Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Kogenate Bayer (octocog alfa) – Samantekt á eiginleikum lyfs - B02BD02

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsKogenate Bayer
ATC-kóðiB02BD02
Efnioctocog alfa
FramleiðandiBayer AG  

1.HEITI LYFS

KOGENATE Bayer 250 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

KOGENATE Bayer 500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

KOGENATE Bayer 1000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

KOGENATE Bayer 2000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

KOGENATE Bayer 3000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Hvert hettuglas inniheldur að lágmarki 250/500/1000/2000/3000 a.e. af storkuþætti VIII úr mönnum (INN: októkóg alfa).

Storkuþáttur VIII úr mönnum er framleiddur með raðbrigða DNA tækni (rDNA) í nýrnafrumum úr ungum hömstrum sem innihalda gen storkuþáttar VIII úr mönnum.

Einn ml af KOGENATE Bayer 250 a.e. inniheldur eftir blöndun með vatni fyrir stungulyf u.þ.b. 100 a.e. (250 a.e. / 2,5 ml) af storkuþætti VIII úr mönnum (INN: októkóg alfa).

Einn ml af KOGENATE Bayer 500 a.e. inniheldur eftir blöndun með vatni fyrir stungulyf u.þ.b. 200 a.e. (500 a.e. / 2,5 ml) af storkuþætti VIII úr mönnum (INN: októkóg alfa).

Einn ml af KOGENATE Bayer 1000 a.e. inniheldur eftir blöndun með vatni fyrir stungulyf u.þ.b. 400 a.e. (1000 a.e. / 2,5 ml) af storkuþætti VIII úr mönnum (INN: októkóg alfa).

Einn ml af KOGENATE Bayer 2000 a.e. inniheldur eftir blöndun með vatni fyrir stungulyf u.þ.b. 400 a.e. (2000 a.e. / 5 ml) af storkuþætti VIII úr mönnum (INN: októkóg alfa).

Einn ml af KOGENATE Bayer 3000 a.e. inniheldur eftir blöndun með vatni fyrir stungulyf u.þ.b. 100 a.e. (600 a.e. / 5 ml) af storkuþætti VIII úr mönnum (INN: októkóg alfa).

Virknin (a.e.) er ákvörðuð með því að nota eins þreps storkupróf borið saman við FDA Mega staðal sem var kvarðaður við WHO staðal í alþjóðlegum einingum (a.e.).

Sértæk virkni KOGENATE Bayer er u.þ.b. 4.000 a.e./mg próteins.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyfsstofn og leysir, lausn (Bio-Set búnaður).

Stungulyfsstofn: þurrt hvítt/gulleitt duft eða duftkaka.

Leysir: vatn fyrir stungulyf, tær, litlaus lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Meðferð eða varnandi meðferð við blæðingum hjá sjúklingum með dreyrasýki A (meðfæddan skort á storkuþætti VIII).

Lyfið inniheldur ekki von Willebrand storkuþátt og er því ekki ætlað til notkunar við von Willebrandssjúkdómi.

Þetta lyf er ætlað fullorðnum, unglingum og börnum á öllum aldri.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð á að vera undir eftirliti læknis sem hefur reynslu í meðferð við dreyrasýki.

Skammtar

Fjöldi gefinna eininga af storkuþætti VIII er skilgreindur sem alþjóða einingar (a.e.) og tengjast gildandi WHO staðli fyrir lyf sem innihalda storkuþátt VIII. Virkni storkuþáttar VIII í plasma er annað hvort gefin til kynna sem hundraðshluti (miðað við eðlilegt plasma manna) eða sem alþjóða einingar (miðað við alþjóðlegan staðal fyrir storkuþátt VIII í plasma).

Ein alþjóða eining (a.e.) af virkni storkuþáttar VIII er jafngild magni storkuþáttar VIII í einum ml af eðlilegu plasma manna.

Meðferð eftir þörfum

Ákvörðun á hæfilegum skammti af storkuþætti VIII er byggð á niðurstöðum sem byggjast á reynslu, sem sýna að ein alþjóða eining (a.e.) af storkuþætti VIII fyrir hvert kg líkamsþunga eykur virkni storkuþáttar VIII í plasma um 1,5% til 2,5% miðað við eðlilega virkni. Hæfilegur skammtur er reiknaður út með því að nota eftirfarandi jöfnu:

I.Hæfilegur skammtur a.e. = líkamsþungi (kg) × 0,5 x hækkun storkuþáttar VIII sem óskað er

eftir (% af eðlilegu)

II. Áætluð hækkun storkuþáttar VIII (% af eðlilegu) = 2 × skammtur a.e. líkamsþungi (kg)

Skammtastærð, tíðni lyfjagjafar og lengd uppbótarmeðferðar þarf að ákveða eftir þörfum hvers sjúklings (þyngd, hve alvarlega blóðstorknunarferillinn er skertur, staðsetningu og hversu alvarleg blæðingin er, mótefnum sem til staðar eru og blóðgildi storkuþáttar VIII sem óskað er eftir).

Í eftirfarandi töflu eru leiðbeiningar fyrir lágmarksþéttni storkuþáttar VIII í blóði. Í tilvikum upptalinna blæðinga, á virkni storkuþáttar VIII ekki að fara niður fyrir uppgefið blóðgildi (% af eðlilegu) á samsvarandi tímabili:

Tafla 1: Leiðbeiningar fyrir skammta við blæðingu og skurðaðgerðir

Alvarleiki blæðingar /

Blóðgildi

Skammtatíðni (klst.) /

Tegund aðgerðar

storkuþáttar VIII

Meðferðarlengd (dagar)

 

sem óskað er eftir

 

 

(%) (a.e./dl)

 

Blæðing

 

 

Byrjandi liðblæðing, blæðing í

20 - 40

Endurtaka á gjöf á 12 til 24 klst.

vöðva eða blæðing í munnholi

 

fresti. Að minnsta kosti 1 dagur, þar

 

 

til blæðing, sem verkir gefa til

 

 

kynna, hefur stöðvast eða sár hafa

 

 

gróið nægjanlega vel.

Alvarlegri liðblæðingar,

30 - 60

Endurtaka á innrennsli á 12 -

blæðingar í vöðva eða margúll

 

24 klst. fresti í 3 - 4 daga eða lengur

(haematoma)

 

þar til verkur og hreyfihömlun

 

 

(disability) hefur lagast nægjanlega

 

 

vel.

Lífshættuleg blæðing (svo sem

60 - 100

Endurtaka á innrennsli á 8 - 24 klst.

innankúpublæðing, blæðing í

 

fresti þar til hætta er afstaðin.

hálsi eða alvarleg blæðing í

 

 

kviðarholi)

 

 

Aðgerðir

 

 

Minni aðgerðir

30 - 60

Á 24 klst. fresti í að minnsta kosti

þar með talið tanndráttur

 

1 dag þar til sár hefur gróið

Stórar aðgerðir

 

nægjanlega vel.

80 - 100

a) Einn hleðslukammtur í einu

 

 

(bolus)

 

(fyrir og eftir aðgerð)

Endurtaka á innrennsli á 8 - 24 klst.

 

 

fresti þar til sár hefur gróið

 

 

nægjanlega vel og síðan halda

 

 

meðferð áfram í að minnsta kosti

 

 

7 daga til viðbótar til að viðhalda

 

 

30% - 60% virkni storkuþáttar VIII

 

 

(a.e./dl).

 

 

b) Stöðugt innrennsli

 

 

Aukið virkni storkuþáttar VIII fyrir

 

 

aðgerð með því að gefa fyrst

 

 

hleðsluskammt og síðan strax á eftir

 

 

stöðugt innrennsli (í a.e./kg/klst.),

 

 

skammtaaðlögun með hliðsjón af

 

 

sólarhringsúthreinsun hjá sjúklingi

 

 

og ákjósanlegri þéttni

 

 

storkuþáttar VIII, í að minnsta kosti

 

 

7 daga.

Skammtastærðir og tíðni lyfjagjafa skal alltaf aðlaga klínískum áhrifum hjá hverjum einstökum sjúklingi. Í sérstökum tilvikum getur þurft að nota stærri skammta en reiknaðir hafa verið út, einkum hvað varðar upphafsskammt.

Meðan á meðferð stendur er mælt með viðeigandi ákvörðun á virkni storkuþáttar VIII til leiðbeiningar um skammt sem gefa á og hversu oft þarf að endurtaka innrennsli. Sér í lagi við stórar skurðaðgerðir er óhjákvæmilegt að viðhafa nákvæmt eftirlit með uppbótarmeðferð með því að framkvæma blóðstorknunargreiningu (virkni storkuþáttar VIII í plasma). Einstaka sjúklingur getur svarað storkuþætti VIII mismunandi, sýnt mismunandi helmingunartíma og bata.

Stöðugt innrennsli

Við útreikning hraða innrennslis í upphafi má fá vitneskju um úthreinsun með því að gera kúrfu yfir dvínandi virkni fyrir aðgerð, eða byrja með hliðsjón af meðal virkni hjá þýðinu (3,0-3,5 ml/klst./kg) og síðan aðlaga skammta eftir þörfum.

Innrennslishraði (í ae/kg/klst.) = Úthreinsun (í ml/klst./kg) × ákjósanleg virkni storkuþáttar VIII (í a.e./ml).

Sýnt hefur verið fram á klínískan og in vitro stöðugleika við samfellt innrennli við notkun dæla með pólývínýlklóríð (PVC) geymi. KOGENATE Bayer inniheldur lítið magn hjálparefnisins pólýsorbats-80, sem vitað er að eykur hraða tví-(2-etýlhexyl) phthalate (DEPH) útfellinga úr efnum sem innhalda pólývínýlklóríð (PVC). Þetta ber að hafa í huga þegar lyfið er gefið með stöðugu innrennsli.

Forvörn

Við langvarandi, fyrirbyggjandi meðferð við blæðingu hjá sjúklingum með alvarlega dreyrasýki A eru venjulegir skammtar 20 til 40 a.e. af KOGENATE Bayer fyrir hvert kg líkamsþunga með 2 - 3 daga millibili.

Í sumum tilvikum, sérstaklega hjá ungum sjúklingum, getur þurft að hafa styttra milli skammta og gefa stærri skammta.

Sérstakir sjúklingahópar

Börn

Sýnt hefur verið fram á öryggi og verkun KOGENATE Bayer hjá börnum á öllum aldri. Gögn úr klínískum rannsóknum á 61 barni yngra en 6 ára og rannsóknum án inngrips á börnum á öllum aldri eru fyrirliggjandi.

Sjúklingar með mótefni (inhibitors)

Fylgjast skal með myndun storkuþáttar VIII mótefna hjá sjúklingum. Náist ekki sú storkuþáttar VIII virkni í plasma sem ráð var fyrir gert eða ef ekki er unnt að stöðva blæðingu með viðeigandi skammti skal rannsaka hvort storkuþáttar VIII mótefni er til staðar. Ef mótefni með lægra gildi en 10 Bethesda einingar (BU) í ml er til staðar má vera að viðbótargjöf raðbrigða storkuþáttar VIII hlutleysi mótefnið og áframhaldandi klínískt áhrifarík meðferð með KOGENATE Bayer verði möguleg. Ef hins vegar mótefni er til staðar eru nauðsynlegir skammtar hins vegar breytilegir og þeim þarf að breyta í samræmi við klíníska svörun og mælingu á virkni storkuþáttar VIII í plasma. Hjá sjúklingum með mótefnatítra hærri en 10 Bethesda einingar eða mikla ónæmisminnissvörun (anamnestic response) á að íhuga gjöf (virkjaðs) þykknis prótrombínfléttu (PCC) eða lyfja með raðbrigða virkjuðum

storkuþætti VII (rFVIIa). Þessari meðferð skal stjórnað af læknum með reynslu í meðferð sjúklinga með dreyrasýki.

Lyfjagjöf

Til notkunar í bláæð.

KOGENATE Bayer er gefið með inndælingu í bláæð á 2 til 5 mínútum. Hraði inndælingar fer eftir ástandi sjúklings (hámarkshraði inndælingar: 2 ml/mínútu).

Stöðugt innrennsli

KOGENATE Bayer má gefa með stöðugu innrennsli. Innrennslishraða á að reikna út á grundvelli úthreinsunar og ákjósanlegrar þéttni storkuþáttar VIII.

Dæmi: Hjá 75 kg sjúklingi með úthreinsun sem er 3 ml/klst./kg, myndi innrennslishraði í byrjun vera 3 a.e./klst./kg, til að ná 100% þéttni storkuþáttar VIII. Við útreikninga á ml/klst., skal margfalda innrennslishraða í a.e./klst./kg með kg líkamsþyngdar/þéttni lausnar (a.e./ml).

Tafla 2: Dæmi um útreikning á innrennslishraða fyrir stöðugt innrennsli eftir inndælingu með stökum upphafsskammti.

 

Ákjósanleg

Innrennslishraði

Innrennslishraði hjá 75 kg sjúklingi

 

plasmaþéttni

a.e./klst./kg

ml/klst.

 

 

 

storkuþáttar VIII

 

 

 

 

Úthreinsun:

 

 

 

Þéttni rFVIII í lausn

 

3 ml/klst./kg

 

 

 

100 a.e./ml

200 a.e./ml

400 a.e./ml

 

100 % (1 a.e./ml)

3,0

2,25

1,125

0,56

 

60%

(0,6 a.e./ml)

1,8

1,35

0,68

0,34

 

40%

(0,4 a.e./ml)

1,2

0,9

0,45

0,225

Hraðara innrennsli getur verið nauðsynlegt við hraðari úthreinsun, þegar um miklar blæðingar er að ræða eða miklar vefjaskemmdir í skurðaðgerðum.

Eftir fyrstu 24 klukkustundirnar með stöðugu innrennsli á að endurreikna úthreinsun á hverjum degi með því að nota jafnvægisjöfnuna með útreiknaðri þéttni storkuþáttar VIII og innrennslishraða með því að nota eftirfarandi jöfnu:

Úthreinsun = innrennslishraði/raunþéttni storkuþáttar VIII.

Þegar innrennsli er stöðugt, skal skipta um innrennslispoka á 24 klst. fresti.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 og fylgiseðil um blöndun lyfsins fyrir gjöf.

4.3 Frábendingar

- Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1. - Þekkt ofnæmisviðbrögð fyrir músa- eða hamsturspróteinum.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ofnæmi

Ofnæmi er hugsanlegt við notkun KOGENATE Bayer. Lyfið inniheldur snefil af músa- og hamsturspróteinum og mannaprótein önnur en storkuþátt VIII (sjá kafla 5.1).

Ef einkenni um ofnæmi koma fram skal ráðleggja sjúklingi að hætta notkun lyfsins án tafar og hafa samband við lækninn.

Upplýsa skal sjúklinga um fyrstu merki um ofnæmisviðbrögð svo sem kláða, ógleði, almennan ofsakláða, þyngsli fyrir brjósti, más, lágþrýsting og bráðaofnæmi.

Fái sjúklingur lost skal veita almenna meðferð við losti.

Blokkar

Myndun hlutleysandi mótefna (blokka) gegn storkuþætti VIII er þekktur fylgikvilli í meðferð hjá sjúklingum með dreyrasýki A. Þessi mótefni eru venjulega IgG ónæmisglóbúlín og hamla forhleypandi virkni (procoagulant activity) storkuþáttar VIII, sem mæld er í sérstökum Bethesda einingum (Modified Bethesda Units (BU)) í ml af plasma með notkun breyttrar mælingar (modified assay). Hætta á myndun mótefna er tengd útsetningu fyrir storkuþætti VIII og fyrir genaþáttum m.a. og er hættan mest fyrstu 20 dagana. Mótefni geta myndast eftir fyrstu 100 útsetningardagana, en það er sjaldgæft.

Tilvik eru um að mótefni hafi myndast aftur (lágur títri) eftir að skipt hefur verið frá einum raðbrigða storkuþætti VIII í annan hjá sjúklingum sem áður hafa verið meðhöndlaðir lengur en í 100 daga og eru með sögu um mótefnamyndun. Því er ráðlagt að fylgjast vel með mótefnamyndun hjá öllum sjúklingum þegar skipt er frá einum raðbrigða storkuþætti í annan.

Almennt skal fylgjast vel með hvort sjúklingar sem meðhöndlaðir eru með lyfjum sem innihalda raðbrigða storkuþátt VIII myndi mótefni og skal það gert með viðeigandi klínísku eftirliti og blóðrannsóknum.

Ef tilætluðum gildum varðandi virkni storkuþáttar VIII í plasma er ekki náð eða ef ekki tekst að stöðva blæðingu með viðeigandi skammti, skal framkvæma próf til þess að kanna hvort storkuþáttar VIII blokkar eru fyrir hendi. Hjá sjúklingum með há gildi blokka er ekki víst að meðferð með

storkuþætti VIII beri árangur og íhuga skal aðra meðferðarmöguleika. Umönnun slíkra sjúklinga ætti að vera í umsjón lækna með reynslu af umsjón með dreyrasýki og blokka gegn storkuþætti.

Stöðugt innrennsli

Í klínískri rannsókn á stöðugu innrennsli í skurðaðgerðum, var heparín notað til að koma í veg fyrir segabláæðabólgu á innrennslisstað, eins og venja er þegar um langvarandi innrennsli er að ræða.

Natríuminnihald

Í hverju hettuglasi er minna en 1 mmól af natríum (23 mg), þ.e. lyfið er nokkurn veginn „natríumfrítt“.

Hjarta- og æðakvillar

Dreyrasjúklingar með áhættuþætti eða sjúkdóma tengda hjarta og æðakerfi kunna að eiga sömu hættu á því að fá hjarta- og æðakvilla og sjúklingar sem ekki eru með dreyra, þegar storknun hefur verið leiðrétt með FVIII.

Hækkun á gildum storkuþáttar VIII eftir gjöf, sérstaklega þegar fyrir hendi eru áhættuþættir tengdir hjarta og æðakerfi, kann að skapa a.m.k. sömu hættu á blóðtappa eða kransæðastíflu og hjá sjúklingum sem ekki eru með dreyra. Því þarf að meta sjúklinga og fylgjast með þeim með tilliti til áhættuþátta á hjarta.

Fylgikvillar tengdir hollegg

Ef nota þarf miðlægan bláæðalegg (CVAD) skal íhuga hættu á fylgikvillum í tengslum við miðlægan bláæðalegg, svo sem staðbundnum sýkingum, bakteríudreyra og segamyndun við hollegg.

Skráning

Eindregið er mælt með því að í hvert skipti sem KOGENATE Bayer er gefið sjúklingi séu nafn og lotunúmer skráð til þess að viðhalda rekjanleika á milli sjúklings og lotu lyfsins.

Börn

Varnaðarorð og varúðarreglur sem hér koma fram eiga bæði við um fullorðna og börn.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hefur verið tilkynnt um milliverkanir KOGENATE Bayer við önnur lyf.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Engar dýrarannsóknir til að kanna áhrif á æxlun hafa verið gerðar með KOGENATE Bayer.

Meðganga og brjóstagjöf

Þar sem tíðni dreyrasýki A hjá konum er mjög lítil er engin reynsla af notkun KOGENATE Bayer á meðgöngu og hjá konum með barn á brjósti. KOGENATE Bayer á því aðeins að nota á meðgöngu og hjá konum með barn á brjósti að brýna nauðsyn beri til.

Frjósemi

Engar upplýsingar um frjósemi liggja fyrir.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

KOGENATE Bayer hefur engin áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggisatriðum

Ofnæmisviðbrögð (sem kunna að fela í sér ofsabjúg, sviða og sársauka á innrennslisstað, kuldahroll, andlitsroða, útbreiddan ofsakláða, höfuðverk, ofsakláða, lágþrýsting, svefndrunga, ógleði, óróleika, hraðtakt, þrengsli fyrir brjósti, náladofi, uppköst, más) hafa komið fram með lyfjum sem innihalda raðbrigða storkuþátt VIII og þau geta í sumum tilvikum þróast yfir í alvarleg bráðaofnæmisviðbrögð (þar með talið lost). Viðbrögð í húð eru sérstaklega algeng,en þróun yfir í bráðaofnæmi (þar með talið lost) er talið mjög sjaldgæft.

Sjúklingar með dreyrasýki A kunna að mynda hlutleysandi mótefni (blokka) gegn storkuþætti VIII. Þetta ástand kann að koma fram sem ónóg klínísk svörun, sjá kafla. Í slíkum tilfellum er mælt með að haft sé samband við sérstaka blæðaramiðstöð.

Tafla yfir aukaverkanir

Taflan sem kemur fram hér á eftir er í samræmi við MedDRA líffæraflokkun (líffæraflokkun og ákjósanlegasta heiti).

Tíðni aukaverkana hefur verið metin á eftirfarandi hátt: Mjög algengar ( 1/10), algengar

(≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Tafla 3: Aukaverkanatíðni

 

 

 

 

MedDRA

 

 

Tíðni

 

 

stöðluð

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

Koma

líffæraflokkun

algengar

 

 

sjaldgæfar

örsjaldan

 

 

 

 

 

fyrir/Tíðni

 

 

 

 

 

ekki þekkt

Blóð og eitlar

Mótefni gegn

 

Mótefni gegn

 

 

 

storkuþætti

 

storkuþætti VIII

 

 

 

VIII

 

(kom fram hjá

 

 

 

(kom fram hjá

 

sjúklingum sem

 

 

 

sjúklingum án

 

höfðu fengið

 

 

 

nokkurrar eða

 

meðferð áður í

 

 

 

lítillar fyrri

 

klínískum

 

 

 

meðferðar)*

 

rannsóknum og

 

 

 

 

 

rannsóknum eftir

 

 

 

 

 

markaðssetningu

 

 

 

 

 

)*

 

 

Almennar

 

Aukaverkanir á

 

Hitaviðbrögð

 

aukaverkanir

 

innrennslisstað

 

tengd innrennsli

 

og

 

 

 

(hiti)

 

aukaverkanir á

 

 

 

 

 

íkomustað

 

 

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

Ofnæmisviðbrö

 

Almenn

 

 

 

gð tengd húð

 

ofnæmisviðbrö

 

 

 

(kláði,

 

gð (þ.m.t.

 

 

 

ofsakláði og

 

bráðaofnæmi,

 

 

 

útbrot)

 

ógleði,

 

 

 

 

 

óeðlilegur

 

 

 

 

 

blóðþrýstingur

 

 

 

 

 

og svimi)

 

Taugakerfi

 

 

 

 

Truflað

 

 

 

 

 

bragðskyn

* sjá eftirfarandi

kafla

 

 

 

 

Lýsing á völdum aukaverkunum

Myndun blokka

Tilkynnt hefur verið um myndun blokka hjá sjúklingum sem ekki hafa fengið meðferð áður og sjúklingum sem hafa fengið meðferð áður (sjá kafla 4.4).

KOGENATE Bayer hefur verið notað í klínískum rannsóknum til meðferðar á blæðingum hjá 37 sjúklingum, sem höfðu ekki fengið meðferð áður og hjá 23 börnum sem höfðu fengið lágmarksmeðferð (skilgreind sem ≤ 4 dagar á lyfinu) með leifar af storkuþætti VIII:C < 2 a.e./dl.

Fimm af 37 (14%) sjúklingum sem ekki höfðu fengið meðferð áður og 4 af 23 (17%) sjúklingum sem höfðu fengið lágmarksmeðferð með KOGENATE Bayer mynduðu mótefni meðan á 20 daga útsetningu stóð: Samtals 9 af 60 (15%) þróuðu með sér mótefni. Einn sjúklingur kom ekki í eftirfylgni og einn sjúklingur myndaði blokka með lágum títrum við eftirfylgni eftir rannsókn.

Íeinni áhorfsrannsókn reyndist nýgengi myndun blokka hjá sjúklingum sem ekki hafa fengið meðferð áður með alvarlega dreyrasýki A vera 64/183 (37,7%) með KOGENATE Bayer (með eftirfylgni í allt að 75 daga útsetningar).

Íklínískum rannsóknum með 73 sjúklingum sem höfðu fengið meðferð áður (skilgreind sem

≥100 dagar á lyfinu) og var fylgt eftir í fjögur ár komu ekki fram ný mótefni.

Í umfangsmiklum áhorfsrannsóknum með yfir 1.000 sjúklingum eftir skráninugu á KOGENATE Bayer kom eftirfarandi fram: Ný mótefni mynduðust hjá innan við 0,2% sjúklinga sem höfðu fengið meðferð áður.

Börn

Búist er við að tíðni, gerð og vægi aukaverkana hjá börnum séu sambærileg í öllum sjúklingahópum nema hvað varðar myndun blokka.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ekki hefur verið greint frá neinu tilviki ofskömmtunar raðbrigða storkuþáttar VIII.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Blæðingalyf: storkuþáttur VIII, ATC-flokkur: B02B D02.

Verkunarháttur

Storkuþáttur VIII/von Willebrand storkuþáttar (vWF) flétta samanstendur af tveimur sameindum (storkuþáttur VIII og vWF) með mismunandi lífeðlisfræðilega verkun. Við innrennsli í sjúkling með dreyrasýki binst storkuþáttur VIII við vWF í blóðrás sjúklingsins. Virkjaður storkuþáttur VIII verkar sem hjálparþáttur (cofactor) virkjaðs storkuþáttar IX og hraðar umbreytingu á storkuþætti X í virkjaðan storkuþátt X. Virkjaður storkuþáttur X umbreytir prótrombíni í trombín. Trombín umbreytir síðan fíbrínógeni í fíbrín og kökkur getur myndast. Dreyrasýki A er kynbundinn arfgengur blóðsjúkdómur sem stafar af lækkuðum gildum storkuþáttar VIII:C og leiðir til mikilla blæðinga inn á liði, vöðva og innri líffæri annað hvort af sjálfu sér eða vegna áverka í slysum eða við skurðaðgerðir. Með uppbótarmeðferð er styrkur storkuþáttar VIII í plasma aukinn og þannig er möguleg tímabundin leiðrétting á storkuþáttarskorti og stilling á blæðingarhneigð.

Lyfhrif

Ákvörðun á virkjuðum trombóplasmíntíma (activated partial thromboplastin time (aPTT)) er hentugt in vitro próf til að meta líffræðilega virkni storkuþáttar VIII. Trombóplasmíntími er lengdur hjá öllum dreyrasjúklingum. Hve vel og lengi trombóplasmíntími helst eðlilegur eftir gjöf KOGENATE Bayer er svipað og sést eftir gjöf storkuþáttar VIII sem unninn er úr blóði manna.

Stöðugt innrennsli

Komið hefur fram í klínískri rannsókn hjá fullorðnum sjúklingum með dreyrasýki A, sem gengist hafa undir stórar skurðaðgerðir, að nota má KOGENATE Bayer sem stöðugt innrennsli í skurðaðgerð (fyrir aðgerð, meðan á henni stendur og eftir aðgerð). Í rannsókninni var notað heparín til að koma í veg fyrir segabláæðabólgu á innrennslisstað, eins og venja er þegar um langvarandi innrennsli er að ræða.

Ofnæmi

Í rannsóknum hefur enginn sjúklingur myndað mótefnatítra sem hafa klíníska þýðingu, gegn þeim votti af músa- og hamsturspróteinum sem er í lyfinu. Hins vegar er hugsanlegt ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum lyfsins, t.d votti af músa- og hamsturspróteinum til staðar hjá vissum sjúklingum sem fyrir eru í hættu (sjá kafla 4.3 og 4.4).

Framköllun ónæmisþols (ITI, Immune Tolerance Induction)

Gögnum um framköllun ónæmisþols var safnað varðandi sjúklinga með dreyrasýki A sem höfðu myndað blokka gegn FVIII. Afturvirkt mat var framkvæmt á 40 sjúklingum og 39 sjúklingar tóku þátt í framsýnni klínískri rannsókn á vegum rannsakanda. Gögn sýna fram á það að KOGENATE Bayer hefur verið notað til þess að framkalla ónæmisþol. Hjá þeim sjúklingum þar sem ónæmisþol náðist var hægt að koma í veg fyrir blæðingar eða meðhöndla þær með KOGENATE Bayer á ný og sjúklingur gat haldið áfram forvarnarmeðferð sem viðhaldsmeðferð.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Við greiningu allra skráðra tilvika um in vivo bata hjá sjúklingum sem áður höfðu verið meðhöndlaðir sást að meðaltali 2% hækkun fyrir hverja a.e. sem gefin var af KOGENATE Bayer á hvert kg líkamsþunga. Þessar niðurstöður eru í samræmi við skráð gildi fyrir storkuþátt VIII sem unninn er úr plasma manna.

Dreifing og brotthvarf

Eftir gjöf KOGENATE Bayer, minnkaði hámarksvirkni storkuþáttar VIII eftir tveggja fasa veldisfalli og var lokahelmingunartíminn að meðaltali um 15 klst. Þetta er svipað og fyrir storkuþátt VIII sem unninn er úr plasma manna þar sem lokahelmingunartími er að meðaltali um 13 klst. Önnur lyfjahvarfagildi fyrir KOGENATE Bayer hleðsluskammt eru: Meðaltími lyfsins í blóði [MRT (0-48)] er um 22 klst. og úthreinsun er um 160 ml/klst. Meðal úthreinsun í upphafi hjá 14 fullorðnum sjúklingum sem fóru í stóra skurðaðgerð og fengu stöðugt innrennsli, er 188 ml/klst sem samsvarar 3,0 ml/klst/kg (á bilinu 1,6-4,6 ml/klst/kg).

5.3Forklínískar upplýsingar

Jafnvel við skammta sem voru margfalt hærri en ráðlagðir skammtar (miðað við líkamsþunga) og gefnir voru tilraunadýrum (músum, rottum, kanínum og hundum) komu ekki fram nein bráð eða meðalbráð einkenni eitrunar.

Sértækar rannsóknir með endurtekna skammta til að kanna eiturverkun á æxlun, langvarandi eiturverkun og krabbameinsvaldandi verkun voru ekki gerðar með októkóg alfa vegna ónæmissvörunar gegn ósamkynja (heterologous) próteinum hjá öllum spendýrum öðrum en mönnum.

Engar rannsóknir voru gerðar á stökkbreytandi áhrifum KOGENATE Bayer þar sem engin stökkbreytandi áhrif komu fram in vitro eða in vivo við notkun lyfsins sem er forveri KOGENATE Bayer.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Stungulyfsstofn

Glýsín

Natríumklóríð

Kalsíumklóríð

Histidín

Pólýsorbat 80

Sykur

Leysir

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau sem nefnd eru í kafla 6.6. Aðeins má nota meðfylgjandi hjálpartæki (hettuglas með stungulyfsstofni með Bio-Set

blöndunarsettinu, áfyllt sprauta með leysi og sett til bláæðarástungu) við blöndun og lyfjagjöf þar sem meðferð getur misfarist sem afleiðing af aðsogi storkuþáttar VIII úr mönnum á innra byrði sumra annarra innrennslissetta.

6.3Geymsluþol

30 mánuðir.

Frá örverufræðilegu sjónarmiði á að nota lyfið strax eftir blöndun. Ef það er ekki notað strax eru geymslutími við notkun og ástand fyrir notkun á ábyrgð notanda.

In vitro rannsóknir hafa samt sem áður sýnt fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika lausnarinnar í PVC pokum fyrir stöðugt innrennsli í 24 klst. við 30°C. Sýnt hefur verið fram á í in vitro rannsóknum að efna- og eðlisfræðilegur stöðugleiki eftir blöndun er 3 klukkustundir.

Geymið ekki í kæli eftir blöndun.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa. Geymið hettuglasið og áfylltu sprautuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Meðan á 30 mánaða heildargeymslutíma stendur má geyma pakkningu lyfsins við stofuhita (að 25°C) í takmarkaðan tíma, allt að 12 mánuði. Í því tilviki fyrnist lyfið í lok þessa 12 mánaða tímabils eða við fyrningardagsetningu hettuglassins með lyfinu, hvort sem fyrr verður. Nýja fyrningardagsetningu skal skrifa á öskjuna.

Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5 Gerð íláts og innihald, sérstakur búnaður til notkunar lyfsins, lyfjagjafar eða ísetningar þess

Hver pakkning af KOGENATE Bayer inniheldur:

Eitt hettuglas með Bio-Set blöndunarsetti, sem inniheldur stungulyfsstofn (10 ml glært hettuglas úr gleri af tegund 1 með latexfríum gráum gúmmítappa úr halogenbútýl ásamt blöndunarsetti með hlífðarhettu Bio-Set ).

Eina áfyllta sprautu með 2,5 ml (fyrir 250 a.e., 500 a.e. og 1000 a.e) eða 5 ml (fyrir 2000 a.e. og 3000 a.e.) af leysi (glær glerlykja, af tegund 1 með latexfríum gráum gúmmítappa úr brómbútýl).

Stimpil

Eitt sett til bláæðarástungu

Tvær einnota alkóhólvættar þurrkur.

Tvær þurrkur

Tvo plástra.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Nákvæm lýsing á tilbúningi og gjöf er í fylgiseðli sem fylgir KOGENATE Bayer.

Eftir blöndun er lyfið tær og litlaus lausn.

KOGENATE Bayer stungulyfsstofn á aðeins að leysa upp í meðfylgjandi leysi (2,5 ml (fyrir 250 a.e., 500 a.e. og 1000 a.e) eða 5 ml (fyrir 2000 a.e. og 3000 a.e.) af vatni fyrir stungulyf) í áfylltri sprautu og með blöndunarsetti (Bio Set). Blöndun fyrir innrennsli á að fara fram við smitgáaraðstæður. Sé einhver hluti pakkningarinnar rofinn eða skemmdur skal ekki að nota pakkninguna.. Snúið hettuglasinu varlega í hringi þar til allur stungulyfsstofninn er uppleystur. Eftir blöndun er lausnin tær. Lyf sem notuð eru í æð skal skoða fyrir lyfjagjöf með tilliti til agna og mislitunar. Notið ekki KOGENATE Bayer ef það inniheldur sýnilegar agnir eða er ekki tært.

Eftir blöndun á að draga lausnina upp í sprautuna. KOGENATE Bayer á að blanda og gefa með þeim áhöldum sem fylgja með pakkningunni.

Blandaða lausn á að sía fyrir gjöf til að fjarlægja hugsanlegar agnir í lausninni. Sía má lausnina með því að nota leiðbeiningar um blöndun og/eða lyfjagjöf eins og lýst er í fylgiseðlinum sem fylgir með KOGENATE Bayer. Mikilvægt er að nota bláæðaástungusettið til lyfjagjafar, sem kemur með lyfinu, þar sem það inniheldur innbyggða síu.

Í þeim tilfellum sem ekki er hægt að nota bláæðaástungusettið sem fylgir með lyfinu (t.d. þegar innrennsli er gefið í útlæga eða miðlæga æð), skal nota viðbótar síu sem hentar fyrir KOGENATE Bayer. Þær síur sem henta eru með luer tengi úr pólýakrýl með samrása síum í pólýamíð skildi og möskvastærð 5 – 20 míkrómetrar.

Bláæðaástungusettið sem kemur með lyfinu má ekki nota til að draga blóð því það inniheldur innbyggða síu. Þegar draga þarf blóð fyrir innrennsli, skal nota blóðgjafasett án síu og gefa síðan KOGENATE Bayer innrennsli í gegnum síu.

Vakni einhverjar spurningar um KOGENATE Bayer og stakar hentugar síur hafið samband við Bayer Pharma AG.

Aðeins til nota í eitt skipti.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Bayer AG

51368 Leverkusen Þýskaland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/00/143/004 - KOGENATE Bayer 250 a.e.

EU/1/00/143/005 - KOGENATE Bayer 500 a.e.

EU/1/00/143/006 - KOGENATE Bayer 1000 a.e.

EU/1/00/143/010 - KOGENATE Bayer 2000 a.e.

EU/1/00/143/012 - KOGENATE Bayer 3000 a.e.

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 04. ágúst 2000.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 06. ágúst 2010.

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu. Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

1. HEITI LYFS

KOGENATE Bayer 250 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

KOGENATE Bayer 500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

KOGENATE Bayer 1000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

KOGENATE Bayer 2000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

KOGENATE Bayer 3000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

2. INNIHALDSLÝSING

Hvert hettuglas inniheldur að lágmarki 250/500/1000/2000/3000 a.e. af storkuþætti VIII úr mönnum (INN: októkóg alfa).

Storkuþáttur VIII úr mönnum er framleiddur með raðbrigða DNA tækni (rDNA) í nýrnafrumum úr ungum hömstrum sem innihalda gen storkuþáttar VIII úr mönnum.

Einn ml af KOGENATE Bayer 250 a.e.inniheldur eftir blöndun með vatni fyrir stungulyf u.þ.b. 100 a.e. (250 a.e. / 2,5 ml) af storkuþætti VIII úr mönnum (INN: októkóg alfa).

Einn ml af KOGENATE Bayer 500 a.e. inniheldur eftir blöndun með vatni fyrir stungulyf u.þ.b. 200 a.e. (500 a.e. / 2,5 ml) af storkuþætti VIII úr mönnum (INN: októkóg alfa).

Einn ml af KOGENATE Bayer 1000 a.e. inniheldur eftir blöndun með vatni fyrir stungulyf u.þ.b. 400 a.e. (1000 a.e. / 2,5 ml) af storkuþætti VIII úr mönnum (INN: októkóg alfa).

Einn ml af KOGENATE Bayer 2000 a.e. inniheldur eftir blöndun með vatni fyrir stungulyf u.þ.b. 400 a.e. (1000 a.e. / 5 ml) af storkuþætti VIII úr mönnum (INN: októkóg alfa).

Einn ml af KOGENATE Bayer 3000 a.e. inniheldur eftir blöndun með vatni fyrir stungulyf u.þ.b. 600 a.e. (3000 a.e. / 5 ml) af storkuþætti VIII úr mönnum (INN: októkóg alfa).

Virknin (a.e.) er ákvörðuð með því að nota eins þreps storkupróf borið saman við FDA Mega staðal sem var kvarðaður við WHO staðal í alþjóðlegum einingum (a.e.).

Sértæk virkni KOGENATE Bayer er u.þ.b. 4.000 a.e./mg próteins.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Stungulyfsstofn og leysir, lausn (millistykki fyrir hettuglas)

Stungulyfsstofn: þurrt hvítt/gulleitt duft eða duftkaka.

Leysir: vatn fyrir stungulyf, tær, litlaus lausn.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Meðferð eða varnandi meðferð við blæðingum hjá sjúklingum með dreyrasýki A (meðfæddan skort á storkuþætti VIII).

Lyfið inniheldur ekki von Willebrand storkuþátt og er því ekki ætlað til notkunar við von Willebrandssjúkdómi.

Þetta lyf er ætlað fullorðnum, unglingum og börnum á öllum aldri.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð á að vera undir eftirliti læknis sem hefur reynslu í meðferð við dreyrasýki.

Skammtar

Fjöldi gefinna eininga af storkuþætti VIII er skilgreindur sem alþjóða einingar (a.e.) og tengjast gildandi WHO staðli fyrir lyf sem innihalda storkuþátt VIII. Virkni storkuþáttar VIII í plasma er annað hvort gefin til kynna sem hundraðshluti (miðað við eðlilegt plasma manna) eða sem alþjóða einingar (miðað við alþjóðlegan staðal fyrir storkuþátt VIII í plasma).

Ein alþjóða eining (a.e.) af virkni storkuþáttar VIII er jafngild magni storkuþáttar VIII í einum ml af eðlilegu plasma manna.

Meðferð eftir þörfum

Ákvörðun á hæfilegum skammti af storkuþætti VIII er byggð á niðurstöðum sem byggjast á reynslu, sem sýna að ein alþjóða eining (a.e.) af storkuþætti VIII fyrir hvert kg líkamsþunga eykur virkni storkuþáttar VIII í plasma um 1,5% til 2,5% miðað við eðlilega virkni. Hæfilegur skammtur er reiknaður út með því að nota eftirfarandi jöfnu:

I.Hæfilegur skammtur a.e. = líkamsþungi (kg) × 0,5 x hækkun storkuþáttar VIII sem óskað er

eftir (% af eðlilegu)

II. Áætluð hækkun storkuþáttar VIII (% af eðlilegu) = 2 × skammtur a.e. líkamsþungi (kg)

Skammtastærð, tíðni lyfjagjafar og lengd uppbótarmeðferðar þarf að ákveða eftir þörfum hvers sjúklings (þyngd, hve alvarlega blóðstorknunarferillinn er skertur, staðsetningu og hversu alvarleg blæðingin er, mótefnum sem til staðar eru og blóðgildi storkuþáttar VIII sem óskað er eftir).

Í eftirfarandi töflu eru leiðbeiningar fyrir lágmarksþéttni storkuþáttar VIII í blóði. Í tilvikum upptalinna blæðinga, á virkni storkuþáttar VIII ekki að fara niður fyrir uppgefið blóðgildi (% af eðlilegu) á samsvarandi tímabili:

Tafla 1: Leiðbeiningar um skömmtun við blæðingar og skurðaðgerðir

Alvarleiki blæðingar /

Blóðgildi

Skammtatíðni (klst.) /

Tegund aðgerðar

storkuþáttar VIII

Meðferðarlengd (dagar)

 

sem óskað er eftir

 

 

(%) (a.e./dl)

 

Blæðing

 

 

Byrjandi liðblæðing, blæðing í

20 - 40

Endurtaka á gjöf á 12 til 24 klst.

vöðva eða blæðing í munnholi

 

fresti. Að minnsta kosti 1 dagur, þar

 

 

til blæðing, sem verkir gefa til

 

 

kynna, hefur stöðvast eða sár hafa

 

 

gróið nægjanlega vel.

Alvarlegri liðblæðingar,

30 - 60

Endurtaka á innrennsli á 12 -

blæðingar í vöðva eða margúll

 

24 klst. fresti í 3 - 4 daga eða lengur

(haematoma)

 

þar til verkur og hreyfihömlun

 

 

(disability) hefur lagast nægjanlega

 

 

vel.

Lífshættuleg blæðing (svo sem

60 - 100

Endurtaka á innrennsli á 8 - 24 klst.

innankúpublæðing, blæðing í

 

fresti þar til hætta er afstaðin.

hálsi eða alvarleg blæðing í

 

 

kviðarholi)

 

 

Aðgerðir

 

 

Minni aðgerðir

30 - 60

Á 24 klst. fresti í að minnsta kosti

þar með talið tanndráttur

 

1 dag þar til sár hefur gróið

Stórar aðgerðir

 

nægjanlega vel.

80 - 100

a) Einn hleðslukammtur í einu

 

 

(bolus)

 

(fyrir og eftir aðgerð)

Endurtaka á innrennsli á 8 – 24 klst.

 

 

fresti þar til sár hefur gróið

 

 

nægjanlega vel og síðan halda

 

 

meðferð áfram í að minnsta kosti

 

 

7 daga til viðbótar til að viðhalda

 

 

30% - 60% virkni storkuþáttar VIII

 

 

(a.e./dl).

 

 

b) Stöðugt innrennsli

 

 

Aukið virkni storkuþáttar VIII fyrir

 

 

aðgerð með því að gefa fyrst

 

 

hleðsluskammt og síðan strax á eftir

 

 

stöðugt innrennsli (í a.e./kg/klst.),

 

 

skammtaaðlögun með hliðsjón af

 

 

sólarhringsúthreinsun hjá sjúklingi

 

 

og ákjósanlegri þéttni

 

 

storkuþáttar VIII, í að minnsta kosti

 

 

7 daga.

Skammtastærðir og tíðni lyfjagjafa skal alltaf aðlaga klínískum áhrifum hjá hverjum einstökum sjúklingi. Í sérstökum tilvikum getur þurft að nota stærri skammta en reiknaðir hafa verið út, einkum hvað varðar upphafsskammt.

Meðan á meðferð stendur er mælt með viðeigandi ákvörðun á virkni storkuþáttar VIII til leiðbeiningar um skammt sem gefa á og hversu oft þarf að endurtaka innrennsli. Sér í lagi við stórar skurðaðgerðir er óhjákvæmilegt að viðhafa nákvæmt eftirlit með uppbótarmeðferð með því að framkvæma blóðstorknunargreiningu (virkni storkuþáttar VIII í plasma). Einstaka sjúklingur getur svarað storkuþætti VIII mismunandi, sýnt mismunandi helmingunartíma og bata.

Stöðugt innrennsli

Við útreikning hraða innrennslis í upphafi má fá vitneskju um úthreinsun með því að gera kúrfu yfir dvínandi virkni fyrir aðgerð, eða byrja með hliðsjón af meðal virkni hjá þýðinu (3,0-3,5 ml/klst./kg) og síðan aðlaga skammta eftir þörfum.

Innrennslishraði (í ae/kg/klst.) = Úthreinsun (í ml/klst./kg) × ákjósanleg virkni storkuþáttar VIII (í a.e./ml).

Sýnt hefur verið fram á klínískan og in vitro stöðugleika við samfellt innrennli við notkun dæla með pólývínýlklóríð (PVC) geymi. KOGENATE Bayer inniheldur lítið magn hjálparefnisins pólýsorbats 80, sem vitað er að eykur hraða tví-(2-etýlhexyl) phthalate (DEPH) úfellinga úr efnum sem innhalda pólývínýlklóríð (PVC). Þetta ber að hafa í huga þegar lyfið er gefið með stöðugu innrennsli.

Forvörn

Við langvarandi, fyrirbyggjandi meðferð við blæðingu hjá sjúklingum með alvarlega dreyrasýki A eru venjulegir skammtar 20 til 40 a.e. af KOGENATE Bayer fyrir hvert kg líkamsþunga með 2-3 daga millibili.

Í sumum tilvikum, sérstaklega hjá ungum sjúklingum, getur þurft að hafa styttra milli skammta og gefa stærri skammta.

Sérstakir sjúklingahópar

Börn

Sýnt hefur verið fram á öryggi og verkun KOGENATE Bayer hjá börnum á öllum aldri. Gögn úr klínískum rannsóknum á 61 barni yngra en 6 ára og rannsóknum án inngrips á börnum á öllum aldri eru fyrirliggjandi.

Sjúklingar með mótefni (inhibitors)

Fylgjast skal með myndun storkuþáttar VIII mótefna hjá sjúklingum. Náist ekki sú storkuþáttar VIII virkni í plasma sem ráð var fyrir gert eða ef ekki er unnt að stöðva blæðingu með viðeigandi skammti skal rannsaka hvort storkuþáttar VIII mótefni er til staðar. Ef mótefni með lægra gildi en 10 Bethesda einingar (BU) í ml er til staðar má vera að viðbótargjöf raðbrigða storkuþáttar VIII hlutleysi mótefnið og áframhaldandi klínískt áhrifarík meðferð með KOGENATE Bayer verði möguleg. Ef hins vegar mótefni er til staðar eru nauðsynlegir skammtar hins vegar breytilegir og þeim þarf að breyta í samræmi við klíníska svörun og mælingu á virkni storkuþáttar VIII í plasma. Hjá sjúklingum með mótefnatítra hærri en 10 Bethesda einingar eða mikla ónæmisminnissvörun (anamnestic response) á að íhuga gjöf (virkjaðs) þykknis prótrombínfléttu (PCC) eða lyfja með raðbrigða virkjuðum

storkuþætti VII (rFVIIa). Þessari meðferð skal stjórnað af læknum með reynslu í meðferð sjúklinga með dreyrasýki.

Lyfjagjöf

Til notkunar í bláæð.

KOGENATE Bayer er gefið með inndælingu í bláæð á 2 til 5 mínútum. Hraði inndælingar fer eftir ástandi sjúklings (hámarkshraði inndælingar: 2 ml/mínútu).

Stöðugt innrennsli

KOGENATE Bayer má gefa með stöðugu innrennsli. Innrennslishraða á að reikna út á grundvelli úthreinsunar og ákjósanlegrar þéttni storkuþáttar VIII.

Dæmi: Hjá 75 kg sjúklingi með úthreinsun sem er 3 ml/klst./kg, myndi innrennslishraði í byrjun vera 3 a.e./klst./kg, til að ná 100% þéttni storkuþáttar VIII. Við útreikninga á ml/klst., skal margfalda innrennslishraða í a.e./klst./kg með kg líkamsþyngdar/þéttni lausnar (a.e./ml).

Tafla 2: Dæmi um útreikning á innrennslishraða fyrir stöðugt innrennsli eftir inndælingu með stökum upphafsskammti.

 

Ákjósanleg

Innrennslishraði

Innrennslishraði hjá 75 kg sjúklingi

 

plasmaþéttni

a.e./klst./kg

ml/klst.

 

 

 

storkuþáttar VIII

 

 

 

 

Úthreinsun:

 

 

 

Þéttni rFVIII í lausn

 

3 ml/klst./kg

 

 

 

100 a.e./ml

200 a.e./ml

400 a.e./ml

 

100 % (1 a.e./ml)

3,0

2,25

1,125

0,56

 

60%

(0,6 a.e./ml)

1,8

1,35

0,68

0,34

 

40%

(0,4 a.e./ml)

1,2

0,9

0,45

0,225

Hraðara innrennsli getur verið nauðsynlegt við hraðari úthreinsun, þegar um miklar blæðingar er að ræða eða miklar vefjaskemmdir í skurðaðgerðum.

Eftir fyrstu 24 klukkustundirnar með stöðugu innrennsli á að endurreikna úthreinsun á hverjum degi með því að nota jafnvægisjöfnuna með útreiknaðri þéttni storkuþáttar VIII og innrennslishraða með því að nota eftirfarandi jöfnu:

Úthreinsun = innrennslishraði/raunþéttni storkuþáttar VIII.

Þegar innrennsli er stöðugt, skal skipta um innrennslispoka á 24 klst. fresti.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 og fylgiseðil um blöndun lyfsins fyrir gjöf.

4.3 Frábendingar

- Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1. - Þekkt ofnæmisviðbrögð fyrir músa- eða hamsturspróteinum.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ofnæmi

Ofnæmi er hugsanlegt við notkun KOGENATE Bayer. Lyfið inniheldur snefil af músa- og hamsturspróteinum og mannaprótein önnur en storkuþátt VIII (sjá kafla 5.1).

Ef einkenni um ofnæmi koma fram skal ráðleggja sjúklingi að hætta notkun lyfsins án tafar og hafa samband við lækninn.

Upplýsa skal sjúklinga um fyrstu merki um ofnæmisviðbrögð svo sem kláða, ógleði, almennan ofsakláða, þyngsli fyrir brjósti, más, lágþrýsting og bráðaofnæmi.

Fái sjúklingur lost skal veita almenna meðferð við losti.

Blokkar

Myndun hlutleysandi mótefna (blokka) gegn storkuþætti VIII er þekktur fylgikvilli í meðferð hjá sjúklingum með dreyrasýki A. Þessi mótefni eru venjulega IgG ónæmisglóbúlín og hamla forhleypandi virkni (procoagulant activity) storkuþáttar VIII, sem mæld er í sérstökum Bethesda einingum (Modified Bethesda Units (BU)) í ml af plasma með notkun breyttrar mælingar (modified assay). Hætta á myndun mótefna er tengd útsetningu fyrir storkuþætti VIII og fyrir genaþáttum m.a. og er hættan mest fyrstu 20 dagana. Mótefni geta myndast eftir fyrstu 100 útsetningardagana, en það er sjaldgæft.

Tilvik eru um að mótefni hafi myndast aftur (lágur títri) eftir að skipt hefur verið frá einum raðbrigða storkuþætti VIII í annan hjá sjúklingum sem áður hafa verið meðhöndlaðir lengur en í 100 daga og eru með sögu um mótefnamyndun. Því er ráðlagt að fylgjast vel með mótefnamyndun hjá öllum sjúklingum þegar skipt er frá einum raðbrigða storkuþætti í annan.

Almennt skal fylgjast vel með hvort sjúklingar sem meðhöndlaðir eru með lyfjum sem innihalda raðbrigða storkuþátt VIII myndi mótefni og skal það gert með viðeigandi klínísku eftirliti og blóðrannsóknum.

Ef tilætluðum gildum varðandi virkni storkuþáttar VIII í plasma er ekki náð eða ef ekki tekst að stöðva blæðingu með viðeigandi skammti, skal framkvæma próf til þess að kanna hvort storkuþáttar VIII blokkar eru fyrir hendi. Hjá sjúklingum með há gildi blokka er ekki víst að meðferð með

storkuþætti VIII beri árangur og íhuga skal aðra meðferðarmöguleika. Umönnun slíkra sjúklinga ætti að vera í umsjón lækna með reynslu af umsjón með dreyrasýki og blokka gegn storkuþætti.

Stöðugt innrennsli

Í klínískri rannsókn á stöðugu innrennsli í skurðaðgerðum, var heparín notað til að koma í veg fyrir segabláæðabólgu á innrennslisstað, eins og venja er þegar um langvarandi innrennsli er að ræða.

Natríuminnihald

Í hverju hettuglasi er minna en 1 mmól af natríum (23 mg), þ.e. lyfið er nokkurn veginn „natríumfrítt“.

Hjarta- og æðakvillar

Dreyrasjúklingar með áhættuþætti eða sjúkdóma tengda hjarta og æðakerfi kunna að eiga sömu hættu á því að fá hjarta- og æðakvilla og sjúklingar sem ekki eru með dreyra, þegar storknun hefur verið leiðrétt með FVIII. Hækkun á gildum storkuþáttar VIII eftir gjöf, sérstaklega þegar fyrir hendi eru áhættuþættir tengdir hjarta og æðakerfi, kann að skapa a.m.k. sömu hættu á blóðtappa eða kransæðastíflu og hjá sjúklingum sem ekki eru með dreyra. Því þarf að meta sjúklinga og fylgjast með þeim með tilliti til áhættuþátta á hjarta.

Fylgikvillar tengdir hollegg

Ef nota þarf miðlægan bláæðalegg (CVAD) skal íhuga hættu á fylgikvillum í tengslum við miðlægan bláæðalegg, svo sem staðbundnum sýkingum, bakteríudreyra og segamyndun við hollegg.

Skráning

Eindregið er mælt með því að í hvert skipti sem KOGENATE Bayer er gefið sjúklingi séu nafn og lotunúmer skráð til þess að viðhalda rekjanleika á milli sjúklings og lotu lyfsins.

Börn

Varnaðarorð og varúðarreglur sem hér koma fram eiga bæði við um fullorðna og börn.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hefur verið tilkynnt um milliverkanir KOGENATE Bayer við önnur lyf.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Engar dýrarannsóknir til að kanna áhrif á æxlun hafa verið gerðar með KOGENATE Bayer.

Meðganga og brjóstagjöf

Þar sem tíðni dreyrasýki A hjá konum er mjög lítil er engin reynsla af notkun KOGENATE Bayer á meðgöngu og hjá konum með barn á brjósti. KOGENATE Bayer á því aðeins að nota á meðgöngu og hjá konum með barn á brjósti að brýna nauðsyn beri til.

Frjósemi

Engar upplýsingar um frjósemi liggja fyrir.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

KOGENATE Bayer hefur engin áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt á öryggisatriðum

Ofnæmisviðbrögð (sem kunna að fela í sér ofsabjúg, sviða og sársauka á innrennslisstað, kuldahroll, andlitsroða, útbreiddan ofsakláða, höfuðverk, ofsakláða, lágþrýsting, svefndrunga, ógleði, óróleika, hraðtakt, þrengsli fyrir brjósti, náladofi, uppköst, más) hafa komið fram með lyfjum sem innihalda raðbrigða storkuþátt VIII og þau geta í sumum tilvikum þróast yfir í alvarleg bráðaofnæmisviðbrögð (þar með talið lost). Viðbrögð í húð eru sérstaklega algeng,en þróun yfir í bráðaofnæmi (þar með talið lost) er talið mjög sjaldgæft.

Sjúklingar með dreyrasýki A kunna að mynda hlutleysandi mótefni (blokka) gegn storkuþætti VIII. Þetta ástand kann að koma fram sem ónóg klínísk svörun. Í slíkum tilfellum er mælt með að haft sé samband við sérstaka blæðaramiðstöð.

Tafla yfir aukaverkanir

Taflan sem kemur fram hér á eftir er í samræmi við MedDRA líffæraflokkun (líffæraflokkun og ákjósanlegasta heiti).

Tíðni aukaverkana hefur verið metin á eftirfarandi hátt: Mjög algengar ( 1/10), algengar

(≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Tafla 3: Aukaverkanatíðni

 

 

 

 

MedDRA stöðluð

 

 

Tíðni

 

 

líffæraflokkun

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

Koma

 

algengar

 

 

sjaldgæfar

örsjaldan

 

 

 

 

 

fyrir/Tíðni

 

 

 

 

 

ekki þekkt

Blóð og eitlar

Mótefni gegn

 

Mótefni gegn

 

 

 

storkuþætti

 

storkuþætti VIII

 

 

 

VIII

 

(kom fram hjá

 

 

 

(kom fram hjá

 

sjúklingum sem

 

 

 

sjúklingum án

 

höfðu fengið

 

 

 

nokkurrar eða

 

meðferð áður í

 

 

 

lítillar fyrri

 

klínískum

 

 

 

meðferðar)*

 

rannsóknum og

 

 

 

 

 

rannsóknum

 

 

 

 

 

eftir

 

 

 

 

 

markaðssetning

 

 

 

 

 

u)*

 

 

Almennar

 

Aukaverkanir á

 

Hitaviðbrögð

 

aukaverkanir og

 

innrennslisstað

 

tengd

 

aukaverkanir á

 

 

 

innrennsli

 

íkomustað

 

 

 

(hiti)

 

Ónæmiskerfi

 

Ofnæmisviðbrögð

 

Almenn

 

 

 

tengd húð (kláði,

 

ofnæmisviðb

 

 

 

ofsakláði og útbrot)

 

rögð (þ.m.t.

 

 

 

 

 

bráðaofnæmi

 

 

 

 

 

, ógleði,

 

 

 

 

 

óeðlilegur

 

 

 

 

 

blóðþrýsting

 

 

 

 

 

ur og svimi)

 

Taugakerfi

 

 

 

 

Truflað

 

 

 

 

 

bragðskyn

* sjá eftirfarandi kafla

 

 

 

 

Lýsing á völdum aukaverkunum

Myndun blokka

Tilkynnt hefur verið um myndun blokka hjá sjúklingum sem ekki hafa fengið meðferð áður og sjúklingum sem hafa fengið meðferð áður (sjá kafla 4.4).

KOGENATE Bayer hefur verið notað í klínískum rannsóknum til meðferðar á blæðingum hjá 37 sjúklingum, sem höfðu ekki fengið meðferð áður og hjá 23 börnum sem höfðu fengið lágmarksmeðferð (skilgreind sem ≤ 4 dagar á lyfinu) með leifar af storkuþætti VIII:C < 2 a.e./dl.

Fimm af 37 (14%) sjúklingum sem ekki höfðu fengið meðferð áður og 4 af 23 (17%) sjúklingum sem höfðu fengið lágmarksmeðferð með KOGENATE Bayer mynduðu mótefni meðan á 20 daga útsetningu stóð: Samtals 9 af 60 (15%) þróuðu með sér mótefni. Einn sjúklingur kom ekki í eftirfylgni og einn sjúklingur myndaði blokka með lágum títrum við eftirfylgni eftir rannsókn.

Íeinni áhorfsrannsókn reyndist nýgengi myndun blokka hjá sjúklingum sem ekki hafa fengið meðferð áður með alvarlega dreyrasýki A vera 64/183 (37,7%) með KOGENATE Bayer (með eftirfylgni í allt að 75 daga útsetningar).

Íklínískum rannsóknum með 73 sjúklingum sem höfðu fengið meðferð áður (skilgreind sem

≥100 dagar á lyfinu) og var fylgt eftir í fjögur ár komu ekki fram ný mótefni.

Í umfangsmiklum áhorfsrannsóknum með yfir 1.000 sjúklingum eftir skráninugu á KOGENATE Bayer kom eftirfarandi fram: Ný mótefni mynduðust hjá innan við 0,2% sjúklinga sem höfðu fengið meðferð áður.

Börn

Búist er við að tíðni, gerð og vægi aukaverkana hjá börnum séu sambærileg í öllum sjúklingahópum nema hvað varðar myndun blokka.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Ekki hefur verið greint frá neinu tilviki ofskömmtunar raðbrigða storkuþáttar VIII.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Blæðingalyf: storkuþáttur VIII, ATC flokkur: B02B D02.

Verkunarháttur

Storkuþáttur VIII/von Willebrand storkuþáttar (vWF) flétta samanstendur af tveimur sameindum (storkuþáttur VIII og vWF) með mismunandi lífeðlisfræðilega verkun. Við innrennsli í sjúkling með dreyrasýki binst storkuþáttur VIII við vWF í blóðrás sjúklingsins. Virkjaður storkuþáttur VIII verkar sem hjálparþáttur (cofactor) virkjaðs storkuþáttar IX og hraðar umbreytingu á storkuþætti X í virkjaðan storkuþátt X. Virkjaður storkuþáttur X umbreytir prótrombíni í trombín. Trombín umbreytir síðan fíbrínógeni í fíbrín og kökkur getur myndast. Dreyrasýki A er kynbundinn arfgengur blóðsjúkdómur sem stafar af lækkuðum gildum storkuþáttar VIII:C og leiðir til mikilla blæðinga inn á liði, vöðva og innri líffæri annað hvort af sjálfu sér eða vegna áverka í slysum eða við skurðaðgerðir. Með uppbótarmeðferð er styrkur storkuþáttar VIII í plasma aukinn og þannig er möguleg tímabundin leiðrétting á storkuþáttarskorti og stilling á blæðingarhneigð.

Lyfhrif

Ákvörðun á virkjuðum trombóplasmíntíma (activated partial thromboplastin time (aPTT)) er hentugt in vitro próf til að meta líffræðilega virkni storkuþáttar VIII. Trombóplasmíntími er lengdur hjá öllum dreyrasjúklingum. Hve vel og lengi trombóplasmíntími helst eðlilegur eftir gjöf KOGENATE Bayer er svipað og sést eftir gjöf storkuþáttar VIII sem unninn er úr blóði manna.

Stöðugt innrennsli

Komið hefur fram í klínískri rannsókn hjá fullorðnum sjúklingum með dreyrasýki A, sem gengist hafa undir stórar skurðaðgerðir, að nota má KOGENATE Bayer sem stöðugt innrennsli í skurðaðgerð (fyrir aðgerð, meðan á henni stendur og eftir aðgerð). Í rannsókninni var notað heparín til að koma í veg fyrir segabláæðabólgu á innrennslisstað, eins og venja er þegar um langvarandi innrennsli er að ræða.

Ofnæmi

Í rannsóknum hefur enginn sjúklingur myndað mótefnatítra sem hafa klíníska þýðingu, gegn þeim votti af músa- og hamsturspróteinum sem er í lyfinu. Hins vegar er hugsanlegt ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum lyfsins, t.d votti af músa- og hamsturspróteinum til staðar hjá vissum sjúklingum sem fyrir eru í hættu (sjá kafla 4.3 og 4.4).

Framköllun ónæmisþols (ITI, Immune Tolerance Induction)

Gögnum um framköllun ónæmisþols var safnað varðandi sjúklinga með dreyrasýki A sem höfðu myndað blokka gegn FVIII. Afturvirkt mat var framkvæmt á 40 sjúklingum og 39 sjúklingar tóku þátt í framsýnni klínískri rannsókn á vegum rannsakanda. Gögn sýna fram á það að KOGENATE Bayer hefur verið notað til þess að framkalla ónæmisþol. Hjá þeim sjúklingum þar sem ónæmisþol náðist var hægt að koma í veg fyrir blæðingar eða meðhöndla þær með KOGENATE Bayer á ný og sjúklingur gat haldið áfram forvarnarmeðferð sem viðhaldsmeðferð.

5.2 Lyfjahvörf

Frásog

Við greiningu allra skráðra tilvika um in vivo bata hjá sjúklingum sem áður höfðu verið meðhöndlaðir sást að meðaltali 2% hækkun fyrir hverja a.e. sem gefin var af KOGENATE Bayer á hvert kg líkamsþunga. Þessar niðurstöður eru í samræmi við skráð gildi fyrir storkuþátt VIII sem unninn er úr plasma manna.

Dreifing og brotthvarf

Eftir gjöf KOGENATE Bayer, minnkaði hámarksvirkni storkuþáttar VIII eftir tveggja fasa veldisfalli og var lokahelmingunartíminn að meðaltali um 15 klst. Þetta er svipað og fyrir storkuþátt VIII sem unninn er úr plasma manna þar sem lokahelmingunartími er að meðaltali um 13 klst. Önnur lyfjahvarfagildi fyrir KOGENATE Bayer hleðsluskammt eru: Meðaltími lyfsins í blóði [MRT (0-48)] er um 22 klst. og úthreinsun er um 160 ml/klst. Meðal úthreinsun í upphafi hjá 14 fullorðnum sjúklingum sem fóru í stóra skurðaðgerð og fengu stöðugt innrennsli, er 188 ml/klst. sem samsvarar 3,0 ml/klst/kg (á bilinu 1,6-4,6 ml/klst./kg).

5.3 Forklínískar upplýsingar

Jafnvel við skammta sem voru margfalt hærri en ráðlagðir skammtar (miðað við líkamsþunga) og gefnir voru tilraunadýrum (músum, rottum, kanínum og hundum) komu ekki fram nein bráð eða meðalbráð einkenni eitrunar.

Sértækar rannsóknir með endurtekna skammta til að kanna eiturverkun á æxlun, langvarandi eiturverkun og krabbameinsvaldandi verkun voru ekki gerðar með októkóg alfa vegna ónæmissvörunar gegn ósamkynja (heterologous) próteinum hjá öllum spendýrum öðrum en mönnum.

Engar rannsóknir voru gerðar á stökkbreytandi áhrifum KOGENATE Bayer þar sem engin stökkbreytandi áhrif komu fram in vitro eða in vivo við notkun lyfsins sem er forveri KOGENATE Bayer.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Stungulyfsstofn

Glýsín

Natríumklóríð

Kalsíumklóríð

Histidín

Pólýsorbat 80

Sykur

Leysir

Vatn fyrir stungulyf

6.2 Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau sem nefnd eru í kafla 6.6.

Aðeins má nota meðfylgjandi hjálpartæki (hettuglas með stungulyfsstofni, áfyllt sprauta með leysi, millistykki á hettuglas og sett til bláæðarástungu) við blöndun og lyfjagjöf þar sem meðferð getur misfarist sem afleiðing af aðsogi storkuþáttar VIII úr mönnum á innra byrði sumra annarra innrennslissetta.

6.3 Geymsluþol

30 mánuðir.

Frá örverufræðilegu sjónarmiði á að nota lyfið strax eftir blöndun. Ef það er ekki notað strax eru geymslutími við notkun og ástand fyrir notkun á ábyrgð notanda.

In vitro rannsóknir hafa samt sem áður sýnt fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika lausnarinnar í PVC pokum fyrir stöðugt innrennsli í 24 klst. við 30°C. Sýnt hefur verið fram á í in vitro rannsóknum að efna- og eðlisfræðilegur stöðugleiki eftir blöndun er 3 klukkustundir.

Geymið ekki í kæli eftir blöndun.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa. Geymið hettuglasið og áfylltu sprautuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Meðan á 30 mánaða heildargeymslutíma stendur má geyma pakkningu lyfsins við stofuhita (að 25°C) í takmarkaðan tíma, allt að 12 mánuði. Í því tilviki fyrnist lyfið í lok þessa 12 mánaða tímabils eða við fyrningardagsetningu hettuglassins með lyfinu, hvort sem fyrr verður. Nýja fyrningardagsetningu skal skrifa á öskjuna.

Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5 Gerð íláts og innihald, sérstakur búnaður til notkunar lyfsins, lyfjagjafar eða ísetningar þess

Hver pakkning af KOGENATE Bayer inniheldur:

Eitt hettuglas með stungulyfsstofni (10 ml glært hettuglas úr gleri af tegund 1 með gráum latexfríum gúmmítappa úr halogenbútýl með álinnsigli).

Eina áfyllta sprautu með 2,5 ml (fyrir 250 a.e., 500 a.e. og 1000 a.e.) eða 5 ml (fyrir 2000 a.e. og 3000 a.e.) af leysi (glær glerlykja, af tegund 1 með latexfríum gráum gúmmítappa úr brómbútýl).

Stimpil

Millistykki á hettuglas

Eitt sett til bláæðarástungu

Tvær einnota alkóhólvættar þurrkur.

Tvær þurrkur

Tvo plástra.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Nákvæm lýsing á tilbúningi og gjöf er í fylgiseðli sem fylgir KOGENATE Bayer.

Blandað lyf er tær og litlaus lausn.

KOGENATE Bayer stungulyfsstofn á aðeins að leysa upp í meðfylgjandi leysi (2,5 ml (fyrir 250 a.e., 500 a.e. og 1000 a.e.) eða 5 ml (fyrir 2000 a.e. og 3000 a.e.) af vatni fyrir stungulyf) í áfylltri sprautu og millistykkinu. Blöndun fyrir innrennsli á að fara fram við smitgátaraðstæður. Sé einhver hluti pakkningarinnar rofinn eða skemmdur skal ekki að nota pakkninguna. Snúið hettuglasinu varlega í hringi þar til allur stungulyfsstofninn er uppleystur. Eftir blöndun er lausnin tær. Lyf sem notuð eru í æð skal skoða fyrir lyfjagjöf með tilliti til agna og mislitunar. Notið ekki KOGENATE Bayer ef það inniheldur sýnilegar agnir eða er ekki tært.

Eftir blöndun á að draga lausnina upp í sprautuna. KOGENATE Bayer á að blanda og gefa með þeim áhöldum sem fylgja með pakkningunni.

Blandaða lausn á að sía fyrir gjöf til að fjarlægja hugsanlegar agnir úr lausninni. Sía má lausnina með því að nota millistykkið fyrir hettuglasið.

Aðeins til nota í eitt skipti.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Bayer AG

51368 Leverkusen Þýskaland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/00/143/007 - KOGENATE Bayer 250 a.e.

EU/1/00/143/008 - KOGENATE Bayer 500 a.e.

EU/1/00/143/009 - KOGENATE Bayer 1000 a.e.

EU/1/00/143/011 - KOGENATE Bayer 2000 a.e.

EU/1/00/143/013 - KOGENATE Bayer 3000 a.e.

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 04. ágúst 2000.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 06. ágúst 2010.

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu. Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf