1c -0,16% með linagliptini (meðalgrunngildi HbA1c 7,69%) og -0,36% með glímepíríði (meðalgrunngildi HbA1c 7,69%) með meðalmismuni á meðferð 0,20% (97,5% öryggisbil: 0,09, 0,299). Tíðni blóðsykursfalls hjá hópnum sem fékk linagliptin (7,5%) var marktækt lægri en hjá hópnum sem fékk glímepíríð (36,1%). Hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með linagliptini kom fram marktæk meðallækkun frá grunnlínu á líkamsþyngd samanborið við marktæka þyngdaraukningu hjá sjúklingum sem fengu glímepíríð (-1,39 miðað við +1,29 kg).

Linagliptin sem viðbótarmeðferð hjá öldruðum (aldur ≥ 70 ár) með sykursýki af tegund 2

Verkun og öryggi linagliptins hjá öldruðum (aldur ≥ 70 ár) með sykursýki af tegund 2 var metið í tvíblindri rannsókn sem stóð yfir í 24 vikur. Sjúklingarnir fengu metformin og/eða súlfónýlúrealyf og/eða insúlín sem bakgrunnsmeðferð. Skammtar í bakgrunnssykursýkismeðferð voru hafðir stöðugir

fyrstu 12 vikurnar en eftir þann tíma mátti breyta skömmtum. Linagliptin leiddi til marktækrar breytingar til batnaðar á HbA1c (-0,64% breyting, samanborið við lyfleysu eftir 24 vikur), frá meðalgrunnlínugildi HbA1c sem var 7,8%. Linagliptin leiddi einnig til marktækrar breytingar til batnaðar á fastandi plasmaglúkósa, samanborið við lyfleysu. Ekki var marktækur munur á líkamsþyngd milli hópanna.

Í safngreiningu hjá öldruðum (aldur ≥ 70 ára) sjúklingum með sykursýki af tegund 2 (n=183) sem fengu metformin og grunninsúlín sem bakgrunnsmeðferð, leiddi linagliptin í samsettri meðferð með metformini ásamt insúlíni til marktækrar breytingar til batnaðar á HbA1c gildum með -0,81% (CI: -1,01; -0,61) aðlagaða meðalbreytingu frá grunnlínu (meðalgrunnlínugildi HbA1c 8,13%) samanborið við lyfleysu í samsettri meðferð með metformini ásamt insúlíni.

Áhætta fyrir hjarta og æðakerfi

Linagliptin tengdist ekki aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum í framskyggnri safngreiningu, sem gerð var á hjarta- og æðatilvikum, sem metin höfðu verið af óháðum aðila, úr 19 klínískum rannsóknum (sem varað höfðu frá 18 vikum til 24 mánaða) sem tóku til 9.459 sjúklinga með sykursýki af tegund 2. Aðalendapunkturinn, samsetning af tilviki eða tíma að fyrsta tilviki dauðsfalls vegna hjarta og æðasjúkdóma, hjartadreps sem ekki var banvænt, heilaslags sem ekki var banvænt eða sjúkrahússinnlagnar vegna hvikullar hjartaangar, var ekki marktækt lægri fyrir linagliptin samanborið við virk samanburðarlyf og lyfleysu [áhættuhlutfall 0,78 (95% öryggisbil 0,55; 1,12)]. Í heild voru

60 tilvik aðalendapunkts hjá þeim sem fengu linagliptin og 62 tilvik í samanburðahópunum. Fram að þessu hafa ekki komið fram sannanir fyrir aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum en fjöldi tilvika í klínískum rannsóknum útilokar að hægt sé að komast að ákveðinni niðurstöðu. Samt sem áður voru tilvik hjarta- og æðasjúkdóma svipuð hjá þeim sem fengu linagliptin og þeim sem fengu lyfleysu (1,03% hjá þeim sem fengu linagliptin samanborið við 1,35% hjá þeim sem fengu lyfleysu).

Metformin

Framsýn slembuð rannsókn (UKPDS) hefur staðfest langtímaávinning af öflugri blóðsykursstjórn hjá fullorðnum sjúklingum með sykursýki af tegund 2. Greining niðurstaðna varðandi sjúklinga í yfirþyngd sem meðhöndlaðir voru með metformini eftir að sérstakt mataræði eingöngu hafði ekki borið árangur sýndi:

marktæka minnkun raunáhættu á öllum sykursýkistengdum fylgikvillum í metformin hópnum (29,8 tilvik/1.000 sjúklingaár) miðað við sérstakt mataræði eingöngu

(43,3 tilvik/1.000 sjúklingaár), p=0,0023, og miðað við hópana á súlfónýlúrealyfi og einlyfjameðferð með insúlíni (40,1 tilvik/1.000 sjúklingaár), p=0,0034,

marktæka minnkun raunáhættu á dauðsfalli af hvaða orsök sem er sem tengdist sykursýki: metformin 7,5 tilvik/1.000 sjúklingaár, sérstakt mataræði eingöngu 12,7 tilvik/1.000 sjúklingaár, p=0,017,

marktæk minnkun raunáhættu á heildardánartíðni: metformin 13,5 tilvik/1.000 sjúklingaár miðað við sérstakt mataræði eingöngu 20,6 tilvik/1.000 sjúklingaár (p=0,011) og miðað við hópana á súlfónýlúrealyfi og einlyfjameðferð með insúlíni 18,9 tilvik/1.000 sjúklingaár (p=0,021),

marktæk minnkun raunáhættu á hjartadrepi: metformin 11 tilvik/1.000 sjúklingaár miðað við sérstakt mataræði eingöngu 18 tilvik/1.000 sjúklingaár (p=0,01).

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknunum á Jentadueto hjá öllum undirhópum barna við sykursýki af tegund 2 (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Jafngildisrannsóknir hjá heilbrigðum einstaklingum sýndu að Jentadueto (linagliptin/metforminhýdróklóríð) samsettar töflur jafngilda samhliða gjöf linagliptins og metforminhýdróklóríðs hvoru fyrir sig á töfluformi.

Gjöf Jentadueto 2,5/1.000 mg með mat leiddi ekki til breytinga á heildarútsetningu fyrir linagliptini. Varðandi metformin urðu engar breytingar á AUC hins vegar lækkaði meðal hámarksþéttni metformins í sermi um 18%, þegar það var gefið með mat. Tveggja klukkustunda seinkun sást á hámarksþéttni metformins þegar það var gefið með mat. Ekki er talið að þessar niðurstöður hafi klíníska þýðingu.

Eftirfarandi greinargerð varpar ljósi á lyfjahvörf hvors virka innihaldsefnis fyrir sig í Jentadueto.

Linagliptin

Lyfjahvörf linagliptins hafa verið rannsökuð ítarlega hjá heilbrigðum einstaklingum og sjúklingum með sykursýki af tegund 2. Eftir inntöku á 5 mg skammti hjá heilbrigðum einstaklingum eða sjúklingum frásogaðist linagliptin hratt og kom hámarksplasmaþéttni (miðgildi Tmax) fram 1,5 klst. eftir inntöku.

Plasmaþéttni linagliptins minnkar í þremur stigum með löngum lokahelmingunartíma (lokahelmingunartími fyrir linagliptin er yfir 100 klst.) sem tengist aðallega mettanlegri, þéttri tengingu linagliptins við DPP-4 og stuðlar ekki að uppsöfnun á virka efninu. Virkur helmingunartími uppsöfnunar linagliptins, ákvarðaður eftir inntöku fjölda 5 mg skammta af linagliptini, er u.þ.b.

12 klst. Við skömmtun með 5 mg linagliptini einu sinni á sólarhring næst jafnvægisþéttni í plasma á þriðja skammti. Plasma AUC fyrir linagliptin jókst um u.þ.b. 33% eftir 5 mg skammta við jafnvægi borið saman við fyrsta skammt. Breytileikastuðlar (coefficients of variation) innan einstaklings og milli einstaklinga fyrir AUC linagliptins voru lágir (12,6% og 28,5%, í sömu röð). Vegna þéttniháðrar bindingar linagliptins við DPP-4 eru lyfjahvörf linagliptins, miðað við heildarútsetningu, ekki línuleg; heildar AUC linagliptins í plasma hækkar reyndar minna en í hlutfalli við skammta á meðan AUC óbundið eykst í grófum dráttum í hlutfalli við skammta. Lyfjahvörf linagliptins voru almennt svipuð hjá heilbrigðum einstaklingum og hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2.

Frásog

Nýting linagliptins er u.þ.b. 30%. Samhliða neysla fituríkrar fæðu með linagliptini lengdi tímann að

Cmax um 2 klst. og lækkaði Cmax um 15% en engin áhrif sáust á AUC 0-72 klst. Ekki er búist við að breytingar á Cmax og Tmax hafi klínískt mikilvæg áhrif; því má gefa linagliptin með eða án fæðu.

Dreifing

Vegna vefjabindingar er sýnilegt meðaldreifingarrúmmál við jafnvægi eftir stakan 5 mg skammt linagliptins í bláæð hjá heilbrigðum einstaklingum u.þ.b. 1.110 lítrar sem bendir til umfangsmikillar dreifingar linagliptins í vefi. Binding linagliptins við plasmaprótein er háð þéttni og fer minnkandi frá u.þ.b. 99% við 1 nmól/l í 75-89% við ≥ 30 nmól/l sem endurspeglar mettun á bindingu við DPP-4 við hækkaða þéttni linagliptins.Við háa þéttni, þegar DPP-4 er að fullu mettað, var 70-80% af linagliptini bundið við önnur plasmaprótein en DPP-4 og því voru 20-30% óbundin í plasma.

Umbrot

Eftir inntöku á 10 mg skammti af [14C] linagliptini var u.þ.b. 5% af geislavirku lyfi skilið út í þvagi. Umbrot gegna litlu hlutverki við brotthvarf linagliptins. Eitt aðalumbrotsefni með hlutfallslega útsetningu 13,3% af linagliptini við jafnvægi greindist og reyndist vera lyfjafræðilega óvirkt og hefur því ekki áhrif á hömlunarvirkni linagliptins á plasma DPP-4.

Brotthvarf

Eftir inntöku á [14C] linagliptini hjá heilbrigðum einstaklingum var u.þ.b. 85% af geislavirka lyfinu sem gefið var skilið út í hægðum (80%) eða þvagi (5%) innan 4 daga frá lyfjagjöf. Nýrnaúthreinsun við jafnvægi var u.þ.b. 70 ml/mín.

Skert nýrnastarfsemi

Við jafnvægisaðstæður var útsetning fyrir linagliptini hjá sjúklingum með væga skerðingu á nýrnastarfsemi sambærileg við heilbrigða einstaklinga. Þegar um var að ræða í meðallagi mikla skerðingu á nýrnastarfsemi sást nokkur aukning á útsetningu, u.þ.b. 1,7 föld samanborið við viðmiðunarhóp. Útsetning hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi var aukin u.þ.b. 1,4 falt borið saman við sjúklinga með sykursýki af tegund 2 með

eðlilega nýrnastarfsemi. Forspá fyrir AUC við jafnvægi linagliptins hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóm á lokastigi benti til sambærilegrar útsetningar og hjá sjúklingum með í meðallagi mikla og alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi. Að auki er ekki búist við brotthvarfi linagliptins í lækningalega mikilvægu magni með blóðskilun eða kviðskilun. Ekki er mælt með aðlögun lingliptíns skammta hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi; þess vegna má halda áfram gjöf linagliptins, sem eina virka efnið í töflu, í sama heildarsólarhringsskammti, þ.e. 5 mg, ef gjöf Jentadueto er hætt vegna vísbendinga um skerðingu á nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Hjá sjúklingum með væga, meðallagi mikla eða verulega skerðingu á lifrarstarfsemi (samkvæmt Child-Pugh mælikvarða) var meðal AUC og Cmax fyrir linagliptin svipað hjá heilbrigðum pöruðum samanburðareinstaklingum eftir gjöf fjölda 5 mg skammta af linagliptini.

Líkamsþyngdarstuðull (BMI)

Líkamsþyngdarstuðull hefur ekki klínískt mikilvæg áhrif á lyfjahvörf linagliptins samkvæmt þýðisgreiningu á lyfjahvörfum á I. stigs og II. stigs gögnum. Klínískar rannsóknir fyrir útgáfu markaðsleyfis hafa verið gerðar upp að líkamsþyngdarstuðli 40 kg/m2.

Kyn

Kyn hefur ekki klínískt mikilvæg áhrif á lyfjahvörf linagliptins samkvæmt þýðisgreiningu á lyfjahvörfum í I. stigs og II. stigs gögnum.

Aldraðir

Aldur hafði ekki klínískt mikilvæg áhrif á lyfjahvörf linagliptins samkvæmt þýðisgreiningu á lyfjahvörfum á I. stigs og II. stigs gögnum. Hjá öldruðum einstaklingum (65 til 80 ára,elsti sjúklingurinn var 78 ára) var plasmaþéttni linagliptins sambærileg, samanborið við yngri einstaklinga. Lágþéttni linagliptins var einnig mæld hjá öldruðum (≥ 70 ára) með sykursýki af tegund 2 í fasa III rannsókn sem stóð yfir í 24 vikur. Þéttni linagliptins í þessari rannsókn var innan þeirra gilda sem áður hafa komið fram hjá yngri sjúklingum með sykursýki af tegund 2.

Börn

Í 2. stigs rannsókn á börnum voru lyfjahvörf og lyfhrif 1 mg og 5 mg linagliptins skoðuð hjá börnum og unglingum ≥ 10 til < 18 ára með sykursýki af tegund 2. Lyfjahvarfafræðileg og lyfhrifafræðileg svörun var í samræmi við það sem fram kom hjá fullorðnum einstaklingum. Linagliptin 5 mg reyndist betra en 1 mg með tilliti til lággildis DPP-4 hömlunar (72% miðað við 32%, p=0,0050) og fram kom tölulega meiri lækkun með tilliti til aðlagaðrar meðalbreytingar frá grunngildi HbA1c (-0,63% miðað við -0,48%, ekki marktækt). Vegna takmarkaðs gagnamengis skal túlka niðurstöðurnar varlega.

Kynþáttur

Kynþáttur hafði engin augljós áhrif á plasmaþéttni linagliptins miðað við samsetta greiningu á fyrirliggjandi upplýsingum um lyfjahvörf, sem taka til sjúklinga af hvítum kynþætti, rómönskum, afrískum og asískum uppruna. Jafnframt reyndust einkenni lyfjahvarfa vera svipuð í I. stigs rannsóknum á japönskum, kínverskum og hvítum heilbrigðum sjálfboðaliðum og afrískum-amerískum sjúklingum með sykursýki af tegund 2.

Metformin

Frásog

Eftir skammt til inntöku af metformini næst Tmax eftir 2,5 klukkustundir. Heildaraðgengi 500 mg eða 850 mg metforminhýdróklóríð taflna er u.þ.b. 50-60% hjá heilbrigðum einstaklingum. Eftir inntöku staks skammts, var ófrásogað magn sem fannst í hægðum 20-30%.

Eftir inntöku er frásog metforminhýdróklóríðs mettanlegt og ófullkomið. Gert er ráð fyrir að lyfjahvörf frásogaðs metforminhýdróklóríðs séu ólínuleg.

Eftir skammta og skammtaáætlun metforminhýdróklóríðs samkvæmt ráðleggingum næst stöðugur plasmastyrkur innan 24-48 klukkustunda og er hann yfirleitt minni en 1 míkróg/ml. Í klínískum

samanburðarrannsóknum fór hámarksþéttni metforminhýdróklóríðs í plasma (Cmax) ekki yfir 5 míkróg/ml, jafnvel við hámarksskammta.

Fæða dregur úr frásogi og seinkar lítillega frásogi metforminhýdróklóríðs. Eftir inntöku 850 mg töflu sást 40% lægri hámarksplasmastyrkur, 25% lækkun AUC (flatarmál undir kúrfu) og 35 mínútna lenging á tíma fram að hámarksplasmaþéttni. Klínískt mikilvægi þessara niðurstaðna er ekki þekkt.

Dreifing

Plasmapróteinbinding er hverfandi. Metforminhýdróklóríð fer inn í rauð blóðkorn. Hámarksþéttni í blóði er lægri en hámarksþéttni í plasma og næst u.þ.b. á sama tíma. Að öllum líkindum standa rauðu blóðkornin fyrir afleiddri hólfadreifingu (secondary compartment of distribution). Meðaldreifingarrúmmál Vd er á bilinu 63-276 l.

Umbrot

Metforminhýdróklóríð útskilst óbreytt með þvagi. Engin umbrotsefni hafa greinst hjá mönnum.

Brotthvarf

Nýrnaúthreinsun metforminhýdróklóríðs er > 400 ml/mín., sem bendir til þess að brotthvarf metforminhýdróklóríðs sé með gauklasíun og pípluseyti. Eftir inntöku skammts er lokahelmingunartími brotthvarfs u.þ.b. 6,5 klukkustundir.

Þegar nýrnastarfsemi er skert er nýrnaúthreinsun í hlutfalli við kreatínínúthreinsun og þess vegna lengist helmingunartími brotthvarfs, sem hefur í för með sér aukið magn metforminhýdróklóríðs í plasma.

Börn

Stakskammtarannsókn: eftir staka 500 mg skammta af metforminhýdróklóríði sáust svipuð lyfjahvörf hjá börnum og hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingum.

Fjölskammtarannsókn: upplýsingarnar takmarkast við eina rannsókn. Eftir endurtekna 500 mg skammta tvisvar á sólarhring í 7 daga hjá sjúklingum sem eru börn minnkaði hámarksplasmaþéttni (Cmax) og altæk útsetning (AUC0-t) um u.þ.b. 33% og 40%, talið í sömu röð, samanborið við fullorðna sykursýkissjúklinga sem fengu endurtekna 500 mg skammta tvisvar á sólarhring í 14 daga. Þar sem skammturinn er stilltur fyrir hvern og einn á grundvelli blóðsykursstjórnunar, hefur þetta takmarkaða klíníska þýðingu.

5.3Forklínískar upplýsingar

Linagliptin ásamt metformini

Gerðar voru almennar eitrunarrannsóknir á rottum í allt að 13 vikur með samhliða gjöf linagliptins og metformins. Eina milliverkunin sem sást milli linagliptins og metformins var minnkun á þyngdaraukningu. Engin önnur eiturverkun vegna samsetningar lingliptins og metformins sást við AUC útsetningu sem var allt að 2 og 23 sinnum meiri en útsetning hjá mönnum, talið í sömu röð.

Rannsókn á þroska fósturvísa og fóstra hjá rottum með fangi benti ekki til vanskapandi áhrifa vegna samhiða gjafar linagliptins og metformins við AUC útsetningu sem var allt að 4 og 30 sinnum meiri en útsetning hjá mönnum, talið í sömu röð.

Linagliptin

Lifur, nýru og meltingarvegur eru aðalmarklíffæri eitrunar hjá músum og rottum við endurtekna skammta af linagliptini við meira en 300 sinnum meiri útsetningu en hjá mönnum.

Hjá rottum sáust áhrif á æxlunarfæri, skjaldkirtil og eitilfrumuvef við meira en 1.500 sinnum meiri útsetningu en hjá mönnum. Öflug ofnæmislík viðbrögð sáust hjá hundum við meðalstóra skammta, sem einnig ollu breytingum á hjarta- og æðakerfi sem eru talin sértæk fyrir hunda. Lifur, nýru, magi, æxlunarfæri, hóstarkirtill, milta og eitlar voru marklíffæri eitrunar hjá Cynomolgus öpum við meira en 450 sinnum meiri útsetningu en hjá mönnum. Við meira en 100 falda útsetningu hjá mönnum var erting í maga aðalaukaverkunin hjá þessum öpum.

Linagliptin og aðalumbrotsefni þess sýndu ekki tilhneigingu til eiturverkana á erfðaefni. Rannsóknir á lyfinu til inntöku um 2 ára skeið á krabbameinsvaldandi áhrifum í rottum og músum sýndu engin merki um krabbameinsvaldandi áhrif hjá rottum eða karlkyns músum. Marktækt hærri tíðni illkynja æxla, eingöngu hjá kvenkyns músum, við hæsta skammtinn (> 200 föld útsetning hjá

mönnum) er ekki talin hafa þýðingu fyrir menn (skýring: tengist ekki meðferð en er vegna hárrar tíðni mismunandi bakgrunnsatvika). Samkvæmt þessum rannsóknum er ekki hætta á krabbameinsvaldandi áhrifum hjá mönnum.

Mörk þess að engar aukaverkanir koma fram (NOAEL, No Observed Adverse Effect Level) varðandi frjósemi, þroska snemma á fóstursvísisskeiði og vansköpunaráhrif hjá rottum voru ákvörðuð sem

>900 föld útsetning hjá mönnum. NOAEL varðandi eituráhrif á móður, fósturvísi, fóstur og afkvæmi hjá rottum var 49 föld útsetning hjá mönnum. Engin vanskapandi áhrif sáust hjá kanínum við

>1.000 falda útsetningu hjá mönnum. NOAEL var ákvarðað við 78 falda útsetningu hjá mönnum, hvað varðar eituráhrif á fósturvísa og fóstur hjá kanínum og hvað varðar eituráhrif á móður var NOAEL 2,1 föld útsetning hjá mönnum. Þess vegna er talið ólíklegt að linagliptin hafi áhrif á æxlun hjá mönnum við útsetningu meðferðarskammta.

Metformin

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkunum á æxlun og þroska.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Töflukjarni

Arginín

Copovidon

Magnesíum sterat

Maíssterkja

Kísilkvoða, vatnsfrí

Jentadueto 2,5 mg/850 mg filmuhúðaðar töflur

Filmuhúð

Hýprómellósi

Títantvíoxíð (E171)

Talkúm

Gult járnoxíð (E172)

Rautt járnoxíð (E172)

Própýlen glýkól

Jentadueto 2,5 mg/1.000 mg filmuhúðaðar töflur

Filmuhúð

Hýprómellósi

Títantvíoxíð (E171)

Talkúm

Rautt járnoxíð (E172)

Própýlen glýkól

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Þynnupakkning

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

Glas

Geymið glasið vel lokað til varnar gegn raka.

6.5Gerð íláts og innihald

-Pakkningastærðir með 10 x 1, 14 x 1, 28 x 1, 30 x 1, 56 x 1, 60 x 1, 84 x 1, 90 x 1, 100 x 1 og 120 x 1 filmuhúðuðum töflum og fjölpakkningar sem innihalda 120 (2 pakkningar með 60 x 1), 180 (2 pakkningar með 90 x 1) og 200 (2 pakkingar með 100 x 1) filmuhúðaðar töflur í rifgötuðum stakskammtaþynnum sem gerðar eru úr álþynnuloki og PVC/pólýklóróþríflúóroetílen/PVC þynnuformi.

-Háþéttni pólýetlýlen (HDPE) glas með skrúfloki úr plasti, innsigli (ál-pólýesterfilmu) og rakadrægu kísilkvoðuhlaupi. Pakkningastærðir með 14, 60 og 180 filmuhúðuðum töflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Boehringer Ingelheim International GmbH Binger Str. 173

D-55216 Ingelheim am Rhein Þýskaland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

Jentadueto 2,5 mg/850 mg filmuhúðaðar töflur

EU/1/12/780/001 (10 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/002 (14 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/003 (28 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/004 (30 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/005 (56 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/006 (60 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/007 (84 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/008 (90 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/009 (98 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/010 (100 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/011 (120 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/012 (14 filmuhúðaðar töflur, glas)

EU/1/12/780/013 (60 filmuhúðaðar töflur, glas)

EU/1/12/780/014 (180 filmuhúðaðar töflur, glas)

EU/1/12/780/029 (120 (2 x 60 x 1) filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/030 (180 (2 x 90 x 1) filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/031 (200 (2 x 100 x 1) filmuhúðaðar töflur)

Jentadueto 2,5 mg/1.000 mg filmuhúðaðar töflur

EU/1/12/780/015 (10 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/016 (14 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/017 (28 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/018 (30 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/019 (56 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/020 (60 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/021 (84 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/022 (90 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/023 (98 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/024 (100 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/025 (120 x 1 filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/026 (14 filmuhúðaðar töflur, glas)

EU/1/12/780/027 (60 filmuhúðaðar töflur, glas)

EU/1/12/780/028 (180 filmuhúðaðar töflur, glas)

EU/1/12/780/032 (120 (2 x 60 x 1) filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/033 (180 (2 x 90 x 1) filmuhúðaðar töflur)

EU/1/12/780/034 (200 (2 x 100 x 1) filmuhúðaðar töflur)

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 20. júlí 2012.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis:

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu. Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf