Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Ketek (telithromycin) – Samantekt á eiginleikum lyfs - J01FA15

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsKetek
ATC-kóðiJ01FA15
Efnitelithromycin
FramleiðandiAventis Pharma S.A.

1.HEITI LYFS

Ketek 400 mg filmuhúðaðar töflur

2.INNIHALDSLÝSING

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 400 mg af telitrómýsíni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Filmuhúðuð tafla.

Ljósappelsínugul, aflöng tafla, kúpt á báðum hliðum, auðkennd „H3647“ á annarri hliðinni og „400“ á hinni hliðinni.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Við ávísun Ketek skal hafa í huga opinberar leiðbeiningar um viðeigandi notkun sýklalyfja og staðbundið algengi ónæmis (sjá einnig kafla 4.4 og 5.1).

Ketek er ætlað til meðferðar á eftirtöldum sýkingum:

Hjá sjúklingum 18 ára og eldri:

Lungnabólga, sem smitast hefur utan sjúkrahúss, væg eða í meðallagi alvarleg (sjá kafla 4.4).

Þegar verið er að meðhöndla sýkingar af völdum sýkla sem vitað er eða grunaðir eru um að vera beta-laktam og/eða makrólíðónæmir stofnar (samkvæmt sjúkrasögu sjúklings eða almennum og/eða landsvæðisbundnum upplýsingum um sýklalyfjanæmi) og verkunarsvið telitromýsíns nær yfir (sjá kafla 4.4 og 5.1):

-Bráð versnun langvarandi berkjubólgu.

-Bráð skútabólga.

Hjá sjúklingum 12 ára og eldri:

Hálsbólga/kokbólga af völdum Streptococcus pyogenes, sem valkostur þegar beta-laktam sýklalyf eiga ekki við í löndum/landsvæðum þar sem algengi makrólíðónæmis hjá

S. pyogenes er umtalsvert, orsakað af ermTR eða mefA ónæmisgenum (sjá kafla 4.4 og 5.1).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Ráðlagður skammtur er 800 mg einu sinni á sólarhring, þ.e. tvær 400 mg töflur einu sinni á sólarhring.

Hjá sjúklingum 18 ára og eldri á meðferðarlengd með hliðsjón af ábendingu að vera eftirfarandi:

-Lungnabólga, sem smitast hefur utan sjúkrahúss: 800 mg einu sinni á sólarhring í 7 til 10 daga.

-Bráð versnun langvarandi berkjubólgu: 800 mg einu sinni á sólarhring í 5 daga.

-Bráð skútabólga: 800 mg einu sinni á sólarhring í 5 daga.

-Hálsbólga/kokbólga af völdum Streptococcus pyogenes: 800 mg einu sinni á sólarhring í 5 daga.

Hjá sjúklingum 12 til 18 ára á meðferðarlengd að vera eftirfarandi:

-Hálsbólga/kokbólga af völdum Streptococcus pyogenes: 800 mg einu sinni á sólarhring í 5 daga.

Aldraðir

Ekki þarf að breyta skömmtum handa öldruðum eingöngu vegna aldurs.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun hjá börnum yngri en 12 ára (sjá kafla 5.2). Ekki er mælt með notkun Ketek hjá þessum aldurshópi.

Skert nýrnastarfsemi

Ekki þarf að breyta skömmtum hjá sjúklingum með vægt eða í meðallagi skerta nýrnastarfsemi. Ekki er mælt með notkun Ketek sem fyrsta val hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun <30 ml/mín.) eða hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi og skerta lifrarstarfsemi þar sem að ákjósanlegur styrkleiki (600 mg) er ekki til. Ef telitrómýsín meðferð er nauðsynleg þarf að gefa sjúklingunum til skiptis 800 mg og 400 mg á sólarhring, hefja skal meðferð með á 800 mg skammti.

Hjá sjúklingum sem eru í blóðskilun þarf að aðlaga skammtana þannig að Ketek 800 mg sé gefið í kjölfar skilunar (sjá einnig kafla 5.2).

Skert lifrarstarfsemi

Ekki þarf að breyta skömmtum hjá sjúklingum með vægt, í meðallagi eða alvarlega skerta lifrarstarfsemi, en hins vegar er reynsla af notkun lyfsins hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi takmörkuð. Vegna þessa á að gæta varúðar við notkun telitrómýsíns (sjá einnig kafla 4.4 og 5.2).

Lyfjagjöf

Töflurnar á að gleypa í heilu lagi með nægilega miklu vatni. Taka má töflurnar með eða án matar. Íhuga á hvort taka eigi Ketek að kvöldi áður en gengið er til náða, til að draga úr hugsanlegum áhrifum sjóntruflana og meðvitundarleysis (sjá kafla 4.4).

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu, einhverju sýklalyfi af flokki makrólíða eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Vöðvaslensfár (sjá kafla 4.4).

Fyrri saga um lifrarbólgu og/eða gulu sem tengist notkun telitrómýsíns.

Samtímis gjöf lyfja sem lengja QT-bil og eru hvarfefni CYP3A4, eins og císapríð, pimózíð, astemízól, terfenadín, drónedarón, sakvínavír (sjá kafla 4.5).

Samtímis gjöf afleiða ergotalkalóíða (eins og ergotamíns og tvíhýdróergotamíns) (sjá kafla 4.5).

Samtímis gjöf simvastatíns, atorvastatíns og lóvastatíns. Hætta skal meðferð með þessum lyfjum meðan á Ketek meðferð stendur (sjá kafla 4.5).

Saga um meðfædda lengingu á QT-bili eða fjölskyldusaga um slíkt (ef slíkt hefur ekki verið útilokað með hjartarafriti), og áunnin lenging á QT-bili.

Ekki má gefa Ketek samtímis öflugum CYP3A4 hemlum, eins og próteasahemlum og azól sveppalyfjum (t.d. ketókónazóli, flúkónazóli) hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi.

Samhliða gjöf Ketek og colchicin hjá sjúklingum með skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.5).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Lenging QT-bils

Vegna hættu á lengingu QT-bilsins, skal gæta varúðar við notkun Ketek hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóm, sögu um hjartsláttartruflanir frá sleglum, óleiðrétta blóðkalíumlækkun og/eða

blóðmagnesíumlækkun eða hægslátt (<50 slög á mínútu) við samtímis gjöf Ketek með lyfjum sem lengja QT-bilið eða hjá sjúklingum sem fá samtímis meðferð með öflugum CYP 3A4 hemlum eins og próteasahemlum eða azól sveppalyfjum (t.d. ketakónazóli, flúkónazóli) (sjá kafla 4.3 og 4.5). Greint hefur verið frá hjartsláttartruflunum frá sleglum (þ.m.t. sleglahraðtaktur, torsade de pointes) í sjúklingum meðhöndluðum með telitrómýsíni og þær hafa stundum greinst nokkrum klukkustundum eftir að upphafsskammtur var tekinn (sjá kafla 4.8).

Sjúkdómur tengdur Clostridium difficile

Niðurgangur getur, einkum ef hann er alvarlegur, langvarandi og/eða blóðugur, við eða eftir meðferð með Ketek, verið af völdum sýndarhimnuristilbólgu (sjá kafla 4.8). Leiki grunur á um sýndarhimnuristilbólgu skal þegar í stað hætta meðferð og veita sjúklingum stuðningsmeðferð og/eða sértæka meðferð.

Vöðvaslensfár

Greint hefur verið frá því að einkenni vöðvaslensfárs (myasthenia gravis) versna hjá sjúklingum með vöðvaslensfár, þegar þeir hafa verið meðhöndlaðir með telitrómýsíni og komu stundum fram innan nokkurra klukkustunda frá því fyrsti skammtur var tekinn inn. Meðal þess sem greint hefur verið frá eru dauðsföll og lífshættuleg bráð öndunarbilun, sem kemur fljótt fram (sjá kafla 4.8).

Lifrarsjúkdómar

Breytingar á lifrarensímum hafa oft sést í klínískum rannsóknum með telitrómýsíni. Eftir markaðssetningu lyfsins hefur verið skýrt frá tilvikum um alvarlega lifrarbólgu og lifrarbilun, þ.á m. dauðsföllum (sem hafa yfirleitt verið tengd alvarlegum undirliggjandi sjúkdómum eða lyfjum sem notuð voru samhliða) (sjá kafla 4.8). Þessi áhrif á lifur sáust í meðferðinni eða strax að henni lokinni og í flestum tilvikum gengu þau til baka þegar notkun telitrómýsíns var hætt.

Ráðleggja á sjúklingum að hætta meðferð og hafa samband við lækninn ef fram koma vísbendingar og einkenni um lifrarsjúkdóm eins og lystarleysi, gula, dökklitað þvag, kláði eða eymsli í kviðarholi.

Vegna takmarkaðrar reynslu á að gæta varúðar við notkun Ketek hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 5.2).

Sjóntruflanir

Ketek getur valdið sjóntruflunum einkum með því að draga úr hæfninni til að stilla og afstilla sjónskerpu. Til sjóntruflana teljast einnig þokusýn, erfiðleikar við að stilla skerpu og tvísýni. Yfirleitt voru þetta væg eða meðal svæsin tilfelli, en einnig hefur verið greint frá svæsnum tilfellum. Sjónræn viðbrögð geta hafist skyndilega. Mikilvægt er að sjúklingar sem fá telitrómýsíni ávísað fái upplýsingar um að sjónrænar aukaverkanir geti komið fram á meðan á meðferð stendur (sjá kafla 4.7 og 4.8).

Meðvitundarleysi

Eftir markaðssetningu hefur verið greint frá aukaverkunum svo sem tímabundnu meðvitundarleysi í sumum tilfellum tengt æðarvíkkunareinkennum (vagal syndrome) (sjá kafla 4.7 og 4.8).

Íhuga á hvort taka eigi Ketek að kvöldi áður en gengið er til náða, til að draga úr hugsanlegum áhrifum sjóntruflana og meðvitundarleysis.

CYP3A4 örvar

Ekki skal nota Ketek meðan á meðferð með lyfjum sem örva CYP3A4 stendur og í 2 vikur eftir að henni lýkur (eins og rífampisíni, fenýtóíni, karbamazepíni, fenóbarbítal, jóhannesarjurt). Líklegt er að samtímis meðferð með þessum lyfjum valdi því að lækningalegur skammtur telitrómýsíns verði of lágur og þar með er hætta á meðferðarbresti (sjá kafla 4.5).

CYP3A4 hvarfefni

Ketek er CYP3A4 hemill og á einungis að nota í sérstökum tilvikum samtímis meðferð með öðrum lyfjum sem umbrotna fyrir tilstilli CYP3A4. Fylgjast skal náið með sjúklingum sem eru á samtímis meðferð með pravastatíni, rosuvastatíni eða fluvastatíni með tilliti til einkenna um vöðvakvilla og rákvöðvaleysingu (sjá kafla 4.3 og 4.5).

Ónæmi

Á svæðum þar sem tíðni erýtrómýsíns A ónæmis er há er sérlega mikilvægt að íhuga þróun á mynstri næmis fyrir telitrómýsíni og öðrum sýklalyfjum.

Sýnt hefur verið fram á að lyfið verkar við lungnabólgu sem smitast hefur utan sjúkrahúsa hjá takmörkuðum fjölda sjúklinga með áhættuþætti á borð við blóðsýkingu af völdum pneumokokka eða aldur hærri en 65 ára.

Takmörkuð reynsla er af meðferð sýkinga af völdum penisillín-/eða erýtrómýsínþolinna S. pneumoniae, en hingað til hafa klínísk áhrif og hlutfall upprætingar (eradication) verið svipuð samanborið við meðferð sýkinga af völdum næmra S. pneumoniae. Gæta skal varúðar þegar grunur leikur á að S. aureus sé sjúkdómsvaldur og líkur eru á erýtrómýsínónæmi á grundvelli staðbundinnar faraldsfræði.

L. pneumophila er mjög næm fyrir telitrómýsíni in vitro, en hins vegar er klínísk reynsla af meðferð á lungnabólgu af völdum legionella takmörkuð.

H. influenzae er flokkuð sem í meðallagi næm eins og fyrir makrólíða. Tekið skal tillit til þessa þegar sýkingar af völdum H. influenzae eru meðhöndlaðar.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Rannsóknir á milliverkunum hafa eingöngu verið gerðar hjá fullorðnum.

Áhrif Ketek á önnur lyf

Telitrómýsín er CYP3A4 hemill og vægur CYP2D6 hemill. Rannsóknir in vivo með simvastatíni, mídazólami og císapríði hafa leitt í ljós mikla hömlun á CYP3A4 í þörmum og í meðallagi mikla hömlun á CYP3A4 í lifur. Erfitt er að segja fyrir um hversu mikil hömlun verður með mismunandi CYP3A4 hvarfefnum. Vegna þessa ætti ekki að nota Ketek samtímis meðferð með lyfjum sem eru CYP3A4 hvarfefni nema hægt sé að fylgjast náið með þéttni CYP3A4 hvarfefnisins í blóði, verkunum þess eða aukaverkunum. Að öðrum kosti verður að hætta meðferð með CYP3A4 hvarfefnum á meðan meðferð með Ketek varir.

Telitrómýsín er einnig P-glýkóprótein hemill. Samhliða gjöf Ketek og lyfja sem eru hvarfefni P-glýkópróteins gæti leitt til aukinnar útsetningar fyrir hvarfefnum P-glýkópróteins, svo sem digoxíni og dabigatran etexilati. Ef telitrómýsín er gefið samhliða dabigatran etexilati er þörf á nánu klínísku eftirliti (að fylgst sé með einkennum um blæðingu eða blóðleysis).

Cíklóspórín, takrólímus, sírólímus

Vegna CYP3A4 hamlandi eiginleika telitrómýsíns getur það aukið blóðþéttni þessara CYP3A4 hvarfefna. Þegar byrjað er að nota telitrómýsín hjá sjúklingum sem þegar fá eitthvert þessara ónæmisbælandi lyfja, verður því að fylgjast mjög náið með gildum cíklóspóríns, takrólímus eða sírólímus og minnka skammta þeirra eins og með þarf. Þegar gjöf telitrómýsíns er hætt þarf aftur að fylgjast náið með gildum cíklóspóríns, takrólímus og sírólímus og auka skammta þeirra eins og með þarf.

Metóprólól

Þegar metóprólól (sem er CYP2D6 hvarfefni) var gefið samtímis Ketek, jókst Cmax og AUC metóprólóls um u.þ.b. 38%; hins vegar urðu engin áhrif á helmingunartíma brotthvarfs metóprólóls. Þetta aukna aðgengi metóprólóls getur skipt máli klínískt hjá sjúklingum með hjartabilun sem eru meðhöndlaðir með metóprólóli. Samtímis notkun Ketek og metóprólóls, sem er CYP2D6 hvarfefni, hjá þessum sjúklingum, á að íhuga með varúð.

Lyf sem geta lengt QT-bil

Ætla má að Ketek auki þéttni cisapríðs, pímózíðs, astemízóls, terfenadíns, drónedaróns og sakvínavírs í plasma. Þetta gæti leitt til lengingar á QT-bili og hjartsláttartruflana með sleglahraðtakti, sleglaflökti

(ventricular fibrillation) og „torsades de pointes“. Samtímis notkun Ketek og þessara lyfja er frábending (sjá kafla 4.3).

Nauðsynlegt er að gæta varúðar þegar Ketek er gefið sjúklingum sem taka önnur lyf sem geta lengt QT-bilið (sjá kafla 4.4). Meðal slíkra lyfja eru lyf af flokki IA (t.d. quinidín, procainamíð, disópýramíð) og flokki III (t.d. dófetilíð, amíódarón), lyf við hjartsláttaróreglu, cítalópram, þríhringlaga geðdeyfðarlyf, metadón, sum geðrofslyf (t.d. fenótíazín), flúróquinolón (t.d. moxifloxasín), sum sveppalyf (t.d. flúkónazól, pentamídín) og sum andveirulyf (t.d. telaprevír).

Afleiður ergotalkalóíða (til dæmis ergotamín og tvíhýdróergotamín)

Ætla má með tilliti til erýtrómýsíns A og jósamýsíns að samtímis meðferð með Ketek og alkalóíðaafleiðum gæti leitt til svæsins æðasamdráttar (ergotisma), jafnvel með drepi í útlimum. Samtímis notkun er því frábending (sjá kafla 4.3).

Statín

Þegar simvastatín var gefið samtímis Ketek varð 5,3-föld aukning á Cmax og 8,9-föld aukning á AUC simvastatíns og 15-föld aukning á Cmax og 11-föld aukning á AUC simvastatínsýru. Ketek gæti haft svipaða milliverkun við lóvastatín og atorvastatín, sem umbrotna einnig að mestu leyti fyrir tilstilli CYP3A4. Ketek ætti því ekki að nota samtímis simvastatíni, atorvastatíni eða lóvastatíni (sjá kafla 4.3). Hætta skal meðferð með þessum lyfjum meðan á Ketek meðferð stendur. Útsetning fyrir pravastatíni og rosuvastatíni og að einhverju leyti, en þó í minna mæli, fyrir fluvastatíni gæti aukist vegna hugsanlegra áhrifa flutningspróteina, en gera má ráð fyrir að sú aukning sé minni en sú sem verður fyrir áhrif milliverkana sem verða vegna hömlunar á CYP3A4. Engu að síður skal fylgjast náið með sjúklingum með tilliti til einkenna um vöðvakvilla og rákvöðvaleysingu þegar þeir eru á samhliða meðferð með pravastatíni, rosuvastatíni eða fluvastatini.

Benzódíazepín

Þegar mídazólam var gefið samtímis Ketek varð 2,2-föld hækkun á AUC mídazólams eftir gjöf í bláæð og 6,1-föld hækkun varð eftir inntöku þess. Um 2,5 föld lenging varð á helmingunartíma mídazólams. Forðast skal gjöf mídazólams til inntöku samtímis Ketek. Breyta skal skömmtum mídazólams í bláæð eins og með þarf og fylgjast á með sjúklingi. Sömu varúðarreglur eiga einnig við um önnur benzódíazepín sem umbrotna fyrir tilstilli CYP3A4 (aðallega tríazólam en einnig alprazólam þó í minna mæli). Milliverkun Ketek og þeirra benzódíazepína, sem umbrotna ekki fyrir tilstilli CYP3A4 (temazepam, nítrazepam, lórazepam) er ólíkleg.

Digoxín

Sýnt hefur verið fram á að Ketek eykur þéttni digoxíns, sem er hvarfefni P-glýkópróteins, í plasma. Minnsta þéttni í plasma jókst um 20%, Cmax um 73%, AUC um 37% og nýrnaúthreinsun um 27% hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum. Engar marktækar breytingar urðu á hjartarafriti og engin merki sáust um eitrun af völdum digoxíns. Engu að síður skal íhuga að fylgjast með magni digoxíns í sermi við samtímis notkun digoxíns og Ketek.

Teófýllín

Engin milliverkun á lyfjahvörf sem skiptir klínísku máli er milli Ketek og teófýllíns sem gefið er sem forðalyf. Hins vegar ætti 1 klst. að líða á milli þess sem lyfin eru gefin til að forðast hugsanlegar aukaverkanir á meltingarfæri, svo sem ógleði og uppköst.

Segavarnarlyf til inntöku

Skýrt hefur verið frá aukinni virkni segavarnarlyfja hjá sjúklingum sem eru samtímis meðhöndlaðir með segavarnarlyfjum og sýklalyfjum, telitrómýsíni þar með töldu. Verkunarmátinn er ekki að fullu þekktur. Enda þótt Ketek hafi enga milliverkun við warfarín, sem skiptir klínísku máli hvað varðar lyfjahvörf og lyfhrif eftir gjöf eins skammts, á að íhuga að fylgjast oftar með prótrombíntíma/INR (International Normalised Ratio) gildum meðan á samtímis meðferð stendur.

Getnaðarvarnalyf til inntöku

Engin milliverkun hvað varðar lyfhrif eða lyfjahvörf sem skiptir klínísku máli er við notkun lágskammta þriggja fasa getnaðarvarnalyfja til inntöku hjá heilbrigðum einstaklingum.

Colchicin

Skýrt hefur verið frá eitrun af völdum colchicins, þar á meðal dauðsföllum, hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með colchicini og öflugum CYP3A4 hemlum. Telitrómýsín er þekkt sem öflugur CYP3A4 hemill og er einnig P-glýkóprótein hemill. Þess vegna má búast við aukinni útsetningu fyrir colchicini, sem er hvarfefni CYP3A4 og P-glýkópróteins, ef Ketek og colchicin eru gefin samhliða. Sjúklingum með skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi má ekki gefa samhliða Ketek og colchicin (sjá kafla 4.3).

Kalsíumgangalokar sem umbrotna fyrir tilstilli CYP3A4

Forðast á samhliða gjöf öflugra CYP3A4 hemla (eins og telitrómýsíns) og kalsíumgangaloka sem umbrotna fyrir tilstilli CYP3A4 (t.d. verapamíls, nifedipíns, felodipíns) þar sem hún getur valdið lágþrýstingi, hægslætti eða meðvitundarleysi. Ef samsetningin er talin nauðsynleg á að minnka skammt kalsíumgangalokans og fylgjast náið með verkun og öryggi sjúklingsins.

Sótalól

Telitrómýsín hefur valdið minnkun á Cmax um 34% og AUC um 20% sótalóls vegna minnkaðs frásogs þess.

Áhrif annarra lyfja á Ketek

Við samtímis gjöf endurtekinna skammta rífampisíns og telitrómýsíns lækkaði Cmax telitrómýsíns að meðaltali um 79% og AUC minnkaði að meðaltali um 86%. Samtímis notkun lyfja sem örva CYP3A4 (eins og rífampisín, fenýtóín, karbamazepín, fenóbarbítal, jóhannesarjurt (Hypericum perforatum)) er því líkleg til að valda því að skammtur telitrómýsíns verði of lágur (subtherapeutic level) og að lyfið virki ekki. Örvunin minnkar smám saman á 2 vikum eftir að meðferð með CYP3A4-örvum er hætt. Ekki á að nota Ketek meðan á meðferð með lyfjum sem örva CYP3A4 stendur og í 2 vikur eftir að þeim lýkur.

Rannsóknir á milliverkun við ítrakónazól og ketókónazól, sem eru tveir CYP3A4 hemlar, leiddu í ljós að 1,22-föld hækkun varð á hámarksþéttni telitrómýsíns í plasma og 1,54-föld hækkun á AUC þegar ítrakónazól var gefið og 1,51-föld hækkun varð á hámarksþéttni telitrómýsíns í plasma og 2,0-föld hækkun á AUC þegar ketókónazól var gefið. Ekki er nauðsynlegt að breyta skömmtum telitrómýsíns þrátt fyrir þessar breytingar á lyfjahvörfum telitrómýsíns þar sem útsetning fyrir því helst innan þeirra marka sem þolist vel. Áhrif rítónavírs á telitrómýsín hafa ekki verið rannsökuð en gætu valdið auknu aðgengi telitrómýsíns. Gæta skal varúðar við samtímis notkun þessara lyfja.

Sjúklingum með alvarlega skerta nýrna-/eða lifrarstarfsemi má ekki gefa öfluga CYP3A4 hemla samhliða Ketek (sjá kafla 4.3).

Ranitidin (tekið inn 1 klst. á undan telitrómýsíni) og sýrubindandi lyf sem innihalda ál og magnesíumhýdroxíð hafa engin klínísk áhrif á lyfjahvörf telitrómýsíns.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki liggja fyrir nægar upplýsingar um notkun Ketek hjá barnshafandi konum. Rannsóknir á dýrum hafa leitt í ljós eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3). Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Ekki á að nota Ketek á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til.

Brjóstagjöf

Telitrómýsín skilst út í móðurmjólk dýra í þéttni sem er um 5-föld sú plasmaþéttni sem mælist í móðurdýrinu. Engar hliðstæðar upplýsingar liggja fyrir varðandi konur. Konur með barn á brjósti ættu ekki að nota Ketek.

Frjósemi

Í rannsóknum á rottum lækkuðu frjósemistölur við eiturverkandi skammta hjá kven- og karldýrum (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Ketek getur valdið aukaverkunum eins og sjóntruflunum, ringlun eða skynvillum sem dregið geta úr hæfni til að sinna ákveðnum verkefnum. Auk þessa hefur í einstaka tilvikum verið skýrt frá tímabundnu meðvitundarleysi í kjölfar æðavíkkunareinkenna (vagal symptoms) (sjá kafla 4.8). Sjúklingar ættu að takmarka athafnir svo sem akstur vélknúinna ökutækja eða stjórnun á stórum vélum eða þátttöku í öðrum áhættusömum athöfnum meðan á meðferð með Ketek stendur, vegna hugsanlegra sjóntruflana eða meðvitundarmissis, ringlunar eða skynvillna. Sjúklingar sem fá sjóntruflanir, missa meðvitund, finna fyrir ringlun eða skynvillum meðan þeir nota Ketek, eiga ekki að aka vélknúnum ökutækjum, stjórna stórum vélum eða taka þátt í öðrum áhættusömum athöfnum (sjá kafla 4.4 og 4.8).

Upplýsa á sjúklinga um að þessar aukaverkanir geti hugsanlega komið fyrir jafnvel strax eftir töku fyrsta skammtsins af lyfinu. Vara á sjúklinga við hugsanlegum áhrifum þessara aukaverkana á hæfni til bifreiðaaksturs og stjórnunar véla.

4.8Aukaverkanir

Tafla yfir skráðar aukaverkanir

Hjá 2.461 sjúklingi sem var meðhöndlaður með Ketek í klínískum III stigs rannsóknum og eftir markaðssetningu hefur verið greint frá eftirtöldum aukaverkunum sem hugsanlega eða líklega tengdust telitrómýsíni.

Þetta er sýnt í töflunni hér að neðan. Niðurgangur, ógleði og sundl voru þær aukaverkanir sem oftast var greint frá í klínískum III stigs rannsóknum.

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Flokkun

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Örsjaldan

Tíðni ekki

eftir

algengar

(≥1/100 til

(≥1/1.000 til

(≥1/10.000 til

koma fyrir

þekkt (ekki

líffærum

(≥ 1/10)

<1/10 )

<1/100)

<1/1.000)

(< 1/10.000)

hægt að áætla

 

 

 

 

 

 

tíðni út frá

 

 

 

 

 

 

fyrirliggjandi

 

 

 

 

 

 

gögnum)*

Blóð og

 

 

Eósínfíklafjöld

 

 

 

eitlar

 

 

 

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

 

 

Ofsabjúgur,

 

 

 

 

 

 

bráðaofnæmis-

 

 

 

 

 

 

viðbrögð,

 

 

 

 

 

 

þ.m.t.

 

 

 

 

 

 

ofnæmislost,

 

 

 

 

 

 

ofnæmni

Geðræn

 

 

 

 

 

Ringlun,

vandamál

 

 

 

 

 

skynvillur

Taugakerfi

 

Sundl,

Svimi,

Tímabundið

Lyktarglöp

Greint hefur

 

 

höfuðverkur,

svefnhöfgi,

meðvitundar-

 

verið frá

 

 

breytt bragð-

taugaveiklun,

leysi, breytt

 

tilvikum um að

 

 

skyn

svefnleysi

húðskyn

 

versnun

 

 

 

 

 

 

vöðvaslensfárs

 

 

 

 

 

 

hafi komið

 

 

 

 

 

 

fljótt fram (sjá

 

 

 

 

 

 

kafla 4.3 og

 

 

 

 

 

 

4.4),

 

 

 

 

 

 

bragðleysi,

 

 

 

 

 

 

þefstol, skjálfti,

 

 

 

 

 

 

krampar

Augu

 

 

Sjóntruflanir

Tvísýni

 

 

Hjarta

 

 

Roði í andliti,

Gáttatakttruflanir,

 

Lenging á

 

 

 

hjartsláttarónot

lágþrýstingur,

 

QT/QTc bili,

 

 

 

 

hægsláttur

 

hjartsláttartrufl

 

 

 

 

 

 

Flokkun

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Örsjaldan

Tíðni ekki

eftir

algengar

(≥1/100 til

(≥1/1.000 til

(≥1/10.000 til

koma fyrir

þekkt (ekki

líffærum

(≥ 1/10)

<1/10 )

<1/100)

<1/1.000)

(< 1/10.000)

hægt að áætla

 

 

 

 

 

 

tíðni út frá

 

 

 

 

 

 

fyrirliggjandi

 

 

 

 

 

 

gögnum)*

 

 

 

 

 

 

anir frá sleglum

 

 

 

 

 

 

(þ.m.t.

 

 

 

 

 

 

sleglahraðtaktu

 

 

 

 

 

 

r, torsade de

 

 

 

 

 

 

pointes),

 

 

 

 

 

 

mögulega

 

 

 

 

 

 

lífshættulegar

 

 

 

 

 

 

(sjá kafla 4.4)

Meltingar-

Niður-

Ógleði,

Sveppasýking

 

Sýndarhimnu-

Brisbólga

færi

gangur

uppköst,

(Candida) í

 

ristilbólga (sjá

 

 

 

kviðverkir,

munni,

 

kafla 4.4)

 

 

 

uppþemba

munnbólga,

 

 

 

 

 

 

lystarleysi,

 

 

 

 

 

 

hægðatregða

 

 

 

Lifur og gall

 

Aukning

Lifrarbólga

Gula af völdum

 

Alvarleg

 

 

lifrarensíma

 

gallteppu

 

lifrarbólga og

 

 

(AST, ALT,

 

 

 

lifrarbilun (sjá

 

 

alkalískur

 

 

 

kafla 4.4)

 

 

fosfatasi,

 

 

 

 

 

 

gamma-

 

 

 

 

 

 

glútamýl

 

 

 

 

 

 

transferasi)

 

 

 

 

Húð og

 

 

Útbrot,

Exem

Regnbogaroða-

 

undirhúð

 

 

ofsakláði, kláði

 

sótt

 

Stoðkerfi og

 

 

 

 

Vöðvakrampar

Liðverkir,

stoðvefur

 

 

 

 

 

vöðvaverkir

Æxlunarfæri

 

Sveppasýking

 

 

 

 

 

 

(Candida) í

 

 

 

 

 

 

fæðingarvegi

 

 

 

 

* reynsla eftir markaðssetningu

Lýsing á völdum aukaverkunum

Sjóntruflanir (<1%) sem tengjast notkun Ketek, þar með talið þokusýn, erfiðleikar með sjónstillingu og tvísýni, voru aðallega vægar eða miðlungi alvarlegs eðlis, en alvarleg tilvik hafa einnig verið tilkynnt. Þær komu að jafnaði fram innan nokkurra klukkustunda eftir að fyrsti eða annar skammtur var tekinn, komu aftur fram við endurtekna töku lyfsins, stóðu í nokkrar klukkustundir og hurfu svo að fullu, annaðhvort meðan á meðferð stóð eða eftir að notkun lyfsins var hætt. Sjónræn viðbrögð geta hafist skyndilega. Þetta hefur ekki verið tengt vísbendingum um augngalla (sjá kafla 4.4 og 4.7).

Í klínískum rannsóknum voru áhrif á QTc lítil (að meðaltali um 1 msek.). Í samanburðarrannsóknum sáust svipuð áhrif og þessi við notkun klaritrómýsíns með ΔQTc >30 msek. í 7,6% tilvika þegar telitrómýsín var gefið og ΔQTc >30 msek. í 7% tilvika þegar klaritrómýsín var gefið. Hjá engum sjúklingi í hvorugum hópnum varð ΔQTc >60 msek. Ekki var skýrt frá torsade de pointes eða öðrum alvarlegum sleglatakttruflunum eða yfirliði þeim tengt í klínískum rannsóknum og engir undirhópar með tilliti til aukinnar áhættu fundust.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins.

Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Við bráða ofskömmtun ætti að tæma magann. Fylgjast á náið með sjúklingunum og veita þeim meðferð við einkennum og stuðningsmeðferð. Viðhalda þarf nægilegu vökvarúmmáli. Blóðsölt (einkum kalíum) verður að mæla. Vegna hugsanlegrar lengingar á QT-bili og aukinni hættu á hjartsláttartruflunum verður að taka hjartarafrit.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sýklalyf til altækrar verkunar, makrólíðar, linkósamíðar og streptogramín, ATC flokkur: J01FA15.

Telitrómýsín er hálfsamtengd afleiða erýtrómýsíns A og tilheyrir ketólíðum, sem er flokkur sýklalyfja sem er skyldur makrólíðum.

Verkunarháttur

Telitrómýsín hamlar nýmyndun próteina í bakteríum með verkun á svæði II og V á 23S RNA ríbósóma á 50S undireiningu. Auk þess getur telitrómýsín hindrað myndun 50S og 30S undireininga ríbósóma.

Sækni telitrómýsíns í 50S undireiningar ríbósóma, hjá lífverum sem eru næmar fyrir erýtrómýsíni A er 10-falt meiri en sækni erýtrómýsíns A.

Sambandið milli lyfjahvarfa og lyfhrifa (lyfjahvörf/lyfhrif):

Hlutfall AUC/MIC hefur sýnt sig að vera sú breyta lyfjahvarfa/lyfhrifa sem hefur mesta fylgni við verkun telitrómýsíns.

Ónæmismyndun

Telitrómýsín eykur ekki tjáningu makrólíða-linkósamíð-streptógramíns B (MLSB)-miðluðu ónæmi in vitro hjá Staphylococcus aureus, Streptococcus pneumoniae eða Streptococcus pyogenes.

Hjá sumum lífverum sem eru ónæmar fyrir erýtrómýsíni A vegna aukinnar (inducible) tjáningar MLSB þáttarins sem veldur ónæmi, er sækni telitrómýsíns í 50S undireiningu ríbósóma meira en 20-falt meiri en sækni erýtrómýsíns A.

Telitrómýsín hefur ekki verkun gegn lífverum sem stöðugt (constitutively) tjá MLSB þáttinn sem veldur ónæmi (cMLSB). Meirihluti meticillín-ónæmra S. Aureus (MRSA) tjáir cMLSB.

Í in vitro rannsóknum var virkni telitrómýsíns minni gegn lífverum sem tjá erytrómýsín erm(B) eða mef(A) tengda ónæmismyndun.

Útsetning fyrir telitrómýsíni in vitro leiddi til vals á stökkbreyttum pneumokokkum með hærra MIC fyrir telitrómýsín, en MIC gildi voru yfirleitt ≤1 mg/l.

Streptococcus pneumoniae sýndi ekki krossónæmi milli erýtrómýsíns A og telitrómýsíns.

Streptococcus pyogenes sem er með mjög mikið ónæmi fyrir erýtrómýsíni A er með krossónæmi fyrir telitrómýsíni.

Næmismörk

Ráðlögð klínísk MIC næmismörk evrópskrar nefndar um mælingar á næmismörkum sýklalyfja (European Committee for Antimicrobial Susceptibility Testing (EUCAST) eru eftirfarandi:

Sjúkdómsvaldandi örverur

Næmismörk

Ónæmi

Streptococcus A, B, C, G

≤0,25 mg/l

>0,5 mg/l

Streptococcus pneumoniae

≤0,25 mg/l

>0,5 mg/l

Haemophilus influenzae1

≤0,12 mg/l

>8 mg/l

Moraxella catarrhalis

≤0,25 mg/l

>0,5 mg/l

1Fylgnin á milli MIC fyrir makrólíða og klínískrar svörunar er lítil fyrir H. influenzae. Þess vegna voru MIC næmismörk fyrir telitrómýsín ákvörðuð með tilliti til þess að wild-type H. influenzae væri með meðalmikla næmni.

Virknisvið gegn bakteríum

Algengi ónæmis getur verið breytilegt frá einu landsvæði til annars og frá einum tíma til annars hvað varðar einstakar tegundir, og eru staðbundnar upplýsingar um ónæmi æskilegar, einkum þegar meðhöndlaðar eru svæsnar sýkingar. Leita skal ráða hjá sérfræðingi eins og nauðsyn ber til þegar staðbundin tíðni ónæmis er slík, að vafi leikur á um gagnsemi þess að nota lyfið að minnsta kosti hvað varðar tilteknar tegundir sýkinga.

Tegundir, sem eru venjulega næmar

Loftsæknar Gram-jákvæðar bakteríur

Staphylococcus aureus methicillin næmar (MSSA)*

Streptococcus pneumoniae *

Streptococcus tegundir

Streptókokkar af viridans flokki

Loftsæknar Gram-neikvæðar bakteríur

Haemophilus influenzae$*

Haemophilus parainfluenzae$

Legionella pneumophila

Moraxella catarrhalis*

Aðrar

Chlamydophila pneumoniae*

Chlamydia psittaci

Mycoplasma pneumoniae*

Tegundir, sem eru venjulega næmar, en þar sem áunnið ónæmi getur verið vandamál

Loftsæknar Gram-jákvæðar bakteríur Staphylococcus aureus methicillin ónæmar (MRSA)+

Streptococcus pyogenes*

Eðlislægt ónæmar lífverur

Loftsæknar Gram-neikvæðar bakteríur

Acinetobacter

Enterobacteriaceae

Pseudomonas

Sýnt hefur verið fram á klíníska verkun á næma stofna fyrir viðurkenndar klínískar ábendingar. $ Tegundir sem af náttúrulegum orsökum eru stundum næmar

+ Telitrómýsín hefur ekki verkun gegn lífverum sem tjá MLSB þáttinn stöðugt (constitutively) (cMLSB). Meira en 80% MRSA tjá cMLSB.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Eftir inntöku frásogast telitrómýsín tiltölulega hratt. Hámarksþéttni í plasma, sem að meðaltali er um

2 mg/l, næst innan 1-3 klst. eftir lyfjagjöf þegar 800 mg skammtur af telitrómýsíni er gefinn einu sinni á sólarhring. Nýting er um 57% eftir 800 mg stakan skammt. Hraði frásogs og hve mikið frásogast er óháð fæðuneyslu og má því taka Ketek töflur inn án tillits til fæðuneyslu.

Meðaltalslággildi þéttni í plasma, sem er á milli 0,04 og 0,07 mg/l við stöðuga þéttni, næst innan 3 til

4 daga þegar gefinn er daglegur 800 mg skammtur af telitrómýsíni. Við stöðuga þéttni er AUC um það bil 1,5-falt miðað við eftir stakan skammt.

Meðaltalsgildi hæstu og lægstu þéttni í plasma við stöðuga þéttni hjá sjúklingum var 2,9±1,6 mg/l (á bilinu 0,02-7,6 mg/l) og 0,2±0,2 mg/l (á bilinu 0,010 til 1,29 mg/l) þegar gefnir voru ráðlagðir 800 mg skammtar einu sinni á sólarhring.

Dreifing

Próteinbinding in vitro er um það bil 60% til 70%. Dreifing telitrómýsíns út um líkamann er mikil. Dreifingarrúmmál er 2,9±1,0 l/kg. Hröð dreifing telitrómýsíns inn í vefi leiðir til þess að þéttni telitrómýsíns í flestum markvefjum verður marktækt hærri en í plasma. Hámarksvefjaþéttni í þekjuvökva var 14,9±11,4 mg/l, í átfrumum í lungnablöðrum 318,1±231 mg/l, í berkjuslímu 3,88±1,87 mg/kg, hálskirtlum 3,95±0,53 mg/kg og í skútavef 6,96±1,58 mg/kg. Þéttni í vefjum 24 klst. eftir lyfjagjöf var 0,84±0,65 mg/l í þekjuvökva, 162±96 mg/l í átfrumum í lungnablöðrum, 0,78±0,39 mg/kg í berkjuslímu og 0,72±0,29 mg/kg í hálskirtlum og 1,58±1,68 mg/kg í skútavef. Hámarksgildi fyrir þéttni telitrómýsíns í hvítum blóðkornum var 83±25 mg/l að meðaltali.

Umbrot

Telitrómýsín umbrotnar einkum í lifur. Eftir inntöku verður brotthvarf tveggja þriðjunga gefins skammts á formi umbrotsefna og þriðjungs í óbreyttri mynd. Það er einkum telitrómýsín sem kemur fyrir í plasma. Helsta umbrotsefni þess í blóðrásinni svarar til um 13% af AUC fyrir telitrómýsín og hefur litla verkun á sýkla samanborið við móðurlyfið. Önnur umbrotsefni fundust í plasma, þvagi og hægðum í magni sem svarar til minna en eða jafnt og 3% af AUC plasma.

Telitrómýsín umbrotnar bæði fyrir tilstilli CYP450 ísóensíma og ensíma sem ekki eru CYP. Aðal CYP450 ensímið sem veldur umbrotum telitrómýsíns er CYP3A4. Telitrómýsín er CYP3A4 og CYP2D6 hemill, en það hefur engin eða takmörkuð áhrif á CYP1A, 2A6, 2B6, 2C8, 2C9, 2C19 og 2E1.

Brotthvarf

Eftir inntöku geislamerkts telitrómýsíns komu 76% geislavirkninnar fram í hægðum og 17% í þvagi. Brotthvarf um það bil þriðjungs telitrómýsíns varð á óbreyttu formi: 20% í hægðum og 12% í þvagi. Lyfjahvörf telitrómýsíns eru nokkuð ólínuleg. Úthreinsun, sem fer ekki fram í nýrum, minnkar með auknum skammti. Heildarúthreinsun (meðaltal ±SD) er um það bil 58±5 l/klst. eftir gjöf í bláæð og þar af eru um 22% vegna nýrnaúthreinsunar. Telitrómýsín eyðist úr plasma í þremur veldisþrepum með hröðum dreifingarhelmingunartíma sem er 0,17 klst. Ríkjandi helmingunartími brotthvarfs telitrómýsíns er

2-3 klst. og helmingunartími útskilnaðar, sem er ekki eins mikilvægur, er um 10 klst. þegar 800 mg skammtur er gefinn einu sinni á sólarhring.

Sérstakir hópar

- Skert nýrnastarfsemi

Í rannsókn, þar sem endurteknir 800 mg skammtar voru gefnir 36 sjúklingum með mismikið skerta nýrnastarfsemi, jókst Cmax,ss 1,4-falt og AUC tvöfalt (0-24)ss hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (CLCR < 30 ml/mín.) samanborið við heilbrigða sjálfboðaliða. Mælt er með minni skammti af Ketek (sjá kafla 4.2). Byggt á fyrirliggjandi gögnum jafngildir 600 mg skammtur á sólarhring þeirri útsetningu sem sést hjá heilbrigðum einstaklingum. Byggt á líkingargögnum getur meðferð, þar sem skipst er á 800 mg og 400 mg skömmtum í sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi, nálgast það AUC (0-48 klst.) sem sést í heilbrigðum einstaklingum sem fá 800 mg einu sinni á sólarhring.

Áhrif himnuskilunar á brotthvarf telitrómýsíns hafa ekki verið metin.

- Skert lifrarstarfsemi

Við rannsókn á gjöf eins skammts (800 mg) hjá 12 sjúklingum og gjöf endurtekinna skammta (800 mg) hjá 13 sjúklingum með væga til alvarlega skerta lifrarstarfsemi (Child Pugh Class A, B, og C) voru Cmax, AUC og t½ telitrómýsíns svipuð hjá þeim að teknu tilliti til aldurs og kyns samanborið við heilbrigða einstaklinga. Í báðum rannsóknum kom fram aukið brotthvarf um nýru hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Vegna takmarkaðrar reynslu af notkun lyfsins hjá sjúklingum með skert umbrot í lifur á að gæta varúðar við notkun Ketek hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi (sjá einnig kafla 4.4).

- Aldraðir

Hjá einstaklingum eldri en 65 ára (miðgildi 75 ára) jókst hámarksþéttni telitrómýsíns í plasma og AUC um það bil tvöfalt, samanborið við það sem varð hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingum sem eru ungir að árum. Þessar breytingar á lyfjahvörfum kalla ekki á breytta skammta.

- Börn

Takmörkuð gögn frá 13 til 17 ára gömlum sjúklingum sýndu að þéttni telitrómýsíns í þessum aldurshópi var svipuð þéttni hjá 18 til 40 ára gömlum sjúklingum.

- Kyn

Lyfjahvörf telitrómýsíns eru svipuð hjá körlum og konum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Rannsóknir á eiturverkunum eftir inntöku endurtekinna skammta, hjá rottum í 1 mánuð, hundum í

3 mánuði og öpum í 6 mánuði leiddu í ljós að aðalmarklíffæri eiturverkana var lifur og varð hækkun á lifrarensímum og vefjafræðilegar vísbendingar um skemmdir. Þessi áhrif sýndu tilhneigingu til að ganga til baka þegar meðferð með telitrómýsíni var hætt. Útsetning plasma fyrir óbundnu virku efni þegar engar aukaverkanir komu í ljós, var 1,6 til 13 sinnum hærri en sú klíníska útsetning sem búist var við.

Eiturverkanir af völdum fosfólípíða (uppsöfnun fosfólípíða innan frumna), sem höfðu áhrif á fjölda líffæra og vefja (t.d. lifur, nýru, lungu, hóstarkirtil, milta, gallblöðru, hengiseitla (mesenteric lymph nodes), meltingarveg) hafa sést í rottum og hundum, sem fengu endurtekna 150 mg/kg/dag skammtar eða meira af telitrómýsíni í einn mánuð eða 20 mg/kg/dag eða meira í 3-6 mánuði. Þessi lyfjagjöf svara annars vegar til þess, að magn óbundins virks efnis í líkamanum sé að minnsta kosti níu sinnum meira en búist er við að finnist í mönnum eftir einn mánuð og hins vegar til þess, að magn óbundis lyfs í líkamanum sé minna en það magn sem búist er við að finnist í mönnum eftir 6 mánuði. Vísbendingar voru um að þetta gengi til baka þegar lyfjagjöf var hætt. Mikilvægi þessa fyrir menn er óþekkt.

Líkt og af völdum ákveðinna makrólíða olli telitrómýsín lengingu á QTc-bili hjá hundum og hrifspennu í Purkinje þráðum kanína in vitro. Áhrifin voru greinileg við plasmaþéttni óbundins lyfs sem var 8 til

13 föld sú klíníska þéttni sem búist var við. Blóðkalíumlækkun og kínidín höfðu samleggjandi- /viðbótarverkun in vitro og aukin verkun var augljós þegar sótalól var einnig gefið. Telitrómýsín hefur hamlandi áhrif á HERG og Kv1,5 ganga, en aðalumbrotsefni þess í mönnum hins vegar ekki.

Rannsóknir á eiturverkunum á æxlun sýndu hægari þroska kynfrumna hjá rottum og áhrif á frjóvgun. Smávægileg lækkun á frjósemistölum kom fram hjá rottum við skammta sem voru stærri en 150 mg/kg og höfðu eituráhrif á foreldrana.

Við háa skammta voru eiturverkanir á fósturvísa greinilegar og ónóg beinmyndun og vansköpun í beinagrind sást. Rannsóknir á rottum og kanínum voru ófullnægjandi hvað varðar hugsanlegar fósturskemmdir og vísbendingar um aukaverkun á fósturþroska við háa skammta voru vafasamar.

Telitrómýsín og aðalumbrotefni þess í mönnum sýndu engin merki um eiturverkanir á erfðaefni, hvorki in vitro in vivo. Engar rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum hafa verið gerðar með telitrómýsín.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Töflukjarni:

Örkristallaður sellulósi Póvídón K25

Natríum kroskaramellósa Magnesíumsterat

Töfluhúð:

Talkúm

Makrógól 8.000

Hýprómellósa 6 cp

Títantvíoxíð E171

Gult járnoxíð E172

Rautt járnoxíð E172

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5Gerð íláts og innihald

Í hverri bólu á þynnunni eru tvær töflur.

Pakkningar með 10, 14, 20 og 100 töflum eru fáanlegar. Ógegnsæjar PVC/ál þynnur.

Ekki er víst að allar pakningar séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Aventis Pharma S.A.

20, Avenue Raymond Aron

F-92160 ANTONY

Frakkland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/01/191/001-004

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 9. júlí 2001

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 9. júlí 2011

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europe.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf