Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Kentera (Oxybutynin Nicobrand) (oxybutynin) – Samantekt á eiginleikum lyfs - G04BD04

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsKentera (Oxybutynin Nicobrand)
ATC-kóðiG04BD04
Efnioxybutynin
FramleiðandiNicobrand Ltd.

1.HEITI LYFS

Kentera forðaplástur 3,9 mg/sólarhring.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver forðaplástur inniheldur 36 mg af oxýbútýníni. Flatarmál plástursins er 39 cm2 og gefur frá sér 3,9 mg af oxýbútýníni á sólarhring.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Forðaplástur. Plásturinn er úr gegnsæju plasti með viðloðunarefni á bakhliðinni sem hulið er hlífðarbréfi sem fjarlægja skal áður en hann er límdur á húðina.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Meðferð einkenna við bráðaþvagleka og/eða aukinni tíðni þvagláta og bráðum þvaglátum eins og kann að gerast hjá fullorðnum sjúklingum með óstöðuga þvagblöðru.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Setja á plásturinn á þurra, heila húð á kviði, mjöðm eða rasskinn strax eftir að hann er tekinn úr skammtapokanum. Velja á nýjan blett fyrir hvern nýjan plástur til að forðast að nota sama blettinn innan 7 daga.

Ráðlagður skammtur er einn 3,9 mg forðaplástur tvisvar í viku (á 3 til 4 daga fresti).

Aldraðir

Samkvæmt reynslu úr klínískum rannsóknum er ekki talin þörf á skammtaaðlögun fyrir þennan hóp. Engu að síður skal gæta varúðar þegar Kentera er notað fyrir aldraða sjúklinga sem gætu verið næmari fyrir áhrifum andkólínvirkra lyfja sem verka á miðtaugakerfið og sýna breytt lyfjahvörf (sjá kafla 4.4).

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Kentera hjá börnum. Ekki er mælt með að nota Kentera hjá börnum. Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í kafla 4.8 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

Sjúklingar með þvagteppu, alvarlega meltingarfærakvilla, vöðvaslensfár eða gláku með þrengdu sjónsviði og sjúklingar sem hætt er við þessum kvillum mega ekki fá Kentera.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Varúðar skal gætt við notkun Kentera hjá sjúklingum með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi. Fylgjast skal vandlega með notkun Kentera hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Meta skal aðrar orsakir tíðra þvagláta (hjartabilun eða nýrnasjúkdóm) áður en Kentera meðferð er beitt. Sé til staðar þvagfærasýking verður að byrja á viðeigandi sýklalyfjameðferð.

Þvagteppa: Andkólínvirk lyf ætti að nota varlega hjá sjúklingum með klínískt marktæka tæmingarhindrun þvagblöðru vegna hættu á þvagteppu.

Gæta skal varúðar þegar Kentera er notað fyrir aldraða sjúklinga sem gætu verið næmari fyrir áhrifum andkólínvirkra lyfja sem verka á miðtaugakerfið og sýna breytt lyfjahvörf.

Af 496 sjúklingum sem fengu Kentera í 12 vikna slembiraðaðri, tvíblindri samanburðarrannsókn við lyfleysu og 14 vikna framhaldsrannsókn til að meta öryggi voru 188 sjúklingar (38%) 65 ára og eldri. Ekki varð vart við neinn heildarmismun á öryggi og verkun milli þessara sjúklinga og yngri sjúklinga og því er engin þörf á skammtaaðlögun fyrir aldraða sjúklinga.

Andkólínergar aukaverkanir af geðrænum toga og frá miðtaugakerfi eins og vandamál með svefn (t.d. svefnleysi) og vitsmunaskerðing hafa verið tengdar notkun oxýbútýníns einkum hjá öldruðum sjúklingum. Gæta skal varúðar þegar oxýbútýnín er gefið samhliða öðrum andkólínvirkum lyfjum (sjá einnig

kafla 4.5). Íhuga skal að hætta lyfjameðferð ef sjúklingur finnur fyrir slíkum aukaverkunum.

Eftir markaðssetningu hefur verið tilkynnt um aðrar geðrænar aukaverkanir sem benda til andkólínergra áhrifa (sjá kafla 4.8).

Inntaka oxýbútýnínis kann að kalla á eftirfarandi varúðaratriði, en þau atvik komu ekki fram við klínískar rannsóknir á Kentera:

Kvillar í meltingarfærum: Andkólínvirk lyf geta dregið úr hreyfanleika þarma og garna og ætti að nota varlega hjá sjúklingum með stíflu í þörmum og görnum vegna hættu á magalömun. Sama á við um kvilla eins og sáraristilbólgu og slaka þarma. Nota ætti andkólínvirk lyf varlega hjá sjúklingum með vélindisgapshaul/bakflæði frá maga í vélinda og/eða þá sem taka samtímis lyf (eins og bisfosfónöt) sem geta valdið eða aukið vélindabólgu.

Andkólínvirk lyf ætti að nota með varúð hjá sjúklingum með sjálfráða taugakvilla, vitsmunaskerðingu eða Parkinsonssjúkdóm.

Upplýsa ætti sjúklinga um að hitaörmögnun (hiti og hitaslag vegna minnkaðrar svitamyndunar) getur átt sér stað þegar andkólínvirk efni eins og oxýbútýnín eru notuð í heitu umhverfi.

Oxýbútýnín getur aukið einkenni skjaldvakaóhófs, kransæðasjúkdóma, hjartabilunar, hjartsláttartruflana, hraðtakts, háþrýstings og blöðruhálskirtilsstækkunar.

Oxýbútýnín getur dregið úr munnvatnsframleiðslu sem gæti valdið tannskemmdum, tannslíðursbólgu eða hvítsveppasýkingu í munni.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Samtímis notkun oxýbútýníns með öðrum andkólínvirkum lyfjum eða með öðrum efnum sem keppa um CYP3A4 ensím-umbrot geta aukið tíðni eða einkenni munnþurrks, hægðatregðu og svefnhöfgi.

Andkólínvirk efni geta mögulega haft áhrif á upptöku sumra lyfja sem gefin eru samtímis vegna andkólínvirkra áhrifa á hreyfanleika þarmanna. Þar sem umbrot á oxýbútýníni eru fyrir tilstuðlan

cýtókróm P450 samsætuensímsins CYP 3A4, er ekki hægt að útiloka samverkun við lyf sem hamla þetta samsætuensím. Þetta skal haft í huga þegar notuð eru asól sveppalyf (t.d. ketókónasól) eða makrólíðar (t.d. erýtrómýcin) samhliða oxýbútýníni.

Andkólínvirkni oxýbútýníns eykst við samhliða notkun annarra andkólínvirkra efna eða lyfja með andkólínvirkni, eins og amantadín og önnur andkólínvirk og andparkinsonlyf (t.d. bíperíden, levódópa) andhistamín, geðlyf (t.d. fenótíasín, bútýrófenón, klósapín) kínídín, þríhringlaga geðdeyfðarlyf, atrópín og skyldar blöndur eins og atrópín-krampalyf, dípýridamól.

Upplýsa ætti sjúklinga um að áfengi getur aukið höfga sem orsakast af andkólínvirkum efnum eins og oxýbútýníni (sjá kafla 4.7).

Oxýbútýnín getur hamlað virkni lyfja sem auka þarmahreyfingar.

4.6Meðganga og brjóstagjöf

Ekki eru til fullnægjandi gögn um notkun oxýbútýnín forðaplásturs hjá konum á meðgöngu Dýrakannanir hafa sýnt minniháttar eitrunaráhrif á æxlun (sjá 5.3). Ekki ætti að taka Kentera á meðgöngu nema það sé klárlega nauðsynlegt.

Þegar oxýbútýnín er notað á meðan barn er á brjósti seytist dálítið magn í brjóstamjólkina. Því er ekki mælt með að nota oxýbútýnín meðan barn er haft á brjósti.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Vegna þess að Kentera getur valdið höfga, svefndrunga eða óskýrri sjón, skal ráðleggja sjúklingum að viðhafa aðgát við akstur eða notkun vélbúnaðar (sjá kafla 4.5).

4.8Aukaverkanir

Algengustu þekktu aukaverkanirnar voru viðbrögð á álímingarstað, sem komu fram hjá 23,1% sjúklinga. Aðrar algengar, aukaverkanir voru munnþurrkur (8,6%), hægðatregða (3,9%), niðurgangur (3,2%), höfuðverkur (3,0%), sundl (2,3%) og óskýr sjón (2,3%).

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanir úr 3. og 4. stigs klínískum rannsóknum eru taldar upp hér fyrir neðan, flokkaðar eftir líffærum og tíðni: Tíðnin er skilgreind á eftirfarandi hátt: mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000). Innan hvers tíðniflokks eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst. Aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um eftir markaðssetningu en komu ekki fram í klínískum rannsóknum eru einnig meðtaldar.

MedDRA

Tíðni

Aukaverkanir

Flokkun eftir líffærum

 

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla

Algengar

Þvagfærasýking

og sníkjudýra

 

 

Sjaldgæfar

Sýking í efri hluta öndunarvegar, sveppasýking

Geðræn vandamál

Sjaldgæfar

Kvíði, ringlun, taugaveiklun, æsingur, svefnleysi

 

Mjög sjaldgæfar

Ofsahræðsla#, óráð#, ofskynjanir#, vistarfirring#

Taugakerfi

Algengar

Höfuðverkur, svefnhöfgi

 

 

 

 

Mjög sjaldgæfar

Minnisskerðing#, minnisleysi#, svefnhöfgi#,

 

 

athyglisbrestur#

 

 

 

Augu

Algengar

Óskýr sjón

Eyru og völundarhús

Algengar

Sundl

Hjarta

Sjaldgæfar

Hjartsláttarónot

Æðar

Sjaldgæfar

Ofsakláði, hitasteypa

Öndunarfæri, brjósthol og

Sjaldgæfar

Nefslímubólga

miðmæti

 

 

 

 

 

Meltingarfæri

Algengar

Munnþurrkur, hægðatregða, niðurgangur, ógleði,

 

 

kviðverkur

 

Sjaldgæfar

Kviðarónot, meltingartruflun

Stoðkerfi og stoðvefur

Sjaldgæfar

Bakverkur

Nýru og þvagfæri

Sjaldgæfar

Þvagteppa, þvaglátstregða

Almennar aukaverkanir

Mjög algengar

Kláði á álímingarstað

og aukaverkanir á

 

 

Algengar

Roði á álímingarstað, viðbrögð á álímingarstað,

íkomustað

 

útbrot á álímingarstað

 

 

 

Áverkar og eitranir

Sjaldgæfar

Meiðsl af völdum óhappa

# aukaverkanir tilkynntar eftir markaðssetningu (sáust ekki í klínískum rannsóknum), með tíðni áætlaða út frá gögnum úr klínískri öryggisrannsókn, og tilkynnt var um í tengslum við útvortis notkun oxýbútýníns (áhrif frá andkólínvirkum lyfjum).

Aukaverkanir sem taldar eru vera í tengslum við meðferð með andkólínvirkum lyfjum almennt eða hafa komið fram við gjöf oxýbútýníns til inntöku, en ekki enn með Kentera í klínískum rannsóknum eða eftir markaðssetningu, eru lystarleysi, uppköst, vélindabakflæði, minnkuð svitamyndun, hitaslag, minnkað táraflæði, ljósopstæring (mydriasis), hraðtaktur, takttruflun, martraðir, eirðarleysi, krampar, augnháþrýstingur og ræsing gláku (induction of glaucoma), vænisýki, ljósnæmi, ristruflun.

Börn

Tilvik um ofskynjanir (í tengslum við kvíða) og svefnvandamál hafa verið tilkynnt í tengslum við notkun oxýbútýníns hjá börnum eftir markaðssetningu. Börn gætu verið næmari fyrir áhrifum lyfsins, einkum aukaverkunum af geðrænum toga og frá miðtaugakerfi.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Plasmaþéttni oxýbútýníns minnkar á innan við 1 til 2 klukkustundum eftir að plásturinn hefur verið fjarlægður. Fylgjast ætti með sjúklingum þar til einkenni hjaðna. Ofskammtur af oxýbútýníni hefur verið tengdur andkólínvirkum áhrifum, þeirra á meðal örvun miðtaugakerfis, hitasteypu, hita, vökvaskorti, hjartsláttartruflun, uppköstum og þvagteppu. Vitað er um inntöku 100 mg oxýbútýnín klóríðs með áfengi hjá 13 ára dreng sem leiddi til minnistaps og hjá 34 ára konu sem féll í hálfdvala, sem síðan fylgdi vistafirring og æsingur þegar hún vaknaði, víkkuð sjáöldur, þurr húð, hjartsláttartruflun og þvagteppa. Báðir sjúklingar náðu sér að fullu með einkennameðferð.

Ekki hefur verið tilkynnt um nein tilfelli ofskammts af Kentera.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Þvagfæralyf, lyf við tíðum þvaglátum og þvagleka, ATC númer: G04B D04.

Verkunarmáti: oxýbútýnín virkar sem blokki gegn asetýlkólíni við aftanhnoða-múskarínnema; sem veldur slökun í sléttum vöðvum blöðrunnar.

Lyfhrif:

Hjá sjúklingum með ofvirka blöðru, sem einkennist af óstöðugleika í detrusor-vöðva þvagblöðru eða ofviðbrögðum, hafa mælingar á þvagblöðru sýnt að oxýbútýnín eykur hámarksrúmmál í þvagblöðru og eykur rúmmálið fyrir fyrsta samdrátt detrusor-vöðvans. Oxýbútýnín dregur þannig úr bráðum þvaglátum og tíðni bæði þvagleka og þvagláts almennt.

Oxýbútýnín er (50:50) blanda R- og S- handhverfa. Andmúskarínvirkni er aðallega bundin við R-handhverfuna. Áhrif R-handhverfunnar oxýbútýníns eru minni hvað varðar M1 og M3 múskarínundirflokka viðtaka (sem eru ríkjandi í detrusor-vöðva þvagblöðru og eyrakirtli) í samanburði við M2 undirflokk (sem er ríkjandi í hjartavef). Virka umbrotsefnið N-desetýloxýbútýnín veldur lyfhrifum á detrusor-vöðva þvagblöðru í mönnum líkt og oxýbútýnín í rannsóknum in vitro, en hefur meiri tilhneigingu til að bindast vef eyrakirtils heldur en oxýbútýnín. Hreint oxýbútýnín er lyfjafræðilega jafngilt oxýbútýnín hýdróklóríði.

Klínísk verkun:

Alls voru metnir 957 sjúklingar með bráðaþvagleka í þremur samanburðarrannsóknum þar sem Kentera var borið saman við annaðhvort lyfleysu, oxýbútýnín til inntöku og/eða tolteródín forðahylki. Vikuleg fækkun atvika þvagleka, tíðni þvaglosunar og tæmirúmmál blöðru voru könnuð. Notkun Kentera dró alltaf úr einkennum ofvirkrar þvagblöðru borið saman við lyfleysu.

5.2Lyfjahvörf

Upptaka

Kentera inniheldur nægilegt magn oxýbútýníns til að viðhalda samfelldum flutningi allt 3 til 4 daga skammtatímabilið. Oxýbútýnín berst inn í blóðrás með óvirku flæði um hornlag húðarinnar. Strax eftir að Kentera plástur er settur á, eykst plasmaþéttni oxýbútýníns í um það bil einn til tvo sólarhringa og nær að hámarki um 3 til 4 ng/ml þéttni. Jafnvægi næst eftir að annar forðaplásturinn er kominn á. Eftir það helst stöðug þéttni í allt að fjóra sólarhringa. Munurinn á AUC og Cmax oxýbútýníns og virka lífefnisins

N-desetýloxýbútýnín þegar búið er að setja Kentera annaðhvort á kvið, rasskinnar eða mjöðm skiptir ekki máli klínískt.

Dreifing

Oxýbútýnín dreifist víða um líkamsvefi eftir frásog inn í líkamann. Áætlað dreifingarrúmmál er 193 l þegar 5 mg oxýbútýnín hýdróklóríð er gefið í æð.

Umbrot

Oxýbútýnín til inntöku umbrotnar aðallega fyrir tilstuðlan P450-ensímkerfa, sérstaklega CYP3A4, sem er helst að finna í lifur og þarmavegg. Umbrotsefnin eru meðal annarra fenýlcýklóhexýlglýkólsýra, sem er lyfjafræðilega óvirkt, og N-desetýloxýbútýnín, sem er lyfjafræðilega virkt. Við notkun oxýbútýníns um húð fer lyfið framhjá fyrstu efnaskiptunum í þörmum, görnum og lifur og myndun N-desetýl umbrotsefnisins verður þar af leiðandi minni.

Útskilnaður

Oxýbútýnín umbrotnar nær allt í lifrinni, sjá að ofan, minna en 0,1% skammts sem gefinn er skilst út óbreyttur með þvagi. Þannig skilst minna en 0,1% gefins skammts út í formi umbrotsefnisins N-desetýloxýbútýnín.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn á grundvelli rannsókna á bráðri eitrun, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum og staðbundinni eitrun. Þegar oxýbútýnín er gefið um húð í styrkleikanum 0,4 mg/kg/dag, fjölgar vansköpunum marktækt, en það kemur aðeins fram við eitrunaráhrif á móður. Kentera gefur af sér um það bil 0,08 mg/kg/dag. En þar sem ekki er hægt að útskýra tengsl á milli eitrunaráhrifa á móður og áhrifa á þroska, er ekki hægt að fjalla um þýðingu þess fyrir öryggi manna. Við rannsókn á frjósemi við gjöf um húð á rottum, komu ekki fram nein áhrif hjá karldýrum, en hjá kvendýrum minnkaði frjósemi og var magn án aukaverkana (NOAEL) 5 mg/kg.

Mat á áhættu fyrir lífríkið

Virka efnið oxýbútýnín er þrávirkt í umhverfinu.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Undirlag

Gegnsætt pólýester/etýlen-vínýl asetat (PET/EVA)

Miðjulag

Tríacetín

Viðloðunarlausn akrýl-blandfjölliða sem inniheldur 2-etýlhexýlakrýlat, N-vínýl pyrrolídón og hexametýlenglýkól tvímetakrílat fjölliður.

Losunarlag

Silíkonblandað pólýester

6.2Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Má ekki geyma í kæli. Má ekki frjósa.

6.5Gerð íláts og innihald

Forðaplástrarnir eru sérpakkaðir í LDPE/skammtapoka úr samlímdum pappír og afhentir í öskjum með áprentuðu dagatali, 2, 8 eða 24 forðaplástrar í hverri öskju.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Notið plásturinn strax eftir að hann er tekinn úr skammtapokanum. Það er talsvert magn af virku efni í plástrinum eftir notkun hans. Leifar af virku efni í plástrinum geta haft skaðleg áhrif ef þau komast í vatn í náttúrunni. Því skal, eftir að plásturinn er tekinn af, brjóta hann í tvennt með límhliðarnar saman, til að losunarlagið sé ekki opið, setja plásturinn í upprunalega pokann og farga honum á öruggan hátt þar sem börn ná ekki til. Öllum notuðum eða ónotuðum plástrum á að farga í samræmi við gildandi reglur á hverjum stað eða skila í apótekið. Ekki má sturta notuðum plástrum niður um salerni eða henda þeim í skólplagnir.

Athafnir sem geta leitt til mikillar svitamyndunar, ef farið er í vatn eða mjög mikinn hita getur orðið til þess að límið helst illa. Látið sól ekki skína á plásturinn.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Nicobrand Limited

189 Castleroe Road

Coleraine

Norður-Írland

BT51 3RP

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/03/270/001 8 forðaplástrar

EU/1/03/270/002 24 forðaplástrar

EU/1/03/270/003 2 forðaplástrar

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu: 15/06/2004

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 15/06/2009

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

1. HEITI LYFS

Kentera 90,7 mg/g hlaup í skammtapoka.

2. INNIHALDSLÝSING

Hver skammtapoki með 1 grammi af hlaupi inniheldur 90,7 mg af oxýbútýníni (sem 100 mg af oxýbútýnín hýdróklóríði) og skv. mælingum skila u.þ.b. 4 mg/sólarhring sér inn í líkamann.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Hlaup í skammtapoka.

Hraðþornandi, gagnsætt, mjúkt, lyktarlaust og litlaust hýdróalkóhólhlaup.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Einkennameðferð við bráðaþvagleka og/eða aukinni þvaglátatíðni og bráðum þvaglátum (spreng) sem fram geta komið hjá fullorðnum sjúklingum með óstöðuga blöðru.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Ráðlagður skammtur er einn skammtapoki af hlaupi sem bera skal á sig einu sinni á sólarhring og þar af skilar u.þ.b. 4 mg skammtur sér inn í líkamann.

Aldraðir

Samkvæmt reynslu úr klínískum rannsóknum er ekki talin þörf á skammtaaðlögun fyrir þennan hóp. Engu að síður skal gæta varúðar þegar Kentera er notað fyrir aldraða sjúklinga sem gætu verið næmari fyrir áhrifum andkólínvirkra lyfja sem verka á miðtaugakerfið og sýna breytt lyfjahvörf (sjá kafla 4.4).

Af 496 sjúklingum sem fengu Kentera í 12 vikna slembiraðaðri, tvíblindri samanburðarrannsókn við lyfleysu og 14 vikna framhaldsrannsókn til að meta öryggi voru 188 sjúklingar (38%) 65 ára og eldri. Ekki varð vart við neinn heildarmismun á öryggi og verkun milli þessara sjúklinga og yngri sjúklinga og því er engin þörf á skammtaaðlögun fyrir aldraða sjúklinga.

Skert nýrnastarfsemi

Engin reynsla er af notkun Kentera hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Engin reynsla er af notkun Kentera hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Kentera hjá börnum. Ekki er mælt með að nota Kentera hjá börnum. Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í kafla 4.8 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra.

Lyfjagjöf

Bera skal Kentera á þurra, óskaddaða húð á kviði, upphandleggjum/öxlum eða lærum. Skiptast ber á áburðarstöðum. Ekki skal bera lyfið á sama stað tvo daga í röð.

Forðast skal bað, sund, sturtu, líkamsþjálfun eða að dýfa áburðarstaðnum í vatn í eina klukkustund eftir áburð lyfsins (sjá kafla 4.4).

Mælt er með að hylja áburðarstaðinn með klæðnaði þegar hlaupið er þornað.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

Ekki má nota Kentera fyrir sjúklinga með þvagteppu, alvarlegan sjúkdóm í meltingarfærum, vöðvaslensfár eða þrönghornsgláku né heldur fyrir sjúklinga sem eiga á hættu að fá þessa sjúkdóma.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Þar sem hornlag húðarinnar er það sem takmarkar afhendingarhraða gegnum húð mundi rof á því gefa beinan aðgang að húðþekjunni og gæti þannig aukið gegnferð lyfsins og auðveldað því að komast inn í blóðrásina. Því skal gæta þess að bera Kentera ekki á nýrakað eða skaddað húðyfirborð.

Forðast skal bað, sund, sturtu, líkamsþjálfun eða að dýfa áburðarstaðnum í vatn í eina klukkustund eftir áburð lyfsins.

Mælt er með að hylja áburðarstaðinn með klæðnaði þegar Kentera er þornað.

Ekki hefur verið rannsakað hvaða áhrif hækkaður líkamshiti, hiti frá ytri hitagjöfum, sólböð og sánaböð hafa á frásogseiginleika Kentera.

Skert umbrot

Gæta skal varúðar þegar Kentera er notað fyrir sjúklinga með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi. Hafa skal náið eftirlit þegar Kentera er notað fyrir sjúklinga með skerta lifrarstarfsemi þar sem umbrot oxýbútýníns fara að miklu leyti fram í lifur. Taka skal til athugunar aðrar ástæður fyrir tíðum þvaglátum (hjartabilun eða nýrnasjúkdómur) áður en meðferð með Kentera hefst. Ef fyrir hendi er sýking í þvagrás skal hefja viðeigandi sýklalyfjameðferð.

Þvagteppa

Gæta skal varúðar þegar andkólínvirk lyf eru gefin sjúklingum með klínískt marktæka stíflun á útflæði frá blöðru vegna hættu á þvagteppu.

Tilefni gæti verið til að hafa í huga eftirfarandi varnaðarorð þegar oxýbútýnín er gefið til inntöku, en þeirra verkana sem hér um ræðir varð ekki vart í klínískum rannsóknum á Kentera:

Meltingarfæri

Andkólínvirk lyf geta minnkað hreyfanleika meltingarfæranna og því skal gæta varúðar þegar þau eru notuð fyrir sjúklinga með stíflusjúkdóma í meltingarfærum vegna hættu á magateppu og einnig þegar fyrir hendi eru sjúkdómar á borð við sáraristilbólgu og máttleysi í þörmum. Gæta skal varúðar þegar andkólínvirk lyf eru notuð fyrir sjúklinga sem eru með vélindisgapshaul/vélindabakflæði og/eða taka samtímis lyf (á borð við bífosfónöt) sem geta valdið eða ýft upp vélindisbólgu.

Gæta skal varúðar þegar Kentera er notað fyrir aldraða sjúklinga sem gætu verið næmari fyrir áhrifum andkólínvirkra lyfja sem verka á miðtaugakerfið og með breytt lyfjahvörf.

Af 496 sjúklingum sem fengu Kentera í 12 vikna slembiraðaðri, tvíblindri samanburðarrannsókn við lyfleysu og 14 vikna framhaldsrannsókn til að meta öryggi voru 188 sjúklingar (38%) 65 ára og eldri. Ekki varð vart við neinn heildarmismun á öryggi og verkun milli þessara sjúklinga og yngri sjúklinga og því er engin þörf á skammtaaðlögun fyrir aldraða sjúklinga.

Andkólínergar aukaverkanir af geðrænum toga og frá miðtaugakerfi eins og vandamál með svefn (t.d. svefnleysi) og vitsmunaskerðing hafa verið tengdar notkun oxýbútýníns einkum hjá öldruðum sjúklingum. Gæta skal varúðar þegar oxýbútýnín er gefið samhliða öðrum andkólínvirkum lyfjum (sjá einnig

kafla 4.5). Íhuga skal að hætta lyfjameðferð ef sjúklingur finnur fyrir slíkum aukaverkunum.

Eftir markaðssetningu hefur verið tilkynnt um aðrar geðrænar aukaverkanir sem benda til andkólínergra áhrifa (sjá kafla 4.8).

Gæta skal varúðar þegar andkólínvirk lyf eru notuð fyrir sjúklinga með kvilla í ósjálfráða taugakerfinu, skerta vitsmuni eða Parkinsonsjúkdóm.

Upplýsa ber sjúklinga um að vart getur orðið við hitaörmögnun (hækkaður líkamshiti og hitaslag vegna minnkaðrar svitamyndunar) þegar andkólínvirk lyf á borð við oxýbútýnín eru notuð í heitu umhverfi.

Oxýbútýnín getur ýft upp einkenni skjaldvakaofseytingar, kransæðasjúkdóms, hjartabilunar, hjartsláttartruflana, hraðsláttar í hjarta, háþrýstings og stækkunar blöðruhálskirtils.

Oxýbútýnín gæti valdið minnkaðri munnvatnsseytingu sem gæti leitt til tannskemmda, tannslíðursbólgu eða hvítsveppasýkingar í munni (þrusku).

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Samtímis notkun oxýbútýníns og annarra andkólínvirkra lyfja eða virkra efna sem veita samkeppni um notkun CYP3A4 ensíms við umbrot gæti aukið tíðni eða alvarleika munnþurrks, hægðatregðu og sljóleika. Þar sem umbrot oxýbútýníns fara fram fyrir tilstilli cýtókróm P 450 ísóensímsins CYP 3A4 er ekki unnt að útiloka milliverkanir við lyf sem hefta umrætt ísóensím eða eru þekkt fyrir að hvata það. Þetta ber að hafa í huga þegar azólsveppalyf (t.d. ketókónazól) eða makrólíðasýklalyf (t.d. erýtrómýcín) eru gefin samtímis oxýbútýníni. Neysla á greipsafa getur einnig haft áhrif á umbrot oxýbútýníns.

Andkólínvirk lyf gætu hugsanlega breytt frásogi sumra lyfja sem gefin eru samtímis vegna andkólínvirkra áhrifa á hreyfanleika meltingarfæranna.

Andkólínvirk áhrif oxýbútýníns aukast við samtímis notkun annarra andkólínvirkra lyfja eða lyfja með andkólínvirk áhrif, á borð við amantadín og önnur andkólínvirk lyf við Parkinsonsjúkdómi (t.d. bíperíden, levódópa), andhistamín, geðrofslyf (t.d. fenótíazín, bútýrófenón, klózapín), kínidín, þríhringja þunglyndislyf, atrópín og skyld efni á borð við krampalosandi lyf með atrópíni og dípyrídamól.

Oxýbútýnín getur valdið sljóleika eða óskýrri sjón. Sljóleiki getur aukist með neyslu áfengis. Vegna þess að Kentera getur valdið sljóleika, svefndrunga eða óskýrri sjón skal ráðleggja sjúklingum að gæta varúðar þegar þeir aka eða nota vélar (sjá kafla 4.7).

Oxýbútýnín getur blokkað hreyfiörvandi meðferðir á borð við cisapríð og metóklópramíð og forðast ber að nota það þegar fyrir hendi er minnkaður hreyfanleiki í meltingarfærum.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri / getnaðarvarnir karla og kvenna

Konum á barneignaraldri ber að gangast undir þungunarpróf áður en meðferð hefst og nota einhvers konar getnaðarvörn meðan á meðferð stendur.

Meðganga

Engar fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir um notkun staðbundins oxýbútýnín-hlaups á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt smávægilegar eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3). Ekki skal nota Kentera á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til.

Brjóstagjöf

Fyrirliggjandi upplýsingar sýna að oxýbútýnín skilst út í mjólk hjá rottum en ekki er þekkt hvort oxýbútýnín skilst út í brjóstamjólk. Ekki er mælt með að konur með barn á brjósti noti oxýbútýnín.

Frjósemi

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hugsanleg áhrif af notkun oxýbútýníns á frjósemi karla og kvenna. Frjósemisrannsóknir hjá rottum benda til sexfaldra öryggismarka hjá fullorðnum karl- og kvenkyns undaneldisdýrum þegar Kentera er gefið samkvæmt ávísun (sjá kafla 5.3).

Sjúklingar sem nota Kentera eiga að hylja áburðarstaði með klæðnaði þegar þeir komast í snertingu við konur með barn á brjósti, þungaðar konur eða brjóstmylkinga.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Kentera hefur lítil áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Vegna þess að Kentera getur valdið sljóleika, svefndrunga eða óskýrri sjón skal ráðleggja sjúklingum að gæta varúðar þegar þeir aka eða nota vélar (sjá kafla 4.5).

4.8 Aukaverkanir

Öryggisyfirlit

Öryggi Kentera var metið hjá sjúklingum með bráðaþvagleka í slembiraðaðri, tvíblindri, 3. stigs samanburðarrannsókn við lyfleysu með samhliða hópum. Þátttakendur voru 789 sjúklingar (og þar af fengu 389 sjúklingar Kentera og 400 sjúklingar lyfleysu).

Algengasta aukaverkunin sem tilkynnt var um var munnþurrkur (Kentera 6,9%, lyfleysa 2,8%). Aðrar aukaverkanir sem tilkynnt var um voru kláði á áburðarstað (Kentera 2,1%, lyfleysa 0,8%), húðbólga á áburðarstað (Kentera 1,8%, lyfleysa 0,3%), sundl (Kentera 1,5%, lyfleysa 0,5%), höfuðverkur (Kentera 1,5%, lyfleysa 2,8%), hægðatregða (Kentera 1,3%, lyfleysa 1,0%) og kláði (Kentera 1,3%, lyfleysa 1,3%).

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanir úr 3. og 4. stigs klínískum rannsóknum eru taldar upp hér fyrir neðan, flokkaðar eftir líffærum og tíðni: Tíðnin er skilgreind á eftirfarandi hátt: mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til <

1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000). Innan hvers tíðniflokks eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst. Aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um eftir markaðssetningu en komu ekki fram í klínískum rannsóknum eru einnig meðtaldar.

MedDRA

Tíðni

Aukaverkanir

Flokkun eftir líffærum

 

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla

Sjaldgæfar

Þvagfærasýking

og sníkjudýra

 

 

 

 

 

Efnaskipti og næring

Sjaldgæfar

Kalíumlækkun í blóði

Geðræn vandamál

Sjaldgæfar

Kvíði, ringlun, taugaveiklun, æsingur, svefnleysi

 

Mjög sjaldgæfar

Ofsahræðsla#, óráð#, ofskynjanir#, vistarfirring#

 

 

 

Taugakerfi

Algengar

Höfuðverkur, sundl

 

 

 

 

Sjaldgæfar

Svefnhöfgi, bragðtruflun, lítil svefngæði, skjálfti

 

 

 

 

Mjög sjaldgæfar

Minnisskerðing#, minnisleysi#, svefnhöfgi#,

 

 

athyglisbrestur#

 

 

 

Augu

Sjaldgæfar

Augnþurrkur

Eyru og völundarhús

Sjaldgæfar

Svimi

Hjarta

Sjaldgæfar

Gáttatif, gáttaflökt, hjartsláttaróregla (sinus

 

 

arrhythmia)

 

 

 

Æðar

Sjaldgæfar

Roði

Öndunarfæri, brjósthol og

Sjaldgæfar

Hósti, aukin seyting í efri loftvegum

miðmæti

 

 

Meltingarfæri

Algengar

Munnþurrkur, hægðatregða

 

Sjaldgæfar

Niðurgangur, ógleði, meltingartruflanir, uppköst,

 

 

gyllinæð

 

 

 

Húð og undirhúð

Algengar

Kláði

 

Sjaldgæfar

Útbrot, húðþurrkur, útbrot með kláða

Nýru og þvagfæri

Sjaldgæfar

Þvaglátstregða, blóð í þvagi, nýrnaverkur,

 

 

þvagteppa

Almennar aukaverkanir

Algengar

Kláði á áburðarstað, húðbólga á áburðarstað

og aukaverkanir á

 

 

Sjaldgæfar

Þreyta, bjúgur í útlimum, bólur á áburðarstað,

íkomustað

 

tilfinningarleysi á áburðarstað, roðaþot á

 

 

áburðarstað, erting á áburðarstað, verkur á

 

 

áburðarstað, graftarbólur á áburðarstað

 

 

 

Rannsóknaniðurstöður

Sjaldgæfar

Óeðlilegt hjartalínurit, breyting á hjartalínuriti,

 

 

klóríðhækkun í blóði

# aukaverkanir tilkynntar eftir markaðssetningu (sáust ekki í klínískum rannsóknum), með tíðni áætlaða út frá gögnum úr klínískri öryggisrannsókn, og tilkynnt var um í tengslum við útvortis notkun oxýbútýníns (áhrif frá andkólínvirkum lyfjum).

Aukaverkanir sem taldar eru vera í tengslum við meðferð með andkólínvirkum lyfjum almennt eða hafa komið fram við gjöf oxýbútýníns til inntöku, en ekki enn með Kentera í klínískum rannsóknum eða eftir markaðssetningu, eru lystarleysi, uppköst, vélindabakflæði, minnkuð svitamyndun, hitaslag, minnkað táraflæði, ljósopstæring (mydriasis), hraðtaktur, takttruflun, martraðir, eirðarleysi, krampar, augnháþrýstingur og ræsing gláku (induction of glaucoma), vænisýki, ljósnæmi, ristruflun.

Börn

Tilvik um ofskynjanir (í tengslum við kvíða) og svefnvandamál hafa verið tilkynnt í tengslum við notkun oxýbútýníns hjá börnum eftir markaðssetningu. Börn gætu verið næmari fyrir áhrifum lyfsins, einkum aukaverkunum af geðrænum toga og frá miðtaugakerfi.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Ofskömmtun oxýbútýníns hefur haft í för með sér andkólínvirk áhrif, þ.m.t. örvun miðtaugakerfisins, roða, hækkaðan líkamshita, vökvaskort, hjartsláttartruflanir, uppköst og þvagteppu. Fylgjast skal með sjúklingum þar til einkenni hjaðna. Þéttni oxýbútýníns í plasma tekur að minnka 24 klst. eftir að Kentera er borið á húðina. Tilkynnt hefur verið um neyslu 100 mg af oxýbútýníni til inntöku samhliða áfengi hjá 13 ára gömlum dreng sem fann fyrir minnisleysi og hjá 34 ára gamalli konu þar sem fram kom stjarfi og í kjölfarið vistarfirring og æsingur þegar hún vaknaði, víkkuð sjáöldur, húðþurrkur, hjartsláttartruflanir og þvagteppa. Báðir sjúklingarnir jöfnuðu sig að fullu með einkennameðferð.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Þvagfæralyf, lyf við tíðum þvaglátum og þvagleka, ATC flokkur: G04B D04.

Verkunarháttur

Oxýbútýnín verkar sem samkeppnisblokki acetýlkólíns við eftirhnoða-múskarínviðtaka og veldur þannig slökun á sléttum vöðva blöðrunnar.

Lyfhrif

Hjá sjúklingum með ofvirka blöðru, sem einkennist af óstöðugleika eða ofviðbrögðum þvagblöðruleggsvöðvans, hafa mælingarannsóknir á blöðru leitt í ljós að oxýbútýnín eykur hámarksrýmd þvagblöðru og eykur rúmmálið sem safnast getur fram að fyrsta samdrætti þvagblöðruleggsvöðvans. Oxýbútýnín dregur þannig úr bráðum þvaglátum (spreng) og fækkar bæði þvaglekatilvikum og sjálfviljugum þvaglátum.

Oxýbútýnín er handhverf (50:50) blanda R- og S-ísómera. Andmúskarínáhrif má fyrst og fremst rekja til R-ísómersins. R-ísómer oxýbútýníns sest frekar á M1 og M3 undirgerðir múskaríns (sem eru ríkjandi í þvagblöðruleggsvöðvanum og vangakirtli) samanborið við M2 undirgerðina (sem er ríkjandi í hjartavef). Virka umbrotsefnið, N-desetýloxýbútýnín, hefur lyfjafræðilega virkni á þvagblöðruleggsvöðvann hjá mönnum sem svipar til áhrifa oxýbútýníns í rannsóknum in vitro, en hefur meiri bindisækni í vangakirtilvef en oxýbútýnín. Oxýbútýnín í formi óbundins basa er lyfjafræðilega sambærilegt við oxýbútýnín hýdróklóríð.

Verkun

Verkun og öryggi Kentera voru metin hjá sjúklingum með bráðaþvagleka í einni 3. stigs rannsókn.

Þessi 3. stigs rannsókn var slembiröðuð, tvíblind samanburðarrannsókn við lyfleysu með samhliða hópum og þátttakendur voru 789 sjúklingar. Tólf vikna tvíblinda meðferðin fól í sér daglegan áburð Kentera eða samsvarandi lyfleysuhlaups. Fjórtán vikna opin meðferð var í boði fyrir undirhóp sjúklinga sem lauk tvíblinda tímabilinu. Meirihluti sjúklinga var af hvíta kynstofninum (86,3%) og kvenkyns (89,2%) og meðalaldur var 59,4 ár (á bilinu: 18 til 88 ár). Um það bil 75% sjúklinga höfðu ekki áður hlotið lyfjameðferð við þvagleka.

Hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Kentera varð mikil tölfræðilega marktæk fækkun á þvaglekatilvikum á sólarhring frá upphafi rannsóknar að endapunkti (aðalendapunkti til að meta verkun) samanborið við lyfleysu (p<0,0001) og það sama má segja um aukaendapunkta: lækkun á meðaltíðni þvagláta á sólarhring (p=0,0017) og aukningu á meðalrúmmáli þvags í hverri tæmingu (p=0,0018). Einnig reyndist mat á lífsgæðum batna marktækt við notkun Kentera samkvæmt mælingum meðan á rannsókninni stóð.

Í töflunni hér fyrir neðan er yfirlit yfir meðaltal og miðgildi breytingar frá upphafi rannsóknar á þvaglekatilvikum á sólarhring (aðalendapunktur), þvaglátatíðni og rúmmáli þvags í hverri tæmingu hjá hópum sem fengu lyfleysu annars vegar og virka meðferð hins vegar.

Meðaltal og miðgildi breytingar frá upphafi rannsóknar til viku 12 á þvaglekatilvikum,

þvaglátatíðni og þvagrúmmáli við tæmingu (síðasta þekkta gildi notað)

 

Kentera

Lyfleysa

 

(N=389)

(N=400)

 

Meðaltal

Miðgildi

Meðaltal

Miðgildi

Breyta

(staðalfrávik)

 

(staðalfrávik)

 

Þvaglekatilvik á sólarhring

 

 

 

 

Upphaf rannsóknar

5,4 (3,26)

4,7

5,4 (3,28)

4,7

Breyting frá upphafi

-3,0 (2,73)

-2,7

-2,5 (3,06)

-2,0

P-gildi samanborið við lyfleysu

<0,0001

--

 

Þvaglátatíðni á sólarhring

 

 

 

 

Upphaf rannsóknar

12,4 (3,34)

11,7

12,2 (3,32)

11,3

Breyting frá upphafi

-2,7 (3,21)

-2,7

-2,0 (2,82)

-1,7

P-gildi samanborið við lyfleysu

0,0017

--

 

Þvagrúmmál við tæmingu (ml)

 

 

 

 

Upphaf rannsóknar

163,4 (65,85)

160,1

167,9 (68,40)

160,6

Breyting frá upphafi

21,0 (65,33)

11,5

3,8 (53,79)

0,0

P-gildi samanborið við lyfleysu

0,0018

--

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meðaltal og miðgildi breytingar frá upphafi rannsóknar til viku 12 á þvaglekatilvikum,

þvaglátatíðni og þvagrúmmáli við tæmingu (síðasta þekkta gildi notað)

 

Kentera

Lyfleysa

 

(N=389)

(N=400)

 

Meðaltal

Miðgildi

Meðaltal

Miðgildi

Breyta

(staðalfrávik)

 

(staðalfrávik)

 

Næturþvaglát á sólarhring

 

 

 

 

Upphaf rannsóknar

2,5 (1,61)

2,3

2,5 (1,71)

2,3

Breyting frá upphafi

-0,7 (1,40)

-0,7

-0,7 (1,32)

-0,7

P-gildi samanborið við lyfleysu

0,1372

--

 

Meðan á tvíblindu meðferðinni stóð reyndist Kentera hafa marktæk jákvæð áhrif á lífsgæði á grundvelli spurningalista til að meta áhrif þvagleka (IIQ, Incontinence Impact Questionnaire). Þessi árangur kom í ljós eftir fyrsta mánuð meðferðarinnar og hélst allan tímann sem tvíblinda meðferðin varði eins og sést í töflunni hér í framhaldi.

Meðaltal (staðalfrávik) breytingar frá upphafi rannsóknar til viku 12 á heildareinkunn og undireinkunnum skv. IIQ-spurningalistanum (síðasta þekkta gildi notað)

 

 

 

P-gildi

 

Kentera

Lyfleysa

(Kentera á móti

Einkunn

(N=389)

(N=400)

lyfleysu)

 

 

 

 

Heildareinkunn

-72,1 (80,01)

-49,5 (76,59)

0,0005

Undireinkunn ferðalaga

-20,9 (25,55)

-15,1 (24,82)

0,0068

Undireinkunn líkamlegrar

-18,0 (23,23)

-13,0 (21,68)

0,0078

athafnasemi

Undireinkunn félagslegra

-15,2 (20,07)

-9,7 (19,27)

0,0019

tengsla

Undireinkunn geðheilsu

-18,1 (21,96)

-11,8 (20,64)

0,0002

Einnig sáust marktæk jákvæð áhrif á öllum sviðum þar sem undireinkunnir voru gefnar skv. IIQ- spurningalistanum og á einkunnum fyrir sex af tíu lífsgæðasviðum, þ.m.t. áhrifum þvagleka, á spurningalista til að meta heilsutengd lífsgæði (KHQ, King‘s Health Questionnaire) eins og sést á töflunni hér að neðan.

Meðaltal (staðalfrávik) breytingar frá upphafi rannsóknar til viku 12 á einkunnum fyrir nokkur svið skv. KHQ-spurningalistanum (síðasta þekkta gildi notað)

Svið

 

 

P-gildi

Kentera

Lyfleysa

(Kentera á móti

 

(N=389)

(N=400)

lyfleysu)

Eigin upplifun á almennri

0,4 (12,23)

0,1 (11,94)

 

heilsu

 

 

0,6528

Áhrif þvagleka

-27,9 (30,02)

-21,3 (27,05)

0,0023

Alvarleiki einkenna

-20,6 (22,90)

-15,8 (21,84)

0,0024

Hlutverkatakmarkanir

-27,1 (29,24)

-21,3 (27,16)

0,0133

Líkamlegar takmarkanir

-20,2 (30,04)

-16,8 (28,12)

0,1064

Félagslegar takmarkanir

-11,5 (24,40)

-10,3 (23,46)

0,4468

Persónuleg tengsl

-11,2 (24,96)

-6,2 (19,77)

0,0489

Geðbrigði

-11,7 (24,59)

-8,4 (24,89)

0,0649

Svefn og orka

-15,6 (24,18)

-10,3 (22,42)

0,0061

Ráðstafanir til að draga úr

-15,3 (21,40)

-11,1 (19,16)

 

alvarleika (varnarúrræði)

 

 

0,0058

5.2 Lyfjahvörf

Frásog

Lyfjasamsetning Kentera miðast við áburð einu sinni á sólarhring og með notkun þess er unnt að viðhalda meðferðarstyrk oxýbútýníns í blóði. Oxýbútýnín flyst gegnum óskaddaða húð og inn í almennu blóðrásina með óvirkri dreifingu gegnum hornlag húðarinnar. Eftir áburð Kentera eykst plasmaþéttni oxýbútýníns í u.þ.b. 7 daga og nær hámarksþéttni sem er að meðaltali 4 til 5 ng/ml. Jafnvægi næst eftir sjöunda áburðardaginn. Mismunurinn á AUC og Cmax fyrir oxýbútýnín og virka umbrotsefnið, N-desetýloxýbútýnín, eftir að Kentera er gefið gegnum húð, annaðhvort á kviði, upphandleggjum/öxlum eða lærum, skiptir ekki máli í klínísku tilliti.

Dreifing

Oxýbútýnín dreifist víða um líkamsvefina eftir frásog inn í almennu blóðrásina. Dreifingarrúmmál var áætlað 193 l eftir gjöf 5 mg af oxýbútýnín hýdróklóríði í bláæð.

Umbrot

Þegar oxýbútýnín er tekið inn fara umbrot þess aðallega fram fyrir tilstilli cýtókróm P450 ensímkerfa, einkum CYP3A4, sem aðallega er að finna í lifur og þarmaveggjum. Mismunur á tjáningu CYP3A og CYP3A4 getur verið allt upp í 40 faldur vegna erfðafjölbreytni. Meðal umbrotsefna er fenýlcýklóhexýlglýkólsýra, sem er lyfjafræðilega óvirk, og N-desetýloxýbútýnín, sem er lyfjafræðilega

virkt. Þegar oxýbútýnín er gefið gegnum húð kemst það framhjá umbrotum við fyrstu umferð í meltingarfærum og lifur og við það minnkar myndun N-desetýl-umbrotsefnisins.

Útskilnaður

Umbrot oxýbútýníns í lifur eru umfangsmikil, sjá hér að framan, og innan við 0,1% af gefnum skammti skilst út óbreytt í þvagi. Jafnframt skilst innan við 0,1% af gefnum skammti út sem umbrotsefnið N-desetýloxýbútýnín.

Flutningur milli einstaklinga

Flutningsgeta oxýbútýníns gegnum húð frá meðhöndluðum einstaklingi til ómeðhöndlaðs einstaklings var metin í rannsókn með stökum skammti þar sem einstaklingar sem fengu skammt af Kentera voru í kröftugri snertingu við ómeðhöndlaðan einstakling í 15 mínútur, annaðhvort með áburðarsvæðið hulið klæðnaði (N=14 pör) eða bert (N=12 pör). Hjá ómeðhöndluðum einstaklingum sem var ekki hlíft með klæðnaði reyndist þéttni oxýbútýníns í plasma mælanleg (Cmax að meðaltali = 0,94 ng/ml). Hjá tveimur af þeim 14 ómeðhöndluðu einstaklingum sem tóku þátt í snertingu með klæðnaði á milli var þéttni oxýbútýníns í plasma mælanleg (Cmax < 0,1 ng/ml) í 48 klst. eftir snertingu við meðhöndlaðan einstakling. Oxýbútýnín reyndist ekki mælanlegt hjá hinum 12 ómeðhöndluðu einstaklingunum.

Áhrif sturtu

Áhrif sturtu á frásog oxýbútýníns voru metin í slembiraðaðri víxlrannsókn á einstaklingum í jafnvægisástandi, þar sem borin var saman engin sturta, eða sturta 1, 2 eða 6 klst. eftir áburð Kentera (N=20). Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sturta eftir eina klukkustund hafi ekki áhrif á heildarskömmtun oxýbútýníns í líkamanum.

Notkun með sólarvörn

Áhrif sólarvarnar á frásog oxýbútýníns, þegar hún er borin á húðina 30 mínútum fyrir eða 30 mínútum eftir áburð Kentera, voru metin í slembiraðaðri víxlrannsókn með stökum skammti (N=16). Samtímis áburður sólarvarnar, annaðhvort fyrir eða eftir áburð Kentera, hafði engin áhrif á skömmtun oxýbútýníns í líkamanum.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli rannsókna á bráðri eitrun, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum og staðbundinni eitrun. Aukaverkana varð vart í rannsóknum á eiturverkunum á fósturvísi hjá kanínum. Þegar oxýbútýnín er gefið í þéttninni 0,4 mg/kg/dag undir húð fjölgar tilvikum um vansköpuð líffæri marktækt, en þessarar fjölgunar verður þó eingöngu vart þegar eiturverkanir eru fyrir hendi hjá móður. Meðan skilningur hefur ekki fengist á tengslunum milli eiturverkana á móður og áhrifa á þroska er hins vegar ekki unnt að ganga úr skugga um hvort þetta skipti máli fyrir öryggi hjá mönnum. Í frjósemisrannsóknum hjá rottum, þar sem lyfið var gefið undir húð, var ekki tilkynnt um nein áhrif hjá karldýrum, en hjá kvendýrum var frjósemi skert og hæsti skammtur án mælanlegra skaðlegra áhrifa (no observed adverse effect level, NOAEL) var auðkenndur sem 5 mg/kg.

Mat á áhættu fyrir lífríkið

Virka efnið oxýbútýnín er þrávirkt í umhverfinu.

6 LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Etanól (96 prósent)

Glýseról

Hýdroxýprópýlsellulósi

Natríumhýdroxíð (til pH-stillingar)

Hreinsað vatn

6.2 Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3 Geymsluþol

2 ár.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Má ekki geyma í kæli. Má ekki frjósa.

Kentera inniheldur alkóhól og er talið eldfimt og má því ekki komast í snertingu við opinn eld.

6.5 Gerð íláts og innihald

Skammtapokinn er gerður úr marglaga samlímdu pokaefni með álþynnu (pólýmetakrýlat/akrýlónítrílkópólýmer/lím/ál/eðlislétt pólýetýlen/pappír).

Hver skammtapoki inniheldur 1 g af hlaupi. Öskjurnar innihalda 30 skammtapoka.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Eftir að skammtapokarnir hafa verið opnaðir og innihaldinu þrýst út skal nota hlaupið þegar í stað.

Eftir að hlaupið hefur verið borið á húðina skal tafarlaust þvo hendurnar vandlega með sápu og vatni. Mælt er með að hylja áburðarstaðinn með klæðnaði þegar hlaupið er þornað. Forðast skal bað, sund, sturtu, líkamsþjálfun eða að dýfa áburðarstaðnum í vatn í eina klukkustund eftir áburð lyfsins.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Nicobrand Limited

189 Castleroe Road

Coleraine

Norður-Írland

BT51 3RP

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/03/270/004 30 skammtapokar

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu: 15/06/2004

Dagsetning síðustu endurnýjunar: 15/06/2009

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

1. HEITI LYFS

Kentera 90,7 mg/g hlaup.

2. INNIHALDSLÝSING

Hver 1 gramms skammtur af hlaupi úr mælipumpunni inniheldur 90,7 mg af oxýbútýníni (sem 100 mg af oxýbútýnín hýdróklóríði) og skv. mælingum skila u.þ.b. 4 mg/sólarhring sér inn í líkamann.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Hlaup.

Hraðþornandi, gagnsætt, mjúkt, lyktarlaust og litlaust hýdróalkóhólhlaup.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Einkennameðferð við bráðaþvagleka og/eða aukinni þvaglátatíðni og bráðum þvaglátum (spreng) sem fram geta komið hjá fullorðnum sjúklingum með óstöðuga blöðru.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Ráðlagður skammtur er einn skammtur úr fjölskammtaílátinu með mælipumpunni sem bera skal á sig einu sinni á sólarhring og þar af skilar u.þ.b. 4 mg skammtur sér inn í líkamann.

Aldraðir

Samkvæmt reynslu úr klínískum rannsóknum er ekki talin þörf á skammtaaðlögun fyrir þennan hóp. Engu að síður skal gæta varúðar þegar Kentera er notað fyrir aldraða sjúklinga sem gætu verið næmari fyrir áhrifum andkólínvirkra lyfja sem verka á miðtaugakerfið og sýna breytt lyfjahvörf (sjá kafla 4.4).

Af 496 sjúklingum sem fengu Kentera í 12 vikna slembiraðaðri, tvíblindri samanburðarrannsókn við lyfleysu og 14 vikna framhaldsrannsókn til að meta öryggi voru 188 sjúklingar (38%) 65 ára og eldri. Ekki varð vart við neinn heildarmismun á öryggi og verkun milli þessara sjúklinga og yngri sjúklinga og því er engin þörf á skammtaaðlögun fyrir aldraða sjúklinga.

Skert nýrnastarfsemi

Engin reynsla er af notkun Kentera hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Engin reynsla er af notkun Kentera hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Kentera hjá börnum. Ekki er mælt með að nota Kentera hjá börnum. Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í kafla 4.8 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra.

Lyfjagjöf

Bera skal Kentera á þurra, óskaddaða húð á kviði, upphandleggjum/öxlum eða lærum. Skiptast ber á áburðarstöðum. Ekki skal bera lyfið á sama stað tvo daga í röð.

Forðast skal bað, sund, sturtu, líkamsþjálfun eða að dýfa áburðarstaðnum í vatn í eina klukkustund eftir áburð lyfsins (sjá kafla 4.4).

Mælt er með að hylja áburðarstaðinn með klæðnaði þegar hlaupið er þornað.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

Ekki má nota Kentera fyrir sjúklinga með þvagteppu, alvarlegan sjúkdóm í meltingarfærum, vöðvaslensfár eða þrönghornsgláku né heldur fyrir sjúklinga sem eiga á hættu að fá þessa sjúkdóma.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Þar sem hornlag húðarinnar er það sem takmarkar afhendingarhraða gegnum húð mundi rof á því gefa beinan aðgang að húðþekjunni og gæti þannig aukið gegnferð lyfsins og auðveldað því að komast inn í blóðrásina. Því skal gæta þess að bera Kentera ekki á nýrakað eða skaddað húðyfirborð.

Forðast skal bað, sund, sturtu, líkamsþjálfun eða að dýfa áburðarstaðnum í vatn í eina klukkustund eftir áburð lyfsins.

Mælt er með að hylja áburðarstaðinn með klæðnaði þegar Kentera er þornað.

Ekki hefur verið rannsakað hvaða áhrif hækkaður líkamshiti, hiti frá ytri hitagjöfum, sólböð og sánaböð hafa á frásogseiginleika Kentera.

Skert umbrot

Gæta skal varúðar þegar Kentera er notað fyrir sjúklinga með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi. Hafa skal náið eftirlit þegar Kentera er notað fyrir sjúklinga með skerta lifrarstarfsemi þar sem umbrot oxýbútýníns fara að miklu leyti fram í lifur. Taka skal til athugunar aðrar ástæður fyrir tíðum þvaglátum (hjartabilun eða nýrnasjúkdómur) áður en meðferð með Kentera hefst. Ef fyrir hendi er sýking í þvagrás skal hefja viðeigandi sýklalyfjameðferð.

Þvagteppa

Gæta skal varúðar þegar andkólínvirk lyf eru gefin sjúklingum með klínískt marktæka stíflun á útflæði frá blöðru vegna hættu á þvagteppu.

Tilefni gæti verið til að hafa í huga eftirfarandi varnaðarorð þegar oxýbútýnín er gefið til inntöku, en þeirra verkana sem hér um ræðir varð ekki vart í klínískum rannsóknum á Kentera:

Meltingarfæri

Andkólínvirk lyf geta minnkað hreyfanleika meltingarfæranna og því skal gæta varúðar þegar þau eru notuð fyrir sjúklinga með stíflusjúkdóma í meltingarfærum vegna hættu á magateppu og einnig þegar fyrir hendi eru sjúkdómar á borð við sáraristilbólgu og máttleysi í þörmum. Gæta skal varúðar þegar andkólínvirk lyf eru notuð fyrir sjúklinga sem eru með vélindisgapshaul/vélindabakflæði og/eða taka samtímis lyf (á borð við bífosfónöt) sem geta valdið eða ýft upp vélindisbólgu.

Gæta skal varúðar þegar Kentera er notað fyrir aldraða sjúklinga sem gætu verið næmari fyrir áhrifum andkólínvirkra lyfja sem verka á miðtaugakerfið og með breytt lyfjahvörf.

Af 496 sjúklingum sem fengu Kentera í 12 vikna slembiraðaðri, tvíblindri samanburðarrannsókn við lyfleysu og 14 vikna framhaldsrannsókn til að meta öryggi voru 188 sjúklingar (38%) 65 ára og eldri. Ekki varð vart við neinn heildarmismun á öryggi og verkun milli þessara sjúklinga og yngri sjúklinga og því er engin þörf á skammtaaðlögun fyrir aldraða sjúklinga.

Andkólínergar aukaverkanir af geðrænum toga og frá miðtaugakerfi eins og vandamál með svefn (t.d. svefnleysi) og vitsmunaskerðing hafa verið tengdar notkun oxýbútýníns einkum hjá öldruðum sjúklingum. Gæta skal varúðar þegar oxýbútýnín er gefið samhliða öðrum andkólínvirkum lyfjum (sjá einnig

kafla 4.5). Íhuga skal að hætta lyfjameðferð ef sjúklingur finnur fyrir slíkum aukaverkunum.

Eftir markaðssetningu hefur verið tilkynnt um aðrar geðrænar aukaverkanir sem benda til andkólínergra áhrifa (sjá kafla 4.8).

Gæta skal varúðar þegar andkólínvirk lyf eru notuð fyrir sjúklinga með kvilla í ósjálfráða taugakerfinu, skerta vitsmuni eða Parkinsonsjúkdóm.

Upplýsa ber sjúklinga um að vart getur orðið við hitaörmögnun (hækkaður líkamshiti og hitaslag vegna minnkaðrar svitamyndunar) þegar andkólínvirk lyf á borð við oxýbútýnín eru notuð í heitu umhverfi.

Oxýbútýnín getur ýft upp einkenni skjaldvakaofseytingar, kransæðasjúkdóms, hjartabilunar, hjartsláttartruflana, hraðsláttar í hjarta, háþrýstings og stækkunar blöðruhálskirtils.

Oxýbútýnín gæti valdið minnkaðri munnvatnsseytingu sem gæti leitt til tannskemmda, tannslíðursbólgu eða hvítsveppasýkingar í munni (þrusku).

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Samtímis notkun oxýbútýníns og annarra andkólínvirkra lyfja eða virkra efna sem veita samkeppni um notkun CYP3A4 ensíms við umbrot gæti aukið tíðni eða alvarleika munnþurrks, hægðatregðu og sljóleika. Þar sem umbrot oxýbútýníns fara fram fyrir tilstilli cýtókróm P 450 ísóensímsins CYP 3A4 er ekki unnt að útiloka milliverkanir við lyf sem hefta umrætt ísóensím eða eru þekkt fyrir að hvata það. Þetta ber að hafa í huga þegar azólsveppalyf (t.d. ketókónazól) eða makrólíðasýklalyf (t.d. erýtrómýcín) eru gefin samtímis oxýbútýníni. Neysla á greipsafa getur einnig haft áhrif á umbrot oxýbútýníns.

Andkólínvirk lyf gætu hugsanlega breytt frásogi sumra lyfja sem gefin eru samtímis vegna andkólínvirkra áhrifa á hreyfanleika meltingarfæranna.

Andkólínvirk áhrif oxýbútýníns aukast við samtímis notkun annarra andkólínvirkra lyfja eða lyfja með andkólínvirk áhrif, á borð við amantadín og önnur andkólínvirk lyf við Parkinsonsjúkdómi (t.d. bíperíden, levódópa), andhistamín, geðrofslyf (t.d. fenótíazín, bútýrófenón, klózapín), kínidín, þríhringja þunglyndislyf, atrópín og skyld efni á borð við krampalosandi lyf með atrópíni og dípyrídamól.

Oxýbútýnín getur valdið sljóleika eða óskýrri sjón. Sljóleiki getur aukist með neyslu áfengis. Vegna þess að Kentera getur valdið sljóleika, svefndrunga eða óskýrri sjón skal ráðleggja sjúklingum að gæta varúðar þegar þeir aka eða nota vélar (sjá kafla 4,7).

Oxýbútýnín getur blokkað hreyfiörvandi meðferðir á borð við cisapríð og metóklópramíð og forðast ber að nota það þegar fyrir hendi er minnkaður hreyfanleiki í meltingarfærum.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri / getnaðarvarnir karla og kvenna

Konum á barneignaraldri ber að gangast undir þungunarpróf áður en meðferð hefst og nota einhvers konar getnaðarvörn meðan á meðferð stendur.

Meðganga

Engar fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir um notkun staðbundins oxýbútýnín-hlaups á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt smávægilegar eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3). Ekki skal nota Kentera á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til.

Brjóstagjöf

Fyrirliggjandi upplýsingar sýna að oxýbútýnín skilst út í mjólk hjá rottum en ekki er þekkt hvort oxýbútýnín skilst út í brjóstamjólk. Ekki er mælt með að konur með barn á brjósti noti oxýbútýnín.

Frjósemi

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hugsanleg áhrif af notkun oxýbútýníns á frjósemi karla og kvenna. Frjósemisrannsóknir hjá rottum benda til sexfaldra öryggismarka hjá fullorðnum karl- og kvenkyns undaneldisdýrum þegar Kentera er gefið samkvæmt ávísun (sjá kafla 5.3).

Sjúklingar sem nota Kentera eiga að hylja áburðarstaði með klæðnaði þegar þeir komast í snertingu við konur með barn á brjósti, þungaðar konur eða brjóstmylkinga.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Kentera hefur lítil áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Vegna þess að Kentera getur valdið sljóleika, svefndrunga eða óskýrri sjón skal ráðleggja sjúklingum að gæta varúðar þegar þeir aka eða nota vélar (sjá kafla 4.5).

4.8 Aukaverkanir

Öryggisyfirlit

Öryggi Kentera var metið hjá sjúklingum með bráðaþvagleka í slembiraðaðri, tvíblindri, 3. stigs samanburðarrannsókn við lyfleysu með samhliða hópum. Þátttakendur voru 789 sjúklingar (og þar af fengu 389 sjúklingar Kentera og 400 sjúklingar lyfleysu).

Algengasta aukaverkunin sem tilkynnt var um var munnþurrkur (Kentera 6,9%, lyfleysa 2,8%). Aðrar aukaverkanir sem tilkynnt var um voru kláði á áburðarstað (Kentera 2,1%, lyfleysa 0,8%), húðbólga á áburðarstað (Kentera 1,8%, lyfleysa 0,3%), sundl (Kentera 1,5%, lyfleysa 0,5%), höfuðverkur (Kentera 1,5%, lyfleysa 2,8%), hægðatregða (Kentera 1,3%, lyfleysa 1,0%) og kláði (Kentera 1,3%, lyfleysa 1,3%).

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanir úr 3. og 4. stigs klínískum rannsóknum eru taldar upp hér fyrir neðan, flokkaðar eftir líffærum og tíðni: Tíðnin er skilgreind á eftirfarandi hátt: mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til <

1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000). Innan hvers tíðniflokks eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst. Aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um eftir markaðssetningu en komu ekki fram í klínískum rannsóknum eru einnig meðtaldar.

MedDRA

Tíðni

Aukaverkanir

Flokkun eftir líffærum

 

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla

Sjaldgæfar

Þvagfærasýking

og sníkjudýra

 

 

 

 

 

Efnaskipti og næring

Sjaldgæfar

Kalíumlækkun í blóði

Geðræn vandamál

Sjaldgæfar

Kvíði, ringlun, taugaveiklun, æsingur, svefnleysi

 

Mjög sjaldgæfar

Ofsahræðsla#, óráð#, ofskynjanir#, vistarfirring#

Taugakerfi

Algengar

Höfuðverkur, sundl

 

 

 

 

Sjaldgæfar

Svefnhöfgi, bragðtruflun, lítil svefngæði, skjálfti

 

Mjög sjaldgæfar

Minnisskerðing#, minnisleysi#, svefnhöfgi#,

 

 

athyglisbrestur#

 

 

 

Augu

Sjaldgæfar

Augnþurrkur

Eyru og völundarhús

Sjaldgæfar

Svimi

Hjarta

Sjaldgæfar

Gáttatif, gáttaflökt, hjartsláttaróregla (sinus

 

 

arrhythmia)

Æðar

Sjaldgæfar

Roði

Öndunarfæri, brjósthol og

Sjaldgæfar

Hósti, aukin seyting í efri loftvegum

miðmæti

 

 

 

 

 

Meltingarfæri

Algengar

Munnþurrkur, hægðatregða

 

Sjaldgæfar

Niðurgangur, ógleði, meltingartruflanir, uppköst,

 

 

gyllinæð

Húð og undirhúð

Algengar

Kláði

 

Sjaldgæfar

Útbrot, húðþurrkur, útbrot með kláða

Nýru og þvagfæri

Sjaldgæfar

Þvaglátstregða, blóð í þvagi, nýrnaverkur,

 

 

þvagteppa

 

 

 

Almennar aukaverkanir

Algengar

Kláði á áburðarstað, húðbólga á áburðarstað

og aukaverkanir á

 

 

Sjaldgæfar

Þreyta, bjúgur í útlimum, bólur á áburðarstað,

íkomustað

 

tilfinningarleysi á áburðarstað, roðaþot á

 

 

áburðarstað, erting á áburðarstað, verkur á

 

 

áburðarstað, graftarbólur á áburðarstað

 

 

 

Rannsóknaniðurstöður

Sjaldgæfar

Óeðlilegt hjartalínurit, breyting á hjartalínuriti,

 

 

klóríðhækkun í blóði

# aukaverkanir tilkynntar eftir markaðssetningu (sáust ekki í klínískum rannsóknum), með tíðni áætlaða út frá gögnum úr klínískri öryggisrannsókn, og tilkynnt var um í tengslum við útvortis notkun oxýbútýníns (áhrif frá andkólínvirkum lyfjum).

Aukaverkanir sem taldar eru vera í tengslum við meðferð með andkólínvirkum lyfjum almennt eða hafa komið fram við gjöf oxýbútýníns til inntöku, en ekki enn með Kentera í klínískum rannsóknum eða eftir markaðssetningu, eru lystarleysi, uppköst, vélindabakflæði, minnkuð svitamyndun, hitaslag, minnkað táraflæði, ljósopstæring (mydriasis), hraðtaktur, takttruflun, martraðir, eirðarleysi, krampar, augnháþrýstingur og ræsing gláku (induction of glaucoma), vænisýki, ljósnæmi, ristruflun.

Börn

Tilvik um ofskynjanir (í tengslum við kvíða) og svefnvandamál hafa verið tilkynnt í tengslum við notkun oxýbútýníns hjá börnum eftir markaðssetningu. Börn gætu verið næmari fyrir áhrifum lyfsins, einkum aukaverkunum af geðrænum toga og frá miðtaugakerfi.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Ofskömmtun oxýbútýníns hefur haft í för með sér andkólínvirk áhrif, þ.m.t. örvun miðtaugakerfisins, roða, hækkaðan líkamshita, vökvaskort, hjartsláttartruflanir, uppköst og þvagteppu. Fylgjast skal með sjúklingum þar til einkenni hjaðna. Þéttni oxýbútýníns í plasma tekur að minnka 24 klst. eftir að Kentera er borið á húðina. Tilkynnt hefur verið um neyslu 100 mg af oxýbútýníni til inntöku samhliða áfengi hjá 13 ára gömlum dreng sem fann fyrir minnisleysi og hjá 34 ára gamalli konu þar sem fram kom stjarfi og í kjölfarið vistarfirring og æsingur þegar hún vaknaði, víkkuð sjáöldur, húðþurrkur, hjartsláttartruflanir og þvagteppa. Báðir sjúklingarnir jöfnuðu sig að fullu með einkennameðferð.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Þvagfæralyf, lyf við tíðum þvaglátum og þvagleka, ATC flokkur: G04B D04.

Verkunarháttur

Oxýbútýnín verkar sem samkeppnisblokki acetýlkólíns við eftirhnoða-múskarínviðtaka og veldur þannig slökun á sléttum vöðva blöðrunnar.

Lyfhrif

Hjá sjúklingum með ofvirka blöðru, sem einkennist af óstöðugleika eða ofviðbrögðum þvagblöðruleggsvöðvans, hafa mælingarannsóknir á blöðru leitt í ljós að oxýbútýnín eykur hámarksrýmd þvagblöðru og eykur rúmmálið sem safnast getur fram að fyrsta samdrætti þvagblöðruleggsvöðvans. Oxýbútýnín dregur þannig úr bráðum þvaglátum (spreng) og fækkar bæði þvaglekatilvikum og sjálfviljugum þvaglátum.

Oxýbútýnín er handhverf (50:50) blanda R- og S-ísómera. Andmúskarínáhrif má fyrst og fremst rekja til R-ísómersins. R-ísómer oxýbútýníns sest frekar á M1 og M3 undirgerðir múskaríns (sem eru ríkjandi í þvagblöðruleggsvöðvanum og vangakirtli) samanborið við M2 undirgerðina (sem er ríkjandi í hjartavef).

Virka umbrotsefnið, N-desetýloxýbútýnín, hefur lyfjafræðilega virkni á þvagblöðruleggsvöðvann hjá mönnum sem svipar til áhrifa oxýbútýníns í rannsóknum in vitro, en hefur meiri bindisækni í vangakirtilvef en oxýbútýnín. Oxýbútýnín í formi óbundins basa er lyfjafræðilega sambærilegt við oxýbútýnín hýdróklóríð.

Verkun

Verkun og öryggi Kentera voru metin hjá sjúklingum með bráðaþvagleka í einni 3. stigs rannsókn.

Þessi 3. stigs rannsókn var slembiröðuð, tvíblind samanburðarrannsókn við lyfleysu með samhliða hópum og þátttakendur voru 789 sjúklingar. Tólf vikna tvíblinda meðferðin fól í sér daglegan áburð Kentera eða samsvarandi lyfleysuhlaups. Fjórtán vikna opin meðferð var í boði fyrir undirhóp sjúklinga sem lauk tvíblinda tímabilinu. Meirihluti sjúklinga var af hvíta kynstofninum (86,3%) og kvenkyns (89,2%) og meðalaldur var 59,4 ár (á bilinu: 18 til 88 ár). Um það bil 75% sjúklinga höfðu ekki áður hlotið lyfjameðferð við þvagleka.

Hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Kentera varð mikil tölfræðilega marktæk fækkun á þvaglekatilvikum á sólarhring frá upphafi rannsóknar að endapunkti (aðalendapunkti til að meta verkun) samanborið við lyfleysu (p<0,0001) og það sama má segja um aukaendapunkta: lækkun á meðaltíðni þvagláta á sólarhring (p=0,0017) og aukningu á meðalrúmmáli þvags í hverri tæmingu (p=0,0018). Einnig reyndist mat á lífsgæðum batna marktækt við notkun Kentera samkvæmt mælingum meðan á rannsókninni stóð.

Í töflunni hér fyrir neðan er yfirlit yfir meðaltal og miðgildi breytingar frá upphafi rannsóknar á þvaglekatilvikum á sólarhring (aðalendapunktur), þvaglátatíðni og rúmmáli þvags í hverri tæmingu hjá hópum sem fengu lyfleysu annars vegar og virka meðferð hins vegar.

Meðaltal og miðgildi breytingar frá upphafi rannsóknar til viku 12 á þvaglekatilvikum,

þvaglátatíðni og þvagrúmmáli við tæmingu (síðasta þekkta gildi notað)

 

Kentera

Lyfleysa

 

(N=389)

(N=400)

 

Meðaltal

Miðgildi

Meðaltal

Miðgildi

Breyta

(staðalfrávik)

 

(staðalfrávik)

 

Þvaglekatilvik á sólarhring

 

 

 

 

Upphaf rannsóknar

5,4 (3,26)

4,7

5,4 (3,28)

4,7

Breyting frá upphafi

-3,0 (2,73)

-2,7

-2,5 (3,06)

-2,0

P-gildi samanborið við lyfleysu

<0,0001

--

 

Þvaglátatíðni á sólarhring

 

 

 

 

Upphaf rannsóknar

12,4 (3,34)

11,7

12,2 (3,32)

11,3

Breyting frá upphafi

-2,7 (3,21)

-2,7

-2,0 (2,82)

-1,7

P-gildi samanborið við lyfleysu

0,0017

--

 

Þvagrúmmál við tæmingu (ml)

 

 

 

 

Upphaf rannsóknar

163,4 (65,85)

160,1

167,9 (68,40)

160,6

Breyting frá upphafi

21,0 (65,33)

11,5

3,8 (53,79)

0,0

P-gildi samanborið við lyfleysu

0,0018

--

 

Næturþvaglát á sólarhring

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Upphaf rannsóknar

2,5 (1,61)

2,3

2,5 (1,71)

2,3

Breyting frá upphafi

-0,7 (1,40)

-0,7

-0,7 (1,32)

-0,7

 

 

 

 

Meðaltal og miðgildi breytingar frá upphafi rannsóknar til viku 12 á þvaglekatilvikum,

þvaglátatíðni og þvagrúmmáli við tæmingu (síðasta þekkta gildi notað)

 

Kentera

Lyfleysa

 

(N=389)

(N=400)

 

Meðaltal

Miðgildi

Meðaltal

Miðgildi

Breyta

(staðalfrávik)

 

(staðalfrávik)

 

P-gildi samanborið við lyfleysu

0,1372

--

 

Meðan á tvíblindu meðferðinni stóð reyndist Kentera hafa marktæk jákvæð áhrif á lífsgæði á grundvelli spurningalista til að meta áhrif þvagleka (IIQ, Incontinence Impact Questionnaire). Þessi árangur kom í ljós eftir fyrsta mánuð meðferðarinnar og hélst allan tímann sem tvíblinda meðferðin varði eins og sést í töflunni hér í framhaldi.

Meðaltal (staðalfrávik) breytingar frá upphafi rannsóknar til viku 12 á heildareinkunn og undireinkunnum skv. IIQ-spurningalistanum (síðasta þekkta gildi notað)

 

 

 

P-gildi

 

Kentera

Lyfleysa

(Kentera á móti

Einkunn

(N=389)

(N=400)

lyfleysu)

Heildareinkunn

-72,1 (80,01)

-49,5 (76,59)

0,0005

Undireinkunn ferðalaga

-20,9 (25,55)

-15,1 (24,82)

0,0068

Undireinkunn líkamlegrar

-18,0 (23,23)

-13,0 (21,68)

0,0078

athafnasemi

Undireinkunn félagslegra

-15,2 (20,07)

-9,7 (19,27)

0,0019

tengsla

Undireinkunn geðheilsu

-18,1 (21,96)

-11,8 (20,64)

0,0002

Einnig sáust marktæk jákvæð áhrif á öllum sviðum þar sem undireinkunnir voru gefnar fyrir skv. IIQ- spurningalistanum og á einkunnum fyrir sex af tíu lífsgæðasviðum, þ.m.t. áhrifum þvagleka, á spurningalista til að meta heilsutengd lífsgæði (KHQ, King‘s Health Questionnaire) eins og sést á töflunni hér að neðan.

Meðaltal (staðalfrávik) breytingar frá upphafi rannsóknar til viku 12 á einkunnum fyrir nokkur svið skv. KHQ-spurningalistanum (síðasta þekkta gildi notað)

Svið

 

 

P-gildi

Kentera

Lyfleysa

(Kentera á móti

 

(N=389)

(N=400)

lyfleysu)

Eigin upplifun á almennri

0,4 (12,23)

0,1 (11,94)

 

heilsu

 

 

0,6528

Áhrif þvagleka

-27,9 (30,02)

-21,3 (27,05)

0,0023

Alvarleiki einkenna

-20,6 (22,90)

-15,8 (21,84)

0,0024

Hlutverkatakmarkanir

-27,1 (29,24)

-21,3 (27,16)

0,0133

Líkamlegar takmarkanir

-20,2 (30,04)

-16,8 (28,12)

0,1064

Félagslegar takmarkanir

-11,5 (24,40)

-10,3 (23,46)

0,4468

Persónuleg tengsl

-11,2 (24,96)

-6,2 (19,77)

0,0489

Geðbrigði

-11,7 (24,59)

-8,4 (24,89)

0,0649

Svefn og orka

-15,6 (24,18)

-10,3 (22,42)

0,0061

Ráðstafanir til að draga úr

-15,3 (21,40)

-11,1 (19,16)

 

alvarleika (varnarúrræði)

 

 

0,0058

5.2 Lyfjahvörf

Frásog

Lyfjasamsetning Kentera miðast við áburð einu sinni á sólarhring og með notkun þess er unnt að viðhalda meðferðarstyrk oxýbútýníns í blóði. Oxýbútýnín flyst gegnum óskaddaða húð og inn í almennu blóðrásina með óvirkri dreifingu gegnum hornlag húðarinnar. Eftir áburð Kentera eykst plasmaþéttni oxýbútýníns í u.þ.b. 7 daga og nær hámarksþéttni sem er að meðaltali 4 til 5 ng/ml. Jafnvægi næst eftir sjöunda áburðardaginn. Mismunurinn á AUC og Cmax fyrir oxýbútýnín og virka umbrotsefnið, N-desetýloxýbútýnín, eftir að Kentera er gefið gegnum húð, annað hvort á kviði, upphandleggjum/öxlum eða lærum, skiptir ekki máli í klínísku tilliti.

Dreifing

Oxýbútýnín dreifist víða um líkamsvefina eftir frásog inn í almennu blóðrásina. Dreifingarrúmmál var áætlað 193 l eftir gjöf 5 mg af oxýbútýnín hýdróklóríði í bláæð.

Umbrot

Þegar oxýbútýnín er tekið inn fara umbrot þess aðallega fram fyrir tilstilli cýtókróm P450 ensímkerfa, einkum CYP3A4, sem aðallega er að finna í lifur og þarmaveggjum. Mismunur á tjáningu CYP3A og CYP3A4 getur verið allt upp í 40 faldur vegna erfðafjölbreytni. Umbrotsefnin eru meðal annarra fenýlcýklóhexýlglýkólsýra, sem er lyfjafræðilega óvirkt, og N-desetýloxýbútýnín, sem er lyfjafræðilega

virkt. Þegar oxýbútýnín er gefið gegnum húð kemst það framhjá umbrotum við fyrstu umferð í meltingarfærum og lifur og við það minnkar myndun N-desetýl-umbrotsefnisins.

Útskilnaður

Umbrot oxýbútýníns í lifur eru umfangsmikil, sjá hér að framan, og innan við 0,1% af gefnum skammti skilst út óbreytt í þvagi. Jafnframt skilst innan við 0,1% af gefnum skammti út sem umbrotsefnið N-desetýloxýbútýnín.

Flutningur milli einstaklinga

Flutningsgeta oxýbútýníns gegnum húð frá meðhöndluðum einstaklingi til ómeðhöndlaðs einstaklings var metin í rannsókn með stökum skammti þar sem einstaklingar sem fengu skammt af Kentera voru í kröftugri snertingu við ómeðhöndlaðan einstakling í 15 mínútur, annað hvort með áburðarsvæðið hulið klæðnaði (N=14 pör) eða bert (N=12 pör). Hjá ómeðhöndluðum einstaklingum sem var ekki hlíft með klæðnaði reyndist þéttni oxýbútýníns í plasma mælanleg (Cmax að meðaltali = 0,94 ng/ml). Hjá tveimur af þeim 14 ómeðhöndluðu einstaklingum sem tóku þátt í snertingu með klæðnaði á milli var þéttni oxýbútýníns í plasma mælanleg (Cmax < 0,1 ng/ml) í 48 klst. eftir snertingu við meðhöndlaðan einstakling. Oxýbútýnín reyndist ekki mælanlegt hjá hinum 12 ómeðhöndluðu einstaklingunum.

Áhrif sturtu

Áhrif sturtu á frásog oxýbútýníns voru metin í slembiraðaðri víxlrannsókn á einstaklingum í jafnvægisástandi, þar sem borin var saman engin sturta, eða sturta 1, 2 eða 6 klst. eftir áburð Kentera (N=20). Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sturta eftir eina klukkustund hafi ekki áhrif á heildarskömmtun oxýbútýníns í líkamanum.

Notkun með sólarvörn

Áhrif sólarvarnar á frásog oxýbútýníns, þegar hún er borin á húðina 30 mínútum fyrir eða 30 mínútum eftir áburð Kentera, voru metin í slembiraðaðri víxlrannsókn með stökum skammti (N=16). Samtímis áburður sólarvarnar, annað hvort fyrir eða eftir áburð Kentera, hafði engin áhrif á skömmtun oxýbútýníns í líkamanum.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli rannsókna á bráðri eitrun, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum og staðbundinni eitrun. Aukaverkana varð vart í rannsóknum á eiturverkunum á fósturvísi hjá kanínum. Þegar oxýbútýnín er gefið í þéttninni 0,4 mg/kg/dag undir húð fjölgar tilvikum um vansköpuð líffæri marktækt, en þessarar fjölgunar verður þó eingöngu vart þegar eiturverkanir eru fyrir hendi hjá móður. Meðan skilningur hefur ekki fengist á tengslunum milli eiturverkana á móður og áhrifa á þroska er hins vegar ekki unnt að ganga úr skugga um hvort þetta skipti máli fyrir öryggi hjá mönnum. Í frjósemisrannsóknum hjá rottum, þar sem lyfið var gefið undir húð, var ekki tilkynnt um nein áhrif hjá karldýrum, en hjá kvendýrum var frjósemi skert og hæsti skammtur án mælanlegra skaðlegra áhrifa (no observed adverse effect level, NOAEL) var auðkenndur sem 5 mg/kg.

Mat á áhættu fyrir lífríkið

Virka efnið oxýbútýnín er þrávirkt í umhverfinu.

6 LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Etanól (96 prósent)

Glýseról

Hýdroxýprópýlsellulósi

Natríumhýdroxíð (til pH-stillingar)

Hreinsað vatn

6.2 Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3 Geymsluþol

2 ár.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Má ekki geyma í kæli. Má ekki frjósa. Geymið pumpuna í uppréttri stöðu.

Kentera inniheldur alkóhól og er talið eldfimt og má því ekki komast í snertingu við opinn eld.

6.5 Gerð íláts og innihald

Fjölskammtaílátið er gert úr ytri pólýprópýlen flösku með pokafóðrun úr eðlisléttu pólýetýleni (LDPE), pólýprópýlen mælipumpu, með etýlen-própýlen-díen-mónómer (EPDM) pakkningum og pólýprópýlen loki.

Hvert fjölskammtaílát inniheldur minnst 30 grömm af Kentera og úr henni fást 30 mældir eins gramms skammtar.

Kentera er pakkað í öskju sem inniheldur 1 fjölskammtaílát með mælipumpu.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Áður en mælipumpan er notuð í fyrsta sinn skal undirbúa fjölskammtaílátið fyrir notkun. Til að undirbúa pumpuna skal þrýsta dælunni alveg niður aftur og aftur þar til hlaup birtist, þrýsta henni þá niður einu sinni enn og farga þeim hluta lyfsins til þess að tryggja að pumpan gefi nákvæman skammt. Pumpan telst þá tilbúin til notkunar. Eftir að undirbúningi er lokið eru enn 30 heilir skammtar í pumpunni. Bera skal skammt sem dælt hefur verið úr pumpunni á sig þegar í stað.

Ávallt skal setja litla hlífðarlokið tryggilega á endann á dælustútnum og stóru pumpuhlífina yfir efri hluta pumpunnar eftir hverja notkun. Ef pumpan virkar ekki sem skyldi meðan á notkun stendur (ekkert hlaup birtist þegar dælunni hefur verið þrýst niður) þarf að endurundirbúa hana á sama hátt og gefin voru fyrirmæli um hér að framan.

Eftir að hlaupið hefur verið borið á húðina skal tafarlaust þvo hendurnar vandlega með sápu og vatni. Mælt er með að hylja áburðarstaðinn með klæðnaði þegar hlaupið er þornað. Forðast skal bað, sund, sturtu, líkamsþjálfun eða að dýfa áburðarstaðnum í vatn í eina klukkustund eftir áburð lyfsins.

Farga verður tómum fjölskammtaílátum í samræmi við gildandi reglur.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Nicobrand Limited

189 Castleroe Road

Coleraine

Norður-Írlandi

BT51 3RP

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/03/270/005 1 fjölskammtaílát með mælipumpu

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu: 15/06/2004

Dagsetning síðustu endurnýjunar: 15/06/2009

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf