Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Kevzara (sarilumab) – Samantekt á eiginleikum lyfs - L04AC14

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsKevzara
ATC-kóðiL04AC14
Efnisarilumab
Framleiðandisanofi-aventis groupe

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir

1.HEITI LYFS

Kevzara 150 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Kevzara 150 mg stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

Kevzara 200 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Kevzara 200 mg stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

2.INNIHALDSLÝSING

150 mg stungulyf, lausn

Hver stakskammta áfyllt sprauta inniheldur 150 mg sarilumab í 1,14 ml lausn (131,6 mg/ml). Hver stakskammta áfylltur lyfjapenni inniheldur 150 mg sarilumab í 1,14 ml lausn (131,6 mg/ml).

200 mg stungulyf, lausn

Hver stakskammta áfyllt sprauta inniheldur 200 mg sarilumab í 1,14 ml lausn (175 mg/ml). Hver stakskammta áfylltur lyfjapenni inniheldur 200 mg sarilumab í 1,14 ml lausn (175 mg/ml).

Sarilumab er einstofna mótefni, manna, sértækt gegn interleukin-6 (IL-6) viðtaka, framleitt í eggjastokkafrumum kínahamstra með raðbrigða DNA tækni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn (stungulyf)

Tær, litlaus til fölgul sæfð lausn með pH u.þ.b. 6,0.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Kevzara ásamt methotrexati (MTX) er ætlað til meðferðar við í meðallagi til alvarlegri virkri iktsýki hjá fullorðnum sjúklingum með ófullnægjandi svörun eða sem eru með óþol fyrir einu eða fleiri hefðbundnum sjúkdómstemprandi gigtarlyfjum (disease-modifying anti-rheumatic drugs (DMARD)). Gefa má Kevzara sem einlyfjameðferð ef um er að ræða óþol fyrir methotrexati eða þegar meðferð með methotrexati á ekki við (sjá kafla 5.1).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð skal hafin af og vera í umsjá sérfræðings með reynslu í greiningu og meðferð á iktsýki. Afhenda skal sjúklingum sem fá meðferð með Kevzara öryggiskort fyrir sjúklinga.

Skammtar

Ráðlagður skammtur Kevzara er 200 mg einu sinni á 2 vikna fresti gefið sem inndæling undir húð.

Minnkun skammts úr 200 mg einu sinni á 2 vikna fresti í 150 mg einu sinni á 2 vikna fresti er ráðlögð til að ná tökum á daufkyrningafæð, blóðflagnafæð og hækkun lifrarensíma.

Aðlögun skammta:

Gera skal hlé á meðferð með Kevzara hjá sjúklingum sem fá alvarlega sýkingu þar til náðst hefur stjórn á sýkingunni.

Ekki er ráðlagt að hefja meðferð með Kevzara hjá sjúklingum með lága talningu daufkyrninga, þ.e. heildartalning daufkyrninga (ANC) minni en 2 x 109/l.

Ekki er ráðlagt að hefja meðferð með Kevzara hjá sjúklingum með talningu blóðflagna minni en 150 x 103/µl.

Ráðlögð aðlögun skammta við daufkyrningafæð, blóðflagnafæð eða hækkun lifrarensíma (sjá kafla 4.4 og 4.8):

Lítill heildarfjöldi daufkyrninga (sjá kafla 5.1)

Rannsóknarstofugildi

 

Leiðbeiningar

(frumur x 109/l)

 

 

ANC hærra en 1

 

Viðhalda skal núverandi skammti af Kevzara.

 

Gera skal hlé á meðferð með Kevzara þar til >1 x 109/l.

 

 

Meðferð með Kevzara getur síðan hafist aftur með 150 mg á 2 vikna

 

 

fresti og hún aukin að 200 mg á 2 vikna fresti eins og við á klínískt.

ANC minna en 0,5

 

Hætta skal meðferð með Kevzara.

 

 

 

Lítill blóðflagnafjöldi

 

 

Rannsóknarstofugildi

 

Leiðbeiningar

(frumur x 103/µl)

 

 

50 til 100

 

Gera skal hlé á meðferð með Kevzara þar til >100 x 103/µl.

 

 

Meðferð með Kevzara getur síðan hafist aftur með 150 mg á 2 vikna

 

 

fresti og hún aukin að 200 mg á 2 vikna fresti eins og við á klínískt.

Minna en 50

 

Ef staðfest með endurtekinni prófun, skal hætta meðferð með Kevzara.

 

 

 

Óeðlileg lifrarensím

 

 

Rannsóknarstofugildi

 

Leiðbeiningar

ALT > 1 til 3 x efri mörk

 

Íhuga skal klínískt viðeigandi aðlögun skammta samhliða notaðra

eðlilegra gilda (Upper

 

sjúkdómstemprandi gigtarlyfja.

Limit of Normal - ULN)

 

 

ALT > 3 til 5 x ULN

 

Gera skal hlé á meðferð með Kevzara þar til < 3 x ULN.

 

 

Meðferð með Kevzara getur síðan hafist með 150 mg á 2 vikna fresti og

 

 

hún aukin að 200 mg á 2 vikna fresti eins og við á klínískt.

ALT > 5 x ULN

 

Hætta skal meðferð með Kevzara.

Skammti sleppt

Ef skammti af Kevzara er sleppt og 3 dagar eða styttra er síðan skammtinum var sleppt á að gefa næsta skammt um leið og hægt er. Næsta skammt á eftir skal gefa á reglubundnum áætluðum tíma. Ef

4 dagar eða lengra er síðan skammtinum var sleppt á að gefa næsta skammt á næsta reglubundna áætlaða tíma, ekki á að tvöfalda skammt.

Sérstakir sjúklingahópar

Skert nýrnastarfsemi:

Ekki þarf að aðlaga skammta hjá sjúklingum með væga til í meðallagi mikla skerðingu á nýrnastarfsemi. Kevzara hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með verulega skerðingu á nýrnastarfsemi (sjá kafla 5.2).

Skert lifrarstarfsemi:

Öryggi og verkun Kevzara hefur ekki verið rannsökuð hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, þ.á m. sjúklingum sem eru jákvæðir fyrir lifrarbólgu B veiru (HBV) eða lifrarbólgu C veiru (HCV) í sermi (sjá kafla 4.4).

Aldraðir:

Ekki þarf að aðlaga skammta hjá sjúklingum eldri en 65 ára (sjá kafla 4.4).

Börn:

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Kevzara hjá börnum upp að 18 ára aldri. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Til inndælingar undir húð.

Gefa á allt innihald (1,14 ml) áfylltu sprautunnar/áfyllta pennans sem inndælingu undir húð. Skipta á um stungustaði (kviður, læri og upphandleggur) við hverja inndælingu. Kevzara skal ekki sprauta í húð sem er viðkvæm, sködduð eða með mari eða örum.

Sjúklingur getur sjálfur sprautað Kevzara eða umönnunaraðili sjúklingsins getur gefið Kevzara ef heilbrigðisstarfsmaður þeirra telur það viðeigandi. Veita skal sjúklingum og/eða umönnunaraðilum viðeigandi þjálfun um undirbúning og gjöf Kevzara fyrir notkun.

Sjá frekari upplýsingar um gjöf lyfsins í kafla 6.6.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1. Virkar, alvarlegar sýkingar (sjá kafla 4.4).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Rekjanleiki Kevzara

Til að auka rekjanleika líftæknilyfja skal skrá skilmerkilega heiti og lotunúmer lyfsins sem notað er.

Alvarlegar sýkingar

Fylgjast skal náið með sjúklingum með tilliti til þess hvort einkenni um sýkingu komi fram meðan á meðferð með Kevzara stendur (sjá kafla 4.2 og 4.8). Gæta skal varúðar hjá öldruðum vegna þess að tíðni sýkinga er almennt hærri hjá öldruðum.

Kevzara á ekki að gefa sjúklingum með virka sýkingu, þ.m.t. staðbundna sýkingu. Íhuga skal áhættu og ávinning meðferðar áður en Kevzara er gefið sjúklingum sem hafa:

langvinna eða þráláta sýkingu

sögu um alvarlegar eða tækifærissýkingar

HIV sýkingu

undirliggjandi sjúkdóm sem getur gert þá viðkvæmari fyrir sýkingum

verið útsettir fyrir berklum, eða

búið á eða ferðast til svæða þar sem berklar eru landlægir eða sveppasýkingar eru landlægar

Stöðva skal meðferð með Kevzara ef sjúklingur fær alvarlega sýkingu eða tækifærissýkingu.

Sjúklingur sem fær sýkingu meðan á meðferð með Kevzara stendur skal einnig gangast undir tafarlaus og fullkomin sjúkdómsgreiningarpróf sem eru viðeigandi fyrir ónæmisbælda sjúklinga, hefja skal viðeigandi meðferð með örverueyðandi lyfjum og fylgjast skal náið með sjúklingnum.

Greint hefur verið frá alvarlegum og stundum banvænum sýkingum af völdum baktería, mycobaktería, ífarandi sveppa, veira eða annarra tækifærissýkingavalda hjá sjúklingum sem fá ónæmisbælandi lyf þ.m.t. Kevzara við iktsýki. Algengustu alvarlegu sýkingarnar sem sést hafa með Kevzara eru m.a. lungnabólga og húðbeðsbólga (sjá kafla 4.8). Meðal tækifærissýkinga sem greint hefur verið frá með Kevzara eru berklar, hvítsveppasýking og pneumocystis sýking. Í einstökum tilvikum sáust dreifðar

frekar en staðbundnar sýkingar hjá sjúklingum sem oft tóku samhliða ónæmisbælandi lyf eins og methotrexat eða barkstera, sem ásamt iksýki geta gert þá móttækilegri fyrir sýkingum.

Berklar

Meta skal sjúklinga með tilliti til áhættuþátta berkla og prófa fyrir dulinni sýkingu áður en meðferð með Kevzara er hafin. Meðhöndla skal sjúklinga með dulda eða virka berkla með hefðbundinni meðferð gegn mycobakteríu áður en meðferð með Kevzara er hafin. Íhuga á meðferð gegn berklum áður en meðferð með Kevzara er hafin hjá sjúklingum með fyrri sögu um dulda eða virka berkla þegar ekki er hægt að staðfesta viðeigandi meðferð, og hjá sjúklingum með neikvætt próf fyrir duldum berklum en eru með áhættuþætti fyrir berklasýkingu. Þegar meðferð gegn berklum er íhuguð getur verið viðeigandi að leita ráða hjá lækni með sérfræðiþekkingu á berklum.

Fylgjast skal náið með sjúklingum varðandi einkenni berkla, þ.m.t. sjúklingum sem voru með neikvætt próf fyrir dulinni berklasýkingu áður en meðferð var hafin.

Endurvirkjun veira

Greint hefur verið frá endurvirkjun veira í tengslum við meðferðir með ónæmisbælandi líftæknilyfjum (immunosuppressive biologic therapies). Tilvik um ristilsýkingar hafa sést í klínískum rannsóknum á Kevzara. Ekki var greint frá tilvikum endurvirkjunar lifrarbólgu B í klínísku rannsóknunum, hins vegar voru sjúklingar í hættu á endurvirkjun útilokaðir.

Rannsóknarstofugildi

Daufkyrningafjöldi

Meðferð með Kevzara var tengd við hærri tíðni lækkunar á heildarfjölda daufkyrninga (absolute neutrophil count, ANC). Lækkun heildarfjölda daufkyrninga tengdist ekki hærri tíðni sýkinga, þ.m.t. alvarlegra sýkinga.

Ekki er ráðlagt að hefja meðferð með Kevzara hjá sjúklingum með lágan heildarfjölda daufkyrninga, þ.e. lægri en 2 x 109/l. Hjá sjúklingum sem fá heildarfjölda daufkyrninga lægri en 0,5 x 109/l, skal hætta meðferð með Kevzara.

Fylgjast skal með daufkyrningafjölda 4 til 8 vikum eftir að meðferð er hafin og í samræmi við klínískt mat eftir það. Varðandi ráðleggingar um aðlögun skammta byggt á niðurstöðum um heildarfjölda daufkyrninga (sjá kafla 4.2).

Byggt á lyfhrifum á breytingar í fjölda daufkyrninga á að nota niðurstöður sem fást við lok skammtahlés við ákvörðun um aðlögun skammta (sjá kafla 5.1).

Blóðflagnafjöldi

Meðferð með Kevzara var tengd lækkun á blóðflagnafjölda í klínískum rannsóknum. Lækkun á blóðflagnafjölda tengdist ekki blæðingartilvikum (sjá kafla 4.8).

Ekki er ráðlagt að hefja meðferð með Kevzara hjá sjúklingum með blóðflagnafjölda lægri en 150 x 103/µl. Hjá sjúklingum sem fá blóðflagnafjölda lægri en 50 x 103/µl, skal hætta meðferð með Kevzara.

Fylgjast skal með blóðflagnafjölda 4 til 8 vikum eftir að meðferð er hafin og í samræmi við klínískt mat eftir það. Varðandi ráðleggingar um aðlögun skammta byggt á niðurstöðum um blóðflagnafjölda sjá kafla 4.2.

Lifrarensím

Meðferð með Kevzara var tengd hærri tíðni hækkunar transamínasa. Þessar hækkanir voru skammvinnar og leiddu ekki til merkjanlegs skaða á lifur í klínískum rannsóknum (sjá kafla 4.8). Aukin tíðni og styrkur þessara hækkana sást þegar lyf með hugsanlega eituráhrif á lifur (t.d. methotrexat) voru notuð samhliða Kevzara.

Ekki er ráðlagt að hefja meðferð með Kevzara hjá sjúklingum með hækkaða transamínasa, ALT (alananín transamínasa) eða AST (aspartat amínótransferasa) hærra en 1,5 x ULN (efri mörk eðlilegra gilda). Hjá sjúklingum sem fá hækkun á ALT meiri en 5 x ULN skal hætta meðferð með Kevzara (sjá kafla 4.2).

Fylgjast skal með gildum ALT og AST 4 til 8 vikum eftir að meðferð er hafin og á 3 mánaða fresti eftir það. Íhugið önnur próf á lifrarstarfsemi eins og bilirubin þegar það á klínískt við. Varðandi ráðleggingar um aðlögun skammta byggt á hækkun transamínasa sjá kafla 4,2.

Óeðlilegar blóðfitur

Blóðfitugildi geta verið lækkuð hjá sjúklingum með langvinnar bólgur. Meðferð með Kevzara var tengd hækkun á gildum blóðfitu eins og LDL-kólesteróls, HDL-kólesteróls og/eða þríglyseríða (sjá kafla 4.8).

Meta skal gildi blóðfitu u.þ.b. 4 til 8 vikum eftir að meðferð með Kevzara er hafin, síðan með u.þ.b. 6 mánaða millibil.

Meðhöndla skal sjúklinga í samræmi við klínískar leiðbeiningar um meðferð blóðfituhækkunar.

Rof á meltingarvegi

Greint hefur verið frá tilvikum rofs á meltingarvegi í klínískum rannsóknum, fyrst og fremst sem fylgikvilla sarpbólgu. Notið Kevzara með varúð hjá sjúklingum með fyrri sögu um sáramyndun í þörmum eða sarpbólgu. Sjúklinga með ný einkenni frá kvið eins og viðvarandi verk með hita skal meta tafarlaust (sjá kafla 4.8).

Illkynja sjúkdómar

Meðferð með ónæmisbælandi lyfjum geta leitt til aukinnar hættu á illkynja sjúkdómum. Áhrif meðferðar með Kevzara á þróun illkynja sjúkdóma er ekki þekkt en greint var frá illkynja sjúkdómum í klínískum rannsóknum (sjá kafla 4.8).

Ofnæmisviðbrögð

Greint hefur verið frá ofnæmisviðbrögðum í tengslum við Kevzara (sjá kafla 4.8). Útbrot á stungustað, útbrot og ofsakláði voru algengustu ofnæmisviðbrögðin. Ráðleggja skal sjúklingum að leita tafarlaust aðstoðar læknis ef þeir finna fyrir einhverjum einkennum ofnæmisviðbragða. Ef bráðaofnæmi eða önnur ofnæmisviðbrögð koma fyrir skal þegar í stað stöðva lyfjagjöf Kevzara. Kevzara á ekki að gefa sjúklingum með þekkt ofnæmi fyrir sarilumabi (sjá kafla 4.3).

Skert lifrarstarfsemi

Meðferð með Kevzara er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með virkan lifrarsjúkdóm eða skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.2 og 4.8).

Bólusetningar

Forðist notkun lifandi bóluefna sem og lifandi veiklaðra bóluefna meðan á meðferð með Kevzara stendur því öryggi hefur ekki verið staðfest. Engin gögn liggja fyrir um að einstaklingar sem hafa fengið lifandi bóluefni hafi smitað sjúkling sem notar Kevzara. Áður en meðferð með Kevzara er hafin er mælt með því að sjúklingar séu bólusettir í samræmi við gildandi leiðbeiningar um ónæmisaðgerðir. Tímabilið milli bólusetninga með lifandi bóluefni og upphafs meðferðar með Kevzara skal vera í samræmi við gildandi leiðbeiningar um bólusetningar hvað varðar ónæmisbælandi lyf (sjá kafla 4.5).

Hætta á hjarta- og æðasjúkdómum

Sjúklingar með iktsýki eru í aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og meðferð við áhættuþáttum (t.d. háþrýstingi, blóðfituhækkun) skal að vera hluti af hefðbundinni umönnun.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Útsetning fyrir sarilumabi varð ekki fyrir áhrifum við samhliða gjöf með methotrexati byggt á þýðisgreiningu lyfjahvarfa og samanburði þvert yfir rannsóknir. Ekki er búist við að útsetning fyrir methotrexati breytist við samhliða gjöf sarilumabs, hins vegar var engum upplýsingum safnað. Kevzara hefur ekki verið rannsakað í samsetningu með JAK-hemlum (janus kínasa hemlum) eða sjúkdómstemprandi líftæknigigtarlyfjum eins og TNF hemlum (tumor necrosis factor hemlum).

Ýmsar rannsóknir in vitro og takmarkaðar in vivo rannsóknir á mönnum hafa sýnt að frumuboðefni og mótarar frumuboðefna geta haft áhrif á tjáningu og virkni sértækra cytokrom P450 (CYP) ensíma (CYP1A2, CYP2C9, CYP2C19 og CYP3A4) og geta því mögulega breytt lyfjahvörfum samhliða gefinna lyfja sem eru hvarfefni þessara ensíma. Hækkuð gildi interleukin-6 (IL-6) geta minnkað CYP virkni eins og hjá sjúklingum með iktsýki og því aukið styrk lyfs borið saman við hjá einstaklingum sem ekki eru með iktsýki. Hindrun IL-6 boðleiðar með IL-6Rα hemlum eins og sarilumabi gæti snúið við hömlunaráhrifum IL-6 og komið aftur á CYP virkni, sem leiðir til þess að þéttni lyfs verður aftur sú sama.

Mótun á áhrifum IL-6 á CYP ensím vegna sarilumabs getur verið mikilvæg klínískt fyrir CYP hvarfefni með þröngan lækningarlegan stuðul þar sem skammtar eru aðlagaðir einstaklingsbundið. Við upphaf eða lok meðferðar með Kevzara hjá sjúklingum sem eru á meðferð með lyfjum sem eru CYP hvarfefni á að fylgast með lækningarlegum áhrifum (t.d. warfarin) eða lyfjaþéttni (t.d. theophyllin) og aðlaga skal einstaklingsbundna skammta lyfsins eins og þörf krefur.

Gæta skal varúðar hjá sjúklingum sem hefja meðferð með Kevzara meðan á meðferð með CYP3A4 hvarfefni stendur (t.d. getnaðarvarnarlyf til inntöku eða statín), því að Kevzara getur snúið við hamlandi áhrifum IL-6 og komið aftur á virkni CYP3A4, sem leitt getur til minni útsetningar og virkni CYP3A4 hvarfefnis (sjá kafla 5.2). Milliverkanir sarilumabs við hvarfefni annarra CYP (CYP2C9, CYP2C19, CYP2D6) hafa ekki verið rannsakaðar.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri

Konur á barneignaraldri skulu nota virka getnaðarvörn meðan á meðferð stendur og í allt að 3 mánuði eftir meðferð.

Meðganga

Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun sarilumabs á meðgöngu. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á æxlun (sjá kafla 5.3).

Ekki má nota Kevzara á meðgöngu nema meðferð með sarilumabi sé nauðsynleg vegna sjúkdómsástands konunnar.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort sarilumab skiljist út í brjóstamjólk eða frásogist í blóðrás eftir að þess sé neytt. Útskilnaður sarilumabs í mjólk hefur ekki verið rannsakaður hjá dýrum (sjá kafla 5.3).

Vegna þess að IgG1 skilst út í brjóstamjólk þarf að vega og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta meðferð með sarilumabi.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif sarilumabs á frjósemi hjá mönnum. Dýratilraunir sýndu enga skerðingu á frjósemi hjá karlkyns og kvenkyns dýrum (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Kevzara hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Algengustu aukaverkanirnar sem sést hafa vegna Kevzara í klínískum rannsóknum eru daufkyrningafæð, hækkun á ALT, roði á stungustað, sýkingar í efri öndunarvegi og þvagfærasýkingar. Algengustu alvarlegu aukaverkanirnar voru sýkingar (sjá kafla 4.4).

Tafla yfir aukaverkanir

Öryggi Kevzara í samsettri meðferð með sjúkdómstemprandi gigtarlyfjum var metið samkvæmt gögnum úr sjö klínískum rannsóknum, af þeim voru tvær samanburðarrannsóknir með lyfleysu, sem samanstóðu af 2.887 sjúklingum (langtímaöryggis-þýðið). Af þeim fengu 2.170 sjúklingar Kevzara í a.m.k. 24 vikur, 1.546 í a.m.k. 48 vikur, 1.020 í a.m.k. 96 vikur og 624 í a.m.k. 144 vikur.

Tíðni aukaverkana sem eru taldar upp hér á eftir er skilgreind á eftirfarandi hátt:

mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000). Innan hvers tíðniflokks eru aukaverkanir taldar upp eftir minnkandi alvarleika.

Tafla 1: Aukaverkanir í klínískum samanburðarrannsóknum

Líffæraflokkur

Tíðni

Aukaverkun

Sýkingar af völdum sýkla og

Algengar

Sýking í efri öndunarvegi

sníkjudýra

 

 

 

Þvagfærasýking

 

 

 

 

 

Nefkoksbólga

 

 

 

 

 

Herpessýking í munni

 

 

 

Blóð og eitlar

Mjög algengar

Daufkyrningafæð

 

 

 

 

Algengar

Blóðflagnafæð

 

 

 

Efnaskipti og næring

Algengar

Hækkun kólesteróls í blóði

 

 

 

 

 

Hækkun þríglyseríða í blóði

 

 

 

Lifur

Algengar

Aukning transamínasa

 

 

 

Almennar aukaverkanir og

Algengar

Roði á stungustað

aukaverkanir á íkomustað

 

Kláði á stungustað

Lýsing á völdum aukaverkunum

Sýkingar

Hjá þýðinu í samanburðarrannsóknum með lyfleysu var tíðni sýkinga 84,5 tilvik á 100 sjúklingaár hjá hópnum sem fékk 200 mg Kevzara+ sjúkdómstemprandi gigtarlyf, 81,0 tilvik á 100 sjúklingaár hjá hópnum sem fékk 150 mg Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf og 75,1 tilvik á 100 sjúklingaár hjá hópnum sem fékk lyfleysu + sjúkdómstemprandi gigtarlyf. Þær sýkingar sem algengast var að væri greint frá (5% til 7% sjúklinga) voru sýkingar í efri öndunarvegi, þvagfærasýkingar og nefkoksbólga. Tíðni alvarlegra sýkinga var 4.3 tilvik á 100 sjúklingaár hjá hópnum sem fékk 200 mg Kevzara+ sjúkdómstemprandi gigtarlyf, 3,0 tilvik á 100 sjúklingaár hjá hópnum sem fékk 150 mg Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf og 3,1 tilvik á 100 sjúklingaár hjá hópnum sem fékk lyfleysu + sjúkdómstemprandi gigtarlyf.

Hjá langtímaöryggis-þýðinu sem fékk Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf var tíðni sýkinga 57,3 á 100 sjúklingaár og alvarlegra sýkinga 3,4 á 100 sjúklingaár.

Algengustu alvarlegu sýkingarnar sem sáust voru m.a. lungnabólga og húðbeðsbólga. Greint hefur verið frá tilvikum tækifærissýkinga (sjá kafla 4.4)

Heildartíðni sýkinga og alvarlegra sýkinga hjá hópnum sem fékk einlyfjameðferð með Kevzara var í samræmi við tíðni hjá hópnum sem fékk Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf.

Rof á meltingarvegi

Í rannsóknarþýðinu með samanburði á lyfleysu fékk einn sjúklingur á meðferð með Kevzara rof á meltingarvegi (0,11 tilvik á 100 sjúklingaár). Hjá langtímaöryggis-þýðinu sem fékk Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf var tíðni rofs á meltingarvegi 0,14 á 100 sjúklingaár.

Tilkynningar um rof á meltingarvegi voru aðallega tilkynntar sem fylgikvilli sarpbólgu þ.m.t. rof í neðri meltingarvegi og ígerðarkýli. Sjúklingar sem fengu rof á meltingarvegi voru að nota samhliða bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID), barkstera eða methotrexat. Hversu mikið samhliða lyfin leggja til myndunar rofs á meltingarvegi samanborið við áhrif af notkun Kevzara er ekki þekkt (sjá kafla 4.4).

Ekki var greint frá rofi á meltingarvegi hjá þýðinu sem fékk einlyfjameðferð með Kevzara.

Ofnæmisviðbrögð

Í rannsóknarþýðinu með samanburði á lyfleysu var hlutfall sjúklinga sem hættu meðferð vegna ofnæmisviðbragða hærra hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Kevzara (0,9% hjá hópnum sem fékk 200 mg, 0,5% hjá hópnum sem fékk 150 mg) en með lyfleysu (0,2%). Hlutfall þeirra sem hættu meðferð vegna ofnæmisviðbragða hjá langtímaöryggis-þýðinu sem fékk Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf og þýðinu sem fékk einlyfjameðferð með Kevzara var í samræmi við hjá rannsóknarþýðinu með samanburði á lyfleysu. Hjá rannsóknarþýðinu með samanburði á lyfleysu greindu 0,2% sjúklinga sem fengu meðferð með Kevzara 200 mg einu sinni á 2 vikna fresti + sjúkdómstemprandi gigtarlyf frá alvarlegum tilvikum ofnæmisviðbragða og enginn úr hópnum sem fékk Kevzara 150 mg einu sinni á 2 vikna fresti + sjúkdómstemprandi gigtarlyf.

Viðbrögð á stungustað

Hjá rannsóknarþýðinu með samanburði á lyfleysu var greint frá viðbrögðum á stungustað hjá 9,5%, 8% og 1,4% sjúklinga sem fengu Kevzara 200 mg, 150 mg og lyfleysu í sömu röð. Þessi viðbrögð á stungustað (þ.m.t. roði og kláði) voru væg hjá meirihluta sjúklinganna. Tveir sjúklingar sem fengu Kevzara (0,2%) hættu meðferð vegna viðbragða á stungustað.

Frávik á rannsóknarstofuprófum

Til að gera beinan samanburð mögulegan á tíðni frávika á rannsóknarstofuprófum milli lyfleysu og virkrar meðferðar voru gögn frá viku 0-12 notuð því að það var áður en sjúklingar fengu leyfi til að skipta úr lyfleysu í Kevzara.

Daufkyrningafjöldi

Fækkun daufkyrninga niður fyrir 1 x 109/l kom fram hjá 6,4% sjúklinga í hópnum sem fékk 200 mg Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf og 3,6% sjúklinga í hópnum sem fékk 150 mg Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf borið saman við engan sjúkling í hópnum sem fékk lyfleysu + sjúkdómstemprandi gigtarlyf. Fækkun daufkyrninga niður fyrir 0,5 x 109/l kom fyrir hjá 0,8% sjúklinga í hópnum sem fékk 200 mg Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf og hjá 0,6% í hópnum sem fékk 150 mg Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf. Hjá sjúklingum sem fengu lækkun á heildarfjölda daufkyrninga leiddi aðlögun skammtaáætlunar svo sem hlé á Kevzara meðferð eða minnkun skammta til hækkunar eða eðlilegra gilda heildarfjölda daufkyrninga (sjá kafla 4.2). Lækkun heildarfjölda daufkyrninga tengdist ekki hærri tíðni sýkinga, þ.m.t. alvarlegra sýkinga.

Hjá langtímaöryggis-þýðinu sem fékk Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf og hjá þýðinu sem fékk einlyfjameðferð með Kevzara voru niðurstöður vegna daufkyrningafjölda í samræmi við það sem sást hjá rannsóknarþýðinu með samanburði á lyfleysu (sjá kafla 4.4).

Blóðflagnafjöldi

Fækkun blóðflagna niður fyrir 100 x 103/µl kom fram hjá 1,2% sjúklinga í hópnum sem fékk 200 mg Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf og hjá 0,6% í hópnum sem fékk 150 mg Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf borið saman við engan sjúkling í hópnum sem fékk lyfleysu + sjúkdómstemprandi gigtarlyf.

Hjá langtímaöryggis-þýðinu sem fékk Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf og hjá þýðinu sem fékk einlyfjameðferð með Kevzara voru niðurstöður vegna blóðflagnafjölda í samræmi við það sem sást hjá hjá rannsóknarþýðinu með samanburði á lyfleysu.

Engin blæðingartilvik tengdust fækkun blóðflagna.

Lifrarensím

Í töflu 2 er samantekt um frávik lifrarensíma. Hjá sjúklingum sem fengu hækkun lifrarensíma leiddi aðlögun skammtaáætlunar, svo sem hlé á Kevzara meðferð eða minnkun skammta, til lækkunar eða eðlilegra gilda lifrarensíma (sjá kafla 4.2). Þessar hækkanir tengdust ekki klínískt mikilvægri aukningu á samtengdu bilirubini og voru heldur ekki tengd klínískum einkennum lifrarbólgu eða lifrarbilunar (sjá kafla 4.4).

Tafla 2: Tíðni frávika lifrarensíma í klínískum samanburðarrannsóknum

 

Lyfleysa +

Kevzara 150 mg

Kevzara 200 mg

Kevzara

 

DMARD

+ DMARD

+ DMARD

einlyfjameðferð

 

N = 661

N = 660

N = 661

Allir skammtar

 

 

 

 

N = 467

AST

 

 

 

 

>3 x ULN –

0%

1,2%

1,1%

1,1%

5 x ULN

 

 

 

 

>5 x ULN

0%

0,6%

0,2%

0%

ALT

 

 

 

 

>3 x ULN –

0,6%

3,2%

2,4%

1,9%

5 x ULN

 

 

 

 

>5 x ULN

0%

1,1%

0,8%

0,2%

ULN=efri mörk eðlilegra gilda (Upper Limit of Normal)

DMARD=sjúkdómstemprandi gigtarlyf (Disease-Modifying Anti-Rheumatic Drug)

Blóðfitur

Blóðfitugildi (LDL, HDL og þríglyseríð) voru fyrst metin eftir 4 vikur frá því meðferð með Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyfjum hófst hjá langtímaöryggis-þýðinu. Við viku 4 var meðaltalsgildi LDL aukið um 14 mg/dl, meðaltalsgildi þríglyseríða var aukið um 23 mg/dl og meðaltalsgildi HDL var aukið um 3 mg/dl. Eftir 4 viku sást ekki frekari aukning. Mikilvægur munur var ekki milli skammta.

Hjá langtímaöryggis-þýðinu sem fékk Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf og hjá þýðinu sem fékk einlyfjameðferð með Kevzara voru niðurstöður vegna blóðfitugilda í samræmi við það sem sást hjá þýðinu í samanburðarrannsókninni með lyfleysu.

Mótefnamyndun

Eins og á við um öll prótein sem notuð eru til lyfjameðferðar er möguleiki á mótefnamyndun með Kevzara.

Hjá þýðinu í samanburðarrannsóknum með lyfleysu sýndu 4,0% sjúklinga í hópnum sem fékk 200 mg Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf, 5,6% sjúklinga í hópnum sem fékk 150 mg Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf og 2,0% sjúklinga í hópnum sem fékk lyfleysu + sjúkdómstemprandi gigtarlyf jákvæða svörun í mælingu fyrir mótefni gegn lyfinu. Jákvæð svörun í mælingu fyrir hlutleysandi mótefni greindist hjá 1,0%, 1,6% og 0,2% sjúklinga sem fengu Kevzara 200 mg, 150 mg og lyfleysu í sömu röð.

Niðurstöður hjá hópnum sem fékk einlyfjameðferð með Kevzara var í samræmi við niðurstöður hjá hópnum sem fékk Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf

Myndun mótefna gegn lyfinu getur haft áhrif á lyfjahvörf Kevzara. Engin fylgni sást milli myndunar mótefna gegn lyfinu og verkunarskorti eða aukaverkunum.

Greining ónæmissvörunar er mjög háð næmni og sértækni mælinganna sem notaðar eru og prófunaraðstæðna. Af þessum ástæðum getur samanburður á nýgengi myndunar mótefna gegn Kevzara og nýgengi mótefna gegn öðrum lyfjum verið villandi.

Illkynja sjúkdómar

Hjá þýðinu í samanburðarrannsóknum með lyfleysu komu illkynja sjúkdómar fram af sömu tíðni hjá sjúklingum sem fengu annaðhvort Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf eða lyfleysu + sjúkdómstemprandi gigtarlyf (1,0 tilvik á 100 sjúklingaár).

Hjá langtímaöryggis-þýðinu sem fékk Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf og hjá þýðinu sem fékk einlyfjameðferð með Kevzara var tíðni illkynja sjúkdóma í samræmi við það sem sást hjá þýðinu í samanburðarrannsóknum með lyfleysu (sjá kafla 4.4).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir varðandi ofskömmtun með Kevzara. Engin sértæk meðferð er við Kevzara ofskömmtun. Ef ofskömmtun á sér stað skal fylgjast náið með sjúklingnum, meðhöndla einkenni sem fram koma og hefja stuðningsmeðferð eftir því sem þörf krefur.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Ónæmisbælandi lyf, Interleukínhemlar, ATC-flokkur: L04AC14.

Verkunarháttur

Sarilumab er einstofna manna mótefni (IgG1 undirtegund) sem binst sértækt við bæði leysanlega og himnubundna IL-6 viðtaka (IL-6R ) og hamlar IL-6-miðlaðri boðleið, sem glýkóprótein 130 (gp130) og STAT-3 (the Signal Transducer and Activator of Transcription-3) taka þátt í.

Í starfsemisgreiningum sem gerðar voru á mannafrumum gat sarilumab hindrað IL-6 boðleiðina, mælt sem hömlun á STAT-3, aðeins þegar IL-6 var til staðar.

IL-6 er fjölvirkt frumuboðefni sem örvar mismunandi frumsvörun eins og fjölgun, sérhæfingu, lifun og stýrðan frumudauða og getur virkjað lifrarfrumur til að losa bráðaprótein, þ.m.t. C-virkt prótein (CRP) og mýildi A (amyloid A) í sermi. Hækkuð gildi IL-6 finnast í liðvökva hjá sjúklingum með iktsýki og gegna mikilvægu hlutverki í bæði sjúklegri bólgu og liðskemmdum sem eru aðaleinkenni iktsýki. IL-6 tekur þátt í mismunandi lífeðlisfræðilegum ferlum eins og flutningi og virkjun T-frumna, B-frumna, einkyrninga og beinátfrumna sem leiðir til útbreiddrar bólgu, bólgusvörunar í liðvökva og beineyðingar hjá sjúklingum með iktsýki

Virkni sarilumabs í að minnka bólgu tengist breytingum á rannsóknarstofuprófum eins og lækkun á heildarfjölda daufkyrninga (ANC) og hækkun á blóðfitum (sjá kafla 4.4).

Lyfhrif

Eftir gjöf staks skammts undir húð af sarilumabi 200 mg og 150 mg hjá sjúklingum með iktsýki sást hröð lækkun á gildum C-virks próteins (CRP). Gildi lækkuðu að eðlilegu gildi strax 4 dögum eftir að meðferð hófst. Eftir gjöf staks skammts undir húð af sarilumabi hjá sjúklingum með iktsýki lækkaði heildarfjöldi daufkyrninga að lággildi á milli 3 til 4 dögum og fór svo aftur að upphafgildi (sjá

kafla 4.4) Meðferð með sarilumabi leiddi til lækkunar á fíbrínógeni og mýildi A í sermi og hækkunar á hemóglóbíni og albúmíni í sermi.

Verkun

Verkun og öryggi Kevzara var metið í þremur slembuðum, tvíblindum fjölsetra samanburðarrannsóknum (MOBILITY og TARGET voru samanburðarrannsóknir með lyfleysu og MONARCH var samanburðarrannsókn með virku lyfi) hjá sjúklingum eldri en 18 ára með í meðallagi til verulega virka iktsýki sem greind var samkvæmt viðmiðum ACR (American College of Rheumatology). Sjúklingar voru með a.m.k. 8 viðkvæma og 6 bólgna liði í upphafi.

Samanburðarrannsóknir með lyfleysu

ÍMOBILITY var lagt mat á 1.197 sjúklinga með iktsýki sem voru með ófullnægjandi klíníska svörun við methotrexati (MTX). Sjúklingar fengu Kevzara 200 mg, Kevzara 150 mg eða lyfleysu á 2 vikna fresti með MTX samhliða. Aðalendapunktarnir voru hlutfall sjúklinga sem náðu ACR20 svörun í viku 24, breytingum frá upphafsgildi í fötlunarstuðli HAQ (Health Assessment Questionnaire – Disability Index) í viku 16 og breytingu frá upphafsgildi í aðlöguðu heildar Sharp skori (van der HEijde-modified Total Sharp Score (mTSS)) í viku 52.

ÍTARGET var lagt mat á 546 sjúklinga með iktsýki sem voru með ófullnægjandi klíníska svörun eða óþol fyrir einum eða fleiri TNF-α hemlum. Sjúklingar fengu Kevzara 200 mg, Kevzara 150 mg eða lyfleysu á 2 vikna fresti með hefðbundnum sjúkdómstemprandi gigtarlyfjum (cDMARDs) samhliða. Aðalendapunktarnir voru hlutfall sjúklinga sem náðu ACR20 svörun í viku 24 og breytingum frá upphafsgildi í fötlunarstuðli HAQ í viku 12.

Klínísk svörun

Hlutfall sjúklinga sem fengu Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf og náðu ACR20, ACR50 og ACR70 svörun í MOBILTY og TARGET eru sýnd í töflu 3. Í báðum rannsóknum náðu sjúklingar sem fengu meðferð með annaðhvort 200 mg eða 150 mg Kevzara + sjúkdómstemprandi gigtarlyf á 2 vikna fresti hærri ACR20, ACR50 og ACR70 svörun miðað við sjúklinga sem fengu meðferð með lyfleysu í viku 24. Þessi svörun hélst yfir 3 ára meðferð í opinni framhaldsrannsókn.

Í MOBILITY náði stærra hlutfall sjúklinga sem fengu meðferð með annaðhvort 200 mg eða 150 mg Kevzara á 2 vikna fresti ásamt MTX sjúkdómshléi, skilgreint sem DAS28-CRP (Disease Activity Score 28-C-Reactive Protein) <2,6 samanborið við lyfleysu + MTX í viku 52. Niðurstöður eftir

24 vikur í TARGET voru svipaðar og niðurstöður eftir 52 vikur í MOBILITY (sjá töflu 3).

Tafla 3: Klínísk svörun í vikum 12, 24 og 52 í samanburðarrannsóknunum með lyfleysu, MOBILITY og TARGET

 

 

 

 

Hlutfall sjúklinga

 

 

 

 

MOBILITY

 

 

TARGET

 

 

MTX, sjúklingar með

TNF hemill, sjúklingar með ófullnægjandi

 

ófullnægjandi svörun

 

svörun

 

 

Lyfleysa

Kevzara

 

Kevzara

Lyfleysa

Kevzara

Kevzara

 

+ MTX

150 mg

 

200 mg

+ cDMARD*

150 mg

200 mg

 

N = 398

+ MTX

 

+ MTX

N = 181

+ cDMARD*

+ cDMARD*

 

 

N = 400

 

N = 399

 

N = 181

N = 184

Vika 12

 

 

 

 

 

 

 

DAS28-CRP

 

 

 

 

 

 

 

sjúkdómshlé

 

 

 

 

 

 

 

(< 2,6)

4,8%

18,0%†††

 

23,1%†††

3,9%

17,1%†††

17,9%†††

ACR20

34,7%

54,0%†††

 

64,9%†††

37,6%

54,1%

62,5%†††

ACR50

12,3%

26,5%†††

 

36,3%†††

13,3%

30,4%†††

33,2%†††

ACR70

4,0%

11,0%††

 

17,5%†††

2,2%

13,8%†††

14,7%†††

Vika 24

 

 

 

 

 

 

 

DAS28-CRP

 

 

 

 

 

 

 

sjúkdómshlé

 

 

 

 

 

 

 

(< 2,6)

10,1%

27,8%†††

 

34,1%†††

7,2%

24,9%†††

28,8%†††

ACR20

33,4%

58,0%†††

 

66,4%†††

33,7%

55,8%†††

60,9%†††

ACR50

16,6%

37,0%†††

45,6%†††

18,2%

37,0%†††

40,8%†††

ACR70

7,3%

19,8%†††

24,8%†††

7,2%

19,9%††

16,3%

Vika 52

 

 

 

 

 

 

DAS28-CRP

 

 

 

 

 

 

sjúkdómshlé

 

 

 

 

 

 

(< 2,6)

8,5%

31,0%†††

34,1%†††

NA§

NA§

NA§

ACR20

31,7%

53,5%†††

58,6%†††

 

 

 

ACR50

18,1%

40,0%†††

42,9%†††

 

 

 

ACR70

9,0%

24,8%

26,8%

 

 

 

Meiri háttar

 

 

 

 

 

 

klínísk svörun

3,0%

12,8%†††

14,8%†††

 

 

 

* cDMARD=hefðbundin sjúkdómstemprandi gigtarlyf í TARGET fól í sér methotrexat (MTX), sulfasalazin, leflunomid og hydroxychloroquin

p-gildi <0,01 fyrir mun frá lyfleysu

††p-gildi <0,001 fyrir mun frá lyfleysu

†††p-gildi <0,0001 fyrir mun frá lyfleysu

Aðalendapunktur

§ NA=Á ekki við (Not Applicable) því að TARGET var 24-vikna rannsókn

Meiri háttar klínísk svörun = ACR70 í að minnsta kosti 24 vikur samfellt á 52-vikna tímabilinu

Í bæði MOBILITY og TARGET sáust hærri gildi ACR20 svörunar innan 2 vikna samanborið við lyfleysu og héldust út rannsóknirnar (sjá myndir 1 og 2).

Mynd 1: Hlutfall ACR20 svarana eftir heimsóknum í MOBILITY

Sjúklingar með ACR20 svörun (% +/- staðalskekkja)

 

 

 

Rannsóknarvika

 

 

 

 

 

 

 

KEVZARA 150

 

Lyfleysa +

 

 

 

 

MTX

 

mg + MTX

 

(N=398)

 

(N=400)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

KEVZARA 200 mg + MTX (N=399)

Mynd 2: Hlutfall ACR20 svarana eftir heimsóknum í TARGET

Sjúklingar með ACR20 svörun (% +/- staðalskekkja)

 

 

 

Rannsóknarvika

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lyfleysa +

 

 

KEVZARA 150 mg

 

 

KEVZARA 200 mg + DMARD

 

 

 

 

DMARD

 

 

 

 

(N=184)

 

 

+ DMARD

 

 

(N=181)

 

 

 

 

 

 

 

(N=181)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Niðurstöður þátta viðmiða ACR svörunar í viku 24 fyrir MOBILIY og TARGET eru sýndar í töflu 4. Niðurstöður í 52 viku í MOBILITY voru svipaðar og niðurstöður í 24 viku fyrir TARGET.

Tafla 4: Meðal minnkun frá upphafi til viku 24 í þáttum ACR skors

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

MOBILITY

 

 

TARGET

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lyfleysa

KEVZARA

KEVZARA

Lyfleysa

KEVZARA

KEVZARA

 

+ MTX

150 mg á

200 mg á

+

150 mg á

200 mg á

Þáttur (bil)

(N=398)

2 vikna

2 vikna

cDMARD

2 vikna

2 vikna

 

fresti +

fresti +

(N=181)

fresti +

fresti +

 

 

 

 

MTX

MTX

 

cDMARD

cDMARD

 

 

(N=400)

(N=399)

 

(N=181)

(N=184)

Viðkvæmir

 

 

 

 

 

 

liðir

-14,38

-19,25†††

-19,00†††

-17,18

-17,30

-20,58†††

(0-68)

 

 

 

 

 

 

Bólgnir liðir

-8,70

-11,84†††

-12,43†††

-12,12

-13,04††

-14,03†††

(0-66)

 

 

 

 

 

 

Verkur

 

 

 

 

 

 

VAS

-19,43

-30,75†††

-34,35†††

-27,65

-36,28††

-39,60†††

(0-100 mm)

 

 

 

 

 

 

Mat læknis,

 

 

 

 

 

 

„global“

-32,04

-40,69†††

-42,65†††

-39,44

-45,09†††

-48,08†††

VAS(0-100

 

 

 

 

 

 

mm)

 

 

 

 

 

 

Mat

 

 

 

 

 

 

sjúklings,

 

 

 

 

 

 

„global“

-19,55

-30,41†††

-35,07†††

-28,06

-33,88††

-37,36†††

VAS(0-100

 

 

 

 

 

 

mm)

 

 

 

 

 

 

HAQ-DI

-0,43

-0,62†††

-0,64†††

-0,52

-0,60

-0,69††

(0-3)

 

 

 

 

 

 

CRP

-0,14

-13,63†††

-18,04†††

-5,21

-13,11†††

-29,06†††

cDMARD = hefðbundin sjúkdómstemprandi gigtarlyf

 

 

 

Sjónrænn kvarði (visual analogue scale)

 

 

 

 

†p-gildi <0,01 fyrir mun frá lyfleysu ††p-gildi <0,001 fyrir mun frá lyfleysu

†††p-gildi <0,0001 fyrir mun frá lyfleysu

Svörun samkvæmt röntgenmynd

Í MOBILITY var lagt mat á liðabyggingaskemmdir með röntgenmyndatöku og túlkað sem breyting á aðlöguðu heildar Sharp skori (van der Heijde-modified Total Sharp Score, mTSS) og þáttum þess, eyðingarstigi og þrengingarstigi liðrýmis við viku 52. Röntgenmyndir af höndum og fótum voru teknar við upphaf, í 24. viku og 52. viku og metnar sjálfstætt af a.m.k. tveimur velþjálfuðum lesurum sem voru blindir varðandi meðferðarhóp og númer heimsóknar.

Báðir skammtar af Kevzara + MTX voru með yfirburði yfir lyfleysu + MTX í breytingum frá upphafsgildi í aðlöguðu heildar Sharp skori við 24 og 52 viku (sjá töflu 5). Greint var frá minni versnun bæði eyðingarstigs og þrengingarstigs liðrýmis við 24 og 52 viku hjá hópnum sem fékk meðferð með sarilumabi samanborið við hópinn sem fékk lyfleysu.

Meðferð með Kevzara + MTX var tengd við marktækt minni versnun byggingarskemmda samkvæmt röntgenmynd samanborið við lyfleysu. Við viku 52, voru 55,6% sjúklinga sem fengu Kevzara 200 mg og 47,8% sjúklinga sem fengu Kevzara 150 mg ekki með neina versnun á byggingarskemmdum (skilgreindum eftir breytingum á heildar Sharp skori sem núll eða minna) samanborið við 38,7% sjúklinga sem fengu lyfleysu.

Meðferð með Kevzara 200 mg og 150 mg + MTX hamlaði versnun byggingarskemmda um 91% og 68%, í sömu röð, borið saman við lyfleysu + MTX í viku 52.

Verkun sarilumabs samhliða sjúkdómstemprandi gigtarlyfjum á versnun samkvæmt röntgenmynd sem var metin sem hluti af aðalendapunktum í viku 52 í MOBILITY hélst í allt að þrjú ár frá byrjun meðferðar.

Tafla 5: Meðalbreyting í svörun samkvæmt röntgenmynd frá upphafi að viku 24 og viku 52 í MOBILITY

 

 

MOBILITY

 

 

MTX sjúklingar með ófullnægjandi svörun

 

Lyfleysa

Kevzara

Kevzara

 

+ MTX

150 mg á

200 mg á

 

(N=398)

2 vikna fresti

2 vikna fresti

 

 

+ MTX

+ MTX

 

 

(N=400)

(N=399)

Meðal breyting við viku 24

 

 

 

Aðlagað heildar Sharp skor (mTSS)

1,22

0,54

0,13††

Eyðingarstig (0-280)

0,68

0,26

0,02††

Þrengingarstig liðrýmis

0,54

0,28

0,12

Meðal breyting við viku 52

 

 

 

Aðlagað heildar Sharp Skor (mTSS) ‡

2,78

0,90††

0,25††

Eyðingarstig (0-280)

1,46

0,42††

0,05††

Þrengingarstig liðrýmis

1,32

0,47

0,20††

p-gildi <0,001 †† p-gildi <0,0001

Aðalendapunktur

Svörun varðandi líkamlega færni

Í MOBILITY og TARGET var lagt mat á líkamlega hæfni og fötlun samkvæmt fötlunarstuðli HAQ-DI (Health Assessment Questionnaire Disability Index). Sjúklingar sem fengu Kevzara 200 mg eða 150 mg + sjúkdómstemprandi gigtarlyf á tveggja vikna fresti sýndu meiri bata frá upphafi hvað varðar líkamlega færni samanborið við lyfleysu í viku 16 í MOBILITY og viku 12 í TARGET.

ÍMOBILITY var sýnt fram á marktækan bata hvað varðar líkamlega færni, mælt samkvæmt HAQ-DI við viku 16 samanborið við lyfleysu (-0,58, -0,54 og -0,30 fyrir Kevzara 200 mg + MTX, Kevzara 150 mg + MTX og lyfleysu + MTX, á tveggja vikna fresti, í sömu röð). Í TARGET var sýnt fram á marktækan bata hvað varðar HAQ-DI skor við viku 12 samanborið við lyfleysu (-0,49, -0,50 og -0,29 fyrir Kevzara 200 mg + MTX, Kevzara 150 mg + MTX og lyfleysu + MTX, á tveggja vikna fresti, í sömu röð).

ÍMOBILITY hélst batinn á líkamlegri færni, mælt samkvæmt HAQ-DI að viku 52 (-0,75, -0,71 og

-0,43 fyrir Kevzara 200 mg + MTX, Kevzara 150 mg + MTX og lyfleysu + MTX, á tveggja vikna fresti, í sömu röð).

Sjúklingar sem fengu meðferð með Kevzara + MTX (47,6% í hópnum sem fékk 200 mg og 47,0% í hópnum sem fékk 150 mg) náði klínískt mikilvægum bata samkvæmt HAQ-DI (breyting frá upphafi um ≥0,3 einingar) í viku 52 samanborið við 26,1% í hópnum sem fékk lyfleysu + MTX.

Niðurstöður tilkynntar af sjúklingum

Almennt heilsufarsástand var metið með SF-36 (Short Form health survey). Í MOBILITY og TARGET sýndu sjúklingar sem fengu Kevzara 200 mg + sjúkdómstemprandi gigtarlyf á tveggja vikna fresti eða Kevzara 150 mg + sjúkdómstemprandi gigtarlyf á tveggja vikna fresti meiri bata frá upphafi samanborið við lyfleysu + sjúkdómstemprandi gigtarlyf í samantekt um líkamlega þætti (PCS, Physical Component Summary) og enga versnum í samantekt um geðræna þætti (MCS, Mental Component Summary) í viku 24. Sjúklingar sem fengu Kevzara 200 mg + sjúkdómstemprandi

gigtarlyf greindu frá meiri bata borið saman við lyfleysu í atriðunum líkamleg færni, líkamlegt hlutverk, verkir í líkama, almenn skynjun á heilsufari, lífsþrótti, félagslegri færni og geðheilsu.

Þreyta var metin samkvæmt FACIT-Fatigue kvarðanum. Í MOBILITY og TARGET sýndu sjúklingar sem fengu sarilumab 200 mg + sjúkdómstemprandi gigtarlyf á tveggja vikna fresti eða sarilumab

150 mg + sjúkdómstemprandi gigtarlyf á tveggja vikna fresti meiri bata frá upphafi samanborið við lyfleysu + sjúkdómstemprandi gigtarlyf.

Samanburðarrannsókn með virku lyfi

MONARCH var 24-vikna slembuð, tvíblind rannsókn með blinduðu samanburðarlyfi sem bar saman Kevzara 200 mg einlyfjameðferð við adalimumab 40 mg einlyfjameðferð gefið undir húð á tveggja vikna fresti hjá 369 sjúklingum með í meðallagi til verulega virka iktsýki sem meðferð með methotrexati hentaði ekki fyrir þ.á m. þeir sem voru með óþol fyrir eða ófullnægjandi svörun við methotrexati.

Kevzara 200 mg hafði yfirburði yfir adalimumab 40 mg varðandi minnkun á virkni sjúkdóms og bata í líkamlegri færni, með fleiri sjúklinga sem náðu klínísku sjúkdómshléi á 24 vikum (sjá töflu 6).

Tafla 6: Niðurstöður verkunar fyrir MONARCH

 

Adalimumab

Kevzara

 

40 mg á 2 vikna fresti*

200 mg á 2 vikna fresti

 

(N=185)

(N=184)

 

 

 

DAS28-ESR (aðalendapunktur)

-2,20 (0,106)

-3,28 (0,105)

p-gildi samanborið við adalimumab

 

< 0,0001

DAS28-ESR sjúkdómshlé (<2,6), n (%)

13 (7,0%)

49 (26,6%)

p-gildi samanborið við adalimumab

 

< 0,0001

ACR20 svörun, n (%)

108 (58,4%)

132 (71,7%)

p-gildi samanborið við adalimumab

 

0,0074

ACR50 svörun, n (%)

55 (29,7%)

84 (45,7%)

p-gildi samanborið við adalimumab

 

0,0017

ACR70 svörun, n (%)

22 (11,9%)

43 (23,4%)

p-gildi samanborið við adalimumab

 

0,0036

HAQ-DI

-0,43(0,045)

-0,61(0,045)

p-gildi samanborið við adalimumab

 

0,0037

*Felur í sér sjúklinga sem juku tíðni skammta af adalimumabi 40 mg í vikulega vegna ófullnægjandi svörunar

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Kevzara (sarilumabi) hjá einum eða fleiri undirhópum barna við langvinnri sjálfvakinni liðagigt (þ.m.t. iktsýki, hryggikt, sóraliðagigt og sjálfvakinni barnaliðagigt (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvörf sarilumabs voru greind hjá 2.186 sjúklingum með iktsýki sem fengu meðferð með sarilumabi þ.á m. 751 sjúklingursem fékk meðferð með 150 mg og 891 sjúklingur sem fékk meðferð með 200 mg gefið undir húð á tveggja vikna fresti í allt að 52 vikur.

Frásog

Í þýðisgreiningum lyfjahvarfa var nýting salilumabs eftir inndælingu undir húð metið vera 80%. Miðgildi Tmax eftir stakan skammt undir húð sást eftir 2 til 4 daga. Eftir marga 150 til 200 mg skammta á tveggja vikna fresti var jafnvægi náð á 12 til 16 vikum með 2-til 3-faldri uppsöfnun borið saman við útsetningu eftir stakan skammt.

Fyrir skammtaáætlunina 150 mg á tveggja vikna fresti voru áætluð meðalgildi við jafnvægi

(± staðalfrávik, SD) AUC, Cmin og Cmax fyrir sarilumab 210 ± 115 mg.dag/l, 6,95 ± 7,60 mg/l og 20,4 ± 8,27 mg/l, í sömu röð.

Fyrir skammtaáætlunina 200 mg á tveggja vikna fresti voru áætluð meðalgildi við jafnvægi (± SD) AUC, Cmin og Cmax fyrir sarilumab 396 ± 194 mg.dag/l, 16,7 ± 13,5 mg/l og 35,4 ± 13,9 mg/l, í sömu röð.

Í rannsókn á nytsemi var útsetning sarilumabs eftir 200 mg á tveggja vikna fresti örlítið hærri (Cmax + 24-34%, AUC(0-2w) +7-21%) eftir notkun áfyllta lyfjapennans borið saman við áfylltu sprautuna.

Dreifing

Hjá sjúklingum með iktsýki var dreifingarrúmmál við jafnvægi 8,3 l.

Umbrot

Umbrotsleiðum sarilumabs hefur ekki verið lýst. Sem einstofna mótefni má búast við að sarilumab brotni niður í lítil peptíð og amínósýrur eftir niðurbrotsleiðum á sama hátt og IgG sem myndað er í líkamanum.

Brotthvarf

Sarilumab hverfur brott eftir samhliða línulegum og ólínulegum leiðum. Við hærri þéttni er brotthvarf fyrst og fremst samkvæmt línulegri, ómettanlegri próteinsundrandi leið, en við lægri þéttni er brotthvarf fyrst og fremst samkvæmt ólínulegri mettanlegri markmiðlaðri leið. Þessar samhliða brotthvarfsleiðir leiða til upphafshelmingunartíma 8-10 dagar og helmingunartími við jafnvægi er áætlaður 21 dagur.

Eftir síðasta skammt 150 mg og 200 mg sarilumab við jafnvægi var miðgildi tíma þar til þéttni var ógreinanleg 30 og 49 dagar, í sömu röð.

Einstofna mótefni hverfa ekki brott um nýru eða lifur.

Línulegt/ólínulegt samband

Hjá sjúklingum með iktsýki sást meira en skammtaháð aukning í útsetningu lyfjahvarfa. Við jafnvægi jókst útsetning á tímabilinu milli lyfjagjafa mæld með flatarmáli undir ferli (AUC) um það bil 2-falt með 1,33-faldri aukningu í skammti frá 150 til 200 mg á tveggja vikna fresti.

Milliverkanir við hvarfefni CYP450

Simvastatin er CYP3A4 og OATP1B1 hvarfefni. Í eina viku eftir staka gjöf 200 mg salilumabs undir húð hjá 17 sjúklingum með iktsýki, minnkaði útsetning fyrir simvastatin um 45% og simvastatin sýrum um 36% (sjá kafla 4.5).

Sérstakir sjúklingahópar

Aldur, kyn, kynþáttur og líkamsþyngd

Þýðisgreiningar lyfjahvarfa hjá fullorðnum sjúklingum með iktsýki (aldursbil frá 18 ára til 88 ára með 14% eldri en 65 ára) sýndi að aldur, kyn og kynþáttur hafði ekki marktæk áhrif á lyfjahvörf sarilumab.

Líkamsþyngd hafði áhrif á lyfjahvörf sarilumabs. Þótt 150 mg og 200 mg skammtar sýndu verkun hjá sjúklingum með hærri líkamsþyngd (>100 kg) höfðu sjúklinga sem vógu >100 kg meiri meðferðarávinning af 200 mg skammtinum.

Skert nýrnastarfsemi

Engin formleg rannsókn var gerð á áhrifum skertrar nýrnastarfsemi á lyfjahvörf sarilumabs. Væg til í meðallagi mikil skerðing á nýrnastarfsemi hafði ekki áhrif á lyfjahvörf sarilumabs. Ekki er þörf á að aðlaga skammta hjá sjúklingum með væga til í meðallagi mikla skerðingu á nýrnastarfsemi. Sjúklingar með verulega mikla skerðingu á nýrnastarfsemi voru ekki rannsakaðir.

Skert lifrarstarfsemi

Engin formleg rannsókn var gerð á áhrifum skertrar lifrarstarfsemi á lyfjahvörf sarilumabs (sjá kafla 4.2).

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli rannsókna á eiturverkunum eftir endurtekna skammta, krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkunum á æxlun og þroska.

Engar langtíma dýratilraunir hafa verið gerðar til að staðfesta krabbameinsvaldandi möguleika sarilumabs. Meirihluti upplýsinga um IL-6Rα hömlun bendir fyrst og fremst til and-æxlisáhrifa miðluðum með margvíslegum verkunarháttum sem fela fyrst og fremst í sér STAT-3 hömlun.

Tilraunir in-vitro og in-vivo með sarilumabi sem notuðu manna æxlisfrumulínur sýndu hömlun á STAT-3 virkjun og hömlun á æxlisvexti í dýralíkönum sem byggðu á ósamgena græðlingum úr mannaæxlum.

Frjósemisrannsóknir sem gerðar voru á karlkyns og kvenkyns músum þar sem notað var hliðstæðu músamótefni gegn músa IL-6Rα sýndi ekki skerðingar á frjósemi.

Í nánari rannsókn á eiturverkunum á þroska fyrir/eftir fæðingu var ungafullum cynomolgus öpum gefið sarilumab einu sinni í viku í bláæð frá því snemma á meðgöngu til eðlilegs burðar (u.þ.b.

21 vika). Útsetning móður allt að u.þ.b. 83 faldri útsetningu hjá mönnum byggt á AUC eftir lyfjagjöf undir húð af 200 mg á tveggja vikna fresti leiddi ekki til neinna áhrifa á móður eða fósturvísi-fóstur. Sarilumab hafði ekki áhrif á framgang meðgöngu eða á nýbura við mat allt að 1 mánuði frá burði hvað varðar mælingar á líkamsþyngd, gildi starfræns eða formfræðilegs þroska þ.m.t. mat á beinaþroska, ónæmissvipgerð í eitilfrumum í útlægu blóði og í smásjármati. Sarilumab greindist í sermi nýbura í allt að 1 mánuð. Útskilnaður sarilumabs í mjólk hefur ekki verið rannsakaður hjá Cynomolgus öpum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Histidin

Arginin

Polysorbat 20

Súkrósi

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

2 ár.

Þegar búið er að taka lyfið úr kæli á að gefa Kevzara innan 14 daga og það má ekki geyma við hærri hita en 25°C.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2ºC - 8ºC). Má ekki frjósa.

Geymið áfyllta sprautu/áfylltan lyfjapenna í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5Gerð íláts og innihald

Allar pakkningagerðir innihalda 1,14 ml lausn í sprautu (gler af tegund 1) með áfastri nál úr ryðfríu stáli og stimpli úr teygjanlegri fjölliðu.

Áfyllt sprauta 150 mg:

Einnota áfyllta sprautan hefur nálarhlíf úr styren-butadien teygjanlegri fjölliðu og er með hvíta stimpilstöng úr polystyreni og ljós-appelsínugulum fingurkraga úr polypropyleni.

Áfyllt sprauta 200 mg:

Einnota áfyllta sprautan hefur nálarhlíf úr styren-butadien teygjanlegri fjölliðu og er með hvíta stimpilstöng úr polystyreni og dökk-appelsínugulum fingurkraga úr polypropyleni.

Áfylltur lyfjapenni 150 mg:

Sprautuhlutarnir eru fyrirfram samsettir í einnota áfylltan lyfjapenna með gulri nálarhlíf og ljós- appelsínugulri hettu.

Áfylltur lyfjapenni 200 mg:

Sprautuhlutarnir eru fyrirfram samsettir í einnota áfylltan lyfjapenna með gulri nálarhlíf og dökk- appelsínugulri hettu.

Pakkningastærðir:

2 áfylltar sprautur

Fjölpakkning sem inniheldur 6 (3 pakkningar með 2) áfylltar sprautur

2 áfylltir lyfjapennar

Fjölpakkning sem inniheldur 6 (3 pakkningar með 2) áfyllta lyfjapenna

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Skoða skal áfylltu sprautuna/áfyllta lyfjapennann fyrir hverja notkun. Ekki á að nota lausnina ef hún er skýjuð, mislit eða inniheldur agnir eða ef einhver hluti búnaðarins virðist vera skemmdur.

Eftir að áfyllta sprautan/áfyllti lyfjapenninn hefur verið fjarlægður úr kæli á að leyfa lyfinu að ná stofuhita (<25°C) áður en Kevzara er sprautað.

Ítarlegar leiðbeiningar um lyfjagjöf Kevzara í áfylltri sprautu/áfylltum lyfjapenna eru gefnar í fylgiseðlinum.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur. Eftir notkun skal setja áfyllta sprautu/ áfylltan lyfjapenna í ílát fyrir oddhvassa hluti og farga í samræmi við reglur á hverjum stað. Ekki endurnýta ílátið. Geymið ílátið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

sanofi-aventis groupe 54, rue La Boétie 75008 Paris Frakkland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/17/1196/001

EU/1/17/1196/002

EU/1/17/1196/003

EU/1/17/1196/004

EU/1/17/1196/005

EU/1/17/1196/006

EU/1/17/1196/007

EU/1/17/1196/008

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis:

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu og á vef Lyfjastofnunar www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf