Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Kiovig (human normal immunoglobulin (IVIg)) – Samantekt á eiginleikum lyfs - J06BA02

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsKiovig
ATC-kóðiJ06BA02
Efnihuman normal immunoglobulin (IVIg)
FramleiðandiBaxter AG

1.HEITI LYFS

KIOVIG 100 mg/ml innrennslislyf, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

Eðlilegt manna immúnóglóbúlín (IVIg)

Einn ml inniheldur:

Eðlilegt manna immúnóglóbúlín ……………100 mg (hreinleiki a.m.k. 98% IgG)

Hvert 10 ml hettuglas inniheldur: 1 g af eðlilegu manna immúnóglóbúlíni

Hvert 25 ml hettuglas inniheldur: 2,5 g af eðlilegu manna immúnóglóbúlíni

Hvert 50 ml hettuglas inniheldur: 5 g af eðlilegu manna immúnóglóbúlíni

Hvert 100 ml hettuglas inniheldur: 10 g af eðlilegu manna immúnóglóbúlíni

Hvert 200 ml hettuglas inniheldur: 20 g af eðlilegu manna immúnóglóbúlíni

Hvert 300 ml hettuglas inniheldur: 30 g af eðlilegu manna immúnóglóbúlíni

Dreifing IgG undirflokka (nálgunargildi):

IgG1 ≥ 56,9%

IgG2 ≥ 26,6%

IgG3 ≥ 3,4%

IgG4 ≥ 1,7%

Hámarksinnihald IgA er 140 míkrógrömm/ml.

Unnið úr blóðvökva blóðgjafa.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Innrennslislyf, lausn

Lausnin er tær eða með örlítinn perlugljáa og litlaus eða ljósgul.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Uppbótarmeðferð hjá fullorðnum, börnum og unglingum (á aldrinum 0-18 ára) við:

Frumkomnu ónæmisbrestsheilkenni ásamt skorti á mótefnamyndun (sjá kafla 4.4).

Gammaglóbúlínskorti og endurteknum bakteríusýkingum hjá sjúklingum með langvinnt eitilfrumuhvítblæði, þar sem meðferð með fyrirbyggjandi sýklalyfjum hefur brugðist.

Gammaglóbúlínskorti og endurteknum bakteríusýkingum hjá sjúklingum með stöðugt mergæxli sem svöruðu ekki bólusetningu gegn pneumokokkum.

Gammaglóbúlínskorti hjá sjúklingum eftir ósamgena blóðmyndandi stofnfrumuígræðslu (HSCT).

Meðfæddu alnæmi og endurteknum bakteríusýkingum.

Ónæmisstýring hjá fullorðnum, börnum og unglingum (á aldrinum 0-18 ára) við eftirtöldu:

Frumkominn blóðflagnafæðarpurpuri (ITP) hjá sjúklingum sem eru í mikilli blæðingarhættu eða fyrir aðgerð til þess að leiðrétta blóðflagnafjölda.

Guillain Barré heilkenni.

Kawasakisjúkdómur.

Fjölhreiðra hreyfitaugakvilli (MMN).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Uppbótarmeðferð skal hafin og henni fylgt eftir af lækni sem hefur reynslu af meðferð við ónæmisbresti.

Skammtar

Skammtastærð og meðferðaráform ráðast af ábendingu.

Í uppbótarmeðferð getur þurft að aðlaga skammtastærð að hverjum einstaklingi byggt á lyfjahvörfum og klínískri svörun. Eftirfarandi meðferðaráform eru sett fram til leiðbeiningar.

Uppbótarmeðferð við frumkomnum ónæmisbresti

Meðferðaráform ættu að miða að því að ná lágstyrk IgG (mælt fyrir næstu lyfjagjöf)

í a.m.k. 5-6 g/l. Þrír til sex mánuðir þurfa að líða frá upphafi meðferðar þar til jafnvægi næst. Ráðlagður upphafsskammtur er 0,4-0,8 g/kg líkamsþyngdar (lþ.) gefinn einu sinni og a.m.k. 0,2 g/kg lþ. á þriggja til fjögurra vikna fresti eftir það.

Skammturinn sem þarf til að ná lágstyrk í 5-6 g/l er á bilinu 0,2-0,8 g/kg lþ./mánuði. Bil milli lyfjagjafa þegar stöðugu gildi er náð er á bilinu 3-4 vikur.

Lágstyrk skal mæla og stilla af miðað við tíðni sýkinga. Til að draga úr tíðni sýkinga er hugsanlegt að hækka þurfi skammtinn og miða við hærri lágstyrk.

Gammaglóbúlínskortur og endurteknar bakteríusýkingar hjá sjúklingum með langvinnt eitilfrumuhvítblæði, þar sem meðferð með fyrirbyggjandi sýklalyfjum hefur brugðist. Gammaglóbúlínskortur og endurteknar bakteríusýkingar hjá sjúklingum með stöðugt mergæxli sem ekki sýndu svörun við bólusetningu gegn pneumokokkum. Meðfætt alnæmi og endurteknar bakteríusýkingar

Ráðlagður skammtur er 0,2-0,4 g/kg á þriggja til fjögurra vikna fresti.

Gammaglóbúlínskortur hjá sjúklingum eftir ósamgena blóðmyndandi stofnfrumuígræðslu

Ráðlagður skammtur er 0,2-0,4 g/kg á þriggja til fjögurra vikna fresti. Lágstyrk skal halda yfir 5g/l.

Sjálfvakinn blóðflagnafæðarpurpuri (ITP)

Um tvær ólíkar meðferðaráætlanir er að ræða:

0,8-1 g/kg lþ. á fyrsta degi, sem má endurtaka einu sinni innan 3ja daga

0,4 g/kg lþ. á dag í tvo til fimm daga.

Meðferðina má endurtaka ef bakslag verður.

Heilkenni bráðrar fjöltaugabólgu (Guillain Barré heilkenni)

0,4 g/kg lþ./dag í 5 daga.

Kawasakisjúkdómur

1,6-2 g/kg lþ. ætti að gefa í aðskildum skömmtum í tvo til fimm daga eða 2,0 g/kg lþ. í einum skammti. Sjúklingar ættu einnig að fá meðferð með asetýlsalisýlsýru.

Fjölhreiðra hreyfitaugakvilli (MMN)

Upphafsskammtur: 2 g/kg gefinn á 2-5 dögum.

Viðhaldsskammtur: 1 g/kg á 2 til 4 vikna fresti eða 2 g/kg á 4 til 8 vikna fresti

Ráðlagðir skammtar eru teknir saman í eftirfarandi töflu:

Ábending

Skammtur

Tíðni lyfjagjafa

Uppbótarmeðferð við

upphafsskammtur:

 

frumkomnum ónæmisbresti

0,4-0,8 g/kg

 

 

eftir það:

á 3-4 vikna fresti til að ná IgG

 

0,2-0,8 g/kg

lágstyrk a.m.k. 5-6 g/l

Uppbótarmeðferð við síðkomnum

0,2-0,4 g/kg

á 3-4 vikna fresti til að ná IgG

ónæmisbresti

 

lágstyrk a.m.k. 5-6 g/l

Meðfætt alnæmi

0,2-0,4 g/kg

á 3 - 4 vikna fresti

Gammaglóbúlínskortur (<4 g/l)

0,2-0,4 g/kg

á 3-4 vikna fresti til að ná IgG

hjá sjúklingum eftir ósamgena

 

lágstyrk sem er hærri en 5 g/l

blóðmyndandi

 

 

stofnfrumuígræðslu

 

 

Ónæmisstýring:

 

 

Sjálfvakinn

0,8-1 g/kg

á 1. degi, mögulega endurtekið einu

blóðflagnafæðarpurpuri

eða

sinni innan 3ja daga

 

 

 

0,4 g/kg/dag

í 2-5 daga

Heilkenni bráðrar fjöltaugabólgu

0,4 g/kg/dag

í 5 daga

(Guillain Barré heilkenni)

 

 

Kawasakisjúkdómur

1,6-2 g/kg

í nokkrum skömmtum á 2 - 5 dögum

 

eða

ásamt asetýlsalisýlsýru

 

 

 

2 g/kg

í einum skammti ásamt

 

 

asetýlsalisýlsýru

Fjölhreiðra hreyfitaugakvilli

 

 

(MMN)

upphafsskammtur: 2 g/kg

gefinn á 2-5 dögum

 

viðhaldsskammtur: 1 g/kg

á 2 til 4 vikna fresti

 

eða

eða

 

2 g/kg

á 4 til 8 vikna fresti

Börn

Skammtastærðir hjá börnum og unglingum (á aldrinum 0-18 ára) eru ekki frábrugðnar skammtastærðum hjá fullorðnum, þar sem skammtastærðir hverrar ábendingar miðast við líkamsþyngd og eru aðlagaðar klínískri niðurstöðu áðurnefndra skilyrða.

Lyfjagjöf

Til notkunar í bláæð.

Eðlilegt manna immúnóglóbúlín á að gefa með innrennsli í æð með

upphafshraðanum 0,5 ml/kg lþ./klst í 30 mínútur. Ef þetta þolist vel (sjá kafla 4.4) má stigauka hraðann upp í 6 ml/kg lþ./klst. að hámarki. Klínískar upplýsingar frá takmörkuðum fjölda sjúklinga benda einnig til að fullorðnir sjúklingar með frumkominn ónæmisbrest geti þolað innrennslishraða upp að 8 ml/kg/lþ./klst. Frekari varúðarreglur við notkun lyfsins eru í kafla 4.4.

Ef þynna þarf KIOVIG fyrir gjöf skal það gert með 5% glúkósa lausn þannig að lokastyrkur

sé 50 mg/ml (5% immúnóglóbúlín). Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um þynningu lyfsins fyrir gjöf.

Ef aukaverkanir tengjast sjálfri innrennslisgjöfinni skal minnka innrennslishraðann eða hætta innrennslisgjöf.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Ofnæmi fyrir manna immúnóglóbúlínum, sérstaklega hjá sjúklingum sem hafa mótefni gegn IgA.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Vissar alvarlegar aukaverkarnir geta tengst hraða innrennslisins. Fylgja verður nákvæmlega ráðlögðum hraða innrennslis sem gefinn er í kafla 4.2. Fylgjast verður náið með sjúklingum og gæta að öllum einkennum meðan á innrennsli stendur.

Vissar aukaverkanir geta verið algengari

við hratt innrennsli

hjá sjúklingum sem fá eðlilegt manna immúnóglóbúlín í fyrsta sinn, eða í einstaka tilfelli, þegar skipt er um tegund eðlilegs manna immúnóglóbúlíns eða ef langt er liðið frá síðustu lyfjagjöf.

Oft er hægt að koma í veg fyrir hugsanlega fylgikvilla með því að tryggja að:

­sjúklingar séu ekki næmir fyrir eðlilegu manna immúnóglóbúlíni með því að dæla lyfinu hægt í upphafi (0,5 ml/kg lþ./klst.);

­fylgst sé vel með einkennum sjúklinga meðan á innrennsli stendur. Sérstaklega skal fylgjast vel með sjúklingum sem ekki hafa áður fengið eðlilegt manna immúnóglóbúlín, sjúklingum sem áður hafa fengið aðra tegund IVIg lyfs eða þegar langt er liðið frá síðustu lyfjagjöf meðan á fyrstu lyfjagjöf stendur og í klukkustund eftir að fyrstu lyfjagjöf lýkur til að greina einkenni fylgikvilla. Fylgjast skal með öllum öðrum sjúklingum í a.m.k. 20 mínútur eftir lyfjagjöf.

Ef um aukaverkun er að ræða verður að minnka eða stöðva innrennsli.

Nauðsynleg meðferð byggist á eðli og alvarleika aukaverkunar.

Ef um lost er að ræða skal veita viðeigandi meðferð við losti.

Við lyfjagjöf IVIg þarf eftirfarandi hjá öllum sjúklingum:

næga vökvun áður en innrennsli IVIg hefst

fylgjast með þvagmagni

fylgjast með gildum kreatiníns í blóðvökva

fylgjast með merkjum og einkennum um segamyndun

meta blóðseigju hjá sjúklingum í áhættuhópi m.t.t. aukinnar blóðseigju

varast samtímis gjöf mikilvirkra þvagræsilyfja.

Ef þynna þarf KIOVAG í lægri styrk fyrir sjúklinga með sykursýki, skal endurmeta hvort nota eigi 5% glúkósa lausn til þynningar.

Ofnæmi

Eiginleg ofnæmisviðbrögð eru sjaldgæf. Þau geta komið fram hjá sjúklingum með and-IgA mótefni. IVIg er ekki ætlað sjúklingum með sértækan IgA skort þar sem IgA skorturinn er eina frávikið sem máli skiptir.

Í einstaka tilfellum getur eðlilegt manna immúnóglóbúlín valdið blóðþrýstingsfalli með bráðaofnæmisviðbrögðum, jafnvel hjá sjúklingum sem hafa þolað fyrri meðferð með eðlilegu manna immúnóglóbúlíni.

Segarek

Klínískar vísbendingar benda til tengsla á milli IVIg gjafar og segarekstilfella á borð við hjartadrep, heilablóðfall (þ.m.t. slag), lungnablóðrek og segamyndun í djúpbláæðum, sem er talið tengjast hlutfallslegri aukningu í blóðseigju vegna mikils innstreymis immúnóglóbúlíns hjá sjúklingum í áhættuhópi. Aðgát skal höfð við ávísun og lyfjagjöf IVIg hjá of feitum sjúklingum og hjá sjúklingum með áhættuþætti fyrir sega (t.d. sögu um æðakölkun, marga áhættuþætti varðandi hjarta- og æðasjúkdóma, háan aldur, minnkað útfall hjarta, háþrýsting, notkun estrógena, sykursýki og sögu um æðasjúkdóma eða segarekstilfelli, sjúklinga með áunna eða ættgenga segamyndun, sjúklinga með sjúkdóma sem valda of mikilli blóðstorknun (hypercoagulable disorders), langlegusjúklinga, sjúklinga með alvarlegan þurrk, sjúklinga með sjúkdóma sem auka blóðseigju, sjúklinga með inniliggjandi æðaholleggi og sjúklinga sem fá háa skammta og hratt innrennsli).

Ofurpróteindreyri, aukin seigja í blóðvökva og síðbúin, hlutfallsleg sýndarblóðnatríumlækkun getur komið fram hjá sjúklingum sem fá meðferð með IVIg. Læknar ættu að taka tillit til þess, þar sem upphaf meðferðar við raunverulegri blóðnatríumlækkun (þ.e. minnka blóðvökvalaust vatn) hjá slíkum sjúklingum getur valdið enn meiri aukningu seigju í blóðvökva og hugsanlega til tilhneigingar til segareks.

Sjúklingum í áhættuhópi m.t.t. segareksaukaverkana ætti að gefa IVIg lyf á minnsta mögulega hraða og í minnsta mögulegum skammti.

Bráð nýrnabilun

Tilkynnt hefur verið um tilvik um bráða nýrnabilun hjá sjúklingum á IVIg meðferð. Þar á meðal eru bráð nýrnabilun, brátt pípludrep, aðlægur nýrnakvilli í nýrnapíplum og nýrungaheilkenni af osmósískum orsökum. Í flestum tilfellum hafa áhættuþættir verið greindir, s.s. nýrnastarfsbilun, sykursýki, þurrkur, yfirþyngd, samtímis gjöf lyfja með eituráhrif á nýru eða aldur yfir 65, sýklasótt, aukin blóðseigja eða villiprótíndreyri.

Ef um skerta nýrnastarfsemi er að ræða ætti að íhuga að hætta notkun IVIg. Þó svo þessi tilfelli nýrnatruflana og skyndilegrar nýrnabilunar hafi verið tengd notkun margra skráðra IVIg lyfja, sem innihalda margvísleg hjálparefni líkt og súkrósa, glúkósa og maltósa, hafa þau sem innihalda súkrósa til að auka stöðugleika lyfsins átt þátt í hlutfallslega fleiri tilfellum en önnur. Hjá sjúklingum í áhættuhópi má ígrunda notkun IVIg lyfja sem innihalda ekki þessi hjálparefni. KIOVIG inniheldur ekki súkrósa, maltósa eða glúkósa.

Sjúklingum í áhættuhópi m.t.t. skyndilegrar nýrnabilunar ætti að gefa IVIg lyf á minnsta mögulega hraða og í minnsta mögulegum skammti.

Bráður lungnaskaði er tengist blóðgjöf (transfusion related acute lung injury, TRALI)

Greint hefur verið frá lungnabjúg, sem ekki er upprunnin frá hjarta (noncardiogenic) (bráðum lungnaskaða er tengist blóðgjöf) hjá sjúklingum sem fengu IVIg-lyf (þ.m.t. KIOVIG).

Heilahimnubólga án sýkingar (aseptic meningitis syndrome, AMS)

Greint hefur verið frá heilahimnubólgu án sýkingar samhliða meðferð með IVIg-lyfjum. Þegar IVIg meðferð var hætt batnaði AMS innan nokkurra daga án eftirkasta. Heilkennið kemur yfirleitt í ljós eftir nokkra klukkutíma til 2 dögum eftir IVIg meðferð. Rannsóknir á heila- og mænuvökva eru yfirleitt jákvæðar þar sem frumnager nemur allt að nokkrum þúsundum frumna á mm3, einna helst frá kyrningabálki og hækkun prótíngilda nemur nokkur hundruð mg/dL.

AMS getur verið algengari í tengslum við stóra skammta (2 g/kg) í IVIg meðferð.

Engin skýr fylgni AMS við stærri skammta kom fram í upplýsingum eftir markaðssetningu KIOVIG. Hærri tíðni AMS kom fram hjá konum.

Rauðalosblóðleysi

IVIg afurðir geta innihaldið mótefni blóðflokka sem geta verkað sem rauðkornakljúfar og valdið hjúpun rauðra blóðkorna með immúnóglóbúlínum in vivo sem framkallar andglóbúlínviðbrögð (Coombs-próf) og í sjaldgæfum tilvikum rauðkornarofi. Rauðalosblóðleysi getur komið fram í kjölfar IVIg meðferðar vegna aukinnar bindingar rauðra blóðkorna. Fylgjast ætti með klínískum einkennum og einkennum blóðlýsu hjá sjúklingum sem fá IVIg (sjá kafla 4.8)

Víxlverkun við sermisprófanir

Ýmis mótefni í blóði sjúklings geta hækka tímabundið eftir innrennsli immúnóglóbúlíns og geta valdið misvísandi niðurstöðum í sermisprófunum.

Þegar mótefni gegn mótefnavökum rauðra blóðkorna, s.s. A, B, D, fylgja við gjöf lyfsins geta þau víxlverkað við sum sermispróf fyrir mótefnum rauðra blóðkorna til dæmis beint andglóbúlín próf (DAT, beint Coombs próf).

Gjöf KIOVIG getur leitt til falskt jákvæðra niðurstaðna úr prófunum sem byggjast á greiningu á beta-D-glúkönum til greiningar á sveppasýkingum. Þetta getur varað í nokkrar vikur eftir innrennsli lyfsins.

Smitþættir

KIOVIG er framleitt úr blóðvökva manna. Staðlaðar aðferðir til að koma í veg fyrir sýkingar af völdum lyfja framleiddum úr blóði eða blóðvökva manna eru m.a. val á blóðgjöfum, skimun eftir ákveðnum merkjum um sýkingu og notkun aðferða í framleiðsluferlinu sem deyða eða fjarlægja veirur. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir er ekki hægt að koma alveg í veg fyrir mögulegt smit þegar gefið er lyf sem framleitt er úr blóði eða blóðvökva manna. Þetta á einnig við óþekktar eða nýjar veirur og aðra sjúkdómsvalda.

Þær ráðstafanir sem gerðar eru teljast virkar gegn hjúpuðum veirum á borð við HIV, HBV og HCV og fyrir óhjúpuðu veirurnar HAV og Parvóveiru B19.

Jákvætt er að ekki hafa komið upp klínísk tilfelli þar sem lifrarbólga A eða Parvóveira B19 hefur borist með immúnóglóbúlínum og einnig er talið að mótefnainnihaldið eigi þátt í vörnum gegn veirusmiti.

Eindregin tilmæli eru um að í hvert sinn sem sjúklingi er gefið KIOVIG, sé nafn og lotunúmer lyfsins skráð til að tryggja að hægt sé að tengja sjúkling og framleiðslulotur lyfsins.

Börn

Börn eru ekki talin vera í aukinni hættu varðandi ofangreindar aukaverkanir. Börn kunna að vera viðkvæmari fyrir of háum skömmtum (sjá kafla 4.9).

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Lifandi veikluð veirubóluefni

Lyfjagjöf immúnóglóbúlíns getur haft hamlandi áhrif í a.m.k. 6 vikur og í allt að 3 mánuði á verkun lifandi veiklaðra veirubóluefna á borð við mislinga, rauða hunda, hettusótt og hlaupabólu. Eftir gjöf þessa lyfs ættu 3 mánuðir að líða áður en bólusett er með lifandi veikluðu veirubóluefni. Ef um mislinga er að ræða geta þessi hamlandi áhrif varað í allt að 1 ár. Því ættu sjúklingar sem fá bólusetningu við mislingum að láta mæla mótefni sín.

Þynning KIOVIG með 5% glúkósa lausn getur valdið aukningu blóðglúkósa.

Börn

Milliverkanir sem taldar eru upp eiga bæði við um fullorðna og börn.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Öryggi þessa lyfs, til notkunar á meðgöngu, hefur ekki verið staðfest með klínískum samanburðarrannsóknum og ætti því að fara varlega í að gefa það þunguðum konum og mæðrum með barn á brjósti. Greint hefur verið frá því að IVIg efni fara yfir fylgju og eykst slíkt á þriðja þriðjungi meðgöngunnar. Klínísk reynsla af immúnóglóbúlínum bendir til að ekki sé að vænta skaðlegra áhrifa á framgang meðgöngu, fóstur eða nýfætt barn.

Brjóstagjöf

Immúnóglóbúlín skilst út í brjóstamjólk og getur stuðlað að verndun hjá ungbörnum gegn sýkingavöldum sem berast yfir slímhúð.

Frjósemi

Klínísk reynsla af immúnóglóbúlínum bendir til að ekki sé að vænta skaðlegra áhrifa á frjósemi.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Aukaverkanir er tengjast KIOVIG geta haft áhrif á hæfni til aksturs og stjórnunar véla. Því skulu sjúklingar sem fá aukaverkanir í meðferð bíða með akstur og stjórnun véla þar til einkenni hverfa.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggismati

Aukaverkanir á borð við kuldahroll, höfuðverk, sundl, hita, uppköst, ofnæmisviðbrögð, ógleði, liðverki, lágan blóðþrýsting og vægan bakverk geta komið fyrir í einhverjum tilfellum.

Immúnóglóbúlín kunna að valda skyndilegu falli í blóðþrýstingi og í einstaka tilfelli ofnæmislosti, jafnvel þegar sjúklingurinn hefur ekki sýnt nein merki ofnæmis við fyrri lyfjagjafir.

Tilfelli af skammvinnri heilahimnubólgu sem ekki er af völdum baktería (aseptic meningitis) og sjaldgæf tilfelli af skammvinnum húðviðbrögðum hafa komið fram með venjulegu manna immúnóglóbúlíni. Tilfelli af afturkræfu blóðlýsublóðleysi hafa komið fram hjá sjúklingum, sérstaklega sjúklingum í blóðflokki A, B og AB. Í sjaldgæfum tilfellum getur komið fram rauðalosblóðleysi þannig að blóðgjöf er nauðsynleg eftir háskammtameðferð með IVIg (sjá einnig kafla 4.4).

Hækkun á kreatinín gildum og/eða bráð nýrnabilun hefur komið fram.

Í einstaka tilfellum: Segarek eins og hjartadrep, heilablóðfall, lungnablóðrek og segamyndun í djúpum bláæðum.

Samantekt aukaverkana í töflu

Í töflunum hér á eftir er að finna samantekt á aukaverkunum samkvæmt MeDRA flokkun eftir líffærum (SOC og viðeigandi heiti). Tafla 1 sýnir aukaverkanir úr klínískum rannsóknum og tafla 2 aukaverkanir eftir markaðssetningu.

Tíðni hefur verið skilgreind á eftirfarandi hátt: mjög algengar (≥1/10), algengar (1/100 til <1/10), sjaldgæfar (1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (1/10.000 til <1/1.000), örsjaldan koma fyrir (<1/10.000) tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan tíðniflokka, eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 1

Tíðni aukaverkana í klínískum rannsóknum með KIOVIG

MedDRA

 

 

Flokkun eftir líffærum

Aukaverkun

Tíðni

(SOC)

 

 

Sýkingar af völdum sýkla

Berkjubólga, nefkoksbólga

Algengar

og sníkjudýra

Langvinn skútabólga, sveppasýking, sýking,

Sjaldgæfar

 

nýrnasýking, skútabólga, sýking í efri

 

 

öndunarvegi, þvagfærasýking, bakteríusýking í

 

 

þvagfærum, heilahimnubólga án sýkingar

 

Blóð og eitlar

Blóðleysi, eitlastækkanir

Algengar

Ónæmiskerfi

Ofnæmi, bráðaofnæmi

Sjaldgæfar

Innkirtlar

Kvillar í skjaldkirtli

Sjaldgæfar

Efnaskipti og næring

Minnkuð matarlyst

Algengar

Geðræn vandamál

Svefnleysi, kvíði

Algengar

 

Skapstyggð

Sjaldgæfar

Taugakerfi

Höfuðverkur

Mjög algengar

 

Sundl, mígreni, náladofi, snertiskynsminnkun

Algengar

 

Minnisleysi, tormæli, bragðtruflun,

Sjaldgæfar

 

jafnvægistruflun, skjálfti

 

Augu

Tárubólga

Algengar

 

Augnverkur, augnbólga

Sjaldgæfar

Eyru og völundarhús

Svimi, vökvi í miðeyra

Sjaldgæfar

Hjarta

Hraðtaktur

Algengar

Æðar

Háþrýstingur

Mjög algengar

 

Roði í andliti

Algengar

 

Kuldi í útlimum, bláæðabólga

Sjaldgæfar

Öndunarfæri, brjósthol og

Hósti, nefrennsli, astmi, stíflur í nefi, verkur í

Algengar

miðmæti

munni og koki, andnauð

 

 

Bólgur í munni og koki

Sjaldgæfar

Meltingarfæri

Ógleði

Mjög algengar

 

Niðurgangur, uppköst, kviðverkur,

Algengar

 

meltingartruflanir

 

 

Uppþemba

Sjaldgæfar

Húð og undirhúð

 

Útbrot

Mjög algengar

 

 

Mar, kláði, ofsakláði, húðbólga, roði

Algengar

 

 

Ofsabjúgur, bráður ofsakláði, kaldur sviti,

Sjaldgæfar

 

 

ljósnæmisviðbrögð, nætursviti, ofsviti

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Bakverkur, liðverkur, verkir í útlimum,

Algengar

 

 

vöðvaþrautir, sinadráttur, vöðvaslen

 

 

 

Vöðvakippir

Sjaldgæfar

Nýru og þvagfæri

 

Prótínmiga

Sjaldgæfar

Almennar aukaverkanir og

 

Staðbundin viðbrögð (t.d.

Mjög algegnar

aukaverkanir á íkomustað

 

verkur/bólga/viðbrögð/kláði á innrennslisstað),

 

 

 

hiti, þreyta

 

 

 

Kuldahrollur, bjúgur, flensulík einkenni,

Algengar

 

 

óþægindi fyrir brjósti, verkur fyrir brjósti,

 

 

 

þróttleysi, slappleiki, hrollur

 

 

 

Þyngsli fyrir brjósti, hitatilfinning,

Sjaldgæfar

 

 

sviðatilfinning, bólga

 

Rannsóknaniðurstöður

 

Hækkað kólesteról í blóði, hækkað kreatínín

Sjaldgæfar

 

 

í blóði, hækkað þvagefni í blóði, lækkaður fjöldi

 

 

 

hvítra blóðkorna, hækkun á

 

 

 

alanínamínótransferasa, lækkað

 

 

 

blóðkornahlutfall, lækkaður fjöldi rauðra

 

 

 

blóðkorna, mæði

 

 

 

 

 

 

 

 

Tafla 2

 

 

 

Aukaverkanir eftir markaðssetningu

 

MedDRA

 

 

 

 

Flokkun eftir líffærum

 

Aukaverkun

 

Tíðni

(SOC)

 

 

 

 

Blóð og eitlar

Blóðlýsa

 

Tíðni ekki þekkt

Ónæmiskerfi

Bráðaofnæmislost

 

Tíðni ekki þekkt

Taugakerfi

Skammvinn heilablóðþurrð, heilablóðfall

 

Tíðni ekki þekkt

Hjarta

Hjartadrep

 

Tíðni ekki þekkt

Æðar

Lágþrýstingur, segamyndun í djúpbláæðum

 

Tíðni ekki þekkt

Öndunarfæri, brjósthol og

Lungnablóðrek, lungnabjúgur

 

Tíðni ekki þekkt

miðmæti

 

 

 

 

Rannsóknaniðurstöður

Jákvæðar niðurstöður úr Coombs-prófi, minnkuð

 

Tíðni ekki þekkt

 

súrefnismettun

 

 

Áverkar og eitranir

Bráður lungnaskaði sem tengist blóðgjöf

 

Tíðni ekki þekkt

Lýsing á völdum aukaverkunum

Aðeins var tilkynnt um vöðvakippi og vöðvaslen hjá sjúklingum með fjölhreiðra hreyfitaugakvilla.

Börn

Tíðni, gerð og alvarleiki aukaverkana hjá börnum eru þau sömu og hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

Til öryggis, með tilliti til smitþátta, sjá kafla 4.4.

4.9Ofskömmtun

Of stór skammtur getur leitt til vökvaofhleðslu og ofseigju (hyperviscosity), sérstaklega hjá sjúklingum í áhættuhópum, þ.á.m. eldri sjúklingum eða sjúklingum með hjarta- eða nýrnakvilla.

Börn

Smærri börn undir 5 ára aldri kunna að vera sérstaklega viðkvæm fyrir of háum skömmtum. Því skal gæta ítrustu nákvæmni þegar reiknaðir eru út skammtar fyrir þennan hóp. Að auki eru börn með Kawasakisjúkdóm í sérstaklega mikilli hættu vegna undirliggjandi hjartavandamála svo stýra ætti skömmtum og tíðni lyfjagjafa vandlega.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Ónæmisglóbúlín normal manna gefin í æð, ATC flokkur: J06BA02.

Eðlilegt manna immúnóglóbúlín inniheldur aðallega immúnóglóbúlín G (IgG) með breiðum hóp mótefna gegn smitsjúkdómavöldum.

Eðlilegt manna immúnóglóbúlín inniheldur þau IgG mótefni sem til staðar eru í eðlilegu þýði. Það er venjulega útbúið úr safni blóðvökva úr ekki færri en 1.000 blóðgjöfum. Það hefur mjög líka dreifingu af undirflokkum immúnóglóbúlíns og er í venjulegum blóðvökva manna. Nægilegir skammtar af lyfinu getur komið óeðlilega lágum styrk immúnóglóbúlíns G í eðlilegt horf.

Verkunarmátinn við aðrar ábendingar en uppbótarmeðferð er ekki að fullu ljós, en felur í sér stýringu ónæmissvars.

Börn

Enginn fræðilegur eða sjáanlegur munur er á verkun immúnóglóbúlíns hjá börnum og fullorðnum.

5.2Lyfjahvörf

Eðlilegt manna immúnóglóbúlín er samstundis og algerlega til taks í blóðrás sjúklings eftir innrennsli í æð. Það dreifist tiltölulega hratt úr blóðvökva í utanæðavökva; eftir u.þ.b. 3 til 5 daga er jafnvægi náð milli innan- og utanæðavökva.

Lyfjahvörf fyrir KIOVIG voru ákvörðuð í tveimur klínískum rannsóknum á sjúklingum með frumkominn ónæmisbrest í Evrópu og Bandaríkjunum. Í þessum rannsóknum voru 83 þáttakendur að minnsta kosti 2 ára og meðhöndlaðir með skömmtum frá 300 til 600 mg/kg líkamsþyngdar gefnir

á 21 til 28 daga fresti í 6 til 12 mánuði. Meðalgildi á IgG helmingunartíma eftir lyfjagjöf hjá KIOVIG var 32,5 dagar. Þessi helmingunartími getur verið breytilegur milli sjúklinga, sérstaklega við frumkominn ónæmisbrest. Kennitölur lyfjahvarfanna eru teknar saman í töflunni fyrir neðan. Allar kennitölur voru skoðaðar og flokkaðar eftir 3 aldurshópum, börn (undir 12 ára, n=5) unglingar (13-17 ára n=10) og fullorðnir (eldri en 18 ára n=64). Gildin í KIOVIG rannsókninni eru sambærileg við kennitölur sem gefnar hafa verið út fyrir önnur manna immúnóglóbúlín.

Samantekt á kennitölum KIOVIG lyfjahvarfa

 

 

Börn

Unglingar

Fullorðnir

Kennitala

(12 ára eða yngri)

(13-17 ára)

(18 ára og eldri)

 

Miðgildi

 

95%CI*

Miðgildi

95%CI*

Miðgildi

95%CI*

Helmingunartími

41,3

 

20,2 til 86,8

45,1

27,3 til 89,3

31,9

29,6 til 36,1

(dagar)

 

 

 

 

 

 

 

 

Cmin (mg/dl)/(mg/kg)

2,28

 

1,72 til 2,74

2,25

1,98 til 2,64

2,24

1,92 til 2,43

(lágstyrkur)

 

 

 

 

 

 

 

 

Cmax (mg/dl)/(mg/kg)

4,44

 

3,30 til 4,90

4,43

3,78 til 5,16

4,50

3,99 til 4,78

(hástyrkur)

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimtur in vivo (%)

 

87 til 137

75 til 121

96 til 114

Stigvaxandi heimtur

2,26

 

1,70 til 2,60

2,09

1,78 til 2,65

2,17

1,99 til 2,44

(mg/dl)/(mg/kg)

 

 

 

 

 

 

 

 

AUC0-21d (g·klst./dl)

1,49

 

1,34 til 1,81

1,67

1,45 til 2,19

1,62

1,50 til 1,78

(flatarmál undir ferli)

 

 

 

 

 

 

 

 

*CI - öryggisbil

 

 

 

 

 

 

 

IgG og IgG-fléttur eru brotin niður í frumum átfrumukerfisins (RES).

5.3Forklínískar upplýsingar

Immúnóglóbúlín eru eðlilegir þættir mannslíkamans.

Sýnt hefur verið fram á öryggi KIOVIG í nokkrum rannsóknum öðrum en klínískum. Aðrar upplýsingar en klínískar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, byggt á hefðbundnum rannsóknum á lyfjafræðilegu öryggi og eiturverkun.

Rannsóknir á eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni og eiturverkunum á æxlun hjá dýrum koma ekki að gagni þar sem slíkt leiðir til truflandi mótefnamyndunar gegn ósamstæðum próteinum. Af því að klínísk reynsla gefur enga vísbendingu um krabbameinsvaldandi áhrif immúnóglóbúlína, hafa ekki verið gerðar rannsóknir hjá ólíkum tegundum.

6.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Glýsín

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau sem nefnd eru í kafla 6.6.

6.3Geymsluþol

2 ár.

Ef þynna þarf lyfið í lægri styrk, þá er mælt með að nota það strax eftir þynningu. Sýnt hefur verið fram á stöðugleika KIOVIG eftir þynningu í 5% glúkósa lausn í lokastyrk 50 mg/ml (5%) immúnóglóbúlín í 21 dag við 2°C til 8°C og einnig við 28°C til 30°C; þó ber þess að geta að þessar rannsóknir tóku ekki til örverumengunar og öryggis.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Má ekki frjósa.

Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymsluskilyrði eftir þynningu lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

10, 25, 50, 100, 200 eða 300 ml af lausn í hettuglösum (gler af tegund I) með loki (brómóbútýl). Pakkningastærð: 1 hettuglas

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Lyfið skal hafa náð stofuhita eða líkamshita fyrir lyfjagjöf.

Ef þynna þarf lyfið er mælt með að nota 5% glúkósa. Fyrir immúnóglóbúlín lausn 50 mg/ml (5%), skal þynna KIOVIG 100 mg/ml (10%) með jafnmiklu rúmmáli af glúkósa lausn. Mælt er með að framkvæma þynningu þannig að minnsta möguleg örverumengun geti átt sér stað.

Skoða skal lausnina m.t.t. sýnilegra agna og litar fyrir lyfjagjöf. Lausnin skal vera tær eða með örlitlum perlugljáa og litlaus eða ljósgul. Ekki má nota lausnir sem eru skýjaðar eða innihalda agnir.

KIOVIG á aðeins að gefa í bláæð. Annars konar lyfjagjöf hefur ekki verið metin.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Baxter AG

Industriestrasse 67

A-1221 Vín

Austurríki

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/05/329/001

EU/1/05/329/002

EU/1/05/329/003

EU/1/05/329/004

EU/1/05/329/005

EU/1/05/329/006

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 19. janúar 2006

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 6. desember 2010

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/ Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf