Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Kentera (Oxybutynin Nicobrand) (oxybutynin) – Fylgiseðill - G04BD04

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsKentera (Oxybutynin Nicobrand)
ATC-kóðiG04BD04
Efnioxybutynin
FramleiðandiNicobrand Ltd.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Kentera 3,9 mg / sólarhring forðaplástur

Oxýbútýnín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota Kentera.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar. Sjá kafla 4.

Ífylgiseðlinum:

1.Upplýsingar um Kentera og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Kentera

3.Hvernig nota á Kentera

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Kentera

6.Aðrar upplýsingar

1.UPPLÝSINGAR UM KENTERA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ

Kentera er notað fyrir fullorðna til þess að hafa hemil á einkennum bráðaþvagleka og/eða aukinni tíðni þvagláta og bráðum þvaglátum.

Kentera verkar með því að gera blöðrunni kleift að þenjast út og geyma meira þvag.

2. ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA KENTERA

Ekki má nota Kentera:

-Ef þú ert með ofnæmi fyrir oxýbútýníni eða einhverju öðru innihaldsefni Kentera.

-Ef þú ert með mjög sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast vöðvaslensfár og veldur því að vöðvar líkamans verða veikburða og þreytast auðveldlega.

-Ef þú átt erfitt með að tæma þvagblöðruna við þvaglát, getur notkun oxýbútýníns aukið þann vanda. Þú ættir að ræða þennan vanda við lækni þinn áður en þú notar Kentera.

-Ef þú ert með meltingarvandamál vegna skertrar tæmingar magans eftir máltíð ættirðu að ráðfæra þig við lækni þinn áður en þú notar Kentera.

-Ef þú ert með gláku eða ef gláka er í fjölskyldunni skaltu segja lækni þínum af því.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Kentera:

Ef þú ert með einhvern eftirtalinna kvilla:

-Lifrarvandamál

-Nýrnavandamál

-Erfiðleika við þvaglát

-Stíflu í þörmum

-Blóðugar hægðir

-Almennan vöðvaslappleika

-Erfiðleika við að kyngja

Þar sem meðferð með oxýbútýníni getur valdið minnkaðri svitamyndun er aukin hætta á hita og hitaslagi ef þú ert í miklum hita.

Börn og unglingar mega ekki nota Kentera.

Taka annarra lyfja

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Ef Kentera plásturinn er límdur á húðina á sama tíma og tekin eru önnur lyf sem hafa svipaðar aukaverkanir, á borð við munnþurrk, hægðatregðu og syfju, getur það haft áhrif á hversu oft þessara aukaverkana verður vart og hversu alvarlegar þær eru.

Oxýbútýnín getur hægt á meltingarveginum og þannig haft áhrif á frásog annarra lyfja til inntöku eða notkun á lyfinu ásamt öðrum lyfjum getur aukið verkun oxýbútýníns. Þarna er einkum átt við:

-Ketókónazól, ítrakónazól eða flúkónazól (sem notuð eru til meðferðar við sveppasýkingum).

-Erýtrómýcín, sem er makrólíðasýklalyf (notað til meðferðar við bakteríusýkingum).

-Bíperíden, levódópa eða amantadín (notuð til meðferðar við Parkinsonsjúkdómi).

-Andhistamín (notuð til meðferðar við ofnæmi á borð við frjókornaofnæmi).

-Fenótíazín eða klózapín (notuð til meðferðar við geðsjúkdómum).

-Þríhringlaga þunglyndislyf (notuð til meðferðar við þunglyndi).

-Dípyrídamól (notað til meðferðar við blóðstorkuvandamálum).

-Atrópín og önnur andkólínvirk lyf (notuð til meðferðar við magakvillum á borð við ristilkrampa).

Ef Kentera er notað með mat eða drykk

Oxýbútýnín getur valdið svefndrunga eða óskýrri sjón. Svefndrunginn getur aukist við áfengisneyslu.

Meðganga og brjóstagjöf

Ráðfærðu þig við lækninn þinn áður en þú tekur nokkur lyf.

Ekki ætti að taka Kentera á meðgöngu nema það sé klárlega nauðsynlegt.

Þegar oxýbútýnín er notað á meðan barn er á brjósti seytist dálítið magn í brjóstamjólkina. Því er ekki mælt með að nota oxýbútýnín meðan barn er haft á brjósti.

Akstur og notkun véla

Vegna þess að Kentera getur valdið höfga, svefndrunga eða óskýrri sjón, skal ráðleggja sjúklingum að hafa aðgát við akstur eða notkun vélbúnaðar.

3.HVERNIG NOTA Á KENTERA

Notið Kentera alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að nota lyfið leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Settu nýjan Kentera plástur á tvisvar í viku (á 3 til 4 daga fresti) samkvæmt notkunarleiðbeiningunum. Skiptu um plástur sömu tvo vikudaga í viku hverri, til dæmis á hverjum sunnudegi og miðvikudegi eða hverjum mánudegi og fimmtudegi. Innan á loki Kentera pakkningarinnar er prentað Kentera dagatal sem merkja má við og sem auðveldar þér að muna skammtaáætlun þína. Merktu áætlunina sem þú ætlar að fylgja og mundu að skipta alltaf um plástur sömu tvo vikudagana sem þú valdir á dagatalinu. Gættu þess að vera aðeins með einn plástur í einu og að vera með hann samfellt þar til tími er kominn til að setja nýjan.

Hvar setja skal plásturinn

Settu plásturinn á hreina þurra og slétta húð á kviði, mjöðm eða rasskinn. Forðastu að setja plásturinn á mittið til að koma í veg fyrir að fatnaður nuddist við hann. Láttu ekki sól skína á plásturinn. Láttu plásturinn vera undir fatnaði. Skiptu um staðsetningu í hvert sinn sem nýr plástur er settur á. Láttu líða minnst 1 viku þar til plástur er settur aftur á sama stað.

Hvernig plásturinn er settur á

Hver plástur er lokaður í sérstökum skammtapoka. Lestu allar upplýsingar hér að neðan áður en þú setur Kentera plásturinn á.

Kentera plásturinn settur á:

1. skref: Veldu plástrinum stað sem er:

- Nýþveginn, en þurr og svalur (bíddu í fáeinar mínútur eftir heitt bað eða sturtu). - Laus við púður, krem og olíu.

- Laus við rispur, útbrot eða aðra húðertingu.

2. skref: Opnaðu skammtapokann með plástrinum.

-Rífðu meðfram örvum á hægri hlið skammtapokans eins og sýnt er á myndinni fyrir neðan.

-Klipptu ekki skammtapokann með skærum, það gæti skemmt plásturinn.

-Taktu plásturinn úr.

-Settu hann strax á húðina; ekki geyma eða varðveita plásturinn utan lokaða skammtapokans.

3. skref: Settu annan helming plástursins á húðina.

-Beygðu plásturinn varlega og fjarlægðu fyrsta hlífðarbréfið sem hylur límflöt plástursins.

-Án þess að koma við límflötinn skaltu þrýsta plástrinum fast með límhliðina niður á þann hluta kviðs, mjaðmar eða rasskinnar sem þú hefur valið.

4. skref: Settu seinni helming plástursins á húðina.

-Beygðu plásturinn aftur í tvennt. Þrýstu fast á hlífðarbréfið.

-Ýttu bréfinu aðeins fram til að losa brúnina.

-Taktu í lausu brúnina við annað hornið og flettu hinu hlífðarbréfinu af. Reyndu að snerta ekki viðloðandi flöt plástursins.

-Þrýstið öllum plástrinum með fingurgómum þétt á húðina. Þrýstið í að minnsta kosti

-10 sekúndur til að vera viss um að plásturinn sé kyrr. Gakktu úr skugga um að hann sé allur fastur við húðina, einnig við brúnirnar.

-Hentu hlífðarbréfunum.

Böð, steypiböð, sund og æfingar:

Vertu alltaf með hvern plástur þar til þú setur nýjan. Bað, sturta, sund og íþróttaiðkun ættu ekki að hafa áhrif á plásturinn svo lengi sem þú nuddar ekki plásturinn þegar þú þværð þér. Forðastu að liggja lengi í heitu baði, þá getur plásturinn losnað.

Ef plásturinn losnar af:

Ef plásturinn losnar af húðinni skaltu þrýsta honum aðeins niður með fingurgómunum. Plásturinn á að límast aftur á. Í einstaka tilfellum losnar plásturinn alveg frá. Gerist það, skaltu reyna að setja sama plásturinn aftur á sama stað. Ef hann festist allur vel skaltu láta hann vera á. Ef ekki, skaltu taka hann af og setja nýjan plástur á nýjan stað. Óháð því hvaða dag þetta gerist, skaltu halda áfram með tvisvar-í-viku áætlun þína sem þú hefur merkt inn á pakkninguna.

Ef þú gleymir að skipta um plástur eftir 3-4 daga:

Um leið og þú manst eftir því, skaltu fjarlægja gamla plásturinn og setja nýjan plástur á nýjan stað á kvið, mjöðm eða rasskinn. Óháð því hvaða dag þetta gerist, skaltu halda áfram með tvisvar-í-viku áætlun þína með nýja plásturinn, jafnvel þótt þú þurfir að skipta um nýja plásturinn áður en 3 til 4 dagar eru liðnir.

Hvernig fjarlægja á plásturinn

Þegar þú skiptir um plástur, skaltu fjarlægja gamla plásturinn hægt. Brjóttu hann í tvennt (límhliðar saman) og hentu honum til þess að börn og gæludýr komist ekki í hann. Það getur verið léttur roði á álímingarstaðnum. Roðinn ætti að hverfa innan nokkurra klukkustunda frá því að plásturinn er fjarlægður. Ef ertingin hverfur ekki, skaltu hafa samband við lækninn.

Varlegur þvottur með volgu vatni og mildri sápu ætti að fjarlægja leifar af viðloðunarefni af húðinni þegar plásturinn hefur verið tekinn af. Einnig má nota dálítið af barnaolíu til að fjarlægja umframleifar. Verið getur að það þurfi sérstaka klúta sem fást í apóteki til að fjarlæga óhreina límhringi. Spritt eða önnur sterk leysiefni geta valdið ertingu í húð og ætti ekki að nota.

Það er talsvert magn af virku efni í plástrinum eftir notkun hans. Leifar af virku efni í plástrinum geta haft skaðleg áhrif ef þau komast í vatn í náttúrunni. Því skal, eftir að plásturinn er tekinn af, brjóta hann í tvennt með límhliðarnar saman til að losunarlagið sé ekki opið, setja plásturinn í upprunalega pokann og farga honum á öruggan hátt þar sem börn ná ekki til. Öllum notuðum eða ónotuðum plástrum á að farga samkvæmt kröfum á hverjum stað eða skila í apótekið. Ekki má sturta notuðum plástrum niður um salerni eða í vökvaúrgangskerfi.

Ef stærri skammtur af Kentera en mælt er fyrir um er notaður

Sjúklingur á ekki að líma á sig fleiri en einn plástur í einu.

Ef gleymist að nota Kentera

Límdu á þig Kentera plástur um leið og þú áttar þig á því að plásturinn vantar eða þú hefur sleppt úr degi sem þú hafðir ætlað að líma plásturinn.

Ef hætt er að nota Kentera

Bráðaþvaglekinn getur tekið sig upp á ný og þvaglát gætu orðið tíðari ef þú ákveður að hætta að nota plásturinn. Haltu áfram að nota Kentera meðan læknirinn gefur fyrirmæli um það.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur Kentera valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Tíðni hugsanlegra aukaverkana sem taldar eru upp hér á eftir er skilgreind skv. eftirfarandi flokkun:

-Mjög algengar (hjá fleiri en 1 notanda af hverjum 10).

-Algengar (hjá 1 til 10 notendum af hverjum 100).

-Sjaldgæfar (hjá 1 til 10 notendum af hverjum 1.000).

-Mjög sjaldgæfar (hjá 1 til 10 notendum af hverjum 10.000).

-Koma örsjaldan fyrir (hjá færri en 1 notanda af hverjum 10.000).

-Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Mjög algeng aukaverkun

-kláði umhverfis álímingarstað plástursins

Algengar aukaverkanir

-roði eða útbrot á álímingarstað plástursins

-munnþurrkur

-hægðatregða

-niðurgangur

-magaónot

-magaverkur

-höfuðverkur eða syfja

-þvagfærasýking

-óskýr sjón

-sundl

Sjaldgæfar aukaverkanir

-sýkingar í efri hluta öndunarvegar eða sveppasýkingar

-kvíði

-ringlun

-taugaveiklun

-æsingur

-svefnerfiðleikar

-hjartsláttarónot

-hitakóf

-bakverkur

-þvagteppa

-erfiðleikar við þvaglát

-hefðbundið kvef

-meiðsl af völdum óhappa

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

-ofsahræðsla

-óráð

-ofskynjanir

-vistarfirring

-minnisskerðing

-minnisleysi

-óeðlileg þreyta

-einbeitingarskortur

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.HVERNIG GEYMA Á KENTERA

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Kentera eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á skammtapokanum og öskjunni.

Má ekki geyma í kæli. Má ekki frjósa.

Brjóta skal notaða plástra í tvennt, með límhliðarnar saman til að losunarlagið sé ekki opið, setja plásturinn í upprunalega pokann og farga honum á öruggan hátt þar sem börn ná ekki til. Öllum notuðum eða ónotuðum plástrum á að farga samkvæmt kröfum á hverjum stað eða skila þeim í apótekið. Ekki má sturta notuðum plástrum niður um salerni eða henda þeim í skólplagnir.

6. AÐRAR UPPLÝSINGAR

Hvað inniheldur Kentera

Virka innihaldsefnið er oxýbútýnín. Hver forðaplástur losar 3,9 mg af oxýbútýníni á sólarhring. Hver 39 cm2 plástur inniheldur 36 mg af oxýbútýníni.

Önnur innihaldsefni eru: Hver plástur inniheldur tríacetín og akrýlviðloðunarlausn. Oxýbútýnínið, tríacetínið og akrýlviðloðunarefnið eru borin á gegnsætt PET/EVA undirlag og hulin með hlífðarbréfi úr sílíkonblönduðu pólýester.

Útlit Kentera og pakkningastærðir

Kentera er forðaplástur og er pakkað í öskjur sem innihalda 2, 8 og 24 plástra. Hver plástur er gerður úr gegnsæju undirlagi sem húðað er með virku innihaldsefnunum á hliðinni sem er hulin hlífðarbréfinu. Fjarlægja á hlífðarbréfið áður en plásturinn er límdur á húðina.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Nicobrand Limited

189 Castleroe Road

Coleraine

Norður-Írland

BT51 3RP

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Luxembourg/Luxemburg

Eurocept BV

Eurocept BV

Tél/Tel: +31 (0) 35 528 8377

Tél/Tel: +31 (0) 35 528 8377

 

 

България

Magyarország

Nicobrand Limited

Nicobrand Limited

Великобритания (Обединеното кралство)

Nagy-Britannia

Teл.: +44 (0) 28 7086 8733

Tel.: +44 (0) 28 7086 8733

 

 

 

Česká republika

Malta

Herbacos Recordati s.r.o.

Nicobrand Limited

Tel: +420 466 741 915

Ir-Renju Unit

 

Tel: +44 (0) 28 7086 8733

Danmark

Nederland

Orion Pharma A/S

Eurocept BV

Tlf: +45 49 12 66 00

Tel: +31 (0) 35 528 8377

 

 

Deutschland

Norge

Recordati Pharma GmbH

Orion Pharma AS

Tel: +49 (0) 731 7047 0

Tlf: +47 40 00 42 10

 

 

Eesti

Österreich

Nicobrand Limited

Haemo- Pharma Consult GmbH

Ühendkuningriik

Tel: +43 (0) 2689 3116 0

Tel: +44 (0) 28 7086 8733

 

 

 

Ελλάδα

Polska

Recordati Hellas Pharmaceuticals A.E.

Nicobrand Limited

Τηλ: +30 210-6773822

Wielka Brytania

 

Tel.: +44 (0) 28 7086 8733

 

 

España

Portugal

Laboratorios Gebro Pharma, S.A.

Jaba Recordati S.A.

Tel: +34 93 205 86 86

Tel: +351 21 4329 500

 

 

France

România

Laboratoires BOUCHARA-RECORDATI

Nicobrand Limited

Tél: +33 (0) 1 45 19 10 00

Marea Britanie

 

Tel: +44 (0) 28 7086 8733

 

 

Ireland

Slovenija

Recordati Ireland Ltd.

Nicobrand Limited

Tel: +353 (0) 21 4379400

Velika Britanija

 

Tel: +44 (0) 28 7086 8733

Ísland

Slovenská republika

Nicobrand Limited

Herbacos Recordati s.r.o.

Bretland

Česká republika

Sími: +44 (0) 28 7086 8733

Tel: +420 466 741 915

 

 

Italia

Suomi/Finland

Innova Pharma S.p.A.

Orion Corporation

Tel: +39 02 48787.1

Puh/Tel: +358 10 4261

 

 

Κύπρος

Sverige

Recordati Hellas Pharmaceuticals A.E.

Orion Pharma AB

Ελλάδα

Tel: +46 8 623 64 40

Τηλ: +30 210-6773822

 

 

 

 

Latvija

United Kingdom

Nicobrand Limited

Orion Pharma (UK) Ltd

Lielbritānija

Tel: +44 (0) 1635 520300

Tel: +44 (0) 28 7086 8733

 

 

 

Lietuva

Hrvatska

Nicobrand Limited

Nicobrand Limited

Jungtinė Karalystė

Ujedinjeno Kraljevstvo

Tel: +44 (0) 28 7086 8733

Tel: +44 (0) 28 7086 8733

 

 

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http:/www.serlyfjaskra.is

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Kentera 90,7 mg/g hlaup í skammtapoka

Oxýbútýnín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota Kentera.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum:

1.Upplýsingar um Kentera og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Kentera

3.Hvernig nota á Kentera

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Kentera

6.Aðrar upplýsingar

1. UPPLÝSINGAR UM KENTERA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ

Kentera inniheldur virka efnið oxýbútýnín og er notað fyrir fullorðna til þess að hafa hemil á einkennum bráðaþvagleka og/eða aukinni þvaglátatíðni og bráðum þvaglátum (spreng).

Kentera verkar með því að gera blöðrunni kleift að þenjast út og geyma meira þvag.

2. ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA KENTERA

Ekki má nota Kentera

-ef þú ert með ofnæmi fyrir oxýbútýníni eða einhverju öðru innihaldsefni Kentera.

-ef þú ert með mjög sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast vöðvaslensfár og veldur því að vöðvar líkamans verða veikburða og þreytast auðveldlega.

-ef þú ert með gláku eða fjölskyldusögu um gláku skaltu láta lækninn vita.

-ef þú átt erfitt með að tæma þvagblöðruna.

-ef þér tekst ekki að losa þig fullkomlega við hægðir.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Kentera

ef eitthvað af eftirtöldu á við um þig:

-Lifrarvandamál.

-Nýrnavandamál.

-Erfiðleikar við þvaglát.

-Þarmastíflun.

-Blóð í hægðum.

-Almennur vöðvaslappleiki.

-Sársauki við að kyngja.

-Ekki tekst að tæma blöðruna við þvaglát.

-Matur situr kyrr í maganum eftir máltíðir.

-Eldri en 65 ára.

-Langvinnur munnþurrkur sem hefur leitt til tannholdssjúkdóms eða sveppasýkinga í munni.

-Taugakvilli sem hefur áhrif á ósjálfráða líkamsstarfsemi á borð við hjartslátt, blóðþrýsting, svitamyndun og meltingu.

-Vandamál með minni, tungumál og hugsunargetu.

-Taugasjúkdómur sem ágerist og einkennist af vöðvaskjálfta í hvíld, stífni, hægum hreyfingum, skertu jafnvægi og því að draga fæturna á göngu.

-Ofvirkur skjaldkirtill sem getur valdið aukinni matarlyst, þyngdartapi eða svitamyndun.

-Þrenging á æðum sem flytja blóð og súrefni til hjartans.

-Hjartavandamál sem geta valdið mæði eða þrota á ökklum.

-Óreglulegur hjartsláttur.

-Hraðari hjartsláttur.

-Hár blóðþrýstingur.

-Stækkaður blöðruhálskirtill.

Þar sem meðferð með oxýbútýníni getur dregið úr svitamyndun eykst hættan á hækkuðum líkamshita og hitaslagi ef dvalið er í háum umhverfishita.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með að nota Kentera fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Ef Kentera er borið á húðina á sama tíma og notuð eru önnur lyf sem hafa svipaðar aukaverkanir, á borð við munnþurrk, hægðatregðu og syfju, getur það haft áhrif á hversu oft þessara aukaverkana verður vart og hversu alvarlegar þær eru.

Oxýbútýnín getur hægt á meltingarveginum og þannig haft áhrif á upptöku annarra lyfja til inntöku sem tekin eru samhliða, truflað áhrif lyfja sem hafa áhrif á þarmahreyfingar og jafnframt getur verkun oxýbútýníns aukist þegar þetta lyf er notað samtímis öðrum lyfjum. Þarna er einkum átt við:

-Ketókónazól, ítrakónazól eða flúkónazól (sem notuð eru til meðferðar við sveppasýkingum).

-Erýtrómýcín, sem er makrólíðasýklalyf (notað til meðferðar við bakteríusýkingum).

-Bíperíden, levódópa eða amantadín (notuð til meðferðar við Parkinsonsjúkdómi).

-Andhistamín (notuð til meðferðar við ofnæmi á borð við frjókornaofnæmi).

-Fenótíazín, bútýrófenón eða klózapín (notuð til meðferðar við geðsjúkdómum).

-Þríhringja þunglyndislyf (notuð til meðferðar við þunglyndi).

-Kínidín (notað til meðferðar við hjartsláttartruflunum).

-Dípyrídamól (notað til meðferðar við storkuvandamálum í blóði).

-Atrópín og önnur andkólínvirk lyf (notuð til meðferðar við magakvillum á borð við heilkenni ristilertingar).

Ef Kentera er notað með mat eða drykk

Oxýbútýnín getur valdið sljóleika eða óskýrri sjón. Sljóleiki getur aukist með neyslu áfengis.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum áður en lyf eru notuð.

Konum sem eru þungaðar, gætu verið þungaðar eða ráðgera að verða þungaðar ber að ráðfæra sig við lækninn áður en þær nota Kentera. Ekki skal nota Kentera á meðgöngu nema samkvæmt fyrirmælum frá lækni.

Konur á barneignaraldri skulu gangast undir þungunarpróf áður en þær nota Kentera. Nota skal einhvers konar getnaðarvörn meðan meðferð Kentera er notað.

Smávægilegt magn af oxýbútýníni til inntöku skilst út í móðurmjólk. Því er ekki mælt með að nota oxýbútýnín meðan barn er haft á brjósti.

Hlífa skal áburðarstöðum með klæðnaði áður en komist er í snertingu við konur með barn á brjósti eða brjóstmylkinga.

Akstur og notkun véla

Kentera getur valdið sljóleika, syfju eða óskýrri sjón. Gæta skal sérstakrar varúðar við akstur og notkun véla.

3. HVERNIG NOTA Á KENTERA

Notið Kentera alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að nota lyfið leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Venjulegur skammtur er einn skammtapoki sem borinn er einu sinni á sólarhring á þurra og óskaddaða húð á kviði, upphandleggjum/öxlum eða lærum. Þar af skila 4 mg af oxýbútýníni sér inn í líkamann á sólarhring.

Mikilvægt: Kentera er eingöngu ætlað til áburðar á húð. Ekki má nota Kentera til inntöku. Forðast skal snertingu við augu, nef, opin sár, nýrakaða húð, húð með útbrotum eða önnur svæði sem hafa ekki hlotið samþykki sem áburðarstaður fyrir Kentera.

1. skref. Samþykktir áburðarstaðir fyrir Kentera eru skyggðu svæðin sýnd á mynd A. Þau eru kviður (magasvæðið), upphandleggir/axlir og læri.

Veldu samþykktan áburðarstað fyrir Kentera. Eingöngu má bera Kentera á óskaddaða húð. Skiptast ber á áburðarstöðum. Ekki skal bera Kentera á sama stað tvo daga í röð. Skipti á áburðarstöðum með hverjum skammti gætu hjálpað til við að draga úr hættunni á húðertingu. Ekki má bera Kentera á svæði sem er ekki samþykkt.

Mynd A:

Framhlið Bakhlið

2.skref. Þvoðu hendur með sápu og vatni áður en þú berð Kentera á húðina.

3.skref. Þvoðu áburðarsvæði Kentera með mildri sápu og vatni.

Leyfa ber svæðinu að þorna alveg.

4. skref. Nuddaðu Kentera varlega inn í húðina þar til það þornar.

Ekki má halda áfram að nudda eftir að Kentera er þornað. Ef Kentera er borið á kvið skal gæta þess að forðast svæðið umhverfis naflann. Sjá mynd B.

Mynd B:

5. skref. Eftir að búið er að bera Kentera á húðina skal tafarlaust þvo hendurnar vandlega með sápu og vatni.

Forðast skal bað, sund, sturtu, líkamsþjálfun eða að dýfa áburðarstaðnum í vatn í eina klukkustund eftir áburð lyfsins.

Hlífa má áburðarstaðnum með klæðnaði eftir að Kentera er þornað.

Rétt notkun á skammtapokunum:

1. skref. Opnaðu skammtapokann með því að rífa hann frá hakinu rétt fyrir notkun. Sjá mynd C.

Mynd C:

Kreistu allt innihald skammtapokans yfir í höndina (lófa eða fingurgóma) eða beint á áburðarstaðinn. (Sjá mynd D).

Kreista ber frá botni skammtapokans í átt að opna endanum. Endurtaka skal þetta þar til skammtapokinn er tómur. Magnið af hlaupi í hverjum skammtapoka er á við smápening að stærð (20 mm í þvermál) á húðinni.

Mynd D:

2. skref. Farga ber opna skammtapokanum vandlega svo börn og gæludýr komist ekki í snertingu við hann.

Ef stærri skammtur af Kentera en mælt er fyrir um er notaður

Ekki skal bera meira en einn skammtapoka á sig á sólarhring.

Ef gleymist að nota Kentera

Berðu á þig stakan skammt um leið og þú áttar þig á að þú hafir gleymt að bera lyfið á þig.

Ef hætt er að nota Kentera

Bráðaþvaglekinn getur tekið sig upp á ný og þvaglát gætu orðið tíðari ef þú ákveður að hætta að nota hlaupið. Haltu áfram að nota Kentera meðan læknirinn gefur fyrirmæli um það.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4. HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur Kentera valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Tíðni hugsanlegra aukaverkana, sem taldar eru upp hér í framhaldi, er skilgreind á hefðbundinn hátt sem hér segir:

-Mjög algengar (hjá fleiri en 1 notanda af hverjum 10).

-Algengar (hjá 1 til 10 notendum af hverjum 100).

-Sjaldgæfar (hjá 1 til 10 notendum af hverjum 1.000).

-Mjög sjaldgæfar (hjá 1 til 10 notendum af hverjum 10.000).

-Koma örsjaldan fyrir (hjá færri en 1 notanda af hverjum 10.000).

-Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Algengar aukaverkanir

-höfuðverkur

-sundl

-munnþurrkur

-hægðatregða

-kláði

-kláði, bólga eða sársauki á áburðarstað.

Sjaldgæfar aukaverkanir

-sýking í blöðru

-kvíði

-ringlun

-taugaveiklun

-æsingur

-svefnerfiðleikar

-lág kalíumgildi í blóði sem geta valdið vöðvaslappleika, kippum eða hjartsláttartruflunum

-áhyggjur

-syfja, sljóleiki

-eftirbragð, breytt bragðskyn, óeðlilegt bragðskyn (þ.e. málmbragð í munni)

-lítil svefngæði

-skjálfti

-augu virðast klístruð, sendin

-sundl- eða svimatilfinning

-óreglulegur hjartsláttur

-hraður og óreglulegur hjartsláttur

-greinilegur roði á húð

-hósti

-aukið slím, öndunarfæraslím

-lausar eða vatnskenndar hægðir

-flökurleiki, velgja

-meltingartregða, brjóstsviði

-uppköst

-þrútnar æðar kringum endaþarmsop (gyllinæð)

-útbrot

-húðþurrkur

-útbrot með kláða

-sársauki eða erfiðleikar við þvaglát

-blóð í þvagi

-nýrnaverkur

-þvagrennsli tefst eða byrjar hægt

-þreyta, örmögnun

-þroti á ökklum, fótum eða fingrum

-litlar bólur á áburðarstað

-dofi á áburðarstað

-roði á áburðarstað

-erting á áburðarstað

-verkur á áburðarstað

-graftarbólur á áburðarstað

-óeðlilegt hjartalínurit (hjartarannsókn sem felst í rafriti af hjarta)

-breyting á hjartalínuriti

-há klóríðgildi í blóði.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

-ofsahræðsla

-óráð

-ofskynjanir

-vistarfirring

-minnisskerðing

-minnisleysi

-óeðlileg þreyta

-einbeitingarskortur.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5. HVERNIG GEYMA Á KENTERA

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Kentera eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á skammtapokanum og öskjunni á eftir Fyrnist. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Má ekki geyma í kæli. Má ekki frjósa.

Kentera inniheldur alkóhól og er talið eldfimt. Lyfið má ekki komast í snertingu við opinn eld.

Bera skal lyfið á sig strax eftir opnun skammtapokans. Farga skal tómum skammtapokum og öllum lyfjaleifum í samræmi við gildandi reglur.

6. AÐRAR UPPLÝSINGAR

Hvað inniheldur Kentera

-Virka innihaldsefnið er oxýbútýnín. Hver skammtapoki með 1 grammi af hlaupi inniheldur 90,7 mg oxýbútýnín og skv. mælingum skila u.þ.b. 4 mg/sólarhring sér inn í líkamann.

-Önnur innihaldsefni eru: etanól (96%), glýseról, hýdroxýprópýlsellulósi, natríumhýdroxíð (til pH-stillingar) og hreinsað vatn.

Útlit Kentera og pakkningastærðir

Kentera er hraðþornandi, tært, mjúkt, lyktarlaust og litlaust hýdróalkóhólhlaup sem pakkað er í skammtapoka með stökum skammti. Hver skammtapoki inniheldur 1 g af hlaupi. Hver askja inniheldur 30 skammtapoka.

Skammtapokinn er gerður úr marglaga samlímdu pokaefni með álþynnu.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Nicobrand Limited

189 Castleroe Road

Coleraine

Norður-Írland

BT51 3RP

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is/.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Kentera 90,7 mg/g hlaup

Oxýbútýnín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota Kentera.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar. Sjá kafla 4.

Ífylgiseðlinum:

1.Upplýsingar um Kentera og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Kentera

3.Hvernig nota á Kentera

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Kentera

6.Aðrar upplýsingar

1. UPPLÝSINGAR UM KENTERA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ

Kentera inniheldur virka efnið oxýbútýnín og er notað fyrir fullorðna til þess að hafa hemil á einkennum bráðaþvagleka og/eða aukinni þvaglátatíðni og bráðum þvaglátum (spreng).

Kentera verkar með því að gera blöðrunni kleift að þenjast út og geyma meira þvag.

2. ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA KENTERA

Ekki má nota Kentera

-ef þú ert með ofnæmi fyrir oxýbútýníni eða einhverju öðru innihaldsefni Kentera.

-ef þú ert með mjög sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast vöðvaslensfár og veldur því að vöðvar líkamans verða veikburða og þreytast auðveldlega.

-ef þú ert með gláku eða fjölskyldusögu um gláku skaltu láta lækninn vita.

-ef þú átt erfitt með að tæma þvagblöðruna.

-ef þér tekst ekki að losa þig fullkomlega við hægðir.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Kentera

ef eitthvað af eftirtöldu á við um þig:

-Lifrarvandamál.

-Nýrnavandamál.

-Erfiðleikar við þvaglát.

-Þarmastíflun.

-Blóð í hægðum.

-Almennur vöðvaslappleiki.

-Sársauki við að kyngja.

-Ekki tekst að tæma blöðruna við þvaglát.

-Matur situr kyrr í maganum eftir máltíðir.

-Eldri en 65 ára.

-Langvinnur munnþurrkur sem hefur leitt til tannholdssjúkdóms eða sveppasýkinga í munni.

-Taugakvilli sem hefur áhrif á ósjálfráða líkamsstarfsemi á borð við hjartslátt, blóðþrýsting, svitamyndun og meltingu.

-Vandamál með minni, tungumál og hugsunargetu.

-Taugasjúkdómur sem ágerist og einkennist af vöðvaskjálfta í hvíld, stífni, hægum hreyfingum, skertu jafnvægi og því að draga fæturna á göngu.

-Ofvirkur skjaldkirtill sem getur valdið aukinni matarlyst, þyngdartapi eða svitamyndun.

-Þrenging á æðum sem flytja blóð og súrefni til hjartans.

-Hjartavandamál sem geta valdið mæði eða þrota á ökklum.

-Óreglulegur hjartsláttur.

-Hraðari hjartsláttur.

-Hár blóðþrýstingur.

-Stækkaður blöðruhálskirtill.

Þar sem meðferð með oxýbútýníni getur dregið úr svitamyndun eykst hættan á hækkuðum líkamshita og hitaslagi ef dvalið er í háum umhverfishita.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með að nota Kentera fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Ef Kentera er borið á húðina á sama tíma og notuð eru önnur lyf sem hafa svipaðar aukaverkanir, á borð við munnþurrk, hægðatregðu og syfju, getur það haft áhrif á hversu oft þessara aukaverkana verður vart og hversu alvarlegar þær eru.

Oxýbútýnín getur hægt á meltingarveginum og þannig haft áhrif á upptöku annarra lyfja til inntöku sem tekin eru samhliða, truflað áhrif lyfja sem hafa áhrif á þarmahreyfingar og jafnframt getur verkun oxýbútýníns aukist þegar þetta lyf er notað samtímis öðrum lyfjum. Þarna er einkum átt við:

-Ketókónazól, ítrakónazól eða flúkónazól (sem notuð eru til meðferðar við sveppasýkingum).

-Erýtrómýcín, sem er makrólíðasýklalyf (notað til meðferðar við bakteríusýkingum).

-Bíperíden, levódópa eða amantadín (notuð til meðferðar við Parkinsonsjúkdómi).

-Andhistamín (notuð til meðferðar við ofnæmi á borð við frjókornaofnæmi).

-Fenótíazín, bútýrófenón eða klózapín (notuð til meðferðar við geðsjúkdómum).

-Þríhringja þunglyndislyf (notuð til meðferðar við þunglyndi).

-Kínidín (notað til meðferðar við hjartsláttartruflunum).

-Dípyrídamól (notað til meðferðar við storkuvandamálum í blóði).

-Atrópín og önnur andkólínvirk lyf (notuð til meðferðar við magakvillum á borð við heilkenni ristilertingar).

Ef Kentera er notað með mat eða drykk

Oxýbútýnín getur valdið sljóleika eða óskýrri sjón. Sljóleiki getur aukist með neyslu áfengis.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum áður en lyf eru notuð.

Konum sem eru þungaðar, gætu verið þungaðar eða ráðgera að verða þungaðar ber að ráðfæra sig við lækninn áður en þær nota Kentera. Ekki skal nota Kentera á meðgöngu nema samkvæmt fyrirmælum frá lækni.

Konur á barneignaraldri skulu gangast undir þungunarpróf áður en þær nota Kentera. Nota skal einhvers konar getnaðarvörn meðan meðferð Kentera er notað.

Smávægilegt magn af oxýbútýníni til inntöku skilst út í móðurmjólk. Því er ekki mælt með að nota oxýbútýnín meðan barn er haft á brjósti.

Hlífa skal áburðarstöðum með klæðnaði áður en komist er í snertingu við konur með barn á brjósti eða brjóstmylkinga.

Akstur og notkun véla

Kentera getur valdið sljóleika, syfju eða óskýrri sjón. Gæta skal sérstakrar varúðar við akstur og notkun véla.

3. HVERNIG NOTA Á KENTERA

Notið Kentera alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að nota lyfið leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Venjulegur skammtur er einn skammtur úr fjölskammtaílátinu með mælipumpunni sem borinn er einu sinni á sólarhring á þurra og óskaddaða húð á kviði, upphandleggjum/öxlum eða lærum. Þar af skila 4 mg af oxýbútýníni sér inn í líkamann á sólarhring.

Mikilvægt: Kentera er eingöngu ætlað til áburðar á húð. Ekki má nota Kentera til inntöku. Forðast skal snertingu við augu, nef, opin sár, nýrakaða húð, húð með útbrotum eða önnur svæði sem hafa ekki hlotið samþykki sem áburðarstaður fyrir Kentera.

1. skref. Samþykktir áburðarstaðir fyrir Kentera eru skyggðu svæðin sýnd á mynd A. Þau eru kviður (magasvæðið), upphandleggir/axlir og læri.

Veldu samþykktan áburðarstað fyrir Kentera. Eingöngu má bera Kentera á óskaddaða húð. Skiptast ber á áburðarstöðum. Ekki skal bera Kentera á sama stað tvo daga í röð. Skipti á áburðarstöðum með hverjum skammti gætu hjálpað til við að draga úr hættunni á húðertingu. Ekki má bera Kentera á svæði sem er ekki samþykkt.

Mynd A:

 

Framhlið

 

Bakhlið

 

2. skref. Þvoðu hendur með sápu og

vatni

 

 

 

þú berð Kentera á

húðina.

3.skref. Þvoðu áburðarsvæði Kentera með mildri sápu og vatni. Leyfa ber svæðinu að þorna alveg.

4.skref. Nuddaðu Kentera varlega inn í húðina þar til það þornar.

Ekki má halda áfram að nudda eftir að Kentera er þornað. Ef Kentera er borið á kvið skal gæta þess að forðast svæðið umhverfis naflann. Sjá mynd B.

Mynd B:

5. skref. Eftir að búið er að bera Kentera á húðina skal tafarlaust þvo hendurnar vandlega með sápu og vatni.

Forðast skal bað, sund, sturtu, líkamsþjálfun eða að dýfa áburðarstaðnum í vatn í eina klukkustund eftir áburð lyfsins.

Hlífa má áburðarstaðnum með klæðnaði eftir að Kentera er þornað.

Rétt notkun á fjölskammtaílátinu með mælipumpunni:

Mikilvægt er að lesa og fylgja þessum leiðbeiningum um rétta notkun á Kentera pumpunni.

1. skref. Áður en Kentera pumpan er notuð í fyrsta sinn skal undirbúa hana fyrir notkun. Til að undirbúa pumpuna skal þrýsta dælunni alveg niður aftur og aftur þar til hlaup birtist, þrýsta henni þá niður einu sinni enn og farga þeim hluta lyfsins til þess að tryggja að pumpan gefi nákvæman skammt. Pumpan telst þá tilbúin til notkunar. Eftir að undirbúningi er lokið eru enn 30 heilir skammtar í pumpunni.

Mynd C:

2. skref. Þrýstu dælunni alveg niður einu sinni og settu þannig einn skammt í höndina (lófa eða fingurgóma) eða beint á áburðarstaðinn. Magnið af hlaupi sem fæst þegar dælunni er þrýst einu sinni niður er á við smápening að stærð (20 mm í þvermál) á húðinni. Berðu hlaupið á þig samkvæmt fyrirmælunum hér að framan. Ávallt skal setja litla hlífðarlokið tryggilega á endann á dælustútnum og stóru pumpuhlífina yfir efri hluta pumpunnar eftir hverja notkun. Ef pumpan virkar ekki sem skyldi meðan á notkun stendur (ekkert hlaup birtist þegar dælunni hefur verið þrýst niður) þarf að endurundirbúa hana á sama hátt og gefin voru fyrirmæli um hér að framan. Eftir að 30 skammtar hafa verið notaðir skal farga Kentera pumpunni. Farga skal Kentera pumpunni með heimilissorpi en gera nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að annað heimilisfólk eða gæludýr beri lyfið á sig fyrir slysni.

Mynd D:

Ef stærri skammtur af Kentera en mælt er fyrir um er notaður

Ekki skal bera á sig meira en einn skammt úr mælipumpunni á hverjum sólarhring.

Ef gleymist að nota Kentera

Berðu á þig stakan skammt um leið og þú áttar þig á að þú hafir gleymt að bera lyfið á þig.

Ef hætt er að nota Kentera

Bráðaþvaglekinn getur tekið sig upp á ný og þvaglát gætu orðið tíðari ef þú ákveður að hætta að nota hlaupið. Haltu áfram að nota Kentera meðan læknirinn gefur fyrirmæli um það.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4. HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur Kentera valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Tíðni hugsanlegra aukaverkana, sem taldar eru upp hér í framhaldi, er skilgreind á hefðbundinn hátt sem hér segir:

-Mjög algengar (hjá fleiri en 1 notanda af hverjum 10).

-Algengar (hjá 1 til 10 notendum af hverjum 100).

-Sjaldgæfar (hjá 1 til 10 notendum af hverjum 1.000).

-Mjög sjaldgæfar (hjá 1 til 10 notendum af hverjum 10.000).

-Koma örsjaldan fyrir (hjá færri en 1 notanda af hverjum 10.000).

-Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Algengar aukaverkanir

-höfuðverkur

-sundl

-munnþurrkur

-hægðatregða

-kláði

-kláði, bólga eða sársauki á áburðarstað.

Sjaldgæfar aukaverkanir

-sýking í blöðru

-kvíði

-ringlun

-taugaveiklun

-æsingur

-svefnerfiðleikar

-lág kalíumgildi í blóði sem geta valdið vöðvaslappleika, kippum eða hjartsláttartruflunum

-áhyggjur

-syfja, sljóleiki

-eftirbragð, breytt bragðskyn, óeðlilegt bragðskyn (þ.e. málmbragð í munni)

-lítil svefngæði

-skjálfti

-augu virðast klístruð, sendin

-sundl- eða svimatilfinning

-óreglulegur hjartsláttur

-hraður og óreglulegur hjartsláttur

-greinilegur roði á húð

-hósti

-aukið slím, öndunarfæraslím

-lausar eða vatnskenndar hægðir

-flökurleiki, velgja

-meltingartregða, brjóstsviði

-uppköst

-þrútnar æðar kringum endaþarmsop (gyllinæð)

-útbrot

-húðþurrkur

-útbrot með kláða

-sársauki eða erfiðleikar við þvaglát

-blóð í þvagi

-nýrnaverkur

-þvagrennsli tefst eða byrjar hægt

-þreyta, örmögnun

-þroti á ökklum, fótum eða fingrum

-litlar bólur á áburðarstað

-dofi á áburðarstað

-roði á áburðarstað

-erting á áburðarstað

-verkur á áburðarstað

-graftarbólur á áburðarstað

-óeðlilegt hjartalínurit (hjartarannsókn sem felst í rafriti af hjarta)

-breyting á hjartalínuriti

-há klóríðgildi í blóði.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

-ofsahræðsla

-óráð

-ofskynjanir

-vistarfirring

-minnisskerðing

-minnisleysi

-óeðlileg þreyta

-einbeitingarskortur

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5. HVERNIG GEYMA Á KENTERA

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Kentera eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á fjölskammtaílátinu með mælipumpunni og öskjunni á eftir Fyrnist. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Má ekki geyma í kæli. Má ekki frjósa. Geymið pumpuna í uppréttri stöðu.

Kentera inniheldur alkóhól og er talið eldfimt. Lyfið má ekki komast í snertingu við opinn eld.

Bera skal lyfið á sig strax eftir að skammti hefur verið dælt úr fjölskammtaílátinu með mælipumpunni. Farga skal tómum fjölskammtaílátum í samræmi við gildandi reglur.

6. AÐRAR UPPLÝSINGAR

Hvað inniheldur Kentera

-Virka innihaldsefnið er oxýbútýnín. Hver 1 gramms skammtur af hlaupi úr mælipumpunni inniheldur 90,7 mg oxýbútýnín og skv. mælingum skila u.þ.b. 4 mg/sólarhring sér inn í líkamann.

-Önnur innihaldsefni eru: etanól (96%), glýseról, hýdroxýprópýlsellulósi, natríumhýdroxíð (til pH-stillingar) og hreinsað vatn.

Útlit Kentera og pakkningastærðir

Kentera er hraðþornandi, tært, mjúkt, lyktarlaust og litlaust hýdróalkóhólhlaup sem pakkað er í fjölskammtaílát með mælipumpu. Hver mælipumpa inniheldur minnst 30 grömm af Kentera og úr henni fást 30 mældir 1 gramms skammtar. Hver askja inniheldur 1 fjölskammtaílát með mælipumpu.

Fjölskammtaílátið með mælipumpunni er gerð úr ytri flösku með pokafóðri, mælipumpu og loki.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Nicobrand Limited

189 Castleroe Road

Coleraine

Norður-Írland

BT51 3RP

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu/. Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is/.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf