Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Kengrexal (cangrelor) – Samantekt á eiginleikum lyfs - B01

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsKengrexal
ATC-kóðiB01
Efnicangrelor
FramleiðandiChiesi Farmaceutici S.p.A.

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Kengrexal 50 mg stofn fyrir stungulyfs- / innrennslisþykkni, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Hvert hettuglas inniheldur cangrelor tetranatríum sem samsvarar 50 mg af cangrelor. Eftir blöndun inniheldur 1 ml af þykkni 10 mg af cangrelor. Eftir þynningu inniheldur 1 ml af lausn

200 míkrógrömm af cangrelor.

Hjálparefni með þekkta verkun

Hvert hettuglas inniheldur 52,2 mg sorbitól.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stofn fyrir stungulyfs- / innrennslisþykkni, lausn.

Hvítur til beinhvítur, frostþurrkaður stofn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1. Ábendingar

Kengrexal, gefið samtímis acetýlsalicýlsýru, er ætlað til að draga úr segatilvikum í hjarta- og æðakerfi hjá fullorðnum kransæðasjúklingum sem gangast undir kransæðaaðgerð með þræðingu, þegar sjúklingurinn hefur ekki fengið P2Y12-hemil til inntöku á undan kransæðaaðgerðinni og þar sem inntaka um munn á P2Y12-hemli er ekki talin möguleg eða æskileg meðferð.

4.2. Skammtar og lyfjagjöf

Læknir sem hefur reynslu annaðhvort af bráðameðferð fyrir kransæðasjúklinga eða inngripsaðgerðum á kransæðum á að sjá um að gefa Kengrexal og lyfið er ætlað til sérhæfðrar notkunar á bráðadeild eða sjúkrahúsi.

Skammtar

Ráðlagður skammtur af Kengrexal fyrir sjúklinga sem gangast undir kransæðaaðgerð með þræðingu er 30 míkrógrömm/kg sem hleðsluskammtur í bláæð og síðan 4 míkrógrömm/kg/mín með innrennsli í bláæð strax í kjölfarið. Gefa skal hleðsluskammtinn og hefja innrennslið áður en aðgerðin hefst og halda því áfram í að minnsta kosti tvær klukkustundir eða allan aðgerðartímann, hvort sem varir lengur. Samkvæmt mati læknis má halda innrennslinu áfram samfellt í fjórar klukkustundir alls, sjá kafla 5.1.

Skipta ber yfir í P2Y12-meðferð með inntöku um munn hjá sjúklingum sem þurfa langvinna meðferð. Til að skipta ber að gefa hleðsluskammt af P2Y12-meðferð til inntöku (klópídógrel, tíkagrelor eða prasugrel) strax eftir að cangrelor-innrennsli er hætt. Einnig má gefa hleðsluskammt af tíkagrelori eða prasugreli, en ekki klópídógreli, allt að 30 mínútum áður en innrennslinu lýkur, sjá kafla 4.5.

Notkun með öðrum segavarnarlyfjum

Sjúklingar sem gangast undir kransæðaaðgerð með þræðingu eiga að fá aðra venjulega meðferð sem slíkri aðgerð fylgir (sjá kafla 5.1).

Aldraðir

Ekki þarf að aðlaga skammtinn fyrir aldraða sjúklinga (≥75 ára).

Skert nýrnastarfsemi

Ekki þarf að aðlaga skammtinn fyrir sjúklinga með vægt, miðlungi eða alvarlega skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.4 og kafla 5.2).

Skert lifrarstarfsemi

Ekki þarf að aðlaga skammtinn (sjá kafla 5.2).

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun cangrelor hjá börnum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Kengrexal er ætlað til notkunar í bláæð, en þó aðeins eftir að það hefur verið blandað og þynnt.

Gefa ber Kengrexal um innrennslisslöngu. Gefa skal allan hleðsluskammtinn hratt í bláæð (á <1 mínútu) úr poka með þynntu lyfi og nota til þess handþrýsting eða dælu. Gætið þess að allur

hleðsluskammturinn hafi verið gefinn áður en kransæðaaðgerð með þræðingu hefst. Hefjið innrennslið strax eftir gjöf hleðsluskammtsins.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun og þynningu lyfsins fyrir gjöf.

4.3.

Frábendingar

Virk blæðing eða aukin blæðingarhætta vegna lélegrar blóðstorknunar og/eða óafturkræfra

 

storkusjúkdóma eða vegna meiri háttar skurðaðgerðar/áverka nýverið eða vanmeðhöndlaðs

háþrýstings á alvarlegu stigi.

Hvers kyns saga um heilablóðfall eða skammvinnt blóðþurrðarkast.

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4.

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Blæðingarhætta

Meðferð með Kengrexal getur aukið hættu á blæðingu.

Miðlungsalvarleg og væg blæðingartilvik voru algengari hjá sjúklingum sem fengu cangrelor en hjá sjúklingum sem fengu klópídógrel í lykilrannsóknum á sjúklingum sem gengust undir kransæðaaðgerð með þræðingu, samkvæmt GUSTO (Global Use of Strategies to Open Occluded Arteries)

blæðingarskala til að bera saman aðferðir til að opna stíflaðar æðar, sjá kafla 4.8.

Þó að flestar blæðingar sem tengjast notkun cangrelors komi fram þar sem stungið er í slagæð getur blæðing komið fram hvar sem er. Allt óútskýrt fall á blóðþrýstingi eða blóðkornaskilum krefst þess að skoðað sé vandlega hvort um blæðingartilvik sé að ræða og hvort hætta skuli að gefa cangrelor. Gæta skal varúðar við notkun cangrelors hjá sjúklingum með sjúkdóma sem tengjast aukinni blæðingarhættu. Gæta skal varúðar við notkun cangrelors hjá sjúklingum sem taka lyf sem geta aukið blæðingarhættu.

Helmingunartími cangrelors er þrjár til sex mínútur. Blóðflagnastarfsemi færist í eðlilegt horf innan 60 mínútna eftir að innrennsli er hætt.

Blæðing innan höfuðkúpu

Meðferð með Kengrexal getur aukið hættu á blæðingu innan höfuðkúpu. Í lykilrannsóknum á sjúklingum sem gengust undir kransæðaaðgerð með þræðingu höfðu fleiri blæðingar innan höfuðkúpu komið fram eftir 30 daga við notkun cangrelors (0,07%) en klópídógrels (0,02%) og þar af voru

4 blæðingar við notkun cangrelors og 1 blæðing við notkun klópídógrels banvænar. Ekki má nota cangrelor handa sjúklingum með hvers kyns sögu um heilablóðfall/skammvinnt blóðþurrðarkast (sjá kafla 4.3 og kafla 4.8).

Hjartaþrenging

Meðferð með Kengrexal getur aukið hættu á hjartaþrengingu. Í lykilrannsóknum á sjúklingum sem gengust undir kransæðaaðgerð með þræðingu höfðu fleiri hjartaþrengingar komið fram eftir 30 daga

við notkun cangrelors (0,12%) en klópídógrels (0,02%), (sjá kafla 4.8).

Áhrif á nýrnastarfsemi

Í lykilrannsóknum á sjúklingum sem gengust undir kransæðaaðgerð með þræðingu var greint frá tilvikum um bráða nýrnabilun (0,1%), nýrnabilun (0,1%) og hækkað kreatínín í sermi (0,2%) eftir gjöf

cangrelors í klínískum rannsóknum. Sjá kafla 4.8. Hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun 15-30 ml/mín) var greint frá hærri tíðni af versnandi nýrnastarfsemi (3,2%) hjá cangrelor-hópnum samanborið við klópídógrel-hópinn (1,4%). Að auki var tilkynnt um hærri tíðni af miðlungsalvarlegri blæðingu skv. GUSTO-skala hjá cangrelor-hópnum (6,7%) samanborið við klópídógrel (1,4%). Gæta skal varúðar við notkun cangrelors hjá slíkum sjúklingum.

Ofnæmi

Ofnæmisviðbrögð geta komið fram eftir meðferð með Kengrexal. Hærri tíðni alvarlegra ofnæmistilvika var skráð við notkun cangrelors (0,05%) en samanburðarlyfs (0,007%). Þar á meðal

voru tilvik um bráðaofnæmi/ofnæmislost og ofnæmisbjúg (sjá kafla 4.8).

Hætta á mæði

Meðferð með Kengrexal getur aukið hættu á mæði. Í lykilrannsóknum á sjúklingum sem gengust undir kransæðaaðgerð með þræðingu var mæði (þ.m.t. áreynslumæði) algengari hjá sjúklingum sem fengu cangrelor (1,3%) en klópídógrel (0,4%). Flest tilvik um mæði voru væg eða miðlungsalvarleg og miðgildi tímabilsins sem mæðin varði var tvær klukkustundir hjá sjúklingum sem fengu cangrelor (sjá kafla 4.8).

Frúktósaóþol

Þetta lyf inniheldur sorbitól. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol, sem er mjög sjaldgæft, skulu ekki nota lyfið.

Natríum

Kengrexal inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverju hettuglasi, (þ.e.a.s. er nær „natríumfrítt“).

4.5. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Rannsóknir á milliverkunum hafa eingöngu verið gerðar á fullorðnum.

P2Y12-lyf til inntöku (klópídógrel, prasugrel, tíkagrelor)

Þegar klópídógrel er gefið meðan á innrennsli cangrelors stendur nást ekki þau hömlunaráhrif klópídógrels á blóðflögur sem vænst er. Ef 600 mg af klópídógreli eru gefin strax eftir að innrennsli cangrelors er hætt nást þau lyfhrif sem vænst er að fullu. Ekki varð vart við neina klínískt marktæka truflun á hamlandi áhrifum P2Y12 í III. stigs rannsóknum þegar 600 mg af klópídógreli voru gefin strax eftir að innrennsli cangrelors var hætt.

Gerð hefur verið rannsókn á lyfhrifamilliverkunum cangrelors og prasugrels, sem sýndi fram á að gefa megi cangrelor og prasugrel samtímis. Hjá sjúklingum má skipta úr cangrelor yfir í prasugrel, þegar prasugrel er gefið strax eftir að innrennsli cangrelors er hætt eða allt að einni klukkustund fyrir þann

tíma, helst 30 mínútum áður en innrennsli cangrelors er hætt til að koma í veg fyrir að blóðflögur endurheimti viðbragðshæfni sína.

Einnig hefur verið gerð rannsókn á lyfhrifamilliverkunum cangrelors og tíkagrelors. Ekki varð vart við neina milliverkun á cangrelor. Hjá sjúklingum má skipta úr cangrelor yfir í tíkagrelor án þess að truflun verði á blóðflöguhemjandi áhrifum.

Lyfhrif

Cangrelor hefur hamlandi áhrif á virkjun og samloðun blóðflagna eins og sést hefur í samloðunarmælingum (þ.e. ljósflæði og ljósviðnámi), nærrannsóknum (point-of care), eins og VerifyNow P2Y12™ prófi, VASP-P mælingu og greiningu með frumuflæðisjá (flow cytometry).

Eftir að gefinn hafði verið 30 míkrógramma/kg hleðsluskammtur og síðan 4 míkrógramma/kg/mín innrennsli í kjölfarið (skammturinn sem er gefinn í kransæðaaðgerð með þræðingu) varð vart við blóðflagnahömlun innan tveggja mínútna. Lyfjahvarfa-/lyfhrifaáhrif cangrelors haldast óskert allan tímann sem innrennslið varir.

Óháð skammti lækka mæligildi cangrelors í blóði hratt eftir að innrennsli er hætt og blóðflagnastarfsemi færist aftur í eðlilegt horf innan einnar klukkustundar.

Acetýlsalicýlsýra, heparín, nítróglýserín

Ekki varð vart við neinar lyfjahvarfa- eða lyfhrifamilliverkanir við cangrelor í rannsókn á milliverkunum við acetýlsalicýlsýru, heparín eða nítróglýserín.

Bívalirúdín, létt heparín (heparín með lágum sameindaþunga), fondaparinux, og GP IIb/IIIa-hemlar Í klínískum rannsóknum hefur cangrelor verið gefið samtímis bívalirúdíni, léttu heparíni,

fondaparinuxi og GP IIb/IIIa-hemlum (abciximab, eptifibatíð, tírófíban) án nokkurra sýnilegra áhrifa á lyfjahvörf eða lyfhrif cangrelors.

Cýtókróm P450 (CYP)

Umbrot cangrelors eru ekki háð cýtókrómum P450 (CYP) og í meðferðarþéttni hefur cangrelor eða helstu umbrotsefni þess ekki hamlandi áhrif á CYP-ísóensím.

Brjóstakrabbameinsónæmisprótein (BCRP)

In vitro hefur orðið vart við hömlun á BCRP af völdum umbrotsefnisins ARC-69712XX þegar þéttni er á því bili sem skiptir máli í klínísku tilliti. Hugsanlegar afleiðingar af þessu in vivo hafa ekki verið rannsakaðar, en ráðlagt er að gæta varúðar þegar nota á cangrelor samtímis BCRP-hvarfefni.

4.6. Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun Kengrexal á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3).

Ekki má nota Kengrexal á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort Kengrexal skilst út í brjóstamjólk. Ekki er hægt að útiloka hættu fyrir börn sem eru á brjósti.

Frjósemi

Ekki varð vart við nein áhrif á frjósemisbreytur hjá kvendýrum í dýrarannsóknum á Kengrexal. Vart varð við afturkræf áhrif á frjósemi hjá karlkyns rottum sem fengu meðferð með Kengrexal (sjá kafla 5.3).

4.7. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Kengrexal hefur engin áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8. Aukaverkanir

Yfirlit yfir öryggi

Öryggi cangrelors hefur verið metið hjá yfir 12.700 sjúklingum sem fengu meðferð þegar þeir gengust undir kransæðaaðgerð með þræðingu. Meðal algengustu aukaverkana við notkun cangrelors eru væg og miðlungsalvarleg blæðing og mæði. Meðal alvarlegra aukaverkana sem cangrelor hefur haft í för með sér hjá kransæðasjúklingum eru alvarleg/lífshættuleg blæðing og ofnæmi.

Tafla yfir aukaverkanir

Tafla 1 sýnir aukaverkanir sem hafa greinst á grundvelli samanlagðra upplýsinga úr öllum CHAMPION-rannsóknum. Aukaverkanir eru flokkaðar eftir tíðni og líffærum. Tíðniflokkar eru skilgreindir sem hér segir: Mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Tafla 1: Aukaverkanir tengdar cangrelor í samanlögðum CHAMPION-rannsóknum innan 48 klukkustunda

Flokkun eftir

Algengar (≥1/100

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Koma örsjaldan

líffærum

til <1/10)

(≥1/1.000 til

(≥1/10.000 til

fyrir (<1/10.000)

 

 

<1/100)

<1/1.000)

 

Sýkingar af

 

 

 

Sýking í margúl

völdum sýkla og

 

 

 

 

sníkjudýra

 

 

 

 

Æxli, góðkynja

 

 

 

Blæðing úr

og illkynja (einnig

 

 

 

húðæxli

blöðrur og separ)

 

 

 

 

Blóð og eitlar

 

 

Blóðleysi,

 

 

 

 

blóðflagnafæð

 

Ónæmiskerfi

 

 

Bráðaofnæmis-

 

 

 

 

viðbragð

 

 

 

 

(ofnæmislost),

 

 

 

 

ofnæmi

 

Taugakerfi

 

 

Blæðing innan

 

 

 

 

höfuðkúpu d *

 

Augu

 

 

Augnblæðing

 

 

 

 

 

 

Eyru og

 

 

 

Eyrnablæðing

völundarhús

 

 

 

 

Hjarta

 

Hjartaþrenging

 

 

 

 

(blæðing í

 

 

 

 

gollurshúsi)

 

 

Æðar

Margúll <5 cm,

Blóðaflfræðilegt

Blæðing úr sári,

 

 

blæðing

ástand óstöðugt

sýndaræðagúlpur

 

Öndunarfæri,

Mæði

Blóðnasir,

Lungnablæðing

 

brjósthol og

(áreynslumæði)

blóðhósti

 

 

miðmæti

 

 

 

 

Meltingarfæri

 

Blæðing aftan

 

 

 

 

skinu,* margúll í

 

 

 

 

skinu, blæðing í

 

 

 

 

meltingarvegi a

 

 

Húð og undirhúð

Flekkblæðing

Útbrot, kláði,

Ofnæmisbjúgur

 

 

(depilblæðingar,

ofsakláði f

 

 

 

purpuri)

 

 

 

 

 

 

 

Flokkun eftir

Algengar (≥1/100

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Koma örsjaldan

líffærum

til <1/10)

(≥1/1.000 til

(≥1/10.000 til

fyrir (<1/10.000)

 

 

<1/100)

<1/1.000)

 

Nýru og þvagfæri

 

Blæðing í þvagrás

 

 

 

 

e, bráð nýrnabilun

 

 

 

 

(nýrnabilun)

 

 

Æxlunarfæri og

 

 

Blæðing í

Asatíðir, blæðing

brjóst

 

 

grindarholi

úr getnaðarlim

Almennar

Útferð á

Margúll á

 

 

aukaverkanir og

stungustað

stungustað b

 

 

aukaverkanir á

 

 

 

 

íkomustað

 

 

 

 

Rannsókna-

Lækkuð

Hækkað kreatínín

Fækkun á

 

niðurstöður

blóðkornaskil,

í blóði

blóðflögum,

 

 

lækkaður

 

fækkun á rauðum

 

 

blóðrauði**

 

blóðkornum,

 

 

 

 

hækkun á

 

 

 

 

INR-gildi c

 

Áverkar og

Margúll >5 cm

 

Mar

Margúll

eitranir

 

 

 

umhverfis augu,

 

 

 

 

margúll undir húð

Mörg tengd hugtök yfir aukaverkanir hafa verið flokkuð saman í töflunni og meðal þeirra eru læknisfræðileg heiti eins og lýst er hér að neðan:

a.Blæðing í efri hluta meltingarvegs, munnblæðing, tannholdsblæðing, vélindablæðing, blæðing úr skeifugarnarsári, blóðuppköst, blæðing í neðri hluta meltingarvegs, endaþarmsblæðing, gyllinæðarblæðing, blóðhægðir.

b.Blæðing á íkomustað, blæðing eða margúll á holleggsstað, blæðing eða margúll á innrennslisstað.

c.Óeðlilegur storkutími, lengdur prótrombíntími.

d.Heilablæðing, heilablóðfall.

e.Blóð í þvagi, blóðugt þvag, þvagrásarblæðing.

f.Hörundsroði, útbrot með hörundsroða, útbrot með kláða.

*Þar með talin tilvik sem leiddu til bana.

**Blóðgjöf var sjaldgæf 101/12565 (0,8%).

Lýsing á völdum aukaverkunum

Mælingar voru gerðar skv. GUSTO-blæðingarskalanum í klínísku CHAMPION-rannsóknunum (PHOENIX, PLATFORM og PCI). Greining á blæðingartilvikum sem tengjast ekki kransæðahjáveituaðgerðum (CABG) kemur fram í töflu 2.

Við notkun í sambandi við kransæðaaðgerð með þræðingu hafði cangrelor í för með sér hærri tíðni af vægum blæðingartilvikum skv. GUSTO-skala samanborið við klópídógrel. Frekari greining á vægum blæðingartilvikum skv. GUSTO-skala leiddi í ljós að hátt hlutfall þeirra var flekkblæðing, vætlun og <5 cm margúll. Tíðni blóðgjafa og alvarlegra/lífshættulegra blæðingartilvika skv. GUSTO-skala var svipuð. Hjá samanlögðu öryggisþýðinu úr CHAMPION-rannsóknunum var nýgengi banvænnar blæðingar innan 30 daga frá skammtagjöf lágt og svipað hjá sjúklingum sem fengu cangrelor samanborið við klópídógrel (8 [0,1%] samanborið við 9 [0,1%]).

Enginn lýðfræðiþáttur við upphaf rannsóknar breytti hlutfallslegri hættu á blæðingu við notkun cangrelor.

Tafla 2: Blæðing sem tengist ekki kransæðahjáveituaðgerð (CABG)

Blæðing skv. GUSTO-skala, n (%)

 

 

 

Samanlagt úr CHAMPION

Cangrelor

Klópídógrel

(N=12565)

(N=12542)

 

Hvers kyns blæðing skv. GUSTO-skala

2196 (17,5)

1696 (13,5)

Alvarleg/lífshættuleg

28 (0,2)

23 (0,2)

Miðlungsalvarleg

76 (0,6)

56 (0,4)

Væg a

(16,8)

1627 (13,0)

Væg án flekkblæðingar, vætlunar og margúls <5 cm

(5,6)

515 (4,1)

Sjúklingar sem fá hvers kyns blóðgjöf

90 (0,7)

70 (0,6)

CHAMPION PHOENIX

Cangrelor

Klópídógrel

(N=5529)

(N=5527)

 

Hvers kyns blæðing skv. GUSTO-skala

(3,2)

107 (1,9)

Alvarleg/lífshættuleg

9 (0,2)

6 (0,1)

Miðlungsalvarleg

22 (0,4)

13 (0,2)

Væg b

(2,7)

88 (1,6)

Væg án flekkblæðingar, vætlunar og margúls <5 cm

98 (1,8)

51 (0,9)

Sjúklingar sem fá hvers kyns blóðgjöf

25 (0,5)

16 (0,3)

Kransæðahjáveituaðgerð: CABG (Coronary Artery Bypass Graft Surgery); GUSTO: Alþjóðleg notkun á aðferðum til að opna kransæðar (Global Use of Strategies to Open Coronary Arteries).

a Í greiningu á samanlögðum CHAMPION-rannsóknunum var væg GUSTO-blæðing skilgreind sem önnur blæðing sem kallar hvorki á blóðgjöf né veldur blóðaflfræðilegri truflun.

a Í CHAMPION PHOENIX rannsókninni var væg GUSTO-blæðing skilgreind sem önnur blæðing sem krefst inngrips en kallar hvorki á blóðgjöf né veldur blóðaflfræðilegri truflun.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9. Ofskömmtun

Í klínískum rannsóknum fengu heilbrigðir sjálfboðaliðar allt að tvöfaldan áformaðan dagskammt. Í klínískum rannsóknum var hámarksofskömmtun fyrir slysni tífaldur hleðsluskammturinn eða

3,5 faldur innrennslisskammturinn sem er venjulega gefinn og blæðing var sú aukaverkun sem oftast varð vart við.

Líklegustu lyfjafræðileg áhrif ofskömmtunar eru blæðing. Ef vart verður við blæðingu ber að grípa til viðeigandi stuðningsráðstafana, sem gætu m.a. verið að hætta að nota lyfið svo blóðflagnastarfsemi geti færst í eðlilegt horf.

Ekki er til neitt mótlyf við Kengrexal, en helmingunartími lyfjahvarfa Kengrexal er hins vegar aðeins þrjár til sex mínútur. Blóðflagnastarfsemi færist í eðlilegt horf innan 60 mínútna eftir að innrennslinu er hætt.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1. Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf, sem hindra samloðun blóðflagna, önnur en heparín, ATC-flokkur: B01AC25.

Verkunarháttur

Kengrexal inniheldur cangrelor, sem er beinn P2Y12-blóðflöguviðtakablokki sem hindrar adenósíndífosfat (ADP) framkallaða blóðflöguvirkjun og samloðun in vitro og ex vivo. Cangrelor binst sértækt og afturkræft P2Y12-viðtakanum til að hindra frekari boðskipti og blóðflöguvirkjun.

Lyfhrif

Cangrelor hefur hamlandi áhrif á virkjun og samloðun blóðflagna eins og sést hefur í samloðunarmælingum (þ.e. ljósflæði og ljósviðnámi), nærrannsóknum (point-of care), eins og VerifyNow P2Y12™ prófi, VASP-P mælingu og greiningu með frumuflæðisjá. Hömlun P2Y12 hefst skjótt eftir gjöf cangrelors.

Eftir að gefinn er 30 míkrógramma/kg hleðsluskammtur og síðan 4 míkrógramma/kg/mín innrennsli í kjölfarið verður vart við blóðflagnahömlun innan tveggja mínútna. Lyfjahvörf/lyfhrif cangrelors haldast stöðug allan tímann sem innrennslið varir.

Óháð skammti lækka mæligildi lyfsins í blóði hratt eftir að innrennsli er hætt og blóðflagnastarfsemi kemst aftur í eðlilegt horf innan einnar klukkustundar.

Verkun og öryggi

Bestu klínísku gögnin um verkun cangrelors eru fengin úr CHAMPION PHOENIX, sem var slembiröðuð, tvíblind rannsókn þar sem cangrelor (n=5472) var borið saman við klópídógrel (n=5470) og bæði lyfin voru gefin samtímis acetýlsalicýlsýru og annarri viðurkenndri meðferð, þ.m.t. óþáttuðu heparíni (78%), bívalirúdíni (23%), léttu heparíni (14%) eða fondaparinux (2,7%). Innrennsli cangrelors varði að miðgildi í 129 mínútur. Notkun á GPIIb/IIIa-hemlum var eingöngu heimiluð í björgunarskyni og þeir voru aðeins notaðir handa 2,9% sjúklinga. Þátttakendur voru sjúklingar með kransæðakölkun sem þurftu að gangast undir kransæðaaðgerð með þræðingu til að ráða bót á hjartaöng í jafnvægi (58%), bráðu kransæðaheilkenni án ST-hækkunar (NSTE-ACS) (26%) eða hjartadrepi með ST-hækkun (STEMI) (16%).

Gögn frá samsöfnuðu þýði úr CHAMPION-rannsóknunum, sem nam yfir 25.000 sjúklingum sem gengust undir kransæðaaðgerð með þræðingu, styðja öryggi við klínískar aðstæður enn frekar.

Í CHAMPION PHOENIX rannsókninni lækkaði cangrelor marktækt (hlutfallsleg hættulækkun 22%, bein hættulækkun 1,2%) samsettan endapunkt dauðsfalla af öllum orsökum, hjartadreps, kransæðahjáveituaðgerðar vegna súrefnisskorts (IDR=ischaemia driven revascularisation) og segamyndunar í stoðneti samanborið við klópídógrel eftir 48 klst. (tafla 3).

Tafla 3: Æðastíflur eftir 48 klst. í CHAMPION PHOENIX rannsókninni (aðlagað þýði allra þátttakenda)

 

 

Cangrelor samanborið við

 

 

 

klópídógrel

 

 

 

Cangrelo

Klópídógre

Líkindahlutfal

 

 

r

l

l (95%

 

n (%)

(N=5470)

(N=5469)

öryggisbil)

p-gildi

Meginendapunktur

 

 

 

 

Dauðsfall/hjartadrep/kransæðahjáveituaðger

257 (4,7)

322 (5,9)

0,78 (0,66,

0,005

ð vegna súrefnisskorts/segamyndun í

0,93)

 

 

 

stoðneti a

 

 

 

 

Helsti aukaendapunktur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Segamyndun í stoðneti

46 (0,8)

74 (1,4)

0,62 (0,43,

0,010

 

0,90)

 

 

 

 

Dauðsföll

18 (0,3)

18 (0,3)

1,00 (0,52,

>0,99

 

 

 

1,92)

Hjartadrep

207 (3,8)

255 (4,7)

0,80 (0,67,

0,022

 

 

 

0,97)

 

Kransæðahjáveituaðgerð vegna

28 (0,5)

38 (0,7)

0,74 (0,45,

0,217

súrefnisskorts

 

 

1,20)

 

a Meginendapunktur úr lógístískri aðhvarfsgreiningu (tvíundargreiningu) leiðréttur fyrir hleðsluskammti og ástandi sjúklings. p-gildi fyrir aukaendapunkta byggð á kí-kvaðratprófi (Chi-squared test).

Líkindahlutfall = odds ratio (OR); öryggisbil = confidence interval (CI); kransæðahjáveituaðgerð vegna súrefnisskorts = ischaemia-driven revascularisation (IDR), hjartadrep = myocardial infarction (MI); aðlagað þýði allra þátttakenda = modified intent-to-treat (mITT); segamyndun í stoðneti = stent thrombosis (ST).

Marktæk lækkun á dauðsföllum/hjartadrepi/kransæðahjáveituaðgerðartíðni vegna súrefnisskorts/segamyndunar í stoðneti sem sást hjá cangrelor-hópnum eftir 48 klst. hélst enn eftir 30 daga (tafla 4).

Tafla 4: Æðastíflur eftir 30 daga í CHAMPION PHOENIX rannsókninni (aðlagað þýði allra þátttakenda)

 

 

Cangrelor samanborið við

 

 

 

klópídógrel

 

 

 

Cangrelo

Klópídógre

Líkindahlutfal

 

 

r

l

l (95%

p-gild

n (%)

(N=5462)

(N=5457)

öryggisbil)

i a

Meginendapunktur

 

 

 

 

Dauðsfall/hjartadrep/kransæðahjáveituaðger

326 (6,0)

380 (7,0)

0,85 (0,73,

0,035

ð vegna súrefnisskorts/segamyndun í

0,99)

 

 

 

stoðneti

 

 

 

 

Helsti aukaendapunktur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Segamyndun í stoðneti

71 (1,3)

104 (1,9)

0,68 (0,50,

0,012

 

 

 

0,92)

 

Dauðsföll

60 (1,1)

55 (1,0)

1,09 (0,76,

0,643

 

 

 

1,58)

 

Hjartadrep

225 (4,1)

272 (5,0)

0,82 (0,68,

0,030

 

 

 

0,98)

 

Kransæðahjáveituaðgerð vegna

56 (1,0)

66 (1,2)

0,85 (0,59,

0,360

súrefnisskorts

 

 

1,21)

 

a p-gildi byggð á kí-kvaðratprófi.

 

 

 

 

Líkindahlutfall = odds ratio (OR); öryggisbil = confidence interval (CI); kransæðahjáveituaðgerð vegna súrefnisskorts = ischaemia-driven revascularisation (IDR), hjartadrep = myocardial infarction

(MI); aðlagað þýði allra þátttakenda = modified intent-to-treat (mITT); segamyndun í stoðneti = stent thrombosis (ST)

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Kengrexal hjá einum eða fleiri undirhópum barna í forvarnarskyni gegn óstaðbundnu segareki og segamyndun, til meðferðar við segamyndun hjá börnum sem gangast undir æðaaðgerðir til

sjúkdómsgreiningar og/eða meðferðar (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2. Lyfjahvörf

Frásog

Aðgengi cangrelors er algert og tafarlaust. Cangrelor dreifist hratt og nær hámarksþéttni (Cmax) innan tveggja mínútna eftir gjöf hleðsluskammts í bláæð og síðan innrennslis í kjölfarið. Meðalþéttni cangrelors í jafnvægi meðan 4 míkrógrömm/kg/mín eru gefin með stöðugu innrennsli í bláæð er

488 ng/ml.

Dreifing

Dreifingarrúmmál cangrelors er 3,9l. Binding cangrelors við plasmaprótein nemur 97-98%.

Umbrot

Cangrelor verður hratt óvirkt í plasma með affosfórun til að móta helsta umbrotsefni sitt, núkleósíð. Umbrot cangrelors eru óháð líffærastarfsemi og trufla ekki verkun annarra lyfja sem umbrotna fyrir tilstilli lifrarensíma.

Brotthvarf

Helmingunartími Kengrexal er þrjár til sex mínútur, óháð skammti. Eftir að heilbrigðum karlkyns sjálfboðaliðum voru gefin 2 míkrógrömm/kg/mín af [3H]-cangrelor með innrennsli í bláæð endurheimtust 93% af heildargeislavirkninni. Af efninu sem endurheimtist fundust 58% í þvagi og þau 35% sem þá voru eftir fundust í saur, líklega eftir útskilnað í galli. Upphaflegur útskilnaður gekk hratt fyrir sig, þannig að u.þ.b. 50% af gefinni geislavirkni endurheimtust á fyrstu 24 klukkustundunum og 75% höfðu endurheimst eftir 48 klukkustundir. Meðalúthreinsun var um 43,2 l/kg.

Línulegt/ólínulegt samband

Lyfjahvörf cangrelors hafa verið metin og hafa reynst vera línuleg bæði hjá sjúklingum og heilbrigðum sjálfboðaliðum.

Tengsl lyfjahvarfa og lyfhrifa

Sérstakir hópar

Lyfjahvörf cangrelors verða ekki fyrir áhrifum af kyni, aldri, eða ástandi nýrna eða lifrar. Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skammtinn fyrir þessa hópa.

Börn

Cangrelor hefur ekki verið metið hjá börnum (sjá kafla 4.2og kafla 5.1).

5.3. Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, stökkbreytandi áhrifum og litningabrenglandi áhrifum.

Rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum hafa ekki verið gerðar.

Helstu aukaverkanir cangrelors hjá rottum og hundum komu fram í efri hluta þvagrásar og fólu í sér sköddun á nýrnapíplum, nýrnaskjóðu og þvagpípu. Fylgni var milli líffærabreytinga og hækkunar á kreatíníni og þvagefni í plasma og hækkunar á albúmíni og blóðfrumum í þvagi. Sköddun á þvagrás gat gengið til baka eftir að lyfjagjöf var hætt í rannsókn á rottum.

Eiturverkanir á æxlun

Cangrelor olli skammtaháðri vaxtarhömlun hjá fóstrum sem einkenndist af hækkuðu nýgengi ófullkominnar beinmyndunar og óbeingerðra framristarbeina í afturlimum hjá rottum. Hjá kanínum hafði cangrelor í för með sér hækkað nýgengni fósturmissis og fósturdauða í móðurkviði og auk þess vaxtarhömlun hjá fóstrum við notkun hærri skammta, sem gæti hafa verið fylgikvilli eiturverkana á móður. Cangrelor olli hvorki vansköpunum í æxlunarrannsóknum hjá rottum né kanínum.

Skerðing á frjósemi

Áhrif á frjósemi, getu til að þunga kvendýr, sköpulag sæðisfrumna og hreyfanleika sæðisfrumna sáust í frjósemisrannsókn á karlkyns rottum þegar cangrelor var gefið í skömmtum sem samsvara

1,8 földum ráðlögðum skammti fyrir menn við kransæðaaðgerð með þræðingu. Þessara áhrifa varð ekki vart við lægri skammta og þau gengu til baka eftir að skammtagjöf var hætt. Í þessari rannsókn var greining á sæði framkvæmd eftir samfellda meðferð í 8 vikur.

Enginn skammtur hafði áhrif á frjósemi kvendýra.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1. Hjálparefni

Mannitól.

Sorbitól.

Natríumhýdroxíð (til sýrustillingar).

6.2. Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3. Geymsluþol

3 ár.

Blanda skal stofninn rétt fyrir þynningu og notkun. Má ekki geyma í kæli.

Frá örverufræðilegu sjónarmiði, að því undanskildu að blöndunar-/þynningaraðferð útiloki hættu á örverumengun, ber að nota lyfið strax. Ef lyfið er ekki notað strax eru geymslutími og aðstæður þar til það er notað á ábyrgð notanda.

6.4. Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins. Geymsluskilyrði eftir blöndun og þynningu lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5. Gerð íláts og innihald

Stofn í 10 ml hettuglösum úr gleri (gerð 1) sem er lokað með Flurotec-húðuðum bútýlgúmmítappa og bylgjuðu álinnsigli.

Kengrexal fæst í pakkningum sem innihalda 10 hettuglös hver.

6.6.Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Leiðbeiningar um undirbúning lyfsins

Beita skal smitsæfðum aðferðum við undirbúning Kengrexal.

Blanda skal stofninn í hettuglasinu rétt fyrir þynningu og notkun. Til að blanda þau 50 mg sem eru í hverju hettuglasi skal bæta út í þau 5 ml af sæfðu vatni fyrir stungulyf. Snúið glasinu varlega þar til allur stofninn er orðinn uppleystur. Forðist of kröftuga blöndun. Leyfið allri froðu að sjatna. Tryggið að innihald hettuglassins sé fyllilega uppleyst og að hinn blandaði stofn myndi tæra og litlausa til fölgula lausn.

Ekki má nota lyfið án þess að þynna það. Áður en lyfið er gefið verður að þynna blönduðu lausnina í hverju hettuglasi enn frekar með 250 ml af 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríð stungulyfslausn eða (5%) glúkósa stungulyfslausn.

Skoða skal lyfið vandlega til að ganga úr skugga um að engar óuppleystar agnir séu fyrir hendi eftir blöndun.

Kengrexal er gefið miðað við líkamsþyngd og lyfjagjöfin byggist á upphaflegum hleðsluskammti í bláæð og síðan innrennsli í bláæð í kjölfarið. Hleðsluskammtinn og innrennslið ber að gefa úr innrennslislausninni.

Dragið 5 ml úr einu blönduðu hettuglasi og þynnið þá enn frekar með því að bæta þeim út í 250 ml af 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríð stungulyfslausn eða (5%) glúkósa stungulyfslausn. Blandið innihald pokans vandlega. Eftir þessa þynningu verður þéttnin 200 míkrógrömm/ml og lausnin ætti að nægja fyrir að minnsta kosti tveggja klukkustunda skammtagjöf eftir þörfum. Sjúklingar sem eru 100 kg og þyngri þurfa að lágmarki tvo poka.

Förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Chiesi Farmaceutici S.p.A. Via Palermo 26/A

43122 Parma Ítalía

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/15/994/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 23. mars 2015

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu. Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf