Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Jentadueto (linagliptin / metformin) – Fylgiseðill - A10BD11

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsJentadueto
ATC-kóðiA10BD11
Efnilinagliptin / metformin
FramleiðandiBoehringer Ingelheim International GmbH

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Jentadueto 2,5 mg / 850 mg filmuhúðaðar töflur Jentadueto 2,5 mg / 1.000 mg filmuhúðaðar töflur linagliptin/metforminhýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Jentadueto og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Jentadueto

3.Hvernig nota á Jentadueto

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Jentadueto

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Jentadueto og við hverju það er notað

Taflan heitir Jentadueto. Hún inniheldur tvö mismunandi virk efni, linagliptin og metformin.

-Linagliptin tilheyrir flokki lyfja sem kallast DPP-4 hemlar (dípeptíl peptiðasa-4 hemlar).

-Metformin tilheyrir flokki lyfja sem kallast bígvaníð.

Hvernig Jentadueto virkar

Virku efnin tvö vinna saman að stjórn á blóðsykursgildum hjá fullorðnum sjúklingum með sykursýki af tegund 2. Ásamt mataræði og líkamsþjálfun stuðlar lyfið að því að bæta insúlínmagn og áhrif insúlíns eftir máltíð og það minnkar sykurinn sem líkaminn framleiðir sjálfur.

Nota má lyfið eitt sér eða með nokkrum öðrum sykursýkislyfjum eins og súlfónýlúrealyfjum, empagliflozini eða insúlíni.

Hvað er sykursýki af tegund 2?

Við sykursýki af tegund 2 myndar líkaminn ekki nægilegt insúlín og það insúlín sem líkaminn myndar hefur ekki nægilega verkun. Líkaminn getur einnig myndað of mikinn sykur. Við það safnast sykur (glúkósi) upp í blóðinu. Þetta getur leitt til alvarlegs heilsufarsvanda, eins og hjartasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, blindu og aflimunar.

2. Áður en byrjað er að nota Jentadueto

Ekki má nota Jentadueto

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir linagliptini eða metformini eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

-ef þú ert með alvarlega skerta nýrnastarfsemi.

-ef þú ert með ómeðhöndlaða sykursýki, til dæmis með alvarlega blóðsykurshækkun (háan blóðsykur), ógleði, uppköst, niðurgang, hratt þyngdartap, mjólkursýrublóðsýringu (sjá „Hætta á mjólkursýrublóðsýringu“ hér á eftir) eða ketónblóðsýringu. Ketónblóðsýring er ástand þar sem

efni sem kallast ketón safnast fyrir í blóði og geta leitt til fordás af völdum sykursýki. Einkennin eru m.a. magaverkur, hröð og djúp öndun, syfja eða óvenjuleg ávaxtalykt af andardrætti.

-hafir þú upplifað fordá af völdum sykursýki.

-ef þú ert með alvarlega sýkingu á borð við sýkingu sem hefur áhrif á lungu, lungnaberkjur eða nýrun. Alvarlegar sýkingar geta leitt til nýrnavandamála sem geta sett þig í áhættu fyrir mjólkursýrublóðsýringu (sjá „Varnaðarorð og varúðarreglur“).

-ef þú hefur misst mikinn vökva úr líkamanum (vökvaskortur), t.d. vegna langvarandi eða alvarlegs niðurgangs eða ef þú hefur kastað upp mörgum sinnum í röð. Vökvaskortur getur leitt til nýrnavandamála sem geta sett þig í áhættu fyrir mjólkursýrublóðsýringu (sjá „Varnaðarorð og varúðarreglur“).

-ef þú hefur fengið meðferð við bráðri hjartabilun eða nýlega fengið hjartaáfall, ert með alvarlegar blóðrásartruflanir (svo sem lost) eða öndunarerfiðleika. Slíkt getur leitt til skorts á súrefni í vefjum, sem getur sett þig í áhættu fyrir mjólkursýrublóðsýringu (sjá „Varnaðarorð og varúðarreglur“).

-ef þú ert með lifrarsjúkdóm.

-ef þú neytir áfengis í óhófi, annaðhvort daglega eða öðru hvoru (sjá kaflann „Notkun Jentadueto með áfengi“).

Ef eitthvað af ofantöldu á við um þig skaltu ekki taka Jentadueto. Ef þú ert ekki viss, skaltu tala við lækninn eða lyfjafræðing áður en þú tekur lyfið.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Jentadueto er notað

-ef þú ert með sykursýki af tegund 1 (líkaminn framleiðir ekkert insúlín). Ekki á að nota Jentadueto við slíkar aðstæður.

-ef þú ert að nota insúlín eða tekur sykursýkislyf eins og súlfónýlúrealyf, mun læknirinn hugsanlega minnka skammt insúlíns eða súlfónýlúrealyfsins þegar annaðhvort þeirra er tekið samhliða Jentadueto til að koma í veg fyrir lágan blóðsykur (blóðsykursfall).

-ef þú ert með eða hefur verið með sjúkdóm í brisi.

Hafðu samband við lækninn ef fram koma einkenni um bráða brisbólgu eins og viðvarandi, verulegur kviðverkur.

Ef þú verður var/vör við blöðrumyndun á húð getur það verið merki um ástand sem nefnist blöðrusóttarlíki. Læknirinn gæti beðið þig um að hætta að nota Jentadueto.

Hafðu samband við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing áður en þú tekur Jentadueto ef þú ert ekki viss um hvort eitthvað af ofantöldu á við um þig.

Húðvandamál af völdum sykursýki eru algengur fylgikvilli sykursýki. Ráðlagt er að þú fylgir þeim leiðbeiningum sem læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn hefur gefið þér varðandi umhirðu húðar og fóta.

Hætta á mjólkursýrublóðsýringu

Þar sem Jentadueto inniheldur metformín getur það valdið aukaverkun sem kemur örsjaldan fyrir, en er mjög alvarleg, og kallast mjólkursýrublóðsýring, einkum ef nýrun starfa ekki eðlilega. Hættan á að fá mjólkursýrublóðsýringu eykst einnig þegar um er að ræða ómeðhöndlaða sykursýki, alvarlegar sýkingar, langvarandi föstu eða neyslu áfengis, vökvaskort (sjá nánari upplýsingar hér á eftir), lifrarsjúkdóma og hvers kyns heilsufarsvandamál þar sem hluti líkamans verður fyrir súrefnisskorti (svo sem við bráðan alvarlegan hjartasjúkdóm).

Ef eitthvað af ofangreindu á við um þig skaltu leita ráða hjá lækninum.

Hættu að taka Jentadueto í stuttan tíma ef þú ert með sjúkdóm sem tengja má við vökvaskort

(verulegt tap á líkamsvökvum) svo sem svæsin uppköst, niðurgangur, hiti, útsetning fyrir hita eða ef þú drekkur minni vökva en venjulega. Leitaðu ráða hjá lækninum.

Hættu að taka Jentadueto og hafðu tafarlaust samband við lækni eða næsta sjúkrahús ef þú færð einhver einkenni mjólkursýrublóðsýringar, þar sem þetta ástand getur leitt til dás. Einkenni mjólkursýrublóðsýringar eru m.a.:

-uppköst

-magaverkur (kviðverkur)

-sinadráttur

-almenn vanlíðunartilfinning og mikil þreyta

-öndunarerfiðleikar

-lækkaður líkamshiti og hjartsláttur

Mjólkursýrublóðsýring er neyðarástand sem verður að meðhöndla á sjúkrahúsi.

Ef þú þarft að fara í stóra skurðaðgerð verðurðu að hætta að taka Jentadueto meðan hún fer fram og í einhvern tíma eftir aðgerðina. Læknirinn mun ákveða hvenær þú átt að hætta og hvenær á að hefja meðferð að nýju með Jentadueto.

Meðan á meðferð með Jentadueto stendur mun læknirinn athuga nýrnastarfsemina a.m.k. einu sinni á ári eða oftar ef þú ert í hópi aldraðra og/eða ef nýrnastarfsemi þín fer versnandi.

Börn og unglingar

Lyfið er ekki ætlað til notkunar hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Jentadueto

Ef þú þarft að fá inndælingu með skuggaefni sem inniheldur joð í blóðrásina, til dæmis í tengslum við röntgenmyndatöku eða skönnun, verðurðu að hætta að taka Jentadueto fyrir inndælinguna eða þegar hún er framkvæmd. Læknirinn mun ákveða hvenær þú átt að hætta og hvenær á að hefja meðferð að nýju með Jentadueto.

Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Hugsanlega er þörf á fleiri rannsóknum á blóðsykri og nýrnastarfsemi, eða læknirinn gæti þurft að breyta skammtinum af Jentadueto. Það er sérstaklega mikilvægt að nefna eftirfarandi:

-lyf sem auka þvagmyndun (þvagræsilyf)

-lyf notuð til meðferðar við verkjum og bólgum (bólgueyðandi verkjalyf og COX-2-hemlar, svo sem íbúprófen og celekoxíb)

-ákveðin lyf til meðferðar við háum blóðþrýstingi (ACE-hemlar og angíótensín II- viðtakablokkar)

-lyf sem geta breytt magni metformins í blóðinu, einkum ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi (svo sem verapamíl, rifampicín, címetidín, dólútegravír, ranólazín, trímetóprím, vandetanib, ísavúkónasól, crizótinib, olaparíb).

-carbamazepín, fenóbarbital eða fenýtóín. Þessi lyf eru notuð til að ná stjórn á köstum (flogum) eða viðvarandi verkjum.

-rifampicin. Þetta er sýklalyf sem notað er til meðferðar við sýkingum eins og berklum.

-lyf sem notuð eru við bólgusjúkdómum svo sem astma og liðagigt (barksterar). berkjuvíkkandi lyf (β-adrenvirk) notuð til meðferðar á berkjuastma.

-lyf sem innihalda alkóhól.

Notkun Jentadueto með áfengi

Forðast skal óhóflega neyslu áfengis meðan Jentadueto er tekið þar sem það getur aukið hættuna á mjólkursýrublóðsýringu (sjá kaflann „Varnaðarorð og varúðarreglur“).

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Ekki má nota Jentadueto á meðgöngu. Ekki er vitað hvort lyfið hefur skaðleg áhrif á barn í móðurkviði.

Metformin skilst út í brjóstamjólk í litlu magni. Ekki er þekkt hvort linagliptin skilst út í brjóstamjólk. Leitaðu ráða hjá lækninum ef þú vilt hafa barn á brjósti meðan lyfið er tekið.

Akstur og notkun véla

Jentadueto hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Samt sem áður ef Jentadueto er tekið ásamt lyfjum sem kallast súlfónýlúrea eða með insúlíni getur það valdið of lágum blóðsykri (blóðsykursfalli), sem getur haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla eða vinnu án öruggrar fótfestu.

3.Hvernig nota á lyfið

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Hve mikið á að nota

Skammturinn af Jentadueto sem þú munt nota er breytilegur og er háður ástandi þínu og skammtinum sem þú ert að taka af metformini og/eða stökum töflum af linagliptini og metformini. Læknirinn mun segja þér nákvæmlega hversu stóran skammt af lyfinu á að nota.

Hvernig nota á lyfið

-ein tafla tvisvar á sólarhring til inntöku í þeim skammti sem læknirinn ákveður.

-með mat til að minnka líkur á magaóþægindum.

Skammturinn má ekki vera stærri en hámarks ráðlagður sólarhringsskammtur linagliptins sem er 5 mg og metforminhýdróklóríðs sem er 2.000 mg.

Haltu áfram að taka Jentadueto eins lengi og læknirinn ávísar því svo áfram megi stuðla að blóðsykursstjórnun. Verið getur að læknirinn ávísi lyfinu með öðru sykursýkislyfi til inntöku eða insúlíni. Mundu að taka öll lyf samkvæmt fyrirmælum læknisins til að ávinningur fyrir heilsuna verði sem mestur.

Þú skalt halda áfram óbreyttu mataræði meðan á meðferð með Jentadueto stendur og gæta þess að neysla kolvetna dreifist jafnt yfir daginn. Ef þú ert of þung(ur) skaltu halda áfram á orkuskertu fæði samkvæmt leiðbeiningum. Það er talið ólíklegt að lyfið eitt og sér geti valdið óeðlilega lágum blóðsykri (blóðsykursfall). Þegar Jentadueto er notað ásamt súlfónýlúrealyfi eða með insúlíni getur komið fram blóðsykursfall og læknirinn getur þurft að minnka skammt súlfónýlúrealyfsins eða insúlínsins.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef tekinn er stærri skammtur af Jentadueto töflum en mælt er fyrir um gæti mjólkursýrublóðsýring komið fram. Einkenni mjólkursýrublóðsýringar eru ósértæk, svo sem ógleði eða uppköst, kviðverkur með magakrömpum, almennur lasleiki ásamt mikilli þreytu og öndunarerfiðleikar. Önnur einkenni eru lækkaður líkamshiti og hægari hjartsláttur. Ef þetta kemur fyrir þig gætirðu þurft að fá meðferð á sjúkrahúsi án tafar, þar sem mjólkursýrublóðsýring getur valdið dái. Hættu strax að taka lyfið og hafðu tafarlaust samband við lækni eða næsta sjúkrahús (sjá kafla 2). Taktu umbúðir lyfsins með þér.

Ef gleymist að taka Jentadueto

Ef þú gleymir skammti, skaltu taka hann um leið og þú manst eftir því. Hins vegar skaltu sleppa gleymda skammtinum ef komið er nálægt tímanum þegar þú átt að taka næsta skammt. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Aldrei á að taka tvo skammta á sama tíma (að morgni eða kvöldi).

Ef hætt er að nota Jentadueto

Haltu áfram að taka Jentadueto þar til læknirinn segir þér að hætta. Þetta hjálpar við að hafa stjórn á blóðsykrinum.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Sum einkenni krefjast tafarlausrar læknismeðferðar

Þú skalt hætta að taka Jentadueto og hafa tafarlaust samband við lækninn ef þú finnur fyrir eftirfarandi einkennum lágs blóðsykurs (blóðsykursfall): skjálfta, svita, kvíða, þokusýn, náladofa í vörum, fölva, skapbreytingum eða rugli. Blóðsykursfall (tíðni mjög algeng (getur komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)) er þekkt aukaverkun við samsetta meðferð með Jentadueto ásamt súlfónýlúrealyfi og við samsetta meðferð með Jentadueto ásamt insúlíni.

Jentadueto getur valdið aukaverkun sem kemur örsjaldan fyrir (getur komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum), en er mjög alvarleg, og kallast mjólkursýrublóðsýring (sjá kaflann „Varnaðarorð og varúðarreglur“). Ef þú færð þessa aukaverkun skaltu hætta að taka Jentadueto og hafa tafarlaust samband við lækni eða næsta sjúkrahús, þar sem mjólkursýrublóðsýring getur leitt til dás.

Sumir sjúklingar hafa fengið brisbólgu (brisbólga: tíðni ekki þekkt, ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

HÆTTIÐ að taka Jentadueto og hafið tafarlaust samband við lækni ef einhverra eftirfarandi alvarlegra aukaverkana verður vart:

-Mikill og viðvarandi kviðverkur (í kringum magann) sem kann að leiða í bak, ásamt ógleði og uppköstum, þar sem slíkt gæti verið merki um brisbólgu.

Aðrar aukaverkanir Jentadueto eru:

Sumir sjúklingar hafa fengið ofnæmisviðbrögð (tíðni mjög sjaldgæf (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)), sem geta verið alvarleg, þ.m.t. más og mæði (ofurnæmi í berkjum: tíðni sjaldgæf (getur komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)). Sumir sjúklingar fengu útbrot (tíðni sjaldgæf), ofsakláða (tíðni mjög sjaldgæf) og bjúg í andliti, vörum, tungu og hálsi sem getur valdið erfiðleikum við öndun eða kyngingu (ofsabjúgur: tíðni mjög sjaldgæf). Ef þú finnur fyrir einhverjum af ofangreindum sjúkdómseinkennum skaltu hætta að taka Jentadueto og hafa strax samband við lækninn. Verið getur að læknirinn ávísi lyfi til meðferðar við ofnæmisviðbrögðunum og öðru lyfi til meðferðar við sykursýkinni.

Sumir sjúklingar hafa fengið eftirfarandi aukaverkanir við notkun Jentadueto:

-Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum): niðurgangur, hækkun ensíma í blóði (hækkun lípasa)

-Sjaldgæfar: bólgur í nefi eða hálsi (nefkoksbólga), hósti, lystarleysi (minnkuð matarlyst), ógleði eða uppköst, hækkun ensíma í blóði (hækkun amýlasa), kláði.

-Tíðni ekki þekkt: blöðrumyndun á húð (blöðrusóttarlíki)

Aukaverkanir við notkun linagliptins í einlyfjameðferð:

Allar aukaverkanir fyrir linagliptin eitt og sér eru taldar upp í textanum um Jentadueto.

Sumir sjúklingar hafa fengið eftirfarandi aukaverkanir við notkun Jentadueto samhliða insúlíni

-Sjaldgæfar: brengluð lifrarstarfsemi, hægðatregða

Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast skoðið fylgiseðilinn fyrir insúlín.

Aukaverkanir við notkun metformins í einlyfjameðferð, sem ekki var greint frá fyrir Jentadueto:

-Mjög algengar: kviðverkir

-Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum): málmbragð í munni (truflun á bragðskyni)

-Koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum): lækkuð gildi B12 vítamíns, lifrarbólga (sjúkdómur í lifur), aukaverkanir í húð, s.s. roði í húð (húðroði, útbrot) og ofsakláði.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Jentadueto

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á þynnunni, glasinu og öskjunni á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki þarf að geyma lyfið við sérstök hitaskilyrði.

Þynnur: Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

Glas: Geymið glasið vel lokað til varnar gegn raka.

Ekki skal nota lyfið ef umbúðirnar eru skemmdar eða sýna merki um að innsigli hafi verið rofið.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Jentadueto inniheldur

-Virku innihaldsefnin eru linagliptin og metforminhýdróklóríð.

-Hver Jentadueto 2,5 mg/850 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 2,5 mg af linagliptini og 850 mg af metforminhýdróklóríði.

-Hver Jentadueto 2,5 mg/1.000 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 2,5 mg af linagliptini og 1.000 mg af metforminhýdróklóríði.

-Önnur innihaldsefni eru:

-Töflukjarni: Arginín, copovidone, magnesíum sterat, maíssterkja, vatnsfrí kísilkvoða.

-Filmuhúð: Hýprómellósi, títantvíoxíð (E171), talkúm, própýlen glýkól.

Jentadueto 2,5 mg/850 mg filmuhúðaðar töflur innihalda einnig rautt járnoxíð (E172) og gult járnoxíð (E172).

Jentadueto 2,5 mg/1.000 mg filmuhúðaðar töflur innihalda einnig rautt járnoxíð (E172).

Lýsing á útliti Jentadueto og pakkningastærðir

Jentadueto 2,5 mg/850 mg eru egglaga, tvíkúptar, ljósappelsínugular, filmuhúðaðar töflur með „D2/850“ ígreyptu á annarri hliðinni og vörumerki fyrirtækisins á hinni hliðinni.

Jentadueto 2,5 mg/1.000 mg eru egglaga, tvíkúptar, ljósbleikar filmuhúðaðar töflur með „D2/1000“ ígreyptu á annarri hliðinni og vörumerki fyrirtækisins Boehringer Ingelheim á hinni hliðinni.

Jentadueto er fáanlegt í rifgötuðum stakskammtaþynnum sem innihalda 10 x 1, 14 x 1, 28 x 1, 30 x 1, 56 x 1, 60 x 1, 84 x 1, 90 x 1, 100 x 1 og 120 x 1 filmuhúðaðar töflur og fjölpakkningum sem innihalda 120 x 1 (2 pakkningar með 60 x 1), 180 x 1 (2 pakkningar með 90 x 1) og 200 x 1

(2 pakkningar með 100 x 1) filmuhúðaðar töflur.

Jentadueto er einnig fáanlegt í plastglösum með skrúfloki úr plasti og rakadrægu kísilkvoðuhlaupi. Glösin innihalda 14, 60 eða 180 filmuhúðaðar töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Boehringer Ingelheim International GmbH Binger Strasse 173

D-55216 Ingelheim am Rhein Þýskaland

Framleiðandi

Boehringer Ingelheim Pharma GmbH & Co. KG Binger Strasse 173

D-55216 Ingelheim am Rhein Þýskaland

Boehringer Ingelheim Ellas A.E. 5th km Paiania – Markopoulo Koropi Attiki, 194 00

Grikkland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

SCS Boehringer Ingelheim Comm.V

Tél/Tel: +32 2 773 33 11

България

Бьорингер Ингелхайм РЦВ ГмбХ и Ко. КГ - клон България Тел: +359 2 958 79 98

Česká republika

Boehringer Ingelheim spol. s r.o. Tel: +420 234 655 111

Danmark

Boehringer Ingelheim Danmark A/S

Tlf: +45 39 15 88 88

Deutschland

Boehringer Ingelheim Pharma GmbH & Co. KG

Tel: +49 (0) 800 77 90 900

Lilly Deutschland GmbH

Tel. +49 (0) 6172 273 2222

Eesti

Boehringer Ingelheim RCV GmbH & Co KG Eesti filiaal

Tel: +372 612 8000

Ελλάδα

Boehringer Ingelheim Ellas A.E. Tηλ: +30 2 10 89 06 300

España

Boehringer Ingelheim España, S.A.

Tel: +34 93 404 51 00

Lilly S.A.

Tel: +34 91 663 50 00

France

Boehringer Ingelheim France S.A.S.

Tél: +33 3 26 50 45 33

Lilly France SAS

Tél: +33 1 55 49 34 34

Hrvatska

Boehringer Ingelheim Zagreb d.o.o.

Tel: +385 1 2444 600

Lietuva

Boehringer Ingelheim RCV GmbH & Co KG Lietuvos filialas

Tel: +370 37 473922

Luxembourg/Luxemburg

SCS Boehringer Ingelheim Comm.V

Tél/Tel: +32 2 773 33 11

Magyarország

Boehringer Ingelheim RCV GmbH & Co KG

Magyarországi Fióktelepe

Tel: +36 1 299 8900

Malta

Boehringer Ingelheim Ltd.

Tel: +44 1344 424 600

Nederland

Boehringer Ingelheim b.v.

Tel: +31 (0) 800 22 55 889

Norge

Boehringer Ingelheim Norway KS

Tlf: +47 66 76 13 00

Österreich

Polska

Boehringer Ingelheim Sp. z o.o.

Tel: +48 22 699 0 699

Portugal

Boehringer Ingelheim, Unipessoal, Lda.

Tel: +351 21 313 53 00

Lilly Portugal Produtos Farmacêuticos, Lda Tel: +351 21 412 66 00

România

Boehringer Ingelheim RCV GmbH & Co KG

Viena - Sucursala Bucureşti

Tel: +40 21 302 2800

Ireland

Boehringer Ingelheim Ireland Ltd.

Tel: +353 1 295 9620

Eli Lilly and Company (Ireland) Limited Tel: +353 1 661 4377

Ísland

Vistor hf.

Sími: +354 535 7000

Italia

Boehringer Ingelheim Italia S.p.A.

Tel: +39 02 5355 1

Eli Lilly Italia S.p.A.

Tel: +39 05 5425 71

Κύπρος

Boehringer Ingelheim Ellas A.E. Tηλ: +30 2 10 89 06 300

Latvija

Boehringer Ingelheim RCV GmbH & Co KG Latvijas filiāle

Tel: +371 67 240 011

Slovenija

Boehringer Ingelheim RCV GmbH & Co KG

Podružnica Ljubljana

Tel: +386 1 586 40 00

Slovenská republika

Boehringer Ingelheim RCV GmbH & Co KG organizačná zložka

Tel: +421 2 5810 1211

Suomi/Finland

Boehringer Ingelheim Finland Ky

Puh/Tel: +358 10 3102 800

Sverige

Boehringer Ingelheim AB

Tel: +46 8 721 21 00

United Kingdom

Boehringer Ingelheim Ltd.

Tel: +44 1344 424 600

Eli Lilly and Company Limited

Tel: +44 1256 315 000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður {MM/ÁÁÁÁ}.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf